Page 1

Sérfræðingar þér við hlið


Hlutverk Opinna kerfa er að vera samstarfsaðili kröfuharðra viðskiptavina Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna, auk þjónustu. Opin kerfi er eini umboðs- og þjónustuaðili Hewlett Packard á Íslandi og er HP Gold Partner. Fyrirtækið er Cisco Silver Partner og selur og þjónustar búnað frá Cisco.

Opin kerfi er Microsoft Gold Partner, Microsoft dreifingaraðili og einn stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á Íslandi. Þá er fyrirtækið leiðandi í Unix, Linux og opnum lausnum (Open Source), er Red Hat Advanced Business Partner á Íslandi, VMware Enterprise Solution Partner auk þess að selja búnað og lausnir frá Eaton.

Opin kerfi er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum ávallt bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á hverju sinni. Það eru þessir þættir sem fyrirtækið hefur byggt velgengni sína á frá árinu 1985.


Opin kerfi hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni, t.a.m. á sviði vélbúnaðar, grunnkerfa, netkerfa, samskiptalausna, skrifstofulausna og annarra hugbúnaðarlausna. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa unnið við ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu upplýsingatæknilausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Þekking og reynsla þeirra 110 sérfræðinga sem starfa hjá fyrirtækinu auk sterkra vörumerkja er það sem skapar virði Opinna kerfa. Hjá fyrirtækinu starfa úrvals sérfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Birgjar og samstarfsaðilar gera ríka kröfu um að þekkingunni sé viðhaldið og hér að neðan má sjá yfirlit yfir þær gráður sem starfsmenn hafa.

Gráður STARFSMANNA

124 mismunandi Cisco - gráður

178 mismunandi HP - gráður

75 mismunandi Microsoft-gráður

21 mismunandi Red Hat-gráður

25 mismunandi tækni- og verkefnastjórnunargráður


Opin kerfi byggir á traustu samstarfi við stærstu upplýsingatæknifyrirtæki heims


Sérfræðingar Opinna kerfa hafa áralanga reynslu af HP-lausnum sem hefur verið kjarnastarfsemi félagsins allt frá stofnun þess. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa víðfeðmt þekkingarstig, hvort sem er á sviði ráðgjafar, innleiðingar, rekstrar og þjónustu á vél- eða hugbúnaðarlausnum frá HP.

Við erum sérfræðingar í: • Útstöðvalausnum • Prentaralausnum • Netþjónalausnum • Gagnageymslulausnum • Afritunarlausnum • Þjónustulausnum • Hýsingarlausnum

Microsoft-sérfræðingar Opinna kerfa búa yfir áralangri reynslu, mikilli þekkingu, fjölda vottana og gráða frá Microsoft. Sérfræðingar í Microsoft grunn- og hugbúnaðarlausnum hafa tekið þátt í fjölmörgum umfangsmiklum og krefjandi verkefnum hjá viðskiptavinum auk þess að tengjast daglegum rekstri upplýsingakerfa þeirra.

Við erum sérfræðingar í: • Microsoft Windows Server • Microsoft Hyper-V • Microsoft Exchange • Microsoft SQL • Microsoft System Center • Microsoft Lync • Microsoft Windows og Office • Microsoft BI • Microsoft Dynamics CRM • Microsoft SharePoint • Office 365

Cisco lausnaframboð Opinna kerfa spannar rekstur og þjónustu við net- og símkerfi, samskipta- og öryggislausnir. System Integrator samningur Opinna kerfa við Cisco tryggir viðskiptavinum beint, samningsbundið aðgengi að sérhæfðri þjónustu á allan búnað. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa áralanga reynslu og víðtæka sérþekkingu sem tryggir viðskiptavinum okkar áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu.

Við erum sérfræðingar í: • Routing & Switching (CCIE) • Security (CCIE) • Voice (CCIE) • Wireless • Solutions architecture


Opin kerfi hafa að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu Gæðastjórnun Opin kerfi hefur markað sér gæðastefnu og lagt áherslu á skýra gæðastjórnun með gagnsæi í ferlum og ábyrgð. Í gæðahandbók er að finna skjalfesta verkferla og vinnulýsingar (hlutverkalýsingar) um hvernig best er að vinna verkin hverju sinni. Með gæðastjórnun hefur Opin kerfi leitast við að tryggja að öllum vinnuaðferðum sé lýst og þannig lagt línurnar að gæðum í sölu og þjónustu. Verkefnastjórnun Hjá Opnum kerfum er mikil áhersla lögð á verkefnastjórnun. Mismunandi aðferðafræði er beitt sem sniðin er að stærð og

eðli verkefna hverju sinni. Opin kerfi hefur m.a. hannað eigið verkefnastjórnunarkerfi sem er einfalt og skilvirkt í notkun. Hjá Opnum kerfum starfa öflugir verkefnastjórar með IPMA-vottun og mikla reynslu af stýringu smærri sem stærri verkefna. Öryggisstjórnun Öryggisstjórnun hjá Opnum kerfum samanstendur af skipulags- og tæknilegum þáttum og hefur öryggisstefna verið gefin út með það að markmiði að tryggja öruggt starfsumhverfi, koma í veg fyrir tap á gögnum og stuld á upplýsingum.

Samfélags- OG UMHVERFISþættir Opin kerfi tekur þátt í samfélagslegum verkefnum og fylgir þeirri stefnu að veita styrki til góðra verka. Félagið hefur lagt mörgum góðum málefnum lið, komið að verkefnum í menntakerfinu og stutt dyggilega við bakið á íþróttaog tómstundastarfi. Árlega útdeilir félagið sérstökum styrk til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort í pósti. Forráðamenn Opinna kerfa leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgur aðili í samfélaginu. Hluti af því er að tryggja að fyrirtækið umgangist umhverfi sitt af virðingu og umhyggju.


Opin kerfi leggir áherslu á að uppfylla ítrustu kröfur um sérfræðiþekkingu, hagkvæmni, sveigjanleika og skjót viðbrögð.

1. stigs þjónusta

2. stigs þjónusta

3. stigs þjónusta

Almenn þjónusta í þjónustuveri þar sem þjónustufulltrúar svara í síma 570 1000 á milli kl. 8:30 og 17:00. Veitt er 1. stigs þjónusta með það að markmiði að geta leyst úr 65% símtala við fyrstu innhringingu, hvort sem um er að ræða þjónustu eða sölu. Fáist ekki lausn á fyrsta stigi er beiðninni vísað til 2. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.

Tækniþjónusta sem tekur við beiðnum frá þjónustuveri, hvort tveggja vegna þjónustu eða sölu og leysir úr þeim eða vísar beiðni til 3. stigs ráðgjafaog sérfræðiþjónustu. Tækniþjónustan er veitt af fagmenntuðum tæknimönnum allan sólarhringinn, alla daga ársins og sinnir óskum viðskiptavina um þjónustu utan hefðbundins dagvinnutíma. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á 2. stigi er henni vísað til 3. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.

Sérfræðiþjónusta veitt af fagmenntuðum ráðgjöfum með mikla reynslu í að sinna flóknum uppsetningum, innleiðingum og rekstrarfrávikum. Ráðgjafa- og sérfræðiþjónustan tekur við beiðnum frá þjónustuveri og tækniþjónustu. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á þessu stigi er henni beint til erlendu birgjanna og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.


OK 21x21 islenska  

Sérfræðingar þér við hlið Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna, auk þjónustu. Opin kerfi...