Page 1

BIKARÚRSLIT Laugardaginn 28. febrúar 2009 kl. 13:30

2009

FH - STJARNAN

Kristín Clausen, fyrirliði Stjörnunnar Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrirliði FH

Bikarinn í Krikann!


Guðmundur Karlsson fyrir úrslitaleikinn Jæja Mummi, bikarúrslitaleikur framundan. Það hlýtur að vera góð stemmning og spenna í hópnum? Já að sjálfsögðu er frábær stemming í hópnum og spennustigið er hátt sem eðlilegt er. Hvernig er ástandið á hópnum, allar heilar eða eru einhver meiðsli í gangi? Ástandið er ágætt en það eru jú því miður meiðsli í gangi en það skýrist þegar á vikuna líður hvernig nákvæm staða er. Reikna með að flestar verði leikhæfar en það er þó ljóst að Ásdís Sigurðardóttir og Heiðdís Rún verða ekki með. Þrátt fyrir misjafna stöðu liðanna í deildinni hafa leikir liðanna verið nokkuð jafnir og skemmtilegir, bæði í ár og í fyrra, má ekki búast við hörkuleik á laugardaginn? Við höfum leikið mjög ósannfærandi í síðustu tveimur deildarleikjum en bikarleikirnir hafa verið miklu betri. Það er rétt að leikir okkar við Stjörnuna hafa verið jafnir og við urðum fyrsta liðið til að vinna þær á síðustu leiktíð. Við höfum tapað báðum deildarleikjunum núna, í

Mýrinni með einu marki og svo fjórum í Krikanum. Við erum augljóslega litla liðið í þessum úrslitaleik og það reikna víst fæstir með því að við eigum raunhæfan möguleika en það er mikið hungur hjá okkur og við munum selja okkur dýrt, mjög mjög dýrt. Það er skemmtileg tilviljun að þjálfarar beggja liða eru með dætur sínar í liðinu. Það hlýtur að vera svolítið sérstakt fyrir þjálfara þegar þannig er? Ég get nú bara svarað fyrir mig en það hefur nú einhvern veginn atvikast þannig að ég hef bæði þjálfað konuna og svo 3 dætur mínar á þessum 20+ þjálfaraárum. Það er ljóst að þetta er ekki alltaf tóm hamingja og kallinn eflaust erfiður á stundum en vonandi sanngjarn. Það er samt gríðarlega gaman að vera á leiðinni í höllina með hálfa fjölskylduna og FH hjartað slær ört þessa dagana. Konan mín var einmitt í síðasta bikarmeistaraliði FH kvenna og það eru fleiri leikmenn í þeirri stöðu að eiga mömmur sem voru í bikarmeistaraliðinu frá 1981 og vonandi endurtekur sagan sig.

Nú hefur stefnan hjá FH undanfarin ár verið að byggja upp nýtt lið á ungum og uppöldum leikmönnum. Finnst þér eins og það sé að skila sér í dag? Já, það er alveg á hreinu að við erum á réttri leið og umgjörðin öll er til fyrirmyndar og það hjálpar okkur í uppbyggingunni. Það væru eflaust mörg félög til í að vera í okkar sporum í dag og framtíðin er björt hjá FH. Þú hefur áður unnið titla sem þjálfari en þá með öðrum liðum. Það hlýtur að vera spennandi fyrir þig að eiga séns á að vinna titil með FH, sem er jú þitt félag? Já rúnturinn í Firðinum er ekki búinn hjá mér fyrr en ég næ titli með kvennaliði FH en ég var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði FH í þrennunni frægu og svo hef ég náð 4 titlum sem aðalþjálfari hjá karlaog kvennaliðum Hauka ásamt því að tryggja ÍH sæti í efstu deild sem var líka mjög sætt. Stefnan er sett á að loka þessum hring og vonandi tekst það á laugardaginn. Sú reynsla sem þú hefur úr úrslitaleikjum, kemur hún til með

að hjálpa til í ykkar undirbúningi fyrir þennan leik? Það er mitt að stilla liðið rétt inn og að sjálfsögðu reynir maður að nota allt sem til er í töfrakistunni í undirbúningnum svo að niðurstaðan verði eins og að er stefnt. Hvað með áhorfendur, þeir hljóta að skipta miklu máli í svona leik? Liðið er ungt og óreynt og flestar hafa ekki áður komist í neina úrslitaleiki og því er stuðningurinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu viti er stuðningurinn forsenda þess að við eigum raunhæfan möguleika gegn firnasterku Stjörnuliði. Áhorfendur skipta öllu máli, svoleiðis er það bara. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja alla FH-inga að koma og sjá þessa glæsilegu fulltrúa félagsins næsta laugardag. Gerum daginn ógleymanlegan í hugum þessara stúlkna sem allar eru með stórt FH-hjarta, þær eiga það skilið. Áfram FH.

Leið FH í úrslitin FH mætti Víkingi í 16 liða úrslitum, en Víkingsliðið leikur í annarri deild. FH hafði þar stórsigur 16-35, en leikið var í Víkinni. Í 8 liða úrslitum mætti FH liðið Frömmurum í Kaplakrika. FH liðið lék afar vel í leiknum, hafði yfirhöndina allan leikinn og hafði svo baráttusigur 29-27. FH dróst síðan gegn KA/Þór í undanúrslitum, öðru annarrar deildarliði, og hafði stórsigur 21-36 fyrir norðan.

34 Kristina Kvaderine

FH stúlkur unnu Bikarinn síðast 1981!

88 Ásdís Sigurðardóttir

Það er orðið æði langt síðan FH varð síðast Bikarmeistari kvenna í handbolta. Svo langt að núverandi leikmenn liðsins muna ekki eftir því! Þetta var semsagt vorið 1981 og liðið skipað hinum goðsagnakenndu “Golden girls” þar sem í aðalhlutverki voru stelpur eins og Kristjana Aradóttir, Margrét Theódórsdóttir, Hildur Harðardóttir, Katrín Danivalsdóttir, Gyða Úlfarsdóttir og fleiri. Eftir að hafa unnið Fram í undanúrslitum, 14-10 mættu stelpurnar Víkingum í úrslitaleik í íþróttahúsinu við Strandgötu og sigruðu með miklum yfirburðum. Það byrjaði þó ekki gæfulega því Víkingsstúlkur komu mjög ákveðnar til leiks og leiddu snemma leiks, 8-6. Enn þá hrökk FH-liðið heldur betur í gang og gerðu næstu níu mörk og staðan skyndilega orðin 15-8 fyrir FH. Eftir þetta var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn lenti og lokatölur urðu 22-13 fyrir FH. Athygli vakti að allir leikmenn FH skoruðu mark í úrslitaleiknum. Frábært lið sem varð svo einnig Íslandsmeistari seinna um vorið. Margir eru á því að þetta sé albesta kvennalið FH, ef ekki landsins, frá upphafi en að jafnaði voru 4-6 liðsmenn jafnframt landsliðsmenn.


Atli Hilmarsson fyrir úrslitaleikinn Jæja Atli, bikarúrslitaleikur framundan. Það hlýtur að vera góð stemmning og spenna í hópnum? Fín stemming og tilhlökkun í hópnum. Hvernig er ástandið á hópnum, allar heilar eða eru einhver meiðsli í gangi? Því miður eru Hldur Harðardóttir og Þorgerður Anna meiddar og verða ekki með. Þrátt fyrir misjafna stöðu liðanna í deildinni hafa leikir liðanna verið nokkuð jafnir og skemmtilegir, bæði í ár og í fyrra, má ekki búast við hörkuleik á laugardaginn? Síðustu 2 árin hafa leikir þessara liða verið mjög dramatískir t.d. unnum við með miklu heppnismarki á síðustu sekúndu í Mýrinni í fyrri leiknum í vetur og í hinum leiknum í Krikanum var leikurinn í járnum allan tímann. Staðan í deildinni hefur ekkert að segja þegar kemur að úrslitaleik í bikar, eins og sást best í karlakörfunni ! Það er skemmtileg tilviljun að þjálfarar beggja liða eru með dætur sínar í liðinu. Það hlýtur að vera

svolítið sérstakt fyrir þjálfara þegar þannig er? Það er mjög sérstakt en því miður lítur út fyrir að dóttir mín verði ekki með eftir meiðsli sem hún varð fyrir á sunnudaginn. Nú átt þú einn bikarmeistaratitil í safninu og svo skemmtilega vill til að það var með FH auk þess sem þú hefur þjálfað karlalið FH. Er það ekki svolítið sérstakt að mæta nú FH af öllum liðum í úrslitaleik? FH á sér sérstakan sess í mínum huga, auk þessa bikarmeistaratitils þá varð ég líka Íslandsmeistari með liðinu á sínum tíma og á mjög góðar minningar frá tíma mínum hjá FH. Nú fer ég í fyrsta sinn með lið sem þjálfari í Höllina og það verður gaman að fá að upplifa það. Þú þekkir það sem leikmaður að leika úrslitaleik í Höllinni. Hún hlýtur að vera sveipuð ævintýraljóma vikan fyrir þannig leik með allri þeirri athygli sem á liðunum er og vaxandi spennu sem nær hámarki þegar flautað er til leiks?

Þetta er örugglega skemmtilegasta vika tímabilsins fyrir þessi lið. Nokkrir af mínum leikmönnum hafa tekið þátt í svona leikjum áður og ég vona að þær eigi eftir að miðla af reynslu sinni til ungu leikmannanna okkar sem eru margar að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í m.fl. Við ætlum að njóta augnabliksins og vera með liðið tilbúið á laugardaginn til þess að verja þennan titil. Hvað með áhorfendur, þeir hljóta að skipta miklu máli í svona leik? Áhorfendur skipta mjög miklu máli. Það var frábært að sjá hvað Garðbæingar mættu vel og studdu sitt lið í úrslitunum í körfunni, vonandi getum við handboltamenn náð upp sömu stemmningu og fyllt Höllina. Eitthvað að lokum? Ég hvet alla handboltaáhugamenn að fjölmenna í Höllina og gera þennan leik að frábærri skemmtun. Þessar stelpur eru búnar að leggja mikið á sig til þess að komast í þennan úrslitaleik og eiga stuðninginn skilinn.

90 Sólveig Björg Ásmundardóttir

19 Fanney Ingvarsdóttir

5 Indíana Nanna Jóhannsdóttir

11 Aðalheiður Hreinsdóttir

2 Alina Petrache

9 Harpa Sif Eyjólfsdóttir

7 Esther Viktoría Ragnarsdóttir

Í 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins sat Stjarnan hjá en strax í 8 liða úrslitum fengu Stjörnustúlkur það verðuga verkefni að leika gegn Val í Vodafonehöllinni. Leikurinn var hörkuspennandi eins og títt er um bikarleiki en þó var Stjarnan alltaf með forystu. Svo fór að Stjörnustúlkur innbyrtu fimm marka sigur 23-28. Þegar þessi hindrun var að baki tók ekki betra við því að næstu andstæðingar voru topplið Hauka úr Hafnarfirði. Leikið var á Ásvöllum og það er skemmst frá því að segja að Stjarnan hafði undirtökin í leiknum nánast allan tímann og fór að lokum með sex marka sigur af hólmi 24-30.

Atli Hilmarsson

15 Katla Þorgeirsdóttir

4 Hildur Harðardóttir

6 Kristín Clausen 13 Sólveig Lára Fyrirliði Kjærnested

18 Þorgerður Anna Atladóttir

Saga Stjörnunnar í Bikarkeppni Stjarnan hefur náð góðum árangri í Bikarkeppni síðustu tvo áratugi og hafa landað Bikarnum 5 sinnum á þeim tíma. Fyrsti Bikartitill Stjörnunnar var árið 1989. Stjarnan lyfti síðan Bikar 1996, 1998, 2005 og hampaði svo Bikarnum síðast.

22 Tanja Lind Fodilsdóttir

3 Anna María Guðmundsdóttir

Góða skemmtun á leikdag!

Leið Stjörnunnar í úrslit

Þjálfari

12 Florentina Stanciu

Byr styður FH

17 Elísabet Gunnarsdóttir

25 Þórhildur Gunnarsdóttir


Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari

Krossfiskar Við styðjum FH stelpurnar í höllinniÓðins

Það kveður við hlátur og skrækir og út úr bú sem skella sér í laugina með tilheyrandi skvam synda Dilla“ heyrist úr öllum hornum. Já, þau eru lífsglöð og dugleg krakkarnir í Kro nálinni og er fyrir krakka frá 10 ára aldri með skil því markmiði að keppa í sundi.

PRENT

Ágúst J. Gunnarsson

HEIMAR

Það má með sanni segja að nóg Hvaleyrarbraut 39 l 220 Hafnarfjörður l 5 789 100 l prentheimar@prentheimar.is sé eftirspurnin en nú eru í hópnum 14 krakkar. Sum æfðu með yngri flokkum félagsins en önnur eru að byrja sinn sundferil. Við reynum að taka við þeim sama á hvaða stigi þau eru. Allt sem við krefjumst er að þau hafi vilja til að bæta sig og það hafa þau, sum svo mikinn að það er varla hægt að trúa því, ekki bara í sundi heldur líka í félagslegri færni. Og svo er það þetta með að tilheyra hóp af vinum með sama áhugamál. Það er ómetanlegt. Fyrir okkur þjálfarana er þetta stórskemmtilegt og ekki síður lærdómsríkt. Það var alveg frá byrjun ákveðið að við stefndum á Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga í Reykjavík öll!! Þau lögðu sig fram, þ og það varð úr að við fórum. Ekki glöð. Þeim tókst þetta. Þ bara fórum heldur sáum og sigruðum. lauk voru það sigurve Þessi ferð varð ævintýri frá upphafi borðuðu hamborgara á til enda og okkur var tekið eins vel og áður en þeir tóku flug nýju sundlauginni sem verið var að Akureyrar. vígja. Ég man ekki eftir að sundhópi Nú erum við á leiðin frá Óðni hafi nokkru sinni verið eins Aspar, og svo, og svo o vel tekið á sundmóti og hef ég þó En hvað er svona víða farið, og krakkarnir, ja þau unnu þetta allt. Jú, Óðinn er

Við styðjum FH stelpurnar!

GOLDEN GIRLS

BATTERÍIÐ | ARKITEKTAR

Bikarleikur 2009  

FH - Stjarnan

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you