Page 1

H贸l avall agar冒ur


Upphaf kirkjugarðsins Kirkjugarðurinn var vígður í vetrarbyrjun 1838. Íbúar bæjarins voru ekki nema rúmlega 800, og fannst mönnum þetta flæmi vera of stór fyrir litla bæinn Reykjavík. Túnið var holótt og höfðu menn ekki trú á því að þetta tún yrði kirkjugarður Reykvíkinga. Reykjavík óx hraðar en nokkurn óraði og þrjátíu árum síðar var garðurinn of lítill. Flöturinn var 82.75 m á hvern veg og svo út grafinn að nýdauðir hefðu helst þurft að liggja til fóta, út og suður, væri þeim holað niður. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni um Hólavallagarð að garðurinn sé ,,stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur” og er þá vísa til aragrúa minningarmarka í garðinum, sem mörg hver eiga ekki sinn líka en hugtakið ,,minningarmörk” er notað yfir allar tegundir minnismerkja og minnisvarða sem reist eru á grafreit. Í garðinum er hægt að rekja stíl og sérkenni evrópskrar og íslenskrar listasögu í nær 150 ára órofnu samhengi.


Vökumaður Samkvæmt þjóðsögunni var það trú manna, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði ,,vökumaður” hans. Átti hann ekki að rotna, en taka á móti öllum þeim sem í garðinum hvíla og vaka stöðugt yfir garðinum. Sumir sögðust hafa séð vökumann og var hann jafnan rauðklæddur, en aðrir að hann væri á grænum kjól. Haustið 1838 voru það einungis fátæklingar í Reykjavík sem kvöddu þennan heim og alls ekki treystandi fyrir svona nýjum og dýrum garði. Guðrún Oddsdóttir síðari eiginkona Stefáns Stephensens amtmanns frá Hvítárvöllum og dóttir Odds Þorvarðarsonar prests á Reynivöllum í Kjós dó 11.nóvember 1838. Stiftamtmaðurinn hafði lengi beðið eftir því að fá verðuga manneskju til að vígja garðinn, en enginn vildi láta ættingja sinn grafinn fyrstan í garðinum vegna hjátrúar. Merkiskonan Guðrún var fyrsta manneskjan til að vera grafin í garðinum og hafði Hólavallagarður fengið sinn vökumann. Nokkurn beyg höfðu menn af því að láta jarða sig eða sína nálægt gröf vökumanns, svo sem á Görðum á Álftanesi, þar sem enginn var grafinn í því horni garðsins sem vökumannsgröfin er sögð vera. Er sú ástæða fyrir því, að hann átti að vera ófrýnn ásýndum og stopul grafarró í nálægð hans.

Leiði Guðrúnar Oddsdóttur Krossinn á leiði Guðrúnar er mjög hreinlátur að sniði, með óflúruðum, en nýgotneskum armsprotum, og stendur hann á tvöfaldri undirstöðu. Áletrunin, sem steypt er með krossinum sjálfum, er svohljóðandi:

Hér hvílir Gudrún Oddsdóttir, Frú Sveinbiørnsson 59 ára gömul Á undirstöðu krossins, sem er kassalaga, er mynd af lampa með logandi eldi, en handfangið er gotneskur bogi. Samskonar lampi er aftan á undirstöðunni. Með forngrikkjum var logandi lampi tákn sálarinnar, en einnig vísar hann til margra staða í helgri bók, þar sem lampinn er tákn sannleikans.


Graftákn hólavallagarðs

Uppruni vesturevrópskra graftákna er af tvennum rótum, þ.e. af fornklassískri list eða af stofni kristinnar táknfræði. Það er slík tákn sem setja svip sinn á legsteina og önnur grafminnismerki miðalda, endurreisnar og barokkstíls, en með uppgangi borgarastéttarinnar og nýklassíska stílsins á ofanverðri 18.öld taka forngrísk og rómversk tákn og stílgervingar að hasla sér rúm á minningarmörkum. Þegar kemur fram á 19.öldina eru þau víða eingöngu notuð, þ.e.a.s. súlan, odddrangurinn, kerið, sveigurinn, harpan og hverskyns allegóriskar myndir sálar, nætur eða aftureldinga. Skreytingu legmarka í Hólavallagarði má skipta í fimm höfuðflokka: 1. huglæg tákn (symbók) 2. myndhverf tákn (allegóríur) 3. mannamyndir, 4. merki 5. skraut, sem ekki er vitað hvort sé táknræn merking

Íslenskir legsteinasmiðar hlutu ekki neitt sérnám í t áknfræðum og voru erlend legmörk sjaldan unnin eftir frumteikningu.Tvær eru tegundir legsteina sem enn hafa ekki verið nefndar og mjög ólíkar. Hin fyrri eru uppreistu stuðlabergsdrangarnir. Það var til siðs hér á árum áður að leggja stuðlabergsdranga á leiði. Hann var áletraður og notast var við stuðlaberg á þeim slóðum sem það fannst. Langur tími leið þó frá því að uppréttir legsteinar urðu til siðs og þar til nokkrum kom í hug að reisa stuðlabergsdrang upp á endann. Hin ónefnda steintegundin hafið þau einkenni að hábrún steinanna er ekki aðeins rislaga eða bogadregin, heldur með ýmiskonar flúruðu formi.


Bærinn Reykjavík

Legmörk hafa ekki alltaf speglað samfélags- eða menntunarstétt manna. Undir einföldum, sviplitlum steinum hvíla margir merkismenn samfélagsins og oft góðir menn almúgastéttarinnar undir alls engum steini. Minnismerki úr steini skipti fjölskyldu og vini þá sérstaklega á 19.öld. miklu máli. Reykjavík var ákaflega stéttskipt. Bæjarbúar greindust í tvo flokka, brodda og pöbulinn. Þeir Reykvíkingar sem létust á þessum árum voru ekki fjölmennari en svo að þeir látnu áttu oftast stóran hóp af vinum og ættingjum og ef um Reykjavík þessara ára var ekki fjömennari en svo, að hver látinn maður átti sem oftast stóran hóp vina og ættingja, og ef um einstakling sem mikið hafði borið á í samfélaginu, var líkfylgd hans fjölmennasta samkoma fólks í Reykjavík. Margir vinir og vandamenn átti því ótalin sporin á eftir burðarmönnunum úr Dómkirkjunni,

vestur Kirkjubrú og suður Líkhússtíg, í Hólavallagarð. Ræðurnar voru langar í kirkjunni, og suður í garði var önnur ræða, sálmasöngur og erfiljóðin. Erfidrykkjan var nærri jafn helg skylda og guðsorðið sjálft. Lífið hélt áfram og umbreyttur dagur í lífi fjölskyldu eða sögu þjóðar. Mjög skortir á heimildir um þann fjölda manna sem grafnir hafa verið í kirkjugarðinum frá því hann var vígður fyrir réttri hálfri annarri öld. Samkvæmt skrám kirkjugarðsins var þekkt legstæði aðeins tæp 10.000. Er þar aðallega um að ræða merktar grafir, en nöfn hinna, sem aldrei voru færðir til bókar, eða þar sem tví- og þrígrafið er, margfalda þá tölu. Garðurinn er minnisvarði um fólkið sem landið byggði, og þar megi finna ýmsar upplýsingar um samfélagið hverju sinni, til að mynda stöðu kvenna gegnum tíðina.


รกbyrgรฐarmaรฐur: Nanna ร†varsdรณttir

Holavallagardur  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you