Siðareglur íslandspósts hf

Page 1

SIÐAREGLUR ÍSLANDSPÓSTS 1.

TILGANGUR

Með siðareglum [1] Íslandspósts er verið að setja siðferðilegar [2] reglur innan fyrirtækisins. Þær eru leiðbeinandi fyrir starfsmenn m.a. varðandi hegðun, framkomu og umgengni. Siðareglurnar ná til allra þátta í starfsemi Íslandspósts og allra starfsmanna fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu viðurkennum við fjölbreytileika hvers annars og nýtum hann til góðs. Öll samskipti við samstarfsmenn og aðila utan fyrirtækisins, skulu vera opin og heiðarleg. Með því að virða hvort annað, verkefnin, viðskiptavininn og umhverfið tekst okkur að gera Íslandspóst að enn betra fyrirtæki. Með því að haga vinnulagi okkar í samhengi við gildi fyrirtækisins og með því að hegða okkur í samræmi við siðareglurnar, getum við stuðlað að háum siðferðilegum viðmiðunum í öllum þáttum starfseminnar. [1]Siðareglur: Regla um framkomu manna og hegðun. [2]Siðferði: Tilhneigingar einstaklings eða hóps til að gera það sem er rangt eða rétt. Skoðun um það hvað er rangt og rétt, gott og slæmt.

2.

MARKMIÐ

2.1. Markmiðið með siðareglum Íslandspósts er að setja siðferðilegan ramma innan fyrirtækisins sem byggir m.a. á gildunum Traust, Vilji og Framsækni. Með reglunum er leitast við að viðhalda heiðarleika starfsmanna og að tryggja að siðferðileg sjónarmið séu virt. Við viljum að Íslandspóstur sé þekktur fyrir hátt siðferði og jákvæða fyrirtækjamenningu. 2.2. Traust: Við höfum það orðspor að vera ábyrg og það eru grunngildi okkar að vera traustsins verð. Við sýnum heilindi í samskiptum og vinnubrögðum, bæði inn á við og út á við. Við leggjum áherslu á skilvirkni og gæði þjónustu okkar og viðhöldum þannig trausti viðskiptavinarins. 2.3. Vilji: Við erum jákvæð og veitum framúrskarandi þjónustu. Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Við erum kröftug og göngum rösklega til verka. 2.4. Framsækni: Við leitum að tækifærum og bætum stöðugt frammistöðu okkar. Við sýnum frumkvæði og metnað í starfi og sækjum þannig fram á við. Við erum óhrædd við að fylgja hugmyndum okkar eftir. 3.

HVERN SNERTA SIÐAREGLURNAR?

3.1. Siðareglurnar ná til allra þátta í starfsemi Íslandspósts og allra starfsmanna fyrirtækisins. 3.2. Starfsmenn fyrirtækisins bera ábyrgð á því að þekkja siðareglurnar og fylgja þeim í daglegum störfum. 4.

SIÐANEFND


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Siðareglur íslandspósts hf by Pósturinn - Issuu