__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 12

12

ÍSLENSKA LEIÐIN

VOR 2011

Klámvæðingin í HÍ

Í

síðasta tímariti Íslensku leiðarinnar tók ungur maður, Pétur Magnús, þátt í þeirri umræðu sem hefur verið í háskólasamfélaginu varðandi klámmenningu og klámvæðingu innan skólans. Það er jákvætt að þessi umræða skuli fara fram og við þökkum greinarhöfundi fyrir það að taka þátt í þessari umræðu og vekja athygli á öðrum sjónarmiðum. Það er hins vegar með ólíkindum að ritstjórn tímaritsins hafi gefið grænt ljós á greinina, svo illa unnin og á svo lágu plani er hún. Þar að auki er greinin byggð á frelsis­hug­ myndum frjáls­hyggjunnar og virðist höfundur­ inn útiloka þá staðreynd að frelsi krefst þess að fólk hafi einhverja stjórn á því, hömlulaust frelsi skerðir nefnilega alltaf lífsgæði og frelsi einhvers annars. Í greininni er tekinn fyrir fyrirlestur Ólafs Páls Jónssonar sem hann flutti á málþinginu Menning og klám í Háskóla Íslands. Það var þó í raun ekki fyrirlestur sem Ólafur flutti, heldur sýndi hann einfaldlega glærur þar sem myndir og greinar úr starfsemi skólans voru birtar. Þessar myndir og greinar höfðu augljósa vísun í klám og eru óyggjandi afleiðing klám­ væðingar í há­skólanum. Í greininni er ekki bara snúið útúr heldur beinlínis farið rangt með það sem fram fór á málþinginu. Það lætur mann spyrja sig að því hvort að höfundur hennar hafi yfirleitt mætt á málþingið. Læknanemar auglýstu nefnilega ekki sloppasölu, það voru lyfjafræðinemar. Slopparnir voru þar að auki svo sannarlega ekki samskonar. Myndin af karlinum sýndi þekktan leikara sem fer með hlutverk í bandarískum læknaþáttum á meðan myndin af konunni var tekin úr auglýsingu frá búningasölu og var erótískur búningur. Ólafur Páll talaði aldrei

Tinna Rut Isebarn stjórnmálafræðinemi

Halla Tryggvadóttir hjúkrunarfræðinemi um að nemendafélög væru að troða klámi og kvenfyrirlitningu í fangið á nemendum, hann birti myndir og greinar og spurði síðan hvernig ætti að bregðast við þessum dæmum um klám og kvenfyrirlitningu og hvers konar samfélag við vildum rækta innan Háskóla Íslands. Seinni fyrirlestur málþingsins var í höndum meistaranemans í kynjafræði, Thomas Brorsen Smidt. Thomas hóf fyrirlesturinn á því að segja að þetta væri ekki spurning um ritskoðun og við ættum að forðast í lengstu lög að færa umræðuna þangað, það myndi ekki skila neinu. Umræðurnar snerust nefnilega einmitt um það að boð og bönn væru ekki rétta leiðin til þess að fara, heldur þyrfti ákveðin hugarfarsbreyting að eiga sér stað og var málþingið hugsað sem vettvangur þar sem upplýst og opin umræða gæti farið fram. Andstaða við klám og klámvæðingu byggir ekki á andstöðu við nekt og kynlíf, eins og höfundur rangtúlkar svo greinilega með því að gefa fólki það ráð að forðast sundstaði landsins. Eins og fram kemur í kynningu

málþingsins byggir andstaðan á ,,þeirri mynd af kynverund kvenna og karla sem er dregin upp í klámi og byggir á ofbeldi, valdatengslum og hlutgervingu.“ Höfundur greinar spyr hvort þurfi að setja siðareglur á nemendafélögin og hann veltir því fyrir sér hvort þeir sem berjast fyrir slíkum reglum fari í sund. Ekki er þörf að svara þessari spurningu því siðareglur Háskóla Íslands eru nú þegar til staðar. Bæði starfsmönnum og nemendum skólans ber að lúta þessum reglum. Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér reglurnar, en þær má finna á vefsíðu Háskólans. Reglur þessar voru samþykktar af háskólafundi árið 2003 og hafa verið í gildi síðan þá. Það gæti í raun bara vel verið að þeir sem sátu háskólafundinn er reglurnar voru samþykktar á færu í sund annað slagið eins og flestu fólki sæmir. Að lokum má nefna það viðhorf að vera ekki femínisti heldur jafnréttissinni, líkt og Pétur Magnús aðhyllist. Að okkar mati er maður femínisti ef að maður er jafnréttissinni vegna þess að staðreyndin er einfaldlega sú að við búum í samfélagi þar sem hallar á konur. Þegar maður hefur áhuga á því að auka hlut, virðingu og völd kvenna í samfélaginu þá fyrst er maður raunverulegur jafnréttissinni. Því spyrjum við Pétur Magnús að því hvernig hann skilgreini þessi tvö hugtök, hvers vegna er neikvætt að fera femínisti en jákvætt að vera jafnréttissinni þegar það er einmitt femínismi sem gerði það að verkum að konur eru t.d. með kosningarétt, hafi sama rétt og karlar til þess að mennta sig og að karlar hafa rétt á fæðingarorlofi. Við hvetjum Pétur Magnús og háskólasamfélagið allt til þess að kynna sér málið til hlýtar og mynda sér síðan upplýsta skoðun út frá því.

Carl sér heiminn í nýju ljósi

M

ér hefur lengi þótt merkilegt hvað heim­ speki á rætur sínar að rekja til raunvísinda. Upphafsmenn helstu greina raunvísindanna voru þegar upp er staðið, fyrstu heimspekingarnir. Til dæmis stærðfræðingarnir Plato og Pýþagóras, eðlis- og líffræðingurinn Aristóteles eða stjörnufræðingurinn Demókrítus. Árið 1934 bættist maður í hóp þessara raunvísindamanna. Þennan hóp fræðimanna sem hefur það eitt sameiginlegt að búa yfir nægri þekkingu umfram aðra til þess að geta séð heiminn í nýju ljósi. Í öðru ljósi en því sem okkur er meðfætt, þar sem menn eru flokkaðir í hægri og vinstri, í ríka og fátæka, í svarta og hvíta, eða í karla og konur. Maður þessi er Carl Sagan, fæddur 1934 í New York. Carl Sagan lagðist snemma yfir stjörnufræðina og öðlaðist árið 1960, 26 ára gamall, doktorsgráðu í stjörnu- og geimeðlisfræði að undangenginni mastersgráðu í eðlisfræði. Carl Sagan, eins mikill raunvísindamaður og menn gerast, átti eftir að afreka margt í sinni fræðigrein. Hann var viðriðinn bandarísku geimáætlunina frá upphafi og var m.a. stór hluti af Apollo geimáætluninni. Einnig lék hann stórt hlutverk í ómönnuðum geimförum, t.d. Pioneer 10 og 11, auk Voyager sem varð árið 2010 fyrsti manngerði hluturinn til að fara út fyrir sólkerfið okkar. En arfleið sú er Carl Sagan skilur eftir er ekki endilega sú sem kom honum á forsíðu Time á sínum tíma. Arfleið Carl Sagan er hans einstaka sýn á heiminn sem við búum í. Litlu, ómerkilegu plánetuna sem við fyrir tilstilli örlaganna þekkjum sem heimili okkar. Carl Sagan sá heiminn eins og hann raunverulega er. Lítill punktur í endalausu samspili sólkerfa og vetrarbrauta. Hann sá heiminn frá gests auga, og glöggt er gests augað. Eftirfarandi texti er lausþýtt brot úr bók hans

Heimir Hannesson stjórnmálafræðinemi „Pale Blue Dot“, þar sem hann m.a. lýsir sýn sinni á jörðina, og framtíðar sýn mannkynsins í himingeimnum. „Séð úr órafjarlægð, þar sem jörðin er aðeins punktur á meðal þúsunda punkta, þá kann jörðin ekki að virðast sérstaklega athyglisverð. En fyrir okkur er það öðruvísi. Þessi punktur er hér, hann er heima, hann er við. Á þessum punkti eru allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir, allir sem þú einhverntímann hefur heyrt af. Hver einasta mannvera sem einhverntímann var til, lifði sína ævi þar. Öll gleðin og öll sorgin, þúsundir sjálfsöruggra trúarbragða, hugmyndafræða og hagfræðikenninga. Allir veiðimenn og allir hirðingjar, allar hetjur og heiglar, allir konungar og kotbændur, allir þeir ungu og ástföngnu, allar mæður og feður, allir uppfinningamenn og landkönnuðir, allir kennarar og allir spilltir stjórnmálamenn, allar ofurstjörnur og allir ofurleiðtogar, dýrlingar og syndarar, allir í sögu mannkyns bjuggu hér. Í daufum punkti, hangandi á sólargeisla. Jörðin er aðeins agnarsmátt svið í víðfemdu leikhúsi alheimsins. Hugsið ykkur blóðsúthellingar sögunnar unnar af hendi hershöfðingja og keisara til þess eins að kalla sig

í dýrð og hróðri, tímabundna ræðismenn yfir smábroti af agnarsmáum punkti. Hugsið ykkur þá endalausu grimmd sem íbúar eins horns þessa depils geta sýnt nánast óaðgreinanlegum íbúum annars horns. Hversu tíðir misskilningarnir eru og hversu áfjáðir þeir eru í að drepa hvorn annan, hve ákaft þeir hata hvorn annan. Uppstillingar þeirra og ímyndað mikillæti. Sú tálsýn að við njótum einhverskonar forréttinda í alheiminum. Allt þetta er dregið í vafa með þessum punkti af fölnu ljósi. Jörðin er einmanalegur blettur á endalausu sviði alheimsins. Í óskýrleikanum öllum eru engar vísbendingar um það að hjálp berist annarstaðar frá til að forða okkur frá okkur sjálfum. Jörðin er eini staðurinn sem við vitum um sem hýst getur líf. Hvergi annað getum við farið. Heimsótt? Já. Sest að? Ekki enn. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er jörðin okkar varnarþing, okkar heima. Það hefur verið sagt að stjörnufræði sé auðmýkjandi upplifun. Það er líklega hvergi til trúverðugari vitnisburður um hroka okkar og heimsku en fjarlæg mynd af okkar litla heim. Fyrir mig, þá undirstrikar það ábyrgð okkar á að koma betur fram við hvort annað og til að varðveita og vernda þennan daufa bláa punkt. Eina punktinn sem við höfum nokkurntímann þekkt.“ Þegar horft er til þess viðhorfs sem Carl Sagan hefur gagnvart okkur heimalingum á jörðu niðri kemst ég ekki hjá því að hugsa eitt. Sama hversu merkileg við teljum okkur og okkar málefni vera, þá erum við í besta falli, merkilega ómerkileg. Gleymum því ekki.

Á þessum punkti eru allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir, allir sem þú hefur einhverntíma heyrt af.

Af hverju stjórnmálafræði?

S

tjórnmál er hugtak sem varðar daglegt líf hvers einasta manns­ . Mennirnir leggja þó mis­ munandi skilning á hugtakið en það getur borið jákvæða, neikvæða, hlutlausa og ef til vill merki um stöðu og stétt. Hugtakið hefur þó merkingu sem allir geta sammælst um; vald og ákvörðunartöku. Jafnvel þó við gerum okkur ekki grein fyrir því eða höfum ekki þekkingu á sviðum stjórnmála þá snerta stjórnmál alla heimsbyggðina. Því ber að líta svo á að allir sem vilja geta haft áhrif á hluti sem gerast í kringum þá óháð skoðunum, kyni, kynhneigð, trú og litarhætti. Lýðræði er hugtak sem flestir í hinum vestræna heimi kannast við og tengja margir orðið stjórnmál við hugtakið lýðræði. Þó liðið sé fram á 21. öldina þá búum við enn við mikinn óstöðugleika hvað lýðræði varðar. Nærtækast er að taka dæmi um Líbíu og Norður Kóreu en þar ríkir algjört einræði og ógnarstjórn. Með tilkomu hnattvæðingar hefur ástandi sem þessu verið ógnað eins og sést núna í Miðausturlöndum og nágrenni. Eitt af hlutverkum stjórnmálfræðinnar er að leitast við að skýra frá atburðum sem þessum. Stjórnmálfræði leitast við að vera þverfaglegt með því að veita grunnþekkingu á hinum ýmsu sviðum háskólans; hagfræði, lögfræði og skilning á stjórnsýslunni í heild sinni. Námið veitir nemendum innsýn inn í allan þjóðfélagsskalann á innlendum sem erlendum vettvangi sem nýtist

Janus Arn Guðmundsson stjórnmálafræðinemi nemendum svo sannarlega í starfi eða frekara námi. Því má segja að námið sé mjög praktískt og um leið spennandi. Algengur misskilningur er að stjórn­ málafræðingar ætli sér að verða stjórnmálamenn. Starfsvið stjórnmálafræðinga er mjög vítt og nær yfir hin ýmsu svið allt frá stjórnmálum til blaðamennsku, enda nýtist námið á næstum hvaða starfsvettvangi sem er. Ekki er óalgengt að fólk stundi námið með það að markmiði að drekka í sig þekkingu og öðlast betri skilning á sviðum alþjóðamála. Í kjölfar hrunsins jókst áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samhliða því fjölgaði nemendum í stjórnmálfræði. Stjórnmálfræði sem grein hefur vaxið fiskur um hrygg á vesturlöndum seinasta áratug og í leiðinni opnað gáttir í alþjóðlegum samskiptum, aukið víðsýni stjórnmálanna og lýðræðisins og veitt mannréttindum byr í seglin. Stjórnmálafræði er víðtækt nám sem hentar öllum sem hafa ríka samfélagskennd og dug til að láta gott af sér leiða í málefnum alþjóðasamfélagsins og er því nám sem vert er að skoða af gaumgæfni.

Pólitískur áróður í teiknimyndum

T

eiknimyndir eru að mínu mati yfirleitt mjög krúttlegar, saklausar og fallegar. Ég viðurkenni fúslega að ég horfi gjarnan á þær og þá sérstaklega þegar mér líður illa, þær koma mér alltaf í betra skap. Ég hef alltaf verið mikið fyrir teiknimyndir og þann einfaldleika sem þær endurspegla. Ég fékk hins vegar allt aðrar hugmyndir um sakleysi og einfaldleika teiknimynda þegar ég heyrði hversu oft það gerist að þær flækjast inn í heim stjórnmála, kynþáttafordóma og andfemínisma svo eitthvað sé nefnt. Ég áætla að allir kannist við bókina Animal Farm eftir George Orwell og teiknimyndina sem gerð var eftir henni. Barnabók, barnamynd en samt sem áður algjör samlíking við kommúnisma og kapítalisma. Þetta er upplýst dæmi um pólitískan áróður fyrir börn. En eru fleiri dæmi til um slíkt? Kíkjum aðeins nánar á það. Strumparnir eru æðislegir. Þessar bláu litlu verur í hvítu buxunum sínum sem líkjast einna helst geimverum en eru ofsalega krúttlegar. Þeir strumpast saman í sátt og samlyndi og ekkert virðist getað stöðvað þá, ekki einu sinni Kjartan, vondi galdrakarlinn í hverfinu. Samfélagi strumpanna er þannig háttað að hver strumpur hefur ákveðnu hlutverki að gegna og er ekki ætlast til þess að skipt sé um þau hlutverk sem þeir hafa fengið gefin í upphafi. Þeir skipta öllu jafnt á milli sín og enginn strumpur á að fá meira en einhver annar. Allir strumparnir eru jafnir í einu og öllu. Æðsti Strumpur hefur síðan yfirumsjón með öllu og sér til þess að samfélag strumpanna gangi rétt fyrir sig. Kjartan vill ólmur skemma fyrir þeim, hann vill ná strumpunum, breyta þeim í gull og græða þannig á þeim. En bíðið nú hæg! Er ekki samfélagsmynd strumpanna óneitanlega lík þeim hugmyndum sem kommúnisminn byggir á?? Og ef þið kíkið aðeins nánar á strumpana þá er Æðsti Strumpur er mjög líkur honum Karl Marx. Takið líka eftir því að Æðsti Strumpur er sá eini sem að ber rauða húfu en rauður er einmitt litur kommúnismans. Ekki nóg með það heldur er hinn klári og gáfaði Gáfnastrumpur með mörg

Ásta Hulda Ármann stjórnmálafræði- og trúarbragðafræðinemi svipbrigði frá hinum umdeilda Lev Trotsky. Þeir eiga einnig það sameiginlegt að gagnrýna hluti innan samfélagsins og eru þess vegna oft útilokaðir úr hópnum. Einnig væri hægt að líta á það þannig að Kraftastrumpur sé KGB eða leynilögregla Sovétríkjanna. Kjartan mun svo vera gott dæmi um kapítalismann, með einföldum orðum, tekur af öðrum og græðir. Hvað er í gangi? Er þetta bara ég eða er þetta óneitanlega líkt? Hafið þið síðan heyrt söguna á bakvið Strympu? Kjartan bjó Strympu til í þeim tilgangi að koma á ójöfnuði, öfund og afbrýðissemi í samfélag strumpanna. Hann gerði hana litla, ljóta og með svart, úfið hár. Í byrjun vildi enginn neitt með Strympu hafa því hún var bæði öðruvísi en hinir og stjórnsöm. Henni gekk illa að aðlagast samfélagi strumpanna en að lokum er henni breytt af góðmennsku og gjafmildi Æðsta Strumps. Hann breytti henni í alvöru strump en bætti svo sannarlega um betur með því að gera hana að algjörri yndismey með ljósa síða lokka. Það gerði það að verkum að allir strumparnir urðu yfir sig ástfangnir af henni. Markmið Kjartans varð því að engu og áætlun hans um að láta konu spilla gleði karlanna misheppnaðist. Þarna gilda greinilega ekki þau viðmið sem við lærðum um í Fríðu og Dýrinu um að hin rétta fegurð kæmi að innan. Það sem við lærum af strumpunum er að allar stelpur þurfa að vera góðar og fallegar. Er það ekki? Eru teiknimyndir hinn rétti vettvangur fyrir pólitískan áróður? Þetta er hinn fullkomni vettvangur. Börnin eru framtíðin og það sem þau læra er sá farvegur sem þau munu að öllum líkindum fylgja. Hvort að það sé siðferðilega rétt er síðan önnur spurning.

Profile for Birgir Þór Harðarson

Íslenska leiðin  

Blað félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands

Íslenska leiðin  

Blað félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands

Profile for ofurbiggi
Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded