Ársskýrsla Matís 2013

Page 15

Matís hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við tvö stærstu fyrirtækin á sviði matvælaiðnaðar í heiminum, PepsiCo og Nestlé. Af samkeppnisástæðum fylgir mikil leynd þessum verkefnum en þau byggja á þjónustu og hugviti sem Matís getur lagt til samstarfsins.

Til að undirstrika styrk og þekkingu Íslendinga þegar kemur að lífhagkerfinu og sjálfbærri nýtingu þess má nefna að rannsóknastjóra Matís var boðið að setjast í evrópska lífhagkerfisráðið. Slíkt er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag.

"Öll okkar verkefni byggja á lykilmarkmiðum okkar sem eru að auka verðmæti og bæta matvælaöryggi í matvælaiðnaði og líftækniiðnaði. Samstarf við stór alþjóðleg fyrirtæki eins og PepsiCo og Nestlé skiptir okkur miklu máli. Annað verkefni sem skiptir miklu máli fyrir Matís er MareFrame verkefnið. MareFrame skilar Matís um einni milljón evra í tekjur á fjórum árum. „Markmið þessa verkefnis er að þróa fiskveiðistjórnunarlíkön þar sem tekið er tillit til sjálfbærni, umhverfis, efnahagslegra og samfélagslegra þátta."

Þegar talað er um evrópska lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki Evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar. Mjög erfitt getur verið með orðum að varpa ljósi á hvað lífhagkerfi er. Gott getur því verið að grípa til mynda enda vel þekkt að mynd er á við 1000 orð. skvatn Fer

-

Lan

dbúna

ður

-

Eld

i

auður

g

var

ú t ve

di

-

an

Sjá

-

in p Sk a

nn

-

re

n

kt

R a n n s ó k nir

vi

græ

ar

u

gur

fni rh æ

dsn ey tis f ra Matv æla vin ns l Dreifi ng

Lífel

n

-

N ýskö p

-

M e nntu

Lífhagkerfið

-

la

f

s ta

ýtin g

-

-

d

nu

lfb Sjá

na

rl

ng

þ jó

Rækta

u te

ða

dirstöðu Un ær n r

ll Fu

Skó

g

ur

ns

t úr

nustugreinar Þjó

a

-

Skó

Á morgunverðarfundi Matís í júní kom m.a. fram að erlend stórfyrirtæki, á borð við PepsiCo, eru farin að horfa til Íslands í leit að nemendum í matvælafræði til að vinna með þeim að rannsóknum en samkvæmt Dr. Yep stendur matvælaiðnaðurinn almennt frammi fyrir því að of fáir matvælafræðingar hafa útskrifast á síðustu árum til að anna eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu í greininni. "Við hjá Matís höfum gert okkur grein fyrir þessari þróun og fyrir um þremur árum tókum við höndum saman með Háskóla Íslands og settum aukinn kraft í matvælafræðinám, þá sérstaklega meistaranám. Aukin verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði mun í náinni framtíð byggja fyrst og fremst á rannsóknum á því matvælaframboði sem okkur stendur til boða í nútíð. Líklega munum við ekki veiða meiri fisk á komandi árum, heldur verðum við að læra að nýta þann fisk sem við veiðum nú þegar enn betur en nú er gert. Þar eru rannsóknir lykilatriði og hvernig við temjum okkur enn frekar sjálfbærnihugsunina í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur í lífhagkerfinu svokallaða," segir Hörður.

N át

ór

m

i le

-

idd framleiðsla Afle

i tæk Líf inar gre oð St

Það er margt hægt að læra af fyrirtæki eins og PepsiCo og var t.d. fróðlegt að heyra sýn dr. Yep á rannsóknir og þróun í matvælaframleiðslu á heimsvísu, þá sérstaklega núna þegar umræðan um fæðuöryggi er hávær.

Y

-

la ðs

Sj

a

framle Grunnlrækt iðsla

nd

er

Varðandi PepsiCo þá má bæta við að á árinu komu lykilstarfsmenn frá fyrirtækinu þrívegis til Íslands m.a. til þess að heimsækja Matís og ræða möguleika á enn frekara samstarfi. Þar á meðal var dr. Gregory L. Yep, aðstoðarforstjóri rannsókna og þróunar hjá PepsiCo en hann kom til landsins í júní og júlí en í júní hélt hann m.a. fyrirlestur á morgunverðarfundi Matís. Á haustmánuðum var svo blásið til fundar með forstjóra PepsiCo, dr. Indra Nooyi og samstarfsfólki hennar en hún var hér í boði Ölgerðarinnar.

Ma

Ö r æ fi

"Framtíð okkar Íslendinga er björt hvað matvæla- og líftækniframleiðslu varðar. Mýmörg dæmi eru um vörur sem sprottið hafa upp vegna rannsókna íslenska vísindamanna á vannýtum hráefnum, hvort sem er úr landbúnaði eða sjávarútvegi. Til þess að verðmætasköpun verði sem mest, án þess að gengið sé á náttúruna, verðum við að auka veg vísindarannsókna. Með vísindarannsóknum fáum við þekkingu sem gerir okkur kleift að skapa umhverfi fyrir varanlega verðmætasköpun, verðmætasköpun sem mun ekki hverfa þó hrikti í stoðum óskyldra atvinnugreina því þörf mannsins fyrir hollan og góðan mat með heilsubætandi virkni á eingöngu eftir að aukast á næstu árum og áratugum," segir rannsóknastjóri Matís að lokum.

15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.