Page 1

Jafnvægishjól fyrir börn á aldrinum eins og hálfs til fimm ára. Frábær hjól fyrir börn til þess að læra að halda jafnvægi og stíga sín fyrstu skref á hjóli. Einstaklega létt hjól sem börn ná mjög fljótt tökum á. Engir pedalar, keðja eða oddhvassir hlutir sem geta meitt börnin.

12,7 mm stýri sem gerir litlum höndum auðvelt að ná utan um það, með mjúkum gúmmí handföngum. Stillanleg hæð á stýri með álklemmu. Hæð 46-56 cm.

Álklemma stillir sætishæðina með 5 mm lykli (sem fylgir með). Stillanlegt í 28 - 41 cm.

Einstaklega léttar og sterkar gjarðir sem eru heilsteyptar og þurfa aldrei viðhald.

Fótstandur er á stellinu þar sem hægt er að leggja fæturna á og standa á ef börnin vilja.

EVA polymer plast dekk með sérstökum iðnaðar svampi gerir þau mjúk og sterk. Það þarf aldrei að bæta lofti í þau og það springur aldrei.

Hægt er að setja bremsu á hjólið (seld sér).

Sætið er hannað með byrjendur í huga með grannan sitjanda. Mjórra, minna og léttara en venjuleg reiðhjólasæti. Vatnshelt og sterkt. Hægt er að fá stærra sæti fyrir eldri börn. (Aukahlutur)

Strider upplýsingar  

Barna jafnvægishjól.

Strider upplýsingar  

Barna jafnvægishjól.

Advertisement