Möguleikar í Mosfellsbæ

Page 1

Möguleikar í

Mosfellsbæ

Laugardagur 15. júní 2013

9000 íbúar

84

kílómetrar af stikuðum gönguleiðum

B

laðið Möguleikar í Mosfellsbæ sem fylgir Morgunblaðinu í dag er samantekt á þeim miklu möguleikum og tækifærum sem Mosfellsbær býður upp á. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar undanfarinna ára hafa miklar framkvæmdir verið í gangi á vegum sveitarfélagsins. Nú eru stór og eftirsóknarverð byggingasvæði í landi Mosfellsbæjar að koma í sölu og segja má að sveitarfélagið sé komið í þá stöðu að stíga stórt skref til uppbyggingar, bæði á sviði atvinnulóða og íbúðabyggðar. Markmiðið með þessu blaði er að taka þessa margvíslegu möguleika saman á einn stað og deila með öðrum Íslendingum. Samhliða þeirri uppbyggingu sem er framundan leggur Mosfellsbær mikla áherslu á að standa vörð um það jákvæða andrúmsloft og þá vinalegu stemmingu sem ríkir jafnan í bænum.

594 hundar

Tvær sundlaugar

Safnið um nóbelskáldið

1270 hestar

93%

íbúa mjög ánægðir með bæinn sinn

Tveir golfvellir


2

laugardagur 15. júní 2013

Ný slökkvistöð rís í Mosfellsbæ Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ var tekin í vikunni. Framkvæmdin er mikið hagsmunamál fyrir íbúa í Mosfellsbæ og nágrenni enda mun slökkvistöðin auka öryggi á svæðinu til mikilla muna ásamt því að fjölga störfum í sveitarfélaginu. Viðbragðstími slökkviliðsins verður þá innan þeirra marka sem telst ásættanlegt og sambærilegur við það sem hann er á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Nýja stöðin mun einnig hýsa sjúkrabíla og starfsemi sjúkraflutninga þegar samningar milli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Sjúkraflutninga Íslands hafa náðst. Þess má þó geta að stöðin við Tunguháls í Reykjavík verður áfram í notkun þar til ný stöð hefur verið sett niður í efri byggðum Kópavogs. Jarðvegsframkvæmdir á svæðinu eru þegar hafnar og stefnt er að því að húsið verði tilbúið í nóvember 2014.

Viðbragðstími slökkviliðsins verður þá innan þeirra marka sem telst ásættanlegt og sambærilegur við það sem hann er á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu.

Tölvugerð mynd af nýju slökkvistöðinni eins og hún mun líta út

Möguleikar í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina lagt metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu.

Þ

að eru miklir og skemmtilegir möguleikar framundan til uppbyggingar í Mosfellsbæ. Lóðir í Helgafellslandi og Leirvogstungu eru að fara í almenna sölu eftir óvissuástand síðustu missera. Á sama tíma er Ístak með metnaðarfull áform á Tungumelum þar sem án efa mun rísa glæsileg þyrping stórfyrirtækja. Bærinn hefur stórlækkað verð á atvinnulóðum í Desjamýri og Sunnukrika. Allar þessar lóðir geyma möguleika sem vonandi verða nýttir til uppbyggingar í bænum. Mosfellsbær hefur staðist áhlaup efnahagsþrenginga síðustu árin og með samhentu átaki erum við nú fjárhagslega vel í stakk búin til að nýta þá möguleika sem framundan eru. Mosfellsbær er ungt barnmargt sveitarfélag. Íbúarnir urðu 9000 í byrjun ársins með fæðingu lítils drengs sem var fjórði í systkinaröðinni, en það er mikið um stórar fjölskyldur í bænum. Íbúafjöldi bæjarins hefur tvöfaldast á síðustu 20 árum. Fyrsta stóra stökkið í íbúafjölgun varð eftir eldgosið í Vestmannaeyjum. Þá komu margir Vestmannaeyingar og settust að í Mosfellsbæ og fjölmargir eru hér enn. Spár benda til þess að íbúafjölgunin muni verða enn hraðari á næstu áratugum. Við erum vel undirbúin fyrir þessa fjölgun en íbúafjölgun mun skila sér í ákveðinni stærðarhagkvæmni þegar kemur að rekstri sveitarfélagsins. Það mun gefa okkur möguleika til að

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri.

Ljósmynd Ruth Örnólfsdóttir

veita enn betri þjónustu í framtíðinni. höfum lagt kapp á að leggja göngu- og En Mosfellsbær hefur í gegnum tíð- hjólastíga og reiðleiðir teygja sig víða ina lagt metnað sinn í að veita fyrsta og bjóða upp á skemmtilega möguleika flokks þjónustu. Hins vegar mun fyrir hestamenn. Tveir glæsilegir golfverða lögð áhersla á að halda þeirri vellir í fallegu umhverfi eru í bænum stemmingu og andrúmslofti sem hef- og afar gott aðgengi er að öllum þessum ur einkennst af því að vera sveit í borg svæðum. Auk þess hefur bærinn látið gera fjölmörg kort sem sýna gönguleiðir. og flest okkar telja svo mikils virði. Mosfellsbær býður upp á óþrjótandi Gildi Mosfellsbæjar, virðing – jákvæðni möguleika til hvers konar útivistar – framsækni – umhyggja voru mótuð í og íþróttaiðkunar. Sérstaða bæjarins stefnumótunarvinnu bæjarins snemma liggur meðal annars í þeirri fjölbreyttu árs 2008 og hafa reynst bænum vel í náttúru sem umlykur hann. Lögð hefur gegnum erfiða tíma. Þessi gildi munum verið áhersla á það í öllu skipulagi að við kappkosta að halda í og lifa eftir. íbúar geti búið í nálægð við fell,fjörur, dali og ár og nýtt sér þá sérstöðu til Haraldur Sverrisson, heilsueflingar og skemmtunar. Við bæjarstjóri Mosfellsbæjar


ByGGinGalóðir í MoSfEllSBæ Einbýlis-, rað-, fjórbýlis- og fjölbýlishúsalóðir í landi Helgafells tilbúnar fyrir framkvæmdir 40-46 21-23 32-38

17-19

Bergrúnargata 3

ti lustræ Gerp

13-15

æti astr r a f Ve

1

30

ljugata Ástu-Sólli 17

2-4

16 6-8

15

Brú nás

14

13

12 13

gata íðar r f Snæ

10-12

22 18

2-4

1-5

1-28

9

5

11

7

6

d Efstaland Áslan 2

24-30 32-38

4

25

3

6

9

5

8 10

20

gata Sölku

27

19

13 17

48-50

15

ata Uglug 62

66 64

Sölkugata Sjö einbýlishúsalóðir.

56-58

Brúnás Ein einbýlishúsalóð.

Tvær einbýlishúsalóðir.

16

23

52-54

Ásland

18

11

40-46 7 9

21

22

Uglugata Efstaland Níu einbýlishúsalóðir.

Ástu-Sólliljugata

Þrettán einbýlishúsa-, 3 fjórbýlishúsaog 3 fjölbýlishúsalóðir.

Sex fjölbýlishúsalóðir.

Bergrúnargata

Tvær fjölbýlishúsalóðir.

Tvær einbýlishúsalóðir.

Sex einbýlishúsaog þrjár fjórbýlishúsalóðir.

Gerplustræti

Snæfríðargata Fimm einbýlishúsalóðir og lóð undir 13 íbúðahús.

Vefarastræti

frÁBærT úTSýni oG fallEG úTiViSTarSVæði Til sölu byggingalóðir á frábærum stað í suðurhlíðum Helgafells þar sem gert er ráð fyrir um 1.000 íbúða blandaðri byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Skipulag hverfisins er nútímalegt og fjölskylduvænt. Hverfið er, eins og sveitarfélagið allt, umkringt fallegri náttúru. Einstakar gönguleiðir eru upp með Varmánni, inn í Reykjalundarskóg, inn í Skammadal og upp á Helgafell. Skóla- og íþróttasvæði við Varmá er í öruggu göngufæri. Mosfellsbær mun annast gatnaframkvæmdir, gerð göngustíga og frágang á svæðinu. Mosfellsbær mun einnig koma upp grunnþjónustu en undirbúningur er hafin á skólabyggingu í hverfinu, bæði er gert ráð fyrir leikog grunnskóla. Nánar á: www.helgafell.is Nánari upplýsingar veita: Sími 586 8080 Þverholti 2 fastmos.is Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali.

Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Sérfræðingar Landsbankans í Grafarholtsútibúi veita upplýsingar um fjármögnunarleiðir

Höml_080613.indd 1

5.6.2013 09:37


4

laugardagur 15. júní 2013

Pétur er mikill golfari og mætir reglulega á Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hér slær hann upphafshöggið á fyrsta teig.

Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali á Berg fasteignasölu:

Ásókn í hús í Mosfellsbæ og vantar eignir á sölu

B

erg fasteignasala hefur verið staðsett í Mosfellsbæ síðan 2010. Fyrirtækið var hins vegar stofnað 1989 og er því með eldri fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu. Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali er borinn og barnfæddur austfirðingur en hann fluttist í Mosfellsbæ árið 1990 og hefur búið þar síðan. „Nú er þetta orðið virkilega þægilegt. Stutt í vinnuna.“ Pétur brosir. Hann keypti Berg fasteignasölu árið 2000 og söðlaði þá um. Hætti sem sölustjóri hjá Toyota og gerðist fasteignasali. Hann segir stöðuna á fasteignamarkaðnum í Mosfellsbæ vera virkilega góða. Árin 2008 og 2009 voru mjög erfið og lítið sem ekkert

Forsíða: Myndir úr ljósmyndasamkeppni Mosfellsbæjar frá síðastliðnu hausti og úr myndasafni Mosfellsbæjar.

hreyfðist á markaðnum. „Svo fór þetta í gang árið 2010 og hefur verið á fínu róli síðan. Það er ásókn í hús hérna og eignir seljast yfirleitt fljótt. Eins og staðan er í dag er mest spurt um smærri sérbýli. Lítil einbýlishús, parhús og raðhús. Eignir á bilinu 30 til 45 milljónir er það sem flestir eru að leita að.“ Pétur segir að það sé mikil vöntun á eignum og að eftirspurnin sé mun meiri en framboðið. Hjá yngra fólkinu eru það eignir á bilinu 18 til 25 milljónir sem mest er spurt um. Magnaður staður Mosfellsbær „Fólk utan af landi leitar gjarnan hingað í Mosfellsbæinn. Það er svona eins og þetta sé eitthvað millistig. Ég til dæmis kem austan af fjörðum og konan mín er frá Selfossi. Mosfellsbærinn hentaði okkur mjög vel. Svo sér maður ótrúlega mikið af því að fólk er að koma aftur heim í Mosó. Bæði er það fólk sem hefur prófað að flytja annað og einnig fólk sem ólst hér upp og er að fara að stofna fjölskyldu. Það segir mikið um andrúmsloftið hér þegar yngra fólkið vill flytja heim.

Þetta er dálítið magnaður staður Mosfellsbær. Gott samfélag með þægilegu og jákvæðu andrúmslofti.“ Pétur horfir til nýju byggingasvæðanna og er bjartsýnn með að þar takist vel til. Hann vonar að þar muni menn horfa til þeirrar eftirspurnar sem er nú í gangi, þ.e. að fjölbýlishús og minni eignir verði í forgangi hjá þeim verktökum sem munu byggja í Helgafellslandi og Leirvogstungu. Pétur og félagar hans á fasteignasölunni Berg, þeir Daníel G. Björnsson og Magnús Ingþórsson annast sölu fasteigna um allt land, en þegar Pétur er spurður hvernig hann tali við væntanlegan kaupanda að fasteign í Mosfellsbæ, segir hann það auðvelt. Perla fyrir útivistar- og íþróttafólk „Ég upplýsi fólk einfaldlega um mína sýn á þetta góða bæjarfélag. Hér er maður í nánu samneyti við náttúruna og auðvelt að stunda allt sport. Mosfellsbær er perla fyrir íþróttaáhugaog útivistarfólk. Flottir golfvellir, stígar og fellin okkar eru skemmtileg fyrir þægilegar fjallgöngur eða jafnvel aðeins meira krefjandi göngur.

Eins og staðan er í dag er mest spurt um smærri sérbýli. Lítil einbýlishús, parhús og raðhús. Eignir á bilinu 30 til 45 milljónir er það sem flestir eru að leita að. Hér eru góðir leikskólar og grunnskólar og Mosfellsbær státar af góðu tómstundastarfi fyrir unga fólkið. Hér er einnig öflugt íþróttastarf og allt þetta saman lagt segir okkur að hér er gott að ala upp börn. Á sama tíma er verið að efla og treysta þjónustu við eldri borgara með byggingu hjúkrunar- og elliheimilis.Samgöngurnar hérna eru líka mjög þægilegar. Landið er opið og hringtorgin greiða leið. Við lendum síður í miklum umferðahnútum en til að mynda í Kópavogi og Hafnarfirði.“ Pétur er sjálfur golfari og stundar íþróttina af krafti. „Maður verður

náttúrulega að stilla þessu í hóf eins og öðru.“ Pétur spilar reglulega Hlíðavöllinn sem golfklúbburinn Kjölur í Mosfellbæ á og sinnir. Hann er mjög ánægður með hvernig tókst til með að stækka völlinn en hann er nú 18 holur og sambærilegur við það sem best gerist í golfheiminum á Íslandi. Pétur horfir einnig til þeirra lóða sem Mosfellsbær hefur skipulagt í Desjamýri og Sunnukrika og segir þar um að ræða áhugaverðar lóðir. „Sunnukriki er mjög skemmtilegt svæði í hjarta bæjarins og hentar vel fyrir verslun og þjónustu en einnig fyrir léttan iðnað. Tengingin við Vesturlandsveg eykur enn frekar gæði staðsetningarinnar. Desjamýrin er öðruvísi svæði en líka áhugavert. Þetta svæði hentar vel fyrir léttan iðnað og lóðirnar eru í fallegu umhverfi sem spillir aldrei fyrir. Ég held að sú ákvörðun bæjarstjórnar að lækka verð þessara lóða hafi verið skynsamleg og það hefur fram til þessa endurspeglast í áhuga fyrir svæðinu. Ég tel að ekki sé langt í að uppbygging hefjist á báðum þessum svæðum.“

Útgefandi: Mosfellsbær Ritnefnd: Eygló Jónsdóttir, Aldís Stefánsdóttir og Eggert Skúlason Umsjón: Franca ehf almannatengsl Prentun: Landsprent

Mosfellsbær lækkar verð á lóðum undir atvinnuhúsnæði Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti nú í vetur að nýta sér heimildir til að lækka gatnagerðargjöld og fella niður byggingarréttagjöld á lóðum undir atvinnuhúsnæði. Með þessu vill Mosfellsbær hvetja fyrirtæki og atvinnurekendur til fjárfestinga og stuðla að því að bærinn verði fyrsti val-

kostur þeirra sem eru með uppbyggingu í huga. Bærinn mun einnig bjóða upp á fjármögnun vegna lóðanna og sanngjarna skilmála. Þetta er í fyrsta skipti sem Mosfellsbær býður upp á slík kjör. Með þessu vonast bæjaryfirvöld til að koma á móts við atvinnurekendur og fjárfesta sem eru að

huga að uppbyggingu og fjárfestingum. Lóðirnar sem um ræðir eru annars vegar við Sunnukrika sem er nýtt svæði undir atvinnustarfsemi í hjarta Mosfellsbæjar og liggur við Vesturlandsveg. Hins vegar á athafnasvæði við Desjamýri í útjaðri bæjarins næst höfuðborginni.


LEIRVOGSTUNGA

LÓÐIR TIL SÖLU Leirvogstunga í Mosfellsbæ er eitt glæsilegasta byggingarland höfuðborgarsvæðisins. Hér rísa samtals 400 sérbýli á frábærum útsýnisstað. Fjölskylduvænt og heillandi umhverfi og stutt í útivistarperlur. Frábærar lóðir á góðum verðum. Lóðirnar eru byggingarhæfar strax. Nánari upplýsingar á www.leirvogstunga.is og hjá söluaðilum:

Sími 586 8080 www.fastmos.is

LEIRVOGSTUNGA.IS

Sími 569 7000 www.miklaborg.is

Sími 527 3060 • fastengi@fastengi.is


6

laugardagur 15. júní 2013

Ístak flutt á Tungumela í Mosfellsbæ í 5000 fermetra hús:

Tuttugu atvinnulóðir í yfirstærð á Tungumelum

Í

stak flutti inn í nýjar höfuðstöðvar á Tungumelum fyrir réttu ári síðan. Tungumelar hafa verið skipulagðir sem atvinnulóðir og eru í eigu Ístaks. Samtals er svæðið um 122 hektarar. Ákveðið var að skipta landinu í fjóra áfanga í uppbyggingu og hefur verið unnið að skipulaginu í samstarfi við Mosfellsbæ. Í fyrsta áfanga, sem er 33 hektarar, eru 22 lóðir, en Ístak nýtir sjálft tvær lóðir. Á þessu svæði eru lóðir frá 3.900 til 15.200 fermetrar að stærð og byggingar geta verið frá 1.100 til 4.600 fermetrar. Þá er möguleiki að reisa enn stærri byggingar með sameiningu lóða. Í öðrum áfanga, sem er um 22 ha. er gert ráð fyrir 13 lóðum, sem eru heldur stærri og er sá áfangi nú í aðalskipulagsferli. Þá eru eftir seinni tveir áfangarnir sem eru samtals 63 hektarar. Höfuðstöðvar Ístaks eru í 5000 fermetra byggingu sem um leið er stærsta húsið í sveitarfélaginu Mosfellsbæ. Að auki hefur Ístak reist 1.300 fermetra geymsluhúsnæði á lóðinni. Hvergi á stór-höfuðborgarsvæðinu eru svo stórar lóðir til ráðstöfunar nema á Tungumelum. Ístak leggur áherslu á að byggja húsnæði á þessum lóðum fyrir kaupendur og finna bestu og hagkvæmustu lausnina fyrir hvern og einn viðskiptavin.

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks í fyrsta húsinu sem reist var á Tungumelum. Ístak er þar með sína starfsemi í stærsta húsi sem byggt hefur verið í sveitarfélaginu Mosfellsbæ.

Þrjátíu ára verkefni Árið 2007-2008 voru sex byggingaverkefni komin í frumvinnslu á Tungumelum. Hætt var við þau öll eftir bankahrunið. Nú er á nýjan leik blásið lífi í þetta verkefni. Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks leggur þó mikla áherslu á að verkefnið byggir á langtíma hugsun. „Við erum að horfa á þetta verkefni til þrjátíu ára,“ segir hann, og er þá að líta til alls svæðisins. „Sennilega fer ástandið á þessum markaði ekki að glæðast í alvöru fyrr

en eftir 2 – 3 ár. Hér stöðvaðist allt. Byggingariðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þessu ástandi, og við höfum misst mikla fagþekkingu úr greininni. Fólk fór hreinlega í önnur

störf, eða fluttist erlendis. Nú þarf að byggja upp á nýjan leik, og vonandi tekst að koma á jöfnum og öruggum vexti, í staðinn fyrir þessar kollsteypur sem við höfum þurft að búa

Ú

BR

TA

GA

RE

LEIRVOGSÁ

UR

TÍG

US

NG

við. Kolbeinn segir að Ístak hafi náð að halda sínu í gegnum kreppuna en það hafi kallað á miklar breytingar. Fyrir hrun voru heildartekjur Ístaks að lang stærstum hluta eða 80 – 85% tilkomnar á Íslandi. Þetta hlutfall hefur nú snúist við. 70% af veltu félagsins í fyrra var vegna verkefna erlendis. „Okkur tókst að halda okkar rekstri nokkurn veginn í horfinu með því að færa starfsemina út. Í fyrra vorum við með um 600 milljónir króna í hagnað fyrir skatta og veltan hjá okkur þessi ár hefur verið í kringum 20 milljarða.“ Kolbeinn viðurkennir að þetta hafi kostað peninga og verið á köflum strembið en með þessu móti hafi tekist að halda í þá sex hundruð starfsmenn sem félagið hefur að jafnaði verið með á launaskrá. „Þess vegna eigum við að getað komið sterkari inn í endurreisnina en ýmsir aðrir.“ HLUTI AÐALSKIPULAGS MOSFELLSBÆJAR 2002 - 2024

UR

USTÍG

2m² m 4.80 H=10 ,3 N=0

UR TÍG US NG GÖ

GÖNG 4m² m 5.56 H=10 ,3 N=0

FL ÐU

G

BU

T

6

LJÓ

UF

BU

T

13

15

2m² m 3.87 H=10 ,3 N=0

19

17

8m² m 6.10 H=10 ,3 N=0

7

² 79m m 33.1 H=14 ,4 N=0

² 03m m 12.5 H=10 ,3 N=0 3m² m 4.58 H=14 ,4 N=0

11

9 ² 91m m 15.8 H=10 ,3 N=0

D

RN

VE

FIS

ER

HV

² 24m m 10.8 H=14 ,4 N=0

TÍÐNI VINDÁTTA 28.08.1997 - 17.05.2000, ALLIR MÁNUÐIR

3m² m 6.10 H=14 ,4 N=0

4

8m² m 9.62 H=14 ,4 N=0

9m² m 6.00 H=14 ,4 N=0

2

5

9m² m 5.71 H=14 ,4 N=0

7m² m 4.15 H=14 ,4 N=0

3 T FLJÓ ² 68m m 10.9 H=14 ,4 N=0

7

MÖRK SKIPULAGSSVÆÐIS

5 21

7m² m 6.39 H=14 ,4 3 N=0

3m² m 4.58 H=14 ,4 N=0

8

2

8m² m 8.78 H=18 ,5 N=0

1

6m² 7.72 H=18m ,5 N=0

4

9

5m² m 6.45 H=18 ,5 N=0

7 5

SV

ND

RLA

STU

VE

3

UR EGUR AVEG FOSS AV FOSS

UR

EG GÖNG UR

USTÍG

M ÖR

1

EL ÐIS

RS

NA GU

12

ÓÐ

ÞJ GA

VE AR ÐVEG

R IS ÞJÓ SVÆÐ 20

60

80

100 m

LEIRVOGSTUNGA

MÖRK

1:2000

40

AR HELGUN

0

AKBRAUTIR

GANGSTÉTTIR OG GÖNGUSTÍGAR

10

REIÐGÖTUR

² 01 m m 15.1 H=16 ,8 N=0

² 11 m m 16.6 H=16 ,8 N=0

² 87 m m 11.5 H=16 ,8 N=0

² 77 m m 11.0 H=16 ,8 N=0

STAÐUR:

² 05 m m 17.9 H=16 ,8 N=0

OD

DS

² 52 m m 15.7 H=16 ,8 N=0

BR

NG

RE

² 49 m m 15.1 H=16 ,8 N=0

EK

US

IÐG

KU

R

TÍG

UR

AT

A

R

VERK:

TEIKNING:

AFSTÖÐUMYND LÓÐARMÖRK VERKNR:

TÍGU

US GÖNG

HÁMARKSHÆÐ HÚSA

Tungumelar aftur á kortið Í ljósi þessa alls er Ístak nú reiðubúið að vekja á nýjan leik upp verkefnið á Tungumelum og trúir Kolbeinn því að innan skamms muni sjónir fyrirtækja sem þurfa stórar lóðir fyrir sína starfsemi beinast að Tungumelum. Mislægu gatnamótin sem tengja Leirvogstungu og Tungumela við VesturTUNGUMELAR landsveg voru mikilvægt skref. Brúin MOSFELLSBÆR yfirDEILISKIPULAG Vesturlandsveg er framtíðarhugsTILLAGA un og mikilvæg fyrir svæðið. Samgöngur hafa verið tryggðar í takti við 1 þau áform sem henta svæðinu. Byggðin og aðstaðan að Tungumelum verður nútímaleg, glæsileg og haglega ofin inn í fallegt og fjölbreytt umhverfi. Innra skipulag hennar er bæði OPIN SVÆÐI

16

8

HÁMARKS NÝTINGARHLUTFALL

H

GRÓIN SVÆÐI INNAN LÓÐA

² 25 m m 13.2 ,8 H=16 N=0

T

N

LÓÐIR

² 60 m m 12.7 ,8 H=16 N=0

FLJÓ

6 4

² 32 m m 14.5 ,8 H=16 N=0

14

EFRA

² 08 m m 12.8 H=16 ,8 N=0

² m 00 m 12.1 ,8 H=16 N=0

² 23 m m 26.0 ,8 H=16 N=0

SLU 2 ÐI A Í VINN SVÆ LAG U SKIP

KH

N

BYGGINGARREITUR

6m² m 8.14 H=18 ,5 N=0

6

JÓT

RFL

A BRÚ

2

LÓÐAMÖRK

2m² m 9.25 H=18 ,5 N=0

BINDANDI BYGGINGARLÍNA

1

ÐU BUG

3m² m 9.34 H=14 ,4 N=0

SKÝRINGAR :

REIÐ

GATA

MÆLIKVARÐI: TEIKNAÐ:

KALDAKVÍSL

Ljóslitaða svæðið við Leirvogsá er fyrsti áfangi verkefnisins og þar eru samtals 22 lóðir. Ístak hefur nýtt tvær þeirra og eru því tuttugu lóðir tilbúnar til umsóknar. Blálitaða svæðið við Köldukvísl er áfangi tvö og er það svæði í aðalskipulagsferli. Þar verða þrettán stórar lóðir til úthlutunar.

TEIKN.NR:

Í fyrra vorum við með um 600 milljónir króna í hagnað fyrir skatta og veltan hjá okkur þessi ár hefur verið í kringum 20 milljarða. hlýlegt og hæfilega formfast. Fyrirhugað er að leggja jarðrauða göngustíga um svæðið og verða þeir hellulagðir þar sem þeir teygja sig yfir akbrautir. Grasflatir verða á milli göngustíga og akbrauta en við þá hlið sem snýr að fyrirtækjunum verða gróðurbelti með grænum runnum. Hærri tré verða við aðalgöngustíg sem er í miðju svæðisins, við aðkomuvegi og víðar. Þetta kemur til með að móta þægilega og hlýlega rýmistilfinningu á öllu svæðinu. Kolbeinn segir að það hafi komið þeim þægilega á óvart hvað tengslin við náttúruna eru sterk þarna og hvað náttúrufegurðin er mikil. „Það eru ekki margir sem búa við jafn fallegt útsýni og við, og það má víða fara í göngutúra í hádeginu,“ segir hann Tungumelar eru austan við Vesturlandsveg við rætur Mosfells í fögru umhverfi milli Köldukvíslar og Leirvogsár. Frá Tungumelum er stutt í alla þjónustu. Óspillt náttúra er einnig skammt undan og margvíslegir möguleikar á útivist og afþreyingu í næsta nágrenni. Allar nánari upplýsingar um svæðið má finna á vefsíðunni www. tungumelar.is


7

laugardagur 15. júní 2013

Tvö af stærstu byggingasvæðum landsins eru staðsett í Mosfellsbæ:

Helgafellsland og Leirvogstunga tilbúin í sölu n Óvissunni loksins eytt n Þúsund íbúðabyggð í Helgafellslandi n Fjögur hundruð sérbýlishús í Leirvogstungu n Núna er rétti tíminn fyrir verktaka og húsbyggjendur

E

inar Páll Kjærnested er löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar sem hefur ásamt fleirum fengið umboð til að annast sölu á þeim lóðum sem nú eru að koma í sölu í sveitarfélaginu. Einar Páll telur að tíminn sé réttur fyrir þetta verkefni. Verktakar eru að taka við sér og almennt er bjartsýni að aukast á byggingamarkaði og í þjóðfélaginu almennt. „Fasteignasala í Mosfellsbæ hefur verið mjög lífleg allt þetta ár og sl. mánuði hefur eftirspurn eftir lóðum og hálfbyggðum húsum verið góð. Það er ekkert launungamál að fyrstu þrjú árin eftir hrun voru erfið hérna, bæði vegna þess að fasteignamarkaðurinn dróst mikið saman og ekki bætti úr skák að tvö helstu byggingarsvæðin í bænum voru í mikilli óvissu. Nú hefur þessari óvissu verið eytt með samningum við Mosfellsbæ og við höfum fundið fyrir mikilli jákvæðni varðandi þessi svæði síðastliðnar vikur. Fasteignaverð í Mosfellsbæ hefur verið mjög sambærilegt við önnur úthverfi höfuðborgarinnar, eins og t.d. Grafarvoginn og Grafarholt,“ segir Einar Páll og viðurkennir fúslega að hann er virkilega bjartsýnn varðandi þau tvö byggingasvæði sem nú eru að fara í gang í Mosfellsbæ. Annars vegar er um að ræða Helgafellslandið og hins vegar byggðin í Leirvogstungu. En eru þetta ekki ólík svæði?

Helgafellslandið – þúsund íbúða byggð „Jú það má segja að þessi hverfi séu mjög ólík hvað varðar skipulag. Í landi Helgafells er gert ráð fyrir ríflega

eitt þúsund íbúða byggð þegar hverfið verður fullbyggt. Þarna verður fjölbreytt úrval af lóðum undir einbýlishús, raðhús, fjórbýlis- og hefðbundin fjölbýlishús. Við verðum þarna með 50 lóðir undir einbýlishús og þarna er hægt að finna bæði lóðir á mjög hagstæðu verði og mjög fallegar staðsetningar í jaðri byggðar. Raðhúsin og fjórbýlishúsin henta vel minni verktökum og ég er sannfærður um að þarna gefist gott tækifæri til að hanna hentug hús sem markaðurinn

á einni til tveimur hæðum, auk raðhúsalóða. Á síðastliðnum mánuðum hafa selst mörg hálfbyggð hús í hverfinu og mikið líf hefur færst í hverfið. Þarna eru fyrst og fremst einstaklingar að kaupa sér lóðir eða hús til reisa sér þak yfir höfuðið. Í Leirvogstungu er kominn leikskóli og sveitarfélagið er að undirbúa byggingu tengivegar yfir Köldukvísl sem mun tengja hverfið mjög vel við miðbæjarsvæðið og ekki síst við íþróttasvæðið að Varmá.“

Í Leirvogstungu er kominn leikskóli og sveitarfélagið er að undirbúa byggingu tengivegar yfir Köldukvísl sem mun tengja hverfið mjög vel við miðbæjarsvæðið og ekki síst við íþróttasvæðið að Varmá. er að biðja um. Fjölbýlishúsin eru flest þrigga hæða auk bílakjallara og á svæðinu er gert ráð fyrir lóðum fyrir 16 - 32 íbúða fjölbýlishús. Ekkert hefur verið byggt af fjölbýlishúsum í Mosfellsbæ í fimm ár og því orðin mikil vöntun á 2 - 5 herbergja íbúðum hér í bænum. Í Helgafelli er gert ráð fyrir bæði skóla og leikskóla, en auk þess er tenging við Varmárskólasvæðið og íþróttasvæðið að Varmá mjög góð. Leirvogstunga – eingöngu sérbýli Í landi Leirvogstungu er skipulögð 400 íbúða byggð, allt undir sérbýlishús. Nú þegar er búið að reisa um það bil 1/3 hluta hverfisins, en hluti húsanna eru enn í byggingu. Þarna er hægt að fá lóðir á mjög hagstæðu verði. Við erum þarna með í sölu 650-900 m2 lóðir undir einbýlishús

Mosfellsbær hefur mikla sérstöðu Einar Páll Kjærnested er sjálfur rótgróinn og uppalinn Mosfellingur. Þetta er bærinn hans og hann sjálfur vill hvergi annars staðar vera. Er það ekki rétt? „Jú. Í Mosfellsbæ er frábært að vera. Hér er mjög gott að ala börnin upp í rólegu og vinalegu umhverfi. Ég hef oft gagnrýnt málfluttning spekinga á markaðnum sem tala gjarnan um það hve góð sala eigi að vera miðsvæðis í höfuðborginni, því hvað er betra eftir erfiðan dag í vinnunni en að keyra í 7-12 mínútur út úr skarkalanum og upp í Mosfellsbæ og njóta útiverunnar og friðsemdarinnar. Að mínu mati hefur Mosfellsbær haft mikla sérstöðu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna áratugi, en hún liggur í því að hlutfall sérbýlis

Einar Páll segir aðstöðu til allrar útivistar góða. Sjálfur leggur hann stund á hlaup meðal annars. Ljósmynd Ruth Örnólfsdóttir

í bænum er miklu hærra en í öðrum sveitarfélögum hér í kring. Hér er byggðin mun dreifðari og lágreistari og umhverfið því grænna og vinalegra. Hér er öll þjónusta og meira í boði en í hefðbundnum hverfum til að mynda í Reykjavík. Öll áhugamál er auðvellt að stunda og mikið hefur verið lagt upp úr því að tryggja gott aðgengi að golfvöllum, hvers konar útvist og hér er öflugt hestamanna-

félag með frábæra aðstöðu. Hérna eru fallegar göngu- og hlaupaleiðir upp á Úlfarsfell, Mosfell, Helgafell, upp með Varmánni og inn í Mosfellsdal. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Mosfellsbæ. Ég hvet alla áhugasama til að kíkja við hjá okkur upp á 6. hæðina í Kjarnanum hérna í miðbæ Mosfellsbæjar og þar er hægt að virða fyrir sér bæði þessi byggingarlönd og sjá með eigin augum hvað bærinn hefur upp á bjóða.“

Ævintýragarður fyrir alla fjölskylduna tekur á sig mynd:

Fyrstu leiktækin komin á sinn stað – áhersla á hreyfingu, leik og náttúru Í Mosfellsbæ er nú óðum að taka á sig mynd Ævintýragarður með áherslu á hreyfingu, leik og náttúru. Undanfarin ár hefur verið unnið að uppbyggingu garðsins í Ullarnesbrekkum í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar á 20 ára afmæli Mosfellsbæjar. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar í þjóðfélaginu hafa bæjaryfirvöld lagt á það áherslu að halda uppbyggingu garðsins áfram og nú þegar hefur verið ráðist í margvíslegar framkvæmdir í garðinum. Þar sem garðurinn er byggður upp frá grunni hefur verið lögð áhersla á uppbyggingu stíga og gróðurs síðustu ár. Sú vinna er nú að verða sýnilegri og merkum áfanga var náð þegar fyrstu leiktækin voru sett niður í garðinum á þessu ári. Búið er að leggja malbikaðan og upplýstan aðalstíg sem liggur í gegnum allan garðinn, frá íþróttasvæðinu við Varmá að Leirvog-

stungu, með rósatorgi í miðjunni og göngubrúm við hvorn enda. Með honum er aðgengi að svæðinu orðið gott og allar samgöngur fótgangandi og hjólreiðamanna milli miðbæjarsvæðisins og Leirvogstungu mun betri en áður var. Lagður hefur verið Ætistígur með fjölmörgum tegundum ætiplantna þar sem gert er ráð fyrir að gestir og gangandi geti gætt sér á ólíkum tegundum plantna og afurða þeirra úr íslenskri náttúru. Ætistígur verður án efa vinsæll áfangastaður fyrir Mosfellinga og gesti þegar líður á sumarið. Jafnframt hafa verið settir upp bekkir og ruslafötur meðfram göngustígunum. Síðastliðið sumar var sett upp fræðsluskilti um Ævintýragarðinn við innkomuna að sunnanverðu frá íþróttasvæðinu við Varmá. Fræðsluskiltið sýnir verðlaunatillögu Landmótunar um skipulag Ævintýragarðsins og hvernig uppbygging er

Krakkar að leik í Ævintýragarðinum. Fyrstu leiktækin eru komin á sinn stað. Í garðinum er lögð áherslu á hreyfingu, leik og náttúru.

fyrirhuguð í garðinum á næstu misserum. Í framtíðinni er gert ráð fyrir að aðal tjaldsvæði bæjarins verði í ævintýragarðinum og sérstakt svæði verður hannað sem hátíðar-

svæði þar sem hægt verður að standa fyrir ýmiskonar dagskrá. Næg bílastæði eru við íþróttasvæðið að Varmá fyrir þá sem koma lengra að.


8

laugardagur 15. júní 2013

Kreppan stöðvaði ekki framkvæmdir í Mosfellbæ:

Nýr framhaldsskóli um áramót og nýtt hjúkrunarheimili í sumar

Í

Mosfellsbæ hafa síðustu misseri staðið yfir umtalsverðar byggingaframkvæmdir og mikil uppbygging á vegum bæjarins. Í þeirri lægð sem einkennt hefur efnahagslífið hefur Mosfellsbær verið að byggja upp til framtíðar. Á allra næstu dögum verður fullbúið nýtt 30 rýma hjúkrunarheimili og nú þegar

hefur endurbætt og stækkuð þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara verið tekin í notkun sem bætir þjónustu við þann aldurshóp til mikilla muna. Nýr framhaldskóli bæjarins FMos sem stofnaður var árið 2009, flytur inn í glæsilegt framtíðarhúsnæði í ársbyrjun 2014 þegar nýtt skólahús við Háholt verður formlega fullgert. Í fyrsta áfanga sem

Í fyrsta áfanga sem lýkur á þessu ári var miðað við að 4 – 500 bóknámsnemendur gætu stundað nám við skólann.

lýkur á þessu ári var miðað við að 4 – 500 bóknámsnemendur gætu stundað nám við skólann. Stefnt er að því að byggingin fái BREEAM vottun, sem er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir byggingar. Með BREEAM vottun er stuðlað að vistvænni byggingu, aukinni vellíðan notenda og lægri rekstrarkostnaði til framtíðar. Einnig er nú unnið að

því að bæta enn frekar aðstöðu fyrir íþróttaiðkendur. Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íþróttahús á Varmársvæðinu sem mun meðal annars hýsa fimleika og bardagaíþróttir. Þessar byggingar eru samtals ríflega átta þúsund fermetrar og áætlað er að fjárfesting við þær nemi um 2,5 milljörðum króna.

7 tindar - fjölskyldufellin í Mosfellsbæ Fjölskyldufellin í Mosfellsbæ eru spennandi áskorun fyrir alla fjölskylduna þar sem bæði stórir og smáir fá tækifæri til þess að takast á við náttúruna í heillandi umhverfi. Fjölskyldufellin eru sjö talsins og miskrefjandi fyrir smáa fætur. Ef fjölskyldan er að byrja í fjallgöngum eða meðlimir hennar enn smáfættir er mælt með því að hefja ferilinn á fellunum þremur sem eru í jaðri Mosfellsbæjar; Úlfarsfell, Helgafell og Mosfell en þau bjóða upp á spennandi möguleika og eru mjög aðgengileg. Hin fjögur fellin sem henta fyrir lengra komna eru Reykjaborg á Hádegisfelli, Reykjafell, Æsustaðafjall og Grímannsfell sem er hæst þeirra 484 m.y.s.

Ef fjölskyldan er að byrja í fjallgöngum eða meðlimir hennar enn smáfættir er mælt með því að hefja ferilinn á fellunum þremur sem eru í jaðri Mosfellsbæjar; Úlfarsfell, Helgafell og Mosfell. Skátafélagið Mosverjar hefur unnið að stikun gönguleiða á útivistarsvæði Mosfellsbæjar og einnig gefið út veglegt göngukort með ýmsum fróðleik um svæðið. Hægt er að nálgast kort af leiðunum á heimasíðu Mosfellsbæjar http://www.mos.is/MosTorgid/UmMosfellsbaeogkort/ Tilvalið er að taka með sér gott nesti og njóta útivistarinnar í góðum félagsskap og láta svo þreytuna líða úr sér í annarri af tveimur sundlaugum bæjarins. Fyrir þá sem vilja fá verulega áskorun þá verður haldið 7 tinda hlaup í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima þann 31.ágúst. Hlaupið er krefjandi utanvegahlaup en boðið verður upp á fjórar vegalengdir. Vegalengdir »» 7 tinda hlaup 37 km »» 5 tinda hlaup 34 km

»» 3 tinda hlaup 19 km »» 1 tinda hlaup 12 km

Bæjarblað á 3ja vikna fresti Endalausir möguleikar – hlaupaleiðir og stígar Þetta kort má finna í heild sinni inni á heimasíðu Mosfellsbæjar http://www. mos.is/MosTorgid/UmMosfellsbaeogkort/ Leiðirnar eru allt frá því að vera örstuttar upp í að vera hátt í maraþon. Á kortinu ættu allir að geta fundið leið við sitt hæfi, hvort sem fólk er að byrja að hreyfa sig eða stundar krefjandi hlaup reglulega. Á síðunni má einnig finna fjölmörg önnur kort sem gagnast útivistarfólki í lengri og styttri ferðum.

Mosfellingur er bæjarblaðið í sveitarfélaginu og það kemur út 3ju hverju viku. Blaðið er veglegt og ritstýrt af Hilmari Gunnarssyni. Mosfellingur er alhliða fréttablað og vettvangur skoðanaskipta í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær - fyrsta heilsueflandi samfélagið á Íslandi Heilsueflandi samfélag er samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, heilsuklasans Heilsuvinjar og Embættis landlæknis. Markmið verkefnisins er að nýta fjölbreyttar, markvissar og heildrænar lýðheilsuaðgerðir til að auðvelda fólki á öllum æviskeiðum að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi. Unnið hefur verið að mótun verkefnisins frá því á haustmánuðum 2012 og í sumar mun koma út greiningarskýrsla sem gefur upplýsingar um núverandi stöðu mála í sveitarfélaginu. Það er mikil áskorun að innleiða heilsueflingu fyrir heilt samfélag. Þeirri áskorun hefur verið tekið fagnandi í heilsubænum Mosfellsbæ enda

er hún algerlega í takti við stefnu bæjarins í lýðheilsumálum. Helstu áhersluþættir verkefnisins verða næring, hreyfing, líðan og lífsgæði í víðum skilningi. Innleiðing verkefnisins mun taka að minnsta kosti fjögur ár. Unnið verður með einn áhersluþátt í senn en markviss stígandi verður í umfangi verkefnisins þar sem alltaf verður byggt ofan á þær stoðir sem fyrir eru. Heilsueflandi samfélag er gríðarlega mikilvægt þróunarverkefni þar sem samfélagið í Mosfellsbæ vinnur þarft brautryðjendastarf sem getur nýst í öðrum sveitarfélögum sem vilja taka þátt í viðlíka verkefni.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.