Page 1

JÓ LA

31. árgangur - 3. tölublað 32. árgangur - 7. tölublað

TENGILL

Í þessu fréttabréfi >>>

Fréttabréf Njarðvíkurskóla

Litlu jólin í Njarðvíkurskóla

1

Litlu jólin í Njarðvíkurskóla

Föndurdagur nemenda

1

Föstudaginn 18. desember verður jólahátíð skólans

Hátíðarmatur nemenda

1

Jóla– og nýárskveðja

1

Nemendur eiga að mæta sem hér segir:

Jólahurðir í Njarðvíkurskóla

1

1., 3., 5, 7., og 9. bekkur kl. 8:30-10:30

Rithöfundar í heimsókn

2

2., 4., 6., 8. og 10. bekkur kl. 9:30-11:30

9. bekkur á leiksýningu í Hörpu

2

5. bekkur verður til kl. 11:00 vegna helgileiks

Jólaföndur foreldrafélagins

2

Á stofujólum skiptast nemendur á pökkum (nema

Kirkjuferð í Ytri-Njarðvíkurkirkju

2

bekkurinn hafi tekið ákvörðun um annað) sem þeir koma

Söngur á sal

2

með í skólann í síðasta lagi 16. desember. Innihald þeirra

Haukur Helgi í Ösp

2

Myndir frá jólaföndri foreldrafélagins

3

Jólahurðir í Njarðvíkurskóla

4-5

Fannar tendraði ljósin á vinabæjarjólatrénu

6

Frábærar gjafir frá Sigvalda og Berglindi

6

Mikil skákvakning

6

hjá umsjónarkennurum kl. 8:15 til 13:20, að öðru leyti

Njarðvíkurskóli í verðlaunasæti

6

er kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur vinna að

haldin. Henni er skipt í stofujól og hátíðarstund á sal.

má kosta um 750 kr., þarf að henta báðum kynjum og má ekki vera sælgæti. Nemendur koma með drykk (gos leyfilegt) og smákökur á stofujól.

Allir koma snyrtilega klæddir á jólahátíð.

Föndurdagur nemenda

Hátíðarmatur nemenda

Miðvikudaginn 16. desember ætla nemendur að föndra

Miðvikudaginn 16. desember

jólakortagerð auk annars föndurs og skreyta stofur og töflur fyrir jólahátíðina. Nauðsynlegt er að allir komi með skæri, lím, liti og önnur áhöld til föndurs þennan dag.

er hátíðarmatur í hádeginu fyrir alla nemendur skólans. Salurinn

er

skreyttur

og

nemendum er þjónað til borðs af starfsfólki skólans.

Jóla– og nýárskveðja Starfsfólk Njarðvíkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs

Jólahurðir í Njarðvíkurskóla

og þakkar samstarfið á liðnu ári.

Á aðventunni var nokkur vinna lögð í

Skólinn hefst aftur á nýju ári 4. janúar samkvæmt

að skreyta hurðir kennslustofanna í

stundaskrá.

Njarðvíkurskóla. Á bls. 4 og 5 eru myndir af nokkrum skemmtilegum

Kær kveðja Starfsfólk Njarðvíkurskóla

jólahurðum. Ábm. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri

VIRÐING—ÁBYRGЗVINSEMD

1


Rithöfundar í heimsókn

Kirkjuferð í Ytri-Njarðvíkurkirkju Hin árlega kirkjuferð á aðventu var farin

Bókaupplestur rithöfunda er orðinn fastur liður í skólastarfi Njarðvíkurskóla. Þá fá

þriðjudaginn 8. desember. Sr. Baldur Rafn

nemendur tækifæri til að hlusta á höfunda lesa úr verkum sínum og læra að meta

Sigurðsson tók á móti nemendum og

gildi góðra bókmennta. Höfundar segja nemendum einnig frá því hvernig þeir fá hug-

starfsfólki skólans í Ytri-Njarðvíkurkirkju.

myndir að efni í bækur sínar og verklagi sínu við skrifin. Þetta vekur alltaf áhuga hjá

Þessi stund í kirkjunni er ávallt hátíðleg og

nemendum sem hafa margar spurningar í kjölfarið enda örugglega margir upp-

kemur öllum í jólaskap.

rennandi rithöfundar í Njarðvíkurskóla. Í nóvember og desember fengu nemendur í Njarðvíkurskóla marga góða gesti í heimsókn.

Söngur á sal Sú hefð hefur skapast í Njarðvíkurskóla að

9. bekkur á leiksýningu í Hörpu

nemendur og starfsfólk koma saman á sal á jólaföstu og syngja jólalög. Söngur á sal hófst 1. desember og var sungið nokkrum sinnum. Markmiðið með söng á sal er að eiga notalega stund á aðventunni og að nemendur læri ýmsa söngva og jólasálma sem

síðan

eru

sungnir

á

jólahátíð

nemenda.

9. bekkur fór í Eldbogarsal Hörpu í Reykjavík og horfði á leiksýninguna „Hvað ef?“ Hvað ef - skemmtifræðsla er leiksýning sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan hátt farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna, eineltis, sjálfsmorða og fleira. Markmiðið er að sýna unglingum fram á að þeir hafi val, og að sakleysislegar stundarhrifsákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagsskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu. Leikararnir sem setja upp sýninguna eru Kolbeinn Arnbjörnsson, Thelma Marín Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Gunnar Sigurðsson sá um leikstjórn. Á síðustu tíu árum hefur nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla á landinu staðið til boða að sækja sýninguna og hafa viðbrögðin verið mikil.

Haukur Helgi í Ösp

Nemendur

í

Ösp

fengu

Jólaföndur foreldrafélagins skemmtilega

heimsókn þegar Haukur Helgi Pálsson, körfuboltakappi úr Njarðvík kom í heimsókn. Haukur Helgi hvatti nemendurna áfram í náminu og brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að læra og bera virðingu fyrir hvert öðru. 2

Jólaföndur foreldrafélagsins var haldið á sal skólans fimmtudaginn 26. nóvember. Á síðustu árum hefur jólaföndrið ávallt verið á laugardegi en þau ákváðu nú að breyta til og var því greinilega vel tekið því fullt var út úr dyrum af foreldrum og börnum sem mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut. Nemendur 10. bekkjar seldu pítsur, gos, kaffi og bakkelsi til fjáröflunar fyrir vorferð þeirra. Myndir frá jólaföndrinu má sjá á bls. 3.

www.njardvikurskoli.is


JÓLAFÖNDUR FORELDRAFÉLAGSINS

4


JÓLAHURÐIR Í NJARÐVÍKURSKÓLA


JÓLAHURÐIR Í NJARÐVÍKURSKÓLA


Fannar tendraði ljósin á vinabæjarjólatrénu Fjöldi barna og foreldra mættu á Tjarnargötutorgið í Reykjanesbæ þegar kveikt var á stærsta jólatré bæjarins sl. laugardag en það er gjöf frá Kristiansand, vinabæ Reykjanesbæjar. Sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Landsverk, afhenti tréð og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, Guðbrandur Einarsson, veitti því viðtöku. Fulltrúi frá Njarðvíkurskóla tendrar tréð á sex ára fresti. Í ár kom það í hlut Fannars Snævars Haukssonar úr 6. bekk í Njarðvíkurskóla að gera það. Árið 2009 var Smári Snær Laine fulltrúi Njarðvíkurskóla. Jólasveinar mættu á svæðið og sungu og dönsuðu í kringum stóra jólatréð með krökkunum og foreldrum þeirra í vetrarstillunni.

Myndir: Vf.is

Frábærar gjafir frá Sigvalda og Berglindi Sigvaldi Lárusson, lögreglumaður í Reykjanesbæ hefur heldur betur verið

Mikil skákvakning

að láta gott af sér leiða í samfélaginu á Suðurnesjum undanfarna mánuði. Njarðvíkurskóli fékk að njóta góðvildar hans um daginn þegar hann kom

Í Njarðvíkurskóla hefur orðið mikil skákvakning hjá færandi hendi með fullt af hlutum sem koma að góðu notum í Öspinni og nemendum, sérstaklega á miðstigi. Í nóvember fór fram nýju skynörvunarherbergi sem er verið að koma á laggirnar. Gjafirnar fjöltefli þar sem Sólon Siguringason í 5. ÁB keppti við innihéldu,

flatskjá,

DVD

spilara,

heyrnatól,

ledljós,

ljósvarpa

og

nemendur í 6. HG. Fór það svo að hann vann allar skynörvunarteppi. Njarðvíkurskóli þakkar þeim hjónum Sigvalda og skákirnar nema tvær sem fóru í jafntefli.

Berglindi Kristjánsdóttur kærlega fyrir höfðinglegar gjafir.

Njarðvíkurskóli í verðlaunasæti Nemendur 10. bekkjar tóku í annað sinn þátt í verkefninu Aðgengi að lífinu sem er verkefni MND félagsins og unnið með stuðningi Velferðarráðuneytisins.

Guðjón

Sigurðsson, formaður MND félagsins og Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, fara í grunnskóla og hitta nemendur 10. bekkjar til að efla skilning ungmenna á aðstæðum hreyfihamlaðra, að stuðla að bættu aðgengi hreyfihamlaðra með því að nemendur skoði lausnir á aðgengismálum og skapa þannig jafnréttisgrundvöll á milli hreyfihamlaðra og óhreyfihamlaðra. Hugmyndin er að með því að vekja ungmenni til umhugsunar um aðgengismál þá geti þau beitt sér fyrir úrbótum í framtíðinni. Einn hópur nemenda úr Njarðvíkurskóla var í efstu 5 sætunum í keppninni en yfir 100 myndbönd voru send inn. Þær Gunnhildur Aradóttir og Elsa Katrín Galvez áttu það myndband og mættu til hátíðlegrar athafnar í húsi Orkuveitu Reykjarvíkur þar sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin. Þeirra Myndband stúlknanna varð í 5. sæti og fengu þær bæði peningaverðlaun sem og boðskort á Hamborgarafabrikkuna. Það var myndband frá nemendum í Hraunvallaskóla sem var í fyrsta sæti en nágrannar okkar í Heiðarskóla í Reykjanebæ áttu verðlaunamyndband í 3. sæti.

GLEÐILEG JÓL


GLEÐILEG JÓL

Njarðvíkurskóli - Tengill  
Njarðvíkurskóli - Tengill  

Fréttabréf Njarðvíkurskóla 32. árgangur - 7. tölublað.

Advertisement