Page 1

Starfsáætlun Starfsárið: 2013-2014

Inngangur Starfsáætlun þessi er unnin eftir nýju skipulagi sem komið var á í fyrra. Í henni eru tillögur fráfarandi stjórnar sem eru lagðar fyrir aðalfund til samþykktar. Nýja skipulagið miðar að því að setja fram mikilvæg mál sem þarf að vinna að á næsta ári án þess þó að setja nýrri stjórn of miklar skorður. Að þessu sinni er e.t.v. stærsta breytingin stofnun nefnda sem eiga að vera skrifstofu og stjórn innan handar og vinna að ýmsum verkefnum sem nauðsynleg eru í starfseminni. Þessar nefndir eru afrakstur eldra markmiðs AUS sem sneri að því að virkja heimkomna sjálfboðaliða, virka AUSara. Fráfarandi stjórn hefur á árinu fundið fyrir miklum áhuga og fengið ómetanlega hjálp frá góðu fólki og miklar vonir eru bundar við að starf AUS verði enn öflugra á næsta starfsári. Þessi starfsáætlun nær frá 24. október 2013 til 31. ágúst 2014. Hún verður endurmetin fyrir næsta aðalfund félagsins sem verður haldinn haustið 2014.

Stjórn AUS


1. Sérstök áhersluatriði 1.1 Nefndir Rætt var um á síðasta starfsári að koma af stað nefndum í t.d. markaðs- og félagsmálum til að létta álag á stjórn og virkja heimkomna sjálfboðaliða. Fráfarandi stjórn mælir með að eftirfarandi nefndum verði komið á fót. 1.1.1 Skólakynningar Unnið hefur verið að því að koma markaðsmálum, t.d. skólakynningum alfarið yfir á skrifstofuna. Stjórn mælir með að sú vinna haldi áfram með hjálp nefndarinnar.

1.1.2 Félagslíf Félagslífsnefnd sæi um mánaðarlega AUS hittinga sem yfirleitt eru á kaffihúsum en sjálfsagt að breyta út af þeirri venju annað slagið. Auk þess yrðu fastir liðir í félagslífi AUS, litlu jól og þorrablót, í höndum nefndarinnar.

1.1.3 Fjölmenning Stefna AUS er að taka þátt og skipuleggja viðburði sem tengjast fjölmenningu á ýmsa vegu. Má þar nefna þátttöku í Fjölmenningardegi Reykjavíkur, okkar eigin fjölmenningarhátíð og dagskrá í tengslum við dag sjálfboðaliðans. Nefndin sæi um skipulagningu slíkra viðburða í samstarfi við fjölmenningarfulltrúa stjórnar.

1.2 Myndband AUS hlaut styrk frá Æskulýðssjóði til að gera myndband um félagið. Ljúka þarf þeirri vinnu á næsta starfsári. Sú vinna er í höndum skrifstofu í samvinnu við nemendur Kvikmyndaskóla Íslands.

1.3 Þjónustusamningur Mikilvægt er að unnið verði að því að koma á þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið um árleg framlög til reksturs AUS. Það yrði mikil breyting að geta treyst á föst fjárframlög í stað þess að treysta á styrki sem einnig útheimta miklu vinnu við umsóknir.


2. Vel unnin mál 2.1 Fósturfjölskyldur Gengið hefur vel að finna fósturfjölskyldur fyrir sjálfboðaliða okkar og hafa sjaldan verið fleiri sjálfboðaliðar vistaðir hjá fósturfjölskyldum. Þetta er hagstætt bæði fyrir samtökin upp á lægri kostnað að gera sem og hafa fjölbreyttari reynslu í boði fyrir sjálfboðaliða okkar hér á landi. Það væri þó til bóta að fjölga fósturfjölskyldum á landsbyggðinni, t.d. Akureyri.

2.2 Ráðstefnur Meira skipulag hefur komist á ráðstefnuform AUS á þessu starfsári og eru nú komnar nokkrir góðir staðir utan Reykjavíkur þar sem við höfum fengið að halda þær. Stjórn leggur til að frekar verði unnið að því að gera ráðstefnur okkar staðlaðri svo að þekking glatist ekki þegar ný stjórn tekur við. Þar er annars vegar átt við hagkvæm atriði á borð við gististaði, samgöngur og matarinnkaup og hins vegar það sem við kemur dagskrá.

3. Hefðbundin mál Til viðbótar við þau mál sem nefnd hafa verið hér að ofan þarf að sjálfsögðu að sinna mörgum öðrum málum líkt og gert er á hverju starfsári. Vonandi heldur áhugi á sjálfboðaliðastarfi áfram að aukast svo AUS geti haldið áfram að blómstra.

Starfsáætlun Alþjóðlegra ungmennaskipta 2013-2014  

Hér gefur að líta starfsáætlun Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) sem lögð verður fyrir aðalfund 24. október 2013. AUS eru frjáls æskulýðssam...

Advertisement