Page 1

31. árgangur - 3. tölublað 32. árgangur - 6. tölublað

TENGILL

Fréttabréf Njarðvíkurskóla

Í þessu fréttabréfi >>> Einelti, jákvæð samskipti og vinátta

1

Lestrarsprettur

1

Bleikur Njarðvíkurskóli

1

Ólafía Friðriksdóttir lætur af störfum eftir 18 ára starf

2

Skákkennsla í Njarðvíkurskóla

3

Hrekkjavökuteiti

3

Vilborg nýr bókavörður

3

Krissi lögga með fræðslu

3

Jólaföndur foreldrafélagsins

3

Dagur íslenskrar tungu

4

Bókaupplestur fyrir nemendur

4

við börn og fullorðna um einelti, gert rannsóknir, skrifað greinar og bókarkafla. Að

Ungmennaráð Reykjanesbæjar

4

berjast gegn einelti er hennar hjartans mál.

Nemendur úr Gimli í íþróttatíma

4

Nemendur sigruðu starfsmenn

4

Lögregluhundar í Ösp

5

skóla. Í lok dags var hún með fræðslu fyrir forráðamenn í 4. bekk þar sem hún flutti

Nemendur í 9. og 10. bekk með spjaldtölvur

5

erindi um einelti, jákvæð samskipti og vináttu.

Námsmat í 10. bekk vorið 2016

5

Myndir frá vinnu nemenda í hönnun 6 og smíði haustið 2015

Einelti, jákvæð samskipti og vinátta

Þriðjudaginn 3. nóvember kom Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í Njarðvíkurskóla. Hún var með fræðslu um samskipti, vináttu og einelti fyrir nemendur, kennara og forráðamenn í 4. bekk. Vanda hefur um áratugaskeið rætt

Vanda byrjaði daginn á að hitta nemendur í 4. bekk og ræða við ÞÁ um mikilvægi góðra samskipta. Síðan hitti hún umsjónarkennara og fulltrúa úr eineltisteymi Njarðvíkur-

Lestrarsprettur Lestrarsprettur hjá nemendum í 1.-10. bekk fór fram á

Niðurstöður samræmdra prófa

7

tímabilinu 30. október - 12. nóvember. Markmið með

Nemendur í Björk duglegir að tefla

7

lestrarsprettum er að auka leshraða, lesskilning og

Vináttudagur 6. nóvember

7

áhuga nemenda á lestri.

Hrekkjavökudiskó hjá 2. bekk

7

Aðgengi að lífinu - 10. bekkur

7

Gjöf frá Gídeonfélaginu

7

Fulltrúar foreldra í skólaráði

7

unnar, árveknis- og fjáröflunarátaks

Myndir frá haustinu 2015

8

Krabbameinsfélags

Bleikur Njarðvíkurskóli Október er mánuður Bleiku slaufÍslands

gegn

krabbmeini. Nemendur voru hvattir til að

klæðast

einhverju

bleiku

föstudaginn 16. október. Með því sýndi Njarðvíkurskóli samstöðu í baráttunni.

VIRÐING—ÁBYRGЗVINSEMD Ábm. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri

1


Ólafía Friðriksdóttir lætur af störfum eftir 18 ára starf Kveðjuhóf var haldið 29. október

Ólafía Sigríður Friðriksdóttir starfsmaður á bókasafninu eða Óla eins og hún er kölluð lét af störfum í október eftir 18 ára starf við Njarðvíkurskóla. Óla var ráðin við skólann haustið 1997 af Gylfa Guðmundssyni þáverandi skólastjóra. Óla hefur unnið allan þennan tíma á bókasafninu og fyrstu árin undir handleiðslu Ernu Guðmundsdóttur kennara og bókasafnsfræðings. Fyrsta árið var Óla í hlutastarfi en var svo ráðin í fast starfshlutfall árið eftir og hefur starfað við skólann síðan. Óla hefur verið á þessum tíma vakandi yfir starfseminni á bókasafninu og þeim bókakosti sem þar er. Hún hefur sýnt mikinn metnað í starfi með glaðværð, natni og heilindi að leiðarljósi í samskiptum sínum við samstarfsfólk sem og nemendur. Óla gekk sjálf í Njarðvíkurskóla og þekkir því vel til alls sem kemur að skólanum. Það hefur verið gott fyrir samstarfsfólk hennar að leita í viskubrunn varðandi ýmis málefni er varða skólann og samfélagið okkar. Starfsfólk Njarðvíkurskóla þakkar Ólu fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu Njarðvíkurskóla í 18 ár.

2


Skákkennsla í Njarðvíkurskóla Í haust byrjaði markviss skákkennsla í Njarðvíkurskóla í 5. og 6. bekk. Siguringi Sigurjónsson, kennari hjá Krakkaskák, sér um kennsluna sem er á stundaskrá nemenda á móti sundtímum. Einnig sér Siguringi um skákstöð í fjölgreindavali í 1.-4. bekk sem er í fyrstu tveimur tímunum á föstudögum. Kennslan gengur mjög vel en það tekur nokkur skólaár að koma af stað þeirri stemmningu sem býr til afrekskrakka í skák og vonandi mun það verða framtíðin á Suðurnesjum að krakkar í öllum skólum fái tækifæri til að þjálfa íþróttina. Reynslan sýnir að krakkarnir hafa gaman af því að styrkja rökhugsun sína í leik og keppni. Kennslan í skólanum miðar ekki að því að búa til skákmeistara heldur þjálfa rökhugsun allra. Mjög margar rannsóknir hafa verið gerðar á árangri skákkennslu og niðurstöður hafa alltaf sýnt að hún styður mjög mikið við annað nám og ber þá helst að nefna stærðfræði og lestur. Þar að auki læra nemendur ótal margt annað við skákborðið sem gagnast þeim í lífinu.

Vilborg nýr bókavörður Vilborg Sævarsdóttir er nýr bókavörður í Njarðvíkuskóla.

Vilborg

hefur

starfað

í

Njarðvíkurskóla frá janúar 2002, í tæp 14 ár.

Krissi lögga með fræðslu Kristján Freyr Geirsson lögreglumaður var með fræðslu fyrir alla nemendur skólans í Heilsu- og forvarnarvikunni. Hann ræddi við nemendur í 1.-7. bekk um öryggi í umferðinni

og

útivistartíma.

Við

eldri

nemendur ræddi hann um ábyrgð í umferðinni, að taka afstöðu gegn vímuefnum, sakavottorð, sakhæfi, netið og einelti.

Hrekkjavökuteiti Hrekkjavökuteiti var haldin í stofu 305 með pomp og prakt fimmtudaginn 29. október. Nemendur voru búnir að skreyta rýmið, baka vöfflur, hella upp á kaffi og laga djús, undir stjórn og handleiðslu Huldu Maríu Þorbjörnsdóttur stuðningsfulltrúa, áður en þeir buðu kennurum og stjórnendum í heimsókn til að njóta gleðinnar. Það var sannkölluð kaffihúsastemning og eingöngu lýst með seríum í rýminu þar til birta dagsins fór að hafa áhrif. Þá var einfaldlega dregið fyrir gluggana! Eftir kaffi horfðu nemendur á vel valdar bíómyndir og skemmtu sér vel. Dagurinn tókst með ágætum og voru allir ánægðir.

Jólaföndur foreldrafélagsins Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður fimmtudaginn 26. nóvember verður á sal skólans kl. 17.30 – 19.30. Nemendur

í

10.

bekk

selja

pítsur,

skúffukökusneiðar og drykki á sanngjörnu

www.njardvikurskoli.is

verði.

3


Nemendur úr Gimli í íþróttatíma

Option congue nihil imperdiet doming quod

Í tengslum við verkefnið Samfella milli skólastiga heimsóttu nemendur úr leikskólanum Gimli nemendur í 1. bekk og fóru með þeim í íþróttir. Bæði nemendur Njarðvíkurskóla og á leikskólanum Gimli höfðu mikla ánægju af samverunni.

Dagur íslenskrar tungu Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu frumsamdar smásögur, sýndu frumsamið leikrit og stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. bekk.

Nemendur sigruðu starfsmenn Á degi íslenskrar tungu fór fram spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs. Fyrir hönd starfsmanna

í

Njarðvíkurskóla

Bókaupplestur fyrir nemendur

kepptu

Bókaupplestur rithöfunda er orðinn fastur liður í skólastarfi Njarðvíkurskóla. Þá fá

Guðjón, Einar Árni og Anna Hulda. Viktor

nemendur tækifæri til að hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum og læra að meta

Máni, Brynjar Atli og Jón Ragnar voru

gildi góðra bókmennta. Höfundar segja nemendum einnig frá því hvernig þeir fá hug-

fulltrúar

æsispennandi

myndir að efni í bækur sínar og verklagi sínu við skrifin. Þetta vekur alltaf áhuga

keppni unnu nemendur í bráðabana og eftir

hjá nemendum sem hafa margar spurningar í kjölfarið enda örugglega margir

mikla baráttu um svarréttinn við loka

upprennandi rithöfundar í Njarðvíkurskóla. Í nóvember og desember munu

spurningunni.

nemendur í Njarðvíkurskóla fá marga góða gesti í heimsókn.

nemenda.

Eftir

Ungmennaráð Reykjanesbæjar Ungmennaráð Reykjanesbæjar var stofnað þann 1. nóvember 2011. Ráðinu er gert að funda a.m.k. tvisvar á ári. Jón Ragnar Magnússonn, Fannar Ingi Arnbjörnsson og Birgir Örn Hjörvarsson

voru

fulltrúar

Njarðvíkurskóla

á

fundi

Ungmennaráðs í nóvember. Jón Ragnar var einn sex ungmenna sem hélt ræðu á fundinum. Ræður ungmennanna fjölluðu um hin ýmsu mál sem þau telja að megi fá meiri áherslu eða athygli bæjaryfirvalda. Tilgangur Ungmennaráðs er að vera bæjarstjórn Reykjanesbæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í bæjarfélaginu. 22

www.njardvikurskoli.is


Lögregluhundar í Ösp Öspin fékk skemmtilega gesti fyrir stuttu þegar Kristján Geirsson og Kristína samstarfskona hans komu í heimsókn með tvo lögregluhunda þau, Cesar og Clarissu. Cesar og Clarissa eru systkini og vinna sem fíkniefnahundar. Þau vinna

mestu leiti

í

Flugstöð

Leifs

Eiríkssonar.

Nemendum Asparinnar fannst mjög skemmtilegt að fá Cesar og Clarissu í heimsókn og fengu þeir að klappa þeim og knúsa að vild.

Nemendur í 9. og 10. bekk með spjaldtölvur Nemendur í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla eru komnir með spjaldtölvur. Þetta er liður í spjaldtölvuvæðingu grunnskóla í Reykjanesbæ. Nemendurnir munu einnig fá fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund. Haldnir hafa verið kynningarfundir í skólanum fyrir foreldra. Þar var farið yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun og aðra skilmála. Markmiðið með spjaldtölvuvæðingunni er að bæta skólastarf með tilliti til árangurs og í takt við nýja tíma. Til viðbótar við þær spjöldtölvur, sem nemendur í 9. og 10. bekk eru með, á skólinn fleiri spjaldtölvur sem nemendur í yngri bekkjardeildum hafa aðgang að í skólanum. Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum.

Námsmat í 10. bekk vorið 2016 Í Njarðvíkurskóla er lögð áhersla á að námsmat sé leiðbeinandi fyrir nemandann og að hann geti sýnt hæfni sína með fjölbreyttum hætti. Nemendur í 10. bekk í Njarðvíkurskóla fá skólaeinkunnir í bókstöfum við lok skólaárs.

4. bekkur

7. bekkur

Skólaárið 2015-2016 verður skólaeinkunn samsett einkunn

10. bekkur

úr verkefnabók nemenda. Í hverri námsgrein er verkefna-

Niðurstöður samræmdra prófa

bók þar sem verkefnin sem skólaeinkunnin byggir á eru

Nemendur í 4., 7. og 10. bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í lok september. Eins og sjá má á súluritinu eru nemendur skólans með yfir 30, sem er landsmeðaltal, í stærðfræði í 4. og 7. bekk. Kennarar nota niðurstöður könnunarprófanna til að greina hvaða þætti þarf að leggja meiri áherslu á og hvaða þætti nemendur kunna góð skil á. Einnig er skoðað hvort nemendur séu að sýna framfarir milli 4. og 7. bekkjar og frá 7. til 10. bekkjar.

tilgreind og vægi hvers verkefnis. Njarðvíkurskóli í samráði við aðra skóla undir Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar eru búnir að gefa bókstöfunum tölugildi sem aðeins eru notuð til að finna vegið meðaltal þeirra í tölustöfum sem svo er aftur breytt í bókstaf. Nánari upplýsingar um námsmat nemenda í 10. bekk vorið 2016 er að finna á heimasíðu Njarðvíkurskóla. http://www.njardvikurskoli.is/Namsmat-i-10.-bekk/

Nemendur í Björk duglegir að tefla Nemendur í Björk hafa lagt mikla rækt við taflmennsku undanfarna mánuði og nýta hverja stund til þess að taka eina góða skák. Þeir hafa líka sýnt miklar framfarir í hinni göfugu íþrótt og eru orðnir illviðráðanlegir við skákborðið.

Munið eftir að skoða heimasíðuna okkar - þar eru nýjustu fréttir og myndir af flestum viðburðum

www.njardvikurskoli.is

5


MYNDIR FRÁ VINNU NEMENDA Í HÖNNUN OG SMÍÐI HAUSTIÐ 2015

Kennari í smíði er Bryndís Harpa Magnúsdóttir


Gjöf frá Gídeonfélaginu Í október komu félagar frá Gídeon-félaginu í heimsókn og gáfu nemendum gjöf. Frá árinu 1954 hafa félagar í Gídeonfélaginu á Íslandi heimsótt alla grunnskóla á landinu og gefið

Vináttudagur 6. nóvember

nemendum Nýja testamentið. Nemendum er

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í ár var

einn ræður hvort hann þiggur. Úthlutun fer

dagurinn haldinn hátíðlegur í fimmta sinn. Í tengslum við baráttudaginn var

þannig fram að í upphafi segja félagar frá

vináttudagur í Njarðvíkurskóla 6. nóvember þar sem lögð var áhersla á mikilvægi

stofnun félagsins og að því loknu er þeim

jákvæðra og uppbyggilegra samskipta. Nemendur í Njarðvíkurskóla voru hvattir til

nemendum sem þiggja vilja bókina, afhent

að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu. Sjónum var beint

eintak og farið í stuttu máli yfir hvernig

að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda.

Biblían

gert ljóst að um gjöf sé að ræða sem hver og

skiptist

í

Gamla-

og

Nýja

testamentið. Einnig er farið yfir hvernig rit Biblíunnar skiptast í kafla og vers og nemendum

kennt

fletta

upp

ritningarversi.

Fulltrúar foreldra í skólaráði

Hrekkjavökudiskó hjá 2. bekk

Við hvern grunnskóla skal starfa skólaráð

Foreldrar nemenda í 2. bekk skipulögðu hrekkjavökudiskótek sem haldið var á sal

skólasamfélags um skólahald. Fulltrúar

Njarðvíkurskóla. Mættar voru alls konar kynjaverur sem dönsuðu, fóru í leiki og

foreldra í skólaráði eru, Jennný Mag-

skemmtu sér konunglega.

núsdóttir, Nedsemedin Osmani og Kristján

sem er samráðsvettvangur skólastjóra og

Carlsson Granz en Jóhanna Pálma-dóttir er varamaður.

Aðgengi að lífinu - 10. bekkur Mánudaginn 9. nóvember fengu nemendur í 10. bekk skemmtilega heimsókn. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, og Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM-samtakanna, voru með kynningu fyrir nemendur um aðgengi fólks sem er í hjólastól og hvernig þeim gengur að komast ferðar sinnar. Í lokin kynntu þeir verkefni sem er liðakeppni og felur í sér könnun á aðgengismálum hreyfihamlaðra í nærumhverfi nemenda. Tilgangur verkefnisins er að efla skilning ungmenna á aðstæðum hreyfihamlaðra og stuðla að bættu aðgengi hreyfihamlaðra með lausnum nemenda og skapa þannig jafnréttisgrundvöll á milli þeirra sem eru hreyfihamlaðir og þeirra sem eru það ekki. Nemendur voru mjög áhugasamir og næstu daga eftir kynninguna fékk hver hópur hjólastjól lánaðan í 24 klukkustundir til að kanna aðgengi, skrá niður, taka myndir og myndbönd og búa til sína kynningu þar sem farið er í aðgengismál og lausnir á því sem er ekki í góðu lagi. Njarðvíkurskóli þekkir vel til verkefnisins en hópur nemenda úr skólanum sigraði keppnina í fyrra.

Munið eftir að skoða heimasíðuna okkar - þar eru nýjustu fréttir og myndir af flestum viðburðum 7

www.njardvikurskoli.is


MYNDIR FRÁ HAUSTINU 2015

4

Njarðvíkurskóli - Tengill  
Njarðvíkurskóli - Tengill  

Fréttabréf Njarðvíkurskóla 32. árgangur - 6. tölublað.

Advertisement