__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

Sjálfsmat í Menntaskólanum að Laugarvatni

SKÝRSLA UM KÖNNUN MEÐAL FORELDRA SEM LÖGÐ VAR FYRIR Í FEBRÚAR 2015

apríl 2015 Páll M Skúlason


I. INNGANGUR

Þessi könnun var lögð fyrir í samræmi við áætlun skólans um sjálfsmat og innra mat 20132015. Ákveðið var að þessi könnun yrði með svipuðum hætti og könnun sem lögð var fyrir foreldra í janúar 2009 þar sem þannig mætti fá fram samanburð. Í ljósi þessa reyndist vinna við undirbúning könnunarinnar ekki afskaplega mikil, en þó voru gerðar lítilsháttar breytingar; spurningum bætt inn eða teknar út eða þær umorðaðar. Að lang stærstum hluta voru spurningarnar þó óbreyttar frá fyrri könnun. II. FRAMKVÆMD

Þegar könnunin hafði fengið á sig endanlega myndi var hún sett upp á Google forms, en þar er boðið upp á ókeypis uppsetningu og úrvinnslu á könnunum eins og þarna var um að ræða. Það var sendur póstur á öll netföng aðstandenda sem skráð eru í Innu, 192 alls, þann 9. febrúar, með eftirfarandi texta:

VIÐHORFSKÖNNUN MEÐAL AÐSTANDENDA NEMENDA Í MENNTASKÓLANUM AÐ LAUGARVATNI Þessi póstur er á vegum sjálfsmatsnefndar Menntaskólans að Laugarvatni og er sendur á öll netföng foreldra, forráðamanna eða aðstandenda nemenda í skólanum, sem skráð eru í Innu (196). Sjálfsmatsnefnd leggur reglulega kannanir fyrir nemendur, starfsfólk og aðra hagsmunaaðila. Könnun var síðast lögð fyrir þennan hóp fyrir 6 árum og hún tók í stórum dráttum á sömu þáttum og sú sem hér er lögð fyrir. Það þarf nú varla að taka það fram, en sjálfsmatsnefnd hvetur ykkur, aðstandendur nemenda í skólanum, eindregið til að taka þátt í þessari könnun. Það er mikilvægt að sem flestir komi sjónarmiðum sínum á framfæri, svo niðurstöður verði sem áreiðanlegastar. Athugið, að í mörgum tilvikum eru báðir foreldrar skráðir fyrir sama netfanginu en þar sem svo háttar langar okkur að biðja bæði um að taka þátt.

Slóðin á könnunina: http://goo.gl/forms/RuKBw6Hx0X Könnuninni lýkur 23. febrúar næstkomandi. Með góðri kveðju pms

Fljótlega kom athugasemd frá einu foreldri þar sem spurt var hvort svör við spurningum í könnuninni væru persónugreinanleg, sem auðvitað var ekki, en til að ítreka það var strax sendur út annar póstur þar sem tekinn var af vafi um það. Þann 18. febrúar var sendur út annar póstur á sömu netföng þar sem minnt var á könnunina. Síðasti pósturinn vegna könnunarinnar var síðan sendur þann 23. febrúar svohljóðandi:


Komiði sæl enn á ný. Mig langar að byrja á að þakka ykkur sem þegar hafið gefið ykkur tíma til að taka þátt í viðhorfskönnuninni. Það skiptir okkur máli að vita hvað við erum að gera vel og hvar við getum bætt okkur. Við höfðum gert ráð fyrir að könnuninni lyki í dag, 23. febrúar, en höfum ákveðið að framlengja frest til þátttöku fram á annað kvöld. Þar með gefst þeim sem hefur ekki tekist að finna tíma til að skella sér í þetta litla verk, tækifæri til miðnættis þriðjudaginn 24. febrúar. Þetta er slóðin á könnunina:

http://goo.gl/forms/RuKBw6Hx0X Bestu kveðjur, pms

Könnuninni lauk síðan á tilsettum tíma og þá lá fyrir að 128 einstaklingar höfðu tekið þátt í henni, eða 65% af fjölda þeirra netfanga sem póstur hafði verið sendur á. Í könnuninni sem lögð var fyrir 2009 var samsvarandi þátttaka 56%. III. NIÐURSTÖÐUR i. A.

Þátttakendur voru beðnir að merkja við bekkinn sem barn þeirra væri í. Hér ber að hafa í huga, að í allnokkrum tilvikum eru systkini í skólanum og því gafst þátttakendum möguleiki á að merkja við fleiri en einn bekk. Þá voru foreldrar hvattir til að svara sem einstaklingar og því gat verið um það að ræða að báðir foreldrar svöruðu. Af þessum sökum er erfitt á átta sig á þátttöku foreldra í einstökum bekkjum.

Í 1. bekk eru nemendur alls 24, í 2. bekk eru þeir 35, í þriðja bekk 45 og í 4. bekk 36.


Svör vegna 1. bekkjar eru jafnmörg nemendum í bekknum, vegna 2. bekkjar eru svörin 4 fleiri en sem nemur nemendafjölda, í 3. bekk eru þau jafnmörg nemendum og í 4. bekk eru þau 10 færri en sem nemur nemendafjölda í bekknum.

B.

Hér er spurt um helstu ástæður þess að foreldrar hafa tiltekið viðhorf til skólans.

Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem talið hefur verið og niðurstöður samsvarandi könnunar frá 2009; nemendur skólans virðast hafa mest mótandi áhrif á orðspor hans og ímynd. C.

Hér gátu þátttakendur merkt við allt að 3 ástæður.

Að mestu leyti eru svörin í samræmi við væntingar, en munurinn á þessum niðurstöðum og könnuninni 2009 er að orðspor skólans vegur talsvert þyngra en þá. 2009 nefndu 28 af 114 (24,6%) orðsporið meðal helstu ástæðna en nú nefndu 58 af 128 (45,3%). D.


Mikill samhljómur er í svörum við þessari spurningu þar sem tæp 98% eru mjög eða frekar sammála. Þessi spurning var ekki í könnuninni 2009. E.

Niðurstöðurnar hér eru nánast þær sömu og 2009. Nú eru 92% mjög eða frekar sammála en voru 90% 2009. F.

Nám í skólanum er á tveim bóknámsbrautum til stúdentsprófs og telst því frekar þröngt og það endurspeglast í svörunum. 75% eru þessu mjög eða frekar sammála samsvarandi svör 2009 voru 71%. Tæp 13% eru frekar eða mjög ósammála því að námið sé nægilega fjölbreytt.


G.

87% telja kennslu í skólanum góða (46%) eða viðunandi (40,5) en 2,4% telja hana slaka. Þessi niðurstaða bendir til að þó nokkuð svigrúm sé til að bæta kennslu í skólanum og mikilvægt að stjórn skólans og kennarar velti fyrir sér og ræði hvað kann að liggja að baki og stefni síðan á að efla þennan mikilvæga þátt. Þessi spurning var ekki hluti af könnuninni 2009. H.

Stærsta breytingin á skólasóknarreglum frá því könnunin var lögð fyrir 2009 felst í tvennu: a. Ólögráða nemendur og lögráða nemendur sem hafa veitt aðstandendum formlegt umboð, skila ekki lengur læknisvottorði vegna veikinda. Aðstandendurnir tilkynna og votta veikindi. b. Skólasókn er alfarið afgreidd í gegnum Innu nú, en 2009 var skólasókn skráð í Innu en síðan tekin úr henni og unnin handvirkt í excel áður en niðurstöður hverju sinni voru sendar út. Til að unnt yrði að fara þessa leið voru skólasóknarreglurnar aðlagaðar. Nú reynast 88% vera mjög (56,3%) eða frekar (32,5%) sammála fullyrðingu um ánægju með reglurnar, en samsvarandi tala 2009 var 37% og 56%, eða alls 93%. Aðal munurinn sem fram kemur á þessum tveim könnunum felst í því, að nú lýsa fleiri sig mjög sammála en 2009.


I.

Um það sem vísað er til hér, er fjallað í Ha hér fyrir ofan. Um 94% er mjög eða frekar sammála fullyrðingunni, sem telja verðu jákvæða niðurstöðu fyrir þetta fyrirkomulag. J.

Heimavistarreglur hafa ekki tekið grundvallarbreytingum frá 2009. Viðhorf til þeirra eru svipuð nú og þá. Mjög eða frekar sammála eru nú 94,5% en voru 88% 2009. Munurinn liggur aðallega í að 2009 voru fleiri (9%) sem tóku ekki afstöðu en nú (3,2%).

SAMSKIPTI VIÐ SKÓLANN

K.

Í könnuninni 2009 kváðust 13% foreldra hafa mjög (1%) eða nokkuð (12%) oft samband við skólann vegna barna sinna. Samsvarandi tala nú er 24,6% (0,8% og 24,6%). Þarna hefur orðið nokkur aukning, sem


endurspeglast í því sem starfsmenn telja sig fundið fyrir. Tæp 70% hafa sjaldan eða mjög sjaldan samband við skólann vegna barna sinna en þessi hópur var rúm 70% 2009. L.

Stærstur hluti þátttakenda (48,4%) kveður ástæður samskipta við skólann tengjast persónulegum málum. Samsvarandi tala 2009 var 25%. 2009 kváðust 35% hafa haft samband við skólann vegna námsins, í þessari könnun var samsvarandi hlutfall 19,8%. Þarna kemur fram nokkuð mikill umsnúningur sem áhugvert er að velta fyrir sér. M.

91,2% segjast vera mjög (44,4%) eða frekar (46,85) ánægðir með upplýsingagjöf skólans. Samsvarandi tala 2009 var 79%, þannig að ánægja með þennan þátt hefur aukist umtalsvert. N.


82,5% eru þessari fullyrðingu mjög (48,4%) eða frekar (34,1%) sammála. 2009 var þessi tala 80% og segja má að ánægja með upplýsingagjöfina sé svipuð nú og var þá. O.

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á þeim aðferðum sem foreldrar nota við að leita eftir upplýsingum um börn sín. Algengast 2009 var að þeir notuðu síma (34%) og Innu (36%). Það má segja að tölvupósturinn hafi leyst símann af hólmi að verulegum hluta, en 38.1% segjast aðallega nota þá aðferð á móti 17% 2009. P.

73% eru þessu mjög (26,2%) eða frekar (46,8%) sammála, en um þetta var ekki spurt 2009. 6,3% telja heimasíðuna ekki fullnægja þessum þörfum. Q.


Athygli vekur hversu margir eru hlutlausir eða vita ekki um þessa síðu (46%), sem bendir til að hana þurfi að kynna betur fyrir foreldrum. Þessi síða var stofnuð haustið 2014. Aðrir (53,2%) eru sammála eða frekar sammála fullyrðingunni. ÞJÓNUSTA MÖTUNEYTIS OG ÞVOTTAHÚSS R.

Í könnuninni 2009 voru 51% mjög (20) eða frekar (31) sammála þessari fullyrðingu, en í þessari könnun er þeir sem svara með þessum hætti 84,1% og því ljóst að mikil jákvæð breyting hefur orðið á. 2009 voru hlutlausir 38% og frekar eða mjög ósammála voru 7%. S.

Hér birtist sama þróun og í R. lið hér að ofan. 2009 voru 50% mjög (15%) eða frekar (35%) sammála, en nú fylla 62% þennan flokk. T.


Rúm 79% eru fullyrðingunni mjög (34,9%) eða frekar (44,4%) sammála. Samsvarandi tölur frá 2009 eru 48%. Hér virðist þeim sem telja fæðiskostnað hóflegan hafa fjölgað umtalsvert. U.

Þessi spurning var ekki í könnuninni 2009 og hún var tekin hér með til að staðfesta það sem ýmislegt benti til að væri raunin. 66% foreldra greiða allan fastan kostnað við dvöl barna sinna í skólanum. 87% greiða helming þessa kostnaðar eða meira. Greiðsluþátttaka foreldra

1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

1/1

¾

½

¼

79% 61% 67% 82%

19% 3% 9%

16% 17% 5% 4%

3% 5%

ekkert 50% eða meira 5% 20% 5%

95% 97% 75% 95%

Auðvitað ber að taka þeim hlutföllum sem koma fram í töflunni með fyrirvara, en það kemur kannski lítillega á óvart hve stór hluti foreldra nemenda í 4. bekk greiðir allan fastan kostnað. Fyrirfram hefði mátt ímynda sér að eftir að lögræðisaldri væri náð færi að draga úr þessari þátttöku foreldra, en svo virðist ekki vera. 3. bekkur sker sig úr að því leyfi að 20% foreldra nemenda í þeim bekk greiðir ekkert til skólans vegna þeirra. Þessi árin er mikið rætt um fjármálalæsi og mikilvægi þess að kenna ungu fólki, ekki síst á framhaldsskólaaldri, um allt sem að fjármálum lýtur. Það er áhugavert að skoða samhengið milli takmarkaðs fjármálalæsis fólks á þessum aldri og þeirrar ábyrgðar sem það fær tækifæri til að axla að þessu leyti. V.


Notkun nemenda á þjónustu þvottahús hefur aukist umtalsvert milli kannana. 2009 notuðu hana 30% nemenda vikulega en nú 58%. 2009 notuðu 23% þjónustuna hálfsmánaðarlega en 31% nú. 2009 notuðu 18% þjónustuna aldrei, en 4% nú. ANNAÐ W.

Tæp 60% nemenda fara heim til sín vikulega og 76% um aðra hverja helgi eða oftar.

1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

X.

hverja helgi

hálfsmánaðarlega

Einusinni í mánuði

sjaldnar

hálsmánaðarlega eða oftar

78% 59% 59% 45%

4% 20% 21% 23%

4%

14% 21% 2% 9%

82% 79% 80% 68%

18% 23%


66% eru því mjög (31,7%) eða frekar (34,1%) sammála að foreldrafélag sé starfandi við skólann. Í könnuninni 2009 var ekki starfandi foreldrafélag en var í undirbúningi. Þá voru þátttakendurnir beðnir að taka afstöðu til fullyrðinarinnar: Það er mikilvægt að stofna formlegt foreldrafélag við skólann. 38% lýstu sig mjög (12%) eða frekar (26%) sammála. Þeim hefur samkvæmt þessu fjölgað mikið sem telja tilveru foreldrafélags mikilvæga. Y.

Um 91% þátttakenda eru sáttir við viðmót starfsfólksins, enda varla við öðru að búast.

Z.

2009 var þessi sama fullyrðing lögð fyrir foreldra og þá lýstu 71% sig mjög (27%) eða frekar (44%) ánægða með forvarnarstarfs í skólanum. Nú hafa 85% þetta viðhorf til þess starfs sem unnið er að forvörnum og þeir sem eru mjög ánægðir eru 55% nú á móti 27% 2009.


OPNAR SPURNINGAR Þ. Úrvinnslu að þeim atriðum sem hér voru nefnd verður að taka með ákveðnum fyrirvara, en reynt var að flokka niður í einhverja meginþætti þau 87 atriði sem nefnd voru, mis oft.

Hvað finnst þér að skólinn geti gert betur? Ýmislegt

8

Félagslíf

4

Samskipti

7 1

Mötuneyti

11

Heimavist

12

Námið

45

0

5

10

15

20

25

30

35

40

45

Eins og sjá má af myndinni er námið oftast nefnt sem eitthvað sem skólinn geti gert betur en er í raun. Hér fyrir neðan er nánari samantekt á hverjum þætti.

oft nefnt

þættir sem tengjast náminu

18

Fjölbreyttari valgreinar og nám yfirleitt

15

Kennsluhættir og kennarar

4

Upplýsingaflæði, m.a. í tengslum við nám og félagsstarf

2

Fjarvera/fjarvistir kennara

2

Námskröfur og agi (má auka)

Fjöldi valgreina hlýtur að ráðast af fjölda nemenda þar sem hver ný valgrein tekur frá þeim sem fyrir eru. Það er hinsvegar ástæða til að fara yfir hvort rétt sé að endurskoða þær valgreinar sem nú er boðið upp á, breyta innihaldi þeirra eða láta þær víkja fyrir öðrum sem betur kunna að henta. 15 nefna að bæta megi kennsluhætti í skólanum, eða að einhverjir kennarar standi sig ekki sem skyldi. Svona ábendingar þarf að taka alvarlega og bera saman við niðurstöður áfangamats.

oft nefnt

þættir sem tengjast heimavist

3

eftirlit með fíkniefnaneyslu / fíkniefnahundur

2

bæta við/ auka gæslu

2

bæta forvarnastarf

2

meira aðhald gagnvart áfengisneyslu

2

harðari viðurlög við brotum

50


1

taka á Selfossferðum

Það sem nefnt er og tengist heimavistinni lýtur að auknum aga og utanumhaldi. Allt eru þetta þættir sem eru til umræðu hjá stjórn skólans og heimavistar.

oft nefnt 11

matur og mötuneyti bæta matinn og þjónustu mötuneytis

Viðhorf til þeirrar þjónustu sem mötuneytið veitir og matarins sem þar er framreiddur hefur batnað afar mikið frá könnuninni sem lögð var fyrir foreldra 2009. Um það vísast í lið R, hér fyrir ofan.

oft nefnt

samskipti

5

bjóða upp á foreldraviðtöl eða opna á heimsóknir foreldra í skólann

1

fleiri fréttir á heimasíðu, fleiri myndir

1

bæta upplýsingagjöf beint til foreldra

Tillagan um foreldraviðtöl er áhugaverð, og verður tekin til umfjöllunar innan skólans. Þá yrði líklega aðeins um að ræða viðtöl við foreldra nemenda í 1. bekk. Skólinn hefur verið að efla sig í upplýsingagjöf, fréttum og myndum. Síðastliðið haust var stofnuð síða á Facebook í því skyni að birta fréttir og myndir úr daglegu lífi í skólanum og hún hefur mælst mjög vel fyrir. Þá hefur foreldrum verið sendur póstur þegar eitthvað sérstakt er framundan í félagslífi.

oft nefnt

félagslíf

2

bæta félagslíf

1

draga úr tölvunotkun nemenda, sem ekki tengist náminu

1

auka skipulegt starf utan skólatíma

Samspil félagslífs nemenda og tölvunotkunar er væntanlega ekki ólíkt því sem gengur og gerist meðal ungs fólks, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Það breytir því ekki, að í skólanum er þetta samspil rætt mikið, en félagslíf nemenda er skipulag af stjórn og nefndum nemendafélagsins Mímis. Stjórnendur skólans hafa farið varlega í að beita sér varðandi félagslífið, utan að hvetja til eflingar þess.

oft nefnt

ýmislegt

2

bæta nettengingu á heimavistum

1

geta valið um notkun á þvottahúsi

1

skólinn kynni sig betur í nærumhverfinu

1

kynna skólann betur

1

skólabíla

1

markvissara starf stjórnenda

1

ekki stytta skólann

Þeir þættir sem hér eru nefndir eru sumir þekktir, en aðrir verða skoðaðir.


Æ. Úrvinnslu að þeim atriðum sem hér voru nefnd verður að taka með ákveðnum fyrirvara, en reynt var að flokka niður í einhverja meginþætti þau 274 atriði sem nefnd voru, mis oft.

Hvað finnst þér best við ML? 2015 - Nefnt 5 sinnum eða oftar AÐBÚNAÐUR

5

ÖRYGGI

6

TILTEKNIR STARFSMENN Á HEIMAVIST (P&E)

6

UMHVERFI/STAÐSETNING

8

NÁMIÐ/NÁMSFRAMBOÐ

10

LÍÐAN BARNS

11

KENNARAR / KENNSLA /NÁMIÐ/SKÓLABRAGUR

11

STARFSFÓLK - ALMENNT

16

MANNLEG NÁLGUN / UMHYGGJA /PERSÓNULEGT

17

VINÁTTA SAMHELDNI FÉLAGSSKAPUR

19

BEKKJASTÆRÐBEKKJAKERFI

24

ÞROSKANDI FÉLAGSLÍF/FÉLAGSMÓTUN

28

UTANUMHALD/EFTIRLIT

29

UMHVERFI/LÍTIÐ SAMFÉLAG/ANDINN

31

HEIMAVISTIN - ALMENNT

32 0

5

10

15

20

25

30

35

Ef þeir þættir sem oftast eru nefndir sem það besta við skólann erunskoðaðir, kemur ekki margt á óvart. Sem fyrr eru það þeir þættir í starfi skólans, sem tengjast ekki beint námi sem slíku, sem standa efst í fjölda þeirra jákvæðu athugasemda sem foreldrar skrifuðu. Það er ekki óeðlilegt að spurt sé hversvegna námið og námsframboðið nær ekki meira flugi en raun ber vitni, en auðvitað blasir þar við að námsframboð skólans er tiltölulega fábreytt, aðallega vegna stærðar, en það er einmitt stærðin sem telst meðal jákvæðustu punktanna. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að það unga fólk sem sækir í þennan skóla setji þá þætti sem hæst skora ofar þeim þáttum sem snúa að náminu. Það kemur hingað vegna heimavistarinnar, þess fámenna og þétta samfélags sem hér er, vegna utanumhaldsins og eftirlitsins sem starfsmenn sinna og þar með öryggisins. Það kemur hingað vegna þess að hér á sér stað feikilega öflug félagsmótun og það má halda því fram að við þær


aðstæður sem hér eru, þroski nemendur meira félagslega en gengur og gerist hjá þeim aldurshópi sem hér er um að ræða.

IV. SAMANTEKT Í flestu eru niðurstöður þessarar könnunnar umtalsvert jákvæðari en samsvarandi könnunar frá 2009, en sú könnun þótti sýna vel viðunandi niðurstöðu. Hér kemur skýrt fram, að ýmsir félagslegir þættir ráða því að ungt fólk sækir í þennan skóla. Það eru þættir eins og heimavistin, félagslíf nemenda og stærð samfélagsins sem draga nemendur að. Þessir þættir einkenna skólann mest og aðsókn hefur sýnt að það er mikil þörf fyrir einmitt svona skóla.

Profile for Menntaskólinn að Laugarvatni

Skýrsla um könnun meðal foreldra 2015  

Skýrsla um könnun meðal foreldra 2015  

Advertisement

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded