Page 1

Menntaskólinn að Laugarvatni Skólaskýrsla fyrir árið 2012

Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Páll M Skúlason, aðstoðarskólameistari - mars 2013 –


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Efnisyfirlit 1 Inngangur ....................................................................................................................................... 3 2 Nemendur ....................................................................................................................................... 3 a. Kynning á skólanum ........................................................................................................... 3 b.

Innritun ............................................................................................................................ 3

c. Nemendafjöldi .................................................................................................................... 4 d.

Haldið utan um hópinn.................................................................................................... 7

e. Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar ........................... 8 f.

Líðan nemenda í skólanum ................................................................................................. 9

g.

Brotthvarf úr skóla ........................................................................................................ 10

h.

Nám og skólasókn ......................................................................................................... 11

i.

Heimavistir og félagslíf .................................................................................................... 12

j.

Foreldrastarf ...................................................................................................................... 13

3 Nám .............................................................................................................................................. 13 a. Námsbrautir ......................................................................................................................... 13 4 Kennsla ......................................................................................................................................... 13 a. Menntun kennara ................................................................................................................. 13 b. Fjöldi, starfshlutfall, starfsaldur og kyn kennara ................................................................. 13 c. Aðbúnaður kennara ............................................................................................................. 14 d. Þróun kennsluhátta og námsmat .......................................................................................... 14 5 Stjórnun hph ................................................................................................................................. 15 a. Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna ............................................................................... 15 b. Mat á skólastarfi .................................................................................................................. 15 6 Stjórnunarhættir ............................................................................................................................ 19 7 Samstarf ........................................................................................................................................ 19 a. Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir ........................................................................... 19 b. Íþróttamál ............................................................................................................................ 19 c. Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn .............................................................................. 19 8 Sérverkefni .................................................................................................................................. 19 9 Fjármögnun .................................................................................................................................. 19 a. Rekstur og laun .................................................................................................................... 19 b. Viðhald húsnæðis ................................................................................................................ 20 10 Samantekt ................................................................................................................................... 20

2


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

1 Inngangur Vinna við skýrslu þessa hófst í febrúar 2013 og meginmarkmiðið með henni, sem fyrr, að gefa sem gleggsta mynd af skólanum og skólastarfinu á árinu 2012. Skólastarfið var að mestu í föstum skorðum og því að mörgu leyti sambærilegt við næstu tvö árin á undan, en þar voru því gerð allítarleg skil. Það var aðallega tvennt sem segja má að setji svip á árið: fjölgun nemenda annarsvegar og hreyfing á starfsfólki, hinsvegar. Eins og ljóst má vera,hefur menntakerfið, eins og aðrar opinberar þjónustustofnanir þurft að taka á sig skerðingar á undanförnum árum. Þar með hefur ekki skapast nægilegt svigrúm til að setja kraft í þróunarvinnu og mótun nýrrar skólanámskrár. Vinna að þessu hefur af þessum sökum legið nokkuð í láginni, en stýrihópur sem starfaði að stefnumótun og endurskoðun námskrárinnar var kominn talsvert á veg í vinnu sinni. Í skólaskýrslu fyrir árið 2010 var gerð grein fyrir einkunnarorðum skólans svo og aðalmarkmiðum hans. Þessir þættir eru óbreyttir og er því ekki fjölyrt um þá hér, en þess í stað vísað í þá skýrslu.

2 Nemendur Kynning á skólanum Kynning á skólanum var í flestum þáttum óbreytt frá síðasta ári. Sem fyrr fólst hún í tveim megin þáttum, þó svo ýmsir óbeinir þættir hafi einnig áhrif. - Kynningardagur skólans, svokallaður ML-dagur, var haldinn í fyrrihluta nóvember. Sem fyrr var nemendum úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Suðurlandi, utan Selfoss, boðið í heimsókn sem fyrr, en munurinn nú var sá að íþróttakeppninni, sem hefur verið fastur liður í dagskrá dagsins, var sleppt. Af þeim sökum komu gestirnir á staðinn talsvert seinna á deginum. Þeir fengu leiðsögn nemenda um húsakynni og heimsóttu kennara í stofur áður en þeir snæddu kvöldverð. Loks var öllum boðið á söngkeppnina ‚Blítt og létt‘, áður en heim var haldið. Ekki höfum við heyrt annað en þessi breyting hafi mælst vel fyrir, ekki síst vegna þess að í mörgum skólanna var þá hægt að halda uppi kennslu til hádegis áður en haldið var á Laugarvatn. Þar fyrir utan var það árin áður í reynd tiltölulega lítill hluti gestanna sem var virkur meðan á keppninni í körfubolta og skák stóð, auk þess sem þessar íþróttir voru í mjög misjöfnum mæli stundaðar í skólunum sem þarna eru um að ræða og því ávallt sömu skólarnir sem bitust um sigurinn. - Hinn megin þátturinn í kynningu á skólanum var með óbreyttu sniði á vorönn. Námsráðgjafi hélt utan um heimsóknir í alla grunnskóla á Suðurlandi, nánast. Þessu sinni tóku tveir kennarar að sér að fara í nokkrar heimsóknir, auk þess sem einhverjir valdir tveir nemendur fóru með í för í flestum tilfellum. Það fyrirkomulag sem virðist henta best, er þegar kynningar eru sameiginlegar með FSu á fundum þar sem foreldrar eru einnig. - Enn sem fyrr er það staðföst trú okkar, að öflugasta kynningin á skólanum sé það orð sem fer af honum á upptökusvæði hans. Ef nemendur og fjölskyldur þeirra eru ánægð með skólann, þá teljum við að ekki þurfi að hafa stórkostlegar áhyggjur af aðsókn.

Innritun Lágmarkskröfur vegna innritunar á fyrsta ár voru þessar: FélagsfræðaNáttúrufræðabraut braut 6 6 Íslenska 5 5 Enska Danska 6 Samfélagsgreinar 5 6 Stærðfræði 6 Náttúrufræði Einnig verður við mat á umsóknum horft til búsetu, annarra einkunna, skólasóknar sem og annarra gagna og upplýsinga sem fylgja umsækjanda. Grein

Tafla 1

3


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Innritun nemenda var með óbreyttu sniði og í samræmi við það ferli sem fyrir var lagt. Skólinn getur tekið inn 52 nýnema í 1. bekk; 26 í 1. bekk félagsfræðibrautar og 26 í 1. bekk náttúrufræðibrautar. Umsóknir fóru talsvert fram úr því sem hægt var að taka við og enn þótti okkur bagalegt að hafa ekki þann mælikvarða sem samræmd próf voru, til að raða umsækjendum. Við veltum fyrir okkur hvort við værum í raun að taka velja inn þá nemendur sem í raun voru líklegastir til að standast kröfur skólans. Það er nefnt hér fyrir ofan, að skólinn hafa getað tekið inn 52 nýnema, en það er ekki allskostar rétt vegna þeirrar reglu að nemendur sem hafa ekki staðist kröfu um flutning milli bekkja, gangi fyrir. Þann var um tvo nemendur sem við tókum aftur inn í 1. bekk. Annar þeirra hætti síðan á miðri önn, en hinn er enn í skólanum og virðist vera að taka námið öðrum og betri tökum, þó ekki sé útséð um hver niðurstaðan verður. Við erum mjög efins um að þessi regla eigi rétt á sér, en svona er þetta nú. Viðhorfin sem frá okkur komu í skýrslum vegna 2010 og 2011 eru óbreytt og vísast til þeirra að öðru leyti undir þessum lið.

Nemendafjöldi Áætlaður nemendafjöldi skólaárinu 2013-14. Áætlun um nemendafjölda eftir brautum og bekkjum haustið 2013:

1. ár 2. ár 3. ár 4. ár

FÉL

NÁT

Alls

26 25 18 21

26 25 19 16 Alls:

52 50 37 37 176

Tafla 2

Þróun nemendafjölda í skólanum:

Fjöldi nemenda ML 2000-2012 190 180

Fjöldi

170 160 150 140 130 120 110

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

fjöldi 122

176

134

134

136

130

129

147

152

170

167

181

Tafla 3

Eins og tafla 3 ber með sér jókst nemendafjöldinn umtalsvert milli ára þó svo fjöldi innritaðra nýnema hafi haldið sér. Skýringuna má augljóslega rekja fyrst og fremst til tveggja þátta, annarsvegar aðsóknar nemenda sem komu beint úr 10. bekk og tiltölulega lítils brottfalls nemenda í efri bekkjum. Með því að 181 nemendi var skráður í skólann haustið 2012, var ljóst að heimavistarrýmið í heimavistarhúsunum Nös og Kös auk heimavistarinnar Fjarvistar, í skólahúsinu, dygðu ekki. Nokkrir nemendur aðallega úr 2. bekk fengu inni í gömlu heimavistarhúsi Héraðsskólans, Hlíð. Þessir nemendur

4


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

óskuðu sérstaklega eftir því að fá herbergi í Hlíð, sem einfaldaði nokkuð röðun á vistir. Þá fóru nokkrir nemendur í leiguhúsnæði skólans í þorpinu. Haustið 2011 komu 167 nemendur til náms og 164 skiluðu sér til prófs vorið 2012. Á skólaárinu var brotthvarf því afskaplega lítið eða 1,2%. Þegar skóli hófst síðan haustið 2012 var 181 nemandi skráður til náms. 180 hófu síðan námið. Á önninni heltust 4 úr lestinni, 3 piltar og 1 stúlka. Af þeim var einn nemandi úr 1. bekk, en hann var að taka bekkinn aftur, en reyndist ekki hafa áhugann þegar upp var staðið – skólasókn hans olli því loks að ekki varð lengra haldið. Þá hættu tveir nemendur í 2. bekk, annar vegna mikils áhugleysis á bóklegu námi og hafði verið mikið fjarverandi þegar hans skólavist lauk, hinn hafði komið nýr inn í bekkinn, en náði ekki fótfestu félagslega og ákvað að hætta af þeim sökum. Fjórði nemandinn (stúlka) sem hætti á önninni var í 3. bekk náttúrufræðibrautar, en hún taldi sig ekki ráða við stórar greinar brautarinnar, sérstaklega stærðfræði og hún fékk inngöngu í FSu.

Það voru af ofangreindum ástæðum 176 nemendur sem gengust undir haustannarpróf 2012. Áður en prófatíminn hófst lá það fyrir að brotthvarf á annamótum yrði talsvert, en 10 nemendur höfðu þá tilkynnt að þeir myndu hætta í lok annar. Fyrir þessu voru gefnar ýmsar ástæður: heimþrá, félagslegar ástæður, áhugaleysi, annarskonar nám tali henta betur og síðan persónulegar ástæður af öðrum toga (kærasti/kærasta í öðrum skóla). Í byrjun vorannar 2013 kom síðan í ljós að 3 nemendur til viðbótar tilkynntu að þeir væru hættir, 1 úr 2. bekk og 2 úr 3ja. Tveir þessara (piltar) náðu slökum árangri eftir haustönnina, annar með 4 af 6 lokaeinkunnum undir lágmarki (<4), hinn var reyndar með 2 einkunnir af 5 í bóklegum greinum undir lágmarki, en það sem aðallega réð ákvörðun hans var áhugi á að sækja sér nám í búfræði/búvísindum. Þriðji nemandinn (stúlka) sem hætti um áramót stóð afar vel í námi og gekk, að því er virtist, flest í haginn, en persónuleg mál urðu til þess að hann ákvað að flytja sig í FSu.

Hverjar svo sem ástæðurnar eru, varð okkur nokkuð um, því hér var uppi staða sem vék talsvert frá því sem raunin hefur verið allmörg undanfarin ár. Það vakti auðvitað athygli, að langmesta fækkunin í einum bekk frá haustinu til loka annar var í 2. bekk félagsfræðibrautar. Nemendum fækkaði úr 27 í 20. Sannarlega hefur verið leitað skýringa á þessu óvenju mikla brotthvarfi og þær eru án efa fleiri en ein eða tvær. Tvær þær veigamestu eru líklega þessar: Annarsvegar var bekkurinn óvenju stór, annað árið í röð, miðað við stærð skólastofa, og það getur reynt á með slíkan fjölda, ekki síst þar sem í bekknum voru einstaklingar sem kröfðust mikillar athygli kennara, með tilheyrandi truflun og áreiti og hinsvegar varð vart þess sem getur verið erfitt í bekkjakerfi, að það virtist nást lítil samstaða meðal bekkjarfélaganna (svipuð tilvik hafa áður átt sér stað í þessum skóla, þannig jafnvel að helmingur nemenda í einum bekk hvarf á braut vegna ósættis tveggja hópa innan hans). Afleiðingar mátti síðan lesa út úr því að skólasókn nemenda í þessum bekk

fjöldi

var umtalsvert slakari en gengur og gerist hjá öðrum bekkjum. Samantekið, þá hurfu 17 nemendur úr skólanum á eða eftir haustönn, 8 piltar og 9 stúlkur. Tafla 4, sem sýnir hvernig brotthvarf hefur verið milli hausts og vors frá 2003-4, sýnir ljóslega að síðustu 4 ár hefur brotthvarf á skólaárinu verið tiltölulega lítið. Á töflunni er búið að gera ráð fyrir að nemendafjöldinn til vors 2013, breytist ekki.

190 180 170 160 150 140 130 120 110

Nemendafjöldi frá vori 2002 til vors 2013

haust vor

Tafla 4

Frá aldamótum hefur verið tekið saman hvernig hver bekkur þróast í gegnum fjögurra ára skólagöngu hér. Tafla 5, hér fyrir neðan sýnir þróunina frá hausti 2009 og fram á líklega tölu vorið 2013. Haustið 2009 komu inn í fyrsta bekk verðandi nýstúdentar vorið 2013. Af 21 nemanda sem hóf námið í 1. bekk félagsfræðibrautar eru 14 eftir. Af 23 nemendum sem hófu ná í 1. bekk náttúrufræðibrautar stefna 22 á að ljúka stúdentsprófi á komandi vori. sannarlega er þarna ekki um að ræða algerlega sömu einstaklingana, 5


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

því einhverjir hafa hætt á leiðinni og aðrir komið í, aðallega í 2. bekk. Það breytir því ekki að það er vel viðunandi að bekkjarhópar haldi sér svo vel í 4 ár.

1F 1N 2MF 2N 3MF 3N 4MF 4N

21 23 25 18 22 15

1F 1N 2F 2N 3MF 3N 4MF 4N

13 12 14 14 151 146

25 26 21 24 21 18 21 14

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4MF 4N

24 23 19 25 21 18 21 14

27 26 23 20 14 22 19 16

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

27 26 24 19 14 22 17 15

vor

haust

vor

bekkur

2012-2013

haust

bekkur

2011-12 vor

haust

vor 18 22 25 18 22 15

bekkur

2010-11

haust

bekkur

2009-10

26 27 27 25 21 18 14 22

25 25 20 21 21 16 14 22

180

164

167 164

170 165

Tafla 5

Samsetning nemendahópsins eftir landssvæðum:

Samsetning nemenda ML 2000-2012 70 60 hlutfall nemenda

50 40 30 20 10 0

2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012

Árn

41

39

31

48

45

40

41

56

56

58

54

54

56

Rang

17

11

10

11

15

14

15

12

13

15

19

19

16

V.-Skaft

3

2

4

7

7

8

7

7

4

5

7

7

10

Aðrir

39

48

55

34

33

38

37

25

27

22

20

20

18

Tafla 6

Tafla 6 staðfestir að hlutföll nemenda í skólanum hafa lítið breyst undanfarin 4-5 ár. Þær breytingar sem greina má eru ekki þess eðlis að í þær sé hægt að lesa einhverja afgerandi þróun. Vissulega má sjá að á síðustu árum hefur hlutfall þeirra sem ekki koma af Suðurlandi farið jafnt og þétt minnkandi. Haustið 2012 var hlutur Sunnlendinga 82% en árið áður var hann 80% 6


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Nemendafjöldi eftir árum og brautum, haustið 2012: FÉL

NÁT

Alls

1. ÁR

26

27

2. ÁR

27

25

3. ÁR

21

19

4. ÁR

14

22

53 52 40 36

88

93

181

Tafla 7

Haldið utan um hópinn Það má með sanni segja, að það er fjölþætt verkefni að reka framhaldsskóla þar sem yfir 90% 180 nemenda búa 5 daga vikunnar. Skólinn sleppir nánast aldrei takinu á þessu verkefni, frá því nemendur koma á staðinn á sunnudagskvöldum, þar til þeir hverfa til síns heima síðdegis á föstudögum. Sannarlega er síðan talsvert um það að nemendur dvelji einnig á heimavistum um helgar, ekki síst þeir sem lengst eiga heim til sín. Þegar nemendafélagið Mímir stendur fyrir samkomum eða dansleikjum um helgar eru að jafnaði flestir nemendur á staðnum. Hér fylgir stutt lýsing á því hvernig skólinn heldur utan um þetta allt saman: Frá klukkan 7:30 á virkum dagi og fram að því að kennsla hefst er borinn fram morgunverður, sem miðar að því að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi, dálítið í líkingu við það sem við þekkjum af hótelum sem „continental breakfast“. Kl. 8:15 hringja nemendur í 2. bekk skólabjöllunni til fyrsta tíma. Fyrir hádegi eru síðan að jafnaði 5 kennslustundir, 40 mínútur að lengd og milli þeirra eru 10 mínútna frímínútur. Við töflugerð er miðað við að hver áfangi sé kenndur í 2 samliggjandi kennslustundir hverju sinni. Kl 12:15 hefst hádegisverður alla virka daga nema föstudaga (11:25). Matseðlar hverrar viku eru birtir á heimasíðu skólans. Hádegisverðurinn er tvíréttaður og fiskur á borðum í það minnsta tvisvar í hverri viku og grænmeti fylgir ávallt með öllum máltíðum, eins og hver vill. Eins eru ávextir yfirleitt á borðum. Kennsla hefst síðan aftur kl. 13:00 og stendur til 15:20 en þá er miðdegiskaffitími. Langoftast er bóklegri kennslu lokið fyrir þann tíma, en á því eru undantekningar. Öll bókleg kennsla er búin í síðsta lagi kl: 16:10. Sú kennsla sem helst fer fram eftir þann tíma tilheyrir valgreinum: útivist, fatagerð, matreiðslu, grafískri vinnslu eða kór. Eftir að kennslu lýkur ráða nemendur tíma sínum sjálfir; sinna heimanámi, sitja við samfélagsmiðla og/tölvuleiki, fara í íþróttahúsið eða út að skokka, leggja sig. Kvöldverður er síðan milli klukkan 18:00 og 19:00. Eftir að kennslu lýkur tekur vistagæslufólk við ábyrgðinni á hópnum og fylgir honum eftir inn í nóttina, og þar með að ró sé komin á heimavistirnar kl. 23:00. Hér að ofan er lýst venjulegum, virkum degi í lífi nemanda í skólanum. Dagar geta samt verið harla misjafnir, ekki síst í tilvikum þar sem nemendafélagið stendur fyrir viðburðum af einhverju tagi. Félagslífi nemenda verða ekki gerð skil hér, en þar væri sannarlega af mörgu að taka. Framlagi skólans til stuðnings við nemendur þar sem fyrir liggur að eitthvað hamli var lýst í síðustu skýrslu, en vissulega verða þar alltaf lítilsháttar áherslubreytingar milli ára. Markmið stuðnings af þessu tagi er að veita aðhald og stuðning við þá sem á þurfa að halda af einhverjum ástæðum sem eru taldar réttlæta slíkt í því skyni að efla þá sem um er að ræða og þar með draga úr líkum á brotthvarfi. Stuðningur skólans tekur að nokkru mið af þeim fjármunum sem mögulegt er að veita til hans, en hann er að mestu fólginn í eftirfarandi, sem fyrr: Í kafla 1.5.2. í skólanámskrá er að finna upplýsingar um hvernig stuðningi við nemendur sem eiga í vanda vegna þess að móðurmál þeirra er annað en íslenska. Á árinu 2012 var enginn nemandi í skólanum sem féll undir þessa skilgreiningu og því reyndi ekki á þetta atriði.

7


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar Undanfarin ár hefur skólinn staðið að nokkurskonar jafningjaaðastoð, með því að nemendur í 4. bekk náttúrufræðibrautar hafa aðstoðað nemendur neðri bekkja í stærðfræði. Fyrir þetta hefur þeim verið greidd tiltekin upphæð í ferðasjóð. Þetta fyrirkomulag var óbreytt á árinu. Auk þessarar aðstoðar var síðan eftirfarandi stuðningur boðinn af skólans hálfu og þá sérstaklega við nemendur sem áttu á brattann að sækja: 1. Eins og fram kom í skýrslu síðasta árs, var ákveðið að búa til námshóp, í kjölfar niðurstöðu úr haustannarprófum 2011, þar sem tiltekinn hópur nemenda var skyldaður til að sækja 2 tíma í viku til námsvinnu þar sem kennari var til aðstoðar. Í síðustu skýrslu var þetta orðað svo: Í lok haustannar var ákveðið að á vorönn 2012 yrði þetta framkvæmt með öðrum hætti: i. Námsaðstoðin. önnur en jafningjaaðstoðin, skyldi sett inn í stundaskrá og mæting skráð. ii. Í samráði við stærðfræðikennara væri ákveðið hvaða nemendur kæmu í tímana og þeir fengju síðan skráða mætingu. iii. Ákveðið skyldi, í ljósi haustannarprófa, hvaða nemendum bæri að mæta í námsaðstoð 1. bekkjar, en um hana yrði stofnaður sérstakur hópur sem nemendur yrðu skráðir í eins og í hvern annan áfanga og skólasókn skráð.

Þetta bréf var sent til forráðamanna þeirra nemenda í 1. bekk sem voru skráðir í þennan hóp: Ákveðið hefur verið að bjóða upp á námsaðstoð til handa þeim nemendum fyrsta bekkjar sem náðu ekki tilætluðum námsárangri á haustönn. Tímarnir eru hugsaðir til að aðstoða þá við að skipuleggja nám sitt, ná yfirsýn, gera raunhæfar áætlanir og aga sig til náms. Skyldumæting er á vorönn hjá þeim sem námsaðstoðin er ætluð fyrir, en það eru 10 nemendur. Aðstoðin var einnig í boði á haustönn en þá var nemendum frjálst að mæta. Um er að ræða tvær kennslustundir á viku, á miðvikudögum kl. 13:50-15:20. Kennari er Aðalbjörg Bragadóttir, íslenskukennari. Sérstakur námshópur er í kringum þessa námsaðstoð, sem ber nafnið Námsvinna, með áfangaheitið NAM100 og er barn þitt skráð í þann hóp. NAM100 kemur fram í námsferli í Innu má því sjá mætingar þar. Virðingarfyllst, Halldór Páll Halldórsson skólameistari

Í þennan hóp voru skráðir 14 nemendur, 13 piltar og 1 stúlka, og hann kallaðist NAM100. Ekki komu athugasemdir við stofnun þessa hóps frá forráðamönnum nemendanna sem þar voru skráðir. Nemendurnir reyndust sjálfir vera misáhugasamir um að nýta sér þetta aðhald af skólans hálfu og reyndi ástundum talsvert á umsjónarmann hópsins. Afdrif þessarar nemenda hafa verið sem hér segir: 9 af nemendunum 14 tókst að flytjast í 2. bekk á sömu braut og þeir höfðu verið. Þrír þeirra hættu síðan á haustönn eða í lok hennar, eftir að hafa stundað nám sitt harla slælega. Sex þeirra eru enn við nám, en gengur mis vel. 1 nemendanna skipti um braut eftir vorönn og hélt áfram í 2. bekk og er enn í námi og gengur vel. 4 nemendanna stóðust ekki kröfur um flutning í 2. bekk, tveir sóttu ekki eftir að innritast aftur í 1. bekk, en tveir þeirra gerðu það. Annar hætti síðan um miðja haustönn, en hinn virðist ætla að spjara sig. Að öðru leyti var boðið upp á jafningajaaðstoð í raungreinum á vorönn, auk þess sem áfram varr haldið með aðstoð við stærðfræði með svipuðum hætti og áður. Frá hausti var svipað fyrirkomulag viðhaft. i. Jafningjaaðstoð nemenda úr 4. bekk ii. Námsaðstoð var í boði, við nemendur í 1N, 2N, 3N og 3F, einu sinni í viku fyrir hvern hóp, í stærðfræði. Þessir tímar voru inni í stundatöflu og voru kallaðir Námsaðstoð (Stæ-stoð). Nemendur þessara bekkja bauðst að sækja sér þangað viðbótaraðstoð til stærðfræðikennara. iii. Í stundatöflu voru settir tvær kennslustundir á viku, sem voru hugsaðar sem námsaðstoð við nemendur í 1. bekk. Kennari var ráðinn til að halda utan um þessa tíma og bauðst nemendum að koma þangað og sinna heimanámi sínu og leita þá til kennarans eftir því sem þörf væri á. Það hefur ekki verið tekin saman skýrsla um nýtingu á þessum tímum, en þeir kennarar sem sáu um þá voru á einu máli um, að það þyrfti skýrari ramma um þá svo þeir nýttust eins og til var ætlast: sem aðstoð við nemendur sem síður réðu við námsefnið og sem þyrftu meira aðhald í námi sínu. Í lok haustannar var ákveðið að á vorönn 2012 yrði þetta framkvæmt með öðrum hætti: i. Námsaðstoðin, önnur en jafningjaaðstoðin, skyldi sett inn í stundaskrá og mæting skráð. 8


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

ii. Í samráði við stærðfræðikennara væri ákveðið hvaða nemendur kæmu í tímana, skráður sem hópur með skyldumætingu og þeir fengju síðan skráða mætingu.

Líðan nemenda í skólanum Á vorönn, í apríl, var lögð könnun fyrir nemendur skólans, sem bar yfirskriftina: Líðan nemenda í Menntaskólanum að Laugarvatni – könnunin var lögð fyrir í apríl 2012 Vinnsla úr niðurstöðunum fór aðallega fram á haustmánuðum. Þrátt fyrir að kynning væri mikil og að unsjónarkennarar væru beðnir að hliðra til í kennslu til að nemendur gætu tekið þátt í könnuninni, reyndist þátttaka þegar upp var staðið vera 63,4% og það voru talsverð vonbrigði, ekki síst þar sem ýmsar þeirra spurninga sem um var að ræða fjölluðu um þætti sem einmitt þeir nemendur sem hunsuðu könnunina hefðu þurft að tjá sig um. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða um það, en vissulega sáir þessi vöntun á góðri þátttöku fræjum efasemda um marktækni. Skýrslu um könnunina er að finna á vef skólans á þessari slóð:

Hlutfall (%)

Tölvunotkun pilta og stúlkna í ML vor 2012 60 50 40 30 20 10 0

http://ml.is/index.php?option=com_content&view=articl e&id=63&Itemid=90

>3 klst

Tafla 8 2-3 klst

1-2 klst

<1 klst

Piltar

57

25

16

2

Stúlkur

36

38

22

4

Auk ofangreindra annmarka, sem lúta að þátttöku, kom í ljós, að nokkrar spurninganna voru ekki nægilega afmarkaðar til að hægt væri að draga af þeim nægilega öruggar ályktanir. Þarna var annarsvegar um að ræða spurningar sem lúta að einelti (vantaði tímamörk og etv. einhvers konar skilgreiningu á hugtakinu „einelti“), en hinsvegar þjófnaði (vantaði tímamörk, t.d. „á þessu skólaári“ og einnig spurningu um verðmæti þess sem stolið hafði verið).

Ýmislegt áhugavert kom fram í könnuninni og er kannski þetta helst: a. Langflestum nemendanna líður vel eða frekar vel (90%) b. Tæp 60% telja erfitt að vakna á morgnana og töluvert stór hópur sefur á öðrum tímum sólarhrings en á nóttunni. c. Í ljósi þess að skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli er áhugavert að sjá hvernig neyslu á sykruðum gosdrykkjum er háttað, en um 44% nemenda segjast neyta hálfs lítra slíkra drykkja, eða minna á viku. d. Fram komu nokkrar vísbendingar um einelti í skólanum – 10% sögðust hafa orðið fyrir slíku – 38% höfðu orðið varir við einelti og 7% sögðust hafa tekið þátt. Eins og áður segir ber að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara þar sem ekki var tilgreindur tímarammi, auk þess sem skilgreining á hugtakinu er etv. óljós. Það breytir hinsvegar því ekki, að niðurstöðurnar hringja ákveðnum bjöllum. Skólinn hefur mjög ákveðið viðhorf til þess böls sem eineltið er og 11. grein reglna heimavistar og skóla hljóðar svo: Einelti er ekki liðið í skólanum. Hér telst einnig með rafrænt einelti. Nemandi eða nemendur sem verða uppvísir að slíku, fá áminningu, tiltal, tímabundna eða endanlega brottvikningu af heimavist eða úr skóla, allt eftir alvarleika máls.

e. Tölvunotkun nemenda, sérstaklega pilta, hefur verið talsvert áhyggjuefni undanfarin allmörg ár og það var gerð tilraun til að varpa betra ljósi á hana í könnuninni. Það kemur í ljós annarsstaðar í skýrslunni, að skólasókn pilta og námsárangur virðist í flestum tilvikum vera slakari en stúlkna. Könnunin virðist leiða í ljós, að 40-50% nemenda noti tölvur til annars en náms, í meira en 3 klst. á dag. Spurningin sem lögð var fyrir í könnuninni gerði ekki ráð fyrir því að notkun af þessu tagi færi í stórum stíl upp fyrir 3 klst. – því þyrfti að kanna þessa notkun aftur og þá gera ráð fyrir víðari tímaramma. Ef skoðaður er munurinn á piltum og stúlkum að þessu leyti segjast tæp 60% pilta nota tölvur með ofangreindum hætti í meira en 3 klst. á dag, en 36% stúlkna. Það bíður næstu sjálfsmatsáætlunar að finna tíma til að spyrja spurninga um tölvunotkun sem er með víðari tímaramma – jafnvel 8-10 klst á dag.

9


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

f. Um helmingur nemenda (49%) segist nota áfengi 2x eða oftar í mánuði. Það er ekki hægt að segja að mikill munur komi fram á áfengisneyslu pilta og stúlkna – eini munurinn er að heldur fleiri piltar segjast nota áfengi einu sinni í viku en stúlkur, en á móti kemur að heldur fleiri stúlkur segjast nota áfengi 2-3var sinnum í mánuði. Skólinn fylgir forvarnastefnu sem er að finna á heimasíðu skólans: http://ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=67:forvarnarstefna&catid=77&Itemid=94 Í ársskýrslum fyrir 2010 og 2011 er fjallað talsvert ítarlega um hvernig reglum heimavistar og skóla er framfylgt að því er varðar áminningar í tengslum við neyslu áfengis í eða við húsnæði á vegum skólans. Samhliða öllu því starfi sem unnið er innan skólans, þar með talið heimavistanna og samkomustaða þar sem skólaskemmtanir eru haldnar, að forvörnum og því hvernig tekið er á málum þegar nemendur víkja af þeirri braut sem er ásættanleg í þessum efnum, gerir stjrón skólans og starfsfólk sér fyllilega grein fyrir að áfengisneysla unglinga hverfur líklega seint úr þeim veruleika sem er til staðar, en jafnframt teljum við ástand þeirra mála vera í vel viðunandi ástandi.

Vísað er í skýrsluna um frekari niðurstöður úr könnuninni. Brotthvarf úr skóla Eins og áður hefur verið fjallað um í skýrslum skólans, teljum við að brotthvarf úr einhverjum skóla þurfi ekki endilega að vera eitthvað neikvætt, heldur getur það jafnvel verið hreint ágætt fyrir viðkomandi nemanda/nemendur. Það er hinsvegar mikilvægt að skólinn haldi saman, með formlegum hætti, upplýsingum um ástæður brotthvarfs. Í skólanum liggja slíkar upplýsingar fyrir, þó svo þær hafi til þessa ekki verið birtar sem hluti af skýrslum eða samantektum á starfi skólans, enda er utanumhald með nemendum í svo þéttu samfélagi, harla auðvelt. Frá haustönn 2012 verður allt brotthvarf nemenda hinsvegar skráð formlega og ástæður flokkaðar í samræmi við gátlista frá Mmrn.

hlutfall (%)

Undanfarin 5 ár hefur brotthvarfið á sérhverju skólaári verið með þessum hætti: 2008-9 – 2 nem. 2009-10 – 5 nem. 2010-11 – 4 nem 2011-12 – 3 nem (sjá c. lið hér að ofan) Neysla áfengis í ML vor 2012 2012-13 – 17 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0

Brotthvarf milli skólaára (vors og hausts) hefur verið með þessum hætti undanfarin þrjú ár. 2008 – 2 nem 2009 – 10 nem 2010 – 1 nem 2011 – 18 nem 2012 – 5 nem Tafla 9

oftar en 1x vikuk

1x í viku

2-3x í mán.

sjaldnar

aldrei

4

16

27

45

8

Brotthvarf nemenda milli vors og hausts verður að teljast innan þess sem er viðunandi. Sem fyrr ber auðvitað að halda því til haga, að það voru 7 Stúlkur 4 7 40 40 9 nemendur sem komu ekki að hausti sem hefðu að óbreyttu átt að setjast í 2. eða 3ja bekk. Af þessum 7 sem hurfu af vettvangi (3 stúlkur og 4 piltar) voru 2 sem stóðust ekki flutning milli bekkja og ákváðu að sækja ekki um endurinnritun, 3 ákváðu að sækja um í skóla með námsframboð sem betur hæfði, einn tveir hættu af félagslegum ástæðum, sem auðvitað geta verið af ýmsum toga. Hinsvegar komu í staðinn tveir nýir nemendur inn í 2. bekk. Á haustönn og við lok ársins varð óvenju mikið brotthvarf úr skólanum; 17 nemendur, annað hvort voru búnir að koma sér í þá stöðu, viljandi eða óviljandi, að ekki gat orðið um að ræða framhald á skólavistinni, eða þá að þeir ákváðu að skipta um skóla við annamótin, af ýmsum ástæðum, þá sérstaklega að þeir töldu að öðruvísi nám hentaði betur, eða þá að félagslegir þættir vógu þyngra en svo að áfram yrði haldið, að þeirra mati. Haldin er nákvæm skrá yfir nemendur sem hverfa úr skólanum án þess að ljúka námi og tilgreindar ástæður þess. Piltar

10


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Nám og skólasókn Árið 2012 var óbreytt fyrirkomulag við allt það sem lýtur að skólasókn og fyrir því hefur verið gerð ítarleg grein í síðustu ársskýrslum. Í raun má segja að eina breytingin sem varð á árinu fólst í því að greina kynjamun í skólasókn og í niðurstöðum prófa.

Hlutfall fjarvista pilta og stúlkna 1.-4. tb. 2012 10 Hlutfall

8 6 4 2 0

Heildar F %

Nettó F %

Piltar

8,27

6,26

Stúlkur

5,48

3,56

Tafla 10

hlutfall

Hlutfall fjarvista bekkja 1.-4. tb. 2012 10 8 6 4 2 0

1N

2F

2N

3F

3N

4F

4N

Heildar F% 5,71

1F

4,4

8,1

8,2

8,2

3,6

8,4

7,9

Net F %

2,9

6,5

5,2

5,2

2,1

7,4

6,1

3,9

Tafla 11

Það fer auðvitað ekki á milli mála, þegar tafla 10 er skoðuð, að skólasókn pilta er slakari en stúlkna. Þessi munur getur auðvitað átt sér ýmsar skýringar. Það kemur einnig fram mikill munur milli bekkja í skólasókn, eins og tafla 11 sýnir ljóslega. Þarna sker 3. bekkur N sig allmikið úr, en það endurspeglast síðan í námsárangrinum eins og sjá má í töflu 12.

11


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Til að athuga hvort samsvarandi mun væri að finna í einkunnum við lok haustannar var tafla 12 útbúin:

einkunn

Meðaltal einkunna í 3ja eininga bóklegum áföngum, eftir bekkjum og kynjum - haust 2012 10,0 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0

1F

1N

2F

2N

3F

3N

4F

4N

Allir

6,5

6,3

5,8

6,5

7,1

8,1

6,7

7,2

piltar

5,5

6,0

6,0

5,8

6,8

7,2

5,6

6,7

stúlkur

7,0

6,9

5,6

8,0

7,1

8,8

7,8

8,4

Tafla 12

Ekki er hægt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, enda hefur talsvert verið rætt um kynjamun að því er varðar skólasókn og námsárangur innan skólans undanfarin ár, án þess að það væri beinlínis tekið saman. Tafla 11 sýnir að í sex af 8 bekkjardeildum reynist meðaltal einkunna í 3ja eininga, bóklegum áföngum vera hærra hjá stúlkum – umtalsvert hærra í flestum tilvikum. Tafla 13 sýnir mun á einkunnum pilta og stúlkna eftir bekkjum (árgöngum) þar sem piltar eru lægri í öllum tilvikum, mesti munur í 4ða bekk.

Meðaltal einkunna í 3ja eininga bóklegum áföngum eftir bekkjum 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

Allir 6,4 6,2 7,5 7,0

piltar 5,8 5,9 7,1 6,4

stúlkur 7,0 6,6 7,8 8,1

mismunur -1,2 -0,7 -0,7 -1,7

Tafla 13

Loks er síðan tafla 14, sem sýnir meðaltalseinkunnir allra pilta og allra stúlkna eftir haustönn 2012. Þar sem stúlkur reynast vera 1,1 hærri. Meðaltal einkunna í 3ja eininga bóklegum áföngum eftir kynjum

Piltar Stúlkur

6,2 7,3 Tafla 14

Þegar þessi munur á kynjunum að þessu leyti ber á góma er yfirleitt nefnd sú skýring, að stúlkurnar séu samviskusamari og þá á móti talað um kæruleysi hjá piltum. Það kann vel að vera að þetta sé mikilvæg skýring, en því verður ekki trúað hér að það sé eina skýringin. Miklu líklegra er að eitthvað það sem gerist í umhverfinu, hvort sem það er á heimilum eða í skólum, hafi áhrif á það að stúlkur virðast frekar blómstra í bóklegu námi, sem síðan endurspeglast í stöðugt vaxandi meirihluta þeirra í háskólum. Hér er kallað eftir viðamikilli rannsókn á ástæðum þessarar þróunar, nema samfélagið lýsi sig sátt við þessa stöðu.

Heimavistir og félagslíf Enn er hér þáttur sem ekki hefur tekið breytingum svo neinu nemi á síðustu árum og því er vísað í það sem síðustu skýrslur hafa að segja um hann. Á vorönn 2013 er fyrirhugað að leggja all viðamikla könnun fyrir

12


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

nemendur, sem fjallar um aðbúnað þeirra og aðstöðu á staðnum. Þessi könnun er að talsverðum hluta endurtekning á könnun sem lögð var fyrir nemendur árið 2004.

Foreldrastarf Foreldrafélag skólans (FOMEL) var stofnað 14. apríl, 2011. Síðan þá hefur félagið stigið mikilvæg skerf í samstarfi við skólann, um ýmislegt það sem telst koma nemendunum/unglingunum til góða. Það verður ekki annað sagt en samstarfið fari vel af stað enda hefur valist til setu í foreldraráði fólk sem geymir í huga sér minninguna um hvernig það var að vera ungur.

3 Nám Námsbrautir Nemendur stunduðu nám á tveim námsbrautum til stúdentsprófs, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut. Um nemendafjölda á hvorri braut vísast til upplýsinga í 2c hér að ofan, en það er svipaður fjöldi á brautunum. Í skýrslunni fyrir árið 2011 er fjallað nokkuð um þá stöðu sem vinna við aðlögun að nýjum lögum um framhaldsskóla og nýrri aðalnámskrá var komin í þá. Þau mál voru á svipuðum slóðum á árinu 2012. Skólinn er í ákveðinni biðstöðu varðandi fyrirhugaðar breytingar, ekki síst vegna stöðnunar í kjaramálum kennara. Þá er sú skoðun uppi að þeir skólar sem hlutu nokkuð veglega þróunarstyrki frá ráðuneyti, hljóti að vera skuldbundnir til að veit þeim skólum sem ekki nutu styrkja, leiðsögn.

4 Kennsla Menntun kennara Á vorönn höfðu allir kennarar skólans, utan einn valgreinakennari, tilskilin réttindi. 9 voru með meistarapróf, 4 með 120 ein háskólapróf (m.v. gamlar einingar), 5 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd), 1 kennari var með óformlega menntun og reynslu. Á haustönn störfuðu 6 kennarar í hlutastörfum, sem ekki höfðu tilskilin réttindi: 3 þeirra kenndu valgreinar (3-6 kst á viku: fatagerð, matreiðslu og grafíska vinnslu), 2 voru nemar á 3ja ári HÍ sem leystu hluta íþróttakennslu meðan íþróttakennari var í feðraorlofi, og einn leysti kennslu í einum bóklegum áfanga - sá er í meistaranámi í greininni. Aðrir kennarar höfðu tilskilin réttindi. 9 voru með meistarapróf, 3 með 120 ein háskólapróf og 7 með fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd). Íþróttakennarinn, sem einnig kennir útivist (valgrein þar sem tveir áfangar eru kenndir á hverri önn), tók feðraorlof á haustönn, og tókst að manna stöðu hans með 4 starfsmönnum.

Fjöldi, starfshlutfall, starfsaldur og kyn kennara 9 kennarar voru í fullu starfi við skólann á vorönn, og 9 á haustönn. Í töflu 15 má sjá hvernig kennsluhlutfalli var háttað. Þar eru aðeins þeir starfsmenn tilgreindir sem unnu að einhverjum hluta við kennslu.

Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Fjöldi vor 12

kk kvk

9 3 4 16

5 0 1 6

4 3 3 10

Fjöldi haust 12

kk

kvk

7 4 12 23

4 2 4 10

3 2 8 13

Tafla 15

Tafla 16 tilgreinir starfsaldur þeirra starfsmanna sem unnu við kennslu, stjórnun, námsráðgjöf eða verkefnisstjórnun. 13


Menntaskólinn að Laugarvatni

Starfsaldur >15 ár

10-14 ár 5-9 ár 0-4 ár

Skólaskýrsla 2012

Fjöldi vor 12 7 2 6 4

Fjöldi haust 12 7 1 8 8

Tafla 16

Kennari sem hafði verið í fullu starfi á haustönn 2011 fór í veikindaleyfi frá áramótum til 1. desember. Fyrir hann kom inn kennari í fulla stöðu á vorönn en á haustönn var ráðinn kennari í hluta stöðu hans, en að öðru leyti dreifðist kennslan á kennara sem fyrir voru. Það leynir sér ekki, að kennarahópurinn er að yngjast því miklar tilfæringar eiga sér stað þessi árin í kringum fæðingarorlof og sér ekki fyrir endann á því, sem er auðvitað ánægjulegt, þó svo það geti kallað á ýmiss konar púsluspil. Aðbúnaður kennara Í skólanum er vinnuaðstaða fyrir 13 kennara á svokölluðum kennaragangi, hver með sitt skrifborð og með aðgang að sinni tölvu svo og ljósritunaraðstöðu. Tveir kennarar hafa svo aðstöðu á skrifstofum sínum annars staðar, enda sinna þeir einnig störfum námsráðgjafa og stjórnanda. Kennarar eiga kost á máltíðum í mötuneyti með þeim kjörum að þeir greiða fyrir hráefni. Að jafnaði snæða 10-12 kennarar í mötuneytinu í hádegi. Færri nýta sér aðrar máltíðir dagsins. Þróun kennsluhátta og námsmat Með því að kennarahópurinn hefur verið að yngjast undanfarin ár og kynjahlutföll að breytast hafa kennsluhættir smám saman verið að taka breytingum og þá helst í átt til aukinnar verkefnavinnu sem birtist síðan í minni áherslu á lokapróf. Það hefur nú löngum verið haft á orði, að allt sé gott í hófi og að sígandi lukka sé best. Það á ef til vill einnig við þegar kemur að þessum þáttum. Með breytingum á námsmatsaðferðum þarf að koma tiltekin undirbygging, sem felst aðallega í því að það liggi fyrir í upphafi vegferðar hvað leið verður farin, þó svo markið sem stefnt er að sé ákveðið. Aukin áhersla á símat og verkefnamiðað nám er án efa af hinu góða, og getur komið betur til móts við kröfur og þarfir í nútímanum, en þessir þætti mega aldrei verða að klisjum – einhverju sem klifað er á þangað til það verður merkingarlaust: innihaldið verði ekki aðalatriðið heldur umbúðirnar. Aukin áhersla á þessa þætti hlýtur að kalla á enn vandaðri lýsingu og ígrundun á náminu/námsferlinu en ef um væri að ræða stórt lokapróf. Átaksverkefni Skólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefni Landverndar og er með kennara sem verkefnastjóra er heldur utan um það ásamt umhverfisnefnd skólans. Allt er þar í góðum farvegi og verður úttekt á stöðu skólans í verkefninu á vormánuðum 2013. Eins er skólinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og er þar með kennara/námsráðgjafa sem verkefnastjóra sem er með stýrihóp verkefnisins sér til fulltyngis. Næringarhluta verkefnsins lauk vorið 2012, en heldur þó í raun áfram. Við tók sérstök áhersla á hreyfingu á haustmánuðum 2012 og verður út veturinn, þó það haldi að sjálfsögðu áfram. Erlend samskiptaverkefni Á fyrri hluta ársins var settur af stað undirbúningur fyrir nemendaskiptaverkefni í samvinnu við menntaskóla í Tarm á vestanverðu Jótlandi. Til verkefnisins fékkst styrkur frá NordPlus. Þátttakendur af hálfu ML eru nemendur sem nú eru í 2. bekk náttúrufræðibrautar, en tveir kennarar, annar er náttúrufræðakennari og hinn enskukennari unnu að undirbúningnum. Á haustmánuðum kom nemendahópur frá danska skólanum og með því hófust samskiptin á tilteknum líffræðiverkefnum. Enskukennarinn var þá barnshafandi og því varð úr, að aðstoðarskólameistari, sem einnig er enskukennari, hleypur í skarðið og fylgir , ásamt líffræðikennaranum, hópnum til Danmerkur í apríl 2013. Samskiptmál hópanna er enska.

14


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

5 Stjórnun Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna Öll störf hafa skilgreint verk- og ábyrgðarsvið, annað hvort í reglugerðum s.s. fyrir stjórnendur, náms- og starfsráðgjafa, bókasafns- og upplýsingafræðing og kennara eða með starfslýsingum sem mótaðar hafa verið. Þar er um að ræða skólaritara/fulltrúa, húsbónda, húsfreyju, vistarvörð, umsjónamann fasteigna, forvarnarfulltrúa og verkefnastjóra. Ræstitæknar eru á tímamældri ákvæðisvinnu og starfsfólk í þvottahúsi og mötuneyti sem og gjaldkeri/bókari mötuneytisins er starfsfólk Mötuneytis ML sem er sjálfseignarstofnun. Starfslýsing þeirra er í kjarasamningum. Nefna má að umsjónarmaður fasteigna er jafnframt húsbóndi á heimavist og forvarnarfulltrúi. Skólinn státar af afskaplega hæfu fólki í sínum störfum. Mikil þörf er á að endurskoða kjarasamninga kennara. Uppbygging þeirra er og hefur lengi verið dragbítur á framþróun. Það þarf að innleiða að nýju hvatakerfi til námskeiða að vori hjá framhaldsskólakennurum. Auka þarf að miklum mun við námskeiðsframboð, endurmenntunarframboð í júnímánuði fyrir starfandi framhaldsskólakennara. Þar þarf stjórnunarþáttur skólameistara/rektora/skólastjóra að vera óskoraður í þá átt að þeir hafi vald til að skipa kennara á námskeið. En að auki eru laun framhaldsskólakennara allt of lág. Meðalaldur þeirra er einnig mjög hár horft til framhaldsskóla í heild og viðbúið er að það verði erfitt árferði í rekstri framhaldsskóla eftir nokkur ár vegna sívaxandi þarfar á nýliðun.

Mat á skólastarfi Í sjálfsmatsnefnd eiga sæti, sem fyrr, fimm, auk aðstoðarskólameistara, sem er formaður nefndarinnar. Þetta eru 2 fltr. nemenda, 1 fltr. kennara, 1 fltr annars starfsfólks og 1 fltr. foreldra. Sjálfsmatsáætlun fyrir 2011-2013 gerir ráð fyrir föstum liðum, svo sem verið hefur: Áfangamati á haustönn og vorönn og könnun meðal 5 ára stúdenta í maí. Að öðru leyti var gert ráð fyrir eftirfarandi á árinu: 1. Samantekt á þróun einkunna í íslensku, stærðfræði og ensku eftir áföngum (grunnskólaeinkunn (Samræmt próf?) 103 og 403) 2005-2010 2. Líðan nemenda - könnun 3. Skýrsla um sjálfsmat 2011 4. Úrvinnslu á könnun á líðan nemenda lokið og skýrsla skrifuð. 5. Undirbúningur fyrir könnun meðal nemenda á einhverjum þeirra þátta sem voru kannaðir veturinn 2003-4

Framkvæmd áætlunarinnar á árinu var sem hér segir: 1. Samantekt á þróun einkunna í íslensku, stærðfræði og ensku eftir áföngum (grunnskólaeinkunn (Samræmt próf?) 103 og 403) 2005-2010 Það verður að segja hverja sögu eins og hún er: ekki tókst að leggjast í þessa vinnu. Meginástæður þess eru væntanlega þær að skort hafi sannfæringu um að samantekt af þessu tagi myndi breyta einhverju. Ekki liggur fyrir hvort farið verður í þessa vinnu, en það bíður næstu áætlunar sjálfsmatsnefndar. 2. Líðan nemenda – könnun. Könnunin var lögð fyrir nemendur á vorönn og úrvinnslu lauk á haustönn. Hér að ofan hefur verið gerð grein fyrir helstu niðurstöðum, auk þess sem skýrslu um könnunina er að finna á vef skólans: http://www.ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90

3. Skýrsla um sjálfsmat 2011 var unnin og birt á vef skólans: http://www.ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90

4. Vísast í lið 2 5. Undirbúningur fyrir könnun meðal nemenda á einhverjum þeirra þátta sem voru kannaðir veturinn 2003-4. Vinna fór af stað á haustönn og tók mið af því að útbúin skyldi könnun á aðbúnaði og aðstöðu nemenda sem fæli í sér samanburð milli ástands mála þá og nú. Könnunin sem mið er tekið af, var afar umfangmikil, en nemendur svöruð 123 spurningum á pappír (sjá hér: http://www.ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90) . Sjálfsmatsnefnd var á einu máli um að slík könnun væri of viðamikil til að vænta mætti góðrar og ígrundaðrar svörunar. Því fólst vinnan á haustönn aðallega í því annarsvegar, að fækka spurningum frá hinni viðamiklu könnun á aðbúnaði og aðstöðu sem var lögð fyrir nemendur 2003-4 og hinsvegar að endurorða ýmsar spurningar sem nefndin taldi að yrði til 15


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

bóta. Við lok haustannar var búið að skera spurningafjöldann niður um tæpan helming. Undirbúningur hélt síðan áfram í janúar. Fyrir utan þá þætti sem áætlunin gerir ráð fyrir var eftirfarandi tekið saman: a. yfirlit yfir nettófjarvistir veturinn 2010-11: http://www.ml.is/index.php?option=com_content&view=article&id=63&Itemid=90)

b. Samanburður á skólasókn pilta og stúlkna á fyrstu 4 tímabilum haustannar (sjá tafla 10 fyrir ofan) c. Samanburður á hlutfalli fjarvista bekkja á fyrstu 4 tímabilum skólasóknar á haustönn (tafla 11 fyrir ofan) d. Fjöldi fjarvista í hverjum bekk á 1.-9. tímabili 2011-12.

14

fjöldi fjarvista

12

Skólasókn 2011-2012 (NETTÓ = F-frádráttur)

10 8 6 4 2 0

1F

1N

2F

2N

3F

3N

4MF

4N

1. tímabil

3,71

3,14

4

3,9

7,3

4,2

4,5

5,9

2. tímabil

3,64

4,24

4,2

2

6,5

4,2

3,9

4,3

3. tímabil

5,55

4

4,63

1,6

7,4

6,3

5,8

4,3

4. tímabil

7,23

4,5

5,05

2,5

8,6

5,3

3,8

5,1

5. tímabil

12,4

8,6

7,16

4,5

8

6,6

10,6

6,5

6. tímabil

6,98

5,3

3,66

2,3

6,6

7,8

4,6

6,5

7. tímabil

8,42

4,6

7,71

2

5,8

5,4

8,4

4,9

8. tímabil

10

5,6

8,94

1,9

8,8

7,3

4,4

8,2

9. tímabil

9,7

6,1

11,2

1,3

4,1

6,1

4,3

3,8

Tafla 17

Tekið var saman fjarvistahlutfall eftir bekkjum á haustönn, en það birtist í töflu 18.

Skólasókn haustönn 2012 (Nettó= F-frádráttur) Hlutfall fjarvista

12 10 8 6 4 2 0

1F

1N

2F

2N

3F

3N

4F

4N

1. tímabil

5,2

2,8

6,6

6,4

8

4,7

5,6

6,5

2. tímabil

1,8

2,7

7,9

5,7

4,4

1,5

5,6

4,8

3. tímabil

3,7

3,2

4,6

3,7

2,2

0,5

6,5

6,5

4. tímabil

4,5

3,2

6,7

4,8

5,5

1,3

10,3

6,3

5. tímabil

4,6

3,4

7,6

10,3

6,9

1,8

7

5,7

Tafla 18

Fyrir utan þessar samantektir var fram haldið að skrá inn upplýsingar sem lúta að aðsókn, brottfalli, kynjaskiptingu, brautaskiptingu og ýmsu öðru sem er reglulega uppfært. 16


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

Hvernig hefur tekist til við að nálgast þau markmið sem sett voru fram í skólasamningi 2010-2012.

1. Nemendur Meginmarkmið 1

Kynna nám í skólanum í grunnskólum á Suðurlandi með það í huga að laða að nemendur sem uppfylla inntökuskilyrði skólans.

Deilimark mið

Meginmarkmið 2

staða gekk eftir

Náms- og starfsráðgjafi/skólameistari/aðstoðarskólameistari fari ásamt að jafnaði tveimur nemendum ML í grunnskóla á Suðurlandi og kynni ML. Halda áfram að bjóða nemendum í grunnskólum á Suðurlandi á kynningardag ML ár hvert.

x/x

Nemendafjöldi verði sem næst 160 í skólanum.

Deilimarkmið

Meginmarkmið 3

Haldið verði áfram að kynna ML í grunnskólum Suðurlands og einnig að bjóða þeim skólum á kynningardag ML. Unnið markvisst gegn brottfalli með skýrum ramma um nám og líf nemenda. Einfaldir en ákveðnir ferlar sem unnið er eftir við framkvæmdina.

gekk eftir

x

gekk eftir að hluta.

(x)

Styðja vel við nemendur skólans sem eru með annað móðurmál en íslensku.

Deilimarkmið

Meginmarkmið 4

Vinna eftir móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Sú áætlun er í skólanámskrá ML.

áætlun liggur fyrir- enginn nemandi í þessari stöðu í skólanum.

x

Styðja eins og kostur er við þá nemendur skólans sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar.

Deilimarkmið

Fá 4. bekk til að sjá áfram um stoðkennslu. Samráðsfundir náms- og starfsráðgjafa og kennara 1. bekkjar verði áfram haldnir í tengslum við miðannaramat.

Efla boðleiðir náms- og starfsráðgjafa og kennara nemenda í 2. bekk með sérstökum samráðsfundi í tengslum við miðannarmat. Umsjónarkennarar séu vakandi fyrir stöðu nemenda sinna, ræði við þá þegar vandamál koma upp og hvetji þá áfram.

gekk eftir gekk eftir, en ekki taldir skila því sem þeim var ætlað og því ekki fyrirhugað framhald á. er enn verið að vinna að Allir nemendur í 1. bekk teknir í viðtal 1x á önn (í tengslum

x x

(x)

við miðannarmat).

Meginmarkmið 5 og 6

Nemendum líði vel í skólanum og Stuðla að litlu brotthvarfi Reglur séu skýrar og nemendur þekki þær Reglum sé fylgt eftir Vel sé haldið utan um allt sem snýr að nemendum Nemendum sé sýnd umhyggja

Meðalhófsreglunnar sé ávallt gætt Námráðgjafi haldi til haga yfirliti yfir ástæður þess að nemendur hverfa frá námi á miðri önn eða á annarskilum

Meginmarkmið 7

reglum hefur ekki verið breytt og þær eru kynntar sem fyrr. gekk eftir stöðugt unnið að því að bæta- foreldraráð kemur sterkt inn Starfsmenn skólans eru að jafnaði sýnilegir í umhverfi nemenda allan sólarhringinn og til staðar ef eitthvað bjátar á. Ávallt og meðvitað hluti af ákvörðunum í tengslum við málefni nemenda. Frá áramótum 2012-13 er þessum upplýsingum haldið formlega saman.

x x

x

x -

Foreldrastarf sé virkt

Deilimarkmið

Fundir séu haldnir reglulega í foreldraráði Foreldraráð og stjórnendur haldi upplýsinga- og fræðslufundi handa foreldrum árlega

Kannski ekki reglulega, en jafnt og þétt Foreldraráð og forvarnafltr. skólans áttu í samvinnu um forvarnaverkefni,

x x

2. Nám Meginmarkmið 1 Deilimarkmið

Meginmarkmið 2 Deilimarkmið

Bjóða upp á fjögurra ára nám á tveimur brautum til stúdentsprófs, á náttúruvísindabraut og félags- og hugvísindabraut. sama

hluti af stfnumótunarferli

-

Hugað verði að skilgreiningu framhaldsskólaprófs fyrir þá sem ljúka umtalsverðu námi án þess að stefna beint á stúdentspróf. Þessi umræða verði tekin upp hjá stýrihópi á þessu ári (2011).

17

hluti af stefnumótunar-

-


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012 og innleiðingarferli

3. Kennsla Meginmarkmið 1 Deilimarkmið

Meginmarkmið 2 Deilimarkmið

Laða að vel menntaða og hæfa framhaldsskólakennara til starfa þegar nýliðunar er þörf. Áfram verði kennurum boðið að borða í mötuneyti ML á hagstæðu verði. Vinnuaðstaða kennara verði bætt enn frekar og endurgerð kennaragangs verði lokið innan tíu ára. Unnið verði að því að efla Laugarvatn sem fjölbreytt atvinnusvæði með eflandi samvinnu við sveitarfélagið, fyrirtæki á svæðinu og aðra skóla.

Deilimarkmið

x (x)

Áfram var unnið, en engir utanaðkomandi sérfræðingar kallaðir til. hefur ekki verið fylgt eftir með beinum hætti

(x)

(x)

Stöðugt verði unnið að þróun kennslu Áfram verði unnið að starfendarannsóknum með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga.

Hlutfall þeirra nemenda sem eru mjög ánægðir/ánægðir með kennsluna fari ekki undir 89% á næstu þrem árum. (Er nú 86%).

Meginmarkmið 3

gekk eftir unnið var áfram að þessu verki aðallega felst þetta í óbeinum áhrifum

-

Námsmat verði fjölbreytt Kennarar hvattir til og veitt aukið svigrúm til að þróa námsmat í sínum greinum.

kennurum var gefinn lausari taumum við námsmat, en ræða þarf framkvæmdina betur.

(x)

4. Stjórnun Meginmarkmið 1

Verk- og ábyrgðarsvið starfsmanna sé skýrt og skilvirkt.

Deilimarkmið

Áfram verði unnið að því að starfslýsingar séu til fyrir öll störf. Vinnuferlar séu skýrir og starfsmenn meðvitaðir um þá.

Meginmarkmið 2 Deilimarkmið

Meginmarkmið 3 Deilimarkmið

Meginmarkmið 4 Deilimarkmið

ekki formlega, en rætt talsvert stöðugt unnið að

(x) x

Meta hina ýmsu þætti skólastarfsins reglulega. Sinna sjálfsmati í samræmi við sjálfsmatsáætlun eins og hún er hverju sinni. Endurskoða sjálfsmatsáætlun árlega Samanteknar niðurstöður sjálfsmats séu birtar á heimasíðu skólans.

gekk eftir gekk eftir gekk eftir

x x x

Jafnræðisreglunnar og meðalhófsreglunnar sé gætt í hvívetna við stjórnun skólans. Hlutlægt mat á árangri stjórnunar fæst með könnunum meðal starfsmanna og nemenda.

gekk ekki eftir – bíður næstu áætlunar

-

Stjórnun sé lýðræðisleg og í samræmi við lög og reglugerðir um stjórnsýslu opinberra stofnana. Hlutlægt mat á árangri stjórnunar fæst með könnunum meðal starfsmanna og nemenda.

könnun á þessum þætti bíður næstu áætlunar um sjálfsmat.

-

gekk eftir

x

áætlanir hafa staðist

x

gekk eftir

x

5. Fjármál, rekstur, aðbúnaður Meginmarkmið 1 Deilimarkmið

Meginmarkmið 2 Deilimarkmið

Meginmarkmið 3 Deilimarkmið

Reka skólann á fjárlögum ár hvert. Gerðar séu raunhæfar áætlanir um rekstur skólans.

Ávallt sé stefnt að sem bestri nýtingu á fjármagni og fjármunum. Gerðar séu raunhæfar áætlanir um rekstur skólans.

Aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. Árlega sé farið yfir það hvort bæta þurfi aðbúnað og gert ráð fyrir því í rekstraráætlun.

6. Samstarf við aðra Meginmarkmið 1 Deilimarkmið

Meginmarkmið 2 Deilimarkmið

Meginmarkmið 3 Deilimarkmið

Vinna áfram að góðu samstarfi við ýmsa aðila á Laugarvatni og annars staðar í Bláskógabyggð sem og aðrar menntastofnanir á Suðurlandi. sama

unnið að þessu leynt og ljóst

x

Styðja við íþróttastarfsemi nemendafélagsins Mímis og viðhalda góðu samstarfi við ungmennafélag staðarins, Ungmennafélag Laugdæla og Íþróttafræðasetur Háskóla Íslands. Semja í upphafi hvers skólaárs við Háskóla Íslands um svokallaða ML tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni.

gekk eftir

x

Viðhalda samstarfi samkvæmt samningi við Landsbjörgu og Björgunarsveitina Ingunni, á grundvelli útivistaráfanga skólans. sama

Þessi samningur er ekki lengur í gildi og ekki áform um endurnýjun.

18

x


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

6 Stjórnunarhættir Sömu einstaklingar hafa leitt það starf sem unnið er í skólanum, um alllanga hríð, eða frá því í kringum aldamót. Eins og áður hefur komið fram, voru síðast lagðar kannanir á viðhorfum til stjórnunar skólans, haustið 2006. Það má með réttu halda því fram að kominn sé tími á að leggja slíka könnun fyrir aftur. Ákvörðun um það bíður endurskoðunar sjálfsmatsáætlunar haustið 2013. Stjórnendur skólans eru tveir í 100% starfshlutfalli hvor.

7 Samstarf Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir Skólinn á ávallt í talsverðum samskiptum við ýmsa aðila, hvort sem er á Laugarvatni, í Bláskógabyggð eða Suðurlandi, að öðru leyti. Þessi samskipt eru ekki í neinum formlegum farvegi enn sem komið er, enda flest þess eðlis að þau kalla ekki á slíkt.

Íþróttamál Nemendur skólans sækja íþróttatíma samkvæmt stundaskrá, í íþróttahús Íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands. Þar fyrir utan greiðir skólinn fyrir frjálsa íþróttatíma sem nemendafélagið Mímir sér um að skipuleggja.

Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn Fyrir nokkrum árum var gerður samningur við Landsbjörgu, sem fól í sér að nemendur sem lokið höfðu 8 eininga vali í Útivist, gátu öðlast með viðbótarnámskeiðum réttindi sem kallast Björgunarmaður I. Aðsókn nemenda að þeim námskeiðum var mjög lítil, aðallega vegna kostnaðar sem þeir þurftu sjálfir að bera. Samningur þessi er fallinn úr gildi og er ekki á áætlun að endurnýja hann að sinni.

8 Sérverkefni Rekstur heimavistar er sérverkefni skólans samkvæmt skólasamningi. Mikil áhersla er lögð á skipulag, skýrleika reglna, eftirfylgni og jákvæðan aga í heimavistarmálum. Aðbúnaður á heimavistum er í framfaraátt þó ekki sé búið að ljúka öllum þeim framkvæmdum sem stefnt er að. Störf vistarfólks sem eftirlitsaðila, félaga og stuðningsaðila eru afar mikilvæg og ómetanleg. Nú eru þar starfandi þrír starfsmenn í 2,25 stöðugildum. Haustið 2012 voru 180 nemendur innritaðir í skólann, talsvert umfram það sem spá gerði ráð fyrir, en það helgaðis fyrst og fremst af því að brotthvarf nemenda milli skólaára reyndist minna. Þetta hafði það í för með sér að nauðsynlegt reyndist að vísa 10 nemendur til vistar í gömlu, en uppgerðu heimavistarhúsi Héraðsskólans, Hlíð. Þá fengu nokkrir nemendur úr 4. bekk inni í gistiheimili. Verði aðsókn að skólanum óbreytt blasir við að áfram þurfi að nýta þessa kosti. Viðvarandi aukninga á áhuga á námsvist í skólanum kallar ekki aðeins á aukið heimavistarrými, heldur einnig viðbótar kennslurými, auk þess sem mikil þörf verður fyrir rými sem myndi hýsa félagsaðstöðu nemenda og stærri viðburði í skólalífinu.

9 Fjármögnun Rekstur og laun Vísað er einnig í skólaskýrslur liðinna ára vegna þessa liðar. Á árinu 2012 tókst að reka skólann skv. áætlun með miklu aðhaldi. Það verður að segjast að álag á starfsmenn hefur aukist mjög, svo að undirritaðir hafa af því verulegar áhyggjur. Auknar kröfur til skólans frá samfélagi, ráðuneytum og nemendum kalla á aukinn mannskap, menntaðan til þeirra verka. Ekki eru til peningar til þess að ráða fleiri starfsmenn ! Nemendafjöldinn á haustönn 2012 var 180, fækkaði um 17 á vorönn 2013 (sjá bls. 4-5) en áætlun gerir ráð fyrir að hann verði 176 næsta haust. Forsenda stöðugleika í fjölda nemenda er, að námsleg staða þeirra sem 19


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

í skólann sækja sé viðunandi. Skólinn mun áfram vera bóknámsmenntaskóli með bekkjarkerfi og vera með það markmið að búa nemendur sem best undir framhaldsnám (háskólanám og sérskólanám herlendis sem erlendis). Því er það enn sem fyrr og verður aðalsmerki skólans í framtíðinni að vera með eðlilega kröfumikið nám til að ná því markmiði, en um leið eins fjölþætt og hann ræður við innan þess fjárhagsramma sem honum er skapaður. Skólinn er fyrst og fremst bóknámsskóli með hátt þjónustustig.

Viðhald húsnæðis Endurnýjun salerna í skólahúsinu lauk á árinu 2012 og eru þá endurbætur langt komnar í skólahúsinu. Eftir er þó að endurnýja þar svonefndan kennaragang á gömlu vist svo og félagsaðstöðu nemenda í N-stofu svo og að endurnýja hurðarvegg þar en allt þetta eru miklar framkvæmdir. Tröppur upp að Fjarvist og í Garði voru endurnýjaðar og lagðar hitalögn. Vatnsinntaka skólahúss og heimavista var mikið endurnýjað s.s. með endurnýjun á forhiturum. Margt var unnið í tölvukerfi skólans á árinu 2012, endurnýjun og viðhald tækjabúnaðar en einnig var sett upp nýtt stýrikerfi sem býður upp á mikla möguleika, svo nefnt Office365 frá Microsoft. Einnig var hafin vinna við uppsetningu tilkynningaskjáa í skólahúsi og á vistum. Því verki lauk nú á vorönn 2013. Starfsmannahúsið Tröð var lagfært nokkuð, en af rekstrarfé skólans. Mörgu er lokið en margt er eftir við endurnýjun á skólahúsnæðinu sem fyrr sagði, og einnig á heimavistum og umhverfi. Skipta þarf út í kennslustofum ónýtum tússtöflum sem eru frá því upp úr 1980. Sturtuklefar á Nös eru að gefa sig, þeir þarfnast endurnýjunar. Svona mætti lengi telja. Gömul hús þarfnast stöðugs viðhalds og endurnýjunar. Endurnýja þarf álmu II Nös með sama hætti og álma I Nös var endurnýjuð árið 2002. Breyta þarf tveggja manna herbergjum í eins og tveggja manna herbergi með baði. Að þessu er stefnt að vinna veturinn 20132014. Endurnýja þarf svonefndan kennaragang, gamla heimavist í skólahúsinu sem nýtt er sem vinnuaðstaða, skrifstofur, geymslur, ljósritun, kennarastofa o.fl. Leggja þarf upphitaðan göngustíg milli gamla Héraðsskólans og aðalbyggingar Menntaskólans og með því ljúka við það sem komið er við endurbætur héraðsskólahússins. Það þarf að leggja slitlag á bílastæði ofan við Garð, endurnýja hellulagðan göngustíg milli Nasar og Kasar og endurnýja, endurhanna og stækka bílastæði við heimavistarhúsin Nös og Kös. Þá er orðið aðkallandi að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi í kringum húsnæði skólans með öryggissjónarmið í huga. Ánægjulegt er að sjá að líf fer að færast í héraðsskólahúsið að nýju. Mikilvægt er að sú starfsemi sem héraðsskólahúsið fær hæfi staðsetningu þess, byggingarstíl og sögu og hafi margfeldisáhrif inn í samfélagið og sýsluna, sem og landið allt. Að starfsemin sé lifandi og húsið þá lifandi. Þetta er sögufrægt hús og merkisberi byggingarstíls þess. Eins má líta á húsið sem fánabera gömlu héraðsskólanna. Í framhaldi af nýju hlutverki héraðsskólahússins mun menntaskólinn þurfa að losa á þessu ári og næstu árum starfsmannaíbúðir þær sem hann hefur haft þar til umráða. Mun það skapa mikinn vanda sem þarf að leysa. Eins þarf að leysa aukna þörf skólans fyrir vistarrými.

10 Samantekt Þó svo Menntaskólinn að Laugarvatni sé ekki meðal fjölmennustu framhaldsskóla landsins má ljóst vera af því sem hér hefur verið fjallað um, að þar er í mörg horn að líta. Sannarlega er sá þáttur sem snýr að nemendum skólans langstærstur. Þó enn sé mörgu ólokið, sem miðar að því að skapa skóla- og heimavistarumhverfi sem fullnægir að öllu leyti kröfum sem hægt er að gera til 20


Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólaskýrsla 2012

uppeldisaðstæðna fólks á mótunarskeiði, þá teljum við að skólinn sé á réttri leið í starfi sínu. Stöðugt erum við, sem hér störfum, að leita leiða til að efla nemendur í því sem almennt telst skipta sköpum varðandi varðandi líf þeirra til framtíðar. Fyrir utan námsástundun, félagsfærni, virðingu fyrir sjálfum sér og fleiri slíka þætti, er skólinn þátttakandi í grænfánaverkefninu og heilsueflandi framhaldsskóli. Það sem líklega má einna helst finna að í þessum efnum er að þrátt fyrir góðan vilja hér innanhúss til að ala nemendur upp í stöðugt aukinni ábyrgð á sjálfum sér, hneigjumst við til að veita þeim, í allmörgum þáttum, of mikla þjónustu og of mikið utanumhald. Það má gera ráð fyrir að ástæður þess eigi að talsverðum hluta rætur að rekja til þess að foreldrar/forráðamenn verða stöðugt meira vakandi fyrir velferð barna sinna og gera í krafti þess kröfur um þjónustu og utanumhald sem ætti þá að minnka eftir því sem nemendur ganga í gegnum skólann. Það er hinsvegar svo að með því að skólanum er gert að gæta jafnræðis meðal nemenda og því verður það sama yfir alla að ganga óháð aldri þeirra. Það er verðugt verkefni að finna leiðir sem stuðla að því að auka ábyrgð nemenda á lífi sínu eftir því sem ofar dregur. Sannarlega er það markmið okkar að kennarar og aðrir starfsmenn sinni störfum sínum af metnaði og fagmennsku í hvívetna og að smám saman hækki menntunarstig kennara. Því er ekki að neita að slík þróun tekur langan tíma og það verður að játast að þar eru starfsmannalög ríkisins nokkur þröskuldur. Húsnæðismál skólans eru ávallt til umræðu. Endurnýjun húsbúnaðar og viðhald húsnæðisins að öðru leyti er stöðugt baráttumál. Gott viðhald og hlýlegt umhverfi skiptir afar miklu í skólastarfi og því mikilvægt að sinna þeim þáttum af kostgæfni í samræmi við áætlanir þar um. Laugarvatni 12. mars 2013,

Halldór Páll Halldórsson skólameistari

Páll M. Skúlason aðstoðarskólameistari

21

Skólaskýrsla ársins 2012  
Skólaskýrsla ársins 2012  
Advertisement