Page 1

Fréttabréf 1. tbl. 21. árg. feb 2010

Góður undirbúningur gulli betri bls. 2 Vel skipulagt verkstæði bls. 5 Aukin áhersla á heimilislínu HP bls. 6 Námskeið bls. 7

Gunnar Guðjónsson forstjóri Opinna kerfa á fjármálaþingi Íslandsbanka

Hefur þú færustu sérfræðingana þér við hlið?


Frá forstjóra Árið sem leið Opin kerfi skiluðu góðu búi við áramót. Með þéttri samvinnu við birgja, samstarfsaðila og viðskiptavini var erfiðum verkefnum tekið fagnandi og starfsfólk sýndi gríðarlega aðlögunarhæfni. Það er því þægilegur vitnisburður að markaðurinn upplifi ferska vinda hjá félaginu og mikinn sóknarvilja. Nýtt ár – ný tækifæri Sterk liðsheild og léttleiki einkenndi félagið síðasta ár og eru lykilvopn félagsins í að gera árið 2010 eftirminnilegt. Við munum halda áfram að skemmta okkur í vinnunni, betrumbæta okkur sem persónur og fagmenn, og síðast en ekki síst, kappkosta að vera ávallt skrefinu á undan og njóta ánægjulegs samstarfs með núverandi og nýjum viðskiptavinum félagsins. Opin kerfi hafa átt samleið með íslenskum fyrirtækjum í fjölmörg ár og hefur samstarfið verið gæfuríkt og ánægjulegt. Mikið þakklæti ríkir fyrir það traust sem félaginu er sýnt hvort sem um ræðir í verkefnum eða samskiptum. Án slíks trausts ættu félög eins og Opin kerfi minni möguleika á að vera í ökumannssætinu hvað varðar þá sértæku þekkingu sem markaðurinn kallar eftir. Ferðalag Opinna kerfa snýst um samstarf í blíðu og stríðu þar sem starfsmenn og eigendur fara „extra míluna“ til að ábyrgjast virkni og virðisauka þeirra lausna sem félagið stendur fyrir. Opin kerfi – 25 ára Opin kerfi verða 25 ára þann 8. maí nk. og verður þeim tímamótum fagnað með frekari sigrum. Lykilbirgjar félagsins, sem eru mörg stærstu og öflugustu upplýsingatæknifyrirtæki heims, verða mjög áberandi í tilefni afmælisins. Íslensk fyrirtæki munu því upplifa enn nánara og gjöfulla samstarf við þá á árinu, hvort sem um ræðir í formi uppákoma, nýjunga eða sérkjara. Opin kerfi munu í tilefni þessara tímamóta opna nýja sérverslun á Höfðabakkanum. Frá stofnun hafa Opin kerfi nánast eingöngu sinnt fyrirtækjamarkaði en núna skal einnig stigið fastar á bensíngjöfina hvað varðar nálgun við einstaklinga og heimilismarkaðinn. Það er ljóst að opnun stærri verslunar mun gæða markaðinn meira lífi og ríkir mikil tilhlökkun meðal Opinna kerfa og okkar nánu samstarfsaðila. Árið 2010 verður okkar ár. Vertu með og höfum gaman af. Baráttukveðja Gunnar Guðjónsson

2

Góður undirbúningur gulli betri

Til hamingju, Matís, með nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar

Lykillinn að árangri er góður undirbúningur og það á einnig við um innleiðingu og uppfærslur hugbúnaðarkerfa. Sérfræðingar Opinna kerfa hjálpa viðskiptavinum að ná árangri með því að veita þeim fyrsta flokks ráðgjöf við að undirbúa innleiðingu og uppfærslur lausna frá Microsoft (Deployment Planning). Að ráðgjöfinni er staðið samkvæmt forskrift frá Microsoft sem tryggir hámarksgæði vinnunnar. Ráðgjöfin er veitt í 1, 3, 5, 10 eða 15 daga og greiðir Microsoft vinnu ráðgjafans. Deployment Planning Services er hluti af Software Assurance sem fylgir mörgum Microsoft samningum. Þjónustan skiptist í fjóra þætti: Desktop Deployment Planning Services (DDPS), Exchange Deployment Planning Services (EDPS), SharePoint Deployment Planning Services (SDPS) og Business Value Planning Services (BVPS). Það fer eftir samningi viðkomandi hversu margir dagar fylgja en viðskiptavinur getur einnig skipt þremur „Training days“ út fyrir einn „Deployment Planning day“.

Hafðu samband við Opin kerfi og við munum aðstoða við að skipuleggja uppsetningar og uppfærslur.

Við erum sérfræðingurinn þér við hlið. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Gunnar Ívarsson í síma 570-1000

Breytingar á þjónustuborði Opinna kerfa. Í janúar hófst vinna við metnaðarfullar breytingar á þjónustuborði Opinna kerfa. Þjónustuborð sinnir samningsbundnum viðskiptavinum, tekur á móti verkbeiðnum og kemur þeim í ferli. Þannig njóta viðskiptavinir ávallt framúrskarandi þjónustu og geta treyst á að þörfum þeirra sé sinnt hratt og vel. Breytingarnar sem gerðar voru felast í því að einu þjónustustigi er bætt við. Í stað þess að viðskiptavinur fái eingöngu notið aðstoðar sérfræðings á staðnum verður nú boðið upp á val um fjarþjónustu, leið sem eykur viðbragð til muna og tryggir að úrlausn mála sem þjónustuborði berast hefjist samstundis. Þjónustan er með þessu einnig sniðin að þeim viðskiptavinum sem ekki þurfa á reglubundnum heimsóknum að halda en vilja njóta þess trausta baklands sem Opin kerfi hafa upp á að bjóða á vægu verði. Markmiðið er að tryggja að viðskiptavinir upplifi ánægjuleg og traust samskipti við sérfræðinga Opinna kerfa og fái sín mál í ferli með aðeins einni símhringingu.

Nánari upplýsingar gefur Linda Hersteinsdóttir í síma 570-1000.

Í lok árs 2009 flutti Matís starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar að Vínlandsleið 12 og sameinaðist þar með á einum stað öll starfsemi Matís á höfuðborgarsvæðinu. Að mörgu er að huga í flutningum sem þessum og komu Opin kerfi að því að flytja upplýsingakerfi Matís og sáu að auki um verkefnastýringu og samhæfingu. Matís ohf. er þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna-, þjónustuog nýsköpunarstarfi í matvælaiðnaði. Þetta er öflugt fyrirtæki þar sem margir af helstu sérfræðingum landsins í matvæla- og líftækni starfa. Matís varð til við sameiningu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti og Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar. Starfsemin var því dreifð á þrjár starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og er flutningurinn nú í desember lokahnykkur á sameiningu starfseminnar á einn stað, í nýju húsnæði við Vínlandsleið 12. Opin kerfi hafa átt gott samstarf við Matís og starfað náið með fyrirtækinu við rekstur á upplýsingakerfum. Opin kerfi veita Matís alrekstrarþjónustu en hún byggir á því að fyrirtæki og stofnanir gera samning um heildarrekstur upplýsingakerfa viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Með þessari þjónustu geta Opin kerfi gegnt hlutverki tölvudeildar Matís, sjá um allan hefðbundinn rekstur tölvukerfa og veita aðgengi að öllum helstu sérfræðingum og ráðgjöf eftir þörfum. Þegar kom að flutningum hjá Matís kom það í hlut Opinna kerfa

að sjá um flutning á upplýsingakerfum fyrirtækisins, veita ráðgjöf, hafa heildaryfirsýn yfir verkefnið og sjá um verkefnastýringu og samræmingu þeirra aðila sem komu að málinu. Um umfangsmikið verkefni var að ræða og þurfti að huga að mörgum þáttum í samráði við Matís og aðra sem komu að verkefninu. Flutningarnir voru lýsandi dæmi um frábæra samvinnu starfsfólks Opinna kerfa og starfsfólks Matís og unnið var markvisst að lausn þeirra mála sem upp komu. Í heild gengu flutningarnir mjög vel enda einvala lið sem þar kom að verki. „Flutningarnir gengu afar vel fyrir sig og þegar starfsfólk mætti til vinnu að Vínlandsleið 12 á mánudagsmorgni voru upplýsingakerfi komin upp og starfsemi gat hafist hnökralaust. Opin kerfi héldu afar vel utan um alla verkþætti sem sneru að upplýsingatækni og unnið var markvisst að þeim málum sem þurfti að leysa. Það var virkilega gaman að vinna að þessu verkefni í svo samhentu teymi starfsmanna Opinna kerfa og Matís.“ Guðlaug Þóra Marinósdóttir, skrifstofustjóri Matís.

Til hamingju með nýju og glæsilegu höfuðstöðvarnar! 3


Gott og farsælt samstarf í þrjú ár Johan Rönning endurnýjaði nýlega netþjóna sína hjá Opnum kerfum. Fyrir valinu urðu rekkavélar sem mæta þörfum félagsins mjög vel. Samstarf fyrirtækjanna nær mörg ár aftur í tímann og hefur verið árangursríkt. Eyjólfur Eyjólfsson, sérfræðingur hjá Opnum kerfum, segir að þarna sé um að ræða vélar sem sjá um Active Directory, Domain Controller og vara Domain Controller. Eldri vélar hafi einfaldlega verið komnar á tíma. Uppfært var úr Windows 2003 server í Windows 2008 R2. Domain var uppfært og báðir „domain controllers“ voru uppfærðir í Windows 2008 R2. “Hjörleifur Kristinsson, sérfræðingur hjá Opnum kerfum, kom að uppfærslunni af alkunnri þekkingu sinni og skipulagði umhverfið með okkur. Enn fremur var Hyper-V umhverfi sett upp á báðar vélar svo að þær eru nú fullnýttar hvað varðar boxin sjálf. Þetta gekk allt saman vonum framar. Uppsetning og útskipti fóru fram án nokkurra rekstrartruflana og allir eru ánægðir með útkomuna,” segir Eyjólfur.

þjónustusamning við Opin kerfi. Þeir kaupa fasta vinnu sem síðan er gerð upp á þriggja mánaða fresti. Þetta er hentugt form og útgjöld fyrirtækja fyrirséð. Þeir eiga sinn sérfræðing hjá okkur og hafa greiðan aðgang að þjónustumiðstöðinni og öllu okkar baklandi til að tryggja að þeir fái þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda.“ Gísli Jónsson, rekstrarstjóri tölvukerfis, segir: „Við höfum átt mjög gott og farsælt samstarf við Opin kerfi undanfarin 3 ár. Þessi mikilvægi þáttur, sem upplýsingatæknin er á okkar dögum, er í svo góðum höndum að við höfum ekki orðið vör við að kerfið hafi nokkurn tímann hikstað. Þannig viljum við hafa Það; þetta á að vera til staðar og virka.”

Linda Hersteinsdóttir, verkefnastjóri samninga hjá Opnum kerfum: „Johan Rönning er með

Skilvirkari þjónusta við viðskiptavini.

Samskip innleiða Peter Connects skiptiborðslausn frá Opnum kerfum. Í byrjun september 2009 innleiddu Samskip skiptiborðslausn frá Peter Connects. Á skiptiborði Samskipa starfa 4 starfsmenn sem svara símtölum fyrir Samskip, Landflutninga og Jóna Transport. Símtölum er álagsdreift á þessa fjóra starfsmenn. Ægir Pálsson, upplýsingatæknistjóri Samskipa, hafði umsjón með innleiðingunni og var ánægður með útkomuna. „Peter Connects stóð upp úr þegar kostir og eiginleikar skiptiborða voru metnir. Lausnin er afar hagkvæm og þjónustuaðilinn traustur, “ segir Ægir. Símsvörun og þjónusta verða aðgengilegri með Peter Connects. Skiptiborðið er sett upp með símaskrá fyrir hvert fyrirtæki. Þannig er auðvelt að finna starfsmann, sem um er beðið, með því að leita eftir nafni hans, eftirnafni eða borðsímanúmeri. Einnig er hægt að sjá viðveru starfsmanna með tengingu við dagatal hvers og eins. Ef viðkomandi er upptekinn á fundi, að sinna símtali eða óskar eftir að verða ekki truflaður kemur það fram á skiptiborðinu. Þetta auðveldar upplýsingaflæði milli starfsmanna og veitir viðskiptavinum betri þjónustu. Kerfið

4

vaktar síma og fylgist með þeim ef ekki er svarað. Þannig getur starfsmaður skiptiborðs auðveldlega tekið símtalið til baka. Auðvelt er að stýra valtré. Mögulegt er að láta Peter Connects skrá símtöl og svörun í gagnagrunni og taka saman skýrslur eftir þörfum. Samskip hafa val um sjálfvirka svörun og geta þannig sent heila biðröð áfram á annað símanúmer með handvirkri lokun á hverri biðröð fyrir sig. Það á einnig við um lokun skiptiborðs á almennum frídögum. Peter Connects gefur möguleika á að fletta í gagnagrunni, finna þannig númerið sem hringir inn og koma því fyrir í skilaboðaþjónustu ef viðkomandi vill skilja eftir skilaboð hjá starfsmanni. Kerfið býður einnig þann möguleika að senda skilaboð beint á Cisco-síma sem birtast þá á skjám símanna.

Opin kerfi eru sölu- og samstarfsaðili Peter Connects á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Þórður Jensson í síma 570-1000.

Vel skipulagt verkstæði

Við bjóðum velkomin í okkar lið:

– Betra verkstæði

Benedikt Gunnar Ívarsson

1.9.2009

Benedikt starfar sem sérfræðingur og ráðgjafi á Lausnasviði. Benedikt starfaði áður sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu Andvaka ehf.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á verkstæði Opinna kerfa með eflingu þjónustu, aukningu á framleiðni og bættri aðstöðu að leiðarljósi. Nýr verkstæðisformaður, Hafsteinn Hansson, starfa í lok árs 2009. Hafsteinn hefur mikla af þjónustu og viðgerðum þar sem hann hefur sem þjónustustjóri, komið að stofnun og viðgerðaverkstæða og rekið eigið verkstæði.

tók til reynslu starfað rekstri

Aukin áhersla hefur verið lögð á ábyrgðarþjónustu. Þjónustustig hefur verið aukið með breytingu á viðgerðarferlum. Verk eru forgangsröðuð samkvæmt „first in, first out“ hugmyndafræði og allur búnaður fer nú beint í forgreiningu þegar hann berst á verkstæði. Þetta styttir biðtíma viðskiptavina til muna þar sem að öll ferli fara fyrr í gang en áður. Samhliða þessum breytingum á verkferlum hefur þjónustuborð Opinna kerfa tekið að sér símavörslu og upplýsingagjöf um stöðu verka. Þjónustubeiðnir fara í sérstakt skilaboðahólf og á ákveðnum tímum yfir daginn hafa starfsmenn verkstæðis samband við viðskiptavini sem óska eftir aðstoð. Símtöl og fyrirspurnir, sem þola ekki bið fara í forgang og er svarað um hæl. Aðstaða á verkstæði og varahlutalager hefur einnig verið endurskipulögð með það að markmiði að skapa snyrtilegri og þægilegri vinnuaðstöðu. Prentlausnahópur Opinna kerfa hefur nú fengið nýja aðstöðu á verkstæðinu sem stuðlar að aukinni samvinnu og betri þjónustu verkstæðis og prentlausnahóps. Opin kerfi munu halda áfram að byggja upp öflugt ábyrgðar- og þjónustuverkstæði og kappkosta að veita bestu fáanlegu þjónustu hér á landi.

Starfsmaður ársins 2009 Árlega veita Opin kerfi viðurkenningu til starfsmanns sem þykir hafa skarað fram úr, náð markmiðum sínum og veitt samstarfsmönnum sínum aðstoð og hvatningu við uppfyllingu sinna markmiða. Starfsmaður ársins 2009 var Linda Hersteinsdóttir. Linda gegnir lykilhlutverki í þeim breytingum sem ráðist var í á þjónustuborðinu og gegnir starfi hópstjóra þjónustuborðs. „Þjónustuborðið mun eflast til muna á árinu og því mikill fengur að hafa starfsmann eins og Lindu í fararbroddi“ segir Helga Jóhanna forstöðumaður verkefnastofu.

Til hamingju Linda!

Elínrós Hjartardóttir

17.11.2009

Elínrós starfar sem þjónustufulltrúi ábyrgðarog varahlutamála. Elínrós er að koma aftur á vinnumarkað eftir fæðingarorlof en vann áður sem skrifstofustjóri hjá Kerfislausnum/VGI ehf. Elínrós hefur tekið allnokkur námskeið og nú síðast verkstjóranámskeið hjá Iðntæknistofnun Íslands.

Guðrún Jónsdóttir 5.11.2009

Guðrún er nýr starfsmaður í fjármáladeild. Hún var í Viðskipta - tölvuskólanum á fjármálaog rekstrarbraut og hefur einnig lokið námi við HR sem löggiltur bókari. Guðrún starfaði nú síðast við bókhald hjá byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf.

Hafsteinn Hansson 6.10.2009

Hafsteinn er verkstæðisformaður Innkaupaog dreifingarsviðs. Hafsteinn er stúdent af hagfræðibraut og hefur bætt við sig MCP og A+ gráðu. Hann hefur góða reynslu úr tölvubransanum og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá BMS Tölvulausnum.

Matthildur Ernudóttir 4.8.2009

Matthildur er aðstoðarmatráður. Hún starfaði hjá verslun Nóatúns í 12 ár og nú síðast sá hún um fiskborðið í Melabúðinni.

Málfríður Baldursdóttir 4.8.2009

Málfríður er matráður hjá Opnum kerfum. Mollý, eins og hún er oft kölluð, er menntuð sem matartæknir og er sérhæfð í matreiðslu á sérfæði. Hún starfaði áður hjá leikskólanum Múlaborg.

Stefán Reynir Heimisson 9.10.2009

Stefán er tæknimaður á verkstæði Innkaupaog dreifingarsviðs. Stefán starfaði sem tækniog sölumaður hjá Tölvuvirkni áður en hann hóf störf hjá Opnum kerfum.

Sævar Haukdal 30.11.2009

Sævar er orkubolti frá Akranesi og gegnir starfi viðskiptastjóra innan Viðskiptastýringar. Sævar hefur starfað við vörustýringu, sölu- og markaðssetningu á tölvu- og tæknibúnaði, fyrst í eigin rekstri, síðar hjá Nýherja og Sense.

Þorvaldur Finnbogason 1.8.2009

Þorvaldur er viðskiptastjóri útvistunar. Þorvaldur er rekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands og starfaði áður sem forstöðumaður sjálfsafgreiðslu-og viðskiptatengsla hjá Teris.

Árni Haukur Árnason 1.2.2010

Árni Haukur er nýr starfsmaður í Viðskiptastýringu. Hann er með MSc-IT gráðu frá Háskólanum í Árósum og hefur m.a. starfað hjá Intrum og Teris. Árni mun starfa sem viðskiptastjóri og vörustjóri Microsoft samninga.

5


Aukin áhersla á heimilislínu HP

Á síðustu mánuðum hafa Opin kerfi lagt aukna áherslu á tölvubúnað til heimilis- og einkanota. Þetta endurspeglast í fjölbreyttu úrvali af heimilisfartölvum og borðtölvum. Um miðjan febrúar verður úrvalið enn meira þegar von er á næstu sendingu af HP Pavilion og HP Presario tölvum. Alls eru væntanlegar 6 mismunandi gerðir af fartölvum og þrjár mismunandi gerðir af borðtölvum auk skjáa. Allir ættu því að finna tölvubúnað við sitt hæfi hjá Opnum kerfum hvort sem leitað er eftir ákveðnum verðflokkum eða tæknilega útfærðum búnaði. Ein af nýju fartölvunum er HP Pavilion Alu dm3 en sú lína er smíðuð úr rafhúðuðu áli en vegur þó aðeins 1,9 kg. Ein af nýjungunum í þessari gerð fartölva er að hún er í raun búin tveimur skjákortum, þ.e. einu sjálfstæðu og öflugu skjákorti, sem nýtist þegar fartölvan er í sambandi við rafmagn, og svo öflugri skjástýringu sem tekur við þegar tölvan er notuð á rafhlöðunni. Þá er fartölvan einnig búin nýrri skjátækni, svokallaðri LED tækni, sem þarf bæði minna rafmagn og nýtir betur það rafmagn sem tölvan notar. Með þessum frábæru nýjungum skilar fartölvan allt að 7 klst. rafhlöðuendingu og ætti því að henta námsmönnum afar vel þar sem sjaldnar þarf að hlaða rafhlöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Sævar Haukdal í síma 570-1000

Windows 7 er komið! Nýjasta stýrikerfi Microsoft kom á markað 22. október 2009. Stýrikerfið ber heitið Windows 7 og margir hafa lýst því sem einu besta og hraðvirkasta stýrikerfi sem hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur gefið út. Meðal umbóta í Windows 7 má nefna mun hraðvirkari ræsingu stýrikerfisins, aukna samhæfingu við annan hugbúnað, Windows XP ham, stuðning við 64 bita hugbúnað og hraðvirkni sem eykur líftíma eldri vélbúnaðar. Windows 7 byggir á grunngerð Vista stýrikerfissins og hefur Microsoft tekist að endurbæta og endurhanna stýrikerfið sem þykir einstaklega stöðugt og hraðvirkt í vinnslu, jafnvel á eldri vélbúnaði. Útgáfur Windows 7 skiptast í Home Basic og Home Premium sem henta heimilisvélum vel. Home Premium er sérstaklega hentugt til að setja upp heimanetkerfi á einfaldan og öruggan hátt. Fyrir fyrirtæki eru útgáfurnar Windows 7 Professional ásamt Windows 7 Ultimate. Þær hafa verið

6

Red Hat námskeið hjá Opnum kerfum Opin kerfi eru vottað Red Hat þjálfunarsetur og halda Red Hat námskeið reglulega. Á vorönn 2010 er boðið upp á þrenn námskeið auk prófa. Á grunnnámskeiði hljóta nemendur þjálfun í grunnuppsetningu á Red Hat Enterprise Linux stýrikerfinu ásamt því að aukið er við þekkingu þeirra á skelinni. Námskeiðið er ætlað nemendum með litla eða enga reynslu af skipanalínunni í Linux eða UNIX kerfum. Á framhaldsnámskeiði eru nemendur þjálfaðir með árangursríkum hætti í að setja upp Red Hat Enterprise Linux stýrikerfi, bilanagreina og koma þjónum í netsamband. Þess er krafist að þátttakendur hafi sótt grunnnámskeið eða búi yfir sambærilegri þekkingu á Linux. Í lok framhaldsnámskeiða gefst nemendum kostur á að taka viðurkenndar prófgráður, RHCT og RHCE. Kennari á námskeiðinu er Richard Allen, ráðgjafi og sérfræðingur hjá Opnum kerfum. Richard er einn reynslumesti Open Source sérfræðingur landsins og er vottaður Red Hat Certified Engineer og Red Hat Certified Examiner.

Opin kerfi og NTV sameina krafta sína í námskeiðshaldi Opin kerfi hafa um árabil haldið fjölda sérfræðinámskeiða í húsnæði sínu að Höfðabakka 9. Á haustönn 2009 varð breyting á því fyrirkomulagi þegar Opin kerfi hófu samstarf við NTV. „Við lögðum af stað með það í huga að nýta styrkleika hvors aðila fyrir sig. “NTV er vottuð Prometric vottunarstöð, Microsoft Learning Solutions samstarfsaðili og býður afar góða aðstöðu en Opin kerfi hafa fjölmarga reynda sérfræðinga á sínum vegum sem leggja sitt lóð á vogarskálina. Þetta samstarf lofar því afar góðu,“ segir Árni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Lausnasviðs Opinna kerfa. Leiðbeinendur á sérfræðinámskeiðunum eru Björgvin Arnar Björgvinsson, Halldór Kári Hreinsson, Hjörleifur Kristinsson og Róbert Jóhannsson.

Námskeið á vorönn 2010: Windows 7..................................... 22. febrúar Hyper V......................................... 15. mars

Námskeið á vorönn 2010: sérhannaðar til að tryggja að fyrirtæki geti haldið áfram að nota eldri hugbúnað í gegnum XP Mode ásamt því að tengjast vinnustaðnum á einfaldari og öruggari hátt með Domain Join.

Innkaupa- og dreifingarsvið Opinna kerfa er innflutningsaðili á Microsoft á Íslandi og veitir allar nánari upplýsingar í síma 570-1000

SharePoint 2010 end user................ 19. april Exchange 2010.............................. 26. apríl

Red Hat grunnnámskeið............. .......... 1. mars

Windows 7..................................... 3. maí

Red Hat framhaldsnámskeið.................. 15. mars

Powershell ..................................... 10. maí

RHCT próf.......................................... 19. mars

Security - Forefront Client And Server..24. maí

Red Hat framhaldsnámskeið – hraðferð.. 3. maí RHCE próf.......................................... 7. maí

eið k s m á N 2010 Kennari er Richard Allen, ráðgjafi og sérfræðingur hjá Opnum kerfum.

7


Opin kerfi og þjónustuaðili Tæki –til Umboðssóknar Guðni Birgisson, yfirmaður upplýsingasviðs 1912 HP á Íslandi Stefna Microsoft er skýr þegar kemur að Viðskiptagreind og hefur verið það síðustu 10 ár. Microsoft er stöðugt að bæta tæki sín og tól svo að fyrirtæki geti náð árangri. Árangurinn felst í að auðvelda starfsmönnum fyrirtækja að hafa betri innsýn í rekstur fyrirtækja og auðvelda þeim aðgengi að upplýsingum sem leiða til betri og hraðari ákvarðana og þá jafnframt til betri reksturs. Viðskiptagreind Microsoft spannar lausnir allt frá grunnlagi SQL gagnagrunna til verkfæra sem notuð eru í birtingu upplýsinga, eins og Excel eða SharePoint. Microsoft leggur mikla áherslu á að Viðskiptagreind falli inn í tækniumhverfi fyrirtækja með því að nota þau verkfæri sem þegar eru til staðar. Þá minnkar lærdómskúrfan fyrir notendur og innleiðing á lausnum gengur betur fyrir sig. Lausnasvið Opinna kerfa hefur þróað lausn sem gengur undir vinnuheitinu OK.Cubes. Lausnin nýtir sér það tækniumhverfi sem kemur með Microsoft SQL server og fylgir þeirri stefnu Microsoft að nota þau verkfæri sem notendur þekkja, t.d. Excel og SharePoint. OK.Cubes tekur inn gögn frá mismunandi kerfum og veitir stjórnendum auðveldari aðgengi að gögnum sem skipta máli í daglegum rekstri, hvort sem það eru bókhaldskerfi eða önnur sérkerfi sem innihalda slík gögn. „Viðskiptagreind hefur sjaldan eða aldrei verið mikilvægari en í dag til að mæta auknum kröfum um aðhald og árangur á viðkvæmum markaði. Með því að innleiða OK.Cubes hefur 1912 ehf. gefið stjórnendum sínum verkfæri til að mæta þessum kröfum,” segir Guðni Birgisson, yfirmaður upplýsingasviðs 1912 ehf. „Við gerum kröfur um að gögnin, sem við erum að vinna með, séu að gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum hverju sinni til að ná árangri í starfi, hvort sem um er að ræða upplýsingar í rauntíma eða uppsöfnuð gögn innan tímabils. Að geta brugðist hratt við og aðlagast markaðnum hverju sinni gefur fyrirtækinu tækifæri til að að sækja á frekar en að vera í vörn. Söluáætlanir hafa einnig breyst og með því að nota tæki, sem gefur betri yfirsýn yfir daglegan rekstur, er hægt að laga áætlanir að því sem er að gerast hverju sinni.” Með innleiðingu OK.Cubes verður til víðtækara greiningarverkfæri sem stjórnendur geta nýtt til að búa til sín eigin líkön með þeim sjónarhornum , víddum og mælieiningum sem þörf er á hverju sinni. Að því loknu er hægt að rýna ofan í gögnin til að skoða hvaða orsakasamhengi stærða endurspeglar skilning stjórnenda á fyrirtæki og rekstur þess. Stjórnendur eru þá komnir með líkön sem uppfærast sjálfkrafa og eiga betra með að ná í lykilupplýsingar úr undirkerfum sínum. Ekki þarf lengur að taka út skýrslur úr undirkerfum, setja inn í töflureikni og vinna þaðan þau líkön sem verið er að leitast við að búa til. Staðlaðar greiningar OK.Cubes • • •

Fjárhagsgreining Sölugreining Birgðagreining Nánari upplýsingar um OK.Cubes veitir Stefán Rafn Stefánsson í síma 570-1000

Opin kerfi 1. tbl. feb. 2010 Útgefandi: Opin kerfi ehf. Sími: 570-1000 Bréfsími: 570-1001 Veffang: ok@ok.is Ábyrgðarmaður: Gunnar Guðjónsson Ritstjóri: Hákon Davíð Halldórsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi Umsjónarmaður: Rán Bjargardóttir

Fréttabréf 1. tbl. 21. árg. feb 2010  

Frettabréf Opinna kerfa

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you