a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

MENNINGARFÉLAG AKUREYRAR

2018 2019


er

listum af slíkum metnaði og hug-

vinnustarfsemi í listum og félagið

nú að hefja sitt fjórða starfs-

vitssemi. Menningarfélagið skilar

heldur áfram að skapa menningar-

Menningarfélag

Akureyrar

leg verðmæti sem dýpka skilning

ár og það fyrsta eftir að þriggja ára tilraunatímabili sameiningar

að nýta Hof og Samkomuhúsið.

„verðmæti sem dýpkar skilning okkar á mannlífinu og eflir sjálfsvitund okkar“

Það er afar ánægjulegt að Ak-

þessum auknu fjármunum beint til

ureyrarbær sinni menningu og

samfélagsins með því að efla at-

Leikfélags

Akureyrar,

ingarfélagsins

Hofs

fóníuhljómsveitar

Mennog

Sin-

Norðurlands

er lokið. Það er fagnaðarefni að sameining og samvinna félagana hefur verið staðfest með nýjum samningi MAk við Akureyrarbæ. Í samningnum jók Akureyrarbær framlög til félagsins um 10%, auk þess sem sett var sérstakt fjármagn til að styrkja listafólk í

okkar á mannlífinu og efla sjálfsvitund okkar. Það hefur sýnt sig að sameining félaganna þriggja var rétt ákvörðun og að Menningarfélag Akureyrar er segull á listafólk, viðburðahaldara, ráðstefnuhaldara og gesti. Með framúrskarandi árangri síðustu ára hefur MAk sýnt að það er máttarstólpi í menningarlífi á Íslandi.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Norðurlands

uppsetningu á stórvirkinu „The

af framlagi hins opinbera til Sin-

stendur sannarlega á tímamót-

Lord Of The Rings“ á þrennum

fóníuhljómsveitar Íslands. Þá gæti

um. Hljómsveitin fékk nýsköp-

tónleikum í Hörpu í ágúst. Samt

fleira atvinnufólk í tónlist sest hér

unarverðlaun Akureyrar 2017 og

er SinfoniaNord-verkefnið aðeins í

að og tekið þátt í krefjandi starf-

verkefnið SinfoniaNord, sem er

startholunum.

semi sem hæfir menntun þess og

Sinfóníuhljómsveit

hæfni.  Leggjum menningunni lið

sprotaverkefni SN, var valið átaksverkefni sóknaráætlunar Eyþings

Ýmsar áskoranir fylgja því að halda

svo um munar, allir munu njóta

2018.

viðurkenningum

úti sinfóníuhljómsveit utan höfuð-

góðs af. SN/SinfoniaNord er ung

fylgir ábyrgð og hvatning til að

borgarsvæðisins. Þar má meðal

og leitandi hljómsveit sem kemst

gera betur, nýta fjármunina vel og

annars nefna mikinn kostnað sem

langt

lofa enn fleirum að njóta þess sem

fylgir því að flytja listamenn milli

hæfileikanum að geta gripið tæki-

hljómsveitin hefur fram að færa.

staða og ekki má gleyma því að þó

færin þegar þau gefast. Áfram Sin-

framlög hafi hækkað ná þau samt

fóníuhljómsveit Norðurlands á 25.

ekki því sem eðlilegt getur talist. 

starfsárinu.

Það

Þessum

verk

er

þegar

hafið

og

á

forvitninni,

þorinu

möguleikarnir fjölmargir. Á síðasta

Fólksfjöldi á markaðssvæði MAk

ári lék hljómsveitin á yfir 20 við-

er um 10% af því sem er á höfuð-

burðum fyrir yfir 14.000 manns. Í

borgarsvæðinu. Ímyndum okkur,

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

sumar hafa staðið yfir upptökur á

miðað við síðustu sigra SN/Sinfon-

tónlistarstjóri

kvikmyndatónlist fyrir risa eins og

iaNord, hvað hægt væri að gera ef

NETFLIX og verkefni á borð við

hljómsveitin fengi sem nemur 10%

og

framkvæmdastjóri MAk


Hver kannast ekki við barnið

verið mikilvægara. Og leikhús

barnabókahöfund og í vor hefst

sem situr tímunum saman í

án áhorfenda er ekki til.

samstarf við leiklistarbraut Listaháskóla Íslands. Við sinnum gras-

tölvuleiknum líkt og í öðrum heimi eða parið á kaffihúsinu

Við hefjum leikárið af krafti og

rótinni og bjóðum leikhópum og

sem er hvort í sínu snjalltæk-

frumsýnum í október hinn heims-

listamönnum aðstöðu og höldum

inu og yrðir ekki hvort á annað.

þekkta söngleik Kabarett, sem er

áfram öflugu starfi Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Hver hefur ekki týnt sér á samfélagsmiðlum og rankað við sér löngu síðar og  ekkert skilið í hvað klukkustundirnar fóru? Á tímum samfélagsmiðla, snjalltækja og tölvuleikja er nánd við aðrar manneskjur, upplifun í sama rými á sama tíma, dýr-

„leikhús án áhorfenda er ekki til“

Þetta er leikárið ykkar, fyrir ykkur og vegna ykkar. Það er leiðarljós okkar að fá fleiri áhorfendur í leikhúsið. Við vonum að þú verðir í þeim hópi.

mætari  og öflugri en áður. List augnabliksins, sem kemur og

samstarf allra sviða Menningarfé-

Marta Nordal

fer og verður ekki endurtekið.

lags Akureyrar. Eftir áramót bjóð-

leikhússtjóri

List leikhússins. Og einmitt þess

um við uppá nýtt íslenskt barna-

vegna hefur leikhúsið sjaldan

leikrit eftir einn okkar ástsælasta

eru

mörg og litrík. Þau birtast sem

eyri, Norðurlandi, Íslandi og utan

sterkar og hinn brátt fjögurra ára

fjölbreytt og aðlaðandi dagskrá

úr hinum stóra heimi taka þátt í og

græðlingur þrífst æ betur. Stofn-

fyrir alla aldurshópa og er ætlað

njóta með okkur.

inn hækkar og greinum, prýdd-

að snerta strengi, sýna að draumar

um litríkum laufum, fjölgar. Þær

geta ræst, auka forvitni og fræða.

Um miðjan september auglýsum

tvinnast saman enda rík áhersla

Þannig hlúum við að menningar-

við eftir umsóknum í listsjóðinn

lögð á samstarf við listafólk, gras-

legu uppeldi.

VERÐANDI sem ætlað er að gera

Rætur

Menningarfélagsins

ungu listafólki kleift að koma fram

rótina, aðrar menningarstofnanir og viðburðahaldara svo flestir

Barnamorgnarnir verða á sínum

í Hofi og Samkomuhúsinu með sína

angar skapandi greina fái rými til

stað. Þar býðst yngstu kynslóðinni

eigin listviðburði. Það er mikilvægur

næringar.

að taka þátt í fuglagerð, krílasöngv-

hluti af starfsemi Menningarfélags

um og jóga, og njóta þess að horfa

Akureyrar og eykur enn á fjöl-

Trjákróna viðburðasviðs er ekki

uppá ævintýri Gutta og Selmu.

breytileika hennar.

fulllaufguð. Hún hreyfist í takt við

Tónleikar, leiksýningar, skólaheim-

vindinn, fær litbrigði árstíðanna og

sóknir nemenda af öllum skólastig-

Upplifum, njótum og tökum þátt.

laufgast með næringu frá samfé-

um, sviðslistir, myndlistarsýningar,

Það göfgar, hressir og kætir.

laginu, gestkomandi listafólki og

gjörningar, móttökur, þátttaka í stór-

Sjáumst.

viðburðahöldurum. Aftar í bæk-

um og litlum bæjarhátíðum, menn-

lingnum má sjá brot af þeim sem

ingardagskrár, fundir og ráðstefnur

taka á okkur hús og eru hluti sí-

skapa margvíslega og forvitnilega

Kristín Sóley Björnsdóttir

stækkandi trjákrónu. Laufin verða

dagskrá sem gestir okkar á Akur-

viðburðastjóri


frumsýning 16. september 2018

KRÚNK KRÚNK & DIRRINDÍ Höfundar: Daníel Þorsteinsson og Hjörleifur Hjartarson Leikstjóri: Agnes Wild Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir Leikari: Jóhann Axel Ingólfsson

Litrík og fjörug fjölskylduskemmtun þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt kór, dönsurum og leikara bjóða uppá fuglakabarett. Krummi er veislustjóri á skemmtistaðnum Fenjamýri og  kynnir til leiks helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeirra á sinn einstaka  og gamansama hátt. Það er fjör í mýrinni og fuglarnir syngja, dansa og rappa. Sýningin er samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar.

Gleðisprengja fyrir fjölskylduna, með tónlist sem fær alla til að syngja með.

miðaverð 3.900 Áskriftarkortsverð 2.730


frumsýning 26. október 2018

KABARETT Leikstjóri: Marta Nordal Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir Danshöfundur: Lee Proud Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikarar: Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Ólöf Jara Skagfjörð, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. Kabarett eftir Joe Masteroff. Byggt á leikriti eftir John van Druten og sögum eftir Christopher Isherwood. Tónlist eftir John Kander. Textar eftir Fred Ebb. Velkomin í Kit Kat-klúbbinn í Berlín þar sem allir mega vera það sem þeir vilja. Hér munu skemmtanastjórinn, söngkonan Sally Bowles og kabarettstúlkurnar kynna fyrir þér tryllta og myrka afkima næturlífsins þar sem allt er leyfilegt nema áhyggjur og hversdagsleiki. Árið er 1931. Við fylgjumst með Sally og rithöfundnum Cliff lifa og hrærast í skemmtanalífi Berlínar en á meðan íbúarnir fljóta sofandi að feigðarósi eykst hryllingurinn í kringum þá og tilveran breytist í martröð. Söngleikurinn Kabarett  var frumfluttur á Broadway árið 1966 og naut strax mikillar hylli. Síðar sló samnefnd kvikmynd Bob Fosse með Lizu Minelli í aðalhlutverki umsvifalaust í gegn og hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1973. Upprunalega framleitt og leikstýrt í New York af Harold Prince. Flutt með leyfi Nordiska Aps – Kaupmannahöfn. Sýningin er samstarfsverkefni allra sviða Menningarfélags Akureyrar

Beittur og tælandi söngleikur sem á brýnt erindi við samtíma okkar.

miðaverð 7.900 Áskriftarkortsverð 5.530


frumsýning 1. desember 2018

STÚFUR HINN Ó S TÖ Ð VA N D I Höfundur og leikari: Stúfur Leikstjórn, meðhöfundar og sérstakir uppalendur: Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson. Síðustu ár hefur Stúfur slegið í gegn með jólasýningarnar sínar sem sanna að hann er einstaklega músíkalskur, skáldmæltur, ráðagóður og uppátækjasamur sveinn. Nú snýr hann enn og aftur aftur með glansandi glænýja sýningu, stútfulla af...ja, allskonar! Eða eins og hann myndi sjálfur orða það: Ég á húfu á haus og skrúfu sem er laus. Ég á fýlu á tána og kvef sem er að skána. Sokka úr ull og allskonar bull. Ég fíla alla krakka og ég elska jólapakka. Ég á þurrt ég á vott, ég á skap sem er gott. Ég á jólasveinagallann og mandarín’ í mallann.

Nei, það stöðvar enginn Stúf og þú færð óstöðvandi hláturskast þegar þú ferð í þína árlegu aðventuheimsókn í Samkomuhúsið að hitta þessa gleðisprengju. Og hann hlakkar svo til! Hann hlakkar alltaf svooooo til…

Ég á einn og einn bróður og klikkaða móður. Ég er sprækur sem brækur og hressar’en klessa. Ég á heitt ég á kalt, ég á appelsín og malt. Ég á kerti og spil – ég hlakka alltaf svo til. Ég á austur og vestur, ég er lang-, langbestur, og enginn getur stöðvað mig!

Spriklandi fjörug jólasýning um prakkarann Stúf fyrir börn á öllum aldri.

Sýningin er samstarfsverkefni Stúfs og Leikfélags Akureyrar.

miðaverð 2.900 Áskriftarkortsverð 2.030


frumsýning 23. febrúar 2019

G A L L S T E I N A R A FA GISSA Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Margrét Sverrisdóttir o.fl. Torfi og Gríma búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi. Pabbinn er viðutan vinnusjúklingur. Bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli. Systkinin, Torfa og Grímu, dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Þau hafa fengið nóg af hollustufæði, hreingerningum og skipunum. Þau langar að flytja til afa Gissa, sem er síkátur sjóari á farskipum. Þar væru þau hamingjusöm. En skyndilega fær afi Gissi gallsteinakast sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir Torfa og Grímu og fjölskylduna að Sólblómavöllum sautján. Opnar leik- og söngprufur fyrir börn verða

Geta óskir verið hættulegar?

haldnar 20.–25. september næstkomandi.

Geta gallsteinar látið fólk hverfa sporlaust?

Leitað er að hæfileikaríkum börnum á

Eru kókosbollur mikilvægur morgunverður? Er gott að allar óskir rætist? 

Yfirnáttúrulegur og fjörugur barna- og fjölskyldusöngleikur með fáránlegri atburðarás sem gæti gerst í öðru hverju húsi á Akureyri.

aldrinum 9–12 ára til að fara með aðahlutverk í söngleiknum. Skráning hefst í byrjun september. Nánar auglýst síðar.

miðaverð 4.900 Áskriftarkortsverð 3.430


frumsýning apríl 2019

S K J A L D M E YJ A R HAFSINS Höfundur og leikstjóri: Jenný Lára Arnórsdóttir Tónlistarstjóri: Ármann Einarsson Leikarar: Jónína Björt Gunnarsdóttir, Vala Fannell, Katrín Mist Haraldsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson Ljósahönnun/tæknimaður: Arnþór Þórsteinsson Leikmynd og búningar: Sara Blöndal Framleiðsla: Hildur Axelsdóttir Skjaldmeyjar hafsins er nýtt leikverk úr smiðju þeirra sem sýndu heimildaleikverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga, sem var ein vinsælasta gestasýningin hjá LA haustið 2016. Þá var umfjöllunarefnið ástin en í þetta sinn eru það ónefndar hetjur hafsins, eiginkonur sjómanna, sem eru umfjöllunarefnið. Í verkinu skyggnumst við inn í líf þriggja eiginkvenna sjómanna og kynnumst þeirra sýn á lífið og hvernig þær tækla óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi. Sjómennska hefur verið samofin íslensku samfélagi frá alda öðli. Fáar stéttir lenda í þeim háska og áskorunum sem sjómenn standa frammi fyrir í starfi sínu. Starfi sem krefst æði mikils af þeim, jafnvel lífs þeirra. Af því eru til margar sögur. Hins vegar fer minna fyrir sögum um eiginkonur þeirra; konurnar sem ganga í gegnum óttann og óvissuna og örlögin með þeim á einn eða annan hátt. Konurnar sem sjá um heimili, börn og buru á meðan þeir eru í löngum túrum. Þær sem bíða milli vonar og ótta í öllum veðrum og eru jafnvel sjálfar að takast á við sína eigin erfiðleika á sama tíma og þær eru stoð og stytta sjómannsins, fjölskyldunnar og heimilisins. Hérna eru þeirra sögur. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Artik og Leikfélags Akureyrar. Verkið er fyrsta frumsýningin í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar.

Hjartnæmt heimildaverk um blákaldan sannleikann sem konur sjómanna glíma við þegar erfiðleikar steðja að úti á hafi.

miðaverð 3.500 Áskriftarkortsverð 2.450


frumsýning maí 2019

LO K AV E R K E F N I L E I K A R A B R AU TA R SV I Ð S L I S TA D E I L DA R L H Í Leikstjóri: Marta Nordal Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir Leikarar: Ásthildur Sigurðardóttir, Berglind Halla Elíasdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rakel Björk Björnsdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Steinunn Arinbjarnardóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Leikfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og Listaháskóli Íslands taka höndum saman og standa að lokaverkefni leikarabrautar LHÍ. Frumsýning verður í Samkomuhúsinu á Akureyri ásamt sýningum í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Níu leikarar munu útskrifast með B.A.-gráðu í leiktúlkun eftir að hafa lokið þriggja ára námi sem veitir grunn í fræðilegri þekkingu og leiktækni til að takast á við störf í fagumhverfi sviðslista. Einstakt tækifæri til að fylgjast með ungum leikurum stíga sín fyrstu skref í og takast á við spennandi og ögrandi verk. Sýningin er samstarfsverkefni Listaskóla Íslands, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar.

Áhugaverð og fersk sýning á ögrandi verki í uppsetningu nýútkskrifaðra leikara LHÍ.

Enginn aðgangseyrir


frumsýning maí 2019

DJ Á K N I N N Á M Y R K Á S A G A N S E M A L D R E I VA R S Ö G Ð

Leikstjóri: Agnes Wild Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir Tónlist: Sigrún Harðardóttir. Leikarar: Jóhann Axel Ingólfsson, Birna Pétursdóttir

Í Hörgárdal er kirkjustaðurinn Myrká. Sagt er að fyrr á öldum hafi þar búið ungur djákni er þjónaði kirkjunni. Hann átti vingott við unga stúlku, vinnukonu á prestssetrinu Bægisá í næsta dal. Hún hét Guðrún, en hvergi er getið um nafn djáknans.

En hver var þessi djákni? Hver er saga hans? Var þetta kannski bara allt saman einn stór misskilningur?

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Miðnættis og Leikfélags Akureyrar. Verkið er annað verkið í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar.

Djákninn á Myrká – Sagan sem aldrei var sögð er hryllilegt gamanverk fyrir alla fjölskylduna, byggt á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar.

miðaverð 3.500 Áskriftarkortsverð 2.450


frumsýning vor 2019

FRÖKENFRÚ

Höfundur og leikkona: Birna Pétursdóttir Leikstjóri: Sesselía Ólafsdóttir Framleiðandi: Vilhjálmur B. Bragason Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir Tónlist og hljóðmynd: Helgi Rafn Ingvarsson Vídeóverk: Árni Þór Theodórsson

Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson Raddir: Mamma Eddu: Margrét Sverrisdóttir Tómas: Mateusz Swierczewski Óskar: Jóhann Axel Ingólfsson Rakel: Elísa Erlendsdóttir

Frökenfrú er frumsaminn íslenskur einleikur eftir Birnu Pétursdóttur. Verkið kallast á við írska leikritið Misterman eftir Enda Walsh og gerist á einhverskonar snertifleti íslensks og írsks raunveruleika. Frökenfrú gerist á örlagaríkum degi í lífi hinnar ungu Eddu og við sjáum hana glíma við eftirköst afdrifaríkra atburða í gráum hversdagsleika smábæjarins sem hún býr í. Einleikurinn verður fluttur af Birnu og annast Sesselía Ólafsdóttir leikstjórnina. Þetta verk er liður í öðru leikári atvinnuleikhópsins Umskiptinga, en leikhópurinn var tilnefndur til Grímunnar sem Sproti ársins 2018. Umskiptingar hafa að þessu sinni fengið til liðs við sig einvala lið hljóð-, búninga-, sviðs-, myndbands-, ljósa- og grafískra hönnuða auk tónskálds. Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Umskiptinga og Leikfélags Akureyrar. Verkið er það þriðja í röð gróðurhúsaverkefna Leikfélags Akureyrar.

Áhrifarík sýning sem fjallar um áföll á einlægan og húmorískan hátt.

miðaverð 3.500 Áskriftarkortsverð 2.450


14. október 2018

HLJÓMUR EISTLANDS

Höfundar: Arvo Pärt, Risto Laur, Eduard Oja, Jaan Rääts og Tõnu Kõrvits Einleikarar: Risto Laur (píanó) og Indrek Leivategija (selló) Hljómsveitarstjóri: Erki Pehk

Stór hópur Eistlendinga hefur búið og starfað á Norðurlandi um árabil. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar að heiðra tónlistararf Eistlendinga á hátíðartónleikum í Hömrum þann 14. október. Hinn virti hljómsveitarstjóri Erki Pehk frá Eistlandi mun stjórna hljómsveitinni þegar flutt verða m.a. meistaraverkin Spiegel in Spiegel eftir Arvo Pärt, The Girl and the Dragon eftir Risto Laur og „Kreegi Vihik“ (Kreek’s Notebook) eftir Tõnu Kõrvits fyrir kammerkór og strengjasveit. Arvo Pärt þarf vart að kynna enda verk hans reglulega flutt um allan heim. Tõnu Kõrvits verður fulltrúi eistneskra tónskálda af yngri kynslóðinni en hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónlist sína jafnt í heimalandinu sem erlendis. Risto Laur hefur búið á Íslandi um árabil og getið sér gott orð sem tónskáld, rithöfundur og píanisti. Auk hans starfar fjöldi Eistlendinga við tónlist á Norðurlandi og munu margir þeirra taka þátt í þessum tónleikum. Það verður spennandi að sjá hvað þessir eistnesku vinir okkar draga upp úr hattinum.

Lýðveldið Eistland – 100 ára hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

miðaverð 5.900 Áskriftarkortsverð 4.130


25. nóvember 2018

S I N F Ó N Í S K A R KO N U R

Höfundar: Jórunn Viðar, Anna Þorvaldsdóttir og Fanny Mendelssohn Hljómsveitarstjóri: Hallfríður Ólafsdóttir

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hljómsveitarverkið „Ólafur Liljurós“ eftir eitt af höfuðtónskáldum Íslendinga, Jórunni Viðar, verður flutt í fyrsta sinn í upprunalegum búningi fyrir sinfóníuhljómsveit undir stjórn Hallfríðar Ólafsdóttur. Jórunn samdi tónlistina við söguna af riddaranum hjartahreina sem ballettverk fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 1952 en þá var verkið flutt í smækkaðri mynd. Jórunn Viðar var frumkvöðull á sviði ballett- og kvikmyndatónlistar hér á landi og samdi fyrstu íslensku kvikmyndatónlistina við myndina „Síðasti bærinn í dalnum“ auk fjölmargra þjóðþekktra sönglaga. Einnig verða á efnisskránni verkið „Hrím“ eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem er með fremstu samtímatónskáldum Íslendinga. Hún hlaut Norrænu tónlistarverðlaunin 2012 og var talin meðal áhugaverðustu kventónskálda í heiminum af Washington Post í nýlegri umfjöllun blaðsins um konur í tónlist. Loks verður fluttur „Forleikur“ eftir Fanny Mendelssohn. Fanny lærði tónsmíðar ásamt yngri bróður sínum, Felix, snemma á 19. öld en fékk ekki að njóta sín sem tónskáld og voru sum verka hennar í fyrstu gefin út undir nafni bróður hennar. Hún hélt þó ótrauð áfram að semja og með nýrri vakningu hafa verk hennar nú fengið að hljóma í auknum mæli.

Frumflutningur á hljómsveitarverkinu Ólafur Liljurós í tilefni aldarafmælis Jórunnar Viðar.

miðaverð 5.900 Áskriftarkortsverð 4.130


1. desember 2018

F U L LV E L D I SK A N TATA

Höfundur: Michael Jon Clarke Flytjendur: Stefán Jakobsson (Stebbi Jak), Þórhildur Örvarsdóttir og Gísli Rúnar Víðisson. Hymnodia, stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ungmennakór, „Æskuraddir Fullveldisins“, og ungir strengjaleikarar, „Strengjasveit Fullveldisins“. 

Fullveldiskantatan „Út úr kofunum“ er nýtt verk í söngleikjastíl eftir Michael Jón Clarke við texta Sigurðar Ingólfssonar. Verkið er ljóðræn útfærsla á þeim breytingum sem verða hjá þjóðinni frá því hún byrjar að líta hugdjarfari en fyrr til framtíðar og losa af sér hlekki og „klakabönd“ fortíðar. Þar er rakin, án þess að um beina sagnfræði sé að ræða, vegferð og hugarfarsbreytingar á tiltölulega stuttu en gríðarlega mikilvægu og kraftmiklu tímabili í lífi þjóðar, frá fullveldi til lýðveldis. Hver einsöngvari hefur sitt hlutverk sem ekki verður ljóstrað upp um hér en á vissan hátt má segja að um sé að ræða einkasamtal þjóðarinnar við sjálfa sig. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Hymnodia styðja flutninginn með fulltingi nemenda í tónlistarskólum á Norðurlandi. Tónleikarnir verða í Hamraborg í Hofi á Akureyri á 100 ára afmælisdegi fullveldisins.

Glæný fagnaðarkantata þar sem kynslóðir og tónlistarstefnur mætast og fagna saman fullveldinu með norðlenskum ofurkröftum.

miðaverð 5.900 Áskriftarkortsverð 4.130


24. mars 2019

D V O Ř Á K – KO R S A KO V AT L I Ö R VA R S S O N 25 ára afmælistónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Höfundar: Antonín Dvořák, Atli Örvarsson og Nikolai Rimsky Korsakov Einleikari: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson

Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og dóttir hans, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, flytja ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands einn fallegasta sellókonsert sögunnar, sellókonsert nr. 2 eftir Dvořák. Þá verður frumflutt nýtt verk eftir eitt af höfuðtónskáldum Akureyringa, Atla Örvarsson. Að lokum verður flutt stórvirkið Scheherazade eftir Korsakov. Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri vann mikilvægt starf fyrir Norðurland í ein 23 ár sem aðalhljómsveitarstjóri SN og dóttir hans, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari, steig sín fyrstu skref í Tónlistarskólanum á Akureyri og lék með SN og föður sínum á fjölmörgum tónleikum. Nú heimsækja þau Akureyri á ný, staðinn sem hafði mikil áhrif á listfengi þeirra, og leggja sitt af mörkum til að gera þessa hátíðlegu stund eftirminnilega í hugum áheyrenda.

Tvö mögnuð meistaraverk og frumflutningur á norðlenskri nýsköpun á 25 ára afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

miðaverð 7.900 Áskriftarkortsverð 5.530


18. apríl 2019

MOZART REQUIEM Requiem í d-moll, K 626 og Píanókonsert nr. 20 í d-moll, K 466 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.

19. apríl 2019 í Langholtskirkju

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Söngsveitin Fílharmonía Kammerkór Norðurlands Einleikari: Alexander Edelstein Hljómsveitarstjóri: Anna Maria-Helsing

Finnski hljómsveitarstjórinn og Íslandsvinurinn Anna Maria-Helsing stjórnar tveimur af mögnuðustu verkum Mozarts í Hofi og Langholtskirkju í Dymbilvikunni 2019. Það verður enginn svikinn af sálumessu Mozarts en hann lést frá verkinu ókláruðu árið 1791. Ekkja hans og nemendur reyndu að klára verkið og hafa verið uppi misjafnar skoðanir um hvernig tókst til. Að þessu sinni verður flutt útgáfa útsett af Duncan Druce sem þykir slá við öllum öðrum tilraunum til lúkningar þessa meistaraverks. D-moll píanókonsertinn er sérstakur fyrir það hvað hann er í raun rómantískur, jafnvel dramatískur. Enda hreifst ungur Beethoven sérstaklega af honum og flutti hann oft. Svo mikil áhrif hafði hann á Beethoven að margir héldu á sínum tíma að verkið væri eftir hann. Það er vonarstjarna sígildrar tónlistar á Norðurlandi, Alexander Edelstein, sem verður einleikari tónleikanna.

Heimsþekktur stjórnandi, norðlensk vonarstjarna, einvalalið einsöngvara, 80 manna kirkjukór og sinfóníuhljómsveit flytja tvö af mögnuðustu og dramatískustu verkum Mozart um páskana.

miðaverð 7.900 Áskriftarkortsverð 5.530


OG NÚ LENGJAST NÆTUR 30. september 2018

Hanna Dóra Sturludóttir, sópran Snorri Birgisson, píanó

Hanna Dóra og Snorri flytja nýjar útsetningar á þjóðlögum úr nágrannasveitum hvers tónleikastaðar. Á Akureyri munu þau flytja nýjar útsetningar á lögum úr Eyjafirði. Hanna Dóra Sturludóttir hefur sungið hátt í 50 óperuhlutverk í mörgum helstu óperuhúsum Þýskalands og Íslensku Óperunni. Snorri Sigfús Birgisson hefur samið einleiksverk, söngverk, kammertónlist, raftónlist, kórtónlist og sinfónísk verk auk þess að útsetja fjöldann allan af íslenskum þjóðlögum.

Frumsamin lög og þjóðlagaútsetningar úr ýmsum áttum. Flytjendur segja frá og spjalla við áheyrendur um lögin. Tónlistarupplifun og góð skemmtun í bland.

miðaverð 3.900 Áskriftarkortsverð 2.730


VORVINDAR GLAÐIR 5. maí 2019

Hildur Þórðardóttir, þverflauta Gillian Haworth, óbó Berglind Halldórsdóttir, klarinett Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott Ella Vala Ármannsdóttir, horn Kvintettinn Norð-Austan 5-6 var stofnaður árið 2016, með það að markmiði að sameina hljóðfæraleikara sem búa við fámenni í tónlistarlífinu í sínu byggðarlagi og hafa ekki oft tækifæri til að spila góða kammertónlist.  Hér eru saman komnar konur, búsettar á Egilsstöðum, Neskaupstað, Reyðarfirði, Akureyri og í Svarfaðardal. Verkin sem leikin verða kynna breitt tónmál blásarakvintettsins, en þau eru samin af tónskáldum af ólíkum uppruna, á árunum 1922-1955.

Fimm hljóðfæraleikarar fara á tímaflakk um Evrópu millistríðsáranna og flytja fjöruga, ferska, freka og fljótandi tónlist á innilegri stund með einstökum hljóm blásarakvintettsins.

miðaverð 4.900 Áskriftarkortsverð 3.430


Á S K R I F TA R KO R T

Áskriftarkort fyrir alla! Þú velur þér fjóra viðburði sem MAk framleiðir og færð 30% afslátt af miðaverði auk þess að tryggja þér öruggt sæti í vetur. Þú færð einnig 15% afslátt af öðrum viðburðum í MAk.

Ungmennakort, 25 ára og yngri býðst áskriftarkort með tveimur til fjórum viðburðum MAk á 30% afslætti. Öll ungmenni fá 15% afslátt allt árið af viðburðum MAk gegn framvísun skólaskírteinis.

Eldri borgurum og öryrkjum býðst áskriftarkort með tveimur til fjórum viðburðum MAk á 30% afslætti. Eldri borgarar og öryrkjar fá 15% afslátt af viðburðum MAk allt árið.

Sölu áskriftarkorta lýkur 30. september.

Gjafakort Gefðu upplifun Gjafakortið er einstök gjöf sem gildir á alla viðburði MAk, í versluninni Kistu og á veitingastaðnum 1862 Nordic Bistro.

Áskriftarkort MAk fást í miðasölunni í Hofi, í síma 450-1000 og á mak.is. Miðasala er opin virka daga kl. 12–18 og þremur tímum fyrir viðburð.


M Y N D L I S TA R S Ý N I N G A R Í H O F I 2018–2019 6. október – 2. desember

Brynhildur Kristinsdóttir

15. desember – 10. febrúar

Habbý Ósk

16. febrúar - 7. apríl

Þrándur Þórarinsson

25. maí – 11. ágúst

Jón Laxdal


BARNAMORGNAR Í HOFI Flippaðir furðufuglar

Gutti & Selma og ævintýrabókin

Krílasöngvar með Sigrúnu Mögnu

Fjölskyldujóga með Gerði Ósk

Á fuglagerðarnámskeiðinu læra börnin að búa til fuglagrímur og skapa persónu út frá grímunni sinni. Krummi úr Krúnk krúnk og dirrindí tekur á móti börnunum og syngur lag úr sýningunni.

Gutti og Selma eru systkini sem finna ævintýrabók, en þaðan birtast ýmsar persónur sem eru góðar og skemmtilegar. Þær eru þó ekki allar jafn góðar. Þá eru þau í vanda.....

Lög og leikir í notalegu umhverfi með áherslu á tengsl snertingar, söngs og hreyfingar. Sungin eru þekkt barnalög og þulur, og notaðar hristur og fleiri hljóðfæri.

Leikum okkur saman í skemmtilegum jógaleikjum og dönsum og förum í skemmtilega hreyfihugleiðslu með slökun í lokin.

Aldur: 4–6 ára kl. 11.00 7–9 ára kl. 13.30

Aldur: 3–10 ára

Aldur: 3 mánaða til 1 árs.

Aldur: Öll fjölskyldan

sunnudaginn

sunnudaginn

sunnudaginn

sunnudaginn

9. september

7. október

4. nóvember

10. febrúar

kl. 11:00 og 13:30

kl. 13:00

kl. 11:00

kl. 11:00 og 13:00

Leiðbeinendur: Agnes Wild og Eva Björg Harðardóttir

NORÐURORKA er styrktaraðili Barnamorgna Menningarfélags Akureyrar. Ekkert þátttökugjald er á Barnamorgnum.


L E I K L I S TA R S KÓ L I LEIKFÉLAGS AKUREYRAR Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn  og unglinga í  2.–10. bekk grunnskóla.   Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Allir kennarar skólans eru fagmenntaðir á sviði leiklistar. LLA skiptist í haustönn 2018 og vorönn 2019. Hvor önn er 12 vikur og lýkur með sýningu í Samkomuhúsinu eða Hofi.   Í vetur verða fjögur stig við skólann; fyrsta, annað, þriðja og efsta stig. Kennt verður í Deiglunni og Brekkuskóla. Skráning hófst 22. ágúst og lýkur 3. september. Kennsla hefst 10. september. Skráning á www.mak.is Frekari upplýsingar á lla@mak.is Skólastjóri: Jenný Lára Arnórsdóttir Kennarar:  Berglind Jónsdóttir Jóhann Axel Ingólfsson Jónína Björt Gunnarsdóttir  Vala Fannell


G E S TA G A N G U R Í H O F I Hér má sjá hluta af því listafólki sem heimsækir Menningarhúsið Hof í vetur og fleiri gestir taka á okkur hús.

GUÐRÚN GUNNARS

SIGGA BEINTEINS

JÓGVAN HANSEN

Óskar Pétursson

Nánari upplýsingar um gestakomur á

mak.is

Velkomin

SÉRSTAKIR GESTIR KARLAKÓR AKUREYRAR · GEYSIR

Í HOFI AKUREYRI

LAUGARDAGINN 6. OKTÓBER MIÐASALA Á MAK.IS OG TIX.IS

Local Food Festival

2018

20. október kl. 13:00-18:00 Sjáumst í Hofi

localfood.is

& gestir

28. október 2018 í Hofi


RÁÐ STE F N U R, FU NDI R, VIÐ B U RÐ I R & V E I SLU HÖ L D Fyrirmyndaraðstaða í húsakynnum Menningarfélags Akureyrar

Menningarhúsið Hof Í Hofi eru glæsileg fundaherbergi og salir sem henta vel fyrir minni og stærri fundi, menningarviðburði, veislur, móttökur og ráðstefnur.

Fundir

Veislur og móttökur

Hefur þú áhuga á að leigja rými fyrir þinn viðburð? Hafðu samband við okkur á mak@mak.is eða við viðburðastjóra á kristinsoley@mak.is

Samkomuhúsið Í Samkomuhúsinu er hlýleg aðstaða fyrir fundi, móttökur og viðburði í einu elsta og virðulegasta húsi bæjarins.

Ráðstefnur

Menningarviðburðir

1862 Nordic Bistro býður uppá úrval veitinga fyrir alla viðburði, fundi, ráðstefnur, veislur og móttökur í húsakynnum Menningarfélagsins.


S A M S TA R F S V E R K E F N I S I N F Ó N Í U H L J Ó M S V E I TA R NORÐURLANDS 2018–2019

30 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR

Pálmi Gunnarsson

& SinfoniaNord - Í HOFI VORIÐ 2019 -

VINSÆLASTI SÖNGLEIKUR HEIMS EFTIR ANDREW LLOYD WEBBER „FRÁBÆR LIFANDI SÝNING SEM ER SVO MIKLU MEIRA EN KONSERTUPPFÆRSLA” - INGVELDUR ÝR JÓNSDÓTTIR, SÖNGKONA

„HÖRKU FLOTT SÝNING!” - HELGA BRAGA, LEIKKONA

„SÖNGUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA OG ANSI MÖRG GÆSAHÚÐAMÓMENT.” - JÓHANNA VIGDÍS ARNARDÓTTIR, LEIKKONA

„ÆVINTÝRALEG UPPLIFUN! ÉG VAR MEÐ GÆSAHÚÐ OG TÁR Í AUGUNUM ALLA SÝNINGUNA.”

„ÞVÍLÍKT ÞREKVIRKI! FRÁBÆRIR FLYTJENDUR OG DANSARAR. DRÍFIÐ YKKUR, ÞETTA ER EINSTAKT.” - EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON, SÖNGVARI

„MARGFALT BRAVÓ!” - GUNNAR GUÐBJÖRNSSON, SÖNGVARI OG SKÓLASTJÓRI

- ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN, LEIKKONA OG LAGAHÖFUNDUR

ÁSAMT SINFONIANORD

& MIDGEULTRAVOX URE SÖNGVARA OG LAGASMIÐI

ÖLL BESTU LÖG TODMOBILE, MIDGE URE OG ULTRAVOX

Í ELDBORGARSAL HÖRPU ÞÓR BREIÐFJÖRÐ · ELMAR GILBERTSSON · VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR · SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR (DIDDÚ) BERGÞÓR PÁLSSON · MARGRÉT EIR · HLÖÐVER SIGURÐSSON · GÍSLI MAGNA · GRETA SALÓME

2. NÓVEMBER Í ELDBORG HÖRPU UPPHAFLEGRI SVIÐSSETNINGU VAR LEIKSTÝRT AF HAROLD PRINCE Í FRAMLEIÐSLU CAMERON MACKINTOSH LTD. OG THE REALLY USEFUL GROUP LTD. UM HLJÓÐFÆRASETNINGU SÁU DAVID CULLEN OG ANDREW LLOYD WEBBER.


S TA R F S F Ó L K MENNINGARFÉLAGS AKUREYRAR Anna Heba Hreiðarsdóttir

Miðasölu- og verkefnastjóri

Árni F. Sigurðsson

Tæknimaður

Bjarki Árnason

Umsjónarmaður fasteigna

Einar Rúnarsson

Sviðsmaður

Gunnar Sigurbjörnsson

Tæknistjóri / hljóðmaður

Indíana Ása Hreinsdóttir

Markaðs- og kynningarstjóri

Jóhann Gunnar Kristjánsson

Verkefnastjóri rekstrarsviðs

Kristín Sóley Björnsdóttir

Viðburðastjóri

Lárus Heiðar Sveinsson 

Tæknistjóri / ljósamaður

Magnús Viðar Arnarsson

Umsjónarmaður fasteigna

Marta Nordal

Leikhússtjóri

Ólafur Göran Ólafsson Gros

Tæknimaður

Soffía Margrét Hafþórsdóttir

Búningaumsjón

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Tónlistarstjóri

Þórhildur Gísladóttir

Verkefnastjóri

Þórunn Geirsdóttir

Verkefnastjóri skipulags og sýningarstjórnar

Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri


Menningarfélagið Hof, Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mynda Menningarfélag Akureyrar. Strandgata 12 600 Akureyri Sími: 450 1000 mak@mak.is mak.is

Útgefandi: Menningarfélag Akureyrar Ábyrgðarmaður: Þuríður Helga Kristjánsdóttir Ritstjóri: Indiana Ása Hreinsdóttir Hönnun og umbrot: Cave Canem hönnunarstofa Ljósmyndir: Auðunn Níelsson Prentun: Ásprent

Profile for Menningarfélag Akureyrar

KYNNINGARBÆKLINGUR 2018 - 2019  

Framundan er fjörugur og skapandi vetur þar sem flestir angar menningar og lista fá notið sín og gestir geta valið úr afþreyingu í hæsta gæð...

KYNNINGARBÆKLINGUR 2018 - 2019  

Framundan er fjörugur og skapandi vetur þar sem flestir angar menningar og lista fá notið sín og gestir geta valið úr afþreyingu í hæsta gæð...

Advertisement