Skólablaðið Skinfaxi 2011-2012

Page 64

Þann 1. september 2011 var hið árlega Busaball MR haldið á Broadway, svonefnt vegna allra glænýju busanna sem eru nývígðir inn í Lærða Skólann að mæta á sitt allra fyrsta menntaskólaball. Að venju var þetta rave-ball, svo busar jafnt sem aðrir klæddu sig í hvít og neonlituð föt, helltu yfir sig öllu frá yfirstrikunarpennableki til glow-stick safa og flykktust svo til Broadway. Þegar þangað var komið hófust eldri nemendur handa við að skoða busakjötið og athuga hvort það væru ekki einhverjir efnilegir bitar inn á milli. Vissulega fundu einhverjir busaástina þar sem ekki var sjaldgæf sjón að sjá kossaflens hvert sem maður leit. Allt í allt var þetta frábært ball þar sem allir skemmtu sér og virkilega góð byrjum á félagslífinu í MR. Karólína Jóhannsdóttir, 3.A

Busaball „Busaballið olli mér ekki vonbrigðum. Tanaðir strákar í tóga, netabolum og Arnór Gunnar í sleikz. Svo skemmdi ekki fyrir að Aeroplane sá sleikþyrstum menntskælingum fyrir ljúfum tónum. Bíð spennt eftir næsta busaballi, kannski verður maður heppinn og hreppir koss frá Narra sleik.“ Gunnhildur Hjördís Grétarsdóttir, 5.S „Busaballið var klikkað. Eins og alltaf voru allir á rassgatinu, kófsveittir með neon út um allt að reyna að dansa tekknó eða í sleik.“ Jónas Atli Gunnarsson, 5.Z „Minn helsti galli? Jaa, ætli ég verði ekki að segja ravegallinn. Hann er samt spari sko. Tek hann bara fram þegar það er einhver snilld í gangi. Fimm átta arma stjörnur með flúri og skini.“ Fríða Þorkelsdóttir, 4.B „Síðasta menntaskólaballið mitt á Broadway (beilaði á ársó fyrir airwaves) var yndislegt. Tóga var klárlega besta dressið fyrir þetta sjúka athæfi. Þarf að finna fleiri viðburði til að klæðast tóga.“ Gunnar Smári Eggertsson Claessen, 6.Y

„Busaballið var frábært. Ég mætti í fínasta pússi, edrú, fór ekki í sleik við neinn og kom heim á slaginu eitt. Æði pæði.“ Katrín Anna Herbertsdóttir, 3.A „Mér fannst busaballið í byrjun skólaársins frábært start á frábærri önn, eitt skemmtilegasta ballið að mínu mati!“ Hanna María Geirdal, 3.J „Eftir vígalegustu miðasölu seinustu ára var ekki við öðru að búast en glæsilegu balli, stútfullu af nýjum hot-body 95’ strákum sem hægt var að skemmta sér af. Því er óhætt að segja að ballið stóðst mínar væntingar með meiru.“ Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, 4.B „Busaballið var yndislegt. Ég man þegar ég labbaði inn og allir voru að dansa. Ég hló og fór að dansa. Flott tónlist og húsið hristist. Ég hélt áfram að hlæja. Síðan var þetta eins og tívolí, rússíbani gerður úr gleri en ekki tré. Skemmtilega við þennan skemmtigarð var að hann hélt áfram, festist aldrei nema í minningunni.“ Jóhann Björn Jóhannsson, 6.Y


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.