Page 1

1

SÖGUR NÁMSMANNA Af fullri alvöru


2 „Ég á eftir 20 ects einingar af B.A náminu mínu en mun nú þurfa að taka 10 fyrir áramót og 10 eftir. Ég telst ekki lengur lánshæf og neyðist þess vegna til að vinna meira með námi sem þýðir að ég verð hálfu ári lengur í skóla en ég hefði þurft að vera. Þó ég eigi aðeins 20 einingar eftir er ég samt námsmaður af fullri alvöru!“ – Anna Marsý

„Nú er það svo að ég hef alla mína tíð reynt að gera allt sem ég geri af 100% alvöru. Sérstaklega hvað varðar námið mitt. Þrátt fyrir það þá gerðist það í einni prófatíð hjá mér að aðstæður voru ekki sem bestar, og í kjölfarið féll ég í einum áfanga, sem var að sjáflsögðu ekki skemmtileg lífsreynsla, en þroskandi engu að síður. Staðreyndin er sú að í minni deild þreytum við yfirleitt aðeins 10 eininga áfanga, og því samanstendur full önn af 3 áföngum. Sem betur fer voru einingaviðmiðin 18 einingar á þeim tíma en ekki 22 eins og nú stendur til og því fékk ég einhvern part af mínum námslánum. En ég vil varla hugsa dæmið til enda hefðu breytingarnar verið orðnar að veruleika, þar sem að ég hefði staðið frammi fyrir yfir 800 þúsund króna yfirdrætti og að öllum líkindum þurft að hætta í námi til að geta átt fyrir leigu og mat fyrir mig og strákinn minn. Þá hugsa ég að ég hefði ekki mikið verið að fagna útskriftinni minni seinasta laugardag!“ –María Rut Kristinsdóttir

„Það sem sturlar mig svo fullkomlega við þetta allt saman er að eftir að hafa verið í skiptinámi í ár núna þá veit ég hvernig vinir okkar í Evrópu hafa það. Í Skandinavíu borgar ríkið manni fyrir að vera í námi, í restinni af Evrópu borga foreldrar fyrir nám og uppihald (bjór innifalinn) en ef þau eru ekki aflögufær þá er hægt að fá ríkisstyrk, sem maður þarf þó að endurgreiða TIL HÁLFS.“ – Brynhildur Bolladóttir

„Til að ljúka BA-námi í vor að ég þarf eingöngu að taka 18 einingar á komandi haustönn. Ef ég ætla að fá námslán þarf ég að bæta við mig 4 einingum sem nýtast mér nákvæmlega ekki neitt einingalega séð og gera ekkert nema taka tíma frá skyldukúrsum og vinnu. Þannig að..vinna meira? vinna hvorki meira né fá námslán eeeða bæta við mig einingum til að fá námslán? hafsjór af góðum valkostum..“ – Vala Waldorf

„Lögfræðin í Háskóla Íslands er krefjandi nám og flestir sem stunda þar nám, eru þar af fullri alvöru og góðir námsmenn. Í BA náminu eru 18 námskeið. Þar af eru 10 námskeið með 10 ECTS einingar eða meira. Ef nýju reglurnar taka gildi, er því ljóst að ef laganemar veikjast í jólaprófunum, eru a.m.k. 60% líkur á því að þeir muni sitja uppi með 650.000 kr. yfirdrátt í hálft ár. Ég hvet Illuga til þess að íhuga málið og breyta um ákvörðun, hann verður meiri maður fyrir vikið.“ – Davíð Ingi Magnússon

„Skipulagning náms við Háskólann á Bifröst er þannig að teknar eru tvær sumarannar sem hver um sig eru 20 einingar. Þá er seinasta önninn í grunnnámi oftar en ekki 20 einingar hjá nemendum. Þetta er skipulag skólans en ekki ákvarðanir nemenda. Þá þarfnast flestir nemendur við Háskólann á Bifröst námslána af ýmsum ástæðum; Há skólagjöld, lítil atvinnutækifæri með skóla á svæðinu auk þess sem verkefnaálag er mikið. Breytingar sem þessar kemur mjög illa niður á nemendum við Háskólann á Bifröst og gerir okkur í raun óhjákvæmilegt að stunda nám okkar.“ – Þórdís Halla Guðmundsdóttir

„Í HÍ var ég námsmaður af fullri alvöru en þó kom það fyrir í eitt skipti að sökum persónulegra ástæðna varð ég að fresta einu prófi. Sem betur fer var upptökupróf í þeim áfanga en ef svo hefði ekki verið hefði ég aðeins náð 20 einingum af þeim 30 sem ég var að taka þá önnina. Það hefði verið í lagi þá en núna hefði það þýtt hálfrar milljónar króna yfirdráttarskuld í bankanum. Í Bifröst stefni ég að því að vera námsmaður af fullri alvöru líka en ég get ekki ábyrgst það að prófatíðin verði áfallalaus og þess vegna finnst mér gott að vita að þó svo að ekki gangi allt að óskum þurfi ég ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég fái námslán eða ekki í ofanálag.“ – Ása María Potter „Ég veit ekki hvort mín saga gagnast þar sem ég hef lokið námi - hins vegar er ég alveg viss um að einhver íslenskur námsmaður er í svipuðum sporum. Ég eignaðist barn þegar ég var hálfnuð í mastersnámi, en til að eiga fyrir salti í grautinn þurfti ég að taka kúrsa með fæðingarorlofinu. Það varð til þess að ég átti bara


3 15 ECTS einingar eftir plús 30 eininga mastersritgerð. Ég var að læra í Danmörku og þar var ekki leyfilegt að taka auka námskeið til að fylla upp í námslána þörf og mastersritgerð varð að ljúka á 6 mánuðum. Nánast enginn séns á frest. Sem námsmaður með tvö ung börn og mann sem var líka í námi var ekki séns að ég gæti lokið 45 ECTS einingum á einni önn. Ég kláraði því vorönnina og byrjaði síðan strax á ritgerðinni. Sem betur fer voru reglurna þá þannig að þar sem ég hafði lokið 30 einingum á haustönn fékk ég námslán fyrir vorönnina líka. Ég var í mínu námi af fullri alvöru - og finnst hræðilegt til þess að hugsa að menntamálaráðherra ætli að gera fólki í svipuðum sporum nánast ómögulegt að klára nám!“ – Ingunn Loftsdóttir

„Ég er námsmaður af fullri alvöru og á leið í meistaranám í Kaupmannahafnarháskóla þar sem öll fög eru annað hvort 10 eða 15 ECTS. Ég bara spyr: á maður að þora að láta verða af þessu?“ – Stefania Ellingsen

„Til að klára Bs-gráðuna mína í haust vantar mig 18 einingar, á ég þá taka 4 auka einingar sem gagnast mér nákvæmlega ekki neitt bara til að fá skólagjaldalán. Skólagjöldin fyrir 18 einingum eru um 190.000 fyrir 23 eða fleiri 260.000... á ég þá taka meira lán ef ég þarf þess ekki ?“ – Dagmara Ambroziak

„Ég er svo sannarlega námsmaður af fullri alvöru og hef verið að taka 30 einingar á önn síðan ég byrjaði í sálfræðináminu (ekki það að það sé til marks um hvort manni sé alvara eða ekki) en nú átti ég barn í febrúar og tók þá 18 einingar til að eiga rétt á láni og planið var að taka 20 í haust þar sem litlan mín verður enn svo lítil að mínu mati fyrir mig til að fara í fullt nám en þetta mun alveg fara með það plan mitt sem og gera út af við mitt prófkvíða hjarta!“ – Arna Rannveig Guðmundsdóttir

„Vegna veikinda varð ég að hægja á mér í námi, fara úr 30 einingum á önn í 20 einingar. Mér hefur gengið vel og stundað nám mitt af fullri alvöru. Núna er ég aftur

komin í fullt nám, en hvað ef ég veikist aftur? Veikindin gera ekki boð á undan sér en að hafa getað stundað nám mitt samhliða veikindunum hjálpaði mér gríðarlega. Ef ég veikist aftur er það ekki í boði .....“ – Gróa Rán Birgisdóttir

„Veit ekki betur en að fullt af alvöru námsmönnum hafi fallið enda óeðlilegt ef enginn félli í háskóla, fall sýnir líka ákveðnar kröfur frá skólunum. Skilaboðin frá LÍN eru sérstök, er s.s. í lagi að falla í 8 eininga kúrsi en ekki 10 eininga kúrsi? Þurfa háskólar að fara að aðlaga kennsluskrána sína að LÍN og splitta 10 eininga kúrsi í tvennt? Er LÍN þá að sinna hlutverki sínu? Ég hef lent í vandræðum með LÍN, mín lausn var að fara til Noregs og vinna yfir sumarið - veit ekki hvort það sé það sem við viljum sjá; missa sumarskatttekjur af námsmönnum til Noregs. Að lokum, formaður stjórnar LÍN sagði að að sjálfsögðu væri þó tekið tillit til veikinda o.þ.h. Það er þó ekki gert nema að hluta, því þá færðu bara svokallað lágmarkslán sem verður skv. breytingunum 75% lán. Telur stjórnarformaður LÍN að fólk sem stríðir við veikindi geti komist af með lægri framfærslu en nemandi í fullu námi? Þetta eru bara endalausir plástar á þessar úthlutunarreglur! Bestu kveðjur, fyrrum sumarstarfsmaður LÍN og háskólastúdent„ – Marta Mirjam Kristinsdóttir

„Ég tók vísvitandi fleiri einingar núna á seinustu önn til þess að létta næsta vor, á ég þá að velja mér tilgangslausar einingar til að ná uppí námsLÁN næsta vor??? Eins gott þá að vera ekkert að flýta sér neitt með námið og passa sig að forðast alla áfanga sem eru fleiri en 8 einingar. Skilaboðin eru semsagt í þessa áttina: Fólk sem er ekki í fullu námi (námsörðuleikar, börn og aðrar skyldur sem maður losar sig ekki við) er ekki í námi af fullri alvöru og á því ekkert heima í námi. Það mætti halda að þeir væri að gefa okkur þennan pening (btw ég skal gúddera þetta ef þetta fer úr námsLÁNUM í námsSTYRK)“ – Brynhildur Ýr Ottósdóttir


4 „Á næstu önn sem er 2. árið mitt í lyfjafræði, verð ég í 75% námi, akkúrat 22 einingum vegna þess að ég fékk 8 einingar metnar frá fyrra námi. Ég á 1 árs barn sem byrjar á leiksskóla í haust, það er ekki ókeypis, við erum að borga af íbúð á uppsprengdu láni, maðurinn minn er ekkert á bestu launum í heimi þannig að ég er líka að vinna u.þ.b. 30% með skólanum þannig að það má segja að ég verði undir 105% vinnuálagi PLÚS það að sinna fjölskyldu og heimili. Það má s.s. ekkert koma uppá því þá náum við ekki endum saman. Frábært að þurfa að hafa áhyggjur af því að sitja uppi með risa yfirdrátt ef ég næ ekki öllum prófunum.“ – Elín Árnadóttir

„Ég er ekki enn farin að nýta mér LÍN, en það kemur að því innan fárra anna. Mér er strax farið að hrylla við því að eiga samskipti við sjóðinn og finnst þetta letja mig frá því að klára það nám sem ég hef áhuga á.“ – Birgitta Sif Jónsdóttir

„Ég er viss um að við sem erum í námi erlendis erum sammála, þar sem annirnar eru lengri eða fleiri og öðruvísi skipt upp erum nú þegar í vandræðum með núverandi fyrirkomulag.! hvað þá þetta!“ – Ása Dagmar

Að byrja í lögfræðinni var STÓR og erfið ákvörðun, þar sem litla barnið mitt var bara 6 mánaða, þá var bæði erfitt að fara frá honum og dýrt til að hefja nám. Við sendum hann til dagmömmu en fyrstu 3 mánuðina fengum við enga niðurgreiðslu því við erum gift... þannig að við borguðum hátt í 100 þús til dagmömmunar fyrstu 3 mánuðina + leikskólagjöld eldra barnsins... en ég treysti líka á LÍN þegar ég tók ákvörðunina um að hefja erfitt nám með ung börn sem ég þarf að hugsa um líka.

„Ég er í þekktum hönnunarháskóla í Hollandi sem er þekktur fyrir að vera mjög erfiður og gerir miklar kröfur. Í þessum skóla er mjög algengt að falla 1-2 yfir námsárin því að kröfurnar eru það háar og ef þeim finnst þú ekki vera tilbúin á næsta level að þá þarftu að endurtaka önnina. Ofan á þetta að þá fellur maður ekki bara í áfanga heldur í “setti” af áföngum, sem þýðir að ég ef ég fell að þá eruþað lágmark 10 einingar sem ég fæ ekki, sem þýðir að minn námsferill er bara búinn því ég gæti ekki borgað upp skuldina við bankann sem lánar mér á milli eins og hjá mörgun öðrum. Það fer rosalega mikið í taugarnar á mér að það er greinilega ekkert verið að hugsa um námsfólk sem er erlendis í skóla, þar sem eru öðruvísi uppsettningar á skólakerfum og öðruvísi kröfur. Þótt að ég myndi falla í þessum skóla einhverntímann þýðir það ekki að ég hafi ekki lagt allt mitt í það sem ég var að gera, heldur þýðir það að ég hafi ekki náð að taka inn og þróast eins mikið og þeir vildi á þessum settum tíma og það er mjög eðlilegt. Fyrir langflesta í þessum skóla er þetta ekki stórmál, þeir bara bæta einu ári jafnvel tveimur við námið sitt og ekkert meira með það. Meðan við (við erum 3 íslendingar í skólanum) erum með hjartað í buxunum yfir því að gera allt 120% því við megum alls ekki taka eitt failspor. Þetta er vægast sagt ömurlegt og ég virkilega skammast mín þegar ég er að útskýra þetta fyrir kennurunum og samendum mínum og ofan á allt að þetta sé lán sem ég er að tala um ekki styrkur!“ – Marta Sif Ólafsdóttir

„Ég byrjaði í lögfræði við HÍ síðasta haust (búin með 1 ár semsagt). Ég á 2 lítil börn, einn sem er nýorðinn 3ja ára og annan sem er 1 árs... Ég er tekjulaus, ég treysti 100% á að fá námslán frá LÍN. Maðurinn minn er í góðri vinnu, en hún krefst þess að hann vinni í útlöndum þannig að ég er mikið ein með 2 lítil börn og í mjög erfiðu námi.

Þrátt fyrir að maðurinn minn sé í góðri vinnu þá er varla hægt að sjá fyrir 4ra manna fjölskildu á 1 launaseðli, þar sem bara leikskólagjöldin eru rúmur 80 þúsund kall í hverjum mánuði... svo kemur leigan á húsnæði fjölskildunnar + allir aðrir reikningar og útgjöld... Ég er nú þegar að bugast af stressi í námi, af því að ef ég stend mig ekki og fæ ekki lánið frá LÍN þá er ekki bara ég í djúpum skít heldur fjölskildan líka... ef ég fæ ekki LÍN einhverja önnina, þá verður mjög erfitt fyrir mig að halda áfram í námi Áfangarnir sem ég er að taka eru oft 10 - 15 einingar... fall er ekki bara persónulegur ósigur fyrir mig... Peningurinn sem ég fæ frá LÍN er ekki styrkur, þetta er lán, Lán sem ég mun borga til baka með vöxtum... Mér finnst fáránlegt að möguleikinn minn á menntuninni sem ég hef áhuga á sé kippt frá mér bara af því að ég fell 1x Eftir ár í lögfræðinni veit ég að ég er loksins á réttri hillu. Ég vil verða lögfræðingur. Ég vil ekki að LÍN taki þann möguleika frá mér“ – Sigríður Skaftadóttir


5 „Ég mun ekki flytja þekkingu mína heim eftir nám erlendis, bless!“ – Guðrún Unnur Gústafsdóttir

„Það er ekki í lagi ? Einstæði móðir bý í berlín, stunda nám í fjarnámi við háskóla Íslands. Og við háskóla hérna úti. Þarf ekki að segja meira !“ – Angela Árnadóttir

„Ég og konan erum saman í háskólanámi og eigum rúmlega tveggja ára gamlan son. Námslánin og sú aukavinna sem við erum í með skóla nægir varla fyrir húsnæðinu og öðrum grunn reikningum. Nú í sumar ákváðum við að vinna upp í topp til að hægt væri að ná endum saman næstu önn auk þess að ég hugsaði mér að taka bara 18 einingar og auka við mig vinnuna EN nú á að skerða lánin okkar vegna þess að við erum að reyna að safna smá sparnað í sumar og búið að útiloka þann möguleika að ég geti unnið meira en samt verið í 18 einingum og fengið fyrir það einhver lán. Ég verð að segja að ég er orðlaus yfir framkomu núverandi ríkisstjórnar með Illuga í fararbroddi SÉRSTAKLEGA eftir fyrrum yfirýsingar frá honum.... Látum ekki ekki bjóða okkur þetta, látum í okkur heyrast!“ – Ómar Örn Ómarsson

„Góð tilfinning að ef manni tekst ekki upp í einu fagi eða ef manni seinka ritgerðarskrifin vegna þess að maður er HUGSANLEGA EINN AÐ HUGSA UM BARN OG Í FULLU NÁMI þá sé maður skuldugur eða heimilislaus ! Þetta er ekki rétta leiðin til að ,, auka kröfur “ ....... Þetta er til að auka áhyggjur og kvíða, fólks sem er harðduglegt i námi og að berjast fyrir framtíð lands og þjóðar ... SEM ER Í RUGLINU !“ – Angela Árnadóttir

„Er eðlilegt að svona lagað taki gildi bara eins og skot? Það hugsa sumir lengur fram í tíman en okkar blessaða ríkisstjórn og hafa skipulagt nám sitt með tilliti til lánshæfra eininga hjá LÍN. Þetta kemur sér amk illa fyrir mig sem ætlaði að nýta síðustu önnina í námi til þess að skrifa 18 eininga mastersritgerð sem er nú ólánshæf.“ – Una Jónsdóttir

„Ég er búinn með fyrsta árið mitt í verkfræði við HÍ, tvær annir, 60 einingar í hús. Ég hef því ekki fallið (enn) og er það ekki á stefnuskránni... Verkfræðin er að mestu leyti byggð upp á 6 eininga áföngum, fimm slíkir á önn. Fyrir flesta er verkfræðin drulluerfið og suma hreinlega of stór biti, þótt menn hafi fullan áhuga. Sérstaklega er áberandi að nýnemar fatti ekki alveg tempóið og séu aðeins of lengi að vakna af menntaskóladoðanum á fyrstu önn. Þá er oft tekin ákvörðun um að skrá sig úr einum áfanga til að ná allavega að einbeita sér að hinum fjórum. En bíddu nú við, úps, upp koma veikindi, fólk á slæman dag, fær kannski Oops I did it again með Britney Spears á heilan í miðju prófi og ferst svo úr stressi yfir heimsókn frá Illuga Gunnars með reikning frá LÍN .. Allavega, fólk fellur. Ef reikningsdæmið er rétt eru nú 12 einingar farnar, 18 eftir, gefið að hin prófin hafi bjargast... Þá kemur í ljós að upptökupróf verða eftir hálft ár takk fyrir kærlega og nei, LÍN nennir sko ekki að bíða eftir því. Það er eitthvað rangt við þessa mynd.“ – Davíð Guðbergsson

„Eðlisfræði og annað raunvísindanám er krefjandi nám og um það eru flestir sammála. Að sjálfsögðu eru allir sem eru í fullu námi að stunda nám sitt “af fullri alvöru”. Eðlisfræðinámið er þannig skipulagt að á þriðja og fjórða misseri eru aðeins teknar 28 einingar. Þetta eru efnismikil og erfið námskeið og nemendur því varaðir við að taka meira, flestir eigi fullt í fangi með þessar 28 einingar. Í raunvísindadeild kippir enginn sér upp við 30%50% fall í sumum námskeiðum. Námsefnið er erfitt, sumir þurfa aðeins lengri tíma til að melta það og engin skömm í því. Á þriðja og fjórða misseri eru 8 eininga námskeið á borð við inngang að skammtafræði, varmafræði og inngang að safneðlisfræði, og rafsegulfræði. Fall í einum af þessum áföngum þýðir að viðkomandi er kominn niður fyrir lágmarkskröfur og er þar af leiðandi ekki að sinna náminu “af fullri alvöru” miðað við skilgreiningu menntamálaráðherra. Það er augljóst að á hverju einasta ári verða nokkrir nemendur í þessari stöðu.


6 Gæti þetta orðið til þess að raunvísindanám verði aðeins möguleiki fyrir þá sem eiga foreldra sem geta haldið þeim uppi, nema þeir séu 100% vissir um að eiga aldrei eftir að falla? Fer þetta saman við að kalla eftir fjölgun í hópi tækniog raunvísindamenntaðs fólks?“ – Gauti Baldvinsson

„Ég var að klára mannfræði, sem er nánast einungis byggð upp af 10 eininga áföngum. Semsagt, ekkert svigrúm, ekki einu sinni fyrir þá sem eru í námi “af fullri alvöru”...“ – Eva Hrönn

„Ég er að fara að byrja í háskólanum í haust og vá hvað mér kvíður fyrir. Ég næ þessu kerfi ekki, hvernig í ósköpunum er hægt að skera niður LÁN.. þetta þarf að borga til baka með vöxtum það er ekki eins og þetta sé styrkur...“ – Guðbjörg Lilja

„Ég stunda nám í stærðfræði við Háskóla Íslands, með frönsku sem aukagrein. Stærðfæðinám er ekki auðvelt nám. Á síðustu önn tók ég einungis 24 einingar. Það var ekki vegna þess að mig skorti áhuga eða metnað, heldur af því að námsleiðin sem ég hef valið mér er óvenjuleg, og það var einfaldlega ekki meira í boði fyrir mig þessa önn. Ég féll í einu námskeiði. Það var 8 einingar. Nú sé ég fram á að þurfa að flytja aftur heim til foreldra minna, sem ég hef sem betur fer kost á. Ég elska námið sem ég er í og ég mun klára það, hvað sem það kostar, og hversu langan tíma sem það mun taka. Ég er 22 ára, fullorðinn einstaklingur, og ég get ekki séð fyrir sjálfri mér.“ – Arnbjörg Soffía Árnadóttir

„Ég er nemi í jarðvísindadeild í HÍ. Ég er með lesblindu og athyglisbrest og tek því námið hægar heldur en aðrir. Er ég þar af leiðandi ekki að stunda námið mitt af FULLRI ALVÖRU “bara” vegna þess að ég er með námserfiðleika? Ef þetta verður að veruleika, neyðist ég til þess að hætta námi, þar sem ég get ekki unnið með skólanum og foreldrarnir mínir geta ekki aðstoða mig fjárhagslega.“ – Aníta Ósk Sæmundsdóttir

„ég stunda iðjuþjálfanám í háskólanum á Akureyri, ég er einstæð með þrjú börn. Ég næ ekki að stunda fullt nám ásamt því að vera móðir. ég veit ekki hvernig fólk í minni stöðu ætti að geta klárað námið sitt“ – Katrín Aðalsteinsdóttir Á þessari mynd hefði kanski verið meira viðeigandi ef það stæði: “Lægra veiðigjald eða betri stuðningur við nám og námsmenn” Veit núna hvort þú hefðir valið. „Þegar tekin var ákvörðun um að ríkið myndi fjármagna Vaðlaheiðagöng var sagt að um væri að ræða fjárfestingu sem myndi skila sér til ríkisins aftur. Ég er sannfærður um að við hefðum frekar átt að taka þessa tæpu 10 milljarða og fjárfesta í menntun og heilbrigðismálum. Bara með því að breyta orðalagi okkar og tala um fjárfestingu í menntun í stað útgjalda til menntamála, þá held ég að margt geti breyst til betri vegar.“ – Ómar Örn Ómarsson

„Ég er búsett erlendis tímabundið þar sem maki minn er í námi og er með eina 6 mánaða stelpu heima. Get ekki sett hana í pössun strax svo ég ákvað að byrja í master næsta haust í hjúkrunarfræði gegnum háskólann á Akureyri þar sem þeir bjóða uppá fjarnám. Þar sem ég verð með barn heima ákvað ég að taka masterinn á 3 árum í stað 2ja en það gerir 20 einingar á önn. Allir áfangar sem eru í boði eru 10 eininga áfangar. Nú veit ég ekki alveg hvað ég á að gera þar sem ég sé frammá að verða að vera í fullu námi með 9 mánaða barn heimafyrir og óttast að ég geti hvorki sinnt náminu né barninu vel. Það er semsagt bara í boði fyrir mig að vera í 100% námi eða fá engin námslán þar sem það eru engir litlir valáfangar sem ég get tekið. Þetta eru skitnar 2 einingar sem eru að rústa öllu. Er þetta virkilega það sem okkur er boðið uppá? Eigum við að taka þessu bara?“ – María Ósk Gunnsteinsdóttir

„Ég var að klára BA námið mitt og kaus að taka það á lengri tíma og vinna með. LÍN lánið sem ég gat fengið var engan vegin nóg fyrir minn heimilisrekstur og miðaðist aðeins við fáar vinnustundir. Ég veit að það hafa ekki allir kost á þessu en örugglega fleiri en nýta sér það.“ – Hafdis Osk Jonsdottir


7 „Ég hélt alltaf að það væri best að leifa fólki að fara í gegnum nám á sínum eigin hraða miðað við aðstæður hvers og eins. Gerum smá dæmi. Jón er metnaðarfullur einstaklingur sem hefur þurft að hafa fyrir því að læra - eins og svo margir aðrir, allur hans “frítími” fer í það að læra. Jón kemst í gegnum 28 einingar, án falls, en meðaleinkunnin er 5. Hann ákveður því að taka færri áfanga á næstu önn einungis til þess að hækka meðaleinkunn sína því hann er jú mjög metnaðarfullur! Á þeirri önn er meðaleinkunn hans 8. Hvort er betra að láta Jón fara í gegnum 28 einingar með með meðaleinkunnina 5 eða að leifa honum að fara hægar í gegnum námið og skila inn enn betri árangri?“ – Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir

„Ég las kommentin hérna en það er ljóst að margir eru í mjög erfiðri stöðu og eins kann sumum að finnast ósanngjarnt að setja auknar kröfur til handa fólki í greinum sem eru í senn erfiðar og eru ekki enn fullmannaðar m.t.t. þarfa þjóðfélagsins og það á t.d. við um stærðfræði, jarðfræði, efnafræði, verkfræði o.fl. fög, en það er ekki hægt að mismuna fólki vegna krafna til námslána og auðvitað er 10eininga áfangi í stærðfræði eða verkfræði ekki sama og dæmigerður áfangi í hugvísindadeild sem gefur sama einingafjölda, þótt áfangar í þeirri deild séu mjög misjafnir, enda er ég sjálfur nemi í kínversku við HÍ. Það hefur verið talað um að breyta einingamatinu vegna þessa og miða það við álag í námi. Nemendur utan af landi eru oft í mun verri stöðu vegna húsnæðismála, þótt ég gæti alveg leyft einni sætri snót að búa í 2 herbergja íbúðinni minni með mér án endurgjalds og leyfa henni að fljóta með í hvert sinn sem ég fer í og úr skóla. Ég er samt því ósammála þar sem einingafjöldi áfanga miðast við hlutfall áfangans af því sem myndar að lokum prófgráðu í viðkomandi fagi auk þess sem hvað er erfitt er alltaf afstætt og sjálfum fannst mér jarðfræðin alveg nógu þung í menntaskóla og þá ekki síst vegna þess hvað hún gerir miklar kröfur um myndræna hugsun og minni sem tekur til þess, þótt það sé kannski annað en sjónminni. Einhver annar kynni hins vegar að segja að slíkt nám henti sér best. Þannig að styrk- og

veikleikar eru ólíkir. Auk þess er það líka til í dæminu að léttari áfangar bjargi fólki í gegnum námslán o.fl. Hitt er það að ríkið græðir ekki á því þegar fólk hættir í fögum eins og verkfræði eða stærðfræði og flýr í léttara nám. Samt verð ég að segja á móti að vandinn hér er ekki bara námslánin heldur að 1,5 % niðurskurður til menntamála eftir allan undangenginn niðurskurð er alveg rosalega mikill niðurskurður sem sker enga fitu burt, og ekki heldur inn að beini heldur fer allur þar inn fyrir, og sumir kynnu að segja hér að auknar kröfur LÍN væri bara ágætt þar sem slíkt flæmir marga frá námi sem aftur léttir á háskólanum og þá kemur ekki til að setja enn frekari skorður við námi nemenda eins og með harðari reglum sjálfs háskólans um námsframvindu, eins og hefur þó komið til tals, t.d. að aðeins ákveðinn fjöldi nema í hverju fagi fái að halda áfram á 2. önn o.s.frv. Því miður verð ég að fara hér út fyrir efni þessarar síðu og benda á að vandi háskólanema varðandi fyrirhugaðan 1,5% niðurskurð er því miður engan veginn takmarkaður við auknar kröfur LÍN heldur eru kröfur LÍN frekar eins og eitt spjót sem rekið er í stúdenta til að fækka þeim vegna 1,5% niðurskurðarins, en að auknar kröfur LÍN segi allt og kannski segja þær hér minnsta sögu, og strax á næstu dögum, vikum, eða mánuðum munu forsvarsmenn háskólana ræða möguleg viðbrögð við niðurskurðinum sem kunna að vera hækkun “innritunargjaldanna” úr 60 000 í 100 000 kr. fyrir árið, eða enn meira, fjöldatakmaranir o.fl., enda nægir 1,5% niðurskurður til menntamála til að rústa ríkisháskólunum eins og við þekkjum þá.“ – Árni Bergþór Steinarsson Norðfjörð „Þið eigið stuðning minn vísan.“ – Kolbeinn Reginsson

„Ég á sex áfanga eftir í mínu mastersnámi og hefði getað fengið lán fyrir 18 einingar á haustönn og 18 einingar á vorönn. En ef þessar breytingar verða gerðar að þá þarf ég bæta við einum áfanga eftir áramót til að fá lán og þá er ég kominn með 24 einingar og ef eitthvað klikkar þá er það skuld við bankann. Þetta er fáránlegt og svo talar Illugi um að maður sé ekki að gera þetta að fullri alvöru. Alveg gjörsamlega út í hött. Svo er það ráðning Jónasar sem er fáránleg.“ – Gunnar Friðrik Ingibergsson Gazeley

„Ég er ekki í háskólanámi, en þið eigið allann minn stuðning, þetta eru fáránleg ummæli !!“ – Jóhanna Þorsteinsdóttir


8 „Ég var búin með 3 ár í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri þegar dóttir mín kom í heiminn síðasta sumar og var svo vitlaus að hafa metnað fyrir því að halda áfram í hálfu námi með hana litla því ég ætlaði mér ekki að flosna upp úr náminu. Núna hefnist mér fyrir það því ég á bara 5 fög eftir í náminu og bara 2 af þeim kennd á haustönn þannig að ég á ekki nógu marga áfanga eftir til að uppfylla lágmarkið. Það á þá allavega eftir að ylja mér um hjartarætur á kvöld- og næturvöktunum sem ég mun neyðast til að taka fjarri bæði barninu mínu og námsbókunum að ég er bara einfaldlega ekki í náminu mínu af fullri alvöru...“ – Linda Björk Rúnarsdóttir

„Styð þessi mótmæli með öllu hjarta, ég hef lokið mínu námi en man vel eftir erfiðleikunum við að ná lágmarki LÍN til þess að lenda ekki í veseni með fjárhaginn. Það verður að vera hægt að stilla sínu námi miðað við sínar aðstæður og getu, annars erum við að mismuna fólki. Ef LÍN vill endilega hafa einhver takmörk, af hverju þá ekki frekar að stilla námslánunum þannig að þú fáir greitt miðað við það hlutfall sem þú klárar, þá er maður alla veganna alltaf tryggur um að fá einhver námslán í stað þess að stóla á allt eða ekkert hugsunina og þá eru kannski meiri líkur að fólk geti klárað nám sitt. Eins og það sé ekki nógu erfitt að taka próf í háskólanum, hvað þá þegar fjárhagur manns liggur líka að veði. Ég verð því miður að viðurkenna það að hafa stundum ákveðið að taka “auðveldari” valfög bara til þess að vera tryggari um að fá lán frá LÍN, samt dauðlangaði mig stundum að taka önnur áhugaverðari og krefjandi fög, en hafði áhyggjur af því að falla og þá lenda í veseni með fjármálin...... já, mér finnst þetta fyrirkomulag ömurlegt og alls ekki styðja fólk í leit sinni að aukinni þekkingu.“ – Sigurást Heiða Sigurðardóttir

„Hvað gerist ef allir þeir sem eru EKKI í námi af “fullri alvöru” byrja af “fullri alvöru” ? Þá munu jafnmargir (og jafnvel fleiri) fá námslán og þessi frábæra hugmynd falla um sjálfa sig ekki satt?“ – Viktor Smári

„Af hverju er LÍN kerfinu ekki skipt út fyrir atvinnuleysisbótakerfið? Námsmenn fá bætur og atvinnulausir fá lán á lágmarkskjörum.“ – Vala Elfudóttir Steinsen

„Það var gaman að hlusta á forsetann seinast þegar ég hitti hann, þar sem hann var að hlýða á unga íslenska listamenn flytja verk eftir aðra efnilega unga íslenska listamenn ( NEMENDUR ) , hann flutti ræðuna á tónleikum hérna í berlín. Honum líkaði vel, ásamt öðrum fulltrúum íslands ef svo má að orði komast. Ef ég man rétt, talaði hann um í ræðu sinni að íslenskt listalíf fengi að blómsta eftir kreppu og námsmenn væru hin bjarta framtíð. Eitthvað slíkt var það sem lá á tjáningarhjarta forseta þjóðar okkar. Samt á að skera niður alla styrki til listamanna ! Núna eru nýjar reglur hjá Lín sem skera niður rétt ( ekki allra , en sumra ) til náms ! Að mínu mati eiga allir rétt til náms ! Eða göngum við aftur í þróunar hugsun ? Þjóðin Ísland þarf betur menntað fólk. Á fleiri sviðum og í víðari skilningi. Hvað felur ,, menntun “ í sér ?????? Það er líka synd og skömm að þeir íslendingar sem ná langt á sínum sviðum mennta, geti ekki hugsað sér að koma ,, heim”. Á íslandi er listalífið einnig fjársjóður þjóðarinnar. Af hverju sér það enginn ? Af hverju er almuginn svona óupplýstur um þá hæfileika sem búa utan landsteinanna en eru í raun hluti af þjóðinni ? Væri ekki fallegt ef íslandingar kynnu að meta aðra íslendinga ? Að þjóðin sýndi innbyrgðis skilning og samstöðu. Þetta snýst ekki um H og V það gengur ekki þannig. Það þarf að finna milliveginn og fólk þarf að vinna saman. Listamenn, verðbréfamiðlarar, læknar, kennarar og rafvirkjar ! Við erum öll jafn mikilvæg og við eigum öll rétt til náms !“ – Angela Árnadóttir

„Fáir fara í háksólanám bara til þess að komast á námslánaspenann hjá LÍN ... Ég held ég geti sagt með fullri vissu að þeir sem skrá sig í háskólanám, greiði sín skráningagjöld og hefja nám gera það af fullri alvöru. Fólk í háskólanámi er á öllum aldri, býr við ólíar aðstæður, hefur mis mikinn stuðning frá fjölskyldu og ættingjum og hefur mis mikið fé milli handanna. Í námi er vinnandi fólk, fjarnemar, barnafólk, fatlaðir, ungir, gamlir og allt þar á milli. Geta okkar til náms er ólík en réttur okkar til menntunar á að vera sá sami ... Við eigum öll að geta stundað háksólanám á þeim hraða


9 sem við treystum okkur til óháð því hvort 2 einingar vanti uppá eða ekki. Ég vona að þessi ákvörðun hafi verið tekin í fjótfærni og þeir sem hana tóku séu nægilega sterkir í sér til að taka hana til baka. Annars hafa þeir kippt fótunum undan fjölda harðduglegra námsmanna sem ekki passa inn í þröngan ramma “alvöru” námsmanna ... Í háskólum landsins er fjölbreytileikinn mikill, þar blandast hópar fólks sem oft hefðu ekki mæst á lífsleiðinni og þar læra menn hver af örðum samhlilða námi. Þessi breyting gerir það að verkum að fjöldi nemenda sjá sér ekki fært að stunda nám og því verða háksólarnir einsleitari og óeftirsóknaverðari staðir til að stunda nám. Hvet alla til að staldra við og styðja baráttu námsmanna ...“ – Sissú Gunnsteinsdóttir

„Hvað eiga þeir sem eru í deildum með bara 10 eininga áfanga að gera? mega ekki falla í einu fagi nema að missa lánin. Þetta er fáránlegt og ég skil ekkert í þessu liði á alþingi að hugsa þetta ekki lengra.“ – Íris Dögg Björnsdóttir

„Ég er á leiðinni í skiptinám í haust til Belgíu. Í skólanum, sem er ein virtasta lagadeild Evrópu, eru áfangarnir færri einingar en yfirleitt taldir þyngri en þeir í lagadeild HÍ, þar að leiðandi hafa flestir nemendur verið að taka á bilinu 18-22ECTS einingar úti og telja það samsvara 30 ECTS hér heima. Komi til þessa niðurskurðar mun ég annaðhvort þurfa að sleppa skiptinámi, sem getur aðeins verið neikvætt fyrir bæði mig og íslenskt samfélag sem segist vilja auka menntun og alþjóðavæðingu, eða taka yfirdrátt á svimandi háum vöxtum, Ólíkt samnemendum mínum frá skandinavíu sem eru á styrkjum!“ – Auður Kolbrá Birgisdóttir

„Má líka alveg hækka þessi tekjumörk, ég vinn sumarvinnu fjóra mánuði á ári og er blessunarlega með yfir 750.000 í tekjur það sumarið.. en þá skerðast lánin allan veturinn... alveg fáránlegt, á sumrin fer maður að leyfa sér þann munað að fara til tannlæknis og kannski kaupir sér nokkrar flíkur ef maður er heppin, einnig þarf að greiða skólagjöld og safna fyrir skólabókum fyrir báðar annirnar því ekki hefur þetta bókalán verið að dekka það, ég safnaði meira að segja fyrir jólagjöfum síðasta sumar ! Svo eru vinir okkar frá Norðurlöndum

á fullum styrk og jafnvel vinna að eins með þvi líka! Algjörlega óþolandi hvernig allt er að orðið á þessu landi!!“ – Þóra Björk Ingólfsdóttir

„Hvað eiga þeir á félagsvísinda- & verkfræði- og náttúruvísindasviðum í HÍ að gera þegar þeir fá ekki að taka sjúkra-og endurtektarpróf frá jólum fyrr en um vorið, ef um 10 eininga áfanga er að ræða? Í dag myndu þeir fá 20 einingar greiddar um jólin og hinar 10 um vorið - en undir þessu kerfi fá þeir ekkert greitt fyrr en um vorið!“ – Sandra Kristín Jónasdóttir

„vegna undanfara sem ég missti af í fæðingarorlofinu mínu kemst ég bara í 2áfanga næstu annir (jafnvel næstu 4). Það er ekki mikið um valáfanga í mínu námi!“ – Elísabet Heiður

„Styð þessi mótmæli heils hugar, sérstaklega þar sem mín deild (Sálfræðideild) er ekki með endurtökupróf og þá getur einn slæmur dagur skipt öllu...“ – Hulda Magnusdottir

„ég hafði ekki getað klárað námið mitt án námslána þar sem ég þurfti að sjá fyrir börnin mín líka, þrátt fyrir námslánin var stundum lágt í kassanum, hafði alls ekki dugað lægra upphæð...“ – Marie Greve Rasmussen

„Mér fannst 18 einingarnar nógu fáranlegar. Ég er í verkfræðinámi í DK og á við vissa námsörðuleika að stríða. T.d. í haust stóðst ég 15 einingar, en féll á prófi þar sem fjórum stærstu áföngunum var skellt saman í eitt próf og gildir það sem 15 einingar, og ekkert upptökupróf, og takmarkaður skilningur hjá bankanum. Ef ég fell aftur núna er ég gjörsamlega laus við alla framfærslu í heilt ár. Vegna minna örðuleika þarf ég mögulega að taka minna í einu og þá get ég ekki tekið þessar 22 einingar. Ég tel það ekki mikið grín heldur fulla fúlustu alvöru að þurfa að herða sultarólina á börnin mín. Ég spyr, hvenær mun Lánasjóður Íslenskra Námsmanna standa undir nafni? Mér finnst hingað til þetta hafa verið Námslánasjóður Íslenska Ríkisins og þessar aukakröfur núna eru bara alltof langt gengið.“ – Jakob Valdemar Þorsteinsson


10 „Afhverju getur þetta námslána dæmi ekki verið eins og á Norðurlöndum? Nú eða í Bandaríkjunum þar sem nemendur sem eru skráðir full-time students fá námslán án tillits til gengir, ef eitthvað fer úrskeiðis, sama hver sú ástæða er þá þarf ekki að hafa áhyggjur af lánum. Hafa námsmenn ekki nógu miklar áhyggjur nú þegar? Ég bara svona spyr...“ – Karolina Anna Snarska

„Að halda því fram að nemendur sem eru ekki í nánast fullu námi eða falla einstöku sinnum er eins og að segja að hlutastarfsmenn séu ekkert í vinnunni að alvöru og ef starfsmaður gerir mistök þá eigi ekki að greiða honum laun . -því við erum nátturlega ekki mannleg.Á mínu fyrsta ári í HÍ þá sagði einn kennarinn við mig að hún teldi 100% nám vera of mikið, nemandi gæti ekki sinnt öllum áföngum eins og ætlast er til og að nemandinn myndi vilja gera. Hún sagði að það ætti að fækka áföngum og lengja námið - eða taka upp lotur. Annar kennarinn minn nefndi að honum þætti nú fáranlegt að maður yrði að vera skráður í 100% nám til að eiga rétt á námslánum, því aðstæður nemenda eru svo ólíkar og misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Mikið væri ég til í að vita hvernig hann Illugi upplifði sín menntaár Ef nemandi sem skráir sig í nám og er ekki á þeim forsendum að mennta sig þá hverfur hann fljótlega úr námi - þar sem það þarf nú þegar að standast ákveðnar kröfur til að eiga rétt á láni. Eflaust sem hann kemst fljótt að því að námslán er ekki himinhá upphæð og dugir sjaldnast sem eina innkoman meðan á námi stendur. Þeir aðilar kjósa þá frekar að vera á atvinnuleysisbótum heldur en námslánum. - Þar sem þú þarft jú að borga þessi lán til baka.“ – Íris Dögg Jónsdóttir

„Halló. Það fæðast ekki allir með silfurskeið í munni. Og fullt af fólki þarf lengri tíma en aðrir í sínu námi. T.d. þeir sem eru með dyslexiu, ADHD og fleira.......“ – Guðný Sigríður Gunnarsdóttir

„Ég er í þeirri stöðu núna að eiga bara 15 einingar eftir til þess að ljúka BA gráðunni minni. 10 eininga ritgerð og 5 val-einingar. Ég hafði hugsað mér að taka

20 einingar til þess að geta fengið námslán. Miðað við þessar nýju reglur, fer auðvitað eftir því hvenær þær tækju gildi en, þá yrði ég að taka 25 eða 30 einingar því flestir kúrsar í minni deild eru 5 eða 10 eininga og misjafnt hvað er í boði af 5 eininga kúrsum. Ég get ekki alveg séð hvernig það sparar LÍN einhvern pening að fullt af fólki taki óþarfa kúrsa til að fá námslán en fái þá jafnframt meira lánað en ella.“ – Edda Sigurðardóttir

„Íslenskt mennta kerfi er rosalega brotið. Það er lögð ofur áhersla á að mennta sig og jafnvel miklar kröfur á mörgum sviðum atvinnukerfisins um slíkt, en á sama tíma kostar svo mikið að mennta sig að þú sem námsmaður er hlaðinn skuldum til fertugs... ef þú yfir höfuð nærð að fá lán til að klára skóla. Þetta hljómar eitthvað bogið fyrir mér, enda skil ég vel hversu mikið af Íslendingum fara frekar til Danmörku að læra þar sem það er Frítt.“ – Eyþór Árni Úlfarsson

„Ég hlustaði á Spegilinn á RÚV áðan þar sem viðtal var við Illuga Gunnarsson. Hann bar okkur mjög saman við norðurlönd og hvernig þetta var í gamla daga. Hef tvær spurningar. 1. Var það ekki þannig í gamla daga að fólk fékk námslánin greidd út mánaðarlega og fékk svo ekki námslán næstu önn ef þau stóðust ekki? S.s. fólk sat ekki upp með yfirdrátt. 2. Fékk fólk ekki alltaf 100% námslán ef það stóðst 75% en ekki hlutfall eins og er í dag, s.s. færð bara greitt fyrir þær einingar sem þú stenst en ekki fullt námslán ef þú stenst 25 einingar. Einnig efast ég um að námsmenn á norðurlöndunum sitji uppi með yfirdrátt standist þeir ekki próf svo það er ekki sjálfgefið að bera þessi mál saman. Það er ekkert grín að fara í próf og öll fjárhagsleg afkoma þín er undir...ekki bara að þú þurfir að hafa áhyggjur af næstu mánuðum heldur steypistu í skuldir í leiðinni!“ – Marta Mirjam Kristinsdóttir

„Ég er námsmaður sem glími við athyglisbrest og þarf á þessu örlitla svigrúmi í einingafjölda sem er nú að hverfa, að halda. Í vetur stundaði ég nám á menntavísindasviði þar sem flestir áfangar voru 10 eininga og ekki er í boði að taka endurtektarpróf. Ég


11 reyndi þetta á eigin skinni og náði 20 einingum í vor í stað 30. Ég fékk mín skertu námslán og hélt mínu striki, en komi þessi staða upp að nýju veit ég ekki hvort svo verður. Þessi breyting setur svo mörg okkar í ómögulega stöðu að þessu er ekki hægt að una. Finnum okkar innri Frakka og mótmælum að krafti!!“ – Guðrún Andrea

„Sem læknir veit ég að studentar eins og annað fólk lenda í veikindum, fjölskylduerfiðleikum, andláti innan fjölskyldu, eru á barneigna aldri og ýmislegt getur fylgt því sem veldur því að fólk getur ekki náð þeim árangri sem það þó stefndi einlægt að. Með enn meiri kröfum en eru nú þegar er mikil hætta á að margir geti bara ekki klárað nám því lánið fellur á þá. Kannski nám sé bara fyrir efnafólk á íslandi ? er það stefna ríkisstjórnarinnar í landi þar sem íslendingar eru eldstir manna að ljúka háskóla námi og brott fall úr framhandsskólum er umtalsvert meira en annar staðar. ?“ – Gudrun Hreinsdottir

„Ég hafði hugsað mér að hefja mastersnám hjá Bifröst í haust. Ætlaði ekki að vera í námi “af fullri alvöru” heldur í hlutanámi þar sem ég er einstæð móðir og í fullri vinnu. Ætlaði ekki að sækja um framfærslulán en hafði hugsað mér að taka einingar á hverri önn upp að því marki að ég gæti fengið lán fyrir skólagjöldunum, enda ekki á allra færi að leggja út fyrir þeim. Niðurstaðan hjá mér, nái breytingarnar fram að ganga nú, er að ég verð í fullu námi og fullri vinnu og þarf að taka auka einingar á einhverjum tímapunkti/punktum (sem nýtast mér í raun ekkert) til að fylla upp í kvótann. Ég þarf því að taka hærra skólagjaldalán vegna eininga sem ég þarf ekki til að ljúka námi og það vegna niðurskurðar!“ – Fanney Daníelsdóttir

„Ég er námsmaður í H.í. Búin að skipuleggja mínar síðustu tvær annir. Ef þessi skyndiákvörðun nær í gegn fæ ég aðeins námslán aðra önnina, þetta setur mitt plan og minn fjárhag í virkilega slæm mál. Hér er enginn fyrirvari, skráning í skólann fyrir næsta vetur lauk í byrjun júní og nemendur sem flestir reiða sig á LÁN frá LÍN verða að geta reitt sig á þær forsendur sem eru núna í gildi. Þetta er allt of stuttur fyrirvari!“ –#2 (athugasemd á undirskriftarlista)

„Með þessu er verið að mismuna fólki. Sumir þurfa að vinna með námi sínu og nota námslánin til þess að fylla upp í tekjur sínar. Aðrir þurfa að koma langt að og hefja sinn fyrsta búskap um leið og þeir byrja í námi. Það geta ekki allir verið í fríu fæði og húsnæði hjá mömmu og pabba meðan þeir stunda sitt háskólanám eins og svo margir Reykvíkingar gera. Það er svo margt sem spilar hér inn í og við viljum að allir sitji við sama borð hvað menntun varðar.“ – #56 (athugasemd á undirskriftarlista)

„Tvær af þeim 10 áherslum sem þú (Illugi Gunnarsson) settir fram á síðu þinni fyrir kosningar sem þú sagðir mikilvægastar að sinna næstu árin tengjast menntun:

4. Framlög til háskóla verði jafnt og þétt aukin á næstu árum þannig að Ísland komist í hóp þeirra ríkja sem mestu fjármagni verja til háskólamenntunar og rannsókna. 5. Menntakerfið verði endurskoðað þannig að það svari betur þörfum atvinnulífsins.

Í samantektinni stendur m.a : “Breyta þarf forgangsröðun í þágu menntunar” Hvernig er verið að breyta forgangsröðun Í ÞÁGU menntunar þegar að verið er að takmarka aðgang fjölda fólks að henni?

Af fullri alvöru


Sögur námsmanna- af fullri alvöru  
Sögur námsmanna- af fullri alvöru  
Advertisement