Í ÓVISSU - Saga smábæjar við eldstöð - Lára Lind Jakobsdóttir

Page 1

Í ÓVISSU Saga smábæjar við eldstöð

Lára Lind Jakobsdóttir



Landris og möguleg kvikusöfnun undir Þorbjarnarfelli við Grindavík setti í gang mikla tímarás. Óvissustigið einkennist af mörgum jarðskjálftum og undirbúningi við­bragðs­ aðila. Skynsamlegt er að taka niður muni sem geta dottið og setja verðmæta hluti í kassa. Óvissustigið gæti varið lengi og ekki er vitað hvenær því líkur. Það er fólkið í bænum sem stendur vaktina.


Smærri bæjarfélög á Íslandi eru að vissu marki alltaf einangruð út af staðsetningu. Það er fólkið sem myndar samfélag og heldur því gangandi.


Er ekki bara best að halda ró sinni, við stjórnum ekki náttúrunni.



Grindavík er byggt á sprungu eftir jarðskjálfta og eldgos, fyrir byggð var hægt að ganga langt niður í jörðu ofan í sprungurnar á sumum stöðum.


Bæjarlífið hefur haldið sér þó um ákveðinn óróleika sé um að ræða. Fólk pakkar samt í töskur og tekur niður muni, annað væri óskynsamlegt.




Núna verða alltaf tveir lögreglubílar á svæðinu sem standa sólarhrings­ vakt á meðan óvissustig ríkir.


Við erum með sterkt teymi viðbragðsaðila og rýmingaráætlun er tilbúin ef allt fer á versta veg.


Eldgos gæti komið eftir 2 klukkutíma, 2 mánuði eða 2 ár.



Ef til eldgos kæmi eru aðeins tveir vegir út úr bænum. Á þessum tíma árs eru þeir oftast ekki mokaðir þó að um mikið frost og snjó sé um að ræða. Vegna óvissustigsins eru þeir nú mokaðir tvisvar sinnum á dag. Það þarf að vera greið útgönguleið.


Ég hef verið að taka myndir síðan að ég fékk mína fyrstu myndavél í fermingargjöf. Mér finnst rosalega mikilvægt að við notum sköpun okkar og vægi til þess að segja sögur. Koma skilaboðum til skila og tala um það sem skiptir máli. Ég er uppalin í Grindavík og þetta verkefni sýndi mér hvað það er gott að eiga góðan kjarna. Oft er lítið stærra en stórt. – Lára Lind Jakobsdóttir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.