Page 1

Viðhorfskannanir meðal nemenda Menntaskólans að Laugarvatni, sem útskrifðust á árunum 2001-2005 – 5 ára stúdenta

- samantekt -

Kannanirnar voru lagðar fyrir í maí 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010

Áslaug Harðardóttir og Páll M Skúlason október 2010


I. Inngangur Í maí ár hvert er lögð könnun fyrir 5 ára stúdenta frá skólanum . Fyrsta könnunin af þessu tagi var lögð fyrir vorið 2006, fyrir stúdenta 2001. Í fyrsta skipti sem könnunin var lögð fyrir var það gert við brautskráningu og skólaslit, á pappír, en þátttaka reyndist ekki viðunandi, eins og sjá má á mynd 1 hér fyrir neðan. Horfið var frá þeirri aðferð árið eftir og síðan hefur könnunin verið lögð fyrir rafrænt. Frá árinu 2007 hefur verið safnað saman netföngum allra 5 stúdenta þegar liðið hefur að vori. Í byrjun maí hafa þeir síðan fengið sendan hlekk á könnunina. Í framhaldi af því hvatningu einu sinni til tvisvar. Þátttaka í þessum könnunum hefur verið mjög góð, en þeir árgangar sem þarna er um að ræða eru fremur fámennir, flestir. Ákveðið var í sjálfsmatsnefnd, að taka saman niðurstöður úr þessum könnunum þegar búið væri að leggja þær fyrir 5 stúdentahópa. Þessi samantekt liggur nú fyrir hér. Ekki þarf að draga það í efa, að það er gagnlegat að afla upplýsinga af þessu tagi frá stúdentum úr skólanum, þó svo vissulega megi segja að ábendingar þeirra hafi ekki að öllu leyti mikið gildi 5 árum seinna.

II. Þátttakendur

Fjöldi

Þátttaka í könnunum eftir árum

2001

2002

2003

2004

2005

Fjöldi útskrifaðra nemenda

30

14

30

19

19

Fjöldi þátttakenda í könnun

18

13

28

15

19

Mynd 1

Árið 2006 var þátttakan 60%, 2007 og 2008 var hún 93%, 2009 79% og 2010 100%. Heildarfjöldi þátttakenda í öllum könnununum var 93 samanlagt.

Mynd 2


Mynd 3

Mynd 4

รžeir sem merktu viรฐ annars staรฐar nefndu eftirfarandi landshluta: Norรฐurland, Austurland (3x) og Vesturland (4x).


III. Svör við lokuðum spurningum í könnuninni

Mynd 5

Þessi spurning var ekki lögð fyrir árið 2006. 70% eru mjög eða frekar sammála fullyrðingunni.

Mynd 6

84% stúdenta eru í námi eða hafa lokið frekara námi 5 árum eftir að stúdentsprófi lauk. Í viðauka 1 er að finna samantekt á hvernig námi stúdentarnir voru í eða höfðu lokið.


Ert þú í launuðu starfi eða hefurðu verið í launuðu starfi frá því þú laukst stúdentsprófi? (öðru en sumarvinnu)

9%

17% Já Nei Tók ekki afstöðu

74%

Mynd 7

Mynd 8

Samantektin á mynd 8, á við árin kannanir sem lagðar voru fyrir 2007, 2008, 2009 og 2010. Árið 2006 er ekki tekið með vegna þess að þá voru valmöguleikarnir við spurningunni aðrir en á hinum árunum. Það árið var niðurstaðan var sú að 33% þátttakenda töldu að undirbúningurinn fyrir nám að loknu stúdentsprófi hafi verið mjög góður. 28% þátttakanda töldu undirbúninginn góðan og 5,6% sæmilegan. Það er ekki langt frá samantektinni á könnunum hinna áranna, en eins og sjá má töldu 72% þátttakanda að dvölin í ML hefði undir búið þá mjög vel (29%) eða vel (43%) fyrir nám að loknu stúdentsprófi. 13% töldu að undirbúningurinn hafi verið sæmilegur.


Mynd 9

Líkt og hér að ofan á þessi samantekt við árin 2007, 2008, 2009 og 2010. Árið 2006 voru valmöguleikarnir við spurningunni aðrir en á hinum árunum. Það árið var niðurstaðan sú að 28% þátttakenda töldu að undirbúningurinn fyrir núverandi hafi starf mjög góður. 28% þátttakanda töldu undirbúninginn góðan. Á samantektinni á mynd 9 sést að 74% þátttakenda á árunum 2007-2010 telja að dvölin í ML hafi undirbúið þá mjög vel (35%) eða vel (39%) fyrir störf að loknu stúdenstprófi eða núverandi starf. 16% telja að undirbúningurinn hafi verið sæmilegur.

Mynd 10

Hér er árið 2006 skilið eftir af sömu ástæðum og áður kom fram. 2006 var niðurstaðan sú að 56% þátttakanda voru mjög ánægðir með dvölina í ML þegar á heildina er litið og 11% voru frekar ánægðir. Eins og sjá má hér til hliðar eru langflestir þátttakendur í könnunum frá 2006-2010 mjög ánægðir með dvölina í ML, eða 72%. 19% eru frekar ánægðir.


IV. Svör við opnum spurningum í könnuninni. Nefndu eitt til tvö atriði sem þú telur hafa verið best við dvölina í ML, og sem lýtur/lúta bæði að náminu og lífinu á staðnum. (árið 2006 var beðið um eitt atriði) 78% þátttakenda skrifuðu svör við þessari spurningu. Menntaskólinn að Laugarvatni er fámennur bekkjakerfisskóli með heimavist. Sérstök ánægja með þessi þrjú megineinkenni, þ.e. fámennið (nándin), bekkjarkerfið og heimavistina, kemur fram í könnunum þessara fimm ára 2006-2010. Nemendur læra að standa á eigin fótum, þjálfast í mannlegum samskiptum, auk þess sem aðstoð starfsfólks og kennslan verða persónulegri í svo fámennum skóla. Margir þátttakendur eru líka ánægðir með félagslífið og ágæti námsins, a.m.k. að hluta. Sumir töldu sérstaklega kennslu í raungreinum vera góða.

Nefndu eitt til tvö atriði sem þú telur að mætti bæta í ML og sem lýtur/lúta bæði að náminu og lífinu á staðnum. (árið 2006 var beðið um eitt atriði) 67% þátttakenda skrifuðu svör við þessari spurningu. Það sem þátttakendur nefna að helst þurfi að bæta snýr einkum að náminu og kennslunni. Heilt yfir kalla þeir eftir betri og skipulagðari kennurum, betri kennslu og meiri kröfum í náminu. Í þessu sambandi kemur fram áskorun um að hækka lágmarksnámsárangur (35%). Einnig nefna þátttakendur að auka þurfi val í bóklegum greinum sérstaklega og sumir kalla eftir meira símati. Mötuneytið er líka nefnt og að bæta þurfi það. Hvað heimavistina varðar kemur fram að miklu skipti að fundinn sé hinn gullni meðalvegur í eftirliti á vistum, en jafnframt að reynt sé að stemma stigu við áfengisdrykkju. Loks kemur fram að tilgangslaust sé að hafa reglur sem allir vita að eru brotnar, þetta þurfi að endurskoða. Of mikil forræðishyggja sé ekki af hinu góða. Fram kom að það er gífurlega mikið stökk að fara úr „bómullinni“ á Laugarvatni yfir í hið stóra háskólasamfélag í Reykjavík og víðar.

V. Samantekt og tillögur að úrbótum Þátttakendur skiptast nánast jafnt í konur og karla. Mun fleiri hafa útskrifast af náttúrufræðibraut (60%) heldur en málabraut (31%). Flestir (52%) áttu lögheimili á Suðurlandi á meðan náminu stóð. Höfuðborgarsvæðið fylgir á eftir með 15%. 60% þátttakanda á árunum 2007-2010 telja að einkunnir á stúdentsprófi frá ML gefi raunhæfa mynd af námsárangri nemenda. 37% þátttakanda hafa lokið frekara námi eftir stúdentspróf og 47% eru í námi. 6% eru í námshléi. Það hlýtur að vera ánægjuefni fyrir ML að svo stór hluti útskrifaðra stúdenta haldi áfram í frekara nám. Langflestir (31% þátttakanda í könnununum) hafa valið að fara í Háskóla Íslands eftir dvölina í ML. Flestir hafa lokið námi í íþróttafræði og flestir þeirra sem nú eru í námi stunda kennaranám. Stór hluti þátttakanda (74%) hefur verið í launuðu starfi (öðru en sumarvinnu) frá því þeir luku stúdentsprófi. Flestir þátttakendur eru sáttir með hvernig dvölin í ML, í heild sinni, hafi undirbúið þá fyrir nám og störf að loknu stúdentspróf. Þeir eru líka mjög ánægðir með dvölina í ML þegar á heildina er litið. Þar stendur heimavistin, fámennið (nándin og bekkjarkerfið upp úr.


Þótt fram komi að margt gott starf sé unnið í skólanum er þó ýmislegt sem má bæta. Hér á eftir eru helstu atriðin talin upp og komið með tillögur að úrbótum. Betri og skipulagðari kennarar. Betri kennslu. - Hér gætu starfendarannsóknir haft mikið að segja. Nú, á haustönn 2010, hefur hafist undirbúningur að starfendarannsóknum og munu þær fara af stað á næstu önn. Með rannsóknunum (rýninni) er vonast til að þátttakendur eflist og þróist í starfi, umræða um kennslufræði verði meiri og samstarf aukist. Þannig mun þetta bæði verða til hagsbóta fyrir þá þátttakendur sem og nemendur. Meiri kröfur. Hækka lágmarksnámsárangur. - Umræða um hækkun lágmarksnámsárangurs hefur aukist á undanförnum misserum innan veggja skólans. Þar er einkum horft til þess að skipta yfir í bundið áfangakerfi þar sem lágmarkseinkunn er 4,5 (sem síðan er hækkuð upp í 5,0). Útskrifaðir stúdentar frá ML á þeim 5 árum sem kannanirnar ná til, kalla eftir hækkun lágmarkseinkunnar og því má segja að það skjóti styrkari stoðum undir hugmyndir um að skipta yfir í bundið áfangakerfi. - Almenn umræða um meiri kröfur í námi, þar sem leitast er við að slaka hvergi á skilum og öðru slíku, þyrfti eflaust að fara fram meðal kennara. Gott væri að slík umræða færi til að mynda í kringum starfendarannsóknir. Aukið val í bóklegum greinum. Meira símat. - Stýrihópur ML undirbýr stefnumótun skólans með hliðsjón af nýjum lögum um framhaldsskóla. Stefnt er að því að auka val nemenda, sérstaklega á þriðja og fjórða ári. Einnig er lögð áhersla á að námsmat verði fjölbreytt. Nú gildir sú regla að lokapróf megi ekki gilda minna en 35% í bóklegum greinum. Frá og með næsta hausti fellur sú regla úr gildi. Þannig er vonast til að námsmat verði fjölbreyttara. Bæta mötuneytið. - Sérstök könnun hefur verið gerð um þjónustu mötuneytis. Skýrslu um þá könnun má lesa á vef ML (http://www.ml.is/Files/Skra_0044923.pdf). Þar er bent á ýmsa þætti við þjónustu mötuneytisins sem bætti bæta. Feta hinn gullna meðalveg í eftirliti á vistum en jafnframt stemma stigu við áfengisdrykkju. - Á undanförnnum árum hafa verklagsreglur í tengslum við heimavistarmál verið skýrðar með því að mál fara í tiltekinn farveg: húsbóndi á heimavist skrifar skýrslur um þau mál sem upp koma og sendir stjórnendum, sem síðan afgreiða brotin með því að: a. veita nemendum formlega, skriflega áminningu (með andmælarétti), b. veita alvarlega áminningu í viðtali og þá, eftir eðli máls og aldri viðkomandi, með því að upplýsa forráðamenn. c. skrá brot í ferilskrá nemandans, bæði í innanhússkrá og sem athugasemd í Innu. d. d. Ef brot er þess eðlis, er nemanda vikið úr skóla í 2 vikur við fyrsta brot, en getur þá sótt um styttingu í eina viku með skriflegri beiðni og greinargerð til skólameistara. e. Við ítrekað, alvarlegt brot, er nemanda vikið úr skóla í einn mánuð. f. Ef nemandi lætur enn ekki af alvarlegum brotum kostar það hann endanlega brottvikningu úr skóla. - Brot nemenda, eins og þau sem vísað er til hér fyrir ofan eru fyrst og fremst tengd áfengisnotkun. Verði nemandi uppvís af fíkniefnaneyslu í skólanum kostar það tafarlausa brottvikningu úr skóla. - Á síðustu árum hefur áminningum og brottvikningu fækka hratt og teljast nú til algerra undantekninga. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sú þróun endurspeglast í svörum 5 ára stúdenta á næstu árum.


-

Í þessu samhengi má einnig nefna, að í samræmi við stöðugt meiri áherslu á aðgerðir til að stemma stigu við áfengisneyslu ungmenna á Íslandi, hefur skólinn verið að þrengja að, eða draga úr/fækka tækifærum/tilefnum til áfengisnotkunar. T.d. hefur skóladansleikjum verið fækkað mjög. Áfram verður haldið á þessari braut og má t.d. nefna að nú er til umræðu innan skólans að stuðla að breytingum á dimissio og þeim hefðum sem hafa þróast þar í kring.

Reglur sem allir vita að eru brotnar - Skólayfirvöld setjist niður og skoði hvaða reglur þetta séu og hvað sé hægt að gera í því máli. Of mikil forræðishyggja, of mikil „bómull“. - Stefna í hvívetna að því að nemendur taki í auknum máli á því sem að þeim snýr. Hér má til dæmis nefna: a. nemendur panti sjálfir tíma hjá lækni b. nemendur sjái sjálfir um að sækja um námsstyrk hjá LÍN c. nemendur taka aukna ábyrgð á því að vakna til skóla að morgni. d. nemendur fylgist sjálfir með námsframvindu sinni og gerið viðeigandi ráðstafanir. e. því sé beint til foreldra, að gera nemendur í auknum mæli ábyrga fyrir að standa straum af kostnaði við dvöl sína í skólanum, eftir því sem þeir hafa bolmagn til.


Viðauki 1 Nám að loknu stúdentsprófi í Menntaskólanum að Laugarvatni. Ef þátttakendur voru í námi voru þeir beðnir um að nefna hvaða nám það væri og við hvaða skóla. 45 af 93 þátttakendum (48%) nefndu eftirfarandi skóla: HÍ

29

HR

3

Kaumannahafnarháskóli

2

HA

1

LBHÍ

1

IR

1

FB

1

Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi

1

Fjöltækniskóli Íslands

1

NTV

1

Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn (DTU)

1

Syddansk Universitetet I Kolding

1

EADA Viðskiptaskólinn í Barcelona

1

Norges Veterinærhøgskolen

1

Ef tekið er saman í hvaða námi í HÍ og HR þátttakendur eru er niðurstaðan þessi: HÍ

Kennaranám

5

Lögfræði

3

Viðskiptafræði

4

Íþróttafræði

2

Sálfræði

1

mastersnám í iðnaðarverkfræði

1

tölvuverkfræði

1

Líffræði

1

Læknadeild

1

rafmagnsverkfræði

1

sagnfræði

1

umhverfis- og byggingaverkfræði

1

ferðamálafræði

1

Sjúkraþjálfun

1

Mastersnám í líf- og læknavísindum

1

Stjórnmála og fjölmiðlafræði

1

Félagsráðgjöf

1

Bókmenntafræði

1

Hjúkrunarfræði

1

HR

Rafmagnstæknifræði

1

HR

tölvunarfræði

1

HR

Íþróttafræði

1


41 þátttakandi (44% þátttakanda) hafa lokið frekara námi eftir stúdentspróf. Þeir hafa lokið námi frá eftirtöldum skólum: HÍ 23 Bifröst 3 HR 3 LBHÍ 2 Iðnskólinn í Hafnarfirði 2 Tækniskólinn 2 Borgó 1 F.Su. 1 Gymnastikhojskolen i Ollerup 1 Háskólinn á Hólum 1 Iðnskólinn í Reykjavík 1 Meirapróf með öllum réttindum 1 Myndlistaskólinn í Reykjavík 1 Snyrtiskólinn í Kópavogi 1 Vélskóli Íslands 1 Þrír þátttakendur hafa lokið tvennskonar námi og eru þeir taldir tvisvar sinnum (þannig að heildartalan verður 44).

Ef tekið er saman hvaða námi þátttakendur hafa lokið við HÍ, HR og Bifröst er niðurstaðan þessi (einn nemandi er talinn tvisvar): HÍ íþróttafræði 7 HÍ BS í líffræði 3 Bifröst BS í viðskiptafræði 3 HÍ sagnfræði 2 HÍ Kennaranám 2 HR viðskiptafræði 2 HÍ BS umhverfis- og byggingaverkfræði 1 HÍ lyfjafræði 1 HÍ BA sálfræði 1 HÍ landfræði 1 HÍ Bókmenntafræði 1 HÍ hjúkrunarfræði 1 HÍ Sjúkraþjálfun 1 HÍ Viðskiptafræði af fjármálasviði 1 HÍ Ferðamálafræði með markaðsfræði sem aukagrein 1 HR M.Ed. í stærðfræðimenntun 1

Samantekt á könnunum meðal 5 ára stúdenta, 2001-2005