Þessi útgáfa og CONNECT-verkefnið í heild sinni fjallar um sum þeirra vandamála sem norrænu sveitarfélögin þurfa að takast á við í vinnu sinni með velferðartækni: Hvernig lækkum við kostnað fyrir verkefni okkar? Hvernig tryggjum við að vitneskjan sem við öðlumst verði samþætt í skipulag sveitarfélagsins? Hvernig verðum við betri til að deila þekkingu okkar og reynslu, og láta af þeirri hugmyndafræði að hver og einn verði að finna upp hjólið aftur? Hvernig styrkjum við velferðartækni á sameiginlegum norrænum markaði? Hvernig tryggjum við að starfsfólkið líti á tæknina sem samherja? Spurningarnar eru margar og flóknar.