Page 1

1


Efnisyfirlit 1 Inngangur ................................................................................................................................ 3 2 Nemendur ................................................................................................................................ 4 a.

Kynning á skólanum........................................................................................................ 4

b. Innritun ............................................................................................................................ 4 c.

Nemendafjöldi ................................................................................................................. 6

d. Stuðningur við nem með annað móðurmál en íslensku .................................................. 8 e.

Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar ........................ 8

f.

Líðan nemenda í skólanum ............................................................................................. 8

g.

Brotthvarf úr skóla .......................................................................................................... 9

h. Foreldrastarf .................................................................................................................. 12 3 Nám ....................................................................................................................................... 12 a.

Námsbrautir ................................................................................................................... 12

b. Framhaldsskólapróf ....................................................................................................... 12 4 Kennsla .................................................................................................................................. 13 a.

Menntun kennara ........................................................................................................... 13

b. Fjöldi, starfshlutfall og starfsaldur ................................................................................ 13 c.

Aðbúnaður kennara ....................................................................................................... 13

d. Þróun kennsluhátta ........................................................................................................ 13 e.

Námsmat........................................................................................................................ 13

5 Stjórnun ................................................................................................................................. 14 a.

Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna ......................................................................... 14

b. Mat á skólastarfi ............................................................................................................ 14 6 Stjórnunarhættir ..................................................................................................................... 16 7 Samstarf ................................................................................................................................. 16 a.

Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir ..................................................................... 16

b. Íþróttamál ...................................................................................................................... 16 c.

Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn ....................................................................... 16

8 Sérverkefni ........................................................................................................................... 17 9 Fjármögnun ........................................................................................................................... 17 a.

Rekstur og laun .............................................................................................................. 17

b. Viðhald húsnæðis .......................................................................................................... 18 10 Samantekt ............................................................................................................................ 19

2


1 Inngangur Skýrslan þessi var unnin að mestu á upphafsmánuðum ársins 2011, og þess freistað að innihald hennar og efnistök tæki mið af markmiðasetningu eins og hún birtist í 2. kafla skólasamnings. Af þeim sökum fer ekki hjá því, að efnstökin séu talsvert ólík því sem verið hefur í skýrslum undanfarinna ára. Á árinu 2010 starfaði stýrihópur um stefnumótun fyrir skólann. Hann fundaði reglulega og meðal þeirra atriða sem hann fjallað talvert um, var markmiðasetning. Í þeirri umræðu var hugsunin sú, að um væri að ræða markmið sem tækju formlega gildi um leið og ný skólanámskrá, sem sett verður á grundvelli nýrra laga og nýrrar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla. Engu að síður draga þau almennu markmið, sem stýrihópurinn hefur fjallað um, dám af þeim markmiðum sem skólinn hefur unnið eftir undanfarin ár, hvort sem þau hafa verið orðuð með formlegum hætti áður, eða hafa verið í gildi sem hluti af skólamenningunni og ekki verið skráð. Vissulega eru einnig komin inn í aðalmarkmið skólans ýmis stefnumál sem stýrihópur telur mikilvægt að unnið sé að nýju umhverfi. Enn sem fyrr vill skólinn halda á lofti einkunnarorðum sínum, sem birtast í merki hans: MANNGILDI - ÞEKKING - ATORKA, sem eru lýsing Baldvins Einarssonar, sem gaf út tímaritið Ármann á Alþingi á árunum 1829-1832, á skilningi sínum á hugtakinu HUMANISMUS. Þessi einkunnarorð hefur stýrihópurinn ávallt haft til hliðsjónar í umræðu sinni og er einhugur um að þau skuli vera leiðarljósið hér eftir sem hingað til. Þar sem vinnu stýrihópsins er langt í frá lokið, og mikil umræða á eftir að fara fram meðal starfsfólks, nemenda og annarra hagsmunaaðila, er ekki rétt að líta á þau markmið sem stýrihópurinn hefur sett fram, sem endanleg. Þau eru hinsvegar grunnpunktar í þeirri vinnu sem í gangi er og munu væntalega ekki taka neinum grundvallarbreytingu að innihaldi, þó svo formið kunni að breytast. Aðalmarkmið Menntaskólans að Laugarvatni snúa að eftirtöldum þáttum: A. Undirbúningur fyrir framhaldsnám o Skapandi og fjölbreytt skólastarf o Krefjandi nám o Vinnubrögð, gagnrýnin hugsun, upplýsingatækni o Notkun fræðilegs efnis o Efling sjálfsaga o Fjölþætt verkefni nemenda o Íslenskt mál B. Undirbúningur fyrir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi o Rammi um skólastarf og félagslíf o Sjálfstraust, siðferðisvitund, umburðarlyndi o Heilbrigður lífsstíll, forvarnir o Umhverfið og verðmæti þess o Menningarverðmæti o Samfélagsleg ábyrgð, ábyrgð á sjálfum sér

3


2 Nemendur a. Kynning á skólanum Á árinu var formlegri kynningu á skólanum háttað með sama hætti og verið hefur um nokkurt skeið: Annarsvegar felst þessi kynning í því að nemendum úr 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Suðurlandi, að undanteknum nemendum grunnskóla á Selfossi, er boðið í heimsókn í skólann í nóvember. Þessi dagur gengur undir nafninu ML-dagurinn. Gestirnir koma með fylgdarfólki um hádegisbil og er boðið til hádegisverðar. Því næst hefst íþróttakeppni í íþróttamiðstöð HÍ, þar sem lið frá skólunum keppa í körfuknattleik og skák. Að því búnu taka nemendur ML við og leiða gestina um húsnæði skólans og segja frá ýmsu því sem fyrir augu ber og veita margvíslegar upplýsingar um skólann og dvölina. Hluti af leiðsögninni felst í því að kynna kennara skólans fyrir gestunum, en þeir taka á móti gestunum í stofum sínum með stuttri dagskrá. Að loknum kvöldverði er grunnskólanemendunum boðið að vera viðstaddir söngkeppni skólans, Blítt og létt, áður en þeir halda til síns heima. Þessi dagur, á hverju hausti hefur verið fastur liður í starfi skólans um nokkurra ára skeið, og er talinn hafa skipt umtalsverðu máli í þeirri auknu aðsókn sem vart hefur orðið að undanförnu. Það sem telja má fram sem ákveðinn galla á því fyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið, að bjóða bæði nemendum 9. og 10. bekkja grunnskólanna, er, að sumir skólanna hafa staðið fyrir ferðum annað hvort ár í stað þess að koma árlega, í sparnaðarskyni. Eftir ML-daginn í nóvember s.l. var rætt um að breyta fyrirkomulaginu og bjóða aðeins nemendum úr 10. bekk, en ákvörðun hefur ekki verið tekin um það enn. Hinsvegar hefur námsráðgjafi skipulagt heimsóknir í alla grunnskóla á Suðurlandi á vorönn, ýmist með því að hafa að þeim frumkvæði, eða þá að grunnskólarnir hafa skipulagt kynningar fyrir nemendur og foreldra þar sem eru fulltrúar frá Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt námsráðgjafa og nemenda/nemendum frá ML. Það var að ósk frá ML sem skólarnir hafa verið að taka upp þennan hátt í auknum mæli á síðustu árum, en okkur hefur þótt afar mikilvægt að ná sambandi við foreldra með þessum hætti og við teljum að þessir fundir hafi skilað talsverðri aukningu í aðsókn. Einnig hefur aukist mjög, enda hvatt til þess á kynningum í grunnskólunum, að foreldrar komi í heimsókn með börnum sínum í skólann til að kynna sér starfsemi hans og húsakynni. Þessar heimsóknir eru að jafnaði á vorönn. b. Innritun Í framhaldi af því að samræmd próf upp úr grunnskóla voru lögð af, skilgreindi skólinn lágmarkskröfur vegna innritunar á fyrsta ár. Þær koma fram á töflu 1 Félagsfræða- Náttúrufræðabraut braut Íslenska 6 6 Enska 5 5 Danska Samfélagsgreinar 6 Stærðfræði 5 6 Náttúrufræði 6 Grein

Einnig verður við mat á umsóknum horft til búsetu, annarra einkunna, skólasóknar sem og annarra gagna og upplýsinga sem fylgja umsækjanda.

tafla 1

4


Vorið 2010 var aðsókn að Menntaskólanum svo mikil að það þurfti að hafna tæplega 20 umsækjendum inn á fyrsta námsár. Námsmat haustannar 2010 leiddi í ljós, m.a. með lokaprófum áfanga, að misræmi reynist nokkuð mikið milli skólaeinkunnar í lok 10. bekkjar og gengis í skólanum á fyrstu önn. Í langflestum tilfellum eru einkunnir í lok haustannar í nokkru lægri en skólaeinkunnir í lok 10. bekkjar og er það sérstaklega áberandi í stærðfræði. Þar reyndist munurinn vera á bilinu nánast enginn, upp í að vera 6 heilir. Fjöldi nemenda sýndi misræmi upp á 5 heila í stærðfræði. Ekki hefur verið skipt um námsbók í stærðfræði og ekki hafa kennsluhættir breyst (sami kennari) frá því að samræmd próf voru lögð af. Aldrei kom upp viðlíka mismunur áður fyrr þegar samræmd próf að vori var staðreynd. Athuganir skólans sýna aukinn mun miðað við það sem áður var þegar samræmd próf voru lögð fyrir 10. bekkjar nemendur að vori og skólinn fékk upplýsingar um þær niðurstöður. Þetta segir, þó lítil athugun sé, að það hefur orðið, í ákveðnum mæli, „bólgnun“ á grunnskólaeinkunnum eftir að samræmd próf að vori voru lögð af.

Það má ekki gleyma því að í litlum samfélögum, en þau mynda að stórum hluta bakland skólans, getur samfélagslegur þrýstingur á grunnskólakennara orðið umtalsverður. Kennari í 10. bekk er líklega í kórnum og björgunarsveitinni og jafnvel í Lions og/eða saumaklúbbnum með foreldrum nemenda sinna. Hann kann að leitast við, jafnvel ósjálfrátt, að vera „góður“ þar eð ekkert ytra mat er að vori á árangri nemendanna, ytra mat sem framhaldsskólarnir fá upplýsingar um.

Þegar upplýsingar voru veittar um niðurstöðu samræmdra prófa að vori í 10. bekk, var forspárgildi þeirra einkunna um gengi nemenda í skólanum mjög gott. Við innritun reyndist það mjög hlutlægur mælikvarði að miða við meðaltal einkunna samræmdra prófa og skólaeinkunna. Svo er ekki í dag og skapar það mikinn vanda við innritun í bekkjarkerfisskóla sem þennan, sem er eingöngu með hraðferðir í brautaskipulagi sínu. Hætta er á því að misræmis gæti við mat á getu nemenda og að mistök verði gerð við innritun og höfnun umsækjenda sem er staðreynd að hefur þurft að gera.

Að okkar mati var það mikil afturför að leggja samræmd próf að vori niður og hætta að veita framhaldsskólum upplýsingar um gengi nemenda í samræmdum prófum. Það er mikil þörf á hlutlægum ytri mælikvarða, ekki síst í bóknámi, til að sanngirnis sé gætt við innritun í framhaldsskóla. Eins er það mikið aðhald á faglega vinnu í grunnskólum.

Sannarlega hafa verið færð rök fyrir því að leggja samræmd próf af, í það minnsta eins og þau voru framkvæmd. Auðvitað má fallast á þau rök að einhverju marki. Við teljum hinsvegar afar mikilvægt að framhaldsskólar geti gert kröfu um að umsækjendur hafi að baki samræmt mat, eins og þeir telja nauðsynlegt, ekki síst vegna þess að með því er tryggt að jafnræðis sé gætt í innritun.

5


c. Nemendafjöldi Áætlaður nemendafjöldi skólaárinu 2011-12. Áætlun um nemendafjölda eftir brautum og bekkjum árum haustið 2011. FÉL 1. ár 2. ár 3. ár 4. ár

MÁL

NÁT

3

26 24 23 17

26 24 16 16

Alls 52 48 39 36

175

tafla 2

Þróun nemendafjölda í skólanum

Fjöldi nemenda ML 2000-2010 200 175 150 125 100 2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

fjöldi

tafla 3

Jöfn og stöðug fjölgun nemenda, sem hófst haustið 2008, hélt áfram og 170 nemendur voru í skólanum við upphaf haustannar. 146 nemendur gengust undir vorannarpróf, 26 þeirra luku stúdentsprófi og 119 settust í 2. – 4. bekk að hausti. Vissulega er rétt að halda því til haga að nokkrir nemendur hurfu frá skóla (8), en aðrir komu inn í staðinn, aðallega í 2. bekk. Inn í 1. bekk var tekinn sá fjöldi sem hægt var að taka við m.t.t. stærðar kennslurýmis og heimavistar. Nemendafjöldinn þróaðist eins og sjá má á töflu 4 milli skólaáranna 2009-10 og 201011.

6


1F 1N 2MF 2N 3MF 3N 4MF 4N

21 23 25 18 22 15

18 22 25 18 22 15

13 12 14 14 151 146

Haust 2010

bekkur 1F 1N 2F 2N 3MF 3N 4MF 4N

Vor 2011

2010-11 Vor 2010

Haust 2009

bekkur

2009-10

25 26 21 24 21 18 21 14

(25) (23) (19) (25) (21) (18) (21) (14)

170 (166)* *áætl.

tafla 4 Samsetning nemendahópsins eftir landssvæðum

Samsetning nemenda ML 20002010 landshlutar 70

hlutfall nemenda

60 50 40 30 20 10 0

200 200 200 200 200 200 200 200 200 200 201 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 0

Árn

41

39

31

48

45

40

41

56

56

58

54

Rang

17

11

10

11

15

14

15

12

13

15

19

V.-Skaft

3

2

4

7

7

8

7

7

4

5

7

Aðrir

39

48

55

34

33

38

37

25

27

22

20

tafla 5 Hlutfall Sunnlendinga í nemendahópnum helst nánast óbreytt frá síðasta skólaári (80%). Þarna má greina þær breytingar helstar, að hlutfall Árnesinga minnkar lítið eitt, en Rangæingar og V.-Skaftfellingar sækja nokkuð í sig veðrið. Á línuritinu kemur mjög skýrt fram, eins og áður hefur verið nefnt, að á síðustu 10 árum hefur nemendum úr öðrum landshlutum fækkað jafnt og þétt. Árnesingar hafa nánast alfarið komið inn í staðinn, en Sunnlendingar austan Þjórsár hafa myndað nokkuð stöðugan hóp á þessu tímabili og s.l. haust náðu Rangæingar að klifra upp undir 20% markið.

7


Nemendafjöldi eftir árum og brautum, haustið 2010 FÉL

MÁL

NÁT

Alls

1. ÁR

25

26

2. ÁR

21

24

3. ÁR

18

3

18

4. ÁR

16

5

14

51 45 39 35

80

8 tafla 6

82

170

Nú líður að tímamótum í sögu skólans, en vorið 2012 ljúka síðustu nemendurnir stúdentsprófi af málabraut skólans. Málabraut, eða máladeild eins og hún kallaðist áður, hefur verið starfrækt við skólann frá upphafi hans. Það varð úr, að hætta að skrá nemendur á brautina haustið 2009 þar sem umsóknum inn á hana hafði fækkað jafnt og þétt. Fyrstu stúdentar af félagsfræðibraut voru útskrifaðir vorið 2009, en fyrstu nemendurnir voru teknir inn á hana haustið 2005. d. Stuðningur við nem með annað móðurmál en íslensku Um árabil hefur skólinn boðið nemendum með annað móðurmál en íslensku, aðstoð eftir megni. Í því skyni hefur verið sótt um styrk til Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ekki hefur verið um að ræða marga nemendur, en þessi stuðningur hefur skipt talsverðu máli og hafa viðkomandi lokið námi í íslensku á sama grunni og aðrir nemendur. Þess ber að geta að þeir nemendur sem hér um ræðir hafa dvalið á landinu í nokkurn tíma og verið komnir með eitthvert vald á tungunni þegar þeir koma í skólann. e. Stuðningur við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar Síðastliðin 2 ár hefur skólinn greitt nemendum 4. bekkjar tiltekna upphæð í ferðasjóð fyrir að bjóða nemendum neðri bekkja aðstoð í stærðfræði. Á árinu var um að ræða opna, auglýsta tíma einusinni í viku á vorönn er tvisvar í viku á haustönn. Ekki hefur verið tekið manntal, en talsverður hópur hefur nýtt sér þessa tíma, þó ef til vill megi segja, að þeir sem helst hefðu þörf fyrir aðstoðina mættu nýta sér þetta betur. Eftir reynslu haustsins hefur verið ákveðið að halda skrá yfir nemendur sem sækja þessa tíma. f. Líðan nemenda í skólanum Innan skólans hefur verið unnið að því með markvissum hætti undanfarin allmörg ár, að reglur sem gilda um skólastarfið og heimavistina myndi skýran ramma, sem er vel kynntur nemendum og forráðamönnum þeirra. Í tilteknum þáttum er auðvitað um það að ræða, að brot á reglum varða tiltekinni refsingu, en aðallega er reglunum ætlað að verða til jákvæðrar leiðbeiningar um líf og starf í því samfélagi sem skólinn er. Þess hefur verið gætt, að þegar um er að ræða, að nemendur fara út fyrir þann ramma sem reglur setja þá sé þeim, eins og kostur er beint inn fyrir rammann aftur, með viðvörunum, leiðbeiningum, viðtölum eða áminningum. Forráðamenn eru upplýstir í tilvikum þar sem stjórnendur og námsráðgafi telja, að aðkoma þeirra geti orðið til bóta. Með skýrum reglum, sem hafa verið bæði skráðar og óskráðar, hefur skólinn komið sér upp kerfi utanumhalds um nemendur þar sem hver starfsmaður í skólanum og á

8


heimavistum hefur tiltölulega skýrt, afmarkað hlutverk. Haustið 2010 var lögð talsvert mikil vinna í að byrja að orða hinar óskráðu reglur með formlegum hætti í skólanámskrá, en því verki er fjarri því lokið enn. Hér er ekki síst um að ræða samspil þátta sem lúta að ólögráða nemendum og forráðamönnum þeirra, annarsvegar og lögráða1 nemendum hinsvegar. Það kallar óhjákvæmilega á talsvert utanumhald við aðfylgja nemendum eftir, ekki síst í aðdraganda lögræðisaldurs og eftir að honum er náð. Það hafa verið uppi þær raddir, að með hækkun lögræðisaldurs hafi ekki aðeins verið leyst ýmis mál sem tengjast ungu fólki, heldur hafi breytingin einnig haft í för með sér, smám saman, að ungt fólk sé síður tilbúið að axla ábyrgð á lífi sínu. Skólinn lítur á það sem eitt af mikilvægustu hlutverkum sínum að efla nemendur í því að taka ábyrgð, en líklega er enn langt í land með að ná ásættanlegri stöðu í því efni. Í mörgu tekur skólinn á sig ábyrgð umfram það sem hann ætti ef til vill að gera og má þar til dæmis nefna ábyrgð sem lýtur að námsferli og skólasókn. Ávallt þegar teknar eru ákvarðanir sem fela í sér viðurlög vegna brota á reglum skólans eða slælegrar ástundunar, er þess gætt að nemandi og foreldrar/forráðamenn ólögráða nemanda, séu vel upplýstir um eðli máls, ástæður, og möguleg viðbrögð af hans hálfu. g. Brotthvarf úr skóla Skólinn notar ýmsar aðferðir við að koma í veg fyrir að nemendur í brotthvarfshættu gufi upp úr skólanum og leitar stöðugt nýrra aðferða við að taka á því verkefni. Það má segja að vegna stærðar skólans, bekkjakerfisins og umhverfis þess sem heimavistin skapar, séu aðgerðir að mörgu leyti auðframkvæmanlegri en í stærri skólum. Nám og skólasókn Veturinn 2009-2010 var ákveðið að fara í tilraunaverkefni, sem fólst í því, að í stað þess að ólögráða nemendur þyrftu að framvísa læknisvottorðum vegna veikinda, tóku forráðamenn þeirra að sér að tilkynna um veikindi. Þetta fór þannig fram, að forráðamönnum var sent bréf þar sem fyrirkomulaginu var lýst, en það felur í sér að þegar nemandi er veikur að morgni hefur hann samband heim til sín og fjallar um málið við foreldri, sem síðan, eftir að vera sannfærður um að rétt sé, hefur samband við skólann í tölvupósti eða með hringingu og tilkynnir um veikindin. Tilkynningunni þarf að fylgja tilkynningarnúmer, sem forráðamenn fá hjá skólanum. Þetta þarf síðan að gera á hverjum morgni þegar um veikindi er að ræða. Það varð fljótt ljóst að þetta fyrirkomulag virkaði vel, ekki síst fannst okkur mikilvægt, að með þessu fengju foreldrarnir betra tækifæri til að fylgjast með líðan barna sinna. Í ljósi þessa var ákveðið að gefa eldri nemendum einnig kost á þessu sama fyrirkomulagi. Það var gert þannig, að útbúið var blað þar sem viðkomandi samþykkti með undirskrift sinni, að tilgreindir aðstandendur (yfirleitt þeir sem bera fjárhagslega ábyrgð á dvöl í skólanum), sem hann veitti umboð til, sæju um að tilkynna um veikindi. Jafnframt því að aðstandendurnir fengu þetta hlutverk, fól þetta umboð það í sér, að aðstandendurnir fengu aðgang að INNU og skólinn fékk heimild til að hafa 1

Í skýrslunni kjósum við að nota hugtakið lögræði fremur en sjálfræði. Á Vísindavefnum segir þetta um þessi hugtök: „Saman mynda fjárræði og sjálfræði lögræði en lögráða maður hefur öll helstu réttindi og skyldur fullorðins manns og ber þar vafalaust hæst að hann er laus undan foreldravaldinu og ákvæðum barnalaga.“ „ Í sjálfræðinu felst ekki fjárræði þótt fátítt muni núorðið að sjálfráða menn séu ekki fjárráða einnig, þar sem fjárræðis- og sjálfræðisaldur er nú hinn sami eða 18 ár, ólíkt því sem áður var.“ Helsta ástæða fyrir því að nota ekki hugtakið sjálfræði er nú einfaldlega sú merking þess sem birtist í ýmsum samböndum í daglegu máli, t.d. ‘Þér er ekki sjálfrátt!’ - ‘ósjálfráðar hreyfingar’ - o.s.frv. Við teljum, að þar sem sjálfræðisraldur og lögræðisaldur er nú sá sami, sé eðlilegast að nota ‘lögræði’.

9


samband við þá um málefni nemandans og tjá sig um hans mál, þó orðinn væri lögráða. Tilgreindir aðstandendur skrifuðu einnig undir þetta blað og fengu þá sendar leiðbeiningar um framkvæmdina og tilkynninganúmer. Þessi tilraun síðasta vetrar gekk vel að okkar mati, þannig að sama aðferð er notuð á þessum vetri og margt bendir til þess að það sé að skila talsverðum árangri, með bættri skólasókn, ekki síst í yngri hópnum. Um miðja hverja önn fer fram svokallað miðannarmat, þar sem kennarar gefa til kynna mat sitt á stöðu nemenda í sínum greinum. Þetta mat er fært í INNU og er þar með opið fyrir nemendur og forráðamenn þeirra sem ólögráða eru og þeirra sem veitt hafa aðstandendum umboð eins og greint er frá hér fyrir ofan. Í framhaldi af því boðar námsráðgjafi til samráðsfundar með kennurum í neðstu bekkjum þar sem farið er yfir alla nemendur, staða þeirra rædd og ef eitthvað bjátar á, hvaða aðgerða rétt sé að grípa til. Eftir þetta ræðir námsráðgjafi við þá sem þörf þykir á svo og forráðamenn, eftir atvikum. Brotthvarf úr skólanum á miðjum vetri er lítið, nema eitthvað alveg sérstakt komi til. Oftast er um að ræða að nemendur fara í aðra skóla sem eru með námsframboð sem hentar betur. Í undantekningatilvikum er um að ræða að nemendur hverfi úr skólanum vegna þess að reglur setja þá í óyfirstíganlegar aðstæður. Brotthvarf milli hausts og vors var með þessum hætti síðastliðin 3 ár: 2008-9 – 2 nem. 2009-10 – 5 nem. 2010-11 – 4 nem Brotthvarf milli skólaára (vors og hausts) hefur verið með þessum hætti undanfarin þrjú ár. 2008 - 2 nem 2009 - 10 nem 2010 - 1 nem Stór þáttur í að fylgjast með og sporna við brotthvarfi er utanumhald skólasóknar. Eftirfarandi eru helstu þættir sem um er að ræða í utanumhaldi skólasóknar: Að jafnaði á þriggja vikna fresti er skólasókn gerð upp, en það er ekki síst í gegnum hana sem í ljós kemur hverjir eru líklegir til að hverfa á braut. Nemendur fá uppgjörið í hendur og einnig forráðamenn ólögráða nemenda. Nemendur hafa þá nokkra daga til að fara yfir uppgjörið og gera athugasemdir við það. Sé skólasókn áberandi ábótavant, er nemandi kallaður á fund aðstoðarskólameistara þar sem farið er yfir stöðuna, skýringa leitað og lögð drög að því að bæta úr. Verði það sama uppi á teningnum við næsta uppgjör: nemandinn er með 14% fjarvistahlutfall eða meira, fær hann tilkynningu um að hann hafi sagt sig úr skóla. Ástæður slíkrar stöðu geta auðvitað verið ýmsar, frá því að vera einfaldlega þær að dvöl á heimavistinni henti ekki, upp í að snúast um miserfiðar félagslegar, fjölskyldutengdar eða andlegar aðstæður. Sé sú staða uppi, að nemandi er við það að „skrópa sig út“ af einhverjum ástæðum, sem uppgefið er að lúti að persónulegum erfiðleikum, sem unnt er að takast á við með viðeigandi aðstoð, er um að ræða að nemandinn og forráðamenn hans, sé hann ólögráða, taki á málinu með viðeigandi hætti. Oft er það svo í þessum tilvikum að nemandinn er eða hefur verið í viðtölum hjá sálfræðingi eða geðlækni vegna aðstæðna

10


sinna. Framvísi hann vottorði um slíka stöðu frá sérfræðilækni, fær hann að öllu jöfnu ákveðinn eftirgefanleika vegna skólasóknar, þó með ákveðnum skilyrðum: í hvert sinn sem hann er fjarverandi úr skóla framvísi hann blaði á skrifstofu skólans þar sem fram koma upplýsingar um þá tíma sem hann missti af vegna veikinda sinna. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að verða til þess, að nemandinn hugsi um fjarvistir sínar og einnig, að með því að gera með þessum hætti grein fyrir fjarvistunum, sé hann búinn að afgreiða fjarvistirnar og því safnist ekki upp kvíði sem geri málið erfiðara. Standi nemandinn sig ekki í tilkynningaskyldu sinni og viðtöl við skólastjórnendur og/eða námsráðgjafa skila ekki árangri, né heldur aðkoma forráðamanna, sé viðkomandi ólögráða, lýkur dvölinni í skólanum að öllu jöfnu. Auðvitað er sú lausn oftast hreint ekki slæm, þar sem ekki er um að ræða annað en fjöskylda nemandans komi að málum og aðstoði hann við að vinna úr þeim. Þess ber að geta að nemendur fjalla um persónulegan vanda sinn við námsráðgjafa sem síðan metur stöðuna og leggur tillögur sínar fyrir stjórn skólans. Þá hefur skólinn greitt fyrir 3 fyrstu tíma hjá sálfræðingi, sé það metið geta orðið til bóta. Heimavistir og félagslíf Við skólann starfar fólk sem heldur utan um nemendur á heimavistum, að morgni, síðdegis og fram á nótt. Í fyrstu frímínútum að morgni kemur húsfreyja á heimavist á kennarastofu og fær upplýsingar um hverja vantar í fyrstu kennslustund. Hún gengur síðan á herbergi viðkomandi og kemur þeim á fætur, eða sinnir þeim sé um veikindi að ræða. Það er sannarlega umdeilanlegt, að hafa þennan hátt á og auðvelt að leiða rök að því, að með þessu sé verið að ýta undir ábyrgðarleysi gagnvart því að vakna og koma sér til vinnu að morgni. Þetta fyrirkomulag á sér langa sögu, og er einn þeirra þátta sem koma til skoðunar í stefnumótun. Þegar skóladegi lýkur dvelja flestir nemendur á heimavistum, við íþróttaiðkun eða ástundun félagslífs af einhverju tagi. Þar hafa þeir greiðan aðgang að vistarverði, annaðhvort beint, þar sem hann er til staðar á vistum, eða í síma. Ef nemendur fara af staðnum, ekki síst ef um er að ræða að þeir sækja skemmtanir út fyrir skólann, ber ólögráða nemendum að hafa samband við forráðamann, sem síðan tekur afstöðu til þess hvort hann gefur leyfi. Sé svo, hefur hann símasamband við húsbónda á heimavist og gefur leyfi sitt. Lögráða nemendum ber að láta húsbónda vita eigi þeir erindi af staðnum, sérstaklega ef um er að ræða að þeir ætli sér að sækja skemmtun sem stendur fram á nótt. Helst reynir á þessi leyfi eða tilkynningar á fimmtudagskvöldum, en þá hafa nemendur hneigst til að sækja í skemmtistaði á Selfossi. Þessi tilhneiging þeirra er starfsmönnunum skólans á móti skapi, enda er vinnudagur að morgni. Í samvinnu við nemendafélagið Mími hefur verið unnið að því að draga úr þessum ferðum með einhverjum skipulögðum atburðum á vegum nemendafélagsins á fimmtudagskvöldum. Meðferð mála sem upp koma á heimavistum og sem fela í sér brot á heimavistarreglum, er í samræmi við harla skýrar verklagsreglur, sem smám saman hafa verið að þróast innan skólans. Þessar reglur hafa verið kynntar nemendum og forráðamönnum og eru skráðar í skólanámskrá. Til að takast á við mögulegt brotthvarf úr skólanum vegna erfiðleika með námið, hefur skólinn, fyrir utan þá aðstoð sem kennarar veita hver í sinni grein og aðstoð námsráðgjafa í tengslum við skipulagningu og aðra þætti námstækni, ráðið starfsmann í stundakennslu/til aðstoðar, til að halda utan um nemendur sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál, en þar var um að ræða 3 nemendur á árinu. Auðvitað

11


verður seint nóg að gert að þessu leyti, en þarna kom inn aðili sem veitti nokkurn stuðning. Námsráðgjafi heldur saman upplýsingum um nemendur sem eru í brotthvarfshættu af ýmsum orsökum. Að öllu jöfnu ræðir námsráðgjafi við nemendur áður en ákvörðun um brotthvarf er tekin, þannig að ástæður liggja fyrir í flestum tilvikum, ekki síst ef nemendur hætta einhverntíma á skólaárinu. Algengast er að nemendur hverfi frá skólanum á milli skólaára vegna þess að þeir stóðust ekki námskröfur og með því að nemendur sem koma beint úr grunnskóla ganga fyrir um pláss inn á fyrsta ár, takmarkar það möguleika nemenda sem hafa fallið á 1. ári að setjast aftur í 1. bekk, ef aðsókn er mikil, eins og verið hefur síðustu ár. Stefnt er að því að í lok skólaárs taki námsráðgjafi saman upplýsingar um ástæður brotthvarfs á því skólaári og samsvarandi upplýsingar um þá sem horfið hafa brott milli skólaára.

h. Foreldrastarf Á fundi með foreldrum/forráðamönnum nýnema í ágúst var kynnt fyrirhuguð stofnun foreldraráðs. Í framhaldinu var það mál rætt innanhúss og ýmsir annmarkar til taldir sem gerðu það óraunhæft að boða til stofnunar foreldrafélags við skólans, ekki síst sá, að nemendur koma af mjög stóru svæði. Það varð því úr, að skólameistari boðaði til fyrsta fundar í foreldraráði í október, eftir að stjórnendur höfðu valið 3 foreldra, einn fulltrúa fyrir hvern bekk, 1. – 3. bekk. Á afar jákvæðum fundi tóku ráðsfulltrúar að sér að þróa foreldrastarf við skólann áfram og skyldi því haldið áfram á vorönn 2011. Á vorönn 2011 verða ný lög foreldraráðs/foreldrafélags afgreidd. (Nú þegar þetta er skrifað, í mars 2011, hafa ný lög foreldraráðs/foreldrafélags ML verið mótuð.) Stefnt er að foreldrafundi þar sem ný lög foreldraráðs/foreldrafélags verða kynnt ásamt skólanámskrá skólans nú á vorönn. Talsvert hefur verið fjallað um það innan skólans hve jákvætt það gæti verið að fá foreldra í meira samstarf, ekki síst í því sem lýtur að félagslífi nemenda, en ávallt hefur skólinn hvatt foreldra til að hafa samband við skólann um hvaðeina sem varðar hagsmuni nemenda og skólans. Haustið 2009 var lögð all viðamikil könnun fyrir foreldra nemenda í skólanum og reyndist viðhorf þeirra til þess starfs sem hér er unnið, vera afskaplega jákvætt.

3 Nám a. Námsbrautir Á árinu stunduðu nemendur nám til stúdentsprófs á 3 námsbrautum: félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðabraut. Um nemendafjölda og námsbrautir er fjallað í kafla 2c, hér að ofan. b. Framhaldsskólapróf Í vinnu stýrihóps vegna stefnumótunar um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár verður leitað leiða við að skilgreina framhaldsskólapróf við lok tveggja ára náms. Ekki er fjárhagslegur grundvöllur til að setja á laggirnar sérstaka, skilgreinda braut í þessu skyni, vegna stærðar skólans og þar sem skólinn starfar eftir bekkjakerfi

12


4 Kennsla a. Menntun kennara Á vorönn höfðu allir kennarar skólans, utan einn valgreinakennari, tilskilin réttindi. 5 voru með meistarapróf, 6 með 120 ein háskólapróf, 6 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd), 1 kennari var með hússtjórnarkennarapróf og 1 með óformlega menntun og reynslu. Á haustönn höfðu allir kennarar skólans, utan 2, valgreinakennari og afleysingakennari, tilskilin réttindi. 7 voru með meistarapróf, 4 með 120 ein háskólapróf, 5 höfðu fyrsta háskólapróf (BA/BS/BEd), 1 kennari var með hússtjórnarkennarapróf og 1 með óformlega menntun og reynslu. b. Fjöldi, starfshlutfall og starfsaldur Á haustönn var einn fastur kennari skólans í launalausu leyfi. 11 kennarar voru í fullu starfi við skólann á vorönn, en 12 á haustönn Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Starfsaldur >15 ár

10-14 ár 5-9 ár 0-4 ár

Fjöldi vor 10 7 8 4 19 tafla 7

Fjöldi vor 10 8 4 1 6 tafla 8

Fjöldi haust 10 9 3 5 17

Fjöldi haust 10 6 2 2 7

c. Aðbúnaður kennara Í skólanum er vinnuaðstaða fyrir 13 kennara á svokölluðum kennaragangi, með aðgangi að tölvum og ljósritun. 3 kennarar hafa aðstöðu á skrifstofum sínum, enda sinna þeir störfum námsráðgjafa og stjórnenda. Markvisst hefur verið unnið að því að bæta vinnuaðstöðuna og telst hún nú vera komin í vel viðunandi horf, þó enn megi gera betur. Kennarar eiga kost á máltíðum í mötuneyti með þeim kjörum að þeir greiða fyrir hráefni. Að jafnaði snæða 12-15 kennarar í mötuneytinu í hádegi. Færri nýta sér aðrar máltíðir dagsins. d. Þróun kennsluhátta Með því að nýir kennarar koma til starfa í stað þeirra sem láta af störfum fyrir aldurs sakir verða óhjákvæmilegar breytingar á kennsluháttum. Að frumkvæði eins kennarans var boðið til þátttöku í verkefni sem kallast starfendarannsóknir, og er þátttaka afar góð. Verkefninu var ýtt úr vör á haustönn með heimsókn frá helsta frumkvöðli í starfendarannsóknum á landinu. e. Námsmat Undanfarin ár hafa talsverðar umræður verið um námsmat í skólanum og hafa þar verið upp talsvert ólík sjónarmið. Þar hefur fyrst og fremst verið „tekist á“ um vægi s.k. símats. Ýmsar greinar eða áfangar teljast vera þess eðlis að þar henti

13


verkefnamiðað nám afar vel og því sé ekki endilega mikil nauðsyn á lokaprófum. Aðrar greinar og áfangar teljast betur til þess fallnar að vægi lokaprófa sé tiltölulega mikið. Í nokkur ár hefur sú regla gilt um námsmat, að í öllum bóklegum greinum skuli vera lokapróf sem vegur í það minnsta 35% af lokaeinkunn. Námsmat hefur verið talsvert til umræðu á fundum stýrihóps vegna stefnumótunar fyrir skólann. Þar kemur fram talsverður vilji til þess að kennarar fái frjálsari hendur um námsmat en verið hefur. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin, en stefnt er að því að nýjar reglur um námsmat taki gildi haustið 2011.

5 Stjórnun a. Verksvið og ábyrgðarsvið starfsmanna Öll störf hafa skilgreint verk- og ábyrgðarsvið, annað hvort í reglugerðum s.s. fyrir stjórnendur, náms- og starfsráðgjafa, bókasafns- og upplýsingafræðing og kennara eða með starfslýsingum sem mótaðar hafa verið. Þar er um að ræða skólaritara/fulltrúa, húsbónda, húsfreyju, vistarvörð, umsjónamann fasteigna, forvarnarfulltrúa og verkefnisstjóra. Ræstitæknar eru á tímamældri ákvæðisvinnu og starfsfólk í þvottahúsi og mötuneyti sem og gjaldkeri/bókari mötuneytisins er starfsfólk Mötuneytis ML sem er sjálfseignarstofnun. Starfslýsing þeirra er í kjarasamningum. Nefna má að umsjónarmaður fasteigna er jafnframt húsbóndi á heimavist og forvarnarfulltrúi. Skólinn státar af afskaplega hæfu fólki í sínum störfum. b. Mat á skólastarfi Í sjálfsmatsnefnd eiga sæti 5, auk aðstoðarskólameistara, sem er formaður nefndarinnar. Þetta eru 2 fltr. nemenda, 1 fltr. kennara, 1 fltr annars starfsfólks og 1 fltr. foreldra. Sjálfsmatsáætlun fyrir 2008-2011 gerir ráð fyrir föstum liðum, svo sem verið hefur: áfangamati nemenda og miðannarmati kennara að hausti og vori og könnun meðal 5. ára stúdenta í maí, en hún var lögð fyrir í 5. sinn vorið 2010. Að öðru leyti fólst sjálfsmat skólans í eftirfarandi þáttum, skv. áætlun: 1. Úrvinnsla á könnunum meðal 5. ára stúdenta, en nú hafa viðhorf þeirra verið könnuð í 5 ár. Niðurstöðurnar leiða ýmislegt athyglisvert í ljós. a. 84% þátttakenda höfðu lokið framhaldsnámi (37%) eða voru í framhaldsnámi (47%) þegar könnunin var gerð. b. 91% reyndust mjög ánægðir (72%) eða frekar ánægðir með dvölina í skólanum, á heildina litið. c. Stúdentarnir voru beðnir að greina frá helstu þáttum sem þeir töldu jákvæða við skólann: það sem nefnt var, laut aðallega að bekkjakerfinu, heimavistinni og fjölda nemenda (standa á eigin fótum, þjálfast í mannlegum samskiptum og aðstoð starfsfólks og kennslan verður persónulegri í svo fámennum skóla. Margir þátttakendur eru líka ánægðir með félagslífið og ágæti námsins, a.m.k. að hluta. Sumir töldu sérstaklega kennslu í raungreinum vera góða.) d. Þátttakendur voru beðnir að tiltaka þætti sem þeir teldu að mætti bæta. Það sem helst var nefnt var eftirfarandi: i. Námið:Heilt yfir kalla þeir eftir betri og skipulagðari kennurum, betri kennslu og meiri kröfum í náminu. Í þessu sambandi kemur fram áskorun um að hækka lágmarksnámsárangur (35%). Einnig nefna þátttakendur að auka þurfi val í bóklegum greinum sérstaklega og sumir kalla eftir meira símati.

14


ii. iii.

Mötuneytið er líka nefnt og að bæta þurfi það. Hvað heimavistina varðar kemur fram að miklu skipti að fundinn sé hinn gullni meðalvegur í eftirliti á vistum, en jafnframt að reynt sé að stemma stigu við áfengisdrykkju. Loks kemur fram að tilgangslaust sé að hafa reglur sem allir vita að eru brotnar, þetta þurfi að endurskoða. Of mikil forræðishyggja sé ekki af hinu góða. Fram kom að það er gífurlega mikið stökk að fara úr „bómullinni“ á Laugarvatni yfir í hið stóra háskólasamfélag í Reykjavík og víðar.

2. Úrvinnsla á könnun meðal nemenda og starfsfólks til þjónustu mötuneytis. Samantekt: a. Það eru nokkur atriði sem standa upp úr þessari könnun á þjónustu mötuneytisins meðal nemenda. Ljóst er að stærstur hluti nemenda er ánægður með fyrirkomulagið í mötuneytinu, bekkjarskiptingu borða og fyrirkomulag helgarmáltíða og að þær séu fyrir hendi. Einnig kemur skýrt fram að mikil ánægja er með morgunmatinn. Heldur færri, eða tæp 60% nemenda, eru ánægðir með hádegismatinn. Rúm 60% nemenda segja fæðið í mötuneytinu ekki nægilega fjölbreytt. Í þessu sambandi er vert að veita því athygli að 25% nemenda vilja minna af fiski, 9% vilja betra/íslenskt/ferskara/fjölbreyttara grænmeti og 13% nemenda leggja áherslu á það að hráefnið verði bætt. Auðvitað er erfitt að gera öllum til hæfis og fylgja ráðleggingum um mataræði og næringarefni (http://www.lydheilsustod.is/media/manneldi/ utgefid//mataraedi-lowres.pdf ) en kannski mætti taka tillit til þessara niðurstaðna að einhverju leyti og reyna að auka fjölbreytnina og gæðin. b. Í könnunni kemur einnig nokkuð skýrt fram að nemendur telja að viðmót starfsfólks mötuneytisins mætti vera betra. Erfitt er að segja hvernig hægt sé að bæta það, en kannski er rétt að vera þess minnugur að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. c. Loks er sérstaklega eftirtektarvert að einungis mjög lítill hluti nemenda, eða 10%, greiða allan kostnað vegna mötuneytisins sjálfir. 57% greiða ekkert af mötuneytiskostnaði og 14% minnihlutann. Ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér hvort það, að greiða ekki kostnaðinn, hafi áhrif á skoðanir nemenda á mötuneytinu og hvort það sé yfirleitt æskilegt að þeir greiði ekki sjálfir kostnaðinn sem hlýst af dvöl þeirra í ML. d. STARFSMENN: Út frá niðurstöðum þessa hluta könnunarinnar má áætla að flestir starfsmenn séu yfirleitt ánægðir með mötuneytið og þjónustu þess. Stærstur hluti starfsmanna, sem tók þátt í könnunni, telur að samskiptin við starfsfólkið í mötuneytinu séu góð og að viðmót þeirra sé gott. Einnig finnst þeim flestum þeir greiða sanngjarnt verð fyrir matinn. Niðurstöður könnunarinnar benda þó til að eitt og annað sé hægt að bæta. Til að mynda eru 36% þátttakenda frekar ósammála eða ósammála því að fæðið í mötuneytinu sé nægilega fjölbreytt. Í því sambandi er kannski vert að skoða hvað starfsmenn vilja fá meira af, en þar er kjöt, grænmeti og fiskur ofarlega á listanum. Jafnframt kemur fram að stór hluti þátttakenda vill fá minna af unnum kjötvörum og þó nokkrir vilja fá minna af forsoðnum kartöflum. Að lokum nefna margir að þeir vilji fá matseðil vikunnar á heimasíðu skólans (er komið inn vorönn 2011).

3. Úrvinnsla á könnun meðal nemenda og starfsfólks til þjónustu bókasafns. Samantekt: a. Draga má þá ályktun eftir þessa könnun hjá nemendum á þjónustu bókasafnsins að þeir séu almennt ánægðir með það. Langflestir eru ánægðir með þá þjónustu sem bókasafnsfræðingurinn veitir og viðmót hans. Auk þess finnst flestum aðstaðan góð og úrval bóka gott. Það er helst skoða mætti hvort lengja mætti opnunartímann. Hafa kannski opið eftir kvöldmat. Nokkrir nemendur tóku fram að hæð borðanna á bókasafninu væri í sumum tilfellum óþægileg. Eflaust væri hægt að kippa því í liðinn með lítilli fyrirhöfn.

15


b. STARFSMENN: Niðurstöður könnunarinnar benda eindregið til þess að mikil ánægja sé meðal starfsmanna með bókasafnið og þá þjónustu sem bókasafnsfræðingurinn veitir. Það sem aðallega mætti skoða til að efla safnið er að lengja opnunartímann en þar leikur eflaust það fjármagn sem skólinn hefur úr að spila stórt hlutverk.

4. Undirbúningur að könnun meðal starfsfólks á starfsaðstöðu, líðan í starfi, stefnu skólans o.þ.u.l. Ekki vannst tími til að undirbúa þessa könnun og leggja hana fyrir og var ákveðið að fresta henni fram á vorönn 2011. Það var aðallega tvennt, auk tímaskorts sem þar hafði áhrif. Könnun af svipuðum toga var lögð fyrir alla framhaldsskólakennara á sama tíma og þar að auki var starf við stefnumótun skólans komið styttra en áætlað hafði verið þegar sjálfsmatsáætlunin var gerð.

6 Stjórnunarhættir Haustið 2006 var síðast kannað viðhorf nemenda til stjórnunar skólans. Auðvitað kann það viðhorf sem þar kom fram að hafa breyst eitthvað, en þar sem sömu einstaklingar gegna helstu stjórnunarstöðum enn, er ekki líklegt að mikil breyting hafi orðið á. Niðurstöður könnunarinnar frá 2006 eru ekki birtar opinberlega í heild sinni, enda má segja að vart verði skilið milli einstaklinga og starfsheita. Þess má þó geta að á heildina litið voru þátttakendur harla jákvæðir í garð stjórnenda skólans í flestum þáttum. Á sama tíma var gerð könnun meðal starfsmanna á stjórnun skólans. Niðurstöður hennar leiddu einnig í ljós talsverða ánægju með hvernig á málum var haldið. Vissulega eru nú liðin 5 ár síðan þessar kannanir voru gerðar og því ekki úr vegi að leggja samsvarandi kannanir aftur fyrir nemendur og starfsfólk.

7 Samstarf a. Laugarvatn sveitarfélög, menntastofnanir Skólinn á ávallt í talsverðum samskiptum við ýmsa aðila, hvort sem er á Laugarvatni, í Bláskógabyggð eða Suðurlandi, að öðru leyti. Þessi samskipt eru ekki í neinum formlegum farvegi enn sem komið er, enda flest þess eðlis að þau kalla ekki á slíkt. b. Íþróttamál Nemendur skólans sækja íþróttatíma samkvæmt stundaskrá, í Íþróttahús íþróttafræðaseturs Háskóla Íslands. Þar fyrir utan greiðir skólinn fyrir frjálsa íþróttatíma sem nemendafélagið Mímir sér um að skipuleggja. Loks ber að geta þess að nemendur skólans sækja æfingar körfuknattleiksliðs ungmennafélags Laugdæla og eru máttarstólpar í keppnisliði þess. c. Landsbjörg og Björgunarsveitin Ingunn Fyrir nokkrum árum var gerður samningur við Landsbjörgu, sem fól í sér að nemendur sem lokið höfðu 8 eininga vali í Útivist, gátu öðlast réttindi sem kallast Björgunarmaður 1 með viðbótarnámskeiði. Samningnur þessi er enn í gildi, en þörf er á skýrari eftirfylgni og kynningu á honum.

16


8 Sérverkefni Rekstur heimavistar er sérverkefni skólans samkvæmt skólasamningi. Mikil áhersla er lögð á skipulag og jákvæðan aga í heimavistarmálum. Aðbúnaður á heimavistum er í framfaraátt þó ekki sé búið að ljúka öllum þeim framkvæmdum sem stefnt er að. Störf vistarfólks sem eftirlitsaðila, félaga og stuðningsaðila eru afar mikilvæg og ómetanleg. Nú eru þar starfandi þrír starfsmenn í 2,25 stöðugildum. Nemendafjöldi skólans á haustönn 2010 var 170 nemendur. Þar af 162 nemendur á heimavistum hans. Rúmafjöldi á heimavistum er 162 en nauðsyn er m.a. vegna kynjaskiptingar, mögulegra samskiptaörðugleika herbergisfélaga og annars af þeim toga, að 5-7 rúm séu laus á hverjum tíma. Því var brugðið á það ráð að nýta íbúð sem er í kjallara skólahússins, svonefnda brytaíbúð, fyrir nokkra nemendur karlkyns á fjórða ári. Spá skólans er að haustið 2011 verði nemendafjöldinn kominn í 175 nemendur. Ef það gengur eftir verður nauðsyn á auknu vistarrými. Það vill þannig til að þörf skólans á starfsmannahúsnæði er minni nú en hefur lengi verið, en það tengist samsetningu kennarahópsins um þessar mundir. Því er starfsmannahúsnæðið Tröð laust og verður það því, ef að líkum lætur, nýtt sem heimavist fyrir nemendur á fjórða ári. Það er þó ekki lausn til langframa að nýta starfsmannahúsnæði til þessa, ein af mikilvægum lífæðum skólans er að geta boðið upp á starfsmannahúsnæði á góðum kjörum fyrir sérmenntaða kennara. Faglega og rekstrarlega er það skólanum nauðsyn að hafa þá kosti. Það má setja fram þá spurningu hvort nú skuli huga að byggingu nýrrar heimavistar? Ef þeirri spurningu er svarað játandi kemur næsta spurning: þarf þá ekki eins að stækka skólahúsið? Þegar horft er til hvernig uppbyggingu framhaldsskóla landsins er háttað, og þeirrar tilhneigingar að framhaldsskólar skuli vera sem víðast er ekki skynsamlegt að huga að stækkun og aukningu húsnæðis ML. Líklega er mikilvægara að hlúa að því sem skólinn stendur fyrir í dag: að uppfylla þarfir fjölda nemenda í dreifðri byggð um heimavistarskóla, sérstaklega nemenda af Suðurlandi. Eins að hlúa að því að skólinn geti haldið í sérstöðu sína sem bekkjakerfisskóli á hentugum stað í sveit, skóli með mikla og merka sögu.

9 Fjármögnun a. Rekstur og laun Vísað er einnig í skólaskýrslur liðinna ára vegna þessa liðar. Nemendafjöldinn á haustönn 2010 var 170 og reikna má með að hann verði 175 næsta haust sem fyrr sagði, sem er ánægjuefni. Forsenda stöðugleika í fjölda nemenda er, að námsleg staða þeirra sem í skólann sækja sé viðunandi. Skólinn mun áfram vera bóknámsmenntaskóli með bekkjarkerfi og vera með það markmið að búa nemendur sem best undir framhaldsnám (háskólanám og sérskólanám herlendis sem erlendis). Því er það enn sem fyrr og verður aðalsmerki skólans í framtíðinni að vera með eðlilega kröfumikið nám til að ná því markmiði, en um leið eins fjölþætt og hann

17


ræður við innan þess fjárhagsramma sem honum er skapaður. Skólinn er fyrst og fremst bóknámsskóli með hátt þjónustustig.

b. Viðhald húsnæðis Þessa önnina, vorönn 2011, er verið að endurnýja innréttingar á herbergjum í álmu IV Kös. Innréttingar í álmu III Kös voru endurnýjaðar í fyrra. Eins er verið að endurnýja salerni á fyrstu hæð í skólahúsi og þá með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða og fólk með ungabörn. Einnig verður sett upp nú á vorönn 2011 lyfta í skólahúsið fyrir hreyfihamlaða sem einnig nýtist sem vörulyfta. Er í þessu horft til reglugerða sem og þarfa skólans og hótelrekstrar á sumrum. Mörgu er lokið en margt er eftir við endurnýjun á skólahúsnæðinu, heimavistum og umhverfi. Skipta þarf út ónýtum tússtöflum frá því upp úr 1980 og húsbúnaði frá því upp úr 1960. Tröppur upp á Fjarvist þarf að endurnýja og leggja í þær bræðslukerfi sem þátt í öryggismálum. Lagfæra þarf dren kringum starfsmannahúsnæðið Bala ásamt öðru þar. Endurnýja þarf tröppur inn að skólameistarabústaðnum Garði. Huga þarf að viðhaldi á starfsmannahúsinu Tröð. Sturtuklefar á Nös eru að gefa sig, þeir þarfnast endurnýjunar. Svona mætti lengi telja. Gömul hús þarfnast stöðugs viðhalds og endurnýjunar. Endurnýja þarf álmu II Nös með sama hætti og álma I Nös var endurnýjuð árið 2002. Breyta þarf tveggja manna herbergjum í eins og tveggja manna herbergi með baði. Að þessu þarf að vinna á næstu árum. Slíka breytingu þarf að framkvæma að vetri til, á skólatíma, vegna rekstrar Hótel Eddu á sumrin. Möguleiki verður að semja við einkaaðila með heimavist til handa þeim nemendum sem í þeirri álmu væru ella á framkvæmdartíma. Endurnýja þarf svonefndan kennaragang, gamla heimavist í skólahúsinu sem nýtt er sem vinnuaðstaða, skrifstofur, geymslur, ljósritun, kennarastofa o.fl. Leggja þarf upphitaðan göngustíg milli gamla Héraðsskólans og aðalbyggingar Menntaskólans og með því ljúka við það sem komið er við endurbætur héraðsskólahússins. Það þarf að leggja slitlag á bílastæði ofan við Garð, endurnýja hellulagðan göngustíg milli Nasar og Kasar og endurnýja og endurhanna bílastæði við heimavistarhúsin Nös og Kös. Þá er orðið aðkallandi að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi í kringum húsnæði skólans með öryggissjónarmið í huga. Það er fagnaðarefni hve vel endurbætur á húsi gamla Héraðsskólans hafa tekist. Á þessum tímapunkti ættu hagsmunaaðilar að fara í markvissa stefnumótunarvinnu með það að markmið að móta umgjörð nýtingar á þessu merka húsi. Mikilvægt er, að sú starfsemi sem héraðsskólahúsið verður nýtt í, hæfi það staðsetningu, byggingarstíl og sögu hússins og hafi margfeldisáhrif inn í samfélagið og sýsluna, sem og landið allt. Að starfsemin sé lifandi og húsið þá lifandi. Þetta er sögufrægt hús og merkisberi byggingarstíls þess. Eins má líta á húsið sem fánabera gömlu héraðsskólanna.

18


10 Samantekt Þó svo Menntaskólinn að Laugarvatni sé ekki meðal fjölmennustu framhaldsskóla landsins má ljóst vera af því sem hér hefur verið fjallað um, að þar er í mörg horn að líta. Sannarlega er sá þáttur sem snýr að nemendum skólans langstærstur. Þó enn sé mörgu ólokið, sem miðar að því að skapa skóla- og heimavistarumhverfi sem fullnægir að öllu leyti kröfum sem hægt er að gera til uppeldisaðstæðna fólks á mótunarskeiði, þá teljum við að skólinn sé á réttri leið í starfi sínu. Stöðugt erum við, sem hér störfum, að leita leiða til að efla nemendur í því sem almennt telst skipta sköpum varðandi varðandi líf þeirra til framtíðar. Fyrir utan námsástundun, félagsfærni, virðingu fyrir sjálfum sér og fleiri slíka þætti, er skólinn þátttakandi í grænfánaverkefninu og heilsueflandi framhaldsskóli. Það sem líklega má einna helst finna að í þessum efnum er að þrátt fyrir góðan vilja hér innanhúss til að ala nemendur upp í stöðugt aukinni ábyrgð á sjálfum sér, hneigjumst við til að veita þeim, í allmörgum þáttum, of mikla þjónustu og of mikið utanumhald. Það má gera ráð fyrir að ástæður þess eigi að talsverðum hluta rætur að rekja til þess að foreldrar/forráðamenn verða stöðugt meira vakandi fyrir velferð barna sinna og gera í krafti þess kröfur um þjónustu og utanumhald sem ætti þá að minnka eftir því sem nemendur ganga í gegnum skólann. Það er hinsvegar svo að með því að skólanum er gert að gæta jafnræðis meðal nemenda og því verður það sama yfir alla að ganga óháð aldri þeirra. Það er verðugt verkefni að finna leiðir sem stuðla að því að auka ábyrgð nemenda á lífi sínu eftir því sem ofar dregur. Sannarlega er það markmið okkar að kennarar og aðrir starfsmenn sinni störfum sínum af metnaði og fagmennsku í hvívetna og að smám saman hækki menntunarstig kennara. Því er ekki að neita að slík þróun tekur langan tíma og það verður að játast að þar eru starfsmannalög ríkisins nokkur þröskuldur. Húsnæðismál skólans eru ávallt til umræðu. Endurnýjun húsbúnaðar og viðhald húsnæðisins að öðru leyti er stöðugt baráttumál. Gott viðhald og hlýlegt umhverfi skiptir afar miklu í skólastarfi og því mikilvægt að sinna þeim þáttum af kostgæfni í samræmi við áætlanir þar um. Laugarvatni 11. mars 2011,

Halldór Páll Halldórsson skólameistari

Páll M. Skúlason aðstoðarskólameistari

19

Skólaskýrsla ársins 2010  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you