Page 1


Sindri Geir

Marta Sigríður aðstoðarritstýra

Hildur Gunnars gjaldkeri

ritstjóri

Hrefna Rún

Ritstjórn Munins haustið 2009

Sigríður

auglýsingastýra

auglýsingastýra

Bjarni Þórodds umsjón með greinum

Daníel vefstjóri

Guðrún Veturliða umsjón með greinum


Alexandra Dögg

Alma Rún

Bjarki Guðmunds.

Bjarni Þór

Brandur

Darri Rafn

Hinrik

Hrafnhildur Marta

Inga Bryndís

Ingi Jóhann

Jóhanna Stefáns.

Margrét Helga

Tinna Ingólfs.

Þorvaldur Örn


Í upphafi var ritstjóri. Ritstjórinn sagði ,,verði ritstjórn” og hún varð. Án kosninga eða samráðs var mestu mannvitsbrekkum skólans fengnar stöður innan ritstjórnarinnar og sköpunarsaga Munins hófst. Muninn var skapaður á sjö dögum eins og heimurinn, eða hvað? Svona án gríns þá var heimurinn skapaður á sekúntubroti (sbr. Miklihvellur) en það tók heila önn að skapa Muninn og það þykir full sannað að því lengri tíma sem eytt er í sköpunarverkið því fullkomnara verður það, þar af leiðandi er Muninn fullkomnari en heimurinn. Nú vilja einhverjir hringja í vælubílinn og segja ,,Jú sjáðu, heimurinn er búinn að vera í stanslausri þróun síðustu billjón milljón ár...” en við þá segi ég bara lestu Biblíuna... eða lestu greinina aftur frá byrjun, við erum að tala um sköpunarsögu en ekki þróunarsögu! Til ykkar sem trúið ekki Biblíunni. Ætlið þið að efast það sem stendur í mest seldu bók veraldar? Er sannleikurinn ekki bara það sem flestir trúa að sé satt? Ég meina það virkaði vel í Sovétríkjunum, Íslandi fyrir hrun og Norður Kóreu. Sama hvort heimurinn var skapaður á sjö dögum eða sekúntubroti þá er Muninn allavega awesome. Huginn og Muninn fljúga hverjan dag jörmungrund yfir. Óumk eg Hugin að hann aftur né komi, þó sjáumk eg meir um Munin. Ég ákvað að hafa brot úr kvæðinu á forsíðu blaðsins til að minna á að við snúum aftur á næstu önn. Þó ég muni ekki eftir öllu því sem Valdimar kenndi mér um Eddukvæðin þá get ég ekki túlkað þetta kvæði betur en svo að Muninn sé betri en Huginn og lífsseigari. En þá vil ég koma að því aftur að Muninn er jú fullkomnari en heimurinn og hlýtur því að vera betri en Huginn. Afhverju er ég ekki Inspector scholae? Það myndi alveg meika sens! Ég held að þetta sé komið út í rugl. Ég vil þakka þeim sem lásu og býð þeim hér með gleðilegan Muninn!

Muninn er kominn út.

w

Ritstjórnin er til í að kjósa allt nema Kratana og Borgarahreyfinguna

4


Ávarp Inspector scholae Kæru nemendur. Skólasöngur okkar menntskælinga er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og lagið er eftir Pál Ísólfsson. Það er mikill sannleikur í texta Davíðs og meiningin er sígild. Ein lína textans hefur ásótt mig upp á síðkastið og ég er sífellt að gera mér betur grein fyrir því hve vel hún á við um þessar mundir. Forna dáð er fremd að rækja. Nú er okkur mikilvægara en nokkru sinni að halda í hefðirnar og viðhalda anda skólans. Eins og Jón Már skólameistari minnir okkur nemendurna ósjaldan á byggir Menntaskólinn á Akureyri á fornri hefð en er á sama tíma framsækinn og nýstárlegur skóli. Þetta er gegnumgangandi stef í skólagöngu okkar. Vegna tilkomu nýrra framhaldsskólalaga munu umtalsverðar breytingar eiga sér stað á umgjörð og efnistökum skólans. Margir óttast þær breytingar sem eru í vændum og spyrja: Hvað verður um skólann okkar? Mun nýtt skólakerfi breyta menntskælingum til hins betra eða hins verra? Mun skólinn verða samur?

Óneitanlega mun ný námsskrá breyta inntaki námsins til framtíðar en er ástæða til að hafa áhyggjur af því? Er það námsskráin sem mótar okkur sem manneskjur? Gerir stærðfræði 103 okkur að því sem við erum? Skapa lífsleiknitímar lífsskoðanir okkar? Er logbog í dönsku leiðarvísir okkar í lífinu? Vissulega hafa allir þessir þættir áhrif á menntun okkar. Skólanámið á auðvitað sinn þátt í að gera okkur eins og við erum. En þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki eingöngu námið sem mótar okkur. Félagsskapurinn mótar okkur ekki síður. Innan veggja skólans eignumst við vini sem standa með okkur út lífið. Við lærum af því að vera með þeim, vinna með þeim. Með þeim lærum við að skilgreina okkur sem einstaklinga. Það eru þessir vinir sem ásamt náminu kenna okkur á lífið. Menntaskólinn á Akureyri er brautryðjandi. Þegar framhaldsskólalögin voru samþykkt stóðu skólayfirvöld frammi fyrir tveim möguleikum. Við gátum beðið og látið aðra skóla hanna nýja námsskrá. Séð hvernig hún reyndist og unnið svo út frá henni. Eða: Við gátum hent okkur út í djúpu laugina. Farið á fullt í hugmyndavinnu og lagað námsskrána eftir okkar þörfum og markmiðum. Skapað það námsumhverfi sem við teljum ákjósanlegast. Auðvitað völdum við seinni kostinn. Við höldum saman, Norðanmenn. Við hjálpumst að og búum til nýtt námskerfi fyrir Menntskælinga komandi ára. Það verður tryggt að Menntaskólinn á Akureyri verður eftir sem áður í hópi bestu skóla landsins. Því andi Menntaskólans er sterkur þótt við getum kannski ekki skilgreint hann nákvæmlega. Ég hef verið spurður hvað sé svona gott við MA. Það er ekki til neitt eitt hugtak sem nær yfir allt það sem einkennir okkur sem MA-inga en eitt orð kemst nokkuð nálægt því: Samheldni. Við stöndum saman. Við erum öll með sama markmiðið. Við hjálpum hvert öðru og leiðbeinum. Við hlæjum og grátum saman. Þetta er ekki sjálfgefið og engin hér inni ætti að ganga að því sem vísu. Við skulum vera þakklát fyrir þann samhug sem einkennir skólann og gerir hann að því trausta og örugga umhverfi sem við þekkjum og elskum. Því, góðir nemendur, þótt að skólinn og námið þróist með árunum mun andi MA, þessi samheldni og vinátta, halda áfram að hlúa að nemendum Menntaskólans um ókomin ár. Forna dáð er fremd að rækja. Fagrir draumar rætast enn. Heill sé þeim, sem hingað sækja, höldum saman, Norðanmenn.

Axel Ingi Árnason, Inspector scholae 2009 -2010

Á Hólum eru 72 hurðir

5


VinsĂŚlastur Ă­ bekknum


Hva ð þér a þrjá k á ey enn Vilh ð jálm ieyju ? ara myn s og E d Ingv inar Sig ir þú ta WH ar S tryg k Y?A t gs, U a með ærð gasti f þv f n r æ ía r, hin ðike nar nna ir er ð þeir e ri u r u lan með Tölv a g e e s ð ve kem ða t Th..t sen. alva mtil ölva e? Ta ! aaaa Páll lv...t Ó ööö æji n skar e lv... ða o co shit. mm Axel In e g n Hva i t , ? é a g ge ð fin t ek hh þess nst þ G1, ki va i ér u M1 lið á er erfið m sj eða .. milli allan H1 ? . Kod n?A H1. dísle – sto w esom ik? V fan e han ið hv Hve s e e r i nars n? r er u liggj sigtr a, so ppáhal yggs ds s fa ? . telli ngin þín ? Ky nlífs telli ng ? bara ,

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í ? Örugglega í skíðaferðalagi í Austurríki, þá var svona sauna á hótelinu, ég fór þarna allsber inn og var frekar lengi að fatta að þetta var bara karla sauna, konusaunan var við hliðiná... Hvað heita húsverðirnir ? uuuu...ég get lýst þeim? Hver er uppáhalds stjórnarmeðlimur þinn ? Gísli WHY ? Af því að ég þekki hann best (eða bíddu hverjir eru í stjórn..?) Hver frægasta manneskjan í símaskránni þinni ? pabbi... hann var allavegana í útvarpinu um daginn... Hver er uppáhalds stellingin þín ? standandi 69

ICELANDIC BUS COMPANY

SBA - NORÐURLEIÐ


Ó, að vera ungur og leika sér. Airwaves eru fimm dagar af stanslausum tónleikum, fallegu fólki og allskyns fjöri sem ég get vel mælt með. Hátíðin átti í þetta skiptið 10 ára afmæli. Það var blásið á allt tal um að kreppan væri skollin á Airwaves þegar allra þjóða kvikindi flykktust til Reykjavíkur. Mest var auðvitað um Íslendinga, með þann hávaða og læti sem oft einkenna þá. Tónlistarmenn sem hafa á árum áður spilað á hátíðinni eru ekki óþekktari en The Flaming Lips, Fatboy Slim, The Bravery, Kaiser Chiefs, Bloc Party og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að böndin í ár séu ekki orðin eins fræg þýðir það alls ekki að þau séu verri fyrir vikið. Hljómsveitir eins og Casiokids, Micachu & The Shapes, Metronomy og Kings of Convenience vöktu mesta athygli af þeim erlendu. Það kannast ef til vill ekki allir við þessi nöfn í dag, en svipað og Vampire Weekend og CSS öðluðust aukna frægð hér á landi eftir síðustu Airwaves er ég viss um að á komandi misserum munu þessi bönd verða æ meira áberandi. Margir eiga þá eflaust eftir að naga sig í handabökin yfir því að hafa ekki drifið sig. Þær íslensku hljómsveitir sem spiluðu finnst mér einar og sér vera nægileg ástæða þess að fara, og vel það. Mammút, Hjaltalín, Kimono, Dikta, FM Belfast, Retro Stefson, Leaves og um 140 aðrir íslenskir tónlistarmenn og hljómsveitir spiluðu á víð og dreif um miðbæinn, á móti rúmlega 50 erlendum. Sú staðreynd að, í 300.000 íbúa landi sé

hægt að halda tónlistarhátíð í fimm daga, frá kl.14:00-02:00 þegar mest stendur, segir ýmislegt um þá grósku sem ríkir í tónlistarlífi landsins. Það hve alþjóðleg hátíðin er orðin gefur íslenskum hljómsveitum tilvalið tækifæri til að koma sér á framfæri, og er góð leið til að uppgötva erlend bönd sem maður hefði annars aldrei vitað af. Airwaves er þó ekki einungis tónlistarhátíð, því áfengisneysla virðist vera órjúfanlegur fylgifiskur hennar. Það er endalaust hægt að spyrja sig að því hvers vegna mörgum sé svo lífsnauðsynlegt að hella í sig víni, við hinar ýmsu aðstæður, og þessar þá sérstaklega. Það er alls staðar frábær tónlist, stemningin er góð og fólkið er vinalegt. Spurningunni er vel hægt að svara heimskulega: Af því það er gaman. Í kjölfarið er hægt að spyrja sig að öðru: Var tónlistin frábær, stemningin góð og fólkið vinalegt að mestu leyti vegna þess að maður var búinn að hella í sig svo miklu víni? Eins mikið og sumir kjósa að nýta sér þá aðferð, þá er alltaf hætta á því að missa af því sem er virkilega í gangi. Á þessari hátíð var það sem var í gangi alveg nógu frábært til að hægt væri að njóta þess í heilbrigðara ástandi. Sama hvort um var að ræða rafmagnað popp, þjóðlagatónlist eða þungarokk olli tónlistin mér voðalega sjaldan vonbrigðum. Ef svo var, tók það mig hvort eð er bara nokkrar mínútur að rölta yfir á næstu tónleikastaði og finna eitthvað við mitt hæfi.

Að fara á Airwaves var svipað því að fara í ferskan göngutúr eftir langa inniveru. Það tónleikahald sem þrífst hér á Akureyri er einna helst Hjálmar, Hvanndalsbræður eða Dúndurfréttir á Græna Hattinum. Auk þungarokkshljómsveitanna í Húsinu. Það getur vart talist spennandi til lengdar. Að kynnast nýrri tónlist, öðruvísi fólki og skemmtilegum stöðum er það hins vegar. Þess vegna er kjörið að skella sér í þetta ferðalag. Áður en svartasta myrkrið er skollið á með tilheyrandi verkefnaskilum, skammdegisþunglyndi og kulda. Að gleyma öllu því sem maður á að vera að gera, í fimm daga, skemmta sér vel og mæta endurnærður næsta mánudagsmorgun – tilbúinn í hversdagslífið aftur. Guðrún Veturliðadóttir

„gefðu mér sjúss en vertu ekkert að hafa fyrir því að segja mér ævisögu þína“

8


Það sést hverjir versla í


Nú lifum við á tímum sem erfitt er að verða sér úti um vinnu og ævintýraþráin plagar menn. Það sem fæstir vita er að hægt er að sameina þessi tvö vandamál og fá stórkostlega útkomu. Fjöldinn allur er til af samtökum og stofnunum sem útvega ungmennum vinnu, líka á sumrin, og samúðin með bágstöddum, kreppuþjáðum Íslendingum er mikil. Ef ævintýraþráin plagar menn en peningaleysið ekki, t.d. eftir framhaldsskólann og í sumarfríum, er um að gera að halda út fyrir landsteinana og gera eitthvað uppbyggilegt.

Sjálfboðaliðastörf Það virðist vefjast fyrir mörgum hvaða stefnu eigi að taka eftir framhaldsskólann. Sumir kjósa að fá sér vinnu og sanka að sér lausafé en aðrir kjósa að hrista aðeins upp í tilverunni, brjóta hin hefðbundnu lífsmynstur og leita á erlenda grundu. Þá eru sjálfboðaliðastörf vinsæll kostur:

AUS, Alþjóðleg ungmennaskipti, eru sjálfboðaliðasamtök sem starfa út um allan heim. Verkefnin geta verið margvísleg og mislöng. Stystu verkefnin eru aðeins í 2 vikur, en þau lengstu í heilt ár. Sjálfboðaliðarnir fá ekki borguð laun en þeim er séð fyrir fæði og gistingu, auk þess sem þeir fá vasapening. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja kynnast framandi menningu og láta gott af sér leiða. Meiri upplýsingar er að finna á www.aus.is ja í sambandi við da sem margir þekk Konráð fór til Úgan áð upplifði var in en það sem Konr harðstjórann Idi Am þjálfa krakka í að í fyrstu starf við k fék nn Ha ð. na allt an m spillingar innan nn út í sandinn söku ra ð þa en a olt tb fó ökin hafa reynst því nn segir AUS samt mið. Hann endaði samtakanna, en ha gar út hafi verið ko þe inna manna g rð rle llo iða fu p he hó en ð lfa allt anna ili og við að þjá eim jah ing ys búskap, en ar rle rft ða en sjálfsþu á að vinna á muna þekktu fátt annað m se ur nd bæ ru vo úti í sveit. Það fótboltaspilarar. reyndust hörkugóðir sluna og segir hann reyn sáttur við dvölina ög síst um mj ki ek áð nr og t Ko r rg va ma Þrátt fyrir þetta , hann hafi lært tra be s hin að fara til i r sé ám breytt ti af skyldun tvímælalaust hafa það ætti að vera hlu að di. nn an ha Ísl á gir a se rn búum við hé sjálfan sig. Að lokum vestrænu sem við þá en u ing nn me og upplifa aðra ófáar færslurnar frá s en þar má finna áð nr Ko u síð gg blo aá Að lokum má bend spot.com konniuganda.blog : ns ha öl dv da an Úg

Íris Hannah sem útskrifaðist úr MA vorið 2009 fór með AUS til Mósambik í sumar og kemur heim um jólin. Hún vinnur á ríkisreknu munaðarleysingja hæli í miðborginni Maputo, en segir að mörg ólík verkefni séu í boði í hverju landi. Íris vinnur með bö rnum upp að 5 ára aldri og hefur mjög gaman af verke fninu en finnst það samt mjög krefjandi. Það þarf ríkt hugmyndaflug til að hafa ofan af fyrir börnun um og vinnan er en ginn dans á rósum, sjálfboðali ðarnir eru í miklu ábyrgðarstarfi enda halda þeir sta rfseminni uppi. Flestir sjálfboðaliða nna búa í úthverfu m höfuðborgarinnar en samtökin útvega sjálfboðaliðunum mósambískar fóstu rfjölskyldur. Íris segir það vera frábæra upplifun að fá að búa hjá heimamönnum en þannig hafi hún komist í góða snertingu við menningu og lifnað arhætti Mósambika. Þó að vinnan sé erfið segir hún að henni líði eins og hú n sé í fríi og að það sé alltaf hægt að finna tím a til að slappa af. Íri s segir að það sé auðvelt að fá frí og ferðast um landið eða nágrannalöndin eft ir að verkefni henn ar líkur.

Umsjón: Hildur Gunnarsdóttir Hinrik Ólason Marta Sigríður Róbertsdóttir


Vinna í útlöndum

Vegna kr epp úti um vin unnar varð Hinr ik Ólason nu í Finn í 3I sér la samtaka nna nýlið ndi á vegum Nor Nordjobb eru samtök sem starfa í öllum djobb ið sumar. honum v Ga ar úthluta Norðurlöndunum og sjá um að útvega Norðurlandabúum ð fylgdi h rðyrkjustarfinu se þar sem m erb s ameiginle á aldrinum 18-28 ára vinnu í öðru Norðurlandi. Í gt eldhús ergi á heimavist, á stærð v ið fyr raun geta allir sótt um Nordjobb en Íslendingar eru kjallaran fataskáp en þó bæ ir 10 manns var um það u í forgangshópi í ljósi efnahagsástandsins. Það er því pp. Á heim tti sánuklefinn í allra þjóð a a kvikind ekki eftir neinu að bíða, bara að skrá sig og drífa sig út. i og segis vistinni bjuggu fleiri Asíu t H b ú in Fólk sem er bundið í hjólastól eða öðruvísi fatlað getur en Norðu um og spænskum rik hafa kynnst rlandabú ælandi fó einnig fengið vinnu. Gott er að njóta aðstoðar einhvers um. lki heldu r sem kann eitthvað fyrir sér í öðru norðurlandamáli því Vinnan v a r í léttari k umsóknarferlið fer fram á sænsku eða dönsku. sá dagur a að Hinrik ntinum en það le ið ekki mætti ek og engin ki n sagði n eitt, 15 m á réttum tíma gátu orð ínútn ið a konar fríð llt að tveir klukku a kaffipásur tí indi fylgd Wwoof eru alþjóðaleg sjálfboðaliðasamtök u starfinu mar og ýmis gúmmíha svo sem nskar og frí stígvé sem gefa einstaklingum tækifæri til að vinna nafnspja l, ld með li tm á lífrænum bóndabýlum um allan heim. Það ynd. er afskaplega einfalt og ódýrt að komast að á bóndabýli. Fyrst þarf að skrá sig í samtök Sumarið 2009 hélt Marta til Evrópu með það markmið að vinna á bóndabýlum í Wwoof í því landi sem á að fara til í gegnum Danmörku og Belgíu. Fyrsti áfangastaður hennar var túristaeyjan Bornholm sem er netið, en það getur kostað 10-20 evrur. Eftir rétt fyrir utan Svíþjóð, en tilheyrir þó Danmörku. Þá tóku við margir viðburðaríkir það er umsækjanda sendur listi með öllum dagar þar sem Marta lærði að keyra traktor, fór í ferð með nýstúdentum, málaði þeim bóndabýlum sem hægt er að sækja um kofa og hafði það „hyggeligt“ með hjónunum á bænum eftir erfiðan dag. Tæpum að vinna á. Á þessum lista eru upplýsingar þremur vikum seinna sagði Marta bless með kökkinn í hálsinum (því hún var orðin um staðsetningu, hvers konar vinna er í boði svo sleip í dönsku) og hélt ferðalaginu áfram. og hvernig á að hafa samband við bændurna. Algengast er að sjálfboðaliðar séu í 2-4 vikur Næsti viðkomustaður var flæmskumælandi Belgía en þar lenti Marta á bæ á hverjum stað og er matur og gisting alltaf í hjólafjarðlægð frá sögufrægu borginni Brugge. Maðurinn á bænum var innifalin. heimilislæknir og konan gamall hippi en í matjurtagarðinum þeirra kenndi ýmissa grasa. Á bænum voru líka asni, kýr, nokkrar geitur, andapar og tveir íslenskir hestar. Daglega rútínan var að bursta og gefa dýrunum mat, mjólka eina kindina og veita hundunum tveimur félagsskap (það var sérstaklega tekið fram). Marta fékk lítið sætt hjólhýsi út af fyrir sig, og þar sem bærinn var ekki stór var vinnan lítil og mikill tími til að hjóla um og gæða sér á lífrænum mat. Á þessum tæpum þremur vikum tókst Mörtu að heimsækja allar helstu borgir Belgíu og nánast allar fatabúðir Brugge. Marta kvaddi þessa góðu vikur södd, sæl og með talsvert sterkari lærvöðva.

Intervac.com: Skiptu á húsum við fjölskyldu annars staðar í heiminum! Bakpokinn.com: Allt sem þú þarft að vita um bakpokaferðir Couchsurfing.com: Gistu á sófanum hjá fólki víðs vegar um heiminn. Aus.is: sjálfboðaliðasamtök. Wwoof.com: Fáðu þér vinnu á lífrænum sveitabæ í Evrópu. Pickingjobs.com: Fáðu þér vinnu við að tína ávexti úti í heimi.

1. Mundu að „heimska” tengist því að vera of mikið heima, og oft er stutt milli heimsku og fordóma. 2. Láttu þig dreyma langar ferðir og stuttar, það skaðar þig ekki. Draumar rætast oftar en þig grunar. 3. Brjóttu þig út úr heimsmynd íslenskra ferðaskrifstofa og íslenskra fjölmiðla. Heimurinn er þúsund sinnum stærri en sú mynd. 4. Notaðu Google Earth og internetið til þess að kanna heiminn og finna þína draumastaði. 5. Farðu í ímynduð ferðalög um heiminn, bókaðu flug, gistingar og skoðunarferðir. Stoppaðu ekki fyrr en beðið eru númerið á kreditkortinu þínu. 6. Leggðu stundum til hliðar hugtökin „ferðamannastaður“ og „ferðamannatímabil“. Það er oftast ódýrara, og stundum meira spennandi að forðast hvort tveggja. 7. Lestu þér til um landið sem þú ætlar að heimsækja. Ekkert tryggir betur vingjarnlegar móttökur en þekking á landi og þjóð, og jafnvel nokkur orð í tungumálinu. 8. Þegar þú kynnist fólki frá framandi löndum, haltu í þann kunningsskap án þess þó að misnota hann þegar þú ferð í heimsókn. 9. Vertu óhræddur, en fylgdu almennum varúðarreglum á ferðalögum. Fæstir útlendingar eru vasaþjófar eða svikarar. 10. Sýndu aldrei yfirgang eða ögrandi framkomu. Mundu að þú ert kurteis gestur en ekki víkingur í ránsferð þegar þú ferðast um framandi slóðir.


Vínberjatínsla er í fullum gangi í Frakklandi í lok ágúst og september. Oft nægir að mæta í einhvern af bæjunum á Suður Frakklandi og spyrjast fyrir um vinnu. Það er samt öruggara að fara með samtökum en Apcon eru reynd samtök sem útvega ungu fólki í Evrópu vinnu við vínberjatínslu. Hægt er að skrá sig í gegnum samtökin á netinu en þarf að borga um 100 evra staðfestingargjald. Um mánuði áður en tínslan hefst eru umsækjanda sendar upplýsingar hvar hann verður að tína, með hverjum og hvernig á að komast þangað. Nokkrum dögum áður en tínslan hefst fær hann frekari upplýsingar um hvenær átt að mæta og hvernig á að hafa samband við vínberjabændurna. Matur og húsnæði er innifalið og miðað er við 50 evrur (yfir 9000 krónur) í laun á dag í eina til tvær vikur.

Marta ákvað að sk ella sér í vínberjatín slu í lok sumarsins 2009 og hélt af sta ð til Beaujolais héra ðsins í Frakklandi byrjun ágúst. Hún í var að vinna með 4 pö rum frá Englandi, Póllandi og Frakkla ndi og einum Japa na á sextugsaldri se hafði tínt vínber á m staðnum síðustu tu ttugu árin. Fólk ha varað hana við þv fði í að vinnan yrði lík amlega erfið og of það yrði líka steikj an á andi hiti en hún lét það sem vind um ey þjóta. Þess vegna ru fékk hún vægt sjokk með vinnufélögum sínum fyrsta vinnu daginn. Þegar kom að pásu og boðið upp á vatn jafnt se var m vín til að svala þo rstanum þá fór fyrs að glaðna yfir þeim t . Allur vafi rann sv o af fólki um kvöldi þegar stigið var in ð n í matsalinn þar se m borðið svignaði undan kræsingum sem eldaðar voru að frönskum sið, svo ekki sé minnst á vín og osta í eftirrétt. Tínslan stóð í átta daga og eftir stran gan átta tíma vinnu var oft rúntað um dag litla bæinn með fra nska slagara í botn eða blandað geði i við aðra vínberjatín endur og þorpsbúa á bæjarbarnum. Hú n telur að þó hún ha fi fengið franska menningu beint í æ ð og kynnst víngerð ar ferlinu að þá hafi félagsskapurinn án efa verið það sem stó ð vínberjatínsluævin upp úr eftir litla týrið í Suður Frakkla ndi.

Au Pair Vala Margrét Jóhannsdóttir útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri síðasta vor og fór út sem Au Pair til Mílanó á Ítalíu í haust. Hún fann fjölskyldu sem vildi hýsa hana á heimasíðunni AupairWorld.com. Hún mælir með því að hafa samband við fjölskylduna og spyrja hana út í dvölina áður fyrir brottför, öryggisins vegna og til að koma í veg fyrir vonbrigði.

Interrail

Vala segir það vera misjafnt eftir fjölskyldum hvort þær borgi flugið út fyrir Au pair stúlkuna/strákinn sinn eða ekki, og hversu mikið þær gefa í vasapeninga, en það er alltaf ákveðið lágmark. Sjálf fær hún heilar 400 evrur (70-75 þúsund krónur) á mánuði fyrir að þvo þvott, passa börn í þrjár klukkustundir á dag, stundum einnig á kvöldin en þess á milli nýtur hún lífsins. Vala segist vera búin að ferðast mjög mikið á þessari tveggja mánaða dvöl sinni. Til að mynda er hún búin að fara til Rómarborgar og Feneyja og ætlar til Parísar í desember. Vala segir að það að gerast Au Pair sé mjög ódýr leið til að ferðast og það sé alls ekki bara fyrir stelpur heldur líka stráka! Hún segir þetta vera frábæra upplifun og þroskandi en þarna standi hún á eigin fótum fjarri einhverju sem mætti kalla hótel mömmu.

Hafrún Dögg Hilmarsdóttir fyrrverandi skiptinemi í Ástralíu og nemi í HA, og frændi hennar Rúnar Skúli Magnússon sem er formaður AFS skiptinemasamtakanna í Reykjavík fóru í Evrópureisu í góðærinu árið 2007. Þau pöntuðu sér interrail-miða sem gilti í einn mánuð en þá er mjög mikilvægt að ákveða hvenær maður leggur af stað frá borginni sem maður byrjar í, og eins hvenær er komið til síðasta áfangastaðar. því hægt er að eyða löngum tíma á lokaáfangastað þó interrail-miðinn sé útrunninn. Við erum svo lánsöm að búa á eyju sem engar lestir ganga til, og þurfum þá hvort eð er alltaf að fljúga aftur heim. Interrail kerfinu er skipt upp í svæði og þau pöntuðu sér miða sem gilti á öll svæðin. Yfirleitt þarf ekki að panta sæti, mæta bara á þeim tíma sem hentar. En upplýsingar um hvaða lestir þarf að panta sæti í eru mjög aðgengilegar og ódýrt er að panta sætin. Þau fóru frá Osló til Aþenu með viðkomu í Danmörku, Þýskalandi, Póllandi og nokkrum löndum Austur-Evrópu. Þau héldu sig á lágri kostnaðaráætlun og keyptu sér mest að borða í kjörbúðum en leyfðu sér þann munað að fara út að borða annað slagið. Í Austur-Evrópu gátu þau slett úr klaufunum og eytt aðeins meira. Þau fundu strax mun á því að stíga yfir landamærin frá Austurríki til Slóvakíu, en þar fór verð lækkandi og lífsgæðunum hrakaði. Þau lentu í svikamyllu í Rúmeníu þar sem þau voru plötuð upp í leigubíl á fölskum forsendum. Minnstu mátti muna að höfð yrði af þeim fúlga fjár en Rúnar var fljótur að hugsa, tók niður númerið á leigubílnum og hótaði að hringja á lögregluna. Svona svikamyllur eru algengar í þessum austur-evrópsku löndum svo að best er að hafa varann á.

Hafrún og Rúnar lærðu margt af reynslunni og m.a. Það að: •Geyma ekki myndavélakortin eða usb-lyklana í símatöskunni, ef hún týnist þá týnast allar myndirnar, eins og gerðist hjá þeim. •Skilja bakpokana eftir í læstum skápum á lestarstöðvum áður en farið er að flakka um borgirnar, bakið mun þakka fyrir og farangrinum verðu síður stolið. •Það er gott að ferðast með því hugarfari að maður muni aldrei aftur koma til staðarins. Njóta hvers einasta augnabliks. Maður veit aldrei hvenær eða hvort maður fer aftur.


Couchsurfing Couchsurfing.com er netsamfélag sem hefur það að markmiði að minnka heiminn og gera hann vingjarnlegri. Allt sem menn þurfa að gera er að búa til ,,prófæl" á síðunni og geta þá haft samband við ókunnugt fólk annars staðar í heiminum og beðið um gistingu á heimili þeirra eða þá bara hvort viðkomandi geti hist yfir kaffibolla, slett úr klaufunum á myrkvuðum skemmtistað eða farið í göngutúr. Anton Sigurður varaformaður Hugins ´07-´08 gerði einmitt þetta þegar hann fór í bakpokaferðalag um S-Ameríku. Hann sagðist hafa sörfað í gegnum álfuna á couchsurfing.com, og að það hafi án efa verið ein besta upplifun sem hann hafi gengið gegnum. En skemmtilegt er að segja frá því að honum tókst að sjá öll lönd í S-Ameríku á hálfu ári fyrir litlar 500 þúsund krónur. ,,Ég prófaði allt, gisti í ríkulegum villum úti á landi, trjákofum, alvöru kommúnum, undir berum himni, á bát, á götunni, í skýjakljúfum, á ströndinni, í Machu Piccu og þar fram eftir götunum".

Jónas kennari (heimshornaflakkari) Jónas er kennari við MA. Hann hefur í farteskinu margar góðar sögur af ferðalögum sínum og góð ráð eru ekki af skornum skammti. Hann brýnir fyrir mönnum að fara á óvenjulega staði og brjóta sig út úr ferðamannagildrunni. Jónas segir fjöldann allan af perlum leynast í löndunum í kringum Ísland. Hann talar einkar vel um Orkneyjar, Grænland og Færeyjar. Hann segir Orkneyjar paradís fyrir söguáhugamenn og Grænland algjö náttúruparadís þótt mannlífið þar sé algjörlega óskiljanlegt. Jónas er hrifnastur af því að leigja sér bíl og flakka um þar sem enga aðra útlendinga er að finna. Best segir hann að fara utan ferðamannatímabilanna. Hann segir eðlilegt að Íslendingar sæki úr kuldanum á sólarstrendur, en að við föllum oft í þá gryfju að halda að sólarstrendur sé bara að finna á Spáni, í Portúgal og Grikklandi. En raunin er þó sú að strendur eru á allflestum stöðum fyrir utan landsteinana (þó við höfum nú Nauthólsvíkina). Jónasi er minnisstætt þegar hann rambaði inn á nektarströnd í Króatíu þar sem strípalingar með sýniþörf skörtuðu sínu fínasta grillandi pulsur (og hristandi pylsur).

Ódýr flugfélög Á Íslandi er ekki hægt að mæta í Leifsstöð og fá sér hoppflug. Það er hins vegar hægt að fljúga ódýrt til London og fljúga þaðan hvert sem hjartað þráir á spottprís. Með Ryanair er jafnvel hægt að fá flug á undir 500 krónum frá London til Ítalíu. Easyjet er annað ódýrt flugfélag. Jónas segir mönnum að skipuleggja ferðalög á netinu og skoða heiminn á google earth áður en farið er út og jafnvel þó viðkomandi ætli sér ekki út. Ef þú skrifar ,,round the world trips” á leitarsíðu er hægt að velja úr fyrirtækjum sem selja ferðir í kringum heiminn, á hagstæðu verði.


flugfelag.is

J lagjafabréf Na f Áf a Gja

Skil

fa b

ré f

n

nga

nr.

s ta

ð ur

Jón J ónsson Akur eyri

lar: Jóla inn pakkati anla lb nd s oð g Fer ildir . ðatí til a ma llra bil e Bók áfa un r frá nga á 28 . s ta 7. ja feb jólapa ða F n úar r úa lug r 20 kkatilb Ef jó til o féla 10. oðin gm gs Ís ger lapakk eð 3 u lan ska ð in 1. m ds l fa gr e b ó k un n e r e aí 2 ra fr iðslu kki , þá 0 Við 1 a 0. mí gild nota up p bók Ef ti s ð íð ir un u í ön r as ta Ein þ ar nur hann s r f yrir farg 28. feb la gön f að þ an gi em farg jald r úa gu gefa n in jö bre r bók Gja tím neig ld. y tin og gre er að up p a fa anle , n b e þ gar iða og réfi ins núm .e. e gt b gja m m ð h E k er á á æ n á ða g is ld. d ur ildir nota ki g mu r le gja g n á t að b ti r sem iðir eið fab l 1. re farg Tak slur . réfi des ma jald y ta up . em eru rka i og píd b e e ð kki Eng r 20 sæta 1.50 ý h ir V 1 e 0 0 kr. rara im fram . ilda ilað Bók boð r pu a r. anle nk ta . gt í r er u ve sím a 57 it tir 0

Kauptu jólagjafabréf fyrir

13.900 kr.* á alla áfangastaði innanlands.

*Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.

FLU 48033 11.2009

Gefðu góða ferð í jólagjöf


Hægri síðan... HíMA er félag Hægrimanna í Menntaskólanum á Akureyri. Starfsemi félagsins felst í því að ræða stjórnmál, hafa áhrif á þau og sameina hægrimenn innan menntaskólans. Undanfarna 10 mánuði hefur víða verið vegið að hagsmunum Íslendinga bæði innan lands sem utan. Ég efast ekki um að góður vilji standi á bak við aðgerðir stjórnvalda. Þó efast ég um þær séu það sem best þjónar hagsmunum þjóðarinnar. Ég leyfi mér að efast um að hagsmunir Íslendinga felist í því að ábyrgjast 700 milljarða skuldir sem fall einkabanka leiddi til. Ég efast um að hagmunir þjóðarinnar felist í því að afhenda erlendum aðila yfirráð yfir auðlindum okkar. Ég efast um að hagsmunir okkar felist í hærra matvælaverði. Í upphafi ætlaði ríkisstjórnin sér mörg góð verk. Eins mikið og ég vona að þeim takist á endanum að klára þessi verk þá sé ég þess fá merki að skjaldborg hafi verið slegið um heimilin. Fá merki þess að fjármálakerfið sé gagnsærra en áður. Fátt sem bendir til að erlendir fjárfestar séu að koma hingað í stórum hópum. Fá merki um opnari stjórnsýslu. Ef við efumst um aðgerðir stjórnvalda, eða teljum þær árangurslitlar hvað er þá til ráða? Hvað viljum við gera? Hvað vill HíMA gera?

Nemendur hafa líka réttindi

www.ein.is

HíMA vill tryggja yfirráð Íslendinga yfir auðlindum Íslendinga. HíMA vill skattleggja innborganir í lífeyrissjóði. HíMA vill setja þak á afborganir þjóðarinnar af erlendum lánum. HíMA vill að einstaklingurinn ráðstafi sjálfur ávöxtum erfiðis síns. HíMA vill meira aðhald í ríkisfjármálum. HíMA vill að umfjöllun fjölmiðla á Íslandi verði sem fjölbreytilegust. HíMA vill að öll sjónarmið fái að koma fram á opinn og málefnalegan hátt. Ég er þess fullviss að hagur þjóðarinnar felist alls ekki í því að greiða sífellt hærri skatta. Skattahækkanir munu draga úr nýsköpun og leiða til vítahrings hækkandi vöruverðs, uppsagna og gjaldþrota. HíMA vill ekki auka birgðir heimilanna og fyrirtækjanna í landinu með hærri sköttum.

Brandur Þorgrímsson Formaður HíMA


Ekta Egils jólabland að hætti íslenskra heimila


Þetta er árshátíðin Í dag er föstudagur, ég er hvorki sofandi né vakandi. Einn pirrandi Gísli Björgvin hringir og vekur mig klukkan átta fimmtán ,,Elsku ljósið mitt, komdu upp í höll ástarengillinn minn“ (kannski aðeins öðruvísi í minningunni). Ég veit ekki af mér fyrr en klukkan er 18:00 og ég labba með elsku árgangnum mínum inn í veislusalinn sem líkist engan veginn íþróttahöllinni eins og hún var 2 dögum áður. Ég átta mig á því að ég hef ekki borðað neitt nema þrjá bita af köldum kjúklingaborgara frá deginum áður. Ég er komin uppá svið. Árshátíðin er hafin. Undirbúningur árshátíðarinnar var einn stór hrærigrautur af duglegu fólki, skemmtilegum skreytinganefndarfundum fullum af rokkstigum, vökunóttum, svefngalsa, smá stressi og ógleymanlegum atvikum. Á föstudagskvöldið 27. nóvember fengu menntskælingar að sjá árangur erfiðisins. Þema kvöldisns var gullöld Hollywood og Sálin hans jóns míns spilaði fyrir dansi. Dagskrá kvöldisns var hreint út sagt frábær, og það kemur mér enn á óvart hversu hæfileikaríkir MA-ingar eru. Fyrir minn part voru það tveir hlutir sem stóðu uppúr. Sæti strákurinn í pallíettujakkanum og rassinn hennar Rósu. PriMA stóð svo sannarlega fyrir sínu og í ár dönsuðu krakkarnir við runur hljóða og þagna sem röðuðust upp á listrænan máta, semsagt tónlist…rosalega góð ákvörðun og skemmtileg tilbreyting frá síðasta ári. Sykursætir strákar og gullfallegar gellur rifu upp stemmninguna í höllinni og verður að segjast að Rósa og rassinn hennar þóttu frekar glæsilegt kombó. Hápunktur kvöldsins var þó klárlega fyrrnefndur sætur strákur í gylltum pallíettujakka. Snorri Eldjárn tók fulldjarfa útgáfu af Gestalista Ingós og Veðurguðanna, og þá var svo sannarlega kátt í höllinni. Textinn innihélt skemmtileg skot á nokkra nemendur skólans en textanum var þó aðallega beint til kennaranna. Á vissum tíma virtist höllin ætla að springa úr gleði og hló hver einasti árshátíðargestur (sögur segja að Páll Skúlason hafi tekið heiftarlegt hláturskast). En Huginn, hvað varð um Helgu Dís? Fyrir hönd mína og stjórnarinnar vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg. Þið vitið hver þið eruð, árshátíðin hefði ekki orðið að veruleika án ykkar hjálpar. Knús, kossar og 1000 rokkstig.

Alma Rún Vignisdóttir, veislustjóri.

það eru leynigöng milli skrifstofu Þorbjargar og skrifstofu Sigurlaugar Önnu

17


Minni kvenna

Höf: Kristján Steinn Magnússon

Hér á eftir fer saga af litlum dreng og eilífri baráttu hans við að reyna að fá skilið hið undarlega kvenkyn mannsins. Skilningurinn eykst smám saman með árunum en drengurinn mun aldrei komast til botns í eðli kvenna. Þessi litli drengur er ég. Ég, sem alltaf hef getað plumað mig í lífinu, en þegar kemur að kvenfólki, er ég eins og Heiðar Austmann að reyna að lesa, ég bara skil ekki neitt. Frá því að ég man eftir mér hafið þið, stelpur mínar, valdið mér heilabrotum. Á leikskólaaldri og reyndar nokkuð fram eftir fyrsta áratug ævinnar vakti atferli vinkvenna minna mikla furðu hjá mér. Þær vildu frekar föndra eða vera í dúkkuleik heldur en að vera úti í fótbolta eins og heilbrigðar manneskjur. Ég undraðist líka hvernig þær náðu að borða og drekka án þess að láta matarborðið líta út eins og sviðinn vígvöll. Ég var einfaldlega á þeirri skoðun, eins og svo margir aðrir strákar á þessum aldri, að stelpur væru heimskar, asnalegar og leiðinlegar. Ég átti auðvitað með tíð og tíma eftir að komast að því að þetta var bara einfaldlega ekki rétt. Þegar leið á grunnskólagöngu mína fór að bera á breytingum á viðhorfi mínu gagnvart stelpum. Þær fóru að vekja athygli mína og áhuga. Smám saman hætti mér að finnast þær asnalegar og óáhugaverðar og þegar ég lét í kringum þær í heila viku í skólabúðunum á Reykjum í 7. bekk eins og Geir Hólmarsson myndi láta ef Þór/KA yrðu Íslandsmeistarar í kvennaknattspyrnu, varð mér ljóst að ekki varð aftur snúið. Síðan þá hafið þið verið sérstakt áhugamál hjá mér og margar ykkar hafa vakið hrifningu mína og aðdáun. En það þýðir alls ekki að þið séuð fullkomnar undraverur. Langt í frá. Þið með ykkar krumpuðu

hliðartöskur, fyrirtíðaspennu og óstjórnlega dýrkun á Chuck Bass. Rosalega væri heimurinn mikið betri staður ef allt sem þyrfti að gera til að fanga hjörtu ykkar væri að píra augun, tala með rámri viskýröddu og láta eins maður væri þungamiðja alheimsins. Ég er ansi hræddur um að ef ég léti eins og téður Bass dags daglega, væri ekki bara hlegið að mér, heldur gæti ég gleymt því að eignast nokkurn tímann eitthvað í líkingu við kærustu, líkt og Sturla Jónsson vörubílstjóri getur gleymt því að komast nokkurn tímann á þing. Talandi um Chuck Bass, þá liggur beinast við að tala aðeins um kyntákn kvenna. Ég hef aldrei skilið hin stereótýpísku kyntákn kvenna. Ef þú ert karlkyns, þá er tvennt í stöðunni. Annað hvort ertu svo sullandi metrósexúal að Nivea body lotion-ið þitt smyrst sjálfkrafa á líkama þinn hvern einasta morgun klukkan 6:30 þegar þú byrjar að shine-a þig til fyrir venjulegan þriðjudag í febrúar. Hinn kosturinn í stöðunni er að vera sjúklega hlédrægt og dularfullt öfga-krútt sem enginn skilur vegna þess að rétta stelpan er í næsta húsi með vonda stráknum og þú átt meira bágt en Jóhanna Sigurðardóttir í sjónvarpsviðtali við erlenda sjónvarpsstöð. Sannleikurinn er hins vegar sá að við strákarnir erum einfaldlega ekki svona gerðir. Við erum einfaldir í hugsun og flestir mjög blátt áfram í framkomu. Það liggur beinast við að taka sjálfan mig sem dæmi. Það er borin von fyrir mig að ætla að passa inn í einhverja svona stereótýpu eins og lýsti hér áðan. Metró-gæinn fer í vaskinn hjá mér um leið og ég sleppi því að raka mig í nokkra daga, einfaldlega vegna þess að ég nenni því ekki. Svo get ég varla ímyndað mér að það sé mjög krúttlegt, hlédrægt eða dularfullt að standa á hljóðunum andspænis landsþekktum tónlistarmanni, ausa yfir hann fúkyrðum og sverta mannorð hans á venjulegu fimmtudagskvöldi. Ég er bara ekki svona fastmótuð persóna, það eina sem ég er fullviss um er að ég hef ódrepandi áhuga á kvenfólki. Þið verðið að átta ykkur á því að þið búið yfir gríðarlegu valdi yfir okkur strákunum. Valdi sem þið getið auðveldlega misnotað. Ég held nefnilega að ég geti talað fyrir hönd flestra karla hérna inni þegar ég segi að innsta þrá hvers karlmanns er ekki að verða forríkur, hún er ekki að eiga sjúklega flottan bíl og ekki að stuðla að heimsfriði. Nei, innsta þrá okkar allra er að eignast góða konu. Konu, sem var ekki korter í fjögur gellan á sínum menntaskólaárum, konu sem lítur vel út án þess að hafa eytt hálfum deginum í punt, konu sem gerir okkur stolta. Það má eflaust halda sólarhrings langan fyrirlestur með ógrynni af ódýrum bröndurum og klénum skotum á ykkur, en þegar allt kemur til alls þá eruð þið ómissandi fyrir okkur strákana. Við elskum ykkur og viljum allt fyrir ykkur gera, ef þið lofið okkur því að hætta að gera þær kröfur til okkar að við séum eins og snýttir út úr einhverju sykurhúðuðu prinsessuævintýri þar sem söguhetjan klífur 13 fjöll, drepur 20 dreka og finnur lækningu við krabbameini á innan við sólarhring til að þóknast prinsessunni. Því í lok dags, erum við einungis íslenskir karlmenn, og þið eruð einungis íslenskar konur og hingað til hefur þessum tveimur hópum komið ágætlega saman.

Það er pláss fyrir 840 skópör í skóhillunum á Hólum

20


Minni karla

Höf: Anna Sif Bergþórsdóttir

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum, sem hún byggði með eigin höndum. Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: „Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er. Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili (búið saman) í kastala þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið mér 15 börn og fundið til þakklætis og auðmjúkrar hamingju um alla eilífð“. Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: „Ég held nú fokking síður“! Hvað kemur upp í huga okkar kvenna þegar við hugsum karlmenn? AAAAAARRRGGHH!!! Skrambans afturúrkreistingar. Misstu karlmenn af þessari fjögurra milljón ára þróun sem restin af mannkyninu gekk í gegnum? Það ætlar enginn að segja mér, strákar, að þið mynduð frekar flytja aftur í hellanna og fara að veiða loðfíla. Halló – loðfílar eru útdauðir! Og það er kynjamisrétti líka. Hvernig geta karlmenn verið svona eftir á? Heimurinn væri örugglega svo miklu betri staður án þeirra... En stöldrum aðeins við. Frá örófi alda hafa konur lifað með karlmönnum, þráð karlmenn og elskað þá. Af hverju? Er það af því að konur eru svo heimskar og meðvirkar? Nei. Ég held að það sé af því að hlutirnir eigi að vera svona. Já, svei mér þá! Karlmenn þurfa að vera ömurlegir – svo konur hafi eitthvað að gera. Og þeir eru bara býsna duglegir að sinna þeim skyldum sínum. Og karlmenn skaffa kvenfólki marga efnislega hluti. Peninga og sæði, sem við konurnar geymum og notum ef okkur langar í skó, eða barn. Ef ekki væri fyrir óstjórnlega og endalausa greddu karlmanna þá yrðu blessuð börnin ekki til. Þeir eru því ekki alveg glataðir þessar elskur, þeir vinna langan og strangan vinnudag svo við kvenfólkið getum verslað þangað til við dettum niður dauðar og ef við erum heppnar bera þeir líka pokana fyrir okkur heim. Hugsið ykkur bara! Allt vegna þess að við höfum náð að tuða þá svolítið til. Það er vitað mál að á bakvið hvert stórmenni er nöldrandi kona. Þeir þurfa okkur og eru oftar en ekki tilbúnir til þess að gera hvað sem er til þess að ná í okkur. Mig langar örlítið til að minnast á jafnvægi á milli kynjanna. Mig langar til þess að upplýsa ykkur um hvernig kynin fullkomna hvort annað og þannig samfélagið allt. Heiminn. Já... það er jafnvægi á milli kynjanna. Það bara þarf að líta á það með vissum augum. Karlmenn drasla til, konur taka til. Konur elda, karlmenn borða. Konur hugsa, karlmenn hugsa ekki. Þessi hringrás gengur alveg upp. Karlmenn elska konur. Já, það eina sem þeir raunverulega vita fyrir víst er að þeir vilja konur. Allar konur – til þess að fullnægja þeirra einu þörf. Fallegt. Frumstætt. Það getur verið forvitnilegt að fylgjast með atferli karlmanna. Hver þarf safariferðir? Farðu bara inn á Kaffi Ak og fylgstu með strákunum pikka upp gellur á barnum. Mjög athyglisvert hvernig þeir rembast við að sanna sig. Hvernig þeir henda fram öllum fallegustu lýsingarorðunum sem þeir kunna, splæsa í drykk, opna hurðir og reyna jafnvel að elda einhvern grand kvöldmat fyrir mann, kveikja á kertum og spila Barry White. Það fær okkur til þess að gleyma reiðinni smá-stund. Hvernig er hægt að hata karlmenn þegar þeir sýna svona mikla viðleitni? Staðreyndin er að þeir eru miklu einfaldari en við. Og það þarf

ekkert endilega að vera slæmt. Eins og ég sagði áðan – Konur hugsa – karlmenn hugsa ekki. Það er nú ekkert krúttlegra en þegar karlinn situr vælandi fyrir framan sjónvarpið horfandi á enska boltann með bjór í hendi og öskrar af og til á sjónvarpið, eins og sjónvarpið geti eitthvað gert af því þótt það sé ekki hans lið sem vinnur? Ég spyr nú líka bara, hver hefur gaman af því að horfa á 90 mínútur af fótbolta og það er jafnvel ekkert skorað? Þetta á við um karlmenn á fleiri sviðum en fyrir framan sjónvarpið. Það er alveg ótrúlegt hvað þessi grey geta eytt miklum tíma í að skora ekki... En þeir halda samt alltaf áfram að reyna. Svo kemur sá tími að hárið fer að hverfa af þeim. Á endanum þegar kollvikin eru komin aftur í hnakka kemur að því að þú getur SÉÐ hvað þeir hugsa! Við konurnar höfum okkar leikmuni til að líta betur út og ég veit persónulega að ég lít jafnvel út núna og ég mun gera eftir 50 ár -með smá lagfæringum hér og þar. En Krilli karlinn minn, þótt meðvitaður og sperrtur þú sért þá er ég nokkuð viss um að barnslegur þokkinn mun hrynja af herðum þér sem og öðrum karlmönnum og gráu hárin munu fylla í skarðið. Við vitum það ósköp vel að hversu gallaðir og ómögulegir sem okkur finnst karlmenn vera þá munu þeir alltaf vera stór hluti af okkar lífi og höfum við átt erfitt með að vera án þeirra í gegnum tíðina. Ég meina þið eruð yndislegir strákar. Fyndnir, sætir, góðir, sterkir og duglegir. Án ykkar væru allir bílar á götunni beyglaðir! Þið kennduð okkur að ýta á delete takkann og nú er ekki lengur tippex á tölvuskjám. Án ykkar fjölguðum við ekki mannkyninu, værum eirðarlausar og hefðum engan til að kvarta og kveina yfir. Því segi ég við ykkur: Stelpur! ekki vera of fljótar að éta froskana eins og prinsessan í brenndi sig á hér á undan. Enn þann dag í dag hefur prinsessan ekki fundið hinn eina sanna prins og er búin að éta á sig gat af steiktum froskalöppum. Þannig fer fyrir okkur ef við afneitum karlmönnum – Við endum allar feitar og einmanna. Prinsessan hefði betur kysst þá nokkra með fögrum kossi. Við verðum að vara okkur á því að éta ekki þá sem við ætlum að eiga.


Fl

asta verslunin ott á

Ak ur e

yri

Ný karladeild í kjallara

Jólagjöfin fæst hjá okkur


Ă? Muninnskompunni er auka-flatskjĂĄr Daniels Alexanderssonar

23


Kreppuráð Tímatal landsmanna breyttist árið 2008 þegar kreppan skall á. Farið var að tala um fyrir og eftir kreppu. Fyrir kreppu lifði hin venjulega alþýða eins og kóngar í ríki sínu og kóngarnir lifðu eins og guðir. Núna, eftir kreppuna, horfir öðruvísi við, sérstaklega á þessum köldu vetrarmánuðum. Flestir klæða sig í hlýju, gömlu fötin sem voru keypt árið 2007 og eru kannski aðeins farin að slitna. Hvað gera þeir sem eiga aðeins of lítil föt? Hvað gera þeir sem gengu út síðasta skóparið í gær? Hvað gera þeir sem leiðist? Hvað gera þeir sem fengu ekki vinnu í sumar?


Hjálpræðisherinn Hjálpræðisherinn er staðsettur í Hjalteyragötu 2 og selur fullan haldapoka af fötum á 600 kr. Hægt er að fá allt frá nærfötum og uppí jakkaföt, og nóg úrval er af öllu. Þar fást einnig húsgögn, bækur og ýmislegt smádót. Allt á kostnaðarverði fyrir hrjáða Íslendinga. Herinn sér um gott starf víðsvegar um heiminn. Nánar á www.herinn.is, heimasíðu félagsins.

Fjölsmiðjan Fjölsmiðjan á Akureyri er til húsa á Óseyri 1a. Í Fjölsmiðjunni fæst allt fyrir heimilið, allt frá bókum uppí svefnsófa og borðstofuborð. Þar er reyndar einnig bílaþvottastöð og ýmislegt fleira. Fjölsmiðjunni er ætlað að starfrækja verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára, fólk sem hætt hefur námi eða hefur ekki fótað sig á vinnumarkaðinum. Fjölsmiðjan starfar að danskri fyrirmynd og er starfrækt á nokkrum stöðum um landið. Allt sem er til sölu í Fjölsmiðjunni fæst fyrir lítinn sem engan pening. Mikið úrval er af jólaskrauti og jólagjöfum.

Rauði Krossinn Rauði krossinn er starfræktur um allan heim. Starfsemin á Íslandi er fjölbreytt og allir geta lagt hönd á plóg. Hjálparstarf Rauða krossins á rætur sínar að rekja til aðstoðar við særða hermenn. Þeir sem vilja verða sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum geta skráð sig á heimasíðu félagsins, www.redcross.is. Sjálfboðaliðarnir fást við ýmis störf, þeir t.d. lesa fyrir sjúklinga, heimsækja fanga, leiðbeina flóttamönnum og hjálpa unglingum í vanda. Auk þess sem sjálfboðaliðar gætu þurft að fara til útlanda og aðstoða við hjálparstarf þar. Í húsi Rauða krossins á Akureyri er opinn fatamarkaður alla daga og hægt er að fá hinar fínustu flíkur á góðu verði, auk þess sem oft er auglýstur fatamarkaður og þá er hægt að fá sekk af fötum fyrir nokkra hundraðkalla.

1000 kallinn kemur aftur 6. janúar Matseðill Grillsteiktur hamborgari með osti og sósu, frönskum kartöflum, sósu og fersku salati Grillsteikt kjúklingaspjót BBQ með steiktum grænmetishrísgrjónum, salati og hvítlaukssósu Pasta með kjúkling grænmeti og ostasósu, ásamt hvítlauksbrauði og salati Mínútusteik með sveppasósu, bakaðri kartöflu og salati

Bautinn

1000kr.www.bautinn.is - bautinn@bautinn.is - S: 462-1818


Umsjón: Hrefna Rún Magnúsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Marta Sigríður Róbertsdóttir Módel: Rósa Árnadóttir Karen Björg Þorsteinsdóttir Förðun: Inga Bryndís Árnadóttir Föt: Saumakompan, Frúin í Hamborg Teikning: Alexandra Dögg Steinþórsdóttir


2 fyrir 1 í bíó fyrir Námufélaga Náman leggur námsmönnum lið með því að bjóða hagstæðari kjör, betri yfirsýn yfir fjármálin, 2 fyrir 1 í bíó*, 150 fríar færslur á ári, Námu A-kort með Aukakrónusöfnun auk fjölda annarra fríðinda.

NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000

*Gildir í Laugarásbíói, Smárabíói, Regnboganum, Háskólabíói og Borgarbíói mán.-fim. sé greitt með Námukorti

Lausn: Slembiúrtak

Katrín Þóra Bragadóttir, Námufélagi á félagsfræðibraut

ENNEMM / SÍA / NM38561

NBI hf. (Landsbankinn), kt. 471008-0280.

Það er leikur að læra með Námunni.


Eru foreldrar þínir hommar? Haustið 2008 fór ég sem skiptinemi til Seattle í Bandaríkjunum. Áður en ég fór út þurftu foreldrar mínir að gefa leyfi fyrir að barnið þeirra færi út í það sem kallað var „öðruvísi fjölskyldaðstæður”. Þessar aðstæður voru þær að fósturforeldrar mínir voru tveir samkynhneigðir menn og fósturbróðir minn einnig. Þegar ég fór út þótti sumum öðrum skiptinemum mjög áhugavert að ég vildi búa með hommum, þeim þótti það ekkert sérstaklega ákjósanlegt. Einnig ráku skólafélagar oft upp stór augu þegar ég sagðist eiga tvo pabba. „Eru foreldrar þínir hommar? Er það ekki geðveikt spes? Ert þú þá núna samkynhneigð?” voru algengar spurningar. Því lengra sem leið á dvölina kom betur og betur í ljós að það er hjartalag manneskjunnar en ekki kynhneigð hennar sem ræður því hversu hæft foreldri hún er. Á skiptinemafundum töluðu vinir mínir stundum um að mömmur þeirra væru erfiðar við sig, að þeim liði ekki alltaf vel í kringum fósturforeldra sína og önnur vandamál. Sú var ekki raunin hjá mér, pabbar mínir voru og eru æði! Þeir komu fram við mig alveg eins og sín eigin börn, fjölskylda mín veitti mér helmingi meiri ást og umhyggju heldur en flestar gagnkynhneigðar fjölskyldur veittu sínum skiptinemum. Eins og hér er þar efst á baugi réttur samkynhneigðra til þess að giftast. Skoðanir eru

afar mismunandi þegar það kemur að þessu og kalla til dæmis sértrúarsöfnuðir og strangtrúaðir samkynhneigt hjónaband viðurstyggð og móðgun gegn Guði. Suðurríkin virðast vera gróðrarstía fyrir þessa hópa sem allir þykjast hafa rétt fyrir sér og þar giftist fólk jafnvel frændfólki sínu. Þarf ég að segja meira? Þótt mörgum finnist jafnvel allt í lagi að samkynhneigðir giftist og njóti sömu réttinda finnst þeim ekki mega kalla það hjónaband. Kirkjan vill meina að hugtakið hjónaband sé eitthvað sem hún á prívat og persónulega og ef að samkynhneigðir vilji sín réttindi þá skuli þeir finna sér nýtt orð. Vegna þessara laga kemur það til dæmis í veg fyrir að fósturpabbar mínir megi heimsækja hvor annan á sjúkrahúsum og að þeir megi fá yfirráð yfir börnum hvor annars ef eitthvað kæmi fyrir. Ég tala nú ekki einu sinni um að þeir hafi ekki rétt til þess að eignast börn saman! Hvað er sanngjarnt við það? Það að fólk „umberi” samkynhneigða þýðir ekki að það sé fordómalaust. Þar með skora ég á hvern og einn að endurskoða skoðanir sínar gagnvart samkynhneigðum og gera sitt til þess að aðstoða þá í baráttu sinni. Hver ætti svosem að vilja berjast gegn rétti fólks til þess að elska?

Alexandra Dögg Steinþórsdóttir

Ferðaskrifstofa

Leyfishafi Ferðamálastofu

Einstakar ferðir Komdu til okkar eða hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig - Flugbókanir um allan heim - Hótelbókanir - Bílaleigubókanir - Sérsniðnar ferðir fyrir hópa Ferðaskrifstofa Akureyrar - Ráðhústorg 3 - 600 Akureyri - sími 4 600 600 - www.aktravel.is


Það eru 278 uglur í uglusafni skólans

29


Lof VeggMA: - Ein stjarna fyrir hverja mynd í atburðarlestinni HaMAs : - Fyrir að hafa fengið styrk frá sameinuðu þjóðunum. TóMA: - Fyrir góða tónleika og fyrir viðarstauk. HljóMA: - Fyrir að stela stólnum frá MyMA og gott hljóð á Tónleikunum. EmóMA: -Að beiðni formanns EmóMA fær félagið engar stjörnur, ekki má kæta meðlimina. Muninn.is: - Fyrir að vera mjög flott nemendasíða þrátt fyrir örlítið feil í nemendaskránni. MuninnTV: - Hálf stjarna fyrir hvert video frá kvosinni, auk þess sem Daníel og Axel Örn frá eina stjörnu hvor. HomMA: - Ein stjarna - Fyrir veggverkið og önnur fyrir að hafa feisað Einar heimspeking. PríMA: - Fyrir dansatriðið á árshátíðinni íMA: - Fyrir öll mótin sem þau hafa staðið fyrir og að ýta undir íþróttaanda í skólanum Gréta Kristín Ómarsdóttir: - Tvær fyrir leiktu betur, tvær fyrir morfís og ein fyrir að hafa tvöfalt lengri sólarhring en allir aðrir. Skaupið: - Fyrir fínasta skaup FálMA: - Ein stjarna fyrir hverja ljósmyndakeppni á facebook og eina fyrir ljósmyndasýninguna. PeppMA: - Fyrir að vera duglegir að reppa pepp. Akureyri Larp Comunity: - Fyrir 2 góð lörp. Kennarar MA: - Fyrir að vera krúttlegustu kennarar á landinu og fyrir að ætla ekki að fella neinn í ritstjórninni. Húsverðirnir Jón og Snorri: - Tvær fyrir hvorn, fyrir að vera alltaf til staðar og ein fyrir að vera æði. Stjórnin: - ein fyrir awesome gleðidag og önnur fyrir að kenna Bjarna og Sindra að spúa eldi. Allir nemendur, kennarar og starfsfólk: - Fyrir mikinn samhug og stuðning.

Last VeggMA:

Sjoppan: MyMA:

- Fyrir að hafa helst úr lestinni um miðjan október. - Fyrir hljóðið á viðarstauki. HljóMA: FilMA: - Fyrir kyrkingavíramyndbandið. Inspector Scholae: - Fyrir að mæta ekki í þjóðbúning á árshátíðina. NuddMA: – Fyrir að hafa aldrei myndað nuddhring í löngu. StrumpmöffMA: - Fyrir að láta möffinsin mygla heima hjá sér. - Fyrir að vera ekki með pizzu tilboðin á hreinu, selja bara núðlur í hádeginu og eiga aldrei neitt bakkelsi til. Auglýsingasafnarar sem beiluðu á okkur: - Takk fyrir ekkert! - Fyrir að hafa stolið stólnum okkar og vera ekki búnir að skila sófanum frá því í fyrra.

16. október voru 17.137 bækur á bókasafninu

30


Tengið á milli punktanna: 18b

19b

17b

20b

16b 15b

21b 22b

14b 23b 13b

12b

24b 25b

11b

10b

26b 27b

10

28b

9c

8b

8c 7c 6c

1c 2c

7b

5c 3c

4c

9b

6b

1b 29a

30a 31a

5b

2b 3b

4b

3a

4a

2a

28a

1a

32a

5a 6a

27a 18a 25a

17a

16a

15a 7a

26a

8a

19a 14a 24a 9a

13a 20a

23a

22a

21a

12a

11a

12” pizza kr. 1290

16” pizza kr. 1590

Munið nettiLboðið! www.greifinn.is

Við púllum ekki allnighter án Greifapítsu.


mynd: Sindri Geir


Róbert Friðþjófur Sigurðsson fæddist í Hafnarfirði 18. september 1960. Hann lést hinn 19. nóvember 2009. Móðir Róberts var Mona Gudrun Andersson frá Nötö í Finnlandi og faðir hans er Sigurður Óskarsson úr Eyjafjallasveit. Róbert átti einn albróður, tvo hálfbræður og tvö stjúpsystkini. Kona Róberts er Kristín Sveinsdóttir og dætur þeirra eru Marta Sigríður og Bryndís Móna. Róbert ólst upp í Hafnarfirði, hann gekk í Öldutúnsskóla og fór síðar í Flensborg en þaðan lauk hann stúdentsprófi af málabraut árið 1982. Róbert lauk námi frá HÍ árið 1986, í uppeldis- og kennslufræðum og öðlaðist þar með kennsluréttindi. Einnig lauk hann BA prófi í sagnfræði og ensku frá HÍ sama ár. Árið 1986 fluttu hjónakornin til Patreksfjarðar þar sem Róbert vann eitt ár sem kennari. Eftir dvölina á Patreksfirði fluttu þau til Akureyrar. Þar fékk hann vinnu við Menntaskólann á Akureyri sem sögukennari. Við Menntaskólann starfaði Róbert allar götur síðan fyrir utan eitt ár þegar hann fór með fjölskyldunni til Englands. Þar lauk hann mastersnámi í alþjóðasamskiptum við Háskólann í Kent Kantaraborg í nóvember 1992. Róbert hafði mikla menntun og auk þess sem sagt var frá hér að ofan þá var hann svæðisleiðsögumaður á Norðurlandi eystra með próf frá Leiðsöguskóla Íslands. Einnig lauk hann námi fyrir fjarkennara frá Endurmenntunarstofnun HÍ árið 2000 en hann starfaði sem fjarkennari við Verkmenntaskólan á Akureyri samhliða kennslunni við MA. Á meira en tuttugu ára ferli Róberts hér við skólann hafði hann mikil áhrif á þá nemendur sem hann kenndi. Róbert bar mikla virðingu fyrir nemendum sínum og hvatti þá til að hugsa sjálfstætt. Nemendur hans virtu hann sem kennara og fráfall hans var mikið áfall fyrir starfsfólk skólans og nemendur. Við í ritstjórninni viljum votta vini, góðum kennara og föður virðingu okkar. Síðurnar hér á eftir eru tileinkaðar Róberti F. Sigurðssyni.

We hold these Truths to be self-evident, that all Men are created equal

33


Minningargreinar Róbert var frábær kennari sem hafði trú á okkur og bar hag okkar fyrir brjósti. Hans verður sárt saknað. Hvíldu í friði. 2.U 2009-2010

Róbert var umsjónakennari okkar árið sem við vorum í 2. bekk. Hann var alltaf glaðlyndur og ávallt til í að gera eitthvað skemmtilegt með okkur og uppúr stendur skálaferðin okkar. Hann var með í öllum leikjunum í ferðinni, stakk hausnum ofan í vatnsbala og síðan ofan í skál með hveiti, drakk ógeðisdrykk með okkur og var allt í öllu. Þessi vetur var skemmtilegur í minningunni og ekki síst sögutímarnir. Róbert var duglegur að brjóta upp hina hefðbundnu kennslu og gera eitthvað skemmtilegt með okkur. Til dæmis fór hann með okkur í ýmsa leiki innan skólans s.s. þrír snerta hlut, feluleik í kvosinni og fleira. Sögutímarnir voru ávallt skemmtilegir og spennandi og hann sagði okkur oft og mörgum sinnum frá því þegar Raspútín dó og í hvert einasta skipti söng hann fyrir okkur „By the rivers of Babylon“, enda var Boney M greinilega í miklu uppáhaldi hjá honum Róbert var frábær kennari og við munum ætíð minnast hans. Takk fyrir okkur Róbert. 2.X 2007-2008.

Róbert kenndi okkur báða söguáfangana okkar á skólagöngu okkar. Hann er kennari sem við munum seint gleyma. Hann fór með okkur í skoðunarferð upp á háaloft í Gamla skóla og sagði okkur sögu ýmissa hluta sem þar eru. Minnistæðasta hreyfing hans úr tímum er þegar hann blakaði höndunum og sagði okkur að setja tölvurnar niður. Róbert var gull af manni og því kynntumst við þennan vetur. 2. Y 2007-2008

Við vorum í H1 á æfingu eina helgina og Róbert var í skólanum. Hann kom og kíkti á okkur því hann var reglulega að semja söguspurningar handa okkur. Við spurðum hann hvort að orðrómurinn um að í skólanum væri málverk eftir Salvador Dali væri sannur. Við það veðraðist hann allur upp og rauk hann út úr stofunni til að leita að málverkinu. Stuttu seinna kom hann stoltur til okkar og sýndi okkur málverkið sem hann fann inná kennarastofu. Gettu Betur liðið 2005 - 2006

that they are endowed by their Creator with certain unalienable Rights,

34


Róbert F. Sigurðsson vinur minn og samkennari er fallinn frá. Hann er mér harmdauði. Hugurinn er hjá fjölskyldu Róberts, eiginkonu og dætrum, þær hafa samúð mína óskipta. Haustið 1987 komum við liðlega tvítugir að Menntaskólanum á Akureyri og kenndum sögu, ég próflaus en hann með eins árs kennslureynslu úr grunnskóla. Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari kom að okkur í lávarðadeildinni, sem stundum heitir svo, þar sem við reyktum og ræddum málin. ”Gaman að sjá unga menn reykja sígarettur” sagði Gísli. Við hættum báðir að reykja til þess að geta orðið gamlir kennarar eins og okkur fannst Gísli Jónsson vera þá. Báðir fórum við í frekara nám og hvort sem það var ætlunin eða ekki þá vorum við enn farnir að kenna við MA nokkrum árum síðar. Barnaeldi, búslóðarflutningar úr einu heimili í annað stærra, kennaraverkföll, tölvuvæðing, hið árlega jólatros kennara, nýjar kennslubækur, veiðiferðir á Skaga eftir útskriftina 17. júní, ”bannað að mæta í sparifötum” sagði Róbert, ”Hraun: norðan átta vindstig”, svartnættisraus í fjölmiðlum ... Sjúkdómurinn

hlífir ekki góðum dreng, sem við öll munum sakna. Dauði Róberts heitins var slys sem ekki varð afstýrt. Róbert var góður félagi, tók á móti vinum og ef því var að skipta rútuförmum af norðlenskum kennurum, var manna kátastur en fór aldrei yfir strikið, var hófsemdarmaður á áfengi og pólitískar skoðanir. Róbert skrifaði lokaritgerðir sínar um árekstra í samskiptum Íslendinga og Breta, hann var aðdáandi engilsaxneskrar menningar, lauk framhaldsnámi á Englandi og kenndi ensku um tíma. Hann lagði allan sinn metnað í kennsluna og að nýjar kynslóðir réðu vegferð sinni til betra lífs og réttlátara samfélags. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var honum leiðarljós: ”Við teljum eftirfarandi augljósan sannleika: Að allir menn eru skapaðir jafnir, að guð hefur gefið þeim réttindi sem ekki verða frá þeim tekin og eru þar á meðal rétturinn til lífs, til frelsis og til að leita sér farsældar.” Megi minning þín lifa kæri vinur.

Náinn samverkamaður minn og góður vinur Róbert F. Sigurðsson er fallinn frá langt um aldur fram. Fráfall hans kom óvænt og skilur okkur félaga hans og vini eftir með ráðgátu sem er svo áleitin og torræð að nærri lætur að okkur fallist hendur. Leiðir okkar Róberts lágu saman við Menntaskólann á Akureyri þar sem báðir kenndum sögu. Þó að viðhorfin væru um sumt ólík byggðist samstarfið í sögudeildinni alltaf á gagnkvæmu trausti og þar bar aldrei neinn skugga á. Virðingu nemenda og samkennara ávann Róbert sér vegna þess hversu heill og falslaus hann gekk til verka. Eftirminnilegustu stundir sem ég átti með Róberti voru þó ekki úr starfi Menntaskólans á Akureyri heldur voru það veiðistundirnar í eyðifjörðum og við heiðavötn hér norðanlands. Þar hófst Róbert F. Sigurðsson í æðra veldi. Hann samsamaðist náttúrunni og frá honum streymdi birta og gleði. Ákjósanlegri félaga við slíkar aðstæður var ekki hægt að hugsa sér. Þar var hann hið sjálfsagða fyrsta val. Enginn staður var Róberti kærari en Skagaheiðin og Skaginn. Ég held það hafi verið það ósnortna og falslausa við

þetta land við ysta haf sem talaði til Róberts. Um leið og þakka þér Róbert gefandi samverustundir og votta Kristínu, Mörtu og Bryndísi Mónu dýpstu hluttekningu kveð ég þig með kvæði eftir Hannes Pétursson þar sem kveðið er um strönd heiðarinnar sem þér var svo kær.

“Það að undrast er upphaf allrar heimspeki,” sagði Sókrates. Róbert var að vísu sagnfræðingur, en stundum undrandi og spurði þá gjarnan af bernskri einlægni og ástríðufullri fróðleiksfýsn. Hann vissi sem er, að svo lengi lærir sem lifir – og einnig hitt, að “sá lærir sem kennir,” eins og Rómverjar höfðu að orði. Ævistarf Róberts var sögukennsla í menntaskóla og hann kenndi af lífi og sál, nokkuð sérstakur í töktum en ávallt háttvís og formfastur. Áhugi hans og virðing fyrir viðfangsefninu sáði fræjum söguvitundar í huga fjölmargra nemenda. Og það er ekki ónýtt veganesti ungmenna á leið í háskólanám ellegar út í lífið sjálft. Róbert var einn sá besti kollega sem hægt er að hugsa sér. Vandaður maður og vinnusamur, nokkuð íhaldssamur og reglufastur, samviskusamur svo jaðraði við fullkomnunaráráttu, hreinlyndur og laus við allt undirferli, sagði hug sinn umbúðalaust, en alltaf kurteis og tillögugóður mannasættir. Hann var drengur góður. Róbert var einnig skemmtilegur og eftirminnilegur veiðifélagi.

Snemmsumars á bökkum Laxár í Aðaldal að egna flugu fyrir urriða og jafnvel laxavon, þar var hann í essinu sínu. Árvekni, úthald og læsi á blæbrigði náttúrunnar gáfu feng. Að kvöldi gerði hann að fiski og smjörsteikti á pönnu. Þegar þakkað var fyrir lostætið hneigði hann sig lítillega og sagði: “Takk fyrir, takk fyrir,” – séntilmaður sem hann var. Róbert var anglofíl, unnandi enskrar menningar og tungu, og vel að sér í breskri stjórnmálasögu. Þar gnæfði Winston Churchill upp úr í hildarleik síðari heimsstyrjaldar. Sá merki maður talaði stundum um “svarta hundinn” en það var þunglyndið sem að honum sótti. Róbert glímdi við sinn “svarta hund”, en það var á fárra vitorði. Að lokum varð hann undir og er mikill harmur að okkur kveðinn, sem þekktum hann og virtu. Mestur er þó harmur konu hans og dætra, sem hann unni af öllu hjarta. Hans er sárt saknað.

Þorlákur Axel Jónsson

Blik um fjörðinn og blik í ánum. Blærinn var saltur. Hjá rekatrjánum lognaldan svaf í sölvum og þangi. Síðdegisskin. Ég var einn á gangi. Brimill hvíldist á blökkum hleinum. Hann bærðist ekki! Og fast hjá, úr leynum fékk ég örstund í augum hans grunað öldunnar mýkt og djúpsins unað. Björn Vigfússon.

Sigurður Ólafsson.


Sögur úr MA Stolna málverkið í Kvosinni: Árið 1930 fékk MA leyfi til að útskrifa stúdenta og fékk þá myndina í gjöf frá Menntamálaráðuneytinu. Þó svo að myndin virðist ekki passa inní umhverfið í kvosinni þá er hún tákn um fullveldi Menntaskólans. Jónas frá Hriflu, sem var þá menntamálaráðherra, tók myndina úr Listasafni Íslands og færði MA hana að gjöf og æ síðan hefur MA staðið í deilum við Listasafnið um eignarrétt á myndinni.

Draugagangur: Hér á árum áður þegar nemendur bjuggu á heimavistinni í Gamlaskóla urðu þeir varir við draugagang í skólanum einn veturinn. Nemendur voru hræddir við að ferðast um skólann þegar tekið var að skyggja. Þegar þetta var farið að hafa áhrif á skólastarfið ákvað Sigurður skólameistari að kalla á Sal til að skamma nemendur fyrir hjátrú og hindurvitni. Sigurður endaði mál sitt á því að segja að sá nemandi sem næst sæi draug yrði rekinn úr skólanum og varð ekki meira vart við draugagang eftir þetta.

Nasistastjórnin 2006: Í kynningarmyndbandi Huginsstjórnarinnar 2006 klæddi stjórnin sig upp sem Nasista foringja með Inspectrix í hlutverki Hitlers og gjaldkeran sem gyðing. Auðvitað var myndbandið gert í góðu gríni en því miður var það sýnt þegar hópur af Þjóðverjum var staddur í Kvosinni og Gisella þýskukennari gekk hneyksluð úr salnum. Þjóðverjarnir vissu ekkert hvað var í gangi og fór ein stúlka að gráta þar sem hún hélt að það væri verið að gera grin að hópnum.

Setustofurnar á Kennarastofunni: Sú fyrri er kölluð Móvestí eða Græna leðrið og þar sitja ævinlega fleiri konur en karlar. Á veggnum hanga skopmyndir af kennurum og stofan er björt og lífleg. Sú síðari er hinsvegar kölluð lávarðadeildin eða pesthúsið því að hún var síðasti staðurinn þar sem mátti reykja í skólahúsinu. Í henni eru falleg antík húsgögn og við borð í miðri stofunni var gjarnan spilaður Ólsen ólsen. Nú orðið sitja ekki bara karlar þar inni eins og var um 1980 en þeir eru samt í meirihluta og fastagestir stofunnar eiga gjarnan sitt sæti. Merkilegust er þó myndin eftir Salvador Dalí sem hangir á austurvegg stofunnar.

Nasista inspectorinn: Þegar Jón Már var í 6. bekk (4. bekk í dag) var Inspector Scholae yfirlýstur nasisti og tjáði óspart skoðanir sínar um yfirburði aría. Hann var vel máli farin, rökfastur og kurteis en þótti sjálfsagt að Gyðingar ættu best heima í gasklefanum. Þó svo að flestir vissu af skoðunum hans tókst honum einhvern veginn að sigra í kosningunum og stóð sig mjög vel sem inspector og stóðst alveg þá freistingu að hefja kynþáttahreinsanir innan skólans.

RauMA brenndi Möðruvallaskóla: Eins og flestir vita þá er RauMA elsta félag skólans og saga þess nær aftur til Möðruvallaskóla en þá hét félagið ,,Rauðbirknifélag Möðruvallaskóla". Þó svo að það hafi aldrei fengist staðfest þá hafa sögur gengið um það í meira en öld að félagið hafi verið ábyrgt fyrir því að skólinn brann til kaldra kola árið 1902.

Pólitík í MA: Nemendur þóttu mun pólitískari hér áður fyrr og það litaði skólastarfið mun meira en í dag. Stjórn skólafélagsins var kosin eftir því hvaða stjórnmálaflokk þau studdu, sellufundir undir stjórn nemanda og jafnvel kennara voru haldnir þar sem lesnir voru kaflar úr t.d. Kommúnistaávarpinu og þeir ræddir. Einu sinni þegar árshátíðin var haldin í mötuneytinu var mötuneytið skreytt eins og fangelsi og ryskingar á milli HíMA og VíMA voru mun meiri og enduðu jafnvel með slagsmálum á göngum skólans.

that among these are Life, Liberty, and the pursuit of Happines

36


Týndar hefðir

Draugahúsið: f. 1993 d. 2003

Tollering: d. 2001

Hefðin: Fyrsta hefðin á þessum lista er jafnframt sú yngsta og skammlífasta. Á meðan þessi hefð lifði var venja 4. bekkinga að reisa draugahús. Það var hið hræðilegasta í busuninni með innyflum og blóði, fengnu í nærliggjandi sláturhúsum, vampírum, kroppinbökum og jafnvel eitt sinn konu að fæða barn í miðju blóðhafinu.

Hefðin: Í busavígslunni hér á árum áður var hefð fyrir því að 1. bekkingar væru vígðir inn í skólann með tolleringu. Það er að segja að 4. bekkingar tóku busana upp á arma sína og hentu þeim upp í loftið og gripu þá síðan aftur nokkrum sinnum.

Af hverju var hún lögð niður? Misnotkun, í bókstaflegri merkingu. Margar busastelpur kvörtuðu ár hvert undan þukli og klípi meðan þær fóru í gegnum draugahúsið. Svo hjálpaði ekki til að á hverju ári var húsið svo ógeðslegt að margir busar urðu fyrir andlegum skaða á meðan busuninni stóð. Ekki að það sé endilega slæmt.?

Af hverju var hún lögð niður? Eins og þið vitið fæst, eru 4. bekkingar aðeins mennskir. Það kom fyrir annað slagið að busar voru ekki gripnir og skullu þar af leiðandi frekar fast í jörðina. Eftir marga áratugi og þó nokkur beinbrot var ákveðið að láta gott heita.

Skálaferðir: f. 1936 d. 2009 Hefðin: Skálaferðir á vegum Menntaskólans á Akureyri hófust 1936 með ferðum í Útgarð í Hlíðarfjalli. Eftir að það hús gekk úr sér var um tíma farið í Skíðahótelið en um 1980 eignaðist MA aftur Útgarð, í þetta sinn í Vaðlaheiði. Sá Útgarður var seldur laust fyrir 1990, og árin þar eftir var ýmist farið að Ytri-Vík eða Vestmannsvatni. Um 1995 voru skálaferðirnar svo farnar að taka á sig þá mynd sem 2. 3. og 4. bekkur þekkti. Allir fyrstu- og annarsbekkir fóru eina nótt að Hólavatni, með sínum umsjónarkennara. Bekkurinn eldaði saman og svo var sprellað fram á rauða nótt. Af hverju var hún lögð niður? Menntaskólinn, eins og svo margir þessa dagana, á enga peninga og það er ekki beinlínis ókeypis að senda kennara með hópnum í rútu og kaupagistingu fyrir 20+ nemendur. Þó var farin sú leið nú í haust að tveir bekkir borguðu hele klabbet og gátu því skemmt sér í íslensku flórunni þrátt fyrir kreppu.

Pönnukökuritgerðir: d. 1996 Hefðin: Stúdentspróf í íslensku voru tvískipt hér á árum áður. Annars vegar hefðbundið spurningapróf úr bókmenntum og bókmenntasögu og hins vegar ritgerð um fyrirfram ákveðið efni, svokölluð Pönnukökuritgerð. Ritgerðin tók 4-5 tíma. Fyrstu 2 tímarnir fóru í að skrifa frumgerð, svo marseruðu 4.bekkingar upp í mötuneyti heimavistarinnar og snæddu saman pönnukökur. Síðan marseruðu þeir aftur niður í skóla og hreinskrifuðu ritgerðirnar sínar. Af hverju var hún lögð niður? Prófið var heill áfangi, Ísl 100, en eins og glöggir lesendur hafa eflaust séð fengust engar einingar fyrir það. Fjórði bekkur eðlisfræðilínu, X-ið, neitaði að taka prófið af þeim ástæðum. Eftir það lognaðist þessi hefð út af. Takk fyrir X-arar, takk fyrir.

Spurningasalur: d: 1967-1970 Hefðin: Einu sinni á ári gafst nemendum tækifæri til að spyrja kennara, skólastjórnendur eða jafnvel hverjir aðra , spjörunum úr. Svartur kassi sem hangir reyndar enn inni í Gamla Skóla tók við spurningum allan ársins hring. Einu sinni á ári, var svo kallað á Sal, spurningarnar voru lesnar upp og viðeigandi aðili svaraði. Af hverju var hún lögð niður? Minning þessarar hefðar er það djúpt grafin að það liggur ekki fyrir af hverju henni var hætt. Líklegast er X bekkurinn þó ábyrgur, einhvern veginn...


M Settur í blý u n i n n

1974 – 1975

Það er gömul saga og ný að menntaskólaárin séu mikilvæg mótunarár einstaklinga. Í Menntaskólanum á Akureyri öðlaðist ég mikilvæga menntun bæði í skólastofunni og í félagslífinu. Ég kom í skólann vorið 1972 til að taka próf upp úr þriðja bekk og settist í fjórða bekk um haustið. Miklar breytingar á skólanum áttu sér stað þetta ár: Stofnuð var félagsfræðadeild; opnað var milli heimavistar drengja og stúlkna, reglur settar um heimilaða útivist á nóttunni og næturvörður hleypti þeim inn er komu seint heim; heimavistarráð stýrði vissum þáttum í starfsemi vistarinnar; og fylgt var eftir reglum um að áfengis væri ekki neytt á heimavist eða á skólasamkomum nemenda. Þegar ég byrjaði í MA var Muninn mikilvægur fjölmiðill; hafði verið kröftugt baráttutæki í þágu breytinga. Blaðið hafði komið mörgum sinnum á vetri í ýmsu broti og hikaði ekki við að gagnrýna skólayfirvöld og stjórnmálalíf landsins. Árin sem ég var í skólanum kom blaðið yfirleitt út sex sinnum á vetri í dagblaðsbroti. Efnið var margvíslegt, svo sem úr skólalífinu, fréttir af ýmsum félögum og viðtöl við frambjóðendur í kosningum til nefnda og ráða skólafélagsins. Eitt af því sem einkenndi þessi ár voru pólitískar greinar um marxisma en einnig var gefið út blað undir merki Munins sem hafði hakakross nasista í blaðhausnum. Sérstök ritstjórn sá um þetta blað og olli það talsverðu fjaðrafoki. Minna fjaðrafoki olli grein sem ég ritaði um náttúruvernd og virkjanir. En þegar ég leit á blöðin nýlega sýndist mér að meðal bitastæðasta efnisins hafi verið rauðsokkusíðan veturinn 1974–1975 sem var birt að frumkvæði nokkurra kvenna í nemendahópnum í 6. bekk. Þar var greint frá staðreyndum um sögu karla og kvenna og þáttum úr sögu kvennabaráttunnar. Tilraunastarfsemi átti sér stað með nafn blaðsins á þessum árum. Haustið sem ég tók við ritstjórninni hétu fyrstu tvö tölublöðin MUNINИ, síðasta N-ið öfugt svo minnti á rússneskan staf. Mig minnir reyndar að þetta væru setningarmistök — en nokkuð brosleg í ljósi þeirra pólitísku greina sem í blaðinu birtust. Þetta var reyndar fyrsti árgangur blaðsins um skeið þar sem blaðið hét alltaf Muninn því að útgáfan í dagblaðsforminu hafði heitið Litli-Muninn eða Rauði-Muninn og ef gefið var út blað í minna broti hét það Minnsti-Muninn. Dagblaðsbrotinu fylgdi að blaðið var sett í blý. Setjarinn raðaði stöfunum í mót og svo var hver síða sett saman og henni þrykkt á pappírinn í þar til gerðum vélum. Lærdómsríkt var fyrir okkur unglingana að fá að fylgjast með vinnubrögðunum í prentsmiðjunni. Margt þekkt fólk starfaði í ritstjórn Munins á þessum árum sem ég var þar, svo sem Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Ása Lovísa Aradóttir prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margir úr ritstjórn Munins hafa starfað við blaða- og fréttamennsku um langan eða skamman tíma, svo sem Atli Rúnar Halldórsson. - Ritstjóri Munins 1974-1975, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Skólafélagið Huginn var stofnað 1927 og var þá skólamálfundarfélag.

39


Brot úr múrnum Í dag eru vinstrimenn í stjórn. Það eru 26 ár síðan vinstristjórn var síðast í landinu. Vinstrimenn dagsins í dag eru vanir því að vera litli maðurinn. Að fá aldrei neinu að ráða og spyrja hægrimennina stöðugt hvern fjandann þeir séu eiginlega að gera í ríkisstjórn. Nú erum við komnir í það hlutverk að stjórna sjálfir. Við vinstrimennirnir þurfum að svara fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir okkar bestu sannfæringu.Það reynist okkur oft erfitt á þessum viðsjárverðu tímum, þegar tveir eru sjaldan sammála um hvað beri að gera. Það að vera vinstrimaður í dag er erfitt líf. Það er alltaf verið að segja okkur að við séum ekki að gera neitt, eða að það sem við gerum sé alveg út úr kú.Það er þó oft ekki rétt, jafnvel þvert á móti. Yfir okkur er ausið skömmum fyrir að vera ekki búin að laga á 10 mánuðum það hrun sem tók 18 ár af ítarlegri frjálshyggju og rýmkun hafta að byggja upp. Sá misskilningur finnst á Íslandi um þessar mundir, og þá sérstaklega hjá unglingum, að allir vinstrimenn séu kommúnistar. Auðvitað eru til einhverjir kommúnistar hérna, hver kannast ekki við Óla komma eða Steina Stalín? Kommúnistar á Íslandi eru álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar, rétt eins og það eru ekki margir hægrimenn fasistar. Íslenska ríkisstjórnin ætlar örugglega ekki stofna Sovét-Ísland hér í náinni framtíð. Ég hélt að fólk gerði sér skýra grein fyrir þessu og léti sér varla detta það í hug.. Það er óneitanlega öðruvísi að vera vinstrimaður í dag en fyrir tveimur árum . Við erum loksins að sjá eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Það er vissulega nýjung fyrir okkur sem erum í menn-taskóla, þar sem þeir tóku við um það leyti sem flestir í fjórða bekk byrjuðu að skríða. Nú þurfum við svo sannarlega að svara fyrir „okkar fólk“.Vinstriflokkarnir tveir mynduðu stjórn þegar þjóðfélagið var á hausnum og margir vonuðust eftir einhverri töfralausn. Að allt yrði aftur eins og var, og það strax. Eins mikið og ég vildi óska þess að vinstrimenn væru galdramenn, þá erum við það ekki. Hlutirnir taka sinn tíma, og nú er ekkert eftir nema að bretta upp ermar og hefja tiltekt. Tinna Ingólfsdóttir


Hver skiptir til Vodafone? Essasú? ...og þú færð 2.990 kr. Risafrelsi á 0 kr. í 30 daga! Þú styrkir nemendafélagið þitt um 1.000 kr. Skiptu yfir til Vodafone á vodafone.is/skolar strax í dag!

Tilboðið gildir til 31. desember 2009


k i R n n i r ö m r a j s i ð æ r f a n f E

Höf: Sigríður Árdal Myndir: Sindri Geir

Í vetur hafa ófáar yngismeyjar í skólanum haft orð á því hvað nýji efnafræðikennarinn sé sætur og að það sé algjör draumur að vera i tímum hjá honum. Þær sem eru ekki í tímum hjá honum öfunda nemendur hans í laumi. Forvitni mín var vakin, ég komst að því að hann er fyrrverandi MA-ingur, útskrifaður af náttúrufræðibraut vorið 2006, að elsti bróðir minn kenndi honum, að hann er sprengjusérfræðingur og gerir tilraunir í tíma og ótíma, að hann á heita kærustu og veit hvaða hamborgari er bestur. Hvað af þessu var satt og hvað af þessu var logið vissi enginn. Ég hitti hann föstudaginn þrettánda inni á skrifstofu efnafræðiséníanna tveggja í skólanum. „Hæ Árdal, fáðu þér sæti“ heyrðist í honum þegar ég kom inná skrifstofuna. Ég var snögg að koma mér fyrir og það hlakkaði í mér að komast að hinu sanna um hann. Segðu mér aðeins frá sjálfum þér, hvað þú heitir, hvaðan þú ert, hvað þú ert gamall og af hverju MA? Ég heiti Henrik Cornelisson van de Ven og er 23 ára frá Akureyri. Ég fór í MA vegna þess að ég hafði heyrt að hann væri góður skóli og plús það þá spilaði það stóran þátt að mamma mín kenndi í VMA, þess vegna ákvað ég að fara ekki þangað.

„...boltinn fer beint í andlitið á ónefndum kennara í markinu og hann steinliggur.“ Hvernig var MA þegar þú varst hérna og hvað stendur uppúr? Það er mjög svipað að vera nemandi í

MA núna og þegar ég var hérna. Það er ekki svo langt síðan og tja, það má nú ekki hvað sem er fara í blaðið. Rik brosir sínu breiðasta þegar hann rifjar upp liðna tíma. Já það var þegar við vorum að halda Litlu Ólympíuleikana. Ég var í 4. U og keppnin byrjaði á fótbolta, 5 stelpur úr bekknum á móti 5 kennurum. Þau spila í svona 3 mín. og stelpurnar okkar eru að tapa. Þá byrjar í hljóðkerfinu svona búmmbúmmtiss búmmbúmmtiss (alveg eins og í ,,We will rock you") og þá komum við, strákarnir, inná í rúgbýbrynjum og með stríðsmálingu. Við öskrum ,,SKIPTING!". Boltinn er dauður á vellinum og einn strákurinn þrumar honum í átt að kennaramarkinu, boltinn fer beint í andlitið á ónefndum kennara í markinu og hann steinliggur. Þetta varð svolítið misheppnuð innkoma en hún var mjög áhrifarík.

„...gott að fara eftir skóla og gera eina góða sprengju.“ Varstu virkur í félagslífi skólans sem nemandi? Jájá, ég var í fastanefnd og held ég hafi haldið best sóttasta lagabreytingarfundinn, ég lofaði leysisjóvi í byrjun fundarins og svo mættu alveg yfir 200 manns. Það urðu allir svekktir þegar ég var bara með bendil, það var leysisjóvið mitt. Svo

þegar fundurinn var að verða búinn og það var búið að samþykkja fullt af lögum, þá rétti ein stelpan upp hendi og sagði „Ég skil ekki hvað er í gangi!” Rik hefur greinilega gaman af því að rifja upp menntaskólagönguna því hann er óspar á brosið og hláturinn. Hefur eitthvað breyst við félagslífið frá því að þú varst hérna? Ég var busi síðasta árið sem að Tryggvi var skólameistari svo ég fékk þessa gömlu busun, með draugahúsi og öllu því. Það var mjög gaman, það voru alveg stelpur að gráta og maður lá í því ef að maður þekkti einhvern í 4. bekk, þá var maður tekinn fyrir. Hvernig er að vera kominn í MA sem kennari og vinna með öllum gömlu kennurunum þínum? Mjög gott orð til að lýsa því er skrítið. Að labba þarna inn og gefa Billó five, klappa Þóri á bakið, það er alveg frábært. Ég er eiginlega ennþá að ná því, en það er mjög skemmtilegt!

„Já amma mín er pimp, hún keypti strippstað einu sinni...“ Er líf eftir MA fyrst þú komst strax aftur? Rik hlær, Jájá það er ágætis líf en það er líka gott að vera í MA. Það er mjög gott að eiga sér líf og mjög gott að vera í MA Af hverju fórstu í efnafræði eftir MA? Af því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vísindum og efnafræðin var mjög skemmtileg í MA. Jóhann kenndi mér og hans arfleið er mjög stór í efnafræðisamfélaginu. Í háskólanum er helmingurinn af prófessorunum í efnafræðideildinni gamlir MA-ingar. Þeir eru gamlir karlar, allir félagar með ugluhringina sína og Jóhann kenndi þeim líka.


Hvernig var í sprengigenginu í háskólanum? Sprengigengið var það sem að hélt mér gangandi í efnafræðinni um tíma, þegar stærðfræðin var orðin frekar þurr þá var gott að fara eftir skóla og gera eina góða sprengju. Það urðu alveg nokkur slys, ekkert mjög alvarleg, nokkrir sjúkrabílar og brunasár á höndum en annað alveg viðráðanlegt.

n a l l e r ðib æ r f a ill ð e Efn s i nd a n n e óbr Framkvæmd:

Er hægt að malla eitthvað hættulegt úr efnum sem er að finna á hverju heimili? Já, það er t.d. mjög hættulegt að drekka stíflueyði. Heyrst hafa sögur um að amma þín hafi keypt strippstaðinn Setrið, er það satt? Já amma mín er pimp, hún keypti strippstað einu sinni.. en hún breytti honum í tannsmíðaverkstæði, hún hélt ekki áfram að reka strippstaðinn.

Hvað þarf? Glas Spritt Vatn Peningaseðil Töng NaCl

-Farið varlegaBlandið vatni og spritti í glas í hlutföllunum 1:1 og bætið örlitlu NaCl (salt) út í. Takið seðilinn með töng og dífið í lausnina. Lyftið blautum seðlinum úr lausninni og berið varlega eld að. Etanólið í sprittinu brennur en vatnið loðir við seðilinn og hindrar að hann brennur því “brennur seðillinn” en skemmist ekki. -Farið varlegaTíminn líður hratt inni á skrifstofunni og brátt er kominn tími til að færa sig yfir í M3 til að taka myndir og malla saman nokkrum efnum. Þegar við löbbum inní M3 eftir löngu tekur Rik á móti okkur í vinnugallanum sínum með mismunandi tilraunaglös á kennaraborðinu og fullt af einhverju dóti! Hann byrjar að undirbúa fyrstu sýninguna fyrir okkur og biður okkur um að draga fyrir gluggana. Hann ætlar að mynda ester fyrir okkur úr metanóli og bórsýru. „Þetta er smá ljós, smá sprenging. Árdal getur þú slökkt ljósin?”. Ég stekk til, ljósin voru slökkt, kveikt var á eldspýtu og allt í einu gerist það [wúbbíwúú] (alveg eins og hljóðið í Icy Tower) og loginn varð grænn! Fyrir næsta trix sagði Rik að vatnið í efnafræðistofunni væri ekki venjulegt, það væri miklu efnafræðilegra. Hann lét vatn renna úr krananum í eitt af sínum glösum, hellti því síðan yfir í annað glas og það varð fjólublátt! „Bíddu, var eitthvað í glasinu sem gerði vatnið fjólblátt eða?!” heyrist í Sindra Geir! Ohh þessir félagsfræðinemar!

Er hættuleg að búa til reyksprengju úr saltpétri og sykri? Nei ekki þannig lagað en málið er að í dag færðu hvergi hreinan saltpétur auðveldlega. Hvað er það hættulegasta sem þú getur búið til úr efnunum hérna í skólanum? Geturðu t.d. búið til blásýru? Ég get búið til allt... og já, ég get búið til blásýru, það er ekki mikið mál. Allt í einu mundi ég eftir aðalmálinu. Er það satt að þið Siggi Bjarklind séuð alltaf í hnífabardaga inni á skrifstofu? Já, það er satt, hann hefur sínar aðferðir og ég hef mínar. Við erum reyndar ekkert alltaf að því en við tökum rispur. Þetta er eitthvað sem maður þarf að vera með á hreinu, við erum þá alltaf með töflutúss í staðinn fyrir hníf sko og þeir eru alltaf rauðir og við erum alltaf í hvítum bolum og síðan byrjum við... og þá sést alltaf rautt í bolnum ef annar nær að skera hinn! Í þessum töluðu orðum fékk ég grun minn um að flestir efnafræðingar væru skrítnir staðfestann, þá allt í einu kom kallið. „Þá er komið að því síðasta og þú þarft að hjálpa mér við þessa tilraun” hjartað í mér tók kipp, „hvað átti ég að gera?" hugsaði

ég meðan ég labbaði upp að töflu. Rik hélt á bómul og sagði að bómullinn væri búinn að fá sömu meðferð og TNT sprengiefnið og væri orðinn geðveikt sprengifimur, þannig að ef maður kveikti í bómulnum myndi hann springa. Hann setti bómulinn í lófann á mér „Ætlar þú að láta mig halda á þessu?!”. Mér leist ekki á blikuna þegar hann bar eld að honum. „Haltu honum alveg útfrá þér svo það kvikni ekki í hárinu á þér“. Bómullinn fuðraði upp á engum tíma og eldsúlan sem steig upp úr lófanum á mér gaf deginum tilgang. „Var þetta ekki magnað? Það kemur nefnilega alveg stór eldur af þessu, ég tala nú ekki um þegar maður er með risa stóra kúlu eins og við vorum stundum með, þá kom eldhnöttur!” Ég þakkaði fyrir mig og gekk út úr stofunni ánægð og hugsaði um það hvort að efnafræðin væri kannski eitthvað fyrir mig. Hver hefur svo sem ekki gaman að því að sprengja hluti? Efnafræðin er þó kannski ekki fyrir alla, en eitt er víst og það er að Rik er ákaflega heillandi, sama á hvaða braut þú ert.


Djamm

A „Hvað á að gera um helgi na ?“ B „Ég ætla á djammið, kíkja niðrí bæ og svona en þú?“ A „Bíddu, ha? Ertu byrjuð að drekka?“ Í svona samtali hef ég, 19 ára stúlka sem drekkur ekki áfengi, lent ófáum sinnum jafn pirrandi. Eitt það sem og finnst það alltaf mér finnst líka pirrandi er þe gar fólk er rosalega stolt af drekka ekki og básúnar þa mér fyrir að ð um allt partýið að þarna sé stelpa sem drekkur ekki og hefur aldrei drukkið áfe ngi og svo stuttu eftir það er reynt að hella ofan í mig áfengi og fá mig til að byrja að drekka. Er fólk svona virkilega ósátt við það að einhver sé til á þeirra aldri sem drekkur ekki ? Skammast það sín þe gar það sér einhvern sem dre kkur ekki ? Af hverju má fólk ekki djamma þótt það drekki ekki áfengi ? Dja mm þýðir ekki áfengi, reyndar þýðir djamm skv. íslensku orðabókinni „Dan ssk emmtun, skrall, skemmtanalíf með heimasa mkvæmum, barferðum og dansi“. Þá vil ég þá einnig benda á það að fólk fer reglulega á barinn þegar það fer á djammið og fær sér vatn eð a cokeglas eða jafnvel óáfen gan kokteil! Djamm er bara skemmtun fyrir ful la jafnt sem edrú. Heldur fól k virkilega að aðrir geti ekki skemmt sér án áfengis þótt að það sjálft geti það ekki? Leyfið fólki að lifa sínu djammi og hættið að beita hópþrýstingi, það er hægt að skemmta sér án áfengis. Sigríður Árdal

Saga kórsins... Frá því að mannskepnan fyrst þróaðist útfrá risaeðlum hefur hún keppst við það að erta g-blettinn. Eins og menntskælingar vita hafa allir tvo g-bletti. Karlmenn hafa einn í endaþarminum, en það hefur þó því miður enginn í sögu mannkyns komist að því hvar kvenmaðurinn geymir sinn. Margir segja að

g-blettur kvenmannsins sé einungis goðsögn, og sé í raun og veru ekki til. Aðrir segja að g-blettur kvenmanns sé samnefni yfir öskju Pandóru, og muni hann, ef fundinn, opna hlið til helvítis og hleypa böli og pínu yfir allt mannkyn. Seinni g-bletturinn, í báðum kynjum, leynist í eyrunum. Teljið þið mig fara með rangt mál? Skoðum þetta nánar. Hafið þið aldrei uppgötvað svo fallegt lag, að það veldur því að þið fáið yndislega sælutilfinningu, lyppist niður í sófann og útilokið allt annað en þetta tiltekna lag. Þið fáið síðan löngun til að hlusta á lagið aftur og aftur og aftur og aftur. Líkist þetta ekki því þegar mannskepnan fær fullnægingu og leitast við að fá þessa fullnægingu aftur og aftur og aftur og aftur? Þar er eyrna g-bletturinn að verki. Ekki reyna að mótmæla þessari kenningu minni, vegna þess að hún er vísindalega, heimspekilega, rökfræðilega, sálfræðilega, kynferðislega og ómótstæðilega rétt. Þetta er allt það sem kórinn snýst um. Fyrir mörg þúsund árum, löngu fyrir tíð Hóla og Möðruvalla safnaðist hópur menntskælinga

saman á Sal Gamla skóla og ræddi fyrrnefnd málefni. Vegna ágreinings skipti hópurinn sér í tvennt , annars vegar var stofnaður hópur sem nú í dag er kenndur við Frímúrara og hinsvegar hópur sem er nú kór Menntaskólans á Akureyri. Sá kór átti síðan að koma saman og raðfullnægja eyrum almúgans, í hvert skipti sem tækifæri gæfist. Hvers vegna veit enginn, en alla tíð síðan hefur kórinn sungið múgsefjandi og jafnvel sæðandi söngva fyir fólkið. Hvers vegna sæðandi? Vegna þess að árin 1849 og 1949 urðu tvær stúlkur ófrískar á árshátíð Menntaskólans þegar 10 fílefldir karlkyns meðlimir fóru upp á háa C’ið, á sama tíma. Það er víst eitthvað sem gerist í hormónum kvenna þegar þær heyra háa C’ið, sem veldur því að þær frjóvga sjálf eggin sín. Þetta gerist þó aðeins á 100 ára fresti þegar tunglið er fullt. Samkvæmt dagatali Kórsins, mun heimurinn enda þann 21. desember 2012. Kórinn mun þá stíga upp til himna þar sem hann á réttilega heima, hjá Guði og Jesú, sem var tenór frá því árið þrír fyrir Krist til fyrsta árs eftir Krist. Þið hin, tóndaufu og laglausu, vitið hvað verður um ykkur.


Hvernig heldurðu að sé að vera í MA? Sindri: Þúst, það er fínt ef þú ert á Akureyri og nennir ekki að koma í MR. Freyr: Ég held að það sé fínt að vera á heimavist! Þekkirðu einhvern í MA? Já, Láru Kristjánsdóttur, hún var með mér í skóla þegar ég bjó úti á landi. Hvernig heldurðu að sé að vera í MA? Ég var í alvörunni að spá í að velja MA en ég hafði bara ekkert val. Bróðir minn bjó hérna í Reykjavík en ég bjó í sveit. Það var þetta eða dauðinn. Nefndu mér eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? MA er úti á landi.

3 af 8 í stjórn Hugins ættu að hafa útskrifast síðasta vor

Hvað hefur MA sem aðrir framhaldsskólar hafa ekki? Sindri: Þúst ég veit ekki, ég hef aldrei komið til Akureyrar. Freyr: Ísinn, Brynjuís! Hvernig fólk er í MA? Sindri: Þeir sem fara ekki í verkmenntaskólann. Hvernig félagslíf er í MA? Freyr: Þið farið ógeðslega mikið á skíði. Sindri: Já, er þetta ekki geggjað norskur skóli? Alltaf snjór þarna.

45


Þekkirðu einhvern í MA? Frænka mín er þar, hún heitir Hrefna Ingólfsdóttir. Hvað hefur MA sem aðrir framhaldsskólar hafa ekki? Ég hef heyrt að allir séu geggjað samheldnir. Og það mættu alltaf allir á skemmtanir og kvöldvökur. Ef það væri hérna myndu kannski mæta svona þrír, fjórir eða eitthvað. Hvaða framhaldsskóla á landinu svipar MA til? Allavega pottþétt ekki svona MS eða Verzló, þar eru bara skinkur. Ég hef samt heyrt að busarnir séu að verða meira þannig í MA.

Hvernig heldurðu að sé að vera í MA? Sko ef að MA væri land þá væruð þið Ástralía því þið eruð hinumegin! Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? Þið hafið stórt fatahengi hef ég séð! Hvað hefur MA sem aðrir framhaldsskólar hafa ekki? Norðlenskan framburð. Hvernig félagslíf er í MA? Þið drekkið ekki! Af hverju er MH betri en MA? Af því að við drekkum!

Hvernig heldurðu að sé að vera í MA? Ég myndi örugglega aldrei mæta í skólann ef ég byggi á heimavistinni, það er svo miklu meira frelsi þegar það eru engir foreldrar. Þegar þú heyrir minnst á MA, hvað er það fyrsta sem þú hugsar? Brynjuís. Hvernig fólk er í MA? Allir í svona lopapeysum. Af hverju er þinn skóli betri en MA? *Félagi hans kemur inn og truflar. Spyr af hverju við séum að taka viðtal við róna. Þeir fara að rífast um hvor sé drykkfelldari og Jón gleymir að svara spurningunni. Annar strákur á borðinu horfir þá á okkur og svarar: „Uuu hann er ekki betri!“*

Hvernig heldurðu að sé að vera í MA? Ég held það sé alveg hræðilegt. Ég myndi aldrei nenna að búa á Akureyri. Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? Þar eru fleiri skinkur. Þegar þú heyrir minnst á MA, hvað er það fyrsta sem þú hugsar? Þegar ég reyndi að brjótast inn á heimavistina á fylleríi. Hvernig fólk er í MA? Emó fólk.


Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? Ég hef heyrt að þið séuð með frábært mötuneyti!

Hvernig félagslíf er í MA? Stefanía: Það eru allir strax vinir.

Af hverju er Borgó betri en MA? Vatnskönnurnar okkar á göngunum eru æðislegar!

Þekkirðu einhvern úr MA? Stefanía: Já, ein heitir Rakel og er fóstursystir mín og síðan tveir gamlir bekkjarbræður mínir.

Af hverju er Borgó betri en MA? Stefanía: Borgó er ekki betri en MA!

Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? Stefanía: Ég held það sé miklu skemmtilegra að vera í MA heldur en hér. Það er mesti djammbærinn! Kolbrún: Að hann er ekki Borgó.

Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? MA-ingar taka mun betur í áfengisátakið. Þegar þú heyrir minnst á MA, hvað er það fyrsta sem þú hugsar? Ingi skólastjóri Verzló var í MA. Hvernig félagslíf er í MA? Ég veit að þið eruð ekki með jafn mörg böll og skólarnir í Reykjavík en fyllið það upp með einhverju öðru, tónleikum og einhverjum samkomukvöldum. Af hverju er þinn skóli betri en MA? Ég er ekkert á því að Verzló sé mikið betri sko. Nemendafélagið okkar er samt stærra en ykkar, af því við erum alveg 1244 í skólanum.

Nefndu eitthvað eitt sem MA hefur fram yfir þinn skóla? Ekkert. Verzló er fullkominn. Hvernig félagslíf er í MA? U, það er ekkert Verzló sko! Hvernig fólk er í MA? Eins og hér.


LEIGUBÍLSKONA

"Þrífa þarf ælu á gangi 6" Einn góðan miðvikudagseftirmiðdag var ónefnd stúlka nývöknuð og skelþunn. Það var ekkert til að drekka né borða inni á herbergi hennar nema hálf flaska af volgu vatni og áfengi. Hún og herbergisfélagi hennar ákváðu því að ganga yfir í búðina og kaupa inn. Þegar í markaðinn var komið heyrist í stúlkunni „Vá hvað mér er óglatt, ég held ég þurfi að æla". Hálfri mínútu síðar gaus upp úr henni og þessi stóri og fíni pollur myndaðist á gólf búðarinnar. Sögur segja að heyrst hafi í kallkerfi markaðarins „Þrífa þarf ælu á gangi 6".

Eyrún og Hildur Gunnars voru að fara á djammið á El Faro og þurftu að taka leigubíl, þar sem staðurinn var ekki í göngufæri. Eyrún segir við Hildi að þær skuli nú finna sér einhvern sætan bílstjóra og kemur auga á einn og segir við stöllu sína: „Hey, förum með þessum, hann er geðveikt heitur". Hildur lítur á Eyrúnu og segir: „Eyrún, þetta er KONA". Við frekari athuganir kom í ljós að þetta var virkilega karlmannlegur kvennmaður.

Tjernobil barnen ad spille pingpong Maður að nafni Ragnar Logi er ekki við eina fjölina felldur. Raggi hefur gaman að því að skemmta sér með vinum sínum og ekki síður að skella sér í ping pong. Ragnar á að hafa stokkið upp á borðtennisborðið, dansað, sungið og látið öllum illum látum, sem ekki endaði betur en svo að borðið gaf sig og hann datt á hausinn. Þetta var því miður ekki ódýrt grín því kappinn þurfti að borga 300 evrur í skaðabætur fyrir ping pong borðið. Heyrst hefur að danssporið „tjernobil barnen ad spille pingpong " sé einmitt samið um Ragga.

Metro maður Senegalar að selja eitthvað er pirrandi. Senegalar að selja sólgleraugu er ennþá meira pirrandi. Í útskriftarferð MA fengu Senegalar loksins alvöru viðskiptavini. Einn dyggasti viðskiptarmaður þeirra í ferðinni var Björn Ingason en hann er metro maður með sönnu. Björn keypti sér sólgleraugu í öllum regnbogans litum en sögur segja að hann hafi eytt í þau rúmum 100 evrum.

Dauði fegurðardrottningarinnar. Kári Gauta og Orri lentu í þeim hörmungum að fara með Sonju Björk á djammið og eftir grimma drykkju dó fegurðardrottningin. Félagarnir tóku sig þá til og byrjuðu að bera hana heim á leið. Sagan segir að þegar á ströndina var komið (blakvallarströndina) hafði Orri klifið niður klettana, náð í sólbekk og klifrað með hann upp klettana aftur, hann sá víst ekki göngustíginn niður að strönd. Komu þeir síðan Sonju greyinu fyrir á bekknum og báru hana þannig heim á leið. Á leiðinni rákust þeir á Júlíu sem þeir tóku uppá sína arma og hjálpuðu heim. Þegar heim var komið, komu strákarnir stelpunum fyrir í íbúðinni sinni. Júlía rankaði þá við sér en leið ekkert sérstaklega vel og það gaus upp úr henni ælan. Orri brást hratt við, því hann vildi ekki að ælan færi í rúmið sitt, svo hann greip æluna á lofti!

Gabriela og múkkurinn. Bjarni og Erlingur urðu einum of fullir annað kvöldið þeirra í sælunni. Þeir fóru heim af djamminu með hjálp Styrmis, en þegar heim var komið lagðist Bjarni í sófann og ,,fór að sofa”. Styrmir sneri sér undan í smá stund til þess að loka hurðinni, en meðan á því stóð tókst Bjarna að æla hljóðlaust út allt herbergið og „sofna”. Styrmir þreif það upp, eins og góðum stráki sæmir. Þegar hann fór að ganga frá ældi Bjarni út alla stofuna aftur. Styrmir sannaði hversu góður vinur hann var og þreif aftur eftir hann. Hann fór síðan inn í herbergi til Erlings til að fara að sofa, en fékk ekki mikinn frið því að Erlingur rankaði við sér og ældi á milli rúmanna þeirra og tók góðar 3 mínútur í það. Styrmir krútt fór á fætur og þreif eftir drenginn. Daginn eftir, þegar strákarnir vöknuðu var baðkerið fullt af lökum, handklæðum og ælu eftir þrifin. Strákarnir týndu til allt klinkið sitt og skildu það eftir handa þernunni. Hún varð gasalega ánægð með þetta og skildi eftir miða handa þeim sem á stóð ,,Gracias, Gabriela”.


Hommabar Hópur Menntskælinga ákvað að detta hressilega í það eitt kvöldið og stúta heilli Absynthe flösku í sameiningu. Ekki var áfengisþol hópsins meira en það að einn úr hópnum grátbað restina um að koma með sér á hommabar og að sjálfsögðu fóru þau með honum að lokum. Rétt áður en inn á barinn var komið ældi þessi ungi herramaður fyrir utan, þurrkaði sér um munnvikin og arkaði inn á barinn þar sem hann datt í sleik við fyrsta manninn sem hann sá. Það vildi hins vegar svo óheppilega til að kærasti þessa ókunna manns var að halda upp á þrítugsafmælið sitt á staðnum. Kærastinn hljóp að menntskælingnum alveg brjálaður og barði bjórflöskunni sem hann var að drekka úr í borðið og skar sig á hendinni í leiðinni þannig að það fossblæddi úr!

McDólgur Á togakvöldinu var Gústi frekar vel hífaður og gerði hann ýmislegt af sér. Meðal annars fór hann í sjóinn, velti sér svo í sandinum (til þess að þorna fyrr), hoppaði í sundlaugina svo haugskítugur að verðir hótelsins þurftu að fara með hann upp á herbergi, sem hann yfirgaf fljótlega og fór á djammið. Daginn eftir voru félagar hans svo skemmtilegir að hringja í hann og sögðust vera verðirnir frá kvöldinu áður. Þeir tilkynntu honum að hann væri rekinn af hótelinu fyrir fíflaskap og vesenisgang gærkvöldsins. Gústi trúði þeim, og hringdi í miklu sjokki í kennarana til að spyrja ráða. Á fundi kennara var honum svo gert ljóst að hann hafði verið blekktur. Óstaðfestar sögur herma að skömm Gústa hafi mælst á jarðskjálftamælum í NorðurÚkraínu.

„I don’t believe that anybody feels the way I do about you now” Huginn kom inn á herbergi til vina sinna einn morguninn þar sem Krilli og Simmi voru sofandi á sitthvorri hæðinni. Huginn leggst upp í rúm til Krilla, alveg upp við hann og byrjar að syngja Wonderwall. Krilli vaknar ringlaður, horfir smá stund á vin sinn og tekur svo undir. Nokkrum andartökum síðar vaknar Simmi á neðri hæðinni og tekur undir með þeim. Þetta var sennilega rómantískasta augnablikið í allri ferðinni.

Simmi lögga: Simmi var með ægilegt plan um að leggja gildru fyrir ræningja og var vopnaður tveimur keðjum á leið af djamminu. Hann ákvað því að labba ströndina einn. Fljótlega fóru að nálgast hann tveir menn. Þá sneri hann sér við og byrjaði að sveifla keðjunum og öskraði: „Have you been robbing any Icelanders?”, náði öðrum þeirra niður í jörðina og þrumaði yfir honum í dágóðan tíma.

Toilet view: Gummi ákvað reglulega að sýna félögum sínum svokallað toilet view. Það lýsti sér þannig að félagar hans voru niðri en hann var á efri hæðinni, ber að neðan. Síðan settist hann fram af svölunum og lét slátrið hanga þannig að þeir sáu eins og þeir væru að horfa upp úr klósetti. Classic.

Handboltamaður nr. 11 Það muna eflaust fáir eftir partýi nokkru í höllinni (herbergi 12) sem endaði með því að hópur öryggisvarða ruddist inn og einn vörðurinn klæddi sig í hanska og hóf harkalegar hreinsunaraðgerðir, en fáir vita hvers vegna öryggisverðirnir komu. Ástæðan er sú að ónefndur handboltamaður nr. 11 ákvað að klifra yfir svalir hallarinnar ásamt vitorðsmanni sínum Birni Ingasyni. Ekki vildi betur til en svo að handboltamaðurinn faceplantaði á glerþaki fyrir framan svalir nágrannans, vakti hann og meig síðan á þakið. Handboltamaðurinn ætlaði síðan að redda málunum og róa öryggisvörðinn en það endaði með því að öryggisvörðurinn gaf honum kinnhest og henti honum út.

umsjón: Inga Bryndís Árnadóttir


Umsjón: Hrefna Rún Magnúsdóttir Hildur Gunnarsdóttir Marta Sigríður Róbertsdóttir Módel: Rósa Árnadóttir Karen Björg Þorsteinsdóttir Ívar Ketilsson Förðun: Inga Bryndís Árnadóttir Föt: Saumakompan, Frúin í Hamborg Teikning: Alexandra Dögg Steinþórsdóttir


New Moon

- Krista Björk Kristjánsdóttir Það er fátt sem dregur kvenfólk í kvikmyndahús eins örugglega og loforð um hálfnakta karlmenn. Ef þú fílar svoleiðis ættirðu pottþétt að sjá kvikmyndina New Moon. Ef þú hefur hinsvegar áhuga á því að sjá mynd sem inniheldur góðan söguþráð, hæfileikaríka leikara og áhugaverða leikstjórn...jaánei, þá gæti verið sniðugt að halda á önnur mið. New Moon er í stuttu máli sagt drepleiðinleg. 75% myndarinnar innihalda ofurtilfinningaþrungnar samræður um sama ,,Ég elska þig en ég er hættulegur. En ég elska þig samt!” kjaftæðið og einkenndi fyrri myndina, nema nú fá áhorfendur þann lúxus að sjá varúlfa í einum og hálfum slag. Að mínu mati er það ekki nóg til að bjarga hinum tilbreytingarlausu, þvinguðu og ósannfærandi frammistöðu leikarahópsins. Jafnvel þótt springandi varúlfar séu awesome.

The Informant

- Silja Björk Björnsdóttir The Informant er svört kómedía með spennuívafi undir leikstjórn Steven Soderbergh (Oceans-þríleikurinn). Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar í grófum dráttum um aðild manns að nafni Mark Whitacre að stóru verðsamráðs-samsæri sem átti sér stað á tíunda áratug síðustu aldar. Myndin er ekkert nema kjaftagangur, þar sem einhverjir jakkalakkar hittast á fundi og plotta um verðsamráð og Mark Whitacre gerist uppljóstrari á meðal kollega sinna. Matt Damon fer vel með hlutverk sitt, tekst að gera Mark Whitacre að spennandi persónu, þar sem hann virðist ekkert vera öðruvísi en hver annar amerískur heimilisfaðir en í honum ólgar erfið innri barátta við lyga- og geðhvarfasýki. Að kalla þetta „spennumynd” er hins vegar algjört rugl, þar sem nákvæmlega ekkert spennandi á sér stað nema saumaklúbbur á milli viðskiptakarla. Góð saga sett í leiðinlegan kassa, framvindan er hæg og leiðigjörn og skilur myndin lítið sem ekkert eftir sig.

Pandorum

- Bjarni Þórodsson Pandorum er meistaraverk Neo-Hollywoodstefnunnar í kvikmyndagerð. Af hverju kalla ég hana meistaraverk? Nú það er því að hún er hin fullkomna Hollywood-mynd: Hún er fullkomlega laus við öll frumlegheit og persónurnar eru copy/paste úr næstum öllum hryllingsmyndum sem gerðar hafa verið. Allar klisjurnar í þessari mynd, og þar er af nógu að taka, koma saman á skemmtilegan hátt. Útlitið fær fullt hús stiga. Sviðsmyndin og búningarnir eru trúverðugir og vel gerðir. Myndin er æsispennandi og heldur athyglinni alveg fram að lokasenunni með hjálp fyrsta flokks handrits sem heldur leyndarmálinu leyndu (eins og góðum myndum ber) fram að lokum. Hér er á ferðinni mynd sem veit að hún er ófrumleg, en í staðinn fyrir að afneita því, eða jafnvel sem er verri kostur, að sætta sig við það, tekur hún þær klisjur sem hún byggir á og býr til eitthvað sem mætti kannski ekki kalla nýtt, en er allavega djöfull skemmtilegt að horfa á. Pandorum er mynd fyrir alla þá sem finnst skemmtilegt að upplifa spennu í heimi öðrum en þeirra eigin, en það er óvíst hvort aðrir muni hafa mikið gaman af.


Them Crooked Vultures

- Bjarki Guðmundsson

Them Crooked Vultures gáfu út frumburð sinn þann 17. nóvember síðastliðinn. Þeir félagar eru nú engi r byrjendur enda skipa sveitina þeir Josh Homme (Queens of the Stone Age), Dave Grohl (Nirvana, Foo Fighters ) og John Paul Jones (Led Zeppelin). Þetta er samsagt ein af þessum „súpergrúppum“ sem poppa upp annað slag ið. Tónlistin er mjög góð og gaman að heyra hver nig áhrif hvers meðlims blandast saman. Það heyrist vel hvernig Josh Homme ræður ferðinni og ég held að það sé nú bara gott að einhver geri það. Sem sagt, tónl istin er drifin áfram af hröðum og flottum gítarriffum, kynferðislegum textum og skemmtilegum laglínum frá Josh Homme. Dave Grohl leikur á trommurnar og gaular eitthvað líka. Dave og Josh hafa unnið mikið saman áður og yfirleitt staðið fyrir sínu. Þannig að það mætti kalla gamla bassafantinn John Paul Jones nýja gaurinn í þessu. Ef þú hefur gaman af Queens of the Stone Age , eða einhverju sem Josh Homme hefur komið nærri ættir þú að hlusta á þennan disk.

Brother Ali - Us

- Darri Rafn Hólmarsson

Íslandsvinurinn og albínóara pparinn Brother Ali stiklar á stóru á ,,Us“ og rappar um allt frá hommafóbíu til heimilisleysis. Hljóðblöndun Ants (úr Atmosphere) missir örsjaldan marks, hv ort sem hann nýtir sér lifandi undirleik, hljóðsmala r eða leikur á syntha. Töffaraskapurinn lekur af lag inu ,,Bad Muf*cker Pt. 2“, og okkar maður tekur á þrælahaldi við sílófón lag sins ,,The Travelers“. ,,You Say“ er hálfgerð ballaða sem honum tekst vel upp með og ,,Breakin Dawn“ er knúið af flottu austrænu sampli sem fær að líða fyr ir lengd lagsins. Því miður tel dist Crown Jewel seint vera krúnuskart með sína staglkenndu eins takts tromp etlúppu og óáhugaverðan söng. Snögglega er skipt úr hinu angurværa andrúmsloft i House Keys yfir í ferskan andblæ lagsins ,,Fresh Air“ sem er sneisafullt af fönki. Platan er vissulega góð en stendur annari plötu hans langt að baki, klassíkinni ,,Shadows On the Sun“, sem hefur almennt fengið bestu dómana. Prédikunin getur þó verið stórkostleg og fal leg, eins og í titillagi plötun nar þar sem Brother Ali eys viskubrunni sínum við orgelk úr núinn takt með gospelívafi. Vinur minn, hann Ali sýnir okkur á plötunni að það er enginn þú og enginn ég. Ba ra við.

Hjálmar - IV

- Þorvaldur Örn Davíðsson

Hjálmar hafa getið sér gott orð fyrir reggí tónlist sína enda flykkjast menntskælingar á staðinn er þeir spila á Græna Hattinum, en fyrri plötur þteirra hafa vakið mikla lukku. Platan IV var að mestu tekin upp á Jamaika en Hjálmar fengu suma af frægustu reggí-tónlistarmönnum sögunnar til að spila inn á plötuna. Það skilar sér þar sem hljóðfæraleikur er óaðfinnanlegu r. Platan sker sig úr fyrri plötum vegna þess hve bjartsýn hún er, skammdegið fær ekki sama sess á þessari plötu og á fyrri plötum en þess saknaði ég. IV er mettuð hljóðum sem ekki fær numið við fyrstu hlustun og er fyrsta flokks afurð frá tónlistarmönnum sem hafa blek í pennanum sínum.

Röyksopp - Junior

- Margrét Helga Erlingsdótti

r

Nýjasta plata Röyksopp he itir „Junior“ en hún kom út fyrr á árinu og er talsvert frá brugðin fyrri plötum þeirra . Plötunni í heild sinni svipa r þó bæði til „Melody A.M .” og „The Understanding” þa r sem sú fyrrnefnda er full afslappaðri tónlist með gó af ðu flæði, en sú síðarnefnda er melódískari, taktfastari og meira er um röddun. „Junio r“ sveiflast öfganna á milli því að vera annars vegar ork með umikil, afdráttarlaus, og tak tföst á köflum en hins vegar sum lög plötunnar róleg, inn eru hverf og einlæg. Hugmyndin á bakvið “Junio r” var sú að æska þeirra dre ngja skini í gegnum tónlisti Þeim tekst ætlunarverk sitt na. enda þykir platan mjög un gæðisleg og jafnvel nýstárle mér þykir platan í heild vir g en ka óþroskaðri en fyrri plötur nar fyrir vikið. Lögin eru grípandi og taktfö st, en stinga þó í stúf við þa ð sem hefur einkennt Röyks frá upphafi, svolítið upphafi opp nn „droning ambient” hljóm . Þar finnst mér þeir vera að eltast við það sem er að ge rast í evrópskri danstónlist . Þeir hafa alltaf verið svolíti á báti og farið sínar eigin lei ð sér ðir. Þeir hafa sett sér það ma rkmið að búa til nýjan jarðv fyrir tónlist og því kemur ek eg ki á óvart að platan er öðruv ísi en margir eiga að venjas Ég mæli eindregið með þv t. í að fólk hlýði á plötuna þv í þótt ekki séu öll lögin sko eru þarna inn á milli lög sem theld, geta gert hvaða hjarta sem er meyrt.

Þórir Haraldsson heitir réttu nafni Jónas Þórir Haraldsson

53


Kv ik

A

BarMA

m

óM

A

Pep

pM A

FilM A

M

A M l Fá

A TóM

Pr í M A

E LMA

BamMA

Hljó m

MA

Ho

Formenn Félaga,

m M A


AmMA

HíMA

Star MA

Eig htí sM A

M yM A MA ndý Ba

TölMA

Fr í M A u La

A sM

gM Veg

A

Frien

dsMA

SviMA

ÍM

Tengdu nú...


Brynja

Brynja Alltaf við hæfi

BUSAPARTÝ

,,Busapartý eru verkfæri djöfulsins, hönnuð til að spilla busum, yfirleitt deyja einn til tveir busar í hverju partýi og flestum öðrum er nauðgað...”

Svona lýsti böðullinn minn skoðun Jóns Más á busapartýunum þegar ég var í fyrsta bekk. Allir nemendur vita að Jón Már er ekki mikið fyrir þessar samkomur og reyna því yfirleitt að halda þeim leyndum fyrir kennurum en það er ástæða fyrir því af hverju Jón Már hvetur til þess á hverju ári að þessi hefð sé lögð niður. Nemendur hafa kosið að hafa allt félagslíf innan skólans vímuefnalaust sem er frábært! Það þarf ekki að brýna fyrir nemendum að mæta ekki undir áhrifum á viðburði í skólanum, svo sem árshátíðina, því að það er metnaður nemendanna að viðhalda þeirri hefð að allt félagslíf innan skólans sé vímuefnalaust. Busapartýin eru ekki hluti af opinberu félagslífi skólans. Það er ekki langt síðan þau urðu til og því er mál að stöðva þau sem fyrst því að það er ekkert nema hræsni hjá nemendum að státa sig af áfengislausu félagslífi og detta síðan í það með ólögráða busum í busa- og böðlapartýum. Á hverju ári eru einn til tveir fjórðubekkir sem ákveða að halda áfengislausa skemmtun fyrir sig og busabekkinn sinn og það er frábært fordæmi sem að fleiri bekkir ættu að fara eftir. Skólinn hefur ekkert vald til að stöðva busapartýin en ef eitthvað fer úrskeiðis í partýinu er það skólameistari sem er reynt að draga til ábyrgðar. Hann er skammaður fyrir skemmdarverk eða skrílslæti og skólinn gerður ábyrgur. Því bið ég ykkur MA-inga í ljósi skynsemi ykkar að stöðva þessa busapartýhefð. Þið eruð að koma óorði á skólann sem er ekki auðvelt að losna við. Haldið frekar áfengislaust partý og reynið að sýna busunum að það sé hægt að djamma og hafa gaman án þess að vera undir áhrifum vímuefna. Sýnið þeim hvað félagslífið í MA snýst virkilega um!

Sindri Geir


Trekantur Tóma - Agent Vicky Svartúlfs Eins og flestir vita stóð TÓMA fyrir stórtónleikum fyrir stuttu. Andrúmsloftið var magnþrungið og spennan í hámarki þegar ég settist í troðfulla Kvosina. MA rokkbandið Tyrfingur steig fyrst á stokk með nokkur hressandi lög sem kveiktu vel upp í mannskapnum, en hún vann einmitt hljómsveitarkeppnina Viðarstauk á þessu ári með glæsibrag þó svo að Axir og Svipur hefðu átt að vinna. Næst á svið var kvintettinn Vicky sem samanstendur af fjórum hressum stúlkum og ljótum trommara. Þau hafa verið að gera mjög góða hluti í íslenskri tónlist upp á síðkastið. Hljómsveitin olli engum vonbrigðum og rokkaði allsvaðalega upp í mannskapnum með mjög hressandi sviðsframkomu og kraftmiklum lögum. Næstur á svið var fjölbreyttur hópur tónlistarmanna úr Skagafirði, firðinum þar sem hestar og menn lifa jöfnum kjörum. Sú hljómsveit kallar sig Bróðir Svartúlfs en hún vann einmitt Músíktilraunir þessa árs. Það er hægt að deila lengi um það hvernig tónlist hún spilar en eitt er víst að lögin eru sannkallaðar gæsahúðarverksmiðjur. Síðastir til að stíga á svið voru Agent Fresco. Þeir lögðu allt í sölurnar og gerðu allt vitlaust í Kvosinni. Undirritaður hefur ekki séð aðra eins sviðsframkomu síðan Hebbi Gumm spilaði hérna um árið. Gaman er að segja frá því að Agent Fresco tók þátt í Músíktilraunum ársins 2008 og vann þar nánast allt sem hægt var að vinna. Á heildina litið voru þetta rosalega góðir tónleikar og mögnuðust þeir upp með hverri hljómsveitinni sem steig á svið. Á endanum fór svo allt úr böndunum. Ég vil enda þessa grein á að þakka TÓMA fyrir frábæra tónleika og vel unnin störf. Ég vona að þetta leiði til þess að tónleikum muni fjölga í MA (Ómar Guðjónsson?) og fólk muni fara að hugsa sinn gang og hætta að sitja á óæðri endanum á rokktónleikum, en rannsóknir hafa sýnt að það geti aukið líkurnar á kransæðastíflu. Undirritaður drekkur Dr. Pepper og er þar af leiðandi 33 cl. svalari en flestir lesendur þessarar greinar.

Ingi Jóhann Friðjónsson

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í ? Ég er ekki það vandræðaleg manneskja ... Gat á hausnum í jarðfræðiferðinni ? Fýlar þú rauðhært fólk ? Jájá, hef ekkert á móti því, það má vera þarna. Hvað heita húsverðirnir ? húsverðirnir... hef aldrei rekist á þá. Hver frægasta manneskjan í símaskránni þinni ? Siggi Gunnars. Viva versló ? hot or cold ? Cold... Hver er uppáhalds stellingin þín ? huhumm. Eitthvað svona upside down, standa á höndum og læti, bara sem flóknast.

úff.. nt í ? t það e l r u f él þú he röð, h a sem að konu í m hún t s a g u ði ale an labba dræð dskot ð van . þegar ég verju í an a þ r . e h . Hvað svo margt spurði af ínur! r g rd r fólk e það e ma mín o sar rúlluga hært m s ð a e u i þ a r R ! væ upa rðu já að ka ? Hey væri k l ó f rt uðhæ þú ra Fýlar a hot! abbi g Allir? inn p g ? u r virkile i H n ? ir sverð r þinn ita hú ðlimu e e h m ð r rna Hva s stjó áhald p inn! p u er abbi m p r Hver e nn þitt! að ha lvítið e af því h að ? a Y érn la, hv WH n skó u þá h a d n m n o e ?K ðþ ísleik rju vi Kodd inhve e ast a t rey ðveld er au ætti b mæting m m e ð s að Ef þa ð ? frjáls ín ? Þ þa gin þ n i væri l l e s st áhald r upp e r e Hv ig fyrir m

Milli M1 og G1 eru 268 skref og tekur ferðin 2 mín og 23 sek

57


Ljósmyndakeppni Munins 2009 Dómari: Hugi Hlynsson

1. sæti - Hrefna Ingólfsdóttir Melsteð


2. sæti - Chanee Thianthong

3. sæti - Sindri Geir Óskarsson


Ég er bara til á meðan þú ert að lesa þetta

60


Einn góðan veðurdag um miðjan september var loksins runnin upp sú stund sem flestir verðandi fjórðubekkingar höfðu beðið eftir síðustu þrjú árin; það var komið að okkar tækifæri til að níðast á litlum busakrílum. Busaráð settist sveitt (í bókstaflegri merkingu) á Tenerife, yfir að finna upp á nýjum og frumlegum pyntingaraðferðum. Því miður fengu þær ekki allar náð fyrir augum okkar hæstvirta yfirboðara Johnny Moe, því eins og næstum allir vita snýst busunin um að bjóða busana velkomna í skólann. Þó smullu nokkrar nýjar aðferðir framhjá ritskoðun, t.d. barnsfæðingar, poppun og svínaflensutúlkun, sem kom busunum svo sannarlega í opna skjöldu (enda höfðu þeir eflaust eytt miklum tíma í að æfa sig í að steikjast sem beikon, eins og sönnum busum sæmir). Busaráð lagði nú nótt við nýtan dag í undirbúning og eftir blóð, svita og nokkra kílómetra (án gríns) af gulum plastborðum frá hitaveitunni gat busunin loksins hafist fyrir alvöru. “Hmm-göngin” ógurlegu voru þau lengstu í manna minnum og heyrst hefur að böðull hafi meira að segja reynt að fá ´88 módel til að skríða eftir þeim, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Við tók kapphlaup út um allan skóla við örvæntingarfulla busa sem voru langflestir orðnir allt of seinir í tíma. Oftast var það annaðhvort vegna þess að einhver hafði logið að þeim að G13 væri á efstu hæðinni á Möðruvöllum eða þá að þeir voru búnir að flækja sig í öllum kaldavatns-borðunum, sem voru reyndar ekki lengi að fara í klessu, enda einstaklega margir busafætur þetta árið. Á sjálfum busasirkus-deginum voru busarnir klæddir í sparifötin. 4.U klæddi sína busa í klósettpappír, 4.T setti blöðrur á hausinn á sínum busum til að þekkja þá frá hinum, 4.A klæddi krílabekkinn sinn að sjálfsögðu í bleyjur og einstaka 4.G busar fengu hjólahjálm á hausinn til þess að slasast nú ekki í öllum látunum. Til að byrja með var busunum smalað saman í busastíu þar sem þeir máttu dúsa á meðan Gréta Kristín las þeim lífsreglurnar. Eftir stórglæsileg dansatriði þar sem busarnir fóru á kostum hófst ratleikur þar sem þeir voru nýttir til ýmissa hagnýtra verka eins og að þvo bíla fyrir æðri nemendur, nudda þreytta böðla og sjá um árlega tyggjóhreinsun á stéttunum fyrir framan skólann. Busaréttirnar voru á sínum stað og að þeim loknum voru busarnir vígðir sem nýnemar af meistara Zorró, sem sá síðan um busagönguna. Þar fengu busarnir meðal annars að sjá mjólkurbúðina, þar sem ónefndur tvítugur aðili sýndi þeim hvernig á að drekka mjólk með stæl. Að lokum gengu busarnir upp menntaveginn þar sem þeir fengu loks klapp á bakið frá böðlunum, enda langflestir búnir að standa sig með sóma á tveimur af skemmtilegustu dögum skólaársins. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir


Vinnsla blaรฐsins


Sérstakar
þakkir:
 Axel
Örn
Sigurðsson
 Krista
Björk
Kristjánsdóttir
 Þorvaldur
Örn
Davíðsson
(Toggi
Tan) Þakkir:
 Alexandra
Dögg
Steinþórsdóttir
 Arnar
Már
Arngrímsdóttir
 Frúin
í
Hamborg
 Fyrirsætur
í
auglýsingum
og
myndum
 Greinahöfundar
 Hjálpræðisherinn
 Inga
Bryndís
Árnadóttir
 Jón
Már
Héðinsson
 Jón
og
Snorri
húsverðir
 Rauði
krossinn
 Sigurlaug
Anna
Gunnarsdóttir
 Stefán
Erlingsson
 Stefán
Þór
Sæmundsson
 Sverrir
Páll
Erlendsson
 
 Valdimar
GunnarssonHrein íslensk náttúra! OD PR

N IT

100%

- NATURA LA L

UCT - PRO

DU

Purity Herbs notar aðeins umhverfisvæn hráefni sem gefa hámarks virkni.

ULEG FRAML ÚR EI TT

ÐS

Purity Herbs andlitsvörur eru án allra aukaefna, svo sem ilm-, paraben- og erfðabreyttra hráefna.

ATUREL - NÁ

100% náttúruvörur sem fá húð þína til að ljóma af heilbrigði og vellíðan. Leyfðu íslenskri náttúru að dekra við þig.

Purity Herbs vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum.

Þú færð vörurnar frá Purity Herbs í Blómaval, Heilsuhúsunum, apótekum, Heilsuhúsinu í Hafnarfirði og sölustöðum um allt land

VELJ U M ÍSLE NSK T


muninn haust 09  

muninn er awesome yeah

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you