Page 1

31. árgangur - 3. tölublað 32. árgangur - 5. tölublað

TENGILL

Fréttabréf Njarðvíkurskóla

Í þessu fréttabréfi >>> Alþjóðadagur kennara

1

Samskiptadagur og vetrarleyfi

1

Söngstund á sal

1

Lið Njarðvíkurskóla í 1.sæti

1

Vinaliðar gera frímínútur skemmtilegri

2

Leikjanámskeið fyrir starfsmenn

2

Alþjóðadagur kennara

Vinaliðaverkefnið tilnefnt til hvatningaverðlauna

2

Alþjóðadegi kennara hefur verið fagnað

Vinaliðar í Njarðvíkurskóla haustið 2015

2

Dagur íslenskrar náttúru

3

Setning Ljósanætur

3

Nemendaráð

3

Skólamjólkurdagurinn

3

kíkja í kennslustund og fylgjast með því

Norræna skólahlaupið

4

mikilvæga starfi sem þar fer fram.

Samningur við Björgunarsveitina Suðurnes

4

Þennan dag sem aðra daga eru foreldrar

Bókagjöf til skólans

4

Bekkjarnámskrá

4

5. október ár hvert síðan árið 1994 en stofnað var til hans að frumkvæði UNESCO og Alþjóðasamtaka kennara (Education International). Mánudaginn 5. október verður skólinn sérstaklega

Lið Njarðvíkurskóla í 1.sæti

opinn foreldrum sem hvattir eru til að

ávallt velkomnir í Njarðvíkurskóla.

Knattspyrnulið 1.

sæti

í

Njarðvíkurskóla

árlegu

endaði

knattspyrnumóti

í

milli

grunnskóla í Reykjanesbæ.

Samskiptadagur og vetrarleyfi Samskiptadagur verður í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 6. október. Foreldrar þurfa að panta viðtalstíma í gegnum Mentor. Vetrarleyfi verður föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október. Nemendur mæta aftur í skólann eftir langa helgi þriðjudaginn 27. október

Ábm. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri

samkvæmt stundaskrá.

Söngstund á sal Daginn

fyrir

setningu

Ljósanætur

fékk

Njarðvíkurskóli góðan gest í heimsókn. Ásmundur Valgeirsson hitti nemendur á sal skólans og flutti lagið

sitt

Velkomin

á

Ljósanótt

og

önnur

skemmtileg lög við góðar undirtektir nemenda.

VIRÐING—ÁBYRGЗVINSEMD

1


Vinaliðar gera frímínútur skemmtilegri

Vinaliðar í Njarðvíkurskóla haustið 2015

Leikjanámskeið fyrir Vinaliða

Agnes Fjóla Georgsdóttir

5.HF

Njarðvíkurskóli tók upp svokallað Vinaliðaverkefni síðastliðið vor. Verkefnið gengur

Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir

6.GJ

út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og

Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir 3.JS

skapa betri skólaanda. Þannig sjá ákveðnir nemendur í 3. til 6. bekk skólans um leiki sem eiga að höfða til allra nemenda á fyrstu skólastigum.

Bergmann Albert F. Ramirez

6.GJ

Björn Ólafur Valgeirsson

4.ÁÁ

Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur verið framkvæmt í mörg hundruð

Emilía Sara Ingvadóttir

6.HG

grunnskólum þar í landi. Árskóli á Sauðárkróki var fyrsti skólinn á Íslandi til að

Erlendur Guðnason

6.HG

Eva María Eiríksdóttir

6.GJ

Glódís Líf Gunnarsdóttir

5.HF

Vinaliðar í Njarðvíkurskóla fóru í september með rútu í Hópið í Grindavík og tóku

Guðjón Helgi Áslaugsson

6.GJ

þátt í leikjanámskeiði ásamt nemendum í Grunnskóla Grindavíkur, sem verkefna-

Guðjón Logi Sigfússon

5.HF

Gunnar Trausti Ægisson

5.ÁB

Haukur Guðmundsson

4.MRF

Hekla P.S. Sigríðard. Arencibia

4.MRF

Hekla Sif Ingvadóttir

3.LE

Hildur Ósk Ólafsdóttir

4.ÁÁ

Hildur Rún Ingvadóttir

3.LE

Jökull Valur Benediktsson

3.LE

Katla P.S. Sigríðard. Arencibia

4.MRF

Kári Snær Halldórsson

6.HG

Krista Gló Magnúsdóttir

6.HG

Kristín Arna Gunnarsdóttir

3.JS

Lovísa Bylgja Sverrisdóttir

5.ÁB

Lovísa Grétarsdóttir

5.ÁB

Ragna Sumarrós M. Smáradóttir 4.ÁÁ Styrmir Marteinn Arngrímsson

3.JS

taka það upp en Njarðvíkurskóli er eini skólinn í Reykjanesbæ sem tekur þátt í verkefninu.

stjórar Vinaliðaverkefnisins stjórnuðu. Á námskeiðinu var farið í leiki úr handbókinni

„Leikir

í

frímínútunum“

sem

er

gefin

út

af

Vinaliðaverkefninu.

Á námskeiðinu var Vinaliðunum kennt að koma leikjunum í gang og hvernig hægt er að hvetja aðra til að taka þátt.

Leikjanámskeið fyrir starfsmenn Í september fóru allir starfsmenn Njarðvíkurskóla á leikjanámskeið í tengslum við Vinaliðaverkefnið. Guðjón Örn Jóhannsson og Gestur Sigurjónsson verkefnastjórar Vinaliðaverkefnisins á Íslandi sáu um námskeiðið sem haldið var í íþróttahúsinu í Njarðvík. Námskeiðið var fjölbreytt og skemmtilegt og var ekki að heyra annað á starfsmönnum en að almenn ánægja hafi verið með það.

Vinaliðaverkefnið tilnefnt til hvatningaverðlauna Vinaliðaverkefnið í Njarðvíkurskóla var tilnefnt til hvatningaverðlauna fræðsluráðs Reykjanesbæjar árið 2015. Gaman er að halda á lofti frábærum verkefnum og stendur Vinliðaverkefnið fyllilega undir því að vera tilnefnt. Jóhanna Karlsdóttir og Svandís Gylfadóttir sem stýra verkefninu í Njarðvíkurskóla tóku við viðurkenningarskjali fyrir hönd skólans. Mörg áhugaverð verkefni voru tilnefnt til verðlaunanna í ár og var það að bjöllukór tónlistarskólans sem fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni.

2

www.njardvikurskoli.is


Í

Nemendaráð nemendaráði

Njarðvíkurskóla

eru

nemendur úr 8., 9. og 10. bekk og er þeim nemendum sem eru í nemendaráði boðið upp á valgreinina tómstunda- og félagsfærni. Nemendurnir sjá um tómstunda– og íþróttaviðburði innan skólans auk annarra tilfallandi verkefna. Formaður nemendaráðs er Birgir Örn Hjörvarsson og

varaformaður

er

Fannar

Ingi

Arnbjörnsson, nemendur í 10. bekk.

Skólamjólkurdagurinn

Dagur íslenskrar náttúru Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn 16. september en daginn ber upp á fæðingardegi Ómars Ragnarssonar og felst í því viðurkenning á framlagi hans til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru. Dagurinn er einnig tileinkaður öllum þeim sem hafa lagt sitt af mörkum varðandi fræðslu um íslenska náttúru. Markmiðið með degi íslenskrar náttúru er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gagni hennar og

Sextándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn var haldinn hátíðlegur víða um heim 30. september. þjóðanna,

Það FAO

er

stofnun

(Food

and

Sameinuðu Agriculture

Organization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi og á Íslandi er haldið upp á hann undir kjörorðunum „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.

gæðum. Nemendur í Njarðvíkurskóla unnu ýmis skemmtileg verkefni í tengslum við

Með deginum vill Fræðslunefnd mjólkur-

daginn.

iðnaðarins vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í daglegu fæði barnanna. Í tilefni dagsins var þeim

leikskólum

og

grunnskólum

sem

óskuðu eftir því að taka þátt í deginum boðið upp á mjólk á Skólamjólkurdaginn. Nemendur í Njarðvíkurskóla fengu mjólk í hádegismatnum í boði Mjólkursamsölunnar.

Setning Ljósanætur Að venju fóru allir nemendur Njarðvíkurskóla á setningu Ljósanætur sem fór fram við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 3. september. Nemendur gengu með kennurum og öðru starfsfólki frá Njarðvíkurskóla að Myllubakkaskóla en nemendur í 1.-3. bekk fóru með strætó. Á setningunni var m.a. kór nemenda þar sem allir skólar bæjarins áttu sína fulltrúa. Fulltrúar Njarðvíkurskóla í kórnum voru Stefán Logi Ægisson í 5. ÁB og Kara Sól Gunnlaugsdóttir í 5. HF. Hver nemandi sleppti blöðru eins og venja er og mátti sjá þúsundir litríkra blaðra svífa um loftið og gefa setningunni hátíðlegan blæ.

www.njardvikurskoli.is

3


Bókagjöf til skólans Í september fékk Njarðvikurskóli góða gjöf þegar Harpa Lúthersdóttir kom og gaf skólanum bekkjarsett af bók sinni Má ég vera memm? Bókin er um Fjólu sem er að

Norræna skólahlaupið

byrja í skóla og er spennt eins og aðrir

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á

hafði vonað því Fjóla eignast ekki vini þar.

Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Hlaupið fór fram í

Henni er strítt og hún lögð í einelti af

Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 29. september þar sem allir nemendur tóku þátt.

bekkjarfélögum.

nemendur en ekki fer allt vel eins og hún

Íþróttakennarar skólans sáu um að skipuleggja hlaupsið og kennarar skráðu fjölda hringja í kringum skrúðgarðinn sem nemendur hlupu. Nemendur hlupu að meðaltali rúma fimm kílómetra. Á yngsta stigi hlupu Patrik Joe Birmingham og Viktor Garri Guðnason lengst hjá strákum (8,8 km) og Helena Rán Gunnarsdóttir (8,2 km) hjá stelpum. Á miðstigi hljóp Ásgeir Orri Magnússon lengst hjá strákum (12,6 km) en Glódís Líf Gunnarsdóttir, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir og Laufey Lind Valgeirsdóttir lengst hjá stelpunum (10 km). Á efsta stigi hlupu Jón Ragnar Magnússon og Jóhann Gunnar Einarsson lengst hjá strákunum (15,1 km) og Helena Rafnsdóttir hjá stelpunum (12,6 km).

Bókina skrifar Harpa þar sem hún varð sjálf fyrir mjög slæmu einelti sem varði í 10 ár. Hún vonast til þess að þegar foreldrar eða kennarar lesa bókina fyrir börn þá geti saga hennar bjargað einhverju barni frá því að lenda í því sama og hún og að börn sýni hvort öðru vinsemd og virðingu því lítil orð geta skilið eftir stór ör.

Bekkjarnámskrá Á heimasíðu Njarðvíkurskóla er að finna bekkjarnámskrár hvers námshóps. Þar koma fram hæfniviðmið sem sett eru fram eftir

Aðalnámskrá

grunnskóla

2011

(almennur hluti) og 2013 (greinasvið). bekkjarnámskrám

koma

fram

Í

hæfni-

viðmið, kennsluaðferðir og námsmat auk upplýsinga um námsgögn, tímafjölda í fagi og nafn kennara.

Samningur við Björgunarsveitina Suðurnes Í

upphafi

skólaárs

var

skrifað

undir

samstarfssamning

milli

Njarðvíkurskóla og Björgunarsveitarinnar Suðurnes um að vinna sama að valgreininni Unglingadeildin Klettur sem er í boði fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Undanfarin ár hafa nemendur í Njarðvíkurskóla geta valið það að taka þátt í starfi unglingadeildarinnar sem hluta af vali sem hefur gefist mjög vel svo við tökum þessum nýja samningi fagnandi. Margir nemendur hafa fundið sig vel í starfi með björgunarsveitinni og hafa síðar tekið þátt í nýliðastarfi sveitarinnar. Tveir af umsjónarmönnum unglingadeildarinnar eru fyrrverandi nemendur Njarðvíkurskóla og byrjuðu sitt starf þar þegar þeir tóku Unglingadeildina Klett sem valgrein í skólanum.

Munið eftir að skoða heimasíðuna okkar - þar eru nýjustu fréttir og myndir af flestum viðburðum

www.njardvikurskoli.is

4

Njarðvíkurskóli - Tengill  
Njarðvíkurskóli - Tengill  

Fréttabréf Njarðvíkurskóla 32. árgangur - 5. tölublað.

Advertisement