Page 1

2014

Ársskýrsla Menntaskólans að Laugarvatni

HALLDÓR PÁLL HALLDÓRSSON OG PÁLL M SKÚLASON - JANÚAR 2015 -

ML | 840 Laugarvatn


1

Inngangur Það má segja að tvennt hafa sett stærstan svip á skólastarfið árið 2014. Annarsvegar var endanlega ákveðið að frá haustinu 2015 verði teknir inn nemendur sem geta lokið stúdentsprófi á þrem árum. Undirbúningur vegna þessa setti talsverðan svip á störf innan skólans, önnur en þau sem hefðbundin mega teljast. Hinsvegar skalt nefnt að umsóknir um skólavist haustið 2014 voru óvenju fáar. Mynd 1 sýnir fjölda nýnema á hverju hausti frá haustinu 2002 til hausts 2014. Tafla 1 sýnir fjölda nýnema eftir brautum frá hausti 2002 til hausts 2014.

Fjöldi nýnema 2002-2014 2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

48

47

42

51

49

44

51

2011

2012

2013

53

53

47

2014

80 60 40 20 69

48

27

0 Mynd 1

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

1F(M)

1N

23 10

22 23 24 28 23 28 26 21 25 27 26 26 16

24 15 24 19 19 23 23 23 26 26 27 21 11

Meðalfjöldi nýnema

69 48 48 47 42 51 49 44 51 53 53 47 27

48,4

Tafla 1

Svo sem eðlilegt má teljast höfum við velt talsvert vöngum yfir ástæðum þessarar fækkunar, en sannast sagna hafa þær vangaveltur ekki leitt til neinnar afgerandi niðurstöðu, ekki síst vegna þess að þær mælingar sem hafa verið gerðar meðal nemenda og starfsfólks benda til nokkuð eindreginnar ánægju með skólann og heimavistardvölina. Á vorönn 2015 verður lögð viðhorfskönnun fyrir foreldra/forráðamenn/aðstandendur allra nemenda í skólanum og kann hún að varpa einhverju ljósi á ástæður fyrir minni aðsókn. Allt frá aldamótum voru nýnemar í kringum 50, sem er sem næst þeim fjölda sem skólinn getur tekið á tvær brautir 1. bekkjar á hverju ári. Viðmiðunartala um heildarfjölda nemenda á hverju skólaári er í kringum 160 en sá fjöldi náðist haustið 2010.


1. Fjöldi Það voru 162 nemendur sem gengust undir námsmat eftir vorönn og skiptingu þeirra milli bekkja má sjá í töflu 2. Frá hausti 2013 hafði nemendum því fækkað um 10. Greinargerð um brotthvarf var send ráðuneytinu eftir vorönn. Óvenju fáir nemendur voru innritaðir í 1. bekk að hausti sem varð til þess að nemendafjöldinn í skólanum dróst talsvert saman. Fækkun milli skólaára að öðru leyti var nokkuð misjöfn eftir bekkjum. Nemendum sem komu í 2F hafði fækkað um tvo, í 2N um 5. í 3F um 3, í 3N um engan, í 4F um engan og í 4N um 2. 36 nýstúdentar voru útskrifaðir vorið 2014. Í lok haustannar höfðu 6 nemendur horfið úr skólanum og einn nýr komið inn. Fækkunin var mest í 1N, um 4.

2. Aldurssamsetning

1F 1N 2F 2N 3MF 3N 4MF 4N

25 26 21 24 21 18 21 14

170

24 23 19 25 21 18 21 14

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4MF 4N

27 26 23 20 14 22 19 16

27 26 24 19 14 22 17 15

167

164

26 27 27 25 21 18 14 22

25 25 20 21 21 16 14 22

180

164

165 Tafla 2

26 21 27 27 14 20 21 16

23 20 24 26 15 18 20 16

172

162

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

byrjun . vor

haust

haust

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

1F 1N 2F 2N 3F 3N 4F 4N

2014-15

vor

2013-14

vor

2012-13

vor

haust

2011-12 vor

haust

2010-11

haust

Aldurssamsetningu nemenda má að mestu lesa út úr töflunni, en í langflestum tilvikum eru nemendur skólans á réttu róli miðað við aldur og ljúka þar með stúdentsprófi árið sem þeir verða tvítugir. Í 1. bekk eru allir á venjulegum aldri við árslok 2014, fæddir 1998, nema einn, f. 1997. Í 2. bekk eru 4 nemendur sem ekki eru fæddir 1997, tveir eru fæddir 1996, einn 1998, og einn 1990. Í 3. bekk er 1 nemandi sem er fæddur 1995, aðrir eru fæddir 1996. Í 4. bekk eru allir fæddir 1995 utan 2; 1 fæddur 1993 og einn 1994.

16 11 21 15 21 26 16 16

16 7 21 15 22 24 16 16

142

137

2


3. Búseta Samsetning nemenda, ef skoðuð er búseta, hefur verið nánast óbreytt undanfarin ár. Við upphaf haustannar var hún til að mynda sú sem lesa má úr mynd 2.

Skipting allra nemenda 1%1% 2014 1% 4% haustið 5% 10%

Suðurland Höfuðborgarsv Vestfirðir Suðurnes Vesturland

78%

Austfirðir Norðurland

Mynd 2

Langfjölmennastir eru Sunnlendingar eða 78% sem fyrr. Ef Sunnlendingar eru skoðaðir sérstaklega kemur í ljós að 45% þeirra koma úr uppsveitum Árnessýslu, næststærsti hópurinn. 17%, kemur úr Rangárþingi eystra, því næst frá Hveragerði og nágrenni og Selfossi (14%). Færri koma annarsstaðar frá.

Skipting nemenda af Suðurlandi haustið 2014 2% 6% 2%

801 840 845 860 861

14%

45%

810 816 825 800 880

14%

850 851 870 871

17% Mynd 3

3


4. Kyn Kynjahlutfall hefur verið nokkuð jafnt og við lok haustannar var 71 piltur í skólanum og 66 stúlkur.

5. Brotthvarf Í fjöldatölunum í lið 1 hér fyrir ofan er gerð nokkur grein fyrir brotthvarfi skólaárið 13-14 og á haustönn 2014. Þegar árið 2014 er skoðað má sjá að heildarnemendafjöldi hefur dregist saman um 27 nemendur frá upphafi ársins til loka þess.

Hófu nám vor Bekkur 2014 1F 23 1N 20 2F 24 2N 26 3F 15 3N 19 4F 20 4N 16 0 0

Komu í næsta Gengust Bekkur bekk undir næsta haust Við Breyting vorannarpróf árs 2014 árslok á árinu 23 2F 21 21 2 20 2N 15 15 5 24 3F 21 21 3 26 3N 26 24 2 15 4F 16 16 -1 18 4N 16 16 3 20 0 0 20 16 0 0 16 0 1F 16 15 -15 0 1N 11 8 -8 27 Tafla 3

6. Nýtingarhlutfall Nýtingarhlutfall áfanga á vorönn var 84% en nýtingarhlutfall haustannar var 74,6%. Hlutfallið endurspeglar fækkun nemenda í 1. bekk.

II. Nám 1. Námsbrautir Á árinu voru starfræktar 2 námsbrautir, félagsfræðabraut og náttúrufræðabraut og um er að ræða 4 ára bóklegt nám til stúdentsprófs.

2. Skipting nemenda á námsbrautir. Á vorönn voru 75 nemendur á félagsfræðabraut en 72 á náttúrufræðabraut. Á haustönn voru nemendur á félagsfræðabraut 75 en 62 á náttúrufræðabraut.

3. Innleiðing aðalnámskrár (brautaframboð og almennur hluti skólanámskrár) Á árinu var tekin ákvörðun um að skipuleggja 2 þriggja ára námsbrautir á félagsvísinda- og náttúruvísindasviði. Unnið var að brautalýsingu og ákveðið að tveir dagar í upphafi vorannar skyldu teknir undir vinnu kennara að áfangalýsingum.

4


5

4. Þróunarstarf Vinna að nýju brautaskipulagi og námskrá vegna styttingar náms til stúdentsprófs myndaði kjarna þess sem unnið var að í þróunarmálum á árinu.

III. Stjórnun og kennsla 1. Yfir- og millistjórn

Mynd 4

Yfirstjórn skólans er í höndum skólameistara. Millistjórnandahlutverki gegnir aðstoðarskólameistari í 1/1 stöðu, Bryti (100%), umsjónarmaður fasteigna og húsbóndi á heimavist.


2. Kennarar

6

a. Starfshlutfall - kynjaskipting Starfshlutfall við kennslu 80-100% 50-75% Minna en 50%

Fjöldi vor 14 9 4 3 16

kk

kvk

6 3 1 10

3 1 2 6

Fjöldi kk haust 14 9 6 4 0 4 1 17 7

kvk 3 4 3 10

Tafla 4

b. Starfsaldur Starfsaldur >15 ár 10-14 ár 5-9 ár 0-4 ár

Fjöldi vor 14 6 0 4 6

Fjöldi haust 14 6 0 3 8

Tafla 5

c. Menntun Menntun MA/MS/MPaed BA/BS120 BA/BS/BEd Annað

Fjöldi vor 14 7 6 2 1

Fjöldi haust 14 10 4 2 1

Tafla 6

d. Réttindi Á vorönn voru 12 af 16 kennurum með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi, einn var í heilli stöðu en hinir tveir kenndu 1 áfanga hvor. Á haustönn voru 13 af 17 með réttindin. Einn gegndi heilli stöðu, annar hálfri og tveir kenndu 1 áfanga hvor. e. Annað kennarar Meðalaldur kennara á vorönn var 42,2 ár, en á haustönn 42,7. Á vorönn kenndu 5 kennarar meira en 24 kennslustundir á viku, en á haustönn voru þeir 3. Tveir starfsmenn voru í fæðingarorlofi á hvorri önn. f. Annað starfsfólk skólans Á skrifstofu skólans starfar, auk stjórnenda, ritari/fulltrúi í 80% starfi og námsráðgjafi sem er í 50% starfi. Þá sinnir kerfisstjóri stoðþjónustu við starfsmenn og nemendur, en hann gegnir einnig verkefnastjórn. Á bókasafni er forstöðumaður í 80% starfi. Í mötuneyti starfa, auk bryta, gjaldkeri, sem jafnframt er bókari, í 80% starfi, og fjórir aðstoðarmatráðar. Í þvottahúsi eru tveir starfsmenn, annar í 100% starfi, hinn í 73% starfi.


Á heimavist starfa, auk húsbónda, húsfreyja í 50% starfi og tveir vistarverðir í 50% starfi hvor. Sjö starfsmenn vinna við ræstingu skólahúsnæðis og heimavista í tímamældri ákvæðisvinnu.

3. Kennsluhættir Um margt eru kennsluhættir í skólanum með hefðbundnu sniði, en undanfarin ár hafa orðið nokkuð áberandi breytingar í þá átt að námið verði verkefnamiðaðra. Kennsluhættir hafa verið mikið ræddir í tengslum við styttingu náms til stúdentsprófs og einmitt þá í þá veru að framundan séu enn frekari breytingar á þeim, einmitt í átt til aukinnar vinnu nemenda, á kostnað kennslu kennara. Að sjálfsögðu taka kennsla, kennsluhættir og nám mið af þeirri námsgrein sem um er að ræða hverju sinni, auk þess sem hver kennari hefur sinn kennslustíl, starfskenningu eða nálgun að verkefni sínu. Eins og fram kemur í lið 2b hér að ofan voru 6 kennarar með 15 ára starfsaldur eða meira, en 8 með fjögurra ára starfsaldur eða minna. Í kennarahópnum er enginn með 10-14 ára starfsreynslu, svo það má segja að kennarar skólans skiptist þannig að „gamlir hundar“, sem líklega er of seint að breyta, mynda ákveðið mótvægi við ungt og síður reynt fólk sem flytur þá væntanlega með sér nýrri hugmyndir um nálgun að starfinu.

4. Námsmat Það sama má segja um námsmat og kennsluhætti, að þar eru að verða umtalsverðar breytingar í þá átt að vægi símats af ýmsu tagi eykst á kostnað lokaprófa. Hefðin í þessum skóla var sú, að það voru haldin lokapróf í öllum bóklegum greinum. Námsmat í valgreinum og íþróttum (nema á 1. ári) var með öðrum hætti eftir eðli hverrar greinar. Þetta fyrirkomulag breytist hratt þessi misserin. Lokaprófin hafa verið að öðlast æ minna vægi. Hlutfall þeirra í lokaeinkunn fyrir áfanga, var algengt 60-80%, en er nú á bilinu 30-50%, þó nokkrar greinar haldi upp undir 70% vægi. Svokölluðum próflausum áföngum fjölgaði á árinu og virðist svo sem þeim fari áfram fjölgandi.

IV. Sjálfsmat / innra mat og tímabundin verkefni 1. Framkvæmd markmiða og tímabundinna verkefna í skólasamningi. a. Nemendur Meginmarkmið: Að nemendum líði vel í skólanum Skólapúlsinn var lagður fyrir nemendur öðru sinn í nóvember. Þar mældust 82.2% nemenda ML með jákvætt viðhorf til skólans og sýndu mikla hollustu gagnvart honum. Vellíðan mældist 4,1 þar sem viðmiðunarhópurinn mældist með 4.2. Einelti mældist 3,9% þar sem talan fyrir viðmiðunarhópinn var 7,6%. Þar sem skoðað var svefnleysi reyndust 36,2% nemenda ML búa við slíkt en 40,7% viðmiðunarhópsins. Aðrir þættir sem lúta að líðan í Skólapúlsinum voru svipaðir í ML og viðmiðunarhópnum utan einn, sem var flokkurinn Áreitni og ofbeldi, en þar töldu 27,1% MLinga hafa orðið fyrir slíku, á móti 21,9% viðmiðunarhóps. Deilimarkmið: Efla félagslífið í samstarfi við Mími með því stefna að því að taka inn tvo nýja þætti á skólaárinu 2013-2014.

Staða í lok ársins 2014 Ekki hefur verið unnið markvisst að þessu enn, en stöðugt er hamrað á því við stjórn nemendafélagsins að hún vinni að eflingu félagslífs nemenda. Sérstaklega er sjónum þar beint að eflingu klúbbastarfs.

7


Minnka kynjamun í skólasókn og mætingu úr 2,8% (haust 2012) í 1,8% á skólaárunum 20132015.

Kynjamunur í skólasókn var 2,5% við lok haustannar 2014. Skólasóknarhlutfall pilta var 93,5% en stúlkna 96%. Þegar raunmæting er skoðuð kemur fram svipaður munur, eða 2,4%. Kynjamunur eftir bekkjum var svona: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

mæting 2,5% 0,1% 4,4% 2,2%

raunmæting 3,7% (stúlkur betri) 1,5% (piltar betri) 5,6% (stúlkur betri) 2,3% (piltar betri)

Hér má glöggt sjá að munurinn á kynjunum er mestur í 3. bekk og hallar þar verulega á piltana. Halda brotthvarfi á sömu slóðum og milli skólaáranna 2011-12 og 2012-13.

Skrá ástæður brottfalls með markvissum hætti og byrja skráningu á vorönn 2013.

Endurskoða reglur um skólasókn á vorönn 2013 með það að markmiði að þær skapi skýrari ramma um ástundun nemenda.

Brotthvarf milli skólaáranna 2013-14 og 2014-15 var 11 nemendur, sem er óvenju mikið. Fækkun nemenda í skólanum frá upphafi árs til loka nam 24 nemendum. Þar er um að ræða brotthvarf á vorönn, á milli skólaára, á haustönn og dræmari aðsókn í 1. bekk en verið hefur undanfarin ár. 36 voru brautskráðir að vori en 27 nýnemar komu í 1. bekk að hausti. Ástæður brotthvarfs eru skráðar kerfisbundið og í þeirri skrá kemur fram kyn, fæðingarár, bekkur, helstu ástæður og dagsetning brotthvarfs. Niðurstöðum hefur verið skilað til ráðuneytis. Frá áramótum 2014-15 eru þessar upplýsingar sendar á Námsmatsstofnun. Á haustönn var lokið við endurskoðun á reglunum og meginbreytingin sem gerð var, og sem mun taka gildi haustið 2015, felst í því að lágmark raunmætingar verður 76%. Í núgildandi reglum er þarna ekkert lágmark.

Nám og kennsla Meginmarkmið: Auka hlutfall nemenda sem standast alla þá áfanga sem þeir stunda nám í úr 78,7% á haustönn 2012 í 90% á haustönn 2015. Eftir haustönn 2014 stóðust nemendur námsmat í bóklegum greinum í 92,9% tilvika. Þetta hlutfall er reiknað af 714 einkunnum í 3ja eininga, bóklegum greinum. 51 einkunn reyndist vera undir lágmarki. Afgerandi flestar einkunnir voru undir lágmarki í 3N eða 32 af 120, eða 26,7%. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Hér er um að ræða mikið fall í stærðfræði og eðlisfræði. Fjöldi falleinkunna í öðrum bekkjum er viðunandi. 1F 2,7%, 1N 6,3%, 2F 3,4%, 2N 6,7%, 3F 2,9%, 4F 2,6% og 4N 0,0%. Deilimarkmið: Gera úttekt á samningstímanum á breytingum á námsmatsaðferðum undanfarin ár með það að markmiði að meta áhrifin á námsárangur nemenda.

Staða í lok ársins 2014 Það var lögð könnun fyrir kennara í byrjun desember og hún stóð yfir til 10. janúar. Könnunin tekur til námsmats- og kennsluaðferða.

8


Að hlutfall nemenda sem eru mjög ánægðir eða ánægðir með kennsluna fari úr 86% í 90% á á næstu þremur árum. Að styðja við nemendur sem eru með annað móðurmál en íslensku í samræmi við móttökuáætlun í grein 1.5.2 Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku í skólanámskrá, á samningstímanum. Að styðja áfram, svo sem kostur er, við nemendur sem eiga í vanda með einstakar námsgreinar á samningstímanum. Meginmarkmið:

Meðaleinkunn sem nemendur gáfu kennurum í áfangamati á vorönn 2014 var 7,23. Móttökuáætlunin er í fullu gildi.

Fyrirkomulag þessa þáttar er óbreyttur.

Að nemendur verði teknir inn á námsbrautir í samræmi við aðalnámskrá 2011 frá hausti 2015. Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2014 Endurskoða brautaframboð og brautalýsingar á Endurskoðun brauta var að mestu lokið í árslok vorönn 2013. 2014. Þá var einnig skipulögð vinna kennara að áfangalýsingum í byrjun vorannar. Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Gekk ekki eftir, en gerist í febrúar-mars 2015 námskrárgrunn á haustönn 2013. Setja 50% allra nýrra áfangalýsinga í Gekk ekki eftir, en gerist í febrúar-mars 2015 námskrárgrunn á vorönn 2014. Setja allar brautalýsingar í námskrárgrunn á Að þessu er stefnt í febrúar-mars, 2015 skólaárinu 2014-2015.

Stjórnun Meginmarkmið: Að stjórnun sé lýðræðisleg. Deilimarkmið: Virkja kennara á samningstímanum til stefnumótunar um brauta- og áfangaframboð í samræmi við aðalnámskrá 2011. Fá umræðu og tillögur frá kennurum, starfsfólki og forráðamönnum um reglur um skólasókn í tengslum við endurskoðun reglanna á vorönn 2013. Meginmarkmið: Að líðan starfsmanna og ánægja í starfi sé góð. Deilimarkmið: Gera starfsmannaviðtöl að föstum lið í starfi stjórnenda frá og með haustönn 2013. Gera starfendarannsóknir að reglubundum þætti í starfi kennara og að 50% kennara stundi starfendarannsóknir við upphaf skólaárs 20142015. Fá sérfræðing til að gera úttekt á vinnuaðstæðum á haustönn 2014 með það að markmiði að bæta aðstæðurnar.

Staða í lok ársins 2014 Er í eðlilegum farvegi.

Vettvangur til samráðs við forráðamenn er ekki augljós. Á vorönn 2015 er lögð könnun fyrir foreldra/forráðamenn um ýmsa þætti og m.a. er beðið um viðhorf til skólasóknarreglna.

Staða í lok ársins 2014 Starfsmannasamtöl voru framkvæmd á vorönn 2014 Starfendarannsóknir hafa ekki fest sig í sessi sem reglubundinn þáttur í starfi kennara. Þar kemur margt til. Þetta gekk ekki eftir.

9


Að 50% starfsmanna sæki sér endur- og/eða símenntun sem nýtist í starfi á hverri önn, frá og með haustönn 2013.

Þrír kennarar stunduðu formlegt nám á árinu og talsverður meirihluti kennara og allmargir aðrir starfsmenn sóttu námskeið af ýmsu tagi.

Meginmarkmið: Innleiða Office365, í samstarfi við TRS, í flesta þætti skólastarfs á samningstímanum. Unnið er að þessu m.a. með námskeiðum fyrir starfsmenn og nemendur.

Rekstur Meginmarkmið: Að rekstur sé innan fjárlaga á árunum 2013-2015. Rekstur skólans var á áætlun og innan fjárlaga á árinu..

Samstarf og tengsl Meginmarkmið: Viðhalda og koma á reglubundnu samstarfi við ákveðna aðila Deilimarkmið: Staða í lok ársins 2014 Semja um ML tíma í íþróttahúsinu á Laugarvatni Gengur eftir frá Háskóla Íslands svo sem verið hefur. Halda áfram á sömu braut með upplýsinga- og Gengur eftir fræðslufundi fyrir foreldra, á hverju skólaári, í samstarfi við foreldraráð. Halda áfram árlegum kynningum á skólanum í Kynningar voru með sama hætti og áður. grunnskólum á Suðurlandi og bjóða þeim á árlegan kynningardag. Senda á hverju vori, svo sem verið hefur, Könnunin var lögð fyrir sem fyrr, en þar fyrir könnun til 5 ára stúdenta frá skólanum. utan var lögð stutt könnun fyrir tveggja ára stúdenta, ekki síst til að afla fóðurs í stefnumótun.

10

Skólaskýrsla ML 2014  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you