Page 1

2018

MOSFELLINGUR

7. t b l. 17. á rg. f i m mt u dag u r 17. ma í 2018 D r e i f t f r í t t i n n á ö l l h e i m i l i o g f yr i r tæ k i í M o s f e l l s b æ, á K j a l a r n es i o g í K j ó s

eign vikunnar

Ein af afmælisgjöfum Mosfellsbæjar

www.fastmos.is

Kastali vígður í Ævintýragarðinum Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í kaup á leiktæki í Ævintýragarðinn sem hluta af uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu. Kastalinn var vígður laugardaginn 12. maí síðastliðinn og af því tilefni var efnt til vígsluhátíðar þar sem bæjarstjóri og formaður umhverfisnefndar vígðu kastalann, leikskólabörn frá Leikskólanum Reykjakoti sungu og boðið var upp á kennslu í frisbígolfi.

Gerplustræti 31-37 Nýtt 40 íbúða fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað. Vel skipulagðar íbúðir ásamt bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi í Helgafellshverfi. Íbúðirnar skilast fullbúnar með innréttingum frá Axis, án megingólfefna. Gólf í baðherbergjum/þvottahúsum verða flísalögð. Verið er að reisa glæsilegan leik- og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. Afhending í júní 2018.

Hringdu og bókaðu skoðun 4ra herbergja íbúðir. V. 44,5 m. – 58,9 m. 5 herbergja íbúðir. V. 53,9 m. – 54,9 m.

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/fastmos

krakkar frá reykjakoti syngja í ævintýragarðinum í ullarnesbrekkum

Mynd/Raggi Óla

MICHELIN GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI N1 LANGATANGA 1A - MOSFELLSBÆ - SÍMI 440 1378

Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is

Meira í leiðinni

Mosfellingurinn Andrés Arnalds verkefnastjóri hjá Landgræðslunni

Fékk snemma áhuga á undrum náttúrunnar 22 Þjónustuverkstæði

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is

www.jonb.is

skiptum um framrúður

Bílaleiga á staðnum

7<H<¡Á6KDIIJC

B6G@K>HHD<7:IG>K>Á<:GÁ

cabas tjónaskoðun


MOSFELLINGUR

Baráttan um bæinn

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

F

rá síðustu kosningum hefur Mosfellingum fjölgað um 1.500 manns. Fjölgun á kjörtímabilinu nemur rúmum 16% og er sú allra mesta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er rosalega mikil fjölgun og spennandi verður að vita hverja nýbúarnir munu kjósa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Glöggt er gests augað og allt það... Þetta gæti haft mikið að segja þegar talið verður upp úr kössunum.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Næsti Mosfellingur kemur út 7. júní

N

ú eru innan við 10 dagar til kosninga og baráttan farin að harðna. Alltaf eru einhverjir sem fara í leðjuslaginn og njóta sín best þar. Aðrir eru málefnalegir og láta vita hvað þeir hafa gott fram að færa fyrir bæjarfélagið.

Í

framboði eru 144 Mosfellingar á 8 listum. Nýtum okkur þann lýðræðis­lega rétt sem við höfum og mætum á kjörstað laugardaginn 26. maí. Það ættu allir að geta geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á framboðslist­unum er heilmikið af góðu fólki sem vill vinna bænum okkar til heilla. Það er frábært fyrir okkur hin.

www.isfugl.is

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Í þá gömlu góðu... GILDRAN Þessi magnaða auglýsing birtist í Mosfellspóstinum í júní árið 1989. Aðeins tvö ár voru þá liðin frá því að Mosfellssveit varð Mosfellsbær. Hljómsveitin Gildran átti stóran þátt í að vekja athygli á okkar ört vaxandi byggðarlagi. Þeir Gildrufélagar gáfu út fjölda hljómdiska og kynntu sig ævinlega sem rokkhljómsveit úr Mosfellsbæ. Í umsögnum eru þeir m.a. sagðir: „Óbeislað afl með eigin sál og hljóm“ og „Grjótharðir Mosfellingar“. Mynd: Karl Tómasson, trommur/slagverk, Birgir Haraldsson, gítar/söngur, Þórhallur Árnason, bassi. Úr safni Mosfellspóstsins Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)

héðan og þaðan

Áfram Afturelding 2

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað


Sími:

586 8080 www.fastmos.is

Einar Páll Kjærnested

Svanþór Einarsson

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Egilína S. Hildur Guðgeirsdóttir Ólafsdóttir

lauasxt str

Ingimar Óskar Másson

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

og Hr bó ing ka ðu du s ko ðu

GERPLUSTRÆTI 31-37

Nýtt 40 íbúða fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað. Vel skipulagðar íbúðir ásamt bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi í Helgafellshverfi. Íbúðirnar skilast fullbúnar með innréttingum frá Axis, án megingólfefna. Gólf í baðherbergjum/þvottahúsum verða flísalögð. Verið er að reisa glæsilegan leik- og grunnskóla í hverfinu, Helgafellsskóla. Afhending í júní 2018.

Þórhildur M. Sandholt

n

VIÐ SÝNUM ÞEGAR ÞÉR HENTAR   4ra herbergja íbúðir. V. 44,5 m. – 58,9 m.  5 herbergja íbúðir. V. 53,9 m. – 54,9 m.

blikahöfði

snæfríðargata

Falleg og vel skipulögð 116,4 m2, 4 herb. endaíbúð á efstu hæð með sérinngangi og glæsilegu útsýni, ásamt 27,6 m2 bílskúr. Svalir í suðvestur með glæsilegu útsýni. Vinsæl staðsetning. Mjög stutt er í skóla og leikskóla, sund og World Class, einnig er golfvöllur Mosfellsbæjar í næsta nágreni.  V. 54,9 m.

Vel skipulagt 153 m2 endaraðhús á einni hæð í byggingu. Eignin afhendist á byggingarstigi 5 - tilbúin til innréttinga.

svöluhöfði

kvíslartunga

Glæsilegt 318,8 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr við Svöluhöfða 12 í Mosfellsbæ, m/möguleika á aukaíbúðarrými.

230 m2 raðhús, tilbúin til innréttinga, á tveimur hæðum. Á jarðhæð er forstofa, bílskúr, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, og geymsla. Á efri hæðinni er hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, og stofur.   V. 59,9 og 61,9 m. 

V. 104,9 m.

grenibyggð

V. 57,5 m.

VEFARASTRÆTI 11

Mjög fallegt 171 m2 parhús á einni hæð með bílskúr. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, sjónvarpshol, stofu, borðstofu og bílskúr. Tvær timburverandir. Stórt hellulagt bílaplan. Mikil lofthæð er í húsinu sem gerir eignina bjarta og skemmtilega.  V. 73,9 m.

spóahöfði Fallegt 175,1 m2 raðhús með innbyggðum bílskúr. Þrjú svefnherbergi og milliloft með sjónvarpsstofu og vinnuaðstöðu. Tvær timburverandir og stórt hellulagt bílaplan með hitalögn. 

V. 74,9 m.

Nýjar fullbúnar og vel skipulagðar íbúðir með bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi. Fallegar HTH innréttingar, parket er á gólfum nema í baðherbergi/þvottaherbergi en þar eru flísar. Rúmgóð svefnherbergi með fataskápum. 112,3 m2, 4ra herb. íbúð á 2. hæð V. 47,5 m. 112,3 m2, 4ra herb. íbúð á 3. hæð V. 49,9 m. 125,5 m2, 5 herb. endaíbúð á 3. hæð V. 54,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali


Átta framboð til bæjarstjórnar Átta framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ. Listarnir eru eftirfarandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðis­flokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, Í-listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata, S-listi Samfylkingar, V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Kosningarnar fara fram laugardaginn 26. maí og er kjörstaður í Lágafellsskóla. Kjörfundur stendur frá kl. 09-22.

Hægt að sækja um matjurtargarða Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ. Þeir verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is en garðarnir verða tilbúnir á föstudag.

Árni Jón ráðinn nýr byggingarfulltrúi Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 3. maí að ráða Árna Jón Sigfússon í starf byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar. Árni Jón er með M.S. gráðu (Dipl. Ing.) í arkitektúr frá Universitat í Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur starfað í hartnær 7 ár hjá Mannvirkjastofnun en áður starfaði hann sem arkitekt hjá Arkþing, Tark-arkitektum og W.Wörner arkitektum í Þýskalandi. Árni býr yfir mjög góðri þekkingu á sviði byggingarmála og umfangsmikilli reynslu á sviði stjórnsýslu byggingarmála. Hann hefur hlotið löggildingu sem mannvirkjahönnuður auk þess að hafa starfsleyfi byggingarstjóra. Nýr byggingarfulltrúi hefur störf í lok maí og tekur við af Ásbirni Þorvarðarsyni sem gegnt hefur starfi byggingarfulltrúa frá því í ágúst 1982 eða í rétt tæplega 36 ár.

kirkjustarfið

aðkomutáknið gæti litið svona út við við Helgafell á þingvallavegi

34 tillögur bárust að nýju aðkomutákni • Ein af 30 ára afmælisgjöfum Mosfellsbæjar

Vinningstillaga að aðkomutákni vísar í náttúruperlur

Höfundar vinningstillögunnar eru þau Anna Björg Sigurðardóttir arkitekt og Ari Þorleifsson byggingafræðingur. Tillaga þeirra var afhjúpuð í Hlégarði þann 3. maí en í umsögn dómnefndar segir m.a. um vinningstillöguna að hún sé: „Stílhrein og falleg tillaga sem sækir á óhlutbundinn hátt í náttúruna, ásamt því að sækja í rótgróið merki Mosfellsbæjar eftir Kristínu Þorkelsdóttur. Áhugaverður skúlptúr sem vísar til

Ari Þorleifsson og Anna Björg Sigurðardóttir eru höfundar vinningstillögunnar um nýtt aðkomutákn við þrjár aðkomuleiðir í Mosfellsbæ.

Næstu skref þessa verkefnis felast í vinnu Mosfellsbæjar með vinningshöfum við útfærslu hugmyndarinnar, eins og vinna við teikningar, undirbúningur framleiðslu aðkomutáknsins og finna aðkomutákninu endanlega staðsetningu. Þá veitti dómnefndin þremur tillögum viðurkenningu en þær tillögur komu frá eftirtöldum aðilum: • Gunnari Kára Oddssyni og Oddi Þ. Hermannssyni, landslagsarkitektum • Elísabetu Hugrúnu Georgsdóttur, arkitekt • Kristjáni Frey Einarssyni, grafískum hönnuði og Halldóru Eldjárn Þær tillögur sem unnu til verðlauna eru nú til sýnis í Bókasafninu, þar með talið líkan af vinningstillögunni.

þrjár aðkomuleiðir - þrjár náttúruperlur Hið nýja aðkomutákn er hugsað þannig að þrjár aðkomuleiðir Mosfellsbæjar megi tengja við þrjár náttúruperlur. Að sunnanverðu tekur Úlfarsfell á móti þér með grænum hlíðum sínum, að norðanverðu er það Leirvogsá og á Þingvallavegi er það Helgafell. Þessar þrjár náttúruperlur sem umvefja bæjarmörk Mosfellsbæjar eru í raun ákveðin tákn bæjarfélagsins og aðkomutákninu er ætlað að upphefja það. Merki Mosfellsbæjar hefur verið tákn bæjarins frá árinu 1968. Merkið var hannað af Kristínu Þorkelsdóttur og er tilvísun í silfurs Egils Skallagrímssonar. Höfundar vinningstillögunnar telja mikilvægt að merki Mosfellsbæjar verði hluti af aðkomutákninu, verði til þess að styrkja merkið og jafnvel gefa því nýtt líf. Þau Anna Björg og Ari fóru þá leið að velja þrjú

efni sem hvert um sig er lýsandi fyrir hvern aðkomustað. Helgafellið sýnir m.a. grýtta fjallshlíð sem unnt er að tákna með steypu. Úlfarsfellið er skógi vaxið og viðurinn táknmynd þess. Loks er Leirvogsáin fljótandi vatn sem er táknað með gegnsæjum málmi. Nýja aðkomutáknið verður þannig skúlptúr sem samanstendur af þessum þremur efnum sem eru lýsandi fyrir hvern aðkomustað. Hugmyndin felur líka í sér að hæð hvers efnis verði mismunandi eftir staðsetningu aðkomutáknsins.

Helgihald næstu vikna

Sunnudagur 27. maí Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 14:00 Árleg kirkjureið hestamanna. Sr. Kristín.

64

Tillögurnar til sýnis í Bókasafninu

Sækja í rótgróið merki Mosfellsbæjar

20. maí - Hvítasunnudagur Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn og sr. Kristín Pálsdóttir

www.lagafellskirkja.is

þriggja innkomuleiða Mosfellsbæjar, þá þrjá staði sem fyrirhugað er að staðsetja merkið á og gefur möguleika á fjölbreytilegum útfærslum.“

Bæjarráð ákvað á hátíðarfundi sínum í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir. Til stendur að vígja aðkomutáknið á bæjarhátíðinni Í túninu heima sem fram fer í lok ágúst. Alls bárust 34 tillögur að aðkomutákni og var keppnin unnin í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands.

Sunnudagur 3. júní Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ

Aðalsafnaðarfundur

Lágafellssóknar

verður haldinn þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í safnaðarheimilinu. Kyrrðardagar að Mosfelli laugardagana 19. maí og 2. júní frá kl 09:00 til kl. 11:00. Upplýsingar og skráning í síma 566 7113 og í gegnum netfangið lagafellskirkja@ lagafellskirkja.is

Nöfn fermingarbarna 20. maí kl. 11:00 Aldís Leoní Rebora Andrea Dís Skúladóttir Andri Eyfjörð Jóhannesson Arnór Dagur Þóroddsson Auður Jóney Þorbjörnsdóttir Emilía Guðrún Hauksdóttir Eyþór Bjarki Benediktsson Guðrún Jane Gunnarsdóttir Helena Kristel Þorsteinsdóttir María Eir Guðjónsdóttir Sigríður Birna Svavarsdóttir Skúli Freyr Arnarsson


Áfram Mosó! Fjölskylduhátíð á Krónutorginu

Laugardaginn 19. maí klukkan 12 - 14 Dagskrá: Öddi og Gústi úr Kókos spila. Hoppukastali, grill, pylsur og fleira. Listamenn sjá um andlitsmálningu og búa til blöðrudýr.

Látum okkur líða vel í fallegum bæ : )

Það er bes t

að búa

í Mosfells

bæ!

Kosningakaffi og kosningavaka

í Hlégarði Á kjördag laugardaginn 26. maí Kosningakaffi kl. 10:00 – 18:00 Kosningavaka frá kl. 21:00 Verið velkomin Sjálfstæðisfélag Mosfellinga

Gerum lífið enn betra í Mosfellsbæ


Útskriftarhópnum afhentar viðurkenNingar

Engir framboðslistar í Kjósarhreppi

bæjarbúa arstjóri Engir framboðslistar bárust kjörstjórn í Kjósarhreppi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi og verður því um persónukjör að ræða í sveitarfélaginu. Nú er skorað á áhugasama kröftuga einstaklinga með lögheimili í Kjósarhreppi að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í sveitarfélaginu. Fyrir átta árum gáfu átta manns formlega kost á sér. Kjörsókn var 79,5%. Oddviti er Guðmundur H. Davíðsson og sveitarstjóri er Guðný H. Ívarsdóttir. Hún situr jafnframt í hreppsnefndinni. Í Kjósarhreppi bjuggu 221 þann 1. janúar 2018.

Mosfellsbær fyrst sveitarfélaga • 23 starfsmenn útskrifaðir eftir 150 stunda þjálfun

Útskrifa sérhæfða starfsmenn íþróttamannvirkja

Útdrætti lokið um lóðir í Leirvogstungu

Mánudaginn 7. maí kl. 15.00 fór fram fundur á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, þar sem dregið var úr umsóknum um 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu. Framkvæmd útdráttar var í höndum fulltrúa sýslumanns og var fundurinn opin öllum umsækjendum. Nú stendur yfir vinna við könnun á því hvort skilyrðum úthlutunar sé fullnægt varðandi þær umsóknir sem dregnar voru út. Að þeirri vinnu lokinni verður lóðunum úthlutað.

Eldri borgarar

Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í félagsstarfi

Föstudaginn 4. maí útskrifuðust 23 sérhæfðir starfsmenn íþróttamannvirkja eftir 150 stunda þjálfun sem unnið hefur verið að síðasta árið. Námið var þróað og útfært í samstarfi við starfsmenn og forstöðumenn íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, en umsjón og framkvæmd verkefnisins var í höndum starfsþjálfunarfyrirtækisins Skref fyrir skref sem hefur sérhæft sig í fullorðinsfræðslu og starfsþróun. Mosfellsbær er fyrst sveitafélaga til þess að veita starfsmönnum aðgang að þessari tegund starfstengds náms en sérstaklega er kveðið á um það í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar.

FaMos félag aldraðra í Mosfellsbæ heldur opinn fund að Eirhömrum þriðjudaginn 22. maí kl. 17:00. Til fundarins verður boðið fulltrúum frá framboðunum átta og eru eldri borgarar og allir Mosfellingar boðnir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

6

Grunnur að góðri þjónustu

starfsmenn fagna áfanganum

„Við hjá Mosfellsbæ viljum standa vel að þjálfun og starfsþróun okkar starfsmanna. Þetta nám er vel til þess fallið að styðja við starfsmenn íþróttamannvirkja um leið og við styrkjum þá þjónustu sem við veitum íbúum í íþróttahúsum og laugum Mosfellsbæjar. Vel þjálfaðir og ánægðir starfsmenn sem geta þróast í sínu starfi eru grunnur að

góðri þjónustu og öryggi í okkar íþróttamannvirkjum. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og þetta nám styður við okkar vinnu í þeim efnum enda varðar það í senn þjónustu, öryggi og framþróun starfseminnar,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

staðnum og efniskostnaði er haldið í lágmarki. Skráning nauðsynleg á staðnum eða í síma 586-8014/698-0090.

Stjórn FaMos

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir. Engin tímataka er í hlaupinu og því ekki hlaupið nema til persónulegs sigurs.

Myndir frá hálendi Íslands 23. maí

Sumarfrí félagsstarfsins og dagskrá sumarsins

Auka fagmennsku og vellíðan í starfi Í upphafi útskriftarinnar, sem haldin var í íþróttamiðstöðinni Kletti, bauð Haraldur Sverrisson gesti velkomna. Að því loknu

Fulltrúarnir munu svara nokkrum gefnum spurningum um hagsmunamál eldri borgara og síðan verða leyfðar spurningar úr sal. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 19:00.

Miðvikudaginn 23. maí ætlar Úrsúla ­Jünemann að vera með ljósmyndasýningu á skyggnutjaldi í borðsal kl. 13:30. Sýndar verða fallegar myndir frá hálendi Íslands sem Úrsúla hefur tekið á ferðalögum sínum um landið.

Fundur með frambjóð­endum til bæjarstjórnar í Mosfellsbæ 22. maí

sagði forstöðumaður íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ, Sigurður Guðmundsson, frá markmiðum námsins. Meginmarkmið námsins er að auka fagmennsku og vellíðan í starfi og byggja upp traust, ábyrgð, samstarf og virkni á vinnustaðnum. Þá sagði Hansína B. Einarsdóttir hjá Skref fyrir skref frá uppbyggingu námsins. Loks afhenti Linda Udengaard framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs viðurkenningarskjöl til þátttakenda.

Allir velkomnir að koma og njóta.

Málað á steina

Dagana 22., 23., 29. og 30. maí ætlum við í handverksstofunni að mála á steina hinar ýmsu myndir. Silla vinkona okkar leiðbeinir okkur hvernig við eigum að bera okkur að við málunina. Endilega vertu með, allt efni á

- Fréttir úr bæjarlífinu

Kvennahlaup/ganga 31. maí

Eins og undanfarin ár verður farin sérstök kvennahlaupsganga frá Eirhömrum fimmtudaginn 31. maí kl 14:00. Umsjónarmenn verða Alfa og Halla Karen. Bolirnir verða seldir á skrifstofu félagsstarfsins á Eirhömrum kl. 13-16 virka daga í sömu viku. Hvetjum sem flesta til að mæta, börn, barnabörn og fjölskyldur velkomnar að labba með ömmu/mömmu. Heiðursmenn afhenda verðlaunapening og rós að loknu hlaupi/göngu. A.T.H Vegalengd verður miðuð við getu hvers þátttakanda

Í sumar verður ekki send út vikudagskrá enda engin sérstök námskeið í gangi. Gangan er auðvitað allt árið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 11 frá Eirhömrum. Vegna lokunar verður engin starfsemi í handavinnustofu 23. júlí - 7. ágúst.

Félag aldraðra

í Mosfellsbæ og nágrenni

famos@famos.is www.famos.is


BREYTT VINNUBRÖGÐ

Við ætlum að hlusta á ykkur og saman gerum við Mosfellsbæ framúrskarandi

Umboðsmaður bæjarbúa Ópólitískur bæjarstjóri Opið bókhald og aðkoma íbúa að ákvörðunum Gagnsæir, einfaldir og skýrir ferlar í skipulagsmálum Framsækin skólastefna og bættur aðbúnaður kennara og nemenda Endurbættur Varmárskóli, nýr skóli í Leirvogstungu og sjálfstætt starfandi skólar Félagsaðstaða fyrir Aftureldingu og jöfn tækifæri fyrir börn óháð efnahag Fyrirmyndarsamfélag í flokkun sorps og endurvinnslu Árangursmælikvarði á lífsgæði íbúa

1. Valdimar Birgisson, 2. Lovísa Jónsdóttir, 3. Ölvir Karlsson, 4. Hildur Björg Bæringsdóttir, 5. Magnús Sverrir Ingibergsson, 6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 7. Karl Alex Árnason, 8. Elín Anna Gísladóttir, 9. Ari Páll Karlsson, 10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, 11. Pétur Valdimarsson, 12. Erla Björk Gísladóttir, 13. Vladimír Rjaby, 14. Guðrún Þórarinsdóttir, 15. Jóhann Björnsson, 16. Sara Sigurvinsdóttir, 17. Sigurður Gunnarsson, 18. Hrafnhildur Jónsdóttir

Viðreisnarhornið er á jarðhæð í Kjarna. Opið virka daga kl. 16-18 og um helgar kl. 14-16

vidreisnmoso.is


Ágætu Mosfellingar

1.

Mosfel sbær hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum árum og áratugum, íbúar eru vel á 11. þúsund og allt kapp lagt á að þjónustustig sé í samræmi við þessa fjölgun. Vinstri-græn leggja áherslu á réttlátt og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir hafa jafnan rétt, óháð efnahag og uppruna. Við viljum mæta kröfum íbúanna með virkum samráðsvettvangi í gegnum stefnumótun, samtal og samráð.

Þann 26. maí n.k. verður kosið til sveitarstjórna til næstu fjögurra ára. Það er mikilvægt að við nýtum kosningarétt okkar því þannig höfum við áhrif á kjörtímabilið sem framundan er. 2.

3.

Þann 26. maí n.k. verður kosið til sveitarstjórna til næstu fjögurra ára. Það er mikilvægt að við nýtum kosningarétt okkar því þannig höfum við áhrif á kjörtímabilið sem framundan er.

Mosfellsbær hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum árum og áratugum, íbúar eru vel á 11. þúsu og allt kapp lagt á að þjónustustig sé í samræmi við þessa fjölgun. Vinstri-græn leggja áherslu á réttlátt og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir hafa jafnan rétt, óháð efnahag og uppruna. Við viljum mæta kröfum íbúanna með virkum samráðsvettvangi í gegnum stefnumótun, samtal og samráð.

Bjarki Bjarnason

Bryndís Brynjarsdóttir

Valgarð Már Jakobsson

Gerum betur í Ágætu Mosfel ingar

Umhverfismál eru eitt af megináherslumálum vinstri-grænna, enda aldrei mikilvægara að gæta að umgen okkar við náttúruna og umhverfið. Ásýnd og skipulagi sveitarfélagsins er ætlað að skerpa á þeim lífsgæðu sem felast í nálægðinni við náttúruna.

Vinstri-græn eru stolt af þátttöku sinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðustu þrjú kjörtímabil. Það hefur veri gefandi að taka þátt í allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í okkar fallega sveitarfélagi og mikilvæ að áherslí Mosfellsbæ ur okkar vinstri-græánnaFacebook fái áfram vægi á komandi kjörtímabili. Finndu VG


4.

Katrín Sif Oddgeirsdóttir

Vinstri-græn eru stolt af þátttöku sinni í bæjarstjórn Mosfel sbæjar síðustu þrjú kjörtímabil. Það hefur verið gefandi að taka þátt í allri þeir i uppbyggingu sem hefur átt sér stað í okkar fal ega sveitarfélagi og mikilvægt að áherslur okkar vinstri-grænna fái áfram vægi á komandi kjörtímabili.

á 11. þúsund éttlátt og a kröfum

Umhverfismál eru eitt af megináherslumálum vinstri-grænna, enda aldrei mikilvægara að gæta að umgengni okkar við náttúruna og umhverfið. Ásýnd og skipulagi sveitarfélagsins er ætlað að skerpa á þeim lífsgæðum sem felast í nálægðinni við náttúruna.

um 5.

Bjartur Steingrímsson

6.

Rakel G. Brandt

r í Mosfellsbæ

hefur verið og mikilvægt

Þann 26. maí n.k. verður kosið til sveitarstjórna til næstu fjögurra ára. Það er mikilvægt að við nýtum kosningarétt okkar því þannig höfum við áhrif á kjörtímabilið sem framundan er. Mosfellsbær hefur tekið stórstígum breytingum á undanförnum árum og áratugum, íbúar eru vel á 11. þúsund og allt kapp lagt á að þjónustustig sé í samræmi við þessa fjölgun. Vinstri-græn leggja áherslu á réttlátt og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir hafa jafnan rétt, óháð efnahag og uppruna. Við viljum mæta kröfum íbúanna með virkum samráðsvettvangi í gegnum stefnumótun, samtal og samráð. Umhverfismál eru eitt af megináherslumálum vinstri-grænna, enda aldrei mikilvægara að gæta að umgengni okkar við náttúruna og umhverfið. Ásýnd og skipulagi sveitarfélagsins er ætlað að skerpa á þeim lífsgæðum sem felast í nálægðinni við náttúruna. Vinstri-græn eru stolt af þátttöku sinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðustu þrjú kjörtímabil. Það hefur verið gefandi að taka þátt í allri þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í okkar fallega sveitarfélagi og mikilvægt að áherslur okkar vinstri-grænna fái áfram vægi á komandi kjörtímabili. Gerum enn betur! Kjósum V-listann. Frambjóðendur VG í Mosfellsbæ.

Kynntu þér áherslur okkar á vg.is

Gerum enn betur! Kjósum V-listann.

að umgengni lífsgæðum

Ágætu Mosfellingar


2018 mosfellsbær

Sveitarstjórnarkosningar

(B) • Oddvitar flokkanna sitja fyrir svörum Framsóknarflokkurinn Sveinbjörn Ottesen • Kjósendur velja á milli átta framboða • Kjörstaður í Lágafellsskóla kl. 9-22 Hún er engri lík

Hvað ætlar þú að kjósa? kosningaúrslit í Mosfellsbæ árið 2014 Cei\[bbiX³h

hún póli-tík Nafn: Sveinbjörn Ottesen. Aldur: 58. Gælunafn: „Ásinn.“ Starf: Verkstjóri.

Fjölskylduhagir: Kvæntur Olgu Bragadóttur, 4 dætur og 3 barnabörn. Hvar býrðu? Hér í Mosó, en ekki hvað? Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? 13 ár ... happatala :) Hvað áttu marga vini á Facebook? 861. Cei\[bbiX³h Um hvað snúast kosningarnar 2018? Stærð loforðanna og heilindin til að efna þau. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Biggi í Gildrunni. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Kk/kvk // 60/40 @ 19-86 ára.

9,1%

M-listi Íbúahreyfingin 354 atkvæði

17,2%

11,9%

11,7%

D-listi Sjálfstæðisflokkur 1.905 atkvæði

12,1%

B-listi Framsóknarflokkur 282 atkvæði

15,2%

48,7%

49,8%

7,2%

11,2%

Hefur þú komist í kast við lögin? Uppkast, hláturskast eða Kringlukast?

5,9%

S-listi

V-listi

X-listi

Samfylkingin 672 atkvæði

Vinstri græn 464 atkvæði

Mosfellslistinn 231 atkvæði

bæjarstjórn mosfellsbæjar 2014-2018

Er pólitík skemmtileg? Hún er engri lík hún póli-tík. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Dagarnir þegar Mosfellingur kemur út. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? Of marga. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Hvaða staður í bakgrunni þar sem konan mín er í forgrunni. Besti matur í Mosó? Hundasúrurnar í hlaðvarpanum á Reykjum (já, ég stelst stundum). Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Ég get grátið. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Geira í Kjötbúðinni og Svan hjá Grillvagninum. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Meira af framsóknarmönnum … og Leeds-urum. Síðasta SMS sem þú fékkst? Sko, við getum þetta … áfram X-B. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Ertu að ýja að því að við náum ekki hreinum meirihluta?

Haraldur Sverrisson (D)

Bryndís Haraldsdóttir (D)

Hafsteinn Pálsson (D)

Kolbrún Þorsteinsdóttir (D)

Theodór Kristjánsson (D)

Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Ertu að ýja að því að við náum ekki hreinum meirihluta? Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Mun árangurinn í Mosó spila rullu á landsvísu?

Bjarki Bjarnason (V)

10

Anna Sigríður Guðnadóttir (S)

Ólafur Ingi Óskarsson (S)

Sigrún Pálsdóttir (M)

- Oddvitar sitja fyrir svörum

Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Hvar annars staðar getur þú kosið Ottesen?

26. maí

Viðreisn (C)

Valdimar Birgisson

Innleiðum nútímalegri stjórnun á bæjarfélaginu Nafn: Valdimar Birgisson Aldur: 55 Gælunafn: Ég var alltaf kallaður Valli Bigga Vald á Ísafirði, en Valdi hér fyrir sunnan. Starf: Auglýsingasérfræðingur. Fjölskylduhagir: Kvæntur Sigríði Dögg Auðunsdóttur fréttamanni og eigum við hjónin sex börn. Að auki á ég tvö barnabörn. Hvar býrðu? Akurholti 17. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? Hef búið hér með einu hléi frá 2008. Hvað áttu marga vini á Facebook? Rúmlega 2.000 Um hvað snúast kosningarnar 2018? Kosningarnar snúast um hvort við viljum innleiða nútímalegri stjórnun á bæjarfélaginu eða halda okkur við það gamla. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Það er Halldór Laxness en af núlifandi Mosfellingum er það Jökull í Kaleo. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Við erum með fléttulista þannig að það er jafnt hlutfall kynja á listanum. Hrafnhildur Jónsdóttir er elst 59 ára, Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir og Ari Páll Karlsson eru bæði 21 árs. Fimm af fyrstu 9 eru 30 ára eða yngri. Hefur þú komist í kast við lögin? Ég er nýbúinn að fá sekt fyrir að leggja ólöglega í Skaftahlíð. Mjög neyðarlegt. Er pólitík skemmtileg? Hún getur verið það, já, og ætti ekki að vera skemmandi ef við gætum þess að fara í málefnin en ekki manninn. Það er ekkert að því að takast á um málefni en um leið verður að gæta þess að bera virðingu fyrir fólki. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Það er Í túninu heima. Gaman að sjá hvernig sú hátíð hefur vaxið og íbúar taka þátt í henni. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? Ég drekk opinberlega tvo bolla á dag. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Það fyrsta sem ég féll fyrir þegar ég bjó á Ökrum voru bakkar Varmár frá dælustöðinni og uppúr. Núna get ég talið upp fleiri, svo sem Leiruvogurinn og strandlengjan þar, og svo er Mosfellsdalurinn allur fallegur. Besti matur í Mosó? Það er Osso Bucco sem konan mín eldar af stakri snilld eins og svo margt annað. Það er eiginlega besti matur í heimi að mati sérfræðinga. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Örugglega fullt. Til dæmis var ég í unglingalandsliðinu á skíðum, ég var sjómaður í mörg ár og svo vann ég við að selja snyrtivörur um hríð. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Konuna mína, Sigríði Dögg, því að ég myndi vilja upplifa eyðieyjudvöl með henni, Gordon Ramsay, til að elda fyrir mig góðan mat, Ricky Gervais til að stytta mér stundir, og Elon Musk til að koma mér heim aftur. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Það væri gott að hafa góðan matsölustað í bænum. Það vantar meiri þjónustu í Mosfellsbæ. Síðasta SMS sem þú fékkst? Tveir fyrir einn á Bergsson ... Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Markmiðið er að ná tveimur inn. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Góðu fólki. Það er fullt af því í öllum flokkum í Mosfellsbæ og við sjáum bara tækifæri en ekki vandamál þar. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Eflaust eitthvað en sveitarstjórnarkosningar snúast um þær áskoranir sem eru hér en ekki annars staðar. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Vegna þess að það er kominn tími á breytingar og við erum fólkið sem getur komið þeim breytingum á.

K

fa 7

K

2

R

s

Sk

270

16


Knútur

Rúnar

Löggiltur fasteignasali 7755 800

Gunnar

Löggiltur fasteignasali 7755 805

Hdl. Löggiltur fasteignasali 842 2217

Hólmar

Nemi til fasteignasala 898 3276

auKaÍbÚÐ

Linda

Nemi til fasteignasala 868 7048

Rúrý

Innanhússráðgjafi 7755 808

3 herb. með sér inngangi

Kvíslartunga 46 270 Mosfellsbær

318,6 fm

Klapparhlíð 20

119.900.000

Einbýli

Aukaíbúð

270 Mosfellsbær

Innb.bílskúr

125,2 fm

Rúnar 7755 805

Bílskúr

tilb. til innnýbygging afhendist réttinga og fullmáluð

sEld

Skeljatangi 24 270 Mosfellsbær

Einbýli

Sér inng.

Linda 868 7048

sEld

162,8 fm

51.900.000 4 herb.

76.900.000 Ein hæð

Bílskúr

Hólmar 893 3276

Ástu-Sólliljugata 3

Vogatunga 30

270 Mosfellsbær

209,6 fm

Raðhús

64.900.000 2 hæðir

Tilb. til innr.

Rúnar 7755 805

270 Mosfellsbær

56.900.000

158,2 fm Raðhús

Ein hæð

Innb. bílskúr

Rúnar 7755 805 með upphiTaÐ plan afhendist hellulögðu plani

glÆsilEga innrÉTTaÐ

Laxatunga 179-185 270 Mosfellsbær

203,4 fm

Raðhús

Verð frá 77.900.000 Ein hæð

Innb. bilskúr

Rúnar 7755 805

VefaRaStRæti 16-22

VefaRaStRæti 8-14

örfáar ÍbÚÐir EfTir

nýTT Í sölu

Tveggja til fjögurra herbergja íbúðir

sjá nánar á www.helgafellfasteignasala.is

verð frá 32,5 millj.

Möguleiki á viðbótarfjármögnun hjá byggingaraðila

Sýnum samdægurs

Möguleiki á viðbótarfjármögnun hjá byggingaraðila

Tveggja Til fjögurra herbergja íbúðir Mikill metnaður einkennir alla hönnun og efnisval · Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá Axis, lýsing frá Lumex og góð lofthæð. · Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá Áltak, þar sem hönnunin fær að njóta sín til fulls. · Innsteypt innfelld lýsing undir svölum. Hiti undir steyptri stétt. · Bílageymsluhús í sérflokki með 35 stæðum ásamt 41 bílastæði utandyra.

· Sameign og lóð eru fullfrágengin. Rafmagnsopnanir í anddyrum, teppa-, og flísalögð sameign. · Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð utan íbúðar. · Ljósleiðaratenging komin inn í íbúðir.

verð 33-61 milljónir

Helgafell fasteignasala · Stórhöfða 33 · 110 Reykjavík S. 566 0000 · www.helgafellfasteignasala.is


2018 mosfellsbær

Sveitarstjórnarkosningar

26. maí

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Íbúahreyfingin og píratar (í)

Vinir Mosfellsbæjar (L)

Haraldur Sverrisson

Sigrún H. Pálsdóttir

Stefán Ómar Jónsson

Viljum að áfram verði best að búa í Mosfellsbæ

Pólitík getur verið mjög skemmtileg

Kosningarnar snúast um fólk en ekki flokka

Nafn: Haraldur Sverrisson. Aldur: 56 ára. Gælunafn: Halli. Starf: Bæjarstjóri. Fjölskylduhagir: Giftur Ragnheiði Gunnarsdóttur viðskiptafræðingi. Á þrjú börn: Steinunni Önnu 36 ára, Valgerði 26 ára og Sverri 17 ára. Svo eru komin þrjú barnabörn Áróra, Árni Hrafn og Ársól Ella. Hvar býrðu? Skálahlíð 46. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? Í 49 ár. Hvað áttu marga vini á Facebook? 1.242 sýndist mér áðan. Um hvað snúast kosningarnar 2018? Að áfram verði best að búa í Mosfellsbæ. Við Sjálfstæðisfólk höfum haldið utan um stjórnartaumana hér í okkar góða samfélagi undanfarin ár. Á þeim tíma hefur bærinn okkar tekið miklum stakkaskiptum til hins betra á flestum sviðum. Kosningarnar snúast um það að halda áfram þessu góða starfi og til þess þurfum við Sjálfstæðisfólk að vera áfram forsvari fyrir framþróun bæjarins og velferð íbúanna. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Halldór Kiljan Laxness. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? 9 konur og 9 karlar. Yngstur Unnar Karl Jónsson, 19 ára, og elstur Hafsteinn Pálsson, 65 ára. Hefur þú komist í kast við lögin? Mér hefur orðið það á að aka of hratt. Er pólitík skemmtileg? Oftast nær mjög skemmtileg og gefandi. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Í túninu heima. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? Misjafnt, fer eftir vikudeginunum. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Útivistarsvæðið við Leiruvog. Besti matur í Mosó? Blik Bistro, frábær nýi matseðillinn þar og ekki skemmir útsýnið. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Er kominn af listamönnum og kommúnistum. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Björgunarsveitina Kyndil og skátana. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Lifandi og skemmtilegan miðbæ sem reyndar er núna verið að vinna hörðum höndum að þessi misserin að verði að veruleika. Síðasta SMS sem þú fékkst? Frá kosningastjóranum um að ég ætti að hringja. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Sjálfstæðisflokkurinn er nú í meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Við stefnum ótrauð að því að svo verði áfram. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Við Sjálfstæðisfólk getum unnið með öllum. Höfum verið í formlegu meirihlutasamstarfi við VG þrátt fyrir hreinan meirihluta okkar í bæjarstjórn. Auk þess höfum við verið í góðu samstarfi við aðra bæjarfulltrúa sem hafa viljað vera í samstarfi við okkur. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Hef ekki mikla trú á því. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Á lista Sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ er blanda af reynslumiklu fólki sem og fólki sem er að hefja sinn bæjarmálaferil. Ungt fólk í bland við eldra og konur jafnt sem karlar. Allt er þetta fólk sem brennur fyrir bæinn sinn og vill leggja sig allt fram um að gera frábæran bæ enn betri. Við munum vinna af heiðarleika og eljusemi fyrir alla Mosfellinga með gildin okkar góðu að leiðarljósi: Virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju.

Nafn: Sigrún H. Pálsdóttir.

Nafn: Stefán Ómar Jónsson. Aldur: 63 ára. Gælunafn: Stebbi (en bara gamlir skólafélagar úr Gaggó Mos :) Starf: Stjórnsýsluráðgjafi og verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu. Fjölskylduhagir: Einstæður, þrjú uppkomin börn og átta barnabörn. Hvar býrðu? Ég bý í Teigahverfinu. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? Ég kom í Mosfellssveit tveggja ára og hef búið hér síðan með nokkrum hléum inn á milli. Hvað áttu marga vini á Facebook? Ég á 255 vini … abb það var einn að bætast við akkúrat núna, 256 vinir. Um hvað snúast kosningarnar 2018? Þær snúast um fólk en ekki flokkana. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Heimsþekktastur og merkur er auðvitað Halldór Laxness. Merkastir eru nokkrir sem ég get ekki gert upp á milli. Minnist þó eins þeirra, Jóns heitins á Reykjum, fyrir það hvað hann sagði við mig þegar hann óskað mér, þá 24 ára gömlum, til hamingju með ráðningu mína sem sveitarstjóri í Garði. „Stefán, vertu alltaf heiðarlegur og samkvæmur sjálfum þér.“ Þetta hefur verið greypt í huga mér allar götur síðan. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Átta konur og tíu karlar. Þar af þrjár konur í efstu fimm sætunum. Úlla er elst og Lilja er yngst. Hefur þú komist í kast við lögin? Já, hraðasekt á Kjalarnesinu fyrir margt löngu. Sagði lögreglumönnunum að ég hefði verið að taka fram úr bíl og þá mætti auka hraðann. Þeir keyptu ekki þessa afsökun :( Er pólitík skemmtileg? Fer eftir hugarfari þeirra sem taka þátt. Já, hún á að vera það. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Í túninu heima og aftansöngur í Lágafellskirkju á aðfangadagskvöld. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? Tvo bolla. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Að ganga meðfram Varmánni á góðviðrisdegi, frá Reykjum og niður í Álafosskvos og upplifa í leiðinni sögu hitaveitunnar, heilsutengdrar starfssemi að Reykjalundi og ullarvinnslu í Mosfellssveit á árum áður, o.fl. o.fl. Besti matur í Mosó? Yam í Kjarna, ekki spurning. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Það veit ábyggilega ekki að ég var í raun fyrsti trommari Stuðmanna sem þá hét Skólahljómsveit Menntaskólans í Hamrahlíð. Grunar samt að Hafsteinn viti þetta :) Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Engan. Ég færi einn og tæki með mér gervihnattarsíma svo ég geti láti sækja mig þegar ég er orðinn leiður á einverunni. Úbbs, er batteríið búið :( Hvað finnst þér vanta í Mosó? Lyftukláf upp á Úlfarsfellið svo allir komist auðveldlega upp og geti þaðan virt fyrir sér fallega bæinn okkar. Síðasta SMS sem þú fékkst? „Jú það geri ég ráð fyrir, annars græja ég það.“ Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Við stefnum á þrjá. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Allir sem vilja starfa af einlægni, eru tilbúnir að hlusta, skiptast á rökum og aðhyllast opna og gagnsæja stjórnsýslu eiga samleið með Vinum Mosfellsbæjar. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum, með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Vegna þess að við erum eina algerlega óháða framboðið og án tenginga við hina hefðbundnu stjórnmálaflokka. Í sveitarstjórnarmálum eru það aðeins hagsmunir sveitarfélagsins sem eiga að ráða för og ekkert annað. Í Vinum Mosfellsbæjar býr sú þekking og reynsla sem þarf við stjórn Mosfellsbæjar.

12

- Oddvitar sitja fyrir svörum

Aldur: Á besta aldri. Gælunafn: Sigrún. Starf: Bæjarfulltrúi og leiðsögumaður. Fjölskylduhagir: Gift og tveggja barna móðir. Hvar býrðu? Í Lágafellshverfi. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? 15 ár. Hvað áttu marga vini á Facebook? 560. Um hvað snúast kosningarnar 2018? Gegnsæi, lýðræðisumbætur og velferð Mosfellinga. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Jón Kalman. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? 10 konur, 8 karlar. Yngst 30 ára/elstur 68 ára. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei. Er pólitík skemmtileg? Pólitík er mjög verðugt viðfangsefni og getur verið mjög skemmtileg. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Jólabókakynningin í Bókasafni Mosfellsbæjar og bæjarhátíðin Í túninu heima. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? 2. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Gönguleiðin eftir bökkum Varmár. Besti matur í Mosó? Kalkúnn frá Reykjabúinu, grænmeti úr heimabyggð og konfekt úr Mosfellsbakaríi. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Hvað mér finnst gott að vinna að næturlagi. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Hengirúmið, góðar bækur og þjón. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Menningarhús með góðum matsölustað. Síðasta SMS sem þú fékkst? Frá vinkonu á ferð um Kína. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? 4. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Fólki sem brennur fyrir því að auka gegnsæi og knýja fram stjórnsýslubreytingar í Mosfellsbæ. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Nei, ekki beint, en við hlökkum til að eiga bakland í Pírötum á þingi. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Vegna þess að við vinnum af krafti og heilindum að velferð Mosfellinga.


Við tökum vel á móti þér á Höfðanum okkar hér hér íí Mosfellsbæ Mosfellsbæ sameinast sameinaƒÓÝÞ Útibúið okkar Höfðaútibúi Arion Arion banka banka þann þann ��. ��. maí. maí. Höfðaútibúi Við tökum vel á móti þér á Bíldshöfða �� og höldum áfram að veita þér framúrskarandi þjónustu og faglega ráðgjöf um fjármálin. Starfsfólk Arion banka


2018 mosfellsbær

Sveitarstjórnarkosningar

26. maí

Miðflokkurinn (M)

Samfylkingin (S)

Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

Sveinn Óskar Sigurðsson

Anna Sigríður Guðnadóttir

Bjarki Bjarnason

Kosningarnar snúast um að skipta um meirihluta

Höfum sýnt ábyrgð og staðfestu í störfum okkar

V-listinn gengur óbundinn til kosninga

Nafn: Sveinn Óskar Sigurðsson. Aldur: 49 ára. Gælunafn: Óskar. Starf: Ráðgjafi og sjálfstætt starfandi. Fjölskylduhagir: Giftur Danith Chan, lögfræðingi. Við eigum tvær dætur, Sylvíu Gló Chan, sem stundar nám við Menntaskólann í Reyjavík og Ingridi Lín Chan, sem stundar grunnskólanám við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Hvar býrðu? Ég bý að Barrholti í Mosfellsbæ. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? Frá 2003 eða í 15 ár. Hvað áttu marga vini á Facebook? Síðast var talan 1.793. Um hvað snúast kosningarnar 2018? Um velferð, börnin, barnafólk, aldraða og öryrkja, um hreyfingu og gjaldfrjálsar máltíðir fyrir grunnskólabörn, svo að öll börn setið við sama borð, óháð fjárhag foreldra. Kosningarnar snúast um að skipta um meirihluta í Mosfellsbæ enda hefur sá sem nú ríkir komið fjármálum bæjarins í svo mikið óefni að grunnstoðum stafar ógn af. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Halldór Laxness en sá sem á lífi er og að öðrum ólöstuðum, söng- og listakonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Það eru 8 konur og 10 karlar en í 8 efstu sætunum eru 5 konur en aðeins 3 karlar. Því er þetta eiginlega kvennalisti með smávegis af körlum í bland aftast í þessum glæsilega hestvagni. Jakob Máni er yngstur, tvítugur og Magnús Jósepsson er elstur, 73 ára. Hann skipar heiðurssætið. Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, en get samt sungið með herkjum. Er pólitík skemmtileg? Já, annars væri maður ekki að gefa sig í þetta síðustu 35 árin. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Opnun á nýrri sýningu í Listasalnum. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? 1-4 en aðeins meira fyrir kosningar og fer í kaffipásur stundum í nokkra mánuði. Drekk þá austurlenskt te af bestu sort. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Það er Leirvogurinn. Hann er afar fallegur og fuglarnir gefa lífinu lit. Að ganga með sjónum er yndislegt og að sjá norðurljósin að hausti sem og um vetur, fuglana að vori sem á sumri. Besti matur í Mosó? Hann er ótvírætt að finna á grænmetismörkuðunum í Mosfellbæ. Þar má nefna markaðinn að Mosskógum og að Reykjum. Án þessara markaða væri Mosfellbær allt annar og ekki samur. Við verðum standa vörð um landbúnað hér í bænum og víðar um land. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Ég hef verið konsúll frá því árið 2003 en ég tók þá við ræðismannsstöðu fyrir Afríkuríkið Namibíu. Þar dvel ég oft og er það yndislegt land. Að hafa kynnst konunni í Pekingháskóla, hún ættuð frá Kambódíu, og vera ræðismaður Namibíu er dálítið spes. En þetta er allt líf mitt og yndi. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Konuna auðvitað! Hvað finnst þér vanta í Mosó? Nýjan meirihluta. Síðasta SMS sem þú fékkst? ,,Vííí takk :)“ frá Þórunni Magneu Jónsdóttur, sem skipar 4. sæti á lista Miðflokksins eftir að ég hrósaði henni fyrir frábæra frammistöðu. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Ég tel raunhæft að ná 5 ef allir mæta á kjörstað. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Það er ekki gefið upp að svo stöddu enda ekki klókt að úttala sig um það. En það byggir á því að við náum að láta lausnir okkar fyrir Mosfellbæ ná fram að ganga. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Þarf ekki að vera. Sveitastjórnarmál lúta öðrum lögmálum en landsmálin og hafa gert lengi. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Við erum lausnamiðaður flokkur. Flokksmenn Miðflokksins eru þekktir fyrir að leysa mál en ekki flækja þau fyrir kjósendum. Það þekkjum við öll frá lánaleiðréttingunum sem komu mörgum vel og aðgerðum til losunar fjármagnshafta. Íslendingar urðu betur staddir sökum aðgerða flokksmanna Miðflokksins og við stöndum við gefin fyrirheit. Við höfum kjark til að ganga hreint til verks.

Nafn: Anna Sigríður Guðnadóttir. Aldur: 58 ára. Gælunafn: Kölluð Anna Sigga. Starf: Verkefnastjóri á Heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ. Fjölskylduhagir: Gift Gylfa Dýrmundssyni og eigum við 4 uppkomin börn. Von á fjölgun, ekki ég samt :) Hvar býrðu? Í Barrholti. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? 19 ár. Hvað áttu marga vini á Facebook? 694.

Nafn: Bjarki Bjarnason. Aldur: 65 ára. Gælunafn: Í Mosfellsdal var ég stundum kallaður Bjarkmundur eftir að við Guðmundur bróðir minn gerðumst áskrifendur að Þjóðviljanum undir nafninu Bjarkmundur Bjarnason. Starf: Rithöfundur og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur Þóru Sigurþórsdóttur leirlistakonu, börnin okkar eru Bjarni sem er gullsmiður, Vilborg þjóðfræðingur og Guðmundur húsasmiður. Við Þóra eigum fjögur yndisleg barnabörn. Hvar býrðu? Á Hvirfli í Mosfellsdal. Hvað hefur þú búið lengi í Mosó? Ég hef búið hér í sveitarfélaginu frá árinu 1954 þegar foreldrar mínir fluttu að Mosfelli og faðir minn gerðist sóknarprestur Mosfellinga. Hvað áttu marga vini á Facebook? 2.864. Um hvað snúast kosningarnar 2018? Í grunninn snúast þær um það sem skiptir alla máli, jafnt Mosfellinga sem aðra: - Aukin lífsgæði og félagslegt réttlæti, öllum til handa. - Umhverfið okkar og Móður jörð. - Heiðarleika og gegnsæi. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Allir Mosfellingar eru merkir, hver á sinn hátt, ég hvorki get né vil gera upp á milli þeirra. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Kynjahlutfallið er hnífjafnt. Elst er kjarnakonan Elísabet Kristjánsdóttir en yngstur er Bjartur Steingrímsson heimspekinemi. Hefur þú komist í kast við lögin? Já, umferðarlögin. Er pólitík skemmtileg? Hún er líkt og lífið sjálft: Fjörleg, stundum óvægin, en umfram allt spennandi og full af fyrirheitum. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Þegar kveikt er á kyndlunum við setningu bæjarhátíðarinnar í Álafosskvos og þeir lýsa upp þéttsetna brekkuna. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? 2-3 bolla. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Lengst inni á Mosfellsheiði er lítil hringlaga seftjörn. Á bakkanum verpir himbrimi; sperrtur óðinshani á sundi kinkar til mín kolli og segir: Hér er fallegasti staðurinn og hann þarf ekkert nafn. Besti matur í Mosó? Ýsa í raspi, beint úr fiskbúðinni okkar. Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Ég kenndi einu sinni á blokkflautu við Grunnskóla Grímseyjar. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Róbinson Krúsó og Frjádagur yrðu efstir á gestalistanum. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Kaffihús. Síðasta SMS sem þú fékkst? Gangi þér vel í kosningunum, Bjarki minn. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Markmiðið er að gera okkar besta í kosningabaráttunni - síðan spyrjum við að leikslokum. Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? V-listinn gengur óbundinn til kosninga, við metum stöðuna þegar úrslitin liggja á borðinu. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Það er ekki gott að segja; vegir atkvæðanna eru ­órannsakanlegir. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Við erum með markvissa stefnu í öllum málaflokkum og frambjóðendur sem eru reiðubúnir að fylgja henni eftir af fullri einurð. Kjósum V-listann!

14

- Oddvitar sitja fyrir svörum

Um hvað snúast kosningarnar 2018? Þær snúast um áherslu á skólastarf og framtíðarsýn í skólamálum, betri þjónustu við ungbarnafjölskyldur, opnari og gegnsærri stjórnsýslu, lýðræðislegt samráð, félagslega samhjálp á grunni virðingar og mannréttinda. Þær snúast um að sjónarmið jafnaðarstefnunnar fái aukið vægi við stjórn bæjarins. Hver er merkasti Mosfellingurinn? Halldór Laxness. Hvernig er kynjahlutfall og aldursdreifing á listanum ykkar? Konur eru 10 og karlar 8. Elstur er Andrés, 68 ára og yngst er Andrea, að verða tvítug Hefur þú komist í kast við lögin? Já. Braut stöðvunarskyldu og var staðin að verki. Er pólitík skemmtileg? Já, langoftast, því viðfangsefnin eru svo margvísleg og svo nálægt okkur. Snerta nánasta umhverfi og þjónustu fyrir bæjarbúa. Uppáhaldsviðburður í Mosó? Bókmenntakvöld bókasafnsins fyrir jólin. Hvað drekkur þú marga kaffibolla á dag? Ætli þeir séu ekki svona 5-6 á virkum dögum en 2-3 um helgar. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Hm ... erfitt! Núna er það Blikastaðanes. Besti matur í Mosó? Heima hjá mér :) Eitthvað sem fólk veit ekki um þig? Hekla af miklum móð. Hverja tækir þú með þér á eyðieyju? Ég tæki með mér sagnaþul, smið, veiðimann og verkfræðing. Ég sæi um að rækta grænmeti og að elda. Hvað finnst þér vanta í Mosó? Fjölbreyttari matsölustaði og verslanir. Síðasta SMS sem þú fékkst? Takk :) frá mágkonu dóttur minnar. Hvað er markmiðið að ná mörgum inn í bæjarstjórn? Langtímamarkmiðið er 6 fulltrúar, skammtímamarkmiðið er 3 :) Með hverjum hugnast þér að starfa eftir kosningar? Með þeim sem við náum mestri samstöðu með um þau málefni sem við leggjum áherslu á. Spilar árangur flokksins á landsvísu rullu í Mosó? Já, ég hugsa að landsmálin geti haft áhrif að einhverju marki. Af hverju ætti fólk að kjósa þinn lista? Af því að við erum jafnaðarfólk sem vinnum að jöfnuði og jöfnum tækifærum fyrir alla með sjálfbærni og hagsmuni kynslóða framtíðarinnar í huga, félagslegri samhjálp á grunni virðingar og mannréttinda og skiljum engan eftir. Einnig vegna þess að við höfum sýnt ábyrgð og staðfestu í störfum okkar í bæjarstjórn og náð árangri með málefnalegu starfi.


Frístundasvið í samvinnu við fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vill benda foreldrum á að boðið er upp á stuðning fyrir börn og ungmenni með sérþarfir inn á öll sumarnámskeið og sumarvinnu sem í boði eru í Mosfellsbæ. Diljá Rún Jónsdóttir hefur yfirumsjón með þeim stuðningi. Foreldrum þeirra barna er hefja skólagöngu í haust er sérstaklega bent á þetta úrræði sem stendur þeim og öllum öðrum grunnskólabörnum til boða. Diljá Rún er með netfangið diljarun@mos.is og veitir hún nánari upplýsingar.

Handboltaskóli

fyrir börn fædd 2005 – 2011. Handboltaskóli Aftureldingar verður haldinn 7.- 10. ágúst og 13.- 17. ágúst. Farið verður yfir sendingar, grip og skot, sóknar- og varnarleik og ýmsar tækniæfingar. Skipt verður í hópa eftir aldri. Handboltagestir koma í heimsókn. Þjálfari er Sigrún Másdóttir íþróttafræðingur. Skráning í sigrunmas@gmail.com

Golf- og leikja­námskeið GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-11 ára í sumar. Námskeiðin verða með nýju sniði en þau verða byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þeir hafa prófað golf áður eða ekki. Hádegismatur er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Skráning hefst 1. maí á heimasíðu GM, www.golfmos.is Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá dg@golfmos.is

Reiðskóli

Reiðskóli Hestamenntar er í hesthúsahverfinu við Varmár­bakka í Mosfellsbæ. Reiðnámskeið fyrir 6 – 14 ára er 11. júní til 17. ágúst. Stubbanámskeið fyrir 4 – 6 ára er 16. – 20. júlí. Nánari upplýsingar er að finna inn á hestamennt.is og í síma 899-6972- Berglind. Sendið skráningu á netfangið hestamennt@hestamennt.is

Knattspyrnuskóli

Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum 7 til 15 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fái verkefni við hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar: bjarki@afturelding.is

Fótboltaakademía

fyrir 5. fl. og 4. fl. Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir nýjung fyrir leikmenn 5. og 4. flokks karla og kvenna. Boðið verður upp á fótboltaakademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar: bjarki@afturelding.is

Ævintýranámskeið Mosverja

Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir námskeiðum sem tilvalin eru fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nánari upplýsingar hjá sumar@mosverjar.is Skráning fer fram á https://skatar.felog.is

Leikgleði í Bæjarleikhúsinu

Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu leik- og tónlistarnámskeiðum í sumar. Í boði verða námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-8 ára, 9-12 ára og 13-16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúa að leikhússtarfi. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is

Körfuboltaskóli

Körfuboltaskóli Aftureldingar - leikjanámskeið þar sem markmiðið er að hafa gaman með körfubolta í hönd. Nánari upplýsingar verður að finna á www.afturelding.is

Sumarsmiðjur

fyrir 10-12 ára Allir krakkar mega mæta hvort sem smiðjan er í Lágóbóli eða Varmárbóli. Þriðjudagar eru í Lágóbóli frá kl. 10 – 14:30. Fimmtudagar eru í Varmárbóli frá kl. 10 - 14:30. Skráningu skal senda á bolid@mos.is og tilgreina nafn barns, skóla, nafn foreldra og símanúmer.

Sundnámskeið Aftureldingar

Námskeið fyrir 6-8 ára (1.-3. bekkur) 11.-21. júní Kennari: Sigrún Halldórsdóttir, yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar. Námskeið fyrir 5-6 ára (þeir sem eru að fara í 1. bekk). 13.-23. ágúst (2 námskeið) Kennari: Agnes Geirsdóttir, þjálfari sunddeildar Aftureldingar. Frekari upplýsingar um skráningu síðar.

Usain bolt Frjáls­íþróttanámskeið

Leikjanámskeið með áherslu á frjálsar íþróttir á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Tilvalið fyrir krakka sem vilja kynnast frjálsíþróttum, fara í leiki og hafa gaman. Nánari upplýsingar: hannabjork@afturelding.is og ingvijon77@ gmail.com. Skráning fer fram á afturelding.felog.is

MyndlistaRnámskeið

fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar. Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni. Námskeiðin verða 11. -15. júní og 18.- 22. júní og 25.-29. júní 2018, frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Frekari upplýsingar um námskeið: www.myndmos.is Innritun fer fram í s. 663 5160 og myndmos@myndmos.is

Ljósmyndanámskeið

fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára Farið verður í grunnatriði ljósmyndunar og lögð áhersla á náttúrulega lýsingu. Einnig verður hugað að myndbyggingu og litafræði. Hvatt er til persónulegra efnistaka í hverju viðfangsefni. Nemendur þurfa að hafa með sér stafræna myndavél, tegund skiptir ekki máli. Markmiðið með námskeiðinu er að læra á myndavélina sína, skemmta sér, þjálfa augað, gera tilraunir og leika sér úti í náttúrunni. Frekari upplýsingar um námskeið: www.myndmos.is Innritun fer fram í s. 663 5160 og myndmos@myndmos.is

Sumarfjör ÍTOM

Íþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar verður með námskeið fyrir nemendur í yngstu 4 bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti. Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Nánari upplýsingar á mos.is

Sundnámskeið

Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og Lágafellslaug fyrir fimm ára börn (fædd 2012) frá 7. – 22. júní. Nánari upplýsingar á heimasíðu Mosfellsbæjar og í síma 7729406 (Svava Ýr). Skráning í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754.

Sumarlestur

Sumarlestur fyrir börn hefst 22. maí Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og auka þannig lesskilning og orðaforða. Auk þess upplifa börnin ævintýraheim bókanna. Skráning verður í afgreiðslu Bókasafnsins.

Ritlistarnámskeið

fyrir 10 – 12 ára börn verður 11. – 13. júní Námskeiðið verður í Bókasafninu. Leiðbeinandi er Davíð Stefánsson rithöfundur. Boðið verður upp á hressingu. Námskeiðið er ókeypis. Skráningarblöð eru afhent í afgreiðslu safnsins og þangað er þeim einnig skilað. Mikilvægt er að skila sem allra fyrst, athugið að takmarkaður fjöldi kemst að!

Nánari upplýsingar um námskeiðin á mos.is


Framboðslisti vina mosfellsbæjar

vinir mosfellsbæjar bjóða fram í fyrsta sinn

1. Stefán Ómar Jónsson 2. Margrét Guðjónsdóttir 3. Michele Rebora 4. Vilhelmína Eva Vilhjálmsd. 5. Olga Stefánsdóttir 6. Sigurður Eggert Halldóruson 7. Lilja Kjartansdóttir 8. Gestur Valur Svansson 9. Óskar Einarsson 10. Agnes Rut Árnadóttir 11. Pálmi Jónsson 12. Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson 13. Björn Brynjar Steinarsson 14. Sonja Ósk Gunnarsdóttir 15. Úlfhildur Geirsdóttir 16. Björn Óskar Björgvinsson 17. Valgerður Sævarsdóttir 18. Valdimar Leó Friðriksson

Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí • Óháð framboð • Heiðarleiki - Þekking - Lýðræði

Stefán Ómar leiðir Vini Mosfellsbæjar Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem býður fram í fyrsta sinn í vor. Framboðið á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans.

Áhersla lögð á góða samvinnu

Heiðarleiki, þekking og lýðræði eru þau gildi sem framboð Vina Mosfellsbæjar mun byggja starf sitt á. Sérsök áhersla verður lögð á góða samvinnu við bæjarbúa og bæjarstarfsmenn. Vinir Mosfellsbæjar ætla að auka og auðvelda aðkomu bæjarbúa með virku íbúalýðræði. Með opinni, gagnsærri og

Með viðamikla þekkingu „Vinir Mosfellsbæjar hafa það að markmiði að koma að uppbyggingu og þjónustu við Mosfellinga, með viðamikla þekkingu að vopni,“ segir Margrét Guðjónsdóttir. „Við höfum einlægan áhuga á velferðarmálum almennt, málefnum fatlaðra svo og málefnum eldri borgara. Í eldri borgurum býr fjársjóður reynslu og þekkingar sem við getum og eigum að nýta okkur. Í

skipulagsmálum þurfum við að vanda okkur sérstaklega til að tapa ekki þeim sjarma að vera sveit í borg. Á þessum málefnum hef ég mikla þekkingu og hana mun ég nýta. Ef við stöndum saman og ræðum málin, leyfum öllum þeim mannauði sem Mosfellsbær býr yfir að njóta sín og koma að málum, þá getum við gert bæinn okkar enn betri fyrir íbúa hans, jafnt unga sem aldna.“

gagnvirkri stjórnsýslu geta Mosfellingar gert góðan bæ enn betri.

Fyrrum bæjarritari í fyrsta sæti Stefán Ómar Jónsson, viðskiptalögfræðingur og fyrrverandi bæjarritari Mosfellsbæjar, mun leiða lista Vina

Mosfellsbæjar. Í öðru sæti er Margrét Guðjónsdóttir lögmaður. Í þriðja sæti er Michele Rebora stjórnmálafræðingur og ráðgjafi í gæðastjórnun. Fjórða sæti skipar Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Aftureldingar.

Styrkur einstaklinga úr ýmsum áttum Stefán Ómar Jónsson leiðir listann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí. „Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans. Vinir Mosfellsbæjar hvetja alla unga sem aldna til þess að nýta kosningarétt sinn, þennan mikilvæga lýðræðislega rétt sem við þurfum að viðhalda og rækta. Við höfum einlægan áhuga á vandaðri

og réttsýnni stjórnsýslu. Í nútímasamfélagið þar sem tölvutækni og róbótavæðing, fjórða iðnbyltinginn, ræður ríkjum er mikilvægt að stjórnsýslan sé ekki aðeins vönduð og rétt, heldur að hún sé rafræn og gagnvirk. Á þessum málum hef ég mikla þekkingu og hana mun ég sem bæjarfulltrúi nýta þannig að íbúar fái notið fremstu tækni. Ég leiði Vini Mosfellsbæjar til þessara bæjarstjórnarkosninga af heilindum og með gleði í hjarta.“

Leikskólinn Hlíð flaggar Grænfánanum Undanfarið hefur leikskólinn Hlíð verið Skóli á grænni grein sem er alþjóðlegt verkefni í umsjón Landverndar sem miðar að því að auka umhverfisvitund og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Umhverfismennt er mikilvægur þáttur í skólastarfi Hlíðar með áherslu á að börnin upplifi og njóti nánasta umhverfis og kynnist nærsamfélaginu. Eftir úttekt Landverndar á starfinu í Hlíð afhenti fulltrúi þeirra börnunum í Hlíð Grænfánann sem afhentur er til tveggja ára í senn. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn þann 4. maí að viðstöddum bæjarstjóra, börnunum, kennurum og fleiri góðum gestum. Þrátt fyrir kalsaveður sungu börnin umhverfissáttmála Hlíðar af mikill

Reiðskóli Hestamenntar Reiðskóli Hestamenntar er staðsettur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ. Námskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára og hefjast þau 11. júní og standa til 17. ágúst. Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mán. til fös. frá kl. 9-12 eða kl.13-16.

Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna 16.-20. júlí frá kl. 9-12. Skráningar sendist á netfangið hestamennt@hestamennt.is

Það sem þarf að koma fram í skráningu er: Hvaða vika og hvort það sé fyrir eða eftir hádegi. Nafn barns, aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer.

Nánari upplýsingar í síma: 899-6972 (Berglind) eða á www.hestamennt.is

16

- Fréttir úr bæjarlífinu


m

Heilsudagurinn í Mosfellsbæ Þriðjudaginn 29. maí

Kl. 06:30 Morgunstund gefur gull í mund Hefjum daginn með morgungöngu með Ferðafélagi Íslands. Lagt verður upp frá Álafosskvosinni og gengið um svæðið þar í kring í fallega heilsubænum okkar. Auðveld ganga, ekkert þátttökugjald og allir hjartanlega velkomnir.

Kl. 19:30 Heilsa og hollusta fyrir alla 2018 Áhugavert og skemmtilegt málþing í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Óhætt er að segja að gleðin verði við völd þar sem „lífskúnstnerarnir“ Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson munu ræða um lífið og tilveruna, við heyrum frá fulltrúum skólanna okkar, Gulrótin 2018 verður afhent og síðan verður að sjálfsögðu boðið upp á spjall og léttar veitingar.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Heilsueflandi Samfélag

í Mosfellsbæ Vertu með!

www.heilsuvin.is

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Ertu búin að nýta frístundaávísun skólaársins 2017-2018? Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna. Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí. Frístundaávísun vegna skólaársins 2017-2018 er hægt að nýta til 31. maí og er aðgengileg á síðunni https://mosfellsbaer.felog.is/ Frístundaávísun skólaársins 2018-2019 er aðgengileg frá 15. ágúst 2018.

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Nánari upplýsingar um frístundaávísanir má fá á mos.is eða hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Hefur þú nýtt frístundaávísun skólaársins 2017-2018?

Á næsta skólaári, 2018-2019, mun frístundaávísunin hækka um 54% með fyrsta barni. Fjölskyldur með þremur börnum eða fleiri fá 50.000 kr. vegna fyrstu tveggja barnanna en 60.000 kr. á barn eftir það.

Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna.

Fjárhæð frístundaávísunar Skólaárið 2017-2018 Foreldri með 1 barn fær kr. 32.500 Foreldri með 2 börn fær kr. 40.625 vegna hvors barns Foreldri með 3 börn fær kr. 50.781 vegna hvers barns Foreldri með 4 börn fær kr. 50.781 vegna hvers barns *1= (50.000+50.000+60.000/3= 53.333) *2 = (50.000+50.000+60.000+60.000/=55.000)

Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí.

Frístundaávísun skólaársins 2018-2019 er aðgengileg frá 15. ágúst 2018. Nánari upplýsingar um frístundaávísanir má fá á mos.is eða hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Frístundaávísun vegna skólaársins 2017-2018 er hægt að nýta til 31. maí og er aðgengileg á síðunni https://mosfellsbaer.felog.is

Skólaárið 2018-2019 kr. 50.000 kr. 50.000 vegna hvors barns kr. 53.333 vegna hvers barns *1 kr. 55.000 vegna hvers barns *2

Fjölskyldur með þrjú börn eða fleiri fá 50.000 kr. vegna fyrstu tveggja barnanna en 60.000 kr. á barn eftir það.

Á næsta skólaári, 2018-2019, mun frístundaávísunin hækka um 54% með fyrsta barni. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is

www.mosfellingur.is -

17


Opið bókhald bæjarfélagsins orðið aðgengilegt á vefnum • Liður í lýðræðisstefnu

Mosfellsbær opnar bókhaldið Afþökkuðu gjafir og styrktu Reykjadal Hjónin Guðlín Steinsdóttir og Magnús Þór Magnússon héldu upp á 40 ára afmæli sín á dögunum og afþökkuðu gjafir en hvöttu veislugesti til þess að leggja inn á söfnunarreikning Reykjadals. Söfnuðust rúmlega 500 þúsund krónur í tilefni afmæla þeirra hjóna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjadals þar sem þau fá miklar þakkir fyrir þetta myndarlega framlag og þeim sendar hamingjuóskir.

Aukið framlag á kosningaári Mosfellsbær hefur árlega varið um 1,5 m.kr. til stjórnmálasamtaka. Með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018 sem samþykktur var á fundi bæjarráðs 26. apríl var samþykkt að veita sérstaklega 1 m. kr. aukaframlag á kosningaári eins og áður. Kveðið er á um framkvæmd þessa í lögunum en meginreglan er sú að veita stjórnmálasamtökum framlag, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða. Framkvæmdin er eftirfarandi sam­kvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ: • Í maí eru 5/12 hlutar framlags ársins 2018 greiddir fyrir kosningar m.v. niðurstöður síðustu kosninga og 7/12 hlutar eru greiddir að loknum kosningum m.v. niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk. • Öll framboð sitja því við sama borð og hljóta framlög á grundvelli þeirrar framkvæmdar sem alþingi hefur ákvarðað.

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 8. mars var samþykkt að ganga til samninga við KPMG um kaup á kerfi sem gerir sveitarfélaginu kleift að opna bókhald sveitarfélagsins fyrir íbúum. Leiðarljós lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar er að virkja íbúa til þátttöku í málefnum og stefnumótun sveitarfélagsins og tryggja þannig aukna þátttöku þeirra í ákvarðanatöku og mótun nærumhverfis síns. Þannig skal stuðlað að virku íbúalýðræði sem leiðir af sér sátt um stefnumótun og ákvarðanir sveitarfélagsins. Samkvæmt tilkynningu frá Mosfellsbæ má því líta á opið bókhald bæjarins sem lið í innleiðingu á lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mofellsbæjar þann 8. apríl 2015.

Vinnu við innleiðingu kerfisins er nú lokið og opið bókhald Mosfellsbæjar er orðið aðgengilegt á slóðinni mos.is/fjarmal.

Aukið gagnsæi og upplýsingastreymi „Við kjörnir fulltrúar og starfsmenn hjá Mosfellsbæ erum mjög ánægð með þennan áfanga í að auka enn frekar gagnsæi og upplýsingastreymi til íbúa Mosfellsbæjar. Hingað til höfum við reglulega birt samantektir um fjármál bæjarins á vefnum eins og til dæmis þriggja mánaða uppgjör. Með þessu verkefni er gengið lengra og bókhaldið opnað fyrir bæjarbúum um leið og þess er gætt að viðkvæmar persónulegar upplýsingar sem leynt skulu fara eru ekki til birtingar,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Bókhald Mosfellsbæjar er orðið aðgengilegt á slóðinni mos.is/fjarmal

Margildi er mosfellskt nýsköpunarfyrirtæki • Síldarlýsi fyrsta varan á markað

Hafa fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð Snorri Hreggviðsson er aðalhluthafi og stofnandi mosfellska nýsköpunarfyrirtækisins Margildi sem sérhæfir sig í framleiðslu bragðgóðs hágæða lýsis úr íslenskum uppsjávarfiski. Fyrirtækið var stofnað af þeim Snorra og Erlingi Viðari Leifssyni og hóf starfsemi árið 2014. „Í dag eru 11 hluthafar í fyrirtækinu, þeir hafa bæði lagt okkur lið fjárhagslega en ekki síður með þekkingu, reynslu og góðu tengslaneti. Við kaupum hrálýsi frá fiskimjölsverkmiðjum á Íslandi og fullvinnum það til manneldis. Við þróuðum nýja framleiðsluaðferð sem við höfum fengið einkaleyfi á sem stuðlar að nærri tvöfalt betri nýtingu hráefnisins. Lýsið okkar hefur verið selt til sjö landa og fleiri eru í bígerð,“ segir Snorri en Margildi framleiðir og pakkar lýsinu í verktökuframleiðslu hérlendis og í Noregi en undirbýr byggingu eigin lýsisverksmiðju hérlendis.

Markmiðið að gera lýsisneyslu að jákvæðri upplifun „Síldarlýsi Margildis var fyrsta vara okkar á markað og fæst hérlendis undir merkjum Fisherman en nýverið kom einnig á markað Astalýsi sem Margildi þróaði í samstarfi við KeyNatura sem markaðssetur og selur það hérlendis. Astalýsi er einstök blanda síldarlýsis og astaxanthin, eins öflugasta andoxunarefnis í heimi. Styrkleikar okkar eru að við byrjum með ferskt og gott hráefni og getum þannig framleitt hágæða vöru. Við höfum í tvígang fengið hin alþjóðlegu Superior Taste Award matvælagæðaverðlaun frá iTQi fyrir síldarlýsið okkar. Verðlaunin eru staðfesting á miklum bragðgæðum lýsisins og þau styðja það markmið Margildis að gera lýsisneyslu að jákvæðri upplifun á allan hátt.“

Öflug markaðssetning í Bandaríkjunum Nýverið hófu Margildi og Icelandic Trademark Holding, eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood samstarf varðandi markaðssetningu í Bandaríkjunum. Áætlað er að sala og dreifing hefjist síðar á árinu. „Þetta verður einhver vandaðasta markaðssetning á íslenskri vöru frá upphafi. Það er gaman að taka þátt í þessari vinnu og bindum við miklar vonir við þennan samning.

snorri með nýjar afurðir frá margildi

Það er mikil vitundavakning neytenda á neyslu á hágæða lýsi. Við sjáum mikil tækifæri í sölu og markaðssetningu okkar hágæðaafurða undir merkjum Icelandic,“ segir Snorri að lokum. Þess má geta að Margildi hefur meðal annars hlotið nýsköpunarstyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi, Íslandsbanka og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Sk ráning er hafin

Eyvör Stella höfundur smásögu ársins

Liverpool-skólinn

Verðlauna­hátíðin Sögur fór fram í fyrsta sinn 22. apríl. Hátíðin var hald­in í Eld­borg­ar­sal Hörpu og var öll hin glæsi­leg­asta. Um 2.000 börn á aldr­in­um 6-12 ára kusu það besta á sviði tón­list­ar, bók­mennta, sjón­varps og leik­húss, auk þess sem skap­andi börn voru verðlaunuð. Mosfellingurinn Eyvör Stella Þeba Guðmundsdóttir, 11 ára nemandi í Varmárskóla, fékk verðlaun fyrir smásögu ársins. Eyvör Stella er dóttir hjónanna Þebu Bjartar Karlsdóttur og Guðmundar Traustasonar.

18

- Fréttir úr bæjarlífinu

Knattspyrnuskóli Liverpool á Íslandi er fyrir stráka og stelpur í 3.-7. flokki (6-16 ára)

Mosfellsbær 11.-13. júní facebook.com/Liverpoolskolinn


Betur má

ef duga skal 1

Sveinbjörn

2

Þorbjörg

Fjölnotahús Reisum glæsilegt fjölnota íþróttahús og gerum það með stæl

Lýðheilsa Andlegt og líkamlegt hreysti skilar heilsteyptum einstaklingi

Kostnaðarverðslóðir Nú skal út og fyrir bí uppboðs-okurs-lóðarí

Verðmæti menntunar & skóla Skóli er aldrei betri en kennararnir sem vinna þar

Heilbrigðisþjónusta 24/7 Við viljum að heilsugæslan okkar sé sú besta á höfuðborgarsvæðinu

Heilsuávísun Vísum ekki fólki frá, vísum því til betri vegar

3

Birkir Umferðaröryggi Öryggið á oddinn

Samgöngur og mannvirki Betri er brú milli bæja en vík milli vina Mosfellsdalur Frábær undir 50 km hraða


Framboðslisti framsóknarflokks 1. Sveinbjörn Ottesen 2. Þorbjörg Sólbjartsdóttir 3. Birkir Már Árnason 4. Óskar Guðmundsson 5. Sveingerður Hjartardóttir 6. Kristján Sigurðsson 7. Sigurður Kristjánsson 8. Kristín Fjólmundsdóttir 9. Ólavía Rún Grímsdóttir 10. Elín Arnþórsdóttir 11. Leifur Kr. Jóhannesson 12. Frímann Lúðvíksson 13. Ásgerður Gísladóttir 14. Árni R. Þorvaldsson 15. Sigurður Helgason 16. Halldóra Eyrún Bjarnadóttir 17. Roman Brozyna 18. Ingi Már Aðalsteinsson

Horfa til aðstöðu við Skarhólabraut

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur falið um­hverf­is­sviði bæj­ar­ins að mynda starfs­hóp með Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar til að leggja til hug­mynd­ir að staðsetn­ingu fyr­ir aðstöðu fé­lags­ins. Von fé­lags­ins er að aðstaðan verði við Skar­hóla­braut, sem rími við framtíðar­upp­bygg­ingu svæðis­ins. Fé­lagið hef­ur þegar sent inn er­indi til Mos­fells­bæj­ar um aðstöðu í Mel­túns­reit og er það er­indi í form­legu ferli. Fram kem­ur í bréfi stjórn­ar Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar að efa­semdarradd­ir hafi komið upp um að Mel­túns­reit­ur sé heppi­leg­ur framtíðarstaður og að aðrir staðir séu mögu­lega heppi­legri. Þá hef­ur svæði við Skar­hóla­braut helst verið nefnt. Hús­næðið yrði smíðað úr efni úr trjám í Hamra­hlíðar­skógi sem Skóg­rækt­ar­fé­lagið gróður­setti fyr­ir nokkr­um ára­tug­um.

Mesta upp­bygging frá upphafi

Þann 7. maí undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar samkomulag sveitarfélaganna um endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkomulagið byggir á grundvelli framtíðarsýnar sem verkefnahópur vegna uppbyggingar skíðasvæðanna á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur markað. Forgangsverkefni þeirrar framtíðarsýnar eru að hefja snjóframleiðslu og bæta lyftubúnað í Bláfjöllum og í Skálafelli. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimilaði þann 12. apríl sl. bæjarstjóra að undirrita samning um ofangreindar framkvæmdir á tímabilinu 20192024 að því gefnu að ráðist yrði í endurnýjun lyftu í Skálafelli eigi síðar en árið 2020.

þrjú efstu á lista framsóknar­flokksins í mosfellsbæ: Sveinbjörn Ottesen, Birkir Már og Þorbjörg.

Sveinbjörn leiðir lista Framsóknar • Menntamál, samgöngumál og þjónusta á oddinn

Berjumst fyrir því sem okkur er hjartfólgnast Sveinbjörn Ottesen verkstjóri skipar fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar undir lok mánaðarins. Hann segir að framboðið berjist fyrir því sem því sé hjartfólgnast, menntamálum, samgöngumálum og þjónustu við íbúa.

Lýðheilsa er eitt okkar helsta stefnumál Þorbjörg Sólbjartsdóttir skipar 2. sæti á listanum. „Lýðheilsa er eitt helsta stefnumál okkar í Framsókn og beinast áherslur okkar að breiðum aldurshópi. Í fyrsta lagi viljum við efla forvarnir fyrir unglinga með greiningar á borð við kvíða og þunglyndi. Þessa aðstoð viljum við kalla snemmtæka íhlutun. Í kringum þessa einstaklinga á að vera forvarnarteymi sem sinnir bæði líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Samkvæmt rannsóknum hafa þrír þættir mest áhrif á andlega heilsu: Sofa rétt, borða rétt og stunda líkamsrækt. Við teljum að með því að auka styrkveitingu til þessa hóps með ráðum eins og heilsuávísun, sem myndi koma í formi frístundastyrks, sé komin fram mjög góð forvörn gegn félagslegri einangr-

Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ eru hvött til að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum.

20

„Við Framsóknarmenn erum fáorðir en gagnorðir. Því segi ég: Fjölnotahús – Betra er heilt hús reist af heilum hug en hálft hús af hálfum hug Útboðsmál – Ekki hringja í vin ... allt í útboð Heilbrigðisþjónusta 24/7 – Nei, doktor Saxi, ekki skera meira. Hér bætum við í.“

- Fréttir úr bæjarlífinu

un og í versta falli sjálfsvígum. Í öðru lagi viljum við að auka lífslíkur aldraðra. Því teljum við að það sé mjög mikilvægt að grípa til ráðstafana fyrir þann hóp sem er komin að og á eftirlaun. Áhættusjúkdómar eins og beinþynning og sykursýki 2 eru alvarlegur fylgikvilli öldrunar og geta reynst banvænir. Það er því mikilvægt að þessi hópur eigi kost á hreyfingu við sitt hæfi og að fá ráðleggingar varðandi matarræði þeim að kostnaðarlausu. Ellilífeyririnn dugar allt of mörgum aðeins rétt fyrir helstu nauðsynjum og er hreyfing því allt of sjaldan í forgangi. Heilbrigð sál í hraustum líkama hefur mikið forvarnagildi og sparar mikla fjármuni í heilsugæslu en þó það mikilvægasta, eflir og bætir líðan fólks.“

Beitum okkur fyrir lagningu Sundabrautar Birkir Már Árnason skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins. „Við getum öll verið sammála því að undanfarin ár hefur umferð um Mosfellsbæ og Mosfellsdal stóraukist. Fólk ekur í gegnum fallega bæinn okkar til og frá sveitafélögum í nágrenni okkar, mest til að t.d. að sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er mikil aukning ferðamanna sem fara í gegnum bæinn um Mosfellsdal til helstu ferðamannastaða Íslands, s.s. Þingvalla, Gullfoss og Geysi. Hraðakstur, slit á götum, mengun og aukin slysahætta eru fylgifiskar mikillar umferðar. Við í X-B leggjum því áherslu á: Að bæta almennar umferðarmerkingar til að takmarka hraðakstur til að koma í veg fyrir slys á þjóðvegi 1, í Mosfellsdal og í nýjum hverfum bæjarins, hvar slíkum er verulega ábótavant í dag. Einnig viljum við beita okkur fyrir lagningu Sundabrautar sem myndi létta verulega á þungaumferð um gatnakerfi Mosfellsbæjar og stytta tíma vegfaranda sem allajafna færu í gegnum Mosfellsbæ til þess eins að komast til borgarinnar.“

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24.-26. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. Ef þið lumið á hugmyndum eða viljið vera

með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is.


NÁTTÚRULEGAR COLLAGEN VÖRUR

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 22. maí kl. 16:30 í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna. Á fundinum mun Örn Þór Halldórsson verkefnisstjóri ASCENT gönguleiðaverkefnisins hjá Landgræðslu ríkisins fjalla um gönguleiðir á Úlfarsfelli og þá miklu möguleika sem svæðið býður upp á til útivistar.

Hægja á öldrun húðarinnar Vinna gegn hrukkum Gera húðina stinnari

Auk þess munu Tómas G. Gíslason, umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, Bjarni Ásgeirsson deildarstjóri þjónustudeildar og Heiða Ágústsdóttir verkefnastjóri garðyrkju og skógræktar fara yfir þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju.

25%

AFSLÁTTUR

Alir áhugasamir velkomnir, heitt á könnunni.

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Kjósum V-listann! Bjarki Bjarnason forseti bæjarstjórnar leiðir lista VG í komandi kosningum. Hann hefur búið í Mosfellsbæ frá bernskuárum og gjörþekkir sögu bæjarins og samfélagið hér. Bjarki er maður sem hægt er að treysta.

Gerum betur í Mosfellsbæ

www.mosfellingur.is -

21


Andrés Arnalds verkefnastjóri hjá Landgræðslunni hefur komið að beitar- og landgræðslumálum um land allt

Fékk snemma áhuga á undrum náttúrunnar U

mhverfismálin hafa verið fyrirferðarmikil bæði í leik og starfi hjá Andrési Arnalds fyrrverandi fagmálastjóra hjá Landgræðslunni og núverandi verkefnastjóra en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 37 ár. Undanfarin ár hefur hann komið að úrbótum vegna þeirra miklu áhrifa sem vaxandi fjöldi ferðafólks hefur á okkar viðkvæma land. Andrés ætlar að láta af störfum um áramótin en hann segir að hugsjónin um að vernda landið verði ávallt á sínum stað. Andrés er fæddur í Reykjavík 4. desember 1948. Foreldrar hans eru þau Ásdís Andrésdóttir og Sigurður Arnalds útgefendur bóka og tímaritsins Satt en þau eru bæði látin. Andrés á fimm bræður, Jón, Ragnar, Sigurð, Einar og Ólaf en Jón og Einar eru látnir.

HIN HLIÐIN Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Auka völd kvenna, þær eru sammála mér um svo margt. Ertu duglegur að elda? Nei, en góður á grillinu. Hvaða litur lýsir þér best? Allt er vænt sem vel er grænt. Hvað heillar þig í fari fólks? Heiðarleiki. Bestu kaup sem þú hefur gert? Giftingarhringirnir okkar Guðrúnar því þeir hafa enst svo vel. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Þegar ég stakk af út um gluggann í kennslutíma í MR og helmingurinn af jakkanum varð eftir á gluggakrækju, það þótti mjög fyndið. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Broadchurch, tónlistin er svo flott. Uppáhaldsstaður? Rúmið.

Glitrandi vorkvöldin við Húnaflóann „Ég ólst upp í Reykjavík og að hluta til á Ósum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Líklega tengjast æskuminningarnar mest mínu notalegu heimili á Stýrimannastígnum og fjölbreyttum útileikjum. Dvölin á Ósum á einnig stóran sess, að gefa kindunum, þegar ég fékk að velja mér lamb, fyrsta sumarkaupið, móðurlausi sel­kópurinn Harpa, útreiðatúrar og glitrandi vorkvöldin við Húnaflóann. Ég dvaldi fyrst á Ósum þegar ég var 3 ára og var þar síðan öll sumur til 16 ára aldurs auk vetrarins þegar ég varð sex ára.“

guðrún og andrés að fjallabaki

Mannskapurinn gat verið skrautlegur „Ég gekk í Miðbæjarskólann og líkaði vel, ég fékk snemma áhuga á undrum náttúrunnar sem fylgt hefur mér mér æ síðan. Eftir landspróf úr Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti tóku við fjögur dýrðleg ár í Menntaskólanum í Eftir Ruth Örnólfsdóttur laxa á nítján veiðidögum. Talið Reykjavík. Á menntaskólaárunvar upp í árnar og skipin fengu MOSFELLINGURINN um vann ég hins vegar fyrir mér aðeins að veiða einn dag í viku. ruth@mosfellingur.is á togurum, lengst af á síðutogSeinna sumarið fékk ég far aranum Ingólfi Arnarsyni. með rækjubát frá Seattle til Alaska þar sem Á togurunum gat mannskapurinn verið ég ætlaði að reyna að komast á krabbaveiðskrautlegur þegar komið var um borð á ar en lenti í selarannsóknum.“ þeim aflalitlu árum en í ljós kom margt gullið þegar rann af þeim.“ Kynntist húnvetnskri bóndadóttur Skömmu eftir heimkomuna, síðasta Reyndi að komast á krabbaveiðar vetrardag 1975, kynntist Andrés húnvetns„Leiðin lá á Hvanneyri, þar átti ég frábær kri bóndadóttur og hafa þau verið saman ár í Bændaskólanum og framhaldsdeildinni síðan. Hún heitir Guðrún Pálmadóttir og er og útskrifaðist 1971. Við tók nám í beitardósent í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri. stjórnun og stjórnun vistfræði beitilanda í Washington í Bandaríkjunum 1972-74. Þau eiga fjögur börn, Ásdísi Aðalbjörgu Á sumrin var ég sjómaður í Alaska, fyrst f. 1977, Ara Pálmar f. 1980, Ólaf Þór f. 1986 á laxveiðum þar sem við fengum 19.000 og Hólmfríði Ósk f. 1988. Fyrir átti Andrés Stefán f. 1972 með Ráðhildi Stefánsdóttur. Barnabörnin eru sjö.

Andrés og Guðrún ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum.

22

brúðhjónin árið 1978

maður á tónleikum sem eru nokkuð tíðir hjá þessari fjölskyldu. En svo kom loks að mér, ég gekk í Vorboðana, kór aldraðra, nú í vetur. Tónlistin er allra meina bót. Ég hef verið í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar í mörg ár sem er skemmtilegur félagsskapur.

Síðustu árin hef ég komið talsvert að úrbótum vegna þeirra miklu áhrifa sem vaxandi fjöldi ferðafólks hefur á okkar viðkvæma land. Ég hef séð það í gegnum tíðina, allt frá mínum sjómennskuárum, hve stuðningur við þá sem orðið hafa á mistök í lífinu skiptir miklu máli, ekki bara fyrir þá sjálfa, heldur ekki síður fyrir samfélagið.“

Standa vörð um sérstöðu náttúrunnar

Samskiptin breyttust til hins betra

Á árunum 1981-1984 stunduðu hjónin nám í Colorado í Bandaríkjunum og börnin fylgdu með. „Við fluttum svo í Mosfellssveit skömmu eftir að við komum til baka. Það var ári fyrir breytinguna úr sveit í bæ og trúlega var það sveitablærinn og nálægðin við fellin og fjöllin sem réði mestu. Við höfum verið dugleg að stunda útivist og fara í ferðalög og víða farið bæði innanlands og utan. Ég hef komið á fjölmarga fallega staði erlendis, en því oftar sem ég fer til annarra landa þeim mun fegurra finnst mér Ísland. Við þurfum að standa vörð um sérstöðu náttúrunnar og landslagsheilda.“

Umhverfismálin hafa verið fyrirferðarmikil bæði í leik og starfi hjá Andrési. Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri fékk hann „að láni“ frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins sumarið 1981, en svo fór að honum var aldrei skilað. „Mér líkaði starfið hjá Landgræðslunni vel. Á mínum langa ferli hef ég komið að beitar- og landgræðslumálum um land allt. Það reyndi oft á, einkum vegna skilningsleysis á áhrifum beitar. Með tilkomu farsælla samstarfsverkefna, eins og „Bændur græða landið“, breyttust samskiptin við grasrótina mjög til hins betra.“

Tónlistin er allra meina bót

Í túninu heima

„Áhugamál mín eru mörg og hefur tónlistin verið fyrirferðarmikil. Börnin voru í tónlistarnámi hér í bænum og Guðrún hefur lengst af sungið í kórum. Ég var alltaf í klappliðinu og er enn dyggur stuðnings-

Andrés hefur haft mikinn áhuga á umhverfismálum í Mosfellsbæ og tók þátt í stofnun og starfi samtakanna Mosa sem voru mjög öflug á sínum tíma. Í samstarfi við Mosfellsbæ var haldin

- Mosfellingurinn Andrés Arnalds

með lífvörðum í kenía

fjölsótt ráðstefna í Hlégarði árið 1994 sem bar heitið „Í túninu heima“ þar sem fjallað var um umhverfismál, útivist og mannlíf. Samtökin hlutu viðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir framlag til umhverfismála 1996. Árið 2016 var Andrési veitt viðurkenning frá bænum fyrir störf á sviði umhverfismála.

Sæmdur fálkaorðunni Árið 2011 var Andrés sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar. Hann hefur verið virkur í alþjóðlegu samstarfi um landgræðslumál, m.a. sótt fundi erlendis og komið að undirbúningi alþjóðlegra ráðstefna. „Við hér á Íslandi höfum nýtt okkur vel reynslu annarra þjóða, meðal annars til að stuðla að auknu landlæsi og þátttöku bænda jafnt sem almennings í vernd og endurreisn landkosta. Landverndarstarfið í Ástralíu hefur verið þar góð fyrirmynd. Jafnframt höfum við af mikilli þekkingu og reynslu að miðla til annarra þjóða sem eru að stríða við svipuð landeyðingarmál og við höfum verið að fást við hér frá því að skipulagt landgræðslustarf hófst fyrir 110 árum. Á þessum grunni starfar hér Landgræðsluskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna og hef ég verið þar bæði í fagráði og sem kennari frá upphafi.“

Laus við meginskyldur „Síðustu árin hef ég komið talsvert að úrbótum vegna þeirra miklu áhrifa sem vaxandi fjöldi ferðafólks hefur á okkar viðkvæma land. Ástand gönguleiða og staða er víða slæmt og efla þarf fagmennsku í því sem gert er. Nú er ég að draga saman seglin, laus við meginskyldur sem fylgdu því að vera fagmálastjóri Landgræðslunnar og læt af störfum um áramót eftir að hafa starfað í 37 ár hjá þessari merku stofnun. Vissulega tímamót en hugsjónin um að vernda landið verður ávallt á sínum stað,“ segir Andrés er við kveðjumst. Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni.


enía

afni.

ENN

EINFALDARA! Borgaðu fyrirfram um leið og þú pantar með appi eða á netinu.


Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Auglýsing um kjörstað og aðsetur yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar

Tilkynning frá yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar Kjörstaður vegna bæjarstjórnarkosninganna er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og stendur kjörfundur frá kl. 09-22. Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður á sama stað. Símanúmer: 525-9200

Kjördeildir - Sveitarstjórnarkosningar 2018

Kjördeildir - Sveitastjórnarkosningar 2018 Kjördeildir - Sveitastjórnarkosningar 2018

Kjördeild 1

Kjördeild 2

Kjördeild 3

Kjördeild 4

Kjördeild 5

Kjördeild 6

Kjördeild 7

Kjördeild 1 Íslendingar búsettir erlendis Íslendingar búsettir Óstaðsettir í hús erlendis

Kjördeild 2 Bjargslundur Bjarkarholt Bjargslundur Bjartahlíð Bjarkarholt Blikahöfði Bjartahlíð Blikastaðir Blikahöfði Bollatangi Blikastaðir Borgartangi Bollatangi Brattahlíð Borgartangi Brattholt Brattahlíð Brekkuland Brattholt Brekkutangi Brekkuland Brúnás Brekkutangi Bugðufljót Brúnás Bugðutangi Bugðufljót Byggðarholt Bugðutangi Bæjarás Byggðarholt Dalatangi Bæjarás Dvergholt Dalatangi Dælustöðvarvegur Dvergholt Efstaland Dælustöðvarvegur Egilsmói Efstaland Einiteigur Egilsmói Engjavegur Einiteigur Fálkahöfði Engjavegur Fellsás Fálkahöfði

Kjördeild 3 Furubyggð Gerplustræti Furubyggð Grenibyggð Gerplustræti Grundartangi Grenibyggð Grænamýri Grundartangi Hagaland Grænamýri Hamarsteigur Hagaland Hamratangi Hamarsteigur Hamratún Hamratangi Háholt Hamratún Helgadalsvegur Háholt Helgafell Helgadalsvegur Helgaland Helgafell Hjallahlíð Helgaland Hjarðarland Hjallahlíð Hlaðhamrar Hjarðarland Hlíðarás Hlaðhamrar Hlíðartún Hlíðarás Hraðastaðavegur Hlíðartún Hrafnshöfði Hraðastaðavegur Hulduhlíð Hrafnshöfði

Kjördeild 4 Klapparhlíð Krókabyggð Klapparhlíð Kvíslartunga Krókabyggð Lágamýri Kvíslartunga Lágholt Lágamýri Langitangi Lágholt Laxatunga Langitangi Leirutangi Laxatunga

Kjördeild 5 Leirvogstunga Lerkibyggð Leirvogstunga Lindarbyggð Lerkibyggð Litlikriki Lindarbyggð Lynghólsvegur Litlikriki Lækjartún Lynghólsvegur Markholt Lækjartún Merkjateigur Markholt Miðholt Merkjateigur Neðribraut Miðholt Njarðarholt Neðribraut Rauðamýri Njarðarholt Reykjabyggð Rauðamýri Reykjahvoll Reykjabyggð Reykjamelur Reykjahvoll Reykjavegur Reykjamelur Réttarhvoll Reykjavegur Rituhöfði Réttarhvoll Roðamói Rituhöfði Skálahlíð Roðamói

Kjördeild 6 Skeljatangi Skólabraut Skeljatangi Snæfríðargata Skólabraut Spóahöfði Snæfríðargata Stórikriki Spóahöfði Stóriteigur Stórikriki Súluhöfði Stóriteigur Svöluhöfði Súluhöfði Sölkugata Svöluhöfði Tröllateigur Sölkugata

Kjördeild 7 Uglugata Urðarholt Uglugata Vefarastræti Urðarholt Víðiteigur Vefarastræti Vogatunga Víðiteigur Völuteigur Vogatunga Þrastarhöfði Völuteigur Þverholt Þrastarhöfði

Óstaðsettir í hús Aðaltún Akurholt Aðaltún Amsturdam Akurholt Arkarholt Amsturdam Arnarhöfði Arkarholt Arnartangi Arnarhöfði Asparlundur Arnartangi Asparteigur Asparlundur Álafossvegur Asparteigur Álmholt Álafossvegur Ásholt Álmholt Ásland Ásholt Ástu-Sólliljugata Ásland Barrholt Ástu-Sólliljugata Bergholt Barrholt Bergrúnargata Bergholt Birkiteigur Bergrúnargata Bjargartangi Birkiteigur Bjargartangi

Leirutangi

Þverholt

Tröllateigur

Skálahlíð

Hulduhlíð

Húsheiti Að-Bj

Fellsás Húsheiti Bj-Fe

Húsheiti Fu-Hu

Húsheiti Kl-Le

Húsheiti Le-Sk

Húsheiti Sk-Tr

Húsheiti Að-Bj

Húsheiti Bj-Fe

Húsheiti Fu-Hu

Húsheiti Kl-Le

Húsheiti Le-Sk

Húsheiti Sk-Tr

Mosfellsdalur Húsheiti Ug-Þv Mosfellsdalur Húsheiti Ug-Þv


Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Sveitarstjórnarkosningar Boðnir eru fram eftirfarandi framboðslistar við sveitarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ sem fram fara 26. maí 2018

B

Listi Framsóknarflokksins

C

Listi Viðreisnar

D

Listi Sjálfstæðisflokksins

Í

Listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata

1. Sveinbjörn Þór Ottesen

1. Valdimar Birgisson

1. Haraldur Sverrisson

1. Sigrún H. Pálsdóttir

2. Þorbjörg Sólbjartsdóttir

2. Lovísa Jónsdóttir

2. Ásgeir Sveinsson

2. Kristín Vala Ragnarsdóttir

3. Birkir Már Árnason

3. Ölvir Karlsson

3. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

3. Friðfinnur Finnbjörnsson

4. Óskar Guðmundsson

4. Hildur Björg Bæringsdóttir

4. Rúnar Bragi Guðlaugsson

4. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir

5. Sveingerður Hjartardóttir

5. Magnús Sverrir Ingibergsson

5. Arna Björk Hagalínsdóttir

5. Benedikt Erlingsson

6. Kristján Sigurðsson

6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir

6. Hafsteinn Pálsson

6. Úrsúla Jünemann

7. Sigurður Kristjánsson

7. Karl Alex Árnason

7. Helga Jóhannesdóttir

7. Gunnlaugur Johnson

8. Kristín Fjólmundsdóttir

8. Elín Anna Gísladóttir

8. Kristín Ýr Pálmarsdóttir

8. Marta Sveinbjörnsdóttir

9. Ólavía Rún Grímsdóttir

9. Ari Páll Karlsson

9. Sturla Sær Erlendsson

9. Jón Jóhannsson

10. Elín Inga Arnþórsdóttir

10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir

10. Mikael Rafn L. Steingrímsson

10. Sigrún Guðmundsdóttir

11. Leifur Kr. Jóhannesson

11. Pétur Valdimarsson

11. Davíð Ólafsson

11. Birta Jóhannesdóttir

12. Frímann Lúðvíksson Buch

12. Erla Björk Gísladóttir

12. Sólveig Franklínsdóttir

12. Emil Pétursson

13. Ásgerður Gísladóttir

13. Vladimir Rjaby

13. Andrea Jónsdóttir

13. Hildur Margrétardóttir

14. Árni R. Þorvaldsson

14. Guðrún Þórarinsdóttir

14. Unnur Sif Hjartardóttir

14. Sigurður G. Tómasson

15. Sigurður Helgason

15. Jóhann Björnsson

15. Unnar Karl Jónsson

15. Páll Kristjánsson

16. Halldóra Eyrún Bjarnadóttir

16. Sara Sigurvinsdóttir

16. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir

16. Eiríkur Heiðar Nilsson

17. Roman Brozyna

17. Sigurður Gunnarsson

17. Theodór Kristjánsson

17. Sæunn Þorsteinsdóttir

18. Ingi Már Aðalsteinsson

18. Hrafnhildur Jónsdóttir

18. Bryndís Haraldsdóttir

18. Kristín I. Pálsdóttir

L

Listi Vina Mosfellsbæjar

M

S

Listi Miðflokksins

Listi Samfylkingarinnar

1. Stefán Ómar Jónsson

1. Sveinn Óskar Sigurðsson

1. Anna Sigríður Guðnadóttir

2. Margrét Guðjónsdóttir

2. Herdís Kristin Sigurðardóttir

2. Ólafur Ingi Óskarsson

3. Michele Rabora

3. Örlygur Þór Helgasson

3. Steinunn Dögg Steinsen

4. Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir

4. Þórunn Magnea Jónsdóttir

4. Samson Bjarnar Harðarson

5. Olga J. Stefánsdóttir

5. Kolbeinn Helgi Kristjánsson

5. Branddís Ásrún Snæfríðardóttir

6. Sigurður Eggert Halldórsson

6. Margrét Jakobína Ólafsdóttir

6. Jónas Þorgeir Sigurðsson

7. Lilja Kjartansdóttir

7. Ásta B. O. Björnsdóttir

7. Gerður Pálsdóttir

8. Gestur Valur Svansson

8. Valborg Anna Ólafsdóttir

8. Andrea Dagbjört Pálsdóttir

9. Óskar Einarsson

9. Friðbert Bragason

9. Daníel Óli Ólafsson

10. Agnes Rut Árnadóttir

10. Ólöf Högnadóttir  

10. Brynhildur Hallgrímsdóttir

11. Pálmi Jónsson

11. Linda Björk Stefánsdóttir

11. Andrés Bjarni Sigurvinsson

12. Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson

12. Friðrik Ólafsson

12. Lísa Sigríður Greipsson

13. Björn Brynjar Steinarsson

13. Jakob Máni Sveinbergsson

13. Jón Eiríksson

14. Sonja Ósk Gunnarsdóttir

14. Hlynur Hilmarsson

14. Sólborg Alda Pétursdóttir

15. Úflhildur Geirsdóttir

15. Ólafur Davíð Friðriksson

15. Finnbogi Rútur Hálfdánarson

16. Björn Óskar Björgvinsson

16. Jón Pétursson

16. Kristín Sæunnar Sigurðardóttir

17. Valgerður Sævarsdóttir

17. Sigurrós K. Indriðadóttir

17. Guðbjörn Sigvaldason

18. Valdimar Leó Friðriksson

18. Magnús Jósefsson

18. Guðný Halldórsdóttir

Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar, Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Haraldur Sigurðsson Valur Oddsson

V

Listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 1. Bjarki Bjarnason 2. Bryndís Brynjarsdóttir 3. Valgarð Már Jakobsson 4. Katrín Sif Oddgeirsdóttir 5. Bjartur Steingrímsson 6. Rakel G. Brandt 7. Björk Ingadóttir 8. Una Hildardóttir 9. Guðmundur Guðbjarnarson 10. Marta Hauksdóttir 11. Gunnar Kristjánsson 12. Jóhanna B. Magnúsdóttir 13. Karl Tómasson 14. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir 15. Gísli Snorrason 16. Örvar Þór Guðmundsson 17. Elísabet Kristjánsdóttir 18. Ólafur Gunnarsson


Listasalur Mosfellsbæjar

Kristján og Loji umpotta Föstudaginn 11. maí síðastliðinn var opnuð samsýningin Kristján og Loji umpotta í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin er hluti af hátíðinni List án landamæra. Kristján Ellert Arason er fæddur árið 1958 og hefur síðustu níu ár unnið að myndlist á vinnustofum Sólheima. Loji Höskuldsson fæddist árið 1987 og er með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Frá haustinu 2017 hafa þessir tveir listamenn unnið að verkum fyrir sýninguna Kristján og Loji umpotta. Listamennirnir hafa þó einungis hist tvisvar þessa átta mánuði sem þeir hafa unnið saman þar sem Loji er búsettur í Svíþjóð. Samvinnan hefur þó gengið prýðilega og hefur orðið að nokkurs konar leik. Þannig saumar annar út hluta myndarinnar, t.d. blómapottinn eða blómið, og sendir hinum, sem klárar myndina. Kristján og Loji eru miklir áhugamenn um útsaum og í verkunum má sjá fjölda mismunandi saumspora, bæði vel þekkt og sjaldséð. Sýningargestum var boðið upp á hvítvín, kók í gleri og Prins Póló og ríkti mikil gleði. Sýningin stendur til 15. júní og við hvetjum fólk til að láta þessa flottu sýningu ekki fara fram hjá sér fara. Mynd: Magnús Guðmundsson

Bókasafn Mosfellsbæar

Hundar sem hlusta í Bókasafni Mosfellsbæjar Laugardaginn 26. maí 2018 Í samstarfi við félagið Vigdísi - Vini gæludýra á Íslandi býður Bókasafnið börnum að koma í safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda, sem eru sérstaklega þjálfaðir til þessa verkefnis. Þetta er í annað sinn sem Bókasafn Mosfellsbæjar býður upp á þessa samveru hunda og barna. Hverju barni býðst að lesa í u.þ.b. 20 mín. Tveir hundar verða á staðnum þannig að tvö börn geta lesið samtímis, en einungis sex börn komast að. Félagið Vigdís er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um 4 þúsund sjálfboðaliða.

www.n1.is

Lestrarstundir með hundi hafa reynst vel, einkum þeim börnum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn liggur rólegur meðan lesið er og það hjálpar börnunum að slaka á. Sjálfboðaliðinn, eigandi hundsins, ræðir síðan við barnið um innihald sögunnar til að tryggja betri lesskilning. Gott er að barnið hafi valið sér bók eða texta til að lesa. Þeir sem hafa áhuga þurfa að bóka tíma fyrirfram með því að senda Ásdísi tölvupóst á asdisg@mos.is eða hringja í síma 566 6822 milli kl. 10 og 16 virka daga. Tímar sem eru í boði: 11.30, 11.50 og 12.10.

facebook.com/enneinn

Öruggari á Michelin dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is

Michelin CrossClimate+

Michelin Primacy 4

Michelin Pilot Sport 4

• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir

• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra

• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu

• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika

• Halda eiginleikum sínum vel

• Einstakir aksturseiginleikar

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

• Endingarbestu dekkin á markaðnum í sínum flokki

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

26

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

Alltaf til staðar


FYRIR BETRI BÆ

ĝĂƌĚſƫƌ

ƌĚşƐ^ŝŐƵƌ Ϯ͘ƐčƟ͕,Ğ

ϯ͘ƐčƟ͕P

ƌůLJŐƵƌXſ

ƌ,ĞůŐĂƐŽ

Ŷ

ϭ͘ƐčƟ͕^ǀĞŝŶŶMƐŬĂƌ^ŝŐƵƌĝƐƐŽŶ ϰ͘ƐčƟ͕ XſƌƵŶŶ DĂŐŶĞ Ă:ſŶƐĚ ſƫƌ

>ĂƵƐŶŝƌDŝĝŇŽŬŬƐŝŶƐĨLJƌŝƌďĞƚƌŝDŽƐĨĞůůƐďčşϭϬůŝĝƵŵ ϭ͘'ũĂůĚĨƌũĄůƐĂƌƐŬſůĂŵĄůơĝŝƌĨLJƌŝƌďƂƌŶşŐƌƵŶŶƐŬſůƵŵDŽƐĨĞůůƐďčũĂƌ͘ Ϯ͘&ũƂůŶŽƚĂşƊƌſƩĂŚƷƐĄŶčƐƚĂŬũƂƌơŵĂďŝůŝƐĂŵďčƌŝůĞŐƚǀŝĝ&şĨƵŶĂş<ſƉĂǀŽŐŝ͘ ϯ͘'ũĂůĚĨƌũĄůƐƚş^ƚƌčƚſĨLJƌŝƌďƂƌŶϭϳĄƌĂŽŐLJŶŐƌŝ͕ĞůĚƌŝďŽƌŐĂƌĂŽŐƂƌLJƌŬũĂ͘ ϰ͘&ũƂůŐƵŵłƂůƊčƩƵŵƷƌƌčĝƵŵĨLJƌŝƌďƂƌŶşDŽƐĨĞůůƐďč͘ ϱ͘ŝƌŵĄůŝĝǀĞƌĝŝƌĂŶŶƐĂŬĂĝĂĨſŚĄĝƵŵĂĝŝůĂŽŐďčƩƐƚĂĝĂĂůĚƌĂĝĂ͘ ϲ͘ůŐũƂƌƵƉƉƐƚŽŬŬƵŶǀĂƌĝĂŶĚŝłĄƌŵĄůDŽƐĨĞůůƐďčũĂƌ͘ ϳ͘PƌLJŐŐŝƐŵĄůĞŇĚşDŽƐĨĞůůƐďč͘ ϴ͘1ƐůĞŶƐŬĂşƂŶĚǀĞŐŝĄƂůůƵŵƐŬſůĂƐƟŐƵŵşDŽƐĨĞůůƐďč͘ ϵ͘dſŶůŝƐƚĂƌͲŽŐŵĞŶŶŝŶŐĂƌŚƷƐǀĞƌĝŝƐĞƩĄďLJŐŐŝŶŐĂƌĄčƚůƵŶDŽƐĨĞůůƐďčũĂƌ͘ ϭϬ͘^ŬŝƉƵůĂŐƐŵĄůŝŶşDŽƐĨĞůůƐďčǀĞƌĝŝƚĞŬŝŶƟůŐĂŐŶŐĞƌĂƌĞŶĚƵƌƐŬŽĝƵŶĂƌ͘

Ef þig vantar akstur á kjörstað 6809884

Fylgstu með okkur á facebook ĨĂĐĞŬ͘ĐŽŵͬDŝĚŇŽŬŬƵƌŝŶŶDŽƐŽͬ


samFlot nýtur vaxandi vinsælda

Systrasamlagið sækir í sveitastemninguna að Varmá

Standa fyrir vinsælu samfloti í Varmárlaug Sumarlestur 2018 fyrir alla hressa krakka 22. maí - 8. september Sjáumst í Bókasafninu Bókasafn Mosfellsbæjar, Kjarni, Þverholt 2, 270 Mosfellsbær S: 566 6822, bokasafn@mos.is

Systrasamlagið verður með fyrsta SveitaSamflotið í bæ, nánar tiltekið í Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem haldið verður föstudagskvöldið 25. maí, daginn fyrir kosningar. Um svokallað lúxus Sveita-Samflot er að ræða sem á sér orðið meira en þriggja ára farsæla sögu, m.a. á Flúðum og í Laugaskarði í Hveragerði. „Nú færum við Sveita-Samflotið nær höfuðborginni en verður samt í fullkominni sveitastemningu því í okkar huga er Varmárlaugin ekta sveitasundlaug og sannarlega í hópi helstu gersema íslenskar sundlaugamenningar,“ segir Guðrún Krist­jáns­­dóttir, önnur systirin í Systrasamlaginu sem stendur fyrir Sveita-Samflotinu í samvinnu við Flothettu og Mosfellsbæ.

Lengi haft augastað á Varmárlaug „Við höfum lengi haft augastað á Varm­ rlaug undir jafn notalegt heilsudjamm á og Sveita-Samflotin hafa verið enda hefur laugin allt sem þarf. Það er hægt að hita hana í kjörhitastig og klórinn er ekki að trufla skilningarvitin,“ bætir Guðrún við og upplýsir um að fleiri Sveita-samflot séu í smíðum í samvinnu við bæinn. Kvöldstundin samanstendur af jógaupphitun og stuttri fræðslu um heilunarmátt vatnsins, klukkustundarlöngu floti og í lokin verður boðið upp ákaflega innihaldsríka kakódrykkju og næringarríkan bita. Örfá pláss eru laus í Sveita-Samflotið en nánari upplýsingar má nálgast á systra­samlagid.is

Mosfellingar og nærsveitamenn opna kalli emils desjamyri

sumarvörurnar komnar í bymos áburður

6.

pétur

Opið 14:00 -17:00

Íslenska ullin er einstök

1

Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.

Háholt 14 - sími 586 1210

28

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

T


X-L

VINIR MOSFELLSBÆJAR

Handleikum mál af HEIÐARLEIKA - Leitum ÞEKKINGAR í allri ákvarðanatöku Ástundum LÝÐRÆÐISLEGA umræðu og GAGNSÆI

• • • • •

Mótum nýja skóla- og menntastefnu Sýnum festu í deiliskipulagsmálum Stöndum við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum Virkjum reynslu og þekkingu eldri borgara og kraft unga fólksins Hlustum á íbúa og leitum þekkingar Nánar um stefnu Vina Mosfellsbæjar á www.vinirmos.is

FÓLK EN EKKI FLOKKUR

1. Stefán Ómar Jónsson

2. Margrét Guðjónsdóttir Lögmaður

3. Michele Rebora

4. Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir

5. Olga Stefánsdóttir

Viðskiptalögfræðingur

6. Sigurður Eggert Halldóruson

7. Lilja Kjartansdóttir

9. Óskar Einarsson

Verkfræðingur

8. Gestur Valur Svansson Kvikmyndagerðarmaður

Tónlistarmaður

10. Agnes Rut Árnadóttir

Stjórnmálahagfræðingur

11. Pálmi Jónsson

12. Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson

13. Björn Brynjar Steinarsson

14. Sonja Ósk Gunnarsdóttir

Matreiðslumeistari

Bifvélavirki

Stjórnmálafræðingur

Járnsmiður

Grafískur hönnuður

Aðstm. kírópraktors

Skrifstofustjóri

Sölustjóri

15. Úlfhildur Geirsdóttir Heldri borgari

X-L 16. Björn Óskar Björgvinsson Lögg. endurskoðandi

17. Valgerður Sævarsdóttir Hjúkrunarfræðingur

18. Valdimar Leó Friðriksson Fyrrv. alþingismaður

HUGSUM STÆRRA!

Think bigger! Vote X-L. More info at vinirmos.is - 0\ĞONRU]\VWQLHMJáRVXMQD;/ZLĊFHMLQIRUPDFMLQDYLQLUPRVLV

9LUNMXPOêèU èLè1êWXPNRVQLQJDUpWWLQQKYDèVHPYLèNMyVXP


1. Anna Sigríður Guðnadóttir

2. Ólafur Ingi Óskarsson

bæjarfulltrúi og stjórnsýslufræðingur

bæjarfulltrúi og kerfisfræðingur

3. Steinunn Dögg Steinsen

framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfismála

Samfylkingin vill

XS Þéttara stuðningsnet

Til að skólinn geti sinnt þeim börnum sem þarfnast aukins stuðnings þarf öflugt teymi með fjölbreytta sérfræðiþekkingu. Nauðsynlegt er að efla þennan þátt í starfi skólanna.

Leikskólarými fyrir ungbarnafjölskyldur

Öllum börnum frá 12 mánaða aldri verði tryggt leikskólapláss.

Heilsukort fyrir eldri borgara

Við viljum hvetja eldri borgara til virkrar þátttöku í heilsueflandi samfélagi með því að taka þátt í kostnaði við íþrótta- og tómstundaiðkun þeirra.

Menningarhús

Hlégarður verði Menningarhús bæjarins þar sem gróskumikil menningarstarfsemi blómstrar. Haldin verði hugmyndasamkeppni um nýtingu hússins og nágrenni þess með það fyrir augum að fjölbreytt menningar- og félagsstarfsemi eigi þar athvarf.

Grænt skipulag

Með heildstæðu skipulagi grænna svæða getum við byggt upp betri útivistarsvæði og staðið vörð um náttúru bæjarins sem okkur ber skylda til að varðveita fyrir ókomnar kynslóðir. Setja þarf aukinn kraft og fjármuni í verkefnið til að ljúka gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.

Ráða Umboðsmann íbúa

Umboðsmaður sér um að leiðbeina íbúum í samskiptum við stjórnsýslu bæjarins, að leita réttar síns telji fólk á sér brotið og veita ráðgjöf um kæruleiðir vegna þeirra mála sem til hans koma.

7. Gerður Pálsdóttir þroskaþjálfi

8. Andrea Dagbjört 9. Daníel Óli Pálsdóttir Ólafsson kaffibarþjónn

læknanemi

10. Brynhildur 11. Andrés Bjarni Hallgrímsdóttir Sigurvinsson stjórnmálafr.nemi við Háskólann í Edinborg

kennari og leikstjóri

12. Lísa Sigríður Greipsson

deildarstjóri 3.-6. bekkja í Lágafellsskóla

13


ála

óla

4. Samson Bjarnar Harðarson

5. Branddís Snæfríðardóttir

lektor í landslagsarkitektúr

laga- og stjórnmálafræðinemi við HÍ

6. Jónas Þorgeir Sigurðsson vaktstjóri í vöruhúsi

XS Betri Mosfellsbær Opna og skilvirka stjórnsýslu

Áfram verði haldið á þeirri braut að auka aðgengi íbúa að ákvörðunum og áætlunum stjórnsýslunnar. Öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum sem teknar eru af bæjaryfirvöldum skulu vera aðgengileg á vef bæjarins.

Félagslegt leiguhúsnæði

Hið félagslega leiguíbúðakerfi verði eflt þannig að aðgangur Mosfellsbæjar að leiguíbúðum á hverjum tíma svari þörf fyrir félagslegt leiguhúsnæði.

Styttri vinnuviku

Með styttri vinnuviku léttum við álagi af fjölskyldum og aukum möguleika þeirra til samveru. Á kjörtímabilinu verði farið í tilraunaverkefni í nokkrum stofnunum bæjarins þar að lútandi.

Fleiri útiæfingatæki

Í öllum hverfum bæjarins verði sett upp útiæfingatæki í nágrenni við gönguleiðir með það að markmiði að efla heilbrigði og lýðheilsu íbúa á öllum aldri. Sjá nánar á www.sammos.is og á Facebook síðunni Samfylkingin í Mosfellsbæ

13. Jón Eiríksson eftirlaunaþegi

14. Sólborg Alda Pétursdóttir

verkefnastjóri & náms- og starfsráðgjafi

15. Finnbogi Rútur 16. Kristín Sæunnar 17. Guðbjörn Sigurðardóttir Sigvaldason Hálfdánarson lyfjafræðingur

framkvæmdastjóri

verslunarmaður

18. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri


Ky

nn

in

g

Upplýsinga- og tæknimál í skólum Mosfellsbæjar Í janúar síðastliðnum voru stigin fyrstu skrefin í sókn til eflingar upplýsingaog tæknimála í skólum Mosfellsbæjar þegar grunnskólunum voru afhentar fyrstu persónulegu fartölvurnar fyrir starfsfólk. Búið er að tölvuvæða starfsemi Krikaskóla og nú er komið að starfsfólki Lágafellsskóla og Varmárskóla. Unnið er að lokafrá-

Öflugt skautastarf fyrir alla í Birninum Skautaíþróttin er iðkuð allt árið á Íslandi og er Björninn eitt fjögurra íþróttafélaga sem bjóða upp á kennslu í henni allt frá byrjendum til lengra kominna. Í félaginu eru um 150 iðkendur á hverri önn. Skauturum er raðað í getu og aldursflokka og kennt er eftir kerfi sem hefur verið þróað af sérfræðingum hjá Skautasambandi Íslands. Mikil og öflug byrjendanámskeið eru haldin af félaginu og eftir því sem geta barnanna eykst færast þau ofar í æfingaflokkum. Félagið er staðsett í Egilshöllinni í Grafarvogi og er annað tveggja skautafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert skautasvell er í Kópavogi og þjónusta þessi tvö Reykjavíkurfélög því alla skautara af höfuðborgarsvæðinu

Í Birninum eru skautarar af öllu getustigum frá littlum krúttum sem stíga sín fyrstu skref á keppnisferlinum upp í núverandi bikarmeistara 2017 og Íslandsmeistara 2017, en hún kemur einmitt úr Kópavogi. Keppendur á efra stigi fara einnig utan nokkrum sinnum á ári til keppni eða æfinga og átti Björninn þrjá keppendur skráða á síðasta Norðurlandamót auk þess sem skautari frá félaginu hlaut bronsverðlaun á Reykjavíkurleikunum síðustu.

BLIK Bistro&Grill leitar að aðstoðarmanni í eldhús sem sér um undirbúning dagsins.

Vinnutími er frá kl. 7-13 alla virka daga. Umsóknum skal skilað á blikbistro@blikbistro.is

Æskilegt er að með fylgi ferilskrá og upplýsingar um meðmælanda.

Samvinna er lykilatriði Til að ná árangri við slíka uppbyggingu er lykilatriði að allir hagsmunaaðilar stefni að því sameiginlega markmiði að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að áhrifaþættir heilbrigðis felast m.a. í mataræði, hreyfingu og útivist, geðrækt og líðan sem saman skapa lífsgæði okkar auk umhverfis- og efnahagslegra þátta. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til heilsu við allar stefnumótandi ákvarðanir í samfélaginu varðandi t.d. umhverfis-, skóla-, íþrótta-, skipulags- og öldrunarmál. Íbúar þurfa jafnframt að vera virkir þátttakendur og grípa eða benda á öll þau tækifæri sem hægt er að nýta til að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag sem leggur áherslu á heilbrigði og vellíðan íbúa. Samvinna allra, að ógleymdu frumkvæði, er lykillinn að árangri.

Heilsueflandi samfélags lokið og fyrir höndum liggur greiningarvinna og mat á því sem gert hefur verið til að sjá hvar við stöndum. Næsta skynsamlega skref væri að hnýta saman alla þræði undangenginnar vinnu við uppbyggingu heilsueflingar í Mosfellsbæ til að gera Lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið og varða þannig áframhaldandi stefnu í málaflokknum. Slíkt myndi renna enn styrkari stoðum undir þann heilsubæ sem bærinn okkar sannarlega er og tryggja nauðsynlega framþróun.

óðanna innleiddur Lýðheilsustefna

Nú er fyrsta fasa við innleiðingu

32

Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í allt að 50% starf

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar-

o

Nú líður óðfluga að sveitarstjórnarkosningum og áherslur og málefnaskrár framboða í bænum að líta dagsins ljós. Það er ánægjulegt að sjá að flestir ef ekki allir leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu Heilsueflandi samfélags hér í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti.

u ls ið ei rn

Sameinumst um heilsueflandi samfélag

h

Sumarstarf hefst í félaginu þann 11. júní og eru byrjendur boðnir sérstaklega velkomnir á skauta- og leikjanámskeið. Mikil dagskrá er í boði og skemmtilegt tækifæri fyrir þá sem vilja læra að skauta ... hver veit! Kannski er framtíðar Íslandsmeistari meðal þeirra! Finna má allar upplýsingar um félagið á www.bjorninn.com

Aðstoðarmaður í eldhús

h

Nokkur mót og sýningar eru haldin á hverri starfsönn þar sem nemendur sýna foreldrum og öðrum þekkingu sína og dressa sig þá upp í sitt fínasta púss. Mótin eru jafnan miklir viðburðir og félagsandi Bjarnarins svífur yfir vötnum og hrífur með sér unga sem aldna. Skautastjóri Bjarnarins er Christina Phipps en hún er bandarísk og kom til starfa sl. haust. Auk þjálfunar er hennar starf að skipuleggja æfingar, samhæfingu starfsins og uppbyggingu ungra skautara félagsins. Aðalþjálfari er Gennady Kaskov frá Rússlandi. Hann

kemur til Bjarnarins eftir áralangt starf í Kanada og hefur því þekkingu og víðsýni tveggja heimsálfa er kemur að þjálfun og uppbyggingu afreksefna. Um skautaskólann sér svo Eva Björg Bjarnadóttir. Eva er gamall skautari Bjarnarins sem hefur snúið sér að þjálfun eftir að ferlinum í keppni lauk og miðlar þar af reynslu sinni til byrjenda í greininni.

gangi lagna í skólahúsnæðinu og uppsetningu tölvanna sem eru komnar í hús en gert er ráð fyrir að því verkefni verði lokið fyrir upphaf næsta skólaárs. Með sama hætti hefur verið hafist handa við að koma upplýsinga- og tæknimálum leikskóla Mosfellsbæjar á sama stað og grunnskólanna.

Ávinningur allra Uppbygging Heilsueflandi samfélags er ávinningur fyrir alla og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hver króna sem varið er í heilsueflingu og forvarnir skilar sér margfalt til baka til samfélagsins svo ekki sé minnst á bætta heilsu og aukin lífsgæði allra, þar liggja raunverulegu verðmætin. Leggjumst öll á árarnar til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Heilsueflandi samfélags í bænum okkar því við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem áhersla er lögð á vellíðan og lífsgæði allra íbúa. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ

Heilsuvin í Mosfellsbæ

heilsuvinóskar í mosfellsbæ eftir að ráða framkvæmdastjóra í allt að 50% starf

Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar-


U N GT F Ó L K TIL FORYSTU

Á lista Viðreisnar eru fimm frambjóðendur af fyrstu níu 30 ára eða yngri

Borgarlína og betri almenningssamgöngur Fjölbreytt framboð íbúðarhúsnæðis Atvinnulíf í Mosfellsbæ geti boðið fjölbreytt og eftirsóknarverð störf Heilsugæsla efld í Mosfellsbæ Loftgæði mæld reglulega Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur Aukið val foreldra með fleiri ungbarnadeildum á leikskólum Öflug íþrótta- og æskulýðsstarfsemi með framúrskarandi íþróttamannvirkjum Bætt aðstaða Tónlistardeildar Mosfellsbæjar, Bæjarleikhússins og Myndlistaskólans Treystum ungu fólki til góðra verka

1. Valdimar Birgisson, 2. Lovísa Jónsdóttir, 3. Ölvir Karlsson, 4. Hildur Björg Bæringsdóttir, 5. Magnús Sverrir Ingibergsson, 6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, 7. Karl Alex Árnason, 8. Elín Anna Gísladóttir, 9. Ari Páll Karlsson, 10. Olga Kristrún Ingólfsdóttir, 11. Pétur Valdimarsson, 12. Erla Björk Gísladóttir, 13. Vladimír Rjaby, 14. Guðrún Þórarinsdóttir, 15. Jóhann Björnsson, 16. Sara Sigurvinsdóttir, 17. Sigurður Gunnarsson, 18. Hrafnhildur Jónsdóttir

vidreisnmoso.is


Öflugt aðhald hefur einken Mosfellsbæjar og ljóst að þö við vinna áfram að velferð a

Gegnsæi og Íbúaþátttaka

Fræðslu- og skólamál

Húsnæðis- og sk

1. Fagleg, heiðarleg og gegnsæ stjórnsýsla með opnu bókhaldi 2. Ráðum ópólitískan bæjarstjóra 3. Tökum hagsmuni heildarinnar fram yfir sérhagsmuni 4. Auka íbúaþátttöku í málefnum Mosfellsbæjar 5. Ákvarðanataka fyrir opnum tjöldum 6. Íbúafundir um málefni bæjarfélagsins

1. Heildræn samvinna fagaðila í málefnum skólabarna 2. Málefni barna með sérþarfir sett í forgang 3. Bætum starfsumhverfi kennara og nemenda 4. Skóli, íþróttaaðstaða og tónlistarnám á sama svæði 5. Vinnum á virkan hátt gegn einelti 6. Bætum aðstöðu til tónlistarkennslu í skólum

1. Mosfellsbær axli samf í húsnæðismálum 2. Leysum húsnæðisvand tekjulægri íbúa 3. Heildræn skipulagsste við íbúa 4. Skipulagsvald tekið al skipulagi ekki breytt l 5. Látum hagkvæmni og húsagerð fara saman 6. Eflum almenningssam fjölgum hleðslustöðvu


nkennt starf Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn að þörf er á því áfram. Með liðsstyrk Pírata munum ferð allra Mosfellinga af festu og heiðarleika

og skipulagsmál

axli samfélagslega ábyrgð álum æðisvanda ungs fólks og úa pulagsstefna í samráði

tekið alvarlega og i breytt lóð fyrir lóð æmni og vandaða a saman ningssamgöngur og slustöðvum fyrir rafbíla

Útivist og umhverfi

Velferð fyrir alla

1. Íþrótta- og útivistarsvæði við allra hæfi 2. Viðhöldum og leggjum samfellda útivistarstíga í öllum bæjarhlutum 3. Mótum skógræktarstefnu og tökum inn í bæjarskipulag 4. Kortleggjum land með tilliti til náttúrugæða og umhverfisverndar 5. Mælum og miðlum loft- og vatnsgæðum til íbúa í rauntíma 6. Verðum plastpokalaus bær og aukum flokkun á úrgangi

1. Fjárhagsaðstoð taki mið af grunnframfærslu 2. Vönduð fjárhagsáætlunargerð 3. Bætum grunnþjónustu við íbúa 4. Eflum heimaþjónustu aldraðra 5. Bætum aðgengi fatlaðra og innleiðum NPA strax 6. Virk atvinnu- og lóðastefna fyrir lítilog meðalstór fyrirtæki


Birna Kristín nýr formaður Aftureldingar

Aukaaðalfundur Aftureldingar fór fram í vallarhúsinu að Varmá 7. maí. Fundurinn var snarpur en góður því kosning í stjórn félagsins var eina mál á dagskrá. Birna Kristín Jónsdóttir var kjörin nýr formaður félagsins. Hún tekur við formennsku af Dagnýju Kristinsdóttur sem hefur verið formaður félagsins frá árinu 2015. Birna þekkir félagið vel enda verið gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Aðalstjórn Aftureldingar 2018-2019 er eftirfarandi: Birna Kristín Jónsdóttir, formaður, Geirarður Long, Gunnar Skúli Guðjónsson, Haukur Skúlason, Kristrún Kristjánsdóttir, Sigurður Rúnar Magnússon og Þórdís Sveinsdóttir.

Lokahóf handboltans Lokahóf handknattleiksdeildar Aftureldingar var haldið laugardagskvöldið 12. maí. Hófið var hið glæsilegasta en að því stóðu meistaraflokkar karla og kvenna, ásamt barna- og unglingaráði. Valin voru efnilegustu og bestu leikmenn meistaraflokka fyrir tímabiiið 2017-2018. Besti leikmaður kvenna var kjörin Þóra María Sigurjónsdóttir og efnilegasti leikmaður var Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir. Besti leikmaður karla var Elvar Ásgeirsson og sá efnilegasti Gestur Ólafur Ingvason.

haraldur, Þóra maría, Brynja Rögn og Davíð

einar andri, elvar og gestur ólafur

Árlegar æfingabúðir með skoskum meisturum

Máni, Oddný, Karin og Þórður

Æfa með landsliðinu Nú á dögunum voru þrír iðkendur úr afrekshóp karatedeildar Aftureldingar valin til að æfa með landsliðinu í kata. Þetta eru þau Máni Hákonarson, Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrýsson. Á myndinni má sjá þau ásamt Karin Hägglund, fyrrum landsliðsþjálfari Svía í kata, á æfingum sem karatesambandið stóð fyrir 20.-22. apríl.

Helgina 27.-29. apríl sáu sensei Steven Morris, 7. dan, og sensei Paul Lapsley, 5. dan, ásamt Colin aðstoðarþjálfara um árlegar æfingabúðir og beltagráðun hjá karatedeildum Aftureldingar og Fjölnis. Helgin hófst á æfingabúðum í Egilshöll fyrir brún- og svartbeltara og hélt áfram laugardaginn 28. apríl opin öllum aldurshópum. Fyrri hluta dags var æft kata, bunkai og kumite og yngri iðkendur tóku beltapróf. Síðdegis hófst svo eiginleg beltagráðun brúnog svartbeltara sem stóð til kl. 18. Að þessu sinni tóku fjórir iðkendur 1. dan svart belti en einnig bættust þrír nýir svartbeltarar í hópinn sem fengu Shodan ho. Það var glatt á hjalla að Varmá þegar hvað fjölmennast var í húsinu á laugardagsmorgninu. Yngstu iðkendurnir gáfu ekkert eftir og fylgust vel með þótt þau hafi eflaust á fullt í fangi með skilja skoskuna.

ungir karateiðkendur

Silfurlið Aftureldingar í Mizunodeild kvenna í blaki Keppnistímabilið hjá kvennaliði Aftureldingar lauk í enda apríl en liðið lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Þrótt frá Neskaupsstað. Þróttarar höfðu betur í einvíginu og stóð uppi sem sigurvegari en lið Aftureldingar varð í öðru sæti. Liðið varð einnig í öðru sæti í deildarkeppninni og féll út í undanúrslit­um Kjörísbikarkeppni Blaksambands Íslands fyrir Þrótti Neskaupsstað. Uppskera liðsins eftir tímabilið er því 2 silfur og ljóst að liðið er ávallt að keppa til úrslita þó að herslumuninn hafi vantað uppá til að klára gullið þetta árið.

Uppskeruhátíð Blaksambandsins Í uppskeruhófi Blaksambands Íslands sem var þann 11. maí var valið í lið ársins í Mizunodeild karla og kvenna ásamt því að veita einstaklingsverðlaun. Í liði ársins hjá konum átti Afturelding tvo fulltrúa en Kristina Apostolova var frelsingi (líberó) og Fjóla Rut Svavarsdóttir var valin sem önnur af miðjumönnum ársins. Fjóla fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera stigahæsti leikmaðurinn í hávörn. Í vali á efnilegustu leikmönnum Mizunodeildanna var Ólafur Örn Thoroddsen valin efnilegasti leikmaður karla en Ólafur Örn er 17 ára gamall og spilaði stöðu kristina fjóla frelsingja í vetur.

36

- Íþróttir

Magnað maraþon!

3. flokkur karla í knattspyrnudeildar Aftureldingar heldur í keppnisferð til Barselóna í sumar. Til að afla fjár til ferðarinnar tóku piltarnir sig til og spiluðu knattspyrnu sleitulaust í 12 klst, laugardaginn 12. maí. Vinum, vandamönnum og bæjarbúum gafst svo kostur á að heita á knattspyrnuhetjurnar. Áheitasöfunun gekk mjög vel en á aðra milljón króna söfunuðust. Þetta var langur, þreyttur en mjög skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Strákarnir vilja senda þakklætiskveðjur til styrktaraðila og bæjarbúa fyrir stuðninginn.

Áfram

Afturelding! ólafur örn


SUMARNÁMSKEIÐ Aftureldingar Frjálsíþróttir Handbolti Knattspyrna KörFubolti sund

Nánari upplýsingar á www.afturelding.is


Sveita-Samflot undir vorhimni í Varmárlaug Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu Mosfellsbæ kynna fyrsta lúxus Sveita-Samflotið í bæ, í hinni einstöku Varmárlaug í Mosfellsbæ. Föstudagskvöldið 25. maí, frá 20-21.30. Thelma Björk jógakennari og flotþerapisti leiðir Sveita-Samflotið og fræðir okkar um heilunarmátt vatnsins. Nærum okkur eftir flotið með róandi cacaódrykk, orkubita og skoti að hætti Systrasamlagsins. Miðasala á einstakt heilsudjamm á www.systrasamlagid.is

ÖRFÁ PLÁSS LAUS.

GOTT NÁM Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Borgarholtsskóli er fjölbreyttur og framsækinn skóli sem leggur áherslu á að allir fái nám við sitt hæfi. Boðið eru upp á margar námsleiðir í bóknámi, listnámi, iðnnámi og starfsnámi.

AFREKSÍÞRÓTTIR

LISTNÁMSBRAUT TIL STÚDENTSPRÓFS

BÍLTÆKNIBRAUTIR

MÁLM- OG VÉLTÆKNIBRAUTIR

BÓKNÁM TIL STÚDENTSPRÓFS

SÉRNÁMSBRAUT

FRAMHALDSSKÓLABRAUT

FÉLAGSVIRKNIOG UPPELDISSVIÐ

Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur til 13. apríl. Lokainnritun 10. bekkinga verður 4. maí – 8. júní. Innritun annarra nema en 10. bekkinga stendur til 31. maí. Nánar á www.menntagatt.is

www.bhs.is

38

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

si.sh


fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Verið hjartanlega velkomin

Háholti 13-15

s. 564 4500

www.mosfellingur.is -

39


start mark

3k m

0m 90

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2018 Frjálsíþróttavöllurinn að Varmá laugardaginn 2. júní kl. 11:00 • Skráning / bolasala hefst klukkan 9:30 við Varmá. • Upphitun kl. 10:30 • Hlaupið hefst kl. 11:00. • 1.000 krónur fyrir 12 ára og yngri en 2.000 krónur fyrir eldri en 12 ára. • Forsala hefst í Lágafellslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug 24. maí. • Mosfellsbær býður upp á andlitsmálun fyrir börnin fyrir og eftir hlaup. • Allir þátttakendur fá bol og verðlaunapening, auk þess fá langömmur rós. • Frítt í sund að Varmá í boði Mosfellsbæjar að hlaupi loknu. • Næg bílastæði við íþróttamiðstöðina að Varmá, Hlégarð og Brúarland. • Mætum tímanlega • Veldu þér vegalengd og njóttu þess að hlaupa eða ganga á þínum hraða í góðum félagsskap.

Kjúklingakvennasalat T i l b o ð Mættu í bolnum á Hvíta Riddarann að loknu hlaupi og fáðu dýrindis kjúklingasalat á 1.500 kr.

(við hlið Krónunnar)

Kveðja frá bæjarstjóra Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er orðið að ómissandi hefð í byrjun sumars í Mosfellsbæ. Aðstaðan til útivistar og hreyfingar er einstök í okkar heilsueflandi samfélagi. Bærinn býður upp á fjölbreytt umhverfi frá náttúrunnar hendi. Mig langar til að hvetja unga sem aldna, konur og karla til að mæta að Varmá og taka þátt í hlaupinu í ár. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.  

Með bestu kveðju Haraldur Sverrisson bæjarstjóri


Sjóvá

Kvennahlaup ÍSÍ

í Mosfellsbæ

Laugardaginn

2. júní

900 m 3 km 5 km 7 km

m 5k

7

km

Kvennahlaupið á Eirhömrum Fimmtudaginn 31. maí kl. 14:00. Vegalengd miðuð við getu hvers og eins. Forsala bola hjá Elvu í félagsstarfinu.

Cei\[bbiX³h

C


Nemendur úr sérdeild FMOS áhugasamir í áfanga um plastnotkun

Áhyggjur af plastmengun Í upphafi annar í listgreinaáfanga í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ var rætt um að gera áfanga um plastnotkun. Áfanginn kæmi inn á hönnun, framleiðslu og sölu. Þegar umræðan um áfangann hófst fóru hjólin að snúast. Allir voru sammála um að það þyrfti að sporna við þeirri þróun sem er orðin að veruleika í heiminum. Plastmengun. Byrjað var að rissa og skissa upp hugmyndir í verkefnabækur. Flestir nemenda höfðu eitthvað til málanna að leggja og fengu innblástur að þeim hugmyndum sem á blað komu á augabragði.

plast drepur náttúruna

margnota pokar útbúnir í fmos

Hnötturinn að drukkna í rusli Hafist var handa við að skapa og úr varð verkefnið Plast drepur náttúruna. Fylltur var stór heimagerður plastpoki, af plastrusli og efst í pokanum flýtur hnattlíkan sem virðist vera að drukkna í rusli. Svolítið táknræn fyrir það sem við sjáum dags daglega. Síðan þróaðist verkefnið út í það að taka úr umferð fjölnota plastpoka því þeir eru aðeins notaðir rétt á meðan vörurnar eru fluttar á milli búðar og heimilis sem eru sirka 20 mínútur. Nemendur fengu allskonar tauefni og sköpunargleðin fór á flug. Til urðu margnota pokar fyrir grænmeti, ávexti, sælgæti og almenn innkaup. Nú var ekki aftur snúið og saumavélin notuð óspart. Nemendur vildu ólmir koma á framfæri sýn sinni á þetta vandamál á ýmsan hátt. Einn gerði áhrifaríkt

myndband sem sýnir hvert stefnir og annar gerði lógó fyrir hugmyndina. Myndlistakennarinn Jóhanna Jakobsdóttir og stuðningsfulltrúarnir Agla Björk Róberts og Inga Dóra Glan unnu með nemendum að þessu verkefni. Þær segjast afar stoltar af nemendunum og vonast svo innilega til að fleiri sjái sér fært að taka þátt í verkefninu Plast drepur náttúruna, með því að nota frekar taupoka bæði til innkaupa og almennra nota.

Flottir tónleikar í Hlégarði

hljómsveitin öræfajökull

Miðvikudaginn 25. apríl fóru fram sannkallaðir stórtónleikar í Hlégarði þar sem allir samspilshópar tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar komu fram. Nemendurnir sem komu fram eru úr rytmískri deild skólans þar sem áhersla er lögð á popp, rokk og jazz tónlist. Alls léku sjö hljómsveitir þetta kvöld og buðu uppá tvær klukkustundir af flottri tónlist. Að sögn deildarstjóra deildarinnar, Sigurjóns Alexandersonar vantar tilfinningalega mikið húsnæði fyrir tónlistardeildina með góðum tónleikasal. Hljómsveitirnar sem komur fram voru: Rokkbál, Haf-son, Ice-Dragon, Villikettirnir, Ready, Öræfajökull og Piparkorn.

ready fyrir utan hlégarð

Nýr kastali tekinn í notkun með viðhöfn Kastali í Ævintýragarðinum í Mosfellsbæ var vígður laugardaginn 12. maí og að því tilefni var efnt til vígsluhátíðar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum lék veðrið við þá sem mættu í vígsluna og úr varð góð skemmtun fyrir börn og fullorðna.

Myndir/RaggiÓla

ævintýragarðurinn

42

- Fréttir úr bæjarlífinu


TILVALIĂ? FYRIR AFMĂ&#x2020;LI, Ă&#x2020;TTARMĂ&#x201C;T, GĂ&#x2013;TUGRILL EĂ?A Ă&#x2013;NNUR HĂ TĂ?Ă?ARHĂ&#x2013;LD

SĂ&#x201C;TT OG SKILAĂ? Ă? SAMA Ă SIGKOMULAGI $XNDJMDOGI\ULUĂ&#x20AC;XWQLQJiK|IXèERUJDU VY èLQXHIĂŹHVVHUyVNDèNU

1

2 Barnabrautin

Spennandi hoppukastali Ăžar sem gengiĂ° er inn um gin krĂłkĂłdĂ­lsins. Ă&#x17E;orir Þú? Hoppandi kĂĄtir krakkar verĂ°a ekki sviknir af Ăžessari skemmtun.

Kastali fyrir yngstu kynslóðina Þar sem fullorðna fólkið getur aðstoðað af hliðarlínunni. Rennibraut og Þrautir sem gaman er að glíma við.

StÌrðP OHQJG P EUHLGG P K è

StÌrðP OHQJG P EUHLGG P K è

DAGSLEIGA

20.000 KR.

DAGSLEIGA

24.000 KR.

3 Taj Mahal

4 Rennibrautin

Litríkur og sumarlegur hoppukastali. Auðvelt að gleyma sÊr í nýjum Ìvintýraheimi. Kastali sem vekur athygli hvar sem hann er.

HÊr få krakkarnir alla Þå útrås sem Þeir Þurfa. Hår og svipmikill hoppukastali. Nú reynir å útsjónarsemi og snerpu, hring eftir hring.

StÌrðP OHQJG P EUHLGG [P K è

StÌrðP OHQJG P EUHLGG P K è

DAGSLEIGA

Myndir/RaggiĂ&#x201C;la

ERUM Ă? MOSĂ&#x201C;

24.000 KR.

Hoppukastalarnir eru auðveldir í uppsetningu og komast í skott å venjulegum fólksbíl Þegar aftursÌtin eru lÜgð niður. Í~V NLUDèPRUJQLRJVNLODUDèNY|OGL

Sendu okkur lĂ­nu ĂĄ facebook! www.facebook.com/hoppukastalar hoppukastalar@gmail.com - s. 690-0123

DAGSLEIGA

28.000 KR.

CANDY FLOSS VĂ&#x2030;L TIL LEIGU 50 skammtar fylgja

DAGSLEIGA

18.000 KR.


Hvers vegna Framsókn?

Framtíðin er í Mosfellsbæ

Við sem skipum lista Framsóknar hér í Mosfellsbæ stöndum fyrir hefðbundin gildi flokksins. Frjálslynda félagshyggju, umbætur og samvinnu, manngildi ofar auðgildi. Framsókn hefur hagsmuni heildarinnar í fyrirrúmi. Stefna flokksins í orði og verki byggist á jákvæðni sem leitast við að sætta ólík sjónarmið og vinna gegn öfgum. Við viljum að duglegt fólk hafi svigrúm til athafna um leið og við tryggjum að þeir sem þarfnast aðstoðar njóti liðsinnis samfélagsins. Í okkar augum er samfélag samvinna, þar sem fólk hjálpast að um leið og það fær að njóta sín sem einstaklingar. Árið 2014 lögðu við Framsóknarmenn mikla áherslu á byggingu nýs fjölnota íþróttahúss. Nú sé ég að aðrir flokkar eru á sömu línu og er það gott. Mosfellsbær verður að sjá sóma sinn í að nýtt fjölnotahús rúmi þá miklu aðsóknaraukningu sem orðið hefur t.d. í fótbolta. Samnýting verður svo að vera við sem flestar aðrar íþróttir og má síðan nýta sem skjól fyrir veðrum til lýðheilsuverkefna t.d. léttra íþrótta eldri borgara. Arðsemi af heilbrigði aldraða er mikil. Framlög til íþrótta- og tómstundamála þeirra er því baráttumál okkar Framsóknarmanna enda kemur slíkt margfalt til baka í lægri umönnunarkostnaði og ekki síst

Mosfellsbær er fallegt samfélag með vinalegu fólki. Við konan mín fluttum í bæinn fyrir áramót með börnin okkar, Eric þriggja ára og Leiu fimm ára. Leikskólinn sem þau eru á er einn sá besti sem við höfum kynnst og grunnskólinn sem þau munu sækja virkar mjög traustvekjandi. Ég vona að börnin fái að njóta þess tómstundastarfs sem í boði er þegar fram líða stundir, en umfram allt vil ég að þeim líði vel.

ánægðari borgara. Yfirleitt þegar skóla bæjarins ber á góma hefur fólk ákveðnar skoðanir og auðvitað vilja foreldar að börnin séu í góðum skólum. Skólastarf er einn mikilvægasti málaflokkur sérhvers sveitafélags. Annars vegar vegna þess að sá málaflokkur er stór útgjaldaliður sveitafélagsins. Hins vegar vegna þess að gott skólastarf leggur grunn að framtíð barnanna okkar. Skólar verða aldrei betri en starfsfólkið sem þar vinnur. Við ætlum að forgangsraða í þágu menntunar og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. Það er hreint til skammar hversu núverandi meirihluti hefur látið heilbrigðisþjónustu og þjónustustig drabbaðst niður. Engu hefur verið bætt við og þó aðallega verið skorið niður ... með Sjálfstæðisflokkinn í helstu ráðuneytum, m.a. heibrigðisráðuneytið, og á sama tíma með meirihluta í Mosfellsbæ. Já, þetta er til skammar, við getum gert miklu betur og það ætlum við Framsóknarmenn að gera. Elskurnar mínar, það eru 8 listar í boði en það er bara einn XB. Sveinbjörn Ottesen oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ.

Traust fjárhagsstaða Mosfellsbæjar Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur hvarvetna trausts. Á undanförnum árum hefur þessi trausta fjárhagsstaða verið nýtt til að auka þjónustu við bæjarbúa og lækka álögur. Grettistaki hefur t.d. verið lyft í þjónustu við yngstu börnin m.a. með því að setja á laggirnar ungbarnadeildir á leikskólunum og lækka leikskólaaldurinn niður í 13 mánaða aldur. Álagningarhlutföll fasteignaskatts hafa lækkað um rúm 15%, heita vatnið og leikskólagjöldin lækkuð um 5%, afsláttur af fasteignagjöldum til eldri borgara hefur hækkað verulega, frístundaávísun hækkað um 280% og útsvar verið lækkað svo eitthvað sé nefnt. Á næsta kjörtímabili ætlum við Sjálfstæðisfólk í Mosfellsbæ að halda áfram á sömu braut. Við ætlum m.a. að miða við að öll börn 12 mánaða og eldri eigi kost á leikskólaþjónustu og við ætlum að halda áfram að lækka álögur á íbúa og tryggja áfram trausta og ábyrga fjármálastjórn með gegnsæi að leiðarljósi.

Góð afkoma bæjarsjóðs Forsenda þess að hægt sé að lækka álögur og stórauka þjónustuna eins og raun ber vitni er að fjárhagur sveitarfélagsins sé traustur og afkoma góð. Á síðasta ári var um 560 mkr. rekstrarafgangur af bæjarsjóði og á árunum 2015-17 var samtals um 900 mkr. rekstrarafgangur. Á sama tíma var veltufé frá rekstri jákvætt um samtals 3.500 mkr. en veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitala sveitarfélaga. Hún mælir hvað miklir fjármunir eru eftir á bankareikningnum þegar búið er að greiða allan kostnað og leiðrétta fyrir reiknuðum liðum eins og verðbótum og afskriftum. Heildarfjárfestingar á þessu tímabili voru hinsvegar um 3.240 mkr. eða töluvert lægri upphæð en veltufé frá rekstri. Þetta þýðir að allar fjárfestingar á þessum tíma voru fjármagnaðar með eigin fjármunum og afgangur til upp í afborganir skulda. Þetta á sér stað á einum af mestu uppbyggingartímum bæjarins sem hlýtur að teljast afar góður árangur.

komið í 200%. Samkvæmt núverandi fjármálareglum sveitarfélaga hefði slík staða kallað á alvarlegar aðgerðir eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga gagnvart Mosfellsbæ og væri stutt í að bænum yrði skipuð fjárhaldsstjórn. Sjálfstæðismenn tóku við stjórnartaumunum í Mosfellsbæ árið 2002 og hefur skuldaviðmið farið hríðlækkandi allt frá því og var komið niður í 109% af tekjum í árslok 2017. Árið 2002 var veltufé frá rekstri neikvætt um rúmar 100 mkr. á núvirði sem þýddi að taka þurfti lán fyrir venjubundnum rekstri eins og greiðslu launa. Það var afar alvarleg staða. Nú er öldin önnur og allt annar bragur á fjárhag Mosfellsbæjar og sem dæmi er tekið að miðað við núverandi hlutfall veltufjár frá rekstri tæki það sveitarfélagið um 6 ár að greiða niður allar skuldir bæjarins ef um engar fjárfestingar væri að ræða. Það þætti góð staða á hverju heimili.

Mosfellsbær nýtur trausts Mosfellsbær nýtur mikils og góðs trausts sem sést best á því að fjármögnun framkvæmda hefur gengið vel og að bænum bjóðast vextir sem eru með því lægsta sem býðst. Fyrr á þessu ári var tekið lán til endurfjármögnunar á 2,58% vöxtum sem er með því allra lægsta sem þekkist hjá sveitarfélögum. Gott lánstraust og lágir vextir eru meðal annars vegna góðs og trúverðugs rekstrar bæjarins og þess að bærinn hefur og getur staðið við skuldbindingar sínar. Bærinn hefur aðgang að hagkvæmum lánalínum hjá bönkum og lánastofnunum sem stuðlar að lægri vaxtakostnaði sem gerir bænum unnt að spara sér vaxtakostnað og hafa veltufjárhlutfallið undir einum sem fátítt er meðal sveitarfélaga. Á þessum trausta grunni viljum við Sjálfstæðisfólk halda áfram að byggja bæinn okkar upp í góðu samstarfi við frábært starfsfólk Mosfellsbæjar. Settu X við D þann 26. maí n.k. Það skiptir máli hverjir stjórna.

Skuldahlutfall lækkar Þegar vinstri menn stjórnuðu bænum fram til ársins 2002 var skuldahlutfallið

44

- Aðsendar greinar

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ.

En það eru blikur á lofti Ég hef áhyggjur af þróun skólamála í Mosfellsbæ þrátt fyrir stutta búsetu í bænum. Ég horfi á hverfi rísa þar sem tvö hundruð börn búa og er þeim ætlað að sækja skóla í öðru hverfi sem þegar er yfirsetinn. Önnur hverfi eru einnig í byggingu þar sem upphaflega var gert ráð fyrir 52 íbúðum en er samkvæmt deiliskipulagi er búið að hækka þá tölu í 212 íbúðir. Ekki er fyrirsjáanlegt í hvaða skóla börnin í því hverfi eiga að fara. Þessu hef ég áhyggjur af. Það sem heillaði okkur fjölskylduna við bæinn var hugmyndin um heilnæmt og heilsusamlegt samfélag fyrir fjölskyldu okkar. Nánd við náttúru, barnvænt umhverfi og ásýnd bæjarins hafði áhrif á val okkar. Nú viljum hvergi annars staðar búa en ég hef áhyggjur. Þörfin fyrir nýtt húsnæði má ekki ganga á gæði skólaumhverfisins og upplifun barna okkar. Við megum ekki gefa eftir í skipulags- og skólamálum þó að við séum undir pressu að fjölga íbúðum í Mosfellsbæ. Það eru blikur á lofti um að líðan barna og ungmenna fari versnandi og það sem kom okkur á óvart hvað einelti virðist vera

algengt. Það er mikilvægt að við sýnum gott fordæmi og ráðumst saman í að vinna bug á þessum vanda fyrir börnin, unga fólkið og bæinn okkar. Hluti af þessu er að huga að samhliða uppbyggingu hverfa séu leikskólar og grunnskólar til staðar sem taki við nýjum nemendum. Skólarnir þurfa að vera vel mannaðir og hver skóli að hafa íþrótta- og tónlistar­aðstöðu. Umfram allt verðum við að passa að börnunum okkar líði vel í skólanum sínum og heildræn samvinna sé milli fagaðila í málefnum skólabarna. Mín framtíðarsýn fyrir bæinn er einföld. Ég vil heilnæmt og heilsusamlegt umhverfi fyrir börnin og að Mosfellsbær verði skipulagður af sérfræðingum í samstarfi við bæjarbúa. Taka þarf tillit til allra þátta sem eru nauðsynlegir hverju samfélagi, eins og skóla í nýjum hverfum. Mosfellsbær á að vera með gagnsæja stjórnsýslu sem nýtir þátttöku bæjarbúa sem vegvísi til framtíðar. Með gegnsæi, fagmennsku og íbúaþátttöku að leiðarljósi verður bæjarfélagið okkar betra. Við sköpum vettvang fyrir einstaklinga og hópa til að taka þátt í umræðum um málefni Mosfellsbæjar. Við sýnum fordæmi hvernig við komum saman og leysum úr málum. Það væri gott veganesti fyrir unga fólkið okkar. Það væri mér heiður að fá að taka þátt í því starfi fyrir börnin okkar, nýja vini og nágranna. Framtíðin er í Mosfellsbæ. Friðfinnur Finnbjörnsson er í 3. sæti Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ.

Geta allir búið í Mosfellsbæ? Eitt af verkefnunum fram undan er að takast á við húsnæðisvanda tekjulægri hópa í Mosfellsbæ. Á undanförnum árum hefur íbúðaverð og leiga hækkað langt umfram launahækkanir og neyðarástand skapast sem bitnar hvað harðast á þeim sem hafa minnstar og lágar meðaltekjur. Sveitarfélög eru í lykilstöðu til að hafa áhrif til lækkunar á húsnæðisverði. Þau hafa skipulagsvaldið og ber lagaleg skylda til að sjá þeim efnaminnstu fyrir húsnæði. Undir stjórn D- og V-lista hefur Mosfellsbær sýnt litla fyrirhyggju þegar kemur að því að ráða bót á þessum vanda og beita sér fyrir lækkun íbúða- og leiguverðs.

Félagslegt húsnæði í lágmarki Samkvæmt könnun Velferðarráðuneytisins frá árinu 2016 er framboð á félagslegu húsnæði misjafnt eftir sveitarfélögum. Samt er það verkefni lögbundið. Mosfellsbær kom illa út úr könnuninni og er framboðið hér með því lægsta sem gerist. Orsökin er sú að meirihluti D- og V-lista hefur fylgt þeirri stefnu að byggja hvorki né kaupa íbúðir. Frá árinu 2002 hefur Mosfellsbær keypt eina félagslega íbúð til viðbótar við þær þrjátíu sem fyrir voru. Viðkvæðið hefur verið að taka frekar íbúðir á leigu með tilliti til fjölskyldustærðar. Sú stefna heldur þó ekki vatni í sveitarfélagi þar sem framboð á leiguhúsnæði hefur nánast ekki verið neitt þar til nú. Í dag er leigumarkaðurinn að glæðast og nýlega tók Mosfellsbær á leigu þrjár félagslegar íbúðir til viðbótar. Reyndar leysir það ekki málið því leiguverð stóru leigufélaganna er himinhátt og þau misjafnlega viljug til að leigja sveitarfélögum íbúðir í félagslegum tilgangi. Eina úrræðið er því að kaupa húsnæði eða setja kvaðir í skipulag um að byggjendur fjölbýlishúsa geri ráð fyrir svo og svo mörgum íbúðum fyrir tekjulægri hópa.

Unga fólkið og tekjulægstu 25%-in

Á Norðurlöndum er almennt miðað við að íbúar greiði ekki meira en 25% af launum sínum eftir skatta í húsnæðiskostnað. Á Íslandi er þetta hlutfall 50% samkvæmt upplýsingum Íbúðalánasjóðs. Margir búa því við lítið húsnæðisöryggi og eiga í erfiðleikum með að standa í skilum. Í þessum hópi er mest af ungu fólki, eftirlaunaþegum og námsmönnum. Sveitarfélög hafa ýmsar leiðir til að hafa áhrif á verðþróun á húsnæðismarkaði. Mosfellsbær á reyndar ekki mikið af skipulögðu landi innan byggðarmarka en með örlítið meiri fyrirhyggju í kjölfar hrunsins hefði verið hægt að hafa áhrif þegar stór hluti byggingarlands varð eign bankastofnana. Það er umhugsunarefni af hverju Mosfellsbær nýtti ekki þetta tækifæri. Helgafellsland, Leirvogstunga, Lágafellsland og Blikastaðaland voru og eru að stórum hluta í eigu skilanefnda, banka og sparisjóða.

En hvað hefði sveitarfélagið getað gert? Í fyrsta lagi að semja um kaup á landi og gera heildarendurskoðun á fyrirliggjandi skipulagi. Í kjölfarið setja kvaðir í skipulag. Í öðru lagi semja við byggingar- og leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin. Samkvæmt lögum um almennar íbúðir frá 2016 hafa Íbúðalánasjóður og sveitarfélögin heimild til að niðurgreiða húsnæði fyrir tekjulægri hópa um samtals 30% með svokölluðu stofnframlagi til byggingaraðila. Nú er lag Mosfellingur góður til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðismálum ungs fólks og tekjulægri hópa. Með því að setja X við Í á kjördag kjósið þið stjórnmálaafl sem starfar af festu og heiðarleika fyrir alla. Sigrún H. Pálsdóttir er oddviti á Í-lista íbúahreyfingar og Pírata.


Af afrekum annarra Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja 9 kjörnir bæjarfulltrúar. Á kjörtímabilinu, sem er senn á enda, mynda 5 fulltrúar sjálfstæðismanna og einn fulltrúi Vinstri grænna meirihluta bæjarstjórnar. Meirihluti bæjarstjórnar ákveður stefnu bæjarfélagsins og ræður að sönnu mestu um hvernig mál þróast og hvað hugmyndir fá brautargengi. En bæjarstjórn er skipuð fleirum. Samfylkingin hefur átt 2 bæjarfulltrúa á þessu kjörtímabili sem hafa unnið að framgangi áherslna jafnaðarmanna með málefnalegri umræðu og rökræðum og fengið fram ýmis af sínum áhersluatriðum. Núna eru kosningar í nánd og áhugavert að skoða hvaða mál framboðin setja á oddinn. Sjálfstæðismenn eru ánægðir með sig eins og fyrri daginn og hreykja sér sérstaklega af góðum málum sem náð hafa í gegn á kjörtímabilinu. Kíkjum á nokkur: Hækkun frístundaávísunar og hækkun tekjutengds afsláttar af fasteignagjöldum til eldri borgara. Hvort tveggja eru mál sem Samfylkingin gerði tillögur um og fékk samþykkt í bæjarstjórn með málefnalegri vinnu. Aukið gegnsæi í stjórnsýslu með birtingu fylgiskjala og opnun bókhalds. Hvort tveggja mál sem allir fulltrúar í bæjarstjórn unnu að í sameiningu. Þá taka sjálfstæðismenn lýðræðisverkefnið Okkar Mosó, sem Samfylkingin lagði til í bæjarstjórn, fastatökum og ætla að tryggja

það í sessi. Það eru góð áform því verkefnið er mjög þarft og er þáttur í að auka íbúalýðræði í bænum. Þess vegna lagði Samfylkingin til að farið yrði í það verkefni. Vinir okkar í Vinstri grænum telja sér sérstaklega til tekna í sínum kosningabæklingi ýmislegt sem vel hefur verið gert á kjörtímabilinu og öll framboð í bæjarstjórn hafa komið að. Einnig margt sem komist hefur á dagskrá og til framkvæmda að frumkvæði Samfylkingarinnar. Þar má nefna upphaf Meetoo-umræðu á vettvangi bæjarráðs, ungmennahús og hækkun frístundaávísunar. Við látum hér staðar numið. Auðvitað verða tillögur flokka í minnihluta ekki að veruleika nema vilji þeirra sem sitja í meirihluta komi til. Þegar ákvörðun hefur verið tekin er ákvörðunin bæjarstjórnar allrar. En það er óneitanlega mjög sérstakt að sjá Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna stæra sig sérstaklega í þessari kosningabaráttu af árangri sem rekja má til flokka í minnihluta. Líki fólki þau verkefni sem talin eru hér að ofan þá leggjum við til að það kjósi það framboð sem kom þeim málum á dagskrá á vettvangi bæjarstjórnar og setji X við S á kjördag. Samson Bjarnar Harðarson skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar. Jónas Þorgeir Sigurðsson skipar 6. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.

Lífið er núna POWERtalk deildin Korpa hefur fundað 1. og 3. miðvikudag í mánuði í vetur. Síðasti fundur fyrir sumarfrí var mánudaginn 14. maí. Veturinn hefur verið viðburðaríkur og skemmtilegur. Öflug stjórn leiddi hópinn og á hverjum fundi tóku allir þátt og hafa fundir því verið fjölbreyttir. Á haustmánuðum stóð seinni fundurinn í október upp úr. Hann var helgaður Bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini í konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar í fyrra rann til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, sem veitir ókeypis stuðning, fræðslu og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda. Rósa Björg Karlsdóttir kom í heimsókn og sagði frá reynslu sinni. Erindi hennar henti fundargestum inn í ískaldan raunveruleika heilbrigðrar og hraustrar konu, sem greindist með fjórða stigs ristil krabbamein er hún var aðeins 41 árs gömul. Og allt í einu var hún ekki mjög heilbrigð lengur. Saga hennar er baráttusaga, saga sem einkennist af einu skrefi áfram og tveimur afturábak. Þótt krabbameinið hafi verið læknað, þá er baráttan ekki búin. Það var enginn ósnortinn af sögu þessarar ljúfu, einlægu konu sem stóð brosandi og jákvæð í pontu og talaði um allt það neikvæða og ljóta ásamt því dásamlega og jákvæða. Saga hennar minnti mjög á hversu mikilvægt er að fá fræðslu, ráðgjöf og ekki síst stuðning þegar fólk greinist með krabbamein, það skiptir öllu máli. En fyrst og fremst minnti hún okkur á hversu dýrmætt lífið er. Mosfellingar vita að bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ er mjög öflugt. Korpur drifu sig eitt föstudagskvöld á sýningu þeirra „Allt önnur Ella“ og fóru saman út að borða áður. Sýningin var samstarfsverkefni tónlistarskólans og leikfélagsins og var að mestu byggð á tónlist Ellu Fitzgerald þar sem leikhúsinu var breytt í jazzklúbb í anda sjöunda áratugarins og tónlistar­atriði fléttuðust saman við leikin atriði. Það er óhætt að segja að fólk hafi skemmt sér konunglega. Deildin tók þátt í kappræðukeppni samtakanna og gerði sitt besta til að sannfæra

dómara um að Borgarlínan væri ekki málið. Litlu munaði en mót­herjar höfðu betur að þessu sinni. Á hverju ári er haldin ræðukeppni í deildinni og sá sem ber sigur úr býtum keppir fyrir hönd deildarinnar á landsþingi samtakanna í byrjun maí. Þátttaka var góð í ár og varð Vilborg Eiríksdóttir hlutskörpust að þessu sinni.

Samfylkingin Samfylkingin Kosningakaffi. Kosningakaffi. Kosningavaka. Kosningavaka. Samfylkingin í Mosfellsbæ verður með Samfylkingin verður kosningakaffií Mosfellsbæ á kjördag 26. maí með kosningakaffi á kjördag 26. maí í Þverholti 3 kl. 9 - 18. í Þverholti 3 kl. 9 - 18. Veglegt kaffihlaðborð. Veglegt kaffihlaðborð. Kosningaskrifstofan opin kl. 9 – 22. Kosningaskrifstofan opin kl. 9 – 22. Akstur á kjörstað: sími 869 4116. Akstur á kjörstað: sími 869 4116. Kosningavaka frá kl. 22 um kvöldið. Kosningavaka frá kl. 22 um kvöldið. Öll velkomin Öll velkomin

Nú í vor fóru félagar í bíó saman og horfðu á þá stórkostlegu frönsku mynd „Ömurleg brúðkaup“. Fyrir utan að vera mjög fyndin er myndin uppspretta alls konar pælinga og hugleiðinga um mannfólkið, fjölskylduna, ástina, samfélagið, menningarheima, trúarbrögð og fordóma í allar áttir. POWERtalk fræðslan hefur verið á sínum stað í dagskrá vetrarins og hafa félagar hafa fengið endurgjöf fyrir verkefni sín, fá þannig tækifæri til að bæta sig og halda áfram að gera það sem vel er gert. Gestagangur var töluverður í vetur hjá Korpu, bæði mættu gestir á fundi en einnig komu nokkrir gestir sem stigu í pontu og fluttu erindi. Það er ávallt tekið vel á móti öllum og fólk er alltaf velkomið á alla fundi. Það hefur verið mikið að gera hjá deildinni í vetur og erfitt að koma öllum hugmyndum að því veturinn virðist alltaf vera aaaaðeins of stuttur. Hér hefur rétt verið stiklað á stóru. Starfið er búið að vera alls konar, hefðbundið og annað ekki svo hefðbundið. Félagar hafa lært mikið, prófað alls konar og æft sig fullt, en umframt allt skemmt sér vel. Það hefur verið full ástæða til að hlakka til fyrir hvern fund. Félagar Korpu fara sáttir í sumarfrí og munu nota tímann vel til að safna orku fyrir næsta vetur. Í haust hefst starfið aftur, fundir verða 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar allan næsta vetur. Nánari upplýsingar um starf samtakanna má finna á powertalk.is. Lóa Björk Kjartansdóttir Forseti Korpu 2017-2018

ÍSLANDSMEISTARAR í HANDKNATTLEIK 2018 Strákarnir á eldra ári í 6. flokki gerðu sér lítið fyrir á dögunum og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Þjálfari strákanna er Hrannar Guðmundsson.

Aðsendar greinar -

45


Öryggismál í forgrunni hjá Miðflokknum Hver þekkir ekki þá óþægilegu tilfinningu að óttast um öryggi barna sinna? Hver vill ekki gæta að heimili sínu og munum? Mosfellsbær er ekki undanskilinn af þeim sem vilja leita skjótfengins gróða eða valda tjóni með einum eða öðrum hætti. Við viljum öll tryggja að heimilið sé öruggt og að börnin geti notið sín óáreitt, í friði og spekt.

Nábýli við náttúruna Mosfellingar eru lánsamir að búa nær náttúrunni í allri sinni dýrð en flestir aðrir á höfuðborgarsvæðinu. Fegurðin er til staðar hvar sem litið er, ár, sjór, fjöll og vötn. Nútíma samfélag hefur þróast hratt og samhliða hefur bæjarfélagið okkar gert það einnig. Við teljum að það sé ekki aðeins gott að búa í Mosfellsbæ heldur forréttindi. Við veljum þennan griðarstað vegna þess að hann er öruggur staður til að búa á og samheldni íbúa er mikil.

Vágestir Það er ekkert launungarmál að hingað í okkar fallega bæ hafa komið aðilar og jafnvel sækja í hann til að nálgast muni eða selja það sem ekki má selja og hvað

þá börnum og unglingum. Veip hefur aukist mikið og það er dulin hætta í því fólgin þó svo að það sé sjálfsagt skömminni skárra en sígarettur, munn- eða neftóbak og vindlar, en þörf er á að kanna betur. Hvert samfélag þarf að meta hvað skal til bragðs taka og hvernig það ver sig gegn utanaðkomandi hættu og áreiti.

Öryggi í fyrirrúmi Miðflokkurinn leggur til að málið verði leyst með bæjarbúum og lögreglu þannig að lausnin verði til að takmarka hættuna frá því sem nú er og tryggja að allir séu sáttir með aðferðafræðina. Það er ekki boðlegt að hingað valsi aðilar inn og út í bænum og hafi þannig fullan og óheftan aðgang að börnum og unglingum sem oft leita í breytingar á lífi sínu eða til að leysa sína erfiðleika með stórhættulegum efnum. Miðflokkurinn vill tryggja öruggari Mosfellsbæ fyrir alla. Ásta B. O. Björnsdóttir er viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Jón Pétursson er stýrimaður og skipar 16. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ.

Hlustum og gerum betur Í Mosfellsbæ geta kjósendur valið á milli átta framboða. Alls eru 144 Mosfellingar í framboði og 760 að auki hafa gefið þeim meðmæli til að bjóða fram. Þetta eru um 900 manns sem annað hvort eru á lista eða meðmælendur, samtals um 12% kjósenda. Vonandi skilar þessi áhugi sér í aukinni kosningaþátttöku en hún var dræm við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar í Mosfellsbæ veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ættum brýnt erindi við kjósendur og hvort við gætum látið gott af okkur leiða til að gera mannlífið betra og rekstur sveitarfélagsins skilvirkari og opnari. Niðurstaða okkar var sú að okkar hugmyndir og um framfarir hér í bæ og stefna Viðreisnar um að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum ættu sannarlega erindi við kjósendur. Listi Viðreisnar er skipaður fólki með fjölbreytta reynslu og þekkingu, konum og körlum til jafns. Við treystum ungu fólki til verka og það finnur sér farveg innan okkar raða. Við viljum komast að til þess að breyta, ekki til þess að geta sest við borðsendann og skipað fyrir. Framboðið er ekki sett fram til þess að gera einhvern að bæjarstjóra sem gengur með það í maganum eða til höfuðs núverandi bæjarstjóra. Við kærum okkur kollótt um slíkt. Við ætlum einfaldlega að hlusta á fólk og starfa í þeim

anda að bæjarfulltrúar séu til þess að þjóna bæjarbúum en ekki til þess að halda í völd eða rífa niður það sem gert hefur verið. Við teljum að með þessum hugsunarhætti og nýjum vinnubrögðum getum við gert betur. Eitt af því sem við setjum á oddinn eru lýðræðislegar umbætur og ábyrgð í fjármálum. Við ætlum að ráða umboðsmann íbúa sem gætir hagsmuna þeirra og leiðbeinir í samskiptum við bæinn. Við teljum æskilegt að bæjarstjórinn sé ráðinn á faglegum forsendum - ekki pólitískum - en starfi í umboði meirihlutans. Við viljum gagnsæja stjórnsýslu og viljum opna bókhald bæjarins. Það er líka mikilvægt að bjóða íbúum að koma að hugmyndavinnu verkefna sem eru á könnu sveitarfélagsins og sömuleiðis að ákvörðunum í meira mæli en nú er. Við teljum mikilvægt að einfalda ferla í skipulagsmálum og stytta afgreiðslu athugasemda. Við viljum breyta vinnubrögðum. Við erum frjálslynt fólk sem vill að sérhagsmunir víki fyrir hagsmunum almennings. Við tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og höfnum hvers konar kynbundinni mismunun. Við viljum veita öllum jöfn tækifæri og styðja þá sem ekki geta nýtt þau, með öflugu öryggisneti. Á grundvelli jafnra tækifæra geta einstaklingarnir blómstrað og ráðið eigin lífi. Þannig sköpum við réttlátt samfélag í Mosfellsbæ. Valdimar Birgisson skipar fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ.

Viltu selja? Hafðu samband

Sími:

586 8080

Einar Páll Kjærnested

www.fastmos.is

Löggiltur fasteignasali

Af fjölnota íþróttahúsi Skömmu fyrir síðustu kosningar árið 2014 var mikil umræða meðal íbúa í Mosfellsbæ, einkum þó meðal foreldara barna sem æfðu knattspyrnu, um að sárlega vantaði fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ. Ástæðan var að þeim fannst ekki boðlegt að börn þeirra væru að hrekjast úti í misjöfnum veðrum við æfingar og keppni. Einnig var orðið afar þröngt um alla starfsemi Aftureldingar að Varmá og hafði félagið því sett slíkt hús efst á sinn óskalista. Greinilega líkaði sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ ekki að ganga til kosninga 2014 án þess að vekja vonir um að slíkt gæti gerst. Bæjarstjóri, Haraldur Sverrisson, lagði þá til að skipaður yrði starfshópur undir hans forystu til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Í viðtali við Mosfelling orðaði hann það þannig: „Ekki er spurning um hvort slíkt hús verði byggt heldur aðeins hvenær, hvar og hvernig.“ Hér er ekkert hik. Starfshópurinn tók til starfa fyrir síðustu kosningar og skoðaði m.a. nokkur fjölnota íþróttahús. Eftir kosningar tók Ólafur Ingi sæti í starfshópnum af fyrri fulltrúa Samfylkingarinnar. Í stuttu máli þá varð það niðurstaða starfshópsins að slíkt hús sem helst var áhugi á og passaði við þarfagreiningu Aftureldingar myndi kosta um 1.200 milljónir og það væri heppilegast að byggja að Varmá. Nánar tiltekið yfir stóra gervigrasvöllinn. Ekki hafði árað vel í rekstri sveitarfélagsins árin 2014 og 2015. Einnig var ljóst að ráðast þyrfti í framkvæmdir við skólabyggingar á næstu árum og lítið svigrúm væri, eins og mál stóðu þá, til frekari fjárfestinga. Að reisa húsið í einkaframkvæmd var rætt sem möguleiki en það hafði ýmsa annmarka, meðal annars hvað varðar aðgengi Aftureldingar að tímum í húsinu. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu í apríl 2015 og lagði jafnframt til að hann starfaði áfram að verkefninu. Því boði var ekki tekið heldur kaus meirihlutinn að færa verkefnið til embættismanna bæjarins þar sem það dagaði uppi eftir einhverjar vonlausar tilraunir til að fá einkaaðila til að taka að sér framkvæmdina og reksturinn. Okkur í Samfylkingunni grunaði reyndar frá upphafi að þessu máli hafi ekki fylgt

46

- Aðsendar greinar

Skipt um kúrs Í upphafi síðasta árs barst síðan erindi frá Aftureldingu þar sem félaginu var orðið ljóst að ekkert myndi gerast í málinu. Ungmennafélagið lagði fram breytta framtíðarsýn sem fólst m.a. í því að breyta fyrri áformum um fjölnota hús í fullri stærð og sættast á þrisvar sinnum minna hús en fyrirhugað var áður. Lítið hús er betra en ekkert, sagði einhver. Þessari stefnubreytingu var tekið fagnandi af meirihlutanum og núna er búið að ákveða að reisa stálgrind klædda með dúk yfir lítinn gervigrasvöll. Þrisvar sinnum minni að flatarmáli en upphaflega var ætlunin og áætlað að kosti um 400 milljónir. Gamla gervigrasið þar sem vænlegast þótti að reisa fjölnota íþróttahúsið hefur verið endurnýjað þannig að varla verður reist fjölnota íþróttahús þar á næstu árum.

Hugsum málið upp á nýtt Um þessar mundir árar betur í rekstri Mosfellsbæjar og framtíðarhorfur eru góðar enda fjölgar íbúum í bænum hratt. Þeirri fjölgun þarf að mæta með aukinni þjónustu og uppbyggingu margvíslegrar aðstöðu. Það er verkefni kjörinna fulltrúa að forgangsraða í þágu íbúanna. Við þá forgangsröðun þarf að líta til ýmissa þátta. Eins og til að mynda þeirra hvort við viljum frekar greiða hratt niður skuldir eða gera það aðeins hægar og byggja í leiðinni upp góða íþróttaaðstöðu fyrir ungmenni okkar eins og t.d. fjölnota íþróttahús í fullri stærð. Í ljósi þessa teljum við að nú eigi að endurmeta getu bæjarins til að koma sér upp fjölnota íþróttahúsi í fullri stærð til að hægt sé að halda uppi þróttmiklu íþróttastarfi sem við getum öll verið stolt af. Það munum við í Samfylkingunni gera á næsta kjörtímabili ef við fáum afl til þess í kosningunum. Setjum X við S á kjördag og kjósum betri Mosfellsbæ. Ólafur Ingi Óskarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Branddís Ásrún Snæfríðardóttir, varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd.

Menntamál eru forgangsmál Kæru frambjóðendur! SAMMOS eru samtök foreldrafélaga gunnskóla í Mosfellsbæ. Hlutverk samtakanna er að stuðla að velferð grunnskólabarna, sameina krafta foreldrafélaga í bænum til góðra verka í skólamálum og vera fræðslunefnd og bæjaryfirvöldum til ráðgjafar varðandi velferð grunnskólabarna. Samtökin vilja með öðrum orðum styðja við og stuðla að uppbyggingu framúrskarandi skóla- og lærdómssamfélags fyrir alla hér í Mosfellsbæ.

skapi mikilvæg forsenda náms og góðs námsárangurs. Af þeim sökum eru heilbrigði og vellíðan einmitt skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar sem allir skólar eiga að hafa að leiðarljósi í starfi sínu. Okkur þykir mikilvægt að skólasamfélagið allt taki höndum saman um skapa jákvæðan skólabrag og umhverfi þar sem markvisst er stuðlað að þroska og andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barnanna okkar.

Mennt er máttur

Markmið SAMMOS er að tryggja virka, jákvæða og uppbyggjandi samvinnu við þá hagsmunaaðila er koma að velferð grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Það er einfaldlega hagur okkar allra að standa vörð um menntun og vellíðan barnanna sem hér búa og tryggja skýra framtíðarsýn í menntamálum.

Menntun stuðlar að aukinni þekkingu, kunnáttu og færni einstaklinga þannig að þeir búi yfir hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs á tímum hraðra samfélagsbreytinga. Menntun er þannig lykilþáttur þegar kemur að framþróun samfélaga og því áríðandi að tryggja aðgengi allra að menntun við hæfi og að hún fari fram við viðunandi aðstæður þar sem hlúð er að styrkleikum hvers og eins. Jafnframt er mikilvægt að horfa til fjölbreyttra kennsluhátta, snemmtækrar íhlutunar, gagnreyndra aðferða og faglegrar skólaþróunar til að renna styrkum stoðum undir framúrskarandi skóla- og lærdómssamfélag.

Vellíðan nemenda mikilvæg

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

mikil alvara af hálfu meirihluta sjálfstæðismanna og vinstri grænna.

Menntun er mikilvæg forsenda heilbrigðis en vellíðan nemenda er að sama

Sameinum kraftana

SAMMOS skorar á frambjóðendur að setja menntamál á oddinn og tryggja þannig velferð grunnskólabarna hér í Mosfellsbæ því menntamál eru sannarlega forgangsmál. F.h. SAMMOS: Ágúst Leó Ólafsson, formaður Foreldrafélags Krikaskóla, Helga Magnúsdóttir, formaður Foreldrafélags Varmárskóla, Ólöf Kristín Sívertsen, formaður Foreldrafélags Lágafellsskóla


Mosfellsbær er íþróttabær Mosfellsbær er íþróttabær þar sem fram fer kröftugt og fjölbreytt íþróttastarf. Það er afar mikilvægt í okkar samfélagi að stundaðar séu íþróttir og hreyfing um allan bæ. Það hefur sjaldan verið mikilvægara að hvetja fólk á öllum aldri til reglulegrar hreyfingar sem bætir heilsu og líðan fólks á öllum aldri, ekki bara líkamlega heldur líka andlega. Það er mikil og víðtæk forvörn fólgin í þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi. Við Sjálfstæðismenn metum þetta starf mikils, erum stolt af okkar íþrótta og afreksfólki og höfum á liðnum árum stutt dyggilega við bakið á okkar íþróttafólki í flestum greinum íþrótta og tómstunda. Þann stuðning ætlum við að efla enn frekar á næsta kjörtímabili.

Eflum lýðheilsu Það er einnig markmið okkar í heilsueflandi samfélagi að fjölga fólki sem hreyfir sig reglulega og ná til enn fleiri barna og unglinga sem eru ekki í skipulögðu íþróttaeða tómstundastarfi. Til þess að gera það höfum við t.d. hækkað frístundaávísunina um 280 % á kjörtímabilinu og er hún nú 50 þúsund krónur á ári með hverju barni og mun hærri fyrir barnmargar fjölskyldur. Það er einnig mjög jákvæð þróun að íþróttaiðkun er sífellt að aukast hjá eldra fólki. Við viljum fjölga möguleikum fyrir þann hóp til íþróttaiðkunar undir leiðsögn faglærðra leiðbeinenda.

Fjölgun íbúa og iðkenda - uppbygging Íbúum fjölgar ört í Mosfellsbæ og ein af ástæðum þess að ungt fjölskyldufólk kýs að setjast hér að er öflugt íþrótta- og tómstundastarf, og fólk horfir einnig til þeirrar góðu íþróttaaðstöðu sem boðið er upp á. Við höfum stutt við starfsemi og uppbyggingu margra íþrótta- og tómstundafélaga og má þar t.d. nefna nýtt skátaheimili, uppbyggingu á aðstöðu á golfvöllum í Mosfellsbæ, auk stuðnings og samstarfs við hestmannafélagið Hörð. Íþróttasvæðið að Varmá er hjarta íþrótta-

iðkunar í bænum og þar hafa staðið yfir endurbætur og uppbygging á liðnum árum. Má þar nefna nýtt fimleikahús og á þessu ári var sett nýtt gervigras á stóra völlinn, auk þess sem verið er að hefjast handa við byggingu fjölnota knatthúss sem tekið verður í notkun árið 2019. Fleiri framkvæmdir eru fram undan því góð aðstaða er undirstaða þess að íþrótta- og tómstundastarf blómstri og dafni. Við Sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram að bæta og byggja upp íþróttaaðstöðuna í bænum. Við ætlum í góðu samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög eins og t.d. Aftureldingu að halda áfram að vinna að uppbyggingu að Varmá. Félagið er að vinna að stefnumótun og forgangsröðun varðandi uppbyggingu á Varmársvæðinu og er knattspyrnudeildin, sem er stærsta deildin, komin lengst í að móta sína stefnu í þeim málum. Bygging knatthússins er liður í þeirra óskum og stefnu, auk fleiri framkvæmda sem þarf að forgangsraða í samstarfi við félagið eins og t.d. öðrum gervigrasvelli í fullri stærð, fjölgun klefa við íþróttamiðstöðina að Varmá og byggingu félagsaðstöðu, svo dæmi séu tekin.

Uppbygging íþróttaaðstöðu - langtímaverkefni Miðað við spár um fjölgun íbúa í Mosfellsbæ á næstu árum og þar með fjölgun iðkenda í íþrótta- og tómstundastarfi í íþróttabænum okkar er ljóst að nauðsynleg uppbygging á íþróttaaðstöðu mun halda áfram í takti við þá aukningu. Við Sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram kröftugri uppbyggingu og bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar. Með því stuðlum við að enn frekari þátttöku fólks í heilsueflandi samfélagi sem Mosfellsbær er. Áfram Mosó! Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri, 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna. Rúnar Bragi Guðlaugsson, framkvæmdastjóri, 4. sæti á lista Sjálfstæðismanna.

Virkt aðhald skapar traust Það er vinsæll frasi að tala um bætta, opna og gagnsæja stjórnsýslu í aðdraganda kosninga. Allir geta tekið undir en sjaldnast fylgja frekari skýringar eða útfærslur. Það er einna helst þegar fólk rekst á „computer says no“ vegginn að það minnist þessara óljósu loforða. Lítt skiljanlegar og órökstuddar ákvarðanir eru teknar í stjórnsýslunni sem við íbúarnir, og ekki síður starfsfólkið sem þarf að svara fyrir málin, eigum bara að sætta okkur við. „Svona eru reglurnar bara, því miður“ eða „nei, því miður þetta fellur ekki innan þess sem við getum aðstoðað þig með“ og eftir sitjum við engu nær um úrlausn okkar mála en óljósar minningar um kosningaloforðin góðu. Hér er tvennt í stöðunni, að sætta sig við orðinn hlut eða ráðast til atlögu við kerfið með öllu sem því fylgir. Það er hins vegar hægara sagt en gert og hætt við því að fólk treysti sér einfaldlega ekki til þess vegna kostnaðar og þess að baka sér óvild þeirra sem í hlut eiga. Við í Viðreisn meinum það sem við segjum um að bæta stjórnsýslu í Mosfellsbæ. Við viljum setja á fót embætti umboðsmanns bæjarbúa að fyrirmynd umboðsmanns borgarbúa í Reykjavík. Hlutverk umboðsmanns er þríþætt. Í fyrsta lagi að liðsinna þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem telja á rétti sínum brotið af hendi bæjarfélagsins, í öðru lagi að taka á móti ábendingum frá starfsfólki bæjarins og í þriðja lagi að rannasaka að eigin frumkvæði

hvort bæjarfélagið uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögum. Þessu til viðbótar getur umboðsmaður einnig sinnt ýmis konar fræðslu um þau mál sem falla undir verksvið hans. Umboðsmaður bæjarbúa, sem væri óháður stjórnsýslunni, er þannig lögfræðilegur ráðgjafi sem getur aðstoðað bæjarbúa í samskiptum sínum við stjórnsýsluna, hvort sem það er með óháðri ráðgjöf eða með því að leiðbeina og aðstoða íbúa við beiðnir eða kærur. Þá getur umboðsmaður komið að málum sem sáttamiðlari ef hann metur málið þannig að mögulegt sé að leysa úr ágreiningi milli íbúa og bæjar með þeim hætti. Annað mikilvægt hlutverk umboðsmanns er að starfsfólk bæjarins getur leitað til hans og komið á framfæri í fullum trúnaði upplýsingum um óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af einstökum málum eða ábendingum um vanrækslu bæjarins eða starfsmanna hans. Þannig verður umboðsmaður mikilvægur hlekkur í því að sporna við spillingu innan stjórnsýslunnar. Hann er óháður regluvörður í þjónustu bæjarbúa. Okkur í Viðreisn finnst sjálfsagt og eðlilegt að veita virkt aðhald og opna raunhæfar leiðir til þess. Forsenda farsæls og góðs samfélags er traust og vissa fyrir því að allir sitji við sama borð. Það viljum við í Viðreisn tryggja. Lovísa Jónsdóttir er viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar.

Við munum þekkja okkar vitjunartíma Nú líður senn að því að Mosfellingar ganga að kjörborðinu og velja sér nýja bæjarstjórn. Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram krafta sína til starfa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og sækja fram undir leiðarljósum heiðarleika, þekkingar, lýðræðis og gagnsæis. Í fyrsta lagi munum við gera þetta með því að handleika öll mál af heiðarleika gagnvart íbúum, öðrum bæjarfulltrúum og starfsmönnum bæjarins. Í öðru lagi munum við leita þekkingar við alla ákvarðanatöku, búum við ekki yfir henni frá fyrstu hendi. Í þriðja lagi munum við ástunda lýðræðislega umræðu þar sem við munum bera virðingu fyrir skoðunum íbúa, annarra bæjarfulltrúa og starfsmanna bæjarins. Í fjórða lagi munum við beita okkur fyrir að fullkomið gagnsæi ríki í allri meðferð ákvarðana og við það beita heiðarleikanum, þekkingunni og lýðræðinu eins og því er lýst hér að framan. Vinir Mosfellsbæjar setja fjölmörg mál á oddinn en þessi eru okkur ekki hvað síst hugleikin. Við viljum ráðast í að móta nýja skóla- og menntastefnu, ekki af því að engin stefna ríki, heldur af því að í tækniheimi nútímans breytast aðstæður hratt og því

þarf sífellt að bregðast við breyttum aðstæðum. Við viljum sýna festu í deiliskipulagsmálum og draga úr eftir á breytingum nema ríkir hagsmunir standi til annars. Þetta sé gert af virðingu fyrir þeim sem hafa fest sér kaup á eign í góðri trú um gildandi skipulag. Við viljum standa þétt við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögunum sem drifin eru áfram af sjálfboðaliðum sem leggja vinnu sína og þrótt fram til almannaheilla. Við viljum virkja reynslu eldri borgara og kraft unga fólksins, njóta af viskubrunni þeirra eldri og virkja kraft þeirra sem taka eiga við keflinu. Við viljum síðast en ekki síst hlusta. Hlusta á samfélagið og leita þar þekkingar og ábendinga til gagns fyrir alla. Vinir Mosfellsbæjar munu ekki gleyma því fyrir hverja þeir vinna, við eigum ekkert og það er ekkert gefið. Við munum þekkja okkar vitjunartíma og glaðir rétta keflið til komandi kynslóðar. Ég vil að síðustu hvetja þig, ágæti Mosfellingur, til þess að nýta atkvæðisrétt þinn í þessum kosningum lýðræðinu til heilla. Stefán Ómar Jónsson skipar 1. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.

Umhverfisvernd I.

Umhverfisvernd skipar sífellt stærri sess í samfélaginu okkar. Það sem þótti eitt sinn jaðarpólitík fyrir sérvitringa og draumóramenn er nú orðið að meginstefi í nútímalífi, jafnt í fræðslu skólabarna, lífsháttum fjölskyldna og í stefnuplöggum stjórnmálaflokka og stórfyrirtækja. Krafan um að náttúran fái að njóta vafans verður háværari með hverjum deginum. Það er ekki eingöngu vegna þess að falleg náttúra og útivist veiti hugarró og færi okkur gleði heldur vegna þeirra gífurlegu hagsmuna sem felast í því að varðveita landið okkar og auðlindir þess fyrir komandi kynslóðir.

II. Umhverfisvernd hefur verið ein af meginstoðum í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá stofnun. Á þingi, í ríkisstjórn og sveitarstjórnum hefur VG háð ötula baráttu fyrir umhverfissjónarmiðum og sjálfbærni með það að markmiði að gera Ísland að leiðandi ríki á heimsvísu í þeim málaflokki. Rammaáætlun um virkjanakosti, vinna að miðhálendisþjóðgarði og áætlun núverandi ríkisstjórnar um kolefnis-

­ lutlaust Ísland eru allt dæmi um h afrakstur þeirrar baráttu. Í setu sinni í meirihluta bæjarstjórnar hér í Mosfellsbæ hafa fulltrúar VG lagt áherslu á gerð nýrrar umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið, eflingu almenningssamgangna og betrumbótum í flokkun heimilissorps.

III. En betur má ef duga skal. Mosfellsbær er blómlegt samfélag í miklu nábýli við ósnortna náttúrufegurð. Sóknarfærin eru fjölmörg. Hér má efla útivistar- og tómstundamöguleika á grænum svæðum, tryggja góðar almenningssamgöngur og tækifæri til vistvænna ferðamáta í öllum hverfum bæjarins og betrumbæta enn frekar sorphirðu- og endurvinnslumál. Slík vinna mun ekki bara gera bæinn okkar að fallegra og betra heimili fyrir alla íbúa heldur einnig að ákjósanlegri áfangastað fyrir ungar kynslóðir sem forgangsraða meira og meira í átt að umhverfisvernd og sjálfbærum lifnaðarháttum. Kjósum V-listann! Bjartur Steingrímsson skipar 5. sætið á lista VG í komandi kosningum.

Að gefa af mér til baka til bæjarins Að alast upp í Mosfellsbæ voru forréttindi, þótti mér. Hér hef ég búið alla mína ævi; var á leikskólanum Hlaðhömrum, gekk í Varmárskóla, æfði íþróttir hjá Aftureldingu og lærði á fiðlu í tónlistarskólanum í rúm tuttugu ár. Að stunda þær tómstundir sem maður hefur áhuga á er þroskandi og veitir reynslu sem gagnast manni fyrir lífstíð. Í stækkandi samfélagi eins og Mosfellsbær er þarf að huga vel að þessum innviðum sem tónlistarskólinn, íþróttafélögin, kirkjustarfið og önnur tómstundafélög eru, svo allir, ungir sem aldnir, fái notið sín sem best.

Það er nefnilega á þessum stöðum sem maður í flestum tilfellum eignast líka góða vini, hvort sem þeir verða manns bestu eða kunningjar sem maður heilsar á förnum vegi - bæði er ómetanlegt og gerir Mosfellsbæ að okkar „heima“. Ég tek sæti á lista Vina Mosfellsbæjar þar sem framboðið er óháð og af brennandi þrá fyrir að gefa af mér til baka til bæjarins sem ól mig svo vel. Lilja Kjartansdóttir skipar 7. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.

Aðsendar greinar -

47


Eflum kynja- og jafnréttisfræðslu Kynjafræði ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Almennur hluti Aðalnámskrár kveður á um að jafnréttismenntun skuli sinnt á öllum skólastigum til að fá nemendur til að horfa gagnrýnum augum á viðteknar venjur í samfélaginu. Allir nemendur, hvort sem þeir eru leik-, grunn- eða framhaldsskólanemar, eiga að hafa rödd í kennslustofunni. Kennarar eiga að leitast við að skapa andrúmsloft þar sem nemendur þora að spyrja óheft og leiða svo samtalið í átt til skilnings. Kennarar eiga að vera upplýstar fyrirmyndir. Þetta er mikið og flókið ábyrgðarhlutverk og í dag er boðið upp á ýmis konar valnámskeið í kynja- og jafnréttisfræðum í kennaranámi hérlendis – sem er gott! Enn betra væri þó ef þessi námskeið væru skylda í kennaranáminu, því annars fer stór hluti kennara á mis við þessa fræðslu. Þróunin ætti að vera í þá átt að kynja-og jafnréttisfræði verði skyldufag í kennaranámi og sjálfsagður hluti endurmenntunar. Femínísku byltingarnar #freethenipple og #metoo vöktu samfélagið og sýndu okkur að betur má ef duga skal, líka í skólakerfinu. Það sem meira er þá sýndu þessar byltingar okkur að samfélagið er vel fært um að rífa sig úr hlekkjum hugarfarsins. Samfélagið endurmenntaði sig og er í sífelldri endurmenntun. Kennarar eru upp til hópa víðsýnar manneskjur sem þora að rýna í baksýnisspegilinn og taka kennslu sína til endurskoðunar. Við spyrjum okkur í þessu tilliti: tölum við eins við alla í

Styrkjum beint lýðræði í Mosfellsbæ

kennslustofunni? Höfum við nógu mikla þekkingu til að skilja hversu gríðarlega margbreytilegir nemendur eru? Er námsefnið okkar fjölbreytt og höfundar alls konar? Höfum við rými í skipulaginu til að ræða mál sem koma upp eða er dagskráin svo þéttskipuð að við klippum á umræður til þess að geta haldið áfram að fara yfir grískar rætur orða? Kunnum við að ræða við nemendur um málefni á þann hátt að samtalið leiði til skilnings og umburðarlyndis? Er þekking okkar í kynja- og jafnréttisfræðum nógu sterk til að geta tæklað allt sem upp getur komið í kennslustofunni? Í kjarasamningum kennara er gert ráð fyrir árlegri endurmenntun en hvernig kennarar kjósa að endurmennta sig ár hvert er þeim í sjálfsvald sett. Sveitafélögin ættu að styðja við kennara með því að skapa aðstæður þar sem auðvelt er að sækja sér formlega og reglulega endurmenntun á sviði kynja- og jafnréttisfræða. Sveitafélögin eiga svo sannarlega að sjá til þess að hlúð sé að kynjafræðikennslu í leik- og grunnskólum. Jafnrétti og gagnrýnin hugsun á jú að vera rauði þráðurinn í öllu skólastarfi, í öllum kennslustofum, öllum stundum. Pössum upp á að svo sé og gerum kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum, kennaranámi og í endurmenntun. Björk Ingadóttir og Valgarð Már Jakobsson. Höfundar eru kennarar í FMos og frambjóðendur Vinstri grænna í Mosfellsbæ.

Málefni aldraðra í Mosfellsbæ og EIR málið Miðflokkurinn leggur ríka áherslu á að þeir sem fyrir hann starfa vilji vinna með fólki en ekki brjóta sjálfsmynd fólks niður. Við sem skipum lista Miðflokksins í Mosfellsbæ komum úr öllum áttum og fjölmargt sem sameinar okkur.

Getum við, sem samfélag, haldið vegferð okkar áfram inn í lífið og út úr því án þess að þetta mál verði krufið? Við í Miðflokknum segjum nei! Það er tími til kominn að meirihlutinn í Mosfellsbæ, þ.e. þeir sem þar enn sitja í fleti, fái úttekt á því hvernig fulltrúar þeirra fóru með fjármuni eldri borgara í framangreindu EIR máli.

Við erum eins og þið Í einhverjum tilvikum virðist sem stjórnmálamenn hafi farið svo út fyrir getu sína og mörk að tíðindum sæti. Við, sem skipum lista Miðflokksins, erum vinnandi fólk á öllum aldri. Við erum viðskiptafræðingar, einn er lögreglumaður, þar má finna einstæðar mæður, fólk sem hefur þurft að berjast fyrir hverri krónu, sumir eru vörubílstjórar, aðrir námsmenn. Við höfum marga fjöruna sopið og erum hokin af reynslu.

EIR málið verður rannsakað Miðflokkurinn lofar því að EIR málið verði rannsakað, mál sem er eina einstaka hrunmálið sem ekki hefur verið rannsakað. Þar glötuðust 8 milljarðar og þar af 2 af lífeyri eldri borgara, þeirra sem treystu og trúðu þáverandi stjórnarmönnum EIRAR. Þeir hafa ekki þurft að sæta ábyrgð. Ekki má gleyma þaulsetnasta flokksins í bæjarstjórn.

Eigum við að gleyma þessu EIR máli? Getum við, í hvaða flokki sem er, látið undir höfuð leggjast að kalla til ábyrgðar þá sem gættu ekki hagsmuna eldri borgara í þessu bannsetta EIR máli? Í stjórn var fólk með menntun frá verkfræðingi til lögfræðings og gætti ekki þess einfalda og sjálfsagða hlutar að þinglýsa beinum eða óbeinum eignarréttindum gamla fólksins. Hvaða opinber embættismaður, lögmaður eða fasteignasali sem er hefði misst öll sín réttindi og starf vegna aðgerðarleysis af þessum toga.

48

Miðflokkurinn vill persónulega þjónustu og skilvirkar lausnir fyrir aldraða Miðflokkurinn leggur áherslu á að gæta að persónulegri þjónustu við aldraða inn í framtíðina. Tími ópersónulegrar símsvörunar og kröfu um fyrirspurnir í gegnum netheima Mosfellsbæjar er runninn upp. Miðflokkurinn mun tryggja aðrar leiðir og persónulegri fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ þar sem tryggt verði aðgengi beint að bæjarstjóra fyrir hvern einasta einstakling. Við munum tryggja gjaldfrjálsar almenningssamgöngur fyrir aldraða og aðgengi að þjónustu þótt búið sé að loka Heilsugæslunni um kvöldin og helgar auk þess að síðasti bankinn lokaði skyndilega. Miðflokkurinn vill rjúfa einangrun eldri borgara og auka virkni þeirra. Miðflokkurinn mun ekki gera aldraða að e.k. féþúfu eins og virðist gilda um meirihlutann í Mosfellsbæ og EIR. Þarna er gott að vera en það er dýrt. Verðlag leigu og þjónustu er tilkomið m.a. vegna óráðsíu og þessa umtalað EIR máls. Þaðan sprettur þessi vandi og honum hefur verið velt yfir á eldri borgara. Miðflokkurinn mun leitast við að vinda ofan af þessu viljaverki. Sveinn Óskar Sigurðsson er viðskiptafræðingur og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Margrét Jakobína Ólafsdóttir er félagsliði og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ.

- Aðsendar greinar

Lýðræði

Lýðræði byggir á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Í lýðræðissamfélagi á valdið sér uppsprettu hjá fólkinu. Í menntastefnu fyrir öll skólastig frá 2011 er lögð áhersla á að borgarar taki lýðræðislega afstöðu til álitaefna, frá siðferðislegum áherslum til ákvarðana um mótun samfélagsins og ráði þannig í sameiningu öllum meiriháttar málum sínum. Í beinu lýðræði eru haldin regluleg íbúaþing um helstu málefni bæjarfélagsins, þar sem íbúar upplifa að þeir geti haft raunverulega aðkomu að ákvarðanatöku og að hlustað sé á það sem þeir hafa fram að færa. Lykilatriði er að íbúar finni að það sem þeir leggja til skipti máli. Að loknum fundum eru málefnin tekin saman og íbúum gert fært að fylgjast með framvindu mála.

Lýðræðið á undir högg að sækja Í Mosfellsbæ hefur sú stjórnmálamenning skapast að niðurlægja pólitíska keppinauta. Bæjarstjóri hefur gengið svo langt að setja hömlur á upplýsingagjöf til löglega kjörinna bæjarfulltrúa með því að mæla svo fyrir að allar upplýsingar um ákveðna þætti stjórnsýslunnar sé einungis hægt að sækja í gegnum hann sjálfan. Slík vinnubrögð á ekki að líða. Aðgengi að upplýsingum er ein af grundvallarforsendum lýðræðislegs samfélags. Í-listinn leggur áherslu á að stjórnmálamenn hlusti á íbúana og ræði allar hliðar mála, hvaðan sem hugmyndirnar koma. Að ákvarðanir séu teknar í samráði og með málamiðlunum þar sem á þarf að halda. Við viljum setja hámarkstíma á setu bæjarfulltrúa í embætti, sem mætti vera tvö til þrjú kjörtímabil. Þannig er mögulegt að koma í veg fyrir að óæskilegar venjur og hagsmunatengsl nái að festa sig í sessi og að endurnýjun verði í öllum flokkum. Við viljum að ópólitískur bæjarstjóri verði

ráðinn til að stuðla að meiri fagmennsku og gæta að velferð allra Mosfellinga.

Kjósum gegnsæi og fagmennsku Í-listinn hvetur til þess að skipulag og fjárhagsáætlanir séu gerðar á ábyrgan og gegnsæjan hátt. Íbúahreyfingin hefur hvatt til opins bókhalds á yfirstandandi kjörtímabili líkt og Píratar hafa unnið að hjá Reykjavíkurborg. Í-listinn fagnar því að bókhald Mosfellbæjar verði loks opið öllum. Aðhald er mikilvægt svo traust og ábyrg fjármálastjórnun eigi sér stað. Íbúahreyfingin hefur unnið að því gera störf bæjarstjórnar gegnsæ svo sú vinna sé sýnileg borgurum. Að upptökur séu til af fundum og að auðvelt sé að nálgast þær. Nefndarfundir Mosfellsbæjar eru í dag ekki opnir og því verður að breyta. Þegar trúnaður þarf að ríkja um viðkvæm málefni samkvæmt persónuverndarlögum má gera undantekningar, en aðrar upplýsingar eiga að vera aðgengilegar. Fundargerðir allra funda bæjarfélagsins eru mjög stuttar og í þær vantar ítarefni eins og hvernig atkvæði falla. Upptökur af fundum bæjarstjórnar eiga að vera merktar dagskrárliðum og þannig gerðar aðgengilegar á vefsíðu. Í-listinn mun berjast fyrir því að bæta þessa annmarka á vinnubrögðum bæjarstjórnar. Þann 26. maí næstkomandi þurfa frambjóðendur að endurnýja umboð sitt. Þegar sömu öfl eru við völd of lengi er hætt við stöðnun. Við á Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata hvetjum alla bæjarbúa til að horfa langt fram á veginn og hugsa um tækifæri komandi kynslóða. Veljum traust, heiðarleika og gagnsæi. Kristín Vala Ragnarsdóttir er í 2. sæti á Í-lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ.

Börnin í Mosfellsbæ – Skítugu börnin hennar Evu? Miðflokkurinn vill gæta barna ekkert síður en aldraðra og öryrkja. Miðflokkurinn leggur sérstaklega áherslu á snemmtæk úrræði fyrir börn með sérþarfir þar sem bið fyrir úrræði verði ekki aðeins stytt heldur hverfi. Í dag er þessu svo við komið að hver silkihúfan á fætur annarri ásamt ágreiningi á milli stofnanna, ríkis og sveitarfélaga gerir það að verkum að börn þurfa ekki aðeins að bíða eftir úrræðum heldur fá þau ekki.

Þarna þarf að spyrða saman félagsog fjölskylduúrræði sveitarfélags, íþrótta- og tómstundafélög og síðast en ekki síst leik- og grunnskóla. Snemmtæk úrræði eru ætluð til þess að áður en við missum barnið út af braut lífsins og hamingjunnar ber okkur, sem þekkjum til og höfum tækin, að skapa grundvöll fyrir foreldra að lausn, varanlegri lausn, sem miðast að því að unnið sé í þessum málum áður en vandinn er orðinn of stór.

Biðin eftir greiningu

Enga bið

Í pistli á Bleikt.is frá því í september 2011 lýsir móðir ein, Kolbrún Reinhardtsdóttir Kvaran (Kolla Kvaran), hve vonlaust kerfið er þegar kemur að því að leitað sé eftir greiningu barna og úrræðum fyrir börn sem þola enga bið. Foreldrar sem þurfa að komast í gegnum daginn rétt eins og við hin en hafa ekki tök, ráð eða þekkingu á skrifræðinu og vita ekki hve langan tíma það tekur að fá lausn brennur inni og barnið sem og öll fjölskyldan líður fyrir aðgerðarleysið. Hve hversdagslega illt getur kerfið verið gagnvart börnum og hversu vonlaus barátta foreldra oft er fyrir börnin sín þarf að vera viðfangsefni okkar sem viljum breyta og bæta.

Snemmtæk úrræði Í Mosfellbæ, rétt eins og víðast hvar annars staðar, eru börn sem þurfa á sértækum úrræðum af margvíslegum toga að halda.

Miðflokkurinn leggur gríðarlega áherslu á snemmtæk úrræði sem byrja eigi í leikskóla og svo fylgt eftir í grunnskóla. Tryggja þarf betri menntun og þverfagleg úrræði yfir svið bæjarfélagsins og nefnda með það að markmiði að allir í kerfinu viti af ferlinu og lausnum áður en vandinn ber foreldra yfirliði. Látum ekki börn og foreldra bíða svo árum skiptir til að fá lausn fyrir barn sitt þar sem hver bendir á annan og ekkert gerist. Leysum vandann. Miðflokkurinn er lausnamiðaður flokkur sem framkvæmir. Herdís Kristín Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi og hrossaræktandi, skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Örlygur Þór Helgason er kennari og þjálfari, skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Mosfellsbæ. Heimild: Bleikt.is: (www.bleikt.pressan.is/lesa/skituguborninhennarevu


Skólarnir í forgangi Mikil gróska hefur verið í skólaumbótum hér á landi undanfarin misseri. Skólinn breytist stöðugt líkt og samfélagið sjálft og sveitarfélögin fylgja eftir þeirri þróun með auknum stuðningi. Mosfellsbær hefur stækkað og breyst mikið á stuttum tíma og næg hafa verkefnin verið. Stærsta hlutfall fjármagns bæjarins fer í rekstur skólanna og vega skólarnir langþyngst í þjónustu við bæjarbúa.

Við stöndum með skólunum Við sjálfstæðisfólk ætlum að halda áfram á braut þróunar og framfara í skólamálum því við viljum að skólarnir í Mosfellsbæ séu ávallt í fremstu röð. Við í Mosfellsbæ getum það því fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er sterk og góð fjármálastjórn sveitarfélagsins gefur okkur svigrúm til góðra verka. Fram undan eru spennandi tímar og göngum við áfram galvösk til verka. Skólamál eru í forgangi í Mosfellsbæ því skólinn varðar allar fjölskyldur. Við höfum verið óhrædd að fara ótroðnar slóðir eins og Krikaskóli og Höfðaberg sýna. Kallað er eftir aukinni stoðþjónustu eins og talmeinaþjónusta og annarri nauðsynlegri þjónustu við börn. Nýr skóli í Helgafelli verður tekinn til notkunar um áramót. Helgafellsskóli er metnaðarfull skólabygging þar sem hugað er að þörfum nemenda í nútímasamfélagi. Við ætlum sannarlega ekki að gleyma „gömlu“ skólunum okkar en þar er sérstaklega hugað að úrbótum sem stöðugt þarf að vinna að. Eldri byggingar kalla á mikið viðhald og því þarf að fylgja vel eftir. Miklu fé hefur verið varið í að efla og þróa tölvutæknina í skólunum og er því verkefni hvergi nærri lokið. Grunnskólarnir okkar eru velbúnir list- og verkgreinastofum og er það mjög mikilvægt til að efla kennslu í verkgreinum svo allir nemendur fái notið

krafta sinna. Í Listaskólanum hefur stöðugildum verið fjölgað og kennslan verið aukin út í grunnskólunum. Mjög gott samstarf er við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og mikilvægt að það haldi áfram.

Aukin þjónusta í leikskólunum Mikil aukning hefur verið í þjónustu við yngstu börnin á kjörtímabilinu. Settar hafa verið á laggirnar ungbarnadeildir á leikskólunum og einnig hafa verið gerðir samningar við aðra ungbarnaskóla á höfuðborgarsvæðinu. Leikskólaaldur verður lækkaður í 12 mánuði og leikskólagjöld lækkuð. Einnig verður sumarþjónusta leikskólanna aukin enn frekar. Allt er þetta mikil þjónustuaukning við foreldra ungra barna í Mosfellsbæ. Undanfarin ár hefur verið unnið eftir metnaðarfullri skólastefnu í Mosfellsbæ og hefur nú verið kallað eftir endurskoðun stefnunnar. Það verður gert og eins og áður verða kallaðir að borðinu aðilar frá skólasamfélaginu, foreldrar, börn og allir þeir sem málið varðar. Það er mikilvægt að sátt ríki um skólasamfélagið og við annað verður ekki unað. Það er fræðsluyfirvalda að styðja við skólana svo menningin blómstri og börnunum líði vel. Eftir margra ára aðhald í efnahagsmálum og góða stjórn fjárhagsmála er nú loks kominn tími til að uppskera. Það má með sanni segja að bjart sé fram undan í Mosfellsbæ og sýnir fjölgun bæjarbúa það að fólk treystir vel núverandi stjórnvöldum. Við sjálfstæðisfólk viljum að Mosfellsbær sé öflugt lærdómssamfélag með metnað og árangur í fyrirrúmi og munum standa með skólunum. Þar verður ekkert gefið eftir. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kennari og bæjar­fulltrúi, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðismanna. Arna Hagalínsdóttir kennari, skipar 5. sæti á lista sjálfstæðismanna.

Betri menntun í blómstrandi bæ Í Mosfellsbæ er fjórðungur bæjarbúa á grunnskólaaldri og málefni dagvistunar, skóla og tómstunda því sjálfkrafa í brennidepli hjá stórum hluta bæjarbúa. Það er okkur hjartans mál að gera betur í skólamálum, tryggja dagvistun og að börnum og starfsfólki líði vel. Það er alveg frábært hvað kennarar og starfsmenn skólanna standa sig vel miðað við þær aðstæður sem þeir hafa. Viðreisn leggur áherslu á að bjóða börnum bæjarins upp á nútíma tækni og aðbúnað til að geta tekist á við verkefni sín í takt við þann heim sem við búum í. Samkvæmt gögnum Mosfellsbæjar, þá er gert ráð fyrir 40 milljónum króna til upplýsinga- og tæknimála hjá grunnskólum og gert er ráð fyrir eflingu tæknibúnaðar, bættan aðbúnað kennara og nemanda ásamt stuðningi við innleiðingu á fjölbreyttari kennsluháttum. Núverandi aðbúnaður er óviðunandi og þessar úrbætur því löngu tímabærar og fær bæjarstjórn klapp á bakið fyrir þær. En hér er ansi knappt í lagt. Heildarframlagið reiknast sem 22 þúsund krónur per barn. Allir kennarar eiga að fá fartölvur og í það fer væntalega helmingur upphæðinnar. Restin, 20 milljónir, fer vonandi í börnin en það dugar skammt. Þetta verður að endurskoða og tryggja raunhæft fjármagn í þennan mikilvæga málaflokk. Fyrsta áfanga Helgafellsskóla lýkur um næstu áramót og þá hefja börn í 1-5. bekk nám þar. Þegar skólinn er fullbúinn er gert ráð fyrir 110 börnum í leikskóla og 600 í grunnskóla í 1-10. bekk. Við verðum að tryggja að fjöldi íbúa í hverfinu stemmi við stærð skólans. Varmárskóli er hannaður

sem 600 barna skóli og það eru mörg ár síðan þar voru 600 börn. Nýr Helgafellsskóli léttir vissulega á, en ekki nægilega mikið. Varmárskóli er löngu sprunginn og það er tímabært að bæjaryfirvöld opni augun og líti til framtíðar. Það er nauðsynlegt að bregðast strax við og leysa bráðvanda Varmárskóla og gera allsherjar úrbætur á skólabyggingunum. Þó ekki væri nema til samræmis við markmið um heilsueflandi samfélag og kröfur um nútíma skólahald. Nemendur Varmárskóla voru 822 skólaárið 2017/2018 og verða 868 nemendur á næsta skólaári. Þessa fjölgun á að leysa með 2 færanlegum kennslustofum. Hverfið í Leirvogstungu heldur áfram að byggjast upp og áður en við vitum af verður húsnæði í Háholti og Þverholti fullbyggt með nýju fólki sem þarf að koma börnum sínum í skóla. Í Leirvogstungu er leikskóli í færanlegum kennslustofum. Ef við byggjum strax varanlegan skóla í Leirvogstungu fyrir börn 1-9 ára, þá myndi það létta mun betur á Varmárskóla og auðvelda vinnu við endurbætur. Hefjast þarf handa strax við að byggja Leirvogstunguskóla. Það er því ljóst að löngu tímabært er að móta skólastefnu til framtíðar og endurskoða stefnu í uppbyggingu skólamannvirkja í samráði við alla hagsmunaaðila og sem tekur mið af áætlun um íbúafjölda. Verkefnið er ögrandi og við viljum beisla tækifærin sem þessu fylgja og móta saman með íbúum bæjarins metnaðarfullt fræðslu- og tómstundastarf sem tekur mið af þörfum allra íbúanna. Hildur Björg Bæringsdóttir 4. sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ.

OPINN FUNDUR - ALLIR VELKOMNIR

Réttur fatlaðs fólks í sveitarfélögum

MOSFELLSBÆR

FRAMHALDSSKÓLINN

miðvikudaginn 23. maí kl. 17-19

Opinn fundur ÖBÍ með framboðum til sveitarstjórnarkosninga. Hver er réttur fatlaðs fólks í sveitarfélaginu? Hverjar eru áherslur framboðanna varðandi: Búsetu, atvinnu, NPA, skólamál, frístund, aðgengi, ferðaþjónustu o.s.frv. DAGSKRÁ -Áherslur og stefnumál ÖBÍ: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands -Kynning á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks: Árni Múli Jónasson, Þroskahjálp -Niðurstöður Gallup kynntar -Frambjóðendur kynna sig og sínar áherslur -Pallborðsumræður / Spurningar úr sal Fundarstjóri: Þröstur Emilsson, ADHD samtökunum

- EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! Aðsendar greinar -

49


Fullmekta vegagerð

Unga fólkið 10-12 ára Dagskránna má finna á facebook síðunni: 10-12 ára starf Bólsins

Bólið Dagskránna má finna á facebook, svo er lokakvöld Bólsins og Bólnótt þann 25. maí. Það verður eitthvað!!!

Vaxandi umferð flutninga- og einkabíla í gegn um Mosfellsbæ er mestmegnis kvöð, hálfgerð konungsskipun, sem rýrir lífsgæði allra íbúa. Skipulag bæjarins hefur alla tíð miðast við Vesturlandsveginn og Þingvallaveginn, eins og þeir séu óbreytanlegar föstur, en eru ekkert nema mannanna verk, eitthvað úr fortíðinni eins og amboðin í Árbæjarsafni. Nefnd vegstæði eiga fyrst og síðast að þjóna bæjarbúum, en ekki öllum stórflutningum vestur, norður og austur. Vesturlandsvegurinn var sprengdur niður í klöpp með ærnum tilkostnaði og nú ætla sömu aðilar að gera strandhögg í Mosfellsdal, sumpart með nauðsynlegar úrbætur, en enga dreifingu á umferðarmagni. Ferðamenn eru velkomnir í Mosfellsbæ, en það er óþarfi að fá alla sem fara til Þingvalla tvisvar á sama degi. Á síðastliðnu ári var þeirri hugmynd hent á loft að leggja veg frá Geithálsi að Kjósarskarði. Markmiðið er að draga úr gegnumstreymisakstri og eiga val á að fara greiðari leið og sleppa við 9 hringtorg, ­a.m.k. aðra leiðina. Íbúasamtök Mosfellsdals, Víghóll, kostuðu verkfræðistofu til þess að gera frumdrög að veglagningu samsíða gamla

Munið opið hús á þriðjudögum kl. 19.00

Samfylkingin vill skóla í fremstu röð fyrir börnin í Mosfellsbæ og að allir nemendur fái tækifæri til að þroska hæfileika sína og blómstra. Skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki í að undirbúa börn og ungmenni undir þátttöku í margbreytilegu lýðræðissamfélagi og því þarf að búa þannig að skólunum að þeir hafi nægt bolmagn til að sinna verkefni sínu af alúð. Endurskoðun skólastefnu bæjarins sem samþykkt var 2010 er löngu tímabær. Samfylkingin leggur áherslu á að styrkja starfsumhverfi kennara með því að auka aðgengi að sérhæfðu starfsfólki á ýmsum fagsviðum. Þannig er hægt að mynda öflug og samstíga teymi svo auðveldara verði að mæta ólíkum þörfum nemenda. Stuðningur við börn á að miðast við þarfir þeirra en ekki að vera háður læknisfræðilegum greiningum. Námsframboð og skipulag þarf að vera sveigjanlegt. Efla þarf samstarf á milli skóla, skólastiga og allra þeirra aðila sem sinna tómstundum og menntun barna og ungmenna til að sem best samfella sé í vinnudegi barna og aðstæður fullnægjandi. Þá er nauðsynlegt að hugað sé tímanlega að uppbyggingu skólamannvirkja svo skólar verði ekki of stórir. Að eiga stærstu skóla landsins á ekki að vera markmið sveitarfélagsins.

Fleiri leikskólakennara Nauðsynlegt er að fjölga leikskólakennurum í leikskólum bæjarins og þar á bærinn að stíga myndarlega inn með stuðningi við starfsfólk sem vill sækja sér frekari menntun. Þetta má gera með því að auka

Bólið og Mosinn óska öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Frekari frétta má vænta í haust. 50

- Aðsendar greinar

Langtímahagsmunir bæjarbúa vega því létt í dægurþrefi stjórnmálanna og reikningurinn fyrir andvaraleysi er þegar kominn í póst til skattgreiðenda. Aukin umferð lækkar fasteignaverð og setur skynsemi á haus. Nýr vegur yfir Mosfellsheiði gæti hins vegar orðið tekjulind, sú eina á Gullna hringnum og skilað sér margfalt til baka. Framtíðin er nefnilega sú að óþarfa umferð á ekki samleið með blómlegri byggð. Mengun, slysahætta sérílagi á börnum og óbærilegur hávaði er í réttu hlutfalli við umferðarþungann. Stjórn Víghóls hefur samþykkt að hitta að máli alla frambjóðendur sem hafa áhuga á nýrri nálgun á vanda, sem verður óleysanlegur hnútur innan fárra ára. vigholl@mosfellsdalur.is Halldór Þorgeirsson Melkoti

Skólarnir okkar

Stuðningur og samstarf

Mosinn

Þingvallaveginum, sem síðan voru send bæjarstjórn. Í og með var hugmyndin að koma samgöngumálum á dagskrá fyrir þessar kosningar, en það hefur ekki tekist. Áhugasvið manna nær ekki út fyrir nema eitt hringtorg í einu. Skyldu frambjóðendur kunna að reikna pí?

við stöðugildi á leikskólum til að koma til móts við fjarveru vegna skólasóknar starfsfólks. Til þessa hefur sveitafélagið ekki staðið sig nógu vel í að styðja ófaglærða starfsmenn leikskóla á þessu sviði. Þar vill Samfylkingin gera mun betur.

Leikskóli fyrir 12 mánaða Samfylkingin vill að öll 12 mánaða börn fái leikskólavist. Óvissa um dagvistunarúrræði barna er óásættanlegt fyrir foreldra og samfélagið. Þá er mikilvægt að þeirri lækkun leikskólagjalda sem Samfylkingin fékk samþykkta í bæjarstjórn verði viðhaldið og að gjöldin verði áfram sambærileg við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum búa vel að barnafjölskyldum og gæta þess að þjónustan í okkar góða bæ sé ekki síðri eða dýrari en annars staðar.

Listaskólinn Listaskólinn gegnir ákaflega mikilvægu hlutverki í bæjarlífinu. Samfylkingin vill að á næsta kjörtímabili verði unnið markvisst að því að skapa Listaskólanum framtíðar­aðstöðu svo hann geti vaxið og dafnað með stækkandi sveitarfélagi og sinnt áfram þeirri mikilvægu kennslu og menningaruppeldi sem honum er falið. Samfylkingin telur mikilvægt að setja málefni barna í fyrsta sætið. Ef þú er sammála þá setur þú x við S á kjördag 26. maí. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Steinunn Dögg Steinsen, varabæjarfulltrúi, skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar.

Næsta blað kemur út:

7. júní Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 4. júní.


Hlakka til að geta beitt þekkingu minni Að taka þátt í sveitarstjórn er ábyrgðarfull ákvörðun. Traust íbúanna á kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins er forsenda hins staðbundna lýðræðis. Ég hef búið í Mosfellsbæ frá árinu 1989 og þekki bæinn vel. Eitt af þeim málum sem ég hef brennandi áhuga á eru skipulagsmál. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu ár, sem er jákvætt, en samhliða þurfum við að standa vörð um okkar fjölbreyttu og fallegu náttúru sem er okkar sérstaða á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsvaldið er í höndum sveitarstjórna en við framkvæmd þess verða íbúar að geta treyst því að jafnræðis sé gætt auk

þess sem festa sé í framkvæmd skipulagsins og því verði almennt ekki breytt nema veigamiklar ástæður mæli því með. Ég vil leggja áherslu á að fá íbúana í lið með okkur, hlusta, taka við rökum, leita til þeirra til að afla upplýsinga og þekkingar og vinna saman að málefnum sveitarfélagsins. Það eru íbúarnir sem eru sérfræðingar í nærumhverfinu og geta komið með áhugaverðar lausnir. Mosfellsbær er yndislegur staður til að búa í og hlakka ég til að geta beitt þekkingu minni íbúum hans til góðs. Margrét Guðjónsdóttir skipar 2. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar.

Kjósum V-listann! Ágætu Mosfellingar. Hér á eftir verður greint frá nokkrum stefnumálum V-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Fræðslumál Fræðslumálin eru mjög viðamikill málaflokkur, enda rekur sveitarfélagið bæði leikskóla og grunnskóla bæjarins. Á þessu kjörtímabili hefur Bryndís gegnt varaformennsku í fræðslunefnd en á þeim vettvangi hefur bygging Helgafellsskóla verið stærsta verkefnið. VG stendur vörð um öflugt skólastarf á öllum vígstöðvum; við viljum að gerð verði áætlun um að eyða biðlistum fyrir tónlistarnám í Listaskóla Mosfellsbæjar, stefna að því skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar og að leikskólagjöld verði felld niður í áföngum.

Íþrótta- og tómstundamál

Hvert stefnum við í menntamálum? „Börn og unglingar eiga að upplifa ævintýri á hverjum degi og koma heim úr skóla- og frístundastarfi ánægð, hugsandi, forvitin, full ástríðu og vilja til að afla sér þekkingar og hafa áhrif...“ Svona hljóma upphafsorð nýrrar menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Útgangspunkturinn við mótun stefnunnar var barnið sjálft og haft víðtækt samráð við alla hagsmunaaðila í skólasamfélaginu og leitað ráðgjafar sérfræðinga. Markmið menntastefnunnar er að börn og unglingar verði leiðtogar í eigin lífi og fær um að láta drauma sína rætast. Til að svo megi verða verður lögð áhersla á eftirfarandi lykilhæfni: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Innleiðingunni er fylgt eftir með stuðningi og fjármagni og eftir þriggja ára þróunartímabil verður lagt mat á hvernig til tókst og gerðar nauðsynlegar endurbætur. Það er engin tilviljun að mörg nágrannasveitarfélög okkar eru með menntamálin í forgangi og eru að eyða miklum tíma og fjármunum í að greina stöðuna og móta sér framtíðarstefnu. Grunnstoðum menntunar er ábótavant sem endurspeglast meðal annars í niðurstöðum PISA og úttekt Evrópumiðstöðvar á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, talar um tímamót í menntamálum þjóðarinnar og að við séum víða á rauðu ljósi. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, bendir á að á Íslandi séu byggðir dýrir og flottir skólar en of lítil áhersla lögð á innra starfið. Haraldur Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, talar um úrræðaleysi vegna nemenda með fjölþættan vanda. Ef við lítum okkur nær og skoðum niðurstöður mælinga á líðan og námsárangri barna í Mosfellsbæ (Rannsókn og greining um líðan og hagi ungs fólks, Skólapúls, samræmd próf o.fl.) sést glöggt að víða eru rauð flögg sem rýna þarf betur í. Við megum ekki skorast undan heldur þarf að horfa fram á veginn og gera betur því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru gríðarlegar breytingar framundan. Tæknibyltingin sem er hafin mun hafa mikil áhrif á líf okkar allra og breyta því samfélagi sem við nú þekkjum. Miklar breytingar munu verða á vinnumarkaði og þurfa því börnin okkar að búa sig undir störf sem eru jafnvel ekki til í dag. Hefðbundum störfum mun fækka og flókin störf taka við þar sem reynir á skapandi hugsun, þrautseigju, rökhugsun, samvinnu og grunnþekkingu á forritun. Hvernig ætlum við sem samfélag að takast á við þetta risavaxna verkefni? Foreldrafélag Varmárskóla skorar á öll framboð að setja menntamálin í fyrsta sæti.

Mikilvægt er að fara í greiningu á stöðu skóla í Mosfellsbæ og kynna sér hvað önnur bæjarfélög eru að gera. Gera þarf áætlun og móta framtíðarsýn til að takast á við gjörbreytt samfélag og tryggja að fjármagn fylgi. Nauðsynlegt er að endurskoða núverandi menntastefnu sem eru einstaklega falleg orð á blaði en því miður lítil innistæða fyrir. Saman getum við breytt þessu og tryggt að skólar í Mosfellsbæ séu framsæknir og í fremstu röð. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi enda snýst pólitík um forgangsröðun. Hver er ykkar forgangsröðun? F.h. stjórnar Foreldrafélags Varmárskóla, Helga Kristín Magnúsdóttir formaður og Elfa Haraldsdóttir varaformaður

Blómlegt íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ byggist á náinni samvinnu bæjarfélagsins og frjálsra félagasamtaka. V-listinn vill styrkja þetta samstarf enn frekar og að allri gjaldtöku fyrir íþrótta- og tómstundastarf verði stillt í hóf. Við viljum auka hlut almenningsíþrótta fyrir alla aldurshópa, styrkja félagsstarfið í Bólinu og ungmennahúsi og efla samstarfið við ungmennaráð Mosfellsbæjar.

Velferðarmál Aðgengi allra hópa samfélagsins að lífsins gæðum á að vera tryggt, óháð aldri, heilsu og þjóðerni. V-listinn vill að gerð verði áætlun um að stytta biðlista eftir félagslegum íbúðum og auka framboð á leiguhúsnæði í samvinnu við byggingarfélög þar sem arðsemissjónarmið ræður ekki för. Einnig viljum við stuðla að bestu útfærslunni á heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu.

Jafnréttismál

Hver er ykkar forgangsröðun? Foreldrafélag Varmárskóla hefur þegar sent eftirfarandi spurningar um skólamál á öll framboð og verða svör þeirra birt á samfélagsmiðlum. Munuð þið beita ykkur fyrir því að:

1. Gera úttekt til að tryggja að húsnæði og aðstaða til skóla- og frístundastarfs sé fullnægjandi og samrýmist kröfum um heilsuvernd? 2. Endurskoða menntastefnu Mosfellsbæjar og tryggja skólunum nauðsynlegt fjármagn til að geta unnið eftir henni? 3. Efla faglega þjónustu við nemendur og kennara með því að fjölga faglærðu fólki innan skólanna og auka þverfaglegt samstarf milli þeirra? 4. Nýta með markvissum hætti niðurstöður innlendra sem erlendra mælinga sem gerðar eru á námsárangri og líðan barna til að gera betur? 5. Vinna markvisst gegn einelti og huga betur að bættri líðan barna og ungmenna? Niðurstöður Rannsókna og greininga sýna að kvíði og vanlíðan barna og unglinga í Mosfellsbæ fer vaxandi. 6. Endurskoða úrræði fyrir börn með sérþarfir og leggja áherslu á snemmtæka íhlutun og markviss inngrip án þess að greining þurfi endilega að vera forsenda fjárveitinga? 7. Veita öflugri stuðning við börn og ungmenni í hegðunar- og samskiptavanda með aukinni ráðgjöf og ráðningu fleiri sérhæfðra starfsmanna? 8. Móta heildstæða stefnu um upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi og tryggja að innleiðingu fylgi stuðningur sérfræðinga í upplýsingatækni, skólaþróun og kennsluráðgjöf og nauðsynlegt fjármagn til að bæta búnað? 9. Nemendur fái aukin tækifæri til að kynnast störfum í iðn-, raun- og tæknigreinum og styrkja tengsl milli skóla og atvinnulífs með markvissri náms- og starfsfræðslu og vettvangsferðum? 10. Unnið sé markvisst í skólastarfi eftir markmiðum um heilsueflandi samfélag þar sem heilsa spannar líkamlega, andlega og félagslega vellíðan? 11. Auka samstarf við foreldrasamtök og tryggja aðkomu foreldra að stefnumótandi ákvörðunum um skóla- og frístundastarf?

VG vill standa vörð um jafnrétti kynjanna og uppræta kynbundinn launamun. Einnig viljum við tryggja jafnréttisfræðslu í skólum og fræðslu um kynbundið ofbeldi.

Skipulagsmál - umhverfismál

skipulagsnefndar og formaður í umhverfisnefnd þar sem hann hefur beitt sér fyrir mörgum brýnum málum, meðal annars á sviði náttúruverndar. Undir hans formennsku hefur umhverfisnefnd haldið opna fundi á hverju ári þar sem íbúum hefur gefist kostur að taka þátt í umræðunni. Sá síðasti var í marsmánuði þar sem fjöldi Mosfellinga tók þátt í að vinna að nýrri umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.

Atvinnumál - ferðamál VG vill stuðla að fjölbreyttri, sjálfbærri og vistvænni atvinnustarfsemi með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Vinstri-græn vilja huga að vaxtasprotum í atvinnuuppbyggingu og vinna með fyrirtækjum og einstaklingum að uppbyggingu á þessu sviði. Nábýli Mosfellsbæjar við höfuðborgarsvæðið og Gullna hringinn skapar tækifæri í ferðaþjónustu, við viljum miðla upplýsingum til ferðafólks allan ársins hring.

Menningarmál Menningarlíf í Mosfellsbæ er gróskumikið og nauðsynleg kjölfesta sem auðgar samfélagið okkar. Vinstri-græn leggja áherslu á að sveitarfélagið styðji myndarlega við bakið á þessari fjölbreyttu starfsemi í samvinnu við félagasamtök, einstaklinga, fyrirtæki og skólasamfélagið. V-listinn lítur á félagsheimilið Hlégarð sem Menningarhús bæjarins með stórum staf og vill taka virkan þátt í stefnumótun um framtíð þessa sögufræga húss.

Fjármál, stjórnsýsla, íbúalýðræði Traustur fjárhagur sveitarfélaga er forsenda fyrir öllum framkvæmdum og rekstri á vegum þeirra. V-listinn vill sýna áframhaldandi aðhald og hagsýni í rekstri bæjarfélagsins. Stjórnsýslan á að þjóna almenningi, íbúalýðræði er afar mikilvægt og tryggja þarf bæjarbúum aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku. Hægt er að gera það með ýmsum hætti, til dæmis opnum fundum, skoðanakönnunum og íbúakosningu. Kjósum V-listann!

Umhverfis- og skipulagsmál eru nátengd og skipulag þarf ævinlega að taka mið af umhverfissjónarmiðum. Á þessu kjörtímabili hefur Bjarki verið varaformaður

Bjarki Bjarnason og Bryndís Brynjarsdóttir skipa 1. og 2. sæti V-listans.

Nýtt fólk hjá Framsókn í Mosfellsbæ Stutt er til sveitarstjórnarkosninga. Kosningabaráttan er á lokastigi og fólk er að spá í möguleg úrslit. Framsókn hefur ekki fengið bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ í síðustu kosningum og nú bætist við klofningur í liði samvinnumanna og félagshyggjufólks þar sem margir telja rétt að fylgja lista Miðflokksins víða um land. Á móti kemur að síðustu alþingiskosningarnar hafa sýnt að nýir kjósendur koma í staðínn og útkoman var glæsilegur varnarsigur Framsóknarmanna. Nú er verkefnið annað en í Alþingiskosningunum og aðstæður eru mismunandi eftir hinum ýmsu stöðum á landinu. Hér í Mosfellsbæ er Sjálfstæðisflokkurinn sterkur og hefur þar að auki varadekk undir sínum vagni. Atkvæði til VG hljóta að teljast ávísun á óbreytt valdatímabil Sjálfstæðisfokksins. Hjá íhaldinu gætir líklega klofnings til Viðreisnar og harðsoðinn sjálfstæðismaður í 1. sæti Miðflokksins þannig að ljóst er hvar hann á að fiska. Það má spá því að Sjálfstæðismenn tapi einhverju fylgi í þessum kosningum og vel gæti það skeð að fá atkvæði gætu ákveðið hver endanleg úrslit yrðu. Það má segja að þau sem blésu lífi í

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar þegar klofningurinn varð í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga hafi verið Sveinbjörn Ottesen, Sveingerður Hjartardóttir og formaðurinn Óskar Guðmundsson. Þetta fólk allt er nú ofarlega á B-listanum í Mosfellsbæ, þar af Sveinbjörn Ottesen í 1. sæti. Sveinbjörn er vel að þessu sæti kominn, traustur og duglegur og sannarlega líklegur til þess að vinna ötullega að hagsmunamálum bæjarbúa. Síðan tel ég ómetanlegt happ fyrir þetta bæjarfélag að fá ungt og efnilegt fólk í 2. og 3. sæti B-listans eða þau Þorbjörgu Sólbjartsdóttur og Birki Má Árnason. B-listinn í Mosfellsbæ með þetta fólk í efstu sætunum er sigurstranglegur og það er kominn tími til þess að Framsókn fái 1-2 bæjarfulltrúa hér í Mosfellsbæ. Til þess að svo megi verða þurfa kjósendur að skoða hug sinn og ekki aðeins styðja Framsókn í kjörklefanum heldur þá daga sem enn eru til kosninga að afla B-listanum fylgis, stuðla þannig að valddreifingu og bættri þjónustu í Mosfellsbæ. Sigurður Kristjánsson í stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar.

Aðsendar greinar -

51


Heilsumolar Gaua

Laxveiðiferð til Skotlands

Vinnufrí

É

g var norður á Ströndum í síðustu viku að hjálpa til að standsetja hús sem stórfjölskyldan á þar. Þetta var fjögurra daga ferð. Lífið var mjög einfalt. Við vöknuðum snemma. Unnum fram á kvöld. Tókum nokkrar matarpásur. Fórum í sund eða heitan pott eftir vinnu. Sofnuðum snemma.

Helgina 27-30. apríl fóru 19 hressar konur á vegum Kvennadeildar SVFR í laxveiðiferð í River Dee í Skotlandi en áin er ein frægasta laxveiðiá Evrópu. Í þessum hópi voru 4 núverandi og fyrrverandi Mosfellingar, þær Anna Reynis sem er formaður Kvennadeildarinnar, Hjördís Bartmars, Anna Sigurveig (Veiga) Magnúsdóttir og Guðrún Z. Jónsdóttir. Laxveiðin byrjar í febrúar í Skotlandi en í júní á Íslandi og því var tilvalið að lengja veiðitímabilið enda margir laxveiðimenn orðnir spenntir fyrir veiðisumrinu.

Þ

að var ekkert sjónvarp í húsinu. Slökkt á útvarpinu. Ég ákvað að taka netfrí þessa daga og vissi því lítið hvað var að gerast í hinum stóra heimi utan Bjarnarfjarðar. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti á að halda. Hausinn fékk frí á meðan líkaminn vann. Góður félagskapur og vinnufélagar. Vinnan gekk vel en það var ekkert stress eða læti. Veðrið var notalegt. Það er mikil gróðursæld í firðinum og urmull af fuglum af ýmsu tagi að vinna í vorverkunum rétt fyrir utan húsið.

É

g mæli virkilega með nokkra daga frívinnuferðum þar sem maður skiptir alveg um umhverfi og hvílir sig á því sem maður fæst við dags daglega. Það er gott fyrir líkamlega og andlega líðan og maður skilur eitthvað eftir sig í leiðinni. Það var líka gott að koma til baka. Sultuslakur og hlaðinn orku. Klár í að halda áfram með lífið heima og hlakka til alls þess sem á eftir að gerast í sumar.

Þ

etta verður viðburðarríkt og skemmtilegt sumar. Á mörgum sviðum. Eitt sem ég hlakka mikið til er að fara á Guns N‘ Roses tónleikana á Laugardalsvelli í júlí. Mér finnst ég eiga tónleikana skilið eftir að hafa ferðast um Evrópu fyrir nokkrum árum með góðum félögum, haldandi á sístækkandi bunka af Guns N‘ Roses tólftommum (vínyllinn tekur vel í). Þeir hefðu alveg mátt koma fyrr blessaðir en betra er seint en aldrei og ég bíð spenntur eftir þeim. Er með hina hráu G N‘ R Lies plötu í eyrunum á meðan ég skrifa þessar pælingar. Stillt hátt!

Guðjón Svansson

gudjon@kettlebells.is

52

- Heilsa og ferðalög

Anna Sigurveig, Hjördís, Guðrún og Anna Reynis


Þjónusta við mosfellinga Hulda Jónasar Ég er að segja ykkur það gott fólk að það er heil vinnuvika framundan engin frídagur í næstu viku.....það sem á mann er lagt ég segi nú ekki meira. 13. maí Birna Kristín Jónsdóttir Tvö uppáhalds liðin mín mættust á Varmarvelli í dag en úrslitin ekki alveg nógu góð. En framtíðin er björt hjá Aftureldingu með mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Til hamingju KR og áfram Afturelding. 1. maí Ásta Anna Steinþórssdóttir Yes...gæinn í ríkinu made my day þegar hann spurði mig um skilríki og segir svo... og þú ert eldri en èg... pottþètt í eina og síðasta skiptið sem einhver heldur að èg sè tvítug 11. maí Hanna Sigríður Stefánsdóttir Átti alveg hreint dásamlega dag í gær þegar vinkonur í Mosó birtust alveg óvænt og drógu tilvonandi brúði úr vinnunni og léku sér með mér fram eftir kvöldi. Held nú samt að framtíð mín sem spinning kennari verði ekki:) Takk fyrir ljúfu stundina, alla pakkana frá ykkur, geggjaðan mat og samræðurnar. Þið eruð perlur. Ég vænti þess að þið hafið skemmt ykkur extra vel eftir miðnætti í gær....eða verður það í kvöld. 12. maí Guðný Brynjólfsdóttir Mikið er ég fegin að hafa farið LANGT út fyrir þægindaramman hjá mér og skráð mig á hlaupanámskeið hjá Halla Karen núna í mai. Það er svo gaman að hlaupa i allskonar veðrum með þessum æðislegu stelpum sé sko ekki eftir þessari ákvörðun. Enda er þjálfarinn æðislegur 10. maí

verslum í heimabyggð

GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21

- gler í alla glugga s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w . g l e r ta e k n i . i s

Verslaðu á www.netgolfvorur.is Sendum frítt. panta@netgolfvorur.is - sími 824-1418

MG Lögmenn ehf. Öll almenn lögfræðiþjónusta Innheimtur Sala fasteigna Trjáklippingar / Trjáfellingar 893-5788

Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is

Bílapartar ehf ehf Bílapartar ehf Bílapartar Notaðir TOYOTA varahlutir

Notaðir TOYOTA varahlutir Notaðir TOYOTA varahlutir

Sími: 587 7659 Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ 6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

Við sækjum slysabætur www.febaetur.is febaetur@febaetur.is Sundagörðum 2, 104 Reykjavík 547-4700 www.facebook.com /umferdaslys

www.malbika.is - sími 864-1220

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ.B.

Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Þú finnur öll blöðin á netinu w w w. m o s f e l l i n g u r . i s

a

www.arioddsson.is

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

Þjónusta við Mosfellinga -

53


Heyrst hefur...

Stolt

...að nú sé búið að loka síðasta bankaútibúinu í Mosfellsbæ.

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

...að söngkonan María Ólafs sé búin að gefa út nýtt lag, Hækka í botn. ...að gleymst hafi að láta framsóknar­menn vita af framboðsfundi í golfskálanum.

Mosfellsbæjar

Elín Arnardóttir fæddist 20. septem­ber 2017. Hún vó 3020 gr og var 50 cm. Foreldrar eru Örn Lúðvíksson og Jenný Jóhannsdóttir og býr fjölskyldan í Háholti.

...að Toggi rothögg og Íris eigi von á barni. ...að Steini Ben hafi unnið heims­meistara­titil Fálkanna eftir tímabilið.

s? – fölnandi róvar

...að Ásgeir Jónsson sé að flytja aftur í Mosó og taki við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Aftureldingar í handboltanum af Daða Hafþórs.

Ég verð að viðurkenna að mér la brugðið þegar ég mætti á minn gam hef heimavöll um daginn, Varmá. Ég gðbúið meira og minna á landsbyg ast segj að ur verð Það ár. 7 stu síðu inni u úsin ttah íþró á að það er farið að sjá um góða og vel það. Gólfið í stóra saln að er ónýtt, engum blöðum um það fletta. Hálfmálaður salur, húsið skíí þeim tugt, sjoppulegir klefar og fleira ki avir ann ttam dúr. Fyrir mér eru íþró fésam ta hjar , lags arfé bæj stolt hvers a lagsins, og eitthvað sem ætti að hald si. arljó leið að við með þá hugsjón

...að handboltamaður Mikk Pinnonen sé hættur með Aftureldingu í hadboltanum. ...að helsta kosningamálið í ár virðist vera auglýsingaplaköt sem hengd hafa verið utan á Kjarnann. ...að blindi lundinn Mundi sem búið hefur í Mosfellsbæ sé fallinn skyndilega frá en hann átti fjölmarga aðdáendur. ...að Afturelding hafi komist yfir á móti KR á fyrstu mínútum leiksins í Mjólkurbikarnum en lokastaðan varð svo 1-7.

Í eldhúsinu

...að forsvarsmenn eins framboðsins í Mosó séu búnir að stofna svikasíðu á Facebook sem ætluð er til að klekkja á andstæðingum þess með kostuðum færslum. ...að Gummi Páls úr Baggalút sé að flytja aftur í Mosó.

Hægeldaðir lambaskankar

...að vinkonurnar Helga Sævars og Elísa Henný verði fimmtugar á föstudaginn. ...að blóðug slagsmál hafi verið á milli tveggja flóttamannanna í strætóskýli við KFC á dögunum. Þeir voru víst kærustupar fyrir þessa dramatísku uppákomu. ...að Blómsturvallafjölskyldan hafi komið oftast upp úr pottinum þegar dregið var um nýjar lóðir í Leirvogs­tungu. ...að E. Sigurðsson ehf. og Helgatún ehf. hafi komið tvisvar upp úr pottinum sem fyrsta val í Fossatungu. ...að Íris Hólm hafi frumflutt lagið „Cry For You“ í vikunni. ...að 226 kindur séu skráðar með heimili í Mosfellsbæ. ...að rappararnir Emmsjé Gauti og Herra Hnetusmjör séu meðal þeirra sem koma fram á miklu próflokadjammi á Hvíta Riddaranum á föstudaginn. ...að Bæjarrónafélagið sé komið í hringiðu kosningaslagsins. ...Davíð Gunnlaugs og Eyrún hafi eignast son um síðustu helgi. ...að áskorun hafi verið borin upp á íbúafundi Aftureldingar um að endurbæta gólfin í íþróttasölunum að Varmá. ...að Alli Richter eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is

54

Pétur og Sigga deila hér með Mosfellingum uppskrift að hægelduðum lambaskönkum með kartöflumús, hunangs gúrku- og tómatasalati en þau mæla hiklaust með þessum skemmtilega rétti. Hráefni: • 4 vænir lambaskankar (350-400 gr stykkið) • 2 laukar • 1 stór gulrót • 2-4 hvítlauksrif • 2 msk tómatpurré • 3 dl rauðvín • 6 dl vatn • 2 msk nautakraftur (fljótandi Oscar kraft) • 1 msk ferskt rósmarín, gróft saxað (eða 1 tsk þurrkað) • 3 þurrkuð lárviðarlauf • Smjör, sjávarsalt og svartur pipar Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður. Kryddið kjötið með salti og pipar. Takið stóran pott, sem má fara í ofn, og hitið á meðalháum hita á eldavél. Bræðið 1 msk af smjöri í pottinum, brúnið kjötið vel á öllum hliðum og takið það svo upp úr pottinum. Skerið grænmetið í frekar grófa teninga. Bræðið 1 msk í viðbót af smjöri í pottinum og steikið grænmetið þar til það mýkist aðeins. Setjið tómatpurré út í og steikið áfram. Hellið rauðvíninu yfir og skrapið vel botninn á pottinum. Leyfið að sjóða í 1 mínútu. Hellið vatninu og kraftinum saman við. Setjið kjötið út í pottinn og setjið lok ofan á þannig að það sé örlítil rifa til að sleppa

hjá PÉTRI OG SIGGU

gufunni út. Hleypið suðunni upp og setjið svo inn í ofn í 90 mínútur. Takið þá lokið af pottinum, hækkið hitann í 200 gráður og leyfið að bakast áfram í 20 mínútur. Takið úr ofninum. Veiðið kjötbitana upp úr og geymið undir álpappír. Setjið pottinn á eldavélina, kveikið undir á háum hita og sjóðið sósuna niður þangað til að sósan er um það bil helmingi minni en var í upphafi eldunar. Hunangs gúrku- og tómatasalat með sýrðum rjóma og ferskum kryddjurtum: • 1 dós sýrður rjómi • 1 msk hunang • 1 msk hvítvínsedik • Fínsaxað ferskt kóríander og basil eða steinselju (lítil handfylli af hverju) • Smá salt og pipar • 1 agúrka, flysjuð og skorin í teninga • 3-4 plómutómatar (ílangir) skornir í báta

Það þarf að skipta um gólf í báðum . sölum að Varmá, svo einfalt er það dag í m höfu við sem u eskj vitn Með þá iðsli, um meiðsli, sérstaklega álagsme ðast breg að rgð áby il fylgir því mik anekki við. Það er hreinlega óréttlæt legt. a Saga Varmár er svolítið saga hinn upp ð bygg taða Aðs a. verk uðu hálfklár búnog iðkendum fjölgað til muna en uð ingsklefum ekki, móttaka ekki klár i rým gt gsle féla ert ekk sem lítið og að til staðar. Þetta er svolítið eins og i fólk i mót á f allta taka en byggja villu bær fells í gegnum bílskúrinn. Mos ið vex hratt, enda fallegur bær og fólk u og stór jafn hjá ða ðsta ttaa Íþró . gott á metnaðarfullu bæjarfélagi á að vera u. svís land á a best það pari við

Aðferð: Sýrði rjóminn hrærður út, hunang, edik og kryddjurtir hrært saman við. Smakkað til með salti og pipar. Agúrkunni og tómötunum bætt saman við. Geymt í ísskáp þar til salatið er borið fram. Berið lambaskankana fram með góðri kartöflumús ásamt salatinu. LIFI ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR

Pétur og Sigga skora á Gígju Gylfa og Jón Leifs að deila næstu uppskrift

- Heyrst hefur...

Einhverjum sárnar eflaust þessi ummæli mín, enda mikið af góðu ært fólki sem hefur og er að vinna fráb . ingu reld Aftu gum krin í starf fyrir og stórFimleika- og sundaðstaða hefur s batnað svo dæmi sé tekið, gervigra og t gers ætt jákv gt mar og lagt verið bolti fleira í pípunum. En það að einn ií ligg ar ann að i ekk ætir fari á loft réttl polli á meðan og skemmist.

Ásgeir jónsson


-

a

smĂĄ

Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° mosfellinga

auglýsingar

GĂ&#x201C;Ă?IR MENN EHF

Einbýlishús til leigu GlÌsilegt 180m2 einbýlishús til leigu. Opið eldhús og stór borðstofa, hol, stofa. Garðskåli og 4 rúmgóð svefnherbergi. Leigist með húsgÜgnum. Leigutími ågúst 2018 - júlí 2019. Nånari upplýsingar: thr@origo.is

verslum Ă­ heimabyggĂ° Rafverktakar GSM: 820-5900

BĂ­ldshĂśfĂ°a 14 | ReykjavĂ­k | s. 520 3200

www.artpro.is

â&#x20AC;˘ nĂ˝lagnir â&#x20AC;˘ viĂ°gerĂ°ir â&#x20AC;˘ â&#x20AC;˘ hĂśnnun og uppsetning ĂĄ Ăśryggiskerfum â&#x20AC;˘ sĂ­ma og tĂślvulagnir

LĂśggiltur rafverktaki

Småauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga

babaria fĂłtakremin fĂĄst ĂĄ FĂłtaaĂ°gerĂ°astofu MosfellsbĂŚjar

mosfellingur@mosfellingur.is

m

t

i Ă­

g ,

-

p Ă°

ĂĄ

www.mosfellingur.is

st

950 kr.

Allar almennar bĂ­laviĂ°gerĂ°ir VĂśluteigi 27, 270 MosfellsbĂŚ SĂ­mar: 537 0230 - 693 8164 â&#x20AC;˘ bvo1944@gmail.com

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sÊ um hÌfnispróf fyrir Þå sem hafa gleymt að endurnýja.

FĂ&#x201C;TAAĂ?GERĂ?ASTOFA MOSFELLSBĂ&#x2020;JAR Ă&#x17E;verholti 3 - SĂ­mi: 566-6612

www.bmarkan.is

OpnunartĂ­mi sundlauga LĂĄgafellslaug

Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00

VarmĂĄrlaug

Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00

Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS

sĂ­Ă°an 1996

MOSFELLINGUR kemur nÌst út 7. júní Skilafrestur fyrir efni og auglýsingar er til hådegis 4. júní.

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA

H Ă R O G S N Y R T I S T O FA Fossaleyni 1 | EgilshĂśll | 571-6111

Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014; Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014;

Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

SĂ­mar allan sĂłlarhringinn: 581 3300 & 896 8242 Č&#x160; www.utforin.is allan sĂłlarhringinn: Č&#x160; www.utforin.is Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

SĂ­mar 581 3300 & 896 8242 Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° Mosfellinga -

55


w

Ætlar þú að kjósa í kosningunum 26. maí?

Feðgin fagna Euro -parið

Stemning fyrir selfie?

Æft fyrir Reykjaví kurmaraþonið

#mosfellingur

Leibbi kveður stelpu

rnar í bankanum

Meistarar Fálkanna 2018

Stuð á vorhátíð

Mætt ar á tónleika

Edda: Já, ég ætla að kjósa. Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is

x'72 árgangurinn hittist

Heitustu stuðningsmennirnir

Íþrótt akonurnar

Kristinn Jón: Já, ætli það verði ekki Sjálfstæðisflokkurinn

ÞRÍ FAR AR

Fagna master í tónsmíðum

Bryndís: Já, ég er í framboði þannig að ég kýs VG.

Tveir á fjalli

sís

Rafvirkjarnir í stuði

Jóhann Fannar Útskrifuð frá USA

Ásbjörn

Eggert: Já, ég ætla að kjósa Pírata.

útskriftarnemendur dimmiterað í fmos

Dabbi krull: Já, ég set mitt X á réttan stað.

Siggi Valli: Þarf ekki að kjósa áður en það fer að gjósa?

56

- Hverjir voru hvar?

Sölvi Tryggva


Áfram Mosó! Við viljum: Tryggja áfram trausta og ábyrga fjármálastjórn með gegnsæi að leiðarljósi. Tryggja að skuldahlutfall bæjarins haldi áfram að lækka þrátt fyrir mikla uppbyggingu innviða samfara fjölgun íbúa. Halda áfram að lækka fasteignagjöld á eldri borgara Tryggja að Mosfellsbær verði áfram í forystu í landinu sem heilsueflandi samfélag. Taka í notkun fjölnota knatthús á árinu 2019. Halda áfram uppbyggingu á íþrótta­mannvirkjum að Varmá í samvinnu og samstarfi við Aftureldingu. Að Mosfellsbær sé fyrsti valkostur til búsetu á höfuðborgarsvæðinu og við tryggjum að svo verði áfram. Miða við að öll börn 12 mánaða og eldri eigi kost á leikskólaþjónustu. Endurbæta skólabyggingar bæjarins og huga sérstaklega að mataraðstöðu nemenda. Hefja skólastarf í nýjum Helgafellsskóla um næstu áramót og í framhaldi ljúka byggingu skólans. Halda áfram átaki í endurbótum á eldri hverfum bæjarins. Tryggja að einelti eða annað ofbeldi sé aldrei liðið og tekið sé strax á slíkum málum með faglegum hætti. Halda áfram að lækka álögur á bæjarbúa. Gera Hlégarð að menningarhúsi sem sinnir fjölþættu hlutverki í þágu menningar og lista í Mosfellsbæ. Efla enn frekar Listaskóla Mosfellsbæjar og auka enn frekar tónlistarkennslu út í grunnskólunum. Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ

Gerum lífið enn betra í Mosfellsbæ


Sími:

586 8080 fastmos.is

MOSFELLINGUR

Kjarna Þverholti 2

Sími: 534 3424

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Múlalundur Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir!

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Sæktu Landsbankaappið

Rokkbál í Hlégarði Listaskóli Mosfellsbæjar hélt sannkallaða rokktónleika í Hlégarði á dögunum. Alls léku sjö hljómsveitir í um tvær klukkustundir undir styrkri handleiðslu Sigurjóns deildarstjóra. Á myndinni má sjá hljómsveitina Rokkbál en hana skipa Guðni Friðmar, Kári, Gabríel Máni, Stefán Birgir og Dagur Hrafn.

Mynd/RaggiÓla

Mikil sala - Vantar eignir - verðmetum Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047

Daniel G. Björnsson löggiltur leigumiðlari

Þjónusta við ár í 30 Mosfellinga

Stefán Bjarki Ólafsson löggiltur fasteignasali

LD SE

588

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

Háholt 14, 2. hæð

Opið virka

588 55 30 Bergholt

Víðiteigur

S

Grundartangi

Mjög vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. 2 baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. Stór bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. Nýtt K gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

Netfang: berg@

Pétur

Löggiltur fasteig

Tröllateigur

Bergholt

Lágholt

100 fm raðhús með tveimur aukaherbergjum á lofti undir súð, sem eru utan skráðra fm. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi og þvottahús. Góður garður með skjólveggjum í suður. Garðhús fylgir. Flott staðsetning. Góð bílastæði. Verð. 48,9 m.

Nýtt í sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar á eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Falleg 122 fm íbúð auk stæðis í Góður bílastæðahúsi Tröllateig. frágangur. við Einstaklega fallegur garður. Góðar innréttingar, parket á gólfum góðir skápar. Tvær eign geymslur. Heiturog pottur. Þetta er hugguleg við rólega lokaða 45götu. m. Skóli, íþróttaaðstaða og Eignin getur losnað fljótlega. Verð: hestavöllur í göngu færi.

FellsásSumarhús við Meðalfellsvatn

Spóahöfði

Nýtt í sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám og runnum. Þetta er einstaklega smekklegt og vel hannað hús. Eign fyrir vandláta. V. 52,9 m.

B e rg f a s t e i g n a s a l a s t o f n u ð 1 9 8 9

Mjög fallegt og vel staðsett 180 fm endaraðhús í vinsælu hverfi í Mosfellsbæ. Vandaðar innréttingar. Parket á gólfum. Upptekin loft. 3 svefnherbergi. Gróin og falleg lóð. Hellulagt bílaplan. Verð: 75,9 m.

Vel staðsettur 50 fm sumarbústaður við norðurenda Meðalfellsvatns. Stór sólpallur og afgirt lóð í góðri rækt. Aðeins 20 mín. akstur úr Mosfellsbæ. Laus strax. Verð: 16,5 m.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • Netfang: berg@berg.is • www.berg.is • Berg fasteignasala stofnuð 1989

7. tbl. 2018  

Bæjarblaðið Mosfellingur 7. tbl. 17. árg. Fimmtudagur 17. maí 2018. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi o...

7. tbl. 2018  

Bæjarblaðið Mosfellingur 7. tbl. 17. árg. Fimmtudagur 17. maí 2018. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi o...

Advertisement