Page 1

Námskeið fyrir starfsmenn ríkisins veturinn 2009 til 2010

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Arnarhvoli við Lindargötu - 150 Reykjavík www.fjarmalaraduneyti.is ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Dunhaga 7 -107 Reykjavík www.endurmenntun.is


Fjármálaráðuneytið hefur í samstarfi við Endurmenntun skipulagt námskeið fyrir starfsmenn ríkisins haustið 2009 og vorið 2010. Námskeiðin eru sniðin að sérþörfum ríkisins og ríkisstarfsmanna. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Endurmenntunar. Valin námskeið verða kennd í fjarkennslu frá símenntunarstöðvum landsins ef næg þátttaka fæst og veitir Endurmenntun upplýsingar um þau. Skráning fer fram á vefsíðu Endurmenntunar, endurmenntun.is eða í síma 525 4444. Sjá einnig vefsíðu fjármálaráðuneytisins, fjr.is og stjórnendavefinn, stjornendavefur.is

HAUST 2009 Gerð lagafrumvarpa og reglugerða Farið verður yfir gerð lagafrumvarpa, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla þ.m.t. reglur og leiðbeiningar forsætisráðuneytisins um undirbúning og frágang stjórnarfrumvarpa. Fjallað verður sérstaklega um hvernig skuli útbúa slíkan texta, hvað hann eigi að innihalda og helstu aðferðir kynntar. Ætlað starfsfólki sem annast gerð lagafrumvarpa, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla. Hvenær: Fim. 24. sept. kl. 12:15-17:15 Kennarar: Páll Þórhallsson, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Verð: 12.800 kr. Þátttaka í fjarfundi möguleg Fjármál ríkisstofnana Gerð verður grein fyrir umfangi og afmörkun ríkisrekstrarins, fjárlögum og fjárlagagerð, reglugerð um framkvæmd fjárlaga og fjárhagslegri ábyrgð forstöðumanna. Einnig verður farið yfir ýmis verkefni fjármáladeilda stofnana, svo sem verklag og áherslur við áætlanagerð og reikningsskil, kostnaðareftirlit og tengsl fjármálastjórnar við stefnumótun og ýmis umbótaverkefni. Ætlað forstöðumönnum, fjármálastjórum og starfsfólki fjármáladeilda. Hvenær: Fim. 1. okt. kl. 13:00-16:00 og fös. 2. okt. kl. 8:30-12:30 Kennari: Jón Magnússon, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Verð: 17.400 kr. Þátttaka í fjarfundi möguleg


Sameining stofnana / verkefna Farið verður yfir atriði í breytingastjórnun sem þarf að huga að þegar unnið er að sameiningu stofnana og öðrum umfangsmiklum skipulagsbreytingum. Rit Leifs Eysteinssonar: „Sameining ríkisstofnana og tengdar breytingar“ sem fjármálaráðuneytið gaf út í desember sl. verður lagt til grundvallar á námskeiðinu. Þátttakendum er bent á að verða sér út um umrætt rit á rafrænu formi á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, undir liðnum útgefið efni. Ætlað þeim sem taka virkan þátt í sameiningu stofnana eða öðrum meiriháttar skipulagsbreytingum. Hvenær: Fim. 29. okt. kl. 13:15-16:00 og fös. 30. okt. kl. 8:30-12:30 Kennari: Leifur Eysteinsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Verð: 17.400 kr.

VOR 2010 Upplýsinga- og skjalastjórn Farið verður yfir lög og reglur sem gilda um mál innan ráðuneyta og stofnana og aðferðir við vistun gagna. Einnig verður farið í skjalastjórnun sem aðferð við að auðvelda stjórnun ráðuneyta og stofnana og auka skilvirkni og bæta upplýsingastreymi. Auk þess verður fjallað um hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands. Ætlað starfsfólki stofnana sem sér um myndun, útsendingar og utanumhald bréfa og skjala. Hvenær: Fim. 21. jan. kl. 13:15-16:00 og fös. 22. jan. kl. 8:30-12:30 Kennarar: Kristín Ólafsdóttir, M.Sc., bókasafns- og upplýsingafræðingur og skjala- og upplýsingastjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Ásgerður Kjartansdóttir, MLib, bókasafns- og upplýsingafræðingur og deildarstjóri skjala- og bókasafns menntamálaráðuneytisins. Verð: 17.400 kr. Þátttaka í fjarfundi möguleg Stjórnsýslu- og upplýsingalög Farið verður yfir helstu ákvæði stjórnsýslu- og upplýsingalaga. Tekin verða fyrir raunhæf dæmi sem upp kunna að koma og álitaefni. Fjallað verður um hlutverk embættis umboðsmanns Alþingis og tengsl þess við starfsfólk stjórnsýslunnar. Ætlað ólöglærðu starfsfólki ráðuneyta og stofnana sem starfa við almenna stjórnsýslu. Hvenær: Vor 2010. Nánari dagsetning verður auglýst síðar. Kennarar: Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn. Verð: 17.400 kr. Þátttaka í fjarfundi möguleg

namskeid_fyrir_starfsmenn_rikisins_2009_2010  

ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Dunhaga 7 -107 Reykjavík www.endurmenntun.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Arnarhvoli við Lindargötu - 150 Reykjavík www.a...

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you