Page 1

Skýrsla um sjálfsmat Félagslíf nemenda

Í sjálfsmatsnefnd eiga sæti: Páll M. Skúlason, formaður Áslaug Harðardóttir, fltr. kennara Guðrún Einarsdóttir, fltr starfsfólks Þórdís Pálmadóttir, fltr foreldra Andrea Karlsdóttir, fltr nemenda Magnús Gunnlaugsson, fltr nemenda Sigfríð Lárusdóttir, fltr nemenda Þórhallur Markússon, fltr nemenda

[apríl 2007]


Um könnunina Könnunin var unnin af sjálfsmatsnefnd skólans, en í henni áttu sæti auk formanns, einn fulltrúi kennara, 1 fulltrúi annarra starfsmanna, 1 fulltrúi foreldra og 4 fulltrúar nemenda. Fulltrúar nemenda voru fjórir, þar sem vinna við undirbúning könnunarinnar fór fram á tímabili þar sem skipt var um fltr. nemenda í nefndinni. Þeir fulltrúar sem höfðu hafið vinnuna óskuðu eindregið eftir því að fá að fylgja henni eftir til loka.

Könnunin var lögð fyrir nemendur skólans dagana 20. – 28. apríl og unnu þátttakendur hana í gegnum Námskjá. Áður en opnað var fyrir hana hafði hún verið kynnt öllum nemendum og þeir hvattir til að taka þátt. Á þeim tíma sem könnunin stóð yfir var vakin athygli á henni á hverjum degi með því að hengja upp upplýsingar um fjölda þátttakenda á hverjum tíma. Þátttaka Þegar lokað var fyrir könnunina höfðu 86 nemendur af 127, eða 67,8%, tekið þátt í henni og verður að viðurkennast að betri hefði þátttakan mátt vera. Hér var um að ræða 48 stúlkur og 38 pilta. Skipting eftir bekkjum var þannig, að 29 (67,5%) nemenda 1. bekkjar tóku þátt, 27 (69,3%) nemenda 2. bekkjar og 30 (66,7%) nemenda 3. og 4. bekk. Spurningarnar Spurningum var skipt í 11 misstóra flokka sem voru þessir: Fjöldi Efni 19 Dvölin á heimavist, líðan og hvernig nemendur upplifa sjálfa sig í þeim aðstæðum sem þar eru 4 Um tóbaksnotkun 5 Um áfengi og önnur vímuefni (ólögleg) 3 Um fjármögnun dvalar þeirra í skólanum 3 Um tækjabúnað, annan en tölvur 9 Um skipulagt félagslíf í skólanum 5 Um stjórn nemendafélagsins Mímis (núverandi og síðustu) 10 Um hefðir í skólanum 7 Um íþróttaiðkun 7 Um tölvur og internet 4 Um ýmislegt annað Við nokkrar spurninganna gafst þátttakendum kostur á að tjá sig með því að skrifa texta. (Fylgiskjal 1) Hér á eftir verður fjallað um niðurstöður í hverjum flokki og þess freistað að túlka þær eftir því sem tilefni gefst.

2


1. Dvölin á heimavist, líðan og hvernig nemendur upplifa sjálfa sig í þeim aðstæðum sem þar eru Þegar nemendur voru beðnir að bregðast við fullyrðingunni: Það er gott að búa á heimavist reyndust 76,4% vera sammála eða frekar sammála. 7% voru hlutlaus en 5,8% reyndust frekar eða mjög ósammála. Fullyrðingin átti ekki við hjá öðrum, en þá er um að ræða nemendur sem ekki dvelja á heimavist. Þetta verður að teljast frekar góð einkunn og bendir til að stærstur hluti nemenda telji dvöl sína á heimavist ánægjulega. Það kemur hinsvegar í ljós að 19,8% leiðist nokkuð oft eða oft eftir að skóla lýkur á daginn, en 16% leiðist aldrei. Erfitt er að átta sig á ástæðum þess að íbúum heimavistar leiðist, en þetta eru hugsanlegar ástæður: - hafa ekki næg verkefni í heimanámi, - verkefnum ekki sinnt með fullnægjandi hætti - lítil félagsleg þátttaka - einhverskonar félagsleg einangrun, t.d. vegna tölvunotkunar eða annars slíks, eða þá persónulegra þátta eins og óframfærni. Það gæti verið þarft að skoða betur hvað þarna liggur að baki og þá í samhengi við spurninguna um hvort þátttakendur séu einmana, en fram kemur í könnuninni að um 30% nemenda eru stundum einmana hér á Laugarvatni. Aðspurðir um vinatengsl sín kemur fram að 53,5% segja flesta vini sína vera aðallega í ML, næstflestir, eða 29% segja þá vera jafnt í ML og utan. 12,4% eiga vini sem eru flestir eða allir utan skólans. 81,4% nemenda skólans telja sig eiga auðvelt með að umgangast aðra, en önnur svör fólu annaðhvort í sér hlutleysi að þessu leyti eða þá lítilsháttar óöryggi í slíkum samskiptum. Það kemur ekki á óvart að 52% nemenda segjast fara af staðnum um hverja helgi og 24.4% um það bil tvisvar í mánuði. Það eru þó 7 nemendur (8,1%) sem segjast nánast aldrei fara af staðnum. 48% 1. bekkjar fara af staðnum um hverja helgi, 78% annars bekkjar og 33% nemenda 3.-4. bekkjar. Þetta stóra hllutfall 2. bekkinga vekur nokkra athygli. Þá er það umtalsvert stærri hluti stúlkna sem fer af staðnum um hverja helgi, 63% á móti 40% pilta. Þegar nemendur bregðast við fullyrðingunni: Ég sæki skemmtanir utan Laugarvatns að jafnaði: einu sinni til tvisvar á önn, einu sinni í mánuði, tvisvar í mánuði, einu sinni í viku, tvisvar í viku eða oftar, þá skiptast þeir nánast jafnt í þrjá fyrstnefnu flokkana, en 10 nemendur, eða um 16% segjast stunda slíkar skemmtanir einu sinni í viku eða oftar. 40,7% nemenda hafa ekki aðgang að bíl á Laugarvatni, en 41,9% kveðst vera á eigin bíl. Aðrir eru af og til á lánsbíl. Hér kemur það fram, eðlilega að nemendur í 1. bekk eru almennt ekki á eigin bíl, 86%. 67% nemenda í 3.-4. bekk aka um á eigin bíl. Ekki er marktækur munur á bílaeign pilta og stúlkna (piltar 40% og stúlkur 44%). Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvort þessi bílaeign er í samræmi við það sem almennt gerist meðal framhaldsskólanema á Íslandi. 73% þátttakenda telja sig hafa nóg að gera utan skólatíma, en aðrir lýsa hlutleysi sínu. 3


56% telja sig hafa gott næði til heimanáms, en 16,3% ekki. Nokkurt átak hefur verið gert í því að hvetja nemendur sem telja sig ekki fá næði til að sinna heimanámi á vistum, til að vinna á bókasafni skólans, en það er opið til kl. 18, fjóra daga vikunnar. 56% þátttakenda telja sig hafa nægan tíma til að stunda heimanám, en 22% virðast þurfa meiri tíma. 4 spurningar í þessum flokki fjalla um einelti, en skólinn hefur lagt mikla áherslu á að sporna við slíku. Við fullyrðingunni: Ég verð/hef orðið fyrir einelti í skólanum og/eða á heimavistinni telja fjórir svo vera, en þrír þeirra að eineltið standi ekki lengur yfir. Svo virðist sem í fjórum tilvikum hafi verið/sé um nemanda/nemendur í skólanum að ræða, en í einu tilviki kennara í skólanum. Þegar spurt er hvort nemendur hafi orðið varir við einelti í skólanum eða á heimavistinni telur 21 svo vera, þar af álíta 7 að eineltið standi enn yfir. 18 svör gefa til kynna að gerendur séu nemendur, 5 að um sé að ræða kennara, og 1 þátttakandi bendir á annan starfsmann skólans.

2. Um tóbaksnotkun 18,6% nemenda virðast reykja. Að vísu segjast 11,6% ‘fikta’ við reykingar og 7% segjast reykja daglega. Það er sjálfsagt túlkunaratriði, en líklegt má telja að fiktið jafngildi því að reykja þó svo þeir sem þarna um ræðir séu ekki búnir að viðurkenna það fyrir sjálfum sér eða öðrum að um reykingar sé að ræða frekar en fikt. Samkvæmt upplýsingum af vef Lýðheilsustöðvar, http://www.lydheilsustod.is, reyktu tæp 19% landsmanna árið 2006 og 12% nemenda í 10. bekk. Ef reykingar eru flokkaðir eftir bekkjum kemur í ljós að 21% nemenda 1. bekkjar reykja eða fikta við að reykja, 19% nemenda í 2. bekk og 16% nemenda í 3.-4. bekk. Ívið fleiri stúlkur reykja eða fikta við að reykja, 20,8%, á móti 15,8% pilta. Það er kannski athyglisvert að meðan 17% nemenda 1. bekkjar segjast reykja daglega þá viðurkenna ekki nema 3,7% nemenda 2. bekkjar slíkar reykingar. Ekki verður hér gerð tilraun til að túlka hvað veldur þessum mun. 17% nemenda skólans (1.b. 14%, 2.b. 19%, 3.-4. b. 20%, piltar 34%, stúlkur 4,2%) segjast nota neftóbak (snuff) og 10,5% (1.b. 3%, 2.b. 7%, 3.-4. b. 13%, piltar 21%, stúlkur 2%) munntóbak. Samkvæmt upplýsingum af vef Lýðheilsustöðvar, http://www.lydheilsustod.is., notuðu 12% karla á aldrinum 16-24 ára munntóbak árið 2005 og 8% notuðu neftóbak. Það verður að teljast mjög æskilegt, í ljósi niðurstaðna úr könnuninni, að efla umræðu innan skólans um aðgerðir til að draga úr notkun tóbaks.

4


3. Um áfengi og önnur vímuefni (ólögleg) 3.1 Áfengi Þegar spurt er um áfengisnotkun kemur fram þessi niðurstaða:

Vissulega er þörf á að staldra við þessar niðurstöður. Samkvæmt þeim nota 24% nemenda skólans áfengi einu sinni í viku eða oftar, þar af eru 4 sem telja sig nota áfengi oftar en einu sinni í viku. 71% nemenda virðist nota áfengi tvisvar í mánuði eða oftar (1.b. 55%, 2.b. 74%, 3.-4. b. 78%, piltar 71%, stúlkur 63%). Það má auðvitað gera ráð fyrir að svör þátttakenda feli í sér margvíslegt sem ekki kemur fram í þessum svörum, en kannski skýrist það nokkuð þegar spurt er hve of viðkomandi verður drukkinn. Þá er þessi niðurstaðan:

Þessi niðurstaða felur í sér að 67% nemenda skólans telji sig verða drukkin einu sinni í mánuði eða oftar (1.b. 48%, 2.b. 70%, 3.-4. b. 80%, piltar 71%, stúlkur 63%) og að 16% þeirra eða 14 nemendur telji sig verða drukknir vikulega í það minnsta. Samkvæmt 5


niðurstöðum könnunar frá 2004 á vef Lýðheilsustofnunar kemur fram að rúm 53% framhaldsskólanema á aldrinum 15-16 ára hafa orðið drukknir á síðustu 30 dögum. Þó ekki sé um fyllilega sambærilegar spurningar að ræða má leiða að því líkur að áfengisneysla nemenda í skólanum (í 1. bekk) sé í nokkrum takti við það sem gerist meðal fólks á þessum aldri. Þess ber að geta í þessu samhengi að skólinn leggur mikla áherslu á að gera áfengisneyslu útlæga úr húsnæði skólans og er hart tekið á áfengisbrotum. Skólayfirvöld hafa farið þá leið að leyfa dansleikjahald nemenda í húsnæði skólans, þar sem þá gefst betra færi á að fylgjast með að samkomur fari fram með ásættanlegum hætti. Þetta hefur vissulega í för með sér að áfengisneysla fer fram í einhverjum mæli á þeim tíma sem dansleikur stendur yfir, en þar fyrir utan liggur blátt bann við slíku. Það er athyglisvert, í því ljósi, að skoða svör þátttakenda við fullyrðingunni: Ég nota áfengi á heimavistinni þegar ekki eru böll:

Hér kemur í ljós að 63% nota aldrei eða mjög sjaldan við þessar aðstæður, 25% sjaldan, en 12% nokkuð eða mjög oft. Þegar spurt var um miklvægi þess að nota áfengi þegar maður er að skemmta sér dreifðust svörin mjög, en stærstur hlutinn, eða 36%, tóku ekki afgerandi afstöðu til málsins. 3.2 Ólögleg vímuefni Við spurningunni um hvort þeir notuðu eða hefðu notað ólögleg vímuefni kváðust 83,7% aldrei hafa prófað slíkt og 12,8% hafa prófað. Einn þátttakandi sagðist nota efni af þessu tagi einu sinni á ári og tveir tvisvar til fimm sinnum á ári. Aðspurðir um hvort þeir yrðu varir við fíkniefnanotkun á heimavistinni sögðu 11,6% að svo væri, en mjög sjaldan. Einn taldi sig verða varan við vímuefnanotkun nokkuð oft.

6


4. Fjármögnun dvalarinnar í skólanum

Þá kann að koma einhverjum á óvart, að tæplega helmingur nemenda skólans ber engan kostnað af dvölinni í skólanum (1.b. 67%, 2.b. 33%, 3.-4. b. 43%, piltar 31%, stúlkur 60%). Athygli vekur munurinn sem fram kemur á piltum og stúlkum að þessu leyti. 73% greiða minna en helming kostnaðarins (1.b. 84%, 2.b. 67%, 3.-4. b. 70%, piltar 55%, stúlkur 88%). Einungis 15% greiða kostnaðinn alfarið sjálfir (1.b. 7%, 2.b. 22%, 3.-4. b. 17%, piltar 29%, stúlkur 4%). Sú niðurstaða sem hér birtist hlýtur að geta orðið tilefni til umræðu um uppeldismál, ekki bara að því er varðar nemendur í þessum skóla, heldur almennt. Það er til sú skoðun á uppeldi ungmenna að til þess að þau fái tilfinningu fyrir fjármálum og verði þannig færari um að taka með ábyrgum hætti á lífi sem sjálfstæðir, fullþroska einstaklingar, þá sé mikilvægt að þau leggi sjálf fram umtalsverðan hluta þess kostnaðar sem skólaganga hefur í för með sér. Á hinn bóginn má benda á að foreldrar telja það skyldu sína að standa straum af kostnaði við menntun barna sinna í það minnsta til 18 ára aldurs og kann það að skýra þetta hlutfall. Aðspurðir um árstekjur kváðust 61,6% vinna sér inn meira en 350.000 krónur (1.b. 48%, 2.b. 59%, 3.-4. b. 77%, piltar 71%, stúlkur 54%). 35% gefa upp hærri tekjur en 500.000 krónur (1.b. 21%, 2.b. 37%, 3.-4. b. 50%, piltar 37%, stúlkur 35%). 13 nemendur (15,1%) gáfu upp tekjur yfir 750.000. 38% þátttakenda kváðust hafa haft minna en kr. 350.000 í árstekjur. Annars var dreifingin sem sjá má á mynd 5.

7


Fyrirfram má gera ráð fyrir að minna sé um að nemendur vinni með námi í þessum skóla en í skólum á þéttbýlli svæðum. Það kom reyndar í ljós að tæp 48% vinna ekkert með náminu. 27% vinna 5-20 klst á mánuði, tæp 26% vinna meira en 20 klst. á mánuði, þar af eru 10.5% (9 nemendur) sem kváðust vinna 40 klst. eða meira á mánuði. 5. Um tækjabúnað nemenda, annan en tölvur 28% nemenda sögðust ekki nota sarp (iPod/MP3-spilara), en 34% notuðu slíkt tæki oft. 66% nemenda höfðu sjónvarp á herberginu sínu og 69% hljómflutningstæki. 6. Um skipulagt félagslíf í skólanum Viðbrögð þátttakenda við fullyrðingunni: Skólinn styður vel við félagslíf nemenda, reyndust 83% vera mjög eða frekar sammála, sem verður að teljast góð niðurstaða fyrir skólayfirvöld. 14% voru hvorki sammála né ósammála, en 3 nemendur reyndust frekar eða mjög ósammála fullyrðingunni. Nemendur skiptust mjög í tvö horn þegar spurt var hvort stéttaskipting meðal nemenda. 53% töldu svo vera, en 47% neituðu. Nemendum gafst síðan færi á að tjá sig um þá stéttaskipingu sem þeir töldu að væri fyrir hendi. Algengast var að nefnt væri að 4. bekkur stæði efst í virðingarstiganum, nefndur var klíkuskapur eða hópamyndun, mismunandi klæðaburður, vinsældir, námsbrautir. Svör þátttakenda má finna í viðhengi XXXXX Þegar þátttakendur voru spurðir út í hvað þeim fyndist um tíðni skólaballa(dansleikja) töldu 65% þau vera hæfilega oft, en 31% að þau væru of sjaldan. Flestir, eða 88% kváðust vera aðallega á ballinu (22) eða jafnt á ballinu og á vistinni (66) þegar skólaböll eru haldin. Þátttakendur gátu tjáð sig um það sem þeir vildu breyta í sambandi við skólaböll (dansleiki). Almennt tjáði fólk ánægju sína með þessar samkomur. Þó nokkrir nefndu að böllin mættu vera oftar, en þar fyrir utan voru nefndir þættir eins og: böll annarsstaðar 8


líka, minni ölvun, fyrirmyndar skipulag bæði hjá nemendurm og vistarvörðum, að þeir teldu að fólk ætti að vera meira inni á ballinu, leyfa áfengi á vistinni og ballinu, slaka á áfengiseftirliti, bæta einu balli við á vorönn. Svör þátttakenda má finna í viðhengi XXXXX Aðspurðir um viðhorf til þess að halda svokallað opið ball, án gestalista, kváðust 37% vera því mjög eða frekar hlynnt. 30% voru frekar eða mjög andvíg. Nemendur hafa aðstöðu til félagsstarfsemi í svokallaðri N-stofu á neðstu hæð skólahússins. Þátttakendur voru beðnir að bregðast við fullyrðingunni: Það er þörf á að gera N-stofuna skemmtilegri/vistlegri. 49% voru frekar eða mjög sammála, 37% tóku ekki afstöðu. 37% tjáðu sig um um hvað þeir teldu að gera þyrfti. Ýmislegt var nefnt: laga pool/billiard borðið, gera hana meira „kósý“ – t.d. nefnt að mála í hlýlegum litum, skipta um gluggatjöld, laga hana meira að þörfum stúlkna. Algengustu athugasemdirnar lúta að málningu og gluggatjöldum. Þess ber að geta að nemendur bera sjálfir ábyrgð á umgengni/tiltekt í þessu rými. Umræða þátttakenda um þetta atriði gefur tilefni til að nemendur ræði í sínum hóp fyrirkomulag N-stofu og umsjón með henni. Svör þátttakenda má finna í viðhengi XXXXX Það kom í ljós að langstærstur hluti þátttakenda (58%) taldi að skipulagðir atburðir í félagslífinu væru hæfilega margir. Þau 42% sem tóku aðra afstöðu skiptust nokkuð jafna á báða vængi. Þeir sem tjáðu sig frekar um þennan þátt nefndu: fleiri skemmtikvöld, spilakvöld, skipulögð pókerkvöld, vantar einhvern til að taka af skarið innan bekkjar og gera meira saman á þeim grundvelli, skipulagður fótbolti, pizzukvöld, sjónvarpskvöld. Svör þátttakenda má finna í viðhengi XXXXX

7. Um stjórn nemendafélagsins Mímis (núverandi og síðustu) Um viðhorf til stjórna nemendafélagsins Mímis kom fram að 95% töldu fráfarandi stjórn hafa staðið sig frekar vel (18,6%) eða mjög vel (76,7%) og svipað viðhorf (80%, (49% og 31%) var til þeirrar stjórnar sem tók við, en það kom reyndar fram hjá allmörgum þátttakenda að ekki væri komin nægilega mikil reynsla af störfum hennar.Þátttakendur gátu tjáð sig frekar um skoðanir sínar, sem reyndust að mestu leyti afar jákvæðar. Svör þátttakenda má finna í viðhengjum XXXXX og XXXXX 73% telja sig fylgjast frekar vel eða mjög vel með störfum stjórnarinnar, en 57% töldu sig vita frekar eða mjög vel hvert peningar Mímis fara. Almennt voru þátttakendur sammála því að (61,6%) að ekki ætti að fækka embættum í stjórn Mímis. 28% tóku ekki afstöðu. 8. Um hefðir í skólanum Spurt var um viðhorf til ýmissa hefða innan skólans. Þær hefðir sem spurt var um voru: Bjölluslagur, Bubba (sumarhátíð nemenda), dagamunur, Kamel & Kvemel, ML-tröllið, náttfatadagur, söngsalur, týpudagur, og vatnsslagur. Niðurstöðurnar voru þær sömu gagnvart öllum hefðunum: mikil ánægja kom fram með þær allar. Það sama má segja um busaviku: 83% mjög ánægðir og 7% frekar ánægðir. 34 þátttakendur tjáðu sig um 9


busavikuna og var þar flest á þann veg að lýst var jákvæðu viðhorf til hennar. Svör þátttakenda má finna í viðhengi XXXXX

9. Um íþróttaiðkun

Eins og fram kemur í töflunni stunda 70% nemenda íþróttir einu sinni í viku eða oftar og verður það að teljast gott. Vissulega má reikna með að hluti þeirra telji skylduíþróttatíma með, en þeir sem segjast stunda íþróttir oftar en einu sinni í viku eru 64%.

Þegar spurt var um hvernig þátttakendur nota þá íþróttatíma sem eru á vegum nemendafélagsins, kom í ljós að 52% nota þá einu sinni til tvisvar í viku eða oftar.

Þá kom fram að um 17% nemenda stundar skipulagðar íþróttaæfingar aðallega annarsstaðar en á Laugarvatni (5,8%) eða jafnt og á Laugarvatni (11,6%). Spurt var um hvort og þá hve oft þátttakendur ganga eða skokka sér til heilsubótar. 10


39% þátttakenda stunda líkamsrækt af þessu tagi einu sinni í viku eða oftar, sem verður að teljast nokkuð gott. Ef spurt er um notkun á sundlauginni segjast 45% nota hana stundum (31,4%) eða oft (14%).

Vissulega kalla svarmöguleikarnir á huglæga túlkun, en 51% segjast þó nýta sundlaugina stundum eða oftar. Tæp 25% nemenda segjast nota tækjasalinn í íþróttahúsinu nokkuð oft eða mjög oft, aðrir sjaldnar, 21% notar hann aldrei.

Spurt var um hvaða íþróttagreinar nemendur stunda helst kom eftirfarandi í ljós. Hér gátu þátttakendur merkt við fleiri en eina grein. 11


Af myndinni má sjá að flestir (48%) þátttakenda stunda knattspyrnu, en í kjölfarið fylgja síðan körfuboltaiðkendur (34%) og sund (29%). 9,3% (8 nemendur) kváðust stunda aðrar íþróttagreinar en hér eru nefndar, en af ókunnum ástæðum finnast ekki í gögnum könnunarinnar hverjar þessar greinar eru. Þátttakendur sem tjáðu sig um íþróttatíma nemendafélagsins. Helstu atriðin sem þar komu fram voru eftirfarandi: vantar aðstöðu fyrir hesta, meiri fótbolta, meiri körfubolta, opnun sundlaugar fyrr á morgnana, badminton vantar, íþróttir fjölbreyttari, almennt lengri íþróttatíma, fínt úrval íþrótta, dans sem skyldugrein, körfubolta bara fyrir stelpur, fá körfuboltaþjálfara. Svör þátttakenda er að finna í viðhengi XXXXXX

10. Um tölvur og internet Spurt var hve mikið þátttakendur notuðu tölvu.

12


Það er væntanlega erfitt um það að segja hvað gæti talist eðlileg tölvunotkun framhaldsskólanema og sýnist sjálfsagt sitt hverjum um það. Sömuleiðis getur verið erfitt að meta nákvæmlega hvað svörin fela í sér. Þarna getur til dæmis verið að innifalin sé sú tölvunotkun sem fer fram beinlínis á skólatíma. Þegar spurt var til hvers þátttakendur notuðu tölvur aðallega varð niðurstaðan eins og hér má sjá:

Spurt var um notkun tölvuleikja:

13


Spurt var um notkun internetsins:

Þá var spurt hve miklu máli gott internetsamband skiptir nemendur og kemur væntanlega ekki á óvart að 80% telja það frekar, eða mjög mikilvægt. Í framhaldi af því var spurt hve sammála þátttakendur eru því að internetsamband í skólanum sé gott.

Þessi niðurstaða er vísbending um að betur megi gera í þessu þjónustuþætti skólans. Aðeins 23% er frekar eða mjög sammála fullyrðingunni á meðan 55% eru frekar eða mjög ósammála henni. Nú var spurt um áhrif tölvunotkunar nemenda á félagslíf í skólanum. Flestir, eða 45% virðast þeirra skoðunar að húna hafi engin áhrif til eða frá á félagslífið. 14% þátttakenda töldu hana hafa frekar eða mjög góð áhrif, en 35% frekar eða mjög slæm áhrif. Þetta virðist benda til að nemendur telji á áhrifn séu frekar á þann veg.

14


11. Um ýmislegt annað Undir þessum lið voru lagðar 4 spurningar fyrir þátttakendur sem lúta að ýmsu sem ekki var auðvelt að fella undir aðra flokka spurninga. Fyrst var spurt hvað nemendum fyndist um fjölda bæjarferða á vegum nemendafélagsins.

Það sem helst má lesa út úr þessu er að heldur eru þátttakendur á því að þessum ferðum megi fjölga nokkuð ef eitthvað er. Næst var spurt um hlustun á útvarp Benjamín, sem sendir út í dagamunarviku. Margt af því efni sem stöðin sendir út er mikið unnið og hafa útvarpsmenn fengið þjálfun í þáttagerð áður en útsendingar hefjast.

15


Þessi niðurstaða virðist gefa vísbendingar um að hlustun á útvarpsstöðina sé ekki ýkja mikil, en 52% þátttakenda hlustuðu á stöðina í minna en 2 klst á dag, á meðan 19% hlustuðu í 2-4 klst. Á þessu kunna að vera einhverjar skýringar, en þarft væri að endurskoða fyrirkomulag á útsendingum með tilliti til þessa. Þar sem uppi voru um það raddir á skólaárinu um að æskilegt væri að endurreisa kórstarf við skólann, var ákveðið að kanna hug nemenda til slíks.

Ef þessar niðurstöður eiga enn við ætti að vera góður grundvöllur fyrir kór við skólann þar sem 40% svarenda tjá sig afar jákvæða gagnvart þessari hugmynd. Ef þetta hlutfall tæki nú þátt í því kórstarfi sem farið er af stað, myndu 52 nemendur nú vera félagar í kórnum. 16


Loks var spurt um áhuga fyrir því að setja upp kennslu í bridge. Þar varð niðurstaðan þessi:

Það reynast vera 31% nemenda sem er tilbúnir að læra bridds, og miðað við núverandi nemendafjölda eru það 40 nemendur. 12. Samantekt Almennt má segja um viðhorf nemenda til dvalar sinnar í skólanum, stjórnar nemendafélagsins og skólayfirvalda séu jákvæð. Það má hinsvegar velta fyrir sér ýmsu því sem fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar og þörf á að ræða ýmsa þætti sem þar koma fram, með það að markmiði að gera enn betur. Hér verður tæpt á nokkrum þáttum. Notkun tóbaks og áfengis er tilefni til umfjöllunar og það virðist ljóst af niðurstöðunum að enn þarf að herða róðurinn til að koma þeim málum í betra horf. Það kemur vissulega ekki fram marktækur munur á neyslu nemenda í skólanum og jafnaldra þeirra á landsvísu, en það verður seint svo að hægt verði að líta á neysluna sem ásættanlega. Tóbaksreykingar eru bannaðar í húsnæði og lóð skólans eins og lög gera ráð fyrir, en það er hinsvegar svo hér eins og annarsstaðar að framkvæmd þessa banns er ekki einföld. Talsverður ami var af reykingum nemenda við útidyr í skólahúsi og á heimavistum, en í haust (2007) var komið fyrir kofa (gámi) milli heimavistarhúsanna Nasar og Kasar og það jafnframt gefið út að reykingar leyfðust undir engum kringumstæðum annarsstaðar en þar. Þessi aðgerð hefur haft afar jákvæð áhrif á umgengni. Það má kannski segja að sígandi lukka sé best þegar árangur í tóbaksvörnum er mældur. Áfengisnotkun er sífellt tilefni til að hafa áhyggjur af ungu fólki, ekki síst í þessum skóla. Það hefur, með réttu eða röngu, lengst af loðað við skólann það orðspor að hér hafi áfengisneysla nemenda verið meiri en gengur og gerist meðal ungs fólks. Þetta hafa þeir sem bera hag skólans fyrir brjósti verið ötulir við bera til baka, en því er ekki að neita, að í samfélagi sem þessu, er umræða af þessu tagi afar viðkvæm. Ekki verður annað lesið út úr niðurstöðum þessarar könnunar en að það sé staðfest sem hér hefur verið haldið fram, að unglingar hér séu ósköp svipaðir og fólk á þeirra aldri almennt. Engu að síður er full þörf á að herða róðurinn í því skyni að draga úr unglingadrykkju, svokallaðri. 17


Athyglisvert væri að ræða í framhaldi af þessari könnun, mikilvægi þess að framhaldsskólanemendur taki sjálfir umtalsverðan þátt í fjármögnun skólagöngu sinnar. Vissulega má gera ráð fyrir að með hækkuðum lögræðisaldri hafi foreldrar farið að taka meiri þátt í lífi barna sinna og auðvitað ekkert nema allt gott um það að segja. Það má hinsvegar halda því fram að það sé uppeldislega varasamt að taka af ungu fólki alla ábyrgð á fjármálum. Það virðist ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að nemendur eru almennt ánægðir með hefðir innan skólans. Sumar þeirra hafa orðið fyrir gagnrýni, ekki síst svokölluð busavika. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því innan skólans að koma umgjörð hennar og framkvæmd í það sem kalla má viðunandi horf, og ekki verður öðru haldið fram hér en að það virðist hafa tekist nokkuð vel. Stjórnir nemendafélagsins virðast njóta almennrar hylli nemenda og er það mikill styrkur fyrir starf stjórnar og samfélag nemenda. Það er ánægulegt að sjá hve íþróttaiðkun virðist vera almenn innan skólans, enda njóta nemendur þess að hafa góðan aðgang að íþróttamannvirkjum Kennaraháskóla Íslands. Þegar kemur að umfjöllun um tölvur og internet virðist í fljótu bragði flest vera með eðlilegum hætti. Það virðist þó ljóst af svörum þátttakenda, að internetsamband innan húsnæðis skólans er ekki fyllilega sem skyldi. Það liggur fyrir að nú stendur yfir úttekt á tölvumálum skólans hjá óháðum aðila og munu niðurstöður þeirrar úttektar væntanlega leiða af sér umbætur á ýmsum þáttum þessara mála. Laugarvatni í nóvember 2007

18

Skýrsla um könnun á félagslífi nemenda, vorönn 2007  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you