Page 1

Norðfirðingur 3. tbl.

37. árg

Munið ! Menningarkvöld félagsins

www.nordfirdingafelagid.is

2011

Sjómannadagskaffið 2011

17. nóvember Í Fella og Hólakirkju

Kyrrðarstundin

20. desember Í Fella og Hólakirkju.

Laugardagskaffi

Fyrsta laugardag í í mánuði er laugardagskaffi á Kaffitár í Kringlunni í umsjón Jóns Karlssonar og Hákons Aðalsteinssonar

Sólarkaffi og aðalfundur félagsins.

Í Fella og Hólakirkju sunnudaginn 22. janúar 2012

Þorrablót Norðfirðingafélagsins 4. febrúrar 2012 Í Hlégarði í Mosfellabæ

Árgjöld félagsins

Örn Óskarsson kynnir

Pistill og myndir frá Kitta.


3. tbl.

37. árg

www.nordfirdingafelagid.is

2011

Vorganga Norðfirðingafélagsins Vorganga Norðfirðingafélagsins fór fram 14. maí og í þetta sinn var það Hafnarfjörður sem Norðfirðingar skoðuðu undir leiðsögn Lúðvíks Geirssonar fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði. Gengið var frá Fjörukránni um gamla bæinn og fræddi Lúðvík göngufólk um húsin og sögu staðarins. Þáttaka var góð og mættu um 50 Norðfirðingar í gönguna. Leiðsögn Lúðvíks var bæði fróðleg og skemmtileg og færir félagið honum bestu þakkir fyrir. Gönguferðinni lauk síðan með léttum veitingum á Fjörukránni.

Dagatalið 2012 Dagatal Norðfirðingafélagsins

Þorrablót félagsins 2012

verður sentí í pósti til allra félagsmanna og í framhaldinu verður öllum sendur gíróseðill. Á menningarkvöldi félagsins verður hægt að kaupa auka eintök fyrir þá sem viilja setja dagatalið í jólapakkann til vina og ættingja erlendis.

Laugardaginn 4. febrúar 2012 mun Norðfirðingafélagið standa fyrir þorrablóti í félagsheimilinu Hlégarði í Mofsfellsbæ. Tilvalið fyrir alla gamla og nýja Norðfirðinga á höfðuborgarsvæðinu að safnast saman og skemmta sér á norðfirska vísu. Miðaverð á blótið verður 5.500 kr. Tökum 4. febrúar frá og mætum á þorrablót Norðfirðingafélagsins og rifjum

Árgjöld félagsins Nú er verið að senda út reikninga fyrir árgjöldum félagsins fyrir árið 2011. Árgjaldið er óbreytt eða 1.500 kr. Það er mikilvægt fyrir lítið félag eins og Norðfirðingafélagið að það náist góðar innheimtur ársgjalda. Þau standa undir reglulegri starfsemi félagsins eins og rekstri á heimasíðu, auglýsingum, útgáfu á Norðfirðingi og fleira. Það er von okkar að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að greiða ársgjaldið.


Tökum 4. febrúar frá og mætum á þorrablót Norðfirðingafélagsins og rifjum upp gamla góða blótið að heiman.


3. tbl.

37. árg

www.nordfirdingafelagid.is

2011

Menningarkvöld Norðfirðingafélagsins

Áuglýsing frá Gísla

Kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju Þann 20. desember kl. 17.00 í Fella– og Hólakirkju verður hin árlega kyrrðarstund Norðfirðingafélagsins haldin með Sr. Svavari Stefánssyni. Sú nýbreytni verður í ár að félagið mun bjóða gestum og gangandi upp á jólaglögg og piparkökur. Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Sigurðsson


3. tbl.

37. árg

www.nordfirdingafelagid.is

2011

Frá stjórn Norðfirðingafélagsins. Haustið er komið og starfsemi félagsins komin á fullt aftur, reyndar féll starfsemin aldrei niður í sumar þar sem laugardagskaffi þeirra félaga Hákons og Jóns var á sínum stað alla laugardaga, og er vert að hrósa þeim félögum og þeim sem mættu fyrir framtakið. Þetta er skemmtieg hefð sem allir geta treyst á að er til staðar, hvort sem þú ert Norðfirðingur í heimsókn í höfuðborginni eða búsettur á svæðinu. Dagatalsnefndnin hefur unnið baki brotnu að gerð dagatali félagsins fyrir árið 2012 og er það nú farið í prentun og verður sent til félagsmanna í enda mánaðarins eða í byrjun desember. Mikil vinna liggur í gerð dagatalsins og mikil yfirlega og leit af gömlum myndum og að nafngreina alla rétt. Nú sem áður þá hefur Guðmundur Sveinsson heima á Norðfirði verið ómetanlegur og kann stjórnin honum bestu þakkir fyrir alla aðstoðina. Í ljós kom við vinnslu dagatalsins að ekki er um auðugan garð að gresja hvað myndir snertir þegar kemur að því þema sem valið var og kom það nokkuð á óvart. Dagatalsnefnin á heiður skilið fyrir alla þá vinnu sem þau hafa lagt á sig við gerð dagatalsins sem kemur nú út 6. árið í röð. Framundan er Menningarkvöld félagsins og þar er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur en þetta kvöld verður Haraldur Guðmundsson eða Halli prent eins og hann var alltaf kallaður tekin fyrir. Munu margir koma að þeirri skemmtun bæði í orðum og tónum. Veg og vanda að daskrá kvöldsins eiga Birgir Sveinsson, Gísli Gíslason og Sigurður Þorbergsson sem hafa lagt nótt við dag til að gera dagskránna sem skemmtilegasta. Eftir að dagskrá lýkur verður boðið upp á kaffi og spjall. Nú á næstu dögum verður sendur út gíróseðill fyrir árgjöldum félagsins sem eru 1500 krónur og byðjum við félagsmenn að bregðast vel við þeim. Þann 20 desember n.k. mun félagið standa fyrir kyrrðarstund í Fella og Hólakirkju eins og verið hefur undanfarin ár. Stjórn félagsins hefur ákveðið að brjóta aðeins upp hefðina og bjóða upp á jólaglögg og piparkökur í tilefni jólaföstunnar og jafnvel tónlistaratriði. Þetta er tilvalið tækifæri til að hittast aðeins í amstri jólaundirbúningsins og minnast saman þeirra sem ekki eru lengur meðal okkar. Útgefandi: Norðfirðingafélagið Þann 4.febrúar 2012 hefur verið ákveðið að halda Þorrablót Norðfirðingafélagsins og vonast stjórnin til þess að www.nordfirdingafelagid.is. Stjórn:sem flestir sjái sér fært að mæta en hugmyndin er að endurvekja og fá að taka þátt í “alvöru” þorrablóti með trogum á borðum og norðfirskum skemmtiatriðum. Ekki munum við þó þurfa að mæta með matinn sjálf því að Guðrún K EInarsd. 6945421 Kristján T Högnason í Hlégarði í Mosfellsbæ mun sjá um að elda matinn og setja í trogin. Eftir borðhald sem verður í veisluþjónustan Sigurður Þorbergsson: höndum Norðfirðinganna sem sjá um “Alla-balla” blótið heima verða það norðfirskir tónlistarmenn í Sveinn Ásgeirsson hljómsveitinni Mono sem sjá um ballið. Hvetjum við að sjálfsögðu alla félagsmenn til að fjölmenna á blótið. Vildís Björgvinsdóttir. Að lokum vil ég minna á heimasíðu félagsins Þorsteinn Sigurðsson: 8221709 Vilmundur Tryggvason:849891 Írís Másdóttir: 8673278 http://www.nordfirdingafelagid.is sem er í umsjón Þorsteins Sigurðssonar. Jón Karlsson: 8966378 Við hlökkum til að hitta sem Hákon Aðalstensson: 8607015 flesta Norðfirðinga og aðra á viðburðum félagsins í vetur. Birgir D. Sveinsson: 8629431 Gísli Gíslason: 8980991 Birna Hilmarsdóttir: 8628510 Fyrir hönd stjórnar Gunnar K. Guðmundsson: Guðrún K Einarsdóttir 8583260

Formaður.


North  

Þetta er uppkast

North  

Þetta er uppkast