Page 1


Kæri Verzlingur! Ég heiti Margrét Magnúsdóttir og hef ákveðið að bjóða mig fram í ritstjóra Viljans. Viljinn er elsta og flottasta skólablað landsins og hef ég alltaf haft mikinn áhuga á Viljanum og starfsemi hans. Í ár hef ég fengið að vinna náið með Viljanum. Ég hef öðlast reynslu í að starfa með nefndinni, ljósmyndurum, förðunardömum og módelum. Ég hef hjálpað þeim við uppsetningu myndaþátta, m.a. séð um förðun & hár. En ég hef einnig kynnt mér önnur störf Viljans, ég hef fengið tækifæri til að fylgjast með og spurt nefndina út í vinnuna. Ég hef því fengið góða innsýn í starf ritstjórans. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir hversu ábyrgðafullt og tímafrekt þetta starf er. Ritstjórinn þarf að vera góður stjórnandi, skipulagður, vinnusamur, metnaðargjarn og hafa hæfileika í mannlegum samskiptum. Ég tel mig vera gædda þessum kostum sem þarf til að vera góður ritstjóri og gera blaðið enn glæsilegra. Ég er algjörlega tilbúin að leggja þetta á mig. Gegnum árin hef ég lagt heilmikla vinnu, metnað og tíma í að vinna fyrir nemendafélagið. En þið getið lesið um reynslu mína hér til hliðar. Ég vona að þú lesir bæklinginn minn og kynnir þér vel stefnumál mín. Endilega komdu svo í básinn minn í spjall ef þú hefur einhverjar spurningar!

Með von um stuðning,

Margrét Magnúsdóttir


n Í gegnum árin hef ég öðlast mikla reynslu af störfum í nemendafélaginu. Á mínu fyrsta ári í Verzló mætti ég á flest alla atburði skólans og fylgdist með störfum mismunandi nefnda. n Í 4.bekk var ég meðlimur í Auglýsingaráði og nú í 5.bekk gegni ég formennsku ráðsins. Auglýsingaráð krefst mikillar þolinmæði og vinnu, ásamt samstarfi við aðrar nefndir. Ég hef lært mikið á því að vera í þessu ráði. Ég hef öðlast reynslu af stjórnunarstörfum sem formaður, en einnig kynntist ég stjórnunarstöfum sem förðunarstýra Listó-leikritisins í ár. Það þarf að vera skipulagður, hafa metnað fyrir starfinu og hafa hlutina alveg á hreinu. n Nú í 5.bekk er ég einnig meðlimur í GVÍ nefndinni. Með því að starfa í Góðgerðaráði hef ég lært að skipuleggja hlutina til hlítar, þá bæði fjárhagslega og á öðrum sviðum. Ég hef öðlast mikla reynslu á því að hringja í fyrirtæki og fólk og hef þannig aukið hæfileika mína í mannlegum samskiptum. n Ég hef öðlast mikla reynslu af uppsetningu myndaþátta og förðunarstörfum, og hef starfað þannig með ritnefndum skólans, og þá sérstaklega Viljanum. n Í ár hef ég unnið mikið og náið með Viljanefndinni. Ég hef öðlast reynslu í að starfa með ritstjóranum, nefndinni, ljósmyndurum, förðunardömum og módelum sem dæmi. Ég hef fengið innsýn í starf nefndarinnar og ritstjóra, og komist að því hvernig þetta gengur fyrir sig. n Ég hef einnig séð um förðun, hár og stíliseringu ásamt því að aðstoða í myndatökum fyrir nánast allar nefndir skólans. Ég hef hjálpað til við uppsetningar á myndum fyrir myndaþætti, auglýsingar, bæklinga og plaköt. En einnig hef ég farðað fyrir Nemó-sýningarnar síðustu tvö ár og einnig fyrir atburði eins og Vælið. n Með því að starfa í tveimur nefndum ásamt því að hafa hjálpað og starfað með nánast flestum nefndum skólans hef ég lært að skipuleggja mig mjög vel og plana hlutina í þaula. Ég hef öðlast mikla reynslu af störfum í Nemendafélaginu í gegnum árin sem ég tel mjög mikilvæga til að geta sinnt starfi ritstjóra Viljans sem best.


Ef ég verð kosin vil ég ...

„„ Að Viljinn verði áfram glæsilegasta skólablað landsins. „„ Gefa út fjögur blöð, tvö á hvorri önn. Ásamt því að gefa út Hjálpina í byrjun skólaárs og Kox-Viljann. „„ Halda í bestu hefðir Viljans en koma með nýjar, skapandi hugmyndir. „„ Vera mjög skipulögð og hafa fyrirfram ákveðnar dagsetningar fyrir útgáfu. „„ Að nefndin vinni markvisst saman og stefni hátt, en einnig sjá til þess að andinn innan nefndarinnar sé góður svo gott samstarf geti átt sér stað.

Markaðsmál „„ Gera bestu mögulegu samninga við prentsmiðju fyrir hvert blað, fá sem ódýrasta prentun. „„ Gera góða auglýsingasamninga, fyrir hvert blað. „„ Leggja metnað í að gera glæsilegar sérgerðar auglýsingar sem Verslingar koma fram í. „„ Nýta krafta nemenda skólans í sem mest, eins og t.d að setja upp blaðið. „„ Dreifa blaðinu utan skólans.


Útlit og efni „„ Halda útlitinu jafn glæsilegu og það hefur verið en íhuga einnig breytingar. ƒƒ Ég myndi vilja íhuga í samráði við nefndina og uppsetjara að hanna nýtt og ferskara útlit. „„ Hafa forsíðuna alltaf áberandi og grípandi. „„ Leggja metnað í að hafa efnið fjölbreytt og áhugavert, sem höfðar til allra nemenda. ƒƒ Kynna afreksfólk innan skólans, 6.bekkingar og/eða þekktir fyrrverandi Verzlingar senda inn greinar um árin sín í Versló, fjalla um nýnema, fá aðsendar reynslusögur t.d um fyndna atburði sem hafa átt sér stað innan Versló , furðufréttir, Viljinn mælið með.. , greinar um málefnin í dag, hvað er heitt/kalt í dag, hraðaspurningar fyrir fræga Íslendinga og allt mögulegt. „„ Leggja mikla vinnu í myndaþætti. ƒƒ Að þeir hafi mikla fjölbreytni, gæði og skýrt þema. ƒƒ Að þeir verði teknir á frumlegum stöðum og hafi glæsilegan stíl, en ég er rík af hugmyndum. ƒƒ Stílisering, förðun & hár ásamt klæðnaði verði sem flottust og algjörlega í stíl við þemað. „„ Halda uppi vefsíðu sem yrði svipuð og Viljinn.is var. ƒƒ Þar sem ég vil virkja nfvi.is mun betur vil ég stofna Viljaheimasíðu: nfvi.is/Viljinn. Þar myndum við setja inn myndir og greinar úr blaðinu, ásamt fréttum svo nemendur geti fylgst með hvenær næsta blað kemur út og fleira. Einnig yrðu þar myndir frá gerð blaðsins. ƒƒ Með Viljasíðunni er hægt að fá enn fleiri auglýsingar og betri samninga, þar sem hægt væri að bjóða fyrirtækjum lógóin sín og auglýsingar einnig á vefsíðuna. „„ Virkja nemendur skólans í að senda inn greinar og ljósmyndir, gefa sem flestum tækifæri að láta ljós sitt skína. „„ Vera í góðu sambandi við fyrrverandi ritstjóra og nefndarmeðlimi. „„ Vera í miklu samstarfi með Ljósmyndanefnd í sambandi við að fá myndir af atburðum skólans.

Sem stjórnarmeðlimur vil ég... „„ Hafa hagsmuni nemanda og jafnframt nemendafélagsins alltaf í fyrirrúmi. „„ Að NFVI.is verði miklu virkari miðill og að þar verði myndir af helstu atburðum í félagslífinu. „„ Sjá til þess að haldið verði vel utan um fjárhag nemendafélagsins, og að peningaskuldir fari ekki yfir skynsamleg mörk. „„ Endurvekja marmarastemmninguna með því að fjölga minni atburðum á marmaranum í hádegi og eftir skóla. „„ Sjá til þess að nemendakjallaranum verði haldið hreinum. „„ Efla nefndir enn meira til að gera fleiri hluti. „„ Bæta aðstöðu á marmaranum ef fjármagn leyfir. „„ Halda áfram þessu frábæra félagslífi sem nemendafélagið hefur uppá að bjóða.


Bjarni Jónsson r itstjóri Viljans 2008-2009 Magga er frábær. Magga er sú sem þú vilt hafa nálægt þér vegna þess að hún er svo hress og jákvæð. Það er einmitt eitt af því sem góður stjórnandi þarf. Við Magga kynntumst fyrst þegar hún var að farða mig fyrir Nemósýningu fyrir ári og allar götur síðan hefur hún verið tilbúin til að hjálpa mér og minni nefnd þegar okkur vantaði aðstoð, hvort sem það var til að farða, stílisera eða bara veita andlegan stuðning. Hún þekkir störf Viljans mjög vel og veit hvað þarf til að gera flott blað sem við Verzlingar getum verið stolt af. Ég tel Möggu vera góðan leiðtoga og ég treysti henni fullkomlega til að sinna starfi ritstjóra Viljans 100%. X- Margrét Magnúsdóttir í Viljann

Arna Margrét  formaður hljómsveitar, nemóstjarna og besta vinkona Fyrstu kynni mín af Margréti eða Möggu voru þegar við vorum litlir busar í 3-V. Ég sá strax að þarna var á ferðinni stúlka með bein í nefinu sem vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Eftir því sem ég kynntist henni betur kom skapgerð hennar betur í ljós. Einn eiginleiki sem ég tók fljótt eftir í fari Möggu var hversu ábyrgðarfull hún er. Ef henni er falið eitthvað verkefni leysir hún það ávallt af bestu getu og eins fljótt og auðið er. Einnig er Margrét mjög skipulögð og metnaðarfull manneskja og reynir alltaf að nýta tímann eins vel og hægt er. Þessa eiginleika má sjá skýrt þegar hún er alltaf mætt viku fyrir lokaprófin á bókasafnið og situr þar við heilu og hálfu dagana þar til prófunum er lokið. Margrét er manneskja sem gerir ekki upp á milli fólks og kemur alltaf hreint fram, sem mér finnst vera mikill kostur en hún er þó fyrst og fremst góð manneskja sem alltaf er hægt að treysta á og leita til. Margrét hefur unnið náið með Viljanum og V75 þennan vetur og voru það ófá skiptin sem ég heyrði hana segja ,,Ég á samt að mæta niður í skóla í fyrramálið með Viljanum þannig við getum ekki verið lengi“. Þetta sýnir staðfestu Möggu í verki. Hún er alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum og vill ávallt skila af sér verkinu eins vel og auðið er. Magga hefur einnig setið í GVÍ – nefndinni og auglýsingaráði ásamt því að farða fyrir nemó og listóleikritið undanfarin ár og hefur staðið sig með stakri prýði. Ég tel að Magga muni skila mjög góðu starfi sem ritstjóri Viljans því hún hefur margt til brunns að bera. X-Margrét í ritstjóra Viljans !


Ásgeir Vísir  fyrrverandi formaður Skemmtó og hönnuður Viljans 2008 Eins og svo margar stuðningsgreinar gegnum tíðina snýst þessi hér um ákveðinn aðila. Eins og svo margar stuðningsgreinar í gegnum tíðina lofar þessi hér öllu fögru um þennan aðila. Í fyrsta skipti á 41 árs ferli nemendafélagsins hefur stuðningsgrein aldrei átt jafn vel við. Það eru ákveðnar tegundir af ákvörðunum sem þú tekur yfir ævina sem koma til með að skipta töluverðu máli. Eins og sú ákvörðun að kjósa einn aðila yfir annan vegna ákveðinna eiginleika er verulega góð ákvörðun. Þú munt standa frammi fyrir slíkri ákvörðun á næstunni og biðla ég til þín, þín vegna að þú, kæri Verzlunarskólanemi, kjósir fagmanninn og meistarann, Margréti Magnúsdóttur. Sem fyrrverandi hönnuður Viljans get ég sagt að Magga er manneskja sem ég vil sjá stýra þessu blaði. Ég vona að þú, kæri lesandi, sért sammála mér, framtíðar þinnar vegna. Margrét Magnúsdóttir er fagmennskan uppmáluð þegar kemur að því að vinna undir pressu. Hún er jákvæð, sanngjörn, greiðasöm og allskonar önnur jákvæð lýsingarorð sem enginn veit hvað þýða. Sem fyrrverandi stjórnarmeðlimur og nemendafélagsnörd bið ég þig að gera Verzlunarskólanum greiða og kjósa Margréti í ritstjóra Viljans og um leið í stjórn NFVÍ, besta nemendafélags heims.

Barbara Hafdís, Kristel og Lára Margrét  ritnefnd Viljans Margrét er enginn nýgræðingur þegar kemur að störfum Viljans. Í vetur hefur hún unnið með okkur og hjálpað okkur við gerð blaðsins á ýmsan hátt. Hún er þrældugleg, áreiðanleg og alltaf viljug til þess að gera það sem við biðjum hana um. Margrét hefur drifkraft, er ótrúlega jákvæð og á mjög auðvelt með að vinna með öðrum. Þetta teljum við þá eiginleika sem góður ritstjóri þarf að hafa. Margrét býr einnig yfir mikilli reynslu á öðrum sviðum félagslífsins enda hefur hún unnið mikið og gott starf á bak við tjöldin. Hún hefur reynslu af bæði stjórnun og skipulagningu sem hún hefur m.a. öðlast sem formaður Auglýsingaráðs, nefndarmeðlimur í GVÍ og aðstoð í uppsetningu myndaþátta sem getur orðið heljarinnar vesen. Hún hefur unnið náið með ýmsum nefndum skólans og því ætti hún að vera vel kunnug störfum NFVÍ. Við vitum að Margrét er sá einstaklingur sem við treystum best til þess að taka að sér það viðamikla starf sem felst í að ritstýra Viljanum og hún mun standa sig fáránlega vel nái hún kjöri! Settu X þitt við nafn Margrétar ef þú vilt að elsta og flottasta skólablað landsins haldi metnaði sínum og gæðum.


Bjarni Jónsson, ritstjóri Viljans Kristel Finnboga, ritnefnd Viljans Barbara Hafdís, ritnefnd Viljans Lára Margrét Möller, ritnefnd Viljans Birgir Þór, ritstjóri Verzlunarskólablaðsins Pálmi Ragnar, formaður Nemendamótsnefndar Gunnar Már, formaður Skemmtinefndar Jón Atli, formaður Íþróttanefndar Íris Björk, ljósmyndanefnd Arna Margrét, formaður Skólahljómsveitar, nemóstjarna og besta vinkona

��� ����� ����

Agnes Guðmundsdóttir, 5-J Andrea Bára, Auglýsingaráð & Nemó Anna Fríða Gísladóttir, Auglýsingaráð Anna Katrín, Auglýsingaráð Anton Jarl, Nemóstjarna Arna Gréta , V75 Arnar Freyr, DHT & Nemó Arnar Gauti, Íþró Arnar Kári, Nemó Atli Sig, 6-F Auður Guðríður, Nemó Álfhildur Pálsdóttir, Kvasir Ásdís Rósa, Ljósmyndanefnd & Nemó Ásgeir Orri, formaður 12:00 Ásgeir Vísir Jóhannsson, fyrrv. form. Skemmtó Birna Kristín, Nemó Brynjar Ben, 5-D Edda Davíðs, Nemendamótsnefnd Edda Konráðs, Nemó Elín Dröfn, Harmónía & Nemó Elín Lovísa, Nemó Elísabet Hanna, Nemó Elísabet Ýr, Nemó Erna Hrund, Harmónía & Nemó Eva Fanney, Málfó Eydís Arna, Auglýsingaráð Eysteinn Sigurðar, Nemóstjarna & 12:00 Frikki Sig, Lögsögumaður & Nemó Fríða Bryndís, Formaður GVÍ Gabríel Þór, markaðstjóri NFVÍ Gísli Bergur, Videonefnd & Nemó Gríma Björg Thorarensen, Auglýsingaráð & Nemó Guðmundur Haukur, GVÍ ������� �����

Guðný Íris, 5-I Guðrún Vaka, 5-H Gunnar Ingi, Málfó Gyða Guðmunds, Kvasir & Nemó Hanna Soffía Bergmann, 5-Y Helga Björk, Útvarpið Helga Bryndís, Nemendamótsnefnd Hildur Vala, Nemó Hildur Ýr, Auglýsingaráð Hjördís Diljá, Nemó Hólmfríður Kristín, 5-D Hulda Long, Auglýsingaráð Iðunn Elva, Auglýsingaráð Inga Rún, Nemó Íris Tanja, Nemendamótsnefnd Jóhann Skúli, Nemóstjarna & Lögsögumaður Jóhanna Edwald, Harmónía & Nemó Jón Gunnar, V75 Jóna Kristín, 5-H Jóna Vestfjörð, Nemó Júlíana Sara, Nemó & Listóleikrit Kolbrún Sara, Nemó Lára Óskars, 5-F Leifur Bjarki, Kvasir & Lögsögumaður Liya Yirga, GVÍ María Nielsen, Nemendamótsnefnd Melkorka Þöll, Formaður 4.bekkjarráðs & Nemó Ólöf Ásta, Formaður Baldursbrá Ólöf Jara, Skemmtó & Nemó & Listóleikrit Óttar Guðmundsson, Formaður Videonefndar Ragna Björk, Nemó Rósa María, Nemó Sigrún Lína, 5-S Sigurður Orri, Formaður Lögsögumanna & Nemó Snorri Hannesson, Formaður Ljóslifandi Snorri Örn, Ljósmyndanefnd & Form. IEEE 802,3 Sólveig Halldórs, 5-F Steinunn Edda, Harmónía & Útvarpið & Nemó Sunna Þorsteinsdóttir, Formaður GVÍ Sverrir Sigfússon, 5-X Tanja Tomm, GVÍ Unnur Eggerts, Nemóstjarna Vala Kristín, Nemóstjarna & Listóleikrit Þorsteinn Andri, Útvarpið & Nemó Þóra Björg, Nemóstjarna

Möggu sem ritstjóra Viljanns  

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir hversu ábyrgðafullt og tímafrekt þetta starf er. Ritstjórinn þarf að vera góður stjórnandi, skipulagður,...