Page 1

MOSFELLINGUR 14. tbl. 17. árg. fimmtudagur 8. nóvember 2018 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á K jalarnesi og í K jós

eign vikunnar

www.fastmos.is

lauasxt str

Ástu-Sólliljugata - raðhús Nýtt - Fullbúið 176,5 m2 raðhús á einni hæð með bílskúr. Gott skipulag. Fallegar innréttingar og gólfefni. Lóð frágengin með hellulögðu bílastæði. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, samliggjandi eldhús, stofu og borðstofu, sjónvarpshol, rúmgott baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, forstofu og bílskúr. V. 72,9 m.

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/fastmos

Kyndill 50 ára • Tugir sjálfboðaliða í Björgunarsveitinni Kyndli Björgunarsveitin Kyndill var stofnuð í kjallaranum á Brúarlandi árið 1968. Í hálfa öld hefur sveitin byggt upp þekkingu og reynslu til að þess að bregðast skjótt við þeim hættum

Til taks allan sólarhringinn alla daga

sem að okkur steðja. Öflugur tækjakostur og markvisst þjálfunarstarf hefur ávallt fylgt sveitinni. Opið hús verður í höfuðstöðvum Kyndils að Völuteigi laugardaginn 17. nóvember.

Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is

Mynd/Raggi Óla

Við sjáum um dekkin Pantaðu tíma á N1.is

Alltaf til staðar

N1 Langatanga 1a - Mosfellsbæ

Mosfellingurinn Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona

Draumur að finna bleika húsið í Mosfellsdalnum 18 Þjónustuverkstæði

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is

www.jonb.is

skiptum um framrúður

Bílaleiga á staðnum

7<H<¡Á6KDIIJC

B6G@K>HHD<7:IG>K>Á<:GÁ

cabas tjónaskoðun


MOSFELLINGUR

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Næsti Mosfellingur kemur út 29. nóvember

Miðstöð menningar B

ókasafn Mosfellsbæjar er góður staður til að vera á. Þegar auglýsingin þeirra varðandi bókmenntahlaðborðið birtist getur maður fyrst byrjað að láta sig dreyma um jólin. Í hugum margra markar þetta kvöld upphaf jólaundirbúningsins. Þvílíkt sem þetta kvöld er vinsælt. Færri komast að en vilja, hvort sem um er að ræða gesti eða rithöfunda sem lesa úr verkum sínum.

Öllu er þessu stjórnað af röggsemi af Katrínu Jakobsdóttur, nú forsætisráðherra. Alltaf gefur hún sér tíma þrátt fyrir annir og síðustu tvö ár í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum að auki.

N

ú hefur safnið bætt um betur og býður upp á bókmenntahlaðborð fyrir börn. Sú veisla fer fram laugardaginn 17. nóvember.

E

rum við að tala um að bókasafnið sé ein helsta miðstöð menningar í Mosfellsbæ? Þar er alla vega unnið frábært starf og alltaf tekið vel á móti manni. Svo er líka frítt fyrir alla bæjarbúa að fá sér bókasafnskort.

www.isfugl.is

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Í þá gömlu góðu... MOSFELLSHREPPUR -MOSFELLSBÆR Þann 9. ágúst 1987 urðu þau þáttaskil að Mosfellshreppur varð Mosfellsbær. Þá voru íbúar um 4.000 talsins. Eitt fyrsta stórverkefni bæjarins var að byggja Íþróttaleikvang að Varmá en þar var haldið 20. landsmót U.M.F.Í. 12.–15. júlí árið 1980. Ljósmyndin með pistlinum er úr Mosfellspóstinum fyrir um 30 árum síðan. Íþróttavöllurinn er í mótun og þar sér m.a. í Litlaland neðst til vinstri og Beltasmiðjan er enn á sínum stað. Nú 30 árum seinna hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu og miðbæjarmynd Mosfellsbæjar óðum að styrkjast. Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)

héðan og þaðan

2

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað


sími: 586 8080 w w w.fas tmos.is

lauast x str

lauast x str

lauast x str

lauast x str

lauast x str

Einar Páll Kjærnested

Lögg. fasteignasali

Svanþór Einarsson

Lögg. fasteignasali

Egilína S. Guðgeirsdóttir

Hildur Ólafsdóttir

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Sigurður Gunnarsson

Lögg. fasteignasali

Helgi S. Kjærnested

Lögg. fasteignasali

Theodór Emil Karlsson

Vogatunga

Fallegt 241,2 m2 einbýlishús, þar af er bílskúrinn 63,2 m2. Stórt hellulagt bílaplan.Timburverönd með heitum potti. Á aðalhæð eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, forstofa, eldhús, stofa, borðstofa og sjónvarpsstofa. Á neðri hæðinni er rúmgott herbergi, sjónvarpshol, vinnurými og anddyri. V. 81,9 m.

230 m2 raðhús – tilbúin til innréttinga - á tveimur hæðum, í byggingu. Fallegt útsýni. Á jarðhæð er forstofa, bílskúr, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og geymsla. Á efri hæðinni er hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og svalir. V. 63,9-64,9 m.

Hamratangi

skeljatangi

Vel staðsett 267,8 m2 einbýlishús á einni hæð. Eignin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, geymslu, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi og þvottahús. Einnig er til staðar 32,6 m2 sólskýli sem ekki er skráð í fermetratölu. V. 99,5 m.

94,2 m2, 4ra herbergja íbúð með sérinngangi á 2. hæð. Eignin skiptist í stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sérgeymsla við hlið inngangs. Frábær staðsetning. Rétt við skóla, leikskóla, sundlaug og golfvöll. V. 39,9 m.

lauast x str

leirvogstunga

rauðamýri

Mjög glæsilegt 253 m2 einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr á 1.014 m2 eignarlóð. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Auk þess er aukaíbúð í bílskúr með baðherbergi og eldhúsaðstöðu, einnig herbergi með baðherbergi í kjallara. V. 99,9 m.

Rúmgóð 81 m2, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnherbergi

laxatunga

gerplustræti

Glæsilegt 243,5 m2 endaraðhús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað. Fjögur svefnherbergi. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og gólfefni. Fallegt útsýni. Tvennar svalir. Stórt steypt bílaplan með hitalögn. Steypt verönd meðfram húsinu og glæsileg frágengin lóð með ca. 16 m2 geymsluskúr. V. 84,7 m.

67 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Eignin skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Annað herbergið er skráð sem geymsla skv. teikningu. V. 36,9 m.V. 35,5 m.

lauast x str

grenibyggð

Gerplustræti

Mjög fallegt 171 m2 parhús á einni hæð með bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, sjónvarpshol, stofu, borðstofu og bílskúr. Tvær timburverandir. Stórt hellulagt bílaplan.

Falleg 133,1 m2, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð, ásamt bílastæði í bílageymslu. Þrjú svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofa. Sérgeymsla í kjallara. Fallegar innréttingar og gólfefni. Gólfhiti. Svalir og stór timburverönd í suður. Verið er að reisa glæsilegan leik- og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. V. 53,5 m.V. 69,9 m.

Glæsilegt útsýni

Fallegt 188,5 m2 einbýlishús á einni hæð með rúmgóðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús, 2-3 svefnherbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu. Eignin stendur á 1.000 m2 eignarlóð með þremur timburveröndum, leikskúr/geymsluskúr, heitum potti og stóru hellulögðu bílaplani með hitalögn. V. 89,5 m.

lauast x str

Falleg 213,7 m2 parhús á einni hæð með bílskúr á fallegum stað í útjaðri byggðar. Eignin skilast fullbúin að utan og tilbúin til innréttinga að innan með grófjafnaðri lóð. Fjögur svefnherbergi. 

V. 73,9 m.

gerplustræti Nýjar glæsilegar íbúðir með bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi. Verið er að reisa glæsilegan leik- og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. Íbúðirnar eru m/bílastæði í bílageymslu.

Glæsilegt útsýni

sölkugata

str

Ingimar Óskar Másson

Bugðutangi

Lækjartún

lauast x

Þórhildur M. Sandholt

125,4 m2, 5 herbergja V. 53,9 m. 113,1 m2, 4ra herbergja V. 51,9 m. 120,3 m2, 4ra herbergja V. 58,9 m. 

gerplustræti Nýjar fullbúnar 2ja herb. íbúðir á 3. hæð í lyftuhúsi. Falleg gólfefni, vandaðar innréttingar, innbyggður kæli- og frystiskápur, innbyggð uppþvottavél.

lauast x str

62,5 m2, 2ja herb. íbúð V. 35,9 m. 63,1 m2. 2ja herb. íbúð með bílast. í bílageymslu. V. 36,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali


Mosfellsbær er 7. stærsta sveitarfélag landsins

Samráðsvettvangur bæjarins og UMFA

Á fundi bæjarráðs þann 25. október var samþykkt að koma á laggirnar samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja að Cei\[bbiX³h Varmá. Markmið samstarfshópsins er að vera formlegur vettvangur til samráðs hvað varðar aðkomu, uppbyggingu og nýtingu Aftureldingar á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni að Varmá, á íþróttavöllum að Varmá og á Tungubökkum. Meginverkefni hópsins verður að setja fram tillögur um framkvæmdaáætlun og forgangsröðun til næstu ára í samvinnu við fulltrúa Mosfellsbæjar. Miðað er við að hópurinn hefji starf sitt nú þegar og að metið verði að ári liðnu hvernig til hafi tekist og þá hvernig starfið verðir þróað í framtíðinni.

Breytingar á nefnd­ um Mosfellsbæjar Við upphaf nýs kjörtímabils samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar breytingar á fyrirkomulagi nefnda hjá Mosfellsbæ. Til varð ný nefnd sem heitir lýðræðis- og jafnréttisnefnd og mun sinna lýðræðismálum sem áður voru á borði bæjarráðs og jafnréttismálum sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd. Formaður þeirrar nefndar er Una Hildardóttir. Þá varð til ný nefnd sem nefnist menningar- og þróunarnefnd sem tekur við verkefnum sem áður var sinnt af menningarmálanefnd og þróunar- og ferðamálanefnd. Við þá breytingu víkkar verksvið nefndarinnar þar sem atvinnumál sem málaflokkur, að því leyti sem þau eru ekki falin bæjarráði, verður sinnt af menningar- og nýsköpunarnefnd. Formaður þeirrar nefndar er Davíð Ólafsson. Loks var ákveðið að forvarnamál sem áður var sinnt af fjölskyldunefnd verði í framtíðinni verkefni íþrótta- og tómstundanefndar sem samhliða sinni lýðheilsumálum almennt.

kirkjustarfið

Cei\[bbiX³h 2019-2022 lögð fram • Helgafellsskóli og yfirbyggt íþróttahús í fókus Fjárhagsáætlun

„Þjónusta efld, álögur lækka og traustur rekstur“ Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 11.020 m.kr. og fjármagnsliðir 620 m.kr. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 559 m.kr., að framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. og að íbúum fjölgi um tæplega 5% milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

Helgafellsskóli til starfa í janúar 2019 Áætlunin gerir ráð fyrir að framlegð verði 13% og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 1.352 m.kr. eða um 11%. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki enn og að skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum verði 99,5% í árslok 2019. Á næsta ári verða stærstu nýju innviðaverkefnin annars vegar framkvæmdir við byggingu fjölnota íþróttahúss með það að markmiði að starfsemi hefjist í húsinu haustið 2019 og hins vegar að halda áfram framkvæmdum við Helgafellsskóla en starfsemi hefst í fyrsta áfanga skólans í janúar 2019.

Aukin þjónusta við barnafjölskyldur Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að komið verði á fót 20 nýjum plássum á leikskólum fyrir 12-18 mánaða börn og áfram verði varið verulegum fjármunum til frekari upplýsinga- og tæknimála og annarra verkefna til að bæta aðstöðu í grunn- og leikskólum Mosfellsbæjar. Á sviði fjölskyldumála er lagt til að tekin verði upp frístundaávísun fyrir 67 ára og eldri og að framlög til afsláttar á fasteignagjöldum til tekjulægri elli- og örorkuþega hækki um 25%.

Verkefnið Okkar Mosó endurtekið Á sviði menningarmála er lagt til að framlag í lista- og menningarsjóð hækki um 20% og að á sviði fræðslumála verði auknum fjármunum varið til eflingar á stoðþjónustu í skólum.

Sunnudagur 18. nóvember Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn.

64

helgafellsskóli

Á sviði umhverfismála verða framlög aukin til viðhalds húsa og lóða bæjarins og kallað eftir tillögum íbúa í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.

Lækkun gjalda Ekki er gert ráð fyrir almennri hækkun gjaldskráa fyrir veitta þjónustu og lækka gjaldskrár því að raungildi milli ára fjórða árið í röð auk þess sem leikskólagjöld lækka um 5%. Loks er lagt til að álagningarhlutföll fasteignaskatts, fráveitu- og vatnsgjalds verði lækkuð um 7%. Áætlunin verður nú unnin áfram og lögð fram í fagnefndum bæjarins. Seinni umræða um áætlunina fer fram miðvikudaginn 28. nóvember næstkomandi.

Rekstur og starfsemi í góðu horfi „Það er okkur Mosfellingum ánægjuefni að rekstur og starfsemi Mosfellsbæjar er nú sem áður í góðu horfi. Sveitarfélagið vex og dafnar sem aldrei fyrr, reksturinn er skilvirkur og starfsfólk okkar stendur sig vel í að veita íbúum og viðskiptavinum okkar þjónustu,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi.“

Þarf sterk bein til að þola góða tíma „Til að þessi framtíðarsýn gangi eftir þarf að ríkja jafnvægi í rekstrinum og gæta þess að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega,

Helgihald næstu vikna Sunnudagur 11. nóvember Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr. Arndís Linn.

www.lagafellskirkja.is

Áhugaverðar tölur

Sunnudagur 25. nóvember Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

- Fréttir úr bæjarlífinu

Sunnudagaskólinn er í Lágafellskirkju

kl. 13:00

Allar nánari upplýsingar um safnaðarstarf Lágafellssóknar er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.lagafellskirkja.is

Afgangur af rekstri bæjarins verði 559 m.kr. Íbúum í Mosfellsbæ fjölgi um 4,8% á árinu. Veltufé frá rekstri verði jákvætt um 11% af tekjum. Mosfellsbær er 7. stærsta sveitarfélag landsins. Framkvæmdir nemi 1.820 m.kr. Álagningarhlutföll fasteignagjalda íbúðahúsnæðis lækki um ríflega 7%. Skuldir sem hlutfall af tekjum nemi 99,5 % í árslok 2019. Gjaldskrár fyrir þjónustu lækki að raungildi milli ára fjórða árið í röð. Leikskólagjöld lækki um 5%. Viðhaldsfé fasteigna bæjarins eykst um 25% milli ára. Framlög til afsláttar af fasteignagjöldum til tekjulægri eldri borgara hækki um 25%. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 700 talsins. félagslega og umhverfislega sjálfbær. Fjárhagsáætlun ársins 2019 endurspeglar áherslur sem færa okkur nær þessari framtíðarsýn. Samantekið er staðan hjá Mosfellsbæ sú að íbúum fjölgar, tekjur aukast, skuldir lækka, álögur á íbúa og fyrirtæki lækka, þjónusta við íbúa og viðskiptavini eykst, innviðir eru byggðir upp til að mæta framtíðarþörfum en samhliða er rekstrarafgangur af starfseminni. Þetta er um margt öfundsverð staða en um leið mikilvægt að muna að það þarf sterk bein til að þola góða tíma og ég tel að með fjárhagsáætlun ársins 2019 sé lagður grunnur að enn farsælli framtíð í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur.


ENNEMM / SÍA / NM90475

Nú flýgur þú út á N1 punktum Pakkaðu í töskurnar kæri N1 korthafi. Nú getur þú notað N1 punktana til að kaupa gjafabréf í flug með Icelandair eða WOW air ef þú átt 10.000 punkta eða fleiri. Þú byrjar draumaferðina á því að tékka þig inn á N1.is og ganga frá kaupunum þar. Svo bara flýgurðu út í heim á N1 punktunum þínum.

Góða ferð!

Sjá nánar á mitt.n1.is

Alltaf til staðar


Kyndill 1969-2018 • Meðlimir í dag um 60 talsins • Krafa um þjálfun og endurmenntun • Opið hús 17. nóvember

Björgunarsveitin kyndill með öflugt starf í hálfa öld Um þessar mundir heldur Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ upp á 50 ára afmæli sitt. Sveitin var stofnuð seint á árinu 1968 í kjallaranum á Brúarlandi af félögunum Guðjóni Haraldssyni, Erlingi Ólafssyni, Andrési Ólafssyni, Grétari frá Blikastöðum og Steina T. ásamt fleirum. Fékk sveitin nafnið Kyndill. Segja má að Kyndill hafið verið á miklum faraldsfæti fyrstu árin. Starfsemi sveitarinnar hófst í kjallaranum á Brúarlandi. Þaðan flutti hún í bílskúrinn í Markholti 17. Loks fékk sveitin aðstöðu í gamla leikskólanum á Rykvöllum. Árið 1978 var byggð við leikskólann stór skemma og voru Rykvellir heimili Kyndils næstu 20 árin.

Verkefnin sífellt stærri og flóknari Fyrstu ár Kyndils voru verkefnin helst að sækja rjúpnaskyttur upp á heiði, losa fasta bíla, flytja fólk og börn heim þegar ófært var sem og starfsfólk og lækna á Reykjalundi. Síðan þá hefur margt breyst. Verkefni björgunarsveita verða sífellt stærri og flóknari. Mikil krafa er gerð til björgunarsveitarfólks varðandi þjálfun og endumenntun en hún leikur lykilhlutverk í að okkar fólk sé tilbúið að takast á við flest. Tæki og búnaður sveitarinnar þarf alltaf að vera í góðu standi og getur viðhald á tækjum oft verið mikið eftir erfið verkefni þar sem oft getur verið erfitt að komast á vettvang í hvaða aðstæðum sem er.

Helstu verkefni á Mosfellsheiði og Esju Helstu verkefni Kyndils í dag eru að taka þátt í leit að fólki sem hefur annaðhvort týnst upp á hálendi eða hér í nágrenninu.

kyndill hefur haft aðsetur að völuteigi síðastliðin 16 ár

Eins og við þekkjum skellur oft á vonskuveður á Mosfellsheiði á örskotsstundu. Helstu verkefni þar eru að koma fólki niður af heiðinni og passa upp á öryggi ferðamanna. Esjan er líka stórt viðfangsefni hjá Kyndli þar sem hún verður sífellt vinsælli meðal ferðamanna og fleiri ganga hana. Esjan er oft vanmetin vegna þess hversu nærri hún er borginni en hún getur verið varasöm á hvaða árstíma sem er. Fólk leggur af stað í rjómablíðu frá bílastæðinu en getur endað í hvassviðri og snjókomu þegar ofar kemur.

Í tilefni af afmælinu langar félaga Kyndils að bjóða fólki í opið hús þann 17. nóvember milli kl. 13 og 16 að Völuteigi 23. Boðið verður upp á léttar veitingar og hægt verður að skoða tæki og búnað sveitarinnar ásamt því að hitta og ræða við meðlimi sveitarinnar.

30 X 50 CM Birgir Björnsson tannlæknir hefur hafið störf á Tannlæknastofu Ragnars Kr. Árnasonar, Háholti 14 Birgir sinnir öllum almennum tannlækningum, barnatannlækningum, smíði tanngerva ásamt skurðaðgerðum í munnholi. Almennur opnunartími er virka daga frá 8:00 - 19:00 eða eftir samkomulagi. Tímapantanir í síma 554-2515 Neyðarvakt utan opnunartíma 835-7369 Tölvupóstfang: birgirtannsi@gmail.com

6

- Björgunarsveitin Kyndill 50 ára

• Erlingur Ólafsson 1968-1981 • Guðjón Haraldsson 1981-1987 • Þorsteinn Theódórsson 1987-1988 • Albert Finnbogason 1988-1990 • Lárus Einarsson 1990-1991 • Helgi Kjartansson 1991-1996 • Gísli Páll Hannesson 1996-1997 • Helgi Kjartansson 1997-2005 • Ingvar Stefánsson 2003-2008 • Hlynur Sigurðarson 2008-2009 • Helgi Kjartansson 2009-2012 • Gísli Páll Hannesson 2012-2013 • Davíð Þór Valdimarsson 2013-2016 • Fannar Þór Benediktsson 2016-2018 • Björn Bjarnarson 2018Endurnýjun gríðarlega mikilvæg

afmæli - opið hús

í árdaga sveitarinnar að rykvöllum

Formenn kyndils

Meðlimir Kyndils í dag eru um 60 talsins og þar af um 25 virkir. Hinir koma þó inn ásamt eldri meðlimum þegar mikið á reynir og í árlega flugeldasölu sem er ómetanlegur stuðningur. Nýliðun hjá Kyndli hefur verið mikil undanfarin ár. Endurnýjun á mannskap er afar mikilvæg í litlum björgunarsveitum. Á þessu ári gengu átta nýir meðlimir í sveitina eftir að hafa lokið þjálfun. Unglingadeild Kyndils hefur stækkað ört undanfarin ár og er helsta lífæð sveitarinnar. Nú eru um 30 unglingar í Kyndli. Mikið er lagt upp úr því að hafa öflugt starf með fjölbreyttum æfingum og ferðum svo unglingar kynnist sem flestum þáttum björgunarstarfsins. Kyndill hefur ávallt lagt mikinn metnað í að fylgja eftir og styðja við umsjónarmenn unglingadeildarinnar.


í Mosfellsbæ

Sunnudaga frá kl. 11 til 14 18/11 | 25/11 | 2/12 | 9/12 | 16/12 Úrval gómsætra rétta af hlaðborði hverju sinni: Hrærð egg og beikon Amerískar pönnukökur Dönsk purusteik Síld og lekkert Graflaxsalat

Sjávarréttasalat Hreindýrabollur Waldorfsalat Carpaccio Paté og sulta

Hnetusteik Súkkulaðikaka með rjóma Sætar skyrkökur í krukkum Makkarónur Íslenskir ostar

Verð kr. 5.900 á mann Börn undir 12 ára á hálfvirði / Börn yngri en 6 ára borða frítt BORÐAPANTANIR: sími 859 4040 eða blik@blikbistro.is

www.blikbistro.is


bæjarstjórinn og bekkjarbræðurnir í krikaskóla

Samvinna Menntamálastofnunar og Mosfellsbæjar

Samningur til eflingar málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna Þann 31. október var undirritaður samningur milli Menntamálastofnunar og Mosfellsbæjar um samstarf og samvinnu um að efla, málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna í Mosfellsbæ. Í samningnum felst meðal annars að leikskólarnir muni leggja áherslu á snemmtæka íhlutun varðandi málfærni, málþroska og læsi og í samræmi við áherslur sem settar voru fram í Þjóðarsáttmála um læsi 2015.

að auka samfellu milli skólastiga þannig að kennsla í grunnskólum geti byggt á niðurstöðum og áherslum frá leikskólum. Þá verður lögð á það áhersla að kynna verkefnið vel fyrir foreldrum með kynningum og fræðslufundi. Áhugasömum foreldrum er bent á að á vef Menntamálastofnunar er mikið af fróðleik og alls konar ítarefni um eflingu málfærni og málþroska leikskólabarna. www.mms.is/laesisverkefni

Undirbúningur fyrir frekara lestrarnám

Á myndinni má sjá Harald Sverrisson bæjarstjóra undirrita samninginn við Arnór Guðmundsson forstjóra Menntamálastofnunar ásamt stýrihóp verkefnisins sem samanstendur af tveimur tengiliðum í hverjum leikskóla og fulltrúum fræðsluskrifstofu og Menntamálastofnunar auk verkefnastjóra og ráðgjafa, Ásthildi B. Snorradóttur, talmeinafræðingi.

Markmið verkefnisins er að öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar nái góðum árangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning fyrir frekara lestrarnám. Lögð verður áhersla á að auka þekkingu og færni starfsfólks leikskólanna við að veita kennslu við hæfi og snemmtæka íhlutun þegar við á. Einnig er stefnt að því

Skrifuðu bæjarstjóranum bréf Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á en drengirnir heita Vésteinn Logi, Jökull Ari, Stormur, Sölvi Geir og Eyþór. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur beiðni drengjanna verið vel tekið og eiga þeir von á svari frá bæjarstjóranum von bráðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimsótti alla skóla og stofnanir í síðustu viku og hittu því bréfritarar Harald bæjarstjóra þar sem farið var yfir málin.

Lokað 24. október til 17. nóvember vegna sumarleyfis starfsmanns

Háholt 14 - sími 586 1210

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu JÓLAHLAÐBORÐ 2018

Opið hús/menningarkvöld

Í hádeginu föstudaginn 7. des kl. 11:30 á Veitingastaðnum VOX Suðurlandsbraut. Jólahlaðborð 4.950. Innifalið í því verði er matur og kaffi en ekki aðrir drykkir. Farið verður á einkabílum og munum við reyna að koma öllum fyrir sem vilja far. Skráning í síma 586-8014/ 698-0090 eða á þátttökublaði í handverksstofu

mánudaginn 12. nóvember

(Ævintýri á gönguför)

Næsta opið hús/menningarkvöld verður í Hlégarði kl. 20:00 mánudaginn 12. nóvember. Þar munu Helgi R. Einarsson, Helga Stefánsdóttir og Benedikt Steingrímsson segja frá ævintýralegri gönguför um Ermarsundseyjuna Jersey, sýna myndir úr ferðinni og sjá um dagskrána með söng, kveðskap og gamanmálum. Einnig les Sigurður Hreiðar úr nýútkominni bók sinni „Á meðan ég man“. Svo er það blessuð kaffinefndin sem verður með sitt rómaða kaffihlaðborð að venju. Aðgangseyrir er sem fyrr kr. 1.000 og þarf að greiða með peningum þar sem ekki er posi á staðnum Menningar- og skemmtinefnd FaMos

GAMAN SAMAN

GAMAN SAMAN verður 15. og 29. nóv og 13. des kl. 13:30 í borðsal Eurhamra. Allir velkomnir.

Félagsvist og bridge

Félagsvist er núna spiluð á hverjum föstudegi kl. 13:00. BRIDGE er spilað á öllum þriðjudögum kl. 13:00 í borðsal.

8

JÓLABINGÓ

Fimmtuaginn 22. nóv kl 13:30 verður JÓLA- bingó haldið í borðsal. Spjaldið kostar 400 kr. en ef keypt eru 3 saman er verðið 1.000 kr. Kaffi og meðlæti selt í matsal á 500 kr. Gerum okkur glaðan dag og tökum þátt í frábæru BINGÓ. Skáning í handverksstofu. ALLIR VELKOMNIR.

í tannlækningum aldraðra og öryrkja. FaMos hefur fengið Birgir Björnsson, tannlækni, til að flytja erindi á Eirhömrum þriðjudaginn 13. nóvember kl. 17:00 og fara þar yfir efni og innihald samningsins og hvaða réttindi og takmarkanir felast í honum fyrir þessa hópa. Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13:00–16:00. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15:00–16:00.

Félag aldraðra

í Mosfellsbæ og nágrenni

famos@famos.is www.famos.is

HARMONIKKULEIKUR

Bragi Fannar harmonikkuleikari spilar fyrir íbúa og gesti á Eirhömrum í Mosfellsbæ fimmtudaginn 8. nóv 13:30 í borðsal Eirhamra. Allir velkomnir.

MINNUM Á, MINNUM Á!

Jólahandverkssala 17. nóv 2018. Hinn árlegi basar á vegum félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ verður haldinn laugardaginn 17. nóv kl 13:30 á Eirhömrum. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta á basarnum. Allur ágóði fer til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Kór eldri borgara Vorboðarnir syngur fyrir gesti. Kaffisala á vegum kirkjukórsins verður í matsal.

- Fréttir úr bæjarlífinu

SKEMMTILEG HEIMSÓKN

Svavar Knútur söngvaskáld og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur koma í heimsókn til okkar í borðsal Eirhamra kl. 13:30 þann 21. nóvember. Þar ætla þeir félagar að lesa upp úr bókum, segja sögur og syngja lög. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.

Greiðsluþátttaka í tannlækningum

Nýlega var samþykktur rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um greiðsluþátttöku

Stjórn FaMos Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 8965700 bruarholl@simnet.is Pétur Guðmundsdóttir gjaldkeri s. 868 2552 peturgud@simnet.is Jón Þórður Jónsson ritari s. 856 3405 jthjons@simnet.is Snjólaug Sigurðardóttir meðstjórnandi s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Halldór Sigurðsson varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir varamaður s. 898 3947 krist2910@gmail.com


DOMINOS.IS

DOMINO’S APP

MEÐ APPINU EÐA Á NETINU! Þú getur flýtt fyrir og einfaldað pöntunarferlið með því að nota appið og vefinn. Þar getur þú pantað, greitt fyrirfram og fylgst með pöntuninni.


Leikskólarnir fá glænýtt efni frá Menntamálastofnun

Lionsklúbbarnir afhenda Horft til Mosfellsbæjar varðandi sjálfbærni og þátttöku íbúa lestrarhvetjandi efni Vinna við gerð nýrrar umVeturinn 2017 leitaði Menntamálastofnun til Lestrarátaks Lions á Íslandi varðandi samstarf um hvort Lionsklúbbar landsins gætu séð um að afhenda leikskólum hver í sínu nærsamfélagi gjafapakka sem inniheldur læsishvetjandi námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Í pakkanum er námsefni sem býður upp á fjölbreytta vinnu tengda orðaforða og stafa- og hljóðvitund barna. Einnig má finna hreyfispil, tónlistarleiki, bókstafi, léttlestrarbækur o.fl. Lions er aðili að þjóðarsáttmála um læsi þar sem lögð er áhersla á að efla læsi 2–16 ára barna. Verkefnið hófst nú í haust 2018 þar sem Lionsklúbbar um land allt hafa unnið að þessu skemmtilega og gefandi verkefni.

Þann 18. september afhentu Lkl. Mosfellsbæjar og Lkl. Úa leikskólastjórum í átta leikskólum í Mosfellsbæ og einum leikskóla á Kjalarnesi gjafapakkana. Einnig mætti Kolbrún G. Þorsteinsdóttir formaður fræðslunefndar sem þakkaði fyrir hönd leikskólastjóranna. Í nokkur ár hafa klúbbarnir gefið öllum börnum í 5. bekk bókamerki, sem er verkefni Lions á Íslandi til 10 ára. Á síðasta vetri gáfu Lionsklúbbarnir í Mosfellsbæ bækur á skólabókasafn Varmárskóla. Lionsklúbburinn Úa hefur gefið bækur á skólabókasafn Krikaskóla og fært öllum grunnskólunum í Mosfellsbæ spjaldtölvur. Þetta er liður í lestrarátaki Lionshreyfingarinnar um allan heim sem hófst 2012 og mun standa í 10 ár.

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar Laugardaginn 1. desember

hverfisstefnu vekur athygli Nýlega kom út skýrsla á vegum norrænu fræðastofnunarinnar Nordregio um vinnu sveitarfélaga á Norðurlöndum við að ná fram heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Skýrslan ber heitið Global goals for local priorities: The 2030 Agenda at local level, og fjallar um sveitarfélög sem teljast frumkvöðlar í vinnu við útfærslu heimsmarkmiðanna. Í skýrslunni er Mosfellsbær tekinn sem dæmi um sveitarfélag sem hefur tryggt að vinna við nýja umhverfisstefnu hafi hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og önnur sveitarfélög geti horft til. Sérstaklega er fjallað um það hvernig Mosfellsbær tengir markmið umhverfisstefnunnar við heimsmarkmiðin og samráð við og þátttöku íbúa við gerð hennar.

Kallað eftir hugmyndum íbúa Umhverfisstefna Mosfellsbæjar hefur verið í vinnslu frá byrjun árs 2017 og nýskipuð umhverfisnefnd leggur nú lokahönd á stefnuna. Í vinnu við gerð umhverfisstefnunnar var boðað til opins fundar í mars 2018 þar sem kallað var eftir hugmyndum íbúa um það hverjar áherslur Mosfellsbæjar ættu að vera í umhverfismálum. Sérstaklega var kallað eftir hugmyndum á sviði skógræktar, landgræðslu, loftlagsmála, vistvænna samgangna, útivistar, sorpmála og náttúruverndar almennt. Fundurinn heppnaðist vel og margar góðar ábendingar voru settar fram sem

kl. 16 á Miðbæjartorginu

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Til sölu

Byggingavöruverslun Mosfellsbæjar Bymos ehf. er til sölu á góðu verði

Til sölu

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Kalla í síma 897 6158 eða kíkið við í verslun minni eftir 17. Nóvember.

10

Fallegar stúkur til sölu, margir litir, 5.000 kr. parið, stór teppi 15.000 kr. stykkið. Háholt 14 - sími 586 1210

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

Tilvalið í jólapakkann. Upplýsingar í síma 897-8897.

umhverfisnefnd hefur unnið úr við mótun umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.

Umhverfisstefnan aðgengileg Í skýrslu Nordregio er sérstaklega fjallað um þá ákvörðun sitjandi bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ 2014-2018 að ljúka ekki gerð umhverfisstefnunnar fyrir lok síðasta kjörtímabils heldur að fela nýrri u m hv e r f i s n e f n d og bæjarstjórn að ljúka við gerð hennar. Þá er talið mikilvægt að lögð er áhersla á að umhverfisstefnan verði einkar aðgengileg íbúum. Mosfellsbær hefur um árabil verið virkur þátttakandi í Staðardagskrá 21 og setti árið 2009 fram stefnu um sjálfbært samfélag í Mosfellsbæ auk framkvæmdaáætlunar og lista yfir verkefni hvers árs. Nordregio telur Mosfellsbæ vera gott dæmi um það hvernig smærri sveitarfélög geti unnið að sjálfbærni í sínu sveitarfélagi með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á grunni virkrar þátttöku íbúa í sátt við hagsmunaaðila.


Bókmenntahlaðborð 2018 oro d dsen h T

H a ll d ó r

Auð

r

Jó n

a s Re y n ir

í m u r H el r g lg

t ti

ur

Rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og taka þátt í umræðum a Ó l afs d v ó A on s a

a

í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20-22

la

G u n n ar ss

dí Þ ó r s Gís

H a l

d ót

o

n

ti r

Sigurjón Alexandersson og Ingi Bjarni Skúlason spila ljúfa tóna

Katrín Jakobsdóttir stjórnar umræðum

Húsið verður opnað kl. 19.30 Kertaljós og veitingar að hætti Bókasafnsins Aðgangur ókeypis - Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Bókasafn Mosfellsbæjar - Kjarna - Þverholti 2 - 270 Mosfellsbæ s: 566 6822


Bókmenntahlaðborð barnanna 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30 Blek og ljóð í Listasal Mosfellsbæjar

Áfram streymir

Mannmargt var á opnun sýningarinnar Áfram streymir í Listasal Mosfellsbæjar 27. október sl. Þar sýnir Kristín Tryggvadóttir stór blekverk og vísar titill sýningarinnar í flæði bleksins á myndfletinum. Kristín hefur verið virk í listheiminum í áratugi og sýnt bæði hérlendis og erlendis t.d. á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Verk Kristínar spegla gjarnan áhuga hennar á hinum óræðu og mikilfenglegu náttúruöflum, hinum smæstu og stærstu, þar sem gífurlegir kraftar takast á og skilja eftir sig mikla fegurð. Laugardaginn 10. nóvember kl. 14-15 verður ljóðalestur í tengslum við sýninguna þar sem ljóðskáldin Anna Karin Júlíussen og Sigríður Ólafsdóttir flytja ljóð sem eru sum hver sérstaklega samin með verk Kristínar í huga og innblásin af þeim. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Rithöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir, Sigrún Eldjárn og Ævar Þór Benediktsson lesa upp úr nýjum bókum sínum. ljóðskáldin anna og sigríður

Skemmtileg söngstund í lokin.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Barnastarf í Bókasafninu Þriðjudagur 20. nóvember kl. 16.45 Upplestur á sögu um Línu Langsokk. Laugardagur 24. nóvember kl. 13 Hundar sem hlusta. Ath. skráning nauðsynleg (asdisg@mos.is). Aðeins sex komast að.

Bókasafn Mosfellsbæjar - Kjarna - Þverholti 2 - 270 Mosfellsbæ s: 566 6822

Náðu lengra Við aðstoðum stjórnendur við skipulagningu fjármála og verðmætasköpun

www.palssonco.is

12

- Frétttir af Bókasafninu og Listasal Mosfellsbæjar


Takk Mosfellsbær! Takk fyrir styrktarumsóknirnar!

Krónan styrkir þessi verkefni í Mosfellsbæ styrktarárið 2018-2019:

• Heilsuvin – Fjallamánuður fjölskyldunnar • Ásgarður • Taekwondodeild Aftureldingar Opið verður fyrir umsóknir fyrir styrktarárið 2019-2020 í apríl 2019.

www.kronan.is/styrkir

www.kronan.is Krónan Mosfellsbæ – Opið alla daga 9-20


Einar Einarsson hefur séð um að koma NBA-körfuboltastjörnunni Joel Embiid aftur í leik

Vinnur með einum besta körfuboltamanni í heimi Mosfellingurinn Einar Einarsson er einka-, sjúkra- og styrktarþjálfari eins besta körfuboltamanns í NBA-deildinni, Joel Embiid. Joel, sem er 24 ára og 214 cm á hæð, er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna 16 ára gamall til að spila körfubolta. Fyrst í háskólaboltanum en síðan með Philadelphia 76ers. Meiðslasaga Joels er löng en hann var á sínum tíma til meðferðar á Aspetar íþróttameiðslasjúkrahúsinu í Dóha í Katar þar sem Einar hefur starfað frá árinu 2014. Margir þekktir íþróttamenn leita til Aspetar vegna meiðsla, meðal annars íslensku knattspyrnumennirnir Eiður Smári, Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson.

Einar með heitan kaffibolla heima í Litlakrika.

svo á hné í febrúar 2017 og var frá það sem eftir var af tímabilinu. „Hann fór í aðgerð á hné en fimm mánuðum síðar var hann ekki orðin góður. Í fyrrahaust var ég svo beðinn um að koma til Philadelphiu og kíkja á hann að hans beiðni. Það endaði svo þannig að ég var hjá honum allt síðasta tímabil. Í raun er samningurinn þannig að 76ers leigir mig frá Aspetar. Ég sinnti Joel í raun eins og einkaþjálfarinn hans. Þetta var mjög krefjandi en skemmtilegt verkefni. Í NBA spila leikmennirnir 3-4 leiki í viku, æfa mikið og mikið er um ferðalög.

Sjúkrahús fyrir íþróttastjörnur „Ég fékk boð frá Aspetar haustið 2012 að koma og halda námskeið fyrir sjúkraþjálfarana um íslenska tækni, skynjara sem mæla vöðvaspennu. Námskeiðið var í tvo daga og á þriðja degi var ég kominn í atvinnuviðtal,“ segir Einar. „Þetta sjúkrahús er í eigu konungsfjölskyldunnar í Katar, þarna starfa um 300 manns og í kringum 50 sjúkraþjálfarar. Það sem gerir þetta einstakt er að þarna erum við með heildræna nálgun á íþróttamanninn, allt frá skurðaðgerðum og endurhæfingu að næringarráðgjöf og þess háttar. Við sinnum öllum íþróttamönnum í Katar og svo fáum við líka til okkar íþróttafólk alls staðar að úr heiminum og ýmsar íþróttastjörnur.“

Um leið og hann komst inn á völlinn gerði ég mér grein fyrir hvað hann er hrikalega góður körfuboltamaður. Einn mest spennandi íþróttamaðurinn

Valinn til að sinna Joel Embiid Joel Embiid var sendur til Aspetar árið 2016 að tilstuðlan Philadelphia 76ers vegna sinna meiðsla. Óskað var eftir manni sem unnið hefði með afreksíþróttamenn og hefði mikla þolinmæði. Á þessum tíma hafði Joel verið frá í tvö ár, bein hafði brotnað í fætinum á honum og hann hafði ekki náð að jafna sig. „Ég var valinn til þess að sinna Joel. Í stuttu máli þá gekk endurhæfingin upp og hann byrjaði að spila aftur haustið 2016. Um leið og hann komst inn á völlinn gerði ég mér grein fyrir hvað hann er hrikalega góður körfuboltamaður.“

einar og joel hafa náð góðum árangri saman

Náðum strax vel saman „Ég vissi í rauninni ekkert hver hann var og kom bara fram við hann eins og aðra sjúklinga hjá mér á meðan að aðrir komu fram við hann eins og stjörnu. Hann var í raun ekki á góðum stað fyrst þegar við hittumst fyrst. Hann var búinn að vera frá í tvö ár og nýbúinn að missa

bróður sinn í bílslysi. Ég náði vel til hans strax frá byrjun og hafði ljóslifandi dæmi um að íþróttamaður gæti komið til baka eftir tveggja ára meiðsli. Eiður Smári er systursonur minn og ég hafði fylgst með honum koma til baka eftir erfið meiðsli.

Joel var mjög duglegur, vann vinnuna sína vel og uppskar eftir því.“

Var hjá Joel allt síðasta tímabil Joel Embiid spilaði 30 leiki á sínu fyrsta tímabili og vakti mikla athygli en meiddist

„Þegar ég fór til hans síðasta haust hafði Joel ekki farið í gegnum heilt tímabil í NBA og endalausar spurningar og efasemdir voru um að hann gæti það. Hann var í raun meiddur allt tímabilið og mitt markmið var að koma honum í gegnum næsta leik. Í mínum huga var hann orðinn heill í mars. Hann fór í gegnum tímabilið, spilaði 71 leik af 80 og var valinn í stjörnuleikinn 2017. Ég ferðaðist með Joel Embiid til Suður-Afríku núna í ágúst á NBA Africa leikinn og þjálfunarbúðir fyrir efnilega krakka sem heita Basketball Without Borders. Þaðan fórum við til heimalands hans Kamerún til að byrja undirbúninginn fyrir næsta tímabil. Það var mjög skemmtilegt að koma til Kamerún og umhverfið þar er mjög framandi. Í byrjun október, meðan ég var í æfingaferð í Kína, skrifuðu Aspetar og 76ers svo undir samstarfsamning og það varð ljóst að ég mun fylgja Joel áfram næsta tímabil sem er mjög spennandi. Nú er hann heill og við getum einbeitt okkur að frammistöðuhlutanum. Ég myndi segja að Joel Embiid sé einn af 10 mest spennandi íþróttamönnum í heimi í dag. Margir segja að hann geti orðið besti leikmaður NBA-deildarinnar,“ segir Einar að lokum.

SÖNGURINN Í MOSÓ

HLUTI af stefnismönnum áður en upphitun hófst fyrir daginn

14

- NBA og Stefnir

Prýðisgóð söngskemmtun var í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 3. nóvember. Karlakórinn Stefnir hefur undanfarin ár boðið til sín góðum gestum til að syngja fyrir Mosfellinga. Að þessu sinni voru það Karlakór AkureyrarGeysir, stjórnandi Steinþór Þráinsson, og Kvennakór Suðurnesja, stjórnandi Dagný Þórunn Jónsdóttir. Stjórnandi Stefnis er Sigrún Þorgeirsdóttir. Á stærri myndinni má sjá nokkra Stefnismenn undirbúa sig fyrir sönginn. Kórarnir sungu hver um sig nokkur lög áður en þeir sameinuðust allir í einum kór sem taldi um 80 manns.


HEILSUNUDDARI Við viljum bjóða nýjan starfsmann velkominn til okkar á GK snyrtistofu, Aldísi Björgu Guðjónsdóttur heilsunuddara. Hún hefur starfað hjá Bláa lóninu undanfarin ár og því ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur. Við verðum með tilboð á heilnuddi og partanuddi hjá henni fram að áramótum.

Kjarna Þverholti 2

Íslenska ullin er einstök

Sími: 534 3424

Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.

fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Verið hjartanlega velkomin

Háholti 13-15

s. 564 4500

www.mosfellingur.is -

15


haustgleði úu

Myndir/Ruth Örnólfs

Haustgleði Lionsklúbbsins Úu í Mosfellsbæ var haldin með pompi og prakt í Harðarbóli 13. október. Venjulega hafa Úurnar haldið konukvöld en nú var ákveðið að breyta til og halda haustgleði þar sem karlar væru einnig velkomnir. Sú nýbreytni mæltist vel fyrir og var aðsóknin góð. Veislustjóri var María Guðmundsdóttir sem er Mosfellingum að góðu kunn. Grillvagninn bar á borð afskaplega ljúffengan mat. Ingibjörg Hólm söng við góðar undirtektir og Mosfellskórinn tók vel valin lög eins og honum einum er lagið. Að vanda var happdrætti og fóru margir veislugestir heim með glæsilega vinninga. Kvöldinu lauk svo með dúndurstuði á dansgólfinu. Allur ágóði kvöldsins rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Úur þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að safna sem mestum peningum til þessa góða málefnis.

Kjöreign fasteignasala kynnir: Litlikriki 76b, virkilega fallega, bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja 104,4 fermetra íbúð á 3. hæð ásamt sérbílastæði í upphitaðri og lokaðri bílageymslu. Íbúðin er vel staðsett í Krikahverfinu í Mosfellsbæ. Góðar svalir til suðvesturs. 47,5 millj.

Uppl. gefur Ásta María Benónýsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 897-8061

16

- Lionsklúburinn Úa


Kaffihúsakvöld og fyrirlestur um jákvæð samskipti Fyrir alla foreldra/forráðamenn og nemendur í 8. - 10. bekk

Lágafellsskóla 20. nóvember kl. 20.00 Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuboltaþjálfari kemur með vinsælan fyrirlestur um jákvæð samskipti.

Opið alla daga kl. 11-21

Pálmar fjallar á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á skólann auk þess sem hann fjallar um markmiðasetningu og hvernig hægt sé að nýta markmið til þess að standa sig betur í skóla/ íþróttum/vinnu.

Myndir/Ruth Örnólfs

Þú finnur okkur hjá Atlantsolíu Mosfellsbæ

10. bekkur verður með veitingasölu og allur ágóði fer í ferðasjóð þeirra Foreldrafélag Lágafellsskóla

409 kílómetrar

af ástríðu og áskorunum Mánudaginn 19. nóvember kl. 20.00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur, vann nýverið það stórkostlega afrek að ljúka 409 kílómetra hlaupi í Gobi eyðimörkinni í Kína á innan við 100 klukkustundum. Hún mun fjalla um hvernig það var að sigrast á áskorun af þessari stærðargráðu og þá þætti sem skipta mestu máli til að ná slíku markmiði. Að erindi loknu verður aðalfundur heilsuklasans Heilsuvinjar þar sem fram fara hefðbundin aðalfundarstörf.

Léttar veitingar verða í boði. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Heilsueflandi Samfélag

í Mosfellsbæ

HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Vertu með! Mosfellsbær

Cei\[bbiX³h

Cei\[bb

www.heilsuvin.is

www.mosfellingur.is -

17


Hvort tveggja eru veigamiklir þættir þegar kemur að vellíðan okkar. Sjálfsmynd er sú skoðun eða sýn sem við höfum af sjálfum okkur og hefur áhrif á hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Þeir sem búa yfir góðu sjálfstrausti hafa góða trú á sér og hæfileikum sínum og hafa rannsóknir sýnt fram á að slíkir einstaklingar ná oft betri árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur, ekki vegna þess að þeir séu hæfari, heldur vegna þess að þeir trúa á sjálfa sig.

Heimili og skóli Sjálfsmynd okkar mótast að miklu leyti af því hvernig komið er fram við okkur og eru börn og ungmenni viðkvæmur hópur sem þarfnast sérstakrar

bæ framt að

o

Sjálfsmynd og sjálfstraust

u ls ið ei rn

Vellíðan er undirstaða þess að vera fær um að finna tilgang, vera virkur og skapandi þátttakandi í samfélagi með öðrum og geta notið þeirra lífsgæða sem lífið býður upp á að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Við þurfum að vera fær um að skilja, tjá og ráða við tilfinningar okkar, eiga í góðum félagslegum samskiptum, læra þrautseigju og vera meðvituð um styrkleika okkar. Slíkt gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við verkefni daglegs lífs.

h

h

Ert þú góð fyrirmynd?

verndar frá samfélaginu. Heimili og skólar eru mikilvægasta umhverfi barna og ungmenna og því er mikilvægt að þar sé boðið upp á umhverfi sem er öruggt, vingjarnlegt og hvetjandi. Skólaárin eru mikilvæg mótunarár þar sem grunnurinn er lagður að sjálfsmynd og líðan ungs fólks til framtíðar og því mikilvægt að við styðjum við þennan hóp í hvívetna.

Þú ert fyrirmynd Við erum öll fyrirmyndir, bæði fyrir börnin okkar, vini, fjölskyldu, samstarfsfélaga og í raun alla samferðamenn. Það sem við segjum og gerum og hvernig við segjum eða gerum það hefur áhrif á líðan annarra í kringum okkur. Verum einlæg, heiðarleg og hreinskiptin í samskiptum, sýnum hluttekningu, samhygð og umhyggju. Verum trú og traust og komum fram við aðra af virðingu. Á þann hátt erum við góðar fyrirmyndir og gleymið því ekki að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Þú hefur áhrif! Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ

SPENNANDI FRÆÐSLA OG VIÐBURÐIR Í NÓVEMBER – ALLIR VELKOMNIR Samtökin ’78 (á ensku)

13. október 17:00-18:30 Fræðslustýra Samtakanna ’78 verður með erindi um starfsemi samtakanna og fullt af fróðleik.

Allskonar list fyrir byrjendur

15. nóvember 17:00-18:30 Við fáum sérfræðinga til að kenna okkur réttu handtökin í prjónamennsku og ljósmyndun, listsköpun fyrir alla.

Prjónað fyrir byrjendur (á ensku)

27. nóvember 17:00-18:30 Við fáum sérfræðinga til að kenna okkur réttu handtökin í prjónamennsku.

Staðsetning: Þverholt 7, Mosfellsbær. Boðið verður upp á léttar veitingar. Nánari upplýsingar: moso@redcross.is og facebook.com/rkmoso eða í s. 898-6065

Heilsuvin í Mosfellsbæ

heilsuvinóskar í mosfellsbæ eftir að ráða framkvæmdastjóra í allt að 50% starf

ð finna á upplýsingar formaður ans.is.

Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is.

s

Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi.

Sýningarsalur við Dragháls

ÖRYGGISMYNDAVÉLAR OG KERFI

Björgunarsveitin

Kyndill

50 ára Opið hús laugardaginn 17. nóvember kl. 13-16

Hitamyndavélar

Made in Germany Innanhúss - einföld linsa

Utandyra - einföld linsa

Utandyra - tvíþætt linsa

að Völuteigi 23

Allir velkomnir! 18

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

30 X 50 CM

Draghálsi 4 - 110 Reykajvík Sími: 535 1300 Fax: 5351305 - verslun@verslun.is

4818#

Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningarog markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira.

TA K T I K

eigu nustu í felur í sér s, kynningarfyrir styrki,


2015

2016

2017

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.

Vegna kjörs íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2018

Útnefningar og ábendingar

óskast

Allar útnefningar og ábendingar sendist á dana@mos.is Einnig er óskað eftir útnefningu og ábendingum um íþróttafólk sem hefur orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Vinsamlegast sendið útnefningar á dana@mos.is fyrir 23. desember 2018. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 6600750.

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h


Hafdís Huld Þrastardóttir tónlistarkona er að leggja lokahönd á sínu fimmtu sólóplötu

Tilheyrði tveimur ólíkum heimum H

afdís Huld Þrastardóttir hefur starfað sem tónlistarmaður í 23 ár. Hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus á unga aldri en hún var einmitt að lesa undir samræmdu prófin þegar upptökur á fyrstu plötu þeirra hófust. Tónleikaferðalög um heiminn tóku svo við og sjóndeildarhringur hennar stækkaði svo um munaði. Þessa dagana er hún að leggja lokahönd á sínu fimmtu sólóplötu sem hún ætlar að fylgja eftir með tónleikaferðalagi um Bretland.

HIN HLIÐIN Fyrsta minningin? Að renna mér niður litla brekku ofan í rauðum dótakassa. Hvað gerir þig hamingjusama? Fólkið mitt. Ef þú ættir eina ósk sem myndi örugglega rætast, hver væri hún? Að öllum liði vel. Hver er besta setning sem þú hefur heyrt? „Ég elska þig mamma.“ Stundar þú líkamsrækt? Nei ekki formlega en við Mosi förum í göngutúra um Mosfellsdalinn. Hver er dýrasti hlutur sem þú hefur keypt? Ætli það sé ekki bara bleiki ísskápurinn. Áttu eitthvert gælunafn? Nei, nema pabbi kallar mig stundum Dísu. Hver er þín óvenjulegasta lífsreynsla? Þegar ókunnugur maður kraup á kné og bað mig að giftast sér úti á götu í Edinborg.

Hafdís Huld er fædd í Reykjavík 22. maí 1979. Foreldrar hennar eru þau Júlíana Rannveig Einarsdóttir garðyrkjufræðingur og blómaskreytir og Þröstur Sigurðsson verktaki. Hafdís á tvö systkini, Eið Þorra f. 1982 og Telmu Huld f. 1984.

Söng þegar tækifæri gafst „Ég er alin upp í sama hverfi og foreldrar mínir ólust upp, í vesturbæ Kópavogs út á Kársnesinu. Ég átti ömmur og afa í hverfinu og mikið af skyldfólki. Hverfið var mjög barnvænt og það var alltaf fullt af krökkum til að leika við. Ég gekk í Kársnesskóla og svo Þinghólsskóla og mér þótti alltaf gaman að læra. Ég held ennþá sambandi við æskuvinkonur mínar og minni bestu vinkonu, Brynju, kynntist ég í 6 ára bekk. Í æsku var ég syngjandi hvar sem tækifæri gafst, ég held að það hafi ekki komið neinum á óvart þegar ég fór að starfa við tónlist,“ segir Hafdís Huld og brosir.

Gerði alþjóðlegan plötusamning Eftir útskrift úr gagnfræðaskóla fór Hafdís Huld í Menntaskólann í Kópavogi. Það sama ár gerði hún alþjóðlegan plötusamning með hljómsveitinni GusGus og 17 ára fór hún og ferðaðist um heiminn með hljómsveitinni við tónleikahald. Hún er yngsti Íslendingurinn til að gera plötusamning erlendis svo vitað sé til. „Ég var mjög heppin að foreldrar mínir treystu mér til þess að takast á við þetta verkefni en þau hafa alltaf stutt við bakið á mér og hafa haft Eftir Ruth Örnólfsdóttur á kvöldi, mætti í upptöku hjá mikla trú á mér. Á þriggja ára MTV, fór til Mexíkó þar sem ég sá bikiníið mitt innrammað tímabili fór ég þrisvar í stór tón- MOSFELLINGURINN ruth@mosfellingur.is uppi á vegg á Hard Rock Cafe leikaferðalög um Bandaríkin og en var svo tveimur dögum síðar mætt upp fjórum sinnum til Evrópu auk þess að koma fram á tónlistarhátíðum þess á milli. í MK að taka jólapróf í stærðfræði.“ Ég kom til ótrúlega margra landa á Flutti til London þessum tíma en finnst samt eins og ég hafi Hafdís Huld flutti til London þegar hún séð frekar lítið af hverjum stað. Dagarnir var tvítug og fór að vinna sem gestasöngkona fóru að mestu í viðtöl, upptökur fyrir fjölmiðla og svo undirbúning fyrir tónleika og höfundur með hinum ýmsu listamönnkvöldsins.“ um eins og bresku sveitinni FC Kahuna og Tricky í samstarfi við Big Dipper umboðsskrifstofuna. Þegar því samstarfi lauk fór Kynntist ólíkum heimum hún og ferðaðist með sinni eigin hljómsveit. „Við sváfum í stórri hljómsveitarrútu og oft var það nú þannig að þegar maður sofnHún hefur spilað á mörg hundruð tónleikum aði að kvöldi þá vaknaði maður daginn eftir í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína. í nýrri borg eða öðru landi þar sem sama „Ég stundaði framhaldsnám í söng og tónsmíðum við London College of Creative rútínan hófst. Media og útskrifaðist þaðan árið 2006. Eftir Á þessum tíma leið mér stundum eins útskrift gaf ég út mína fyrstu sólóplötu og og ég tilheyrði tveimur ólíkum heimum, ég spilaði kannski fyrir mörg þúsund manns hef starfað sem sólólistamaður síðan.“

16 ára á sviði

Kynntust í tónlistarnámi

20

- Mosfellingurinn Hafdís Huld Þrastardóttir

með gusgus 1998

Eiginmaður Hafdísar Huldar er breskur, heitir Alisdair Wright og er tónlistarmaður og myndskreytir. Þau kynntust er þau sóttu sama skóla í Bretlandi. Þau eiga eina dóttur, Arabellu Iðunni 6 ára. Þau hafa komið sér vel fyrir í Mosfellsdalnum og líkar vel þar. „Ég kynntist Alisdair í náminu mínu, hann hefur síðan verið minn helsti samstarfsmaður í tónlistinni. Við höfum ferðast víða um heiminn við tónleikahald og höfum komið fram saman á tónlistarhátíðum og útvarps- og sjónvarpsþáttum.“ á brúðkaupsdaginn

Ég spilaði kannski fyrir mörg þúsund manns á kvöldi en var svo tveimur dögum seinna mætt upp í MK að taka jólapróf í stærðfræði. Fundu bleika húsið í Dalnum

Fjölskyldan, Alisdair, Arabella Iðunn og Hafdís Huld í gróðurhúsinu á Suðurá í Mosfellsdal.

8 ára snót

„Við vorum meira og minna á ferðalagi til ársins 2012 eða alveg þangað til við eignuðumst dóttur okkar það sama ár. Þá tókum við meðvitaða ákvörðun um að spila á færri tónleikum og höfum tekið að okkur fleiri tónsmíðaverkefni og stúdíóvinnu undanfarin ár, meðal annars fyrir Bucks Music og BBC. Þegar við förum svo að spila þá erum við ótrúlega heppin að eiga góða að því það er alltaf einhver til í að koma með og passa Arabellu á tónleikaferðum, enda er hún alveg dásamleg. Það var alltaf draumur okkar að finna okkur hús þar sem við værum umkringd fjöllum og þar sem við gætum verið með

okkar eigið stúdíó heima við og sá draumur rættist þegar við fundum bleika húsið í Mosfellsdalnum.“

Á leið í tónleikaferðalag Hafdís Huld hefur gefið út fjórar plötur alþjóðlega og svo barnaplöturnar Vögguvísur og Barnavísur sem notið hafa mikilla vinsælda hérlendis. Í þessum mánuði er fimmta plata hennar væntanleg en hún er gefin út á vegum breska fyrirtækisins Redgrape Music. Hjónin eru á leið í tónleikaog kynningarferð til Bretlands til þess að fagna útgáfu hennar. Platan er jafnframt sú fyrsta þar sem Hafdís syngur lög eftir aðra eins og t.d. Tinu Turner og Queen. „Eftir áramót förum við til Kanada, við vorum svo heppin að vera valin úr hópi mörg hundruð umsækjanda til þess að koma fram á þjóðlagahátíðinni Folk Alliance International 2019 í Montreal. Svo höldum við áfram að kynna nýju plötuna með tónleikahaldi svo það má segja að það séu virkilega spennandi tímar framundan.” Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni.


m Nýir og fjölbreyttir réttir alla daga

Sendum 6 skammta eða fleiri FRÍTT í fyrirtæki í Mosfellsbæ og nágrenni

12” Súrdeigspizza m/2 álegg jum Kr. 1.990

VERÐ 1.990 Með súpu 2.390

Hamborgarar, smurbrauð og súpa dagsins alla daga!

nót

8

afni.

UTILEGAN eftir Ingibjörgu Valsdóttur, Auður Ýr myndskreytti

Bráðskemmtileg og fjörug bók um fyndna og svolítið ægilega útilegu.

HJÁ ÖLLUM BETRI BÓKSÖLUM

WWW.BOKABEITAN.IS

www.mosfellingur.is -

21


Arna Rún og Björn Óskar heiðruð á árshátíð golfklúbbsins

kylfingar ársins Árshátíð Golfklúbbs Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 3. nóvember í íþróttamiðstöðinni Kletti. Um 120 félagsmenn mættu og áttu góða kvöldstund. Kvöldið var einnig uppskeruhátíð og lokahóf fyrir kylfinga og voru veitt verðlaun fyrir helstu innanfélagsmót sumarsins, auk þess sem framfarabikarinn fékk nýtt heimili og félagsmaður ársins var heiðraður.

Vann fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar

björn óskar guðjónsson

GM heiðraði kylfinga ársins karla- og kvenna, en að þessu sinni voru báðir kylfingarnir í háskólagolfi í Bandaríkjunum. Arna Rún Kristjánsdóttir hlaut titilinn kylfingur ársins í kvennaflokki, en hún hefur leikið fyrir hönd GM í áraraðir. Arna Rún vann fyrsta mót Eimskipsmótaraðarinnar í sumar, en á mótaröðinni leika

margir af bestu kylfingum landsins. Hún samdi við Grand Valley State háskólann og hóf nám í haust.

Björn Óskar valinn í annað sinn Björn Óskar Guðjónsson var valinn kylfingur ársins í karlaflokki, en hann hafnaði til að mynda í öðru sæti á Íslandsmótinu í höggleik þar sem hann lék frábært golf. Björn Óskar hefur einnig leikið með Alandsliði karla á árinu og keppti með karlalandsliðinu á EM. Hann er staddur við nám við University of Louisiana - Lafayette og er á öðru ári í náminu. Björn hefur einnig staðið sig vel í háskólagolfinu. Björn hefur hreppt titilinn kylfingur ársins tvö ár í röð. Kylfingar ársins hafa bæði verið í klúbbnum frá því þau byrjuðu að stunda golf og eru klúbbnum ávallt til sóma.

arna rún kristjánsdóttir

pétur ásamt gunnari veislustjóra og Davíð íþróttastjóra

400 krakkar á móti að Varmá Laugardaginn 27. október hélt Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar Aftureldingar 8. flokks mót fyrir drengi og stúlkur. Alls mættu um 400 krakkar frá 13 félögum á mótið. Hjá mörgum var um að ræða fyrsta handboltamótið sem þau keppa á. Afturelding sendi sjö drengjalið og tvö stúlknalið til keppni og stóðu krakkarnir sig frábærlega. Þjálfarar flokkanna eru Ólafur Snorri Rafnsson og Bergvin Gísli Guðnason.

Pétur hlaut framfarabikar GM og lækkaði mest í forgjöf

Úr boltanum í golfið Pétur Júníusson gekk í Golfklúbb Mosfellsbæjar síðastliðið sumar. Pétur ætti að vera Mosfellingum kunnugur, en hann lék handbolta með Aftureldingu í mörg ár. Línumaðurinn hætti að spila handbolta fyrir stuttu og hellti sér alfarið í golfið. Pétur náði þeim frábæra árangri að lækka úr 54 í forgjöf niður í 26 á einu sumri. Pétur hlaut framfarabikarinn á árshátíð

GM, en hann lækkaði mest í forgjöf í sumar af öllum félagsmönnum. Það er ljóst að handknattleikskappinn á framtíðina fyrir sér á golfvellinum. „Eins og síðustu dagar hafa verið erfiðir í tengslum við handboltann kætir mig mikið að hafa unnið framfarabikarinn hjá GM. Einar dyr lokast, opnast aðrar og allt það,“ segir Pétur.

NÁMSAÐSTOÐ Í BOÐI / STUDY ASSISTANCE

NÁMSAÐSTOÐ fyrir 1.-10. bekk fer fram á bókasafni Mosfellsbæjar og í Lágafellsskóla (stofa 111) alla þriðjudaga frá 14:00-16:00 og í Klébergsskóla, Kjalarnesi alla mánudaga frá 14:30-16:30. STUDY ASSISTANCE for 1.-10. grade at the library in Mosfellsbær, Kjarni, Þverholt 2 and

in Lágafellskóli (classroom 111) every Tuesday from 14:00-16:00 and in Klébergsskóli, Kjalarnes every Monday from 14:30-16:30. Nánari upplýsingar / Further info: margretlu@redcross.is or 898 6065

Íslandsmót í blaki á Neskaupstað hjá 4. og 5. flokki Helgina 27.–28. október fór fram Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki á Neskaupstað. Á mótinu var Afturelding með eitt kvennalið í 4. flokki og tvö blönduð lið í 5. flokki. Þessi flotti hópur stóð sig frábærlega bæði utan vallar sem innan og lenti 4. flokkur í 4. sæti og 5. flokkur lenti í 5. og 7. sæti. Kvennalið 4. flokks spilaði á sínu fyrsta móti í 4. flokki en stóðu þær sig ljómandi

22

- Íþróttir

vel og eiga mikið inni. Krakkarnir í 5. flokki voru að keppa í fyrsta sinn eftir nýja kerfinu með þrjá leikmenn inn á og einnig voru nokkrir að keppa á sínu fyrsta móti en allir stóðu sig mjög vel. Það er greinilega björt framtíð hjá þessum ungu blakiðkendum og eru allir strax farnir að hlakka til næsta móts.


sport íslandi

Aftureldingarvörurnar fást í jako

æfingabolur 4.500-5.000 5.990-6.490

keppnistreyja 2.500-3.500 6.990-7.990

polyestergalli 7.500-8.500 12.480-13.980

stuttbuxur 3.990 3.000 regnjakki 5.000-8.000

Tilboðsdagar

7.490-10.990

kn! eru í boði kíktu í heimsó m se um oð lb ti im þe af brot

fótboltasokkar 1.750 2.490

bakpoki 4.500 5.990

Opið virka daga kl. 09-18 laugardaga kl. 11-15

til 15. nóvember

taska 5.000

6.990

stærð: 50x30x30

Namo ehf. - Smiðjuvegi 74 (gul gata) - 200 Kópavogi Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is

Tilvalið í jólapakkann! Skoðaðu úrvalið á www.jakosport.is


spennandi tímar fram undan að varmá

Afturelding stykir lið sitt fyrir átökin í Inkasso-deildinni

Undirskriftir í fótboltanum Eftir að hafa unnið 2. deildina í sumar þá eru strákarnir í meistaraflokki Aftureldingar í fótbolta byrjaðir að undirbúa sig af krafti fyrir Inkasso-deildina næsta sumar. Liðið hefur hafið æfingar og framundan eru margir krefjandi æfingaleikir gegn Pepsideildar liðum fram að jólum. Nýlega hafa tveir sterkir leikmenn gengið til liðs við félagið, markvörðurinn reyndi Trausti Sigurbjörnsson (28), sem var í úrvalsliði Inkasso-deildarinnar 2015, og kantmaðurinn öflugi Ragnar Már Lárusson (21). Báðir leikmennirnir eru ættaðir af Skaganum og uppaldir hjá ÍA. Trausti var lengi í röðum Þróttara í Reykjavík en kemur í Mosfellsbæinn úr Breiðholtinu frá Leikni R. Ragnar Már þótti einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins og fór ungur til enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton en lék með Kára í 2. deildinni að láni frá ÍA síðastliðið sumar.

Sterkir leikmenn framlengja Þá hafa nokkrir af sterkustu leikmönn-

um félagsins framlengt samninga sína við félagið. Þeir eru: Bakvörðurinn sókndjarfi Sigurður Kristján Friðriksson sem var fastamaður í liði meistaraflokks á síðasta tímabili. Sóknarmaðurinn efnilegi Viktor Marel Kjærnested sem er enn í 2. flokki félagsins og hefur tekið stórstígum framförum á liðnu ári. Miðjumaðurinn Kristján Atli Marteinsson sem kom af miklum krafti inn í lið meistaraflokks á miðju síðasta tímabili. Síðastur en ekki sístur er Loic Ondo besti varnarmaður 2. deildarinnar á síðasta tímabili og fulltrúi félagsins í liði ársins sem valið var af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í 2.deildinni. Allir leikmennirnir hafa augljóslega mikla trú á því uppbyggingarstarfi sem í gangi er og skrifuðu undir tveggja ára samninga við félagið. Afturelding fagnar undirskriftum þessara öflugu leikmanna og er enn frekari frétta er að vænta af samningamálum á næstunni.

HLJÓMSVEITAR AÐSTAÐA

Margir foreldrar kannast við stressið á morgnana við að koma öllum út úr húsi. Það sem veldur streitu á morgnana er að oft eru margir hlutir sem þarf að gera og svo eru tímamörk á þeim. Þegar gera þarf ákveðna hluti innan ákveðins tíma veldur það alltaf ákveðinni streitu eða spennu. Þessi spenna hjá fjölskyldumeðlimum getur orðið til þess að upp úr sýður og sumir springa eða jafnvel allir. Skólamorgnar, heimavinnutími og háttatími eru oft þeir tímar dagsins sem valda foreldrum hvað mestri streitu. Verkefni morgnana eru að koma barninu fram úr, borða morgunmat, klæða sig, bursta tennur, greiða sér, taka til nesti, taka til bækur, íþróttaföt/sunddót og svo finna viðeigandi útiföt. Þetta er bara upptalningin á því sem þarf að gera og svo geta komið upp margs konar vandamál í kringum þessar athafnir. Til dæmis vilja sum börn alls ekki fara á fætur og þá fer langur tími í það. Sum vilja ekki borða eða bursta tennurnar. Sum vilja ekki láta greiða sér, önnur vilja alls ekki fara í fötin sem búið er að velja o.s.frv. Svo eru sum börn sem bara vilja alls ekki fara í skólann. Það getur orðið mjög erfitt að koma þeim börnum út úr húsi og inn í skóla. Hvernig má létta sér þessi verk og gera morgnana auðveldari? Fyrsta skrefið er að búta niður verkefni morgunsins og setja upp í lista. Eftir því sem börnin eldast geta þau

la ó ið k n s or h

Morgunstressið á skóladögum

fengið meiri ábyrgð á að fylgja listanum sjálf en yngstu börnin þurfa algjöra stýringu. Muna þarf að hrósa og vera jákvæður fyrir hvert skref eða verkefni sem klárast. Ef tímaþröng er alltaf vandamálið og allir mæta of seint þá er að sjálfsögðu lausnin að vakna fyrr. Einnig er hægt að spara sér verkefnin með því að gera sem mest kvöldinu áður. Að lokum er mjög mikilvægt að lækka væntingar. Margir festast í því að reyna að hafa allt fullkomið. Dóttirin fær sko ekki að fara í skólann nema með tvær fastar fléttur og í nýþvegnum fötum sem dæmi. En ef þetta veldur því að dóttirin fær kast á hverjum morgni þegar náð er í burstann þá er kannski spurning um að leyfa henni bara að ráða greiðslunni. Þótt það þýði úfið hár í einhverja daga. Svo má ekki gleyma að verðlaun geta oft virkað sem góður hvati bæði á börn og fullorðna. Bjóða einhver verðlaun fyrir eitthvað ákveðið eins og til dæmis ísbíltúr ef barnið fer sjálft á fætur alla vikuna, fer í skólann án múðurs eða bara hvað sem er. Hérna er mikilvægt að nota ímyndunaraflið og reyna að finna lausnir á vandamálinu. Ef allt þetta hefur verið reynt þá er um að gera að hafa samband við skólann og óska eftir ráðgjöf hjá sálfræðingi skólans. Jóhanna Dagbjartsdóttir Sálfræðingur Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar

fræðsluskrifstofa mosfellsbæjar

24

- Aðsendar greinar


Umhverfisvænn bær

Gefum öllum börnum jöfn tækifæri Viðreisn í Mosfellsbæ lagði fram tillögu í bæjarráði um að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar um 1,5 milljónir króna árlega. Íþróttaiðkun barna er jákvæð á allan hátt fyrir þau og á unglingsárum hefur íþróttaiðkun verulega jákvæð áhrif á líkamlegt ástand, andlegan og félagslegan þroska. Hún eykur ábyrga hegðun, námsárangur, trú á eigin getu og styrkir traust á samfélagið. Það er því afar mikilvægt að vel sé staðið að íþrótta- og tómstundaiðkun í bænum og að Mosfellsbær styrki áfram þau íþróttafélög sem starfa í bænum. Það er hins vegar staðreynd að fjárhagsstaða foreldra hefur áhrif á þátttöku íslenskra unglinga í íþróttum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Ársæls Más Arnarssonar, prófessors við Háskóla Ís-

lands frá árinu 2017 er brottfall úr íþróttum meira hjá þeim sem telja fjárhagsstöðu foreldra slæma en hinna sem telja hana góða. Alþjóðlegur samanburður er heldur ekki Íslandi í hag að þessu leyti og eru vísbendingar um að hér sé kostnaður við íþróttaiðkun barna meiri og fari hækkandi. Það er því brýnt að brugðist verði við og við stöndum betur að verki. Sama í hvaða flokki við stöndum þá hljótum við flest að vera sammála um að gefa börnum jöfn tækifæri óháð efnahag heimila. Þannig er það ekki í dag, kostnaður við íþróttaiðkun barna er það hár að börn hafa ekki jöfn tækifæri. Þessum viljum við breyta með þessari tillögu. Kostnaðurinn er ekki mikill en ávinningurinn getur verið það. Valdimar Birgisson

Mætum færni framtíðarinnar

Kolefnishlutlaus Mosfellsbær

Tækni er eitt af stóru málum samtímans og tími gervigreindar og vélmenna að renna upp miklu hraðar en nokkurn óraði fyrir. Fjórða iðnbyltingin er hafin þar sem áherslan er á sjálfvirknivæðingu sem mun hafa gríðarleg áhrif á vinnumarkað og daglegt líf okkar allra. Sérfræðingar spá því að á næstu 20-30 árum verði meiri tækniframfarir en hafa orðið á síðustu 300 árum. Börn á grunnskólaaldri eru að búa sig undir störf sem eru mörg hver ekki til í dag og því mikilvægt að horfa til framtíðar þar sem grunnþekking á tækni og forritun er forsenda þess að geta tekist á við breytt samfélag. Upplýsingatækni er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og þykir til dæmis ómissandi tæki í atvinnulífinu við miðlun þekkingar, gagna og til samskipta. Menntakerfið hefur ekki náð að fylgja tækniþróuninni eftir og til að breyta því þarf stórátak. Mikilvægt er að sveitarfélög móti sér skýra stefnu í upplýsingatækni og geri skólunum kleift að búa nemendur undir framtíð sem felur í sér margvíslegar áskoranir. Innleiða þarf heildstæða nýtingu stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarf, styrkja innviði skólanna og ráða leiðtoga í upplýsingatækni, nýsköpun og þróun nýrra kennsluhátta. Innleiðing rafrænnar kennslu og fjölbreyttra kennsluhátta er grundvallarbreyting á skólastarfi og krefst samstillts átaks allra er málið varðar. Stafrænn skóli er ekki tæknilegt vandamál heldur viðhorf og felur í sér fjölmörg tækifæri. Reynsla þeirra skóla sem lengst eru komnir í rafrænni kennslu hér á landi er góð og hefur til að mynda opnað nýja leið fyrir nemendur með námsörðugleika. Í umhverfi stöðugra tækniframfara verður að gera skólunum kleift að fylgja eftir

Nú er unnið að nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og samráð hefur verið haft við íbúa. Ég vænti þess að sú vinna gangi vel og hvet umhverfisnefnd Mosfellsbæjar áfram í því mikilvæga verkefni. Ég tel jafnframt eðlilegt að í þeirri stefnu verði sett markmið um kolefnishlutlausan Mosfellsbæ. Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Allar okkar aðgerðir eiga að miða að því að draga úr losun eins og kostur er. Ýmsar

þessari hröðu þróun og undirbúa börnin undir þær samfélagslegu breytingar sem eru handan við hornið. Leggja þarf áherslu á þá þætti sem greina að fólk og vélar. Öll þekking heimsins er í aðeins 10 sekúndna fjarlægð og því hefur dregið úr þörf fyrir utanbókarlærdóm. Mikilvægt er að efla færni barnanna í því sem vélarnar eru ekki góðar í, svo sem samskiptum, samvinnu, skapandi hugsun, tilfinningagreind, frumkvæði, aðlögunarhæfni, samhygð og gagnrýninni hugsun. Stjórn foreldrafélags Varmárskóla skorar á bæjaryfirvöld að hefja vinnu við mótun nýrrar skólastefnu í samvinnu við skólasamfélagið, atvinnulífið og sérfræðinga á sviðinu. Tryggja þarf að sú vinna skili ekki aðeins fögrum fyrirheitum heldur að skólarnir séu í stakk búnir til að mæta þörfum nútímans. Setjum framtíð barnanna í fyrsta sæti og markmið um að skólar í Mosfellsbæ verði í fremstu röð. Fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Varmárskóla Elfa Haraldsdóttir

Menning í Mosfellsbæ Um miðjan október var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um menningarstefnu Mosfellsbæjar. Góð mæting var á fundinn og setið á hverju borði. Þátttakendum var skipt upp í nokkra vinnuhópa þar sem mótaðar voru hugmyndir íbúa Mosfellsbæjar. Verið er að vinna úr niðurstöðum en ljóst er að Hlégarður á sérstakan sess í hjörtum bæjarbúa. Margir fundargesta hvöttu okkur til að halda sambærilegan fund með unga fólkinu í Mosfellsbæ til að tryggja að raddir þeirra og hugmyndir fái vægi í þessari vinnu. Við

Mosfellsbær er umvafinn fallegri náttúru, innrammaður af fellum, ám og Leirvoginum. Umhverfið okkar skipar stóran sess í lífi bæjarbúa og við viljum huga vel að þeirri auðlind okkar. Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina verið til fyrirmyndar í umhverfismálum. Margt er hér vel gert svo sem aukin flokkun sorps, bætt þjónusta Strætó, góðir göngu- og hjólreiðastígar, hleðslur fyrir rafmagnsbíla og mikil skógrækt svo eitthvað sé nefnt. Án efa er í þessu, eins og öllu öðru, hægt að gera betur, en það er ekki bara hægt - við einfaldlega verðum að gera betur. Loftslagsvandinn er raunverulegur og aðkallandi og nauðsynlegt er að bregðast hraðar við. Ríkisstjórnin hefur lagt fram 1. útgáfu af aðgerðaáætlun sinni í loftslagsmálum. Áætlunin samanstendur af 34 aðgerðum sem eiga að stuðla að minni losun og aukinni kolefnisbindingu. Um er að ræða stjórnvaldsaðgerðir eins og reglusetningu, hagræna hvata, fjármögnun verkefna og styrki. En það er ljóst að ríkisvaldið eitt og sér getur ekki náð þeim markmiðum sem við þurfum að ná, til þess þarf samstillt átak ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs og almennings.

ætlum því að endurtaka leikinn og fá unga fólkið til að koma með tillögur við mótun menningarstefnu Mosfellsbæjar og verður það verkefni kynnt fljótlega. Ég vil fyrir hönd nefndarinnar þakka öllum sem mættu á fundinn og starfsmönnum bæjarins góða skipulagningu. Davíð Ólafsson formaður Menningar- og nýsköpunarnefndar Mosfellsbæjar.

tækniframfarir auðvelda okkur að losa minna en við þurfum líka að breyta hegðun okkar. Kolefnishlutleysi verður þó ekki náð þannig heldur þarf jafnframt að stórauka kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi og minnka þarf losun frá landnotkun.

Í breytingum geta falist ógnir en líka tækifæri Þrátt fyrir góð markmið og miklar aðgerðir eru breytingar óumflýjanlegar. Verkefnið okkar þarf annars vegar að miða að því að halda hlýnun í lágmarki (undir 1,5°) en líka að aðlagast þeim breytingum sem munu og hafa þegar fylgt hlýnun jarðar eins og t.d. hækkun sjávarstöðu, meiri öfgar í veðurfari, bráðnun jökla o.s.frv. Mannvirkin okkar þurfa að standast meiri öfgar í veðurfari, lækir og ár munu oftar flæða yfir bakka sína og því þurfa niðurföll og fráveitur að virka undir meira álagi. Skipulag og framkvæmdir bæði á vegum sveitarfélaga en líka einkaaðila þurfa að taka mið af þessum breytingum. Ég tel að loftslagsmálin séu brýnasta verkefni okkar í dag, ekki bara stjórnmálanna heldur samfélagsins alls. Með samhentu átaki ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs og okkar íbúanna getum við náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í Parísarsáttmálanum. Þrátt fyrir að full ástæða sé til að taka ógnina alvarlega þá megum við ekki gleyma okkur í svartnættinu því mitt í því geta líka leynst tækifæri. Ísland getur orðið miðstöð þekkingar, vísinda og nýsköpunar á sviði loftlagsmála og Mosfellsbær getur verið til fyrirmyndar og orðið fyrsta kolefnishlutlausa sveitarfélagið. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður

Mikilvægi umhverfismála Ein hliðin á grundvallarréttindum okkar í nútímasamfélagi er að lifa í góðu og hollu umhverfi. Þessu er víða ábótavant – einnig í Mosfellsbæ. Það ætti að vera markmið stjórnvalda – alltaf – að kappkosta að bæta samfélagið og þar með umhverfið. Mjög víða blasa við verkefnin í Mosfellsbæ: Loftgæðum er víða ábótavant og þyrfti að bæta. Sérstaklega þarf að fylgjast betur með þar sem mengun er töluverð t.d. við Vesturlandsveg. Setja þarf upp mælitæki þar sem fylgjast má betur með þessum málum. Koltvísýringur, brennisteinsgufur og aðrar varhugaverðugar lofttegundir eru eðlislega þyngri en venjulegt loft og mætti því setja upp þessi mælitæki nálægt gamla Brúarlandi. Þar er sérstök ástæða til að fylgjast með loftgæðum enda skólastarfsemi í Brúarlandi. Suma kyrrláta daga þá logn er má búast við umtalsverðri loftmengun. Á gamlárskvöld hefur flugelda- og blysnotkun farið fram úr öllu hófi á höfuðborgarsvæðinu og hafa niðurstöður mengunar farið langt yfir öll heilsuverndarmörk.

bannað að skjóta upp flugflaugum og varhugaverðum blysum enda þúsundir fólks samankomin og mjög mikil slysahætta er til staðar ef handvömm verður. Og Björgunarsveitinni Kyndli hefur verið falið að sjá um flugeldasýningu í lok atburðar með mjög góðum árangri. Með því að hafa betri stjórn á þessum flugeldamálum mættu sveitarfélög spara sér umtalsverðan kostnað af tiltekt eftir gamlárskvöld.

Fyrsta skrefið til betra umhverfis er að fylgjast betur með með aðstoð mælitækni. Annað að setja þrengri reglur um notkun flugelda með það að markmiði að draga verulega úr mengun og hættu sem af þeim stafar. Spurning að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki sig saman um samstarf við Landsbjörg sem yrði falið að sjá eftirleiðis um þessi flugeldamál með dyggum stuðningi sveitarfélaga og annarra aðila sem málið láta sig varða. Það hefur gefist mjög vel á Þrettándagleði í Mosfellsbæ undanfarna áratugi og er til fyrirmyndar. Þar er með öllu stranglega

Víða um Mosfellsbæ eru auk þess gamlir göngustígar. Sumir þeirra eru börn síns tíma, voru fremur illa lagðir með fremur lélegum undirbúningi. Aðrir eru einfaldlega of mjóir og þyrfti annaðhvort að breikka eða leggja annan til viðbótar.

Annað mál: Göngustígar eru víða í Mosfellsbæ en ekki alls staðar. Hvers vegna hefur t.d. ekki verið lagður göngustígur meðfram veginum að Reykjalundi frá Reykjavegi? Þar hefur um langa tíð verið starfrækt endurhæfingarstöð og óskiljanlegt að þarna liggur enginn göngustígur en komast má að Reykjalundi gangandi eftir krókaleiðum. Hvað er heppilegra en góðir göngustígar – einnig meðfram eða í nánd við aðalökuleið að Reykjalundi. Þá er Varmáin sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Þar þarf að ljúka viðgerð stígsins meðfram ánni og er til vansa hversu það hefur dregist.

Við verðum að vinna sameiginlega að bæta umhverfi okkar og gera umhverfið betra fyrir börnin sem og alla aðra borgara.

Aðsendar greinar -

Guðjón Jensson arnartangi43@gmail.com

25


Heilsumolar Gaua

Fróðlegur fundur í Varmárskóla

Lifum lengi – betur

V

ið fjölskyldan erum að undirbúa rannsóknarferð á þau svæði í heiminum þar sem fólk lifir lengst og við góða heilsu. Á þessum svæðum þykir ekkert tiltökumál að verða 100 ára. Og fólk heldur áfram að gera hluti sem skiptir það og aðra máli fram á síðasta dag.

fjölmenni í varmárskóla

M

ér finnst þetta mjög heillandi, að eldast vel. Eins og kellingin sagði, það er svalt að vera 100 ára en það er enn svalara að vera 100 ára og heilbrigður. Við leggjum af stað í rannsóknarferðina í ársbyrjun 2019 og komum til baka, vonandi stútfull af nýjum – og gömlum – fróðleik, um mitt sumar sama ár. Síðan ætlum við að leggja okkur fram við að dreifa sem víðast því sem við höfum lært. Ætlum að nota haustið í það.

Þ

að má segja að það að hafa fengið Gulrótina, lýðheilsuverðlaun Mosfellsbæjar, fyrr á þessu ári hafi verið sú hvatning sem við þurftum til þess að kýla á þetta verkefni. Hugmyndin var fædd á þeim tíma, en lokaákvörðin hafði ekki verið tekin. Mig minnir að við hjónin höfum ákveðið þetta sama kvöld og við fengum verðlaunin að láta verða af þessu. Það er nefnilega þannig að maður þarf stundum hvatningu og stuðning til þess að þora að gera það sem mann virkilega langar til. Oft þarf ekki mikið til.

Að vera foreldri er eitt mikilvægasta hlutverk sem við getum tekist á hendur. Í skólanum hafa foreldrar stóru hlutverki að gegna og sýna rannsóknir að vellíðan og námsárangur barna eykst með jákvæðu viðhorfi foreldra til skólans, stuðningi við nemendur og góðu samstarfi milli heimila og skóla. Þann 25. október bauð foreldrafélag Varmárskóla í samstarfi við skólann bekkjarfulltrúum og umsjónarkennurum að sitja námskeið um mikilvægi foreldrasamstarfs og samvinnu heimila og skóla. Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimilum og skóla sá um fræðsluna og mættu um 170 manns á fundi yngri og eldri deildar sem þóttu takast mjög vel. Rætt var mikilvægi foreldrasamstarfs, árangursríkar leiðir í bekkjarstarfi og Foreldrasáttmála Heimilis og skóla sem er gott stuðningstæki fyrir foreldra sem vilja sammælast um uppeldisleg gildi og annað samstarf meðal foreldra. Góðar umræður sköpuðust í hópavinnu árganganna um betra skólasamfélag og margar hugmyndir komu fram sem munu efla og styrkja bekkjarstarfið.

HÓPEFLI

STARFSMANNADJAMM KEILA, MATUR, DRYKKUR OG ALLTAF GOTT VEÐUR

F

yrir okkur var Gulrótin skilaboð um að gera meira, ekki láta staðar numið. Halda áfram að hvetja, á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, til heilbrigðis og heilsuhreysti – án öfga. Þetta er það sem við viljum standa fyrir og láta eftir okkur liggja. Það hafa allir einhvern tilgang í lífinu. Stundum er hann ekki augljós. Stundum þarf að grafa eftir honum. En hann er þarna og þegar hann er fundinn er ekki aftur snúið. Finnum okkar tilgang og hvetjum aðra til þess sama. Lifum lengi – betur! Guðjón Svansson

gudjon@kettlebells.is

Sími:

586 8080

Þverholti 2

www.fastmos.is 26

- Heilsa og fróðleikur

HÓPEFLIÐ HEFST OG ENDAR Á EINUM OG SAMA STAÐNUM Við höfum endurbætt alla aðstöðuna á keilu- Hvar er betra að þjappa hópnum saman en í brautum, stærri og betri borð, þægilegra góðu veðri innandyra hjá okkur þar sem allt aðgengi og hraðari afgreiðsla. er á einum stað.

Fáðu tilboð frá okkur í þinn hóp á keiluhollin@keiluhollin.is eða í síma 511-5300


Þjónusta við mosfellinga Gestur Valur Svansson Var að rifja upp fyrir kunningja mínum þegar Jónsi í Sigurós var í hljómsveit sem hét Stoned lét mig henda í sig eggjum á 17. júní á tónleikum í Mosó 1994. Honum þótti það svo töff :) 2. nóv Stefán Þór Jónsson Undirbúningur hafinn fyrir næsta ævintýri og tæpur hálfur mánuður til stefnu. Antartica 2018-2019 / 3 mánuðir / ca. 6000 km eknir / hitastig -20 til -50 / tjald búskapur í rúma 2 mánuði á klakanum og alskonar verkefni og bras, heimsókn á Suðurpólinn, þetta verður eitthvað!! 18. okt

verslum í heimabyggð

MG Lögmenn ehf. H Á R O G S N Y R T I S T O FA Fossaleyni 1 | Egilshöll | 571-6111

Öll almenn lögfræðiþjónusta Innheimtur Sala fasteigna Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ.B. Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja.

Hafsteinn Pálsson Alls eru töluð 27 tungumál í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar! 29. okt Anna Sigríður Guðnadóttir Nýr kafli í lífinu er hafinn. Okkur Gylfi Dýrmundsson (þgf) fæddist fyrsta barnabarnið aðfararnótt 13. október. Drengurinn er fullkominn, hraustur og fallegur og ég svíf um eins og í draumi :) Elsku Kristrún Halla okkar stóð sig eins og hetja og Gísli Már er hinn fullkomni faðir. 13. okt Birna Kristín Jónsdóttir Háspennuleikur Aftureldingar við FH í gær sem endaði með jafntefli. Auðvitað átti Afturelding að vinna ;-) Ég hvet ykkur kæru Mosfellingar að mæta á völlinn þetta er svo gaman :-) 5. nóv Bubbi Morthens Dreymdu stórt dreymdu frið allt sem þarf er ást 1. nóv

Opnunartími sundlauga Lágafellslaug

Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00

Varmárlaug

www.malbika.is - sími 864-1220

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ 6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

Þú finnur öll blöðin á netinu w w w. m o s f e l l i n g u r . i s

Virkir dagar: 06:30-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00

a

Trjáklippingar / Trjáfellingar 893-5788

www.arioddsson.is

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

Þjónusta við Mosfellinga -

27


Heyrst hefur... Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

...að apótekin tvö í Mosfellsbæ hafi viljað sameinast en samkeppnis­eftirlitið hafi komið í veg fyrir það.

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

...að það verði Papaball í Hlégarði á laugardagskvöldið. ...að Kalli Tomm sé að gefa út sína aðra sólóplötu sem nefnist Oddaflug.

t Ef þú ert að velta því fyrir þér hvor í fara að því af a verð láta að r þú ætti , ndis erle vert eitth a skiptinám eða flytj láttu verða af því! Fyrir rétt rúmu einu ári var ég að að velta því fyrir mér hvort að ég ætti Mig m. tiná skip í út ast kom að sækja um ð langaði að fara út eina önn og ákva því að enskumælandi land væri best þá fyrir svo stuttan tíma. Stóð valið og milli Englands eða Bandaríkjanna þegar velja að fljót var ég n Íslendingurin Miami, í ég sá að ég gat sótt um háskóla í sólskinsfylkinu Flórída.

...að Þorrablót Aftureldingar verði haldið laugardaginn 26. janúar 2019. ....að fjórburarnir úr Mosó séu orðnir þrítugir. ...að kveikt verði á jólatrénu laugardaginn 1. desember. ...að ákveðið hafi verið að taka í gagnið frístundaávísanir fyrir eldri borgara á nýju ári. ...að Jóna Þórunn og Birgir Örn séu búin að stofna fasteignasölu sem ber nafnið Netstofan.

Kristófer Páll Eiríksson fæddist 9. júní 2018, 16 merkur og 51cm. Foreldrar: Alexandra Ýrr Pálsdóttir og Eiríkur Sæmundsson. Eldri bróðir Kristófers Páls er Sæmundur Freyr.

...að Bymos muni loka um áramótin. ...að Sindri og Fríða Arnalds hafi eignast stúlku á dögunum.

Einar Ingi Magnússon fæddist á Akranesi 18. júlí síðastliðinn, 14 merkur, 3541 grömm og 50 cm. Foreldrar eru Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir.

...að búið sé að fá tilboð í gatnagerð við 19 ný hús við Súluhöfða og brátt verði hafist handa. Áður var þar gamli golfskálinn við Hlíðavöll. ...að komið sé nýtt kerrustæði fyrir hestakerrur fyrir félagsmenn Harðar. ...að Íslandsmótið í golfi árið 2020 verði haldið í Mosfellsbæ og er undirbúningur þegar hafinn. ...að Ásgarður, Heilsuvin og Tae­k wondodeildin hafi hlotið samfélagsstyrk Krónunnar þetta árið. ...að byrjað sé að taka upp sjónvarpsþáttaröð eftir Dóra DNA sem nefnist Afturelding. Með aðalhlutverk fara Saga Garðars, Sveppi og Ingvar E. ...að söngkonan Helga Möller sé flutt í Mosó. ...að Mosfellingurinn Benedikt Erlingsson sé orðinn Norðurlandameistari í kvikmyndagerð eftir að myndin Kona fer í stríð hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. ...að það verði tvíhöfði að Varmá föstudaginn 16. nóvember þegar handboltastelpurnar mæta Gróttu kl. 18 og strákarnir taka á móti Haukum kl. 20:15.

Í eldhúsinu

lma hjá Sylgju og Pá

Nautalundir á grillið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og Pálmi Steingrímsson deila hér með okkur uppskrift að nautalund sem þau notast mikið við, enda grilla þau allan ársins hring. Nautalundir skornar niður í steikur, salt og pipar eftir smekk á grillinu.

...að Halli Valli sé fertugur í dag. ...að búið sé að ákveða að skipta um gólf í öllum sölum íþróttahússins að Varmá á nýju ári.

Tröllasósa (köld) • Olía 2- 4 msk. • 2 hvítlaukar, smátt skornir. • 2-4 chilli smátt skorin (fer eftir smekk). • 1 stór engiferbiti (fer eftir smekk). • Kikkoman soyasósa 1 flaska. • Hrásykur (6 -8 matskeiðar).

...að stefnt sé að því að 1.-5. bekkur hefji kennslu í Helgafellsskóla eftir áramótin ásamt elsta árgangi í leikskóla. ...að bókasafnið ætli að bjóða upp á bókmenntahlaðborð barnanna líkt og fyrir eldra fólkið. Það mun fara fram laugardaginn 17. nóvember og mun m.a. Ævar vísindamaður mæta.

Hráefni steikt á pönnu. Olíu, soyasósu hellt yfir, sykur bræddur og kælt í lokin. 1 búnt ferskt kóríander smátt saxað (sett út í ferskt þegar sósan er borin fram).

...að búið sé að ákveða að þunga­rokks­hátíðin Ascension MMXIX fari fram í Mosfellsbæ næsta sumar.

Bakaðar kartöflur • Sætar kartöflur í teninga. • Gulrætur í teninga. • Kartöflur í teninga.

...að Kaleo-mamman í Brattholtinu sé búin að setja út jólaseríurnar. mosfellingur@mosfellingur.is

- Heyrst hefur...

Umsóknarferlið var endalaust að fa mínu mati og þegar ég þurfti að skri að undir samning þar sem ég lofaði tally kæra ekki skólann ef ég yrði „bru viss injured“ eða drepin var ég ekki svo fyrir n urin stað i gast örug væri a að þett ar mig. En tilhugsunin um sól og sum n 9. þan og m áfra mig f drei daga alla mi. ágúst lenti ég á flugvellinum í Mia r Síðan þá hefur hver einasti dagu að f allta hélt Ég týri. ævin verið þvílíkt um háskólalíf í bandarískum bíómynd er það væri að einhveru leyti ýkt en það ekki svo sannarlega ekki. Þetta gerist fá að mikið ýktara og ég er svo glöð að upplifa það. ég Það sem ég vissi þó ekki áður en kom hingað til Miami er að hér tala r reynst flestir spænsku og stundum getu lunvers í gan anle erfitt að gera sig skilj bara oft r tala kið fsfól star sem þar um ur frá spænsku. Meiri hluti íbúa hér kem bMið- og Suður-Ameríku eða frá kara um verk að það r geri Sem . ísku eyjunum vera að í fyrsta skipti upplifi ég það að m og útlitslega frábrugðin meirihlutanu ða hær „ljós sem pus er þekkt hér á cam . an” stelp n En það er bara hollt og þetta er engi að eru sem þá alla r Fyri la! smá lífsreyns annars velta því fyrir sér að prófa að búa for „go ég segi þá di, Íslan á en staðar lifir it“! Með hjálp samfélagsmiðla upp unni kyld fjöls i fjarr svo ei aldr sig ur mað á þrá heim úr ur dreg heima svo það dugleg erfiðum dögum. Ég reyni að vera samum mín á geri ég sem að deila því líka félagsmiðlum en stundum skiptir Kynnast . vera að þess a njót að i mál bara nýju fólki og bara vera í núinu. Sjáumst í desember

• • • • •

1 laukur. Muldar heslihnetur. Furuhnetur. Fetaostur í kryddolíu – nota olíuna. Salt/pipar/Best á allt.

Salat • Klettasalat. • Jarðarber. • Mangó í litlum bitum. • Fetaostur með olíu. • Paprika/gúrka/tómatar eftir smekk. • Parmesanostur.

Sylgja Dögg og Pálmi skora á Herdísi og Erlend Fjeldsted að deila næstu uppskrift

28

yfirgefa klak ann um stund

Móey pála


r Ă­

t

smĂĄ

verslum Ă­ heimabyggĂ°

auglĂ˝singar HĂşs til leigu Til leigu einbĂ˝lishĂşs ĂĄ rĂłlegum staĂ° Ă­ MosfellsbĂŚ, leigutĂ­mabil er 9. jan - 9. jĂşnĂ­ 2019. Ă? hĂşsinu eru fjĂśgur svefnherbergi. SanngjĂśrn leiga. UpplĂ˝singar eru gefnar Ă­ sĂ­ma 696-1179. HlĂ­n BlĂłmahĂşs â&#x20AC;˘ HĂĄholti 18 â&#x20AC;˘ MosfellsbĂŚ â&#x20AC;˘ SĂ­mi: 566 8700

Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS HjĂłl Ă­ Ăłskilum Ă&#x17E;etta hjĂłl hefur legiĂ° fyrir utan Grundartanga 4-6. Ă&#x17E;aĂ° verĂ°ur fĂŚrt Ă­ ĂĄhaldahĂşsiĂ° ef enginn vitjar Ăžess.

www.bmarkan.is

Blómabúðin Hlín

Finndu okkur ĂĄ facebook.com

sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA

FĂ&#x201C;TAAĂ?GERĂ?ASTOFA MOSFELLSBĂ&#x2020;JAR Ă&#x17E;verholti 3 - SĂ­mi: 566-6612

TÜkum að okkur Þrif Við erum tvÌr stelpur sem sinnum húsÞrifum fyrir Þå sem vilja få hjålp við að halda hreinu. Upplýsingar: Lizyionutyandra@gmail. com, simonaghita274@ yahoo.com

Småauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is

ĂĄ

Ă° s

Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° mosfellinga

Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014; Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014;

Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

SĂ­mar allan sĂłlarhringinn: 581 3300 & 896 8242 Č&#x160; www.utforin.is allan sĂłlarhringinn: Č&#x160; www.utforin.is Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

SĂ­mar 581 3300 & 896 8242 Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

gĂ&#x201C;Ă?Ir MeNN eHf Rafverktakar GSM: 820-5900

â&#x20AC;˘ nĂ˝lagnir â&#x20AC;˘ viĂ°gerĂ°ir â&#x20AC;˘ â&#x20AC;˘ hĂśnnun og uppsetning ĂĄ Ăśryggiskerfum â&#x20AC;˘ sĂ­ma og tĂślvulagnir

LĂśggiltur rafverktaki

Ă&#x17E;Ăş getur auglĂ˝st

frĂ­tt (...allt aĂ° 50 orĂ°)

t

Sendu okkur Þína småauglýsingu í gegnum tÜlvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is

ViĂ° sĂŚkjum slysabĂŚtur www.febaetur.is febaetur@febaetur.is SundagĂśrĂ°um 2, 104 ReykjavĂ­k 547-4700 www.facebook.com /umferdaslys

Allar almennar bĂ­laviĂ°gerĂ°ir VĂśluteigi 27, 270 MosfellsbĂŚ SĂ­mar: 537 0230 - 693 8164 â&#x20AC;˘ bvo1944@gmail.com

Ă&#x2013;ll almenn vĂśrubĂ­la og kranaĂžjĂłnusta â&#x20AC;˘ Grabbi, grjĂłtklĂł, og fl. â&#x20AC;˘ Ă&#x161;tvega Ăśll jarĂ°efni. â&#x20AC;˘ Traktor og sturtuvagn Ă­ Ă˝miss verkefni eĂ°a leigu. â&#x20AC;˘ SlĂĄttuĂžjĂłnusta og fl.

Bj Verk ehf. BjĂśrn s: 892-3042

GLERTĂ&#x2020;KNI ehf VĂśluteigi 21

- gler Ă­ alla glugga s . 5 6 6 - 8 8 8 8 â&#x20AC;˘ w w w . g l e r ta e k n i . i s

VerslaĂ°u ĂĄ www.netgolfvorur.is Erum staĂ°sett ĂĄ Akranesi - Sendum frĂ­tt. panta@netgolfvorur.is - sĂ­mi 824-1418

www.motandi.is

MOSFELLINGUR kemur nÌst út 29. nóvember Skilafrestur fyrir efni og auglýsingar er til hådegis 26. nóvember.

BĂ­lapartar ehf ehf BĂ­lapartar ehf BĂ­lapartar NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir

NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir

SĂ­mi: 587 7659 SĂ­mi: 587 7659

SĂ­mi: 587 7659

GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ www.bilapartar.is www.bilapartar.is

GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ www.bilapartar.is

Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° Mosfellinga -

29


w

Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin?

Skvísur á herrakvöldi Eftir tónleika í Hl

égarði

Grínis tarnir Ingi og Dóri

Stelpurnar á Gamla Trafford

#mosfellingur

Mættir á herrakvöld

Fertugsferðin mikla

Aftureldingar

Stelpurnar á barnum

Hrafninn og Doninn

Reynir björn: Er byrjaður að sjálfsögðu. Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is

Heimsliðsmennirnir

Surprise Forty Five

Tanja ýr: Fyrsta í aðventu.

Árshátíð GM

Ekki af baki dottnir

x

Aldarafmæli

Október fest XD

Herrar í hvítum skyrtum

herra kv ö l d -

unnur elísa: Núna.

Bergvin

Ingibjörg kennari: Fyrsta sunnudag í aðventu.

steini veislustjóri færir leifi á gröfunni viðurkenningu frá degi

Mad

Minnum á

jólatímana

aron valur: Í lok nóvember.

Við erum á fullu að bóka þá Hægt er að bóka í gegnum síma 5176677 eða á netinu www.timatal.is/panta/sprey Við bjóðum Hafdísi Ásu velkomna til okkar á Sprey Hárstofu!

arnar máni: Eftir klukkutíma.

30

Hárstofan Sprey Háholt 14 - s. 517 6677

- Hverjir voru hvar?


n


Sími:

586 8080 fastmos.is

MOSFELLINGUR

Kjarna Þverholti 2

Sími: 534 3424

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Múlalundur Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir!

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Sæktu Landsbankaappið

stórleikarar í aftureldingu Um síðastliðna helgi fóru fram upptökur á kynningarefni fyrir sjónvarpsþáttaröð sem nefnist Afturelding. Það er Mosfellingurinn Halldór Halldórsson eða Dóri DNA sem skrifar handitið í samstarfi við Hafstein Gunnar Sigurðsson, Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur og Jörund Ragnarsson. Þættirnir fjalla um kvennalið Aftureldingar og þjálfara þess. Meðal leikara eru Ingvar E. Sigurðsson, Saga Garðarsdóttir og Sveppi.

Myndir/RaggiÓla

Mikil sala - Vantar eignir - verðmetum Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047

Daniel G. Björnsson löggiltur leigumiðlari

Þjónusta við ár LD í 30 E Mosfellinga S

Ástu-Sólliljugata

S

Grundartangi

588

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

Háholt 14, 2. hæð

Opið virka

588 55 30 Bergholt

Mjög vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. 2 baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. Stór bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. Nýtt K gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

Netfang: berg@

Pétur

Löggiltur fasteig

Eyrarskógur

Bergholt

Lágholt

Vel staðsett 950 fm einbýlishúsalóð á flottum stað ofan til í Helgafellslandi. Má byggja tveggja hæða einbýli með aukaíbúð. Gatnagerðargjöld greidd. Verð: 19,8 m.

Nýtt í sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar á eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Flottur 42 fm sumarbústaður í Eyrarskógi í Svínadal. Góðar innréttingar Góður frágangur. Einstaklega fallegur garður. og Gott verð: 13,4 m. góður sólpallur. Fallegt útsýni. Aðeins 30 mín úr erMosó. Heitur pottur. Þetta hugguleg eign við rólega lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og Skipti koma til greina. hestavöllur í göngu færi.

Fellsás

Fellsás

Nýtt í sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám og runnum. Þetta er einstaklega smekklegt og vel hannað hús. Eign fyrir vandláta. V. 52,9 m.

Eyjar 2 í Kjós

B e rg f a s t e i g n a s a l a s t o f n u ð 1 9 8 9

Glæsilegt tveggja hæða 185 fm parhús á einstökum útsýnisstað. Vönduð gólfefni og innréttingar. Fallegt eldhús með vönduðum eldhústækjum. Sólpallur með skjólveggjum. 4 svefnherbergi. Óbyggt svæði aftan við hús. Stór bakgarður. Verð: 69,7 m.

Tveggja íbúða hús, samtals 390 fm í nágrenni Meðalfellsvatns í Kjós. Húsið þarfnast viðgerða og viðhalds, getur hentað vel til útleigu og eða ferðaþjónustustarfsemi. Góð aðkoma. Fallegt umhverfi. Húsið er laust strax. Lyklar á skrifstofu.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • Netfang: berg@berg.is • www.berg.is • Berg fasteignasala stofnuð 1989

14. tbl. 2018  

Bæjarblaðið Mosfellingur 14. tbl. 17. árg. fimmtudagur 8. nóvember 2018. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarn...

14. tbl. 2018  

Bæjarblaðið Mosfellingur 14. tbl. 17. árg. fimmtudagur 8. nóvember 2018. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarn...

Advertisement