Page 1

Menning &List

Ljósmynd á forsíðu: Ellert Grétarsson tekin á sýningunni Ljós Nótt í Listasafni Reykjanesbæjar

ICELANDIC


Undarlegar byggingar og hús.

Um allan heim má finna mjög undarlegar byggingar og hýbýli manna, gerð af mönnum fyrir fólk. Hvað það er sem ræður för í gerð sumra þessara húsa skal ósagt látið. Sum þeirra geta í sjálfu sér ekki talist íbúavæn og að því leiti undarlegt að þau séu yfirleitt byggð. Önnur eru svo aftur á móti sjálfsagt gerð til að vekja athygli og jafnvel kátínu. Hús eru í sjálfu sér ákaflega misjöfn eftir þjóðum og eða löndum. Það sem okkur, sem alin erum upp í vestrænum hugsunum kann að þykja undarlegt þykir öðrum ósköp eðlilegt og svo öfugt. Efnistök haf líka stóran part af gerð og útliti húsa. Þetta þekkjum við héðan hjá okkur. Um tíma var nánast undantekningarlaust, flest öll hús klædd að utan með bárujárni. Það þekktist ekki annarstaðar. Erlent fólk sem hingað kom hafði á þessu oft orð, og fannst þetta undarlegt og jafnvel skrítið. Okkur þætti sem dæmi undarlegt að reisa okkur hús eins og algeng eru í Mongólíu. Hringlaga og klædd að utan með fjórum til fimmföldu lagi af sérstöku klæði . En í raun eru þessi hús hlý og ákaflega notaleg til íveru að mörgu leiti. Við látum eins og svo oft áður, myndirnar tala sínu máli.


5


Teiknimyndin

eftir Gummi

Glæný teiknimynda fígúra “ Læknirinn “


Ljós // Nótt - Vinsamlegast snertið !

Ljósm: Ellert Grétarsson


Um 30.000 gestir hafa nú þegar sótt sýninguna; Ljós // Nótt - Vinsamlegast snertið Þann 3. september 2010 var opnuð sýningin Ljós // Nótt - Vinsamlegast snertið, í Listasafni Reykjanesbæjar . Verkin á sýningunni eru eftir Guðmund R Lúðvíksson . Sýning þessi er nokkuð viðamikil enda tók það rúm tvö ár að vinna hana. Sýningin er einskonar innsetning í rýmið. Verkin öll fjalla um sjón, skynjun og snertingu. Sérstakt ljósaborð og forrit stjórnar allri lýsingu á sýningunni. Að hluta til er sýningin í nánast myrkri, en af og til birtast verkin stundum að hluta eða allur salurinn. Gestum sýningarinnar er heimilt að snerta verkin, en það er í raun stór partur af sýningunni. Verkin á gólfi eru unnin útfrá punktaletri blindra og mynda eitt orð á gólfinu. Í þeim er lítið ljós, þannig að þegar almyrkur er í salnum sjást aðeins þessi litlu ljós. Á veggjum eru 36 verk sem hvert þeirra er í stærðinni 122cm x 273cm og mynda eina heild. Til þess að upplifa sýninguna þurfa gestir, að staldra a.m.k við í 10 mínútur. Sýningin stendur til 17. Október 2010 og er opin alla daga frá kl. 13.00 - 17.00


Ljóð

Troðningur vill vita !

Gljúfrasteinn er nafnið á húsi skáldsins, Halldórs Laxness, ofarlega í Mosfellsdal. Húsið dregur nafn sitt af stórum grágrýtissteini skammt frá því. Þegar Halldór var að alast upp á Laxnesi þarna skammt frá tók hann tryggð við steininn eins og sjá má í frásögn hans, steininn minn helgi, sem hann ritaði 18 ára gamall: “Hvergi hef ég fundið bergmál við helgimáli hjarta míns nema í einum steini í heimahögum mínum. Aðeins í einum grásteini sem stendur uppá dálitlum hól og ber við himin í holtinu fyrir ofan bæinn heima.” Í útvarpsviðtali löngu síðar var Halldór spurður að því hvort sú saga væri sönn að hann hefði skrifað söguna undir steininum. Skáldinu varð orðvant, en sagði síðan: “Nei, ekki var það nú, en sagan er góð og óþarfi að skemma góða sögu. Mér fannst alltaf eitthvað við stein þennan, hvort sem eitthvað hafi búið í honum eða ekki.” Fengið af heimasíðunni: http://www.ferlir.is

Ljóð: Steinn Steinarr Atlantis Svo siglum við áfram í auðn og nótt. Og þögn hins liðna læðist hljótt frá manni til manns, eins og saltstorkinn svipur hins sokkna lands í auðn og nótt. Svo rísa úr auðninni atvik gleymd : Einn lokkandi hlátur, eitt létt stigið spor. Var það hér, sem við mættumst í mjúku grasi einn morgun í vor ? Og við horfum í sortann ófreskum augum eitt andartak hljótt. Svo siglum við fram hjá. Áfram, áfram í auðn og nótt

Hljómsveitin Class Art frá Sandgerði á blues kvöldi í Topp of the Rock.


Deyr menning í kreppum ?

“ Moskido tímabilið “

Nú þegar kreppan er í algleymingi á Íslandi og allt virðist á leið til fjandans má velta því fyrir sér hvort listin og menningin verði ekki fyrir barðinu eins og annað. Svarið er í sjálfu sér eins einfalt og það getur verið ! Jú svo sannarlega og örugglega ekki minna en önnur atvinnustarfsemi. Menning og listir eru í eðli sínu miklu tengdari ríki og sveitarfélögum en ætla mætti. Hún er undir hælnum m.a á söfnunum, leikhúsunum, sem svo aftur eru á fjárlögum þeirra. Minna fé á milli handa segir sig sjálft, að minni eftirspurn sé eftir þjónustu eða kaupum sem tengja má við listsköpun. Þetta ástand þýðir aftur á móti ekki endilega að verri listsköpun sé í gangi. Það í raun gætum við samt ekki vitað, nema þá að miða við það sem á undan var. Því er of fljótt að svara. Það sem kannski aftur á móti vekur athygli er hversu seint og lítið listin hefur tekið þátt á róttækan hátt í umfjöllun og þátttöku í samfélagslegri umræðu. Engar revíur, leikhúsverk eða kröftugar myndlistasýningar hafa enn litið dagsins ljós. Samtakamátturinn og frásagnargleðin virðist hafa aftur á móti dáið í “velmeguninni”. Kannski kviknar þessi neisti aftur ef kreppan stendur nógu lengi ? Það má líka vera að við séum ekki farinn á sjá hina raunverulegu kreppu í menningu og listum. Það má alveg geta sér það að hún sjáist frekar síðar. Ástæðan gæti verið sú að færri sæki sér menntun innan listgeirana. Þess er að merkja nú þegar. Minni ásókn er t.d í tónlistarnámskeið og myndlistarnámskeið í dag en var fyrir tveim árum. Söfn hafa minna fé á milli handanna en áður var. Það aftur segir sig að viðaminni minni sýningar verða settar upp o.s.frv. Það er í raun skelfilegt til þess að vita að listamenn hafi ekki þjappað sig meir saman til að verja sín vígi gegn þessari “ banka kreppu “. Og í raun er það bara ömurleg staðreynd hversu hin pólitísku öfl hafa látið peningastofnanir taka völdin af sér og gera sig að einhverskonar “ mikilvægasta “ þættinum í samfélaginu. Við skulum ekki gleyma því að þetta hrun sem orðið hefur er fyrst og fremst og eingöngu af mannanna völdum. Það voru ekki fiskistofnarnir sem hrundu, eða náttúruöflin sem tóku í taumana. Þessi kreppa er búin til af fólki. Í sjálfu sér má líkja henni við íkveikjumann sem byrjar á því að vingast við þig. Kveikir síðan í ruslatunnunni hjá þér. Þú gerir ekkert, því þetta er “ vinur þinn “. Og að lokum kveikir hann í húsinu þínu. Og aftur gerir þú ekkert nema að þú biður hann um að lána þér eldspítur svo þú getir eldað súpu handa fjölskyldu þinni úti í kuldanum. Að verja menninguna fyrir hruni eða falli, er í höndum listamannanna sjálfra á hverjum tíma. Við verðum að gera okkur grein fyrir því ástandi sem er og kemur ef “ kreppan “ heldur áfram. Annars er líka alveg hægt að færa fyrir því góð og gild rök að með hinni gengdarlausu og svokallaðri “ frjálshyggja “, tókst að brjóta niður gagnrýna hugsun og samstöðu fólks. Að þessi “ frjálshyggja “ hafi verið grimmari en hin versta kommóníska hugsun sem smátt og smátt sýgur allan mátt úr samfélagsþáttunum. Sjálfur leyfi ég mér að kalla þennan tíma “ Moskídó tímann “. Nú aftur á móti gæti farið í hönd tími samstöðu, uppbyggingar ( án peningaaflanna ) og gagnrýnnar hugsunar. Það er mikið undir. Það erum við sem leggjum línurnar sjálf fyrir framtíðina og nútímann. Það erum við sem eigum sjálf að eiga síðasta orðið. Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður.


Skautbúningur

Saga Sigurður Guðmundsson málari virðist, þegar á námsárunum í Kaupmannahöfn, hafa verið farinn að velta fyrir sér endurgerð íslenska kvenbúningsins. Þegar hann fluttist alkominn heim árið 1858 hófst hann fljótlega handa við að teikna nýjan búning sem hann taldi vera í anda þeirra klæða sem íslenskar konur höfðu notað frá upphafi Íslandsbyggðar. Skautbúningurinn varð til á árunum 1858-1860. Elsti skautbúningurinn sem varðveist hefur var saumaður á fyrri hluta árs 1860 af Sigurlaugu Gunnarsdóttur, konu Ólafs Sigurðssonar í Ási í Hegranesi, sem var frændi Sigurðar. Til eru bréf frá Ólafi til Sigurðar þar sem hann biður um snið og nánari leiðbeiningar um saumaskap á nýja búningnum og eru þau helstu heimildir um hönnunarsögu hans.

Skautbúningur Sigurðar Guðmundssonar er saumaður úr svörtu klæði og skiptist í aðskorna treyju með löngum þröngum ermum og sítt pils, fellt allan hringinn með þéttari fellingum að aftan en framan. Framan á boðungum, um hálsmál og framan á ermum eru breiðir flauelsborðar með gull- eða silfurbalderuðum blómasveigum. Neðan á pilsið er saumaður breiður blómabekkur oftast með samskonar blómum og framan á boðungum. Svartur flaueliskantur er hafður neðst á pilsinu. Saumað er í pilsið með skatteringu eða mislöngum sporum. Um hálsmál og framan á ermum er hvít blúnda, hekluð, knipluð eða orkeruð. Við búninginn er borinn hvítur faldur á höfði og yfir honum faldblæja. Um faldinn er haft gyllt koffur eða spöng. Um mittið er stokkabelti, oftast sprotabelti. Brjóstnál heldur treyjunni saman í hálsmáli og hnappar með lausu laufi eru oft hafðir á ermum. Treyjan er krækt saman neðst en ókrækt yfir brjóstin og er hvítt peysubrjóst haft undir, oftast útsaumað með hvítu eða skreytt hvítri blúndu. Við skautbúninginn er venja að nota svarta sokka og svarta skó.


Í gamni sló ég inn á leitarvél internetsins að fallegustu byggingum í heiminum ! Upp komu að sjálfsögðu þúsundir af byggingum sem fólk telur undir þetta hugtak. Eða, „Hverjum þykir sinn fugl fagur “. En það merkilega var að - auðvitað - eigum við þar hús á listanum. Höfði kom þar mjög framalega, á hlið við risa hallir og skýjagljúfra . Merkilegt ekki satt ? Eða kannski ekki . Hér fyrir neðan er aðeins smá sýnishorn af byggingum sem komu fram. Þú getur glímt við að komast að því hvaða byggingar þetta eru. Auðvitað er þetta engin heilagur sannleikur eða niðurstaða. Það er bara bæði fróðlegt og gaman að leyfa sér að leita að svona inni á netinu. Og alltaf finnur maður svör þar við öllum spurningum eða fróðleik sem mann langar að ná í.

Vissir þú að ? Vissir þú að ...það er ekki hægt að sleikja á sér olnbogann ...krókódíll getur ekki stungið útúr sér tungunni ...hjarta rækju er í hausnum á henni ...í rannsókn á 200.000 strútum í yfir 80 ár hefur ekki einn stungið hausnum í sand ...svín geta ekki horft til himins ...menn stunda að meðaltali 3000 sinnum kynlíf um ævina og eyða meira en tveimur vikum í kossa ...rúmlega helmingur fólks í heiminum hefur hvorki hringt né svarað í síma ...rottur og hestar geta ekki ælt ...fiðrildi geta bragðað með fótunum ...á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er í öllum kjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt ...Á meðaltali kafna 100 manns á kúlupennum árlega ...að meðaltali er fólk hræddara við köngulær en dauðann ...35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrir stefnumót eru gift ...fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað


e N

t i r a m í t t 14. tbl. 2010

Troðningur

Trodningur 16 tbl  

Trodningur 16 tbl. Free private Art Magazine by Ludviksson.

Trodningur 16 tbl  

Trodningur 16 tbl. Free private Art Magazine by Ludviksson.