Page 1

Aðbúnaður og aðstaða á heimavistum í Menntaskólanum að Laugarvatni Könnunin var lögð fyrir í mars 2013

Páll M. Skúlason, formaður sjálfsmatsnefndar og Áslaug Harðardóttir, verkefnastjóri unnu þessa skýrslu á vor- og haustdögum 2013


Inngangur Skólaárið 2003-4 var lögð viðamikil könnun fyrir nemendur, sem tók til aðbúnaðar þeirra og aðstöðu í skólanum (http://issuu.com/menntaskolinnadlaugarvatni/docs/adbunadur_og_adstada_2004. Sú könnun var lögð fyrir á pappír. Sjálfsmatsnefnd taldi að kominn væri tími til að endurtaka þessa könnun í einhverri mynd. Það varð hinsvegar niðurstaða nefndarinnar að fyrri könnunin væri of viðamikil og þar að auki ýmsir þættir hennar sem fjölluðu um þætti sem ekki ættu við lengur. Úr varð síðan að stefna að því að leggja þessa könnun fyrir í tvennu lagi og rafrænt þessu sinni. Það var unnið að undirbúningi frá haustönn 2012 og fyrri hluta vorannar. Könnun var lögð fyrir nemendur skólans 18. - 22. mars 2013. Hún var lögð fyrir í gegnum Moodle kennsluumhverfið og var lögð þannig fyrir, að umsjónarkennurum var falið að halda utanum framkvæmdina hjá sínum hópum og gert ráð fyrir að þeir létu af hendi tíma til þess arna og sæju þannig til þess að þátttaka yrði sem allra best. Þegar upp var staðið reyndust 113 af 164 nemendum hafa tekið þátt, eða 68,9% nemenda. Skiptingin eftir bekkjum var þessi: 1. bekkur 37 eða 33% þátttakenda 2. bekkur 25 eða 22% 3. bekkur 27 eða 24% 4. bekkur 24 eða 21% Þegar horft er til kynjaskiptingar voru 47% piltar og 53% stúlkur.

Niðurstöður a. Hvar búa þátttakendur? Flestir þátttakenda, eða 26%, búa á Kös 2. Samtals búa 39% þátttakenda á Kös og 38% á Nös.

Ég bý á/í Annað/á ekki við

3

Hlíð

3

Fjarvist (í skólahúsinu)

20

Kös 2 (fjær skólahúsinu)

29

Kös 1 (nær skólahúsinu)

15

Nös 2 (fjær skólahúsinu)

21

Nös 1 (nær skólahúsinu)

22 0

10

20

30

40

Fjöldi

1


b. Hvernig á að raða nemendum á heimavistir? Í þessari spurningu var nemendum gefinn kostur á að raða í forgangsröð, 1 – 4, þeim aðferðum sem þeir vildu helst að væru viðhafðar við að raða í herbergi á heimavistinni. Um var að ræða 3 tilgreinda valkosti: a. Að nemendur geti dregið um herbergi á vistinni, b. Að nemendur sé raðað þannig, að reynt sé að hafa árganga saman á vist og c. Að nemendur geti sótt um herbergi hvar sem er á vistinni, óháð því í hvaða bekk þeir eru. Þá var einn valkosturinn: Annað, sem þátttakendur gátu síðan tilgreint í næstu spurningu (5).

Hvernig á að raða nemendum á vistirnar?

23

Annað

13

Að nemendur geti dregið um herbergi á vistinni.

20

12

49

38

Að nemendum sé raðað þannig að reynt sé að hafa árgangana saman á vist.

50

82

Nemendur geti sótt um herbergi hvar sem er á vistinni óháð því hvaða bekk þeir eru í.

11

0

1

21

2

17

20

3

14

24

40

7 10

61

60

80

100

120

4

Langflestir, 82, eða 73% settu núverandi fyrirkomulag við röðun á vistir í fyrsta sæti, 20% vildu eitthvert annað fyrirkomulag helst og 24 eða 21% vildi helst að dregið yrði um herbergi eða að hægt væri að sækja um tiltekin herbergi óháð vistahúsnæði. Af þessu má draga þá ályktun að það sé nokkuð almenn ánægja með það fyrirkomulag sem viðhaft er við röðun nemenda á heimavistir.

c. Ef þú settir „annað“ í fyrsta sæti í síðustu spurningu: Hvaða aðferð viltu nota við að raða nemendum á vistir? Þetta eru þau atriði sem voru nefnd (tölurnar fyrir aftan segja til um hversu oft atriðin komu fyrir): Gott eins og það er Því betri umgengni því betri herbergi Vinir saman Því eldri, því betri vist Því betri einkunnir, mæting og virkni í félagsstarfi því betri herbergi Árgangar saman á vistum 2

6 5 4 4 4 3


Stjórn nemendafélagsins gangi fyrir Þeir sem hafa verið tvö ár á Nös/voru ekki með sér wc á 3. ári hafi forgang á fjarvist Fá að velja með hverjum maður er og það sé hægt að breyta því eftir á Eins manns herbergi á fjarvist Draga um herbergi á þeirri vist sem maður er á Niðurröðun eftir vinahópum ýtir undir klíkur og hópaskipingu Þeir sem vilja hafa rólegt á vistinni geta verið á sérvist, hinir á sérvist

2 2 1 1 1 1 1

Eins og fram kemur í spurningu b þá virðist stærstur hluti nemenda vera tiltölulega sáttur við það fyrirkomulag sem nú er viðhaft. Hér greina 35 þátttakendur frá því sem þeir telja geta verið valkost við úthlutun herbergja. Tillögurnar sem þarna koma fram endurspegla e.t.v. aðallega tvennt: að einhver tiltekin goggunarröðun eigi að skipta máli og að ákveðin tegund nemenda ætti að geta verið saman á vist. Þarna eru uppi nokkuð sterkar raddir um að horfa ætti meira til umgengni og mætinga í skólann. Nokkrir nefna að vinir ættu að fá að vera saman og að nemendur fái betra herbergi eftir því eldri sem þeir er, en reyndar er tekið tillit til hvors tveggja nú þegar.

d. Finnst þér nægur friður til að læra á heimavistinni? 85% þátttakenda svara þessari spurningu játandi en 15% neitandi. Spurningar d og e tengjast, þar sem þeir sem svöruðu spurningu d neitandi gátu tilgreint tillögur sínar að því að skapa frið til náms á vistum.

e. Ef þú svaraðir síðustu spurningu neitandi. Hvað viltu að verði gert til að bæta úr? Þetta eru þau atriði sem voru nefnd (fjöldinn er hversu oft þau komu fyrir): Ekki mikið hægt að gera. Maður þarf bara að fara á bókasafnið Hafa ákv. tíma sem "lærifrið" á vistinni Vantar "oftast" valmöguleika Sofa kl. 9 Færa eldhúsið (þar sem örbylgjuofn og ísskápur er) Komið oftar í Hlíð svo fólk geti fengið svefnfrið Minnka tónlistargræjur Herbergisfélagar komi sér saman um tíma/frið til að læra Heyrist mikið þegar gengið er á fjarvist, lausn?

8 3 1 1 1 1 1 1 1

Eins og sjá má mæla flestir með því að nemendur fari á bókasafnið til að fá almennilegan frið til að læra. Það gefur til kynna að mikilvægt sé að hafa bókasafnið áfram opið til kl. 18 eins og verið hefur svo nemendur geti nýtt sér það til lærdóms. Það hefur verið rætt innan skólans á undanförnum árum að skilgreina ákveðinn tíma sem lestíma og þar með vinnufrið í ákveðinn tíma á hverjum degi. Þetta benda nokkrir þátttakendur í könnuninni á.

3


f. Á hvaða tímum stundarðu yfirleitt heimanám á vistinni á virkum dögum?

Á hvaða tímum stundarðu yfirleitt heimanám á vistinni á virkum dögum? 13%

3%

29%

Ég stunda ekki heimanám Strax eftir skóla á daginn Fyrir kvöldmat

30%

Strax eftir kvöldmat Eftir kl. 21 á kvöldin 25%

Eins og sjá má stunda flestir heimanámið strax eftir kvöldmat (30%) og næstflestir strax eftir skóla á daginn (29%). Ef þessar niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður annarra spurninga kemur í ljós að það eru aðeins drengir sem stunda ekki heimanám. Meirihluti drengja, eða tæp 34%, stundar heimanámið strax eftir kvöldmat. Flestar stúlkur stunda heimanámið strax eftir skóla á daginn (33,33%) eða fyrir kvöldmat (30%). Fyrsti og þriðji bekkur kjósa frekar að læra strax eftir skóla á daginn eða fyrir kvöldmat (samtals 62,17% hjá 1. bekk og 59,26% hjá 3. bekk). Fleiri 2. og 3. bekkingar vilja heldur læra á kvöldin (samtals 48% hjá 2. bekk og 50% hjá 4. bekk). Stór hluti þeirra stelpna sem tók þátt í könnuninni, eða 63,33%, kýs að stunda sitt heimanám strax eftir skóla eða fyrir kvöldmat en 36,67% stelpna gerir það strax eftir kvöldmat eða eftir kl. 21 á kvöldin. 5,66% stráka sem tók þátt í könnuninni segist ekki stunda heimanám. Tímasetning heimanáms er nokkuð jöfn hjá strákunum, þ.e. 43,3% þeirra lærir heima strax eftir skóla á daginn eða fyrir kvöldmat og 50,94% gera það strax eftir kvöldmat eða eftir kl. 21 á kvöldin. Ef niðurstöður spurningarinnar eru skoðaðar út frá bekkjum kemur í ljós að það eru fyrst og fremst 1. – og 3. bekkingar sem læra heima strax eftir skóla og fyrir kvöldmat, annars er hlutfallið innan hvers bekkjar nokkuð jafnt eins og taflan sýnir: 1. bekkur Strax eftir skóla daginn og fyrir kvöldmat Strax eftir kvöldmat og eftir kl. 21 á kvöldin

2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur

62,17%

44%

59,26%

45,85%

37,84%

48%

40,74%

50%

4


g. Hve lengi stundarðu að jafnaði heimanám í hverri viku?

6 - 9 klukkutíma 7%

Meira en 9 klukkutíma 1% Minna en 1 klukkutíma 11% Minna en 1 klukkutíma 1 - 3 klukkutíma

3 - 6 klukkutíma 33%

3 - 6 klukkutíma 6 - 9 klukkutíma

1 - 3 klukkutíma 48%

Meira en 9 klukkutíma

Hvað stundarðu heimanám að jafnaði lengi í hverri viku? Tæplega 60% þátttakenda ver 0-3 klukkustundum á viku í heimanámið. Ef þessum tíma er dreift á hina 5 virku daga vikunnar þýðir það að 60% nemenda stundar heimanám skemur en hálftíma á dag, að jafnaði. Rúmlega 30% nota, út frá sömu forsendum, um klukkutíma á dag til þess arna. Í þessu sambandi er hægt að velta ýmsu fyrir sér um gildi heimanáms og þær raddir eru nokkuð háværar, ekki síst meðal foreldra grunnskólabarna, að heimanám eigi að eiga sér stað á skólatíma, þar sem kennarar eru til staðar til aðstoðar. Það má vel fallast á, að skóladagurinn getur verið langur, ekki síst hjá grunnskólanemum. Skóladag nemenda í ML lýkur, í langflestum tilvikum upp úr kl. 15:00. Eftir þann tíma er einvörðungu um að ræða valgreinar: matreiðslu, fatagerð, grafíska vinnslu, útivist og kór. Á undanförnum árum hefur verkefnavinna af ýmsu tagi aukist og þar með hefur námsmat verið að breytast. Það má ætla að það sé þörf á að vinna að verkefnum, hvort sem um er að ræða hóp eða einstaklingsverkefnum, lengur en sem, nemur hálfri til einni klukkustund á virkum dögum. Það er eðlilegt að kennarar ræði þörf á heimanámi í ljósi þessa, og eins má ætla að stjórn skólans og jafnvel nemendafélagið taki afstöðu til þess hvort rétt sé að leita leiða til að skapa ákveðnari ramma utan um heimanám.

h. Hvernig finnst þér svefnfriðurinn á heimavistinni? Flestir þátttakenda virðast geta sofið vel á vistinni því 93% finnst svefnfriðurinn mjög góður eða frekar góður. 4% segja að svefnfriðurinn sé frekar lítill og 2% mjög lítill. Að jafnaði lýsa þátttakendur ánægju með svefnfrið á heimavistum skólans og það er sannarlega jákvætt. Það er áhugavert að skoða í samhengi spurninguna um svefnfrið, heimanám og tölvunotkun í annað en nám og full ástæða til að velta fyrir sér, í því sambandi hvernig nemendur nýta tíma sinn frá því skóla lýkur á daginn þar til þeir leggjst til hvíldar að kvöldi eða um nætur.

i. Hve löngum tíma í klst. á mánuði eyðirðu í launaða vinnu? 5


Hvað eyðirðu miklum tíma í klst. á mánuði í launaða vinnu með náminu? MEIRA EN 20 TÍMA Á MÁNUÐI

22

15 - 20 TÍMA Á MÁNUÐI

11

10 -15 TÍMA Á MÁNUÐI

6

5 -10 TÍMA Á MÁNUÐI

7

MINNA EN 5 TÍMA Á MÁNUÐI

10

ÉG STUNDA EKKI LAUNAÐA VINNU MEÐ… 0

57 10

20

30

40

50

60

Fjöldi nemenda

Helmingur þátttakenda vinnur ekki launaða vinnu með náminu. Hinn helmingurinn vinnur eitthvað með náminu, allt frá minna en 5 tímum á mánuði (9% þátttakenda) upp í meira en 20 tíma á mánuði (19% þátttakenda). Það má væntanlega reikna með, að stór hluti þeirrar vinnu sem þarna er um að ræða, eigi sér stað frá hádegi á föstudegi fram á sunnudagskvöld. Hófleg vinna með náminu (5-20 jafnvel 30 tímar á mánuði) er kannski ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er fyrst þegar vinnan fer að nálast hálfa eða nánast fulla vinnu, sem viðvörunarljós fara að blikka. 5 nemendur virðast sam kvæmt þessum niðurstöðum vinna meira en 50 klukkustundir á mánuði. Útivistaráfangar gera ráð fyrir ferðum af ýmsu tagi, sem oftar en ekki lenda talsvert á helgum. Þarna verða alloft árekstrar við vinnu nemenda.

j. Ef þú merktir við að þú vinnir meira en 20 klukkustundir á mánuði með náminu: Hve margar klst. vinnur þú með námi í hverjum mánuði? Niðurstöðurnar eru sem taflan sýnir: Svar Misjafnt 20-25 26-30 31-35 36-40 41-50 50-100 130

Fjöldi 2 2 4 2 3 3 4 1

Eins og niðurstöðurnar fyrir spurningar i og j sýna eru 19% nemenda sem vinna meira en 20 tíma á mánuði. Sumir vinna mjög mikið (sbr. 50-130 tímar). Ef nemendur vinna svona mikið er kannski ekki mikill tími eftir fyrir heimanám, sbr. niðurstöður í spurningu 9.

k.

Hvað finnst þér um heimavistarreglurnar? 6


50% þátttakenda finnst heimavistarreglurnar sanngjarnar. 35% finnst þær hvorki sanngjarnar né ósanngjarnar. 15% segja að þær séu ósanngjarnar. Í ljósi þess að afskapleg mikill meirihluti nemenda (85%) tekur ekki neikvæða afstöðu til reglna heimavistar og skóla, verður það að teljast vel viðunandi. Ef liður l hér fyrir neðan er skoðaður kemur í ljós það helsta sem þátttakendur hafa við reglurnar að athuga.

l. Ef þú merktir við að þér finnist heimavistarreglurnar ósanngjarnar: Hvernig viltu helst breyta þeim? Ekki slökkva á netinu/opið til miðnættis

13

Hætta að reka inn á herbergi kl. 23

10

Ekki "banna" 18 ára fólki að fara út úr húsi eftir kl. 23

5

Mega hafa gesti um helgar

2

Slaka á reglunum

2

Sleppa herbergisskoðun, sérstaklega hjá nemendum eldri en 18 ára

2

Sá sem er ekki að drekka en er í sama herbergi og einhverjir sem eru að drekka á ekki að fá áminningu

2

Ekki leita í herbergjum (eins og á fimmtudögum)

1

Aðrar reglur gildi um þá sem eru orðnir sjálfráða

1

Að maður geti spilað League of Legends

1

Það þarf að gera eitthvað í "gras"málunum, sbr. 7 grein heimavistarreglna

1

Sá sem á ekki eða tengist á engan hátt áfengi sem finnst inni í herberginu hans á ekki að fá áminningu

1

Hætta að láta skólameistara vita hverjir fara á Selfoss á fimmtudögum

1

Það er ekki óeðlilegt að íbúar á heimavist freisti þess að þrýsta á rýmkun á reglum. Það hefur alltaf verið svo og verður áfram. Þær ábendingar sem þarna koma fram eru flestar vel þekktar.

m. Hvað finnst þér um heimavistargæsluna? Þátttakendur virðast vera sáttir við heimavistargæsluna, rétt tæp 40% finnst hún vera mjög góð og tæplega 55% finnst hún frekar góð. 6% eru ósáttir og segja heimavistargæsluna frekar lélega (tæp 3%) og mjög léleg (tæp 3%). Það sem eftir stendur er, að 95% nemenda eru mjög eða frekar sáttir við heimavistargæsluna og það verður að teljast góð niðurstaða.

Er auðvelt að giska á hvenær vistargæslumenn eru á ferðinni? Nei, mjög erfitt 8% Já, mjög auðvelt 13%

Já, mjög auðvelt Já, frekar auðvelt Nei, frekar erfitt 36%

n. Er auðvelt að giska á hvenær vistargæslumenn eru á ferðinni?

Nei, frekar erfitt Já, frekar auðvelt 43%

Nei, mjög erfitt

7

Þarna skiptast þátttakendur nokkuð í tvö horn milli þeirra sem telja sig geta


lesið í venjur vistavarða og hinna sem telja það erfitt.

o. Hvernig er að ná sambandi við vistarfólk þegar á þarf að halda?

Hvernig er að ná sambandi við vistarfólk þegar þarf? Mjög auðvelt

8%

8%

Frekar auðvelt

48% Frekar erfitt

36% Ég hef aldrei þurft að ná sambandi við vistargæslufólkið

8

84% nemenda telja mjög eða frekar auðvelt að ná sambandi við vistarfólkið, 8% vita það ekki því þeir hafa aldrei þurft á því að halda og einungis 8% telja frekar erfitt að ná á þessa starfsmenn.


p. Hvernig finnst þér staðið að viðgerðum og viðhaldi á vistinni? 72% telja mjög eða frekar vel staðið að viðhaldinu en 28% telja að betur megi gera að þessu leyti. Ekki er augjóst hvað þarna býr að baki, og þyrfti ef til vill að skoða hvaða þættir viðhaldsins það eru sem nemendum finnst að þyrfti að bæta.

Hvernig finnst þér staðið að viðhaldi og viðgerðum á vistinni? Mjög illa 3% Mjög vel 19% Frekar illa 25%

Mjög vel Frekar vel Frekar illa Mjög illa

Frekar vel 53%

q. Hvernig finnst þér staðið að bruna- og slysavörnum Hvernig finnst þér staðið að bruna- og slysavörnum á vistinni?

Spurningin er auðvitað nokkuð opin og rúmar því ýmsa þætti, allt frá sjúkrakössum upp í æfingar á viðbrögðum við eldsvoða.

20% 33% 2% 10%

35%

Mjög vel

Frekar vel

Frekar illa

Mjög illa

68% eru mjög eða nokkuð sáttir við bruna- og slysvarnir á vistinni og 12% telja að betur megi vinna í þeim málum.

Hef ekki pælt í því

9


r. Hvernig finnst þér umgengni nemenda um forstofur? 4% þátttakenda finnst umgengnin mjög góð, 61% segja að hún sé frekar góð, 33% finnst hún frekar slæm og 2% mjög slæm. Hér má lesa það út úr svörum, að umgengni gæti verið betri, einungis 4% telja hana mjög góða. 94% meta umgengnina frekar góða eða frekar slæma.

s. Hvernig finnst þér umgengni nemenda um setustofur? 13% þátttakenda finnst umgengnin mjög góð, 55% segja að hún sé frekar góð, 28% finnst hún frekar slæm og 4% mjög slæm. 83% meta umgengni á setustofum einhversstaðar á mörkum þess og vera frekar góð og frekar slæm. Hér virðist því vera góður möguleiki á að bæta úr.

t. Hvernig finnst þér umgengni nemenda um sameiginlegar snyrtingar? Mjög góð

Frekar góð

Frekar slæm

Mjög slæm

Mjög slæm 5%

Hvorki góð né slæm

Mjög góð 2%

Hér skiptast skoðanir þátttakenda algerlega í tvö horn. Stæstur hlutinn tekur ekki afstöðu til eða frá og nánast jafnmargir meta umgengnina frekar eða mjög góðar og frekar eða mjög slæma. Hér væri e.t.v. fróðlegt að skoða hvernig hópurinn skiptist í þessu viðhorfi.

Frekar góð 19%

Frekar slæm 19%

Hvorki góð né slæm 55%

u. Hvernig finnast þér þrif á sameiginlegu rými vistanna?

13%

60% telja þrifin mjög góð eða frekar góð, 16% mjög eða frekar slæm. Aðrir taka ekki afstöðu til eða frá. Þetta verður að teljast nokkuð góð niðurstaða.

3% 23%

Mjög góð Frekar góð Hvorki góð né slæm

24%

Frekar slæm

37%

Mjög slæm

10


v. Hve mikið notar þú setustofu vistarinnar að jafnaði á viku? Þátttakendur virðast ekki nota setustofurnar mikið því 43% þeirra segjast aðallega bara ganga þar í gegn, 34% eru klukkutíma eða minna þar, 19% eru 1-3 klukkutíma, 4% 3-6 klukkutíma og einungis 1% ver meira en 6 klukkutímum á viku á setustofunni. Ef svörin eru flokkuð niður eftir vistum er niðurstaðan eins taflan hér að neðan sýnir. Vert er að taka fram að undir „Hlíð“ og „Annað/á ekki við“ eru mjög fáir nemendur á bak við tölurnar. Langstærstur hluti íbúa hverrar vistar notar sína setustofu mjög lítið eða jafnvel bara til að ganga þar í gegn. Það mætti athuga hvort ekki væri hægt að gera setustofurnar að einhverju leyti notalegri svo þær nýtist betur. Í spurningu 35 nefna einmitt nokkrir þátttakendur að það þurfi að betrumbæta setustofur, sérstaklega á Kös. Notkun íbúa hverrar vistar á setustofum

Aðallega bara til að ganga þar í gegn Klukkutíma eða minna 1-3 klukkutíma 3-6 klukkutíma meira en 6 klukkutíma

Nös 1

Nös 2

Kös 1

Kös 2

(nær skólahúsinu)

(fjær skólahúsinu)

(nær skólahúsinu)

(fjær skólahúsinu)

59,1% 31,8% 9,1% 0,0% 0,0%

42,9% 42,9% 14,3% 0,0% 0,0%

66,7% 6,7% 13,3% 13,3% 0,0%

41,4% 41,4% 17,2% 0,0% 0,0%

Fjarvist

Hlíð

25,0% 33,3% 40,0% 0,0% 30,0% 0,0% 5,0% 33,3% 0,0% 33,3%

Annað/á ekki við

0,0% 33,3% 66,7% 0,0% 0,0%

w. Hvað finnst þér um húsgögnin á setustofunni? 45% segja að þau séu hentug, 13% óhentug og 42% hafa ekki skoðun á þessu. Í ljósi þess hve lítil notkunin virðist vera á setustofum, sbr. spurningu v, er þekki óeðlilegt að 42% hafi ekki skoðun á húsgögnunum.

x. Værirðu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að settar yrðu upp öryggismyndavélar utandyra og í anddyri alls húsnæðis á vegum skólans til varnar gegn þjófnaði og öðrum lögbrotum?

18%

22%

Já, mjög hlynnt(ur) Já, frekar hlynnt(ur) Nei, frekar andvíg(ur)

18%

Nei, mjög andvíg(ur)

30%

Hef ekki skoðun

12%

11

Það hefur nokkuð lengi verið til umræðu að setja upp öryggismyndavélar á völdum stöðum við og í húsnæði skólans. Í könnuna á aðbúnaði nemenda, árið 2005 var spurt svona: „Værirðu hlynnt(ur) því að settar yrðu upp öryggismyndavélar í og við húsnæði skólans og á heimavistum (nema herbergjum og


klósettum) til varnar gegn þjófnaði og öðrum lögbrotum? Þarna reyndust 30,6% vera fylgjandi en 57,4% á móti. 12% tóku ekki afstöðu. Nú er þessi spurning í tvennu lagi. Þegar spurt er um myndavélar utandyra og í anddyri er tæpur helmingur fylgjandi. Ef spurt er um ganga heimavista (sp. y) er reyndin önnur því þá lýsa 28% sig frekar eða mjög hlynnta. Taflan hér að neðan sýnir niðurstöðurnar flokkaðar eftir bekkjum: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Já, mjög hlynnt(ur)

8%

0%

41%

26%

Já, frekar hlynnt(ur)

30%

32%

33%

26%

Nei, frekar andvíg(ur)

14%

12%

15%

9%

Nei, mjög andvíg(ur)

19%

40%

0%

13%

Hef ekki skoðun

30%

16%

11%

26%

Stærstur hluti 1. bekkinga er annars vegar frekar hlynntur (30%) og hins vegar hefur hann ekki skoðun (30%). 40% 2. bekkinga eru mjög andvígur. Í 3. bekk eru 41% mjög hlynntir því sem spurt er um og í 4. bekk eru 26% mjög hlynntir, 26% frekar hlynntir og 26% hafa ekki skoðun. Það er því ekki hægt að segja að bekkirnir séu mjög sammála í þessu máli.

y. Værirðu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að settar yrðu upp öryggismyndavélar á göngum heimavista, til varnar gegn þjófnaði og öðrum lögbrotum? Það kemur ekki á óvart að 61% séu mjög eða frekar advígir uppsetningu eftirlitsvéla á göngum heimavista, enda hefur slíkt ekki komið til umræðu, þó vissulega gætu slíkar vélar auðveldað störf vistavarða.

Já, mjög hlynnt(ur)

11% 11%

17% 38%

Já, frekar hlynnt(ur) Nei, frekar andvíg(ur) Nei, mjög andvíg(ur)

23%

Hef ekki skoðun

Hér má sjá niðurstöðurnar flokkaðar eftir hlutfalli innan hvers bekkjar. 1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

Já, mjög hlynnt(ur)

8%

0%

11%

25%

Já, frekar hlynnt(ur)

11%

24%

26%

8%

Nei, frekar andvíg(ur)

30%

20%

26%

13%

Nei, mjög andvíg(ur)

41%

52%

30%

29%

Hef ekki skoðun

11%

4%

7%

25%

Stærstur hluti hvers bekkjar er frekar eða mjög andvígur því að settar verði upp öryggismyndavélar á göngum heimavista. 12


z. Værirðu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að settar yrðu upp öryggismyndavélar á göngum og miðrýmum í skólahúsinu, til varnar gegn þjófnaði og öðrum lögbrotum? Hér skiptast skoðanir nokkuð jafnt en ef skoðuð er skiptingin milli bekkja kemur í ljós að 3. og 4. bekkir virðast vera heldur hlynntari en 1. og 2. bekkur. Fjórðungur þátttakenda hefur ekki skoðun á myndavélauppsetningu í göngum og miðrýmum í skólahúsinu.

Já, mjög hlynnt(ur)

17% 25%

Já, frekar hlynnt(ur) Nei, frekar andvíg(ur)

26%

18%

Nei, mjög andvíg(ur) Hef ekki skoðun

14%

Ef sama spurning er skoðuð eftir bekkjum er niðurstaðan þessi: 1. bekkur 2. bekkur 3. bekkur 4. bekkur Já, mjög hlynnt(ur)

11%

12%

26%

21%

Já, frekar hlynnt(ur)

24%

28%

26%

29%

Nei, frekar andvíg(ur)

19%

12%

15%

8%

Nei, mjög andvíg(ur)

14%

32%

11%

17%

Hef ekki skoðun

32%

16%

22%

25%

aa. Hve miklum tíma eyðirðu í herberginu þínu á venjulegum degi, fyrir utan nætursvefn? 3%

11%

Minna en 1 klukkustund

10%

1 - 2 klukkustundum 2 - 4 klukkustundum

27% 4 - 6 klukkustundum

49% Meira en 6 klukkustundum

13

Stærstur hluti nemenda virðist eyða nokkuð eðlilega miklum tíma í herbergi sínu, á bilinu 36 klst. á dag. 13%, eða 14 nemendur virðast dvelja frekar í öðrum herbergjum en sínu.


bb. Hve miklum tíma alls eyðirðu á dag í tölvunni þinni, við annað en námstengda vinnu? Helmingur nemenda metur sem svo að 2-4 klst á fari í tölvunotkun sem ekki tengist náminu. 24% nota til þess arna 6-8 klst á dag, 4% sem skýrsluhöfundar telja vera meira en góðu hófi gegnir. Tölvunotkun af 5% þessari gráðu hlýtur að kom niður á Minna en 1 klst. 19% 23% ýmsu öðru: námi og félagslífi, til 1 - 2 klst. dæmis. 2 - 4 klst. 9% stúlkna og 6% pilta segjast nota tölvu til annars en náms í 6 klst. 6 - 8 klst. eða meira á dag. Það kemur nokkuð meira en 8 klst. á óvart, að stúlkur eru hreint ekki 49% þeir eftirbátar í þessu efni sem rætt hefur verið, en piltar eru taldir hafa verið iðnari við tölvunotkun eins og hér um ræðir, í umræðum manna á meðal. Það virðist ekki vera reyndin. Ef niðurstöðurnar eru greindar út frá kynjum kemur í ljós að það er ekki mikill munur á notkun stelpna og stráka hvað lengd varðar: Strákar

Stelpur

Minna en eina klst.

0%

7%

1-2 klst.

25%

22%

2-4 klst.

53%

43%

4-6 klst.

17%

20%

6-8 klst.

4%

7%

meira en 8 klst.

2%

2%

cc. Læsirðu herberginu þínu þegar þú ferð út úr því?

20%

15% Já, alltaf

12%

Já, oftast Stundum Frekar sjaldan

34%

19%

Nei, aldrei

14

27% þátttakenda segjast alltaf eða oftast læsa herberginu sínu, en 54% frekar sjaldan eða aldrei (20%). Hér er sannarlega ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvort ekki er ástæða til að stuðla að breytingu. Spurt er síðar í könnuninni um hvort stolið hafi verið frá nemendum og þá kemur í ljós, að frá 13 nemendur var stolið verðmætum eða peningum að upphæð 6000-45000 á s.l. vetri (610000 – á nemendur). 20 segja að frá sér hafi verið stolið frá 1-6000 kr. Það má sannarlega leiða að því líkum, að orsakasamband sé milli stuldar og ólæstra herbergja.


dd.Hvað finnst þér um gáminn Krabbakot? Krabbakot kallast gámur sem var komið fyrir milli heimavistarhúsanna 9% Það verður að fjarlægja 10% Kasar og Nasar, í því hann skyni að skapa Það má fjarlægja hanna lágmarksaðstöðu fyrir þá nemendur sem nota 27% Ég hef ekki skoðun reyktóbak. Undanfarin 34% ár hefur þessum Hann má vera þarna einstaklingum fækkað jafnt og þétt og Hann verður að vera upplýsingar húsbónda á þarna 20% heimavist, í haust, bentu til þess að enginn nemandi í 1. bekk reykti. Þetta hefur þó ekki verið kannað formlega, en ef það reynist rétt, þá er það í fyrsta sinn sem þessi bekkur er alveg reyklaus. Niðurstöðurnar hér benda til talsverðs umburðarlyndis gagnvart þessu afdrepi reykingafólks, en 43% telja hann verða að vera eða mega vera, meðan 37% telja að það verði að eða megi fjarlægja hann. 20% hafa ekki skoðun.

ee. Hefur verið stolið frá þér, úr herberginu þínu, í vetur? 67% þátttakenda neita þessari spurningu, 21% segja að einu sinni hafi verið stolið frá þeim og 12% segja oftar en einu sinni. Þegar niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir vistum er útkoman þessi: Nös 1 (nær Nös 2 (fjær Kös 1 (nær Kös 2 (fjær Annað/á skólahúsinu) skólahúsinu) skólahúsinu) skólahúsinu) Fjarvist Hlíð ekki við Nei

68%

67%

80%

66%

55%

100%

67%

Já, einu sinni

23%

24%

7%

24%

25%

0%

33%

Já, oftar en einu sinni

9%

10%

13%

10%

20%

0%

0%

Eins og hér má sjá hefur oftast verið stolið frá nemendum á Fjarvist.

ff. Ef þú svaraðir síðustu spurningu játandi (já, einu sinni eða Já, oftar en einu sinni), hvert var verðmæti þess sem stolið var, um það bil (í krónum). Samanteknar niðurstöður: Verðmæti

Fjöldi nemenda

1-5 þús.

20

6-10 þús.

8

minna en 1000

3

15-20 þús.

2

30-35 þús.

2

45 þús.

1

matur

2

matarkort

1

15


gg. Hér getur þú bætt við athugasemdum um aðbúnað og aðstöðu á heimavistinni, sem þér finnst að vanti spurningar um í könnuninni. Samanteknar niðurstöður: a.Þættir sem 2-6 þátttakendur nefndu: Ekki loka fyrir netið kl. 23:30 Fá betri ísskáp Nauðsynlegt að endurnýja/laga sturturnar Skipta um ofna á Kös Passa að það sé nægur wc-pappír á salernum Ekki hafa eftirlitsmyndavélar á vistargöngum Gera setustofuna á Kös betri og meira kósý Laga loftræstingu í sturtunum Reglurnar eru of strangar

b. Þættir sem 1 þátttakandi nefndi. Ekki reka inn á herbergi kl. 23 Hafa eftirlitsmyndavélar í anddyri á vistum Fínt að loka netinum kl. 23, en ekki loka á svona mikið af hlutum Fleiri hillur fyrir skóna Kveikja aftur á tilkynningaskjánum á Kös Laga lausa lista við hurðir á Kös Gera setustofuna heimilislegri Það þyrfti að vera brunaæfing á vistinni

Fá nýjan hitaketil Uppfæra vistina á Nös, álmu 3 Setja upp sjónvarpssnúrur og net í veggina á Nös Fá öryggismyndavélar á vistarganga Setja upp öryggismyndavélar fyrir utan vistina. Fá kaffivél og/eða hitaketil á setustofuna Fá körfuboltavöll við vistirnar Fá betri netaðgang Vantar sameiginlegan aðgang á þráðlausa til að dreifa gögnum á milli þeirra sem eru með manni í hóp Herða tóbaksreglur Ekki hafa eftirlitsmyndavélar Betri upplýsingar um veikindi starfsmanna Ef öryggismyndavélar þá í eftirliti Pálma, ekki einhvers öryggisfyrirtækis Vantar betri svefnfrið Vantar algjöra þögn á Hlíð kl. 23:00 Dyrnar sem snúa að bílastæðinu þarf að vera meira opin Betri umgengni í eldhúsinu á Kös Ekki læsa eldhúsinu á Kös fyrir kl. 23 Busarnir þurfa að vera duglegri að taka til og þrífa eldhúsið á Kös Þeir sem eru búnir að vera á Kös í 1. og 2. bekk hafi forgang inn á 3. bekkjar gang

Fá tunnu fyrir lífrænan úrgang við vistirnar

Ýmislegt kunnuglegt kemur fram í þessari upptalningu og það er full ástæða fyrir stjórnendur skólans og heimavista að kynna sér það sem hér er nefnt og leita úrbóta eftir því sem tilefni er til.

Samantekt Margt athyglisvert kemur fram í niðurstöðum þessarar könnunar. Þegar horft er til þess hvernig nemendum er raðað á vistir eru margir ánægðir með kerfið eins og það er. Þó eru uppi nokkuð sterkar raddir um það að horfa ætti meira til umgengni og mætinga í skólann. Það er spurning hvort hægt sé að koma því við. Skólastjórnendur þyrftu að ræða það við húsbónda og húsfreyju. Stærstur hluti þátttakenda segir að það sé nægur friður til að læra á heimavistinni. Flestir mæla með því að fara á bókasafnið til að fá almennilegan frið til að læra. Það er vissulega jákvætt að nemendur vilji nota bókasafnið og skýtur stoðum undir það að bókasafnið verði áfram opið til kl. 18 eins og verið hefur. Á þessu hausti (2013) er mikil ásókn í að nota bókasafnið til náms, jafnvel svo að rætt hefur verið um að það þurfi að stækka lessvæðin. Til að bæta vinnufrið á vistunum mætti skoða það að skilgreina sérstakan lærdómstíma. Það er mjög misjafnt hvenær nemendur stunda heimanám sitt. Þetta helgast væntanlega af þeirri dagskrá sem tekur við hjá nemendum eftir kennslu. Valgreinar, íþróttaæfingar eru að öllu jöfnu eftir 16


15:30 á daginn, en yfirleitt eru nemendur að hámarki í valgreinatímum tvisvar í viku. Það vekur eftirtekt að aðeins drengir segjast ekki stunda heimanám (3%). Síðan ver tæpur helmingur þátttakenda (48%) einungis 1-3 klukkustundum á viku í heimanám. Eitt af aðalmarkmiðum ML er að undirbúa nemendur undir háskólanám og þjálfun í að vinna sjálfstætt utan skipulagðra kennslustunda verður að teljast innifalið í því markmiði. Það er ástæða fyrir stjórnendur og kennara að taka þetta málefni fyrir á kennarafundi. Þá er því beint til sjálfsmatsnefndar, að kanna meðal kennara, hverjar kröfu þeirra eru til heimanáms og hvernig þær falla að því sem nemendur tilgreina. Helmingur þátttakenda vinnur með náminu, allt frá 5 tímum á mánuði upp í meira en 20 tíma á mánuði (19% þátttakenda). Vinnan tekur tíma frá heimanámi, kannski óþarflega mikinn í sumum tilfellum. Það er ef til vill ástæða til að ræða þetta á fundi með nýnemum og foreldrum þeirra á hverju hausti. Almenn sátt virðist vera um heimavistarreglurnar en þeir sem eru ósáttir (15%) nefna flestir að ekki ætti slökkva á netinu á kvöldin/hafa það opið til miðnættis og að hætta eigi að reka inn á herbergi kl. 23. Það eru góðar og gildar ástæður fyrir þessu fyrirkomulagi og einni skiljanlegt að uppi sé krafa um aukið frelsi að þessu leyti, þó skólinn telji sig ekki geta sæst á slíkt. Mikilvægt er að allir fái nægan svefn og með þessum reglum er ýtt undir það að nemendur fari a.m.k. að sofa fyrir miðnætti. 25% þátttakenda segja að frekar illa sé staðið að viðhaldi og viðgerðum á vistinni og 3% segja mjög illa. Það er ekki gott að segja hvort nemendur eigi við einhverja ákveðna staði en þó kemur fram hjá nokkrum í opinni spurningu (nr. 35) að bæta þurfi setustofunar og þá sérstaklega á Kös. Ef setustofurnar eru gerðar meira aðlaðandi er kannski von til að nemendur noti þær meira en raun ber vitni, því langstærstur hluti íbúa hverrar vistar notar sína setustofu mjög lítið eða jafnvel bara til að ganga þar í gegn. Það er rétt að halda því til haga að 72% þátttakenda telja mjög vel eða frekar vel staðið að viðhaldi. Þegar kemur að mögulegri uppsetningu öryggismyndavéla eru skoðanir þátttakenda heilt yfir mjög mismunandi. Ef einungis er litið á hæsta hlutfall í hverri spurningu er niðurstaðan þessi: 30% þátttakenda eru frekar hlynnt því að settar verði upp öryggismyndavélar utandyra og í anddyri alls húsnæðis á vegum skólans, 38% þátttakenda eru mjög andvíg því að settar verði upp öryggismyndavélar á göngum heimavista og 26% eru frekar hlynnt því að settar verði upp öryggismyndavélar á göngum og miðrýmum í skólahúsinu (vert að taka fram að 25% hafa ekki skoðun). Við uppsetningu á eftirlits/öryggismyndavélum togast á ólík sjónarmið eins og hver maður getur ímyndað sér: öryggissjónarmið og réttur einstaklingsins til friðhelgi. Það virðist svo sem upp undir 70% nemenda hafi ekkert við það að athuga að öryggismyndavélar séu settar upp á opnum svæðum utanhúss og í anddyrum heimavista og skólahúss. Sem betur fer varð langstærstur hluti þátttakenda (67%) ekki fyrir því að stuldi að einhverju marki síðastliðinn vetur. Fjarvistarbúar urðu oftast fyrir stuldi. Öryggismyndavélar koma líklega ekki til greina sem lausn eða forvörn í þessu sambandi því þátttakendur eru yfirleitt mjög andvígir því að settar verði upp myndavélar á göngum heimavista. Afar stór hluti nemenda sinnir því ekki að læsa herbergjum sínum og það bíður eðlilega hættunni heim.

17

Aðbúnaður og aðstaða á heimavistum  
Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you