Page 1


Norðanvindur Reykjavík 2008


Norðanvindur: © Höfundar Útgefandi JAM-hópurinn Ritstjóri: Valdimar Tómasson

Umbrot: Marta Eir Sigurðardóttir Prentun: Pixel Pappír: Letur: Helvetica ISBN 978-9979-70-431-7

Þetta hefti er æfingarverkefni í bókahönnun og leturmeðhöndlun fyrir fyrsta árs nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, vor 2012.


Formáli

Sýningin „Norrænt bókband“, sem er samstarfsverkefni norrænna list bók bindara, er að þessu sinni í höndum Íslendinga og þar er í fyrsta sinn sem þeir sjá um svona sýningu. JAM–hópurinn sem er félagssamtök íslenskra bók­bindara hefur tekið að sér að annast þetta verkefni fyrir Íslands hönd. Sú hugmynd kom fljótlega fram í hópnum að láta prenta bók með norrænum ljóðum núlifandi skálda og hver þátttakandi í verkefninu fengi eina slíka bók til að binda inn. Ákveðið var að velja fimm íslensk skáld og tvö frá hverju hinna Norðurlandanna að Færeyjum meðtöldum. Á haustdögum 2007 var bætt við tveimur skáldum frá samísku þjóðinni og einu finnsku skáldi vegna tveggja tungumála þar. JAM–hópurinn ákvað að það skyldu valin fimm ljóð frá hverju skáldi. Samtals urðu ljóðskáldin því átján og ljóðin alls níutíu. Leitað var til ljóðaunnandans Valdimars Tómassonar til að velja ljóð í bókina og fórst honum það verk vel úr hendi.

Ragnar Einarsson, formaður Svanur Jóhannesson, ritari JAM–hópsins

7


Hannes

Fæddur á Sauðárkróki 14. desember 1931. Stúdent frá

Pétursson

Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og kandídatspróf í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Vann hjá Bókaútgáfu Menningarsóðs á árunum 1964–1976. Fyrsta bók hans Kvæðabók kom út 1955. Hann hefur síðan sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagnasafna, fræðirit, greinar og sagnaþætti. Heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands 1991. Hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1993 og var tilnefndur 2006. Hannes Pétursson hefur verið tilnefndur fjórum sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.


9


Hjá

Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit

fljótinu

hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt um síki og engi.

Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund þó fölur beygjur hægt um sviðið gengi er laut hann höfði og sagði í sama mund: Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi.

11


Ljóð

Nafnstafi þína

úr

og nafnstafi mína

skógi

skárum við hlið við hlið í bjarkarbörk og okkar fyrstu gullnu sumarferð saman …

horfðumst í augu hlógum glöð, föðmuðumst.

Og andartakið var blóm blindað af þyrstum fiðrildum.


Í

Á bláum skógum draumanna

bláum

í dölum svefnsins

skógum

þar skulum við mætast meðan þú ert í burtu og setjast undir krónurnar sem krydda blæinn sætast.

Á bláum skógum draumanna í dölum svefnsins þar skulum við gleðjast þangað til þú kemur. Þá gleymir hvorugt ástinni og engin þörf að kveðjast.

13


Kristallar

Þið brjótizt til valda í gömlum og gráum steinum geislabjartir, fullir af djörfum hug og rekið dauðann, dautt grjótið á flótta eins og dagarnir víkja næturmyrkrinu á bug.

Þið grafið ykkur dýpra og dýpra í harðar dökkar fyllur steinanna – unz þær glitra!

Í ykkur stíga stjörnurnar niður til jarðar


Söknuður

Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs.

15 Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar.

Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki.


Þorsteinn

Fæddur að Hamri í Þverárhlíð, Borgarfirði 15. mars 1938.

frá

Lands­ próf frá Reykholts­ skóla 1954. Stundaði nám við

Hamri

Kennara­skóla Íslands 1955–1957. Aðstoðar­bóka­vörður við Bókasafn Kópavogs 1961–1967. Hefur síðan haft ritstörf að aðal­starfi. Fyrsta ljóða­bók Þorsteins Í svörtum kufli kom út 1958. Þorsteinn er afkasta­mikið ljóð­skáld en hefur einnig skrifað skáld­sögur. Hann hefur líka verið ötull þýðandi. Heiðurs­félagi Rithöfunda­sambands Íslands 2006. Þorsteinn frá Hamri hlaut Íslensku bók­mennta­ verðlaunin 1992 og hefur verið til­nefndur þrisvar til Bók­ mennta­verðlauna Norður­landaráðs.


17


Vorvísa

Birtuseiður! Hinn sami og lék um veginn, geðið, stundirnar annað vaknandi vor þegar vitleysur seytluðu baldnar um dægrahvörfin!

Hve mörg komu undan snjó vorin það vor

sveipuð grun um nornir sem naktar slöngva úr nótt og fjarska dýrum óminnisvef á þá sem geiglaust ganga sín völtu skref úr garði kyrrum

til móts við hetjur og söngva?

19


Bíðið

Fyrst þegar syngur fugl ykkar kvisti

meðan

fari ei skjótt – en bíðið meðan hann syngur

hann

þó ljóð hans alls sé annarlegt og nýtt;

syngur

bíðið meðan hann syngur þó ykkur þyrsti með þurrar kverkar umhverfis bálið og heyrið lindir niða í brekkujaðrinum; bíðið um bjarta nótt er hann syngur. Tunga hans söngvin nemur sér stað í næturnáðum og ró meðal ykkar í lognanna skini – annarleg tunga, bíðið bíðið samt; þið munuð njóta þeirrar raddar skammt því hann flýgur á brott er hann hefur leyst hjartabarnið úr hlekkjum sínum og frelsað þess heiðu augu, kvika smáa fingur og litla fætur, leitt það ykkur á vit í laufgað kjarrið; bíðið meðan hann syngur.

21


Land

Landið má viljugt þola vetur;

og

fólk klæðir af sér frost

fólk

en á hvergi skjól fyrir skrumi.

Þegar dagur rís í austri hlæja hlíð og skriða ljósið bræðir þela úr lyngmó og skóf og fólk hristir af sér hrím blekkinganna.

Þó býr landið yfir leyndum harmi og einstaka maður við örkuml.


Stefjamóðirin

Ég sá þig koma; en svo reyndist það ofskynjun einber:

23 slíkt var kafið og kófið

en ósk má það vel hafa verið

sem skildi eftir sig orðspor

á hjarni, svo nöktu hjarni í morgunstund.


Ljóð

Vel get ég hugsað

um

að þytur í trjám sé tíminn

vinda og sé horft yfir víðlenda, volduga skóga líður um hugann sveipur af sögu

með sýn til hliðar yfir í fjarðarmynnin:

segl vinda menn upp með sínu lagi hver á fleyjum sem smíðuð voru hvert sínum sæ


því haf hvert státar af sínum stormi …

Æ, skógar, tími, höf, siðvenjur, saga! Lækjum sínum biðja brekkurnar griða

á eina lund í einum, misvindasömum heimi.

25


Vilborg

Fædd á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 18. júlí 1930.

Dagbjartsdóttir

Leik­listar­nám 1951–1953. Kennara­próf frá Kennara­skóla Íslands 1952. Starfaði sem barna­kennari í Landakots­skóla og Austurbæjar­skólanum 1952–2000. Fyrsta ljóða­bók Vilborgar Laufið á trjánum kom út 1960. Síðan hafa komið frá hennar hendi sjö ljóða­bækur, 8 barna­bækur og fjöldi þýddra bóka. Heiðurs­félagi Rithöfunda­sambands Íslands 1998. Vilborg hefur hlotið margvíslegar viður­­kenningar fyrir ritstörf sín m.a. var hún tilnefnd til Íslensku bók­ mennta­verðlaunanna 1992. Þá fékk hún Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 1996 og Heiðurs­verðlaun IBBY á Íslandi fyrir störf í þágu barna árið 2000.


27


Maríuljóð

Nú breiðir María ullina sína hvítu á himininn stóra. María sem á svo mjúkan vönd Að hirta með englabörnin smáu.

Það hrundu fáein blóm úr vendinum hennar í vor; þau vaxa síðan við hliðið ljómandi falleg og blá.

Fuglinn sem á hreiður við lækinn í hlíðinni sunnan við bæinn er kallaður eftir henni. Það er Maríuerla.

Þegar ég verð stór og ræ á sjó með pabba, gef ég henni Maríu fyrsta fiskinn minn.


Glæpur

Ég var brumandi tré brjóstin tvö aldin af þroska blóðið söng í æðunum og fyllti líkamann vori. Þá kom hann með glóandi töng og sleit úr mér hjartað og kastaði því kviku. Blóð mitt sem áður söng drýpur úr sárinu.

29


Skassið

Skassið á háskastund

á

Löðrungar og köpuryrði

háskastund

allt er gleymt ó kæri

hérna er fléttan snúðu þér bogastreng

ég skal brýna búrhnífinn og berjast líka

bæinn minn skulu þeir aldrei brenna bölvaðir.


Sorg

Þegar þjáningin ristir brjóst mitt verður mér fyrst ljóst hve stór gleði mín gæti verið. Milli hennar og mín er hið stutta ómælisdjúp.

31


Sérstakur

Sumir dagar eru einhvern veginn sérstakir

dagur

þú finnur það um leið og þú vaknar jafnvel áður en þú opnar augun eftirvæntingin hríslast um þig og þú veist að einmitt í dag gerist það og hlustar eftir hverju orði og fótataki svo allt í einu þar sem þú stendur á götunni á leið í sendiferð þá sérðu glampa í mölinni og þarna liggur perla og tekur hana upp andartaksstund heldur þú henni í lófanum og finnur öryggi og frið streyma frá henni


þú segir engum frá þessu vegna þess að í raun og veru gerðist ekkert þetta var bara ómerkileg glerperla samt flutti hún þér skilaboð dularfull og náin aðeins þér alla ævi manstu daginn daginn þegar þú fannst perluna.

33


Einar

Fæddur í Reykjavík 18. September 1954. Stúdent frá

Már

Menntaskólanum við Tjörnina 1975. B.A. próf í bók­

Guðmundsson

menntum og sagn­fræði frá Háskóla Íslands 1979. Bjó í Kaupmanna­höfn í sex ár og stundaði framhalds­nám í bók­ menntum við Kaupmanna­hafnar­háskóla. Fyrsta ljóða­bók Einars Más er nokkur í kóróna­fötum hér inni kom út 1980. Hann hefur einnig skrifað margar skáld­ sögur og hlotið viður­kenningar fyrir ritstörf sín m.a. verið fimm sinnum til­ nefndur til Íslensku bókmennta­ verð­ launanna, nú síðast 2007 fyrir bókina Rimlar hugans. Hann fékk Bók­mennta­ verðlaun Norðurlandaráðs 1995.


35


ljóð

ljóð um bítlana

um

svörtu duggarapeysurnar

bítlana

frá liverpúl drógu bílskúrinn út úr sál minni

í huglægum spegli sem teygði hárið yfir eyrum og gaf mér ósýnilegan gítar

meðan landafræðikennarinn dró andann í brennsluspritti upp við svarta töflu upp við andlit mitt svo mér fannst ég þurfa að gubba eins og vesúvíus á kortinu

hvílíkt frelsi að hlusta á ykkur meðan draumarnir fleygðu reykbombu inná kennarastofu og hnöttótt höfuð skólastjórans var körfubolti


við

þegar ég æpti

eigum

einsog kristur á krossinum

ekki

hví hefurðu yfirgefið mig

nógu vel

sagðirðu: ég held að við

saman

eigum ekki nógu vel saman

DC-10 þotur

andar

berið öllum uppí breiðholti

suðrið

kveðju mína

haust

… og enn roðna trjálaufin þrátt fyrir hrun kommúnismans og aukið frjálslyndi í kynferðismálum

37


drykkfeld

íbúðin mín

kona

er ruslatunna samkvæmislífsins þar sem hlátur hinna drykkfelldu hefur stirðnað í loftinu

er ég horfi á þig ertu myndavél sem geymir sekt mína

við tölum ekki saman því veggirnir sem skilja herbergin að eru stöðugt á milli okkar

og hvert sem ég fer læðast þeir með mér

39


Pjetur

Fæddur í Vestmannaeyjum 1952, en ólst upp á Akureyri

Hafstein

og í Reykjavík. Nam blaða­mennsku í Kungläv í Svíþjóð og

Lárusson

var bú­settur þar í landi af og til um skeið. Pjetur Hafstein hefur lagt gjörva hönd á margt, sam­hliða rit­störfum. Fyrsta ljóða­bók hans Leit að línum kom út 1972, en alls hefur hann sent frá sér á þriðja tug bóka, þar af 15 frum­samdar ljóða­bækur og þrjár ljóða­bækur með þýðingum úr verkum sænskra, kínverskra og japanskra ljóð­skálda. Ljóð Pjeturs hafa verið þýdd á sænsku, ensku og spænsku. Auk ljóða­ bókanna hefur hann sent frá sér tvær samtals­bækur, smá­ sögur og bókina Hveragerðis­ skáldin 1933–1974. Hefur skrifað fjölda blaða­greina og annast gerð útvarps­þátta.


41


Óður

Ég vildi vera svanur

til

í flugi upp til fjalla

víðáttunnar

hvítum vængjum þaninn áhyggjulaus og ungur með víðátturnar einar sem minn heim – minn heim, öllum öðrum hulinn teygja bláma þeirra syngja lífinu óð lífinu eina að enginn mætti heyra nema fjöllin blá nema vötnin blá nema víðáttur fjalla og vatna.


Leit

Í hverri sannri bók er hulin hönd sem lúin penna dró á hvítri örk og skærum bjarma varpaði á veg göngumóðra í leit að tærri lind.

43


Vinafundur í mánaskini

Í glösum ljúflega glitrar hér vín, og glaður skin máni er birtan dvín, því myrkrið er huliðshjúpur, sem hugur dimmur og djúpur.

Hér sitjum við hreifir í sunnanblænum, af sindrandi víni er nóg í bænum. Gleðjumst því bróðir og bergjum um stund, brátt gengur ellin á okkar fund.

Vinur, svo mörg er vonin brostin, verum þó kátir, því blessaður þorstinn, hvetur til dáða á drykkjustund, djarfir því göngum í Bakkusar lund.

Sjáðu mánann í fljótsins flúðum merla, fyrir augum hann glampar sem skærasta perla. Skál, þú vinurinn skínandi besti, skál, þú glókollur himnanna mesti.


Tvö

Tvö dimmblá blóm

dimmblá

spretta í garði við lygnan vog.

blóm

Tvö dimmblá blóm.

45 Ekki fölar myndir Liðinna daga heldur kvikur tregi líðandi stundar.

Og þó veit ég alföður örmum vefja þau dimmbláu blóm er sorg mina bæra.


Um

Gegnum hlýja nóttu streymir

dauða

fljótið lygnt um breiða sléttu

Li Po

speglar sig í bárum nettum máni, hátt af stirndu hveli. Í fjarska fjöll mót himni rísa yfir akurbreiður víðar. Undir skrúði laufs og angan situr skáld og bikar ber nokkuð ört að þyrstum vörum horfir á fljótið í sig teyga mánans kviku spegilmynd.

Ó, að ég mætti um fljótið langa sigla á mánaljósi björtu um dimma nótt eða sem knött í höndum tunglið bera að gnægtarborði og tæma bikar víns, svo hugsar skáldið meðan hvítur máninn mynd sinni varpar yfir fljótsins ró.


Við bakka fljótsins vaggar kæna vært, þá happafleytu nýta skal til farar því nú hyggst skáldið veiða í fljótinu mánans mynd. Úti í miðri elfu af þóftu rís í vínsins gleði, orðasmiðurinn slungni, hann hallar sér að mánahvítum bárum og fyrr en varir opnast vatnsins faðmur og skáldið undir mánans liking hverfur. Sjá, gárur bæra vatnið skamma stund, uns hverfa þær með Li Po á dauðans fund.

47


Myndskreytingar: Marta Eir Sigur冒ard贸ttir


Eftirmáli

Vorið 2006 kom JAM–hópurinn að máli við mig varðandi það að velja efni í þessa bók. Þótti mér vænt um þetta traust og gekk ég að þessu verkefni með gleði. Ákveðið var að birta sýnishorn úr norrænum skáldskap núlifandi höfunda. Þó mað ég ætti nokkurt safn bóka frá þessum þjóðum var það ekki nægilegt til þess að vinna þetta verk af einhverri sanngirni. Það varp því úr að leita til bókasafns Norræna hússins. Fór það svo að ég skilaði þessu vali til ritstjórnarinnar seinni hluta árs 2007. Svanur Jóhannesson sá um að afla birtingaheimilda á tilteknum ljóðum og varð niðurstaðan öll hin ánægjulegasta því skáldin tóku þessu uppátæku vel og veittu fúslega birtingarheimildir. Hófst þá innsláttur ljóðanna á tölvu, yfirlestur og samanburður við upphaflegan texta og var þar reynt að vinna af nákvæmni og vandvirkni. Vona ég svo að vel hafi tekist til og að þessi bók verði öllum til nokkurrar ánægju.

Reykjavík, 31. janúar 2008 Valdimar Tómasson

49


Norðanvindur  

Ljóðabók Norðanvindur