Þjónustuhandbók

Page 4

Móttaka Við erum andlit menningarstofnana Kópavogsbæjar, því er mikilvægt að við hugum vel að framkomu okkar og ásýnd og að það sé í samræmi við þau loforð sem menningarstofnanirnar gefa gestum sínum. Mikilvægt er að hafa í huga að við erum ekki einungis að þjónusta gesti okkar, heldur einnig samstarfsaðila okkar og samstarfsfólk. Neðangreindu atriðin eiga því einnig við um hegðun okkar í innri samskiptum.

1.

3.

4

7.

Við erum meðvituð um að tala beint við gesti. a. Ef gestur á erfitt með heyrn tölum við beint við viðkomandi svo að hann geti lesið af vörum. b. Við tölum skýrt og skilmerkilega. Við köllum ekki, notum ekki óþarfa látbragð, tölum ekki óeðlilega hátt eða hægt þegar talað er við gest sem á erfitt með heyrn eða skilning.

8.

Við virðum persónulegt rými. a. Við virðum nándarmörk viðkomandi því að gestum getur þótt óþægilegt að standa of nálægt öðrum.

9.

Við sýnum þolinmæði og erum sveigjanleg. a. Við tökum tillit til þess að það getur tekið suma gesti lengri tíma að tjá sig eða framkvæma hluti. Við sýnum þolinmæði og stundum þarf að endurtaka eða umorða mál sitt. b. Við tökum tillit til þess að sumir gestir geta átt erfitt með lestur eða verið með lélega eða enga sjón. Við aðstoðum þá gesti með því að veita upplýsingar um rýmið; hvernig sé best að fara um það og hvort það séu stigar eða lyftur o.s.frv.

Við erum snyrtileg til fara. a. Við klæðumst snyrtilegum, viðeigandi vinnufatnaði og hreinum skóm. b. Við berum vinnustaðaskírteini. c. Við höfum hendur og neglur hreinar. d. Við höfum hár og skegg hreint og snyrtilegt. e. Við gætum að líkamslykt og notum ekki sterkan rakspíra eða ilmvatn.

Við sinnum gestum okkar fljótt og vel. a. Við veitum gestum athygli og heilsum þeim. b. Við ávörpum gesti alltaf að fyrra bragði á íslensku. Ef gestur getur ekki tjáð sig á íslensku tölum við það tungumál sem hentar hverju sinni. c. Við bjóðum fram aðstoð okkar með því að spyrja opinna spurninga, t.d. „hvernig get ég aðstoðað?“ d. Við notum ekki heyrnartól við móttöku gesta eða innan um gesti. Farsíminn okkar er alltaf á hljóðlausri stillingu og við gerum okkur sýnileg.

Við erum meðvituð um líkamstjáningu okkar. a. Við viljum vera aðgengileg og sýna að við erum til þjónustu reiðubúin. b. Við krossleggjum ekki hendur og fætur þegar við tökum á móti gestum. c. Við notum ekki tyggjó og/eða munntóbak við móttöku gesta eða innan um gesti.

4.

6.

Við komum fram við alla á jafningjagrundvelli. a. Við mismunum ekki gestum okkar og tökum vel á móti öllum. b. Við berum virðingu fyrir ólíkum menningarheimum gesta okkar. c. Við göngum ekki á rétt sumra til að mæta þörfum annarra.

Við erum með snyrtilegar starfsstöðvar. a. Við gætum þess að drykkjarmál, símar, tölvur og aðrir persónulegir munir séu ekki sjáanlegir. b. Við göngum vel frá eftir okkur og hendum rusli. c. Við neytum ekki matar í móttöku eða sýningarsölum/ opinberum rýmum.

Við brosum og erum kurteis. a. Brosið er alþjóðlegt og kostar ekkert. b. Við tökum hlýlega á móti öllum. c. Við sýnum jákvætt viðmót.

2.

5.

10.

Við kveðjum gesti og þökkum fyrir komuna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Þjónustuhandbók by MEKÓ | Menning í Kópavogi - Issuu