Góð lýsing á heimilinu

Page 1

Góð lýsing á he i m il inu

LJÓSTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS www.ljosfelag.is


EFNISYFIRLIT Góð og orkunýtin lýsing

2-3

Dæmi 4-19 Stofa 4-5 Eldhús 6-7 Borðkrókur 8-9 Baðherbergið 10-11 Svefnherbergi 12-13 Barnaherbergi 14 Önnur herbergi

15

Lýsingin gegnir lykilhlutverki á hverju heimili. Lýsing er mikilvæg öryggisins vegna. Lýsing skapar heildstæðan blæ á heimilinu og á sinn þátt í að móta góða stemningu, notalegheit og gott andrúmsloft. Í stuttu máli sagt: Lýsing skapar líf. Fæstir hugsa út í að slæm lýsing getur haft óheppileg áhrif á bæði skapsmuni fólks og rafmagnsreikninginn. Á flestum heimilum er hægt að minnka rafmagnsnotkun til ljósa um 40-50% og samt bæta lýsinguna. Aðalatriðið er að hafa rétta lýsingu á réttum stað á réttum tíma og hvorki meira né minna en það. Þessu riti er ætlað það hlutverk að gefa fólki hugmyndir og vera uppsláttarrit fyrir þá sem vilja vita meira um hvernig innrétta á heimilið með tilliti til lýsingar. Umhverfi ljósgjafa hefur breyst mikið á síðustu árum í krafti reglugerðarbreytinga frá Evrópusambandinu. Hér færð þú upplýsingar um þessa nýju ljósgjafa, kosti og galla og hvað er gott að hafa í huga.

Utandyra 16-17 Góð lýsing alla ævi

18-19

Gott að vita um dagsljós

20-21

Gott að vita um raflýsingu

22-23

Nýir tímar í ljósgjöfum Ljósgjafar til heimilisnota

24 25-27

Ljóstíminn 28 Helstu hugtök

29

Lampar 30 Meira ljós fyrir minna rafmagn

Þessi bæklingur er niðurhlaðanlegur á

31

Styrktaraðilar

www.ljosfelag.is Góð lýsing á heimilinu 3.útgáfa. 2014. Útgefandi: Ljóstæknifélag Íslands. Þessi útgáfa er unnin eftir 2. Útgáfu Norðmanna af Godt lys I boligen frá 2011. Fyrsta útgáfa var unnin af Dansk Center for Lys í Danmörku með faglegum stuðningi Velux Danmark og Delta. Ljóstæknifélag Íslands hefur staðfært myndir, texta og hönnun að Íslenskum aðstæðum og nútíma. Þýðandi upprunalegs texta: Matthías M. Kristiansen. Ljósmyndir: Ágúst Sigurjónsson, Hans Ole Madsen, Jeppen Sörensen, Thomas Busk, Torun Lie, Lyskultur og Ljóstæknifélag Íslands. Umbrot: Helsinki teiknistofa. Prentun: Pixel ehf.


Góð og orkunýtin lýsing Nýttu lýsinguna betur → Nýttu dagsbirtuna eins vel og lengi og hægt er. → Hleyptu dagsbirtunni inn í dimm horn íbúðarinnar þar sem það er hægt, í anddyri, stiga, salerni, og baðherbergi. → Skipuleggðu rafmagnslýsinguna í samræmi við þarfir og virkni.

Veldu rétta lampa og ljósgjafa Lýsingarhönnuðurinn Richard Kelly, flokkaði allt ljós í þrennt og talaði um • Almenna lýsingu • Áherslulýsingu • Skrautlýsingu Almenn lýsing er til allra helstu athafna og er ætluð til að manneskjur sjái og skynji umhverfi sitt á öruggan hátt. Áherslulýsing dregur fram í umhverfinu það mikilvæga,

Hversvegna að borga fyrir rafmagnsljós þegar dagsbirtan er ókeypis

uppáhaldsleslampinn getur þannig tilheyrt áherslulýsingu. Skrautlýsing er lýsing sem gleður augað t.d. frá kristaljósakórónu eða mörgum kertaljósum. Það er ekki til neitt svar við því hvernig lýsa á heimili. Ljóstæknin gefur fjölmarga kosti. Ein lausn getur í sjálfu sér verið jafngóð og hver önnur en engu að síður þarf að hafa ákveðin atriði í huga. Íhugaðu vel val á lömpum og ljósgjöfum. Hvar á að nota lampana og til hvers ? Geta lamparnir gefið næga birtu án þess að valda glýju ? Hve lengi þarf ljósið að loga ? Hvar er skynsamlegt að nota smáflúrperur eða flúrpípur, ljóstvista (LED), halogen perur osfrv. Það er mikill munur á þeirri lýsingu sem þörf er á við eldhúsborð, tölvu, í stigum, í stofunni, utanhúss eða við hátíðleg tækifæri. Hafðu einnig í huga að með hækkandi aldri vex birtuþörfin. Finndu rétta blöndu lýsingar með halogenperum, og orkusparandi perum. Það skapar tilbreytingu og aðlaðandi „ljósrými”.

Á flestum heimilum er auðvelt að minnka rafmagnsnotkun til ljósa um 40-50% - án þess að það komi niður á gæðum lýsingarinnar!

Dæmi: Á blaðsíðum 4-19 er að finna mörg dæmi um lýsingu í ýmsum eldri og yngri íbúðum. Sýnd er ljósmynd af kjarna sérhvers þessara herbergja auk töflu og grunnteikningar af herberginu. Grunnteikningin sýnir allt herbergið, líka þau svæði sem ekki sjást á myndinni (í gráum lit).

3


1

Muna – á daginn → Nýttu þér dagsbirtu fremur en rafmagnsljós, bæði til að lýsa herbergi og sem vinnuljós. → Skyggðar rúður og dökkir veggir og gólfteppi gleypa í sig mikið ljós. → Veldu ljós gluggatjöld eða rimlagluggatjöld sem hægt er að draga alveg upp eða frá. → Veldu ljósa liti á karma, ramma og rými í herberginu og einnig á veggi sem erdurkasta dagsljósinu.

Muna – á kvöldin → Notaðu ljós frá fleiri en einni gerð lampa í mismunandi hæð → Ekki þarf að vera kveikt á öllum lömpum. → Lampar með gagnsæjum skermum dreifa birtunni vel og þá verða ekki til dimm horn og krókar. → Gott er að lesa og sinna handavinnu við ljós frá stand-borð-eða vegglömpum → Lýsing á listaverk, bókahillur, ávexti og pottaplöntur færir stofunni líf. → Notaðu perur með góðri litendurgjöf (háu RA eða CRI stigi) þegar nauðsynlegt er að fá liti vel fram t.d. fyrir ofan sófaborðið og við hægindastólinn.

Stofan Stofan gegnir margþættu hlutverki og er notuð í margar klukkustundir dag hvern. Það gerir mjög fjölbreyttar kröfur til lýsingar. Staðsetja ber húsgögn þannig að dagsbirtan nýtist sem best. Góð hugmynd er að hafa marga lampa sem hægt er að kveikja á eftir þörfum og að hafa möguleika á því að deyfa lýsinguna.

2

4

1 Hér eru nokkur ljóssvæði í opnu rými með lömpum til mismunandi athafna sem loga við tölvuskjá, við hlið sófa og á vegg fyrir ofan hornsessu. Sé kveikt á lampanum yfir borðinu breytir stofan um svip. 2 Mikið dagsljós gegnum þakgluggana veitir fullnægjandi birtu til lestrar nær allan ársins hring. Ytri rúllugardína lokar úti sólarljósi (og hitann) í efsta hluta glugans en þó án þess að það komi niður á útsýninu.

Gerð lampa

Ljósgjafi

Vegglampi

Smáflúrpera/ljóstvistur/(LED)

Leslampi við sófa

Eco-halogenpera m. 2 stigum ljósmagns

Borðlampi

Eco-halogenpera/ljóstvistur (LED)

Hengilampi

Smáflúrpera/ljóstvistur/(LED)


3

Stórar halogenperur í lömpum sem lýsa upp á við eyða mikilli orku. Þessar perur ætti að dimma niður, það minnkar rafmagnsnotkun og lengir líftíma ljósperunnar. Auk þess er oft hægt að skipta þessum perum út fyrir smáflúrperur eða ljóstvista (LED)

5a

5b

5c

3 Við handavinnu er nauðsynlegt að hafa lampa sem varpar ljósi á það sem í höndunum er en ekki í augun. Standlampi með halogenperu eða ljóstvistur (LED) með góðri litendurgjöf. 4 Hér hafa tvær manneskjur komið sér fyrir í opnu rými sem er á sitthvoru hæðarplaninu. Tölvuskjáir eru staðsettir samhliða gluggum. Góður skrifborðslampi gefur góða birtu frá vinstri hlið svo rétthent manneskja skyggi ekki á verkflöt. Almenn lýsing kemur frá dimmanlegum halogenkösturum sem eru færanlegir á spennubraut í lofti. Spennubrautir eru góður kostur til að gefa sveigjanleika í lýsingu þar sem t.d. eru ekki margar rafmagnsdósir. Loks má sjá tvo hengilampa veita glýjulausa lýsingu á borð í efra rými.

4

5 Stofa þar sem náðst hefur 277watta eða rúmlega 90% orkusparnaður með því að skipta út lampa sem lýsir upp með 300W halogenpípu með lampa sem lýsir upp með 23W smáflúrperu. Það tekur ekki langan tíma að spara kostnaðinn við nýja lampann! Þessi skipti hafa einnig leitt til betri birtudreifingar. Að degi til dugar dagsbirtan frá hliðar og þakgluggum ágætlega í stofunni og það er gott útsýni 5a. Þegar rökkvar er kveikt á rafmagnsljónunum. „Gamli standlampinn sem lýsir upp með lokaðri ljóshlíf og 300W halogenpípu (5b). Nýji standlampinn lýsir upp á við og er með ljóshlíf sem dreifir birtu með 23W sparperu (5c). í stofunni er auk þess að finna tvo lampa á vegg að baki sofa með halogenperum, borðlampa með ljóstvist (LED) smáflúrperu og þrjá smálampa á gólfi með sparperum.

5


1

Gerð lampa

Ljósgjafi

Innfelldir lampar í gufugleypi

Eco-halogen/ljóstvistar (LED

Innfelldir lampar yfir borði

Eco-halogen/ljóstvistar (LED)

Lampar innan skermis gufugleypis Innfelldir lampar við skápa

Eco-halogen, smáflúr/

ljóstvistar(LED) dimmanlegt Eco-halogen/ljóstvistar (LED)

Muna – á daginn → Nýttu þér dagsbirtu sem mest við öll verk, einkum vegna þess að matur er lystugastur að sjá í dagsbirtu.

Eldhús

Muna – á kvöldin

Eldhúsið er einn mikilvægasti vinnustaður heimilisins. Það er notað í fjölbreyttum tilgangi margar klukkustundir á dag. Þess vegna verður bæði dagsbirta og rafmagnsljós að vera notaleg en þó skilvirk þannig að vinnulýsing sé góð og að komist sé hjá óhöppum. Varist að hafa einungis einn ljósgjafa í lofti því þannig myndast skuggar á vinnusvæði við eldhúsborð og vask. 1 Ljósir litir í umhverfi og á borðplötu gera það að verkum að umhverfið virkar bjart og hreinlegt. Dimmanleg vinnulýsing er í lofti til að lýsa á borðplötu, háfur er með innfelldri halogen lýsingu sem lýsir beint niður og jafnframt með tveimur perum á bakvið skerm sem gefa umhverfisbirtu og minnka skuggamyndun af vinnulýsingu.

6

→ Notaðu halogenperur, smáflúrperur, ljóstvista (LED) eða flúrpípur sem skila litum sem best þar sem þú útbýrð mat. Annars staðar má nota smáflúrperur, ljóstvista (LED) eða flúrpípur af ýmsum stærðum og gerðum. → Birtan á að dreifast jafnt frá lömpum í lofti sem hægt verður að slökkva á hverjum fyrir sig. → Loftljósið þarf að lýsa inn í alla eldhússkápa og ná til gólfsins alls. Það auðveldar hreingerningu og betra verður að sjá það sem dottið hefur á gólfið eða hellst á það. Innfelld ljós sem skila litum sem best þurfa að vera í gufugleypinum eða háfnum yfir eldavélinni. → Settu upp lampa beggja vegna eldhúsvasksins. Þannig fæst besta birtan við uppþvott og hreinsun matvæla. → Notaðu lampa undir efri skápum, á vegg eða hangandi í lofti til að lýsa eldhúsborð


3

2

4

2 Hér má sjá innfellda ljóstvista (LED) í húsi sem er einungis lýst með ljóstvistum (LED). Hver ljóstvistur er 16W þar sem annars væru 50W halogen perur. Þarna er um augljósan rafmagnssparnað að ræða. 3 Ljósir veggir, stórir gluggar og ljós húsgögn gefa létt yfirbragð í notalegan borðkrókinn. Hér munar öllu að fá dagsljósið og sérstaklega þegar það kemur úr fleiri en einni átt. 4 Stór gluggi án gluggatjalda og með björtu umhverfi miðlar notalegri dagsbirtu þegar unnið er við vask og eldhúsborð.

5a

5a Á morgnana gott að kveikja á óbeinni lýsingu sem er alveg glýjufrí. Ljós frá flúrlampa staðsettum ofan á eldhússkáp, hvítir fletir endurkasta ljósinu vel. 5b Kveikt er á loftlömpum með halogenperum þegar þarf að athafna sig í eldhúsi eða þrífa. 5c Við matargerð er kveikt á stefnuvirkum halogenperum í háfi og óstefnuvirkum perum að auki til að gefa umhverfisbirtu á vinnuborð sitthvoru megin við gashelluborð.

5b

5c

7


1a

Borðkrókur Lýsingin við borðstofuborðið þarf að geta skapað notalegan ramma umhverfis sameiginlega máltíð og hún þarf að lýsa það vel að hægt sé að spila við það að kvöldi dags eða vinna við það. Hægt verður að vera að draga fyrir vegna dagsbirtunnar og deyfa rafmagnsljós að kvöldi til.

Muna – á daginn → Þegar góð birta berst gegnum vegg og þakglugga hefur það mikil áhrif á bæði stemningu og orkunotkun. → Dragðu gardínur og rimlagardínur því aðeins fyrir glugga að nauðsynlegt sé að hlífa gegn sólarljósinu.

Muna – á kvöldin → Einn eða fleiri hengilampar með halogenperum, smáflúrperum, ljóstvistum (LED) uþb 55-70cm yfir matborðinu gefur góða lýsingu og notalegt verður að sitja umhverfis borðið. → Lýsingin verður sveigjanlegri ef hægt er að hækka eða lækka lampana eða þeir eru færanlegir í braut. → Gott er að draga ljós gluggatjöld fyrir vegna þess að myrkvaður glugginn dregur mjög úr birtu og minnir helst á svartar holur. → Ef borðstofuborðið er líka notað sem vinnuborð er mikilvægt að hægt sé að nota ljósið líka sem vinnuljós, annað hvort eitt og sér eða ásamt færanlegum vinnulampa.

8

1b 1b

Gerð lampa

Ljósgjafi

Hengilampi

Smáflúrpera eða ljóstvistur(LED) dimmanlegt

Óbeint loftljós

Flúrpípur

Borðlampi

Smáflúrpera eða ljóstvistur(LED)

1 Þakglugginn gefur góða og notalega birtu við borðstofuborðið. Lampar sem lýsa upp í loftið (1b) sýna að kvöldi til sama léttleikann og dagsbirtan dregur fram á daginn (1a).

2 Ljósir litir á veggjum og borði gefa gott endurkast þannið að ljósið frá ljóstvisti (LED), smáflúrperu eða halogen peru í vel skermuðum lampa nýtist sem best. 2


Anddyri, gangur og stigi

1a

Gestum og íbúum á að finnast birtan í anddyrinu aðlaðandi. Ljós í göngum og stigum eiga að tryggja öruggan og óhindraðan umgang.

1b

Muna – á daginn → Dagsbirtan lífgar við ganginn, anddyrið og stigann. Í dagsbirtu sýnast herbergin líka vera stærri og bjartari en annars. → Hægt er að koma dagsbirtu inn í gluggalaus herbergi með því að hafa glerveggi eða glerhurð að næsta herbergi. → Það eykur öryggið að hafa nóga dagsbirtu í herbergjunum, auk þess sem þá þarf ekki alltaf að hafa ljós logandi.

Muna – á kvöldin → Einn eða fleiri loftlampar lýsa vel við hreingerningar og umferð í gangi. Lamparnir eiga að dreifa birtunni til allra hliða án þess að valda glýju. → Sé gangur eða anddyri einnig notað til að ganga í gegnum eða sem leiksvæði er skynsamlegt að setja upp loft- eða vegglampa með ljóstvistum (LED) perum, smáflúrperum eða litlum flúrpípum. → Notaðu hreyfiskynjara ef ljósið á að loga stutta stund í einu.

1a Hér eru stórir gluggar sem veita miklu dagsljósi í stigagang. Í lofti eru dimmanlegir halogenkastarar. Stigi er teppalagður til að minnka slysahættu. 1b Það getur verið alvarlegt að detta í stiga. Þess vegna verða þrepin að vera mjög greinileg, bæð að degi til og á kvöldin. Lágir innfelldir lampar með skermum gefa góða birtu á stigann. Skynsamlegast er að notast við ljóstvista (LED), litlar flúrpípur eða smáflúrperur.

Gerð lampa Loftlampar

Ljósgjafi Eco-halogenpera/ljóstvistar(LED) dimmanlegt

2

2 Í anddyrinu er mikið dagsbirtuframboð frá stórum gluggum, ljósir veggir og gólf endurkasta ljósinu vel. Við spegilinn eru innfelldar halogenperur/ ljóstvistar (LED) með góðri litendurgjöf.

→ Rofar verða að vera við alla inn- og útganga, nema hreyfiskynjari sé í loftinu.

9


1

Gerð lampa

Ljósgjafi

Óbein lýsing

Flúrpípur/ljóstvistar (LED)

dimmanlegt

Innfelldir lampar við spegil

Eco-halogenpera/ljóstvistar (LED) perur dimmanlegt

1 Dimmanlegir flúrlampar gefa þægilega baklýsingu og tveir dimmanlegir halogenlampar með bestu litendurgjöf gefa góða lýsingu t.d. til förðunar. 2 Þrír innfelldir lampar með halogenperum eða ljóstvistum (LED) eru staðsettir yfir hornsturtunni. Þetta gefur góða lýsingu auk þess að búa til áhugavert sjónarspil á vegg.

Baðherbergi Lýsingin á baðherberginu á að sýna form og húðliti á eðlilegan hátt. Oft gleymist að hafa dagsbirtu í huga þegar baðherbergið er skipulagt, þrátt fyrir að hún skili litum sérlega vel.

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Dagsbirtan lýsir rýmið og gerir það aðlaðandi. Húð, línur, og andlit speglast mjúkt og eðlilega.

→ Loftljós með góðri ljósdreifingu kemur sér mjög vel þegar verið er að gera hreint. Vatn eða smáhlutir á gólfi sjást á líka betur.

→ Velja skal ljósa liti á veggflísar og í loft, þannig endurkastast ljósið best.

→ Mikilvægt er að ljósið við spegilinn skili litum sem allra best. → Gott er að hafa auka loftljós í sturtuklefanum þegar forhengið er dregið fyrir. → Ef þvottavél eða þurrkari er á baðinu þarf að vera góð lýsing frá vegg eða loftljósum.

10

→ Allir lampar verða að vera vottaðir til notkunar í baðherbergjum. Fáið upplýsingar hjá söluaðila.

3 Hægðarleikur er að breyta lýsingunni í baðherberginu með rofum eða með fjarstýringu staðsettri við baðkarið. Lýsingin skal ávallt vera aðlaðandi óháð birtustigi. Innfelldir lampar með halogenperum eða ljóstvistum (LED) eru staðsettir jafnt í hornin. Þetta gefur fallega og góða vinnulýsingu og þess að skapa ákveðið jafnvægi í herbergið. Vegglampar eru staðsettir sitthvoru megin við spegla þannig að andlit eru lýst beggja megin frá auk þess sem innfelldir loftlampar með halogenperum eða ljóstvistum (LED) gefa lýsingu að ofan. Með þessu móti er komið í veg fyrir óæskilega skuggamyndun.

2


3

4

Uppsetning lampa í baðherbergi Það eru ákveðnar kröfur gerðar til uppsetningar lampa í baðherbergjum því mikil hætta getur verið því samfara að rafmagn komist í snertingu við vatn. Þessvegna er baðherberginu skipt upp í

→ Svæði 0

Verndarflokkur IP67

→ Svæði 1

Verndarflokkur IP44

→ Svæði 2

Verndarflokkur IP44

þrjú svæði eftir fjarlægð frá vatni.

120 cm

225 cm

225 cm

120 cm

225 cm

Svæði 2

225 cm

Svæði 1

4 Dagsljósið gefur bestu litendurgjöf og mikið ljósmagn svo hægt er að sjá fínustu smáatriði í andliti. Í dagsljósi sjást litir í réttu ljósi.

Svæði 1

i0

ð Svæ

60 c

m

m 60 c

e0

10 cm

son

Svæði sone 00

Staðall ÍST 200-2006 um Raflagnir bygginga fjallar m.a. um svæðaskiptingu í votrýmum með tilliti til fjarlægðar rafbúnaðar frá vatni og í hvaða verndarstigi rafbúnaður skal amk vera eftir svæðaskiptingu sem er tilgreind á skýringarmyndum.

11


Svefnherbergi

1

Við eyðum um þriðjungi ævinnar í svefnherberginu og því er mikilvægt að okkur líði vel í því herbergi. Mjög mikilvægt er að geta haft stjórn á bæði dagsljósi og rafmagnsljósum í svefnherberginu. Það getur verið mjög notalegt að vakna að morgni og njóta dagsbirtunnar. Mikilvægt er að hafa góða lýsingu, bæði í herberginu sjálfu og á rúmið.

2

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Stórir gluggar og dyr út auka vellíðan og gera fólki kleift að viðra sængurföt.

→Hægt þarf að vera að kveikja á einum eða fleiri loftlömpum með góðri ljósdreifingu svo þeir lýsi allt herbergið.

→ Með gluggatjöldum, rúllugardínum, rimlagluggatjöldum og alveg þéttum myrkvunartjöldum er hægt að útiloka sólarljósið að hluta til eða algjörlega.

Gerð lampa

Ljósgjafi

Vegglampar

Eco-halogenpera/ljóstvistur (LED)

Loftlampi

Smáflúpera/ljóstvistur (LED)

3

→ Ljósið þarf að lýsa opna skápa vel. → Hægt þarf að vera að kveikja á tveimur vel skermuðum lestrarlömpum við rúmið. Best lýsing fæst með því að hafa lestrarlampana fremur þétt saman yfir miðju hjónarúminu eða til hliða við einfalt rúm. Lampar með dimmi nýtast best. → Hægt þarf að vera að kveikja og slökkva loftlampa við allar dyr. → Mikilvægt er að hafa lýsingu sem skilar litum vel við spegilinn, rétt eins og í baðherberginu.

Rannsóknir benda til að mikið af bláleitu ljósi á kvöldin sem t.d. stafar frá skjám tölva, spjaldtölva og farsíma hafi óæskileg áhrif á svefnheilsu manna, sérstaklega barna og ungmenna. Niðurhlaðanleg forrit eru fáanleg sem stilla af ljóslit skjáa eftir tíma dags. Ljóslitur verður þannig rauðleitari eftir því sem lengra líður á kvöld. Hafið rafsegulsvið og rafsegulgeislun í huga. Svefnherbergi á að vera laust við slíkt að nóttu þegar líkaminn hvílist og endurnærir sig.

12

1 Gott lestrarljós fæst með því að setja upp lampa sem hægt er að snúa yfir miðju hjónarúminu. Þegar kveikt er á loftlampanum (sést ekki á myndinni) fæst bæði góð herbergislýsing og ljós inn í skápana. 2 Mikil dagsbirta og gott útsýni gera að verkum að svefnherbergið nýtist allri fjölskyldunni frá morgni til kvölds.

3 Nútímalega innréttað herbergi krefst einnig nútímalegra lýsingarlausna bæði með tilliti til rafmagnsljóss og gluggasetningar.


1

Heimavinnustaður Nú eru tölvur á nær öllum heimilum til vinnu og/eða tómstundastarfa. Erfitt getur þó reynst að finna rétta staðinn með tilliti til birtu og aðstöðu.

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Ef þú situr langtímum saman við tölvuskjáinn að degi til er gott að geta nýtt dagsbirtuna og hafa útsýni. Mikilvægt er hinsvegar að staðsetja skjáinn þannig að hann sé næstum samhliða með glugganum og helst aðeins frá honum. Þannig kemstu þú hjá því að hafa of mikla birtu og óþægilega endurspeglun á skjánum.

→ Góður vinnulampi á skrifborði lýsir vel bæði skjöl og lyklaborð. Fyrir rétthenta er mælt með að hafa vinnulampa vinstra megin á borði og öfugt fyrir örvhenta svo hendur varpi ekki skugga á vinnuflöt.

→ Nauðsynlegt getur reynst að draga gardínu eða rimlagluggatjöld fyrir gluggana á sólardögum til þess að geta lesið á skjáinn.

2a

→ Gættu þess að hafa jafna en ekki of mikla herbergislýsingu. Það er mikilvægt að minnka aðlögunarþörf augans frá birtu á vinnufleti og í umhverfi því má ekki vera of dimmt í herbergi → Færðu skerminn til uns engin endurspeglun er í honum.

2b

Gerð lampa

Ljósgjafi

Skrifborðslampi

Eco-halogen pera/ljóstvistur (LED)

Hengilampar

Eco-halogen/smáflúr/ljóstvistur (LED)

Loftlampar í spennubraut

Eco-halogen/ljóstvistur (LED) dimmanleg

1 Hér má sjá góðan vinnulampa með halogenperu eða ljóstvisti/ (LED) staðsettan á vinstri hönd við rétthenta manneskju svo lýsing skyggi ekki á verkflöt t.d. þegar þarf að skrifa eða skissa. 2a Tölvan er höfð nokkuð frá gluggunum og þar er gott að horfa á skjáinn. Þarna er notast við rimlagluggatjöld sem beint geta ljósinu upp í loft um leið og birta berst frá glugganum. Hér má sjá mismunandi birtuumhverfi eftir stillingu á rimlagluggatjöldum. 2b Ef of mikill munur er á birtu við skjáinn og annars staðar í herberginu getur það verið þreytandi fyrir augun og því er gott að setja glýjufrían lampa með smáflúrperu eða ljóstvist (LED) við hlið tölvunnar eða á bakvið hana. Í lofti er kúpull með smáflúrperu.

13


Barnaherbergið

1

Gerð lampa

Ljósgjafi

Hengilampar

Smáflúr/ljóstvistur (LED)

Lampi undir rúmi

Smáflúr/ljóstvistur (LED)

Lampi í gluggakistu

Ljóstvistur (LED)

2

Barna og unglingaherbergi eru í stöðugri notkun frá morgni til kvölds. Þarfir og nýting breytist stöðugt efir því sem börning eldast og verða unglingar. Lýsingin á þeim er yfirleitt litríkari en annars staðar í íbúðinni. Lampar verða að vera traustbyggðir svo þeir þoli högg og áföll. Best er að nota lampa með ljóstvistum (LED) perum eða 12V halogen með eigin spenni til að minnka hættu á að börn fái í sig 230V rafstraum.

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Þegar lítil börn leika sér á gólfinu getur bæði dagsbirtan og sólarljósið sjálft verið viðbót við leikinn.

→ Veldu loft- eða vegglampa sem dreifa ljósinu vel og tryggja að börnin fái ekki glýju í augun við leik á gólfi

→ Gluggatjöld og gardínur af ýmsu tagi eru einfaldur kostur til að stjórna þeirri lýsingu

→ Gættu þess að hafa viðbótar lýsingu við skiptiborð, í leikhellinum, við leikborðið eða í uppáhaldshægindastólnum

Allar leiðslur og lampar verða að vera vel fest svo börnin slasist ekki. Gætið þess að hafa ávallt barnalæsingu á 230V innstungum

14

→ Mikilvægt er að hafa gott lesljós við skrifborð eða tölvuborð og við rúmið → Hafðu aldrei lampa nálægt gardínum eða öðru eldfimu efni. → Settu aldrei ábreiðu yfir lampa eða lampahlífar.

1 Dagsbirtan kemur sér vel fyrir börnin sem 3

leika sér á gólfinu. Hreint og ómengað sólarjós getur verið þörf viðbót við framtakssemina og sköpunarmáttinn, einkum að vetrarlagi.

2 Gott er að hafa góðan leslampa með rofa við rúmgaflinn til að sjá betur til lestrar. Lampi með smáflúrperu eða ljóstvisti (LED) 3 Dagsljósið flæðir inní þetta barnaherbergi og gerir það vistlegt. Vegg og loftlampi gefa góða lýsingu fyrir börn að leik. Lampar með smáflúperu eða ljóstvist (LED)


1

Önnur herbergi Þvottahús, vinnuherbergi og önnur herbergi af því tagi eru innréttuð á mjög fjölbreyttan hátt. Yfirleitt er þörf fyrir góða herbergislýsingu ásamt viðbótarlýsingu þar sem unnið er. Nýta ber dagsbirtuna þar sem því verðu við komið. 2

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Hafa skal kæli- og frystiskápa, þvottavélar oþh þar sem hægt er að nýta sér dagsbirtu til að rata og vinna við.

→ Góð lýsing verður að vera í þvottahúsum, verkstæðum og öðrum vinnuherbergjum með lömpum fyrir ofan vaska, þvottavél, frystikistu, vinnuborð o.þ.h (sjá einnig bls 6-7 um eldhús). → Yfirleitt er nóg að hafa einni vel staðsettan loftlampa með góðri birtudreifingu til að lýsa rýmið → Spennubrautir auðvelda manni að færa til lampa þegar vinna þarf sérstök verkefni í herbergjunum. → Það getur borgað sig að nota hreyfiskynjara til að kveikja og slökkva ljós þegar herbergin eru bara notuð öðru hverju.

3

4

1 Þvottahúsið er herbergi þar sem mörg verk fara fram. Hér þarf góða vinnulýsingu. Í þessu herbergi gefur loftlampinn góða almenna lýsingu. Hreyfiskynjari kveikir ljósið sjálfkrafa þegar komið er inn og farið er út. Loftlampi: smáflúrpera. 2 Nauðsynlegt er að hafa góða birtu sem skilar litum vel þegar saumað er úr lituðu efni. Borðlampi með halogenperu, ljóstvist (LED) eða smáflúrperu með góðri litendurgjöf. Takið eftir að lampinn er staðsettur vinstra megin svo ekki beri skugga af höndum á vinnusvæði.

3 Vel staðsettur lampi í loftinu t.d. eins og hér með flúrpípu lýsir oft nægilega vel til að óhætt sé að ganga um og finna það sem sett hefur verið í geymslu. 4 Hér hefur baklýsingu frá flúrpípu verið haganlega fyrirkomið í skjóli loftbita, þetta gefur jafna og dreifða birtu í enda gangsins þar sem hægt er að spegla sig

15


1

Utandyra Lýsing utanhúss á ma að tryggja að hægt sé að sjá þrep í tröppum, moka snjó dimma vetrarmorgna og ekki síst til að kanna hvort nokkuð sé fyrir á heimreiðinni. Lýsing á auk þess að taka vel á móti gestum og skapa öryggi. Vanda þarf mjög uppsetningu á lýsingu á palli/svölum og í garði. Góð glýjufrí útilýsing dregur augað og beinir athygli frá speglun í gluggum innanhúss í myrkri.

16

Gerð lampa

Ljósgjafi

Útilampar í staurum

Smáflúr/ljóstvistur (LED)

Bogalampi

Smáflúr/ljóstvistur (LED)

Ljóstvistur (LED)

Útilampi sem lýsir á hús


1

Muna – á daginn → Slökkvið öll ljós eða setjið upp tímaliða eða sólúr/ljósnema.

Muna – á kvöldin → Góð göngulýsing fæst frá lömpum sem standa lágt við gangstíga í garði, stíga og tröppur að útidyrum. → Ef ljós eru við hlið útidyra er hægt að sjá hver stendur fyri rutan, jafn vel áður en dyrnar eru opnaðar.

2

→ Ljós í garði mega ekki valda nágrönnum eða gangandi vegfarendum truflun “yfir girðinguna”. Lampar utanhúss mega ekki valda glýju heldur lýsa á það sem þarf að sjást, það er tröppur, ganga oþh → Þegar unnið er í bílnum er gott að hafa tengil utanhúss fyrir vel skermaðan vinnulampa → Hægt er að nota hreyfiskynjara til að kveikja eða slökkva ljósið. → Lampar þurfa að vera sérstaklega gerðir fyrir notkun utanhúss. Ráðfærið ykkur við fagmann í verslun.

→ Lýsa þarf vel leið út að póstkassa og sorptunnu. → Vel skipulögð lýsing í garði og á palli eða svölum er orkunýtin, notaleg á sumarkvöldum og gefur fallegt útsýni frá stofunni.

3

4

1 Ef ljós er í bílskýli og við inngang að hjólaskýli er auðvelt að taka hjólið fram eða setja það inn þegar dimmt er. Takið eftir hreyfiskynjara efst í hægra horni. Vegglampi, smáflúrpera eða ljóstvistur (LED) 2 Tröppur eru lýstar af garðlampa. Á tveimur neðstu þrepunum eru hvítmálaðar brúnir til að vekja á þeim athygli. 3 Gangandi fólki finnst öryggi í því að hafa háa lampa meðfram gangstétt að útidýrum. Lampar með ljóstvistum (LED) eru felldir inn í grasjaðarinn. 4 Bæði íbúar og sorphirðumenn eru ánægðir með að hafa ljós við sorptunnurnar. Hreyfiskynjari kveikir ljósið sjálfkrafa og slekkur á því. Vegglampi smáflúrpera eða ljóstvistur (LED)

5 Góð lýsing þarf að vera á nafnskiltum, póstkassa og húsnúmeri. Á myndinni er húsnúmerið lýst upp með ljóstvisti )5x0,1W) í gegnum akrýlplötu. Innbygður ljósnemi kveikir ljósið og slekkur.

5

17


1

Góð lýsing alla ævi Þörfin fyrir meiri og betri lýsingu eykst með aldrinum. Þess vegna þarf að gera auknar kröfur til þess hvernig húsgögnum er komið fyrir miðað við dagsbirtu og rafmagnsljós. Mikilvægt er að hafa lampa sem hægt er að stilla að þörfum hvers og eins. Það er reyndar ekki alltaf nóg að kaupa sterkari perur, stundum þarf jafnvel að skipta um lampa.

2a

Muna – á daginn

Muna – á kvöldin

→ Hollt er að hafa dagsbirtu og þó einkum beint sólarljós í íbúðinni. Nýtið dagsbirtuna að því marki sem hægt er.

→ Auka þarf lýsingu eftir því sem fólk eldist

→ Þegar nauðsynlegt er að draga fyrir sólarljósið er best að velja brettigardínur, rimlagluggatjöld oþh til að hafa útsýni engu að síður.

→ Innréttaðu íbúðina þannig að lýsingin dreifist jafnt um hana alla til þess að koma í veg fyrir myrkvuð svæði. → Notaðu aukalampa í lofti eða á gólfi, veggjum og borðum til að lýsa sérstaklega uppáhalds hægindastólinn, matborðið eða rúmið. Þegar komið er inn í herbergi þarf að vera hægt að kveikja ljós með rofum við allar dyr eða þá að notast er við hreyfi skynjara. → Hafðu mjög gott ljós við rúm og á baðherbergi. → Greinilegir leiðarlitir gagnast sjónskertu fólki vel.

18

3

2a


5

1 Að degi til er best að lesa nálægt gluggum. Ef sólskinið er oft sterkt er hægt að draga gluggatjöld fyrir eða færa sig aðeins lengra inn í stofuna. 2 Eðlileg sjón (2a) er sama mynd og (2a) en eins og eldra auga með vaxandi skýjun á augasteini sér hana. Eldra fólk þarf meiri lýsingu en það yngra. Það verður auk þess s töðugt erfiðara með aldrinum að fá glýju í augun. Þess vegna þarf eldra fólk að hafa vel staðsetta lampa með góðum hlífum og sterku ljósi.

7

3 Mikilvægt er að hafa góðan leslampa við rúmið, þessi er með smáflúrperu. 4

4 Loftlampi (lítil flúrpípa) með góðri ljósdreifingu lýsir nægilega vel til að auðvelt sé að fara um íbúðina. 5 strimla og brettagardínur draga úr sólarljósinu að degi til og hindra að það sjáist inní íbúðina að kvöldi til.

6

6 Ef ljósið er sterkt og dreifist jafnt auðveldar það manni að sjá andlit sitt í speglinum. Þannig fæst einnig mild og bliðari spegilmynd af aldraðri húð með mörgum línum og hrukkum. Þarna eru þrír lampar með litlum flúrpípum með góðri litendurgjöf

8

7 Gott ljós við uppáhalds hægindastólinn frá standlampa með sparperu eða ljóstvisti (LED). 8 Það er líka mikilvægt að auka og bæta lýsingu við eldhúsvaskinn eftir því sem fólk eldist. Tveir hangandi lampar með smáflúrperur eða ljóstvistum (LED).

19


1

2

Gott að vita um dagsljós

Dagsbirtan og einkum þó sólarljósið hefur mikið að segja um vellíðan fólks, miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir. Mikil dagsbirta bætir skapið og umhverfið verður allt meira uppörvandi og notalegra en annars.

Gluggar og gler Staðsetning glugga á hlið eða í þaki húss hefur mikið að segja um bæði magn og gæði dagsbirtunnar. Almennt má segja að því hærra sem glugginn er hafður, þeim mun meiri birta berst inn. Hafðu einnig í huga að því meiri dagsbirta og sólarljós sem berst inn, þeim mun minna þarf að nota af rafmagni til lýsingar. 3

Hægt er að fá ýmsar tegundir af gluggum og gleri. Mikil framþróun hefur átt sér stað í glerframleiðslu og er hægt að fá allskonar gler með áherslu á mismunandi tæknilega eiginleika svo sem einangrun, sólvörn, hljóðvörn, eldvörn og öryggi. Þetta hefur aukið notkunargildi glers sem byggingarefnis úti sem inni.

Hvernig fæst góð dagsbirta inn? → Því meira sem þú sérð í himininn úr herberginu, þeim mun meiri dagsbirta berst þangað inn. → Breiðir gluggarammar og listar í gluggafögum takmarka það ljós sem berst inn. → Alhvítir gluggar eða hvítir gluggarkaramar og ljósir veggir nýta ljósið best. Að virðist auk þess líka ekki vera eins skarpt. → Það ætti að vera jöfn breyting frá dagsljósi frá glugga og inn í dimmari hluta herbergisins.

20

→ Þakgluggar miðla mun meira og jafnara dagsljósi langt inn í íbúðina. → Stórir runnar og tré fyrir utan glugga og hávaxnar pottaplöntur geta takmarkað það ljós sem berst inn. → Byrjaðu alltaf á að kanna hvernig dagsbirtan fellur inn í herbergið áður en húsgögnum er komið fyrir → Góð nýting á dagsbirtunni lækkar rafmagnsreikninginn !

Í einangrunargleri verður húðun á gler sífellt betri, sem minnkar orkutap glersins og eykur sólarvörn þess jafnframt því sem glerið er glært og hlutlaust í útliti. Við val á glertegund í hús er gott að hafa eftirfarandi í huga: Það er ákveðið hlutfall á milli birtu og hita, eins konar „vegasalt“ samband. Ef valin er glertegund í byggingu með hárri sólarvörn, þá kemur minna birtumagn inn í bygginguna og minni hiti myndast, og öfugt.

Gler með sólarvörn hefur oftast smá litatón og/eða spegiláferð en þróunin er sú að sólvarnargler verður sífellt líkara venjulegu gleri í útliti. Gott er að hafa í huga að nota í byggingar glertegundir sem innlendir framleiðendur bjóða, til að geta viðhaldið sama útliti bygginga, þegar gler brotnar eða breytinga er þörf. Helstu heiti tæknilegra gilda til að lýsa glertegund og bera saman eru: Birta inn: eða LT (light transmisson) Speglun: eða LR (light reflection), Hitun: SF ( solar factor), Varmatap: U gildi Hefðbundið gott samsett einangrunargler með 4mm glæru gleri, 16 mm bili og 4 mm einangrunargleri gefur eftirfarandi gildi; LT 78% birta inn, LR 13% speglun, SF 61% hitans fer inn, varmatap U=1,1 W/m2 K . Samkvæmt byggingarreglugerð má vegið meðaltal glugga og glers, U-gildi mest vera 2W/ m2K


Best er að nota gæðaglugga með tvöföldu k gleri (vegið meðaltal glugga og glers, U-gildi mest 2W/ m2K). Eftir því sem sólarljósið þarf að fara í gegnum fleiri lög af gleri, þeim mun minni birta berst inn. Þumalputtareglan segir að um 80% birtu komist í gegnum tvöfalt gler og um 70% gegnum þrefalt gler miðað við glugga án glers. Skyggt gler og rúður með blýlögn geta dregið úr ljósstreyminu um allt að 80% og þær geta auk þess breytt litaáferð í rýminum umtalsvert.

Skermun Það er næstum því jafnmikilvægt að skerma ljósið eins og hafa það logandi. Hægt er að velja um mjög fjölbreytt úrval af skermun, bæði innan og utanhúss. Innanhúss er til dæmis hægt að nota rimlagluggatjöld eða létta gardínu sem mýkir ljósið sem berst inn. Utanhúss má til dæmis nota gluggahlera eða nýta skermun af trjágróðri.

6

1 Dökkir dyra- og gluggakarmar og dökkir litir á veggjum drekka í sig umtalsverðan hluta sólarljóssins. Dökk umgjörð glersins getur valdið glýju

4

2 Ljósir fletir endurspegla dagsljósið langt inn í herbergið. 3 Jafnvel lítill þakgluggi getur borið umtalsverða birtu inn í þau miðsvæði húss sem að jafnaði eru fremur dimm. 4 Lýsing sem endurkastast. Jafnvel þótt maður sjái ekki (eða næstum ekki) himininn frá herberginu getur mikil birta borist inn í það utan frá. Á myndinni endurkastar stór og hvítur útveggur hússins við hliðina dagsbirtunni inn í eldhúsið. 5 Himinskin er dreifð birta frá bláum eða skýjuðum himni. Það veitir mjúkri birtu inn í eldhúsið. Því meira sem sést af himninum gegnum gluggana,þeim mun meira himinskin berst inn.

5

6 Birtan frá þakglugganum berst vel um allt herbergið. 7 Lóðréttar strimlagardínur hafa meðal annars þann kost að hægt er að stilla þær stig af stigi miðað við orn sólargeislanna samtímis og ekki er skyggt á útsýnið til umhverfisins.

7

21


1a

2a

1b

2b

Gott að vita um raflýsingu Skipuleggðu lýsingu vandlega. Hugleiddu vandlega hvar lampinn á að vera og til hvers á að nota hann áður en lampar og ljósgjafar eru keyptir. Hver einasti lampi (og gluggi) býr til sitt eigið ljósrými. Þú verður að hafa þrjá mikilvæga þætti í huga og þeir verða að hæfa saman. Það þarf að velja réttan ljósgjafa, rétta tegund lampa og að staðsetja lampann rétt. Auk þess þarf að taka tillit til lita í herberginu, það er hvort þeir eru ljósir eða dökkir.

Hve mikla birtu hef ég þörf fyrir? 3a

3b

Hvernig lýsingu á ég að nota á hvaða stað? Það á að velja lýsingu af ýmsu tagi, allt eftir því til hvers á að nota hana. Sem dæmi má nefna: → Ljós sem beint er upp á við til að lýsa loft og veggi óbeint, annað hvort sem herbergislýsing eða sem skrautlýsing → Dreifða lýsingu í herbergi sem kveikt er þegar gengið er um eða við hreingerningar. → Afmarkað ljós frá kösturum sem er vinnulýsing eða skrautlýsing

22

→ Lýsingu sem beint er niður á við til að skapa notalegheit eða nota sem vinnuljós við matarborð, eldhúsborð, hægindastól eða rúm. → Leiðarlýsingu við tröppur og stiga → Lituð ljós í barnaherbergi eða í veislum → Ljósir veggir og ljós húsbúnaður bætir lýsinguna og er orkusparandi.

Mikilvægt er að hafa næga birtu til þess að geta séð áreynslulaust. Það sem þú ætlar að horfa á ræður því hve mikið ljós þú hefur þörf fyrir. Litlir hlutir og litlar andstæður krefjast meiri birtu en þær stóru. Það þarf til dæmis meira ljós til að sauma með svörtum tvinna í svart efni en að lesa dagblað. Það er einnig mikilvægt að ekki sé of mikill munur á björtum og myrkum svæðum í herberginu. Of miklar andstæður þreyta augað. Betra er að setja upp marga mismunandi minni lampa sem hægt er að kveikja og slökkva á eftir þörfum. Þannig er líka hægt að búa til mismunandi ljósrými í herberginu. Auðvelt þarf að vera að kveikja og slökkva á lýsingunni, helst með rofum við dyrnar eða með stýringu t.d. á síma, Ipad eða öðru)

Hvernig kemst ég hjá því að ljós valdi glýju? Eitt algengasta vandamálið við lýsingu í íbúðarhúsnæði er að ljós veldur glýju (3a + 3b). Glýja getur verið mjög óþægileg og stundum verulega sjóndeyfandi en auðvelt er að komast hjá henni. Það þarf að gæta þess að velja lampa með góðri skermun á ljósgjafanum og svo þarf að gæta þess að hafa lampann í réttri hæð. Aðalatriðið er að forðast það að sjá peruna, einnig þegar setið er.


4 5

6

10%

75%

1a Lampinn stendur ekki rétt. Lesandinn skyggir sjálfur á. Á mynd (1b) stendur lampinn á réttum stað. 1b Ljósið speglast óþægilega í blaðinu vegna þess að ljósið berst beint á það. Vasaspegillinn sýnir spegilmynd lampans. 2b Hér hefur lampinn verið færður til hliðar. Auðvelt er kanna það með vasaspeglinum hvort speglunin sé enn til staðar. 3a Lampinn veldur glýju ef hann sýnist vera mjög bjartur miðað við umhverfi sitt. Lampinn verður að vera vel skermaður svo maður sjái ekki í sjálfa peruna eins og myndin sýnir.

Litir og ljós

Leikur með liti og ljós

4 Litir herbergisins hafa mikil áhrif á lýsinguna. Ljósir litir á veggjum, lofti, gólfi og húsgöngum endurkasta ljósinu vel. Það mýkir einnig alla skugga og andstæðurnar minnka, auk þess sem minni hætta verður á að lampaljós valdi glýju. Eftir því sem dekkri litir eru notaðir, þeim mun minni hluti ljóssins endurkastast í herberginu og það kallar aftur á meira ljós

6 Auðvelt er í dag að nota ljóstvista (LED) sem gefa litað ljós til að lífga uppá andrúmslofti herbergjum barna og unglinga eða í stofunni þegar skapa á notalegt andrúmsloft við hátíðleg tækifæri. Þó ber að forðast skerma og lýsingum í mjög sterkum litum í venjulega lýsingu dags daglega.

Það borgar sig að viðhalda lýsingunni 5 Ef rúður, ljósgjafar og lampar eru óhreinir getur það fljótt dregið úr lýsingu sem nemur fjórðungi, þó án þess að rafmagnsnotkun minnki líka ! Þvoðu glugga og hreinsaðu lampa með reglulegu millibili. Munda að rjúfa alltaf straum áður en lampar eru þvegnir eða þegar skipta þarf um ljósgjafa

23


Nýir tímar í ljósgjöfum heimilanna Hnattræn hlýnun er alvarleg ógn sem steðjar að mannkyninu. Leiðandi vísindamenn eru sammála um að útblástur svokallaðra gróðurhúsaloftegunda frá starfsemi manna hafi talsverð áhrif á þetta ástand og hvetja til útblástursminnkunar. Innan Evrópusambandsins árið 2014 verður u.þ.b. 50% rafmagns til við brennslu jarðefnaeldsneytis með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Rökin eru: Því minni rafmagnsnotkun því minni útblástur gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur sett sér metnaðarfull markmið til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Í þeirri viðleitni hafa kröfur um vistvæni og minni orkunotkun sífellt verið auknar af hálfu sambandsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur haft mjög mikil áhrif á allt umhverfi rafmagnsbúnaðar og þar er lýsingarbúnaður innifalinn. Árið 2009 samþykkti Evrópusambandið reglugerð 244/2009 sem var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 578/2011. Þessi reglugerð lýsir því hvaða skilyrði óstefnuvirkar ljósaperur þurfa að uppfylla til að hljóta CE merkingu og þar með aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Þetta hefur gjarnan verið kallað glóperubannið. Árið 2012 samþykkti Evrópusambandið reglugerð 1194/2012 sem var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 164/2014. Þessi reglugerð tekur til visthönnunar stefnuvirkra ljósapera, ljóstvista og tengds búnaðar.

Dæmi um vörumerkingu LED ljósgjafa

LED W lm T[Kelvin]

R

Árið 2016 verður gerð krafa um að allir ljósgjafar falli í orkuflokk B eða ofar sbr orkumerkingar Evrópusambandsins. Þess má geta að gömlu glóperurnar féllu oftast flokk E. Þessar reglugerðir taka til nánast allra ljósgjafa sem eru í notkun á heimilum landsins.

Evrópska orkumerkið var tekið upp árið 1998 og gefur möguleika á að bera saman orkunýtni mismunandi ljósgjafa miðað við við glóperu. Ljóstvistar eða (LED) falla að jafnaði í orkuflokk A-A++, smáflúrperur í flokk A-B, halogenperur í flokk B-D en glóperur í flokk E-G.

A++ A+ A B C D E F G

12 W 650 lm 2700 K = warm white 80

*

t[h]**

Hg V · Hz

25000 h = 25 years ( 2.7 h /day) 100000 0.0 mg 220-240 V · 50-60 Hz E27

W Rafmagnsnotkun ljósgjafa lm Ljósmagn í lm, gefið upp innan ákveðins ljóshorns á stefnuvirkum ljósgjöfum. T(kelvin) Ljóslitur í Kelvin gráðum Ra Litendurgjöf Sek. í fullt ljósmagn. Dimmanleiki ljósgjafa t(h) Líftími ljósgjafa í árum mv 2,7 tíma notkun á dag. Hvað þolir ljósgjafi margar kveikingar Hg Kvikasilfurinnihald ljósgjafa í mg V - Hz Tegund rafstraums sem ljósgjafi er gerður fyrir, spenna í Voltum og tíðni í Herz Sökkulgerð (sjá bls 25) (sjá helstu hugtök bls 29)

24


Ljósgjafar til heimilisnota Í dag eru einkum þrjár tegundir ljósgjafa notaðir til heimilisnota. Þeir hafa ákveðna kosti og galla sem gott er að þekkja.

Eco-Halogen

Eco Halogen með E14 sökkli

Halogenperur eru mjög svipaðar glóperunni að tækni. Glóþráður er hitaður til að mynda ljós. Uppgufun af ljósþræðinum gengur í samband við halogengasfyllingu við hátt hitastig sem verður til þess að ljósnýtni og ending batnar. Hægt er að fá perur fyrir 230V og 12V. 12V perurnar eru orkunýtnari en þurfa sérstaka spenna.

Helstu kostir:

Eco Halogen með GU10 sökkli

Fullkomin ljósgæði með litendurgjöf (Ra=100) Hlýlegur ljóslitur í kringum 2500K – 3000K Fullt ljósmagn strax Auðdeyfanleg sem gefur hlýjan og notalegan ljóslit og eykur endingu perunnar Þola ágætlega ítrekaðar kveikingar Ekkert kvikasilfur og engir rafeindahlutir: Má því henda með venjulegu heimilisrusli. Fremur ódýr í upphafi.

Helstu gallar: Fást bara glærar og því talsvert skuggavarp af þeim. Mikill hiti sem krefst réttra lampa og lágmarksfjarlægðar frá eldfimum efnum að jafnaði um 50cm. Skammur líftími. Ljósnýtni er ekki mjög mikil í samanburði við flúrperur og ljóstvista (LED).

Perugerðir/skrúfgangar Sökkulgerðir

E27

E14

GU10

G9

GU5.3

GU4

GY6.35

G4

Eco Halogen með G4 sökkli

R7s

Nokkrar staðreyndir um Halogen perur

25


Flúrperur

Smáflúrpera með E14 sökkli

Smáflúrpera með hlíf

Flúrperur eru til í mismunandi úgáfum t.d. flúrpípur í mismunandi stærðum en einna algengast er að nota smáflúrperur innan heimila. Smáflúrpera, oft kölluð sparpera, er lágþrýst úrhleðslupera. Inní perunni er þráður sem er hitaður upp og sendir frá sér rafeindir sem rekast á kvikasilfuratóm inní perunni. Þetta myndar ósýnilegt útfjólublátt ljós. Ljósið er gert sýnilegt með fosfórhúð innan á glerpípu perunnar. Ljóslitur er háður samsetningu fosfórsins. Rafrænn stjórnbúnaður er innbyggður í smáflúrperu sem gerir þær hentugar til heimilisnota.

Kostir: Ágæt ljósnýtni Líftími er fremur langur Ágætis litendurgjöf fáanleg Tiltölulega hagstæð í innkaupum og rekstri Mikið vöruúrval Hægt að velja mismunandi ljóslit. Algengast er að velja 2700K í ljóslit eða “warm white” til heimilisnota. Þetta er þó ekki algilt. Varast skal að setja ódimmanlega sparperu í dimmanlegt perustæði. Skrúfulaga smáflúrpera með E27 sökkli

Gallar: Gefur ekki frá sér samfellt ljóslitróf líkt og halogen pera sem þýðir minni ljósgæði. Innihalda kvikasilfur og rafeindaíhluti. Þarf að farga með réttum hætti hjá enduvinnslustöð eða stöðvum sem taka við rafeindabúnaði. Þola illa ítrekaðar kveikingar. Tekur tíma að ná upp fullu ljósstreymi. Hugsanleg útfjólublá geislun, fyrir viðkvæma er mælt með perum sem hafa matta plasthlíf yfir glerpípur. Hiti og kuldi hefur áhrif á starfsemi pera. Margar tegundir eru ódimmanlegar.

Líklegt er að peran eyðileggist strax, einnig má benda á hugsanlega eldhættu ef pera kemur ekki frá gæðaframleiðenda.

Athugið! Það eru til tegundir smáflúrpera sem þola vel ítrekaðar kveikingar, ná fullu

T5 Flúrpípa

Vegna kvikasilfursinnihalds er mælt með eftirfarandi aðgerðum ef smáflúrpera brotnar: 1. Opnaðu glugga 2. Safnaðu saman brotunum með pappaspjaldi og þurrkaðu upp með rakri eldhúsrúllu. 3. Settu brotin í loftþétt ílát og komdu þeim á endurvinnslustöðina. 4. Loftaðu vel út á eftir.

26

ljósstreymi hraðar en venjulegar smáflúrperur og eru dimmanlegar. Vinsamlega ráðfærðu þig við fagmann í verslun með þínar þarfir.


Helstu gallar:

Ljóstvistar Ljóstvistar eru gjarnan kallaðir “LED” sem stendur fyrir “Light Emitting Diode”. Ljósið í ljóstvistinum myndast í hálfleiðara sem fær rafboð þannig að hann lýsir. Hvítt ljós til heimilisnota er oftast myndað með bláum ljóstvist sem er búinn lituðu ljósdufti. Nú er hægt að fá hvíta ljóstvistalýsingu með mjög góðri litendurgjöf.

Helstu kostir: Góð ljósnýtni, í orkuflokki A – A++ Engir útfjólubláir eða innrauðir geislar, Hafa mikið þol gegn hristingi og titringi Endast mjög lengi Litir, sem gefur nýja möguleika í lýsingarhönnun. Litlum hita stafar frá ljósinu sjálfu. Stafrænn ljósgjafi sem býður uppá mjög mikla stýringarmöguleika með tölvutækni Langur líftími. Ljóstvistar (LED) springa yfirleitt ekki en ljósstreymið minnkar smám saman með tímanum. Það er mikilvægt að hafa í huga hversu mikið ljósmagn er eftir í % við lok uppgefins líftíma. Gæðaframleiðendur huga vel að þessu og miða í dag við að 70% af upphaflegu ljósmagni sé til staðar við lok líftíma perunnar. Kviknar strax á þeim Fáanlegir í mismunandi ljóslit.

Við dimmingu getur ljóslitur orðið kaldur en ekki hlýleitur eins og við erum vön frá glóperum. Gæðaframleiðendur hafa leyst þetta mál. Gefa ekki frá sér samfellt ljóslitróf sem þýðir minni ljósgæði. Hiti hefur áhrif á endingu og litarhitastig. Gæði eru mjög mismunandi eftir framleiðendum Engir alþjóðlegir gæðastaðlar enn sem komið er. Frávik geta verið í ljóslit milli framleiðanda og milli pera frá sama framleiðanda ef ekki eru keyptar perur frá gæðaframleiðanda. Ljósdeyfing. Þurfa sérstaka ljósdeyfa eða dimmera. Ráðfærðu þig við fagmann í þinni verslun. Innihalda rafeindaíhluti. Þarf að farga með réttum hætti hjá enduvinnslustöð eða stöðvum sem taka við rafeindabúnaði.

Ljóstvistur með GU10 sökkli fyrir 230 V

Markaðurinn fyrir ljóstvista (LED) perur er tiltölulega nýr og fremur óþroskaður. Margir framleiðendur eru á markaði og gæði framleiðslunnar er mjög mismunandi eins og ýmsir hafa brennt sig á. Evrópusambandið hefur sett reglugerð um lágmarksgæðakröfur sem ljóstvistar (LED) perur þurfa að uppfylla. Þessi reglugerð, 1194/2012, var innleidd hér á landi í byrjun árs 2014 með reglugerð 164/2014 og setur kröfur varðandi visthönnun stefnuvirkra ljósapera, ljósdíóðupera, ljóstvista og tengds búnaðar.

Ljóstvistur með GU4 sökkli fyrir 12 V

Helstu kröfur lúta að lágmarks endingartíma, lágmarks ljósmagni eftir 6000 klst notkunartíma, fjölda kveikinga áður en að bilun kemur, lágmarksræsitíma, að 95% ljósmagns sé komið innan ákveðins tíma, lágmarks litendurgjöf og litstöðugleika. Það er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um tilkall sitt til gæða þeirrar vöru sem er á markaði.

Ef þú ert með ljósastýringarkerfi og ætlar að skipta út halogenperurum yfir í ljóstvista (LED) er ráðlegt að

Ljóstvistur með E27 sökkli

tala við fagmann til að tryggja rétta virkni. Það getur sparað þér umtalsverða peninga og fyrirhöfn.

Sparperur og ljóstvistar (LED) eru dýrari en halogenperur í innkaupum. Það er hinsvegar mikilvægt að hafa í huga endingartíma og orkunotkun þegar lagt er mat á perukostnað. Þannig eru sparperur og ljóstvistar (LED) ódýrari en halogenperur þegar tekið er tillit til ofangreindra þátta. Hægt er að gera eigin samanburð með Ljóstímavél á vefsetri Orkuseturs: www.orkusetur.is

27


Ljóstíminn Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Þetta hefur líka jákvæð áhrif á raforkukerfið enda er mesta lýsingaþörfin á Íslandi einmitt þegar vatnsaflsvirkjanir okkar hafa úr minnstu vatnsmagni að moða.

Þetta má taka allt saman í lykiltöluna stofn-og rekstrarkostnaður á ljóstíma. Ljóstíminn er sú þjónusta sem neytandi sækist eftir perukaupum og er því alger lykiltala í samanburði á mismunandi ljóstækni. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem smáforrit eða „app“ Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur.

Gróflega má skipta nýrri ljóstækni í þrennt þ.e. halogen, flúr og LED. Allar þessar perur nota minni raforku en glóperan en sparnaðurinn er mismikill og endingartíminn misjafn. Flestir neytendur hrökkva í kút þegar þeir sjá innkaupaverðið á sumum perum. Nýju perurnar kosta talsvert meira en fólk var vant að leggja út fyrir glóperunni. En innkaupaverð segir ekki alla söguna. Neytendur eiga alltaf að spyrja sig við vörukaup, hver er hin raunverulega þjónusta sem er sóst eftir? Fyrir ljósaperu eru svarið einfalt þ.e. lýsing. Þá er mikilvægt að reikna þjónustukostnaðinn á hverja tímaeiningu t.d. heildarkostnað lýsingar á hverja klukkustund. Perurnar hafa ólíkt innkaupsverð, mismunandi orkunotkun og endingartíma. Hagkvæmni pera ræðst því af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu.

Eins og sést segir innkaupaverð lítið um ljóstímakostnaðinn. Í ofangreinda dæminu má sjá að þó að LED peran væri tíu sinnum dýrari í innkaupum en glóperan þá er ljóstímakostnaðurinn aðeins rúmlega fjórðungur af ljóstímakostnaði glóperu. Ending og lægri rekstrakostnaður vegur því miklu meira en stofnkostnaðurinn og ættu neytendur því klárlega að velja ódýrasta ljóstímann. Í þessu tilbúna dæmi er hver LED pera í raun ígildi 25 glópera. Ef þessar tvær tegundir væru settar í sitthvort perustæðið þá þyrfti að skipta 25 sinnum um glóperuna áður en komið væri að endurnýjun LED perunnar. Skoðið málið nánar á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is og reiknaðu út ljóstímann fyrir þig.

Orkuverð

14 kr/kWh

Gerð

Glópera

Halogen

Flúor

LED

W

60

43

13

13

Stofnkostnaður

100

1000

2000

Ending

1.000 klst

8.000 klst

25.000 klst

0,30 kr/klst

0,25 kr/klst

kr

200

kr

2.000 klst

kr

NIÐURSTAÐA Stofn- og rekstrarkostnaður á ljóstíma

28

0,94 kr/klst

0,70 kr/klst


Helstu hugtök Ljóslitur er tilgreindur með tilheyrandi litarhitastigi á Kelvinkvarða (K). Algengur ljóslitur á íslenskum heimilum er fremur hlýr frá 2600 K – 3300 K. Ljóslitur frá 3300 og undir er hlýr og rauðleitur, ljóslitur í meðallagi (hvítur) er á milli 3300K-5300K. Kaldur ljóslitur er 5300K og yfir. Litendurgjöf er gefin upp með Ra stigi eða CRI (colour rendering index). Litendurgjöf segir til um hversu vel ljósgjafinn sýnir eðlilega og rétta liti á hlutum og mannshúð. Hæsta gildi er 100. Heimili eiga almennt að vera búin ljósgjöfum sem hafa góða litendurgjöf þ.e. með 80 eða hærra í litendurgjöf. Líftími er mældur í klukkutímum. Ef líftími ljósgjafa er 2.000 stundir og peran er í notkun um 3 klukkutíma á dag þá ætti peran að endast í tvö ár. Það er mikill munur á líftíma ljósgjafa en það skiptir höfuðmáli að taka tillit til þessa í verðkönnun ljósgjafa. Algengur líftími Eco-Halogen er um 2.000 stundir, sparpera um 6.000 - 20.000 stundir, ljóstvista LED frá 15.000 – 50.000 stundir.

Ljósnýtni er fengin með því að deila rafaflinu sem fer til ljósgjafans uppí ljósstreymið og er gefið upp sem lm/w. Þetta hlutfall er sýnt með myndrænni hætt í Evrópska orkumerkinu sjá bls 24 Ljósstyrkur eða Candela er mælikvarði á ljósstreymið í tiltekna átt og er táknað með skammstöfuninni (cd). Stefnuvirkar perur: Gjarnan kallaðar kastaraperur og eru skilgreindar þannig að 80% ljósstreymis þeirra er innan 120 gráðu horns. LED: Light emitting diode sem hefur fengið þýðinguna ljóstvistur á Íslensku. OLED: Organic light emitting diode sem hefur fengið þýðinguna lífrænn ljóstvistur á Íslensku. Glýja: Stafar af sterkum ljósgjöfum í sjónsviði eða of miklum andstæðum. Glýjan eykst eftir því sem ljósgjafinn smækkar að því gefnu að ljósstyrkur sé sá sami.

Ljósstreymi eða lumen er heildarljós sýnilegs ljóss frá ljósgjafa í allar áttir og er sýnt með skammstöfuninni (Lm). Tveir ljósgjafar sem eru gefnir upp með svipað (Lm) á pakkningu gefa þannig frá sér svipað ljósmagn.

Litarhiti (Kelvin

Flúrperur og smáflúrperur Perugerðir/skrúfg innihalda kvikasilfur og rafeindabúnað. Ljóstvistar (LED) innihalda rafeindabúnað. Þessum perum þarf því að skila á endurvinnslustöð til réttrar E meðhöndlunar.

Litarhiti (Kelvin) á skalanum 0 - 10.000 Kelvin Glópera Ljóstvistur Smáflúrpera Halogenpera Flúrperurör Kelvin

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

6.000

7.000

8.000

9.000

10.000

29


Lampar

A

B

C

D

E

F

Aðalatriðið er að hugsa sig vel um áður en lampi er keyptur. Sé það mögulegt er skynsamlegt að fá lampann lánaðan heim til að meta hann í sínu rétt umhverfi. A Lýsir beint niður. Lampi eða kastari lýsir afmarkað svæði vel.

Varpar sterkum skuggum. B Lýsir að mestu beint niður. Lampinn lýsir að mestu beint

niður en beinir einnig birtu út í herbergið. Birtan jafnast því og skuggarnir verða mýkri en í A. C Jöfn lýsing. Lampi með jafnri lýsingu lýsir allt herbergið. Skuggar verða mjög mjúkir. D Ljós upp og niður. Lampinn lýsir jafnmikið upp og niður. Skuggarnir verða nokkru mýkri en í A. E Lýsir að mestu upp. Lampinn lýsir að mestu beint upp en minna niður. Skuggar verða mjúkir og ekki jafngreinilegir og í C. F Lýsir beint upp. Lampinn lýsir efsta hluta herbergisins best og á gólf falla nær engir skuggar.

Gátlisti áður en lampi er keyptur Lampinn þarf að geta lýst það sem á að lýsa Lampinn má ekki valda glýju. Skermurinn þarf að vera þannig hannaður að ekki sjáist í peruna. Ef hægt er að stilla lampann þarf það að vera hægt án þess að maður brenni sig á fingrum. Auðvelt þarf að vera að hreinsa lampann og skipta um peru í honum. Íhuga þarf vel notkun litaðra skerma. Þeir gefa litaða birtu í herbergið. Notaðu aldrei sterkari perur (í wöttum) en lampinn er gerður fyrir. Hugsaðu um gæðin. Það er mikill munur á ending á efni, lakki, snúrum osfrv. Verð og gæði fylgjast oft að. Ef þú ætlar að nota smáflúrperur skaltu kanna hvort hægt sé að setja þær í lampann og hvort hann dreifi ljósinu rétt. Yfirleitt er hver lampi byggður fyrir ákveðna perutegund. Lampar ungra barna verða að vera sterkbyggðir og vel festir. Þannig er komist hjá eldhættu og tryggt að börn slasi sig ekki þótt þau fikti.

30

Veldu eingöngu lampa sem þú hefur séð lýsa ! Hugsaðu fyrst um hvernig á að nota lampann, svo um útlit hans !


Í þessu riti eru gefin mörg dæmi um lýsingu þar sem hægt er að spara rafmagnskostnað um tugi prósenta án þess að það komi niður á gæðum lýsingar.

Meira Meiraljós ljósfyrir fyrirminna minnarafmagn rafmagn Ljósmagn (Lumen)

Ljóstvistur (LED)

Smáflúrpera (Sparpera)

Eco - Halogen

Glópera

20 W

1.300

70 W

100 W

1.100 17 W 75 W

15 W

900

53 W

11 W

60 W 11 W

700

42 W 500

Sé notast við rétta blöndun lampa er hægt að bæta lýsinguna en jafnframt að draga úr rafmagnsnotkun. En þá þarf að velja lampa og perur af alúð og gæta þess að slökkva á eftir sér ef það gerist ekki sjálfvirkt. Hafið í huga að samkvæmt verklagsreglu Mannvirkjastofnunar VLR13 er það löggiltra rafverktaka að bera ábyrgð á endurnýjun meirihluta raflagna, t.d. þegar dregnar eru nýjar taugar í pípur, skipt um rofa og tengla, fjarlægðar fittingslagnir og lagðir nýir strengir. Þessi verk eru tilkynningaskyld.

9W 7W

300

40 W

Hvar fæ ég frekari upplýsingar

25 W

Á heimasíðu Ljóstæknifélags Íslands www. ljosfelag.is er að finna margt áhugavert efni um ljós og lýsingu. Þessi bæklingur er niðurhlaðanlegur í PDF formi frítt á heimasíðu okkar auk þess sem hægt er fletta í gegnum hann á netinu. Ljóstæknifélag Íslands er einnig með Facebook síðu og rás á Youtube með fróðlegum fyrirlestrum.

28 W

6W 5W 3W

18 W

100

15 W

Til að auðvelda samanburð á milli ljósgjafa er nú notast við ljósmagn gefið upp í lumen (sjá helstu hugtök bls. 29) í stað watta eins og áður.

Helstu atriði heimilisljósgjafa HALOGEN ECO

SMÁFLÚRPERA

LJÓSTVISTUR (LED)

Ljósnýtni

Sæmileg

Góð

Mjög góð

Líftími

2000 klst

6000-20000 klst

15000-50000 klst

Framúrskarandi

Góð

Góð til mjög góð

Tilteknar gerðir

Tilteknar gerðir*

Ódýr/stutt ending

Meðalverð/ending

Hærra verð/ending

Litendurgjöf Dimmungargeta Kostnaður**

* Ráðfærið ykkur við fagmann ** Heildarkostnaður ræðst af innkaupsverði, endingu og hversu ljósnýtin peran er. Skoðið reiknivélar Orkuseturs t.d Ljóstímann.

Hvar get ég leitað aðstoðar? Okkar félagar eru líklegastir til að eiga þennan bækling til dreifingar í pappírsformi. Skoðið félagatal okkar á heimasíðu www.ljosfelag.is til að sjá hvaða verslanir og fyrirtæki er um að ræða. Ljóstæknifélag Íslands fagnar 60 ára afmæli sínu 22.október 2014. Markmið félagsins er að stuðla að betri lýsingu og sjónskilyrðum og að veita almenna, hlutlausa fræðslu um allt er varðar lýsingu og sjónstarf. Félagið er opið öllum þeim sem lýsa stuðning sínum við markmið félagsins. Hægt er að sækja um inngöngu í félagið á heimasíðu þess www.ljosfelag.is, félagsgjald er hóflegt.

www.ljosfelag.is


VIÐ ERUM ÖLL TENGD VIÐ NÁTTÚRUNA Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.