Page 1

Vefút

MOSFELLINGUR

gáfa www.mosfe llingur.is

6. tbl. 18. árg. fimmtudagur 2. maí 2019 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrir tæki í Mosfellsbæ, á K jalarnesi og í K jós glæsilegt skilti er komið upp að Varmá sem ungmennafélagið fékk í 110 ára afmælisgjöf

eign vikunnar

www.fastmos.is

Stóriteigur - endaraðhús Fallegt og vel skipulagt 181,3 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Timburverönd og garður í suður. Eignin skiptist í: Neðri hæð: forstofu, gestasnyrtingu, eldhús, stofu og borðstofu. Efri hæð: fjögur svefnherbergi, hol, baðherbergi og þvottahús. Góð staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbæ. Stutt í miðbæ Mosfellsbæjar, skóla og íþróttasvæði að Varmá. V. 72,5 m.

gledilegt

U MOSFELLINGAR FÖGNUÐ RI EÐ RV SUMRI í BLÍÐSKAPA

sumar

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/fastmos

Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is Myndir/RaggiÓla

Við sjáum um dekkin Pantaðu tíma á N1.is

Alltaf til staðar

N1 Langatanga 1a - Mosfellsbæ

Mosfellingarnir Hildur Ágústsdóttir og Jón Finnur Oddsson

Vorum orðin örmagna á líkama og sál 24-25 Þjónustuverkstæði

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is

www.jonb.is

skiptum um framrúður

Bílaleiga á staðnum

7<H<¡Á6KDIIJC

B6G@K>HHD<7:IG>K>Á<:GÁ

cabas tjónaskoðun


MOSFELLINGUR

Gerum okkar besta

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Þ

að er magnað hvernig umræða í einu bæjarfélagi getur tekið á sig kostulegar myndir. Fyrir kosningar gerðist það einn daginn að allt fór að snúast um gólfin í íþróttahúsinu. Eitthvað sem engan hafði grunað að kosningabaráttan myndi snúast um. Nú er um fátt annað rætt en viðhald og stjórnun í Varmárskóla. Fólk skiptist í fylkingar og lætur hvert annað skilyrðislaust heyra það.

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Næsti Mosfellingur kemur út 23. maí

M

agnað hvað margir geta blindast af pólitík. Já, þetta snýst ekkert um annað en póltík og með hverjum þú heldur. Ég hélt að við værum flest á sömu vegferð. Að gera samfélagið betra. Það er ekki nema von að maður spyrji sig stundum hvort hatrið muni sigra?

A

nnars óska ég ykkur gleðilegs sumars. Það er kominn maí og fuglarnir byrjaðir að syngja. Ég hef ekki orku í neikvæðni og böl. Lífið er of stutt. Ég trúi því jafnframt í einlægni minni að flestir ef ekki allir séu að reyna að gera sitt besta, hvort sem er í skólamálum eða öðru.

www.isfugl.is

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Í þá gömlu góðu...

1

2

GLEÐILEGT SUMAR! Leikskólastarf að Hlaðhömrum má rekja til ársins 1975, þegar Mosfellshreppur festi kaup á húsinu. Gamla myndin sem birtist að þessu sinni er úr fórum Mosfells-

póstsins frá árinu 1982. Brúðubíllinn er í heimsókn og gleði og eftirvænting skín af barnahópnum. Mynd 1: Brúðubíllinn og þær Sigríður Hannesdóttir og

Helga Stephensen eru í heimsókn. Mynd 2: Ungir Mosfellingar árið 1982. Hlaðhamrar efst til vinstri. Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)

héðan og þaðan

2

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað


Sími:

586 8080 www.fastmos.is

lauasxt str

lauasxt str

Svanþór Einarsson

Lögg. fasteignasali

Egilína S. Guðgeirsdóttir

str

str

Laust við kaupsamning

lauasxt str

lauasxt str

Sigurður Gunnarsson

Lögg. fasteignasali

Helgi S. Kjærnested

Lögg. fasteignasali

Blómvangur

ástu-sólliljugata

Mjög fallegt 237 m2 einbýlishús með bílskúr, innst í botnlanga í Reykjahverfi. Eignin stendur á 2.100 fm gróinni og skjólsælli eignarlóð. Rétt við lóðarmörkin rennur Varmá og er stutt í náttúruna og góðar gönguleiðir.  V. 94,5 m.

Fullbúið 176,5 m2 raðhús á einni hæð með bílskúr. Fallegar innréttingar og gólfefni. Lóð er frágengin og bílaplan hellulagt. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, samliggjandi eldhús, stofu og borðstofu, sjónvarpshol, rúmgott baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús, forstofu og bílskúr. V. 74,9 m.

lauasxt str

svöluhöfði

grenibyggð

Fallegt og vel skipulagt 209,1 m2 einbýlishús. Fimm rúmgóð svefnherbergi, stofa, borðstofa, fallegt eldhús, þvottahús, gestasalerni, baðherbergi með sturtu og baðkari og rúmgóð vinnustofa með snyrtingu. Lóðin er hornlóð með trjám og góðum timburveröndum.  V. 85,9 m.

107,0 m2 raðhús á einni hæð. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, forstofu, eldhús og stofu. Geymsluloft. Stórt hellulagt bílaplan og timburverönd í suðurátt. Geymsluskúr er á baklóð. Leikskóli í göngufæri.

Fallegt 182,7 m2 einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyritingu, þvottahús, búr, eldhús, sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu, sólstofu og bílskúr. Tvær hellulagðar innkeyrslur. Hellulögð verönd og timburverönd. u La

lj ó st f

t le

V. 69,9 m.

ga

V. 50,9 m.

byggðarholt Mikið endurnýjað 158,9 m2 raðhús á tveimur hæðum. Á efri hæð er forstofa, 2 svefnherbergi, gestasnyrting, búr, eldhús og stofa. Í kjallara eru 2 herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslur. Hellulagt bílaplan og fallegur afgirtur bakgarður með timburverönd í suður. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu 1-2 árum. V. 65,9 m.

leirvogstunga

gerplustræti

Mjög fallegt 200 m2 einbýlishús á einni hæð innst í botnlanga á fallegum útsýnisstað. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni og mikil lofthæð sem gerir eignina bjarta og skemmtilega. Fallegar innréttingar og gólfefni.

Rúmgóð og falleg 133,1 m2 4ra herbergja íbúð á jarðhæð, ásamt bílastæði í bílageymslu. Þrjú svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofa. Sérgeymsla í kjallara. Fallegar innréttingar og gólfefni. Gólfhiti. Svalir og stór timburverönd í suður. V. 53,5 m.lauasxt

Þórhildur M. Sandholt

Lögg. fasteignasali

akurholt

lauasxt

Hildur Ólafsdóttir

V. 94,9 m.

leirutangi

gerplustræti

Fallegt einbýlishús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr á vinsælum stað. Eignin er skráð 234,8 m2, þar af einbýlishús 178,8 m2 og bílskúr 56,0 m2. Við hlið hússins stendur bílskúrinn sem er ókláraður. Gott skipulag. Glæsilegt stórt eldhús og stórar stofur. Tvö baðherbergi. V. 79,9 m.

Ný 125,4 m2 5 herbergja íbúð á 2. hæð, ásamt bílastæði í bílageymslu í lyftuhúsi við Gerplustræti 31-37. Fjögur svefnherbergi, forstofa, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofa og borðstofa. Sérgeymsla í kjallara. V. 53,9 m.

lauasxt str

sölkugata

tröllateigur

Fallegt 213,7 m2 parhús á einni hæð með bílskúr á fallegum stað í útjaðri byggðar. Eignin skilast fullbúin að utan og tilbúin til innréttinga að innan með grófjafnaðri lóð. Fjögur svefnherbergi, eldhús, stofa og borðstofa, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús, forstofa, geymsla og bílskúr.  V. 73,9 m.

144,3 m2, 4ra herbergja íbúð með tvennum svölum á annarri hæð í lyftuhúsi, stæði í bílakjallara fylgir eigninni. Eignin skiptist í stofu, eldhús, þrjú góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, geymslu og þvottahús. 2 sérgeymslur. Góð staðsetning miðsvæðis í Mosfellsbæ.  V. 58,9 m.

stórikriki

klapparhlíð

Mjög fallegt 234,8 m2 raðhús á tveimur hæðum með bílskúr. 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Svalir með fallegu útsýni. Steypt bílaplan og timburverönd í suðurátt. Bakgarður með tveimur timburveröndum og geymsluskúr. 

Falleg 63,9 m2 2ja herbergja íbúð með sérinngangi og timburverönd á fyrstu hæð. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla í sameign. Skemmtileg eign í göngufæri við Lágafellslaug.V. 89,5 m.V. 35,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali


Kosningar Okkar Mosó hefjast 17. maí Fagteymi starfsfólks Mosfellsbæjar hefur undanfarnar vikur verið að vinna úr og meta þær 113 hugmyndir sem íbúar komu með í hugmyndasamkeppninni í mars. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar, áhugaverðar, gagnlegar og skemmtilegar. Fagteymið er um þessar mundir að leggja lokahönd á að stilla upp þeim hugmyndum sem fara í íbúakosningar. Rafræn kosning verður um verkefni til framkvæmda þann 17.–28. maí. Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Íbúar munu velja þau verkefni sem þeir vilja setja í framkvæmd og geta valið eitt eða fleiri verkefni fyrir samtals 35 milljónir sem búið er að ráðstafa til framkvæmda. Þátttaka er opin öllum sem verða 15 ára á árinu og hafa lögheimili í Mosfellsbæ þegar kosningin fer fram. Frekari upplýsingar þegar nær dregur verður að finna á mos.is/okkarmoso og samfélagsmiðlum.

Átta um stöðu skólastjóra Lágafellsskóla

Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri Lágafellsskóla lætur senn af störfum en hún hefur verið skólastjóri frá því skólinn var tekinn í notkun á haustdögum ársins 2001. Auglýst hefur verið eftir nýjum skólastjóra og rann umsóknarfrestur út 14. apríl. Átta sóttu um stöðuna en ráðið verður í hana síðar í mánuðnum. Meðfylgjandi eru nöfn umsækjenda í stafrófsröð: Anna Greta Ólafsdóttir, Arna Björný Arnardóttir, Dagný Kristinsdóttir, Fjalar Freyr Einarsson, Kristín Helgadóttir, Lísa Sigríður Greipsdóttir, Þórdís Sævarsdóttir og Þórunn Ósk Þórarinsdóttir.

kirkjustarfið

Húsnæði varmáRskóla, yngri deild fyrir framan og eldri fyrir aftan

Ráðist í verulegar endurbætur í sumar • Heildarumfang nemur um 200 milljónum

Fyrirhugaðar endurbætur á Varmárskóla komnar í útboð Í sumar eru fyrirhugaðar verulegar endurbætur á húsnæði Varmárskóla. Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði yngri deildar skólans. Verkefnið felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga auk múrviðgerða og málunar. Lögð verður áhersla á að vinna verkið þannig að lágmarks rask verði á skólahaldi og að því verði að mestu lokið fyrir skólasetningu í haust og að fullu lokið 1. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Helstu verkþættir felast í endurnýjun bárujárns og glugga, múr­viðgerðum og málun veggja á suðurbyggingu. Í vesturhluta skólans verður skipt um bárujárn á hluta af þekju ásamt gluggum ofan við þekjuna. Þetta útboð er fyrsti hluti af þriggja ára áætlun um endurnýjun á ytra byrði skólans og er unnið á grunni úttektar sem umhverfis­svið Mosfellsbæjar gerði. Heildarumfang þessara framkvæmda nemur um 200 m. kr. á næstu þrem árum.

Skólastarf er í eðli sínu þannig að það þarf að vera í stöðugri þróun. Mikilvægt er að skólasamfélagið, sem heild, vinni saman að lausn þeirra verkefna enda segir máltækið að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Heildstæð úttekt á Varmárskóla Til viðbótar stendur nú yfir ítarleg greiningarvinna á húsnæði Varmárskóla, en verkfræðistofan Efla hefur á síðustu misserum unnið fyrir Mosfellsbæ að úttektum á áhrifum raka á húsnæðið ásamt því að mæla loftgæðin í skólanum. Fyrirtækið hefur framkvæmt þrjár aðskildar úttektir á þessum atriðum á síðustu þremur árum í náinni samvinnu við starfsmenn Varmárskóla og umhverfissviðs Mosfellsbæjar en í ljósi þess að fram komu nýjar ábendingar frá skólasamfélaginu

Taka hlutverk sitt alvarlega „Mosfellsbær tekur hlutverk sitt á sviði skólamála mjög alvarlega og gefur enga afslætti á því sviði frekar en öðrum,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Starfsmenn og stjórnendur Varmárskóla hafa sinnt góðu starfi og við leitumst við að styðja þá í þeirra mikilvægu störfum fyrir nemendur skólans. Fram hefur komið í samskiptum Mosfellsbæjar og Eflu að Haraldur Sverrisfyrirtækið telji að við- son bæjarstjóri brögð Varmárskóla og umhverfissviðs Mosfellsbæjar hafi verið í samræmi við tilefni þeirra mála sem komið hafa upp á hverjum tíma, en Efla er einn reynslumesti aðilinn á sviði rakaskemmda hér á landi.“

Bærinn tekur vel á móti ábendingum „Varðandi umræðuna sem verið hefur um skólamálin á breiðum grunni að undanförnu þá vil ég ítreka að bæjaryfirvöld taka vel á móti öllum ábendingum um umbætur á sviði skólamála og við leggjum áherslu á að vinna úr þeim eins hratt og mögulegt er. Þetta á líka við um ábendingar sem fram hafa komið um Varmárskóla. Varmárskóli stendur sig vel á mörgum sviðum en áfram er þar verk að vinna. Skólastarf er í eðli sínu þannig að það þarf að vera í stöðugri þróun. Mikilvægt er að skólasamfélagið, sem heild, vinni saman að lausn þeirra verkefna enda segir máltækið að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Starfsemi Varmárskóla er samvinnuverkefni kennara, foreldra og bæjaryfirvalda. Vilji íbúar fá tíðari upplýsingar og koma meira að stefnumótuninni í skólanum þá göngum við í það verkefni, eins og önnur, með gleði í hjarta,“ segir Haraldur.

Helgihald næstu vikna Sunnudagur 5. maí Í LÁGAFELLSSKÓLA kl. 20:00 Skráningarguðsþjónusta fyrir fermingarbörn fædd 2006. Prestar og starfsfólk safnaðarins.

Sunnudagur 19. maí Lágafellskirkja kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.

Sunnudagur 12. maí Lágafellskirkja kl.11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari.

SÓKN Í SÓKN – LIFANDI SAMFÉLAG

www.lagafellskirkja.is

64

var Eflu falið að vinna heildstæða úttekt á Varmárskóla. Hófst sú vinna 15. apríl síðastliðinn og er gert ráð fyrir að henni verði að fullu lokið í maí.

- Fréttir úr bæjarlífinu

Vertu með í sókninni!

yfirlit yfir framkvæmdir Heildaryfirlit og tímasetningar í eldri og yngri deild Varmárskóla vegna raka í húsnæði skólans. 2017 Júlí Veggur við stofu 216 eldri deild þéttur að utan og lögð ný drenlögn. Þétting á þaki í austurálmu yngri deildar skipt um loftaplötur. Gert við leka í hátíðarsal yngri deildar. Ágúst Þétting á þakglugga í matsal 2. hæð yngri deild. Málun í stigagangi vesturálmu við stofu 109. 2018 Mars-júlí Endurglerjun og þétting allra glugga á austurhlið yngri deildar. Mars-ágúst Endurglerjun og þétting allra glugga á austurhlið eldri deildar. Júlí Endurnýjaðir sólbekkir þar sem þurfti í yngri deild. Júní-júlí Gert við eftir lagnaleka í anddyri eldri deildar, fundaraðstöðu og rými skólaliða. Ágúst Endurnýjað þak yfir starfsmannaanddyri yngri deildar. Gert við gluggapósta í starfsmannaanddyri yngri deildar. Loft í tengigangi eldri deildar endurnýjað að hluta. September Gólfdúkur og pússning fjarlægð að hluta í stofu 216 eldri deild. Október Þak yfir stigagangi fyrir framan stofu 109 endurnýjað í yngri deild. Þak yfir vesturálmu yngri deildar yfirfarið og bætt við skrúfum. Nóvember Gert við og endurnýjað að hluta þak yfir austurálmu yngri deildar vegna leka. Skipt um loftaplötur í austurálmu. Steinslípað og endurmálað í stigagangi yngri deildar fyrir framan stofu 109. 2019 Janúar Gólfdúkur fjarlægður í stigagangi yngri deildar fyrir framan stofu 109.


PIZZERIA ELDBÖKUÐ ELDSNÖGGT MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA

11:00 - 22:00 FÖSTUDAGA

11:00 - 24:00 LAUGARDAGA

12:00 - 24:00 SUNNUDAGA

12:00 - 22:00 BOLTINN Í BEINNI ÆĬ±ÏĩÆŅƻŞĜDŽDŽ±ţĜŸ ÄÆĬ±ÏĩÆŅƻŞĜDŽDŽåųĜ± Ņųč±ųƋƜĹƖƅØåƼĩģ±ƴĝĩÈƤB´ĘŅĬƋŎƐěŎĂØaŅŸüåĬĬŸÆ¸ų


A

Innflytjendur kynna mat og menningu • Samstarf milli Bókasafnsins og Rauða krossins

Skipuleggja Fjölmenningarhátíð í Kjarnanum 11. maí Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning í Lágafellslaug í tilefni 110 ára afmælis Aftureldingar. Myndirnar eru hluti af stóru myndasafni ljósmyndarans Ragga Óla en hann hefur verið duglegur að mynda fjölda viðburða á vegum félagsins á undanförum árum. Sýningin mun standa út maí og eru Mosfellingar hvattir til að kíkja á þessa stórskemmtilegu sýningu.

Múlalundur fagnar 60 ára afmæli 20. maí Múlalundur, vinnustofa SÍBS, mun fagna 60 ára afmæli mánudaginn 20. maí. Boðið er til afmælishátíðar milli kl. 14 og 16 þar sem gestum er boðið að koma í heimsókn og þiggja veitingar. Forseti Íslands hefur boðað komu sína og mun hann ásamt öðrum kynna sér starfsemina. Múlalundur er öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í Mosfellsbæ sem rekið er af SÍBS í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar starfar saman fjölbreyttur hópur fólks með og án örorku og eftirspurn eftir störfum er mikil. Starfsmenn eru tæplega 50 í um 25 stöðugildum en um 80 manns gefst færi á að spreyta sig árlega við störf á Múlalundi.

Katrín Sif í úrslit í Nordic Hair Awards

Katrín Sif Jónsdóttir, einn af eigendum Sprey Hárstofu, er komin í úrslit á Nordic Hair Awards. Um er að ræða Norðurlandakeppni í háriðn þar sem Ísland keppir nú í fyrsta sinn en dómnefnd hefur valið þrjá fagmenn í úrslit. Kosning er hafin og mun standa til 1. júní. Vinningshafi verður tilkynntur í Danmörku þann 9. júní. Með Katrínu í teymi eru Birta Rán Björgvinsdóttir ljósmyndari, Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir förðun og Hildur Björk Scheving módel.

6

89

Pretu Lauf

69

Viljum ná til sem flestra Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafnsins og Rakel Sigurðardóttir starfsmaður á bókasafninu hittu Margréti í byrjun árs til að ræða hvaða möguleikar væru fyrir hendi fyrir safnið til að ná betur til nýrra íbúa af erlendu bergi brotnu. Ýmsar hugmyndir komu upp á þeim fundi og ein af þeim var hátíð þar sem menning þessara nýju íbúa fengi að blómstra. „Svona stoðir í samfélaginu eiga einmitt að vinna saman en í Bókasafninu hefur verið opið hús annan hvern mánudag fyrir innflytjendur þar sem þeir hafa fengið aðstoð og nýtt sér tölvuaðstöðuna. Hingað kostar ekkert að koma og við viljum opna faðminn enn betur og ná til allra,“ segir Auður Halldórsdóttir

Matur og menning í forgrunni Rakel tekur í sama streng og segir áherslu verða lagða á mat frá hinum ýmsu löndum. „Fólk er alltaf spennt að smakka framandi mat og hér munum við hittast á jafnréttisgrundvelli á torginu í Kjarna,“ segir Rakel. Innflytjendur munu kynna mat og menningu sína og munu gestir fá að smakka ýmislegt frá t.d. Kúrdistan, Úganda, Afganistan, Litháen, Sýrlandi og eflaust fleiri löndum.

Á

4

Á

Rakel Sigurðardóttir, Auður Halldórsdóttir og Margrét Lúthersdóttir sjá um skipulagningu Fjölmenningarhátíðarinnar í Kjarna fyrir hönd Bókasafnsins og Rauða krossins í Mosfellsbæ.

Krakkar í 4. bekk Varmárskóla ætla að sjá um skreytingar og Mosinn mætir með Pop-up ungmennahús. Þá ætlar Skólakór Varmárskóla að syngja nokkur lög og Kvenfélagið mun bjóða upp á bakkelsi og handverk til sölu. Leikfélagið mun sjá um andlitsmálningu.

Nýbúum vel tekið í Mosfellsbæ 70 ný börn bættust við Varmárskóla á síðasta ári frá mismunandi þjóðum. „Ég held að nýbúum sé almennt mjög vel tekið í Mosfellsbæ og það er talað um það hve

móttökurnar eru góðar,“ segir Margrét. „Við hlökkum því til að sjá sem flesta á Fjölmenningarhátíðinni þann 11. maí. Tekið verður vel á móti öllum hér við Bókasafnið í Kjarnanum sem er einmitt daglegur viðkomustaður fjölmargra Mosfellinga. Við bjóðum alla velkomna, óháð stétt og stöðu.“

M &

2

Enn er hægt að leggja hátíðinni lið eða boða þátttöku í gegnum netfangið bokasafn@mos.is.

Ert þú eða barnið þitt komið á fermingaraldur? Þá langar okkur hjá Lágafellssókn að segja þér að upphaf fermingarundirbúnings næsta vetrar verður í sérstakri skráningarguðsþjónustu sem fram fer

- Fréttir úr Mosfellsbæ

í LÁGAFELLSSKÓLA Sunnudaginn 5. maí kl.20:00

Skráningareyðublað og nánari upplýsingar á www.lagafellskirkja.is

Fyrirvari um prentvillur.

Ljósmyndasýning í Lágafellslaug

Ákveðið hefur verið að fagna fjölmenningu í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí í Kjarna. Fjölmenningarhátíðin stendur frá kl. 13 til 15. Innflytjendum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mjög mikið og eru nú um 8% íbúa í bæjarfélaginu. Að hátíðinni standa Bókasafnið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ. „Þetta er frábært tækifæri til að kynnast annarri menningu og eiga saman góðan dag, segir Margrét Lúthersdóttir deildarstýra Rauða krossins í Mosfellsbæ. „Við viljum tengja saman Mosfellinga, innfædda og aðkomna. Torgið hér í Kjarna er góður vettvangur til þess og við hlökkum til að sjá sem flesta.“

Strák breið

MARG GERÐ HJÓL

Re

Re


Allt fyrir vorverkin Strákústur m/stálfestingu 30cm breiður

1.790,2.390,2.190,1.990,1.890,-

Verð frá

895

Moltugerðarkassi

1.590,-

5.990 650 L 7.790 420 L

Malarhrífa

1.890,-

MIKIÐ ÚRVAL

Pretul Laufhrífa

695 Mei-9961360 Garðyfirbreiðsla 5x1,5m

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m

L MIKIÐ ÚRVA AF STIGUM M OG TRÖPPU

749

20.890

Garðúðari. Ál, 3 arma.

1.690

Garðskafa

1.490,-

Meister - Úðabyssa með stillanlegu skafti

2.495

Truper 10574

1.690,Trup hekkklippur 23060

Áltrappa 3 þrep

1.245

4.490

Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290

Truper garðverkefæri 4 í setti

1.690 Garðkanna 10 L

695

Mei-9961400 Sterkur Hellu & jarðvegsdúkur 10m2

2.850

Tia - Garðverkfæri verð

490 pr. stk. Truper handöxi

Verð

695/stk

Mei-9957210 Skilrúm í garðinn 9mx15cm

Lokað slönguhjól 20m 1/2”

1.490

11.995

875

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.690

Meistar upptínslutól /plokkari

1.690

1.395

Truper 15" garðverkfæri

Pretul greinaklippur

21”greinaklippur

2.295 PRETUL úðadæla 5 l. Trup 24685

2.890

Truper Haki 5lbs fiberskaft

2.790

Truper sleggja m. fiberskafti 3,6kg

3.590

Sterkir Cibon strákústar 45cm 1.395 kr. 60cm 1.895 kr.

Hjólbörur 80L

4.490

Proflex Nitril vinnuhanskar

Fyrirvari um prentvillur.

395

Öflugar hjólbörur 90 lítra

7.490

Slöngusamtengi

150

(mikið úrval tengja)

1.990

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

995

25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200 lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

Truper Slönguvagn

6.995 Garðkarfa 50L

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

Mikið úrval af þrýstikútum. Verð frá 2.190

20m Meister garðslanga með tengjum

2.490


Bjóða upp á alla þá þjónustu sem dýrin þurfa á að halda • Glæsileg aðstaða og verslun

Dýralæknirinn Mosfellsbæ kominn í nýtt húsnæði Gáfu kennaranum sínum snjallsíma Nemendur í 6. ÁJH í Varmárskóla komu kennaranum sínum Árna Jóni heldur betur á óvart á þegar hann varð 67 ára þann 11. apríl síðastliðinn. Bekkurinn er samheldin og krökkunum þykir einkar vænt um Árna Jón. Krakkarnir þau tóku sig saman og lögðu í púkk og gáfu honum snjallsíma. Fyrir átti Árni Jón einfaldan takkasíma sem krökkunum fanns ekki nógu gott.

Dýralæknirinn Mosfellsbæ flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu og er nú til húsa í Urðarholti 2 þar sem Mosfellsbakarí var eitt sinni til húsa. Þórunn Þórarinsdóttir dýralæknir er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Mosfellsbæ síðan 2003 en auk Tótu eins og hún er alltaf kölluð starfa þrír dýralæknar auk annars starfsfólks á stofunni.

Fullbúinn dýraspítali „Við erum rosalega ánægð að vera komin í þetta framtíðarhúsnæði, það var löngu orðið tímabært að stækka, þar sem húsnæðið sem við vorum í var orðið of lítið. Hér getum við boðið upp á alla þjónustu sem dýrin þurfa frá fæðingu til dánardags. Við erum hér með röntgentæki, sónartæki, blóðrannsóknartæki, fullbúna skurðstofu og fleira. Við erum líka með frábæra aðstöðu fyrir tannhreinsum og tanntöku dýra, ásamt allri annarri þjónustu sem dýrin þurfa,“ segir Tóta sem segir Mosfellinga ánægða með nýja dýraspítalann.

tóta dýralæknir í nýjum húsakynnum

Glæsileg verslun „Hér erum við líka með glæsilega verslun þar sem við leggjum áherslu á að vera með gæðavöru. Við erum með mikið úrval af gæludýrafóðri frá til dæmis Royal Canin og Hills. Ég vanda valið á vörum í verslunina og verð með allt sem dýraeigandinn þarf á að halda. Opnunartíminn hjá okkur er frá kl. 6-18 allar virka daga, auk neyðarþjónustu fyrir alvarleg tilfelli,“ segir Tóta að lokum og tekur vel á móti Mosfellingum og þeirra dýrum, stórum sem smáum.

Dýraspítali í urðarholti

Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu gefst frábært tækifæri að heyra í hinum ýmsu kórum þarna. Endilega komið og hlustið á fagra tóna.

Leikfimi/ganga

Síðasti tíminn í leikfiminni á Eirhömrum er 16. maí. Minnum á gönguhópinn sem allir eru velkomnir í, gaman að labba með okkur þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 11:00 frá Eirhömrum.

Demantamyndir

Erum að taka upp nýja sendingu af demantamyndum sem verða til sölu í handverksstofu eftir 7. maí. Mjög fallegar myndir á góðu verði.

Íslandsmyndir

Sumarfrí

Lokað verður á skrifstofu FaMos í júní, júlí og ágúst. Félagsstarfið fer í sumarfrí 22. júlí - 6. ágúst. Gleðilegt sumar öll.

Fimmtudaginn 9. maí ætlar Sesselja Guðmundsdóttir að vera með ljósmyndasýningu á skyggnutjaldi í borðsal kl. 13:30. Sýndar verða fallegar myndir af íslensku landslagi sem Sesselja hefur tekið á ferðalögum sínum um landið. Allir velkomnir að koma og njóta.

Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félagsstarfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstundaog félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá 15–16.

Félag aldraðra

í Mosfellsbæ og nágrenni

famos@famos.is www.famos.is

Stjórn FaMos Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.is Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is

Tónleikar

Laugardaginn 16. maí í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl 16:00 og frítt er inn. Vorboðar syngja á kóramóti og gestum

8

Fjárfest hefur verið í þessum fína sófa sem félagsstarf eldri borgara fékk styrk fyrir úr Samfélagssjóði KKÞ á dögunum. Sófinn er sérsmíðaður frá Patta ehf.

- Fréttir úr bæjarlífinu

Halldór Sigurðsson 1. varamaður s. 893 2707 dori007@simnet.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is


Gleð ilegt suma r!

KÆRU MOSFELLINGAR!

Við höfum bætt í hópinn og bjóðum Ingimar velkominn til starfa. Ingimar er löggiltur fasteignasali og hefur unnið við sölu fasteigna frá árinu 2013 með góðum árangri. Fáðu reynda löggilta fasteignasala til að aðstoða þig við sölu og ráðgjöf. Vegna góðrar sölu undanfarið óskum við eftir öllum gerðum eigna á skrá.

Inga María

Löggiltur fasteignasali Viðskiptafræðingur s. 620 4040

Ottó

Löggiltur fasteignasali Múrarameistari s. 620 4050

Ingimar

Löggiltur fasteignasali s. 612 2277

Vissir þ

- að Inga er fædd og uppalin í Mosó og býr þar enn - að Sigga hefur búið í Mosó frá 1973 - að Ottó hefur búið í Mosó í 39 ár - að Ingimar er vel kunnur Mosfellingum enda þjónustað þá síðustu 4 ár

Sigríður

Skrifstofa s. 469 4040

ú:

Matjurtagarðar

Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.

Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is

Garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí nk. Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett

sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411 1111, eða í netfangið matjurtagardar@ reykjavik.is, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ. Umhverfissvið Mosfellsbæjar

Cei\[bbiX³h

www.mosfellingur.is -

Cei\[b

9


kennarar fagna

bæjarstjórinn kom færandi hendi

kökunefndin með afraksturinn

góðir gestir í heimsókn

FMOS hóf starfsemi í Brúarlandi • Nú í glæsilegu húsnæði í Háholti • Afmælisáfangi í skólanum sem undirbjó veislu

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 10 ára

glæsilegt listaverk afhjúpað

nemendur fagna afmæli skólans hinn 12. apríl

Hljómsveitin gestapo sankta cola sló í gegn

N N E I N M G L A Ö R J F

HÁTÍÐ KJARNINN MOSFELLSBÆ

11. MAÍ Kl. 13-15

Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ

TAKTU DAGINN FRÁ!

10

- Fréttir úr bæjarlífinu


Þú sækir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum og færð aðra pizzu sömu stærðar að auki.

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP | 58 12345


eigendurnir jói ásbjörns, Jón gunnar og karl viggó

blackbox í mosfellsbæ er annar staðurinn á íslandi

Opnunarpartý á nýjum pizzastað • Bjóða upp á pizzur, bolta og bjór í Háholtinu • Eldbakað á tveimur mínútum

Blackbox opnar glæsilegan stað

jón gunnar og arnar gauti

Dj dóra júlía þeytti skífum

skálað fyrir nýjum stað

Foreldrafélag Varmárskóla færir skólanum Sphero þjarka Með fjórðu iðnbyltingunni eru að verða miklar breytingar á því samfélagi sem við þekkjum og fjöldi nýrra starfa verða til sem krefjast læsi á tækni- og forritunarkunnáttu. Mikilvægt er að byggja upp nauðsynlega grunnfærni hjá grunnskólabörnum og tryggja að forritunarkennsla sé hluti af námi þeirra. Sphero er vinsælt kennslutæki sem kennir börnum forritun og örvar skapandi hugsun. Sphero er lítill þjarkur sem ekur um inni í kúluskel og er stýrt með fjarstýringu eða með því að skrifa forrit og senda yfir á þjarkinn. Foreldrafélagi Varmárskóla er umhugað um að undirbúa börnin fyrir breytt samfélag og vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum í takt við kröfur nútímans. Til að fagna komu sumarsins var skólanum fært bekkjarsett með Sphero þjörkum sem eiga vonandi eftir að vera skólanum hvatning til að nýta forritun í kennslu.

12

Rakel Baldursdóttir úr stjórn foreldrafélagsins og Þórhildur Elfarsdóttir skólastjóri.

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

húsnæðið hefur tekið miklum breytingum

fljótandi veitingar

Myndir/RaggiÓla

fjölskylduvænn staður í miðbæ mosfellsbæjar


ERUM VIÐ AÐ GLEYMA STRÁKUNUM OKKAR? Þriðjudaginn, 7. maí kl. 20:00 stendur Miðflokksfélag Mosfellsbæjar fyrir opnum fundi um vandamál drengja og ungra karlmanna. Fundurinn verður haldinn í sal Mosverja, skátaheimilinu í Álafosskvos. Þeir Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og Örlygur Þór Helgason, kennari verða gestir fundarins. Það vakti athygli sl. haust þegar Karl Gauti Hjaltason ræddi vandamál drengja á Alþingi. Kom fram í máli hans að drengir virðast eiga undir högg að sækja í samfélaginu og birtist það m.a. í brottfalli úr skólum, iðjuleysi, tölvufíkn, aukningu á örorku, fækkun karla í háskólanámi, vímuefnanotkun, afbrotum og aukinni sjálfsvígstíðni meðal ungra karla.

Fundurinn er öllum opinn. Kaffi og bakkelsi verður á boðstólnum.

Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.

Stjórnin

Myndir/RaggiÓla

SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957

GRENSÁSVEGUR 11

SÍMI 588 9090

NÝTT Í SÖLU GERPLUSTRÆTI 17-23

Fullbúnar 2–5 herbergja íbúðir. Mikið útsýni úr flestum íbúðum.

www.270.is HAFIÐ SAMBAND TIL AÐ BÓKA SKOÐUN

Hilmar hilmar@eignamidlun.is 824 9098

Daði dadi@eignamidlun.is 824 9096

www.mosfellingur.is -

13


óvænt afmælisstund fyrir afmælisbarnið

Birgir D. Sveinsson áttræður • Komið á óvart af fyrrum félögum úr skólahljómsveitinni

Birgir gerður að heiðurs­félaga SÍSL á 80 ára afmælisdaginn Birgir D. Sveinsson varð áttræður föstudaginn 5. apríl. Við það tilefni var honum komið á óvart í hátíðarsal Varmárskóla þar sem myndarlegur hópur lúðrasveitarspilara kom

Nýtt

saman og lék fyrir Birgi. Þá var Birgir gerður að heiðursfélaga SÍSL, Sambandi íslenskra skólalúðrasveita. Birgir var formaður SÍSL árin 1985-2005.

bjarki bjarnason forseti bæjarstjórnar færir birgi árnaðaróskir

Birgir var bæði kennari og skólastjóri Varmárskóla í 40 ár. Hann stofnaði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og stóð ásamt öðrum að stofnum Tónlistarskólans hér í bæ.

bílalúga

reykjakot í lettlandi

Opið alla daga kl. 11-21 Þú finnur okkur við Miðbæjartorgið í Mosó

14

- Fréttir úr bæjarlífinu

Starfsmenn á Reykjakoti taka þátt í Nordplus verkefninu

Leikskólakennarar í Riga Síðastliðin tvö ár hefur Reykjakot verið þátttakandi í Nordplus verkefninu Responsible lifestyle ásamt Creakids í Lettlandi og Læringsverkstedet Dal í Noregi. Í verkefninu hefur áherslan verið lögð á umhverfi, næringu, hreyfingu, menningu og jákvæð samskipti. Afrakstur verkefnisins er heimasíðan Happykids þar sem ýmsar fróðlegar upplýsingar má finna. Í verkefninu hafa starfsmenn frá Reykjakoti farið í nokkrar heimsóknir bæði til Noregs og Lettlands ásamt því að taka á móti kennurum frá þessum tveimur löndum. „Í heimsóknunum höfum við fengið góða innsýn inn í starfið í leikskólunum ásamt því að hafa fengið ýmsar skemmtilegar

hugmyndir sem við höfum prófað í starfinu okkar,“ segir Þórunn Ósk Þórarinsdóttir leikskólastjóri. Fimmtudaginn 21. mars fóru átta kennarar frá Reykjakoti til Riga í Lettlandi þar sem verkefninu var slitið með ráðstefnu. Á ráðstefnuna mættu um 200 manns frá Lettlandi, Noregi og Íslandi. Þórunn leikskólastjóri var með fyrirlestur sem bar heitið „Responsible wellbeing“ og kennarar Reykjakots voru með þrjár vinnustofur í Leikur að læra. „Það hefur verið skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni. Við höfum lært ýmislegt en einnig komist að því að Reykjakot stendur framarlega í mörgum þáttum sem verkefnið snéri að.“


Menningarvika leikskólanna

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar er árlegur viðburður sem haldinn er í kringum afmælisdag Halldórs Laxness sem er 23. apríl. Menningarvikan var fyrst haldin árið 2002 í tengslum við hundrað ára ártíð Halldórs Laxness og var hún því haldin í 17. sinn núna. Í menningarviku sýna leikskólabörn listaverk sín á torginu í Kjarna og syngja daglega fyrir boðsgesti og bæjarbúar. Þessi árlegi viðburður er skemmtileg viðbót við menningarflóru Mosfellsbæjar og mikið er af flottum og skapandi listaverkum á sýningunni.

Sumarstarf Starfsfólk óskast í sumar­afleysingar í matvælavinnslu í Mosfellsbæ. Frekari uppl. í s. 897-3236 eða raggi@nonnilitli.is

www.mosfellingur.is -

15


Skólakór Varmárskóla • Síðustu tónleikar Ómars 4. maí

40 ára afmælistónleikar Skólakór Varmárskóla verður 40 ára á þessu ári en kórinn var stofnaður árið 1979. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Guðríðarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 16. Mosfellingar eru hvattir til að taka daginn frá og hlusta á alla þessa frábæru krakka. Auk þeirra munu margir fyrrverandi kórfélagar taka þátt í tónleikunum bæði með einsöng og kórsöng. Meðal þeirra sem

ómar stjórnar kórnum í guðríðarkirkju 2014

fram koma eru Ingunn Huld Sævarsdóttir og Íris Hólm Jónsdóttir auk Hönnu Dóru Sturludóttur sem hóf sitt tónlistarnám hjá Ómari kórstjóra í Tónlistarskóla Dalasýslu. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu og Jónas Þórir sér um píanóleik. Söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson, en þetta verða síðustu tónleikar hans þar sem hann lætur af störfum í lok skólaárs eftir 40 ára starf við Varmárskóla.

leikhópurinn baksviðs

blúndur og blásýra í bæjarleikhúsinu

Myndir/RaggiÓla

fjör á frumsýningu

hrollvekjandi gamanverk sýnt á laugardögum í mosó

Höfundar gengu allar 20 þjóðleiðirnar á heiðinni • Heiðin kjörin til útivistar

Árbók FÍ um Mosfellsheiði Hátt í öld hafa Árbækur Ferðafélags Íslands átt samleið með þjóðinni, sú nýjasta var að koma út og að þessu sinni er viðfangsefnið Mosfellsheiði – Landslag – leiðir og saga. Höfundarnir eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. „Við höfum unnið að verkinu í nokkur ár, þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt samstarf,“ segir Bjarki í viðtali við Mosfelling. Hvernig skipulögðuð þið vinnu ykkar? „Við gengum saman allar þær þjóðleiðir sem eru á heiðinni, þær eru hvorki fleiri né færri en um 20 talsins og flestar þeirra eru fornar. Sumar eru enn notaðar af hestafólki en margar eru ógreinilegar og voru jafnvel alveg týndar. Á þessum göngum okkar huguðum við að öllu sem fyrir augu bar, hvort sem það tengdist jarðfræði, grasafræði, fuglum himinsins eða sögulegum fróðleik. Samhliða þessari grunnvinnu réðumst við í viðamikla heimildakönnun og skrif á árbókinni sem er prýdd fjölmörgum ljósmyndum og kortum.“

16

- Fréttir úr bæjarlífinu

En hvernig tókst ykkur að finna allar þessar leiðir? „Þær höfðu verið varðaðar í upphafi en áður við þremenningarnar hófum heiðargöngur okkar hafði Jón Svanþórsson gengið allar leiðirnar og hnitasett fjöldann allan af vörðum. Alls hafa fundist um 800 vörður á heiðinni og þar er um heilt samgöngukerfi að ræða. Í sumar kemur einnig út eftir okkur leiðabók um heiðina þar sem þjóðleiðunum verður lýst nákvæmlega. Sú bók mun bæði henta fólki sem ferðast á hestum, reiðhjólum og hestum postulanna.“ Koma þá út tvær bækur um Mosfellsheiði á þessu ári? „Já, en árbókin er miklu stærri og viðameiri, þar er fjallað um allt sem viðkemur heiðinni, jafnt jarðfræði, dýralíf, raflínur, gömul sæluhús og fólk sem lenti þar í lífsháska.“ Eitthvað að lokum, Bjarki? „Það er von okkar höfundanna að þessar bækur auki áhuga almennings á Mosfellsheiðinni. Hún er kjörin til útivistar og mikill sögulegur fróðleikur tengist henni. Okkur

Höfundar bókarinnar: Jón Svanþórsson, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Bjarki Bjarnason. Hundurinn heitir Kolur og fylgdi þremenningunum í fjölmörgum gönguferðum. Myndin er tekin við Helgufoss í Bringum, efst í Mosfellsdal. Þessi stæðilega varða til hliðar heitir Gluggavarða og stendur við Seljadalsleið á Mosfellsheiði.

finnst heiðin vera falið leyndarmál á jaðri höfuðborgarsvæðisins og þess má geta að í tilefni af útgáfu árbókarinnar mun Ferðafélag Íslands skipuleggja þrjár gönguferðir um hana í sumar.“


Myndir/RaggiĂ&#x201C;la


um

svipmyndir frá hátíðarhöld

Myndir/RaggiÓla

i t s r y f n in r u g a d r a m u s

www.n1.is

facebook.com/enneinn

Öruggari á Michelin dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is Michelin CrossClimate+

Michelin Primacy 4

Michelin Pilot Sport 4

• Sumardekk fyrir norðlægar slóðir

• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra

• Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu

• Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika

• Halda eiginleikum sínum vel út líftímann

• Einstakir aksturseiginleikar

• Frábært grip og góð vatnslosun

• Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin á markaðnum

• Endingarbestu dekkin á markaðnum í sínum flokki

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu

18

440-1318 440-1322 440-1326 440-1320

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

Alltaf til staðar


Nánar á worldclass.is NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 29. APRÍL Unglingahreysti

SKRÁNING ER HAFIN

HEFST 29. APRÍL

Hlaupanámskeið Myndir/RaggiÓla

HEFST 7. MAÍ worldclassiceland

fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Verið hjartanlega velkomin

Háholti 13-15

s. 564 4500

www.mosfellingur.is -

19


Sumarnám

fyrir börn og

Golf- og leikjanámskeið GM Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6–13 ára í sumar. Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður farið í sund og fjöruferðir og ýmislegt fleira skemmtilegt! Skráning á námskeiðin hefst 23. apríl á golfmos.felog.is, nánari upplýsingar um námskeiðin dg@golfmos.is

Reiðskóli Hestamenntar Reiðnámskeiðin eru fyrir börn og unglinga frá 6-14 ára. Námskeiðin hefjast þann 11. júní og standa til 22. ágúst. Stubbanámskeið verður fyrir 4–6 ára börn, Námskeiðin hefjast vikuna 22.–26. júlí kl. 9–12. Skráning og allar nánari upplýsingar eru á www.hestamennt.is Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@ hestamennt.is eða í síma 865-2809 Fredrica.

Knattspyrnuskóli Aftureldingar Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum 7–15 ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fái verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar bjarki@afturelding.is

Fótboltaakademía

fyrir 5. og 4. flokk Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5. flokks og 4. flokks karla og kvenna. Boðið verður upp á fótboltaakademíu í júní og ágúst fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Á sama tíma verður boðið upp á metnaðarfulla akademíu fyrir markmenn þar sem farið verður yfir tæknilega færni, staðsetningar, fótavinnu og fleira. Skráning fer fram á afturelding.felog.is og nánari upplýsingar bjarki@ afturelding.is

Sumarlestur barna

Bæjarleikhúsið – Leikgleði 2019

Markmiðið með Sumarlestrinum er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu. Þannig öðlast þau meiri lesskilning og orðaforða ásamt því að fá að njóta ævintýraheima bókanna. Hægt er að skrá sig frá og með 25. maí í afgreiðslu Bókasafnsins. Hittingur þátttakenda verður í safninu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 14.00. Sumarlestrinum lýkur í september.

Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu leik- og tónlistarnámskeiðum í júní og júlí í sumar. Í boði verða námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6–8 ára, 9–12 ára og 13–16 ára. Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is

Ritsmiðja fyrir 10 - 12 ára börn Ritsmiðja verður starfrækt í Bókasafninu miðvikudag, fimmtudag og föstudag 12.–14. júní kl. 13.00–15.30 alla dagana. Leiðbeinandi er Davíð H. Stefánsson rithöfundur. Lögð verður áhersla á orðaleiki, brandara og frásagnir. Ekki er skilyrði að þátttakendur séu vanir að skrifa sögur – bara að þeir séu tilbúnir að leika sér með tungumálið og smjatta á orðunum! Boðið verður upp á hressingu. Námskeiðið er ókeypis. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.

Körfubolta­leikjanámskeið Skemmtilegt leikjanámskeið þar sem markmiðið er að hafa körfubolta í hönd, fara í leiki en fyrst og fremst að hafa gaman. Sumaræfingar Á sumaræfingum verður lögð áhersla á einstaklingsmiðaðar séræfingar eins og sóknarhreyfingar, dripl, skot og sendingar sem miða að því að bæta og styrkja viðkomandi iðkanda í íþróttinni þannig að hann mæti vel undirbúin fyrir veturinn. Frekari upplýsingar um námskeið afturelding.is

Ævintýranámskeið Sumarsmiðjur Mosverja Skátafélagið Mosverjar stendur fyrir námskeiðum sem fyrir 10-12 ára tilvalin eru fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, sundferð, baka brauð við eld, ratleikur með verkefnum og alls konar skemmtilegt. Frekari upplýsingar á sumar@mosverjar.is. Skráning fer fram á https://skatar.felog.is og hefst 25. apríl.

Allir krakkar mega mæta hvort sem smiðjan er í Lágóbóli eða Varmábóli. Þriðjudagar eru í Lágóbóli frá kl. 10–14:30 Fimmtudagar eru í Varmábóli frá kl. 10-14:30 Skráning skal senda á bolid@mos.is og tilgreinið nafn barns, skóla, nafn foreldra og símanúmer. Skráning þarf að berast fyrir kl. 16:00 deginum áður.

Frjálsíþróttanámskeið Aftureldingar

Nánari upplýsingar um námskeiðin á mos.is

Leikjanámskeið með áherslu á frjálsar íþróttir á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Tilvalið fyrir krakka sem vilja kynnast frjálsíþróttum, fara í leiki og hafa gaman. Skráning fer fram í Nora. Nánari upplýsingar eða aðstoð veita Hanna Björk hannabjork@afturelding. is, Unnur afiafi@simnet.is,Toggi toggi@vov.is og í síma: 566-7089


Cei\[bbiX³h

ámskeið

og unglinga Myndlistanámskeið fyrir börn Fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar. Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni. Námskeiðin verða 11.–15. júní, 18.–22. júní og 25.–29. júní 2018, frá kl. 13:00 til kl. 16:00. Frekari upplýsingar um námskeið á www.myndmos.is Innritun fer fram í síma 663-5160 og á netfanginu myndmos@myndmos.is

Sumarfjör ÍTOM Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4 bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti. Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt. Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn, kristinnitom@ mos.is. Skráning: https://mosfellsbaer.felog.is/ Þau börn sem þurfa á stuðning að halda fá hann en mega gjarnan senda póst á Diljá Rún, diljarun@mos.is, með helstu upplýsingum.

Sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og Lágafellslaug fyrir fimm ára börn (fædd 2013) frá 6.– 21. júní. Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn. Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754 eða 772-9406. Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á netfangið sundnamskeid. hannaogkobbi@gmail.com.

Drekanámskeið Taekwondodeildar Taekwondodeild Aftureldingar stendur fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn á aldrinum 6–11 ára í sumar. Í boði eru tvö tveggja vikna námskeið. Taekwondo, leikir, sjálfsvörn, hjólaferðir og margt annað skemmtilegt. Frekari upplýsingar á facebooksíðu námskeiðsins Drekanámskeið Aftureldingar eða á netfanginu taekwondo@ afturelding.is

Rauði Kross Börn og umhverfi Börn og umhverfi námskeið hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ verður haldið dagana 29.–30. apríl og 2.–3. maí kl. 17:30–20:30. Námskeiðið er ætlað ungmennum fæddum 2007 og fyrr. Farið er í þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir, algengar slysahættur og og kennslu í skyndihjálp. Skráning fer fram á raudikrossinn.is / skyndihjalp.is eða í síma 898 6065 / á netfanginu: moso@redcross.is.

Fjallahjólanámskeið fyrir krakka Hjóladeild Aftureldingar og Lexgames halda fjallahjólanámskeið fyrir 10–14 ára. Kennd verður tækni og líka samspil við náttúruna með hjólatúrum og æfingum. Reynslumiklir þjálfarar með áratuga reynslu. Kröfur eru hjól og hjálmur. Mæting í hjólabrautinni við Varmárskóla. Nánari upplýsingar á hjolaimoso@gmail.com. Skráning fer fram í Nora.

Sumarnámskeið Lágafellskirkju Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í byrjun sumars. Námskeiðin verða þátttakendum að kostnaðarlausu. Hver dagur byggist upp af rólegum leik, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Umsjón með námskeiðinu hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 566-7113 eða bella@lagafellskirkja.is

Náttúruspeki Hildur Margrétardóttir, Waldorfkennari og myndlistarkona. Vikunámskeið þar sem verður farið í göngutúra og börnin frædd um sveitina sína. Gengið verður á fellin í kring og fugla og plöntulíf skoðað. 3 klst í senn.

Stuðningu

r

Frístundasvið í samvinnu við fjö Mosfellsbæjar lskyldusvið benda foreldru stuðning fyrir bö m á að boðið er rn og ungmenni upp á með sérþarfir in og sumarvinnu n á öll sumarná sem í boði eru mskeið Diljá Rún Hjördí í Mosfellsbæ. sardóttir hefur yfirumsjón með barna er hefja þeim stuðning skólagöngu í ha . Foreldrum þe ust er sérstakl irra stendur þeim og ega bent á þetta öllum öðrum gr úrræði sem un ns kó Diljá er með ne labörnum til bo tfangið diljarun@ ða. mos.is og veiti r nánari upplýsin gar.

Sumarnámskeið fimleikadeildar Fimleikadeild Aftureldingar býður upp á sumarnámskeið í fimleikum. Kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haustönn. Einnig tilvalið fyrir krakka sem hafa aldrei æft fimleika áður og langar að prófa íþróttina. Nánari upplýsingar á afturelding.is

Ukulele-nám fyrir byrjendur Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Þegar veður leyfir verður farið í göngutúra í Reykjalundarskógi, spilað, sungið og borðað nesti. Vikunámskeið fyrir börn 6–12 ára. Skráning á ljomalind@gmail.com og í síma 660-7661.

SVEITASÆLAN Á HRAÐASTÖÐUM Námskeið fyrir börn á aldrinum 6 ára og eldri. Okkar markmið með námskeiðinu er að börnin skemmti sér vel og læri að umgangast dýrin og njóta þess að vera í sveitinni. Nánari upplýsingar á Facebook, Hradastadir Horse Riding & Farm.

Tálgunarnámskeið á Álafossi Bjarni Þór Kristjánsson, kennari og handverksmaður 2–4 daga námskeið, 3 klst í senn. Tálgun og útivist við Álafoss.

Ce


Listasalur Mosfellsbæjar

Atli Már í Listasalnum

Föstudaginn 3. maí kl. 16-18 opnar Atli Már Indriðason sýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin, sem heitir einfaldlega Atli Már, er hluti af hátíðinni List án landamæra. Atli Már er fæddur árið 1993 og er afkastamikill listamaður. Verk hans eru litrík og skrautleg og einkennast af persónum og fígúrum úr bíómyndum, teiknimyndum og ævintýrum. Sýningunni lýkur 31. maí.

Bókasafn Mosfellsbæjar

Menningarvorið 2019 Í níunda sinn var Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafni Mosfellsbæjar. Fyrra kvöldið þann 2. apríl kom tvíeykið Tunglið og Ég sem þau Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari skipa. Þau fluttu lög eftir franska djasstónskáldið Michel Legrand. Dóra Wild kynnti og skapaði stemningu milli laga. Í hléi voru veitingar með frönskum blæ og voru gestir alsælir með kvöldið. Finnskt kvöld í tali og tónum á seinni

dagskrá Menningarvors 9. apríl. Fimm í tangó fluttu íslenskan og finnskan tangó. Hljómsveitina skipa Ágúst söngvari, Ástríður á píanó, Flemming á harmóníku, Íris Dögg á fiðlu og Kristín sellóleikari. Satu Rämö rithöfundur og blaðakona sagði frá muninum á Finnum og Íslendingum á skemmtilegan hátt. Í hléi var boðið upp á finnskt pulla með kaffinu ásamt staupi af Minttu, finnskan salmíakslakkrís og brjóstsykur. Gestir fóru glaðir heim með söng í hjarta og bros á vör.

Bókasafn Mosfellsbæjar

Ræktun matjurta í garði og á svölum Þriðjudaginn 7. maí kl. 17.30 heldur Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur fyrirlestur um ræktun matjurta. Rætt verður um sáningu, útplöntun, jarðveginn og næringarefni, auk þess um tegundir sem helst er mögulegt að rækta á svölum. Aðgangur ókeypis og alllir velkomnir.

Myndir/Magnús Guðmundsson

FRAMUNDAN Í BÓKASAFNINU:

Cei\[bbiX³h

Sögustund með Ásdísi

25. maí

Sumarlestur hefst

12.-14. júní

Ritsmiðja fyrir 10-12 ára

www.bokmos.is

facebook.com/bokmos

Cei\[bbiX³h

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:

Fjaðrandi íþróttagólf

í íþrótta­miðstöðinni að Varmá Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna endurnýjunar íþróttagólfs í sal 1-2, íþróttamiðstöðinni að Varmá. Verkefni þetta felur í sér að útvega og smíða nýja fjaðrandi timburgrind ásamt lagningu parkets. Innifalið er allur fullnaðarfrágangur á gólfi m.a. merkingar og festingar þannig að salur sé tilbúinn til íþróttaiðkunar. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. annarra verktaka á og við framkvæmdasvæði. Sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask skóla- og íþróttastarfs.

Helstu verkþættir eru:

Helstu magntölur eru:

Parketlagt íþróttagólf ásamt fjaðrandi undirgrind úr timbri, línumerkingar á íþróttagólf, festingar í gólf og lok.

Íþróttagólf Línumerkingar

2.350 m² 1 heild

Verkinu skal að fullu lokið 8. ágúst 2019 Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með mánudeginum 15. apríl 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið omar@vso.is. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, eigi síðar en mánudaginn 6. maí 2019 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is

22

21. maí

- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ

byg g i n g a f é l ag i ð


L ý ð h e i l s u v i ð u r k e n n i n g Mo s f e l l s b æ j a r

Gulrótin 2019

„Gulrótin“ er lýðheilsuviðurkenning sem ætlað er að hampa einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun fyrir brautryðjendastarf í þágu heilsueflingar og bættrar lýðheilsu íbúa Mosfellsbæjar. Heilsuvin og Mosfellsbær standa að baki viðurkenningunni sem felur í sér þakklæti fyrir frumkvæði og störf í anda lýðheilsu og á jafnframt að vera hvatning til allra á þessum vettvangi í bæjarfélaginu. Viðmið fyrir tilnefningu

Hvernig er hægt að tilnefna?

Viðurkenninguna geta þeir hlotið sem hafa stuðlað að einu eða fleiru af eftirfarandi: • Hafa haft forgöngu um hvers kyns hreyfingu til bættrar lýðheilsu. • Hafa hvatt til bætts mataræðis eða stuðlað, með frumkvæði sínu, að heilsueflandi mataræði. • Hafa stuðlað að eflingu og/eða viðhorfsbreytingu á sviði geðheilsu og bættri sjálfsmynd einstaklinga. • Hafa á einn eða annan hátt hvatt til og/eða stuðlað að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan og lífsgæðum íbúa Mosfellsbæjar.

Tilnefningar skulu sendar í gegnum vef Heilsuvinjar, www.heilsuvin.is, en þar er að finna sérstakt form til að fylla út. Beðið er um nafn á þeim einstaklingi, hópi, fyrirtæki eða stofnun sem á að tilnefna auk rökstuðnings fyrir tilnefningunni.

Dómnefnd Dómnefnd verður skipuð fimm fulltrúum sem koma frá Mosfellsbæ, Heilsuvin, Aftureldingu, Félagi lýðheilsufræðinga og Embætti landlæknis.

Opið verður fyrir tilnefningar til miðnættis 10. maí 2019

Heilsueflandi Samfélag

í Mosfellsbæ HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Mosfellsbær

Vertu með!vellíðan fyrir alla www.heilsuvin.is HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / dæmi um merkingu með bæjarfélagi og slagorði


Við vorum örmagna á Hildur Ágústsdóttir markþjálfi og Jón Finnur Oddsson flugvirki deila saman reynslu af kulnun

K

ulnun er sálfræðileg lýsing á afleiðingum langvinnrar streitu. Kulnun er ekki bara tengd starfi því oft er einnig um að ræða álagsþætti heima fyrir. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna, depurð, gleymska, og áhugaleysi. Hildur og Jón Finnur hafa bæði reynslu af kulnun og segja þetta grafalvarlega stöðu að vera í. Þau eru tilbúin að deila sögu sinni með lesendum Mosfellings en þau eru enn að vinna sig úr þessum erfiðu aðstæðum. Hildur er fædd í Reykjavík 10. október 1978. Foreldrar hennar eru þau Sigurlaug Vilhjálmsdóttir verslunarmaður og Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri og rafvirkjameistari. Jón Finnur er fæddur í Reykjavík 12. maí 1976. Foreldrar hans eru þau Guðrún Jónsdóttir bókari og Oddur Þórðarson rannsóknarmaður í byggingariðnaði. Hildur ólst upp í Breiðholti, gekk í Seljaskóla og varð stúdent frá MK. Hún hóf störf í ferðaþjónustu árið 1998 og starfaði m.a. á bílaleigum, ferðaskrifstofum og við skipulagningu hvataferða. Eftir nám í Sviss fékk Hildur starf á hóteli þar. Í dag starfar hún sem ACC markþjálfi og rekur sitt eigið fyrirtæki, Vilji Markþjálfun. Jón Finnur ólst upp í Mosfellsbæ, gekk í Varmárskóla og Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar og varð stúdent frá FB. Jón fór í flugvirkjanám til Bandaríkjanna og útskrifast frá Colorado Aerotech. Eftir það starfaði hann hjá Cessna í Wichita og í París og síðar hjá Jet Aviation í Sviss. Frá árinu 2007 hefur hann starfað hjá Air Iceland Connect.

Þetta var hræðilegur staður til að vera á, þegar maður á að vera hamingjusamur með lífið með fjögur heilbrigð börn og nýtt hús. En sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið eins einmana á ævinni. Byrjuðu búskap í Sviss Leiðir Hildar og Jóns Finns lágu saman árið 2000 en það var sameiginleg vinkona sem kynnti þau þótt leiðir þeirra hafi ekki legið saman í það skiptið. Þau héldu þó sambandi símleiðis enda bjuggu þau í hvort í sínu landinu á þessum tíma. Jón kom heim í stutt stopp árið 2002 og þá skruppu þau saman í ísbíltúr og hafa verið saman síðan. „Ég flutti til Jóns um haustið og var fram að jólum en þá fór ég til Ástralíu í hótelstjórnunarnám. Eftir hálft ár í fjarbúð fluttum við saman til Sviss og ég lauk náminu þar og Jón fékk vinnu á flugvellinum í Zürich.“

Húsið var strax of lítið

„Við fluttum heim árið 2006 Eftir Ruth Örnólfsdóttur Guðrún og Tinna Sóley, fæddust og frumburðurinn okkar, Róbert MOSFELLINGURINN svo í janúar 2016.“ Dagur, leit dagsins ljós 2008 og ruth@mosfellingur.is Álagið var mjög mikið Elmar Snær 2011. Ég tók við „Mitt stærsta og fyrirferðamesta hlutverk hótelstjórastöðu og var einnig rekstrarstjóri á upplýsingamiðstöð og Jón hóf störf í lífinu er að vera unnusta og móðir fjögurra barna sem er jafnframt mest krefjandi og á Reykjavíkurflugvelli. Við fluttum í Fálkahöfðann í Mosfellsbæ gefandi verkefni sem ég hef tekið að mér. árið 2009 en festum síðar kaup á einbýlisSvo er ég dóttir, systir, tengdadóttir, vin­húsi og fóru kaupin fram á föstudegi. Á kona og svo mætti lengi telja,“ segir Hildur mánudeginum komst ég að því að ég væri þegar tal okkar hefst af reynslu hennar af ófrísk í þriðja sinn og að tvíburum. Húsið kulnun en tímabil Hildar spannar töluvert lengri tíma en Jóns. var því strax orðið of lítið og við fengum „Saga mín er flókin og löng og spannar vægt taugaáfall. Tvíburasysturnar, Lilja

24

10 ár en hún hófst árið 2009. Það ár skipti ég um vinnu og elsti sonurinn var eins árs. Ég hef alla tíð verið dugleg að vinna og datt í gírinn en svo hlóðst líka upp álag utan vinnu.“

Myndin er greftruð í huga mér „Ég veiktist skyndilega, fékk illkynja frumubreytingar og þurfti að fara í aðgerð sem gekk vel. Ég var samt með endalausar áhyggjur af því að þetta myndi dreifa sér aftur. Ég fékk ekki þá aðstoð sem ég þurfti og áhyggjurnar nærðust inni í mér. Ég var þó

- Mosfellingarnir Hildur Ágústsdóttir og Jón Finnur Oddsson

lánsöm að vinnuveitendur mínir sýndu mér skilning. Stuttu síðar fékk ég annað áfall þegar ég horfði á strákinn minn detta ofan í djúpan læk en ég náði til hans í tæka tíð sem betur fer. Þetta var hrikaleg tilfinning og myndin af drengnum mínum liggjandi undir yfirborði læksins er greypt í huga mér. Ég fór í fyrsta veikindaleyfið árið 2010 og var mánuð í burtu vegna álags og þreytu.“

Erfitt að sjá fjölskylduna splundrast „Lífið hélt áfram en svo fór að bera á erfiðleikum í hjónabandi foreldra minna.

Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Helga Dögg Reynisdóttir og úr einkasafni.


a á líkama og sál

afni.

Skilnaður þeirra var erfiður og staðurinn sem hafði verið okkar örugga heimili var allt í einu ekki lengur til. Þetta tók mikið á mig en enn erfiðara var að fylgjast með ósætti milli fjölskyldumeðlima vegna skilnaðarins. Mitt í þessu tók yngri sonur okkar upp á því að hvíla sig sem minnst þannig að svefninn fór fyrir bí. Þegar ég átti að fara vinna aftur eftir sex mánuða orlof þá var ég úrvinda og var engan veginn tilbúin til að hefja störf aftur.“

Búin að vera í bullandi afneitun „Mamma greinist með krabbamein og ég var eyðilögð og langaði að hjálpa henni meira en ég gerði en staðan á mér þarna var ekki góð. En sem betur fer sigraðist hún á þessu og er heilsuhraust í dag. Haustið 2012 kom svo næsti skellur. Fram að því var ég búin að vera í bullandi afneitun með álagið þannig að það kom sjálfri mér að óvörum. Ég var á leið á ferðaráðstefnu og fór heim til að skipta um föt en komst ekki út aftur. Ég brotnaði saman og grét út í eitt og var skikkuð í annað veikindaleyfi. Ég fór svo aftur í vinnuna og allt var óbreytt nema ég minnkaði starfshlutfallið niður í 75% og tók veturinn í að reyna að byggja mig upp.“

Þegar álagið og áreitið er mikið bæði í vinnunni og heima fyrir þá endist maður ekki lengi, það er eins og að brenna kerti í báða enda á sama tíma. Ég átti ekkert erindi þangað „Annar fjölskylduskellur kom svo upp og það mál átti ekki eftir að hjálpa til þannig að árið 2014 var því farið að halla verulega undan fæti hjá mér á ný og ég var greind með kulnun. Það var sótt um fyrir mig á Heilsustofnuninni í Hveragerði og ég man hvað mér fannst það hræðileg tilhugsun, mér fannst ég ekki eiga erindi þangað. Ég minnkaði vinnuna í 50% og ætlaði í nám en því lauk fljótt því ég gat ekki einbeitt mér. Heilinn var bara ekki á sínum stað og ég grét bara fyrir framan tölvuna.“

Eftir fæðingu tvíburarana tók við mest krefjandi tímabilið af öllu fyrir okkur bæði, því orkan okkar var búin. Stelpurnar voru mjög veikar fyrstu þrjú árin, meira en eðlilegt getur talist. Álagið sem fylgdi þessum tveimur yndislegu einstaklingum var bara eitthvað sem við vorum ekki að ná utan um. Hægt og rólega fjarlægðumst við hvort annað því við vorum uppgefin eftir svefnleysi og veikindi.“

Vissi ekki hvort ég gæti haldið áfram „Vandamálin hlóðust upp og verkjalistinn kominn langt út fyrir A4 blað. Öll gömlu vandamálin voru komin í heimsókn. Ég missti skap mitt út af engu og það var engin sönn gleði. Þetta var hræðilegur staður til að vera á þegar maður á að vera hamingjusamur með lífið með fjögur heilbrigð börn og nýtt hús. En sannleikurinn er sá að ég hef aldrei verið eins einmana á ævinni. Það sem ég áttaði mig ekki á í öllum þessum látum var ástandið á manninum mínum. Ég var búin að vera að furða mig á hegðun hans og afskiptaleysi akkúrat þegar við þurftum að vinna sem mest saman. Ég fór samt aftur í Hveragerði margfalt verr stödd en ég var síðast. Þarna var ég orðin svo örmagna að ég vissi ekki hvort ég gæti haldið áfram með lífið. Eina ljósið sem ég sá var að vera þarna því mér hafði liðið svo vel eftir síðust dvöl.“

Hildur á göngu í Landmannalaugum joffi í mótorhjólaferð með vinum sínum

systkinin á leið út í hrísey

Tvíburarnir þriggja ára

Setti súrefnisgrímuna á mig fyrst „Þegar ég var komin í innlögn þá gerist það að maðurinn minn var kominn í nákvæmlega sömu stöðu og ég og kominn í veikindaleyfi vegna kulnunar, gæfulegt. Þetta var sennilega ekki besta tímasetningin fyrir mig að fara í Hveragerði en ef ég hefði ekki gert það þá hefði verið úti um okkar samband líka og þess óskaði ég ekki. Dvölin var erfið vitandi það að manninum mínum og börnum leið illa heima. Ég er viss um að þeim sem hjálpuðu til í fjarveru minni hafi ekki litist á blikuna. Ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun þá hefði fjölskyldan okkar splundrast. Þarna var ég einfaldlega að að setja súrefnisgrímuna á mig fyrst.“

Endaði á bráðamóttökunni „Listinn af stöðugum áhyggjum hlóðst upp, sinna heimili, vinnu, áhyggjur að fá aftur krabbamein, peningaáhyggjur, vefjagigt, sjóntruflanir, heilaþoka, dró mig úr öllum hittingum, þunglyndi, kvíði og endaði á að fá ofsakvíðakast sem endaði með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Fyrsta vinnudag ársins 2015 mætti ég ekki til vinnu, ég sat heima og grét og hugsaði djöfulsins aumingjaskapur er þetta hjá annars hraustri konu. Við tók biðtími að komast inn hjá Virk í starfsendurhæfingu og bið eftir innlögn í Hveragerði. Ég reyndi smátt og smátt að tjasla mér saman og það gekk ágætlega.“

Duglega fólkið endar yfirleitt hjá mér „Ég byrjaði fyrst að finna fyrir streitueinkennunum 2015 sem jukust svo á árunum 2016 og 2017 og ég endaði í veikindaleyfi 2018,“ segir Jón Finnur er við rifjum upp hans reynslu. „Þegar álagið er mikið í vinnunni og heima fyrir þá endist maður ekki lengi, það er eins og að brenna kerti í báða enda á sama tíma. Það voru jú einhverjir búnir að benda manni á ástandið en maður hlustaði bara ekki. Það fyrsta sem læknirinn segir við mig þegar ég leitaði til hans var „hafðu engar áhyggjur, duglega og samviskusama fólkið eins og þú endar yfirleitt hér hjá mér. Það eina sem við þurfum til að laga þetta, er tími,” og að heyra þetta var þvílíkur léttir.“

Að lenda í þessu er ákveðin vakning

Fjölskyldan: Hildur, Elmar Snær, Róbert Dagur, Lilja Guðrún, Tinna Sóley og Jón Finnur.

Hildur og jón finnur á vatnajökli

saman úti í náttúrunni

Ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun þá hefði fjölskyldan okkar splundrast. Þarna var ég einfaldlega að að setja súrefnisgrímuna á mig fyrst.

Fór heim úthvíld og endurnærð „Ég fór síðan inn á Heilsustofnunina og nýtti þá dvöl vel. Fór aldrei heim á þessum fjórum vikum með stuðningi mannsins míns og fjölskyldu sem sáu um börnin og heimilið á meðan. Dvölin var frábær og ég fór heim úthvíld. Virk tók síðan við og þar fór í gang ýmis vinna, hreyfing, sálfræðingar, markþjálfun og talmeðferð. Við hjónaleysin vorum bjartsýn með lífið þarna 2015 en vegna óléttu minnar þurfti ég að hætta í Virk þar sem ég var ekki á leið út á vinnumarkaðinn í bráð.

Systkinin á góðviðrisdegi undir Vatnajökli

„Að ganga í gegnum svona tímabil er erfitt og það fylgir þessu ákveðin skömm og manni finnst maður vera að bregðast öllum með því að fara í veikindafrí. En maður verður bara að takast á við þetta og gera breytingar. Stuðningur vinnuveitanda skiptir miklu máli og ég var heppinn. Ég byrjaði í 50% vinnu haustið 2018 og er núna kominn í fullt starf. Að mæta aftur á sama vinnustað eftir veikindafrí var eitt það

erfiðasta í ferlinu. Maður áttar sig á að því að maður hefur miklu minna þol gagnvart áreiti og álagi heldur en maður hafði. Það er magnað hvað streitueinkennin eru fljót að koma fram aftur. Ég tel mig ekki vera búinn í þessu ferli en ég er að læra betur á sjálfan mig til að fara ekki aftur í þetta ástand. Að lenda í svona stöðu er samt ákveðin vakning sem ég held að hafi verið góð fyrir mig. Þetta breytti mér til hins betra og ég horfi öðruvísi á lífið.“

Nýtir reynslu sína til að hjálpa öðrum „Ég fann út eftir veru mína í Virk að ég þurfti að skipta um starfsvettvang,“ segir Hildur. „Mér fannst eins og ég þyrfti að nýta mér reynslu undanfarinna ára til að hjálpa öðrum. Ég byrjaði í markþjálfanámi hjá Evolvia og lauk þaðan alþjóðlegum réttindum og stofnaði svo mitt eigið fyrirtæki. Núna er ég í framhaldsnámi sem ég lýk í maí 2019.“

Erum á betri stað í dag „Það var mikil þörf á tiltekt í sambandi okkar Jóns en við náðum að losa um spennuna sem hafði hlaðist upp á milli okkar. Breytingin á okkur sjálfum sem einstaklingum og sem pari er gífurleg. Við erum í betra jafnvægi líkamlega og andlega og höldum áfram að rækta heilsuna með útiveru og hreyfingu. Eftir situr þó að við erum bæði með mun skertara þol við álagi og erum meðvitaðri um líðan okkar. Við hvetjum alla sem finna fyrir örmögnun í lífinu að leita sér hjálpar strax því það er leið út, við getum staðfest það,” segir Hildur og brosir til Jóns.

www.mosfellingur.is -

25


birna Kristín formaður Aftureldingar, Einar Scheving og Lilja alfreðsdóttir ráðherra

Matthías Guðmundsson með gullmerki félagsins

Hátíðaraðalfundur ungmennafélagsins haldinn í Hlégarði 11. apríl • Einar Scheving og Matthías fengu gullmerki

110 ára afmæli Aftureldingar fagnað

Pílumót haldið í Hlégarði Alþjóðlegt pílukastmót fór fram í Hlégarði um páskana. Íslenska Pílukastsambandið stóð fyrir mótinu sem nefnist „Winmau Iceland Open 2019“. Fjöldi erlendra þáttakenda keppti á mótinu sem fór fram í annað sinn í Hlégarði. Þá fylgdust mörg hundruð þúsund manns með beinni útsendingu frá mótinu.

Boltinn byrjar að rúlla í Inkasso-deildinni Þegar karlalið knattspyrnudeildar Aftureldingar náði þeim merka áfanga að vinna loks 2. deildina síðasta sumar og ávinna sér þar með rétt til að leika í Innkassódeildinni í sumar, var það ljóst að deildin myndi eiga tvö lið í næstefstu deild á komandi keppnistímabili. Heldur betur fagnaðarefni og eitthvað til að byggja ofan á í þeirri vegferð að koma liði úr Mosfellsbæ á meðal bestu liða landsins. Nú þegar Innkassó-deildin er handan við hornið er ekki úr vegi að minna knattspyrnuáhugafólk í Mosfellsbæ að bæði meistaraflokksliðin leika á gervigrasvellinum í sumar. Þar er nú verið að setja upp stúku svo aðstaða til að horfa á leikina ætti að verða eins og best verður á kosið. Strákarnir leika gegn Leikni föstudaginn 10. maí kl. 19:15 og gegn Fjölni fimmtudaginn 19. maí á sama tíma. Stelpurnar hefja leik að Varmá gegn ÍR föstudaginn 3. maí kl. 19:00 og leika gegn Fjölni fimmtudaginn 9. maí kl. 19:15. Mosfellingar eru hvattir til að mæta á heimaleiki í sumar og hvetja sitt lið.

26

- Íþróttir

Félagsheimilinu var breytt í keppnishöll píluspilara.

Mosfellskir pílukastarar á heimavelli: Andrea Dís, Karl Helgi, Diljá, Halli Egils og Óli Guðmunds.

Bikarmeistarar í taekwondo

sigurvegarar annað árið í röð

Um helgina stóð taekwondodeild Aftureldingar uppi sem bikarmeistarar Taekwondosambands Íslands. Bikarmótaröð TKÍ samanstendur af þremur mótum yfir veturinn. Það lið sem hlýtur flest samanlögð stig úr þessum þremur keppnum vinnur bikarmeistaratitilinn. Afturelding vann með 370 stig, í öðru sæti var Keflavík með 266 stig og í þriðja sæti ÍR með 214 stig. Þetta er annað árið í röð sem Afturelding vinnur þennan titil. Glæsilegur árangur hjá þeim.

þjálfararnir


Myndir/RaggiÓla

Þorrablótsnefndin gaf skilti sem ásgarðsmenn smíðuðu

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Hefur þú nýtt frístundaávísun skólaársins 2018-2019? Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar minnir á að enn er hægt að sækja um frístundaávísun til lækkunar kostnaðar við íþrótta- og tómstundaiðkun 6-18 ára barna og ungmenna. Foreldrar og forráðamenn sem ekki hafa nýtt frístundaávísun skólaársins eru hvattir til þess að nýta hana fyrir 31. maí.

Frístundaávísun vegna skólaársins 2018-2019 er hægt að nýta til 31. maí og er aðgengileg á síðunni https://mosfellsbaer.felog.is Frístundaávísun skólaársins 2019-2020 er aðgengileg frá 15. ágúst 2019. Nánari upplýsingar um frístundaávísanir má fá á mos.is eða hjá þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is

Afturelding 110 ára -

27


stígur og mikael fagna í búlgaríu

Ragnar Már sigraði golfmót á Spáni

Ragnar Már Ríkarðsson og Sverrir Haraldsson léku báðir á European Spring mótinu á Global Junior mótaröðinni sem fram fór á La Serena vellinum á Spáni. Leiknar voru 54 holur í mótinu og stóðu okkar menn sig vel. Eftir spennandi keppni á lokahringnum endaði Ragnar Már Ríkarðsson efstur og Sverrir hafnaði í 4. sæti.

Bjartur Þóhallsson sigursæll á ÍM50

Hrepptu silfur á heimsmeistaramóti Haraldur áfram með handboltastelpurnar

Íslenska karla­landsliðið í ís­hokkíi skipað leik­mönn­um 18 ára og yngri hafnaði í öðru sæti í A-riðli 3. deild­ar á heims­meist­ara­mót­inu í Búlgaríu, eft­ir 5-0 stór­sig­ur á Mexí­kó í síðasta leik sín­um á mót­inu. Með liðinu leika tveir Mosfellingar, þeir Stígur Hermannsson Aspar og Mikael Skúli Atlason. Á myndinni má sjá þá félaga með verðlaunagripinn á svellinu í Búlgaríu.

Haraldur Þorvarðarson þjálfari meistaraflokks Aftureldingar í handbolta hefur endurnýjað samning sinn við Aftureldingu til næstu tveggja ára. Afturelding lauk keppni í vetur sem deildarmeistari í Grill 66 deildinni og leikur því í efstu deild á næsta tímabili. Á myndinni sést Haraldur handsala samninginn við Erlu Dögg Ragnarsdóttur formann meistaraflokksráðs og Hannes Þór Sigurðsson formann handknattleiksdeildarinnar.

Frábær árangur á Íslandsmeistaramóti

Mosfellingurinn Bjartur Þórhallsson sundmaður úr Fjölni landaði tveimur Íslandsmeistaratitlum á ÍM50 sem haldið var í Laugardalslaug helgina 5.-8. febrúar. Bjartur synti í 200 m flugsundi á tímanum 2:16:21 sem er bæting um 2 sek. og svo synti hann ásamt boðsundssveit Fjölnis í 4x200 m skiðsundi á tímanum 8:03:99. Bjartur bætti sig einnig í 100 m flugsundi um 2 sekúndur og hafnaði í 7. sæti. Bjartur er uppalinn í sunddeild Aftureldingar. Hann æfði með deildinni frá 2010 þegar hann var 10 ára og til ársins 2015 þegar hann ákvað að skipta um félag og byrjaði að æfa með Ægi. Síðastliðið haust fylgdi Bjartur þjálfaranum sínum til Fjölnis. Jacky Pellerin þjálfari Bjarts hefur þjálfað landsliðið í sundi í mörg ár. Bjartur stefnir á Norðurlandameistaramótið í desember næstkomandi.

Þorsteinn Gauti til liðs við Aftureldingu

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er genginn til liðs við Aftureldingu. Ljóst er að Afturelding ætlar sér áfram stóra hluti í boltanum. Í vetur var Þorsteinn Gauti einn besti leikmaður deildarinnar og varð meðal annars fjórði markahæsti leikmaður tímabilsins. Á myndinni sjást Þorsteinn Gauti og Haukur Sörli formaður meistaraflokksráðs handsala samninginn.

stelpurnar fagna sæti í efstu deild

Tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Afturelding tók á móti deildarmeistaratitlinum í Grill66-deild kvenna eftir góðan útisigur á FH í lokaleik tímabilsins. Afturelding lauk keppni í deildinni með 35 stig úr 20 leikjum.

Aftureldingar vörurnar fást hjá okkur Namo ehf. - Smiðjuvegi 74 (gul gata) - 200 Kópavogi

28

- Íþróttir

Liðið vann 17 leiki á tímabilinu, tapaði tveimur og gerði eitt jafntefli. Frábær vetur hjá stelpunum sem munu leika í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

sport íslandi Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is


SKIPTIFATAMARKAÐUR RAUÐA KROSSINS Í MOSFELLSBÆ ...

Alla miðvikudaga frá 16-18 að Þverholti 7, Mosfellsbæ. Föt á 0-16 ára, komdu með heilar og hreinar flíkur sem nýtast ekki lengur og skiptu út fyrir nothæfan fatnað.

... Skiptum meira, kaupum notað. Allir hagnast

Starfsmaður óskast í golfskála Golfsklúbbs Brautarholts á Kjalarnesi í sumar. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: gbr@gbr.is

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Laus störf í Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur tekið í gagnið nýjan ráðningarvef. Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á nýjum ráðningarvef:

.

www.mos.is/storf Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is

árskort á heimaleiki knattspyrnudeildar aftureldingar er komin í sölu

vertu í stuðningliði aftureldingar Silfur kort

Þegar þú kaupir Gullkort færð þú aðgang að öllum meistaraflokksleikjum félagsins, hvort sem um ræðir karla- eða kvennaleiki. Að auki færð þú aðgang að veitingum fyrir heimaleiki karla í sumar og einnig í hálfleik. 19.900 kr.

Þegar þú kaupir Silfurkort Aftureldingar færð þú aðgengi að öllum meistaraflokksleikjum félagsins, hvort sem um ræðir karla- eða kvennaleiki. Þar að auki fæst 25% afsláttur af hamborgaratilboðum á leikjum mfl. karla. 12.900 kr.

framtíð kort

iðkenda kort

Gildir á alla heimaleiki karla oG kvenna

Gildir á alla heimaleiki karla oG kvenna

Framtíðin er ætluð þeim sem eru á bilinu 16 til 25 árs, þ.e. sem eru fæddir á árunum 1994-2003. Þessi kort veita aðgang að öllum meistaraflokksleikjum félagsins, hvort sem um ræðir karla- eða kvennaleiki. 4.900 kr.

Allir iðkendur í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar fá frítt á alla heimaleiki karla og kvenna í sumar. Foreldrar og/eða forráðamenn í fylgd með barni sem er með iðkendakort fá 50% afslátt af miðaverði. Frítt

2019

Gildir á alla heimaleiki karla oG kvenna

2019

Gildir á alla heimaleiki karla oG kvenna

www.mosfellingur.is -

Nánari upplýsingar á www.afturelding.is

2019

2019

Gull kort

29


Heilinn slakar á

ar. Náttúran, eins og t.d. fiðrildi, flugna­suð og lauf, tekur ekki eins mikla orku frá okkur og því getum getum við leyft huganum að reika segir Erik Skärbäck. Það er til dæmis ástæðan fyrir því að þegar við förum í skógargöngu eða göngu í náttúrunni þá höfum við meira rými til að hugsa og komast til botns í ýmsum úrlausnarefnum þar sem það er ekki jafnmikið áreiti í náttúrunni.

Njótum útivistarsvæðanna Það er því ærið tilefni fyrir okkur Mosfellinga að gleðjast enda örstutt í Hamrahlíðarskóginn, Reykjalundarskóginn, öll fellin okkar og dásamlegu útivistarsvæðin hér í túnjaðrinum. Allt saman tilvalin svæði til að njóta náttúrunnar og efla eigin vellíðan. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem vettlingi geta valdið til að nýta sér þessar náttúruperlur í heilsubænum Mosfellsbæ. Munum líka að vera þakklát því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að vera í þessu návígi við náttúruna - náttúru sem eflir og læknar.

Heili okkar nær að slaka á í rólegu umhverfi, ólíkt því sem gerist í áreiti borga þar sem t.d. bílaumferð er mikil og ýmis hljóð bergmála í umhverfi okk-

sbæ framt að

o

„Við sjáum það mjög skýrt og endurtekið við vinnu okkar í endurhæfingarstöðinni í Alnarp að náttúran virkar mun betur en lyf og aðrar meðferðir, til að mynda gegn kulnun“ segir Erik Skärbäck, prófessor í borgarskipulagi og landslagsarkitekt við Alnarp landbúnaðarháskólann í Svíþjóð. Á meðal þess sem var skoðað sérstaklega voru göngur, bæði í skóglendi og náttúrunni almennt, og var niðurstaðan sú að slíkar göngur væru betri fyrir heilsuna en hinir hefðbundnu lyfjakúrar. Það er virkilega ánægjulegt að fá það staðfest að sú ró og friður sem við upplifum í náttúrunni geti haft svo jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu.

u ls ið ei rn

Náttúran betri en lyf

h

Sagt hefur verið að útivera og ferskt loft sé eitt besta meðalið sem hægt er að fá við nánast öllu. Nú hafa sænskir vísindamenn sýnt fram á með nýlegum rannsóknum að svo sé og jafnframt að náttúran virki betur, t.d. gegn kulnun, en lyf.

h

Náttúran eflir og læknar

Ólöf Kristín Sívertsen Lýðheilsufræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ

Heilsuvin í Mosfellsbæ

heilsuvinóskar í mosfellsbæ eftir að ráða framkvæmdastjóra í allt að 50% starf

eigu nustu í felur í sér s, kynningarfyrir styrki,

Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningarog markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira.

Cei\[bbiX³h

ð finna á upplýsingar formaður ans.is.

Cei\[bbiX³h

Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is.

Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:

Viðhaldsframkvæmdir Varmárskóli yngri deild Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi.

s

Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna viðhaldsframkvæmda við Varmárskóla, yngri deild, Skólabraut 6 í Mosfellsbæ. Verkefni þetta felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga ásamt múrviðgerðum og málun. Sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask skólahalds.

Helstu magntölur eru: Endurnýjun glugga

Helstu verkþættir eru: 58 stk

Endurmálun veggja/lofta 303 m² Endurnýjun þakjárns

473 m2.

Endurnýjun þakrenna

75 mtr.

Endurnýjun þakkants

75 mtr.

Alhreinsun veggja

303 m²

Filtun veggja og málun

303 m²

Pallar og aðstaða

Heild

Endurnýjun bárujárns ásamt endurnýjun glugga, múrviðgerðum, heilfiltun og málun veggja á suðurbyggingu. Í vesturhluta skólans verður skipt um bárujárn á einni þekju ásamt gluggum ofan við þekjuna.

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2019 Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 10:00 á þriðjudeginum 30. apríl 2019. Tilboðum skal skilað á sama stað, á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en mánudaginn 20. maí 2019 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is

30

- Aðsendar greinar

Ársreikningur Ársreikningur fyrir árið 2018 var samþykktur nýverið í bæjarstjórn. Niðurstaða hans var góð og allar lykiltölur jákvæðar. Ástæðan er fyrst og fremst hagstæð ytri skilyrði. Rekstrarafgangur A og B hluta er um 800 milljónir en það eru rífleg frávik frá upphaflegri áætlun með viðaukum sem var upp á rúmlega 300 milljónir. Það er umtalsverð upphæð. Líkt og árið 2017 skýrist niðurstaðan aðallega af eftirfarandi þáttum. Fjölgun íbúa um 8% var vel umfram áætlanir og tekjur íbúa hærri sem þýðir hærri útsvarsgreiðslur inn í bæjarsjóð. Þá voru vextir og verðbætur lægri en gert hafði verið ráð fyrir vegna lægri verðbólgu. Sala byggingarréttar var einnig talsvert meiri en gert var ráð fyrir.

Pólitísk forgangsröðun Starfsfólk bæjarins hefur, eins og ávallt áður, unnið ötullega að því að halda rekstrinum innan þess ramma sem settur er í stefnumörkun þess pólitíska meirihluta sem ræður ferðinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Það sem er gert og ekki síður það sem látið er ógert er hvort tveggja byggt á pólitískum ákvörðunum meirihluta Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks og á ábyrgð þeirra. Meginhlutverk sveitarfélagsins er að veita íbúum þjónustu og til þess nýtum við útsvarið. Sú fjölgun íbúa sem við verðum vitni að þessi árin, sem og aðhald undanfarinna ára í rekstri og viðhaldi, hrópar á innspýtingu í þjónustu bæjarins og viðhald fasteigna. Í því samhengi nefni ég sérstaklega skólana okkar, innra starf og húsnæði, en Samfylkingin hefur á umliðnum árum margrætt nauðsyn þess að bæta þar um betur. Undanfarið ár hefur umræðan um slakt viðhald Varmárskóla verið ofarlega á baugi. Sem betur fer hefur bæjarstjórn öll

loks samþykkt að fara í gagngera úttekt og viðhald á því húsi sem og öðrum byggingum sem hýsa skólastarf. Það er bara sérstakt að pólitískur meirihluti VG og Sjálfstæðisflokks skuli ekki hafa brugðist við fyrr. Vanrækt viðhald er ávísun á stóraukinn kostnað í framtíðinni. Opin umræða um það sem aflaga fer eða er talið ábótavant er jafn mikilvæg og jafnvel mikilvægari en umræða um það sem tekst vel. Með gagnsæi, opinni umræðu, samstarfi og upplýsingamiðlun má koma í veg fyrir að umræðan lendi í öngstræti. Vonandi tekst að lægja öldurnar í kringum Varmárskóla því nemendur og starfsfólk skólans þurfa vinnufrið. Bætt þjónusta innan skólanna er að sjálfsögðu eilífðarverkefni, þar verður seint komið að endastöð. Öflug þjónusta innan skólakerfisins getur skipt sköpum fyrir þroska og framtíð nemendanna. Í svo ört stækkandi bæjarfélagi hlýtur fræðslukerfið að þurfa að bæta í og auka þjónustuframboð. Ég nefni sérstaklega sérfræðiþjónustu sem brýn nauðsyn er á að efla. Fæðslumálin eru fyrirferðarmest í rekstri bæjarins en síaukinn fjöldi bæjarbúa kallar á að félagsþjónustan og tómstundastarf í heilsueflandi samfélagi fái aukinn stuðning svo ekki sé minnst á almennt viðhald mannvirkja og gatna eða mál málanna, umhverfismálin. Í öllum þessum málaflokkum þarf að taka til hendinni. Eins og ég nefndi hér áður þá byggjast ákvarðanir um rekstur bæjarins á pólitískri stefnu þeirra aðila sem mynda meirihluta í bæjarstjórn, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Þar er þjónustustigið í raun ákveðið og þar hvílir ábyrgðin. Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Tökum vel á móti íþróttafólkinu okkar! Í fjölda ára hefur íþróttafólkið okkar í Aftureldingu farið til útlanda í keppnis- og æfingaferðir. Þessar ferðir eru frábærar fyrir svo margar sakir. Í ferðunum eru krakkarnir saman nánast öllum stundum og kynnast því betur en ella. Iðkendur fá að æfa og keppa við bestu aðstæður, í góðu veðri og við nýjan andstæðing. Þetta bætir heldur betur í reynslubankann hjá íþróttafólkinu okkar. Þessar ferðir skapa liðsheild, vinskap og frábærar minningar. Hjá Aftureldingu sjá foreldrarráðin, með hjálp stjórn deilda, um að skipuleggja þessar ferðir. Vinnan á bak við svona ferð er gríðarleg, hóparnir eru sumir hverjir stórir, sumir iðkendur kannski með einhverjar meiri þarfir en aðrir og einhverjir eru að fara til útlanda í fyrsta skipti. Að mörgu þarf að huga. Kappkostað er að hafa þessar ferðir sem ódýrastar, alltaf kostar þetta þó sitt. Þar koma fjáraflanir inn, en vel skipulagðar fjáraflanir geta minnkað kostnaðinn allverulega ef iðkendur eru duglegir að taka þátt. Og það eru til dæmi um að iðkendur nái að safna sér fyrir allri ferðinni. Fjáraflanirnar einar og sér geta skapað sömu liðsheild, vinskap og minningar og ferðin sjálf. Svo talað sé ekki um uppeldislegt gildi þeirra.

Happdrætti, harðfiskur, hamingja Fjáraflanir eru alls ekki allar jafn skemmtilegar. Sumar eru bara hreinlega leiðinlegar, en sumar eru nauðsynlegar. Ég var að öllum líkindum ekki sú vinsælasta þegar ég sendi krakkana út að tína rusl í bænum okkar í síðasta mánuði, og hreinlega með ólíkindum að ég hafi ekki verið með hiksta þegar það byrjaði að rigna og fjúka. Til þess að halda uppi fjörinu hafa

foreldrafélögin reynt að hafa þær sem fjölbreyttastar. Á móti koma skemmtilegu fjáraflanirnar. Mosfellingar hafa eflaust fengið einhverja í heimsókn nú þegar með happdrættismiða eða harðfisk. Á næstu vikum fara af stað allra skemmtilegustu fjáraflanirnar, þ.e. maraþonin. Í sumar fara nokkrir flokkar til útlanda. Frá handknattleiksdeildinni fara þrír flokkar, 4. og 5. flokkur kvenna og 4. flokkur karla, frá knattspyrnudeildinni fara 3. og 4. flokkur kvenna, frá sunddeildinni fer Gullhópur og frá frjálsíþróttadeildinni fara iðkendur 14 ára og eldri. Nú í maí og júní ætla þessar deildir að efna til maraþons, hver innan sinnar deildar. Þá eyða krakkarnir 10-12 klst saman í íþróttahúsum og sundlaugum bæjarins. Meirihuti tímans fer í að stunda þá íþrótt sem þau keppa í en svo er þessu einnig slegið upp í leik og keppnir í öðrum íþróttagreinum Mig langar til því að biðja þig, kæri Mosfellingur, að taka vel á móti íþróttafólkinu okkar. Á næstu vikum eigið þið eftir að fá metnaðarfullt, jákvætt og duglegt íþróttafólk í heimsókn sem ætlar að safna áheitum fyrir maraþon. Þrjú maraþon, fjórar deildir og átta flokkar eru margir iðkendur. Öll stefna þau þó að því sama, að komast í keppnisferð og að verða betri. En höfum það í huga að öll stunda þau íþróttina sína hjá sama félagi. Takk sjálfboðaliðar, takk foreldraráð og takk foreldrar fyrir að gera þessar ferðir mögulegar. Takk bæjarbúar, fyrir stuðningin og góðar móttökur. Áfram Afturelding! Hanna Björk Halldórsdóttir, íþróttafulltrúi Aftureldingar


Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h

Opinn fundur

Hafðu áhrif

um drög að nýrri umhverfisstefnu Fundurinn verður haldinn í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, fimmtudaginn, 16. maí kl. 17-19. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar hefur unnið að endurskoðun á nýrri umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Boðað er til opins fundar þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaðilum um þau drög sem liggja fyrir.

Kaffiveitingar í boði og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um umhverfisstefnuna má finna á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is/umhverfisstefna

Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2020 Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fjórar vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust. Sótt er um rafrænt á

www.bokmos.is/listasalur

Listasalur Mosfellsbæjar Kjarni Þverholt 2 270 Mosfellsbær s: 566 6822 listasalur@mos.is www.bokmos.is/listasalur www.facebook.com/listasalurmoso

Umsjónarmaður Listasalarins velur úr umsóknum í samstarfi við Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar. Við val er tekið mið af fjölbreytni og frumleika. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019.

www.mosfellingur.is -

31


Mosfellsheiði Árbók Ferðafélags Íslands 2019 kemur óvenjusnemma þetta vorið eða í fyrrihluta apríl. Að þessu sinni er Mosfellsheiðin tekin fyrir og er margt gott að finna í ritinu einkum þar sem lýst er leiðum eftir gömlum en misjafnlega niðurföllnum vörðum. Munu vera nálægt 800 vörður og vörðubrot á heiðinni en Mosfellsheiði var lengi vel ein fjölfarnasta leið í landinu og er enn. Sitthvað má finna að þessu verki. Titill árbókarinnar er Mosfellsheiðin en spyrja má hvar höfundar þessa rits draga mörkin því einn kaflinn er teygður á gamla þingstaðinn og getið allra þeirra hátíða sem þar fóru fram allt frá 19. öld. Auðvitað áttu þeir sem leið á Þingvöll oftast leið um Mosfellsheiði en hefði ekki þurft að minnast á þetta atriði sérstaklega í titli verksins ef þetta átti að vera hluti ritsins? Ein mjög slæm staðreyndavilla kemur fram í bókinni. Fyrrum var Seljadalur í Mosfellsbæ mikilvægur vettvangur seljabúskapar fyrrum. Örnefnið Seljadalur ber með sér að þar hafi verið tvenn eða jafnvel fleiri sel þar í Dalnum. Þekkt er Nessel undir suðurhlíð Grímannsfells en hvar er hitt eða hin selin? Við mynni hans er gömul rétt, Kambsrétt sem var lögskilarétt fram um miðja 19. öld. En um miðja þá 16. verða siðskiptin sem bókstaflega gjörbyltu íslensku samfélagi. Má um það lesa í ritgerð um Þingvallaskóg í Skógræktaritinu 2010. Viðeyjarsel var eftir máldögum í Seljadal en bókarhöfundar flytja það suður fyrir Lækjarbotna undir Selfjall. Í kaflanum „Náttúrufar“ er gott yfirlit um jarðfræði heiðarinnar sem hefur verið mörgum jarðfræðingum mikill og góður efniviður. Þaðan hafa gríðarmikil grágrýtishraun runnið og mótað landslag norðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Árni Hjartarson jarðfræðingur hefur bent á að jarðfræðin er í raun nokkuð flóknari. Er bent á það í ritinu og vísað í heimildir.

Gróðurfar á Mosfellsheiði er á margan hátt nokkuð sérstætt. Í dag ber eðlilega mest á mosanum en svo hefur ekki alltaf verið. Gróðurfar hefur breyst mikið á Mosfellsheiði á liðnum öldum. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1704 er getið um að enn séu skógarleifar í landi Elliðakots. Sjálfsagt hefur rányrkja og einkum vetrarbeit sauðfjár gengið nærri birkinu, hinum upphaflega gróðri heiðarinnar. Gallarnir eru nokkrir og hefur verið vikið að nokkrum þeirra hér. En mjög margt er vel ritað og sérstaklega þykir mér vel ritaðir kaflarnir um sæluhúsin sem byggð voru á 19. öld og fylgdi ferðamönnum við viðsjárverð veður bæði einsemd og jafnvel draugagangur. Gamlar ljósmyndir af sæluhúsunum á heiðinni eru birtar og hafa þær væntanlega ekki komið fyrir sjónir margra fram að þessu. Og ekki síðri er kaflinn um veitingastaðina eftir að þeir komu við sögu. Má segja að þarna sé upphafið að „sjoppumenningu“ landsmanna sem hvarvetna blasir við ferðamönnum á Íslandi í dag. Þessir veitingastaðir voru víða á leið ferðamanna yfir Mosfellsheiðina og einn þeirra meira að segja uppi nánast á háheiðinni, „Heiðarblómið“ sem bjartsýnn danskur maður kom á fót fyrir rúmlega öld. Þá er kaflinn um samgöngurnar á bifreiðaöld mjög vel ritaður og upplýsandi. Niðurstaða: Ágætt og læsilegt rit sem betur hefði mátt úr garði gera. Ljósmyndir eru margar sem sumar hefðu mátt hafa verið teknar við betri aðstæður hvað birtu og árstíð varðar. Villur eru fáar nema nokkrar staðreyndavillur sbr. um Viðeyjarsel sem er flutt nokkuð úr leið. Frágangur ritsins er ágætur en undirbúning hefði mátt betur vanda. Guðjón Jensson

Lengri útgáfu greinarinnar má lesa á www.mosfellingur.is

EES-samningurinn 25 ára Fyrir 25 árum opnaðist um 500 milljóna markaður fyrir íslenskum fyrirtækjum með inngöngu í EES. Samningurinn var umdeildur á sínum tíma en samningurinn hefur fært okkur mikla velsæld. Landsframleiðsla á mann hefur tvöfaldast, verðmæti útflutnings á mann þrefaldast og kaupmáttur heimilanna nær þrefaldast. Ég tel það ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt fyrir lítið eyríki í Norður-Atlantshafi að eiga í góðum samskiptum, bæði viðskipta-, stjórnmála- og menningarlegum við önnur ríki. En þá má spyrja hvort við ættum ekki bara að ganga í Evrópusambandið? Svar mitt við því er NEI. Sjálfstæði og velferð okkar er betur varið utan ESB en þó í góðu sambandi við ESB. Þannig er EES samningurinn að mínu viti besta lausnin. Ég hef stundum heyrt fleygt spurningum á borð við: En er allt svona frábært við þetta EES kjaftæði? Erum við ekki bara einhver stimpilpúði fyrir Brussel? Höfum við nokkra aðkomu að löggjöfinni? Nei það er ekki allt frábært, en hagurinn er mikill. Við þurfum alltaf að gæta hagsmuna okkar. Við tökum bara upp gerðir sem falla undir málaflokka samningsins, það eru um 13% þeirra gerða sem ESB hefur samþykkt á þessum 25 árum. Við semjum um undanþágur og fyrirvara þegar það á við og samráð við Alþingi er mikið.

Þriðji orkupakkinn Nú liggur fyrir þinginu að innleiða þriðja orkupakkann, tæknilegt framhald af þeim fyrsta og öðrum. Sú innleiðing hefur takmarkaða þýðingu hér á landi. Enda er lagalegur fyrirvari um að hlutar pakkans taki ekki gildi hér þar sem íslenski orkumarkaðurinn er ekki tengdur þeim evrópska. Allur vafi er tekinn af um það að hér verður aldrei lagður sæstrengur nema með samþykki Alþingis. Þá spyrja sumir af

32

- Aðsendar greinar

hverju erum við þá að þessu? Í pakkanum felst aukin neytendavernd, krafa um gegnsæi á markaði og sjálfstætt raforkueftirlit. Engin hætta er fólgin í pakkanum og yfirráð yfir auðlindum okkar færist ekki úr landi. EESsamningurinn er mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur gert og við getum ekki einhliða valið hluti úr því samstarfi. Við getum sótt um undanþágur, sett fyrirvara og aðlagað eins og við höfum nú þegar gert. Engin innleiðing á Evrópureglugerð hefur fengið jafn mikla umfjöllun sérfræðinga, þingmanna og ráðherra á 9 ára vinnslutíma þess. Þannig hafa fjöldi þingmanna úr nær öllum flokkum komið að málinu á síðustu árum, öll álit hafa verið á þá leið að ekkert mæli á móti innleiðingu pakkans. Einhvern tímann kann að koma upp sú staða að við viljum nota neyðarhemilinn og segja nei. Til þess þurfa að liggja fyrir góð málefnaleg rök enda hefur slíkt aldrei verið gert í sögu samningsins. Þau rök liggja ekki fyrir í þessu máli. Ef ég teldi hættu á ferð myndi ég ekki hika við að segja nei við innleiðingunni og senda hana aftur til Brussel. Hagsmunir íslensku þjóðarinnar eru það eina sem ræður afstöðu minni í þessu sem og öðrum málum sem ég fæst við á þinginu. Við eigum alltaf að standa vörð um auðlindir Íslands og ég skil vel að margir kunni að vera óöruggir í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur um þetta mál. Ef þú er í þeirri stöðu og vilt leggja fyrir mig spurningu, viðra skoðanir, eða óska eftir gögnum þá er þér velkomið að hafa samband. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks bryndish@althingi.is www.facebook.com/bryndispolitik


Vinnustaðurinn okkar, Varmárskóli Við undirritaðar vinnum í Varmárskóla og erum stuðningsfulltrúar. Við erum stoltar af því vinna í Varmárskóla og þar ríkir góður vinnuandi. Okkur og fleirum þykir miður þessi neikvæða umræða um vinnustaðinn okkar, rúmlega 800 nemenda og 150 annarra starfsmanna sem hefur verið undanfarið. Í Varmárskóla starfar frábært starfsfólk sem leggur mikið á sig. Í Stundinni birtist bréf sem byrjar á þessa leið: „Foreldrar og kennarar barna í Varmárskóla eru ósáttir við skólastjórnendur.“ Þótt við séum ekki kennarar við skólann þá vitum við að það er engin óánægja meðal starfsfólks með skólastjórnendur. Kannski er pistlahöfundurinn að vitna í starfsmann sem er löngu hættur störfum? Mikil umræða hefur verið um myglu í skólanum, við starfsfólkið höfum verið mjög vel upplýst um gang mála. Haldnir hafa verið fundir með okkur starfsfólki með umhverfissviði bæjarins. Það hafa fundist rakaskemmdir sem er kannski ekki óeðlilegt í gömlu skólahúsnæði en reynt hefur verið að laga það og telja menn að það hafi tekist vel

til en það þarf alltaf að vera á tánum í þessum málaflokki. Það er ekkert óeðlilegt að viðhald fari fram, ekki síst í húsnæði sem er notað kvölds og morgna. Húsnæðið okkar nýta kórar og bekkjarfulltrúar eru duglegir að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum eftir að skóla lýkur. Það vekur furðu okkar að spyrja á pólitískri Face­book-síðu hér í bæ hvort fólk mæli með skólanum. Á síðu þar sem einmitt hefur verið ítrekað fundið að skólanum í einu og öllu. Að sjálfsögðu koma mismunandi sjónarmið eins og samfélagið er uppbyggt. Sum svörin dæma sig sjálf og það er dapurt að sjá einstaklinga kasta fram fullyrðingum sem ljóst er að skólinn getur ekki tjáð sig um. Fullyrt er að það sé allt morandi í einelti og ekki tekið á því. Við skólann starfar mjög öflugt eineltisteymi sem fundar um leið og mál koma upp og setja í ferli. Málin eru hinsvegar ekki alltaf leysanleg ef heimilin koma ekki með í þá vegferð. Sumt á sér stað utan skóla, í netheimum og þar þurfa heimilin að stíga fast niður. Einnig er talað um að það sé engin sérkennsla lengur

Þjálfun líkamans er nauðsyn Aldrei hefur lífið verið jafn auðvelt fyrir þjóðina, hvað varðar líkamlega virkni. Nú til dags getur þú eytt heilum degi án líkamlegs erfiðis. Margir eru sammála þessari setningu og við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrir líkama okkar eins og hann er skapaður til? Er þetta rétt þróun? Hvað getum við gert? Gamalt máltæki segir einhvað á þá leið, að ef þú notar það ekki eins og það er skapað til, stirðnar verkið, verður þyngra í virkni og skemmist fyrr en ella. Líkami þinn er stórkoslegt musteri og er með háþróaðari tækjum í heiminum. Það sem við þekkjum til er hann fullkomlega hannaður til að vera sterkur og heilbrigður. Hann hefur ýmsar leiðir til að berjast við alls kyns sjúkdóma og pestir og hefur ótrúlega færni til bæta sig og laga, en bara aðeins ef við notum líkamann rétt og skynsamlega. Þú þarft að nota hann, eins og hann var hannaður til á þúsund árum með þróun tímans og aðlögun að veðri og vindum, sérstaklega hér á Íslandi við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Fyrir u.þ.b. 100 árum eyddi fólk svo miklu meiri tíma í það eitt að halda sér á lífi. Bara það að verða sér úti um mat var mjög erfitt. Allt tók lengri tíma í almennu húshaldi því allt var frumstæðara, þrif, þvottar, matargerð. Frum-

stæð búmennska, veiðimennska til sjós og lands var ekki bara erfið heldur líka hættuleg. Fyrir börn að fara í skóla jafnvel þótt veður væri gott gat verið erfitt og hættulegt. Getur þú borið saman lífið í dag saman við lífið eins og það var? Við erum hér tveir frjálsíþróttaþjálfarar með samanlagt yfir 70 ára reynslu í ýmissi hreyfiþjálfun, sem finnst hlutirnir ekki vera að þróast í eðlilega átt nútildags. Okkur langar að bjóða upp á í sumar í sveitarfélögum hér á Reykjavíkursvæðinu upp á útiverutíma viku í senn í „hreyfi- og agaþjálfun“ án áhalda á stað þar sem kalla má „grænt útiverusvæði“ þíns sveitarfélags. Hugmynd er að vera tvo tíma hvern dag í sex daga (eitt námskeið) einhvers staðar út í náttúrunni að stunda líkamsþjálfun í hvaða veðri sem er. Spurning sem við veltum fyrir okkur: Mundir þú vilja hreyfi- og agaþjálfun fyrir 14 ára og eldri í þitt sveitarfélag í sumar? .... og sem innanbúðarmaður máttu benda á hepilegan stað? Viðbrögð um framkvæmd má senda á aga_kjarni@outlook.com eða Instagram KJARNAhreyfing. Með kveðju, Hlynur Chadwick Guðmundsson, kennari/þjálfari Paul Cota, MA í Kinesiology/þjálfari

Útikennslustofan við Varmá Nú leyfir heilsan mín mér loksins að ganga lengri vegalengdir en síðustu 2 árin. Ég kemst aftur á gamlar slóðir hér um bæinn okkar. Í dag löbbuðum við hjónin um Ævintýragarðinn eftir endalöngu fram og tilbaka. Þetta er orðið vinsælt og fallegt útivistarsvæði. En ég varð fyrir áfalli þegar ég sá hvernig útikennslusvæðið Varmárskólans er útileikið. Þarna er búið að brjóta og bramla og eyðileggja allt sem hægt er að skemma. Ég veit ekki hversu lengi það er búið að vera svona. Þetta þótti á sínum tíma með flottustu útikennslusvæðum á landinu og ég vann á sínum tíma við þróun þess. Ég notaði þá svæðið mikið í minni kennslu. Varmár-

skólinn fékk Grænfánann sem er viðurkenning fyrir starf í þágu umhverfismenntunnar og átti þetta fyrirmyndar útikennslusvæði þátt í því. En núna virðist enginn lengur hafa áhuga á þessu starfi og ekkert annað er til ráða en að rífa og fjarlægja það sem stendur eftir af útikennslustofunni. Svona skemmdarverk eru slæm fyrirmynd. Þetta er ekki neinum til sóma og hefur neikvætt uppeldisgildi fyrir ungmennin okkar. Vonandi verður svæðið hreinsað sem fyrst. Spurningin er hvort þetta væri ekki með brýnustu verkefnum í „Okkar Mósó“. Úrsúla Jünemann

í skólanum! Hvaðan fá aðilar þær upplýsingar? Í Varmárskóla yngri deild er stoðþjónustan örugglega með þeim allra bestu sem þekkist á landinu. Þar starfar 18 stuðningsfulltrúar, þrír sérkennarar, einn þroskaþjálfi og einn iðjuþjálfi. Að auki hafa margir kennarar og stuðningsfulltrúar það hlutverk að vera lestrarstuðningur við þá nemendur sem ekki hafa náð lestrarviðmiðum og þurfa auka þjálfun. Við erum með Varmárstofu sem þjónustar nemendur meðal annars með einhverfu og aðrar raskanir. Við erum stolt af skólanum okkar og teljum okkur vera að vinna gott starf. Uppbyggileg gagnrýni er að sjálfsögðu gild en þegar hún verður til niðurrifs hefur hún þá ekki snúist í andhverfu sína? Fyrir hönd stuðningsfulltrúa við Varmárskóla Margrét Gróa Björnsdóttir , Ása Þ. Matthíasdóttir, Birgitta Jóhannsdóttir, Sandra Rut Falk og Sigríður F. Jónbjörnsdóttir

Hatrið mun sigra? Hatur. Þetta orð heyrum við mikið um þessar mundir. Hatrið mun sigra. Hatari. Hatursorðræða. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar. Smátt og smátt verða fordómar og hatursorðræða í garð minnihluta- og jaðarhópa eins og innflytjenda, hælisleitenda, hópa sem deila stjórnmála-, lífs- og trúarskoðunum samofnir þjóðfélaginu okkar. Við hættum að gefa þeim gaum og rasistar bera þann titil jafnvel með stolti. Eitt af hlutverkum Rauða krossins á Íslandi er að standa vörð um mannréttindi og mannlega reisn. Hluti grundvallarhugsjóna hreyfingarinnar byggist á þeirri einföldu reglu; mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði. Mikilvægt er að vekja athygli á því hvernig hatursorðræða smeygir sér inn í innstu kima samfélagsins, jafnvel án þess að við veitum henni sérstakan gaum. Áður en við vitum af þykir ekkert tiltökumál að vera kallaður rasisti sem ber fyrir sig tjáningarfrelsi. En hvers virði er frelsið ef það nýtist ekki þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar? Það er svo auðvelt og þægilegt að hugsa; við og hinir. Ég er ekki í þessum aðstæðum, þetta snertir mig ekki, en við erum öll mennsk. Það er okkar skylda að mæta

öðrum manneskjum þar sem þær eru, gera ekki greinarmun á þeim eftir þjóðerni, uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum eða kynhneigð. Það er okkar skylda að veita jaðarsettum hópum samfélagins aðstoð og styðja þá við að koma undir sig fótunum á ný. Það flýr enginn sitt heimaland án þess að hafa ríka ástæðu til. Ef þér og fjölskyldu þinni væri ekki stætt á Íslandi lengur, hvað myndirðu vilja varðveita af þínum menningararf á nýjum viðkomustað? Hverja myndirðu tala við? Hvernig myndi þér líða? Áður en við berum fyrir okkur tjáningarfrelsið. Áður en við leiðum hatursorðræðuna hjá okkur. Áður en við reynum að hundsa það sem erfitt er. Hugsum um hvers virði tjáningafrelsið er, hvers virði þægindin eru, ef við getum ekki staðið vörð um mannréttindi þeirra sem verst standa. Við verðum að láta gjörðir fylgja orðum og sýna þeim sem verst standa að okkur er ekki sama. Við erum tilbúin til að standa saman gegn hatrinu, gegn fordómum og gegn fáfræðinni. Við erum tilbúin að fræða. Því hatrið mun ekki sigra. Margrét Lúthersdóttir Deildarstýra Rauða krossins í Mosfellsbæ

Menntun í takt við tímann Menntun og mannauður eru mikilvægar forsendur góðra lífskjara og því til mikils að vinna að yngsta kynslóðin fái þá menntun sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin fylgja miklar breytingar á störfum og tækni. Sérfræðingar telja að 65% starfa sem grunnskólabörn munu vinna við séu ekki til í dag og að störf framtíðarinnar muni í auknum mæli byggjast á læsi á tækni og forritunarkunnáttu. Nú þegar er misræmi á milli þeirrar færni sem atvinnulífið sækist eftir og færni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Mikilvægt er því að efla kennslu í tækni og forritun til að mæta þessari hröðu samfélagslegu þróun. Þótt tækni sé orðin samofin öllu okkar daglega lífi eru flest börn aðeins neytendur á tækni en skapa ekkert sjálf. Það má því segja að þau séu læs á tækni en ekki skrifandi. Í dag er hins vegar orðið nauðsynlegt að hafa grundvallarskilning á því hvernig þessi tæki virka. Í gegnum forritunarkennslu læra börnin að nálgast vandamál með skapandi og lausnamiðuðum hætti auk þess sem þau þjálfast í rökhugsun, samvinnu og þrautseigju. Nágrannasveitarfélög okkar eru að efla kennslu í tækni og forritun, auka framboð á forritunarnámi í skóla- og frístundastarfi og veita kennurum fleiri tækifæri til starfsþróunar. Í þeim skólum sem eru hvað lengst komnir er forritun orðin skyldufag sem má

auðveldlega samþætta við aðrar greinar. Hver er stefna og framtíðarsýn Mosfellsbæjar í upplýsinga- og tæknimálum? Í Vegvísinum svokallaða frá 2017 komu fram skýrar óskir kennara um endurskoðun fyrirkomulags á upplýsinga- og tæknimálum. Nú þegar kennarar eru komnir með aðgang að vinnutölvum og búið er að tengja alla skólana við umheiminn er tímabært að tryggja skólunum tækjabúnað og veita kennurum nauðsynlegan stuðning við innleiðingu á fjölbreyttari kennsluháttum. Við verðum að undirbúa börnin fyrir framtíðina og veita þeim menntun í takt við kröfur nútímans. F.h. stjórnar Foreldrafélags Varmárskóla Elfa Haraldsdóttir

Aðsendar greinar -

33


Heilsumolar Gaua

Heilsuhvetjandi vinnustaðir

É

g er að prufukeyra fjarverkefni með góðu fólki. Verkefnið byggir á því sem við erum að læra hjónin á rannsóknarferð okkar um heiminn, við erum að heimsækja staði sem hafa verið þekktir fyrir langlífi og góða heilsu.

Í

síðustu viku vorum við í prufuverkefninu að skoða daglega hreyfingu, hvernig hægt væri að auka hana og koma betur inn í lífið. Öll samfélög þar sem langlífi er þekkt eiga það sameiginlegt að fólk hreyfir sig reglulega yfir daginn. Dagleg hreyfing snýst ekki um að mæta æfingar tvisvar til þrisvar í viku og sitja svo á rassinum eða liggja upp í sófa/rúmi restina af sólarhringnum. Það er ekki nóg ef við viljum byggja upp og viðhalda góðri heilsu.

V

ið þurfum að koma reglulegri hreyfingu inn í daginn okkar og þá skipta vinnustaðir miklu máli. Ég hef unnið með og heimsótt tugi vinnustaða undanfarin ár og það er mikill munur á viðhorfi atvinnurekenda og stjórnenda fyrirtækja varðandi heilsu starfsmanna. Sumir vinnustaðir eru beinlínis heilsuletjandi á meðan aðrir hafa áttað sig á mikilvægi þess fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt að hvetja fólk til þess að hreyfa sig og hlúa að eigin heilsu.

M

ér þótti virkilega vænt um að lesa þessar línur frá einni sem tekur þátt í prufuverkefninu áðurnefnda. Það skín sterkt í gegn hvað hún er ánægð með sinn vinnustað og þá hvatningu sem hún fær til þess að hreyfa sig í tengslum við vinnuna. Það skilar sér í þráðbeint til baka til vinnustaðarins. Meiri vinnugæði, betri starfsandi, færri veikindadagar og fjarvistir svo fátt sé nefnt. „Ég er svo heppin að ég get fengið borgað aukalega fyrir að koma mér á vistvænan máta til vinnu og svo má ég stunda líkamsrækt á vinnutíma. Með því að hjóla í vinnuna er ég bæði að stytta vinnuvikuna og fá meira útborgað ... það er klassi.“

Guðjón Svansson

gudjon@kettlebells.is

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag Mosfellsbær býður starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu. Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig með reglubundnum hætti, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa starfsmenn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi, Peak Pilates og nú bætast skokk- og hlaupahópar við fram á sumar. Mosfellsbær hóf einnig að bjóða starfsmönnum sínum samgöngustyrk árið 2018 og hvetja þannig starfsmenn til að bæði hreyfa sig meira og nota vistvænan ferðamáta til og frá vinnu í a.m.k. 80% tilvika eða fjóra daga í viku. Nú er að hefjast árlegt heilsu- og hvatningarverkefnið „Hjólað í vinnuna“. Meginmarkmið átaksins „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta/ hjólabretti o.s.frv. Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig

tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og HREYFUM OKKUR INN Í SUMARIÐ !! frá stoppistöð. Starfsmenn Mosfellsbæjar eru hvattir til að taka virkan þátt í Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag átakinu og sækja þá einnig um samgöngustyrk. Mosfellsbær verður með hvatningarstöðvar á eftirtöldum dögum/stöðum þar sem þeir sem „Hjóla í vinnuna“ geta stoppað við eftir hjólatúrinn og fengið sér hressingu við skemmtilega tónlist áður en haldið er til vinnu. HREYFUM OKKUR INN Í SUMARIÐ! Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag Hanna Guðlaugsdóttir Mannauðsstjóri Mosfellsbæjar

Mosfellsbær laði nýútskrifaða kennara til starfa Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar sem byggðar eru á tillögum sem unnar voru í samráði við Sambands ísl. sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólann á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heimili og skóla o.fl. um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Ráðherra gerir ráð fyrir að tillögurnar komi til framkvæmda á hausti komanda. Af þessu tilefni lagði undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar fram svohljóðandi tillögu á 736. fundi bæjarstjórna þann 3. apríl sl.: „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir

að stofna starfshóp sem fái það verkefni að móta með hvaða hætti Mosfellsbær geti laðað nýútskrifaða kennara til starfa í skólum Mosfellsbæjar í framtíðinni. “ Tillagan var samþykkt samhljóða og henni vísað til bæjarráðs til afgreiðslu. Á 1396. fundi bæjarráðs þann 24. apríl sl. var samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs Mosfellsbæjar. Brautin er því bein í þessu efni eftir samhljóða samþykktir tillögunnar í bæjarstjórn og bæjarráði og vonast undirritaður til þess að umsögn fræðslusviðs verði með þeim hætti að Mosfellsbær setji sig í stellingar til þess að, bæði vinna með tillögum ráðherra um þetta efni og í leiðinni stígi einhver þau skref að Mosfellsbær geti tryggt sér í aukn-

um mæli réttindakennara til starfa í bæði leik- og grunnskólum bæjarins. Í greinargerð undirritaðs með tillögunni segir þetta: „Bæjarráði verði falið að skipa starfshópinn, en hann skoði meðal annars hvernig samstarfi skóla Mosfellsbæjar við menntaog menningarmálaráðuneytið og háskóla vegna fyrirhugaðs starfsnáms kennaranema verði best háttað og vinni tillögur um hvernig Mosfellsbær getur laðað til starfa nýútskrifaða kennara til dæmis með því að veita þeim laun á starfsnámstíma þeirra hjá Mosfellsbæ og eða styrk þegar þeir hefja störf að lokinni útskrift, gegn því að þeir skuldbindi sig til þess að starfa í tiltekinn tíma hjá bænum.“ Stefán Ómar Jónsson Bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar

Vinaliðaverkefni í Varmárskóla Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna. Það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Verkefnið hófst í yngri deild skólans, þar sem nemendum í 4.-6.bekk bauðst að taka þátt en unglingadeild skólans bættist svo við þar sem nemendur þróuðu verkefnið áfram fyrir 7.-10.bekk og buðu upp á afþreyingu við sitt hæfi. Eitt leiðarljós verkefnisins er að nemendur hlakki alla daga til að mæta í skólann sinn og auki því jákvæðni og vellíðan en aðalmarkmið verkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Þeir nemendur sem eru kosnir til að vera vinaliðar fá sérstakt leikjanámskeið og leiðtogaþjálfun. Þeir sjá um að setja upp stöðvar í frímínútum á mánudegi til fimmtudags. Vinaliðar eiga að láta vita af því ef þeir halda að nemendum leiðist, séu einmana eða ef þeir verða vitni að einelti, útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan. Vinaliðar fara á fundi reglulega, ákveða skipulag verkefnanna tvær vikur fram í

tímann og stýra leikjum á skólalóðinni með stuðningi fullorðinna gæsluaðila. Mín upplifun er sú að vinaliðaverkefnið sé kærkomin viðbót sem forvörn gegn einelti. Það skiptir gríðarlega miklu máli að nemendur hafi möguleika á jákvæðri afþreyingu í frímínútum. Þegar nemendur fara út í frímínútur vita þeir upp á hvaða leiki verður boðið, leikjastöðvar eru tilbúnar og allir eru hvattir til að taka þátt. Helst af öllu myndum við vilja útrýma einelti, en á sama tíma erum við meðvituð um að það getur reynst afar erfitt. Í dag er skynsamleg notkun upplýsingatækninnar ofarlega á baugi. Ein af áskorunum foreldra og skóla er að setja börnum okkar mörk er kemur að notkun snjalltækja. Samskipti, heilsa og heilbrigði eru og verða mikilvægir þættir í skólastarfi, að eiga samskipti augliti til auglitis við annað fólk, fá nægan svefn og borða næringarríkan mat og hreyfa okkur. Í vinaliðafrímínútum eiga nemendur sannarlega í samskiptum við aðra, hreyfa sig og víðast hvar er lögð áhersla á að snjalltæki séu lögð til hliðar á meðan. Það hefur sýnt sig í þeim skólum sem verkefnið hefur verið innleitt en árangurinn hefur

komið hratt og örugglega í ljós, nemendum til hagsbóta og það höfum við orðið vör við í okkar skóla. Það er mitt mat að vinaliðaverkefnið sé mjög góð viðbót við allt það góða starf sem fram fer í Varmárskóla. Nú er ég að ljúka mínum störfum fyrir Varmárskóla, en þar hef ég starfað síðastliðin 13 ár sem stuðningsfulltrúi og hef verið verkefnastjóri Vinaliðaverkefnis í 4 ár. Ég geng stolt frá borði og er þakklát fyrir þá reynslu að hafa starfað í grunnskóla og ekki síst unnið með frábæru fólki, stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki. Ása Þ. Matthíasdóttir verkefnastjóri vinaliðaverkefnisins í Varmárskóla

Næsta blað kemur út: 23. maí Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is

34

- Aðsendar greinar

Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 20. maí.


Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° mosfellinga Ă&#x17E;orbjĂśrg SĂłlbjartsdĂłttir Merkilega góður dagur. SĂŠrstaklega sĂĄ parturinn af honum, Ăžar sem viĂ° ĂĄttuĂ°um okkur ĂĄ ĂžvĂ­ komin hĂĄlfa leiĂ° Ă­ Borgarnes..ĂĄ leiĂ° Ă­ fermingarveislu ĂĄ BlĂśnduĂłsi aĂ° veislan var Ă­ GĂ&#x2020;R. ViĂ° gerĂ°um gott Ăşr Ăžessu og fĂłrum prúðbĂşin Ă­ bakarĂ­iĂ° viĂ° brĂşna :) 28. aprĂ­l LĂĄrus Haukur JĂłnsson FĂłr Ă­ bĂŚjarleikhĂşsiĂ° Ă­ gĂŚr og sĂĄ leikrit sem heitir BlĂşndur og BlĂĄsĂ˝ra, Ă­ leikstjĂłrn GuĂ°nĂ˝ MarĂ­u vinkonu minnar, leikritiĂ° var bara hrikalega skemmtilegt og vil ĂŠg aĂ° allir mosfellingar fari ĂĄ Ăžetta leikrit! Og mĂŠr hryllir viĂ° Ăžeirri hugsun aĂ° ĂžaĂ° eigi aĂ° rĂ­fa bĂŚjarleikhĂşsiĂ°, ĂžvĂ­likur gullmoli sem Ăžetta hĂşs er og Ăśll bĂśrn Ă­ sveitinni fara Ăžarna Ă­ gegn ĂĄ leiklistarnĂĄmskeiĂ°um. 28. aprĂ­l HjĂśrtur Ă&#x2013;rn Arnarson Hitti gamlan vinnufĂŠlaga Ă­ dag sem ĂŠg hef ekki sĂŠĂ° Ă­ mĂśrg ĂĄr!! SĂĄ kastaĂ°i ĂĄ mig kveĂ°ju: â&#x20AC;&#x153;SĂŚll og blessaĂ°ur... Þú kemur aldeilis vel undan vetri...â&#x20AC;? NĂş fer ĂŠg aĂ° hreyfa mig!!!! 8. aprĂ­l Bubbi Morthens ViĂ° erum aĂ° koma okkur ĂştĂşr partĂ­inu sem jĂśrĂ°in bauĂ° okkur Ă­ hĂśfum nĂĄnast lagt allt Ă­ rĂşst. HingaĂ° til hafa fyrirtĂŚki heimsins neitaĂ° taka ĂĄ vandanum sem og leiĂ°togar veraldar margir hverjir. ViĂ° getum ĂžvingaĂ° rĂĄĂ°amenn hĂŠr heima til aĂ° bregĂ°ast viĂ° til Ăžess Ăžarf vakningu tĂ­minn er aĂ° renna frĂĄ okkur stundaglasiĂ° er aĂ° fyllast -valdiĂ° er okkar VALDIĂ? ER OKKAR 20. aprĂ­l

verslum Ă­ heimabyggĂ°

FĂ&#x201C;TAAĂ?GERĂ?ASTOFA MOSFELLSBĂ&#x2020;JAR Ă&#x17E;verholti 3 - SĂ­mi: 566-6612

Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS

sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA Ă&#x161;TFARARSTOFA Ă?SLANDS sĂ­Ă°an 1996

ALĂ&#x161;Ă? Č&#x160; VIRĂ?ING Č&#x160; TRAUST Č&#x160; REYNSLA

Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x153;Â?Ă&#x2021;Â&#x2014;Čą Â&#x2014;Â?Ă Â&#x2022;Â?Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014; Â&#x;Â&#x17D;Â&#x203A;Â&#x203A;Â&#x2019;Â&#x203A;ČąÂ&#x2019;Â&#x2014;Â&#x160;Â&#x203A;Â&#x153;Â&#x153;Â&#x2DC;Â&#x2014;

Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A; Â&#x160;Â&#x203A;Â?Â&#x203A;¡Â?ČąÂ&#x153;Â?Â&#x160;Čą Â&#x17E;Ä?Â&#x201C;Ă Â&#x2014;Â&#x153;Â?Ă Ä´Â&#x2019;Â&#x203A;

SĂ­mar allan sĂłlarhringinn: 581 3300 & 896 8242 Č&#x160; www.utforin.is allan sĂłlarhringinn: Č&#x160; www.utforin.is Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

SĂ­mar 581 3300 & 896 8242 Komum heim til aĂ°standenda og rĂŚĂ°um skipulag Ăştfarar ef ĂłskaĂ° er.

Allar almennar bĂ­laviĂ°gerĂ°ir VĂśluteigi 27, 270 MosfellsbĂŚ SĂ­mar: 537 0230 - 693 8164 â&#x20AC;˘ bvo1944@gmail.com

www.malbika.is - sĂ­mi 864-1220

VerslaĂ°u ĂĄ www.netgolfvorur.is Erum staĂ°sett ĂĄ Akranesi - Sendum frĂ­tt. panta@netgolfvorur.is - sĂ­mi 824-1418

Ă&#x2013;ll almenn vĂśrubĂ­la og kranaĂžjĂłnusta

BĂ­lapartar ehf ehf BĂ­lapartar ehf BĂ­lapartar NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir

NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir NotaĂ°ir TOYOTA varahlutir

SĂ­mi: 587 7659 SĂ­mi: 587 7659

SĂ­mi: 587 7659

GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ www.bilapartar.is www.bilapartar.is

a

GrÌnumýri 3 | 270 MosfellsbÌ www.bilapartar.is www.arioddsson.is

MĂ&#x161;RVERK - FLĂ?SALAGNIR - ALMENN VIĂ?HALDSVINNA FAGMENNSKA Ă? FYRIRRĂ&#x161;MI HĂĄholti 14 â&#x20AC;˘ 270 MosfellsbĂŚ â&#x20AC;˘ arioddsson@arioddsson.is SĂ­mar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

â&#x20AC;˘ Grabbi, grjĂłtklĂł, og fl. â&#x20AC;˘ Ă&#x161;tvega Ăśll jarĂ°efni. â&#x20AC;˘ Traktor og sturtuvagn Ă­ Ă˝mis verkefni eĂ°a leigu. â&#x20AC;˘ SlĂĄttuĂžjĂłnusta og fl.

Bj Verk ehf. BjĂśrn s: 892-3042

GĂ&#x201C;Ă?IR MENN EHF

Rafverktakar GSM: 820-5900

â&#x20AC;˘ nĂ˝lagnir â&#x20AC;˘ viĂ°gerĂ°ir â&#x20AC;˘ â&#x20AC;˘ hĂśnnun og uppsetning ĂĄ Ăśryggiskerfum â&#x20AC;˘ sĂ­ma og tĂślvulagnir

LĂśggiltur rafverktaki

Ă&#x17E;Ăş finnur Ăśll blÜðin ĂĄ netinu w w w. m o s f e l l i n g u r . i s

www.bmarkan.is Ă&#x17E;jĂłnusta viĂ° Mosfellinga -

35


Sorrí mamma

Heyrst hefur... ...að búið sé að opna Blackbox við hlið Krónunnar í Háholtinu. ...að Einar Scheving og Matti í íþróttahúsinu hafi hlotið gullmerki Aftureldingar á dögunum. ...að búið sé að opna inn á sumarflatir á golfvellinum á Hlíðarvelli. ...að það verði Papaball í Hlégarði laugardaginn 11. maí en uppselt hefur verið á þrjú síðustu böllin. ...að Gunni góði sé farinn sópa sjálfur helstu hjólaleiðir í Mosfellsbæ. ...að Tóta dýralæknir sé flutt með dýraspítalann í Urðarholt þar sem bakaríið var eitt sinn til húsa. ...að Hlölli sé búinn að færa sig frá Atlantsolíu að Miðbæjartorginu.

Feðgin þenja raddböndin Kalli Tomm hélt glæsilega tónleika í Hlégarði á dögunum þar sem hann fagnaði útgáfu sinnar annarrar sólóplötu. Á myndinni syngur hann með Birnu dóttur sinni.

...að loks sé verið að vinna í rúllustigamálum í Kjarnanum en verið er að skipta honum út fyrir venjulegan stiga. ...að gamli golfskálinn sé auglýstur í heild sinni til flutnings á síðunni Brask og brall. ...að strákunum sé spáð næstneðsta sæti í Inkasso-deildinni í sumar og þar með falli. ...að forseti Íslands ætli að mæta í afmæli Múlalundar þann 20. maí. ...að Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður hafi haldið upp á 35 ára afmælið sitt í heimahúsi í Mosfellsbæ um helgina. ...að Karlakór Kjalnesinga sé farinn í menningarferð til Póllands í rúma viku. ...að átta manns hafi sótt um stöðu skólastjóra í Lágafellsskóla og má sjá listann í blaðinu. ...að mikill hiti sé í umræðunni um Varmárskóla á samfélagsmiðlum. ...að áheit sem safnast í WOW Cyclo­thoninu 2019 muni renna óskipt til sumarbúðanna í Reykjadal. ...að bæjarstjóra hafi verið afhentar yfir 100 undirskriftir starfsmanna Varmárskóla í vikunni þar sem lýst er yfir stuðningi við skólastjórnendur. ...að söngkonan María Ólafs verði meðal dómara okkar Íslendinga í Eurovision um miðjan maí. ...að stórmót í Crossfit verði haldið á Íslandi um helgina og hefjist með hlaupi upp á Esju á föstudaginn. ...að hljómsveitin Hjálmar ætli að koma við í Hlégarði á hringferð sinni í byrjun júní. ...að Sigrún í Kaupfélaginu verði sjötug um helgina. ...að bæjarstjórinn sé farinn að selja dekk á Brask og brall. ...að Arnór Snær og Alexandra hafi eignast stelpu á dögunum. ...að Kata á Sprey sé komin í úrslit á Nordic Hair Awards. ...að fyrsti heimaleikurinn í Inkasso hjá stelpunum verði gegn Fjölni 9. maí og hjá strákunum gegn Leikni 10. maí. mosfellingur@mosfellingur.is

36

Nýjung Infrarauður saunaklefi í Kærleikssetrinu Infrarauðir geislar hjálpa m.a. til við að: • Lækka blóðþrýsting • Lækka blóðsykur • Lækka kólesteról • Minnka verki • Minnka bólgur og bjúg og ýmislegt fleira Allar upplýsingar á www.kaerleikssetrid.is Tímapantanir á í gsm síma Kærleiksseturs 862 0884

Í eldhúsinu

hjá Rúnu og Gu

ðjóni

Tandoori kjúklingur með hvítlauksbrauði

Aðferð: Tandoori marinade og jógúrt/AB mjólk blandað saman og kjúklingurinn settur út í. Látið marinerast í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Bakað í ofni, við 180-200° í 30-40 mín. (má líka grilla en þá þarf grillarinn að vanda sig og passa að kjúklingurinn brenni ekki og verði ekki of þurr). Hvítlauksbrauð: 1 pizzadeig, þ.e. einn pizzabotn, óbakaður, hægt að kaupa tilbúinn – skorinn niður

Þín, Svanhildur. í 12-15 búta, hver bútur brotinn í tvennt (hægt að setja inn í klípu af osti eftir smekk en þarf ekki) og mótað í lítil, flöt brauð. Síðan eru brauðin smurð með hvítlauksolíu (gott að hafa mikið af hvítlauk). Brauðin eru svo bökuð á grilli og pensluð með meiri hvítlauksolíu eftir smekk á báðum hliðum. Passa þarf að brenna ekki brauðin, tekur örfáar mínútur að grillast, 2-3 mín. á hvorri hlið. Með þessu er gott að hafa salat og kalda sósu, t.d. raita-sósu eða sósu þar sem hrært er saman sýrðum rjóma eða grískri jógúrt og mango chutney eftir smekk.

Rúna og Guðjón skora á Hafdísi og Aðalstein að deila með okkur næstu uppskrift

- Heyrst hefur...

að Ég myndi reyna að muna alltaf eftir ina, búð í poka a gnot mar taka með mér an forðast að kaupa plast eins og heit ta plan og trör plas öll kka eldinn, afþa eða trjám á hverju ári. Ég myndi rölta hjóla allt sem ég gæti, fara oftar með ustu strætó og bara nota bílinn í brýn a að neyð. Svo myndi ég fara regluleg og gu igön gleð að það gera plokka, mitt bjóða öllum með! Ég myndi gera osti valk tuga hen a finn að við a best allra di illan susp heil eru fyrir mig sem ekki fyrir þig og deila því sem ég læri með þér systkinum mínum. Ég myndi sýna a þig, betur hversu mikið ég kann að met þér, með m ndu astu gæð i fleir lu mik a verj þína alla og r veðu þín læra að elska öll vinda. Ég ætla að gera mitt besta í að bæta í einu, mig og umgengni mína, einn dag ekki get ég að veit Ég f. skre fyrir f skre kannski gert þetta fullkomlega strax, eða þarft nokkurn tímann, en ég veit að þú ega oml fullk i gang allir að heldur ekki i og um heldur bara að sem flestir vakn a. best sitt geri þú Þrátt fyrir alla mína bresti hefur er þér Ég t! laus rðis skily , mig að alltaf elsk mig, ævinlega þakklát fyrir að annast systur, veita mér líf, heimili, bræður og olfi, inhv him og mat i, sjá mér fyrir vatn gum hreinu andrúmslofti og dásamle upplifunum. Takk fyrir að uppfylla lausri þarfir mínar og umvefja mig enda best. ert Þú ! nuð mög ert Þú rð. fegu ást& ma. Ég elska þig mam

Rúna og Guðjón deila að þessu sinni með okkur uppskrift. „Þessa uppskrift fengum við fyrst í hestaferð og hún hefur notið vinsælda síðan, hjá ungum sem öldnum. Hún er einföld og góð og fljótleg.“ Tandoori kjúklingur: • Úrbeinuð kjúklingalæri, 1-2 pakkar eða um 1,5 kg • Tandoori spice marinade, 1 krukka (fæst t.d. í Krónunni) • Jógúrt eða AB mjólk, 1-2 dl

ég Elsku mamma mín, fyrirgefðu hvað lega eigin Ég a. subb il mik vera að búin er s ulau kær ð veri hef ég hvað trúi því varla ð öll þessi ár og að ég hafi ekki fatta a að slæm umgengni mín hefði svon neikvæð áhrif á þig. ið Mér leið í alvörunni eins og að rusl endÁ ! upp gufa bara di eftir mig myn ir í að anum varst það alltaf þú sem lent fattaði a nleg hrei Ég það. við díla þurfa að sem það ti keyp og það ekki. Keypti bara ðaflei í rt ekke i pæld og í aði lang mig og ingunum fyrir þig, mig, systkini mín til komandi kynslóðir. Ef ég gæti farið di ég baka og breytt hegðun minni myn betur gera það. Ég myndi ganga miklu i eða frá eftir mig, hugsa áður en ég kaup þurfi ilega virk ég t hvor geri eitthvað of það og hvort ég sé að skilja eftir mig por. fniss stór kole

svanhildur


smá

auglýsingar Týndur köttur Fífill er stór ljósgulur og loðinn köttur sem týndist úr Klapparhlíð þann 15. apríl. Hann er vel merktur en þekkir sig ekki í Mosó, vinsamlega hafið samband ef þið verðið hans vör, Magga 824 7059.

Heimilisþrif

Þjónusta við mosfellinga Tek að mér alla krana- og krabbavinnu

verslum í heimabyggð

R.B. Rafvirkjun Tek að mér alla almenna rafvirkjun

Útvega allt jarðefni

Er staðsettur á Kjalarnesi Viðarás við Saurbæjarkirkju.

Vörubíll Þ.B.

Röðull Bragason Löggilltur rafverktaki Viðarási - 162 Rvk - S: 863 3719

Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

Býð upp á þrif í heimahúsum fyrir fólk sem vantar hjálp við heimilisstörfin. 1-2 sinnum í viku. Hafið samband í síma 822-7750 (Lenka) eða í gegnum netfangið lenkali777@gmail.com

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja.

OPIÐ: Miðvikudaga - föstudaga kl. 14-18. Laugardaga kl. 12-16

MG Lögmenn ehf.

Nudd Bjóðum upp á svæðanudd - fótanudd á sanngjörnu verði. Léttir fyrir allan líkamann og til að slaka á, veljið ilmkjarnaolíu fyrir proseager. Pantið tíma í síma: 8227750 (Lenka)

Öll almenn lögfræðiþjónusta Innheimtur Sala fasteigna Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga

Opnunartími sundlauga

mosfellingur@mosfellingur.is

Lágafellslaug

www.mosfellingur.is www.mosfellingur.is

r

Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00

Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200

www.artpro.is

Varmárlaug

Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00

GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21

- gler í alla glugga s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w . g l e r ta e k n i . i s

Trjáklippingar / Trjáfellingar 893-5788

Viltu selja? Hafðu samband

Einar Páll Kjærnested Löggiltur fasteignasali

Sími:

586 8080 www.fastmos.is

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ 6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ Fasteignasala Mosfellsbæjar • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.fastmos.is

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ Þjónusta við Mosfellinga -

37


w

Hvaða er skemmtilegast að gera í skólanum?

Eddi Pé hlær í betri bíl Tóti og tækifærin

Handboltaakademían

Gleðilegt nýtt hár

#mosfellingur

Ó, UMFA við elskum

Stelpurnar á kvennak völdi

þig ! Textaskáldin

Dóróthea: Íþróttir og frímínútur.

Kúrekarnir

Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is

Markmenn Íslands

Trygg vi Scheving og

Sölvi snær: Íþróttir og frímínútur.

Haming ja í Harðarbóli

Gunni Guðjóns

Dalbúar fagna sínum manni

Tanja ýr : Íþróttir og frímínútur.

x

Stórfjölskyldan

Nýjustu afarnir í bænum

50 ára Sirkús stelpurnar

Steini Ben

katrín ósk: Myndmennt og frímínútur.

Einar Scheving (50) Hélt stórafmæli í Harðarbóli

Arnar máni: Heimilisfræði og íþróttir.

Hárstofan Sprey Háholt 14 - s. 517 6677 Hrefna tran: Frímínútur

38

- Hverjir voru hvar?

Jeff Goldblum


m

ÞAÐ ER NÓG UM AÐ VERA Í KEILUHÖLLINNI Í MAÍ

HJÖBB QUIZ FIM. 9. MAÍ

& FIM. 23. MAÍ

STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTA-QUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA 9. & 23. MAÍ

BOLTINN Í BEINNI Fimmtudagur 2. Maí Europa League

19:00 19:00

Arsenal - Valencia Frankfurt - Chelsea

Föstudagur 3. Maí Premier League

19:00

Everton - Burnley

Laugardagur 4. Maí

x

Premier League

18:45

Newcastle - Liverpool

Sunnudagur 5. Maí Premier League

13:00 15:30

Huddersfield - Man United Arsenal – Brighton

Mánudagur 6. Maí PremierLeague

19:00

Man City - Leicester

Þriðjudagur 7. Maí Champions League

ALLIR SEM KOMA Í BÚNING FÁ HATARA-KOKTEIL VERÐLAUN FYRIR FLOTTASTA BÚNINGINN

Ísland keppir í fyrri undankeppni

ÞRIÐJUDAGINN 14/5

H AP PY

FIMMTUDAGINN 16/5

HO UR NUM ÖLL U Á BAR R EIN N AF T VEI R F YRI

Úrslitakvöld

19- 21

LAUGARDAGINN 18/5

3FYRIR2 AF PIZZUM & SHAKEUM

16/05

Tottenham – Ajax

Miðvikudagur 8. Maí Champions League

19:00

Seinni undankeppni

fimmtudaginn

19:00

Liverpool – Barcelona

Sunnudagur 12. Maí PremierLeague

14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00

Brighton Man City Burnley– Arsenal Crystal Pal – Bournemouth Fulham – Newcastle Leicester – Chelsea Liverpool – Wolves Man Utd – Cardiff Southampton – Huddersfield Spurs – Everton Watford – West Ham

BOLTATILBOÐ Í GANGI Á ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI LAU. 25. MAÍ

klukkan

NÚ ER ÞAÐ BJART MAR

21:00

RISA FULLORÐINS 20 ÁRA ALDURSTAKMARK

S V E P PA

KL. 22:00

VINNINGARNIR ERU RISA VINNINGAR

FIM. 29. MAÍ

KONUKVÖLD KEILU HALLARINNAR D R Y K K I R /S K E M M T I AT R I Ð I /G Ú D D Ý B A G S

ÞAÐ VERÐUR KONUKVÖLD KEILUHALLARINNAR 29. MAÍ – NÁNARI UPPLÝSINGAR KOMA ÞEGAR NÆR DREGUR FYLGSTU MEÐ DAGSKRÁNNI Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN www.keiluhollin.is


Sími:

586 8080 fastmos.is

MOSFELLINGUR

Kjarna Þverholti 2

Sími: 534 3424

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Sæktu Landsbankaappið

Múlalundur Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir!

fmos fagnar 10 ára afmæli Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ fagnaði 10 ára afmæli föstudaginn 12. apríl. Nemendur af hestabraut skólans tóku á móti gestum við komuna. Sérstakur afmælisáfangi var kenndur á vorönninni þar sem hátíðarhöldin voru undirbúin.

Mynd/Hilmar

Mikil sala - Vantar eignir - verðmetum Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047

Daniel G. Björnsson löggiltur leigumiðlari

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Þjónusta við ár LD í 30 E Mosfellinga S

588

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

Háholt 14, 2. hæð

Opið virka

588 55 30 Bergholt

Arnartangi

S

Grundartangi

Mjög vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. 2 baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. Stór bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. Nýtt K gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

Netfang: berg@

Pétur

Löggiltur fasteig

Stóriteigur

Bergholt

Lágholt

Vel staðsett 195 fm einbýli innst í lokaðri götu við Arnartanga. Vönduð gólfefni og 5 svefnherbergi. Gott viðhald. Stór garður í suður. Björt og rúmgóð stofa. Tveir sólpallar með skjólveggjum. Sólskáli. Verð: 77 m.

Nýtt í sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar á eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Vel staðsett 170 fm endaraðhúsGóður á einni hæð í enda í lokaðri götu.garður. 3 svefnherbergi. Nýlegt frágangur. Einstaklega fallegur eldhús. 2 baðherbergi. Stór sólskáli, sólpallur og góður Heitur flottur pottur. Þetta er hugguleg eign garður. við rólegaBílskúr með góðri götu. Skóli, íþróttaaðstaða og losnað fljótlega. Verð: 64,5 m. Getur lofthæð og kjallara undir. Eign í lokaða góðu viðhaldi. hestavöllur í göngu færi.

Fellsás Norðurgrafarvegur á Esjumelum

Þverholt

Nýtt í sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám og runnum. Þetta er einstaklega smekklegt og vel hannað hús. Eign fyrir vandláta. V. 52,9 m.

B e rg f a s t e i g n a s a l a s t o f n u ð 1 9 8 9

Falleg 100 fm íbúð á efstu hæð (penthouse) við Þverholt. Svalir í suður. Upptekin loft og mikil lofthæð. Björt og rúmgóð stofa. 3 svefnherbergi. Fallegt útsýni og góðar innréttingar. Björt og falleg eign. Verð 40,8 m.

Vel staðsett 1.000 fm stálgrindarhús sem er í smíðum. Þak ákomið og búið að klæða húsið að hluta. Efni er til sem á vantar. 4 vinduhurðir fylgja. Gatnagerðargjöld greidd. Stór og góð lóð. Getur hentað undir ýmsa starfsemi. Nýr dúkur á þaki. Verð: 84 m.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • Netfang: berg@berg.is • www.berg.is • Berg fasteignasala stofnuð 1989

Profile for Mosfellingur

6. tbl. 2019  

Bæjarblaðið Mosfellingur 6. tbl. 18. árg. fimmtudagur 2. maí 2019. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og...

6. tbl. 2019  

Bæjarblaðið Mosfellingur 6. tbl. 18. árg. fimmtudagur 2. maí 2019. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og...

Advertisement