Page 1

Kletthálsi 7 110 Reykjavík sími:412 2500

www.murbudin.is

Serpo 261 Múrkerfi -

Endurbyggt einbýlishús á Álftanesi

Á steinullareinangrun. Á plasteinangrun. Endurklæðning án einangrunar.


Serpo® Múrkerfi Framleiðandinn Serpo einangrunarkerfi er framleitt af Maxit group í Svíþjóð. Kerfið var sett á markað til að svara auknum gæðakröfum húsbyggjenda og hentar bæði til nýklæðninga, endurklæðninga og viðgerða. Maxit hefur framleitt múrblöndur í yfir 100 ár og er leiðandi í framleiðslu múrkerfa í heiminum.

Prófanir og vottanir Serpo múrkerfið hefur staðist ströngustu prófanir á vegum Evrópusambandsins og hefur svokallaða ETA vottun (European Technical Approval). Þessi vottun þýðir að Serpo múrkerfið er sjálfkrafa samþykkt af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins, Rétt er þó að benda á sérstakar reglur Brunamálastofnunar, við notkun á Serpo 261 á plasteinangrun á fjölbýlishúsum. Sjá bls 4. Maxit framleiðandi Serpo, hefur ISO 9001 framleiðendavottun sem og ISO 14001 gæðavottun.

Fr.h. Serpo einangrunarfestingar eru sérhannaðar fyrir kerfið. Þær hafa gott grip sem tryggt er með stálpinna sem rekin er í tappann. Serpo einangrunarfestingar eru hannaðar þannig að ekki myndast loftbrú í tappanum, sem sést síðar á áferð og myndar jafnvel los.

Í lokaáferð er ráðlagt Maxit Steiningarlím/ filtmúr sem er þægilegur í notkun og skapar slétta og fallega lokaáferð undir málningu. Einnig er algengt er að steining sé valin sem lokaáferð, þar sem marmarasalla er kastað í steiningarlímið, eða þá Silicat múr, sem er sérstakt yfirborðsefni til í mörgum litum og kornastærð.

Val á múrkerfi Vanda þarf val múrklæðningar og einangrunar. Rétt er að kynna sér kröfur um stífleika einangrunar undir múrkerfið. Þannig er hægt að tryggja góðan endingartíma múrklæðningarinnar og halda sprungumyndun í lágmarki.

Hvers vegna Serpo Múrkerfi?

Efniskostnaður Vegna þunnrar múrkápu er efnisnotkun í Lykillinn að gæðum kerfisins samanstendur af Serpo Múrkerfinu lítil. Þegar efniskostnaður nokkrum atriðum. er reiknaður saman, kemur Serpo Múrkerfið vel út í samanburði við aðrar klæðningar. Fyrst ber að nefna Serpo 261 múrinn sem þróaður var fyrir kerfið. Múrinn hefur hámarksteygjanleika, styrktur með trefjum og Viðhald inniheldur efni sem auka sveigjaleika hans. Serpo 261 múrinn er tilvalin til endurklæðninga á veggjum sem þarfnast viðhalds. Serpo Glertrefjanet styrkir kápuna, því er Í sumum tilfellum er festingum og einangrun glattað í undirlagið, mikilvægt er að netið sé sleppt og múrinn dreginn beint á vegginn. með réttri möskvastærð og miklu togþoli til að Viðloðun og teygjanleiki Serpo 261 múrsins tryggja endingu og koma í veg fyrir sprungur. tryggir endingu og er hagkvæm lausn.

Útg. 05.05.09

2


Leiðbeiningar Botnlistar Byrjað er á að festa upp rétta breidd af Serpo álbotnlistum. Breidd botnlista ákvarðast af þykkt einangrunar, hvort sem hún er úr plasti eða steinull. Botnlistinn er festur með hefðbundnum reknöglum, stærð 6x50mm. Hver botnlisti er 2,7 metrar að lengd, við samskeyti þarf að mynda 3mm bil milli lista þar sem ál þenur sig og dregst saman til skiptis. Hæfilegt bil milli reknagla er 1520cm. Festingar Næsta skref er að festa upp einangrunina. Til þess eru notaðar Serpo dyfflur, þær eru með stálnagla. Borað er fyrir þeim með 8mm steinbor og naglinn rekinn í. Mikilvægt er að fylgjast með því að allar dyfflur nái tryggri og góðri festu. Lengd dyfflana skiptir líka höfuðmáli, en þær þurfa að minnsta kosti að vera 50mm lengri en þykkt einangunar. Mælt er með að einangrunin sé bæði límd og dyffluð sem tryggir örugga festu við vegginn og hindrar alla hreyfingu einangrunar.

Upplíming Sé einangrunin límd upp er notaður Multi 280 Límmúr til þess. Múrinn er dreginn á einangrunarplöturnar með tenntum glattara, 10x10mm. Forðast skal að draga líminguna beint á vegg, heldur alltaf draga hana á einangrunarplöturnar. Best er festa einangruna jafnóðum með dyfflum meðan límingin er enn blaut, ef það er ekki gert má alls ekki dyffla hana fyrr en múrinn er fullharðnaður. Einangrunarplötur. Einangrunarplöturnar eru festar upp lárétt. Byrjað er neðst á vegg, og unnið upp frá því. Einangrunarplötur eiga að standast á til helminga milli raða. Ef um er að ræða plasteinangrun skal hún vera úr harðpressuðu plasti og steinullareinangrun skal vera harðpressuð ull og skal hún varin gegn veðrun áður en múr er settur á.

Fjöldi festinga Hér til vinstri er dæmigerð mynd fyrir það hvernig dyfflum er raðað upp. Fjöldi festinga fer þó alltaf eftir stærð platna, ráðfærið ykkur því við söluaðila með fjölda og uppröðun dyffla. Almenn regla er að 5 dyfflur eru notaðar á fermeter.

Útg. 05.05.09

3


Ásetning Notaður er Serpo 261 Trefjamúr. Gæta skal þess að hræra blönduna vel til þess að virkja öll efni í henni, miklvægt er að vatnsmagn sé skv. leiðbeiningum á umbúðum. Múrinn er dreginn á með bretti eða sprautað. Ef sprauta á múrnum skal haft samráð við söluaðila um val á tækjum. Heildarlagþykkt á plasteinangrun er 7mm en 9mm á steinull. Hitastig má ekki vera undir +5°C. Framleiðandi ráðleggur að veggfletir sem klæða á séu skermaðir af með hlífaðardúk, til að verja fyrir regni eða of hraðri þornun sem getur stafað af vindi ,kulda, miklum hita og/eða sólarljósi. Fyrra lag Lagþykkt í fyrra lagi er 4 mm á plasteinangrun og 5mm á steinullareinangrun. Dregið er jafnt lag á vegginn. Plasteinangrun Steinullareinangrun

7mm heildarlagþykkt = 11,2 kg p/m2 9mm heildarlagþykkt = 14,4 kg p/m2 (eðlisþyngd – 1ltr = 1,6kg)

Glertrefjanet Serpo Glertrefjanet er glattað í blautan múrinn. Netið er lagt í lóðrétt ofan frá og niður. Gæta skal þess að glatta ekki netið of langt inn í múrinn. Á samskeytum er netið látið skarast um 100mm. Í innhorn og úthorn eru notaðir Serpo hornalistar, í gluggakanta eru einnig notaðir Serpo hornalistar. Á öll horn er sett aukastyrking með ca. 30x40cm bút af glertrefjaneti, þetta er mikilvægt til að hefta sprungumyndun. Á sökkla og 50 cm upp fyrir jarðveg er mælt með að nota Serpo Sökkulnet sem er sérstyrkt glertrefjanet sem verndar múrkápuna fyrir álagi.

Seinna lag Seinna lag er dregið á daginn eftir að fyrra lag og glertrefjanet hafa verið sett upp. Lagþykkt í seinna lagi er 3mm á plasteinangrun en 4mm á steinullareinangrun. Aftur dregið jafnt lag á vegginn, og hann síðan pússaður. Gluggakantar og horn eru mynduð á hefðbundin hátt. Áður en lokaáferð ( Silicat múr / filtun eða steining ) er sett á er mælt með að trefjamúrinn fái að ryðja sig í a.m.k tvær vikur eftir ásettningu. Lokaáferð. Kerfið er filtað eða steinað með Maxit Steiningarlími / Filtmúr eða pússað með hvítum eða lituðum Silicatmúr. Ath. Samkv. byggingarreglugerð og Leiðb. no. 135.7 frá Brunamálastofnun ríkisins gilda eftirfarandi sérreglur um notkun á Serpo 261 á plasteinangrun á fjölbýlishúsum. Ath. Með plasteinangrun er átt við eldtefjandi einangrun a.m.k. í flokki E samkv. EN-13501. a. Slíta þarf einangrun í sundur við hæðarskil og styrkja yfir gluggum og hurðum með steinull. http://www.brunamal.is/brunamalastofnun/upload/files/leidbeiningablod/leidbeiningarblad_135_7.pdf

Útg. 05.05.09

4

Serpo murkerfi hq  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you