N4 dagskráin 45 13

Page 53

Center (Heilsan endurheimt) þar sem hún tók á móti

fíknsjúklingum og rannsakaði ástand þeirra. Í kjölfarið

kom meðferð í samræmi við

ástand og einkenni sérhvers sjúklings. Læknar og sér-

fræðingar á ýmsum sviðum

skoða og rannsaka hvert eitt tilfelli og meta þá meðferð

sem hver og einn sjúklingur þarfnast í samræmi við

niðurstöður. Það sem mestu skiptir til að ná bættri heilsu líkamlega og andlega er uppbygging - andleg og

líkamleg, lagfæring á þeim skemmdum sem

áfengið og önnur fíkni hafa valdið. Áherslan er lögð á næringu og þau lífefni og bætiefni sem sjúklingar þurfa til að ná heilsu á ný.

Fróðlegar upplýsingar

„Í bókinni skýrir höfundur frá þeim uppgötvunum sem hafa orðið til þess að færa fjölmörgum

áfengis- og fíknsjúklingum heilsu og vellíðan auk þess að losa þá við fíknina sem hefur

valdið þeim svo miklum þjáningum. Höfundur skýrir orsakir fíknarinnar og hvernig áfengið

og/eða fíkniefnin skemmir líffærin og brenglar hugarstarfsemi og tilfinningar þegar boðefni heilans starfa óeðlilega vegna skorts á

nauðsynlegri næringu. Í bókinni er sagt frá

fjórum lífefnagerðum – þ.e. hvernig líkaminn og líffærin bregðast við áfengi - og öðrum

fíkniefnum- á misjafnan hátt allt eftir þeirri

lífefnagerð sem viðkomandi tilheyrir. Þessar

lífefnagerðir eru fjórar og er þeim lýst í bókinni með persónudæmum. Jafnframt er þeirri

meðferð lýst sem við á í hverju tilfelli. Doktorsritgerð höfundar inniheldur megnið af því sem

fram kemur í bókinni.

Næringar – og vítamínmeðferð auk notkun amínósýra ofl. efna eru lykilatriðið í öllum

tilfellum. Næringar- og vítamín- og steinefna-

listar taka yfir margar blaðsíður og skýrt er frá áhrifum allra efnanna í smáatriðum. Einnig eru listar yfir amínósýrur (24) og skýrt frá

áhrifum þeirra og virkni. Nákvæmir listar eru

birtir yfir öll næringarefnin sem tilheyra hverri lífefnagerð og hvernig skuli nota þau.“

Einn kafli bókarinnar er helgaður þunglyndi sem er einn helsti fylgifiskur áfengissýki og

fíkniefnamisnotkunar. Í bókinni eru taldar upp sjö tegundir þunglyndis sem hrjá alkohólista. Skortur á taugaboðefnum sem flytja boð milli heilafruma veldur tilfinningalegum

einkennum – þar á meðal þunglyndi, einnig

ýmsum einkennum s.s. ótta og kvíða. Margir áfengissjúklingar þjást af blóðsykursveiflu,

candida-einkennum, vanstarfsemi skjaldkirtils og – auk skorts á taugaboðefnumm – verður mikill skortur á vítamínum og steinefnum í

líkamanum. Um allt þetta og margt fleira er fjallað í bókinni. Lýst er hvernig hægt er að


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.