Page 1

SKÝRSLA UM SJÁLFSMAT Í MENNTASKÓLANUM AÐ LAUGARVATNI, ÁRIÐ 2010 OG Á VORÖNN 2011

PÁLL M. SKÚLASON, FORMAÐUR SJÁLFSMATSNEFNDAR.

október 2011


I. HLUTI – SJÁLFSMATSÁÆTLANIR OG YFIRLIT Á árinu 2010 var unnið að sjálfsmati í samræmi við sjálfsmatsáætlun fyrir árin 2009-2011, en hún er þessi fyrir þetta ár: Vorönn 2010

Haustönn 2010

1. 2. 3. 4. 1. 2. 3.

Miðannarmat Kennslumat Könnun meðal 5. ára stúdenta Úrvinnsla og skýrslugerð Miðannarmat Kennslumat Könnun meðal starfsfólks á starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l.

Þá var lokið við að endurskoða og móta áætlun um sjálfsmat til hausts 2013, en hún er þessi: Vorönn 2011

Haustönn 2011

Vorönn 2012

Haustönn 2012

1

1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3. Könnun meðal 5 ára stúdenta 4. Könnun meðal starfsfólks á starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l. 1 5. Samantekt á fjölda útskrifaðra stúdenta frá skólanum frá 1954-2010 2 6. Fjarvistahlutfall nemenda veturinn 2010-2011 3 7. Samantekt á þróun nemendafjölda 2001-2010 4 8. Skýrsla um sjálfsmat 2010 1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3. Lokið við skýrslu vegna 4. liðar vor 2011 4. Samantekt á fjarvistum kennara úr vinnu veturinn 2010-2011 1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3. Könnun meðal 5 ára stúdenta 4. Samantekt á þróun einkunna í íslensku, stærðfræði og ensku eftir áföngum 5 (grunnskólaeinkunn (Samræmt próf?) 103 og 403) 2005-2010 5. Skýrsla um sjálfsmat 2011 1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3 Undirbúningur fyrir könnun meðal nemenda á einhverjum þeirra þátta sem voru kannaðir 6 veturinn 2003-4

Listi liggur fyrir yfir alla stúdenta frá skólanum eftir árum og brautum allar götur frá 1954.

2

Fyrir liggur samantekt á nettó fjarvistastundum (búið að taka frá fjarvistir vegna lögmætra orsaka) fyrstu 5 tímabil skólaársins. Hef hugmyndir um að þessi úttekt verði gerð í lok hvers skólaárs. Samantektin felst í því að reikna meðalfjarvistir í hverjum bekk. 3

Þróun nemendafjöldans liggur fyrir fyrir síðustu 4 ár, verður fastur liður í uppgjöri hvers árs.

4

Skýrsla unnin á hverju ári.

5

Hér er um að ræða talsverða vinnu. Mæling liggi fyrir eftir hvert skólaár og yrði því ekki mikil vinna nema við fyrtu samantektina.


Vorönn 2013

Haustönn 2013

1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3. Úrvinnsla og skýrslugerð 4. Könnun meðal nemenda á þáttum sem áður voru kannaðir veturinn 2003-4 5. Könnun meðal 5 ára stúdenta 6. Skýrsla um sjálfsmat 2012 1. Miðannarmat 2. Kennslumat 3. Úrvinnsla og skýrsla vegna könnunar meðal nemenda vorið 2013.

Yfirlit Vinna sjálfsmatsnefndar á vorönn 2010 fólst að mestu í úrvinnslu á könnunum meðal nemenda og starfsfólks á þjónustu mötuneytis og bókasafns. Skýrslu um kannanirnar var lokið á haustönn og þær hafa verið birtar á vef skólans. Á haustönn fór fram endurskoðun á sjálfsmatsáætlun fyrir 2011 og gerð áætlun til hausts 2013. Samkvæmt áætlun fyrir 2010 átti að leggja könnun fyrir starfsfólk, um starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l. á haustönn, en vegna knapps tíma var ákveðið að frest könnuninni til vors 2011.

Að öðru leyti var sjálfsmat framkvæmt í samræmi við áætlun fyrir árið 2010.

II. hluti Greinargerð og áætlun um úrbætur.

1. Skýrsla um þjónustu mötuneytis og bókasafns Úrvinnslu þessarar könnunar lauk á vorönn 2010 og skýrsla var skrifuð á haustönn 2010 og í framhaldi af því var hún birt á vef skólans (http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90 ) Hér er í rauninni um að ræða tvær kannanir sem voru lagðar fyrir nemendur annarsvegar og starfsfólk hinsvegar. Hvor könnun tók síðan á tveim mikilvægum þjónustuþáttum: mötuneyti og bókasafni. Hér verður tæpt á nokkrum atriðum sem talið er vert að skoða betur og leita úrbóta á eftir atvikum. a. Nemendur meta þjónustu mötuneytis. Lengi hafði verið kallað eftir því að gerð yrði könnun meðal nemenda á þjónustu mötuneytis, enda hefur umtal þeirra um matinn og ýmislegt annað, sem mötuneytinu viðkemur, gegnum árin verið fremur neikvætt en hitt. Sannarlega er ekki auðvelt að dansa þann línudans sem krafist er við rekstur á mötuneyti eins og því sem hér er um að ræða. Mötuneytið reiðir fram máltíðir 4 sinnum á dag fyrir um 160 unglinga/unga einstaklinga: morgunverð (sem er í líkingu við það sem kallast Continental

6

Veturinn 2003-4 var gerð viðamikil könnun meðal nemenda á ýmsum þáttum í umhverfi þeirra. Könnunin var gerð á pappír og úrvinnslan reyndist mjög tímafrek. Af henni lærðum við að taka fyrir afmarkaðri þætti í styttri könnunum. Ég held að kominn sé tími á að endurtaka þessa könnun í einhverri, sambærilegri mynd, en bara ákveðna þætti hennar. Sumt af því sem þarna var kannað hefur verið kannað aftur síðan og ástæða til að skoða samhengið þar á milli.


breakfast á hótelum), heitan mat í hádegi, miðdegiskaffi og kvöldverð, oftast heitan. Maturinn þarf að höfða til þeirra flestra og kostnaður verður að vera innan tiltekinna marka. Niðurstöður könnunarinnar komu að mörgu leyti ánægjulega á óvart: - stærstur hluti nemenda lýsti sig ánægðan með þá umgjörð er er viðhöfð í mötuneytinu. - mikil ánægja kom fram með morgunverðinn. - um 60% lýstu sig ánægða með hádegisverðinn - ríflega helmingur er ánægður eða frekar ánægður með aðrar máltíðir. Könnun var lögð fyrir nemendur á vorönn 2004 (Könnun á aðstöðu og aðbúnaði nemenda Menntaskólans að Laugarvatni – slóð: http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90 ), þar sem meðal annars var fjallað um ýmislegt sem lýtur að mötuneytinu. Spurt var um hvað nemendum fyndist um matinn: 8,4% töldu hann góðan, 31,8% svöruðu því að hann væri „ýmist“ en 59,8% töldu matinn vera „ekki góðan“. Auðvitað er ekki hægt að bera beint saman niðurstöður kannananna þar sem ekki var eins spurt, en ekki verður annað lesiðu út úr viðhorum, að að talsverð breyting hafi orði til batnaðar á viðhorfum. Sannarlega kom ýmislegt fram í könnuninni sem ástæða var til að staldra við og leita útbóta á eftir því sem ástæða þykir til: - 27% nemenda töldu sig ekki fá nægilega rúman tíma til að neyta miðdegiskaffis (hefst kl 15.20). Skýringu á þessu er líklegast að leita í því að í nokkrum tilvikum er tími, og þá yfirleitt síðasti tími dagsins, sem hefst kl 15.30 - 42% nemenda eru frekar ósammála þeirri staðhæfingu að samskipti þeirra við starfsfólk í mötuneytinu sé gott (58% eru sammála eða frekar sammála fullyrðingunni). Sem svar við opinni spurningu um hvað þeir telja mega betur fara í mötuneytinu, nefnir 21% nemenda viðmót starfsfólks. Í könnun sem gerð var meðal nemenda á vorönn 2004 kom fram varðandi þennan þátt, að 18,5 töldu viðmót starfsfólks vera gott, 75% töldu það vera misjafnt, en 6,5% slæmt. - 62% nemenda eru ósammála eða frekar ósammála því að fæðið sé nægilega fjölbreytt. Það má gera ráð fyrir því að umtalsverður hluti unglinga á þeim aldri sem hér um ræðir, sé ekki fyllilega sáttur við mötuneytismat, ekki síst þegar þeir hafa verið nemendur í skólanum í 2-3 ár. Matseðill hverrar viku verður vissulega töluvert fyrirsjáanlegur með tímanum og eins og eðlilegt er eldar og framreiðir hver matreiðslumaður matinn sem sínum hætti. Í opnum spurningum voru nemendur beðnir að nefna matartegundir sem þeir vildu minna af og meira af. Svörin dreifðust afar mikið, en flestir nefndu að þir vildu minna af fiski (25%), unnum kjötvörum (15%) eða grænmetisréttum (14%). - 57% nemenda skólans greiða ekkert sjálfir til mötuneytisins. Einungis 10% greiða allan kostnað sjálfir. Það er ekki ólíklegt að mörgum finnist þetta hið besta mál: foreldrum beri skylda til að ala önn fyrir börnum sínum til tvítugs, eða á meðan þeir eru í framhaldsskóla. Það má hins vegar draga í efa að hér sé um að ræða uppeldislega rétta stefnu. Það kemur fram í könnuninni, að einungis 22% nemenda virtust vita hver fæðiskostnaður var á dag. Tæp 60% töldu þennan kostnað vera á bilinu kr. 700-1200, meðan raunverulegur kostnaður er um kr. 1700. Annað sem hlýtur vað vekja til umhugsunar í tenglsum við þettar er, að 10% nemenda segjast sleppa úr einhverri máltíð daglega, og 44% einu sinni til þrisvar í viku. Í könnun frá vorönn 2004 kemur fram að tæp 23% segjast sleppa máltíð 0-4 sinnum í mánuði, um 30% 5-12 sinnum og um 31% 13-20 sinnum.

ÁÆTLUN UM ÚRBÆTUR Í framhaldi af því að forstöðumaður mötuneytis hefur fengið niðurstöður könnunarinnar í hendur, og þess, að skólinn tekur, frá og með hausti 2011, þátt í verkefninu Heilsueflandi frahaldsskóli, en fyrsta árið leggur einmitt áherslu á næringu, verður lögð fyrir önnur könnun um þjónustu mötuneytis á vorönn 2013. Þá er markið sett á það að ánægja með alla helstu þætti sem spurt var um í könnuninni 2009 hafi


aukist um 5-10%. Spurt er: Er það rétt hugsun, eða rétt uppeldisaðferð, að foreldrar telji það vera skyldu sína, að greiða allan kostnað sem til fellur vegna skólagöngu barna sinna, til tvítugs eða lengur? Niðurstaða skýrsluhöfundar er að sú hugsun sé í það minnsta vafasöm ef ekki röng röng og þá fyrst og fremst uppeldislega. Stór hluti nemenda skólans stundar sumarvinnu upp undir 3 mánuði á ári. Þar að auki eru þó nokkrir sem stunda aukavinnu um helgar og í lengri leyfum að vetri. Fyrir nokkrum árum (2007) var gerð könnun meðal nemenda skólans, en skýrsla um hanna er á vef skólans: Skýrsla um sjálfsmat, félagslíf nemenda, apríl 2007. Þarna var m.s. spurt um árstekjur nemenda árið 2006. 62% þeirra höfðu meira en kr. 350.000 í árstekjur. 36% hálfa milljón eða meira. Í sömu könnun kom fram, að 48% nemenda bera engan kostnað af dvölinni í skólanum (75% meinna en helming) – einungis 15% nemenda greiða allan kostnað. Það verður að viðurkennast, að þetta var árið 2007. Skýrsluhöfundur telur það vera mikilvægan þátt í uppeldi ungmenna að kenna þeim að það hefur kostnaði í för með sér að borða og sinna öðrum grunnþörfum. Á þessum mótunarárum (kannski þeim mestu sem einstaklingur gengur í gegnum) má telja mikilvægt að kenna ungmennum þetta með því að þau taki síaukinn þátt í þeim kostnaði sem af skólagöngu hlýst og þar með þá mikilvægu lexíu, að það er ekkert sjálfgefið að það sé matur á diskinum þó svo það sé matartími. Þetta mál er stærra en svo að það snerti þennan skóla. Skýrsluhöfundur vill beina því til ráðuneytis menntamála að það beita sér fyrir því að efla foreldra í þeirri hugsun að þeir séu ekki að bregðast hlutverki sínu þó þeir greiði ekki allan kostnað við tilveru barna sinna, fram eftir öllum aldri. Tillaga um könnun á félagslífi nemenda, svipuð þeirri sem gerð var vorið 2007 liggur fyrir sjálfsmatsnefnd.

b. Starfsfólk metur þjónustu mötuneytis. Samskonar könnun var lögð fyrir starfsfólk skólans, en að jafnaði borðuðu 10-16 manns hádegisverð í mötuneytinu. Örfáir borða að morgni eða kvöðldi og þá óreglulega. Niðurstöður að því er varðar starfsfólkið voru í allmörgum þáttum talsvert ólíkar því sem, fram kom í nemendakönnuninni: - 84% voru sammála eða frekar sammála því að viðmót starfsfólks væri gott - 72% voru ánæðir eða frekar ánægðir með hádegisverðinn. - Skoðanir skiptust nokuð að því er varðar fjölbreytinina. - Í opnum spurningum til starfsfólks kom fram að þeir vildu meira af grænmeti, kjöti og fiski (og þá mat sem unninn er á staðnum), þeir vildu hinsvegar minna af tilbúinni matvöru og þar var helst nefnt: aðkeyptar kryddaðar matvörur, forsoðnar kartöflur, grænar baunir, unnar kjötvörur (31% nefndi). - Það sem starfsfólkið nefndi helst sem jákvætt við mötuneytið var: fyrirkomulag á afgreiðslu matarins, verðlag, starfsfólkið, kokkurinn, andrúmsloftið og gæði matarins. Það sem því fannst mega fara betur var: matseðill fyrir hverja viku sé birtur á heimasíðu skólans (21%), meira af heimalöguðum mat, vingjarnlergra viðmót starfsfólks. Í framhaldi af því að niðurstöður úr könnuninni voru teknar saman, fjallaði skólameistari um þær við yfirmann í eldhúsi. Undanfarin ár hefur nýtt grænmeti orðið stöðugt stærri hluti af mat sem er á boðstólnum í mötuneytinu. Þá er fiskurinn sem er að jafnaði tvisvar í viku í hádegi, nær undantekningalaust úrvalsvara. Matseðill vikunnar birtist nú á heimasíðu skólans.


ÁÆTLUN UM ÚRBÆTUR Í framhaldi af því að forstöðumaður mötuneytis hefur fengið niðurstöður könnunarinnar í hendur, og þess, að skólinn tekur, frá og með hausti 2011, þátt í verkefninu Heilsueflandi frahaldsskóli, en fyrsta árið leggur einmitt áherslu á næringu, verður lögð fyrir önnur könnun um þjónustu mötuneytis á vorönn 2013. Þá er markið sett á það að ánægja með alla helstu þætti sem spurt var um í könnuninni 2009 hafi aukist um 5-10%.

c. Nemendur meta þjónustu bókasafns. Nemendur virtust hafa jákvæða sýn á bókasafnið og þjónustu þess. Það sem helst þyrfti að huga að og ef til vill efla, er aukin aðsókn nemenda í að nýta sér þjónustu safnsins, en fram kom að 44% nemenda eiga erindi í safnið einu sinni í viku eða oftar. Fyrir þessu geta auðvitað verið margar ástæður, t.d. hvaða kröfur kennarar í einstökum greinum gera til nemenda í þessum efnum. Það kemur fram í samantekt forstöðumanns bókasafns að útlánum fjölgar jafn og þétt. Útlan í janúar 2008 voru 206, í janúar 2009 voru þau 257, í janúar 2010, 266 og í janúar 2011 voru þau orðin 332. (Tölvupóstur á alla kennara frá fostöðumanni frá 1. febrúar 2011). d. Starfsfólk metur þjónustu bókasafns. Milli 60 og 70% starfsmanna eiga erindi í bókasafnið vikulega eða oftar. Viðhorf þeirra til bókasafnsins og þjónustunnar voru afskaplega jákvæð og töldu þeir harla fátt þurfa að breytast í starfsemi þess.

ÁÆTLUN UM ÚRBÆTUR Forstöðumaður bókasafns hefur kynnt sér niðurstöður könnunarinnar. Hann mun áframhalda saman upplýsingum úm útlánafjölda. Á vorönn 2013 verður samsvarandi könnun lögð fyrir nemendur og starfsfólk og þá stefnt að því að þeir þættir sem teljast geta batnað í starfsemi bókasafnsins sýni ánægjuáukningu um 5-10%

2. Skýrsla um kannanir meðal 5 ára stúdenta Á haustönn 2010 var unnið úr 5 könnunum sem gerðar voru árlega, í maí, meðal 5 ára s´tudenta frá skólanum. Síðasta könnunin í þessari röð kannana var lögð fyrir í maí, 2010. Samantektin liggur fyrir á heimasíðu skólans (http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90 ), en hún náði til alls 114 stúdenta á fimm ára tímabili. Fjölmennasti súdentahópurinn var frá 2001, 31 stúdent, en sá fámennasti frá 2002, 15 stúdentar. Í samantektinni er að finna eftirfarandi lærdóma sem draga má af þessum könnunum: a. Samantekt og tillögur að úrbótum Þátttakendur skiptast nánast jafnt í konur og karla. Mun fleiri hafa útskrifast af náttúrufræðibraut (60%) heldur en málabraut (31%). Flestir (52%) áttu lögheimili á Suðurlandi á meðan náminu stóð. Höfuðborgarsvæðið fylgir á eftir með 15%. 60% þátttakanda á árunum 2007-2010 telja að einkunnir á stúdentsprófi frá ML gefi raunhæfa mynd af námsárangri nemenda. 37% þátttakanda hafa lokið frekara námi eftir stúdentspróf og 47% eru í námi. 6% eru í námshléi. Það hlýtur að vera ánægjuefni


fyrir ML að svo stór hluti útskrifaðra stúdenta haldi áfram í frekara nám. Langflestir (31% þátttakanda í könnununum) hafa valið að fara í Háskóla Íslands eftir dvölina í ML. Flestir hafa lokið námi í íþróttafræði og flestir þeirra sem nú eru í námi stunda kennaranám. Stór hluti þátttakanda (74%) hefur verið í launuðu starfi (öðru en sumarvinnu) frá því þeir luku stúdentsprófi. Flestir þátttakendur eru sáttir með hvernig dvölin í ML, í heild sinni, hafi undirbúið þá fyrir nám og störf að loknu stúdentspróf. Þeir eru líka mjög ánægðir með dvölina í ML þegar á heildina er litið. Þar stendur heimavistin, fámennið (nándin og bekkjarkerfið upp úr. Þótt fram komi að margt gott starf sé unnið í skólanum er þó ýmislegt sem má bæta. Hér á eftir eru helstu atriðin talin upp og komið með tillögur að úrbótum. Betri og skipulagðari kennarar. Betri kennslu. - Hér gætu starfendarannsóknir haft mikið að segja. Nú, á haustönn 2010, hefur hafist undirbúningur að starfendarannsóknum og munu þær fara af stað á næstu önn. Með rannsóknunum (rýninni) er vonast til að þátttakendur eflist og þróist í starfi, umræða um kennslufræði verði meiri og samstarf aukist. Þannig mun þetta bæði verða til hagsbóta fyrir þá þátttakendur sem og nemendur. Meiri kröfur. Hækka lágmarksnámsárangur. - Umræða um hækkun lágmarksnámsárangurs hefur aukist á undanförnum misserum innan veggja skólans. Þar er einkum horft til þess að skipta yfir í bundið áfangakerfi þar sem lágmarkseinkunn er 4,5 (sem síðan er hækkuð upp í 5,0). Útskrifaðir stúdentar frá ML á þeim 5 árum sem kannanirnar ná til, kalla eftir hækkun lágmarkseinkunnar og því má segja að það skjóti styrkari stoðum undir hugmyndir um að skipta yfir í bundið áfangakerfi. - Almenn umræða um meiri kröfur í námi, þar sem leitast er við að slaka hvergi á skilum og öðru slíku, þyrfti eflaust að fara fram meðal kennara. Gott væri að slík umræða færi til að mynda í kringum starfendarannsóknir. Aukið val í bóklegum greinum. Meira símat. - Stýrihópur ML undirbýr stefnumótun skólans með hliðsjón af nýjum lögum um framhaldsskóla. Stefnt er að því að auka val nemenda, sérstaklega á þriðja og fjórða ári. Einnig er lögð áhersla á að námsmat verði fjölbreytt. Nú gildir sú regla að lokapróf megi ekki gilda minna en 35% í bóklegum greinum. Frá og með næsta hausti fellur sú regla úr gildi. Þannig er vonast til að námsmat verði fjölbreyttara. Bæta mötuneytið. - Sérstök könnun hefur verið gerð um þjónustu mötuneytis. Skýrslu um þá könnun má lesa á vef ML (http://www.ml.is/Files/Skra_0044923.pdf ). Þar er bent á ýmsa þætti við þjónustu mötuneytisins sem bætti bæta. Feta hinn gullna meðalveg í eftirliti á vistum en jafnframt stemma stigu við áfengisdrykkju. - Á undanförnnum árum hafa verklagsreglur í tengslum við heimavistarmál verið skýrðar með því að mál fara í tiltekinn farveg: húsbóndi á heimavist skrifar skýrslur um þau mál sem upp koma og sendir stjórnendum, sem síðan afgreiða brotin með því að: a. veita nemendum formlega, skriflega áminningu (með andmælarétti), b. veita alvarlega áminningu í viðtali og þá, eftir eðli máls og aldri viðkomandi, með því að upplýsa forráðamenn. c. skrá brot í ferilskrá nemandans, bæði í innanhússkrá og sem athugasemd í Innu. d. Ef brot er þess eðlis, er nemanda vikið úr skóla í 2 vikur við fyrsta brot, en getur þá sótt um styttingu í eina viku með skriflegri beiðni og greinargerð til skólameistara. e. Við ítrekað, alvarlegt brot, er nemanda vikið úr skóla í einn mánuð. f. Ef nemandi lætur enn ekki af alvarlegum brotum kostar það hann endanlega brottvikningu úr skóla.


- Brot nemenda, eins og þau sem vísað er til hér fyrir ofan eru fyrst og fremst tengd áfengisnotkun. Verði nemandi uppvís af fíkniefnaneyslu í skólanum kostar það tafarlausa brottvikningu úr skóla. - Á síðustu árum hefur áminningum og brottvikningum fækkað hratt og teljast nú til algerra undantekninga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sú þróun endurspeglast í svörum 5 ára stúdenta á næstu árum. - Í þessu samhengi má einnig nefna, að í samræmi við stöðugt meiri áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna á Íslandi, hefur skólinn verið að þrengja að, eða draga úr/fækka tækifærum/tilefnum til áfengisnotkunar. T.d. hefur skóladansleikjum verið fækkað mjög. Áfram verður haldið á þessari braut og má t.d. nefna að nú er til umræðu innan skólans að stuðla að breytingum á dimissio og þeim hefðum sem hafa þróast þar í kring. Reglur sem allir vita að eru brotnar - Skólayfirvöld setjist niður og skoði hvaða reglur þetta séu og hvað sé hægt að gera í því máli. Of mikil forræðishyggja, of mikil „bómull“. - Stefna í hvívetna að því að nemendur taki í auknum máli á því sem að þeim snýr. Hér má til dæmis nefna: a. nemendur panti sjálfir tíma hjá lækni b. nemendur sjái sjálfir um að sækja um námsstyrk hjá LÍN c. nemendur taka aukna ábyrgð á því að vakna til skóla að morgni. d. nemendur fylgist sjálfir með námsframvindu sinni og gerið viðeigandi ráðstafanir. e. því sé beint til foreldra, að gera nemendur í auknum mæli ábyrga fyrir að standa straum af kostnaði við dvöl sína í skólanum, eftir því sem þeir hafa bolmagn til.

í samræmi við sjálfsmatsáætlun. Kennarar framkvæmdu miðannarmat, sem námsráðgjafi hélt utan um. Kennslumat var framkvæmt í apríl og hefðbundinn spurningalisti var lagður fyrir 5 ára stúdenta frá skólanum í maí. Þetta var í 5 sinn sem slík könnun var lögð fyrir útskriftarhópa og á haustönn 2010 var síðan unnið úr niðurstöðum og þær bornar saman. Allir 5 ára stúdentarnir tóku þátt í könnuninni. Á haustönn 2010 var, auk hefðbundinna verkefna, unnið úr könnunum meðal 5 ára stúdenta og skrifuð um þær skýrsla, gerð skýrsla um þjónustukönnun vegna mötuneytis og bókasafns og undirbúin könnun meðal starfsfólks á líðan í starfi, stefnu skólas stefnumótun o.fl. Það liggur fyrir að áfram verður haldið að leggja þessar kannanir fyrir 5 ára stúdenta, og ennfremur að greina hvort einhverjar breytingar eiga sér stað á þessu 5 ára tímabili til tiltekinna þátta.


3. Fjöldi stúdenta frá skólanum 1954-2011

Myndin sýnir fjölda útskrifaðra stúdenta frá 1954 til 2011. Línuritið sem sýnir fjöldann lítur út eins og sagarblað og endurspeglar ágætlega þær aðstæður serm skólinn starfar við. Í grófum dráttum má segja að tímabilið frá 1970-2000 sé sá tími þegar aðsókn að skólanum skilað flestum stúdentum, eða á bilinu 30-upp undir 50. Í sjö skipti á þessum 30 árum fór stúdentafjöldi niður fyrir 30. Árið 2002 eru 15 stúdentar útskrifaðir, fámennasti hópur frá 1963. Á árabilinu frá og með 2002 til og með 2010 náði stúdentahópurinn tvívegis tölunni 30. Eins og myndin ber með sér, hafa sveiflur í aðsókn og einnig á ákveðnum tímabilum, sveiflur í brottfall/brotthvarfi. Margvíslegar ástæður liggja þarna að baki, en þar má að öllum líkindum nefna stofnun nýrra framhaldsskóla, eða tískusveiflur meðal nemenda á helstu upptökusvæðum. Þá er því ekki að neita, að heimavistarskóli af afar viðkvæmur fyrir umtali í umhverfi sínu. Ekki er auðséð hvernig best verður unnið að því að gera aðsóknað skólanum stöðugri, eða kannski öllu heldur, stuðla að því að fjöldi stúdenta frá skólanum verði jafnari með því að draga úr brotthvarfi/falli. Með því að vinna úr gögnum liðinna ára samanburð á fjölda innritaðra og síðan þeirra sem útskrifast 4 árum seinna, má greina ákveðna þætti og finna skýringar að vissu marki, en ástæður fyrir því að aðsókn sveiflast eins og raun ber vitni eru akki auðsæjar, þó vissulega sé hægt að hafa skoðanir á hverjar þær eru helstar.


4. Brotthvarf á 4 árum Frá árinu 2000 hefur verið haldið saman þróun hvers innritaðs hóp upp í gegnum skólann og

Mála- og félagsfræðabraut 28

30 25

22

20 15

16 12

24

23

25

23

21 inn

16

15

út

12

10

Linear (inn)

8

10

Linear (út)

5 0 2001-5 2002-6 2003-7 2004-8 2005-9 2006-102007-11

30

Náttúrufræðabraut

24

25

24

23 19

20 15

15

19 14

15 11

14

11

9

10 6

inn út Linear (inn)

5

Linear (út)

5 0 2001-5 2002-6 2003-7 2004-8 2005-9 2006-102007-11 árabil


II. HLUTI MARKMIÐ Í SKÓLASAMNINGI 2010-2012 -staða mála í upphafi haustannar 2011Samantekt á stöðu vegna skýrslu um sjálfsmat, í október 2011 Í skólasamningi fyrir árin 2010-2012 er að finna kafla sem kallast Áherslur, en þar er greint frá helstu áhersluþáttum í starfi skólans á tímabilinu. Hér verður gerð grein fyrir stöðu þeirra áhersluatriða sem þar eru sett fram, eftir því sem unnt er, vegna eðlis þeirra.

Aðalmarkmið ML fjalla um þá heildarsýn sem skólinn hefur þegar um er að ræða undirbúning nemenda fyrir frekara nám og líf í lýðræðisþjóðfélagi. Innleiðing og framkvæmd þessara markmiða tengist mjög vinnu við og innleiðingu nýrrar námskrár skólans sem er verið að vinna þessi misserin. Þau eru þess eðlis að þau gegna fremur hlutverki leiðarljóss við mótun nýrrar námskrár, fremur en auðmælanleg markmið um einstaka þætti skólastarfsins. Aðalmarkmið ML, eins og þau eru sett fram í skólasamningi eru þessi: Að búa nemendur undir framhaldsnám

Þessu markmiði hyggst skólinn ná með því að: - Ástunda fjölbreytt og skapandi skólastarf - Leggja áherslu á krefjandi nám á öllum sviðum - Leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnrýna hugsun og notkun upplýsingatækni - Leggja áherslu á að nemendur æfist í lestri fræðilegs texta - Vinna að því að efla sjálfsaga nemenda - Leggja áherslu á að einstaklingar vinni fjölþætt verkefni í einstaklings- og hópavinnu og þjálfist í að kynna þau - Efla eftir megni færni nemenda í notkun íslensks máls

Að búa nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi

Þessu markmiði hyggst skólinn ná með því að: - Skapa þroskandi og uppbyggilegan ramma um skólastarf og félagslíf - Leggja áherslu á eflingu sjálfstrausts, siðferðisvitundar og umburðarlyndis - Ýta undir heilbrigðan lífsstíl og vinna að markvissum forvörnum á öllum sviðum - Ýta undir áhuga nemenda á umhverfinu og verðmætum þess - Efla og viðhalda þekkingu á og virðingu fyrir menningarverðmætum - Vinna að því að auka ábyrgð nemenda í samfélaginu, á sjálfum sér og í samskiptum við aðra

Leið: Kennsla og nám.

Leið: Umhyggja, festa, skipulag. Kennsla og nám.

Hlutlægt mat á árangri: Námsmat.

Hlutlægt mat á árangri: Kannanir lagðar fyrir nemendur, foreldra, kennara og stjórnendur. Námsmat.

Einkunnarorð skólans: Manngildi – þekking – atorka, endurspegla þá sýn, eða heildarhugsun, sem skólinn vill leggja til grundvallar í starfi sínu. Augljóslega er erfitt að meta frá ári til árs hvernig til tekst við að uppfylla það sem að baki þessum hugtökum liggur.


Öðrum markmiðum skólans hefur verið skipt upp í kafla eins og hér sýnir:

1.

Nemendur

Meginmarkmið 1 Kynna nám í skólanum í grunnskólum á Suðurlandi með það í huga að laða að nemendur sem uppfylla inntökuskilyrði skólans.

Deilimarkmið Náms- og starfsráðgjafi/skólameistari/aðstoðarskólameistari fari ásamt að jafnaði tveimur nemendum ML í grunnskóla á Suðurlandi og kynni ML. Halda áfram að bjóða nemendum í grunnskólum á Suðurlandi á kynningardag ML ár hvert.

Meginmarkmið 2 Nemendafjöldi verði sem næst 160 í skólanum.

Deilimarkmið Haldið verði áfram að kynna ML í grunnskólum Suðurlands og einnig að bjóða þeim skólum á kynningardag ML. Unnið markvisst gegn brottfalli með skýrum ramma um nám og líf nemenda. Einfaldir en ákveðnir ferlar sem unnið er eftir við framkvæmdina.

Meginmarkmið 3 Styðja vel við nemendur skólans sem eru með annað móðurmál en íslensku.

Deilimarkmið Vinna eftir móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Sú áætlun er í skólanámskrá ML.

Meginmarkmið 4 Styðja eins og kostur er við þá nemendur skólans sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar.

Deilimarkmið -Fá 4. bekk til að sjá áfram um stoðkennslu. -Samráðsfundir náms- og starfsráðgjafa og kennara 1. bekkjar verði áfram haldnir í tengslum við miðannaramat. -Efla boðleiðir náms- og starfsráðgjafa og kennara nemenda í 2. bekk með sérstökum samráðsfundi í tengslum við miðannarmat. -Umsjónarkennarar séu vakandi fyrir stöðu nemenda sinna, ræði við þá þegar vandamál koma upp og hvetji þá áfram.

Staða í október 2011 Skólinn var kynntur grunnskólanemum á Suðurlandi á vorönn 2011 í samræmi við deilimarkmið. Kynningardagur ML er, eins og hefð er fyrir, á dagskrá í nóvember.

Staða í október 2011 Nemendur voru 167 í skólabyrjun, haustið 2011. Skólinn getur ekki tekið við umtalsverðum fjölda umfram þessa tölu. Kynning á skólanum gekk eftir svo sem áætlað var. Unnið er áfram, svo sem verið hefur, undanfarin ár, í samræmi við reglur um skólasókn, og heimavistarreglur, og verklagsreglur um framkvæmd þeirra, en þær haf smám saman verið að mótast í ljósi reynslunnar. Allnákvæmlega var gerð grein fyrir þessum reglum og framkvæmd þeirra í skólaskýrslu 2010. Staða í október 2011 Frá og með hausti 2010 var umsjón með og aðstoð við nemendur með annað móðurmál en íslensku, komið í skýrari ramma með því einn af föstum kennurum skólans heldur utan um stuðning við þá Staða í október 2011 Nemendur 4ða bekkja, náttúrufræðabrautar munu í vetur, eins og verið hefur undanfarin ár, taka að sér aðstoð, sérstaklega í stærðfræði. Þar fyrir utan eru sérstakir stoðtímar, alls 4 í viku, við nemendur sem eiga í vanda með raungreinar, sérstaklega stærðfræði og eðlisfræði. Loks eru tveir stoðtímar í viku ætlaðir 1. bekk sem almenn aðstoð við heimanám. - samráðsfundur er haldinn í tengslum við miðannarmat. - umsjónarkennarar ólögráða nemenda safna upplýsingum nám þeirra og veita upplýsingar til forráðamanna, námsráðgjafa, stjórnenda og kennara eftir þörfum og óskum.


Meginmarkmið 5 Nemendum líði vel í skólanum.

Deilimarkmið Reglur séu skýrar og nemendur þekki þær Reglum sé fylgt eftir Vel sé haldið utan um allt sem snýr að nemendum Nemendum sé sýnd umhyggja Meðalhófsreglunnar sé ávallt gætt

Meginmarkmið 6 Stuðla að litlu brotthvarfi

Deilimarkmið Reglur séu skýrar og nemendur þekki þær Reglum sé fylgt eftir Vel sé haldið utan um allt sem snýr að nemendum Nemendur fái námstuðning eins og kostur er Nemendum sé sýnd umhyggja Meðalhófsreglunnar sé ávallt gætt Námráðgjafi haldi til haga yfirliti yfir ástæður þess að nemendur hverfa frá námi á miðri önn eða á annarskilum.

Staða í október 2011 Vissulega má segja sem svo, að ef til væri óvéfengjanlegur mælikvarði á það hvernær nemendum líður vel í skóla og hvenær segja má að þeim líði illa, þá væru margur vandinn úr sögunni. Í skólaskýrslu 2010 kemur fram allítarlegt yfirlit yfir hvernig reglur eru kynntar og hvernig þeim er framfylgt. Þar kemur ennfrekur fram, að við allar íþyngjandi ákvarðanir gagnvart nemendum hafa stjórnendur meðalhófsreglu stjórnsýslulaga í huga. Líðan nemenda í skólanum og sú umhyggja sem þeim er sýnd, eru þættir sem eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Þar er hægt að nefna þann anda sem ríkir í skólanum, skólasókn, fjölda áminninga og svo framvegis. Af þessum þáttum svo og stöðugt aukinni aðkomu foreldra að málefnum sem tengjast skólanum með nýstofnuðu foreldrafélagi, verður staðan ekki metin með öðrum hætti en svo, að nemendum líði vel. Auðvitað nást seint þær aðstæður að öllum líði alltaf vel, hvort sem það er í þessum skóla eða annarsstaðar. Heildarmyndin hér ber það með sér að um allmikla vellíðan sé að ræða. Það má svo velta því fyrir sér hvort nemendum geti liðið meira en vel. Staða í október 2011 Þetta tengist Meginmarkmiði 5 allmikið og vísast að hluta í umfjöllun þar. Við samantekt á breytingu á nemendafjölda milli síðasta skólaárs og þessa, kom í ljós að nemendum sem fluttust úr 2F í 3F fækkaði um 5 (19 í 14) (ástæður liggja nokkuð ljóst fyrir – í einu tilviki var um að ræða líklegt einelti sem skólinn hafði komið að umfjöllun um og gert allt sem í hans valdi stóð til að stöðva, einn fór í skóla með annarskonar námsframboð, í öðrum var um að ræða að nemendur stóðust ekki kröfur um flutning milli bekkja), en í öðrum bekkjum var brotthvarfið milli skólaára 1-3 - aðallega vegna þess að nemendur stóðust ekki kröfur um flutning milli bekkja, en einnig vegna þess að námið hentað ekki (1F). Tafla um þróun nemendafjölda var hluti af skólaskýrslu 2010, en þar kemur fram að nemendum hefur farið stöðugt fjölgandi undanfarin 4 ár. Nemendafjöldinn haust 2010 og haust 2011 er nánast sá sami.


Meginmarkmið 7 Foreldrastarf sé virkt

Deilimarkmið Fundir séu haldnir reglulega í foreldraráði Foreldraráð og stjórnendur haldi upplýsinga- og fræðslufundi handa foreldrum árlega

Staða í október 2011 Stofnfundur FOMEL (Foreldrafélags Menntaskólans að Laugarvatni) var haldinn 14. apríl, s.l. Til undirbúnings hafði foreldraráð fundað tvívegis með stjórnendum skólans. Foreldraráð tók þátt í fræðslufundi á Flúðum sem sem var hluti af átakinu „Bara gras“. Fulltrúi foreldraráðs situr fundi skólanefndar og nefndar sem heldur utan um framkvæmd verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli.

2. Nám Meginmarkmið 1 Bjóða upp á fjögurra ára nám á tveimur brautum til stúdentsprófs, á náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut.

Meginmarkmið 2 Hugað verði að skilgreiningu framhaldsskólaprófs fyrir þá sem ljúka umtalsverðu námi án þess að stefna beint á stúdentspróf.

Staða í október 2011 Á skólaárinu 2011-12 lýkur síðasti hópur stúdentsprófi af málabraut. Staða í október 2011 Ekki afgreitt

Deilimarkmið Þessi umræða verði tekin upp hjá stýrihópi á þessu ári (2011).

3. Kennsla Meginmarkmið 1 Laða að vel menntaða og hæfa framhaldsskólakennara til starfa þegar nýliðunar er þörf.

Staða í október 2011 Markmið sem er verið að vinna að

Deilimarkmið Áfram verði kennurum boðið að borða í mötuneyti ML á hagstæðu verði. Vinnuaðstaða kennara verði bætt enn frekar og endurgerð kennaragangs verði lokið innan tíu ára. Unnið verði að því að efla Laugarvatn sem fjölbreytt atvinnusvæði með eflandi samvinnu við sveitarfélagið, fyrirtæki á svæðinu og aðra skóla.

Meginmarkmið 2 Stöðugt verði unnið að þróun kennslu

Deilimarkmið Áfram verði unnið að starfendarannsóknum með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Hlutfall þeirra nemenda sem eru mjög ánægðir/ánægðir með kennsluna fari ekki undir 89% á næstu þrem árum. (Er nú 86%).

Meginmarkmið 3 Námsmat verði fjölbreytt

Deilimarkmið Kennarar hvattir til og veitt aukið svigrúm til að þróa námsmat í sínum greinum.

Staða í október 2011 Reglulegir fundir voru á síðasta vetri þar sem starfendarannsóknir voru til umfjöllunar. Þessi vinna er komin af stað aftur á þessum vetri. Vegna uppsagnar samnings við Nepal á s.l. vori, reyndist ekki unnt að framkvæma áfangamat vegna vorannar. Nú hefur Moodle komið í stað Námskjás sem náms- og kennsluumhverfi og framvegis verður áfangamatið framkvæmt þar. Staða í október 2011 Ákveðið var á s.l. skólaári, að auka frelsi kennara til að beita fjölbreyttara námsmati, frá og með þessu hausti. Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í HÍ, hélt fræðslufund með kennurum um fjölbreyttara námsmat.


4. Stjórnun Meginmarkmið 1 Verk- og ábyrgðarsvið starfsmanna sé skýrt og skilvirkt.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Að þessu er unnið áfram.

Áfram verði unnið að því að starfslýsingar séu til fyrir öll störf. Vinnuferlar séu skýrir og starfsmenn meðvitaðir um þá.

Meginmarkmið 2 Meta hina ýmsu þætti skólastarfsins reglulega.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Sinna sjálfsmati í samræmi við sjálfsmatsáætlun eins og hún er hverju sinni. Endurskoða sjálfsmatsáætlun árlega. Samanteknar niðurstöður sjálfsmats séu birtar á heimasíðu skólans.

Meginmarkmið 3 Jafnræðisreglunnar og meðalhófsreglunnar sé gætt í hvívetna við stjórnun skólans.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Visast til endurskoðunar sjálfsmatsáætlunar haust 2011

Hlutlægt mat á árangri stjórnunar fæst með könnunum meðal starfsmanna og nemenda.

Meginmarkmið 4 Stjórnun sé lýðræðisleg og í samræmi við lög og reglugerðir um stjórnsýslu opinberra stofnana.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Visast til endurskoðunar sjálfsmatsáætlunar haust 2011

Hlutlægt mat á árangri stjórnunar fæst með könnunum meðal starfsmanna og nemenda.

5. Fjármál, rekstur, aðbúnaður Meginmarkmið 1 Reka skólann á fjárlögum ár hvert.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Gerðar séu raunhæfar áætlanir um rekstur skólans.

Meginmarkmið 2 Ávallt sé stefnt að sem bestri nýtingu á fjármagni og fjármunum.

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Deilimarkmið Gerðar séu raunhæfar áætlanir um rekstur skólans.

Meginmarkmið 3 Aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.

Deilimarkmið

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Árlega sé farið yfir það hvort bæta þurfi aðbúnað og gert ráð fyrir því í rekstraráætlun.

6. Samstarf við aðra Meginmarkmið 1 Vinna áfram að góðu samstarfi við ýmsa aðila á Laugarvatni og annars staðar í Bláskógabyggð sem og aðrar menntastofnanir á Suðurlandi.

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta


Meginmarkmið 2 Styðja við íþróttastarfsemi nemendafélagsins Mímis og viðhalda góðu samstarfi við ungmennafélag staðarins, Ungmennafélag Laugdæla og Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands. Deilimarkmið Semja í upphafi hvers skólaárs við Háskóla Íslands um svokallaða ML tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

Meginmarkmið 3 Viðhalda samstarfi samkvæmt samningi við Landsbjörgu og Björgunarsveitina Ingunni, á grundvelli útivistaráfanga skólans.

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Staða í október 2011 Unnið í samræmi við þetta

Skýrsla um sjálfsmat 2010  
Skýrsla um sjálfsmat 2010  
Advertisement