Page 1

4. tbl. 102. árg. 2010 – Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands


RITSTJÓRAPISTILL

Elsku verzlingar! Menn hafa fallið, stjörnur hrapað, styrjaldir verið háðar, börn hlegið, gras hefur vaxið, fjöll klifin, guðir lofaðir, atóm klofin og annað tölublað Viljans hefur komið út! Þetta hefur verið stormasamur vetur en samt svo ljúfur í öllum átökunum. Tíminn hefur liðið hraðar en nokkru sinni fyrr og hlutir tekið stórvægilegum breytingum, sérstaklega hjá okkur í Viljanum. Við höfum tekið nýjan meðlim inn í nefndina, Snorra Björnsson, hugljúfan og hæfileikaríkan mann með meiru. Í þessu blaði leyfum við fleiri röddum en okkar eigin að óma og látum hæfileika nemenda í skrifum og auga þeirra fyrir myndatöku njóta sín svo afar vel. Ég vona að þetta tölublað verði ljós ykkar í myrkri próflesturs og skemmti ykkur á milli þess sem þið drekkið í ykkur þurrar skólabækurnar. Gangi ykkur vel í prófunum og njótið ykkar vel í jólafríinu, vinnið upp svefn og undirbúið ykkur undir aðra önn af stuði og fjöri.

VILJINN 2010-2011

Rósa María Árnadóttir

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Kristín Dóra Ólafsdóttir

Rúnar Steinn Rúnarsson

Jakob Rolfsson

FORSÍÐAN Snorri Björnsson

Rebekka Rut Gunnarsdóttir

Forsíðu­ myndina á Snorri Björnsson, 3-V. Myndin er tekin í ljósmynda­ stúdíói NFVÍ.

Ritstjóri Viljans ´10-´11

Viljinn 4. tbl. 102. árg. 2010 Útgefandi:

Hönnun og umbrot:

Þakkir:

NFVÍ

Birgir Þór Harðarson

Ábyrgðarmaður:

Ljósmyndir:

Jóhanna Edwald Rafn Erlingsson Natalía Reynisdóttir Helena Xiang Jóhannsdóttir Rúrik Andri Þorfinnsson Brynjar Wilhelm Jochumsson Arnór Hreiðarsson Jenný Harðardóttir Helgi Már Hrafnkelsson Rakel Guðmundsdóttir Lísa Hafliðadóttir

Rebekka Rut Gunnarsdóttir

Ritstjórn: Jakob Rolfsson, Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Rúnar Steinn Rúnarsson, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir og Snorri Björnsson.

Snorri Björnsson Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Rafn Erlingsson

Prentun: Prentmet

Upplag: 1300 eintök

Sigurbjörn Ari Sigurbjörnsson Anna Gréta Hafsteinsdóttir Alexander Freyr Einarsson Andri Sigurðsson Hinrik Árni Wöhler Margrét Björnsdóttir Gunnar Jörgen Viggósson Jörundur Jörundsson Andrea Röfn Jónasdóttir Fanney Ingvarsdóttir Svandís Ósk Símonardóttir Bergrún Mist Jóhannesdóttir

Anna Katrín Einarsdóttir Gísli Viðar Eggertsson Amor Toby Justin HAPP


EFNISYFIRLIT

16 Myndaalbúmið: 24 Tískusýning Listó 25 Vælið 28 Rokk/Diskó ball 29 VÍ/mr

4 Unglingaveiki sem vilt ekki fá 6 Lýsi er hollt 7 Plötugagnrýni: Was ist das? með MO DO 8 Viðtal við Gunnar Nelson 10 Hagsmunaráð 12 Down under: Anna Gréta í Ástralíu 14 Með og á móti: Aðskilnaður ríkis og kirkju 16 Sugar daddy cookin' 17 Hottie mama bakin' 18 Maybelline förðun fyrir jól og áramót 20 Tískumyndaþátturinn 26 Plakat 30 Reykjavíkurperlur - nokkrar verzlanir sem þú vissir ekki af 32 Símamyndakeppnin 34 Sniðugt skart úr sokkabuxum 35 Andri Sig: Að leita á ný mið 36 Viðtal: Fanney Ingvarsdóttir 40 Dr. Love: Af hverju stelpur eru svona flóknar 42 Liðið sem fólk ehatar að elska 44 Myndaþátturinn: Uss

36 04 42 20 VILJINN / 3


NÝFARALDSSJÚKDÓMAR:

ÞAÐ SEM ER HÆTTULEGRA EN

FUGLAFLENSA Margir hafa velt fyrir sér á undanförnum misserum hvernig þessir svokölluðu „Nýfaraldssjúkdómar“ verða til og dreifast. Margir þeirra eru frekar óvenjulegir og jafnvel má segja að þessi æði hjá fólki einkennist af alvarlegri þráhyggju af einhverri tegund. Áður en ég sjálf byrjaði að kanna málið og komast til botns í þessu, hélt ég að allar þessar þráhyggjur væru nýjar af nálinni. Ég komst að því að svo var ekki og greini ég frá helstu sjúkdómunum hér að neðan.

Bieber-fever, „Bieberinguegitis“ Þessi sjúkdómur myndi útleggjast á íslensku „Bieber-hiti“ eða „Bieber-æði.“ Hann einkennist af ofuráhuga á unglingspiltinum Justin Bieber, sem er sextán ára Kanadamaður. Hann býr yfir rosalegum þokka og getur heillað hvaða unglingsstúlku upp úr skónum með lögum eins og „U smile“ og „Baby.“ Bieber-fever getur líka komið fram í ofurást á staðgengli sem líkist hinum umtalaða Justin. Í því ástandi telur fólk sér trú um að viðkomandi fórnarlamb sé sjálft goðið og hellir sér yfir það af miklum móð. Þessu æði má þó ekki rugla saman við Bever-fever, en það æði lýsir sé þannig að einstaklingur sem hefur innbyrt dýrasaur fær háan hita, magakrampa og kastar upp. Þess má þó geta að æði af svipuðum toga hafa orðið að faraldri oft áður. Til dæmis voru allir „Crazy for Swayze“ á níunda áratugnum. Þennan sjúkdóm má meðhöndla með lyfjagjöf og daglegri takmörkun á hlustun á Justin Bieber. Einnig er mælt með því að sjúklingurinn hlusti á eitt klassískt rokklag á dag í tvær vikur til að ná fullum bata. Sjaldan getur sjúklingurinn hætt alveg strax að hlusta á Bieber, en æskilegt er að halda dagbók um hlustunina svo aðgengilegt sé að sjá hvernig batinn þróast. Meðferðin öll ætti að taka fjórar til fimm vikur.

4 / VILJINN


Kristín Dóra Ólafsdóttir Ritstjórn Viljans

Tölvuhendur, „Nintendonitis“ Er skæður sjúkdómur sem herjar helst á unga karlmenn. Sjúkdómur þessi verkar á hendur vegna of mikillar spilunar á leikjatölvunni Nintendo Wii. Vöðvar og vöðvafestingar í höndum verða fyrir miklu álagi og geta valdið miklum óþægindum. Sjúklingurinn fer oft í afneitun og heldur spilun áfram hugsunarlaust. Afleiðingarnar verða oft og tíðum bólgnar hendur og sjúklingurinn á erfitt með daglegar athafnir. Nintendonitis hefur ekki dregið neinn til dauða en hafa tveir Þjóðverjar misst þumal vegna hans. Nintendonitis er náskyldur sjúkdómnum „Playstutunosis“ sem er einnig handasjúkdómur vegna ofspilunar á PlayStation. Þessir sjúkdómar þýða yfirleitt að viðkomandi er háður tölvuleikjum. Miklir fordómar fylgja þessum sjúkdómi og mega sjúklingarnir oft sitja undir óhróðri og kjaftasögum. Sjúklingarnir hafa oft verið kallaðir nördar og upplifa mikið umtal. Meðhöndlun á sjúkdómnum felst einkum og sér í lagi í hvíld. Sjúklingum er ráðlagt að vefja höndum í alovera-smurðar grisjur sem eiga að flýta fyrir bata. Svo er sjúklingum oft ráðlagt að fara bara út í fótbolta.

Kæróveiki, „Trololema Kallidum“ Er sjúkdómur sem margir kannast við og flestir þekkja einhvern sem þjáist af honum. Sjúkdómurinn er frekar nýr af nálinni og hefur fengið mikið umtal á síðustu misserum. Þá hefur sjúklingurinn sjálfur ekki kvartað né kveinað yfir sjúkdómnum, heldur eru það vinir sjúklingsins sem finna mest fyrir honum. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að sjúklingurinn á erfitt með að slíta sig frá kærustu sinni eða kærasta og hættir að gefa sér tíma til að hitta vini sína. Sumir fara einnig svo langt að missa alla þörf fyrir félagsleg samskipti og missa jafnvel allan húmor. Þessu ástandi hefur oft verið ruglað við óskaplega mikla ást og umhyggju fyrir „kæró“. Það er oft einungis afsökun til að losna aðeins frá umhverfinu og búa sér til lítinn heim sem er yfirfullur af kúri og ísbíltúrum. Meðhöndlun á þessum sjúkdómi er frekar erfið, en eitt ráð hefur hjálpað mörgum „kærófagganum“ upp úr rúminu. Það á að leyfa þessu að gagna yfir í ca. viku og taka svo í taumana. Sjúklingnum er færð núðlusúpa og trompís einu sinni á dag í tvær vikur. Það ætti að sýna honum hversu einhæft líf hans er orðið og hvernig hann ætti að breyta til, til dæmis með því að hitta vini sína. Ef þetta virkar ekki er vinurinn vonlaus.

Tanorexia „Tanorexia Nervosa“ Tanorexia er geðrænn sjúkdómur sem gengur út á að sá sem þjáist af honum hefur sjúklega þörf fyrir að halda húðlit sýnum dekkri heldur en eðlilegt gæti talist. Húðinni er þá misþyrmt með ofnotkun ljósabekkja og allt of miklu brúnkukremi. Þessi sjúkdómur er oft bendlaður við skinkur, en erfitt er að alhæfa um það. Þetta ástand verður oft hjá fólki sem hefur lélegt sjálfstraust og jafnvel hjá þeim sem vilja vekja á sér athygli. Því er óneytanlega hægt að láta fram hjá sér fara þegar fólk sem þú þekkir og veist hvernig á að vera á litinn „breytir um kynþátt“, eða svo gott sem. Sumir halda einfaldlega að þeir séu svartir og reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að halda í það. Tanorexia getur verið lífshættulegur sjúkdómur, því útfjólublá ljós geta verið krabbameinsvaldandi. Húðkrabbamein er alvarleg afleiðing þessa sjúkdóms. Ef sjúklingur fer að gera sér grein fyrir hversu miklu tjóni hann hefur valdið líkama sínum í tæka tíð, má meðhöndla sjúkdóminn á einn veg. Sjúklingurinn þarf að gera sér grein fyrir skaðsemi ljósabekkja og fara frekar að einbeita sér að einhverjum öðrum hluta líkamans heldur en húðinni. Margir fyrrverandi tanorexíu-sjúklingar eru frábærir íþróttamenn og geta notað þráhyggjuna sem er innbyggð í þá á góðan hátt. Meðhöldlun sjúkdómsins er næstum eins og afvötnun. Reglurnar eru einfaldar, bannað að fara í ljós og andlitsfarði þarf að vera ljósari en húðlitur viðkomandi. Tanorexia mun þó fylgja manneskjunni alla ævi, en hægt er að fá hjálp til að halda sjúkdómnum niðri.

VILJINN / 5


VEISTU HVAÐA ÁHRIF LÝSI HEFUR Á OKKUR?

... HÉLT SKO EKKI Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Ritstjórn Viljans

E

f þú tekur ekki lýsi daglega er mjög líklegt að þú þjáist af D-vítamín skorti. Ein helsta og öflugasta leið líkamans til að tryggja sér nægt D-vítamín er með sólinni. Þá framkallar líkaminn sjálfur þetta nauðsynlega vítamín og auðséð að þeir sem búa við miðbaug þurfa ekki að sjá fyrir því sjálfir. Við sem búum á norðurhveli jarðar þurfum að tryggja okkur það í öðrum uppsprettum en sólinni og getur það reynst okkur erfitt því D-vítamín fyrirfinnst varla í mat. Þá kemur lýsi til sögunnar. Ef við borðum mikið af feitum fiski og tökum inn lýsi daglega fáum við nægilega mikið af D-vítamíni til að vinna á móti

sólarleysinu en skortur á því getur valdið: n Beinþynningu ( sem er mun algengari á norðurhveli jarðar en nýlegar rannsóknir rekja það beint til D vítamín skorts). n Vöðvarýrnun n Tannskemmdum

Lýsi er einnig stútfullt af Omega-3 fitusýrum og er magnað að sjá þær þúsundir rannsókna sem sýna jákvæð áhrif þess fyrir mannskepnuna en sem dæmi má nefna : n Fyrirbyggingu allskyns sjúkdóma í hjarta og n n n n n

æðakerfinu, blöðruháls- og brjóstakrabbamein Styrking ónæmiskerfis Þroski heila – og taugafrumna Dregur úr þunglyndi Hefur megrandi áhrif Minnkar verulega líkur á fyrirburafæðingu

Verum því dugleg að taka lýsið okkar, við verðum aldrei of stór fyrir það. Ein lauflétt matskeið á dag kemur skapinu í lag og lýsi-r upp daginn þinn. hehe.

Ræktin. Til hvers? Hettupeysa

Bolur

Bolur

Bómullarkyrta

verð: 12.500 kr.

verð: 4.800 kr.

verð: 3.800 kr.

verð: 14.200 kr.

Hettupeysa

Öndunarjakki

Skór

Buxur

verð: 9.500 kr.

verð: 28.800 kr.

verð: 16.000 kr.

verð: 12.500 kr.

Vír vinnufataverslun Grensásvegi 8 | Sími 535 6670 finndu okkur á facebook www.facebook.com/vir

Vottaður vinnufatnaður


PLÖTUGAGNRÝNI EFTIR HINRIK WÖHLER: WAS IST DAS? MEÐ MO-DO

ÍTÖLSK PLATA Á ÞÝSKU Hér ætla ég aðeins að rýna í plötuna sem er á alla manna vörum en það er að sjálfsögðu platan Was Ist Das? Með Mo-Do. Ég held að hvert mannsbarn muni eftir þegar ítalski silfurrefurinn Mo-Do gaf út plötuna Was Ist Das? Árið 1995, en athygli skal vekja á því að þó að öll lög Mo-Do innihalda gríðarlega flókna þýska texta þá er hann sjálfur Ítalskur og heitir fullu nafni Fabio Fritelli og er fæddur árið 1964. En sagan segir að hann varð fyrir áhrifum á þýskri tungu þegar faðir hans Fabrizo Ravanelli fór með hann í skemmtiferð til Vestur-Þýskalands árið 1981 og þeir feðgar féllu svo sannarlega fyrir þýskri menningu, enda kemur það fáum á óvart. Platan Was Ist Das? Inniheldur heil 11 lög og er hvert af öðru betra. Mo-Do byrjar plötuna með laginu Eins, Zwei, Polizei sem rataði í efsta sætið á öllum helsu vinsældarlistum heims og þá sérstaklega í Austur-Evrópu en fyrir þá sem ekki vita þá var Mo-Do gerður að heiðursborgara í Sofiu (höfuðborg Búlgaríu) vegna vinsælda lagsins þar í landi. Lag númer 2 er Hamlet en helstu spekingar vilja meina að sé slakasta lag Mo-Do á ferlinum. Stórlagið Gema Tanzen er númer 3 á plötunni en þar sýnir Mo-Do textafærni sína á þýsku og beitir

pólitískum skoðunum sínum á þáverandi kanslara Þýskalands honum Helmut Kohl. Hann heldur góðu flæði gegnum plötuna og næstu þrjú lög: Liebes Tango, Für Dich My Love og lagið Hallo, Mo-Do eru öll dansvæn þjóðlagasveiflur en ástarballaðan Für Dich My Love er að öllum líkindum sungin til Írisi í Buttercup en þau kynntust á Þjóðhátíð 1993 og skildi Íris Mo-Do eftir í ástarsorg. Sjöunda lagið á plötunni er Super Gut sem helstu fræðimenn þýskrar poppsögu vilja meina hafi gjörbreytt hugsunarhætti Þýskalands til kapítalismans þar í landi, en þar syngur hann einmitt sína frægu línu „Ich bin super, du bist super, wir sind super, super gut!“ . Lagið Das Konzert kemur næst á plötunni en sem undiritaður kemst næst þá er Mo-Do að syngja um afar vel heppnaða tónleika sem hann hélt einmitt á Íslandi árið 1992 nánar tiltekið á sveitarkránni Áslák í Mosfellsbæ, en þeir sem eru veikir fyrir í þýskunni þá þýðir „Das Konzert“ tónleikarnir á íslensku. Þrjú síðustu lögin á plötunni eru hinsvegar unaðsleg remix eða endurblöndur á góðri íslensku af lögunum Eins, Zwei, Polizei og Super Gut. Í heildina litið þá er þessi plata hreint út sagt óaðfinnanleg í alla staði og margir eru á því máli að

þetta er eitt það besta sem hefur komið frá Ítalíu síðan Paolo Maldini og Pizzan urðu til. Því miður var þetta eina platan sem Mo-Do gaf út á ferli sínum. Hún er sú allra söluhæsta plata hjá öllum þýskumælandi löndum ( fyrir utan Þýskaland) og til dæmis er hún hvergi fáanleg í gjörvallri Liechtenstein svo miklar eru vinsældir hennar. Ég safnaði saman öllum helstu tónlistargagnrýnindum Íslands og við vorum á einu málu um það gefa þessari plötu 8 þýskar Bratwurst pylsur af aðeins 5 mögulegum, svo góð er platan.

ELSKAÐU

ÖRUGGLEGA Öruggir og ódýrir

Amor smokkAr á 495 kr. (3pk) og 995 kr. (12pk) SöluStaðir: öll apótek lyfju og apótekið Skeifunni, Spönginni og Hólagarði


GUNNAR NELSON:

HUGSAR EKKI LENGRA EN NÆSTI BARDAGI Jakob Rolfsson Ritstjórn Viljans

G

unnar Nelson MMA kappi með meiru er farin að vekja meiri athygli í heiminum en Íslenska hand­bolta­ landsliðið á ólympíu­ leikunum gerði á sínum tíma. Þrátt fyrir ungan aldur er kappinn að ná gífurlega miklum árangri í Evrópu og nú síðast 25. september lagði hann Eugene Fadiora sem er einn efni­legast bardagamaður Englendinga síðari ára. Hvernig er venjulegur dagur í lífi Gunnars? Ég æfi yfirleitt 2x á dag, 2-3 tíma í senn og slaka á með fjöl­skyldunni og vinum þess á milli. Tek mér oftast frí um helgar. Hvenær byrjaðirðu að æfa bardagaíþróttir? Þegar ég var 15ára Af hverju langaði þig að æfa Brazilian jiu jitsu? Félagi minn í karatenu kynnti mig fyrir því og ég varð hooked. Hvernig íþrótt er Brazilian Jiu Jitsu? Bardaga­ íþrótt sem byggist á því að nota tækni og vogarafl til að ná andstæðingnum í lás. Grunaði þig einhvern tímann að þú myndir verða frægur fyrir árangur þinn í MMA? Ég var svo sem ekkert að pæla mikið í því, frægð er ekkert sem heillar mig. Gerir mig samt glaðan ef maður getur látið eitthvað gott af sér leiða. Nú sigraðirðu Danny Mitchell eitt af stóru nöfnunum í Bretlandi. Hvernig undirbjóstu þig fyrir þann bardaga? Ég æfði heima með mínum mönnum í Mjölni og fleirum svo sem árna ísaks og fleirum. Sparra mikið og glími mikið. Þú fékkst að gera eitt sem mörgum langar til að gera en það er að „þagga niðrí Gillz“, hversu mikill

Gunni Nels í hnotskurn Nafn: Gunnar Lúðvík Nelson Aldur: 22 Þyngd/hæð/fituprósenta: 78kg/180cm/8% Stjörnumerki: Ljón Uppáhalds matur: T-bone steik Besta bíómyndin: Braveheart

8 / VILJINN

unaður var það? Haha... það var mjög gaman, mundi kannski ekki lýsa því sem svaka unaði en fjöri kannski frekar. Vandræðalegasta aðstæða sem þú hefur lent í? Man ekki eftir neinu sérstaklega vandræðalegu, en ég fylgdi vel eftir prumpi um dagin þegar ég var að keyra heim úr bíó. Sem betur fer var ég einn í bílnum. Borðarðu nammi og drekkurðu gos? Reyni að halda því í lágmarki Hefurðu einhver önnur áhugamál en MMA? Haha mér dettur ekkert annað í hug, bara þetta venjulega að vera með fjölskyldunni og vinum. Hvert seturðu stefnuna í MMA? Ég stefni að vinna næsta bardaga Nú skiptir hrikalega miklu máli að vera með sterkt viðurnefni í þessari íþrótt en þig vantar það algerlega. Hefurðu hugsað um eitthvað gott viðurnefni? Nei ég held það sé ekki undir mér komið að finna viðurnefni á sjálfan mig. Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lítill? Mjög líklega spiderman Hefur kvenfólkið gefið þér meiri athygli eftir að

þú varðst frægur? Nei aðalega gaurar Hefurðu æft með einhverjum af stærstu nöfnunum í þessari íþrótt? Já þónokkrum, Bj Penn, GSP, Renzo Grazie, Frankie Edgar o.fl. Nú hefur þér verið mikið hrósað og þú talinn einn af efnilegustu MMA köppum í heiminum. Fylgir þessu ekki gífurleg pressa? Fer bara eftir hvernig þú lítur á það. Ég er ekki að þessu fyrir aðra. Auðvitað hefur áhrif hvað fjölskyldunni minni finnst og vinum, og ég er íslendingur og berst fyrir ísland, en ég set ekki þessa pressu á mig, bara nýt þess að mæta á æfingu og gera það sem mér finnst gaman. Hvert er uppáhalds takið þitt? Ég á ekki beint uppáhalds tak, það fer bara eftir hvernig aðstöðu ég er í hvað ég nota. Einhver sem þú lítur upp til? Margra. Reyni að sjá það jákvæða í öllum og læra. Ég fíla fedor emilianenko mjög vel, hann er uppáhalds íþróttamaðurinn minn. Einhver leyndur hæfileiki sem þú hefur? Ég er bókstaflega ósigrandi í strikaleiknum. Sætasti sigurinn til þessa? Þeir eru allir mjög sætir.


Skapaðu þinn eigin stíl!

OSiS + hjálpar þér að skapa þinn eigin stíl með breiðri vörulínu sem kemur þér út úr hversdagsleikanum og gefur þér frelsi til að nýta sköpunargáfurnar á þinn hátt.

OSiS+ vörulínan fæst hjá öllum helstu hárgreiðslu- og rakarastofum landsins


FRÁ HAGSMUNARÁÐI Sæll ágæti samnemandi Fyrir þá sem vita ekki hvað Hagsmunaráð er og fyrir hvað það stendur viljum við benda á lagaákvæðin um Hagsmunaráð N.F.V.Í. á bls. 120-121 í Snobbinu. Ef þér finnst á rétti þínum brotið eða þú misrétti beittur hvort sem það er að hálfu skólayfirvalda eða einhvers á vegum nemendafélagsins hvetjum við þig eindregið til þess að hafa samband svo við getum rétt hlut þinn. Við viljum ekki einungis verja hagsmuni þína heldur höfum við einnig mikinn áhuga á því að koma hugmyndum þínum á framfæri, hvort sem þær snerta námið, félagslífið eða eitthvað allt annað. Okkar markmið er að þú hafir samband og við framkvæmum. Hagsmunir@verslo.is  

10 / VILJINN

f.h. Hagsmunaráðs N.F.V.Í. Bjarni Bragi Jónsson, Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir og Starkaður Hróbjartsson


ANNA GRÉTA Í ÁSTRALÍU:

OI, G’DAY MATE!

Anna Gréta Hafsteinsdóttir Ástralíufari

A

fhverju fer ég ekki til Erlu sys’ og Luke í Ástralíu og bý hjá þeim í nokkra mánuði ef það gengur upp varðandi skólann?” Skyndihugmynd sem ég fékk einn daginn fyrir nokkrum mánuðum síðan sem gekk upp og ég framkvæmdi. Algjör snilld! Ég ákvað að fara ‘Down under’, skella mér í fjarnám í eina önn og upplifa eitthvað nýtt. Tveggja daga ferðalag hingað niður var ekkert til að hrópa húrra yfir, ekki þegar ferðafélaginn var herra enginn. Bið á þremur flugvöllum og 27 klukkustunda flug var ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina en það að koma hingað til Oz (Aussies eru duglegir í slangrinu) gerði ferðalagið svo algjörlega þess virði. Því að upplifa líf í þessu gríðarstóra landi hefur verið eitt það besta sem ég hef gert. Nú er ég búin að vera hér síðan í lok ágúst og góð stutt lýsing á lífinu er framlengt sumarfrí með skólaívafi. Það er nefnilega ekkert til að kvarta yfir að ná sumrinu hérna megin á hnettinum. Dagarnir eru mismunandi og ‘skólastofurnar’ mínar líka. ‘Tímarnir’ geta nefnilega farið fram á ýmsum stöðum eins og: Á kaffihúsi, úti á svölum, bókasafni, heima eða jafnvel á ströndinni. Frekar mikið fínt en ég meina, marmarstofa er samt alltaf marmarastofa. Að hafa búið allt sitt líf á Íslandi og fara svo í burtu í nokkra mánuði, í land kengúranna, er ekkert nema frábær upplifun. Ástralir eru almennt séð afslappað

12 / VILJINN

... að sörfa og helst sleppa við að vera bitin af hákarli fólk (inn á milli leynast samt ‘gangas og bogans’) og í fyrstu var það eitthvað nýtt að sjá fólk á táslunum út um allt, td. út í búð. Núna er það þannig að maður sjálfur labbar bara berfættur ef maður nennir ekki í skó. Annars þá líður tíminn svo hratt og áður en ég veit af þá verð ég kominn heim á klakann, með hor í nös af kvefi og dúðuð í úlpuna mína. Því ætla ég að njóta lífsins og nýta tímann í botn hérna ‘Down under’. Það verður meðal annars gert með því að: sörfa og helst sleppa við að vera bitin af hákarli, snorkla, liggja á ströndinni, safna mostkítóbitum, slaka á með Skippy og félögum, kynnast enn þá meira fólki, upplifa jól og nýár í 30 stiga hita og síðast en ekki síst skella mér á Gorillaz tónleika. Ég sé heldur betur ekki eftir þessari ákvörðun minni og Ástralía er klárlega land sem allir eiga að heimsækja. Allt er hægt ef Viljinn er fyrir hendi.. eh, hehe.


Arnarhóll kápa 36.000 kr. Básar buxur 9.500 kr. Dickies skór 16.000 kr.

Verslanir 66°NORÐUR | www.66north.is | Sími: 535 6600 || Vír vinnufataverslun | www.facebook.com/vir


MEÐ AÐSKILNAÐI RÍKIS OG KIRKJU:

MEÐ

5 MILLUR TIL AÐ EYÐA Jörundur Jörundsson og Gunnar Jörgen Viggósson

E

in vinsælasta setning hagfræðinnar segir að ekki sé til ókeypis hádegismatur; þó þú greiðir ekki fyrir eitthvað, þá er á endanum alltaf einhver sem borgar. Og þjóðkirkjan með alla sína presta, kirkjur, messur og annað prjál er engin undantekning. Glaðir myndum við skrifa upp á allar þær þjóðkirkjur sem fólki dytti í hug ef samfélagið bæri af þeim engan kostnað. En það er bara ekki þannig. Í dag kostar rekstur þjóðkirkjunnar 4,7 miljarða á ári. Allur þessi kostnaður er borgaður af ríkinu og þessi kostnaður er potturinn og pannan í umræðunni. Á ríkið að taka pening af fólki til að greiða þriðja aðila eins og kirkjunni? Algrímið sem ríkið notar í dag til að borga trúfélögunum er þannig að ef einstaklingur er skráður í trúfélag þá borgar ríkið árlega fyrir hans hönd til þess trúfélags. Ef einstaklingur er utan trúfélaga þá borgar viðkomandi sömu skatta, en ríkið heldur peningnum eftir í ríkissjóði. Þar að auki greiðir ríkið væna summu aukalega til þjóðkirkjunnar. Tengsl ríkis og kirkju eru ekki andlegri en svo að þau felast nær eingöngu í þessu peningalega sambandi. Stjórnarskráin kveður á um stuðning og vernd á þjóðkirkjunni en umræðan snýst varla beint um þá óskýru klásúlu. Ríkið gæti vel sleppt því að borga aukalega til kirkjunnar en samt uppfyllt ákvæðið. Ímyndaðu þér að fótboltafélagið KR væri ríkisstyrkt. Þú gætir skráð þig í hvaða fótboltafélag sem er, eða hreinlega staðið utan fótboltafélaga, en samt rynni alltaf einhver prósenta af skattinum þínum til KR. Svo við höldum áfram með líkinguna þá þyrftu þeir sem stæðu utan fótboltafélaga ekki bara að styrkja KR, heldur væru þeir ekki undanþegnir skattinum sem aðrir fá að nota til að styðja félag að eigin vali. Ríkið héldi þá bara þeim peningum. Ekki segja okkur að þér þætti það eðlilegt Kristín? Finnst þér það eðlilegt? Ha? Nei, ég hélt ekki. Hugsum okkur nú að ríki og kirkja hefðu alltaf verið aðskilin og að kirkjan lyti sömu lögmálum og í langflestum löndum heims. Kirkjan innheimti sín sóknargjöld og réði upphæðinni sjálf rétt eins og Litboltafélag Hafnarfjarðar í dag. Enginn myndi láta sér detta í hug að stinga upp á núverandi kerfi

14 / VILJINN

þar sem ríkið borgar trúfélögum fasta upphæð fyrir hvern meðlim, og síðan bara stærsta félaginu ofan á það. Absúrdleikinn væri í sömu hæðum og sameining símafélaga og ríkis væri fyrir okkur í dag. „Já, ég sé fyrir mér að ríkið borgi hverju símafyrirtæki fast áskriftargjald fyrir hvern símaeiganda, og gæfi einnig símafélaginu Ring sérstaklega mikinn pening, af því að það er stærst, þú skilur. Og ef einhver á ekki síma, þá borgar hann samt sömu skatta, því annars myndi

Tengsl ríkis og kirkju eru ekki andlegri en svo að þau felast nær eingöngu í þessu peningalega sambandi. Stjórnarskráin kveður á um stuðning og vernd á þjóðkirkjunni en umræðan snýst varla beint um þá óskýru klásúlu. rósmarín. fólk sem ætti ekki síma græða á því, þú skilur.“ Af hverju elskarðu líka kirkjuna svona mikið Kristín? Við vitum að hún gerir alveg eitthvað gott stundum, veitir hjónabandsráðgjöf og eitthvað, en fyrr má nú vera fyrir allan þennan pening. Fórnarkostnaðurinn á það nefnilega til að gleymast. Fyrir hverja krónu sem fer til kirkjunnar, fer ekki ein króna í eitthvað annað betra. Hversu mikið gott væri hægt að gera með 5 miljarða árlega? Ég veit að minnsta kosti að Góðgerðar- & Réttlætisstofnun Gjörgundar myndi alveg örugglega gera mjög margt gott með slíka fjárhagsáætlun. Þegar pælt er í því, þá væri það örugglega betri nýting á fé. Í staðinn fyrir að borga 140 prestum miljarð króna á ári, væri hægt að borga læknum og kennurum. Í staðinn fyrir að reka biskupsstofu, sem þið megið sjá fyrir ykkur sem tignarlegan herragarð*, væri jafnvel hægt að endurgreiða fólki peninginn sinn, og leyfa því að ráða hvað það gerir við hann. Þetta er jú - þeirra peningur. *Ef stofnun sem segist meðal annars sjá um kærleiksþjónustu fær 1633 miljónir á ári og er ekki með herragarð. Þá veit ég ekki lengur hvort þetta er heimur sem ég vil lifa í.


MÓTI

Á MÓTI AÐSKILNAÐI RÍKIS OG KIRKJU:

HVER RÆÐUR SÍNU Kristín Dóra Ólafsdóttir og Andrea Röfn Jónasdóttir

K

æru lesendur, við erum Íslendingar og eins og týpískir Íslendingar erum við skráðir í þjóðkirkjuna. Við megum þó eins og allir aðrir Íslendingar segja okkur úr þjóðkirkjunni og hætta að láta brot af okkar skattpeningum í þann part ríkissjóðs sem kallast kirkjuskattur. Þaðan er ákveðinni prósentu ráðstafað til kirkjunnar með fjárlögum.

Ef aðskilnaður á að eiga sér stað er nauðsynlegt að byrja á því að afnema þjóðtrú. Sú framkvæmd væri gífurlega erfið því íslenskt samfélag og menning byggir að mörgu leyti á kristnum gildum. Ef aðskilja á ríki og kirkju snýst dæmið algjörlega við. Þá þarf hver einstaklingur að gera upp við sig hvort hann vilji gefa brot af peningum sínum til ákveðinnar kirkjueiningar, sem þarf svo að treysta á sinn söfnuð til þess að geta starfað. Þá munu landsbyggðarsóknir mögulega verða prestlausar, nema prestarnir ætli sér að vinna sjálboðastörf. Oft eru það einstaklingar sem hafa minna á milli handanna sem sækja kirkjuna reglulega. Ekki hafa allir ráð á því að greiða fyrir aðstoð þegar mest á henni er þörf. Kirkjan býður sáluhjálp og er hún mikilvæg einstaklingum í hvers konar aðstæðum sem þeir eru. Flest allir Íslendingar eru skírðir og fermdir í kirkju og halda giftingu og jarðarför úr kirkju. Fyrir þessar athafnir eru greidd gjöld sem rykju upp úr öllu valdi yrði kirkjan sjálfstæð eining. Hvernig á að framkvæma aðskilnað? Til þess þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu. Samanlagður kosnaður einnar svoleiðis er varlega áætlað 600 milljónir króna. Einnig þarf að fella út 62. grein

stjórnarskrárinnar. Hún hljóðar svo „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.” Þarna er einungis bent á það hvernig ríkisvaldið á að koma til móts við kirkjuna. Ef greinin hljómaði eitthvað á þessa leið; „Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og öllum Íslendingum skylt að iðka kristna trú“, ættum við að fella þessa grein út úr stjórnarskrá í snatri. Frá árinu 1995 hefur 63. grein stjórnarskrárinnar verið á þá leið að „Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.“ Þarna er öllum gefinn laus taumur í trúarlegu tjáningarfrelsi. Enginn er þvingaður til neins trúarlega séð, það er bara bannað að meiða. Svo lengi sem þjóðtrú er á Íslandi er okkar skoðun sú að réttlætanlegt sé að ríkið standi á bakvið kirkjuna sem sinnir henni. En á annað borð ætlum við ekkert að predika um það hvort rétt sé að hafa þjóðtrú yfir höfuð. Ef aðskilnaður á að eiga sér stað er nauðsynlegt að byrja á því að afnema þjóðtrú. Sú framkvæmd væri gífurlega erfið því íslenskt samfélag og menning byggir að mörgu leyti á kristnum gildum. Eignir þjóðkirkjunnar eru miklar, og ber þar helst að nefna fjölda kirkna um allt land. Eignir kirkjunnar voru þó mun meiri fyrr á tímum. Árið 1907 yfirtók ríkissjóður mest af þáverandi eignum kirkjunnar samkvæmt samningi, og sú yfirtaka hlaut frekari staðfestingu með lögum árið 1997. Ríkissjóður yfirtók þannig eignir kirkjunnar að miklu leyti, en undirgekkst það á móti, að greiða laun presta. Ef prestar fá ekki lengur laun frá ríkinu þarf ríkið mögulega að gefa allar þessar eignir og jarðir til baka til kirkjunnar og verður ríkið þá fyrir gífurlega miklu tapi. Eru aðstæður okkar í dag ekki nógu slæmar fyrir? Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. Margar fjölskyldur kynnast því á lífsleiðinni hversu mikilvægt það er að eiga skjól í kirkjunni sinni, þar sem allt frá skírn til útfarar hvers einstaklings er stuðnings að leita innan kirkjunnar. Kirkjan er mikilvæg undirstaða og fastur punktur í allri okkar tilveru. Við ætlum með börnin okkar í sunnudagaskólann, án þess að borga aukalega fyrir það.

VILJINN / 15


SUGARDADDY COOKIN'

CAKESHAKE Hráefni:

Uppskrift: Já kæru lesendur, margt hefur drifið á daga sykurpabbans síðan Snakkflauið var frumsýnt, late night phone calls frá Sigga Hall, Facebook vinabeiðni frá Jóa Fel og svo vill Skjáreinn gera sjónvarpsþátt. Fussumsvei. Sykurpabbinn er ekkert sell-out, bara frumkvöðull. Það næsta sem sykurpabbinn, muðlmeistarinn og fjöllistamatargerðarmaðurinn ætlar að kynna fyrir ykkur er sótsvartur og seiðandi eftirréttur, jú gott fólk, við erum að tala um CAKESHAKE. Það er gríðarlega einfalt að búa til CAKESHAKE. Allt sem þú þarft er:

Cakeshake: Betty Crocker cake mix 3 egg 70 ml matarolía 250 ml vatn

16 / VILJINN

Krem: Mixar þetta allt saman í eina köku. Síðan þarftu einnig: 1 l af ís af eigin vali 1 pottur nýmjólk Þegar kakan er tilbúin tekur þú sirkabát 1 dass af köku og setur það í blender, 1 dass af mjólk og 3-4 döss af ís og mixar þetta ýkt vel saman þar til kominn er hinn fínasti sjeik. Njótið. P.s. Fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er Snakkflau stafarugl af orðinu naflakusk, skemmtilegt nokk.


HOTTYMAMA BAKIN'

KÓKOSKONFEKTNAMMI Hráefni:

Uppskrift: Aðferð Hitum ofninn við 160°C með blástri Byrjum á að bræða kókosolíuna í lokuði íláti undir heitu vatni þar til hún verður fljótandi. Öllum hráefnum er síðan blandað saman í skál og hrært Kúlum er raðað á plötu með smá millibili Sett er í ofn í 15-18 mínútur (15 ef þið viljið hafa þær mjúkar að innan) Þú munt ekki trúa þínum eigin bragðlaukum að þessar lúffengu sælgætis kókoskúlur skulu vera hollar .. eða í hollari kantinum. Sjúklega einfalt og skuggalega góðar. 1 bolli hlynsíróp 3 bollar kókosmjöl 11/2 bolli kakó 1/3 bolli kókosolía 1 tsk salt

VILJINN / 17


MAYBELLINE

Nú þegar desember nálgast förum við stelpurnar að pæla í hverju við ætlum að vera í yfir hátíðarnar og margar hverjar okkar eru nú þegar búnar að kaupa dressið. Það skiptir máli að heildarlúkkið sé í lagi svo við fengum Maybelline - Reykjavík til að sýna okkur tvö flott lúkk sem henta fullkomlega fyrir jólaboðin og gamlárskvöld og fara öllum vel. Við mælum líka með því að þið fylgist með facebook síðunni þeirra Maybelline - Reykjavík þar koma þær reglulega með flottar förðunarhugmyndir og tips sem geta bjargað lúkkinu. Skref eitt Undirstaða fallegrar förðunar er falleg húð svo passið að húðin sé alltaf hrein og berið rakakrem á hana áður en þið byrjið að mála ykkur. Við notuðum Dream Satin Liquid farðann á Svandísi, þetta er fallegur farði sem gefur flotta airbrush áferð, hann hylur vel svo það var engin þörf á að nota hyljara. Passið að strjúka létt yfir andlitið með höndunum eftir að þið berið farðann á til að koma í veg fyrir ójöfnur. Hér á myndinni til hliðar sjáið þið þegar Svandís er komin með farðann. Við setjum sólarpúður undir kinnbeinin, meðfram kjálkanum og uppvið hárlínuna til að ramma inn andlitið. Síðan setjum við bleikan Expert Wear kinnalit í kinnarnar til að gefa andlitinu frísklegan lit, setjið kinnalitinn létt beint á epli kinnanna.

Skref tvö Fyrir jólin finnst okkur mikilvægt að vera með smekkleg augu og skyggingu sem fer öllum vel. Við notuðum mattan brúnan skugga úr Eyestudio Mono línunni á augun. Byrjuðum á því að bera hann yfir allt augað, upp að globuslínunni (línan sem myndast uppvið augnbeinið), þegar það var komið þá settum við meiri augnskugga í globuslínuna og á augnsvæðið hjá ytri augnkróki auganna. Þannig gefum við þeim aukna dýpt. Við notuðum Line Definer Liquid Eyeliner til að gera fallega mjóa línu meðfram efri augnlokunum. Það sem þarf að hafa í huga þegar maður er að gera eyeliner er að passa að klára línuna, láta hana ná frá innri augnkrók og útí þann ytri, annars virðast augun vera minni en þau eru. Við viljum halda augunum fáguðum og stílhreinum í takt við jólin svo við setjum hvorki augnskugga né eyeliner meðfram neðri augnhárunum. Hér á myndinni sjáið þið Svandísi með augnskygginguna og eyelinerinn.

Skref þrjú Til að klára augun setjum við nýja maskarann okkar The Falsies á augnhárin, hann bæði þykkir og lengir augnhárin og gerir þau svo flott að fólk heldur að maður sé með gervi augnhár. Fyrir varirnar völdum við fallegan rauðan varlit, við mælum með því að þegar þið notið varaliti að ramma þá varirnar inn fyrst með varablýanti, liturinn endist lengur og verður fallegri, við notuðum rauðan Color Sensational varablýant. Svo bárum við fallegan rauðan varalit sem heitir Fatal Red og er úr Color Sensational varalitalínunni. Hér sjáið þið Svandísi full málaða og tilbúna fyrir jólin. Allar vörurnar sem við notuðum eru frá Maybelline og fást í Lyfju og Hagkaup.

18 / VILJINN


REYKJAVÍK MAYBELLINE – REYKJAVÍK

Skref eitt Eins og í jólaförðuninni þá byrjuðum við á því að setja rakakrem á hana Bergrúnu og notuðum sama farðann eða Dream Satin Liquid. Við mælum með að þið notið hendurnar til að bera farðann á, passið bara að þvo þær vel áður. Áramótin eru aðeins meira fjör en jólin og þess vegna mælum við með því að þið púðrið létt yfir húðina til að matta niður farðann og taka burt glansinn. Við notuðum Affinitone púðrið sem samlagast lit húðarinnar. Hér á myndinni til hliðar sjáið þið Bergrúnu með farða og púður. Við notum síðan sólarpúður til að ýkja andlitsbygginguna, í áramótaförðun er leyfilegra að nota aðeins meira sólarpúður en á jólunum en við gerum eins og setjum það undir kinnbeinin, meðfram kjálkanum og uppvið hárlínuna. Við þessa förðun þá völdum við að setja brúnan Expert Wear kinnalit í kinnarnar.

Skref tvö Næst komum við að augunum, flott svart smoky klikkar aldrei á áramótunum. Við notum mattan svartan skugga úr Eyestudio Mono línunni og berum hann á mitt augnlokið og vinnum hann svo yfir allt augnlokið en pössum að láta hann deyja út upp við globuslínuna (línan sem myndast uppvið augnbeinið) svo áferðin sé eins og reykur sem er að deyja út. Setjið líka skugga meðfram neðri augnhárunum og rammið þannig augað inn. Hér á myndinni sjáið þið Bergrúnu eftir að svarti skugginn er kominn í kringum augun. Við notuðum svartan Kohl Express Eyelinerblýant til að gera línu meðfram augnhárunum bæði uppi og niðri til að gera augun ennþá flottari, þið getið líka sett svarta línu inní augnhvarmana til að fá ennþá meiri dramatík í augun. Við svona augnförðun þýðir ekkert annað en að nota flottan þykkingarmaskara eins og Colossal maskarann sem gerir augnhárin 12x þykkari eftir aðeins fyrstu umferð.

Skref þrjú Þegar augnförðunin er mikil er gott að hafa varirnar frekar hlutlausar og svo augun fái athyglina, þess vegna notuðum við fallegt gloss úr Color Sensational glosslínunni á varirnar sem gefur vörunum flottan ferskan gljáa, munið svo eftir því að taka glossinn með ykkur til að bæta á þegar líður á kvöldið. Nú er Bergrún tilbúin fyrir hvaða áramótapartý sem er! Allar vörurnar sem við notuðum eru frá Maybelline og fást í Lyfju og Hagkaup.

VILJINN / 19


LJÓSMYNDARI: Snorri Björnsson MÓDEL: Jenný Harðardóttir og Arnór Hreiðarsson STÍLISTAR: Rósa María Árnadóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir FÖRÐUN: Rósa María Árnadóttir FATNAÐUR: Nostalgía, Spúútnik, Kormákur og Skjöldur, Gyllti kötturinn og Rokk og rósir.


TÍSKUSÝNING LISTÓ

24 / VILJINN


VÆLIÐ

VILJINN / 25


ROKK/DISKÓ BALL

28 / VILJINN


VÍ/MR

VILJINN / 29


Þegar að hið langþráða jólafrí gengur í garð, jólagjafainnkaupin hefjast og góð afþreying verður nauðsynleg er tilvalið að leita lausna í miðbæ Reykjavíkur. Aðalgata miðbæjarins heitir eins og flest allir vita Laugavegur. Það má nú segja að búðir miðbæjarins, þær þekktustu, liggja við Laugaveginn en ekki má gleyma földnu gullmolunum sem leynast á öðrum strætum og á hliðargötum í okkar fjölbreytta miðbæ. Við stöllurnar skelltum okkur í smá leiðangur um miðbæinn og tókum myndir af nokkrum stöðum sem við höldum mikið uppá.

REYKJAVÍK Collective of young designers Stendur á Laugarvegi 26, fyrir neðan Hemma og Valda. Þar selja íslenskir hönnuðir hönnun sína, bæði fatnað og skart. Einnig er þar gott úrval úr heildsölu American apparel. Gaman er að kíkja þangað reglulega, fylgjast með nýjum hönnuðum og næla sér í nýjasta litinn af Bieber peysu.

Antikmunir Yndisleg búð á Klapparstíg 40. Þar er að finna endalaust af fallegum gömlum hlutum og tilvalinn staður til að versla jólagjafir á sanngjörnu verði.

30 / VILJINN

Fornbókabúðin Bókin Bókin hefur staðið á Klapparstíg 26 í hálfa öld og stendur þar enn. Þarna eru allar bækur veraldara … eða svona næstum því. Búðin, sem er 150 fermetrar, hefur að geyma yfir 40.000 bækur. Í allri ringulreiðinni má finna gullmola eins og t.d. gamlar barnabækur eða klassísk meistaraverk á ódýru verði. Svo er alltaf gaman að detta í spjall við létt stektan eiganda sem mun gera allt í sínu valdi til þess að finna bókina sem þig vantar.

Kaffifélagið Hresstu þig við í skammdeginu með ljúffengum kaffisopa hjá Kaffifélaginu. Flott og huggulegt kaffihús, á Skólavörðustíg 10, sem að býður uppá góða þjónustu og fjölbreytt úrval af kaffi. Að okkar mati besti kaffisopi bæjarins. 


Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Þórey Bergsdóttir

Ritstjórn Viljans

4-U

KURPERLUR

Er staðsett á Laugarvegi 12. Nýjar sendingar af notuðum fötum koma í hverri viku í þessari góðgerðabúð. Ef þú kannt að leita ertu komin með flott dress fyrir skít á priki. Þú ferð út eftir góð kaup með frið í hjarta og bros á vör vitandi að hver einasta króna hafi runnið til góðgerðarstarfa. Hérna má sjá tvö dress á litlar 4500 krónur hvort.

Fríða Frænka Fríða Frænka hefur staðið á Vesturgötu 3 í kringum 20 ár. Þessi tveggja hæða fjársjóðskista er fullkominn staður til að finna eitthvað sætt í jólapakkann en einnig mjög skemmtilegur staður til að skoða. Þar inni er sannkallaður aragrúi af allskonar vintage hlutum t.d. fallegum veggfóðrum, skartgripum, húsgögunum, fötum og svo má lengi telja. Fullkominn staður til að gramsa eftir gersemum í jólafríinu. Menning

Tíska

Wildcat Stórskemmtileg rockabilly búð á Hverfisgötu 39. Þar er tekið vel á móti þér með góðri tónlist og fyrirmyndar þjónusu. Þarna geturu verslað þér bæði vintage og nýjar vörur og um leið farið í klippingu, hversu svalt?

LITASKÝRINGAR:

Rauðakrossbúðin

Antík

VILJINN / 31


SÍMAMYNDIR Í verðlaun eru tvö gjafabréf á Serrano og tveir miðar á jólasýningu Listó af Blúndur og Blásýra 32 / VILJINN

1. sæti - Gísli Viðar Eggertsson, 4-I

2. sæti - Ármann Óskarsson, 6-X

3. sæti - Halla Berglind Jónsdóttir, 4-R


DO IT YOUR SELF MEÐ OROBLU:

EINFALDAR LEIÐIR TIL AÐ NÝTA SOKKABUXUR

Sokkabuxur eru fylgihlutur sem við eigum allar til fullt af en þó svo það komi lykkjufall á þær þá þarf það ekki að þýða að þær séu ónýtar. Við fengum stelpurnar hjá Oroblu - Reykjavík til að sýna okkur nokkrar humyndir til þess að nýta sokkabuxur og gefa þeim þannig nýtt líf. Við mælum með að þið fylgist með síðunni þeirra á facebook þar koma reglulega inn nýjar DIY hugmyndir ásamt góðum almennum ráðum varðandi sokkabuxur og notkun þeirra.

1

2

3

4

Mynd 1 og 2: Fyrir þetta DIY þurfið þið hálfan fótlegg af sokkabuxum, teygju, 7 frauðkúlur (fæst hvort tveggja í föndurbúðinni Skólavörðustíg) og nál og tvinna. Mynd 3: Setjið eina frauðkúlu inní "tánna" á sokkabuxunum og bindið svo hnút, passið ykkur að strekkja ekki of mikið á sokkabuxunum. Endurtakið þetta þangað til þið eruð búnar að koma öllum kúlunum fyrir. Mynd 4: Svona lítur þetta út þegar allar kúlurnar eru komnar, til að passa uppá að seinasti hnúturinn losni ekki saumið hann þá saman með nál og tvinna. Mælið bandið við hausinn ykkar til að finna út hversu löng teygjan á að vera. Mynd 5: Festið teygjuna sitt hvorum megin við bandið með nál og tvinna. Svona lítur hárbandið út þegar það er tilbúið

OROBLU – REYKJAVÍK

5


ANDRI SIG SKRIFAR:

AÐ LEITA Á NÝ MIÐ

E

ftir erfið próf og langt sumar stóðu mér tveir möguleikar til boða. Að flytja yfir í Ármúlan og vera þar tengiliður Verzlunarskólans inn í fjölbreitt og margslungið félagslíf íbúa eða sitja heima á rassgatinu og stunda nám í gegn um veraldarvefinn. Án þess að hugsa mig tvisvar um tók ég upp símtólið og staðfesti komu mína í Fjölbrautaskólann í Ármúla. Í lok ágúst er sumarið loks á enda og ég fer að koma mér aftur í rútínu. Fyrsti skóladagur ársins rennur upp. Ég vakna snemma því ekki vil ég mæta of seint fyrsta daginn. Nokkrum mánuðum áður hafði ég ekki hugmynd um að það væri skóli í Ármúlanum sem hét FÁ. Ef ég heyrði fólk minnast á FÁ hugsaði ég beint til uppeldisfélagsins í Hafnarfirðinum. En mér til undrunar hafði allt þetta fólk ekki verið að tala um stórveldið heldur einhvern framhaldsskóla í Reykjavík. Ég skrölti inn Ármúlan á 22 ára gömlum jeppa sem barðist af lífs og sálarkröftum við þessa langkeyrslu. Lagði svo í stæði fyrir framan Egil Árnasson þar sem ég var ekki búinn að kaupa mér aðgang að bílastæðinu. Ég tel mig hafa séð minn skerf af bandarískum unglingamyndum í gegnum ævina og er ég handviss um að félagslífið og hópaskiptingin innan veggja skólans sé samblanda nokkurra ansi tæpra kvikmynda af þeirri gerð. Ég gekk inn í skólann klukkan 08:05 og brá mér smá þegar ég sá að ekki nokkur sála var á göngum skólans. Ég gekk rakleitt upp á þriðju hæð og þurfti þar að bíða fyrir utan stofuna mína í þónokkurn tíma eftir stærðfræðikennaranum mínum, því ekki ólíkt nemendum mæta kennarar yfirleitt svona 5-10 mínútum og seint í fyrsta tíma dagsins. Eftir nokkura daga dvöl í skólanum fór ég að átta mig betur á hópaskiptingu félagslífsins og ákvað því að fylgjast betur með því. Í Ármúlanum eru 4 megin skiptingar á hópum. Þar höfum við útlendinga, refi & tófur, sérdeildina og svo "venjulega" fólkið. En þetta er alls ekki svo einfalt því innan þessara hópa eru endalausir undirhópar. Þessir svokölluðu undirhópar eru meðal annars emo, tölvugúrú, "gamla fólkið", skrópalingarnir og tapparnir. þegar komið var að skilum á fyrstu skýrslu minni til Verzlunarskólans hafði ég fátt merkilegt að segja. Gangalífið var ekki uppá marga fiska og höfðu böllin eiginlega gjörsamlega farið framhjá mér. Annaðhvort voru bara engin böll í þessum margumrædda skóla eða það að markaðsfræði var eins og fjarlægt sólkerfi fyrir þessum glaumgosum. Vitleysingnum Magga Mix tókst að narra mig í akstur lengst útí sveit að horfa á sig DJ-a með slagoðinu Verum hress, ekkert stress, Maggi Mix. En samt tekst þessum FÁ-vitum ekki að vekja snefil af áhuga hjá mönnum eins og mér. Flestum frítíma mínum í FÁ eyddi ég eltandi Kanslara skólans, hann Kristján Hafþórsson á

röndum vopnaður blýanti og skrifblokk. Kristján (einnig þekktur sem Krissi Haff, K-Haff, Kriffi Hass, K-Bone og Kanslarinn) var í sjálfboðavinnu hjá skólastjórninni við að lífga upp á lífið á göngum skólans. Að mínu mati stóð hann sig eins og hetja í þeirri vinnu. Hlutirnir sem maðurinn framkvæmir gefa lífinu lit og gera daginn bærilegri. Eitt sinn skrifaði ég í dagbók mína ,,Kristján hefur farið hamförum í dag, nú þegar hádegishléið er rúmlega hálfnað hefur Krissi gefið 45 "Five", slegið á 13 bossa og tekið upp eina saklausa asíska stelpu og öskrað í andlitið á henni. Stúlkan stóð í mestu makindum sínum að borða brauð sem mamma hennar hafði smurt um morguninn þegar upp að henni kemur þessi ljónharði pönkari, rífur hana upp og rekur upp þetta þvílíka stríðsöskur. Ekki er vitað um líðan

stúlkunar en K-Maðurinn heldur ótrauður áfram sigurgöngu sinni um skólann". Þegar prófum lauk gat ég vart beðið eftir að hefja aftur skólagöngu við Verzlunarskólann. Því þó að Ármúlinn hafi sína kosti er það frekar hvimleitt að þurfa að sitja í mijðum saumaklúbb með miðaldra konum að borða núðlurnar sínar og hlusta á kliðinn í salnum í stað þess að sitja á Marmaranum í góðra vina hópi, hlustandi á Ingó & veðurguðina meðan ég japla á Ferskum Verzló og renni honum niður með ískaldri kók í dós. Þó ég sakni nú stundum Kriffa Hass veit ég vel að Verzlunarskólinn bíður upp á svo margt meira en bara einn glaumgosa. Þú kæri verzlingur ert ekki bara einhver Jón Jensen útí bæ, þú ert partur af heild, partur af sterkustu heildinni. Nemendafélagi Verzlunarskóla Íslands. Drilli Out

VILJINN / 35


BEILAÐI Á&VERZLÓ FÓR Í FG Eftir Jónu Vestfjörð Hannesdóttir

Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Íslands 2010, er 19 ára Garðbæingur í húð og hár. Fanney æfir handbolta með Stjörnunni og hefur stundað nám við Fjölbraut í Garðabæ. Hún er nýkomin heim frá Kína, þar sem hún dvaldi í mánuð. Þar tók Fanney þátt fyrir hönd Íslands í Miss World 2010.

A

fhverju ákvaðst þú að taka þátt í keppni eins og Ungfrú Reykjavík? Heiðar snyrtir spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að taka þátt í fegurðarsamkeppni.... sem ég hafði alls engan áhuga á í fyrstu. En svo eftir einhvern tíma náði hann að tala mig inn á það. Þetta var náttúrulega alveg nýtt fyrir mér og ég leit bara á þetta sem einhverskonar áskorun og tækifæri að einhverju nýju. Allt ferlið var mjög gefandi og skemmtilegt svo að ég sé ekki eftir neinu. Þú varst nemandi í Versló á þínu fyrsta ári í menntaskóla, afhverju ákvaðst þú að fara frekar í FG? Ég fékk einkyrningsótt strax á fyrsta árinu mínu sem hafði mikil áhrif. Ég var fjarverandi í einhvern mánuð svo hlutirnir gengu ekki alveg upp. Ég sjálf gafst eiginlega bara upp. Mjög leiðinlegt, Versló var snilld!! Þú vannst ekki Ungfrú Reykjavík, né lentir í sæti, en vannst síðan Ungfrú Ísland er það algengt ? Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið fylgst með þessum keppnum undanfarin ár svo ég hreinlega veit það ekki. En nei ég stórefa að það sé algengt. Þú stóðst þig mjög vel, var ekki mikil vinna að undirbúa sig fyrir þetta allt, hvað tók það langan tíma? Og hvað þurfti að gera? Já þakka þér! Jú þetta var náttúrulega mikill undirbúningur sem stóð yfir í svona 4 vikur áður en ég fór út. Ég þurfti að fara í bólusetningar, redda kjólum, skóm, skarti, tryggingum, styrkjum og öðru slíku. Svo stundaði ég World Class á morgnanna (þegar ég nennti) og passaði upp á mataræðið. Sem var svo ekkert svo nauðsynlegt eftir allt saman þar sem ég hef örugglega aldrei borðað jafn mikið og ég gerði úti í Kína.

36 / VILJINN

Ég beið alltaf eftir því að fá eitthvað svona óvenjulegt á matardiskinn en það gerðist aldrei. Annars hefði ég afþakkað pent og líklega farið og ælt ef ég hefði séð dáinn hund á disknum mínum Finnst þér þú vera falleg? Nei, samt svona án gríns, þá kom þetta allt saman mér rosalega á óvart. Ég er ekki enn að átta mig á því að kórónan sem allar fyrrverandi fegurðardrottningar hafa borið sé núna að safna ryki uppi á skáp heima hjá mér. Þú átt kærasta, hann Daníel Hanson, hvernig fannst honum að þú hafir unnið þennan titil, hvernig var að vera í burtu frá honum í Kína að taka þátt í Miss world? Hann var auðvitað mjög glaður fyrir mína hönd. Hann var búinn að fylgja mér frá því að ég byrjaði í þessu ferli og þetta þurfti auðvitað mikla þolinmæði og gat verið erfitt! En á meðan ég var úti í Kína saknaði ég hans að sjálfsögðu mikið! En þetta voru 5

vikur sem liðu hratt svo við lifðum alveg af :) Hver átti skilið að vinna, að þínu mati? – hver átti minnst skilið að vinna í Miss World 2010? Ég hélt að Noregur myndi vinna. Hún var mjög líkleg til þess og hafði alla burði í það. En annars veit ég ekkert hver átti minnst skilið að vinna. Ef ég þarf samt að segja eina myndi ég segja herbergisfélaginn minn. Hvernig var herbergisfélagi þinn, og hvaðan var hún? Hún var frá Ungverjalandi og mögulega alvarlegasta og neikvæðasta stelpa sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Hún brosti aldrei, nennti aldrei neinu og var farin að tala um á degi númer 2 hvað allt væri ömurlegt og hversu mikið henni langaði heim. Það gat stundum verið virkilega erfitt að vera í kringum hana en fyrir utan tímann sem við vorum uppi á herbergjum reyndi ég bara að eyða sem minnstum tíma með henni. Þarf maður að hafa miklar gáfur til þess að geta unnið Miss World eða skiptir útlit öllu máli? Það er rosalega margt sem spilar inn í og útlitið skiptir alls ekki öllu. Gáfur skipta auðvitað máli og hvernig þú berð þig, hvernig þú talar og kemur fram og margt fleira. Svo eins og gefur að segja skiptir útlitið væntanlega máli. Þetta var náttúrulega algjör prinsessu leikur þarna úti og ég er bara mjög glöð með að vera komin heim! Hvaða keppnandi fannst þér vera heimskust ? En gáfuðust ? afhverju? Úff þetta voru náttúrulega 115 stelpur og ég náði því miður ekki að kynnast greindarvísitölu hverrar og einnar. Þær virtust allar hafa vit í kollinum... allavega þær sem ég umgekk mest :) Eru einhver fyndin gullkorn sem komu upp í ferðinni sem þú vilt deila með okkur?


Já það voru fullt af góðum og gullnum mómentum sem áttu sér stað þarna hinum megin!! En kannski ekkert frásagnarvert sem ykkur langar að heyra. :) Hvað ferð þú að gera núna eftir jól? Eftir áramótin held ég áfram í skólanum (FG) og fer vonandi á fullt í handboltanum aftur. Myndir þú senda dóttir þína í fegurðarsamkeppni? Þetta var náttúrulega bara snilld eins og ég upplifði allt saman. Ef dóttir mín fengi tækifæri á því að upplifa þessa hluti myndi ég alls ekki stoppa hana. Finnst þér Miss USA hafa átt skilið að vinna titillinn, ef ekki hver þá ?

Persónulega fannst mér hún voðalega venjuleg. Hérna heima myndi maður ekki taka eftir henni úti á götu. En maður veit aldrei hvað dómararnir eru að leita af, margar ákvarðanir sem dómararnir tóku komu á óvart þarna úti. En þetta var mjög fín stelpa sem kom vel fram. En eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá átti Noregur skilið að vinna að mínu mati. Varstu á matarprógrammi í Kína? Hmm nei, ég borðaði ís og kökur tvisvar á dag í mánuð. Smakkaðir þú eitthvað óvenjulegt þar, t.d. hunda eða engisprettur? Nei okkur var aldrei boðið neinar svoleiðis

„kræsingar“. Ég beið alltaf eftir því að fá eitthvað svona óvenjulegt á matardiskinn en það gerðist aldrei. Annars hefði ég afþakkað pent og líklega farið og ælt ef ég hefði séð dáinn hund á disknum mínum. Hversu erfitt er það fyrir þig að komast inn á skemmtistaði sem Ungfrú Ísland? Ég skelli bara kórónunni á kollinn þegar ég fer í bæinn svo ég komist örugglega inn. Hvað kostar að vera Ungfrú Ísland - allur þessi kostnaður? - er hann þess virði? Síðan ég var krýnd hefur ekki mikið breyst í lífi … framhald á næstu opnu

VILJINN / 37


mínu. Það eru ekki margar skyldur sem þarf að gegna sem Ungfrú Ísland fyrir utan það að taka þátt í ævintýrinu í Miss World keppninni. Að mínu mati er það hiklaust þess virði, ekki spurning! Finnur þú meiri þörf fyrir að vera alltaf falleg, fín og sæt ? Já ég verð að viðurkenna að ég finn aðeins fyrir því. Sérstaklega eftir keppnina úti þar sem við þurftum að vera fínar og sætar á hverjum degi. Fljótlega eftir að ég var krýnd hérna heima var ég á handboltaleik ómáluð og vinkona mín spurði mig með fúlustu alvöru hvort ég mætti í alvörunni láta sjá mig ómálaða. Það er kannski ekki svo gróft en ég reyni bara að bera mig eins og mér finnst ég þurfa að gera

38 / VILJINN

á meðan ég ber þennan titil. Hefur sjálfstraustið þitt aukist? Já ekki spurning. Samt ekki á þann hátt að mér finnist ég fallegri og flottari, heldur er ég bara öruggari með sjálfa mig. T.d. það að sitja fyrir, labba á sviði fyrir framan fullt af fólki og sérstaklega á nærfötunum var eitthvað sem ég sá sjálfa mig alls ekki gera fyrir einu ári síðan. Allir þessir hlutir hafa breyst til muna og bara á jákvæðan hátt. Hefur þú fengið einhverja neikvæða athygli, ef svo hver er fyndnasta sagan? Ég hef ekki fundið fyrir neinni neikvæðri athygli, virðast allir vera voða kátir með það að rauðhærð stelpa hafi verið krýnd UÍ.

Hvað gerir Ungfrú Ísland eftir að hún hefur unnið titillinn? Ég svaf!! Svo vaknaði ég eftir nokkra daga, pantaði pizzu og fór í viðtöl og myndatökur hjá fjölmiðlum. Mundir þú íhuga lítaaðgerð í framtíðinni til að halda fegurð þinni við ? Já, Julia Morley eigandi Miss World var svo glæsileg þarna úti, 73 ára og með núll hrukkur. Heillaði mig alveg og ég ætla að gera það nákvæmlega sama. Varst þú alinn upp til að verða fegurðardrottning? Já mamma og pabbi hugsuðu, „búum nú til fegurðardrottningu“. Svo fæddist ég og var alin upp í samræmi við það.


Sagt hefur verið að þú hafir verið dálítil skinka á þínu fyrsta ári í Versló, hvernig var að vera rauðhærð skinka? Ég gerði bara það sama og venjulegar skinkur. Fór í ljós, málaði mig mikið og klæddist hvítum buxum. Hvernig af-skinkaðist þú? Það er góð spurning. Að mínu mati mála ég mig enn frekar mikið í dag, en ég fer að vísu ekki í ljós og allar hvítu buxurnar eru á leið í Kolaportið til að selja þær til næstu skinku kynslóðar. Hefur þú íhugað að lita á þér hárið ? Hversvegna? Ég hef alveg íhugað það já. Mögulega allar stelpur í kringum mig lita á sér hárið og auðvitað freistar það mín að prófa að breyta til. En ég hef ekki enn gert það

og ég hugsa að það verði ekkert úr því á næstunni. Það er veigamikill samningur sem Ungfrú Ísland þarf að skrifa undir, hvað er það helsta sem er ekki leyft ef þú vinnur titilinn? Heyrðu nei! Samningurinn er bara hættur! Ég er samningslaus Ungfrú Ísland. Ef þú ferð í stóra almenningstaði, Smáralind eða Kringluna til dæmis, er horft mikið á þig? Jájá ég finn aðeins fyrir því, en það fylgir bara þessum titli. Hversu mörg email sirka hefur þú fengið frá strákaaðdáendum síðan þú vannst titillinn? Haha, nokkur! Hvað ætlar þú þér að gera á næstunni, hvað er

næst á dagskrá ? Hefur þú ákveðið þig hvað þú ætlar að gera í framtíðinni? Ég ætla að útskrifast til að byrja með og vonandi halda áfram í handboltanum eitthvað. Mig langar mikið til að flytja til Danmerkur í einhvern tíma. Ég hef ekki ennþá gert upp hug minn um hvað mig langar til að verða, en það hlýtur að koma að því. Í framtíðinni ætla ég svo að gifta mig og verða hamingjusöm mamma. Ef ég verð svo heppin :) En fram að áramótum er ég að vinna í Sautján í Smáralindinni, þar sem ég tók mér frí frá skólanum þessa önn vegna Kínaferðarinnar. Annars hef ég það bara mjög fínt og hlakka mikið til jólanna! Gangi ykkur rosalega vel í prófunum kæru Verzlingar!!

VILJINN / 39


AF HVERJU ERU STELPUR SVONA

FLÓKNAR? Þ

egar allt kemur til alls vita allir að við strákarnir lifum á lönguninni til að dreifa sæði okkar. Geldir menn eru afar leiðinlegir og pæla bara í að rækta garðinn sinn og að láta sig dreyma um einhyrninga og Disney myndir, en hví? Jú, svarið er einfalt, eina alvöru drifið sem við karlarnir höfum er hið svokallaða „Sexdrive“. Sama hversu hógvær einhver drengur virðist vera, þá er hann örugglega búinn að vera að pæla í einhverri stelpu upp á síðkastið ef hann er þá fyrir það kyn. En nú pælum við afskaplega mikið í stelpum, hvað gerum við þó í því? Sumir eignast kærustu, deita hana í hálft ár og fá loksins að sofa hjá henni, hvílíkur draumur! Sumir demba sér í sambönd hvað eftir annað og aðrir forðast sambönd bara almennt, svo kemur auðvitað aragrúi af týpum sem gera einhverjar mixtúrur af ofantöldu. En af hverju hlusta á mig? Er ég ekki bara einhver algjör nörd sem gerir lítið annað en að skrifa greinar? Hvað gerir mig svona sérstakan? Ekkert. Ég er bara ósköp venjulegur maður eins og flestir þið strákar sem eruð að lesa þetta, ég er hinsvegar kominn yfir þessar hindranir sem þið eruð eflaust að flækja ykkur á. Ég er með 5-6 fasta bólfélaga sem ég get hringt í hvenær sem ég vil, ef ég þarf að fá á broddinn, þá finn ég bara eina sem er laus, það er ekki flóknara en það, en jæja, hvernig ferðu að þessu Dr. Love? Þetta fjallar allt um að hafa sjálfstraust og að vera bara heiðarlegur. Fólk er alltaf að segja að maður eigi bara að vera maður sjálfur og þá finnur maður einhvern fyrir mann og það er ekkert kjaftæði! Hér eftir verður möguleiki að senda nafnlausar spurningar á vi2011drlove@gmail.com með fyrirspurnir um ástarmáin og hvernig skal fara að ef einhver vafamál koma upp.

Hvernig fæ ég stelpu til að hitta mig? Það er nú ekki mikið mál skal ég segja þér! Þú einfaldlega spyrð stelpuna hvort hún vilji hittast. Þetta er win-win situation, félagi! Ef hún segir já, þá ertu golden! Ef hún segir nei, þá veistu að hún hafði aldrei og mun líklegast aldrei hafa áhuga á að hitta þig og þá ert þú frjáls til að gleyma henni og velja þér nýtt skotmark!

40 / VILJINN

Hvað á ég að gera með henni þegar hún vill hittast?

Það skiptir litlu máli, en það fer auðvitað eftir því hvað þú vilt gera við hana. Ef þú vilt bara sofa hjá henni verðurðu náttúrulega að segja henni að þú hafir engan áhuga á sambandi áður en þú færð hana til að hitta þig, annars særirðu hana og hún segir öllum vinkonum sínum og þú færð aldrei að ríða aftur – svo tekurðu hana bara í léttan ísrúnt eða eitthvað sem inniheldur (a) ímyndina að þið séuð að tala saman, (b) lítinn kostnað, bæði í tíma og pening og (c) greiða leið heim til þín eftir „erindið“. En hvað ef þú vilt ekki bara sofa hjá henni, hvað ef þú vilt samband? Þá er auðvitað alltaf best að vera bara 100% þú sjálfur, annars hættir hún bara með þér á endanum, en þessi ráð get ég gefið þér: (a) Sýndu aðeins góðu hliðarnar af þér fyrstu nokkur skiptin og (b) alls ekki vera OF góður við hana eða hún missir áhugan á þér – þú þarft að vera verðlaunin hennar fyrir að vera svona falleg og skemmtileg, hún þarf að vita að þegar hún er ekki skemmtileg getur þú labbað upp að næstu stelpu og boðið henni betra treatment ef hún hagar sér ekki!

Hvað með kynsjúkdóma og getnaðarvarnir? Alltaf skalt þú vera með smokka til staðar! Að minnsta kosti einn í hverjum jakka en tvo til þrjá í jökkum eða úlpum sem þú klæðist oft! EKKI treysta á það að stelpa eigi smokk eða sé á pillunni. Ef þú ferð heim til hennar er eins gott að þú sért með nokkra bláa í vasanum, en ef hún kemur heim til þín er fínna að vera með eitthvað sem lætur henni líða vel, pleasuremax eða þessi yndislegu bleiku kvikyndi sem fylgja með Extra Safe pökkunum. Ef stelpa segist vera á pillunni skalt þú ávallt segjast vilja nota smokkinn, sérstaklega í fyrsta skiptið sem þú hittir gellu. Ef segir nei, segist vera með latexofnæmi eða reynir að taka smokkinn af er eins gott að þú forðir þér!

Hvernig fæ ég nýju vinkonu mína til að sofa hjá mér ef ég er bara nýbyrjaður að hitta hana? Gott að þú spurðir! Það er frekar einfalt – svo lengi sem þú lúkkar ágætlega út, lyktar vel og ert vinalegur gerist þetta nokkurn veginn bara að sjálfu sér! Fyrst kemurðu henni heim, spurðu bara hvort

hún nenni ekki að kíkja til þín aðeins, ef hún segir nei verðurðu að spila af fingrum fram og fresta kynlífinu. Það er gott að eiga einhverja afþreyingu inni í herberginu hjá sér, sérstaklega ef stelpan er að koma heim til þín í fyrsta skiptið! Afþreyingin þarf hinsvegar alltaf að snúast í kring um rúmið, ekki láta stelpu sitja í stól undir neinum kringumstæðum! Hún sest á rúmið og hefur það bara huggulegt! Hugmyndir um slíka afþreyjingu eru (a) STÓRT úrval af þáttum og bíómyndum (eins gott að þú sjáir í skjáinn/sjónvarpið vel úr rúminu), (b) hljóðfæri eða einhvað apparatus sem sýnir að þú hafir hæfileika (geturðu jugglað, kanntu Metallica lag á gítar, spilagaldrar, eitthvað annað? Notaðu það til að heilla hana strax þegar hún kemur inn!) Svo er bara kominn tími á klassísku línuna: „Eigum við ekki bara að skella einhverjum þætti í gang? *STÓRT BROS* – Hvað viltu horfa á?“ – ef stelpunni er alveg sama vill hún sofa hjá þér. Ef hún velur eitthvað skemmtilegt er það bara kannski. Svo seturðu þetta allt upp og þú skammar hana þegar hún kemur sér ekki vel fyrir, setur kodda eða sæng upp að veggnum og skipar henni að kúra hjá þér undir eins! Svo hafið þið það bara notalegt og eftir nokkrar mínútur horfirðu bara á hana og þegar hún horfir á þig ferðu bara í sleik við hana, easy! Restin gerist sjálfkrafa. Ég hlustaði ekki á ráðin þín og notaði ekki smokk. Ég náði að sannfæra stelpuna til að taka neyðarpilluna en mig klæjar í typpinu, hvað á ég að gera? 5436050. Pantar tíma á virkum dögum, helst daginn sem þú ert búinn sem fyrst í skólanum. Smá tjékk er ekkert til að skammast sín yfir, but remember – Don‘t be silly, wrap your willy!

Dr. Lõve, ég er samkynhneigður, hvernig á ég að fylgja þessum ráðum!!? Ég veit ekki alveg hvernig ég get hjálpað þér, en ef þú ert bara að leita þér að casual kynlífi geturðu kíkt á www.chat.is og skýrt þig eitthvað sniðugt eins og: „ungurkk4kk“.


ER Carrie Bradshaw allt sem er pirrandi viรฐ stelpur?


LIVERPOOL:

LIÐIÐ SEM ÉG

HATA AÐ ELSKA Alexander Freyr Einarsson 6-Y

Þ

að er enginn dans á rósum að vera stuðnings­maður Liverpool. Það má segja að þetta sé örlítið eins og að eiga forljóta eiginkonu. Vissulega elskarðu hana en þú getur ekki annað en horft á alla vini þína sem eiga gullfallegar eiginkonur með öfundaraugum. Þannig líður mér með liðið sem ég elska af öllu hjarta, Liverpool Football Club. Ég get ekki annað en öfundað vini mína sem styðja Chelsea eða Manchester United og fagna titlum á hverju ári eða svo, en samt sem áður gæti ég ekki hugsað mér að styðja annað lið en „stórveldið“ úr Bítlaborginni. Ég hef haldið með Liverpool frá því að ég man eftir mér og það hefur næstum því alltaf verið jafn erfitt. Síðasta ár hefur þó slegið met og háðsglósurnar frá kunningjum hafa fengið mig til að óska þess að ég hefði fæðst sem gyðingur í Þýskalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Það er fátt sem við stuðningsmennirnir höfum getað glaðst yfir undanfarið árið og fótboltaáhugamenn þreytast að sjálfsögðu aldrei á því að minna okkur á að við höfum endað í sjöunda sæti á síðasta tímabili og að við séum að spila í Evrópudeildinni annað árið í röð. Síðasta tímabil var náttúrulega hrein hörmung og óskaði maður þess innilega að feiti spænski þjónninn yrði látinn fara. Svo kom sumarið, maður reyndi tímabundið að gleyma áhyggjunum og leit spenntur til næsta tímabils. Einnig beið maður með mikilli eftirvæntingu eftir nýjum knattspyrnustjóra og ég verð að játa að ég hoppaði ekki hæð mína í loft upp af gleði þegar hann var tilkynntur. Nei, hinir stórkostlegu Tom Hicks og George Gillett ákváðu að ráða Roy Hodgson í brúnna. Já, þetta er sami Roy Hodgson og stýrði áður Fulham og þar áður finnska landsliðinu. Vissulega gerði hann góða hluti á Craven Cottage en ég held að ég geti talað fyrir hönd okkar flestra þegar ég segi að ég var nú frekar að vonast eftir manni á borð við Guus Hiddink, Jose Mourinho (allir hafa rétt á að dreyma!!) eða jafnvel Frank Riijkard í stjórastöðuna. Nei, sú var heldur betur ekki raunin og Hodgson mættur á svæðið. Ég geri ráð fyrir því að síminn hjá Guðjóni Þórðarsyni hafi þá verið á tali þegar þeir reyndu að ná í hann. En áður en ég missi mig í að hrauna yfir Hodgson

42 / VILJINN

verður samt að taka fram eigendamálin. Þeir Gillett og Hicks voru náttúrulega hreint út sagt skelfilegir og ég held að það væri betra að hafa Steingrím Njálsson sem leikskólastjóra á leikskóla barnsins síns heldur en að láta þá tvo reka knattspyrnulið. Þessir menn gerðu auðvitað allt rangt; lýstu yfir vantrausti á stjórann (sem var samt hálfviti), sökktu liðinu í skuldafen sem gerði það næstum því að verkum að það fékk mínusstig í ensku deildinni í ár, veittu lítinn pening til leikmannakaupa (og lögðu blessun á skelfileg kaup) og ég veit ekki hvað og hvað. Nú

lið á borð við Birmingham og Sunderland í deildinni, tapað gegn Blackpool ásamt erkifjendunum í Everton og Manchester United, og voru þeir í fallsæti nokkrar umferðir, sem var ein mesta niðurlæging sem ég hef upplifað síðan ég gleymdi að fara í sundskýlu í skólasundi í Melaskóla í 3. bekk. Rjóminn ofan á kökuna var svo auðvitað tapið gegn Northampton í enska deildarbikarnum, það var ógeðslegt. Liverpool hefur hins vegar unnið þrjá síðustu deildarleiki sína þegar þetta er skrifað og unnu stórglæsilegan 2-0 sigur gegn Chelsea á Anfield. Það

Þá er komið að tímabilinu í ár. Það hefur verið slík sorgarsaga að sjálfur Shakespeare hefði ekki getað gert betur þó að hann væri nýbúinn að missa báða foreldra sína í flugslysi eru hins vegar nýir eigendur komnir, reyndar líka amerískir, en ég vona innilega að blaðinu verði snúið við með þá við stjórnvölinn. John Henry, aðaleigandi, virðist reyndar vita álíka mikið um fótbolta og ég veit um æxlunaraðferðir fótasveppa, en vonandi munu einhverjir stjórnarmenn stýra honum í rétta átt. Þá er komið að tímabilinu í ár. Það hefur verið slík sorgarsaga að sjálfur Shakespeare hefði ekki getað gert betur þó að hann væri nýbúinn að missa báða foreldra sína í flugslysi (að því gefnu að flugvélar hafi verið til á tíma Shakespeare). Kaup Roy Hodgson fyrir tímabilið voru með eindæmum skelfileg að frádregnum einum manni, Portúgalanum Raul Meireles. Hann fékk til liðsins Paul Konchesky frá sínu gamla liði, sá maður hefur ekki getað rassgat. Christian Poulsen ætlar að reynast verri kaup heldur en Ali Dia, sem komst í ensku úrvalsdeildina með því að þykjast vera frændi George Weah. Ég átta mig ekki á því hvernig þessi maður kemst í danska landsliðið, ég myndi ekki vilja sá hann í því íslenska! Þessir menn hafa ekki gefið liðinu neitt og ættu kannski frekar erindi í lið Havant & Waterlooville. Þetta eru allavega augljóslega ekki leikmenn sem þú vilt fá í lið sem langar að verða Englandsmeistari einn daginn, þó vonir mínar um að það gerist fari sífellt dvínandi. Á þessu tímabili hefur Liverpool gert jafntefli við

var í fyrsta skiptið sem maður sá þennan gamla góða Fernando Torres sem liðið hefur saknað í meira en ár. Hann skoraði tvö glæsileg mörk og minnti heldur betur á sig. Vandamálið er hins vegar það að þegar Liverpool byrjar að vinna og væntingarnar aukast, þá er stutt í hörmungarnar. Þetta er svona eins og ef ljóta eiginkonan tæki sig til og færi í þvílíka megrun og lýtaaðgerðir og væri orðin gullfalleg, en síðan myndi hún missa sig í sælgætisáti og blása út eins og hvalur. Það er nefnilega það leiðinlega við að vera stuðningsmaður Liverpool, maður hefur aldrei ástæðu til að gleðjast til lengri tíma og það getur verið hálf þunglyndislegt oft á tíðum. Fyrir þetta tímabil vonaði maður að „árið í ár“ yrði ár sigurs og gleði, en það hef ég auðvitað sagt síðan ég lærði að tala. Það er augljóst að við getum talið okkur heppna ef við náum Meistaradeildarsæti í ár, og ef það gerist ekki, þá gæti vel verið að tími Liverpool meðal hinna „stóru fjögurra“ liða sé einfaldlega liðinn. Háðsglósurnar munu halda áfram og maður mun ekki þora að klæðast treyjunni á almannafæri, svo slæmt gæti ástandið orðið. En ef svo fer að við drullum einum enskum meistaratitli í hús á næstu árum, þá mun ég sjálfsagt verða sá fyrsti til að hlaupa nakinn niður laugaveginn með Liverpool trefil. En þangað til, þá held ég bara áfram að bíða...og gráta.


Hodgson dauðsér sjálfsagt eftir því að hafa tekið við Liverpool Christian Poulsen er einn lélegasti leikmaður sem spilað hefur í treyju Liverpool og þá er mikið sagt.


: USS :

:LJÓSMYNDARI: Snorri Björnsson :STÍLISTAR: Vilja-nefndin :MÓDEL:  Natalía Reynisdóttir, Helena Xiang Jóhannsdóttir, Rúrik Andri Þorfinnsson, Brynjar Wilhelm Jochumsson og Garðar Karl Ólafsson. :FÖRÐUN: Rebekka Rut Gunnarsdóttir


Viljinn 2.tbl 2010-2011  

Viljinn 2010-2011

Viljinn 2.tbl 2010-2011  

Viljinn 2010-2011

Advertisement