Muninn haust 2006

Page 17

„[...]við teljum okkur búa yfir frjálsum vilja til að gera það sem okkur dettur í hug.“ óvissan um hitt. (Það er flókið að útskýra lögmálið í svo stuttu máli þannig að ég eftirlæt lesandanum að afla sér frekari upplýsinga um lögmálið. Áhugasömum bendi ég á 4. kafla Sögu tímans e. Stephen Hawking. Sú bók er til á bókasafni skólans.) Afleiðingar lögmálsins eru þær að ekki er hægt að segja nákvæmlega fyrir um orsakir eða afleiðingar

„[...]fortíð, nútíð og framtíð.[...]“ einstaks atburðar. Ávallt verða einhver skekkjumörk. Eftir því sem tíminn líður frá atviki, þeim mun fleiri breytur tvinnast inn í atburðarásina og þannig eykst óvissan um forsagnirnar og útkomuna enn frekar. Þess vegna breiðir keilan á myndinni úr sér eftir því sem tíminn líður. Þegar við stöndum frammi fyrir vali, stöndum á vegi þar sem gatan greinist teljum við okkur eiga val. Við teljum okkur eiga val því við vitum ekki hvora leiðina við förum. Í óvissunni verður til hugmyndin um valfrelsi. En valfrelsi er bara blekking því niðurstaðan verður bara ein og ákveðin. Ef óvissulögmálið gilti ekki og væri stefna, staða og hraði allra einda þekktur, mætti reikna út með lögmálum eðlisfræðinnar stefnu, stöðu og hraða eindanna á hvaða tíma sem er. Við gætum reiknað heiminn; fortíð, nútíð og framtíð. Við gætum reiknað út niðurstöðuna. Þar sem óvissan er til staðar teljum við okkur eiga val, við teljum okkur búa yfir frjálsum vilja til að gera það sem okkur dettur í hug. En það sem okkur dettur í hug er orsökum háð og þær orsakir eru einnig orsökum háðar og þannig koll af kolli.

og að hlutirnir einfaldlega gerist. Framvindan er ekki ákveðin þó forsagnirnar leiði bara til einnar niðurstöðu. Að trúa því að allt sé fyrirfram ákveðið tel ég að hafi í för með sér trú á eitthvað æðra, að eitthvað eða einhver hafi ákveðið allt fyrir okkur. Ég trúi ekki á slíkan veruleika, þó vissulega sé pláss fyrir slíkt afl í minni heimsmynd. -Ottó Elíasson

Segja grískar kýr „µµµ...“?

S

Sú skoðun mín að við höfum engin áhrif á val okkar og gerðir virðist eflaust mörgum leiða til forlagatrúar. Þ.e. að ég trúi því að allt sé fyrirfram ákveðið. Ég hafna því og vil gera greinarmun á að allt sé fyrirfram ákveðið

16


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.