Page 1

Menntaskólinn að Laugarvatni Skólaskýrsla fyrir árið 2013

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Páll M Skúlason, aðstoðarskólameistari - febrúar 2014 –


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Efnisyfirlit 1 Inngangur .......................................................................................................................................................................................... 3 2 Nemendur .......................................................................................................................................................................................... 3 Kynning á skólanum .................................................................................................................................................................. 3 Innritun ...................................................................................................................................................................................... 3 Nemendafjöldi ........................................................................................................................................................................... 3 3 Haldið utan um hópinn ...................................................................................................................................................................... 7 Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar .................................................................................... 7 Aðbúnaður og aðstaða nemenda ................................................................................................................................................ 7 Framhaldsskólapúlsinn .............................................................................................................................................................. 8 Brotthvarf úr skóla ..................................................................................................................................................................... 9 Nám og skólasókn...................................................................................................................................................................... 9 Heimavistir og félagslíf ........................................................................................................................................................... 11 Foreldrastarf............................................................................................................................................................................. 11 4 Nám og kennsla ............................................................................................................................................................................... 11 Námsbrautir ............................................................................................................................................................................. 11 Menntun kennara ..................................................................................................................................................................... 11 Fjöldi, starfshlutfall, starfsaldur og kyn kennara ...................................................................................................................... 11 Aðbúnaður kennara .................................................................................................................................................................. 12 Þróun kennsluhátta og námsmat .............................................................................................................................................. 12 Átaksverkefni........................................................................................................................................................................... 12 Erlend samskiptaverkefni ........................................................................................................................................................ 12 5 Stjórnun ........................................................................................................................................................................................... 13 Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna .................................................................................................................................... 13 Stjórnunarkönnun .................................................................................................................................................................... 13 Mat á skólastarfi ...................................................................................................................................................................... 13 6 Markmið............................................................................................................................................................................................ 14 Nemendur ................................................................................................................................................................................ 14 Nám og kennsla ....................................................................................................................................................................... 14 Stjórnun ................................................................................................................................................................................... 15 Rekstur ..................................................................................................................................................................................... 16 Samstarf og tengsl.................................................................................................................................................................... 16 6 Stjórnunarhættir............................................................................................................................................................................... 16 7 Samstarf .......................................................................................................................................................................................... 16 Laugarvatn, sveitarfélög, menntastofnanir ............................................................................................................................... 16 Íþróttamál................................................................................................................................................................................. 17 8 Sérverkefni ..................................................................................................................................................................................... 17 9 Fjármögnun ..................................................................................................................................................................................... 17 Rekstur og laun ........................................................................................................................................................................ 17 Viðhald húsnæðis..................................................................................................................................................................... 18 10 Lokaorð ......................................................................................................................................................................................... 18

2


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

1 Inngangur Vinna við skýrslu þessa hófst í janúar 2014 og meginmarkmiðið með henni, sem fyrr, að gefa sem gleggsta mynd af skólanum og skólastarfinu á árinu 2013. Skólastarfið var að mestu í föstum skorðum og því að mörgu leyti sambærilegt við næstu ár á undan, og í því ljósi er umfjöllun um fasta þætti í skólastarfinu takmörkuð, en vísað til fyrri skýrslna. Á árinu var fyrirhuguð stefnumótun skólans rædd mikið með óformlegum hætti og og það virðist orðið ljóst að hún muni taka mið af því að nemendur ljúki alla jafna stúdentsprófi á þrem árum. Það voru lögð drög að vinnu að nýrri skólanámskrá með undirbúningi og skipulagningu kynningarheimsóka á vorönn 2014. Í skólaskýrslu fyrir árið 2010 var gerð grein fyrir einkunnarorðum skólans svo og aðalmarkmiðum hans. Þessir þættir eru óbreyttir og er því ekki fjölyrt um þá hér, en þess í stað vísað í þá skýrslu.

2 Nemendur Kynning á skólanum Kynning á skólanum var með sama hætti og undanfarin ár og ekki ástæða til að endurtaka lýsingu á henni hér.

Innritun Lágmarkskröfur vegna innritunar á fyrsta ár voru þessar sem fyrr: FélagsfræðaNáttúrufræðabraut braut 6 6 Íslenska 5 5 Enska Danska 6 Samfélagsgreinar 5 6 Stærðfræði 6 Náttúrufræði Einnig verður við mat á umsóknum horft til búsetu, annarra einkunna, skólasóknar sem og annarra gagna og upplýsinga sem fylgja umsækjanda. Tafla 1 Grein

Innritun nemenda var með óbreyttu sniði og í samræmi við það ferli sem fyrir var lagt. Skólinn getur tekið inn 52 nýnema í 1. bekk; 26 í 1. bekk félagsfræðibrautar og 26 í 1. bekk náttúrufræðibrautar. Fjöldi fullnægjandi umsókna frá grunnskólanemum var í nokkuð góðu samræmi við þann fjölda sem skólinn getur tekin inn. Enn var rennt nokkuð blint í sjóinn, að okkar mati, þar sem erfitt er að leggja mat á einkunnir nemenda eftir skólum. Við veltum því enn fyrir okkur hvort við værum í raun að taka velja inn þá nemendur sem í raun voru líklegastir til að standast kröfur skólans.

Nemendafjöldi Þróun nemendafjölda í skólanum:

Fjöldi nemenda ML 2000-2013 190

Fjöldi

170 150 130 110

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

fjöldi 122

176

134

134

136

130

Tafla 2 3

129

147

152

170

167

181

174


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Eins og tafla 2 ber með sér fækkaði nemendum lítillega milli skólaára. Bekkjastærðar vegna hefði verið hægt að taka inn 3 nemendur til viðbótar í 1. bekk náttúrufræðabrautar, en heimavistarrými er hamlandi þáttur og sem fyrr þurfti að nýta gamalt heimavistarhúsnæði Héraðsskólans í Hlíð. Fjallað verður að öðru leyti um ástæður fækkunar nemenda síðar. Haustið 2012 voru skráðir nemendur 181 en 180 nemendur komu til náms. 164 skiluðu sér til prófs vorið 2013. Á skólaárinu var brotthvarf því rétt um 10%. Lang stærsta ástæða þessa var fækkun í 2. bekk félagsfræðabrautar um 7. Haustið 2013 komu 172 nemendur í skólann. 7 þeirra komu nýir inn í efri bekki, aðallega 2. bekk. 170 gengust síðan undir haustannarpróf. Við lok annar lá síðan fyrir að einn myndi hætta til viðbótar, en hans freistaði akademía í FSu. Þá varð það ljóst við upphaf vorannar, að 3 nemendur af þeim sem komið höfðu nýir inn í efri bekki um haustið, höfðu ekki fundið hér það sem vonir stóðu til og þeir héldu því á önnur mið. Loks varð námsárangur tveggja til þess að þeir og foreldrar áváðu að lengra skyldi ekki haldið. Það með hófu 164 nám á vorönn 2014. Tafla 3, sem sýnir hvernig brotthvarf hefur verið milli hausts og vors frá 2003-4, sýnir ljóslega að síðustu 5 ár, ef frá er talið síðasta skólaár, hefur brotthvarf á skólaárinu verið tiltölulega lítið. Á töflunni er búið að gera ráð fyrir að nemendafjöldinn til vors 2014, breytist ekki.

190

Nemendafjöldi frá vori 2002 til vors 2014

fjöldi

170 150 haust

130

vor

110

Tafla 3

Frá aldamótum hefur verið tekið saman hvernig hver bekkur þróast í gegnum fjögurra ára skólagöngu hér. Tafla 4, hér fyrir neðan sýnir þróunina frá hausti 2009 og fram á líklega tölu vorið 2014. Haustið 2010 komu inn í fyrsta bekk verðandi nýstúdentar vorið 2014. Af 25 nemendum sem hófu námið í 1. bekk félagsfræðibrautar eru 20 eftir. Af 26 nemendum sem hófu ná í 1. bekk náttúrufræðibrautar stefna 16 á að ljúka stúdentsprófi á komandi vori. Sannarlega er þarna ekki um að ræða algerlega sömu einstaklingana, því einhverjir hafa hætt á leiðinni og aðrir komið í, aðallega í 2. bekk. Fækkunin á þessum 4 árum er því um 30%.

4


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Tafla 4

Töflur 5 og 6 sýna hvernig hverjum árgangi um sig hefur reitt af, að því er fjöldann varðar, í gegnum fjögurra ára nám í skólanum. Brotthvarf á 4 árum á félagsfræðabraut hefur haldist nokkuð svipað, en það má greina á töflu 6, sem sýnir náttúrufræðabrautarbekki, að brotthvarf hefur farið minnkandi. (Mála- og) félagsfræðabraut fækkun á 4 árum 22 16

25

24

23

25 22

25 21 17

16

15

21

14

12

12 10 8

01-05

02-06

03-07 inn

04-08 út

05-09

06-10

Linear (inn) Tafla 5

5

07-11

08-12

Linear (út)

09-13


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Náttúrufræðabraut fækkun á 4 árum

24

23

24 19

18 15 12

11

11

04-08

05-09

9 6

23 22

19 14

14

15

06-10

07-11

08-12

5

01-05

02-06

03-07 inn

út

Linear (inn)

09-13

Linear (út)

Tafla 6

Samsetning nemendahópsins eftir landssvæðum:

Samsetning nemenda ML 2000-2013 70 60

hlutfall nemenda

50 40 30 20 10 0

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013

Árn

41

39

31

48

45

40

41

56

56

58

54

54

56

56

Rang

17

11

10

11

15

14

15

12

13

15

19

19

16

15

V.-Skaft

3

2

4

7

7

8

7

7

4

5

7

7

10

9

Aðrir

39

48

55

34

33

38

37

25

27

22

20

20

18

20

Tafla 7

Tafla 7 staðfestir að hlutföll nemenda þegar skoðað er hvaðan þeir koma, hafa lítið breyst undanfarin 6 ár.

6


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Nemendafjöldi eftir árum og brautum, haustið 2013: FÉL

NÁT

Alls

1. ÁR

26

21

2. ÁR

27

27

3. ÁR

14

20

4. ÁR

19

16

47 54 34 35

86

84

170

Tafla 8

Áætlun um nemendafjölda eftir brautum og bekkjum haustið 2014: FÉL NÁT Alls 1. ÁR

26

26

2. ÁR

20

22

3. ÁR

24

25

4. ÁR

14

18

52 42 49 32

84

91

175

Tafla 9

Nýtingarhlutfall í hópum á haustönn var 91,8%

3 Haldið utan um hópinn Í skólaskýrslum síðustu ára hefur verið fjallað ítarlega um það hvernig skólalífið gengur fyrir sig og þar sem það hefur ekki breyst er látið nægja að vísa til fyrri skýrslna að því er það varðar.

Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar Undanfarin ár hefur skólinn staðið að nokkurskonar jafningjaaðastoð, með því að nemendur í 4. bekk náttúrufræðibrautar hafa aðstoðað nemendur neðri bekkja í stærðfræði. Fyrir þetta hefur þeim verið greidd tiltekin upphæð í ferðasjóð. Þetta fyrirkomulag var óbreytt á árinu. Auk þessarar aðstoðar var síðan eftirfarandi stuðningur boðinn af skólans hálfu og þá sérstaklega við nemendur sem áttu á brattann að sækja: 1. Á vorönn vor haldið áfram því fyrirkomulagi sem var vorið 2012, að nemendur sem ástæða þótti til, eftir haustannarpróf, voru skyldaðir til að sækja tíma í því sem kallað er NAM100 og felst í því að kennari er til staðar á tilteknum tíma og nemendurnir vinn að heimanámi sínu og/eða verkefnum með aðstoð, ef þörf er á. Tilgangurinn er auðvitað sá að freista þess að fá nemendur til að taka nám sitt fastari tökum. 2. Í byrjun haustannar voru síðan settir af stað 2 stuðningshópar, annarsvegar NAM100 (Námsaðstoð), sem gegndi sama hlutverki að áður, en nemendur voru valdir í hann á grundvelli einkunna úr grunnskóla og fyrstu snertingu kennara á hópnum, ekki síst íslenskukennara. Hinsvegar STS100 (stærðfræðistoð), í hann völdust nemendur eftir niðurstöðu á prófi sem mældi stöðu þeirra. Báðir hóparnir hittust einu sinni í viku, tvo tíma í senn.

Aðbúnaður og aðstaða nemenda Hér er um að ræða könnun sem var lögð fyrir í mars og úr henni var síðan unnið og skýrsla skrifuð á haustönn. Skýrsluna er að finna á vef skólans.

7


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Könnunin var, að nokkru leyti, endurtekning á hluta könnunar með sama heiti sem lögð var fyrir nemendur vorið 2004 og á pappírsformi. Spurningar voru miklu færri þessu sinni auk þess sem þær vor uppfærðar í samræmi við breytingar á umhverfi nemenda. Ýmis atriði koma til athugunar í skýrslunni og hér verður lítillega tæpt á nokkrum þeirra, en að öðru leyti er vísað í skýrsluna sjálfa. a. 60% nemenda stunda heimanám sem nemur 3 klst eða minna í viku að jafnaði. Hvort þetta er viðunandi skal ekki dæmt um, en skýrslan verður rædd á kennarafundi og þar reynt að skoða samræmið milli þess sem kennarar gera ráð fyrir og nemendur síðan framkvæma. Ekki verður undan því litið, að verkefnavinna hefur farið vaxandi með auknum hlut símats í námsmati og því má ætla að heimavinna vaxi frekar en hitt, en einnig er til þess að líta, að vel kann að vera að slík vinna færist æ meir inn í kennslustundir. b. Langflestir nemendur (rúm 90%) eru mjög eða frekar ánægðir með svefnfrið á heimavistum, sem telst jákvætt. c. Helmingur nemenda vinnur ekki með náminu, en 19% segjast vinna meira en 20 klst. á mánuði, af þeim eru 5 sem segjast vinna meira en 50 klst á mánuði. d. Spurt var um viðhorf nemenda til uppsetningar öryggismyndavéla á tilteknum stöðum í og við húsnæði skólans. Ekki var nú gert ráð fyrir jákvæðum viðbrögðum við tillögum um uppsetning á göngum heimavistar, en þar sem spurt var um myndavélar utan dyra og í anddyri reyndust 30% vera mjög eða frekar andvíg, en aðrir mjög eða frekar hlynntir, eða þá tóku ekki afstöðu. e. Spurt var um tölvunotkun (aðra en þá sem tengist náminu). Það má með réttu segja, að spurningar af þessu tagi séu ekki til mikils nema til að fá einhverja mynd af stöðunni á hverjum tíma. Tölvutæknin, í hvaða formi sem er skipar afar stóran sess meðal fólks, ekki síst á þeim aldri sem hér um ræðir. Svörin komu svo sem ekkert á óvart, en rúmlega 70% kváðust nota tölvu í þessu skyni í 2 klst eða meira á hverjum degi. Fjórðungur þeirra nefndi 6 klst eða meira. Það sem etv. kom á óvart í niðurstöðunum var að stúlkur eru ekki eftirbátar pilta í tölvunotkun, en vissulega kann notkun kynjanna að vera mismunandi að innihaldi. f. Spurt var hvort íbúar á heimavist læstu herbergjum sínum, en slíkt er brýnt fyrir þeim á hverju ári. 55% nemenda segja sjaldan eða aldrei gera það – þar að auki 20% sem læsa stundum. 15% læsa alltaf. Vissulega eiga nemendur að geta litið á heimavistina og herbergi sitt sem heimili sitt að ýmsu leyti, en eðlilega er margt sem þar greinir á milli. Rökin fyrir að læsa herbergum eru nokkuð augljós, en auðvitað má velta fyrir sér að lyklanotkun sé hamlandi þáttur. Það kom í ljós að tæplega 40 nemendur af þeim 113 sem þátt tóku töldu hafa verið stolið frá sér veturinn 2012-13. Vissulega var í flestum tilvikum um lítil verðmæti að ræða. Sem fyrr segir er vísað til skýrslunnar sjálfrar, að öðru leyti. Framhaldsskólapúlsinn og könnun Rannsókna & greiningar Í nóvember var lögð fyrir nemendur umfangsmikil könnun sem tók til þátta eins og vellíðunar, hamingju, sjálfsálits, stjórnar á eigin lífi, þunglyndi, kvíða, athyglisbrests, líkamsmyndar, megrunarþráhyggju, megrunar, lotugræðgi, steranotkunar, svefnleysis, ástæðna svefnleysis, skólabrags, samsömunar við nemendahópsins, stuðnings kennara, og virkrar þátttöku nemenda í tímum. Niðurstöðurnar hafa ekki verið kynntar öllum hagsmunaaðilum innan skólans og því ekki efni til að fjalla um niðurstöðurnar að svo stöddu. Í nóvember var einnig lögð fyrir könnun Rannsókna og greiningar um haag og líðan framhaldsskólanema. „Ungt fólk 2013“. Niðurstöður úr henni liggja ekki fyrir.

8


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Brotthvarf úr skóla Eins og áður hefur verið fjallað um í skýrslum skólans, teljum við að brotthvarf úr einhverjum skóla þurfi ekki endilega að vera eitthvað neikvætt, heldur getur það jafnvel verið hreint ágætt fyrir viðkomandi nemanda/nemendur. Það er hinsvegar mikilvægt að skólinn haldi saman, með formlegum hætti, upplýsingum um ástæður brotthvarfs. Í skólanum hafa slíkar upplýsingar legið fyrir, þó svo þær hafi til þessa ekki verið birtar sem hluti af skýrslum eða samantektum á starfi skólans, enda er utanumhald með nemendum í svo þéttu samfélagi, harla auðvelt. Frá haustönn 2012 er allt brotthvarf nemenda hinsvegar skráð formlega og ástæður flokkaðar í samræmi við gátlista frá Mmrn. Undanfarin 5 ár hefur brotthvarfið á sérhverju skólaári verið með þessum hætti: 2009-10 – 5 nem. 2010-11 – 4 nem 2011-12 – 3 nem 2012-13 – 17 nem 2013-14 – 8 nem (haust) Brotthvarf milli skólaára (vors og hausts) hefur verið með þessum hætti undanfarin þrjú ár. 2008 – 2 nem 2009 – 10 nem 2010 – 1 nem 2011 – 18 nem 2012 – 5 nem 2013 – 3 nem

Nám og skólasókn Árið 2013 var gerð umtalsverð breyting á skólasóknarreglum sem óhjákvæmilega veldur því að samanburður á skólasókn milli hausts 2012 (1.-4. tímabil) og hausts 2013 getur ekki verið fyllilega áreiðanlegur. Breytingin sem gerð var fólst í því að í stað þess að fyrsti dagur veikinda eða leyfa væri ávallt skráður sem fjarvist, teljast nemendur nú veikir eða í leyfi frá fyrsta degi.

Hlutfall fjarvista pilta og stúlkna 1.-4. tb. 2013

Hlutfall fjarvista pilta og stúlkna 1.-4. tb. 2012 10

11,9

hlutfall

Hlutfall

8 6 4

9,1 5,6

2 0

2,8

Heildar F %

Nettó F %

Piltar

8,27

6,26

Stúlkur

5,48

3,56

Heildar F %

Nettó F %

piltar

11,9

5,6

stúlkur

9,1

2,8

Tafla 10

Tafla 10 sýnir samanburð á fjarvistum kynjanna eftir haustönn 2012 og 2013. Hlutfallslegur munur helst svipaður, en það á heildina virðist sem heildarfjarvistir hafi versnað um 3,6% hjá báðum kynjum og það kann að skýrast að einhverju leyti af breyttum reglum og því verður ekki dregin af því ályktun hér.

9


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Hlutfall fjarvista bekkja 1.-4. tb. 2012

15 10

hlutfall

hlutfall

10 8 6 4 2 0

Hlutfall fjarvista bekkja 1.-4. tb. 2013

5 0

1N

2F

2N

3F

3N

4F

4N

Heildar F % 8,1 5,8 13,5 11,8 12,2 12,7 11,3 7,9

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

Net. F %

Heildar F% 5,71 4,4 8,1 8,2 8,2 3,6 8,4 7,9 Net F %

1F

2,2 0,6 5,5 4,4 6,5 6,5 5,6 2,9

3,9 2,9 6,5 5,2 5,2 2,1 7,4 6,1

Heildar F %

Net. F %

Tafla 11

Það fer auðvitað ekki á milli mála, þegar tafla 10 er skoðuð, að skólasókn pilta er slakari en stúlkna. Þessi munur getur auðvitað átt sér ýmsar skýringar. Það kemur einnig fram mikill munur milli bekkja í skólasókn, eins og tafla 11 sýnir ljóslega. Þrír bekkir skera sig nokkuð úr þegar nettó fjarvistir eru skoðaðar: 1. bekkur F og N og 4. bekkur N. Bekkirnir eru einnig bornir saman með því að reikna meðaleinkunn þeirra eftir önnina í 3ja eininga bóklegum áföngum (Tafla 12: haust 2012 og Tafla 13: haust 2013).

einkunn

Meðaltal einkunna í 3ja eininga bóklegum áföngum, eftir bekkjum og kynjum - haust 2012 10,0 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0

1F

1N

2F

2N

3F

3N

4F

4N

Allir

6,5

6,3

5,8

6,5

7,1

8,1

6,7

7,2

piltar

5,5

6,0

6,0

5,8

6,8

7,2

5,6

6,7

stúlkur

7,0

6,9

5,6

8,0

7,1

8,8

7,8

8,4

Tafla 12

Meðaleinkunnir eftir bekkjum og kynjum í 3 ein áföngum á haustannarprófum 2013 10 8 6 4

6,1

7,1

7,7

7,3 6,9 5,6

6,4

7,1

6,9 6,7

6,5

7,1 7,3

8

8,8

5,1

2 0 1F

1N

2F

2N

3F

piltar

stúlkur

Tafla 13 10

3N

4F

4N


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Haustið 2012 var munurinn milli kynja í þessum samanburði hærri en 1,0 í 5 af 8 bekkjum (1F, 2N, 3N, 4F, 4N) og í öllum bekkjum nema einum (2F) voru stúlkur hærri. Haustið 2013 voru stúlkur hærri sem nemur 1,0 eða meira í 3 bekkjum (1F, 2N, 3N) og í tveim bekkjum var meðaleinkunn pilta lítið eitt hærri (1N, 3F). Sérstaka athygli hlýtur að vekja munurinn á piltum og stúlkum í 3N að þessu leyfir, en hann nemur 2,0. Sem fyrr liggur ekki ljóst fyrir hversvegna þessi munur á kynjum og munur milli bekkja kemur fram. Munurinn milli bekkja kann að skýrast af misvel undirbúnum árgöngum sem koma í skólann eða mismikilli samstöðu/samkennd innan bekkjanna. Það virðist svo sem kynjamunurinn fari minnkandi í flestum bekkjanna.

Heimavistir og félagslíf Hér ofar er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum í könnun á aðbúnaði og aðstöðu á heimavistum skólans, sem var lögð fyrir nemendur í mars. Vísað er til þess sem um þetta segir hér fyrir ofan og til skýrslunnar, sem er að finna á vef skólans.

Foreldrastarf Foreldrafélag skólans (FOMEL) var stofnað 14. apríl, 2011. Síðan þá hefur félagið stigið mikilvæg skerf í samstarfi við skólann, um ýmislegt það sem telst koma nemendunum/unglingunum til góða. Samstarf skólans og foreldraráðs hefur verið með ágætum enda hefur valist til setu í foreldraráði fólk sem geymir í huga sér minninguna um hvernig það var að vera ungur.

4 Nám og kennsla Námsbrautir Nemendur stunduðu nám á tveim námsbrautum til stúdentsprófs, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut. Skólinn var í ákveðinni biðstöðu varðandi fyrirhugaðar breytingar á grundvelli nýrra laga um framhaldsskóla, ekki síst vegna stöðnunar í kjaramálum kennara og óvissu um hvernig þeim málum reiðir af almennt. Á árinu fékkst vilyrði fyrir styrk til þessa mikla verks og á haustönn hófst undirbúningur, meðal annars undirbúin heimsókn í framhaldsskóla þar sem 3ja ára nám til stúdentsprófs hefur verið í boði í allnokkur ár.

Menntun kennara Á vorönn höfðu allir kennarar skólans, utan þrír, tilskilin réttindi. Tveir þessara kennara kenndu valgreinar og einn leysti kennara af til einnar annar. 9 voru með meistarapróf, 7 með 120 ein háskólapróf (m.v. gamlar einingar), 4 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd). Á haustönn voru 4 kennaranna ekki með kennsluréttindi: 2 valgreinakennarar og tveir kennarar í afleysingum. 6 voru með meistarapróf, 7 með 120 ein háskólapróf og 3 með fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd).

Fjöldi, starfshlutfall, starfsaldur og kyn kennara 10 kennarar voru í fullu starfi við skólann á vorönn, og 8 á haustönn. Í töflu 14 má sjá hvernig kennsluhlutfalli var háttað. Þar eru aðeins þeir starfsmenn tilgreindir sem unnu að einhverjum hluta við kennslu.

Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Fjöldi vor 13

kk kvk

10 3 7 20

6 1 1 8

4 2 6 12

Fjöldi haust 13

8 4 5 17

kk kvk

7 1 1 9

1 3 4 8

Tafla 14

Á haustönninni voru karlar fleiri en konur við kennslu og má leita nokkuð langt eftir að slíkt hafi gerst. Á sama tíma vekur það auðvitað athygli að 7 af 8 starfsmönnum í 80-100% starfi voru karlar. Tafla 15 tilgreinir starfsaldur þeirra starfsmanna sem unnu við kennslu, stjórnun, námsráðgjöf eða verkefnisstjórnun. 11


Menntaskólinn að Laugarvatni

Starfsaldur >15 ár

10-14 ár 5-9 ár 0-4 ár

Skólaskýrsla 2013

Fjöldi vor 13 7 1 7 7

Fjöldi haust 13 8 0 4 7

Tafla 15

Það má segja að það sé ánægjulegt að sjá hve stór hluti kennara er með styttri starfsaldur en 10 ár. Við skólann virðist komin skemmtileg blanda gamalla jaska og ungra, og væntanlega, ferskra kennara.

Aðbúnaður kennara Í skólanum er vinnuaðstaða fyrir 12 kennara á svokölluðum kennaragangi, hver með sitt skrifborð og með aðgang að sinni tölvu svo og ljósritunaraðstöðu. Tveir kennarar hafa svo aðstöðu á skrifstofum sínum annars staðar, enda sinna þeir einnig störfum námsráðgjafa og stjórnanda. Kennarar eiga kost á máltíðum í mötuneyti með þeim kjörum að þeir greiða fyrir hráefni. Að jafnaði snæða 10-12 kennarar í mötuneytinu í hádegi. Færri nýta sér aðrar máltíðir dagsins.

Þróun kennsluhátta og námsmat Með því að kennarahópurinn hefur verið að yngjast undanfarin ár og kynjahlutföll að breytast hafa kennsluhættir smám saman verið að taka breytingum og þá helst í átt til aukinnar verkefnavinnu sem birtist síðan í minni áherslu á lokapróf. Það hefur nú löngum verið haft á orði, að allt sé gott í hófi og að sígandi lukka sé best. Það á ef til vill einnig við þegar kemur að þessum þáttum. Með breytingum á námsmatsaðferðum þarf að koma tiltekin undirbygging, sem felst aðallega í því að það liggi fyrir í upphafi vegferðar hvað leið verður farin, þó svo markið sem stefnt er að sé ákveðið. Aukin áhersla á símat og verkefnamiðað nám er án efa af hinu góða, og getur komið betur til móts við kröfur og þarfir í nútímanum, en þessir þætti mega aldrei verða að klisjum – einhverju sem klifað er á þangað til það verður merkingarlaust: innihaldið verði ekki aðalatriðið heldur umbúðirnar. Aukin áhersla á þessa þætti hlýtur að kalla á enn vandaðri lýsingu og ígrundun á náminu/námsferlinu en ef um væri að ræða stórt lokapróf.

Átaksverkefni Skólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og er með kennara sem verkefnastjóra er heldur utan um það ásamt umhverfisnefnd skólans. Allt er þar í góðum farvegi og verður úttekt á stöðu skólans í verkefninu á vormánuðum 2013. Eins er skólinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og er þar með kennara/námsráðgjafa sem verkefnastjóra sem er með stýrihóp verkefnisins sér til fulltyngis. Hreyfingarhluta verkefnsins lauk vorið 2013. Við tók sérstök áhersla á geðrækt á haustmánuðum 2013 og verður út veturinn, þó það haldi að sjálfsögðu áfram. Í tengslum við næringarhluta þessa verkefnis (2011-2012) átti sér stað heilmikil umræða um mötuneyti skólans og á haustmánuðum komu tveir fulltrúar frá landlæknisembættinu á Laugarvatn til skrafs og ráðagerða. Þeir funduðu með bryta, fulltrúum nemenda og stýrihóp verkefnisins. Í framhaldi að þeirri umræðu sem þarna fór fram var ákveðið að geta úttekt á mötuneytinu og ráða til þess óháðan aðila. Sú úttekt er fyrirhuguð á vorönn 2014.

Erlend samskiptaverkefni Á fyrri hluta ársins 2012 var settur af stað undirbúningur fyrir nemendaskiptaverkefni í samvinnu við menntaskóla í Tarm á vestanverðu Jótlandi. Til verkefnisins fékkst styrkur frá NordPlus. Þátttakendur af hálfu ML eru nemendur sem nú eru í 3. bekk náttúrufræðibrautar, en tveir kennarar, annar er náttúrufræðakennari og hinn enskukennari unnu að undirbúningnum. Á haustmánuðum það ár kom nemendahópur frá danska skólanum og með því hófust samskiptin á tilteknum líffræðiverkefnum. Enskukennarinn var þá barnshafandi og því varð úr, að aðstoðarskólameistari, sem einnig er enskukennari, hljóp í skarðið og fylgdi hópnum, ásamt líffræðikennaranum og húsfreyju á heimavist, til Danmerkur í apríl 2013. Samskiptmál hópanna er enska.

12


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

5 Stjórnun Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna Öll störf hafa skilgreint verk- og ábyrgðarsvið, annað hvort í reglugerðum s.s. fyrir stjórnendur, náms- og starfsráðgjafa, bókasafns- og upplýsingafræðing og kennara eða með starfslýsingum sem mótaðar hafa verið. Þar er um að ræða skólaritara/fulltrúa, húsbónda, húsfreyju, vistarvörð, umsjónarmann fasteigna, forvarnarfulltrúa og verkefnastjóra. Ræstitæknar eru á tímamældri ákvæðisvinnu og starfsfólk í þvottahúsi og mötuneyti sem og gjaldkeri/bókari mötuneytisins er starfsfólk Mötuneytis ML sem er sjálfseignarstofnun. Starfslýsing þeirra er í kjarasamningum. Nefna má að umsjónarmaður fasteigna er jafnframt húsbóndi á heimavist og forvarnarfulltrúi. Verkferlar og hlutverk eru tíunduð í starfsmannahandbók.

Stjórnunarkönnun Í desember var lögð stjórnunarkönnun fyrir starfsfólk skólans. Skýrslu um könnunina er að finna á vef skólans: http://ml.is/index.php/skolinn/nefndir-og-rae/sjalfsmatsnefnd Lokaorð skýrslunnar eru þessi: Ef bornar eru saman niðurstöður þessarar könnunar og þeirrar sem var lögð fyrir árið 2006 kemur í grófum dráttum í ljós að viðhorf starfsmanna til flestra þeirra þátta sem teknir eru fyrir í könnuninni fá jákvæðari niðurstöðu og í því ljósi verður að líta svo á að talsvert mikið hafi áunnist í stjórnun skólans á þeim 7 árum sem liðin eru. Að öðru leyti vísast til skýrslunnar sjálfrar. Mat á skólastarfi Í sjálfsmatsnefnd eiga sæti, sem fyrr, fimm, auk aðstoðarskólameistara, sem er formaður nefndarinnar. Þetta eru 2 fltr. nemenda, 1 fltr. kennara, 1 fltr annars starfsfólks og 1 fltr. foreldra. Sjálfsmatsáætlun fyrir 2011-2013 gerir ráð fyrir föstum liðum, svo sem verið hefur: Áfangamati á haustönn og vorönn og könnun meðal 5 ára stúdenta í maí. Að öðru leyti var gert ráð fyrir eftirfarandi á árinu: 1. Aðbúnaður og aðstaða - könnun 2. Skýrsla um sjálfsmat 2012 3. Árleg könnun meðal 5 ára stúdenta 4. Úrvinnslu á könnun á aðbúnaði og aðstöðu lokið og skýrsla skrifuð. Til viðbótar við þessa þætti var lögð Stjórnunarkönnun fyrir starfsfólk í desember og skólinn tók þátt í Framhaldsskólapúlsinum í nóvember og könnun Rannsókna og greiningar í nóvember.

Framkvæmd áætlunarinnar á árinu var sem hér segir:

1. Aðbúnaður og aðstaða – könnun. Könnunin var lögð fyrir nemendur á vorönn og úrvinnslu lauk á haustönn. Vísað er í skýrslu um þessa könnun hér: http://ml.is/index.php/skolinn/nefndir-og-rae/sjalfsmatsnefnd 2.Skýrsla um sjálfsmat 2012 var unnin og birt á vef skólans á sömu slóð. 3.Þessi könnun var lögð fyrir, en unnin er samantekt á 5 ára fresti, þó vissulega séu niðurstöður til umfjöllunar. 4.Sjá lið 1 Stjórnunarkönnun var lögð fyrir starfsfólk í desember og skýrsla skrifuð í janúar. Skýrslan kynnt hagsmunaaðilum og birt á vef skólans. Framhaldsskólapúlsinn. 92% nemenda skólans tóku þátt í þessari rafrænu könnun. Skrifuð hefur verið samantekt úr könnuninni, en sú samantekt verður ekki birt fyrr en niðurstöðu hafa verið birtar hagsmunaaðilum. Unnin var samantekt á niðurstöðum skólasóknar á haustönn og einkunna í 3ja eininga áföngum haustannar. Þar voru bornir saman bekkir og kyn. Samantektina er að finna á vef skólans. Fyrir utan þessar samantektir var fram haldið að skrá inn upplýsingar sem lúta að aðsókn, brottfalli, kynjaskiptingu, brautaskiptingu og ýmsu öðru sem er reglulega uppfært. 13


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Staða markmiða í viðauka við skólasamning fyrir arin 2013-2015 6 Markmið Nemendur Meginmarkmið: Að nemendum líði vel í skólanum Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2013 Efla félagslífið í samstarfi við Mími með því Ekki hefur verið unnið markvisst að þessu stefna að því að taka inn tvo nýja þætti á enn. skólaárinu 2013-2014. Minnka kynjamun í skólasókn og mætingu úr Kynjamunur í skólasókn var 1,8% við lok 2,8% (haust 2012) í 1,8% á skólaárunum 2013- haustannar 2013 2015. Halda brotthvarfi á sömu slóðum og milli Brotthvarf milli skólaáranna 2012-13 og skólaáranna 2011-12 og 2012-13. 2013-14 var 3 nemendur Skrá ástæður brottfalls með markvissum hætti Ástæður brotthvarfs eru skráðar og byrja skráningu á vorönn 2013. kerfisbundið og í þeirri skrá kemur fram kyn, fæðingarár, bekkur, helstu ástæður og dagsetning brotthvarfs. Niðurstöðum er skilað til ráðuneytis þegar eftir er leitað. Endurskoða reglur um skólasókn á vorönn Endurskoðaðar reglur tóku gildi frá byrjun 2013 með það að markmiði að þær skapi haustannar. Meginmarkmiðið með skýrari ramma um ástundun nemenda. breytingunum var að einfalda utanumhald og skráningu. Breytingin fólst í því að fyrsti veikindadagur, eða fyrsti dagur leyfis eru nú skráðir sem leyfi eða veikindi, en ekki sem fjarvist. Á móti var fellt niður ákvæði um að eftir 3ja vikna tímabil án fjarvista fengju nemendur niðurfelld 8 fjarvistastig. Skólasóknarreglur eru áfram til umræðu, ekki síst í ljósi reynslunnar af breytingunum frá því s.l. haust.

Nám og kennsla Meginmarkmið: Auka hlutfall nemenda sem standast alla þá áfanga sem þeir stunda nám í úr 78,7% á haustönn 2012 í 90% á haustönn 2015. Ekki hefur verið tekið saman hvert hlutfall staðinna áfanga var eftir haustannarpróf 2013 Deilimarkmið: Gera úttekt á samningstímanum á breytingum á námsmatsaðferðum undanfarin ár með það að markmiði að meta áhrifin á námsárangur nemenda.

Staða í lok ársins 2013 Þessi úttekt hefur ekki farið fram.

14


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Að hlutfall nemenda sem eru mjög ánægðir Ekki hefur farið fram markviss mæling á eða ánægðir með kennsluna fari úr 86% í 90% þessu. á á næstu þremur árum. Að styðja við nemendur sem eru með annað Móttökuáætlunin er í fullu gildi. móðurmál en íslensku í samræmi við móttökuáætlun í grein 1.5.2 Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku í skólanámskrá, á samningstímanum. Að styðja áfram, svo sem kostur er, við Á bls. 7 í þessari skýrslu er garð grein fyrir nemendur sem eiga í vanda með einstakar þessum þætti. námsgreinar á samningstímanum. Meginmarkmið: Að nemendur verði teknir inn á námsbrautir í samræmi við aðalnámskrá 2011 frá hausti 2015. Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2013 Endurskoða brautaframboð og brautalýsingar á Ekki gekk þetta eftir, en unnið er að því að vorönn 2013. þessi vinna hefjist á vorönn 2014 Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Gekk ekki eftir námskrárgrunn á haustönn 2013. Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Frestast. námskrárgrunn á vorönn 2014. Setja allar brautalýsingar í námskrárgrunn á Ekki komið að þessu skólaárinu 2014-2015. Stjórnun Meginmarkmið: Að stjórnun sé lýðræðisleg. Deilimarkmið: Virkja kennara á samningstímanum til stefnumótunar um brauta- og áfangaframboð í samræmi við aðalnámskrá 2011. Fá umræðu og tillögur frá kennurum, starfsfólki og forráðamönnum um reglur um skólasókn í tengslum við endurskoðun reglanna á vorönn 2013.

Staða í lok ársins 2013 Vinnan að þessu hefur verið í biðstöðu.

Umræður fóru fram meðal kennara og starfsfólks sem hafa með skólasókn að gera og reglurnar voru endurskoðaðar.

Meginmarkmið: Að líðan starfsmanna og ánægja í starfi sé góð. Deilimarkmið: Gera starfsmannaviðtöl að föstum lið í starfi stjórnenda frá og með haustönn 2013. Gera starfendarannsóknir að reglubundum þætti í starfi kennara og að 50% kennara stundi starfendarannsóknir við upphaf skólaárs 2014-2015.

Staða í lok ársins 2013 Stjórnendur hafa skipulagt starfsmannasamtöl á vorönn 2014 Starfendarannsóknir hafa ekki fest sig í sessi sem reglubundinn þáttur í starfi kennara. Þar kemur margt til.

15


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Fá sérfræðing til að gera úttekt á vinnuaðstæðum á haustönn 2014 með það að markmiði að bæta aðstæðurnar. Að 50% starfsmanna sæki sér endur- og/eða símenntun sem nýtist í starfi á hverri önn, frá og með haustönn 2013.

-

Fjöldi starfsmanna ástundaði símenntun eða var í viðbótarnámi, en ekki herfur fraið fram samantekt á hlutfalli þeirra.

Meginmarkmið: Innleiða Office365, í samstarfi við TRS, í flesta þætti skólastarfs á samningstímanum. Unnið er að þessu m.a. með námskeiðum fyrir starfsmenn og nemendur.

Rekstur Meginmarkmið: Að rekstur sé innan fjárlaga á árunum 2013-2015.

Samstarf og tengsl Meginmarkmið: Viðhalda og koma á reglubundnu samstarfi við ákveðna aðila Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2013 Semja um ML tíma í íþróttahúsinu á Gengur eftir Laugarvatni frá Háskóla Íslands svo sem verið hefur. Halda áfram á sömu braut með upplýsinga- og Gengur eftir fræðslufundi fyrir foreldra, á hverju skólaári, í samstarfi við foreldraráð. Halda áfram árlegum kynningum á skólanum í Gengur eftir grunnskólum á Suðurlandi og bjóða þeim á árlegan kynningardag. Senda á hverju vori, svo sem verið hefur, Gengur eftir könnun til 5 ára stúdenta frá skólanum.

6 Stjórnunarhættir Sömu einstaklingar hafa leitt það starf sem unnið er í skólanum, um alllanga hríð, eða frá því í kringum aldamót. Stjórnunarkönnun var lögð fyrir starfsmenn í desember og skýrslu um hana er að finna á vef skólans: http://ml.is/index.php/skolinn/nefndir-og-rae/sjalfsmatsnefnd Stjórnendur skólans eru tveir í 100% starfshlutfalli hvor. Auk þeirra gegna stjórnunarstörfum umsjónarmaður fasteigna sem er jafnframt húsbóndi á heimavistum, og bryti.

7 Samstarf Laugarvatn, sveitarfélög, menntastofnanir Skólinn á ávallt í talsverðum samskiptum við ýmsa aðila, hvort sem er á Laugarvatni, í Bláskógabyggð eða 16


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

Suðurlandi, að öðru leyti. Farið er í kynningarferðir í grunnskóla á Suðurlandi, skólameistari tekur þátt í fundum vegna skólamála á Suðurlandi s.s. vegna sóknaráætlunar, fundir hafa verið með skólastjórum grunnskóla á Suðurlandi o.s.frv. Samstarf við aðrar menntastofnanir á framhaldsskólastigi og háskólastigi er mikil á vettvangi Félags íslenskra framhaldsskóla, FÍF, og Skólameistarafélagi Íslands, SMÍ.

Íþróttamál Nemendur skólans sækja íþróttatíma samkvæmt stundaskrá, í íþróttahús Íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands. Þar fyrir utan greiðir skólinn fyrir frjálsa íþróttatíma sem nemendafélagið Mímir sér um að skipuleggja. Stjórnendur ML hafa hvatt til þess að Íþróttafræðasetur HÍ „nýti“ sér nálægð sína við skólann s.s. vegna rannsóknartengdra verkefna. Lengi hefur það tíðkast að nokkrir nemendur ÍHÍ hverju sinni stundi vettvangsnám við ML.

8 Sérverkefni Rekstur heimavistar er sérverkefni skólans samkvæmt skólasamningi. Mikil áhersla er lögð á skipulag, skýrleika reglna, eftirfylgni og jákvæðan aga í heimavistarmálum. Aðbúnaður á heimavistum er í framfaraátt og er stefnt að því að ljúka við framkvæmdir þær sem voru á áætlun vegna heimavista í vor. Störf vistarfólks sem eftirlitsaðila, félaga og stuðningsaðila eru afar mikilvæg og ómetanleg. Nú eru þar starfandi þrír starfsmenn í 2,25 stöðugildum. Nefna má það sem sérverkefni að vera með lögblindan nemanda innanborðs. Næsta haust er von á öðrum lögblindum einstaklingi og einum nemanda bundinn við hjólastól. Það kallar á aukna vinnu, aukið utanumhald, aukið samstarf vegna teymisfunda, aukið álag á starfsfólk og svo má áfram telja. Undirritaðir eiga eftir að meta það hvort þörf verður á auknu starfshlutfalli vegna aðstoðar við nemendur. Mikilvægt er að skilningur vegna þessa sé fyrir hendi hjá ráðuneyti, að þó ekki sé skilgreind sérdeild, kallar skóli án aðgreiningar, sem ML er klárlega, á aukinn mannafla umfram norm eða einhver skúffuviðmið!

9 Fjármögnun Rekstur og laun Vísað er einnig í skólaskýrslur liðinna ára vegna þessa liðar. Á árinu 2013 tókst að reka skólann skv. áætlun með miklu aðhaldi. Skólinn skilaði þó nokkrum afgangi sem þakka má því að hann fékk aukin nemendaígildi bætt að fullu, ella hefði verið gengið alveg á fyrri inneign skólans. Sú innistæða sem myndast hefur nú er skólanum nauðsynleg vegna ársins 2014 þar sem haldið hefur verið mjög aftur af öllu vegna sparnaðar s.s. eignakaupum. Þar hefur myndast gífurleg þörf sem verður að taka á á árinu 2014. Eins verður kostnaður vegna vistarmála nokkrum milljónum hærri en venja er þar sem framkvæmdir eru í gangi á einni heimavistarálmunni og þurfti að koma 20 nemendum fyrir í leiguíbúðum í þorpinu á meðan á þeim framkvæmdum stendur á vorönn 2014. Leiga nemenda er ekki nema um þriðjungur af þeim kostnaði sem skólinn þarf að bera. Það verður að segjast að álag á starfsmenn hefur aukist mjög, svo að undirritaðir hafa af því verulegar áhyggjur. Auknar kröfur til skólans frá samfélagi, ráðuneytum og nemendum kalla á aukinn mannskap, menntaðan til þeirra verka. Nemendafjöldinn á haustönn 2013 var 171 en áætlun gerir ráð fyrir að hann verði 178 næsta haust. Forsenda stöðugleika í fjölda nemenda er, að námsleg staða þeirra sem í skólann sækja sé viðunandi. Skólinn mun áfram vera bóknámsmenntaskóli með bekkjarkerfi og það markmið að búa nemendur sem best undir framhaldsnám hverskonar, háskólanám og sérskólanám herlendis sem erlendis. Því er það enn sem fyrr og verður aðalsmerki skólans í framtíðinni að vera með eðlilega kröfumikið nám til að ná því markmiði, en um leið eins fjölþætt og hann ræður við innan þess fjárhagsramma sem honum er skapaður. Skólinn er fyrst og

17


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

fremst bóknámsskóli með hátt þjónustustig. Unnið er að styttingu náms til stúdentsprófs en forsenda þess er að losað verði um vinnutímaskilgreiningu vegna kennslu- og prófadaga.

Viðhald húsnæðis Engar stórframkvæmdir voru á húsnæði skólans eða í því á árinu 2013 þar sem allt framkvæmdarfé ársins á fjárlögum var lagt til hliðar til síðari framkvæmda. Þær eru hafnar nú á vorönn 2014 á einni heimavistarálmu skólans, álmu II á Nös. Mörgu er lokið en margt er eftir við endurnýjun á skólahúsnæðinu og einnig á heimavistum og umhverfi. Skipta þarf út í kennslustofum ónýtum tússtöflum sem eru frá því upp úr 1980. Sturtuklefar á Nös eru að gefa sig, þeir þarfnast endurnýjunar. Svona mætti lengi telja. Gömul hús þarfnast stöðugs viðhalds og endurnýjunar. Eftir er að endurnýja félagsaðstöðu nemenda í N-stofu svo og að endurnýja rennihurðarvegg þar. Endurnýja þarf svonefndan kennaragang, gamla heimavist í skólahúsinu sem nýtt er sem vinnuaðstaða, skrifstofur, geymslur, ljósritun, kennarastofa o.fl. Leggja þarf upphitaðan göngustíg milli gamla Héraðsskólans og aðalbyggingar Menntaskólans og með því ljúka við það sem komið er við endurbætur héraðsskólahússins. Það þarf að leggja slitlag á bílastæði ofan við Garð, endurnýja hellulagðan göngustíg milli Nasar og Kasar og endurnýja, endurhanna og stækka bílastæði við heimavistarhúsin Nös og Kös. Þá er orðið aðkallandi að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi í kringum húsnæði skólans með öryggissjónarmið í huga. Í framhaldi af nýju hlutverki héraðsskólahússins hefur menntaskólinn losað tvær íbúðir nú á vorönn 2014 og mun losa þá þriðju og síðustu að ári, vorið 2015. Þessi missir skólans á starfsmannaíbúðum mun skapa mikinn vanda sem þarf að leysa. Eins þarf að leysa aukna þörf skólans fyrir vistarrými. Þörf er á auknu heimavistar-, kennslu- og félagsrými vegna þrengsla en skólinn hefur verið fullsetinn og rúmlega það mörg undanfarin ár.

10 Lokaorð Í skýrslum undanfarinna ára hefur verið fjallað ítarlega um flesta þætti skólastarfsins og á síðasta ári lauk ítarlegri úttekt á starfsemi skólans, en hún var unnin fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Skýrsluna er að finna á vef ráðuneytisins. Skólinn sendi í kjölfarið frá sér viðbrögð við úttektarskýrslunni og þau er að finna á vef skólans á þessari slóð: http://ml.is/index.php/skolinn/skyrslur-og-fundargereir Þær skýrslur og úttektir sem unnar hafa verið undanfarin ár benda eindregið til þess, að í flestu sé skólinn að standa sig eðlilega miðað við þau viðmið sem sett eru: nemendur reynast sáttir að stærstum hluta, foreldrar virðast sáttir, starfsfólkið tjáir sig að mestu sátt, úttektaraðilar Mmrn virðast sáttir. Mikilvægi þess að fylgjast með því að starfsemi skólans sé með eðlilegum hætti og helst nokkuð umfram það, verður ekki dregið í efa. Nemendafjöldinn undanfarin ár hefur verið nokkuð stöðugur, en hér eiga leið um um það bil 170 unglingar á hverju skólaári. Þó nemendafjöldinn sé ekki ekki meiri en raun ber vitni, þá er það starf sem fram fer feikilega umfangsmikið og til margra þátta er að líta. Við höfum, á undanförnum árum, kannað og gert úttektir og skýrslur. Niðurstöðurnar haf bent til þess að hér sé staðan góð, þegar á heildina er litið. Hinsvegar

18


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2013

er því ekki að leyna, að það leitar á hugann hvort sú vinna sem þessu fylgir sé að öllu leyti réttlætanleg. Í lokaorðum skýrslu um sjálfsmat fyrir 2012 segir svo:

Þessi lokaorð eru ítrekuð hér. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti.

Að lokum má nefna að húsnæðismál skólans eru ávallt til umræðu. Endurnýjun húsbúnaðar og viðhald húsnæðisins að öðru leyti er stöðugt baráttumál. Gott viðhald og hlýlegt umhverfi skiptir afar miklu í skólastarfi og því mikilvægt að sinna þeim þáttum af kostgæfni í samræmi við áætlanir þar um. Í þessu efni má ekki láta staðar numið. Laugarvatni 17. febrúar, 2014.

Halldór Páll Halldórsson skólameistari

Páll M. Skúlason aðstoðarskólameistari

19

Skólaskýrsla 2013  
Skólaskýrsla 2013  
Advertisement