Page 1

SÉRFRÆÐINGAR ÞÉR VIÐ HLIÐ


Hlutverk Opinna kerfa er að vera samstarfsaðili kröfuharðra viðskiptavina og stuðla að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs með framsæknum lausnum á sviði hagnýtrar upplýsingatækni Opin kerfi er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, ráðgjöf og innleiðingu lausna, auk þjónustu.

Opin kerfi byggir á traustum grunni reyndra lausna og er fyrsti valkostur kröfuharðra viðskiptavina.

Opin kerfi er eini umboðs- og þjónustuaðili Hewlett Packard á Íslandi og er HP Gold Partner. Fyrirtækið er Cisco Silver Partner og selur og þjónustar búnað frá Cisco. Opin kerfi er Microsoft Gold Partner, Microsoft dreifingaraðili og einn stærsti sölu- og þjónustuaðili Microsoft á Íslandi. Þá er fyrirtækið leiðandi í Unix, Linux og opnum lausnum (Open Source), er Red Hat Advanced Business Partner á Íslandi, VMware Enterprise Solution Partner auk þess að selja búnað og lausnir frá Eaton.

Viðskiptavinir geta ávallt treyst því að þeir fái faglega þjónustu og ráðgjöf sem grundvallast á þeirra þörfum.

Opin kerfi er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum ávallt bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á hverju sinni. Það eru þessir þættir sem fyrirtækið hefur byggt velgengni sína á frá árinu 1985.

Opin kerfi metur á hverjum tíma fýsileika búnaðar og lausna þannig að lausnir þjóni viðskiptavinum og hagsmunum fyrirtækisins sem best. Sterk tengsl við öfluga birgja opna alþjóðleg viðskiptatækifæri. Hjá Opnum kerfum starfar samhentur hópur fólks sem hefur góða þekkingu og innsýn í heildarþarfir rekstrar og afburðaþekkingu á upplýsingatæknimálum. Vinnuaðstaða og lærdómsríkt vinnuumhverfi gerir fyrirtækið að eftirsóttasta vinnustað upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Rekstur Opinna kerfa er heilbrigður og hluthafar fá góða ávöxtun fjárfestingar sinnar.

Hægt er að kynna sér sögu fyrirtækisins á www.ok.is/Um-okkur/Saga-Opinna-kerfa


FRAMTÍÐARSÝN

GILDI OPINNA KERFA

Opin kerfi byggir upp alþjóðlega samkeppnishæfni með því að samþætta eigin þekkingu, einstök birgjatengsl og þau tækifæri sem felast í legu og auðlindum Íslands. Opin kerfi er þekkt fyrir að bjóða metnaðarfullum einstaklingum eftirsóknarvert starfsumhverfi, þar sem saman koma spennandi verkefni, tækifæri til símenntunar og góð kjör.

EITT LIÐ

SIGURVILJI

HEIÐARLEIKI

OPINN HUGUR


Opin kerfi byggir á traustu samstarfi við stærstu upplýsingatæknifyrirtæki heims, HP, Microsoft og Cisco Innan Opinna kerfa starfa þekkingarog faghópar þvert á deilda- og starfsskipulag.

FAGHÓPAR

Meginhlutverk hópanna er að fjalla um og halda utan um lausnir og verkefni sem falla undir þá sérþekkingu sem meðlimir þeirra búa yfir. Hópana skipa sérfræðingar í ráðgjöf, sölu og þjónustu.

Gagnageymslulausnir

Netlausnir Samskiptalausnir

Open Sourcelausnir

Microsoftgrunnkerfi

Afritunarlausnir

Útvistunarlausnir

Öryggislausnir

Microsoftsérlausnir Prentlausnir


RÁÐGJÖF Opin kerfi byggir á traustu samstarfi við einhver stærstu upplýsingatæknifyrirtæki heims, HP, Microsoft og Cisco. Félagið hefur byggt upp mikla þekkingu á umfangsmiklu vöruframboði og samningsleiðum þessara framleiðenda. Jafnframt hefur félagið á að skipa einu öflugasta teymi landsins á sviði opins hugbúnaðar og hefur verið leiðandi á því sviði um árabil.

Opin kerfi hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni, t.a.m. á sviði vélbúnaðar, grunnkerfa, netkerfa, samskiptalausna, skrifstofulausna og annarra hugbúnaðarlausna. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa unnið við ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu upplýsingatæknilausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

ÖLL STARFSEMI FYRIRTÆKISINS TENGIST UPPLÝSINGATÆKNI

HLUTFALL MENNTUNAR INNAN OPINNA KERFA

Ráðgjafar Opinna kerfa bjóða viðskiptavinum ráðgjöf um leiðir til hagræðingar og sparnaðar á grundvelli yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu. Hvort sem ráðgjöfin snýr að því að ná hámarksarðsemi úr Microsoft-umhverfi, meta arðsemi af innleiðingu opins hugbúnaðar, hámarka nýtingu vélbúnaðar eða framkvæma heildstætt mat með heildarúttekt á rekstrarumhverfi, geta sérfræðingar Opinna kerfa aðstoðað viðskiptavini við að setja fram markvissar og raunhæfar áætlanir og veitt öflugan stuðning við að ná þeim.

GRÁÐUR STARFSMANNA

124 mismunandi Cisco-gráður

178 mismunandi HP-gráður

60% starfsmanna eru í þjónustu. 40% starfsmanna eru í sölu og stuðningsdeildum.

Þekking og reynsla starfsfólks auk sterkra vörumerkja er það sem skapar virði Opinna kerfa. Hjá fyrirtækinu starfa úrvals sérfræðingar sem hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni. Birgjar og samstarfsaðilar gera ríka kröfu um að þekkingunni sé viðhaldið og hér til hliðar má sjá yfirlit yfir þær gráður sem starfsmenn hafa. Um 110 starfsmenn vinna hjá Opnum kerfum og hefur rúmlega helmingur þeirra starfað hjá félaginu í fimm ár eða lengur. Síðustu misseri hefur starfsmannafjöldi aukist þónokkuð.

50% starfsmanna eru háskólamenntaðir. 40% starfsmanna eru iðnmenntaðir. 10% starfsmanna eru með ýmis námskeið og diplómur. Endurmenntunarstefna Opinna kerfa gerir ráð fyrir þekkingaröflun starfsmanna tvö ár fram í tímann hverju sinni. Kröfur birgja og óskir starfsmanna varðandi þekkingaröflun eru metnar og dagsettar í árlegum starfsmannaviðtölum. Þetta er gert til að tryggja stöðuga framþróun símenntunar.

75 mismunandi Microsoft-gráður

21 mismunandi Red Hat-gráður

25 mismunandi tækni- og verkefnastjórnunargráður


Opin kerfi er eini viðurkenndi íslenski dreifingarog þjónustuaðili HP, stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims HP er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki heims, leiðandi framleiðandi og söluaðili á útstöðvabúnaði, miðlægum lausnum og hugbúnaði. HP hefur verið lykilsamstarfsaðili Opinna kerfa frá stofnun félagsins. HP hefur algera sérstöðu þegar kemur að lausnum fyrir gagnaver og er í dag stærsti framleiðandi á búnaði í gagnaverum á heimsvísu.

Sérfræðingar Opinna kerfa hafa áralanga reynslu af HP-lausnum sem hefur verið kjarnastarfsemi félagsins allt frá stofnun þess. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa víðfeðmt þekkingarstig, hvort sem er á sviði ráðgjafar, innleiðingar, rekstrar og þjónustu á vél- eða hugbúnaðarlausnum frá HP: Við erum sérfræðingar í: • Útstöðvalausnum • Prentaralausnum • Netþjónalausnum • Gagnageymslulausnum • Afritunarlausnum • Þjónustulausnum • Hýsingarlausnum

HP GOLD PARTNER • • • • • • • • • • •

Alþjóðlega stoðtækjafyrirtækið Össur valdi búnað frá HP og Cisco fyrir tölvumiðju hjá félaginu sem er uppsettur í tveimur vélasölum í Bandaríkjunum og Evrópu. Starfsstöðvar Össurar eru á 25 stöðum og eru starfsmenn félagsins yfir 1800. Verkefnastjórn, uppsetning, innleiðing og prófanir á búnaði voru í höndum sérfræðinga Opinna kerfa.

Accredited Sales Consultant Accredited Sales Professional Accredited Presales Professional Accredited Systems Engineer Accredited Presales Consultant Accredited Platform Specialist Master Accredited Systems Engineer Accredited Integration Specialist Certified System Administrator Certified Systems Engineer Certified Systems Developer


STÆRSTA TÖLVA ÍSLANDSSÖGUNNAR

Háskóli Íslands samdi við Opin kerfi um kaup á vélbúnaði frá HP fyrir norrænt ofurtölvuver (e. high performance computer center) sem starfrækt er á Íslandi. Verkefnastjórn, uppsetning, innleiðing og prófanir á búnaði voru í höndum sérfræðinga Opinna kerfa og HP.


FARICE

Farice samdi við Cisco og Opin kerfi um hönnun, innleiðingu og gangsetningu IP og MPLS lausnar. Auk þess setti fyrirtækið upp eftirlits- og umsjónarkerfi sem þróað er af sérfræðingum Opinna kerfa. Með gangsetningu lausnarinnar getur Farice boðið upp á heildstæðar lausnir í Internetþjónustu til stórra aðila, sem og samband við alstærstu gagnaveitendur á netinu. Verkefnastjórn, uppsetning, innleiðing og prófanir á búnaði voru í höndum sérfræðinga Opinna kerfa í samstarfi við sérfræðinga Farice.


Opin kerfi og Cisco hafa breytt því hvernig íslensk fyrirtæki eiga samskipti til frambúðar Cisco er leiðandi framleiðandi á samskiptabúnaði og eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki í heimi. Um árabil hefur Cisco drifið framþróun í netbúnaði, samskiptabúnaði og öryggislausnum. Fyrirtækið býður víðtækt úrval lausna og hefur þá stefnu að kanna alla tæknilega kosti til hlítar og bjóða viðskiptavinum ávallt það sem best hentar þörfum þeirra hverju sinni. Opin kerfi hefur átt farsælt, beint samband við Cisco frá 1996.

Cisco lausnaframboð Opinna kerfa spannar rekstur og þjónustu við net- og símkerfi, samskipta- og öryggislausnir. System Integrator samningur Opinna kerfa við Cisco tryggir viðskiptavinum beint, samningsbundið aðgengi að sérhæfðri þjónustu. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa áralanga reynslu og víðtæka sérþekkingu sem tryggir viðskiptavinum okkar áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu. Við erum sérfræðingar í: • Routing & Switching (CCIE) • Security (CCIE) • Voice (CCIE) • Wireless • Hönnun lausna

CISCO SILVER PARTNER • • • • •

• • • •

Advanced Routing & Switching Advanced Unified Communications Advanced Wireless LAN CSE Cisco Sales Expert CCNA Cisco Certified Network Associate CCVP Cisco Certified Voice Professional CCIE R&S CCIE Voice CCIE Security CCDA Cisco Certified Design Associate CCNP Cisco Certified Network Professional CCSP Cisco Certified Security Professional Cisco Business Architect

Gagnaveita Reykjavíkur hefur unnið að ljósleiðaravæðingu heimila í samstarfi við fjölda sveitarfélaga og þjónustuaðila. Tengingin býður upp á óþrjótandi leiðir til samskipta, fjölda sjónvarpsrása, myndleiga, háskerpuútsendingar í bestu mögulegu gæðum og er ein fullkomnasta gagnaflutningsleið sem völ er á. Gagnaveitan velur Cisco-búnað auk ráðgjafar og sérfræðiþjónustu frá Opnum kerfum. Samstarfssamningur tryggir Gagnaveitunni aðgengi að ráðgjöfum og sérfræðingum Opinna kerfa við val á réttum lausnum og þjónustu.


Microsoft sérfræðingar Opinna kerfa búa yfir áralangri reynslu, mikilli þekkingu, fjölda vottana og gráða frá Microsoft Microsoft hefur um árabil verið einn fremsti framleiðandi á stýrikerfum og hugbúnaði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Microsoft-hugbúnaður er vafalaust sá útbreiddasti í heiminum og hefur fyrirtækið drifið framleiðni og skilvirkni í atvinnulífinu með lausnum sem eru lykilkerfi í rekstri fyrirtækja.

MICROSOFT PARTNER • •

• •

• • •

Tækniskólinn innleiddi VDI-lausn („Sýndarvæðing útstöðva“) í samstarfi við Opin kerfi. Lausnin byggir á HP BladeSystem og P4000 gagnageymslulausn, HP ThinClient útstöðvum og Microsoft Hyper-V. Með innleiðingu lausnarinnar næst umtalsverð hagræðing í fjárfestingum og rekstri tengt upplýsingatæknikerfi Tækniskólans. Kerfisstjórar Tækniskólans höfðu veg og vanda af uppsetningu lausnarinnar en nutu ráðgjafar frá sérfræðingum Opinna kerfa varðandi útfærslu og uppsetningu Hyper-V og VDI-umhverfisins.

MCP Microsoft Certified Professional MCTS Microsoft Certified Technical Specialist MCP+I Microsoft Certified Professional +Internet MCITP Microsoft Certified IT Professionals MCDST Microsoft Certified Desktop Support Technician MCSA Microsoft Certified System Administrator MCSE Microsoft Certified System Engineer MCSEI Microsoft Certified System Engineer+ Internet MCD Microsoft Certified Developer; CRM MCT Microsoft Certified Trainer MCE Microsoft Certified Engineer MLSS Microsoft Licensing Sales Specialist


Microsoft-sérfræðingar Opinna kerfa búa yfir áralangri reynslu, mikilli þekkingu, fjölda vottana og gráða frá Microsoft. Sérfræðingar í Microsoft grunn- og hugbúnaðarlausnum hafa tekið þátt í fjölmörgum umfangsmiklum og krefjandi verkefnum hjá viðskiptavinum auk þess að tengjast daglegum rekstri upplýsingakerfa þeirra.

Microsoft-leyfisráðgjafar Opinna kerfa hafa um árabil aðstoðað viðskiptavini við að hámarka framleiðni starfsmanna með virðisaukandi ráðgjöf varðandi val á hugbúnaði. Fjölmargir viðskiptavinir hafa aukið virði leyfissamninga með upptöku nýrra lausna sem styðja betur við umhverfi þeirra og með því uppskorið umtalsverða hagræðingu í rekstri sínum.

JARÐBORANIR

Við erum sérfræðingar í: • Microsoft Windows Server • Microsoft Hyper-V • Microsoft Exchange • Microsoft SQL • Microsoft System Center • Microsoft Lync • Microsoft Windows og Office • Microsoft BI • Microsoft Dynamics CRM • Microsoft SharePoint • Office 365

Jarðboranir sömdu við Opin kerfi um innleiðingu á Microsoft Lync á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins í fimm löndum: Íslandi, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Dóminíska lýðveldinu og Azor-eyjum. Opin kerfi vann að því að skipta út eldri símstöðvum fyrir Microsoft Lync. Með innleiðingu á Lync geta Jarðboranir boðið notendum sínum upp á örugga og samþætta lausn fyrir skyndiskilaboð (Instant Messaging), símtöl, fjarfundi og yfirtöku véla á öllum starfsstöðvum sínum. Sérfræðingar Opinna kerfa sáu um hönnun, uppsetningu, innleiðingu og prófanir á lausninni.


Fjölmörg fyrirtæki nýta sér útvistunarlausnir Opinna kerfa og einbeita sér að kjarnafærni sinni Opin kerfi hefur um árabil boðið upp á sveigjanlegar útvistunarlausnir fyrir viðskiptavini, óháð stærð þeirra eða starfsemi. Boðið er upp á altækar og sértækar rekstrarlausnir þar sem sérfræðingar og ráðgjafar Opinna kerfa sjá að öllu leyti eða að hluta til um rekstur og þróun þess umhverfis sem útvistað er til félagsins.

OK ALREKSTUR

OK PRENTLAUSNIR

OK NETAFRITUN

OK HÝSING

OK TÆKNIBORÐ

Með OK Alrekstri geta viðskiptavinir keypt aðgengi að sérfræðingum og búnaði sem uppfylla hlutverk tölvudeildar eða hluta tölvudeildar. Fyrir fast mánaðarlegt gjald er allur hefðbundinn rekstur tölvukerfa tryggður með aðgengi að sérfræðingum og ráðgjöf. OK prentlausnir gefa viðskiptavinum kost á vali um fleiri en eina útfærslu lausna frá HP og völdum samstarfsaðilum. Auk þess stendur viðskiptavinum til boða úrval mismunandi samninga, allt frá rekstrarvörusamningum til heildarrekstrar á prentumhverfi.

OK Netafritun er hýst afritunarlausn fyrir viðskiptavini sem vilja eiga örugg afrit gagna án þess að þurfa að fjárfesta í búnaði. Afritunin fer fram yfir netið og eru öll gögn geymd í einum vandaðasta og öruggasta hýsingarsal í heimi, Verne Global.

OK Hýsing er hagkvæm og sveigjanleg hýsingarlausn sem Opin kerfi býður í samstarfi við Verne Global. Viðskiptavinum bjóðast fjölbreyttar hýsingarlausnir í einum vandaðasta og öruggasta hýsingarsal í heiminum þar sem viðskiptavinir geta hýst eigin vélbúnað eða leigt vélbúnað í hýstu umhverfi.

OK Tækniborð er miðlæg þjónustumiðstöð, skipuð öflugum tæknimönnum sem aðstoðar viðskiptavini við úrvinnslu verkefna sem upp kunna að koma í rekstri upplýsingatæknikerfa. Tæknimenn vinna samkvæmt stöðluðum verkferlum og stuðla þannig að gagnsæi og rekjanleika samskipta og verkefna.


Matís er þekkingar- og rannsóknarfyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Fyrirtækið veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Opin kerfi hefur frá árinu 2006 séð um rekstur og umsjón upplýsingakerfis Matís. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa 100% viðveru hjá Matís og tryggja þannig stöðugan uppitíma og framþróun innri kerfa. „Við gerum það sem við gerum best, tölvumálin eru í öruggum höndum,“ segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

„Við gerum það sem við gerum best.“ Arctic Trucks og Matís eru á meðal fjölmargra fyrirtækja sem nýta sér útvistunarþjónustu Opinna kerfa.

Arctic Trucks, sem sérhæfir sig í lausnum og þjónustu fyrir áhugamenn um jeppa og ferðalög, hefur falið Opnum kerfum að sjá um rekstur upplýsingatækni fyrirtækisins í formi alrekstrar. Sérfræðingar Opinna kerfa eru tölvudeild Arctic Trucks og tryggja hagsmuni þess. Því er þróun, rekstur, eftirlit og verkefnastjórn í höndum sérfræðinga Opinna kerfa. „Við gerum það sem við gerum best, Opin kerfi sér um tölvumálin,” segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctick Trucks.


Opin kerfi hefur á að skipa einu öflugasta teymi landsins á sviði opins hugbúnaðar


MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Ein elsta og virtasta menntastofnun landsins, Menntaskólinn í Reykjavík, notar eingöngu opnar hugbúnaðarlausnir í tölvuumhverfi sínu. Miðlæg netstjórn MR er byggð á sýndarvélakerfi frá Red Hat (KVM), Red Hat IPAauðkenningarlausn og Ubuntu-sýndarvélum sem sjá um stillingar, prentun, heimasvæði og afritunartöku. Allar tölvur starfsmanna, í kennslustofum og tölvuverum keyra sérsniðið afbrigði af Ubuntu. Mikilvægustu forritin þar eru Firefox og LibreOffice en á bak við tjöldin sér Puppet til þess að allar vélar séu ávallt rétt stilltar og uppfærðar. Opin kerfi veitti ráðgjöf og aðstoð allt frá upphafi verkefnisins, sérstaklega hvað varðar Red Hat-lausnir og Puppet. Það var talið mikilvægt að tæknimenn fyrirtækisins kynntust vel aðstæðum og skólinn hefði því traustan bakhjarl þegar innleiðingu lauk og kom að rekstri.

Open Source-sérfræðingar Opinna kerfa leggja mikinn metnað í að starfa með opna hugbúnaðarsamfélaginu með virkri þátttöku í hugbúnaðarþróun, aðlögun hugbúnaðar, þýðingum og villuleiðréttingum. Þeir búa yfir framúrskarandi þekkingu og reynslu þegar kemur að ráðgjöf, innleiðingu og rekstri lausna sem byggja á opnum hugbúnaði, hvort sem um er að ræða stýrikerfi, sýndarvélar, auðkenningarlausnir, eftirlitslausnir, samskiptalausnir eða miðlægar lausnir.

RED HAT Red Hat er leiðandi aðili í Linux-lausnum fyrir fyrirtæki. Hugmyndafræði Red Hat snýst um að brúa bilið á milli þeirra sem búa til Linux-lausnir og þeirra sem nota þær. Fyrirtækið selur áskriftir að þjónustu og lausnum fyrir atvinnulífið og er með útbreiddasta Linux-stýrikerfið fyrir miðlæg umhverfi. Red Hat Advanced Partner • RHCE Red Hat Certified Engineer • RHCVA Red Hat Certified Virtual Administrator • RHCI Red Hat Certified Instructor • RHCX Red Hat Certified Examiner • RHCSA Red Hat Certified System Administrator

Við erum sérfræðingar í: • Linux • Red Hat Enterprise Virtualization • Nagios • Zimbra • Asterisk • Netvik • Sysvik


Sérfræðingar Opinna kerfa veita vandaða ráðgjöf og sníða lausnir að þörfum viðskiptavina Opin kerfi hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni, t.a.m. á sviði vélbúnaðar, grunnkerfa, netkerfa, samskiptalausna, skrifstofulausna og annarra hugbúnaðarlausna. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa unnið við ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu upplýsingatæknilausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Ráðgjafar Opinna kerfa bjóða viðskiptavinum ráðgjöf um leiðir til hagræðingar og sparnaðar á grundvelli yfirgripsmikillar þekkingar og reynslu. Hvort sem ráðgjöfin snýr að því að ná hámarksarðsemi úr Microsoft-umhverfi, meta arðsemi af innleiðingu opins hugbúnaðar, hámarka nýtingu vélbúnaðar eða að framkvæma heildstætt mat með heildarúttekt á rekstrarumhverfi, geta sérfræðingar Opinna kerfa aðstoðað viðskiptavini við að setja fram markvissar og raunhæfar áætlanir og veitt öflugan stuðning við að ná þeim.

SÉRTÆKAR LAUSNIR Opin kerfi býður fjölda virðisaukandi lausna sem eiga það sameiginlegt að leysa fjölbreytilegar þarfir í rekstri fyrirtækja. Með breiðu lausnaframboði frá leiðandi aðilum á markaði getur ráðgjafa- og sérfræðingateymi Opinna kerfa veitt vandaða ráðgjöf og sniðið lausnirnar að þörfum viðskiptavina sinna hverju sinni. Við erum sérfræðingar í: • CRM-markpóstakerfum • CRM-viðburðakerfum • Samþættingu CRM og Sharepoint • Sharepoint-vefkerfum • Sharepont-vefpörtum • Sharepoint-rekstarhandbók • Eaton varaaflslausnum • Websense öryggislausnum

VIÐSKIPTAGREIND HJÁ LAGERNUM

Lagerinn, sem rekur verslanir í átta löndum á heimsvísu, valdi Opin kerfi sem ráðgjafa við uppbyggingu og innleiðingu viðskiptagreindarlausnar fyrir alla starfsemi fyrirtækisins. Sérfræðingar Opinna kerfa hafa byggt upp vöruhús gagna sem byggir fyrst og fremst á TimeXtender en hugbúnaðurinn er einkar hentugur þegar kemur að samþættingu á milli ólíkra og dreifðra starfsstöðva. Með uppbyggingu vöruhúss gagna skapast grundvöllur fyrir betri stjórnendasýn sem leiðir af sér bættan grundvöll fyrir ákvarðanatökur í framtíðinni.


Opin kerfi hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga í viðskiptagreind sem býður, í samstarfi við sterka samstarfsaðila, góðar lausnir, heildstæða ráðgjöf, auk þjónustu við uppbyggingu og innleiðingu lausna sem snúa að viðskiptagreind.

Lausnir Opinna kerfa taka til allra þrepa í viðskiptagreind; frá uppbyggingu á vöruhúsi gagna, til áætlanagerðar, skýrslugerðar og framsetningar gagna. Við erum sérfræðingar í: PROPHIX • Toolpack • Microsoft SQL • QlikView • TimeXtender •

VMWARE VMware hefur um árabil verið í fararbroddi í sýndartækni fyrir miðlægan búnað og útstöðvar. Fyrirtækið hefur drifið þróun lausna í sýndartækni, umsjónartólum og Skýinu og er eitt af stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum í heimi. VMware Enterprise Partner • VCP VMware Certified Professional • VSP VMware Sales Professional


Opin kerfi hafa að leiðarljósi í starfsemi sinni að veita framúrskarandi þjónustu Í starfsemi sinni hefur Opin kerfi að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu, byggja upp traust og gott samstarf við viðskiptavini og uppfylla ítrustu kröfur um sérfræðiþekkingu, hagkvæmni, sveigjanleika og skjót viðbrögð. Þjónustustjórnun er skilvirk og hagkvæm aðferð til að halda uppi háu þjónustustigi. Reynslan af beitingu þjónustustjórnunar sýnir að ef vel er staðið að þjónustunni megi sjá merki þess í aukinni ánægju allra hagsmunaaðila. Opin kerfi mælir árangur í þjónustu og ánægju viðskiptavina með reglulegum þjónustukönnunum og leggur áherslu á að uppfylla væntingar viðskiptavina með því að: • • • • • • • •

þekkja starfsemi viðskiptavina sinna og fylgjast með þróun hennar upplýsa viðskiptavini um þá þjónustu sem Opin kerfi veitir varðveita orðspor sitt bjóða besta mögulega verð veita persónulega þjónustu bregðast skjótt við beiðnum gefa hófleg loforð sem staðið er við tileinka sér markviss samskipti

ITIL er ein útbreiddasta aðferðafræðin fyrir altæka stjórnun þjónustu- og verkferla í heiminum í dag. ITIL veitir heildstætt safn bestu aðferða til stjórnunar þjónustuferla, sem stuðlar að árangursríkum rekstri með góðri nýtingu upplýsingakerfa. Opin kerfi er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem innleiðir þessa hugmyndafræði og nýtir hana í daglegum störfum. Félagið hefur haft veg og vanda af útbreiðslu ITIL á meðal íslenskra fyrirtækja og í þeim tilgangi haldið námskeið fyrir stjórnendur í upplýsingatækni.

24 I7 365


ÞJÓNUSTUSTIG

Lögð er áhersla á að allir starfsmenn viðhafi stöðluð vinnubrögð þannig að viðskiptavinur upplifi samræmda þjónustu.

1. STIGS ÞJÓNUSTA

2. STIGS ÞJÓNUSTA

3. STIGS ÞJÓNUSTA

Almenn þjónusta í þjónustuveri þar sem þjónustufulltrúar svara í síma 570 1000 á milli kl. 8:30 og 17:00. Veitt er 1. stigs þjónusta með það að markmiði að geta leyst úr 65% símtala við fyrstu innhringingu, hvort sem um er að ræða þjónustu eða sölu. Fáist ekki lausn á fyrsta stigi er beiðninni vísað til 2. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.

Tækniþjónusta sem tekur við beiðnum frá þjónustuveri, hvort tveggja vegnaþjónustu eða sölu og leysir úr þeim eða vísar beiðni til 3. stigs ráðgjafa- og sérfræðiþjónustu. Tækniþjónustan er veitt af fagmenntuðum tæknimönnum allan sólarhringinn, alla daga ársins og sinnir óskum viðskiptavina um þjónustu utan hefðbundins dagvinnutíma. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á 2. stigi er henni vísað til 3. stigs þjónustu og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.

Sérfræðiþjónusta veitt af fagmenntuðum ráðgjöfum með mikla reynslu í að sinna flóknum uppsetningum, innleiðingum og rekstrarfrávikum. Ráðgjafa- og sérfræðiþjónustan tekur við beiðnum frá þjónustuveri og tækniþjónustu. Ef ekki reynist unnt að leysa beiðnina á þessu stigi er henni beint til erlendu birgjanna og henni fylgt eftir þar til viðskiptavinur hefur fengið lausn sinna mála.


Samvinna er lykillinn að góðum vinnustað og jákvæðum starfsanda. Þar þurfa allir að þekkja og skilja hlutverk sitt og annarra GÆÐASTJÓRNUN Opin kerfi hefur markað sér gæðastefnu og lagt áherslu á skýra gæðastjórnun með gagnsæi í ferlum og ábyrgð. Í gæðahandbók er að finna skjalfesta verkferla og vinnulýsingar (hlutverkalýsingar) um hvernig best er að vinna verkin hverju sinni. Með gæðastjórnun hefur Opin kerfi leitast við að tryggja að öllum vinnuaðferðum sé lýst og þannig lagt línurnar að gæðum í sölu og þjónustu.

SAMFÉLAGS- OG UMHVERFISÞÆTTIR Opin kerfi tekur þátt í samfélagslegum verkefnum og fylgir þeirri stefnu að veita styrki til góðra verka. Félagið hefur lagt mörgum góðum málefnum lið, komið að verkefnum í menntakerfinu og stutt dyggilega við bakið á íþróttaog tómstundastarfi. Árlega útdeilir félagið sérstökum styrk til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort í pósti.

VERKEFNASTJÓRNUN Hjá Opnum kerfum er mikil áhersla lögð á verkefnastjórnun. Mismunandi aðferðafræði er beitt sem sniðin er að stærð og eðli verkefna hverju sinni. Opin kerfi hefur m.a. hannað eigið verkefnastjórnunarkerfi sem er einfalt og skilvirkt í notkun. Hjá Opnum kerfum starfa öflugir verkefnastjórar með IPMA-vottun og mikla reynslu af stýringu smærri sem stærri verkefna.

ÖRYGGISSTJÓRNUN Öryggisstjórnun Opinna kerfa samanstendur af skipulags- og tæknilegum þáttum og hefur öryggisstefna verið gefin út með það að markmiði að tryggja öruggt starfsumhverfi, koma í veg fyrir tap á gögnum og stuld á upplýsingum. Fyrirtækið leggur áherslu á að upplýsa starfsmenn og skapa jákvætt viðhorf gagnvart stefnu og markmiðum fyrirtækisins í öryggismálum þar sem farið er eftir lögboðnum reglum og reglugerðum varðandi starfs- og upplýsingatækniumhverfi.

Forráðamenn Opinna kerfa leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgur aðili í samfélaginu. Hluti af því er að tryggja að fyrirtækið umgangist umhverfi sitt af virðingu og umhyggju.

Fyrirtækið annast innflutning á fjölbreyttum tækjabúnaði og rekstrarvörum og má þar nefna fyrirtæki eins og HP og Cisco, sem bæði hafa hlotið viðurkenningar erlendra umhverfisstofnana vegna starfshátta á sviði umhverfismála.


OK BÚÐIN OK búðin er glæsileg sérverslun með tölvubúnað, staðsett í bogahúsinu að Höfðabakka 9. Í versluninni er fjölbreytt úrval tölvu- og hugbúnaðar frá HP, Cisco, Microsoft og Apple. Í vefverslun OK búðarinnar (www.okbudin.is) er hægt að nálgast vöruúrval Opinna kerfa með auðveldum hætti. Nýjar vörur og tilboðsvörur eru listaðar á forsíðu vefverslunarinnar, auk vöruflokka sem vísa á aðrar vörur í versluninni.

Notendur geta skoðað vörur, borið þær saman og sett í körfu án þess að skrá sig sérstaklega inn í vefverslunina. Innskráningar er þó krafist þegar körfu er breytt í pöntun. Notendur sjá rétt verð þegar þeir hafa skráð sig inn í vefverslunina. Þangað til sjá þeir almenn verð úr verslun. Þegar notendur hafa skráð sig inn sjá þeir verð með sínum afsláttarkjörum sem eru þau sömu og viðkomandi fær með tilboði frá viðskiptastjóra.

Vefverslun OK búðarinnar:

Á vef OK búðarinnar er einnig fullkomin leit þar sem leita má eftir vörunúmerum, texta, vöruheiti, o.fl. Þannig má auðveldlega finna rekstrarvöru og aukahluti fyrir prentara og tölvubúnað og gildir einu hvort um ný eða eldri tæki er að ræða.

• •

• •

• •

Opin 24/7 Afgreiðslutími í 95% tilvika innan við 4 klst. ef pantað á virkum degi Sótt eða sent skv. vali Enginn sendingarkostnaður til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu Allar upplýsingar dulkóðaðar Hægt að sjá upplýsingar um tengiliði hjá Opnum kerfum ef notendur eru innskráðir Viðskiptakjör viðskiptavina verða virk við innskráningu


OK ÞJÓNUSTUGÁTT 24/7 Í þjónustuhluta vefverslunar OK búðarinnar má nálgast fjölmarga þjónustuþætti sem ekki eru í boði annars staðar. Notendur geta meðal annars: Vistað körfur: Notendur geta búið til og vistað körfur með t.d. rekstrarvörum fyrir tiltekinn prentara (toner o.fl.) og gefið lýsandi heiti fyrir það tæki sem við á, sbr. „prentari í móttöku“. Skoðað tilboð: Hafi notandi óskað eftir tilboðum frá viðskiptastjóra getur hann skoðað yfirlit yfir þau, rýnt í einstakar vörur í tilboðinu og flutt þær í körfu til þess að ganga frá kaupum.

Skoðað reikningsyfirlit: Notendur geta fengið yfirlit reikninga eftir tímabilum, rýnt í einstakar línur og jafnvel skilað einstaka vörum. Ef deildaskipting er virk fyrir viðkomandi viðskiptavin er hægt að aðgreina reikninga í yfirliti eftir deildum. Notendur geta einnig fengið sambærileg yfirlit yfir ógreidda og gjaldfallna reikninga. Skoðað pantanir: Notendur fá yfirlit og geta skoðað afgreiddar og óafgreiddar pantanir eftir tímabilum og skoðað tengda reikninga. Ef óafgreiddar pantanir eru í kerfinu geta notendur rýnt í einstakar línur og valið að fá afgreiddar vörur úr viðkomandi pöntun.

Leitað eftir raðnúmeri: Á www.okbudin.is er hægt er að leita að raðnúmeri búnaðar og finna reikninginn sem tilheyrir viðkomandi færslu. Þannig er t.d. hægt að rekja aldur búnaðar út frá kaupdegi. Skráð þjónustubeiðni: Notendur geta skráð og sent inn þjónustubeiðnir á netinu og valið að senda þær á Opin kerfi. Beiðni fer þá strax í röð og vinnslu þótt varan berist síðar. Þjónustubeiðnir á vefnum eru beintengdar við þjónustuborð Opinna kerfa. Þegar raðnúmer er slegið inn í þjónustubeiðnina koma fram upplýsingar um kaupdag, gildistíma ábyrgðar og skilmála.


OK A4 íslenska  

SÉRFRÆÐINGAR ÞÉR VIÐ HLIÐ Rekstur Opinna kerfa er heilbrigður og hluthafar fá góða ávöxtun fjárfestingar sinnar. Opin kerfi byggir á traustu...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you