Page 1

Við erum öll tengd við náttúruna


Nýtt dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur Frá og með 1. janúar 2014 mun raforkusala og framleiðsla Orkuveitu Reykjavíkur fara fram undir nýjum merkjum dótturfélags OR. Þessi breyting er í samræmi við raforkulög sem taka gildi á sama tíma.

Nýtt sölufyrirtæki á raforkumarkaði ber heitið Orka náttúrunnar. Það tekur við farsælli starf­ semi sem rekur sögu sína allt aftur til þess er Elliðaárstöð var gangsett árið 1921.

Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur

Hlutverk Orku náttúrunnar

Öll veitustarfsemi sem lýtur að dreifingu rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu verður áfram undir merkjum Orkuveitunnar.

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði ásamt því að veita ráðgjöf til fyrirtækja. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu, ráðgjöf og samkeppnishæft verð.


Í ár eru 93 ár síðan rafstöðin í Elliðaárdal var gangsett af Kristjáni konungi tíunda. Allar götur síðan höfum við fært birtu, yl og orku til heimila og fyrirtækja, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og síðar um allt land. Við höfum því mikla reynslu á þessu sviði og munum leggja kapp á að nýta hana til hagsbóta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.

Ágæti viðskiptavinur. Orka náttúrunnar er nýtt fyrirtæki á raforkumarkaði sem byggir á traustum grunni og langri sögu. Við erum dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur og tökum við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni og sölu á rafmagni til fyrirtækja og heimila um allt land. Með stofnun fyrirtækisins er Orkuveitan að uppfylla ákvæði raforkulaga um aðskilnað sérleyfisog samkeppnisþátta þar sem virkjana- og sölustarfsemin er skilin frá veitustarfseminni. Nú stígum við okkar fyrstu skref undir nýjum merkjum og til verður eitt stærsta orkufyrirtæki landsins með yfir 75 þúsund heimili og fyrirtæki um allt land í viðskiptum. Leiðarljós okkar er að bjóða rafmagn á samkeppnishæfu verði til allra landsmanna og við munum kappkosta að veita viðskiptavinum áfram góða þjónustu og faglega ráðgjöf.

Það er mikilvægt að nýta auðlindir náttúrunnar af ábyrgð og nærgætni. Umhverfis- og öryggismál eru okkur ofarlega í huga og við leggjum mikla áherslu á að starfsemi okkar leiði til betri lífsgæða í dag og til framtíðar. Við erum öll tengd við náttúruna og njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að hreinni og grænni orku. Okkar hlutverk er að aðstoða heimilin og fyrirtækin í landinu við að njóta hennar. Við munum sinna okkar hlutverki af stolti og hlökkum til að mæta framtíðinni undir merkjum Orku náttúrunnar.

Með kveðju, Páll Erland, framkvæmdastjóri


Getum við aðstoðað þig?

Þjónustan í fyrirrúmi Gott og traust samband við viðskiptavini er lykilatriði í starfsemi Orku náttúrunnar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og er reiðubúið að miðla þér af henni. Við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna og leggjum okkur fram um að leiðbeina öllum um hagkvæma orkunotkun. Hafðu samband við okkur í síma 591-2700.

Brynjar Stefánsson Forstöðumaður söluog markaðsmála 591-2710 / 617-2710 brynjar.stefansson@on.is

Þjónusta við heimili Við veitum heimilum góða þjónustu og leggjum áherslu á að nýta orkuna á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Við viljum að það sé einfalt og þægilegt að skipta við okkur og höfum það að leiðarljósi í allri okkar þjónustu.

Ásdís Gíslason

Jóhanna Harpa Agnarsdóttir

Þorvaldur Árnason

Markaðsstjóri

Verkefnastjóri

Vefstjóri

591-2715 / 617-2715 asdis.gislason@on.is

591-2717 / 617-2717 johanna.harpa.agnarsdottir@on.is

591-2716 / 617-2716 thorvaldur.arnason@on.is


Ávinningur fyrir þitt fyrirtæki Áralöng reynsla söluráðgjafa okkar einfaldar fyrirtæki þínu raforkukaup. Hjá okkur færðu heildarsýn yfir hagkvæmni raforkukaupa og hvernig raforkan verður best nýtt í þágu þíns fyrirtækis. Við bjóðum góða þjónustu og samkeppnishæft verð. Hafðu samband og við einföldum þínu fyrirtæki raforkukaupin.

Hafrún H. Þorvaldsdóttir Sölustjóri 591-2720 / 617-2720 hafrun.thorvaldsdottir@on.is

Jón Sigurðsson

Loftur Már Sigurðsson

Tryggvi Þór Gunnarsson

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri

Viðskiptastjóri

591-2722 / 617-2722 jon.sigurdsson@on.is

591-2721 / 617-2721 loftur.mar.sigurdsson@on.is

591-2723 / 617-2723 tryggvi.thor.gunnarsson@on.is

Sala til stórnotenda Orka náttúrunnar framleiðir um 300 MW á ári og er rafmagnið selt á almennan markað og til stórnotenda. Mikilvægt er að framleiðsla og sala sé í jafnvægi til að nýta sem best þá auðlind sem við búum yfir.

Þorsteinn Sigurjónsson

Þrándur Sigurjón Ólafsson

Hópstjóri orkumiðlunar

Verkefnastjóri í orkumiðlun

591-2712 / 617-2712 thorsteinn.sigurjonsson@on.is

591-2713 / 617-2713 thrandur.sigurjon.olafsson@on.is


Orkan okkar Orka náttúrunnar á og rekur fjórar virkjanir. Þær eru jarðvarmavirkjanirnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjanirnar í Andakílsá og Elliðaám. Auk rafmagnsframleiðslu framleiða jarðvarmavirkjanirnar heitt vatn fyrir hitaveituna.

Guðmundur Hagalín Guðmundsson

Bjarni Már Júlíusson

Forstöðumaður virkjanareksturs

Forstöðumaður tækniþróunar

591-2770 / 617-2770 gudmundur.hagalin.gudmundsson@on.is

591-2730 / 617-2730 bjarni.mar.juliusson@on.is

Náttúran og umhverfið


Sameiginlegur rekstur Hagkvæmur og skilvirkur rekstur er lykilatriði í okkar starfsemi. Orka náttúrunnar leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn og trausta innviði til að tryggja samkeppnishæfni og hámarksárangur í rekstri.

Gísli Sveinsson Forstöðumaður sameiginlegs rekstrar 591-2702 / 617-2702 gisli.sveinsson@on.is

Við leggjum áherslu á að hagnýta jarðvarma og vatnsafl með ábyrgum hætti. Orkuöflun hefur jákvæð áhrif á daglegt líf þorra þjóðarinnar, en það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum að ganga vel um auðlindir náttúrunnar. Fjölbreyttri starfsemi fylgja umhverfisáhrif sem kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir, vöktun og eftirlit. Við leggjum áherslu á opin og fagleg samskipti við íbúa, leyfisveitendur og opinbera aðila.


Orka náttúrunnar Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík Sími 591-2700 www.on.is

Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur

Starfsemi Orku náttúrunnar  
Starfsemi Orku náttúrunnar  

Kynning á starfsemi og starfsfólki Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur

Advertisement