Page 1

Skรณlablaรฐiรฐ Skinfaxi 2011-2012


Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir • Stúdent frá MR 2008 • Tækni- og verkfræðideild, 3. ár • Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði • Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

Paolo Gargiulo • Lektor í tækni og verkfræðideild • Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar • Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði • Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH

Saman látum við hjólin snúast

Velkomin í HR Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Þannig er Háskólinn í Reykjavík: Framsækinn og alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.

Komdu í heimsókn eða kynntu þér möguleikana á www.hr.is.


5


Skólablaðið Skinfaxi

Útgefandi

2. árgangur 114. árgangur Skinfaxa 87. árgangur Skólablaðsins

Málfundafélagið Framtíðin Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík

Ritstjórn Anna Guðrún Guðmundsdóttir Arna Katrín Kjartansdóttir Bryndís Bjarnadóttir Georg Gylfason Heba Lind Halldórsdóttir Katrín Dögg Óðinsdóttir Sigrún Jonný Óskarsdóttir

Ábyrgðarmenn

Hönnun og umbrot

Ljósmyndarar

Kári Þrastarson Þórður Hans Baldursson

www.darriulfsson.com

Prófarkalestur

Önnur hönnun

Bára Friðriksdóttir Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Hlíf Ingibjörnsdóttir Steinn Elliði Pétursson Snorri Sigurðsson Tryggvi Skarphéðinsson Þórður Ingi Jónsson

Gísli Örn Guðbrandsson

Arna Rut Emilsdóttir Cindy Rún Xiao Li Freyr Sverrisson Fríða Þorkelsdóttir Gísli Örn Guðbrandsson Harpa Ósk Björnsdóttir Heba Lind Halldórsdóttir Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir Íris Björk Gunnarsdóttir Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir Snædís Gígja Snorradóttir Prófarkalestur: Bára Friðriksdóttir Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Hlíf Ingibjörnsdóttir Steinn Elliði Pétursson Snorri Sigurðsson Tryggvi Skarphéðinsson Þórður Ingi Jónsson

Prentun

Upplag

Pappír

Litróf

1000 eintök

Arctic Volume White 120 gr. Munken Polar Rough 130 gr.


Efnisyfirlit Ritstjórnarávarp Markaðsnefndarávarp

8 11

Skólafélagið Ávarp Inspectors Annáll Scribu Uppgjör Quaestors Embættismannatöl Skólafélagsins

12 15 16 18 20

Framtíðin Ávarp Forseta Annáll Ritara Uppgjör Gjaldkera Embættismannatöl Framtíðarinnar

26 29 30 32 34

Leiðari Fiðluballið Dimissio Morfís sigur 2011 Pungland Djammlin Sumarferðin Marmaris MR í samanburði Margrét Guðnadóttir Busun, fyrirparty og ball Busaball Bls 67 Hversdagsleikinn Vissir þú? MR–ví Rósa Fashion Hvaða týpa ert þú? Árshátíðarvika Skólafélagsins Árshátíð Skólafélagsins Sögur úr Dauðaherberginu Sokkaballið Ási Plató Djammviskubit Orrinn Baltasar Kormákur Gullkorn Jólaballið Peratið Myndasaga Vinsælasti kennarinn

41 42 44 46 48 50 52 55 56 60 64 66 68 69 70 72 76 77 80 82 84 86 88 92 94 96 102 104 107 108 110

Res Novae Ljósmyndasamkeppni Skoðanakannanir Af hverju internetið verður aldrei Nirvana Annáll Zéra Yggdrasill Söngkeppni Íþróttavikan Noir Gettu betur Hallgerður Hallgrímsdóttir Árshátíðarvika Framtíðarinnar Árshátíð Framtíðarinnar Sólbjartur Góðgerðavika Nemendaviðtöl Hversdagsleikinn Gluggaplantan Álfur í Argentínu Sjúkir sálfræðikvillar Herranótt Morfís 2012 Ritdeilur Stærðfræðidjamm í Amsterdam Annáll Bekkjarmyndir Vinnsla blaðsins Hver ert þú í ritstjórn? Þakkir

7

113 114 116 119 120 121 126 130 132 143 144 150 152 155 156 158 160 161 162 166 168 173 174 178 183 184 204 205 208


Georg Gylfason

Bryndís Bjarnadóttir gjaldkeri

Anna Guðrún Guðmundsdóttir ritari

Arna Katrín Kjartansdóttir

Ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa 2011–2012.


Heba Lind Halldórsdóttir

Sigrún Jonný Óskarsdóttir ritstjóri

Kæri lesandi, Þetta skólaár hefur verið einstaklega reynsluríkt og gefandi fyrir okkur í ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa. Það hefur verið okkur sönn ánægja að vinna að útgáfu þessa mikilfenglega rits. Útgáfustarfsemi á borð við þessa á sér langt ferli, ferli sem var á köflum langt og strangt en líka ótrúlega spennandi og krefjandi. Í starfi okkar höfum við kynnst ýmsum hliðum á félagslífi Menntaskólans. Þau kynni hafa kennt okkur að meta alla hina ómetanlegu vinnu sem það duglega fólk sem stendur á bak við það leggur á sig. Einnig höfum við komist að því hversu frábærilega duglegir samnemendur okkar eru við að sækja alla þá viðburði sem eru á boðstólum. Ótal margir hafa lagt okkur lið í tengslum við hina margþættu vinnu blaðsins. Enda er það okkar aðalmarkmið að blaðið endurspegli allar hliðar félagslífsins. Í gegnum súrt og sætt hafa nemendur skólans verið tilbúnir að sinna hinum ýmsum verkefnum sem við höfum lagt fyrir þá og útkoman er sem raun ber vitni, frábært blað með breiðan sjóndeildarhring. Þegar ritstjórnin settist fyrst niður heitan sumardag árið 2011 veltum við fyrir okkur hugmyndum um hvaða karakter blaðið í ár ætti að geyma. Átti blaðið að vera jafn hefðbundið og undanfarin ár eða vantaði eitthvað nýtt og ferskt? Lokaniðurstaða okkar var einföld. Við vildum færa nemendum Skólablaðið Skinfaxa í þeirri lýðræðislegu og hlýju mynd sem rammi félagslífsins hefur skapað undanfarin ár. Það er okkur því sönn ánægja eftir þessa yndislegu meðgöngu að færa ykkur blað sem hefur að geyma sannan MR-anda. Að þessu sögðu biðjum við þig, kæri lesandi, að fletta blaðinu með allri þeirri MRást sem þú berð í brjósti og njóta lestrarins og skynja þá alúð sem við lögðum í það.

Katrín Dögg Óðinsdóttir

Frá okkur til þín, Ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa 2011-2012.

9


H V Í TA H Ú S I � / S Í A – 11 - 1 7 1 2

7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum.

NÝR PICANTO

Urrrrandi góður! Kynnum til sögunnar nýjan Kia Picanto. Magnaðan bíl sem eyðir aðeins 4,3 l/100 km og CO2 útblásturinn er aðeins 99 g/km.

Komdu við í Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og prófaðu nýjan urrrrandi góðan Picanto. Hlökkum til að sjá þig!

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

www.kia.is


Markaðsnefndar ávarp

Markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa 2011–2012. Efri röð: Kristrún Ragnarsdóttir, Óskar Jónsson, Andrea Gestsdóttir. Neðri röð: Berglind Una Svavarsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir. Á mynd vantar: Sandra Smáradóttir.

Í ár voru sex þriðjubekkingar í markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa. Þessi markaðsnefnd er talin af mörgum vera fallegasta markaðsnefnd sem starfað hefur við Menntaskólann. Þau hafa unnið hörðum höndum bæði dag og nótt enda enginn barnaleikur að safna upphæðinni sem þarf til að Skólablaðið Skinfaxi komi út. Það er ein besta og mesta reynsla sem þriðjubekkingur getur fengið á busaári sínu að sitja í markaðsnefnd Skólablaðsins Skinfaxa enda eitt stærsta verkefni sem er í boði fyrir nýnema. Þetta er sú markaðsnefnd sem 11

er starfandi allt skólaárið og þarf af öllum markaðsnefndum að safna mesta peningnum svo Skólablaðið Skinfaxi geti komið út jafn veglegt og raun ber vitni. Það eru erfiðir tímar í landinu sem gerir söfnunina erfiðari en ella, það er oft erfitt að halda áfram þegar illa gengur og enginn vill styrkja mann en leið og boltinn fór að rúlla var ekki aftur snúið. Nú er takmarkinu náð og þökk sé vinnu þeirra komst Skólablaðið Skinfaxi í hendur ykkar.


Stjórn Skólafélagsins 2011–2012. Efri röð: Ásgeir Hallgrímsson collega, Þórður Hans Baldursson inspector scholae, Árni Þór Lárusson quaestor scholaris. Neðri röð: Silja Guðbjörg Tryggvadóttir collega, Hörn Heiðarsdóttir scriba scholaris.

Stjórn Skólafélagsins 2011-2012 var skipuð af 6 einstaklingum sem sátu þó ekki allir í stjórninni samtímis. Fyrir áramót starfaði Þengill Björnsson sem inspector scholae en lét af störfum samhliða því að hann hætti námi við skólann. Við tók Þórður Hans Baldursson sem inspector scholae og lét af störfum sem collega. Ný collega varð Ásgeir Hallgrímsson en hinir stjórnarmeðlimir héldu óbreyttum sætum í stjórninni. Hörn Heiðarsdóttir gegndi stöðu scribu scholaris, Silja Guðbjörg Tryggvadóttir sat sem collega allt árið og Árni Þór Lárusson var quaestor scholaris.


Ávarp Inspectors Þegar ég settist niður til að skrifa þetta ávarp þá fóru ýmsir hlutir í gegnum huga minn. Mig langaði til að verða epískur og skrifa fallegt ljóð sem myndi ramma inn þessi 4 ár sem ég hef varið hér í Menntaskólanum. Það reyndist hægara sagt en gert. Hérna kemur það:

Þegar ég gekk inn í MR í fyrsta skipti fyrir tæpum fjórum árum hafði ég ekki minnsta grun um út í hvað ég var búinn að koma mér. Staðráðinn í því að standa mig vel settist ég í fyrsta tímann minn í fjósinu. Þrátt fyrir bágan húsakost komst ég klakklaust í gegnum 3. bekkinn, stóð uppi með nýja vini, ný markmið og nýjar áherslur. Síðan liðu árin. Það sem stendur upp úr á skólagöngunni eru ótal hlutir, bæði hæðir og lægðir. Lægðir, eins og að detta í tjörnina í miðjum tjarnarhring og hæðir eins og að horfa á MR-inga vinna Morfís og Gettu Betur. Það allra besta sem ég tek þó með mér úr menntaskólanum eru vinirnir og reynslan af félagslífinu. Það var ekki fyrr en í lok 4. bekkjar sem ég ákvað að demba mér í félagslífið af einhverju viti og sé ég ekki eftir því í dag. Ég sé í raun miklu frekar eftir því að hafa ekki byrjað fyrr.

Á fyrsta ári var settur í fjós fyrir prófum og verkefnum sá ekki ljós. Þrátt fyrir þrældóm og kröpp kjör í þriðja bekk er alltaf fjör. Fjórði bekkur oft fellur í gleymsku þú gerir fátt annað en að uppræta heimsku, með dönskum stílum og stærðfræðiþusi það er erfitt að vera ekki lengur busi

Skólaárið 2011-2012 hefur heldur betur verið áhugavert svo ekki sé fastara að orði kveðið. Skipst hafa á skin og skúrir þó svo að ýmsir hlutir hafi ekki farið eins og best yrði á kosið, þó kosið hafi verið tvisvar. Ég held þó samt sem áður að ég geti með stolti sagt að í heildina litið hafi árið tekist vel hvað félagslífið varðar. Böllin voru vel sótt, söngkeppnin tókst vonum framar, útgáfustarfssemi var öflug, undirfélögin stóðu fyrir mörgum skemmtilegum viðburðum og þegar þetta er ritað erum við ennþá inni í Gettu Betur og Morfís.

Í fimmta bekk ég finn mig betur Eftir fjórða bekkjar kjarnorkuvetur Á þessu ári menn fórnir færa útaf félagslífi ég hætti að læra Sjötti er einskonar ævikvöld þú ert elstur og hefur loksins völd en árið þýtur hjá með hraði og allt í einu ertu úti á hlaði í ruslagámi að dimmitera og vonar bara að það hljóti að vera að með öllu þessa blessaða námi endirðu ekki aftur í þessum gámi.

Haustmisserið var ansi viðburða- og lærdómsríkt. Brotthvarf Inspectors um áramótin var atvik sem eflaust fer í sögubækurnar, enda fyrsta skipti sem slíkt hendir sögu Menntaskólans. Við lærðum það að ritstjórnir geta ekki tekið hvaða Jón sem er af götunni í viðtal og hve mikill hausverkur það er að halda böll án Broadway.

Ég vil enda þetta stutta ávarp á því að þakka öllum samnemendum mínum fyrir fjögur ánægjuleg ár í MR. Það verður þyngra en tárum taki að kveðja MR og ég hvet þá sem eftir verða til að njóta þessara fáu ára til þess ítrasta. Það gerði ég allavega.

Vormisserið byrjaði eins og það kemur til með að enda, með kosningum. Eftir að búið var að skipa í laus embætti hófumst við strax handa á að undirbúa komandi mánuði og ganga frá lausum endum. Það var smá átak að að setja sig inn í öll verkefni sem Inspector þarf að sinna en með góðri hjálp og stuðningi margra duglegra einstaklinga tókst það. Ég ætla þó ekki að skrifa nánar um árið hérna og láta Hörn um að útlista árið frekar í sínum annál.

Þórður Hans Baldursson Inspector scholae

15


Annáll Scribu tækifæri til að kynnast sem og að þjappa hópnum saman. Föstudaginn 1. apríl 2011 var kosið í embætti Skólafélagsins og Framtíðarinnar fyrir skólaárið 2011-2012. Ný Skólafélagsstjórn var mynduð og voru eftirfarandi embættismenn kosnir: Þengill Björnsson sem inspector scholae, Hörn Heiðarsdóttir, undirrituð, sem scriba scholaris, Árni Þór Lárusson sem quaestor scholaris, Silja Guðbjörg Tryggvadóttir sem collega og Þórður Hans Baldursson sem collega. Tveimur dögum síðar var fyrsti fundur hinnar nýju stjórnar sem var full af krafti og metnaði til að gera næsta skólaár sem allra best. Ekki leið á löngu þar til hugmyndavinna og skipulagsstarf var komið á fullt, en allt var þó sett í bið á meðan stjórnarmeðlimir þreyttu árspróf. Föstudaginn 15. apríl var haldinn aðalfundur Skólafélagsins þar sem kosið var í laus embætti. Þau voru ritnefnd Skólablaðsins Skinfaxa, Félagsheimilisnefnd, Skólanefndarfulltrúi og inspector platearum. Ekkert framboð barst í embætti inspector platearum en önnur embætti voru skipuð fyrirmyndarfólki. Engar lagabreytingartillögur bárust. Sumarið fór í mikla skipulagsvinnu, samningagerð og afsláttasöfnun auk þess sem undirrituð vann hörðum höndum að gerð Morkinskinnu. Laugardaginn 2. júlí héldu MR-ingar í hina árlegu Sumarferð Skólafélagsins sem haldin var á tjaldstæðinu Hamragörðum við Seljalandsfoss. Þar brugðu Menntskælingar á leik, grilluðu, glömruðu á gítar og kynntust samnemendum sínum. Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi gert okkur lífið leitt heppnaðist ferðin vel. Mánudaginn 22. ágúst var skólinn settur í 166. sinn. Daginn eftir hófst kennsla og beið Morkinskinna á borðum nemenda þennan fyrsta dag lærdóms og angistar. Viku síðar hófst busavikan þar sem nýnemar þurftu að vaða eld og brennistein til að öðlast viðverurétt í okkar ævafornu menntastofnun. Mánudaginn 29. ágúst var haldin busakynning í Iðnó þar sem öll undirfélög kynntu starfsemi sína og í lokin fengu busarnir óvæntan glaðning. Busunin sjálf fór fram fimmtudaginn 1. september að hefðbundnum sið og um kvöldið var Busaball Skólafélagsins á Broadway. Belgíski rafdúettinn Aeroplane lék fyrir dansi en hann var fluttur sérstaklega til landsins fyrir ballið. Allir ættu að geta verið sammála um að ballið hafi heppnast með eindæmum vel. Helgina 9.-11. september fóru hinir nývígðu MR-ingar í ferð út á land. Árgangnum var skipt í tvennt og gisti hvor hópur eina nótt í félagsheimilinu í Árnesi. Þar áttust nemendur við í hinum ýmsu keppnum og leikjum en ætlunin var að gefa nýnemum

Dagana 12.-16. september tók við Listavika á vegum Listafélagsins. Hún var einkar vel heppnuð og það var greinilegt að mikill kraftur var í MR-ingum þessar fyrstu vikur skólans. Góð mæting var á alla viðburði, sem voru m.a. geimverufræðsla í boði Magnúsar Skarphéðinssonar, bíókvöld, módelteikning og kaffihúsakvöld. Vikan 19.-23. september var í höndum Íþróttaráðs. Keppt var á milli bekkja í hinum ýmsu íþróttagreinum, s.s. limbó, borðadansi, armbeygjukeppni, kappáti og skutlukeppni en vikan endaði á fótboltamóti á Framvelli. Líkt og í Listavikunni var þátttaka MR-inga í íþróttavikunni til fyrirmyndar og það var greinilegt að margir bekkir voru staðráðnir í að sigra stigakeppnina. Árshátíð Skólafélagsins var haldin með pompi og prakt á Broadway fimmtudaginn 13. október. Líkt og áður var árshátíðin haldin í hausthléi sem í þetta skiptið lenti í sömu viku og hin sívinsæla tónlistarhátíð Iceland Airwaves. Það bitnaði að einhverju leyti á miðasölunni á ballið sem engu að síður heppnaðist virkilega vel. Árshátíðarvikan hófst mánudaginn 10. október með opnun Cösu, en undirbúningur fyrir vikuna hófst rúmlega tveimur vikum fyrr. Skreytingarnefnd skipuðu um 30 harðduglegir nemendur sem strituðu dag og nótt til að breyta Cösukjallara í ævintýraheim einnar þekktustu kvikmyndaseríu heims, Star Wars. Mikið var um dýrðir við opnunina þar sem hljómsveit, skipuð MR-ingum, hafði verið sett saman til að gleðja nemendur við opnunina, auk þess sem gríðarlegt magn kræsinga var í boði í þessu viðburðaríka hádegishléi. Á meðan skreytingarnefnd málaði, smíðaði og „duct tape-aði“ vann árshátíðarnefnd, einnig skipuð um 30 manns, hörðum höndum að því að skipuleggja árshátíðarvikuna. Í henni voru viðburðir á borð við ratleik, skylmingakennslu, uppistand með Ara Eldjárn og uppistandskeppnin Iocer scholae auk þess sem árshátíðarútvarpið var á sínum stað. Á árshátíðardaginn sjálfan var opin útsending á Skjá 1 þar sem árshátíðarsjónvarp okkar MR-inga var opið öllum landsmönnum. Hátíðardagskráin var haldin á Broadwy og var þar mikið um dýrðir. Dregnir voru veglegir vinningar í happdrætti, hátíðarræðumaðurinn Ólafur Egill Egilsson flutti ávarp, Árni Freyr Snorrason lék ljúfa tóna á píanó, árshátíðarmyndin var frumsýnd, árshátíðardansinn var sýndur og úrslit ratleiksins voru tilkynnt. Deginum lauk svo með árshátíðardansleik á Broadway og þar var það Stórsveit Reykjavíkur ásamt Agli Ólafssyni og Samúel Jóni Samúelssyni sem héldu uppi stuðinu.


stuttmyndakeppni og keppni-í-að-vera-með-betra-hádegishlé svo eitthvað sé nefnt. Á föstudeginum kepptu stjórnarmeðlimir í ræðukeppni þar sem umræðuefnið var Ekkert. Keppnin var stórskemmtileg, enda vægast sagt furðulegt umræðuefni, en heimildum ber þó ekki saman um úrslit.

Vikan 24.-28. október var Herranæturvika, þar sem lögð var áhersla á leiklist og allt sem henni tengist. Á dagskrá voru m.a. spunanámskeið, Actionary í Cösu, kynning á leikriti Verslinga sem og forkeppni fyrir Leiktu betur. Auk þess var 2. þáttur af skemmtiþættinum Bingó sýndur í Cösu við mikinn fögnuð nemenda.

Í byrjun febrúar var þó komið að einum stærsta viðburði ársins. Mánudaginn 30. janúar hófst Söngkeppnisvika, tileinkuð Söngkeppni Skólafélagsins sem var föstudaginn 3. febrúar. Undirbúningur Skólafélagsstjórnar og Skemmtinefndar hófst strax fyrir jól og fór á fullt í jólafríinu. Keppnin var haldin í Austurbæ og voru atriðin 19 talsins. Alls sóttu 31 atriði um þátttökurétt í keppninni en því miður komust ekki allir að vegna tímatakmarka. Kynnar kvöldsins voru þau Kristín Guðmundsdóttir og Jónas Atli Gunnarsson og eiga þau hrós skilið fyrir skemmtilegar og metnaðarfullar kynningar á atriðum, en þess má geta að Kristín skipti um kjól fyrir hvert einasta atriði í keppninni. Hljómsveit kvöldsins var ekki af verri endanum en hana skipuðu þeir Árni Freyr Snorrason, fyrrum inspector scholae, á hljómborð, Arnljótur Sigurðsson á bassa, Gylfi Sigurðsson á trommur og Hrafnkell Gauti Sigurðarson á gítar. Keppnin heppnaðist með eindæmum vel og var hvert atriði öðru flottara. Jón Sigurður Gunnarsson, 5. R, söng sig inn í hug og hjörtu viðstaddra með hinum víðfræga rússneska slagara I Am Glad, Cause I‘m Finally Returning Back Home með Eduard Khil. Jón hlaut viðurkenningu áhorfenda sem vinsælasta atriði kvöldsins og fór heim hlaðinn vinningum. Þriðja sætið hrepptu þær Kristín Erla Lína Kristjánsdóttir, 6. B, og Katrín Arndísardóttir, 6. B, með skemmtilega útfærslu af lagi David Guetta, Titanium. Katrín hafnaði einnig í öðru sæti en hún söng lagið Black Coffee með Ellu Fitzgerald. Sigurvegari kvöldsins var Ingibjörg Helga Steingrímsdóttir, 3. A, sem söng og spilaði 80‘s slagarann Time After Time með Cyndi Lauper.

Fimmtudaginn 10. nóvember stóð Skemmtinefnd fyrir stórskemmtilegu stelpukvöldi. Hin eina sanna Tobba Marinós kynnti nýjustu skáldsögu sína á meðan gestir sötruðu drykk sem framreiddur var af nokkrum sjóðheitum Kakólandsstrákum. Næst tók við tískusýning þar sem nokkrar stelpur úr MR gengu eftir tískupöllum og sýndu föt frá ýmsum fatamerkjum og hönnuðum. Þar næst tók við happdrætti þar sem stórglæsilegir vinningar voru í boði og að lokum kom kennari frá Pole Fitness og sýndi gestum undirstöðuatriðin í Burlesque-dansi. Viku síðar, fimmtudaginn 17. nóvember, kepptu MR-ingar í hinni sívaxandi tónsmíðakeppni Orranum. Undirbúningur og skipulag keppninnar voru að mestu leyti í höndum Listafélagsins og voru hvort tveggja til fyrirmyndar. Keppnin fór fram í Kassanum, Þjóðleikhúsinu, en kynnar kvöldsins voru þeir Níel Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, og Gissur Ari Kristinsson. Alls kepptu tólf atriði og var hvert öðru flottara. Það er greinilegt að við MR-ingar búum yfir miklum fjölda af hæfileikaríku fólki. Í þriðja sæti var Jóhanna Elísa Skúladóttir, 3. E, með ljúfa píanóballöðu og annað sætið hreppti Friðrik Guðmundsson, 5. Y, ásamt Agnari Davíð Halldórssyni og fluttu þeir einnig píanóverk. Sigurvegarar Orrans 2011 var sveitin Dirty Young Boys, skipuð þeim Birni Orra Sæmundssyni, Ingólfi Arasyni, Jóni Sigurði Snorra Bergssyni og nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Fönksveina. Síðustu tvær vikurnar fyrir jólapróf voru í höndum Skemmtinefndar. Dagana 14.-18. nóvember var Leynivinavika þar sem bekkir kepptust við að vera góðir hverjir við aðra og 21.-25. nóvember var jólaskreytingavika en þá fylltust allar kennslustofur af jólaseríum, jólatónlist, jólasmákökum og jólaanda sem lífguðu upp á skammdegið rétt áður en hin óumflýjanlegu jólapróf skullu á.

Í ár setti leikfélag okkar Menntskælinga upp spunaverk byggt á tveimur lítt þekktum Grimms-ævintýrum. Það fékk nafnið Rökkurrymur sem gefur til kynna drungalegan undirtón sýningarinnar sem er þó klassískt ævintýri um prinsessur, dáta, skrímsli og púka. Leikritið var frumsýnt föstudaginn 24. febrúar og þegar þetta er skrifað er verkið enn í sýningu en það var sett upp á Norðurpólnum og er í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Útlitshönnuður er Kristína R. Berman, tónlistarstjórar eru þau Björg Brjánsdóttir og Ingólfur Arason, ljósahönnuður er Halla Káradóttir og danshöfundar eru þær Sigríður Helgadóttir og Sigrún Grímsdóttir. Fjölmargir hafa komið að undirbúningi Rökkurryms og eiga þau sem og Herranæturstjórn þakkir skildar fyrir vel unnin störf.

Að prófum loknum var haldið upp á jólafríið með dansleik í KRheimilinu. Ætlunin var að flytja inn bresku rafhljómsveitina Hot Chip fyrir ballið. Eftir margra mánaða samningaviðræður, möguleg samningsbrot og klúður af hálfu Skólafélagsstjórnar varð það þó úr að aðeins einn meðlimur hljómsveitarinnar mætti og þeytti skífum. Ballið stóð hvorki undir væntingum Skólafélagsstjórnar né annarra gesta, en vonandi skemmtu sér einhverjir enda er alltaf gaman að lyfta sér upp í góðra vina hópi.

MR-ingar geta státað sig af einstöku félagslífi sem vex sífellt að stærð og gæðum. Ár eftir ár keppast stjórnir við að gera enn betur en árið áður og það skilar sér í því að viðburðir verða fleiri, stærri og flottari. Þetta væri þó auðvitað ekki hægt nema með hinum gríðarlega fjölda harðduglegs fólks innan veggja Menntaskólans sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að gera félagslífið að því sem það er. Ég er afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að gera skólaárið 20112012 eftirminnilegt og ég vona að okkur í Skólafélagsstjórn hafi tekist að lífga upp á skammdegi MR-inga og skapað góðar minningar um menntaskólaárin.

Miðvikudaginn 4. janúar tóku stærðfræði- og latínutímar við á ný eftir nauðsynlega hvíld frá prófum, verkefnum og snemmbúnum morgnum. Síðara misseri þessa skólaárs hófst þó með látum þar sem að nokkuð varð um mannabreytingar í stjórn Skólafélagsins. Þengill Björnsson, sitjandi inspector scholae, hafði ekki staðist jólaprófin og var því vikið úr skólanum. Föstudaginn 13. janúar var nýr inspector schole kosinn en við embættinu tók þáverandi collega, Þórður Hans Baldursson. Til að fylla stöðu Þórðar var haldinn aðalfundur Skólafélagsins, þriðjudaginn 17. janúar, þar sem Ásgeir Hallgrímsson var kjörinn með miklum meirihluta. Segja má að stjórnin hafi tvíeflst við þessar breytingar og fyllst miklum eldmóð og metnaði til að klára skólaárið 2011-2012 af krafti.

Ég þakka ykkur öllum fyrir frábæran vetur og óska ritstjórn innilega til hamingju með Skólablaðið Skinfaxa!

Hörn Heiðarsdóttir Scriba scholaris

Vikan 16.-20. janúar var hin svokallaða Skólafélagið vs. Framtíðin-vikan en þá öttu nemendafélögin kappi í kökubakstri, 17


Uppgjör Quaestors Kæru skólafélagar, Skólaárið í ár hefur verið bæði átakanlegt og skemmtilegt í senn. Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með öllu þessu frábæra fólki sem virðist vera tilbúið að leggja allt undir, ár eftir ár, fyrir þetta fjöruga félagslíf sem ræður hér ríkjum í Menntaskólanum í Reykjavík. Í byrjun hvers árs tekur ný stjórn við, með ný og uppivöðslusöm verkefni og þetta skólaár var engin undantekning á því. Hins vegar hafa aðstæður breyst tiltölulega mikið frá síðustu árum og margir þættir spilað inn í sem hafa tekið sinn toll fjárhagslega séð. Hér fyrir neðan verða birtir stærstu liðir reikniársins 2011-2012. Busaballið Busaballið, einn vinsælasti viðburður ársins, er oftast mikil tekjulind fyrir Skólafélagið. Stefna okkar var hins vegar sú að gefa nemendum meira fyrir minna þegar kom að Busaballinu í ár. Leigður var ljósa- og hljóðbúnaður sem vó hátt í 4 tonn og við fengum til liðs við okkur raftónlistamanninn Aeroplane, sérstaklega til Íslands frá Belgíu, til þess að trylla lýðinn. Eins og við var að búast var uppselt á ballið og ekki betri leið til þess að byrja árið. Heildargróði af Busaballinu var 248.000 kr. Árshátíð Skólafélagsins Árshátíð Skólafélagsins hefur óneitanlega verið dýrasti liður síðustu skólaára. Í ár réðumst við ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og fórum á fullt flug niðri í Cösukjallara og skreyttum hvern einasta fermetra í anda Star-Wars. Þess má einnig geta að Árshátíðin var síðasta ballið sem var haldið á Broadway. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í ár var hún haldin í Airwaves viku sem leiddi til þess að margir eldri nemendur skólans sáu sér ekki fært að mæta. Kostnaður fyrir Árshátíð Skólafélagsins var því u.þ.b. 2.600.000 kr. Jólaball Jólaballið var haldið í KR-heimilinu. Eftir að Broadway lokaði sínum dyrum fyrir framhaldsskólanema var KR-heimilið nánast eini kosturinn til þess að hýsa dansleik fyrir 1200 manns. Ljósa- og hljóðbúnaður kostar eins og gefur að skilja meira en venjulega þegar grunnbúnaður er ekki til staðar. Ekki náðist að selja upp á ballið og seldust færri miðar en búist var við. Því var kostnaður Jólaballsins 476.000 kr.

Útgáfustarfsemi Útgáfustarfsemin stóð næstum því öll undir sér en ekki að fullu. Einnig gerðum við upp gamla skuld frá því í fyrra við prentsmiðjuna Prentmet. Nýtt umbrot MT reyndist vera frekar dýrt og sérstaklega í efnismeiri blöðum, sem gerði markaðsdeildum blaðanna erfitt fyrir. Prentaður var út dúkur sem hægt verður að nota næstkomandi ár sem mun sýna afslætti MR-inga. Einnig vantaði u.þ.b. 50.000 kr. að Morkinskinna stæði undir sér. Heildarkostnaður í útgáfustarfsemi er u.þ.b. 363.000 kr. Skólablaðið Skinfaxi Þótt Skólablaðið Skinfaxi heyri undir útgáfustarfsemi ákvað ég engu að síður að taka það sérstaklega fram hér að ritstjórn þess hefur staðið sig með miklum sóma í ár. Skólablaðið Skinfaxi stóð undir sér og náðist að safna u.þ.b. 2.300.000 kr. Herranótt Leikverkið Rökkurrymur, sem er spunaverk byggt á Grimmsævintýrum, var frumsýnt á Herranótt í febrúar og fékk mjög jákvæðar móttökur. Sýningin var í Norðurpólnum og leikstjóri sýningarinnar var Kolbrún Halldórsdóttir. Herranæturstjórn hefur staðið sig virkilega vel í ár og komið með skemmtilegar nýjungar á sviði leikhúslífsins t.d. miðasölukerfi þeirra á midi.is og önnur stefna í kynningarstarfsemi. Peningur sem Skólafélagið lætur renna til Herranætur er 650.000 kr. Gettu betur Í sumar var samið við nýja þjálfara til þess að taka við Gettu betur liði ársins. Strákarnir okkar hafa staðið sig virkilega vel í viðureignum sínum í vetur og eru nú komnir í undanúrslit sem er einu skrefi nær að krækja í Hljóðnemann í ár! Þjálfaralaun Gettu betur liðsins fyrir skólaárið 2011-2012 voru 470.000 kr. Orrinn Innanskóla tónsmíðakeppnin, Orrinn, var haldin í nóvember á sama stað og í fyrra þ.e. í Kassanum. Listafélagið og keppendur eiga skilið mikið lof fyrir vinnuna sem þeir lögðu í þennan skemmtilega viðburð. Kostnaður fyrir Orrann var u.þ.b. 90.000 kr


Söngkeppnin Söngkeppnin var haldin í Austurbæ. Einnig komum við upp skjá þar sem hægt var að birta auglýsingar og að sjálfsögðu keppnina sjálfa og síðan var ráðin utanaðkomandi hljómsveit. Til þess að lækka kostnað við keppnina hófum við samstarf við aðra skóla og söfnuðum auglýsingum í leikskrá og upp á skjá. Söngkeppnin kostaði alls u.þ.b. 200.000 kr. Kosningavika Á hverju ári er embættismannakerfi Skólafélagsins og Framtíðarinnar endurlífgað með kosningum. Til þess að birta framboðsgreinar þarf að gefa út kosningablað og síðan þarf að leigja sal til þess að birta niðurstöður kosninganna. Áætlaður kostnaður í þetta tvennt er u.þ.b. 100.000 kr Annar kostnaður Símreikningar, internetþjónusta og gamlir reikningar: 493.000 kr. Ég er mjög stoltur af árinu í ár og Skólafélagið hefur sent út skýran tón til annarra nemendafélaga bæði hvað varðar dansleiki og endurnýjun ýmissa hluta t.d. Skólafélagssíðunnar, nýtt umbrot MT, byltingu í innheimtuaðgerðum og sérstaklega auglýsingastarfsemin sem hefur staðið sig fáranlega vel í því að kvikmynda auglýsingar fyrir nánast alla viðburði ársins. Það er því ljóst að Skólafélagið skilur eftir sig 1.192.000 kr. í skuld sem gerð verður upp í byrjun næsta árs. Ég minni ykkur þó á það að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að lækka þessa upphæð. Metnaðarfull verkefni geta reynst verið dýr en engu að síður er nauðsynlegt að stjórnir næstu ára læri af reynslunni og að ekki sé hætta á því að hræðsla geri það að verkum að ný og áhugaverð tækifæri falli í grýttan jarðveg. Ef einhverjar spurningar vakna mátt þú endilega tala við mig og ég skal gera mitt besta til þess að svara og verða þér að liði. Árni Þór Lárusson Quaestor scholaris

19


Akademían Efri röð: Þórður Atlason, Jóhannes Tómasson, Birkir Helgason, Styrmir Hjalti Haraldsson Neðri röð: Guðbjörg Erla Ársælsdóttir

Auglýsinganefnd Hera Sólveig Ívarsdóttir, Sólveig Lára Gautadóttir

3. bekkjarráð Páll Freyr Pálsson, Rannveig Dóra Baldursdóttir, Berglind Una Svavarsdóttir, Soffía Gunnarsdóttir Á mynd vantar: Andrea Gestsdóttir, Jóhann Ragnarsson, Bjarni Elí Jóhannsson, Baldvin Lárus Sigurbjartsson, Inga Arna Aradóttir, Sólveig Bjarnadóttir

4. bekkjarráð Efri röð: Auður Sandra Árnadóttir, Nadia Margrét Jamchi, Sólveig Ásta Einarsdóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir, Brynja Rut Blöndal Neðri röð: Bjarni Halldórsson, Árni Beinteinn Árnason, Kjartan Almar Kárason, Vantar á mynd: Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir


5. bekkjarráð Efri röð: Margrét Arna Viktorsdóttir, Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir, Nanna Kristjánsdóttir, Steinunn Steinþórsdóttir, Helga Kristín Torfadóttir Neðri röð: Guolin Fang, Anna Lotta Michaelsdóttir, Guðmundur Jóhann Guðmundsson, Birgitta Ólafsdóttir, Grétar Þór Sigurðsson

6. bekkjarráð Efri röð: Hallgerður H Þorsteinsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir, Þorgeir Helgason, Una Sólveig Jóakimsdóttir Neðri röð: Urður Jónsdóttir, Hildur Ýr Jónsdóttir, Oddrún Assa Jóhannsdóttir Vantar á mynd: Sædís Birta Barkardóttir

Bingó Efri röð: Páll Kaarel Laas Sigurðsson, Jón Sigurður Gunnarsson, Tómas Ingi Shelton, Jóhannes B. Urbanic Tómasson Neðri röð: Eygló Hilmarsdóttir, Fríða Þorkelsdóttir, Lóa Björk Björnsdóttir

Ferðafélagið Ástbjörn Haraldsson, forseti

21


Stjórn Herranætur Álfrún Perla Baldursdóttir, Ragnhildur Ásta Valsdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Birna Ketilsdóttir, Halla Káradóttir

Inspector instrumentorum Birkir Helgason

Inspector platearum Jón Sigurður Gunnarsson

Íþróttaráð Efri röð: Alexander Sævar Guðbjörnsson, Tómas Ingi Shelton, Dagur Snær Steingrímsson Neðri röð: Rannveig Dóra Baldursdóttir, Jón Sigurður Gunnarsson, Bryndís Bjarnadóttir


Kakóland Efri röð: Jóhannes Hilmarsson, Óttar Pétur Kristinsson, Jónas Atli Gunnarsson. Neðri röð: Ólafur Ásgeirsson, Eiríkur Ársælsson, Fannar Örn Arnarssonn

Listafélagið Efri röð: Friðrik Guðmundsson, Edda Lárusdóttir, Árni Davíð Magnússon, Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir, Kristinn Kerr Wilson Neðri röð: Linda Andrea Mikaelsdottir Persson, Matthías Tryggvi Haraldsson, Þórður Ingi Jónsson, Haukur Einarsson

Ljósmyndafélagið Andrea Gylfadóttir, Arna Rut Emilsdóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir, Hrafnhildur Edda Magnússon

Menntaskólatíðindi – Haust Johan Sindri Hansen, Elías Bjartur Einarsson, Birnir Jón Sigurðsson, Freyr Sverrisson, Bragi Guðmundsson

23


Menntaskólatíðindi – Vor Efri röð: Árni Beinteinn Árnason, Sólveig Ásta Einarsdóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir Neðri röð: Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, Birna Ketilsdóttir, Erla Ylfa Óskarsdóttir

Myndbandsnefnd Magnús Orri Dagsson, Benedikt Blöndal, Stefán Snær Ágústsson

Nemendaráðgjafar Efri röð: Steinunn Hauksdóttir, Emma Adolfsdóttir, Steinunn Steinþórsdóttir, Sigrún Grímsdóttir Neðri röð: Ásgeir Hallgrímsson, Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir, Bríet Dögg Bjarkadóttir, Freyr Sverrisson

Regla hins brennadi fáks Þorsteinn Friðrik Halldórsson, æðsti prestur


Skemmtinefnd Efri röð: Guðrún Snorra Þórsdóttir , Bryndís Thelma Jónasdóttir, Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir Neðri röð: Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir

Skólaráðsfulltrúi Steinunn Steinþórsdóttir

Vetur Gísli Örn Guðbrandsson, Birna Ketilsdóttr, Freyr Sverrisson Vantar á mynd: Íris Björk Gunnarsdóttir, veturkonungur og Finnur Marteinn Sigurðsson

25


Stjórn Framtíðarinnar 2011–2012. Efri röð: Arnór Gunnar Gunnarsson ritari, Kári Þrastarson forseti, Adolf Smári Unnarsson meðstjórnandi. Neðri röð: Kristín Ólafsdóttir gjaldkeri, Kjaran Orri Þórsson meðstjórnandi.

Stjórn Framtíðarinnar var skipuð af fimm einstaklingum skólaárið 2011-2012. Embætti forseta gegndi Kári Þrastarson. Meðstjórnendur stjórnarinnar voru tveir líkt og undanfarin ár, þeir Adolf Smári Unnarsson og Kjartan Orri Þórsson. Sá síðarnefndi gegndi hlutverki umsjónarmanns Sólbjarts. Gjaldkeri Framtíðarinnar í ár var hún Kristín Ólafsdóttir. Ritari og varaforseti í ár var Arnór Gunnar Gunnarsson.


Ávarp Forseta Það erfiða við að skrifa þennan pistil eru forsendurnar. Í eitt andartak, rétt á meðan ég skrifa þennan texta, ætla ég að gefa mér að ég hafi komist klakklaust í gegnum stúdentsprófin og setji upp hvíta kollinn í byrjun júní.

Í haust tókum við Arnór, Dolli, Kjartan og Stína við búinu. Staða þess verður látin liggja á milli hluta en ljóst var að á brattann væri að sækja. Ekkert okkar hafði áður komið að rekstri félagsins svo þetta var mikil áskorun. Sjálfur hafði ég minnsta grun um hvað biði mín en blessunarlega kusu nemendur betri stjórn en ég hefði þorað að vona. Strax eftir fyrsta fund vissi ég að samstarfið með þeim yrði auðveld sigling.

Það er með söknuði og trega sem ég lít yfir árin mín í MR. Á meðan ég furða mig á því hversu hratt þau hafa liðið þá trúi ég því varla hversu viðburðarík þau hafa verið. Að baki eru þau ár sem allir minnast sem þeirra bestu. Á bara fjórum árum hef ég kynnst mínum bestu vinum sem ég mun að öllum líkindum fylgja til æviloka. Eytt ómældum tíma í heimastofu með fjórum mismunandi bekkjum, 3.F, 4.Z, 5.X og loks 6.X, bæði X1 og X2. En hvað situr eftir? Greinilega ekki umsögnin sem María Björk gaf mér eftir ritgerðarskil í 4.bekk, þar sem hún sagði mér að fjarlægja öll 1.persónufornöfn. Hér er ég staddur tveimur árum síðar að henda þeim á blað eins og ekkert sé eðlilegra. Vonandi að aðrar reglur gildi um texta af þessu tagi og vonandi að hún fyrirgefi þennan ræðustíl sem er á þessum skrifaða texta.

Í sumar hittumst við fyrst á Café París. Þá ákváðum við hverjir skyldu sinna hvaða störfum og endaði með því að Arnór var ritari og Stína gjaldkeri. Eftir það hófst fyrsta verkefni okkar, að búa til félagaskirteini með tilheyrandi afsláttum. Vel gekk að safna og komust á endanum færri afslættir á kortið en við höfðum fengið. Lúxusvandamál sem við áttum svo sannarlega ekki von á. Met var slegið í skráningarvikunni þegar rúm 80% nemenda gerðust Framtíðarmeðlimir. Það gaf okkur byr undir báða vængi og héldum við brött inn í veturinn. Fjöldinn allur af viðburðum og Megavikum voru verkefni haustmisseris auk MR-ví vikunnar. Haft er eftir kennara að aldrei hafi verið jafnvel að þeirri viku staðið og er það Arnóri, Dolla, Kjartani og Stínu algerlega að þakka, þar sem ég var annars staðar þá vikuna. Ræðukeppnin á föstudeginum tapaðist naumlega sem var grátlegur endir á frábærri viku.

Það var ekki fyrr en í 5. bekk sem ég fór að taka einhvern þátt í félagslífi skólans. Þá ritstýrðum við félagarnir Menntaskólatíðindum. Ef ég ætti að endurtaka leikinn, þ.e þreyta árin fjögur í MR aftur, hefði ég byrjað fyrr. Núna á síðasta árinu mínu fattaði ég hvað er gaman að taka þátt í þessu öllu saman. Að skipuleggja viðburði og hafa áhyggjur af mætingu og fjármálum og útgáfu. Ég leyfði mér ekki að njóta menntaskólaáranna fyrr en alltof seint. Snilldin við svona félagslíf er líka sú að allir sitja við sama borð og geta komið sínu á framfæri ef viljinn er fyrir hendi.

Morfís fór svo af stað í nóvember en þá sátu heilladísirnar okkar megin við borðið, en 4 stig skildu lið okkar frá liði FGinga. Í janúar var svo enduruppgjör við Verlzó þar sem ófaranna frá í október var hefnt. Í bláa sal varð Jóhann Páll ræðumaður kvöldsins og lið MR-ingar sigraði örugglega með rúmum 100 stigum.

Ég vona að skólaárið hafi verið jafnyndislegt og ég minnist þess. Framundan eru fyrstu vorpróf 3. bekkinganna og mögulega fyrstu endurtökuprófin. Framundan er fimmti bekkur fyrir fjórðu bekkinga og framundan er útskriftarferð fyrir fimmtubekkinga! En stúdentsprófin bíða 6. bekkinga en restin er óskrifað blað. Eftir fjögurra ára dvöl í sama hreiðrinu tvístrast hópurinn hver í sína áttina. En á þessum tíma höfum við þó skapað okkur sameiginlegar minningar. Minningar sem munu fylgja okkur öllum til æviloka.

Í febrúar fór í hönd árshátíðarvikan. Það var það verkefni sem hafði vaxið mér hvað mest í augum. Sú flækja hafði komið upp að Arnór, Dolli og Stína höfðu öll fengið hlutverk í leiksýningu Herranætur. Miklar umræður hófust um hvort hægt væri að sinna hvoru tveggja. Við ákváðum að láta á þetta reyna. Með hjálp frábærrar skreytinga- og árshátíðarnefndar gekk þetta eins og í sögu. Engir árekstrar og allt eftir áætlun. Að lokum fór svo fram árshátíðardansleikurinn, minn síðasti. Vonandi.

Kári Þrastarson Forseti Framtíðarinnar 29


Annáll Ritara

Erfitt er að trúa því að starfsár núverandi Framtíðarstjórnar sé brátt á enda enda líður flestum eins og það hafi hafist í gær. Þótt slæm fjármál hafi skyggt á starfið framan af er þó óhætt að segja að margir hafi haft gaman af og þótt erfitt hafi verið að rétta fjárhaginn af var það nauðsynlegt fyrir framtíð Framtíðarinnar. Segja má að starfsár Framtíðarstjórnar hafi hafist með litlum fundi á Café Paris þann 3. apríl 2011 þótt stjórnin hafi reyndar ekki tekið formlega við fyrr en fjórum dögum síðar. Á næstu dögum var skipað í embætti innan stjórnarinnar en auk Kára Þrastarsonar forseta varð Arnór Gunnar Gunnarsson (undirritaður!) ritari og varaforseti, Kristín Ólafsdóttir gjaldkeri, Kjartan Orri Þórsson umsjónarmaður Sólbjarts og Adolf Smári Unnarsson meðstjórnandi. Á aðalfundi Framtíðarinnar að vori, 7. apríl, tók stjórnin við. Á sama fundi kom stjórnin í gegn fleiri tugum lagabreytinga í þeim tilgangi að lagfæra lögin enda var hluti þeirra löngu úreltur. Einnig var kosið í laus embætti og var Tryggvi Skarphéðinsson kjörinn umsjónarmaður fiskabúrs, Helgi Davíðsson ljósmyndari Framtíðarinnar, Hjörvar Logi Ingvarsson forseti Vísindafélagsins og Hannes Halldórsson Zéra Zkáldzkaparfélagsins. Fyrsta verkefni stjórnar leit fljótlega dagsins ljós en það var úrslit Morfís sem fram fóru 12. apríl í Háskólabíói milli MR og MS. Hálfbrösuglega gekk að selja miða þar sem dimission fór fram sama dag en það kom ekki að sök enda sigraði MR svo eftirminnilega. Næsta skref var að taka til á Framtíðarskrifstofunni ... þótt reyndar hafi verið erfitt að sjá sjálfa skrifstofuna fyrir drasli. Það þurfti þó ekki einungis að taka til á skrifstofunni heldur þurfti líka að taka til í lögum Framtíðarinnar svo um munaði. Lögin höfðu ekki verið uppfærð í a.m.k. tvö ár og því þurfti ritari að leita út um allt að öllum lagabreytingum sem höfðu átt sér stað þangað til. Um sumarið var síðan

,,brainstorm-að”. Ó já, það var ,,brainstorm-að” í bak og fyrir. Ýmsar hugmyndir að árshátíðarþema litu dagsins ljós en þar ber helst að nefna „slátur“ og „gult“ þema sem hlutu misjafnar undirtektir fundarmanna. Þegar líða tók á sumarið komu meiri og meiri skuldir frá síðasta ári í ljós. Stjórnin trúði vart sínum eigin skilningarvitum þegar skuldatalan var komin upp í eina milljón. Að lokum varð heildarupphæðin u.þ.b. tvær milljónir sem stjórn síðasta starfsárs lét núverandi stjórn um að borga. Hennar beið því erfitt verk – að fara í gegnum heilt starfsár með eignir upp á mínus tvær milljónir króna. Morfís-þjálfarar síðasta árs, Guðrún Sóley og Magnús Örn, voru endurráðnir eftir glæstan árangur á liðnu keppnistímabili. Loks kom þó að því að sumarið var á enda og tók haustið þá við. Opnunarkvöld félagslífsins, þann 26. ágúst, var næsta verkefni Framtíðarstjórnar en þá var skipulögð ræðukeppni ásamt spunasýningu. Fleiri viðburðir voru haldnir til að bjóða nýnema velkomna en þar má nefna busakynningarnar í Iðnó og ... tjah, fullt af viðburðum. En í vikunni á eftir busavikunni kom að máli málanna, fyrstu megavikunni. Og jafnframt – skráningu í Framtíðina! Margt gerðist í megavikunni og ber þar helst að nefna tónleika í Cösu, Morfís-námskeið og Morfís-forpróf og vísindafélagsmynd sem sýnd var í Cösu. Auk þess var haldinn aðalfundur Framtíðarinnar að hausti þar sem kosið var í laus embætti – Steinn Elliði Pétursson var kjörinn í Skákfélagið og Birnir Jón Sigurðsson var kjörinn dux diei feminae (formaður Frúardags). Skráningin í Framtíðina tókst frábærlega þrátt fyrir að verð hefði hækkað úr 2.500 krónum í 3.000 krónu megavikuverð vegna slæmrar fjárhagsstöðu en alls skráðu sig 744 nemendur af 893 eða um 83% sem er besta skráning síðustu ára. Ofurbekkir (bekkir sem einungis innihalda Framtíðarmeðlimi) urðu alls 23 talsins sem er gríðarlegur fjöldi. Þess má geta að skráningin í


föstudeginum. Stuttu síðar fór fram góðgerðavika til styrktar ABC-barnahjálp þar sem u.þ.b. 270.000 krónur söfnuðust og er það eitthvað sem MR-ingar geta allir verið stoltir af. Í miðri góðgerðavikunni keppti MR aðra Morfískeppni sína á árinu en svo skemmtilega vildi til að MR mælti með „þróunaraðstoð“ í æsispennandi keppni á móti Versló. Markmiðið var að sjálfsögðu að hefna ófaranna á MR-ví og tókst það heldur betur – sigur með 118 stigum var staðreynd.

3. bekk var u.þ.b. 96%, í 4. bekk 94% og í 5. bekk 91%. Þegar skráningarféð var komið í hús var loks hægt að borga gamlar skuldir og losna við tíð bréf, tölvupóst og kjaftshögg frá ýmsum innheimtufyrirtækjum. Næsta verkefni tók við, MRví! Valið hafði verið í Morfísliðið og í hóp hinna gamalkunnu Jóhanns Páls Jóhannssonar og Ólafs Kjarans Árnasonar bættust þau Kári Þrastarson og Eygló Hilmarsdóttir. Atburðurinn fór fram þann 7. október og gekk allt eins og í sögu í Hljómskálagarðinum – gangan frá MR niður í Hljómskálagarð þrungin stemningu og það sama má segja um keppnirnar sem þar fóru fram. Ekki skorti heldur stemninguna um kvöldið en þó tókst Verslingum að sigra með 13 stigum sem fólki þótti missanngjarnt. Eftir keppnina áttu þó margir MR-ingar ferhyrnt og gleðilegt kvöld. Ferhyrndu kvöldin áttu eftir að vera fleiri, oft við góðar undirtektir nemenda. Næsta megavika var í vikunni 7.-11. nóvember. ‘80s-þema prýddi vikuna en fyrir tilviljun var ’85-vika MS-inga í sömu viku. Það kom ekki að sök enda var fjöldinn allur af vel lukkuðum ‘80s-tengdum viðburðum í vikunni – t.d. pöbbkvis í Cösu, sem Jón Áskell Þorbjarnarson sá um, spilakvöld og fleira og fleira. Vikan endaði með pompi og prakt á sérstakri ‘80s-hljómsveit skipaðri 6 hressum MR-ingum sem spiluðu í Cösu á föstudeginum og „playuðu“ langt fram á kvöld.

Þá kom loks að því sem allir höfðu beðið eftir, árshátíðarvikunni. Þess má geta að enginn í Framtíðarstjórn hafði verið í árshátíðarnefnd eða skreytinganefnd þannig að stökkva þurfti algjörlega út í djúpu laugina. Eftir þrotlausa vinnu var Casa opnuð á mánudeginum og vikan stóra hófst. Við tóku Bítlaskreytingar og Bítlaviðburðir á borð við tónspunakeppni og Bítlamyndaáhorf og að lokum endaði vikan á balli á Spot í Kópavogi þar sem Bloodgroup, MC Gauti og Poetrix og Ofurhetjurnar héldu fjörinu uppi. Stjórnin fór ótroðnar slóðir hvað varðar ballstað (enda Broadway úr sögunni) enda hafði MR aldrei fyrr haldið ball á Spot, a.m.k. svo vitað sé. Í byrjun mars var haldin þriðja megavika skólaársins og í seinni hluta mars fór fram grímuball. Hvorugt hefur þó farið fram þegar þessi grein er skrifuð og því er líklega skynsamlegast að tjá sig sem minnst um þá viðburði. Óskandi er þó að þeir hafi gengið mjög vel, a.m.k. frekar en illa. Sama á hvorn veginn það fór er ljóst að starfsárið er senn á enda og er óhætt að segja að það verður kvatt með miklum söknuði af fimm klökkum einstaklingum.

Fyrsta Morfís-keppni vetrarins hjá MR-ingum var haldin 15. nóvember á móti FG-ingum á heimavelli MR sem að þessu sinni var í HR. MR sigraði og þótt stigamunurinn hafi verið lítill (4 stig) voru sigurvegararnir vel að sigrinum komnir. Í nóvember var árshátíðarþemað ákveðið en það var hugmynd Elíasar Bjarts Einarssonar sem varð ofan á – „Bítlarnir“.

Arnór Gunnar Gunnarsson Ritari Framtíðainnar

Eftir áramót var farið fljótlega í svokallaða Framtíðin vs. Skólafélagið-viku. Áður en Skólafélagið þorði að keppa við ofureflið urðu þau að hrókera örlítið í embættum sínum en það dugði ekki til þar sem Framtíðin sigraði stóru ræðukeppnina á 31


Uppgjör Gjaldkera

Það voru fimm vongóðir einstaklingar sem héldu inn í skólaárið, tilbúnir í slaginn. Við vinirnir í Framtíðarstjórn ætluðum aldeilis að hrista upp í þessu félagslífi og koma Framtíðinni aftur á kortið – gera hana samkeppnishæfa Skólafélaginu. Fljótt varð okkur þó ljóst að það yrði erfitt. Við horfðum upp á Framtíðarskrifstofuna fyllast af bréfum frá innheimtufyrirtækjum sem hótuðu að siga á okkur lögfræðingum. Með áhyggjuhnút í maganum mættum við í skólann á fyrsta degi skráningarvikunnar og bjuggum okkur undir það að þurfa að gera Framtíðina að undirfélagi Skólafélagsins. Sem betur fer losnaði aðeins um áhyggjuhnútinn þegar 744 nemendur höfðu skráð sig í Framtíðina í lok vikunnar. Skráningin kostaði 3000 kr. svo staðan í byrjun árs var 2.232.000 kr. Þessi tala lækkaði þó óhugnanlega fljótt og eftir að allar skuldir höfðu verið greiddar (þ.á m. prentun á Lokablöðum vorannar, hljóðkerfi og sjúkragæsla á báðum böllunum, árshátíðarskreytingarnar og leiga á húsnæði fyrir Morfís) stóðum við eftir með rúmlega hálfa milljón. Nú ætla ég að telja upp helstu kostnaðarliði ársins. Þó er enn slatti eftir enda vorönnin ekki búin enn. Þið megið því enn búast við fullt af skemmtilegu frá Framtíðinni. Morfís Morfís er stór þáttur í útgjöldum Framtíðarinnar. Þjálfararnir eru tveir og taka 50.000 kr. hvor fyrir hverja keppni. Að auki fengu þau 30.000 kr. aukalega í haust fyrir ræðunámskeiðin sem haldin voru í kringum MR-ví daginn, áður en valið var í Morfísliðið sjálft. Það sem af er árinu hefur MR keppt þrjár ræðukeppnir og unnið þær sem skipta máli. Við erum því komin í undanúrslit og eigum vonandi tvær keppnir eftir. MR-ví Vert er að minnast á að Verzlunarskólinn skuldar okkur enn þá fyrir MR-ví daginn. Einhvern veginn æxlaðist það nefnilega

þannig að við vorum látin sjá um dýrustu kostnaðarliðina. Sviðsbíllinn, íþróttahús Fram, sendibílstjóri, leiga á árabátum (og síðar bætur fyrir árar sem brotnuðu einmitt allar) skilaði okkur 65.000 króna tapi. Árshátíðin -70621 kr. Árshátíð Framtíðarinnar var haldin við mikinn fögnuð þann 16. febrúar á Spot í Kópavogi en þemað þetta árið var Bítlarnir (sem er uppáhaldsþemað mitt síðan ég byrjaði í skólanum). Okkur langaði að gera árshátíðina sem veglegasta en halda jafnframt kostnaðinum niðri. Okkur tókst ágætlega upp en náðum þó ekki að græða á ballinu eins og við höfðum vonast eftir. Heildarkostnaður, þar sem helstu kostnaðarliðir voru ballstaður (697.600 kr.), hljómsveitir (450.000 kr.) og skreytingar (239.384 kr.), var 2.080.621 króna. Hagnaður af miðasölu var u.þ.b. 2.010.000 krónur og tapið eftir því. Loki Laufeyjarson Ritstjórnir Loka Laufeyjarsonar ásamt öflugum markaðsnefndum hafa verið duglegar við auglýsingaöflun í ár. Þessi mikla vinna hefur skilað sér í góðum og þykkum blöðum en þau hafa öll komið út á sléttu (eða rétt tæplega það) svo tap er í algjöru lágmarki. Í byrjun ársins settum við í stjórninni ströng skilyrði, þ.e. við lögðum blátt bann við því að blað færi í prentun nema það stæði undir sér. Þetta hefur að mestu leyti gengið eftir en eftir ófarir síðasta árs varð okkur ljóst hversu mikilvægt það er að innheimta fyrir auglýsingar og vera frek. Blaðaútgáfan hefur því blómstrað í ár án þess að setja Framtíðina á hausinn. Þegar ýmis smærri útgjöld eru svo meðtalin stendur Framtíðin ágætlega fjárhagslega. Þegar þetta er skrifað er Grímuballið á næsta leiti svo allt lítur út fyrir það að okkur muni takast að skila Framtíðinni í plús í fyrsta skipti í manna minnum. Eða


allavega síðan svona 2006. Það hefði hins vegar ekki tekist án frábærrar skráningar í byrjun árs og það er einmitt ykkur að þakka, kæru nemendur. Ég vona að ykkur finnist þið ekki hafa verið svikin, ég vona að ykkur finnist þessi 3000 kall hafa borgað sig. Ég vona einnig að þið skiljið núna af hverju Framtíðin hefur verið svona „nísk“ í vetur. Okkur í stjórninni finnst afskaplega leiðinlegt að hafa þurft að herða sultarólarnar og vera ströng á reglum en því miður áttum við ekki annarra kosta völ. Það besta við Menntaskólann í Reykjavík er nefnilega fjölbreytnin sem felst í tveimur starfandi nemendfélögum. Við ætluðum aldeilis ekki að vera ábyrg fyrir því að annað þeirra (og það elsta á Íslandi) yrði lagt niður. Peningurinn ykkar mun skila sér í enn betri Framtíð á næsta ári, Framtíð sem mun vonandi geta byrjað misserið áhyggjulaus og með fullar fjárhirslur. Mig langar að þakka elsku strákunum sem sátu með mér í stjórninni fyrir skemmtilegt samstarf þótt þeir hafi talað aðeins of mikið um það að ég væri á túr. Takk fyrir dúndurgott skólaár og til hamingju með Skólablaðið!

Kristín Ólafsdóttir Gjaldkeri Framtíðarinnar

33


Blóraböggull Björn Orri Sæmundsson

Forseti Vísindafélagsins Hjörvar Logi Ingvarsson

Frúardagur Birnir Jón Sigurðsson

Gjörningafélagið Urður Örlygsdóttir, Kristjana Zöega, Þorgeir Helgason, Jóhann Páll Jóhannsson, Kristján Norland, Elísa Birta Ingólfsdóttir, Garðar Kristjánsson


Góðgerðafélagið Efri röð: Lilja Dögg Helgadóttir, Berglind Emilsdóttir, Ásdís Birna Gylfadóttir Neðri röð: Þorgerður Edda Eiríksdóttir, Sonja Björk Guðmundsdóttir

Ljósmyndari Helgi Davíðsson

Loki Laufeyjarson – Haust Efri röð: Snorri Sigurðsson, Steinn Elliði Pétursson, Þorbjörn Þórarinsson Neðri röð: Tryggvi Skarphéðinsson, Pétur Björnsson

Loki Laufeyjarson – Vor Efri röð: Gunnar Arthúr Helgason, Kolbeinn Stefánsson, Gunnar Birnir Ólafsson Neðri röð: Grétar Guðmundur Sæmundsson, Arnar Sveinn Harðarsson

35


Myndbandanefnd Gissur Atli Sigurðsson, Sindri Engilbertsson, Birnir Jón Sigurðsson, Gunnar Bjarni Albertsson Vantar á mynd: Hrankell Hringur Helgason

Róðrafélagið Efri röð: Hrafn H. Dungal, Ólafur Ásgeirsson. Neðri röð: Hugi Hólm Guðbjörnsson, Nicolas Ragnar Muteau

Skákfélagið Jóhannes B. Urbancic Tómasson, Ástbjörn Haraldsson

Spáfélagið Brynja Matthíasardóttir, Anna Rósa Ásgeirsdóttir, Hera Sólveig Ívarsdóttir

Mikael Luis Gunnlaugsson,


Spilafélagið Efri röð: Sverrir Eðvald Jónsson, Gunnar Smári Eggertsson Claessen Neðri röð: Jóhann Björn Jóhannsson

Tímaverðir Benedikt Traustason, Ragnar Auðun Árnason

Zkáldskaparfélagið Efri röð: Steinn Elliði Pétursson, Birgir Hauksson Neðri röð: Hannes Halldórsson, Kjartan Almar Kárason

37


NÝR OG ENDURBÆTTUR

ENDURNÝJAR ORKU OG 4 STEINEFNI SEM TAPAST VIÐ ÁREYNSLU*


Leiðari Tímarnir breytast og við breytumst með, þessi orð eiga alltaf við. Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík hafa svo sannarlega fengið að kynnast því fyrir margar sakir. Á hverjum degi trítlum við í skólann, skóla sem er þrunginn sögu og minningum, ekki bara okkar eigin heldur allra Íslendinga. Stundum virðist sem tíminn breytist óhóflega mikið í einu yfir stutt tímabil og þegar samfélagið stendur á krossgötum líkt og samfélag okkar Íslendinga gerir í dag fá allir sinn skerf af veruleikabreytingum. Háværar raddir kalla á breytingar og nýja forgangsröðun og því er það kannski skiljanlegt að slíkur hornsteinn sem Lærði skólinn er, breytist hægar en samfélagið í kringum hann sé skotspónum beint að honum. Samfélagið virðist ákveðið í því að gera sögu skólans okkar og þar af leiðandi okkur ábyrg fyrir hinu og þessu sem ekki er endilega raunhæft að gera okkur ábyrg fyrir. Þess vegna búum við MR-ingar vel að hvað samstöðu varðar innan veggja skólans. Sjaldan sér maður jafn mikinn náungakærleik innan menntastofnunar og í MR. Við erum alltaf fús til að hjálpa hvert öðru þegar eitthvað bjátar á og alltaf stöndum við upp aftur þrátt fyrir tilraunir fjölmiðla og einstakra reiðra einstaklinga til að bæla niður okkar einstaka skólastolt. En við höfum einnig þurft að takast á við vissar breytingar innan okkar litla samfélags á þessu skólamisseri og í takt við umræður um siðferði ráðamanna í þjóðfélaginu höfum við borið upp sömu spurningar og dregið fólk til ábyrgðar þegar við á. Þegar allt kemur til alls lærum við því margt annað á skólagöngu okkar en lexíur teknar úr formfastri námskrá skólans. Lærdómurinn sem dreginn er af samstöðu, kærleika og virðingu við náungann er jafnvel sá mikilvægasti. Það er einmitt sá lærdómur sem gagnrýnisraddir þjóðfélagsins sjá ekki eða virðast misskilja fyrir spillingarrætur og hömlur framfara. Í sameiningu höldum við heiðri skólans uppi, jafnvel þó einhver slæm fræ leynist inn á milli, og styrkjum hvert annað í þeim einstaklingum sem við viljum vera. Saman erum við partur af einhverju svo einstöku að það er ekki hægt að búast við því að heimurinn utan skólans skilji það. Við erum partur af sögu Íslands í fortíðinni, núinu og meira að segja framtíðinni. Fyrir hönd allra MR-inga hvet ég ykkur til að mæta sögunni, liðinni eða ekki, sem þær manneskjur sem þið eruð, því að við erum framtíðin. Sigrún Jonný Óskarsdóttir ritstjóri

41


Fiðluballið Fiðluballið er án efa sá viðburður í félagslífi Menntaskólans sem nemendur hlakka hvað mest til að taka þátt í. Dagana fyrir dansleikinn þetta árið snerust umræður 6. bekkinga um lítið annað en kjóla, kjólföt, fylgihluti og áhyggjur af takmörkuðum danshæfileikum. Einnig voru danskortin umtöluð, því færri piltar en stúlkur voru í útskriftarárganginum og því mikilvægt fyrir stúlkurnar að fylla danskortið áður en allir karlkyns meðlimir árgangsins væru fráteknir. Eftir stífan undirbúning og miklar dansæfingar gengu prúðbúin ungmenni inn í Iðnó við Tjörnina þann 10. mars 2011. Stjörnurnar í Hollywood hefðu skammast sín við hliðina á okkur, því glæsileikinn í anddyri Iðnó var af þeim toga sem ekki kemur fyrir á öðrum böllum í MR. Þegar fyrsti dansinn var stiginn kom þó í ljós að dansspor 6. bekkinga voru ekki jafn falleg og nemendurnir sjálfir, þótt yfirbragðið væri vissulega annað en í leikfimitímum áranna á undan. Gleðin sem felst í

því að geta dansað í síðkjól við sína bestu vini er engu að síður ómetanleg. Að dansleiknum loknum er hefðin sú að 6. bekkingar gangi saman í kringum Tjörnina. Sú var þó ekki raunin í okkar tilfelli, því úti var nístingskuldi og hálka. Kuldinn hafði samt engin áhrif á gleðina eftir ballið og við héldum áfram að dansa í Valsheimilinu seinna um kvöldið við örlítið nýlegri tónlist. Yfir heildina litið var fiðluballið eitt af betri kvöldum skólagöngunnar og víst er að minningar tengdar þessu kvöldi verða ítrekað rifjaðar upp á komandi árum.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir.


43


Dimissio


Ef ég lít til baka yfir árin mín í MR eru í mínum huga tveir viðburðir sem standa upp úr. Sá fyrri var busadagurinn, dagurinn sem maður varð loks að „alvöru“ MR-ingi, og svo dimmissio, dagurinn sem maður kvaddi MR og fékk að hegða sér eins og hálfviti í heilan dag. Fólk fær nefnilega alltof sjaldan tækifæri til að ráfa um miðborgina um hábjartan dag í einhverjum fáránlegum búningum með hlaðinn bakpoka af góðgæti. Eftir mikið drama um hvaða búning hver bekkur ætti að klæðast vkom loks niðurstaða, og gátu flestir haldið sáttir út í daginn. Dagurinn hófst eldsnemma í morgunpartíum hjá hverjum bekk þar sem fyllt var á tankinn fyrir langan dag framundan. Bakkelsi og öðru tilheyrandi var raðað í sig og drukku sumir djús með, á meðan aðrir héldu sig við mjólkina. Svo var haldið í Gamla skóla klukkan 8, ýmist með strætó eða gangandi, eftir því hvar í bænum bekkirnir voru í partíunum. Þá tók við hefðbundin athöfn þar sem rektor sagði nokkur orð og kvaddi sjöttu-bekkingana og nýr inspector var krýndur af fráfarandi inspector. Eftir athöfnina voru kennarar kvaddir með gjöfum fyrir utan Gamla skóla í yndislegu veðri, slyddu og hávaðaroki. Næst tróðum við okkur inn í opna ruslagáma og vorum við

keyrð stuttan hring um bæinn í lögreglufylgd. Eftir stutt stopp á Arnarhóli lá leiðin upp í Smáralind þar sem við gúffuðum í okkur pizzum, eða allavega þeir sem voru enn þá vakandi. Þar skildu leiðir og hver bekkur hélt sína leið. Sumir fóru í keilu, aðrir fóru heim til að safna kröftum, á meðan enn aðrir fóru í ratleiki niður í bæ. Árgangurinn sameinaðist svo á ný um kvöldið á Ziemsen til að fagna þessum tímamótum og skvetta allrækilega úr klaufunum. Þar mátti sjá Stubba í trylltum dansi við Lukku-Láka og Bleika pardusa. Hringadróttinssögufígúrur sáust einnig í dimmum skotum í hrókasamræðum við V úr V for Vendetta. Verkalýðsstéttin átti líka sína fulltrúa þar sem sjóarar, skógarhöggsmenn og námuverkamenn létu sjá sig við barinn. Það voru víst líka einhverjir Vallar á svæðinu en þeir voru í felum mest allt kvöldið. Til að fullkomna daginn og kvöldið fengum við fréttir úr Háskólabíói þegar gleðin stóð sem hæst, MR hafði sigrað Morfís! Við þessar fréttir ærðist allt af fögnuði og var dansað þar til okkur var hent út af staðnum við lokun. Á heildina litið var dagurinn virkilega vel heppnaður og mjög minnisstæður þrátt fyrir misgott veður. Svo góður var hann að það liggur við að ég væri tilbúinn að taka öll fjögur árin í MR upp á nýtt til þess eins að fá að endurupplifa daginn. Það er hin besta skemmtun að skoða myndir frá deginum og á það eflaust eftir að verða skemmtilegra og skemmtilegra með hverju árinu sem líður. Í raun gæti ég ekki hugsað mér neina betri leið til að kveðja þessi fjörugu menntaskólaár en með þessum hætti. Markmið dagsins 45

var einfalt; að gleyma stað og stund og skemmta sér ærlega áður en margra vikna stúdentsprófatörn kvaldi okkur sjöttubekkingana. Markmiðinu var náð með glæsibrag, rétt eins og stúdentsprófunum ógurlegu, þótt deila megi um hvort glæsibragurinn á þeim hafi verið alveg sá sami hjá öllum.

Björn Orri Ásbjörnsson


Það er ótrúlega erfitt að lýsa Morfís. Enda er Morfís miklu meira en ræðukeppni. Morfís er að vera læstur inni í kompu með vel gefnu, illa lyktandi, stórkostlegu fólki og vinna stanslaust að einu markmiði. Eyes on the prize eins og þeir segja. Stanslaust er kannski ekki alveg rétta orðið. Þá dugir að nefna atvik eins og þegar liðið fór að njósna um ákveðið ræðulið í miðbæ Reykjavíkur íklætt dulargervi. Þegar þetta ákveðna ræðulið kom síðan upp um okkur, upplifði greinarhöfundur eitt vandræðalegasta og fyndnasta atvik lífs síns. Þá mætti einnig nefna það þegar allt ræðu- og stuðningsliðið gisti í hótelherbergi fyrir þrjá á Akureyri. Eða þegar Hannes Hólmsteinn kom í heimsókn. Eða þegar við grættum óvart stelpu í Versló. Ég gæti haldið áfram. Trúið mér. En Morfísárið telst seint einhver dans á rósum. Í okkar fyrstu keppni töpuðum við gegn sterku liði Verzlunarskólans. Að keppninni lokinni drekktum við sorgum okkar með einhverri verstu máltíð í manna minnum. Aktu Taktu skyndibitastaðurinn var það eina sem var opið og því píndu liðsmenn og þjálfarar máltíðinni ofan í sig. Frá þeim tímapunkti varð öllum ljóst hversu ömurlegt það væri að tapa. Í bland við þessa ógeðslegu máltíð fengum við blóðbragð í munninn. Við vildum hefnd. Þremur keppnum síðar, þar sem við höfðum sannfært dómara um að samkeppni bætti ekki allt, Morfís hefði tilgang og að frelsi einstaklingsins væri af hinu góða var komið að því sem við höfðum öll beðið eftir. Við drógumst gegn Versló. Ég þarf augljóslega ekki að fara út í þá sálma að Versló sé sá skóli sem samkeppnin er hvað mest við og okkar helsti óvinur en til þess að bæta gráu ofan á svart voru þetta strákarnir sem höfðu unnið okkur fyrir ári. Það kann að hljóma vanþakklátt af mér en ég vil samt meina að það hafi verið meira í húfi þegar við mættum þeim í undanúrslitum en þegar við mættum MS í sjálfri úrslitaviðureigninni. Jóhann Páll tíndi saman öll gagnlegu blöðin á borðinu, fékk sér vatnssopa og gekk upp í pontu. Í einni andrá gat ég með engu móti stjórnað neinu. Hvorki svörunum við Verslingum sem við vorum búnir að skrifa í gríð

og erg né flutningnum á þeim upp í pontunni. Ég tók eftir því að það blæddi úr þumlinum eftir að hafa verið að skrifa svör. Epískt. Óli leit á mig og sagðist halda að við værum búnir að tapa. Við fórum í sömu stofuna og þegar við biðum eftir því að heyra oddadómarann á MR-ví daginn tilkynna að Verslingar hefðu sigrað. Og sömu stofu við höfðum verið í eftir að við töpuðum á móti þeim síðast. Fokk. Við vissum ekkert. Fokk. Við hlupum út í bíl og Jói og Óli fengu sér að drekka til að róa taugarnar. Óli sagðist vera sorgmæddur „Við svöruðum þeim ekki nógu vel.“ - „meðvituð ákvörðun“ skilst mér. Við stóðum á bílaplani Verslinga og Jóli drukku. Hrafn Dungal, Þengill, Albert, Árni Þór, Sigurður Helgi og Eygló komu til okkar og sögðust vera stolt af okkur. Sama hvernig færi. „Jæja, þau eru þá allavega stolt.“ - hugsaði ég. Eygló sagði að við værum „hetjur“ no matter what. En alltaf notuðu allir sem við töluðum við þetta orðalag „Ef þið tapið þá…. Þótt þið tapið…. Þetta gæti …“. Fokk. Einhver hringdi í Jóa og sagði honum að það væri verið að tilkynna úrslitin. Við hlupum inn í Versló, yfir marmarann og baksviðs til þess að taka í hendur á dómurunum. Oddadómarinn byrjaði að tala. 94 stiga munur. Fokk. Engar framfarir. Stefán Óli ræðumaður kvöldsins. Fokk. Sagan endurtekur sig. Fokk. Jóhann Páll segir: „Ég trúi þessu ekki. Við erum búnir að tapa.“ Fokk. Sagan endurtekur sig. Við erum í sama sal, með sama stigamun, sama ræðumann kvöldsins. Fokk.

Morfís

sigur 2011


Þorgeir oddadómari tilkynnti sigurvegarann „(…) ræðulið Mennt..“ Við stukkum upp og öskruðum úr okkur lungun. Ólýsanleg tilfinning. Sigrinum var fagnað með ógeðslegri máltíð á Aktu taktu. Tacomáltíðin þar hefur aldrei bragðast jafn vel. Með þeim sama dugnaði og eljusemi sem við nýttum okkur gegn Verslingum tókst okkur einnig að knýja fram sigur í Háskólabíó gegn feiknarsterku liði Menntaskólans við Sund og upplifa sömu ólýsanlegu tilfinningu og ég hef áður nefnt. Ég hef átt í miklum erfiðleikum með að skrifa þennan texta sem fjallar annars vegar um það að bíða eftir því að oddadómarinn tilkynni úrslitin og hins vegar að fagna þeim. Í stað þess að reyna það eitthvað frekar vil ég impra á tveimur lykilorðum. Ótrúlegt og ólýsanlegt. Ég var svo heppinn að upplifa þessa tilfinningu með þeim Magnús Karli, Ólafi Kjaran, Jóhanni Páli, Einari Lövdahl (sem tók að sér stöðu meðmælenda fyrir mína hönd gegn FS), Magnúsi Erni og Guðrúnu Sóleyju. Fyrir það mun ég vera ævinlega þakkláttur.

Auðunn Lúthersson skiptinemi

47


Að vera í kór er gaman, og ekki aðeins vegna þess hversu gefandi það er fyrir andann og sálarlífið að syngja þjóðlög og sálma á útdauðum tungumálum og vera hluti af samhljómi, heldur líka vegna allra fríðindanna. Við fáum til dæmis kökur og samlokur þegar við erum búin að syngja á skólasetningu og einingu á einkunnaspjaldið okkar. Við förum líka stundum til útlanda, við fórum til dæmis til Eistlands í apríl á síðasta ári. Þetta var svo sem ekki bara djammferð, hinn eiginlegi tilgangur var að taka þátt í kóramóti, þar sem kórar frá öllum heimshornum koma saman og keppa um hver er bestur. Ferðasaga Þann 13. apríl árið 2011 hoppuðu kórmeðlimir upp í rútu í sigurvímu (sumir meiri en aðrir) eftir glæstan Morfíssigur kvöldið áður. Haldið var beinustu leið út á Keflavíkurflugvöll sem er svo sem ekki frásögufærandi, nema hvað, við áttum langa ferð fyrir höndum. Fyrst tókum við flugið til Helsinki. Finnland var, eins og við mátti búast, þungt og grátt, en þó var hlegið dátt í rútunni sem ók okkur til hafnarinnar þar sem okkar beið ferja sem átti svo eftir að bera okkur yfir til Eistlands. Við eyddum nokkrum klukkutímum í ansi miður sjarmerandi ferjustöð þar sem við komumst að þeim bitra sannleik að Finnar kunna ekki að smyrja samlokurnar (nema þeim finnist bara allt sem er vont gott). Þegar við gengum loks um borð í ferjuna brá okkur heldur í brún, því þetta var ekki beinlínis ferja heldur risastórt skip! Þar fengum við vondu samlokunar bættar með glæsilegu hlaðborði. Dæmi um mat sem var á hlaðborðinu: Kjötbollur, lax og hrogn í rækju. Dæmi um drykki: Vatn, djús, kaffi, mjólk o.fl. Loks sáum við hafís og land fyrir stafni. Á móti okkur tók gul, tveggja hæða rúta sem rúmaði okkur eiginlega, bara hreinlega, aldeilis ekki, en við komumst þó nánast heil á húfi á hótelið okkar, Hotel Economy, sem er fimm stjörnu lúxushótel staðsett rétt fyrir utan gamla bæinn í Tallinn.

Á öðrum degi hittum við innfæddan leiðsögumann sem fór með okkur í skoðunarferð um svæðið. Okkur var skipt í tvo hópa, svo ég veit lítið um dömuna sem leiddi hinn hópinn, en sú sem leiddi minn hóp var ansi buguð af reynslu, enda hefur eistneska þjóðin mátt þola margt. Hún sagði okkur ýmislegt um það hvernig Rússarnir byggðu kirkjur á uppáhaldstorgunum þeirra. Það var henni einnig mjög hjartfólgið að við vissum hvar ÖLL sendiráðin í Tallinn væru staðsett. Hún hneykslaðist líka á því hversu illa klædd sum okkar voru, því hún vissi svo sannarlega að Tallinn er köld borg á þessum árstíma. Við skömmuðumst okkar. Hún sagði okkur líka að gamla bænum væri skipt í tvo hluta, efri og neðri, sem hvor um sig voru undir Dönum og Þjóðverjum einhverntímann á miðöldum. Síðan man ég eiginlega ekki meira hvað hún sagði. Ég var of upptekin af því að dást að kirkjunni sem allir hata. Við borðuðum nokkrar máltíðir í ferðinni á Café Lido, sem er örugglega versti veitingastaður í heimi. Þar fengum við alls konar ógeðslegan „mat“. Staðurinn má þó eiga það að hann hefur karakter og sjarma, enda staðsettur í verslunarmiðstöð þar sem börn frá öllum heimshornum voru alltaf að syngja og dansa í einhverri skrítinni keppni sem enginn skildi út á hvað gekk. Við sungum líka á nokkrum stöðum, til dæmis í kirkjum, skóla og tónlistarhúsinu í Tallinn. Við stóðum okkur mjög vel í keppninni, en við unnum


Pungland – Djammlinn

reyndar engin verðlaun, en það er líka bara vegna þess að einhverjir aðrir unnu. Kirkjur, skóli og tónlistarhúsið voru þó ekki einu staðirnir sem við sungum á. Karíókíbarinn Helsingi vann hug og hjarta nokkurra óprúttinna einstaklinga eitt hádegið. (Þeir sem aldrei hafa eytt eftirmiðdegi á finnskum karíókíbar í Eistlandi vita kannski ekki að það er fáránlega skemmtilegt.)

með mastersgráðu í eistneskum þjóðdönsum vöktu mikla lukku meðal manna. Og kvenna.

Í Tallinn er fullt af veitingastöðum með skrítnu fólki í búningum, þykjustunni sverðabardögum og alls konar miðaldadóti. Uppáhaldsmiðaldastaðurinn minn var Beer Town. Við máttum reyndar ekki fara þangað (út af öllum bjórnum, þið vitið), en goðsögnin segir að þjónarnir séu í lederhósen, og að það séu svona virki inni á staðnum þar sem maður gat setið í hring og sungið drykkjusöngva (eins og til dæmis Svalar lindir (í dag er reyndar víst sungið „Íris” lindir)). Goðsögnin segir einnig að þarna séu sjóræningjar, hallærislegir tónlistarmenn, atvinnudansarar og alls konar venjulegt fólk líka. Þetta eru þó bara sögusagnir og eiga sér litla sem enga stoð í raunveruleikanum, enda var bannað að fara þangað. Reglur eru reglur.

Vorra æsku vinafundir vekja gleði bjarta. Og lífsins ljúfu gæðastundir lifa í okkar hjarta að eilífu. Amen. Skál.

Þrátt fyrir strangar reglur þá fengum við nú að sletta aðeins úr klaufunum, vegna þess síðasta kvöldið var okkur boðið í glæsilegt samkvæmi á vegum hátíðarinnar, en þar lék balkönsk stuðhljómsveit fyrir dansi og þokkadísir og durgar 49

Ég hefði getað skrifað þúsund orð í viðbót vegna þess að þessi ferð færði okkur svo margar og góðar minningar um gæðastundir sem við munum aldrei gleyma.

Ljóð eftir Ólaf Kjaran Árnason, innblásið af stórkostlegri ræðu Gilla kórstjóra.

Eygló Hilmarsdóttir 5.B


Sumarferðin Þegar áhyggjur vetrarins eru að baki er fátt betra að gera en að skella sér í útilegu. Það er ekkert sem jafnast á við að vera í sumarfríi með samnemendum sínum úti á landi. Grillmatur, náungakærleikur og ísköld mjólk er allt sem þarf til að búa til hina fullkomnu stemningu. Veðurfar er aukaatriði, enda var grenjandi rigning þegar MR-ingar fóru í sumarferð Skólafélagsins 2011. Það var 2. júlí og ferðinni var heitið að tjaldstæðinu við Seljalandsfoss. Þegar við komum seinni part dags voru MR-ingar þegar búnir að reisa laglegar tjaldbúðir á grasfleti tjaldstæðisins og margir þegar komnir í skemmtilegt ástand. Edda og ég köstuðum upp tjaldinu okkar stuttan spöl frá djammþyrpingunni og létum fjörið ekki bíða. Einhver snillingur sá um að spila tónlist úr hátölurum bíls síns á meðan við skemmtum okkur við að tæma kæliboxin okkar í góðra vina hópi. Ponsjó, asnalegar regnkápur og pollaföt voru mest áberandi hvað tískuna varðaði enda hefðum við getað verið heppnari með veður. Þegar leið á nóttina var svæðið okkar orðið að drullugu mýrlendi þar sem kátir krakkar óðu milli tjalda syngjandi. Á einum tímapunkti sá ég eitt af minni tjöldunum fjúka yfir gervalla þyrpinguna og hringsnúast í loftinu, og á eftir því óheppinn skólabróðir minn hlaupandi. Það var sjón að sjá.

Það var ýmislegt sem ég sá þessa nótt. Til að mynda er Seljalandsfoss mikil náttúruperla. Forseti ferðafélagsins, Ástbjörn, gaf okkur Eddu leiðsögn um svæðið og bakvið fossinn. Þetta var ein skemmtilegasta náttúruskoðun sem ég hef farið í. Manni líður alltaf eins og maður sé Fróði í Hringadróttinssögu þegar maður gengur um íslenska náttúru og ekki síður í því móki sem ég var. Skemmtileg upplifun. Því næst héldum við til tjaldsins. Í fjarska heyrðist gítarleikur og fjörugur hópsöngur. >>


Við vöknuðum einhvern tíman eftir hádegi næsta dag og sáum okkur til undrunar að nánast allir voru farnir. Það er greinilega ekki í tísku að slóra á tjaldsvæðinu daginn eftir sumarferðina. En slór er ein af sérgreinum mínum, enda þurftum við að bíða í nokkra klukkutíma eftir fari í bæinn. Við grilluðum nestið okkar og átum það í tjaldinu hans Kjarra ásamt þeim fáu sem eftir voru. Veðrið var orðið skárra og tíminn flaug hjá. Þetta hafði verið eftirminnileg ferð full af ævintýrum. Reynslunni ríkari héldum við heim á leið. Hlakka til að sjá ykkur í næstu sumarferð! Matthías Tryggvi Haraldsson, 4.B

51


Þegar við MR-ingar höfðum troðfyllt heila flugvél og lent í Tyrklandi sex tímum síðar var margra mánaða bið okkar loks á enda. Framundan voru tíu dagar af tómri sælu, sundlaugasvamli og endalausum næturgleðskap. Já, Marmaris fékk okkur svo sannarlega til að gleyma öllu. Þegar flugferðin var yfirstaðin ætlaði asíska meginlandið að kæfa okkur úr hita, en flestir kunnu ráð við því: Það þurfti bara að þrýsta niður nokkrum svalandi drykkjum. Það var gott ráð sem var okkur ofarlega í huga. Hotel Green Nature Resort & SPA beið okkar, risastórt og draumi líkast. Sundlaugarnar voru rúmar og góðar og umkringdar sólbekkjum. Þar var gaman að hvíla sig að morgni til og safna kröftum fyrir daginn og amstur kvöldsins. Matsalir hótelsins tæmdust aldrei og þar var bjánalega mikið úrval af grænmeti en kjúklingurinn var alltaf skraufþurr – því mátti treysta. Á hótelinu var allt innifalið; matur og ótrúlega margir drykkir, þar til klukkan sló tólf á miðnætti. Þetta var rosalega heppilegt fyrirkomulag fyrir langflesta. Í fyrsta lagi gátu allir borðað á sama stað, sem gat sparað mikinn tíma og vesen, og í öðru lagi hélt þetta hópnum saman. Seinna á kvöldin hittust svo allir MR-ingarnir gjarnan á frábærum sundlaugarbar og bættu upp vökvatap. Þarna gátum við verið öll saman og við skemmtum okkur alltaf konunglega, kvöld eftir kvöld. Í raun var þetta einn af stærstu kostum ferðarinnar. Þarna var hægt að skemmta sér langt fram eftir kvöldi með öllum útskriftarárgangnum án þess að þurfa nokkurn tíma að taka upp veskið og herbergið og allt dótið var í 30 metra fjarlægð. Þegar það varð áliðið var sívinsælt að hoppa upp í leigubíl fyrir smáaura til „Barstrætis“ sem tók alltaf hlýlega á móti öllum, litlum og stórum. Fimmtubekkjarráð á svo sannarlega lof skilið fyrir að koma þessu í kring. Morguninn eftirir að við lentum stóðu fararstjórarnir frá Heimsferðum fyrir kynningarfundi á sal og kynntu fyrir okkur alveg brjálaða dagskrá. Við gátum splæst í dagsferðir til Ródos, grísku perlunnar, eða Efesos, sem er

Marmaris hlaðið fornmenjum og menningararfleifðum. Einnig var í boði ferð í vatnsskemmtigarð, tyrkneskt kvöld, jeppasafarí, skipulagðar bæjarferðir, tyrknesk böð, köfunarferðir, bátsferð og eflaust eitthvað fleira. Mér skilst að allt hafi verið frábært en sennilega hafa flestir farið í köfunina. Reyndar hafði fimmtubekkjarráð gert svo vel við okkur að bjóða öllum í bátsferð um Marmarisflóa á tveggja hæða bátsskrímsli. Þá var bronsað á efri hæðinni og slakað á fyrir neðan. Hugsið ykkur tvö hundruð manna bát, alla á brókinni, sjóinn og sólina. Nokkrum sinnum gerði báturinn hlé á siglingunni og við máttum hoppa út í heiðblátt og tært Miðjarðarhafið og jafnvel synda til nærliggjandi eyja ef sá gállinn var á okkur. Næstu daga tóku við skemmtanir og takmarkalaust frelsi. Ó, hve gott það var að vera til, flatmaga á vindsæng eða lúra á sólbekk með svaladrykk við höndina. Það var líka fínt að rölta niður á strönd og stunda vatnasport. Nokkrir strákar leigðu hraðbát í tvo tíma og lögreglan heima á Íslandi hefði hafi margt slæmt að segja um ástand þeirra sem stýrðu bátnum. Reyndar var það bara guðslukkan og björgunarhringur sem komu einum drengnum til hjálpar, en það gleymdist mjög fljótt, enda var svo gaman. Loks rann upp sú stund sem allir höfðu beðið eftir með mikilli tilhlökkun. Það var tógakvöldið. Tógakvöldið er besta partí sem MR-ingur fer í á


menntaskólaárunum. Þannig er það bara. Við hituðum upp á hótelinu, öll klædd í tignarleg tógalök og stemningin í rútunum var mergjuð. Okkar beið einkaströnd og þar voru kyndlar og læti. Þarna var strandbar og starfsmennirnir þar voru einkar fúlir. Þegar þeir blönduðu drykki fyrir viðstadda voru þeir svo óhollir að Lýðheilsustöð hefði lagt fram kæru. Það sem kætti mig alltaf jafnmikið voru herbergispartíin. Þar myndaðist alltaf bombustemning. Hálfur árgangurinn keypti vatnspípu, en það er snar þáttur í samkvæmismenningu Tyrkja. Auðvitað var aðeins fiktað í þeim í partíunum, enda voru aðeins náttúrulegar afurðir frá Egyptalandi í boði. Það mátti ekki vera með mikil læti í herbergjunum á nóttunni. Einhverjir mætir menn héldu herbergispartí á ókristilegum tíma og uppskáru því „gula spjaldið“ frá hótelinu. Daginn eftir hringdum við félagarnir í herbergissíma partíseggjanna og sögðum með sterkum og reiðum tyrkneskum hreim: „Hello, this is reception. Are you making noise now?“ Íslenski drengurinn vældi eins og stunginn grís: „No! I’m in my shower!“ og slapp þannig fyrir horn. Ég vil nýta tækifærið og þakka fimmtubekkjarráði og öllum krökkunum fyrir mergjaða ferð. Það var ekkert sem hefði mátt bæta. Það er algjör nauðsyn að hafa hópinn allan saman á einu hóteli og það er mjög sniðug hugmynd að hafa drykki innifalda. Þetta tvennt límdi hópinn saman. Það er ekki laust við að margir hugsi til Tyrklands með bros í hjarta og slæma lifur. Fyrir alla muni farið í útskriftarferðina ykkar – hún er þess virði.

Einar Jóhann Geirsson, 6.Y

53


MR í samanburði tilfellum er þetta viðhorf raunin. Á Íslandi þykir sjálfsagt að komast inn í háskóla og leiðin er enn greiðari með stúdentspróf úr MR í vasanum burt séð frá einkunnunum. Þetta kerfi er ekki hvetjandi og stuðlar ekki að því að nemendur leggi sig fram þar sem engin sérstök rúsína er í pylsuendanum og engin refsing til staðar ef nemendur ná ekki árangri. Þetta er kerfisvandamál en ekki vandamál sem snýr að metnaði nemenda – þeir einfaldlega komast upp með meðalmennskuna.

Fyrir rúmlega einu og hálfu ári hófst hjá mér nýtt ævintýri þegar ég flutti til Brussel í Belgíu og byrjaði í alþjóðlega skólanum þar í borg. Upplifun mín fyrstu vikurnar í skólanum var að ég væri stödd í amerískri bíómynd - strákar í hvítþvegnum gallabuxum og strigaskóm á hverju horni, franskar stelpur med Chanel, Prada og Gucci handtöskur og ekki má gleyma svokölluðum „soccer moms“ sem voru úti um allt að aðstoða í skólanum og elda heitan mat fyrir nemendur. Ég lét auðvitað til leiðast og tók þátt í þessum sirkus og byrjaði í klappstýruliðinu. En ekki hvað? Það er jú draumur hverrar stúlku að fá að vera klappstýra og klæðast stutta búningnum sem fylgir. Draumurinn endaði hins vegar jafn snögglega og hann hófst. Aldrei hefur mér liðið jafn kjánalega, hristandi bossann í stuttu pilsi í hefðbundnu belgísku veðri, rigningu og raka.

Á margan hátt erum við Íslendingar lánsamir - við njótum þess að hafa fjölbreytt og skemmtilegt félagslíf samhliða góðu tækifæri til náms og fáum svo í eftirrétt tryggingu fyrir áframhaldandi námi í háskóla. Þátttaka í félagslífi gefur mikilvæga færni sem skiptir máli þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Engu að síður er metnaðarleysi nemenda umhugsunarefni. Ef við ætlum að leita á erlenda grund eftir háskólamenntun þurfum við að keppa við nemendur sem hafa strax frá upphafi sinnar skólagöngu lagt sig alla fram í að ná sem bestum árangri. Líkurnar á því að við sitjum eftir eru þó nokkrar því árangur á lokaprófi er vinna liðinna ára... Segja má að mörg okkar séu í því tilliti ekki samkeppnishæf. Margir af mínum kunningjum í skólanum eru á leið í bestu háskóla í heiminum á borð við Yale, MIT, Colombia, Oxford og Cambridge. Ég sit hins vegar eftir og velti fyrir mér hvort ég hefði ekki getað verið á inntökulista þessara skóla. Auðvitað spila gáfur mínar inn í en ég tel að ef ég hefði haft meiri metnað á skólagöngu minni og fengið öðruvísi hvatningu og stuðning frá kennurum hefðu hlutirnir getað verið öðruvísi. Vitanlega get ég engum öðrum en sjálfri mér um kennt en þegar ég lít til baka og velti fyrir mér mínu eigin metnaðarleysi kemst ég alltaf að þeirri niðurstöðu að umhverfið sem ég ólst upp í og samfélagið okkar á Íslandi sem stuðlar að jöfnum tækifærum fyrir alla er í raun ekki hvetjandi kerfi heldur letjandi því það krefur okkur ekki til þess að hugsa fram í tímann og stefna að markvissum árangri. Á hverju kvöldi berast fréttir af auknu atvinnuleysi ungs fólks og hér í Brussel fær ungt fólk með tvær ef ekki þrjár háskólagráður varla launaða vinnu – nema það skari fram úr.

Eftir tvo erfiða haustmánuði fór ég smám saman að kunna vel við mig í þessu óraunverulega umhverfi einkaskóla sem er mjög svo frábrugðið því sem ég hafði kynnst í Menntaskólanum í Reykjavík, og í raun á allri minni skólagöngu. Það sem mér þótti þó skrýtnast var hversu nemendur voru almennt sjálfstæðir í sínu eigin námi en að sama skapi ósjálfstæðir í að skipuleggja og stuðla að góðu félagslífi innan skólans. Þetta má að miklu leyti rekja til lítils svigrúms frá skólayfirvöldum sem eru með puttana í öllu, hvort sem það tengist námi eða félagslífi. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því hvað ég saknaði félagslífsins í MR þar sem næstum allt er skipulagt af nemendum og skólablöðin innihalda húmor og grín en ekki bara pólitískar greinar og umfjöllun um hversu góður skólinn er í að flokka úrgang. Treystið mér, þessar greinar um úrgang eru þreytandi til lengdar, vægast sagt. Hins vegar er margt sem skólarnir gætu lært hvor af öðrum. Dæmi um þetta er munurinn á andrúmsloftinu í skólunum þegar kemur að því ad leggja sig fram við námið og standa sig vel. Hér eru nemendur og kennarar samherjar í því að stuðla að því að hver nemandi nái árangri. Hér er aldrei rætt um að ákveðið hlutfall nemenda muni falla á prófum heldur er áhersla lögð á að hver nemandi nái eins góðum árangri og hann hefur getu til. Heyrið þið þetta viðhorf oft? Ég var alls ekki óánægð med kennarana mína í MR en ég get ekki borið þá saman við kennarana hérna sem eru ótrúlega góðir í að styðja við nemendurna og veita þeim innblástur.

Ég vil taka það fram að samanburðurinn hér er á margan hátt ekki gerður á jöfnum grundvelli þar sem alþjóðlegi skólinn í Brussel er einkaskóli og meðalfjöldi í bekk er 13 nemendur sem gefur kennurum tækifæri til að halda utan um nemendur sína og styðja þá. Engu að síður felst lærdómur í svona samanburði og ég tel það mikilvægt að við á Íslandi breytum hugarfari okkar og horfum út fyrir sjóndeildarhringinn.

Samkeppnin milli nemenda er mikil og það tók mig svolítinn tíma að átta mig á því að hér væri árangur ekki mældur í því að ná öllum prófum heldur að ná sem bestum árangri. Ég vil ekki alhæfa og segja að „ná“ sé það eina sem er í huga allra nemenda í MR þegar nær dregur prófum. Hins vegar veit ég að í mörgum

Ásta Margrét Eiríksdóttir 55


Það var stórkostlegur heiður að taka í höndina á dr. Margréti Guðnadóttur þegar við settumst inn á hornstofu rektors í Gamla skóla einn stormasaman eftirmiðdag í janúar. Margrét lét veðrið ekki á sig fá enda gat hún einfaldlega ekki neitað ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa um viðtal að hennar sögn. Margrét sat sjálf í ritstjórn á sínum skólaárum en það er aðeins eitt af þeim mörgu verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Dr. Margrét Guðnadóttir er einn fremsti rannsóknarmaður á sínu sviði í heiminum. Á meðan snjóbylurinn reyndi sitt besta við að rífa gluggana úr Gamla skóla hóf Margrét að leiða okkur inn í undraverða veröld veirufræðinnar.

Margrét Guðnadóttir útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1949 og það er augljóst að hún hugsar með mikilli hlýju til menntaskólaáranna. Hún tekur það líka skýrt fram að það sé eflaust ógerlegt fyrir okkur stöllur að ímynda okkur lífið eins og það var í Menntaskólanum þá.

það og fórum seinast í sumar út á land. Sambandið hefur styrkst með árunum en fyrstu árin eftir útskrift var mikið um það að fólk væri fast í barneignum eða jafnvel erlendis í námi.“ Eftir útskrift sína úr MR hélt Margrét námi sínu áfram við læknadeild Háskóla Íslands.

„Í þá daga voru engar brautir eins og nú heldur einungis tvær deildir, þið hefðuð átt að sjá svipinn á rektor þegar við trítluðum tíu stúlkur inn í stærðfræðideildina á þessum tíma.“

Hún segir að námið í MR hafi undirbúið sig vel fyrir komandi nám en var það alltaf ljóst að hún ætlaði sér að verða læknir? „Nei, alls ekki, það var í raun bara útilokunaraðferðin sem réð þar úrslitum. Í þá daga var ekki úr jafn mörgu að velja og ég vissi vel að ég hafði ekki hug á að verða prestur, kennari eða lögfræðingur. Eftir að hafa strikað yfir þær greinar þá byrjaði ég læknisfræðinámið sem er mjög breið grein.“

Var það ekki einmitt sterk staða stúlkna sem var einkennandi í þessum útskriftarárgangi? „Jú, við vorum mjög margar og orðnar langþreyttar á að láta drengina vera raddsterkari. Við stofnuðum því kvenfélag sem að hafði það meðal annars á dagskrá að þjálfa stúlkur í ræðuhöldum fyrir fundi Málfundafélagsins.“ Margrét segir okkur svo frá þessum merku konum sem útskrifuðust með henni og í þeirra hópi eru skörungar eins og til dæmis sjálf Vigdís Finnbogadóttir. Eru þið enn í miklu sambandi? „Já, nú er ég orðin 62. ára stúdent og það er okkar markmið að fara árlega í ferð út á land saman. Við höfum oftast staðið við

En jafnvel þótt Margrét hafi strikað yfir kennsluna við innritun í Háskólann, kenndi hún í fjörtíu ár við læknadeildina og var fyrst kvenna til að starfa sem prófessor emeritus. Margrét þvertekur fyrir það að hafa fundið fyrir kynjamismun á sínum ferli þrátt fyrir að margt annað í þjóðfélaginu hafi valdið erfiðleikum við ráðningar í stöður. „Ég fór í starfsnám á Keldum meðan ég var enn í læknanáminu. Á síðasta árinu þurftum við öll í læknisfræðinni


manns borði. Árið 1933 tókst loks að rækta inflúensuveirur með því að koma þeim fyrir í stropuðum eggjum, þannig að þær uxu á fósturhimnum unganna. Síðan var hægt að drepa veirurnar í formalíni og gera úr þeim bóluefni. Þessi aðferð við framleiðslu á inflúensubóluefni er enn notuð.“

að að sitja yfir sjúklingum á Landspítalanum þar sem margir sýktust af hitasótt.“ „Það var erfitt fyrir okkur læknana eftir útskrift að finna störf. Mér bauðst fast starf á Keldum þar sem ég var í starfsnámi árið 1955 og ég þáði það með þökkum.“ Það var á Keldum sem að Margrét hóf í raun starf sitt í veirufræðinni. Þrátt fyrir að lesendur blaðsins séu flestir með það á hreinu hvað veirur eru þá fannst okkur betra að spyrja Margréti:

Í starfinu á Keldum fékk Margrét tækifæri til þess að fara til Bretlands og síðan Bandaríkjanna til þess að fræðast meira og starfa. Í framhaldi af þeirri rannsóknarvinnu bauðst Margréti styrkur til þess að fara í framhaldsnám við Yale.

Hvað eru eiginlega veirur? „Veirur eru eins konar millistig milli lifandi og dauðrar náttúru, þær hafa verið til í náttúrunni frá örófi alda og við vitum núna að þær hafa bara eina tegund kjarnasýru, annaðhvort DNA eða RNA. Þær eru algjörir sníklar, þær verða að hafa hýsil, lifandi frumu, til að sníkja á svo þær geti fjölgað sér. Engin veira getur fjölgað sér án þess að fá til þess hjálp frá lifandi frumu. Veirurnar eru miklu minni en bakteríur og sjást ekki í venjulegri smásjá. Þær smjúga í fíngerðar síur sem halda eftir bakteríum. Áður en tókst að rækta veirur í lifandi frumum í tilraunaglösum var aðeins hægt að koma í gang sýkingu í tilraunadýrum eða unguðum eggjum. Sumar veirur ræktuðust aðeins í öpum en þeir voru nú kannski ekki á hvers

Hvernig reynsla var það að læra í Bandaríkjunum? „Ég tel það mjög mikilvægt að læknanemar læri erlendis. Það er nauðsynlegt til þess að víkka sjóndeildarhringinn. Í Bandaríkjunum lærði ég ótrúlega margt. Það var ótrúlegt að sjá meðferðina á gömlu fólki sem var lagt inn til þess að deyja. Gamla fólkið dó úr legusári. Tímarnir hafa breyst en kerfið þarna úti er allt öðruvísi en hér og það væri skelfilegt að sjá kerfið hér breytast.“ Hvernig var aðstaðan við rannsóknir þegar þú komst aftur heim? „Þó heilbrigðiskerfið sé betra hérna en úti var aðstaðan til tilrauna mun verri. Fyrstu árin létum við okkur duga 57


gömlu þvottaaðstöðina í kjallaranum í Landspítalanum. Seinna fluttumst við í rannsóknarstofu í Lágmúlanum en rannsóknastofur spítalanna eru staðsettar um allan bæinn og er alls ekki slæm hugmynd að koma þeim öllum á sama stað sem og að koma upp fullkomnara sjúkrahúsi.“ Ertu enn þá starfandi? „Já ég er enn starfandi. Þrátt fyrir að það séu rúm 13 ár síðan ég fór á eftirlaun þá hef ég aðstöðu á Keldum til þess að vinna mínar ransóknir.“ Að hvaða rannsóknum vinnur þú núna? „Undanfarin 18 ár hef ég unnið að rannsókn á hegðun mæðivisnuveirunnar eða á bóluefnisgerðinni mér til skemmtunar. Ég ræktaði frumur í flöskum, sýkti þær með visnuveiru og drap síðan veirurnar með formalíni. Ég bað svo vini mína á Keldum um að leyfa mér að sprauta þessu í rollur og kanna hvort ekki kæmi fram mótefnamyndun. Viti menn, það gerðist. Ég hóf þá skipulagðari tilraun, fékk átta kindur með nýborna tvílembinga, bólusetti annan tvílembinginn en hinn ekki og setti svo öll lömbin í kofa með sýktum kindum til að fylgjast með hvernig þeim reiddi af. Eftir fjögur ár voru fimm óbólusettir tvílembingar sem þá voru á lífi sýktir, en aðeins tveir af þeim bólusettu. Þetta lofaði því góðu. Ég stóð hins vegar frammi fyrir því að ég var að verða sjötug og til stóð að henda mér út vegna aldurs. Þetta verkefni leit því ekki glæsilega út. Ég komst þá í samband við dýralækna í heilbrigðiseftirlitinu á Kýpur og við hófum rannsóknarsamstarf með þátttöku fjárbónda sem átti um sjö hundruð kinda hjörð. Hann átti nóg af tvílembingum handa mér. Þetta eru ljómandi fallegar skepnur með langa rófu og lömbin með lafandi eyru eins og hundar. Visnuveiran sem þarna gengur er af öðrum stofni en hér hefur fundist en ég reyndi samt að bólusetja þarna. Við hófum stórt rannsóknarverkefni 1999 með 40 tvílembingapörum þar sem 10 af mæðrunum voru sýktar en 30 ekki. Við bólusettum annað lambið í öllum pörunum en hitt ekki og létum þau ganga í hjörðinni, þar sem dýralæknarnir álitu að smithlutfallið væri um 40%. Þegar ég fór að skoða málið betur og nota næmara greiningarpróf kom í ljós að 13 mæður af þessum 30 neikvæðu voru smitaðar. Það voru því 17 mæður ósýktar en ekki 30. Fyrsta árið smitaðist ekkert lamb af þeim óbólusettu undan ósmitaðri móður. Í lok annars ársins voru bara tvö óbólusett lömb enn ósmituð en 9 af þeim bólusettu. Af þeim 13 óbólusettu lömbum sem voru undan mæðrunum 13 sem við uppgötvuðum síðar að voru nýlega smitaðar, smituðust 12 á fyrstu 8 vikunum eftir fæðingu en aðeins fjórir af þeim bólusettu. Eftir þessa tilraun þýðir ekkert að segja mér að það geri ekki gagn að bólusetja fyrir þeirri tegund veiru sem visnu- og eyðniveiran eru af. Það þarf auðvitað að finna réttan skammt af bóluefninu, en ég er alveg viss um að þetta er hægt. Nú er bara næsta mál að komast í samband við góða eyðnirannsóknarstofu og kanna hvort þessi aðferð virkar á eyðniveiruna.“ Telurðu líklegt að það finnist bóluefni gegn alnæmi? „Já. hugsið þið um hversu fáránlegt það er að það hafi ekki fundist bólefni gegn alænmi. Það er bara leti. Ég get eiginlega ekki dáið áður en ég finn bóluefni gegn alnæmi.“

Viðtalið tóku Bryndís Bjarnadóttir og Sigrún Jonný Óskarsdóttir

59


Fú! Fa! Fing! Ég þefa lítinn busaling. Lítinn slímugan skít sem sest hefur að milli veggja vorra. Ég geng um skólann og legg við hlustir. Ég heyri óvinveitt hljóð úr skólastofunni. Ég lít inn og hvað sé ég? Þrjú lítil ungviði að horfa á Stundina okkar! Hvenær varð þetta einhver leikskóli? Bræður og systur, enn á ný hafa gangar Gamla skóla fyllst af fori, reyk og drullu. Enn á ný hefur hjörð illa lyktandi, bólugrafinna, horétandi skítseiða gert sig heimakomna í hinni virðulegu menntastofnun vorri, gengið í bæinn og látið eins sem hún eigi heima hér, en það á hún svo sannarlega ekki. Enn á ný ríkir svartnætti í Menntaskólanum. Angandi af skítafýlu, táfýlu, andfýlu, brundfýlu, piss-og kúkafýlu, hafa þessi bölvuðu kvikindi ruðst inn í hinn Lærða skóla vorn og virt að vettugi þær fornu dyggðir sem gera MR að því stórveldi sem hann er. Það var hér sem Davíð Oddson fékk fyrsta permanentið. Það var hér sem Ólafur Ragnar Grímsson missti sveindóminn. Það var hér sem Halldór Laxness lærði að draga til stafs. Það var hér sem Jón Sigurðsson reis upp gegn oki stórveldisins og sagði: „Ég mótmæli.“ En nú eru 250 skoffín með unglingaveiki og gelgjuhroka búin að eyðileggja friðinn og menntaandann. Og við erum orðin pirruð. Þessi gerpitrýni eru svo ófríð að sullarveikiormur ætti meiri séns í kvenmann. Átrúnaðargoð þeirra eru Justin Bieber og Rebecca Black og þeir halda að Sesar sé Hundamatur! Aðeins með eldskírn getum við þvegið skítug sálartetur þeirra. Við erum ekki saman komin hérna til að vígja þessa busa eða bjóða þá velkomna á nokkurn hátt, heldur til að forða þeim frá sáludauða, kvöl, volæði og eilífri vist í helvíti. Hér er það sko engin ,,elsku mamma” heldur „elsku Hannes Portner!“ Við höfum bitið á jaxlinn og reyni að sýna kurteisi og umburðarlyni. Vi höfum stillt okkur um að sparka í sköflunga og í maga en nú er tankurinn fullur þó skólayfirvöld jánki í hugsunarleysi sínu þessari innrás þá segjum við NEI!!! Okkur hefur klæjað í hnefana nógu lengi. Í dag mun blóðlyktin æsa okkur til aðgerða. Gefum ofbeldishneigðinni sem ólgað hefur í brjóstum okkar lausan tauminn og göngum af þeim dauðum. Á tólfta slagi mun hamslaus bæði vor brjótast fram og þessum viðrinum sýnt a peningunum sem fóru í að fæða þau og klæða síðustu 16 ár hefði betur verið varið í fátæku börnin í Afríku …og Kína. Á tólfta slagi mun sorfið til stáls. Í dag sýnum við hyskinu hverjir ráða. Í dag munu OC og One Tree Hill víkja fyrir latneskum sagnbeyingum. Í dag munu Teletubbies vitið víkja fyrir reglu þrettán og hálft. Í dag berjum við í þá vitið þó þeir kjökri og brotni. Látið ekki hugfallast þó blóði veri úthellt og innyfli hökkuð í spað, því hefndin er hafin og hefndin er sæt. Á tólfta slagi ráðumst við til atlögu. Sýnum enga vægð. Við beitum ofbeldi, bítum, brjótum, rífum, slítum, spörkum, kýlum, kúgum, kveljum, DREPUM!!! Það verður sko enginn útskriftarárgangur árið 2015!!! Á tólfta slagi munu dunur drynja og drengir kjökra. Á tólfta slagi munu helvítis lömbin þagna!!! Flutt af Hrafni H. Dungal, Le Pré 2011.


61


Busun, fyrirpartý og ball Allir MR-ingar þurfa að sætta sig við að vera busaðir. Þetta vissum við þegar við byrjuðum í skólanum og fyrsta vikan fór að mestu leyti í að hafa áhyggjur af hinu óumflýjanlega. En það gerðist ekki margt. Satt að segja urðum við fyrir svolitlum vonbrigðum fyrstu daga vikunnar, það var ekkert að gerast. Svo, eftir 2-3 daga upp úr þurru, æddu þrír öskrandi strákar inn í stofuna okkar, útataðir í blóði og með byssur. Við hlýddum öll eldri nemendunum því ekkert okkar vildi fá í sig pulsu. Við vorum látin skríða á gólfinu meðan við sungum Gádann. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu lagt sig fram og lært sönginn gátu flestir bara sungið fyrstu tvær línurnar en gleymdu svo því sem eftir var af honum. Það fyrsta sem við sáum þegar við komum í skólann á busadaginn voru hettuklæddir nemendur að syngja í kór. Sumum fannst það óhugnanlegt. Í hádeginu héldum við okkur inni í stofu af hræðslu við þessa sömu nemendur. Svo var komið að því að ganga yfir í gamla skóla og mæta örlögunum. Þegar við höfðum safnast inni í stofunni og hlustað á ógnvekjandi ræðu vorum við farin að skjálfa dálítið. Á tólfta slagi réðust stelpurnar inn og okkur var skipað að leika beikon og fæða börn með meiru. Svo var komið að því. Við þurftum að skríða eftir ganginum í gamla skóla alla leið að útidyrunum og á meðan stóð hjörð af stelpum yfir okkur öskrandi. Þegar við komum út var haldið áfram að atast í okkur. Við þurftum að leika allskonar hundakúnstir. Og svo var okkur loks

hent upp í loftið. Strákarnir sem gerðu það voru örugglega vingjarnlegasta fólkið sem við höfðum hitt alla busunina. Eftir það fengum við merki sem þýddi að við hefðum verið tolleruð og vorum látin taka í höndina á tveimur ungum mönnum. Þetta voru forseti Framtíðarinnar og Inspector Scholae. Að lokum var okkur boðið upp á súkkulaðiköku og mjólk eins og hlýðnum litlum börnum. Eftir busunina var komið að hinu margumtalaða fyrirpartýi og busaballinu. Margir foreldrar 3. bekkinga voru hræddir um að börnin lentu á hrikalegu fylleríi ef þeir færu í fyrirpartý hjá 6. bekk. Flestir 3. bekkingar höfðu hins vegar engar áhyggjur á þessu, nema kannski nokkrir sem voru undir svo miklum áhrifum frá foreldrum sínum að þeir urðu jafn hræddir og þeir. Það var meira að segja búið að skora á skólayfirvöld að banna fyrirpartýin.


Okkur í 3.A var boðið í fyrirpartý hjá 6.A. Við höfðum ekki miklar áhyggjur af því að krakkarnir í 6.A myndu gera eitthvað hræðilegt við okkur. Í fyrsta lagi eru fimmtán krakkar í 6.A en við erum tuttugu og átta. Í öðru lagi eru tíu af þessum fimmtán nemendum stelpur. Og í þriðja lagi býst einhver við því að fornmáladeildarbekkur sé hættulegur? Semsagt, við höfðum engar áhyggjur, enda var tekið vel á móti okkur. Seinna um kvöldið stigum við upp í stóra rútu og héldum leið okkar á MR busaballið. Það tók mjög á, líkamlega og andlega, að komast inn á Broadway. Líkamlega vegna þess að troðningurinn var svo mikill að stundum var ekki hægt að anda. Andlega vegna þess að maður vissi ekkert hvað tæki við fyrir innan. Eftir að hafa komið úr þessu huggulega fyrirpartýi var ballið sjálft eins og orgía. Í endanum var sami troðningur út og það var inn á ballið og sumir fóru heim glaðir og spenntir yfir því að segja vinum sínum daginn eftir frá þeim „targetum“ sem þau höfðu náð á ballinu, en aðrir föttuðu að menntaskólaböll væru bara ekki fyrir þau.

Anastasía Jónsdóttir og Sigrún Hannesdóttir, 3.A

63


Þann 1. september 2011 var hið árlega Busaball MR haldið á Broadway, svonefnt vegna allra glænýju busanna sem eru nývígðir inn í Lærða Skólann að mæta á sitt allra fyrsta menntaskólaball. Að venju var þetta rave-ball, svo busar jafnt sem aðrir klæddu sig í hvít og neonlituð föt, helltu yfir sig öllu frá yfirstrikunarpennableki til glow-stick safa og flykktust svo til Broadway. Þegar þangað var komið hófust eldri nemendur handa við að skoða busakjötið og athuga hvort það væru ekki einhverjir efnilegir bitar inn á milli. Vissulega fundu einhverjir busaástina þar sem ekki var sjaldgæf sjón að sjá kossaflens hvert sem maður leit. Allt í allt var þetta frábært ball þar sem allir skemmtu sér og virkilega góð byrjum á félagslífinu í MR. Karólína Jóhannsdóttir, 3.A

Busaball „Busaballið olli mér ekki vonbrigðum. Tanaðir strákar í tóga, netabolum og Arnór Gunnar í sleikz. Svo skemmdi ekki fyrir að Aeroplane sá sleikþyrstum menntskælingum fyrir ljúfum tónum. Bíð spennt eftir næsta busaballi, kannski verður maður heppinn og hreppir koss frá Narra sleik.“ Gunnhildur Hjördís Grétarsdóttir, 5.S „Busaballið var klikkað. Eins og alltaf voru allir á rassgatinu, kófsveittir með neon út um allt að reyna að dansa tekknó eða í sleik.“ Jónas Atli Gunnarsson, 5.Z „Minn helsti galli? Jaa, ætli ég verði ekki að segja ravegallinn. Hann er samt spari sko. Tek hann bara fram þegar það er einhver snilld í gangi. Fimm átta arma stjörnur með flúri og skini.“ Fríða Þorkelsdóttir, 4.B „Síðasta menntaskólaballið mitt á Broadway (beilaði á ársó fyrir airwaves) var yndislegt. Tóga var klárlega besta dressið fyrir þetta sjúka athæfi. Þarf að finna fleiri viðburði til að klæðast tóga.“ Gunnar Smári Eggertsson Claessen, 6.Y

„Busaballið var frábært. Ég mætti í fínasta pússi, edrú, fór ekki í sleik við neinn og kom heim á slaginu eitt. Æði pæði.“ Katrín Anna Herbertsdóttir, 3.A „Mér fannst busaballið í byrjun skólaársins frábært start á frábærri önn, eitt skemmtilegasta ballið að mínu mati!“ Hanna María Geirdal, 3.J „Eftir vígalegustu miðasölu seinustu ára var ekki við öðru að búast en glæsilegu balli, stútfullu af nýjum hot-body 95’ strákum sem hægt var að skemmta sér af. Því er óhætt að segja að ballið stóðst mínar væntingar með meiru.“ Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir, 4.B „Busaballið var yndislegt. Ég man þegar ég labbaði inn og allir voru að dansa. Ég hló og fór að dansa. Flott tónlist og húsið hristist. Ég hélt áfram að hlæja. Síðan var þetta eins og tívolí, rússíbani gerður úr gleri en ekki tré. Skemmtilega við þennan skemmtigarð var að hann hélt áfram, festist aldrei nema í minningunni.“ Jóhann Björn Jóhannsson, 6.Y


65


Blaðsíða 67 Frá árinu 1999 hefur verið venja að hafa mynd af nemenda á Blaðsíðu 67. Sagan segir að ljósmyndari Skólablaðsins ´99 hafi krafist þess að ákveðin mynd yrði í blaðinu því hún væri einfaldlega of góð til þess að sleppa henni. Eina vandamálið var að myndin sem um ræðir passaði hvergi inn í blaðið. Á endanum varð þetta fyrsta myndin sem sett var á Blaðsíðu 67. Módelið var þá kallaður 67 strákurinn en hefur nafnið breyst með árunum í einfaldlega Blaðsíða 67 þar sem bæði kyn hafa prýtt blaðsíðuna. Algengara er þó að strákur úr eldri bekkjum skólans sé á myndinni og í ár varð fyrir valinu Ólafur Hrafn Björnsson, 5.T.


hversdagsleikinn


Vissir

Haustið 1843 var Bræðrablaðið gefið fyrst út en það kom út í níu tölublöðum. Í fyrstu lögum Skólafélagsins varðaði það við brottrekstur að mæta of seint á félagsfund sem og kennslustund. Árið 1845 var Bræðrablaðið glætt lífi á ný og kom það út vikulega til 1.des 1849.

Fyrsta skólablaðið kom út árið 1888. Málfundafélagið var stofnað árið 1883.

Ekkert blað kom út á vegum skólans til ársins 1867. 1867 hóf Fjölsvinnur göngu sína og frá því ári voru stöðugt gefin út blöð á vegum skólans.

Málfundafélagið var stofnað úr tveimur félögum innan skólans; Bandamannafélaginu og Ingólfi.

1925 var Skólablaðið gefið fyrst út handskrifað en árið 1944 var það fjölritað.

Menntaskólinn í Reykjavík hlaut núverandi nafn sitt árið 1937. Árið 1786 flutti skólinn til Reykjavíkur.

Bræðrasjóður var stofnaður af nemendum skólans er þeir seldu bát sinn sem þeir höfðu notað til siglinga á milli Bessastaða og Reykjavíkur. Andvirði bátsins fór til styrktar fátækum nemendum og gerir enn.

Skólinn fluttist síðan varanlega til Reykjavíkur árið 1846. Konur höfðu ekki aðgang að skólanum fyrr en árið 1904 en þær máttu þó taka próf utanskóla frá árinu 1886.

Árið 1844 gengu allir nemendur í bindindi. Bindindisfélagið var nefnt Skólafélagið og í það gengu loks allir kennanrar og nemendur að fjórum utanskyldum.

Ólafía Jóhannesdótitr var konan sem útskrifaðist fyrst úr skólanum (utanskóla) árið 1890.

Árið 1850, í janúar, stofnuðu piltarnir leynilegt drykkjufélag sín á milli.

Dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, Laufey Valdimarsdóttir, var fyrst kvenna til að útskrifast úr skólanum eftir að hafa setið þar á skólabekk.

Það stóð eitt sinn hús þar sem nú er bílastæði nemenda.

Fyrsti kvenrektor skólans var Ragnheiður Torfadóttir 1996-2001.

Ef ske kynni að eldsvoði yrði í skólanum þyrfti sá sem að stjórnaði rýmingu skólans að vera í rauðu vesti.

Framtíðin tók ekki við busum í félagið fyrstu árin og það er ástæða stofnunar Skólafélagsins.

Það eru 20 verðlaunasjóðir í MR.

Gamli skóli er 1.524 fermetrar.

Herranótt hefur verið sett upp 167 sinnum.

Gamli skóli var byggður árið 1846. Þrælakistan er 41 fermeter.

Árið 1844 voru samþykkt lög um að auka starfsemi Skólafélagsins til muna. Þá var laganefnd stofnuð til þess að semja lög félagsins. Árið 1845 fengu nýsveinar full félagsréttindi.

Íþróttahúsið er 123 fermetrar.

Hjúkrunarfræðingurinn er menntuð í geðhjúkrun.

Íþaka er 259 fermetrar.

Það kostar 10.000 kr. að vera óreglulegur eða utanskóla.

Fjósið var byggt árið

1850.

Námsárið í MR kostar 23.500 kr.

Fjósið er 123 fermetrar.

Íþaka er áskrifandi að Morgunblaðinu yfir skólaárið, eða frá 1. september til 1. júní

Casa Christi var upprunulega reist sem höfuðstöðvar fyrir KFUM & KFUK. Húsið Casa Christi var vígð á skírdag árið 1906.

Alls koma út 24 blöð á vegum MR á ári.

Casa Christi er 856 fermetrar.

Íþaka rúmaði fyrst tvö bókasöfn. Annars vegar Lestrarfélagið Íþöku, hins vegar Bibliotheca Scholae Reykjavicensis.

Villa Nova hýsti eitt sinn skrifstofur nemendafélaganna.

þú..?

Báðar hæðir Amtmannsstígs eru 434 fermetrar. Árið 1844 voru 2 ný félög stofnuð; Bindindisfélagið og Kaffiog hófsemdarfélagið.

69


MR –

Á hverju ári er einn dagur þar sem annars gríðarlega mikill skólahroki okkar MR-inga nær hámarki. Það er MR-ví dagurinn. Dagsins var beðið með mikilli eftirvæntinu og þá sérstaklega meðal busanna sem ætluðu svo sannarlega að hlæja framan í verslóvini sína þegar MR færi með sigur af hólmi. Dagurinn hófst á þeirri skemmtilegu hefð að MR-ingar marseruðu út í Hljómskálagarð íklæddir íðilfögrum lopapeysum (undirritaður væri reyndar frekar til í að kaðlapeysur frá Ralph Lauren teldust með sem lopapeysur). Þar öttu nemendur skólanna tveggja kappi í ýmsum þrautum. Margt skemmtilegt gerðist þennan dag í Hljómskálagarðinum. Meðal annars tókst einum aðalverslótappanum að handleggsbrjóta sig í venjulegu reiptogi, sem er afrek út af fyrir sig. Um kvöldið var svo komið að ræðukeppninni.

Umræðuefnið var að þessu sinni „Maðurinn er góður“ og mælti Versló með og MR á móti (allir í sjokki). Ræðulið MR var skipað kanónunum Eygló Hilmarsdóttur, Ólafi Kjaran Árnasyni, Jóhanni Páli Jóhannssyni og Kára Þrastarsyni. Ef ég á að segja kalt mat mitt, þá hef ég hlustað á skemmtilegri ræðukeppnir. Nálgun MR-inga var að mínu mati góð, en hún var á þann veg að engin leið væri að segja að heil tegund væri einfaldlega „góð.“ Maðurinn væri einfaldlega allt of margslunginn; maðurinn er breyskur. Verslingar beittu hins vegar verslólegustu nálgun sem ég hef heyrt síðan „Boðskapur Jesú Krists“ var og hét. Verslingar eyddu sex ræðum í (afsakið orðbragðið) tilfinningarúnk þar sem þeir þuldu upp dæmi um góðmennsku mannsins. Ég var mun hrifnari af MR-ingum. Bæði fannst mér nálgunin betri og einnig ræðumennirnir og í dómarahléinu


var ég handviss um að framundan væri skemmtilegt sigurdjamm. Hins vegar er óhætt að fullyrða að ALLIR hafi verið í sjokki þegar úrslitin voru tilkynnt. Oddadómarinn byrjaði á að segja frá því að Sigríður María, stuðningsmaður ví, hefði verið stigahæsti ræðumaður kvöldsins (mér fannst hún slakasti ræðumaður verslinga; skoðun sem ég deili með mörgum öðrum). Og síðan tilkynnti dómarinn að Versló hefði staðið uppi sem sigurvegari með 13 stiga mun. Svona eru ræðukeppnir. Engin leið er að skera úr um með einhverri fullvissu að annað liðið sé betra en hitt. Þrátt fyrir að öllum í salnum hafi þótt MR-ingar mun betri, þá skiptir það engu máli. Það eina sem skipti máli er hvað einhverjum þremur gaurum fannst. Fokkit. Lífið heldur áfram. Þrátt fyrir þetta var djammið eftir á bara nokkuð gott og það er jú allt sem skiptir máli fyrir ungt fólk eins og okkur. Og þegar þetta er skrifað er

komið í ljós að MR mun mæta ví í næstu umferð Morfís og ég er handviss um að þau Kári, Óli, Jói og Eygló munu mæta upp í Bláa sal með blóðbragðið í munninum og þrá ekkert meir en að hefna fyrir ófarirnar á MR-ví deginum.

Jakob Gunnarsson 5.X

71


Rósa Birgitta Ísfeld var nemandi á fornmálabraut við Menntaskólann í Reykjavík og hefur margt á daga hennar drifið síðan skólagöngu hennar lauk. Flestir kannast eflaust við hana sem söngkonu hljómsveitanna Feldberg og Sometime. Rósa tók nýlega þátt í söngkeppni sjónvarpsins og vinnur að upptöku á plötu Sometime.

Á hvaða braut varstu í MR? Fyrst var ég á Fornmálabraut, síðan fór ég á Nýmálabraut. Hvernig fannst þér í MR? Rosalega gaman, eiginlega of skemmtilegt. Vinkonuhópurinn minn var líka í öllum stjórnum, við vorum mjög öflugar í félagslífinu. Í hverju varst þú? Ég var mest í tónlist og sá um einhverjar uppákomur svo var ég einnig öflug í kvikmyndaklúbbnum ásamt strákunum þar. Hvenær útskrifaðist þú úr MR? Ég útskrifaðist ekki úr MR heldur MS, það var aðeins ein úr vinkonuhópnum sem útskrifaðist úr MR hinar kláruðu annars staðar. Afhverju valdiru MR? Ég held það hafi verið vegna þess að mamma sagði að ég ætti að fara í bekkjarkerfi og leyfði mér ekki að fara í MH. Einnig vegna þess að ég bjó nálægt svo ég þurfti ekki að vakna snemma. Hvað gerðiru eftir MR? Ég fór í FÍH en svo nennti ég ekki að vera þar og hætti og fékk mér vinnu á Miami að sjá um hesta. Ég fór einnig í frönskunám til Frakklands en annars hef ég bara verið í tónlist. Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað annað til að vinna með en hef ekki fundið það ennþá. Þú ert í Feldberg og Sometime. Hvernig byrjaði það? Ég byrjaði fyrst í Sometime um 1996 þá var ég búin að syngja með hinum og þessum og ég og Danni sem var trommarinn í Maus könnuðumst við hvort annað og hann kom upp að mér á bar og bað mig um að koma á hljómsveitaræfingu. Við sömdum strax eitt lag á æfingunni og í dag erum við að fara að gefa út aðra plötu okkar. Feldberg byrjaði bara með því að Einar hringdi í mig því einhver hafði mælt með mér og hann var að leita af söngkonu til að syngja í auglýsingu. Eftir það fórum við að hittast einu sinni í viku og semja lög og eftir svona tvo mánuði voru þau orðin nokkur og þá föttuðum að við yrðum að gefa út plötu. Síðan erum við einnig að vinna að plötu númer tvö núna. Hvar sækir þú innblásturinn? Ég verð fyrir áhrifum af söngvurum sem ég hlusta á. Þá er það Billy Holiday aðallega, Nina Simone og Édith Piaf. Einnig hlusta ég mikið á jazz. Ég hlusta mikið á Bob Dylan með texta

og velti mér upp úr þeim. Einnig eru það Björk og Michael Jackson vegna þess að þau eru svo sérstök og ég spái til dæmis mikið í því hvernig Björk dettur í hug melódíurnar sínar vegna þess að þær eru svo furðulegar. Einnig sæki ég innblástur þegar ég er í göngutúrum. Hverju ertu að vinna að núna? Ég er að vinna hjá Bókaútgáfunni Guðrúnu. Annars erum við Einar að vinna í plötu og svo er ég búin að syngja allt inná Sometime plötuna. Annars er ég komin í smá pásu því ég er nýbúin að taka þátt í Eurovision sem var heilmikil vinna. Þú syngur Nova lagið. Hvernig finnst þér að heyra það alltaf þegar þú ert að hringja í einhvern? Ég er alveg hætt að heyra það, mér finnst fyndnara þegar einhver hefur valið lag sjálfur til dæmis Don´t be a stranger, þá finnst mér eins og ég sé að hringja í sjálfa mig. Mér finnst þetta bara gaman en lagið Dreamin er kannski orðið pínu þreytt. Hvað er skemmtilegast við starfið þitt? Mér líður eiginlega best þegar ég er að koma fram og líður þægilega eftir á og verð frekar róleg því vanalega er ég frekar ofvirk. Svo eru það ferðalögin sem fylgja því að vera í hljómsveit. Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast og heppin að geta það því það er gott að fá smá frí frá Íslandi Ertu með einhverjar skemmtilegar sögur úr MR? Örugglega mjög margar við vorum alltaf að gera eitthvað af okkur. Eins og ég sagði áðan þá valdi ég MR vegna þess að hann var nálægur mér vegna þess að ég er rosalega mikil svefnpurka. Ég sofnaði alltaf í tímum og einu sinni læddust allir út meira að segja kennarinn tók þatt í þessum gjörning og þegar ég vaknaði var busabekkur kominn inn í stofuna, það var mjög vandræðalegt. Eru einhver ferðarlög plönuð fyrir sumarið? Nei, ég á von á mínu öðru barni í júní og eftir það fer ég að ferðast. Við tökum örugglega þátt í Airwaves núna í ár því við stefnum á að gefa út plötuna í sumar eða í haust og förum svo líklega erlendis eftir það. Hvenær byrjaðiru að syngja? Ég hef alltaf sungið mjög mikið frá því að ég var lítil og mætti segja að ég byrjaði að syngja áður en ég fór að tala. Var svona krakki sem kunni öll lög utan að og söng allan daginn


svo eitthvað. Ég er ótrúlega ánægð að hafa verið í MR. Ég er enginn MS-ingur, ég fór bara þangað til að klára og við vorum algjörir proffar þegar við komum þangað og þurftum eiginlega ekki að læra neitt. Þannig maður sér að ef maður hefði verið þar allan tímann þá hefði maður ekki lært jafn mikið, MR er mjög góður skóli og svo bara have fun.

út og inn. Örugglega verið pínu þreytandi þar sem lagavalið var ekki alltaf það besta þó voru þar gullmolar inn á milli eins og Megas og Madonna. Hver er fyrirmynd þín? Engin ein ákveðin en ég er ofboðslega mikið fyrir sterkar konur sem gera það sem þær vilja og láta engan segja sér til svona eins og nafna mín Rosa Parks.

Viðtalið tóku Georg Gylfason og Arna Katrín Kjartansdóttir Er eitthvað sem þú vilt segja krökkunum í MR? Bara klára skólann. Ég var næstum því farin út sem skiptinemi en mamma bannaði mér það og þegar allar vinkonur mínar hættu í MR elti ég eina yfir í MS bara til þess að ég myndi klára. Ég held að það sé bara langskynsamlegast að klára skólann og gera 73


i! g a l í n in s u a h u d f a H .. .m e ð M o o s e h e ad

st raga u r ö v l a r i r y H á r vö r u r f


20% Námsmannaafsláttur Laugar - Egilshöll - Hafnarfjörður - HR - Kópavogur - Kringlan - Mosfellsbær - Seltjarnarnes - Spöng - Ögurhvarf


Fashion ['fa∫n]

Sumir sem skrifa fashionpistla ætla sér stundum að reyna að svara spurningunni: Hvað er fashion?. Fyrir us er það svona eins og að ætla að svara spurningunni: Hvað er life? Fashion er religion. Ítalía er Ísrael og París er Mekka. Coco Chanel er Múhameð spámaður og Armani er Móses. Síðan eru það heiðingjarnir, trúleysingjarnir sem halda að þeir komist upp með hvað sem er. Eins og það sem þau klæðist sé þeirra einkamál sem er auðvitað fásinna því að við hin þurfum að horfa upp á það every single day. Það eru nokkrir guðlastarar í MR. Við hin erum auðmjúkir þrælar tískunnar og verjum mikilli orku í að sýna hinum guðlausu gott fordæmi.

tíska er. Í fyrsta lagi eykur hún hagvöxt. Því að ef ekkert færi úr tísku þá þyrfti fólk sjaldnar að kaupa sér föt. Gjaldeyrir! Neysla! Frelsi! Money! Í öðru lagi, þá gerir fólk ákveðnar kröfur, þ.e.a.s. til útlits. Fylgi maður fashion getur maður aukið talsvert líkur sínar á að missa virginity fyrir þrítugt.

Fyrir hinn almenna MR-ing ætti aðeins að þurfa tvær facts til að sannfæra hann um hversu fantastic fyrirbæri

Lóa Björk Björnsdóttir 5.A Eygló Hilmarsdóttir 5.B

Conclusion: Samband flestra MRinga við fashion getur ekki talist healthy. En rétt eins og með religion þá þarf maður að rækta sambandið, mæta í church og biðja til God. Ykkar assignment í life er að komast að því hver er God? Gangi ykkur well og takk fyrir year


Hvaða týpa ert þú? 1. a) b) c) d)

Þitt helsta lesefni er? tískutímarit ljóð skáldsögur dagblöð, íþróttasíður og slúður

2. Hvaða litum gengur þú helst í? a) svörtum, gráum eða rauðum b) jarðlitum c) gulum, bleikum eða brúnum d) heitum bleikum, kóngabláum eða drapplituðum 3. Hvað finnst þér skemmtilegt að gera í frítíma þínum? a) versla b) fara á kaffihús með vinum c) baka eða lesa góða bók d) fara í ræktina eða kíkja í ljós 4. Hvernig bíómyndir horfirðu helst á? a) ég er mikið fyrir gamlar myndir b) ég á mér marga uppáhalds leikstjóra eins og Tarantino, Jim Jarmusch og Hitchcock c) góða grínmynd eða rómantíska gamanmynd d) klassíska stelpumynd eða íþróttamynd 5. a) b) c) d)

Þú ferð út að borða, hvað færðu þér? sushi almennilegan börger kjúklingasalat Subway

6. Þú vinnur 20.000 kr. í happdrætti, hvað gerir þú við peninginn? a) nota hann upp í fallegan kjól eða jakka b) þeir fara líklegast í drykki á Kaffibarnum c) spara hann fyrir betra tilefni d) fer í klippingu og litun / framlengi kortið í ræktinni 7. Uppáhalds flíkin mín er... a) frakkinn / pelsinn b) Timberland skórnir / Jeffrey Campbell skórnir c) axlaböndin / blómakjóllinn d) 66°norður úlpan / Ugg stígvélin 8. a) b) c) d)

Uppáhalds borgin mín er... Mílanó New York París Los Angeles

9. Þú ert að versla og ákveðin flík fangar auga þitt, hvað er það við hana sem vekur áhuga þinn? a) hún er úr nýjustu línu uppáhalds fatahönnuðarins/fatamerkisins þíns b) hún er öðruvísi en annað sem þú hefur séð c) Þú getur notað hana við mörg tækifæri d) hún fer þér mjög vel 10. Eftir hvaða tískuspeki ferð þú? a) sígilt fer aldrei úr tísku b) eitthvað gamalt og eitthvað nýtt c) tískan líður hjá en góður smekkur er ávallt um kyrrt d) í vafa, sýndu meira hold

77

11. Hvar verslar þú helst? a) Hugo Boss, KronKron og Einvera b) Urban Outfitters, 17 og notuð föt c) H&M, Zöru, Ralph Lauren og Topshop d) Forever 21, Abercombie & Fitch, Intersport og Deres 12. Veldu eitt af eftirtöldum efnum a) kasmír eða velvet b) leður c) blúndur eða gallaefni d) gagnsætt eða bómull 13. Á minnislausu kvöldi er líklegt að þú... a) látir gabbast niður kanínuholuna b) fáir þér tattoo c) missir þig í karíókí d) vaknir með frunsu 14. Þú getur ekki fundið... a) hin skilríkin b) fartölvuna c) lyklana d) iPodinn 15. Uppáhalds kaffidrykkurinn þinn er? a) espresso b) svart & sykurlaust & ódýrt c) frappuccino d) ég drekk ekki kaffi

A B C D


Flest Flest A A Flest Hinsvegar ef þú ert líklegt að þú Ef þú Ef ertA og hefur þennanþennan stíl heillastu Hinsvegar ef stelpa þú erter stelpa er líklegt að þú villist þústrákur ert strákur og hefur stíl heillastu Hinsvegar ef þú ert stelpa erLaugarveginn líklegt að þú villist Ef þú ert ogfatnaði. hefur þennan stíl heillastu villist upp líklega af strákur vönduðum Það hryggir þig mest oft í hádegishléinu hádegishléinu upp Laugarveginn í átt að líklega af vönduðum fatnaði. Það hryggir þig mest oftað í KronKron hádegishléinu uppslíkum Laugarveginn í átt að líklega af vönduðumdaglega fatnaði. hryggirog þig mest í átt eðaöðrum öðrum verslunum. að geta í Það jakkafötum nýtir KronKron eða slíkum verslunum. Þú átt marga að ekki geta gengið ekki gengið daglega í jakkafötum og nýtir KronKron eða öðrum slíkum verslunum. Þú að geta ekki gengið daglega í jakkafötum og nýtir fallega ogstolt ert stolt af átt marga því hvert tækifæri til þess klæða þig upp. fallega kjóla kjóla og ert af fataskápnum þínum og því hvert tækifæri til að þess að klæða þig upp. Þú átt marga fallega kjóla og af fataskápnum þínum og því hvert tækifæri til þessertu að klæða þig til upp. fataskápnum þínum ogert þú stolt mátt vera það. Þú Jafnvel í hversdagsleikanum þú mátt líka vera það.líka Þú þorir að klæðast fatnaði Jafnvel í hversdagsleikanum líklegur ertu líklegurþess til þess þú mátt líka vera það. sem Þú þorir að klæðast fatnaði Jafnvel íí hversdagsleikanum ertu líklegur til þess þorir klæðast fatnaði kannski allar að halda jakkafatastílinn og klæðast skyrtu kannski ekki allar stelpurekki þyrðu og veltir ef að halda í jakkafatastílinn og klæðast skyrtu undir aðsem sem kannski ekki allar þyrðu ogfyrir veltir ef að halda í jakkafatastílinn og klæðast skyrtu undir stelpur þyrðu og veltir ef stelpur til vill meira undir v-hálsmálspeysunni. Þú nýtir nýtir alla fallega, fallega, til vill meira fyrir þér hversu vandaður fatnaðurinn v-hálsmálspeysunni. Þú alla heiðskýra til vill meira fyrir þér hversu vandaður v-hálsmálspeysunni. Þú nýtir alla fallega, heiðskýra þér hversu vandaður erhann heldur enfatnaðurinn heiðskýra til þess að viðra buxurnar er heldur en fatnaðurinn hversu mikið kostar . Þú fylgist daga daga til þess að viðra kakí kakí buxurnar þínar. Frakkinn er heldur en hversu mikið hann kostar Þú fylgist daga. til þess að kakí buxurnar þínar. Frakkinnhversu mikið hann kostar. Þú margir fylgist vel . með þínar Frakkinn er viðra uppáhalds það vel með tískunni og líta upp til þín. er uppáhalds flíkin þínflíkin og þaðþín er og alltaf hægt að vel með tískunni og margir líta upp til þín. er uppáhalds flíkin þín og það er alltaf hægt að er alltaf hægt gleðja þig meðeða vasaklútum gleðja þigaðmeð vasaklútum fallegum eða slaufum.tískunni og margir líta upp til þín. gleðja þig með vasaklútum eða fallegum slaufum. fallegum slaufum.

hefjist þau trend sem taka yfir íslenska tísku hverju sinni. Dæmi um það má nefna gallastuttbuxurnar sem stelpurnar endurvöktu. Stelpur sem aðhyllast Flest B Flest B Flest B er auðvelt stíl eru má oftnefna mjög frumlegar. Þær bera sem Það erÞað auðvelt að koma þessa húnen húnþennan Dæmi um það gallastuttbuxurnar aðauga komaáauga á týpu þessaen týpu Dæmi um það máskartgripi nefna gallastuttbuxurnar sem Það er auðvelt að koma auga á þessa týpu en hún íburðarmikla við stórar prjónaðar klæðist oft skyrtum sem eru öllu óhefbundnari stelpurnar endurvöktu. Stelpur sem aðhyllast klæðist oft skyrtum sem eru öllu óhefbundnari stelpurnar endurvöktu. Stelpur sem aðhyllast klæðist oft skyrtum sem eru öllu óhefbundnari peysur. Skófatnaður erfrumlegar. af ýmsum toga. en hinen klassíska skyrtaskyrta og þá ber helst nefna þennan stíl eru þeirra oft mjög Þær bera hin klassíska og þá ber að helst að þennan stíl eru oft mjög frumlegar. Þær íbera en hin klassíska skyrta og þá ber helst að Alltíburðarmikla frá kvenlegum fylltum hælum yfir grófari gallaskyrtuna og köflóttu skyrtuna. Þessar skartgripi við stórar prjónaðar nefna gallaskyrtuna og köflóttu skyrtuna. íburðarmikla skartgripi viðað stórar prjónaðar nefna gallaskyrtuna og köflóttu skyrtuna. sem skó.peysur. Þær eruSkófatnaður slungnar við skyrtur fara einstaklega með gallabuxum þeirrablanda er af saman ýmsum toga. Þessar skyrtur faravel einstaklega vel með peysur. Skófatnaður þeirra er af ýmsum toga. Þessar skyrtur fara einstaklega vel lengi með sem ekki allir komast uppí með. b-týpunni þykir gaman að klæðast svo Allt fráefnum kvenlegum fylltum hælum yfir grófari gallabuxum sem b-týpunni þykir gaman sem að klæðastmismunandi Allt frá kvenlegum fylltum hælum yfir í grófari gallabuxum sem b-týpunni þykir gaman að klæðast Þær eru einnig fljótar að sjá hvað virkar og hvað þær eru í þrengra lagi. Þegar kemur að skófatnaði skó. Þær eru slungnar við að blanda saman svo lengi sem þær eru í þrengra lagi. Þegar Þær eru slungnar við að blanda samanlíka, svo lengi sem þær í þrengra lagi. Þegar ekki. Stelpurnar, og reyndar velur þessi ofteru grófa og karlmannlega skó. grófaskó. mismunandi efnum sem ekkistrákarnir allir komast upp með. kemur týpa að skófatnaði velur þessi týpa oft mismunandi efnum sem ekki allir komast upp með. kemur að skófatnaði velur þessi týpa oft grófa komaÞær ofteru skemmtilega á óvart lífga Þrátt fyrir að hægt séskó. að ramma þennan fatastíl einnig fljótar að með sjá því hvaðað virkar og og karlmannlega Þær eru einnig fljótar sjá hvað gömlu virkarsem og gerir og karlmannlega skó. á nýjan fatnað meðaðeinhverju nokkuð auðveldlega inn koma semþennan tilheyra ekki. Stelpurnar, og reyndar strákarnir Þrátt fyrir að hægt sémargir að ramma fatastílupp hvað hvað ekki. Stelpurnar, og reyndar strákarnir Þrátt flokki fyrir að hægt sé ramma er þennan fatastíl klæðaburð þeirra þessum á óvart og að líklegt að margir þarna líka, koma oftpersónulegri. skemmtilega á óvart með því að inn nokkuð auðveldlega inn koma sem líka, koma oft skemmtilega á óvart með því að inn nokkuð auðveldlega inn koma margir sem lífga uppá nýjan fatnað með einhverju gömlu tilheyra þessum flokki á óvart og líklegt lífga uppá nýjan fatnað með einhverju gömlu tilheyra þessum flokki á óvart og líklegt sem gerir klæðaburð þeirra persónulegri. er að þarna hefjist þau trend sem taka yfir sem gerir klæðaburð þeirra persónulegri. er að þarna hefjist þau trend sem taka yfir íslenska tísku hverju sinni. íslenska tísku hverju sinni.


Stelpurnar hinsvegar njóta sín best í lituðum sokkabuxum og krúttlegum kjólum. Ef þú ert stelpa Flest C Flest FlestCC sem klæðir sig samkvæmt þessum stíl hefurðu gaman Þessi týpa hefur traustvekjandi fatasmekk sem þig þessum stíl Þessi hefur traustvekjandi fatasmekk sem þigsamkvæmt samkvæmt stílhefurðu hefurðugaman gamanafaf Þessitýpa týpa traustvekjandi fatasmekk af alls sem kyns aukahlutum og áttþessum örugglega mikið er oftast mjög notalegur. Það hefur er líklegt að alls kyns aukahlutum og átt örugglega mikið ereroftast mjög notalegur. Það er líklegt að kyns aukahlutum mikiðafaf oftast mjögstíl notalegur. Það er líklegt að af skartgripum ogalls fylgihlutum. Líklegtogerátt að örugglega þú strákum sem tileinka sér þennan líði best skartgripum og fylgihlutum. Líklegt er að strákum sem tilheyra þessum stíl líði best í skartgripum og fylgihlutum. Líklegt er aðþúþú strákumog sem tilheyra þessum í við mynstur sért best óhrædd og hafir gaman af því í hversdagslegum skyrtum gallabuxum. Fínir stíl líði sért óhrædd við mynstur ogoghafir gaman af því hversdagslegum skyrtum ogoggallabuxum. Fínir sért óhrædd við mynstur hafir hversdagslegum skyrtum gallabuxum. Fínir að taka fram doppótta kjólinn endrum og eins. Þú gaman af því lakkskór og frakki verða oft fyrir valinu hjá aðaðtaka fram doppótta kjólinn endrum ogogeins. lakkskór ogogfrakki verða oft fyrir valinu hjá taka fram doppótta kjólinn endrum eins. lakkskór frakki verða oft fyrir valinu hjá ert ef til vill hrifin af rómantískum fatnaði svo þeim. Í raun mætti segja að þessi týpa sé blanda ÞúÞúert efeftil vill hrifin afafrómantískum fatnaði þeim. Í Íraun mætti segja aðaðþessi týpa séséblanda ert til vill hrifin rómantískum fatnaði þeim. raun mætti segja þessi týpa blanda sem blómamynstri og sætum gollum. Það má þó sjá hinna tveggja. Hún hefur það fram yfir hinar svo sem blómamynstri ogogsætum gollum. Það mámáþóþó hinna tveggja. Hún hefur það fram yfir hinar svo sem blómamynstri sætum gollum. Það hinna tveggja. Hún hefur það fram yfir hinar mikið af klassískum flíkum í þessum flokki eins að vera í fínni kantinum án þess að draga fram afafklassískum flíkum aðaðvera í fínni kantinum draga fram sjámikið mikið klassískum flíkumí íþessum þessumflokki flokki vera fínni kantinumánánþess þessaðaðog draga fram ogsjá leðurpils annað sem notið hefur vinsælda. jakkafötin. Hún klæðir sig ível, áreynslulaust. eins og leðurpils og annað sem notið jakkafötin. Hún klæðir sig vel, áreynslulaust. eins og leðurpils og annað sem notiðhefur hefur Hún vel, áreynslulaust. Markmið þitt er að halda hlutunum klassískum Blazerar verða oft jakkafötin. fyrir valinu ogklæðir jafnvelsig litaðar vinsælda. Markmiðið þitt Blazerar vinsælda. þittereraðaðhalda haldahlutunum hlutunum Blazerarverða verðaoft oftfyrir fyrirvalinu valinuogogjafnvel jafnvel ásamt því að glæða þá nýju Markmiðið trendí lífi. gallabuxur. klassískum lituðar klassískumjafnfram jafnframþví þvíaðaðglæða glæðaþáþánýju nýjutrendí trendí lituðargallabuxur. gallabuxur.Stelpurnar Stelpurnarhinsvegar hinsvegarnjóta njóta lífi. sín lífi. sínbest bestí ílituðum lituðumsokkabuxum sokkabuxumogogkrúttlegum krúttlegum kjólum. kjólum.EfEfþúþúert ertstelpa stelpasem semklæðir klæðir

Flest D heldur betur breyting á fatavali þessarar týpu Þessi týpa er þekkt fyrir að grípa það sem hendi Flest D Bæði strákar og stelpur í þessum stíl þegar kvölda tekur. Stúlkur sem kjósa þennan erFlest næst. D eða ogogFitch. Það Þessi týpa fyrir aðaðgrípa eðaAbercombie Abercombie Fitch. Þaðverður verður Þessiþægindin týpaererþekkt fyrir grípaþað það úlpurnar klæðaburð eru líklegar til þess að klæðast setja íþekkt fyrsta sæti. 66°norður þó heldur betur breyting á sem hendi er næst. Bæði strákar og þó heldur djörfum betur breyting áfatavali fatavali semvinsælar hendi erhjá næst. Bæði strákar og kjólum sem sýna línurnar. Strákarnir eru báðum kynjum og stelpurnar kjósa þessarar týpu þegar kvölda tekur. stelpur stíl setja þegar tekur. stelpurí íþessum þessum setjaþægindin þægindin klæðast oftkvölda háskóla jakka. Ef þú ert þessi týpa er Ugg-stígvélin við. stíl Á venjulegum skóladegi erþessarar týpu Stúlkur sem kjósa þennan klæðaburð eru í ífyrsta sæti. 66°norður úlpurnar eru Stúlkur sem kjósa þennan eru Þú sækist eftir því fyrsta sæti. 66°norður úlpurnar eru sumargljáinn oftklæðaburð í uppáhaldi. strákurinn óhræddur við að klæðast MR-flíkunum á líklegar til þess aðaðklæðast djörfum vinsælar hjá báðum kynjum ogogstelpurnar líklegar til þess klæðast djörfum vinsælar hjá báðum kynjum stelpurnar að líta frísk- og hraustlega út. meðan stelpurnar kjósa heldur vörur frá Victoria´s kjólum kjósa við. Á venjulegum kjólumsem semsýna sýnalínurnar. línurnar.Strákarnir Strákarnir kjósaUgg-stígvéli Ugg-stígvéli við. venjulegum Secret eða Abercombie og ÁFitch. Það verður þó skóladegi klæðastoft oftháskóla háskólajakka. jakka.EfEfþúþú skóladegiererstrákurinn strákurinnóhræddur óhræddurvið viðaðað klæðast klæðast ertþessi þessitýpa týpaerersumargljáinn sumargljáinnoft oftí í klæðastMR-flíkunum MR-flíkunumá ámeðan meðanstelpurnar stelpurnar ert 79 uppáhaldi. Þú sækist eftir því að kjósa heldur vörur frá Victoria Secret uppáhaldi. Þú sækist eftir því aðlíta líta kjósa heldur vörur frá Victoria Secret frískfrísk-ogoghraustlega hraustlegaút. út.


Árshátíðarvika Skólafélagsins Það mátti sjá á andlitum nemenda, þegar Cösukjallari var opnaður við upphaf árshátíðarvikunnar þann 10. október, að Stjörnustríðsþemað féll vel í kramið. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart þar sem að MR-ingar eru annálaðir nördar leyndarmálið um þemað hafði greinilega ekki lekið. Í vikunni voru svo hinir ýmsu viðburðir í gangi. Eitt hádegishléið kom spaugarinn Ari Eldjárn í Cösukjallara og skemmti nemendum við góðar undirtektir. Einnig var haldinn ratleikur þar sem þátttakendur þurftu að ljúka hinum ýmsu þrautum og spurningum og safna stigum. Boðið var upp á kennslu í skylmingum fyrir nemendur en átti hún að vera upphitun fyrir LARP-ið sem átti að halda í Hljómskálagarðinum. Því miður þurfti að fresta LARP-inu vegna veðurs. Ekki má gleyma keppninni um fyndnasta MR-inginn,

ioker scolae, en Arnór Gunnar Gunnarsson hampaði þeim titli. Að sjálfsögðu voru Stjörnustríðsmyndirnar sýndar í vikunni. Semsagt, árshátíðarvikan var mjög vel heppnuð og ég held að flestir hafi skemmt sér mjög vel. Ég vil hrósa öllum sem komu að skipulagningu hennar og skreytingu og þakka kærlega fyrir mig.

Guðbjörg Erla Ársælsdóttir, 5.R


81


Stórsveit yljar samkomunni með fögrum tónum sínum, lauflétt spor eru stigin í takt við tónlistina, og daður leikur um eyra. Kjóllinn glæsilegur, jakkafötin ey síðri, hámenningin alger. Nei, þetta var ekki lýsing á veislu hjá Loðvíki XIV, heldur á Árshátíð Skólafélagsins. Kvöldinu þar sem ómenningu drykkju og sóðaskaps er kastað á glæ fyrir glæsileika, þokka og fágun. Eiríkur Ársælsson 5.U

„Klárlega besta ballið að mínu mati. Dálítið krúttleg og oldfashioned stemning á köflum.“ Bergdís Arnardóttir, 3.G „Ballið var mjög gott þótt maður væri edrú, stórsveitin var virkilega góð, ég allavegana skemmti mér konunglega.“ Sigurður Traustason, 4.T „Árshátíð Skólafélagsins stóð algjörlega fyrir sínu og var bara fínasta skemmtun. Broadway átti gott kveðjuball og Stórsveit Reykjavíkur var virkilega góð tilbreyting frá nýbylgjumúsikinni.“ Arnar Sveinn, 4.Y „Flott ball, var á myndavélinni fyrir Bingó allan tímann þannig ég man að það voru ógeðslega margir í sleik allt ballið. Rosalegt.“ Tómas Ingi Shelton, 6.Y

„Hands down skemmtilegasta ball skólaársins. Þessi dansiball stemmning er frábær tilbreyting frá sveittu hip-hop/electro böllunum og ótrúlega skemmtilegt að stíga trylltan dans við allar glæsilegu dömurnar sem skólinn hefur að geyma.“ Ólafur Ásgeirsson, 5.Z „Árshátíð Skólafélagsins er án efa eitt skemmtilegast ball sem ég fór á í 5.bekk, hátíðardagskráin fór vel fram og dansatriðið var að sjálfsögðu glæsilegt (hehö). Á ballinu steig ég svo sannarlega trylltan dans sem og flestir aðrir á svæðinu.“ Sigríður Helgadóttir, 5.R „Árshátíð Skóló var hrikalega vel heppnaður og glæsilegur viðburður. Með dansvænum tónum tókst Stórsveit Reykjavíkur ásamt Agli Ólafssyni að skapa sjarmerandi stemningu. Þvílík gleði!“ Elín Metta Jensen, 3.H


Árshátíð Skólafélagsins


Úti er niðamyrkur og nístingskuldi og flest erum við hálfmeðvitundarlaus, vaggandi eins og uppvakningar hvort upp við annað í óskipulögðum röðum. Við látum hugann reika og hugsum hvort við höfum kannski fengið okkur aðeins of mikið að súpa í fyrirpartíinu eða hvort við séum ekki alveg eðlileg og út úr okkur kemur aðeins torskilið muldur. Við viljum öll komast eins skjótt og hægt er í hlýjuna og hávaðann en fyrst þarf fólkið í neonvestunum að leita á okkur og meta hvort við séum danshæf. Flestir komast í gegnum fyrstu síuna en ekki er þar með sagt að þeir séu hólpnir frá litla herberginu sem enginn fer sjálfviljugur í. Satt að segja virðist það vera svo að þeir sem þangað fara eru litnir hornauga. En erum við kannski að mála skrattann á vegginn þegar við tölum um dauðaherbergið? Er það nokkuð svo slæmt að kíkja þangað í heimsókn á balli? Og af hverju virðist þetta herbergi eiga erfitt með að halda sínu rétta nafni, sjúkraherbergið, og fær í staðinn á sig þetta skelfilega nafn dauðaherbergið? Það er því óhjákvæmilegt að forvitnast örlítið um hvað það er í raun sem fer fram innan veggja þessa herbergis.

Sögur úr


Strákur í 4. bekk er á leið á jólaballið og prufar í fyrsta sinn að drekka eitthvað aðeins sterkara en Soda Pop. Mikil stemning myndast og allir skemmta sér konunglega og ekki síst umræddur strákur. Bílstjórinn keyrir fullan bíl af hressum krökkum og stoppar bílinn eins nálægt Broadway og hann kemst. Reynslulausi strákurinn tekur þá háakademísku ákvörðun að labba úr bílnum með dós í hönd og eru kennararnir og forvarnarfulltrúarnir ekki lengi að koma auga á drenginn og grípa hann glóðvolgan. Ekki var lengi beðið með það að láta greyið blása og reyndi hann að sannfæra þau um að gefa honum séns á að sleppa sér þar sem hann hefði bara fengið sér pínku pons og þetta væri fyrsta skiptið hans en allt kom fyrir ekki og farið var með hann rakleiðis í dauðaherbergið. Í herberginu var strax byrjað að plotta um hina fullkomnu útgönguleið og eftir eitt vatnsglas tókst honum með persónutöfrum, mælsku og geislabaug að vopni að sannfæra yfirvaldið. „En fröken! Ég er ungur maður í blóma lífsins. Hver veit nema ástin í lífi mínu leynist þarna hinumegin við dyrnar! Ég hef alltaf hagað mér eins og engill og verið til fyrirmyndar. Ó, ég bið þig um miskunn, fagrafljóð!“ Slapp þá drengurinn úr klóm herbergisins og fann fyrir frelsi í fyrsta sinn. Hann hugsaði með sér: „Smælaðu framan í forvarnarfulltrúann og þá mun frelsið smæla framan í þig.“

Stelpa í 4. bekk er stödd á Broadway á grímuballi Framtíðarinnar. Minning hennar um ballið sjálft er frekar óljós en man hún eftir því að hafa setið upp á borði til hliðar við sviðið, upptekin af því að senda smáskilaboð, þegar skyndilega birtist einn útsendari neonvestanna sem reif í hana og dró hana í dauðaherbergið. Þegar inn var komið leið henni á svipstundu eins og hún hefði aldrei drukkið neitt annað en Soda Pop þetta kvöld og var því mjög meðvituð um ástand þeirra sem í herberginu voru. Hún leit í kringum sig og gat varla trúað því að hún væri orðin ein af þeim, ein af þeim sem duttu út um öll gólf, ein af þeim sem gerðu einhverja óæskilega hluti eins og til dæmis að kveikja sér í sígarettu inni á klósetti. Þarna inni var strákur sem var alveg meðvitundarlaus í sinni eigin ælu, strákur sem kastaði upp og fór svo beint í sleik við stelpuna sem var við hliðina á honum. Hún var beðin um að blása en hún neitaði því og varð afleiðingin sú að hringt var heim til hennar og bróðir hennar kom að ná í hana.

Busastrákur gerir sig til fyrir besta ball skólaársins að mati margra en það er jú busarave-ið. Fyrsta fyrirpartíið og fyrsta menntaskólaballið eru að ganga í garð og er tilhlökkunin ólýsanleg. Oft heyrist sagt að maður eigi að ganga hægt um gleðinnar dyr en busastrákurinn ætlaði svo sannarlega að hunsa það og drakk allt annað en Soda Pop. Busastrákurinn var algjörlega ómeðvitaður um öll áhrif þessa forboðna drykks þangað til að skyndilega hellist ógleðin yfir hann þegar hann kemur á ballið sjálft. Hljóp hann inn á bað, kastaði upp og sofnaði á gólfinu með læsta hurð. Ekki leið á löngu þar til verðirnir tóku eftir Þyrnirós inni á baði og drógu hann á eftir sér rakleiðis í dauðaherbergið þar sem María Björk hugsaði vel um greyið busastrákinn sem skalf af kulda. Óljósar minningar drengsins segja honum að dvölin þar hafi verið fremur ágæt og að María Björk hafi boðið honum upp á te í þeirri von að hressa hann við og hlýja honum eftir þessa óskemmtilegu reynslu.

Eftir að hafa heyrt margar og mismunandi reynslusögur þeirra sem hafa orðið svo óheppnir að drekka einum sopa of mikið af hinum forboðna drykk verður ekki hjá því komist að draga þá ályktun að kannski hefur hið margrómaða sjúkraherbergi hlotið óverðskuldað viðurnefni. Það virðist ekki vera neitt slæmt sem fer fram innan veggja þessara fermetra sem styður þessa nafngift ballgesta. Þrátt fyrir góða meðferð neonvestanna og Maríu Bjarkar er samt eitthvað sem segir okkur að dvölin þarna sé óæskileg og að við viljum ekki vera svipt frelsinu á oft örlagaríkum ballkvöldum. Við viljum ekki þurfa hjálp við að standa í fæturna og láta ná í okkur vegna óæskilegrar hegðunar. En eitt er nokkuð víst að þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir þeirra sem hafa fengið verðskuldaða dvöl í herbergi dauðans þá er alltaf eitthvað sem þarna fer fram sem ekki er sagt. Eftir stendur þá spurningin sem brennur á okkur öllum við hvern sopa: Þorir þú? 85


Dalsmára 9-11 - Kópavogi - Sími: 564 4050


Sokkaballið

með góðar minningar og bros í hjarta. Allir bekkjarráðsmenn 4. bekkjanna eiga hrós skilið fyrir vandaða skipulagningu og gott kvöld.

Þann 3.september héldu flestir fjórðu bekkingar kátir og hressir til Flúða á leið á ball sem er engu líkt. Sokkaballið er viðburður sem allir fjórðu bekkingar bíða spenntir eftir. Þeir bíða spenntir eftir að klæða sig í lopapeysur, lopasokka og dansa fram á rauða nótt. Í ár var ballið alls ekki af verri endanum enda var frábæru kynningarmyndbandi skotið á veraldarvefinn úr smiðju kvikmyndafrömuðarins Árna Beinteins Árnasonar og í kjölfarið var metaðsókn á ballið þar sem allir skemmtu sér fallega og sungu sokkaballslagið fullum hálsi. Snæddar voru dýrindis pylsur og síðan var haldið út á gólf og dansað. Einnig stóð til boða að skella sér í sund og baslandi í vatninu var slett úr klaufunum. Eftir það var haldið heim

Georg Gylfason, 4.A

87


Það fór ekki framhjá neinum MR-ingnum að haustönnin árið 2011 var mjög viðburðarík önn. Tekist var á í bakherbergjum skrifstofu ráðamanna bæði í kjallaranum og á efri hæðinni. Þess vegna hafa hinar ýmsu spurningar vaknað hjá nemendum skólans þegar fremur loðinn og oft blautur fjórfætlingur mætti í skólann eftir jólafrí. Eftir skipulagða rannsókn á málinu hefur ritstjórn komist að hinum mikla leyndardómi þessa máls og munum við nú uppljóstra sannleika málsins. Þessi fjórfætlingur sem ber nafnið Ási, Ási Plató – hefur alltaf verið í Menntaskólanum í Reykjavík. Jafnvel þótt að sumir nemendur kunni að hrista hausinn yfir seinustu staðreynd og hugsa hvort ritstjórn sé að missa vitið. Þá eru fyrir því óyggandi sannannir að Ási Plató hafi þar til nú lifað góðu lífi á hornstofu rektors sem hans helsti ráðgjafi. Satt að segja hefur það ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna að Ási sjálfur hafi gengið ganga skólans heldur hefur hann einungis verið með vökult auga yfir nemendum úr öruggri fjarlægð. Enda hefur ekki til þess komið að rektor þurfi útsendara sinn á vettvangi. Það er því augljóst að Ási sjálfur býr yfir mörgum leyndarmálum og fannst okkur tími til kominn að dusta rykið af hneyksli fortíðarinnar og ekki síður samtímans. Einn febrúarmorgun kitlaði forvitnin vorið og Ási Plató féllst á það að ræða við okkur.

Nú nýtur þú þeirra forréttinda að hafa níu líf. Hvað hefurðu lifað mörgum lífum og hvert þeirra var viðburðaríkast? Ég á mér þá lífsýn að líta alltaf á núverandi tíma sem þann skemmtilegasta. Hvert tímabil hefur sína kosti og galla og listin er að vera bara hæfilega kærulaus og njóta lífsins. Segja mjá við lífinu. Hvaða rektor var skemmtilegastur? Ég held ég verði að segja Yngvi, hann kinkar mér alltaf svo skemmtilega. Skemmtilegt kink. Það hefur vinninginn.

Hvaða hneyksli í Íslandssögunni er þér eftirminnilegast? Að botnleðja komst ekki áfram í Eurovision og við sendum Birgittu Haukdal í staðinn. Annars er ég lítið að hneykslast. Það er meira í eðli smáborgara að hneykslast yfir öllu, hlutir eiga sér venjulega mjög sanngjarnar skýringar. Ég hef haft það fyrir reglu að halda aftur af skoðunum mínum þar til ég hef skilið allar hliðar mjálmsins. Hefur ykkur Portner alltaf samið? Já. Portnerinn er gæðablóð. Ég þarf bara að halda loppunum af borðunum og þá erum við góðir.


Hefurðu fundið fyrir afbrýðissemi frá ráðamönnum skólans í þinn garð? Að sjálfsögðu, enda með eindæmum næmur. Telurðu einhvern einn kennara njóta meiri virðingar frá rektor en aðrir? Ég veit ekkert um það. En uppáhaldskennarinn minn er stálmúsin. Hvernig er það með staffapartý hjá kennurunum? Manstu eftir einhverjum sérstökum skandölum? Já, ég man sérstaklega eftir því þegar að Helgi Ingólfs kom óvart með Shiraz rauðvín til að borða með ostunum, haha! Sem betur fer var Knútur með nóg af Cabarnet Sauvignon til að bæta upp fyrir þennan skandal. Annars var Iðunn samt alltaf skrautleg... Nú hafa orðið skipti í stórum embættum á árinu, þykir þér nemendur skólans verða óábyrgari með hverjum árgangi? Neinei, þeir bara sætta sig við minna shit sem er ágætt. Þetta er fylgifiskur hrunsins, fyrir nokkrum árum þá voru allir zombie-ar því að enginn þurfti að hugsa, það áttu allir pening og héldu að þeir væru sáttir. Nú er talið að þú hafir staðið á bakvið lekann í [fjölmiðla] Jón Stóra málinu, er það satt? Neinei, ég lek ekki. Ég lepja... Í rannsóknaleiðöngrum þínum um skólann hefurðu orðið einhvers vís? Mýs?? Ha? Hvar? Hey fluga..! Komdu hérna! Afsakið. Hvar vorum við? Af hverju sendir rektor þig í þessar ferðir um skólann? Af því hann elskar ykkur. Hefurðu einhvern tímann setið um sérstakan nemanda? Það er enginn nemandi sérstakur. Þið eruð öll kindur sem verið er að smala úr þjálfunarbúðum samfélagsins. Eða þúst, nei aldrei. Þær sögur ganga um skólann að þú hafir tæra vatnslind inni hjá rektor, er það skilyrði sem þú settir strax í upphafi samtarfs ykkar? Það er ekkert hæft í þessum sögum, enda myndi ég aldrei vinna fyrir minna en rjóma. Er eitthvað sem þú myndir aldrei gera sem ráðgjafi rektors? Vinna með hundum og kannski að koma nakinn fram.

Í þínu starfi hefurðu sótt ball? [Ef svo er] hvernig var? Nei ég fer ekki á menntaskólaböll. Ég datt samt inná árshátíð Orators um daginn og endaði á prikinu. Það var nú meiri fimmtudagurinn...

Nú vinnur þú mjög óeigingjarnt starf í þágu rektors og skólans, tekurðu við einhvers konar þóknun? Í rauninni geri ég þetta bara fyrir harðfiskinn og rjómann, þannig það mætti segja að ég ynni mjög svo eigingjarnt starf...

Ert þú inspector clouseau? Einn af mér er inspector partitivus.

Ertu í stéttarfélagi? Er það eins og Fíladelfía eða eitthvað svoleiðis? Nei ég trúi ekki á guð, aðeins frummyndir.

Sagan segir að þú hafir eitt sinn átt kollega og þið hafið setið saman í leyniráði rektors, eftir fráhvarf þeirra, hefur álagið aukist? Alls ekki, það var eftirsóknarvert að starfa einn. Hvernig haldi þið annars að fráhvarfið hafi átt sér stað?

Hver er þinn helsti óvinur úr kennaraliðinu? Hvers vegna? Ég og Árni Indriða eigum í heilbrigðum fjandskap sem stafar af gagnkvæmri öfund. Hann er svo djöfulli flottur þessi silfurrefur.

Viðtalið tóku Anna Guðrún Guðmundsdóttir og Sigrún Jonný Óskardóttir

Núna fljúga þær sögur um að stjórnendur skólans hafi horn í síðu nokkurra einstaklinga og þess vegna hafi þeir verið látnir fara, vannst þú skítverkin í þeirri vinnu? Nei ég er bara dædur kiiisi.... mjáááá

89


15 kr. afsláttur af lítranum í 10. hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meira með ÓB-lyklinum. Sæktu um ÓB-lykil núna á ob.is.

1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. 2. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa eða American Express Vildarkort Icelandair. Einnig er hægt að tengja lykilinn Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð, sem gerir um 3,75 kr. afslátt í formi Vildarpunkta Icelandair.


Djammviskubit

mér það hollráð í hug að binda brjóstahaldarann minn við tré og nota hann þannig sem slöngvu til þess að skjóta smokkum fullum af vatni í fólk. Eftir nokkrar vel heppnaðar tilraunir og vel pirrað fólk ákveðum við að fara á Strawberries. Það minnti mig óneitanlega mikið á það þegar ég var úti í Þýskalandi með Árna, vini mínum. Þar vorum við að vappa um á milli bara og enduðum inn á voða flottum bar með mjög flottum þjónustustúlkum sem töluðu bara þýsku. Það næsta sem ég veit er að ég er komin inn í herbergi með einhverri gerviljósku sem er að gefa mér kjöltudans og Árni stendur skellihlægjandi fyrir utan og ég veit ekki neitt. En allavegana þá var ég þarna fyrir utan Strawberries og þar sem ég er „pick-up“ línu meistari ákvað ég að fleygja nokkrum vel völdum „pick-up“ línum í einhvern rússneskan dólg sem vildi ekki hleypa okkur inn nema við sýndum hold. En þegar ég var um það bil að fara að renna niður kjólnum svo við kæmumst inn eyðileggur Bryndís allt og tekur mig í burtu. Bömmer! Í æsingnum hleyp ég niður að tjörn og þar sem ég er nú úrvals sundmaður og átti að vera mætt á æfingu eftir tvo tíma þá ákveð ég að taka smá upphitun í tjörninni. Þarna stoppaði ég Bryndísi og sagði: „Nei Bryndís, þú ert rugludallur.“ Hún hló og sagði: „Kíktu í veskið þitt og skoðaðu myndavélina.“ Ég þagnaði. Myndirnar sögðu meira en þúsund orð, þarna voru um 300 myndir af öllu sem gerst hafði um kvöldið og ég þurfti ekki að heyra meira.

„Blackout“ er eitthvað sem gerist oft þegar maður drekkur of mikið áfengi. Þá manstu ekki eftir neinu sem þú gerðir á meðan „blackout“-inu stóð. Það er líka hægt að fá hálft „blackout“ en þá manstu einhvern hluta af kvöldinu en stundum getur maður munað eftir hlutum með því að vera minntur á það sem gerðist. Skoðun fólks á „blackout“-i er mismunandi því sumir fyrirlíta það fullkomnlega og líta niður á fólk sem lendir í því en öðrum eins og mér finnst það frábært. Því stundum er gott að muna ekki eftir öllu sem maður gerir, þó svo að maður vilji stundum muna eftir einhverju. Ég hef nokkrum sinnum verið svo heppin að lenda í „blackout“-i. Margt skrautlegt hefur gerst þá eins og til dæmis einn laugardagsmorgun í haust þegar ég ranka við mér eftir óvenju hresst kvöld á gólfinu slefandi með dúndrandi höfuðverk. Ég stend upp, fer inn á bað og fæ mér vatnsglas, lít síðan í spegil og sé að maskarinn er búinn að leka niður á kinn, hárið allt út í loftið og á enninu mínu er kúla á stærð við golfkúlu og ég hugsa með mér: „Hvað í fjandanum gerðist í gær?“ Ég fer fram hálf vönkuð og opna ísskápinn og leita að beikoninu sem ég hafði keypt daginn áður og hafði hlakkað til að borða en beikonið var horfið. Í bitru skapi loka ég ísskápnum og sé þá mynd af fjölskyldunni sem býr í íbúðinni fyrir ofan mig. Ég lít í kringum mig og sé rauða eldhúsinnréttingu og átta mig á því að ég er ekki heima hjá mér svo að ég hleyp út og fer heim. Sem betur fer voru nágrannarnir á Jamaica þannig að þeir tóku ekki eftir neinu en hvernig ég komst inn til þeirra er mér enn dulin ráðgáta. Þegar ég kom heim kíkti ég á símann minn og sá að það voru 17 ósvöruð símtöl og 13 SMS og ég hugsa með mér: „Hvað gerði ég núna?“ Ég hringdi beint í Bryndísi sem svarar um hæl: „Ó, Anney.“ Ég spyr hana um hvað gerðist eiginlega í gær og í mikilli kaldhæðni svarar hún „Manstu virkilega ekki eftir neinu? Hehe“, en síðan byrjaði dælan að ganga. Kvöldið byrjaði vel með kokteilum hjá Bryndísi með gellum og síðan var haldið niður í bæ á Hjálma tónleika, þar var einn Nígeríubúi sem var að blæða í okkur bjórum og skotum. Eftir nokkra bjóra þökkum við Nígeríumanninum pent fyrir okkur og ákveðum við að fara á Trúnó. Eftir að hafa spjallað við nokkra glyshomma í dálitla stund stöndum ég og einn af glyshommunum upp á borð byrjum að syngja og dansa við Ég er eins og ég er af mikilli innlifun og í miðjum snúningi í viðlaginu misstíg ég mig og fell flöt á gólfið, uppi verður fótur og fit. Ég fékk örlítið höfuðhögg en ég stend strax upp aftur og held leið minni um bæinn áfram. Allt í einu dettur

Þetta er einungis ein af mörgum líkum sögum af mér en ef ég man ekki eftir því þá gerðist það ekki. Þó svo að Jón eða eitthvað annað sönnunargagn sé til staðar þá gerðist það samt ekki ef ég man ekki eftir því. Með þessu sjáið þið að það er mjög gott að fara í „blackout“ einstaka sinnum því hversu vandræðalegt væri það ef maður myndi eftir öllu sem maður gerði? „Blackout“ gefur manni tækifæri til að halda að maður sé ennþá eins og saklaust grunnskólabarn.

xoxo Anney high! xD ;** <3

93


Orrinn Margt var um manninn í Þjóðleikhúskjallaranum þann 17. nóvember því þá var tónsmíðakeppnin, Orrinn, haldin í fjórða sinn en áður fyrr hét hún Söngkeppni Skólafélagsins. Það var Gísli Baldur Gíslason, Inspector 2008-2009, sem setti Orrann á laggirnar fyrsta sinn. Tónsmíðakeppnin Orrinn dregur nafn sitt af Sigurði Orra Guðmundssyni betur þekktur sem Orri. Sigurverðlaun í keppninni árið 2007 voru sú að Orri fékk keppnina nefnda eftir sér. Ellefu frábær atriði voru skráð í keppnina í ár og dómararnir ekki af verri endanum heldur, var það fríður þriggja manna hópur sem samanstóð af Möggu Stínu söngkonu, Hrafnkeli Flóka Kaktus Einarssyni (öðrum helmingi dúó-sins Captain Fufanu) og Þengli Björnssyni, þáverandi Inspector. Kynnar kvöldsins voru þeir Gissur Ari Kristinsson og Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli, úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fyrst stigu á stokk þeir Arnór Gunnar Gunnarsson, Birnir Jón Sigurðsson og Bragi Guðmundsson sem kölluðu sig Holgóma lamb og kvefaða risaeðlan og fluttu lagið Handalögmál. Þeir brugðust alls ekki áhorfendum þar sem þessir menn yrðu seint taldir húmorslausir. Ekki lögðu þeir eingöngu mikinn metnað í lagið sjálft heldur voru þeir auk þess búnir að dressa sig almennilega upp og leit Bragi út fyrir að vera að fara á Þjóðhátíð í Heimaey í appelsínugulum regnstakki, Arnór Gunnar mætti í náttfötum og Birnir Jón var ekki minna skrautlegur.

Á eftir þeim var allt önnur stemming en næstir voru fornmálarokkhundar sem kölluðu sig, Ónefnt þungarokksband. Alfreð Jóhann Eiríksson lék á bassa og Óttar Símonarson spilaði á trommurnar. Til gamans má geta þess að söngvarinn í þessu atriði, reyndar ekki nemandi við MR, var valinn besti söngvari kvöldsins. Þriðja atriðið var hópur af sætum strákum í 4.bekk. Þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Pétur Björnsson og Kjartan Almar Kárason ásamt Sölva Rögnvaldssyni úr MH. Strákarnir nefndu hljómsveit sína…Matti? Þeir fluttu lagið 2 mínútur í keppni með Matta. Þeir fengu góð viðbrögð frá salnum enda hæfileikaríkir og sætir strákar. Fjórða atriðið var flutt af þeim Guolin Fang, Kristínu Gyðu Guðmundsdóttur, Pétri Björnssyni og Daníel Bergmann úr Menntaskólanum í Kópavogi. Þessi hæfileikaríku


krakkar kölluðu sig Meðal-tempó. Lagið nefndist Dreaming Sky. Kristín söng sig inn í hjörtu áhlýðenda, Daníel spilaði á gítar, Pétur á fiðlu og Guolin á píanó. Stemningin var góð innan hópsins og skilaði sér út í sal. Praktíska fósturátssveitin og afhöfðaði hvolpurinn voru með lagið Ég ríf þarmanna úr hundinum þínum. Einstaklega smekklegt atriði eins og nafnið gefur til kynna. Erfitt er að útskýra hvernig þetta atriði hljómaði en besta líkingin er sennilega tilhugsunin um að Black Sabbath, Karen Carpenter og Edgar Allan Poe öll í sama rúmi. Lesendur gætu nú hugsað: Af hverju Edgar Allan Poe? Jú, vegna þess að Þorgrímur Kári Snævarr flutti ljóð við lagið af kostgæfni. Loksins steig busi á svið og það var enginn annar en Agnar Davíð Halldórsson sem hefði tvímælalaust átt að vera busi gjörningarfélagssins þar sem atriðið hans var ein stór leiksýning. Agnar skiptist á að lesa Morgunblaðið og dansa. Skemmtilegt atriði sem hreif salinn. Atriði sjö var flutt af píanósnillingnum Friðriki Guðmundssyni og bekkjarbróður hans, Helga Tómasi Gíslasyni. Saman fluttu þeir lagið Articuno. Mikið var lagt í atriðið enda uppskáru drengirnir eins og þeir sáðu og hlutu 2. sæti. Á svið steig svo Ástbjörn Haraldsson með rómantíska píanóballöðu. Lagið hans Ástbjörns var tilvalið til þess að skrifa á disk áður en maður passar lítil börn því þau myndu steinsofna við hlustun á laginu. Ljúft atriði í alla staði. Næst settist Jóhanna Elísa Skúladóttir við píanóið, þriðja píanóverkið þetta kvöld en hún var önnur tveggja busa sem tóku þátt í Orranum og með sínu sterka framlagi hafnaði hún í þriðja sæti með lagið sitt A Song for You. Jóhanna gaf Ástbirni ekkert eftir með sínu fallega lagi.

95

Magnús Orri Dagsson flutti lagið Meltingatruflanir. Hann glamraði fast á gítarinn og fiktaði í ýmsum tækjum á sama tíma. Frumlegt og skemmtilegt atriði til að horfa á. Backstreet Boys atriði kvöldsins var flutt af Dirty Young Boys og var Björn Orri Sæmundsson forsprakki hljómsveitarinnar. Drengirnir voru ekki að meðhöndla hljóðfæri í fyrsta sinn þar sem nokkrir þeirra eru í hljómsveitinni Fönksveinum og Ingólfur Arason og Snorri Bergsson, fyrrum MR-ingar, eru í hljómsveitinni Boba auk þess tóku Jóhannes Hilmarsson og Elías Bjartur Einarsson þátt í atriðinu. Atriðið var stórglæsilegt og enduðu þeir sem sigurvegarar Orrans 2011. Seinasta atriði kvöldsins var hljómsveitin Save Ferris með lagið Dreams of broken glass. Saga Hlíf Birgisdóttir söng, Jóhannes Hróbjartsson sló taktfast á trommurnar, Ríkharður Einarsson var á bassa og Helgi Freyr Jónsson spilaði á gítar. Lagið var notalegt og gott var að enda keppnina á þessu lagi. Orrinn árið 2011 var stórglæsilegur og getur Listafélagið og allir sem komu nálægt skipulagningu Orrans verið sáttir og stoltir af afrekstrinum. Keppendurnir voru auk þess glæsilegir og má með sanni segja að Orrinn verði betri og betri með hverju árinu sem líður.

Katrín Dögg Óðinsdóttir 5.A


Baltasar Kormákur er þjóðþekktur leikstjóri, kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og leikari en síðustu ár hefur hann sótt í sig veðrið á erlendum markaði, þá sérstaklega í Hollywood. Ferill hans náði nýjum hæðum í janúar þessa árs þegar kvikmyndin Contraband undir leikstjórn Baltasars var frumsýnd. Í henni leika stjórstjörnur á borð við Mark Wahlberg og Kate Beckinsale. En á bakvið tjöldin er hann fimm barna faðir sem eyðir öllum sínum frítíma í faðmi fjölskyldunnar. Baltasar tók á móti okkur í fyrirtæki sínu, Blue eyes ehf., þar sem við ræddum um líf hans og starf.

Ætlaðir þú alltaf að fara í MR? Ég er úr Kópavoginum, vesturbænum í Kópavoginum. Ég fór í gegnum skólana þar, Kársnesskóla og Þingholtsskóla. Nei, svo var ég að spá í þetta, MH og MR. Mig langaði ekki í MK, mig langaði að fara í nýtt umhverfi. MR varð einhvern veginn fyrir valinu. Þannig að ég tók strætó í skólann á hverjum morgni. Á hvaða braut varst þú í MR? Ég var á Náttúrufræði I, út af því ég var að spá í að fara í dýralækningar. Ég hafði rosalegan áhuga á því. Það var eiginlega það sem ég ætlaði alltaf að verða, ég ætlaði að verða dýrafræðingur. Ljónatemjari í Afríku – það var fyrsta pælingin, seinna varð hún raunhæfari, þá hafði ég mikinn áhuga á hestum, keppti mikið í því. Það var þegar ég bjó í Arizona í hálft ár, þá fékk ég mikinn áhuga á sértækum lækningum á hestum, þá var verið að lækna hesta í sundlaugum og eitthvað þess háttar. Síðan var ég utanskóla í 6. bekk, þá var ég í inntökuprófunum í leiklistarskólanum á sama tíma og stúdentsprófin voru í gangi. Þetta var tveggja mánaða tímabil og það var alveg klikkað að gera.

Manst þú eftir einhverjum eftirminnilegum kennurum? Ólafur Oddsson kenndi mér, hann var frábær, ótrúlega skemmtilegur kennari. Yngvi Pétursson kenndi mér stærðfræði. Guðni kjaftur var rektor þegar ég var í skólanum. Hann kenndi mér reyndar aldrei en við áttum nokkrar senur saman uppi á skrifstofu. Eitt skiptið var busavígsla og vinur minn gekk ansi hart fram í busavígslunni, við vorum blindfullir og allt það, og við vorum að bíða eftir strætó í brekkunni. Guðni kom og reyndi að reka okkur í burtu og ég neitaði að fara en vinur minn fór. Hann var svo rekinn úr skólanum tímabundið fyrir að hafa verið drukkinn á skólalóðinni. Ég fór í rosalegar deilur við skólann, svona eins og lögfræðingur. Því það stendur í skólareglunum að það sé bannað að vera drukkinn við húsakynni skólans en við vorum bara að bíða eftir strætó. Þannig að ég gerði skólastjórninni alveg rosalega erfitt fyrir. Varst þú þá ekki prúði nemandinn? Nei, ég var nú kannski ekki með neina skandala en ég var fyrirferðarmikill. Mér gekk alltaf frekar vel í skóla nema þegar Herranótt kom til sögunnar. Þannig ég var alltaf með


5. bekkingur. Baltasar þegar hann var formaður Herranætur 1985.

Var mikill munur á krökkunum á Málabraut og Náttúrufræði- og Eðlisfræðibraut? Já, flestir á Eðlisfræði I voru algjörir nördar en það var alltaf einn og einn flippari sem átti kannski auðvelt með námið, svona djammari, kannski svolítið eins og ég en ég var á Náttúrufræði I. En svo var fólk sem var ákveðið í að verða næsti Einstein eða fara í læknisfræði til að sanna sig fyrir foreldrum sínum. Þetta var kannski ekki fólk sem ég átti mikið samlyndi með. En það var einn vinur minn hann Óli, hann var svona gæi sem átti rosalega auðvelt með námið en nennti því kannski ekkert rosalega mikið, en hann sagði alltaf: „Allar einkunnir sem eru fyrir ofan 5 eru töpuð vinna og hégómi“. En hann er læknir í dag. En flestir vinir mínir úr Herranótt voru málamegin og ég held að það sé nú yfirleitt þannig að það er ekki duglegasta liðið sem er í Herranótt. Eins og sonur minn, Baltasar Breki, var mikið í Herranótt, hann var á fornmálabraut, hann rétt skreið í gegnum skólann. Ég held að það séu meira þannig týpur sem eru í Herranótt.

rosa góðar jólaprófseinkunnir en svo hrundi þetta alltaf á vorin. Ég ætlaði að hætta í skólanum í 5. bekk, var kominn með leið á skólanum og ætlaði fara strax í inntökuprófin í Leiklistarskólanum en þegar ég mætti þangað var sagt við mig: „Því miður þú ert einum degi of seinn, komdu aftur á næsta ári.“ Það varð til þess að ég kláraði MR með stæl. Það var reyndar svolítið erfitt útaf þessum inntökuprófum. Ég var raungreinagæi, var alltaf hár í efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði en ekki í tungumálum sem er fyndið því ég hef miklu meiri þörf fyrir tungumál við það sem ég er að gera í dag. En stærðfræðin er rosalega góður grunnur fyrir leikstjóra. Það er rosalega gott að vera góður í stærðfræði upp á það að geta verið með marga bolta á lofti í einu og hugsað fram í tímann. Stærðfræðin gefur þér skipulagða hugsun og þú þarft að halda utan um svo rosalega mikið við gerð kvikmyndar. Hefur vinahópurinn þinn síðan úr MR haldist? Já, ég á nú ennþá nokkra vini þaðan, sérstaklega þá sem fóru í leiklist og voru í Herranótt, eins og Halldóra Björnsdóttir. Við fórum saman í gegnum allan skólann – bestu vinir. Við lékum seinna saman Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu sem var alveg frábært. Og fleiri eins og Ari Matthíasson sem er núna framkvæmdarstjóri Þjóðleikhússins, hann var með mér í skólanum og Herranótt. Hilmar Jónsson leikstjóri og Edda Arnljóts voru með mér á þessu tímabili. En ég var ekkert í miklu félagsstarfi. Ég var svona gæi sem nennti ekki að fara í bíó með bekkjarfélögunum. Ég á nokkra vini úr MR en ég var ekki mjög náinn krökkunum sem voru með mér í bekk. Það var reyndar einn, Sveinn Valgeirsson prestur, hann vann Viltu vinna milljón hérna um árið, við komum saman úr Kópavoginum og vorum góðir vinir. En það var líka kannski útaf því ég splittaðist svo mikið frá hópnum. Það var nánast enginn úr bekknum mínum fyrstu tvö árin sem fór á náttúrufræðibraut. Það fóru flestir vinir mínir á Málabraut, flestir sem voru í Herranótt voru allir á Málabraut. Mínir vinir tengdust hestamennskunni meira. Öll þessi ár var ég alltaf að temja hesta, ég vann fyrir mér þannig.

Hverjar eru uppáhalds minningarnar þínar úr MR? Herranætur minningarnar, það eru í raun skemmtilegustu minningarnar sem ég á úr MR. Næturnar, kennararnir brjálaðir, þeir skilja ekkert í okkur, við erum að gera mikilvæga hluti hérna fyrir skólann – þetta er svona menning. Það voru partý og brjálæði en það var bara svona heima hjá einhverjum það var nú ekkert meira en það. Það voru svo miklar hassreykingar hjá kynslóðinni á undan okkar í kringum Herranótt, það var ekki þegar ég var. Það var hippafýlingurinn með spunaverk og allir í þröngum göllum í „blacklight“ ljósi. Við vorum meira í klassískri leiklist. Þetta er alveg frábært enda hafa rosalega margir topp leikarar byrjað í Herranótt. Tókst þú oft þátt í Herranótt? Já, ég tók þátt öll árin, held ég bara. Nei, ég var ekki með í 3. bekk það mátti ekki vera með þá. Ég var formaður Herranætur eitt árið, ætli það hafi ekki verið í 5. bekk. Í 6. bekk var ég alveg ákveðinn að vera ekki með, ég ætlaði bara að einbeita mér 97


Hann var kallaður Grasi gjaldkeri Framtíðarinnar, ég man ekki eftir neinu öðru nafni – bara alltaf kallaður Grasi. Hann hafði skrifað í bókhaldið sitt: hass handa Grasa. Hann faldi þetta ekki einu sinni

að náminu en þá kom Þórhildur Þorleifsdóttir og dró mig inn. Sú sýning var síðan tekin upp í sjónvarpi. Sigurður Pálsson skrifaði handritið, það var um sögu MR og hét Húsið á hæðinni. Það var alveg frábær stemming í kringum það, það var eitthvað afmælis ár eða eitthvað svoleiðis. Það var Herranótt sem dró mig út í leiklist. Hvaða Herranætur sýning stendur mest upp úr? Sko, það var ógeðslega gaman í söngleiknum Oklahoma. Ég gerði leikmyndina þar, ég lék ekkert mjög mikið í þeirri sýningu. Ég held ég hafi verið í 3. bekk þá og mátti ekki vera með en samt var ég eitthvað aðeins með. Við gerðum líka eina sýningu sem hét Maraþon dans sem er byggð á bíómyndinni They Shoot Horses, Don’t They. Þetta var mjög frægt verk, bíómynd um fólk sem var að dansa maraþon. Öll leikhúsin voru að reyna að fá þetta en fengu ekki leyfi. Höfundurinn vildi ekki leyfa það. En svo var hann dáinn þannig að við vorum fyrsta leikhúsið sem fékk þetta. En ég held að Húsið á hæðinni sé eftirminnilegast. Sérstaklega af því það endaði með því að það var tekið upp í sjónvarpi. Þannig að við vorum eiginlega bara í vinnu í „stúdíói“ allt sumarið, fengum borgað fyrir það – æðislega „pro“. Það var ógeðslega gaman. Manstu eftir einhverjum skemmtilegum sögum úr MR? Já, það rifjast ein upp fyrir mér. Það var rosalegt hneyksli þegar ég var á síðasta árinu. Framtíðin rak sjoppu niðri í kjallaranum í Casa Nova og Framtíðin var rekin á þeim tíma af gæja sem varð mjög stór í hruninu. Það var þannig að þeir voru búnir að vera að misnota sjóði Framtíðarinnar. Það var eitt skiptið þar sem ég var í partýi eftir að við unnum MH í MORFÍs, þar var fólk að reykja stuð og svona. Það komst svo

upp og varð að lögreglumáli, af því að allt sem var þar í boði var úr sjóði Framtíðarinnar. Það var eiginlega mér að kenna að þetta komst upp. Ég var að halda einhverja ræðu og ásaka þá um spillingu, sem varð til þess að þetta komst upp. En ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði verið í aðal skandala partýinu. Hann var kallaður Grasi gjaldkeri Framtíðarinnar, ég man ekki eftir neinu öðru nafni – bara alltaf kallaður Grasi. Hann hafði skrifað í bókhaldið sitt: hass handa Grasa. Hann faldi þetta ekki einu sinni. Nema það að vinur minn, Kjartan Guðjónsson leikari sem var besti vinur minn þá, hafði verið að sjá um hina sjoppuna, sem hét eitthvað annað en Kakóland þá og hann hafði verið að misnota þá sjoppu. Allavega, þegar allt þetta komst upp varð hann svo hræddur um að það kæmist upp um hann líka að hann át bókhaldið. Hann reyndar slapp en það voru þrír eða fjórir reknir úr skólanum útaf þessu. Svo var eitthvað skiptið þar sem ég og Kjartan vorum kynnar á einhverri skemmtun eða einhverju svoleiðis, við vorum alveg hrikalega sjálfhverfir. Við vorum bæði kynnar og svo lékum við líka nokkur atriði. En þá var ég svoleiðis hrikalega fullur að við vorum æðislega skemmtilegir fram að hlé og ógeðslega leiðinlegir eftir hlé. Það var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef leikið fullur. En ég var nú samt ekki svona mikil fyllibytta í MR eins og þetta kann að hljóma, ég var það meira seinna. Var mikil kosningabarátta þegar þú varst í skólanum? Já, alveg rosalega. Þetta eru eiginlega bara æfingarbúðir fyrir pólítikusa og ég var alltaf svo mikið á móti því. Við stofnuðum leynifélag ég og Svenni vinur minn því það var svo mikið af kapítalistum þarna. Við gerðum plaköt um stuttbuxnastrákana með slaufurnar, áróður gegn heimdellingum og það vissi enginn hverjir við vorum, við vorum svona eins og Anonymous. Við vorum


Nú hefur þú unnið mikið með Ingvari E. Sigurðssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni, eruð þið nánir fyrir utan hvíta tjaldið? Við Ingvar vorum saman í bekk í Leiklistarskólanum þannig að við erum mjög góðir félagar. Ingvar er yndislegur strákur, mesta ljúfmenni í heimi. Við erum mjög góðir vinir í dag. Hilmir kom miklu seinna til. En ég tók strax eftir honum og hugsaði með mér: „Ef að hann ætlar að verða næsta stjarna þá er eins gott að ég geri hann bara að stjörnu.“ Svo ég réð hann í fyrsta hlutverkið sitt eftir skólann sem var Hárið og þar var hann rosa númer. Hann kom seinna inn í þetta en við höfum unnið alveg rosalega mikið saman. Hilmir hefur leikið í ábyggilega flestum bíómyndunum mínum. Ég sá Hilmir einmitt fyrst í Herranótt þar sem hann var að leika í Eintóm ást eftir Sjón sem hann var mjög flottur í. Þá vissi ég að Hilmir myndi veita mér og Ingvari góða samkeppni. Þá er betra að taka honum opnum örmum og ekkert vera að berjast á móti því, þetta var svo augljóst. Við urðum mjög góðir vinir með tímanum en þetta nær lengra aftur með Ingvar.

að gera grín að þessum strák sem kemur í MR með slaufu. Það voru svona strákar eins og Birgir Ármannsson þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann var nákvæmlega eins og hann er í dag þegar hann var í MR, fínn gæi og allt það en það var eins og hann væri á leiðinni að verða forsetisráðherra frá því í 3. bekk. Það var mikið af svona fólki í MR sem vissi nákvæmlega hvað það ætlaði að gera. En svo eru leiklistartýpurnar kannski ekkert skárri með flaksandi hár og í síðum leðurfrökkum. En svo endaði ég kannski sem meiri Sjálfstæðismaður en hitt, enda rek ég fyrirtæki hérna. Svo var ég alltaf svo mikið á móti þessu MORFÍs. Mér fannst alltaf eins og það væri verið að búa til lygara og pólítíkusa með þessu, að kenna fólki að tala gegn eigin sannfæringu. Mér finnst hættulegt að geta talað af sannfæringu hvort sem þú hefur hana eða ekki. Finnst þér MR hafa verið góður undirbúningur fyrir það sem þú fórst svo að gera? Já, frábær, útaf Herranótt. Ég fann fjölina mína í MR. Ég fann fyrir miklu mótlæti frá kennurunum þegar ég var í Herranótt. Ég held að það hafi verið rétt hjá þeim. Þeir voru ekki að láta eftir okkur heldur gera okkur erfitt fyrir en það er það sem maður þarf. Ef maður fengi alltaf allt sem maður vill, þá vantaði hvatninguna. Hvatningin liggur oft í andstæðu hlutanna. Í þessu akademíska umhverfi sem MR er að mörgu leiti fann ég hvað ég vildi ekki gera. Ég vildi ekki fara í háskóla. Reyndar vildi ég fara í dýralækningar en það var svona æskudraumur sem ég þurfti að fatta að væri ekki það sem ég ætlaði að gera.

Þið, Ingvar og Hilmar, voruð að leika saman í Listaverkinu á seinasta ári en þið settuð það líka á svið fyrir 14 árum. Er mikill munur á verkunum? Nei, umgjörðin er mjög svipuð. En við höfum breyst. Fyrir 14 árum var ég með gervi gleraugu, gervi bumbu, hárkollu og gervi skegg en núna nota ég bara gleraugun mín og bumbuna mína. Við vorum eiginlega of ungir fyrir hlutverkin. Þeir eiga að vera á þeim aldri sem við erum á í dag. Þetta er mjög áhugavert verk, fyrir sálfræðinga og svona. Þetta er um vináttu þriggja karla sem brotnar svo útaf einu málverki... sem er hvítt. En það var ógeðslega gaman að koma aftur á sviðið. Ég hætti að leika á sviði upp úr aldamótum, af því að ég fór að gera kvikmyndir og ég gat ekki sameinað þetta. En ég hafði alltaf lofað að koma aftur í leikhúsin. Ég gat heldur ekki dottið í langt æfingartímabil og farið að æfa allt upp á nýtt. Þannig að við þurftum að ganga að sama hlutnum.

Þú fórst svo strax eftir MR í Leiklistarskólann, var það ekki frábær reynsla? Jú, það var alveð æðislegt. Skólinn var ógeðslega skemmtilegur en ofboðslega mikil vinna. En þá er maður kominn á sína braut og algerlega að gera sitt. Hættur að bíða eftir því hvenær tíminn er búinn og hvenær maður kemst út. Mér fannst þetta æðislegur tími. Þá var ég einhvern veginn kominn á „track“. En þegar þú útskrifast úr leiklistarskóla verður þú að fara að keppa um hlutverk. Þetta er samt með skemmtilegra námi sem hægt er að fara í, ef þú hefur áhuga á leiklist það er að segja.

Þú hefur leikið allt frá geðsjúklingi í Englum alheimsins og yfir í algjöran töffara í Djöflaeyjunni. Átt þú þér einhverja uppáhalds persónu sem þú hefur leikið? Já, málið er það að ég var svolítið mikið að leika töffara, svona kvennagæja, „sexy“ illmennið. Fólk var farið að halda að ég gæti bara leikið þá týpu. En svo lék ég í Listaverkinu svona ógeðslega leiðinlegan kall og geðsjúkling í Englum alheimsins og þá opnaðist fyrir fólki að ég gæti gert meira en leikið töffarann. Þess vegna fannst mér ofboðslega gaman að leika í Englum alheimsins. Mér þótti rosalega vænt um þann „karakter“. En það er voða algengt að leikarar festist í sama hlutverkinu og það er ekkert óeðlilegt. Eins og þegar ég er að leita að leikara fyrir hlutverk er ég ekki að leita að manni sem getur breytt sér fyrir hlutverkið, heldur manni sem passar í hlutverkið. Og þannig sjáið þið eiginlega alla leikara í Ameríku. Þeir eru voða mikið að leika sömu „karakterana“. Auðvitað vill maður fá að sýna einhverjar nýjar hliðir á sér en ekki að fara að breyta sér algjörlega fyrir hlutverkin. Það er svo tilgangslaust, þá fer þetta að snúast of mikið um leikarana. En sem leikari er voða gaman að fá tækifæri til að sýna nýjar hliðar á sér. Eins og þegar ég lék í sýningu sem hét Kæra Jelena og það var sýning sem gekk meira en 200 sinnum. Þá vorum einmitt ég og Ingvar að leika saman, það var fyrsta sem við gerðum eftir skólann og slógum smá í gegn í þeirri sýningu. En þar leik ég einmitt algjöran fant, hægri sinnaðan, svona algjöran heimdelling.

Myndin Veggfóður þar sem að þú fórst með eitt aðalhlutverkanna er kölluð fyrsta erótíska myndin á Íslandi. Hvernig var að leika í henni? Já, haha. Við kölluðum þetta erótíska ástarsögu en þetta var náttúrulega engin klámmynd. Maður var rétt berrassaður í einu atriði. Málið var það að mér var boðið að leika í Sódómu Reykjavík. Þetta var það fyrsta sem ég átti að gera eftir að ég útskrifaðist. En svo kom Óskar Jónasson til mín og sagði: „Þú ert bara of sætur fyrir þetta hlutverk, það er ekkert við því að gera.“ Og hætti við að nota mig í hlutverkið. Ég var ógeðslega sár. Ég hélt að nú myndi ég aldrei fá neitt að gera. Þá hringdi Júlíus Kemp í mig og bauð mér hlutverk. Hann og Jonni rækja eins við kölluðum hann, Jóhann Sigmarsson, höfðu skrifað handritið. Ég var til í þetta. Þetta var ógeðslega gaman, fyrsta bíómyndin mín, skemmtilegt sumar - fullt af sætum stelpum. Myndin var gerð fyrir mjög litla peninga en svo varð hún mjög vinsæl, eiginlega vinsælli en Sódóma á þeim tíma. Sódóma hefur samt lifað lengur, sem svona „cult“ mynd. Veggfóður er barn síns tíma. Konan mín og börnin voru að horfa á þetta um daginn og hlægja að þessu. En ég man að það var svolítið „sjokk“ þegar plakatið kom út fyrir litla strákinn minn, Baltasar Breka, þá var hann bara 6 ára, eða yngri sennilega. Þar var ég, átti að vera blindfullur, með brjóstið á Dóru Takefusa beint framan í mig. Hann var alveg miður sín yfir því hvaða kona ætti þetta brjóst.

Hvernig byggir þú upp persónusköpunina fyrir hlutverk? Í bíómynd sérstaklega, þá leita ég að „karakternum“ inn í mér. Hvernig myndi ég bregðast við í þessum aðstæðum? Inn í manni 99


geta verið rosalega margir. Það getur verið geðsjúklingur inn í mér en ég reyni að halda honum í skefjum í daglegu lífi. Maður getur verið geðveikur ef maður myndi sleppa því sem heldur manni réttu megin við línuna. Eins og ég get verið mjög góður maður en ég get líka verið helvítis kvikyndi. Þetta er allt þarna og þegar ég er að leika finn ég hvaða hluti af mér passar fyrir hlutverkið. Þá verður þetta líka trúverðugara. Eins og „karakterinn“ í Reykjavík Rotterdam, ég get sett mig í hans stöðu, ég hefði alveg getað lent viltausu megin við lögin. Ég var reglulega geymdur inn í fangaklefa á laugardagsnóttum eftir slagsmál. Ég var rosalegur slagsmálahundur, bæði í MR og í Leiklistarskólanum. Mark Wahlberg var algjörlega fyrsta val í þetta hlutverk. Hann sat einmitt inni í eitt ár fyrir líkamsárás, á níu systkini og kemur frá fátæku heimili í Boston. Þetta er líka spurningin um að þora að sýna hliðar á þér sem eru kannski ekkert fallegar. Eins þegar ég er að leikstýra þá nota ég alltaf sjálfan mig og líf mitt til að reyna að útskýra fyrir fólki eftir hverju ég er að leita, jafnvel þótt það sé kvenmaður. Að leika er kannski ekki heppilegt orð heldur að bregðast við - „re-acting“. Finnst þér mikill munur á að leika í bíómyndum eða leikhúsi, er erfiðara að leika á sviði? Nei, nei, mér finnst eiginlega mjög auðvelt að leika. Það er miklu auðveldara heldur en allt annað sem ég geri. Ég var aldrei neitt stressaður á sviði. Ég man eftir því þegar ég var að leika Rómeó, í Rómeó og Júlíu, og þetta er stærsta hlutverkið. Það var jólafrumsýning og ég var að bíða baksviðs eftir því að ég ætti að koma inn og ég hugsaði: „Ég er ekkert stressaður... „shit“. Á ég ekki að vera stressaður? Er þetta ekki eitthvað rangt?“ Ég fékk kannski ekki sama „kick“ út úr því að leika og að leikstýra og skrifa. Ég er ekki að gera lítið úr leikaranum, það er frábært fag, en ég fékk ekki þessa fullnægju út úr því sem ég fæ út úr því að vera alltaf að pæla og finna nýjar sögur. Ég er alltaf með tíu handrit í töskunni. Saknaru einhvern tíman leikhúsanna? Ég hef alltaf verið að gera leiksýningar öðru hverju. Ég er með tilboð að gera leiksýningu fyrir þjóðleikhúsið í Noregi og er að vinna eina sýningu fyrir Þjóðleikhúsið sem heitir Afmælisveislan. Það er alltaf nóg af tilboðum frá leikhúsunum en ég kem því ekki að. Nú er þessi Hollywood ferill að takast á flug og svo er ég líka að gera bíómyndir hérna heima. Þannig það mun skýrast á næstu árum hvað ég geri. En eins og þegar ég var að leikstýra Contraband eða sem sagt endurgerð á Reykjavík Rotterdam þá fór alveg heilt ár úr lífi mínu í það. Ég er bara samningsbundinn í ár. En aftur á móti er þetta mjög skemmtilegt starf og það er alveg séð um mann. Þú hefur verið leikstjóri á Íslandi um ára bil en ert nú farinn að leikstýra kvikmyndum í Hollywood. Hvernig kom það til? Myndirnar mínar hafa allar verið sýndar í Bandaríkjunum sem að mjög fáir Íslendingar hafa náð. 101 Reykjavík var rosalega vel tekið. Hún fór út um allan heim. Hún var víðfeðmasta íslenska myndin. Síðan gerði ég nokkrar myndir í millitíðinni og þeim gekk öllum tiltölulega vel en auðvitað misjafnlega. Mýrin fékk síðan frábæra dóma í Bandaríkjunum. Hún er líka spennumynd. Í Bandaríkjunum eiga erlendir leikstjórar sem gera gamanmyndir miklu minni séns en leikstjórar sem gera spennumyndir. En þetta hefur verið að gerast hægt og bítandi. Frá því að ég gerði 101 Reykjavík hef ég verið með umboðsmenn í Bandaríkjunum. En ég var ekki tilbúinn til að flytja til Bandaríkjanna. Ég hef alltaf sagt við þá að ef þeir vilja að þetta gerist þá verði ég að vinna þetta héðan. Þannig að bransinn vissi vel af mér. En svo kom þetta upp með Contraband. Það voru nokkrir hlutir í gangi en ég vildi frekar gera þetta verkefni. Á sama tíma var ég að skipta um umboðssíðu. Ég er með sama

ég hefði alveg getað lent viltausu megin við lögin. Ég var reglulega geymdur inn í fangaklefa á laugardagsnóttum eftir slagsmál

umboðsmann og Quentin Tarantino. Mike Simpson heitir hann. Fyndið að segja frá því að brjálaði umboðsmaðurinn, Ari Gold, í þáttunum Entourage er einmitt byggður á manninum sem er yfir umboðssíðunni minni. Ég hef hitt hann og hann er nákvæmlega eins og persónan í þáttunum. Mark Wahlberg framleiðir þessa þætti og þetta er allt byggt á honum í raun og veru. Ég sýndi Ari Emanuel, hann heitir Emanuel í alvöru en kallaður Ari Gold, handritið að Reykjavík Rotterdam og honum leist vel á það. Þá var það sent til Mark Wahlbergs og honum leist vel á það. Síðan var farið með það til Working Title en Universal dreifir myndunum sem Working Title gerir. Dreamworks vildi líka gera þetta og láta mig leika aðalhlutverkið, ég vildi það ekki. Það var nú samt kannski grín hjá þeim en þeir voru mjög hrifnir af mér í myndinni. En ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Working Title. Þegar ég stofnaði fyrirtækið mitt Blue eyes þá var Working Title alltaf ákveðin fyrirmynd. Fyrirtæki sem gerir góðar myndir, vandaðar myndir en vinsælar myndir. Ég hef aldrei viljað gera einhverjar algjörar „art house“ myndir sem að enginn vill sjá. Þegar ég fór síðan að vinna með Working Title sögðu þeir mér að þeir hefðu lengi verið að fylgjast með mér. Ég var að fylgjast með þeim og þeir voru að fylgjast með mér. Contraband var rétta verkefnið sem þeir vildu gera með mér. Þetta gekk ógeðslega vel, að vinna myndina og ég er með þrjú önnur verkefni eftir þetta. Eitt sem er með Mark og heitir Two Guns. Rosa stórt verkefni, 70 milljón dollara bíómynd. Universial studios eru að framleiða hana, þeir voru svo ánægðir með Contraband. Einnig Marc Platt, gæinn sem framleiddi Drive er að gera hana með mér. Svo er Working Title að gera aðra mynd með mér sem heitir Everest og fjallar um slys sem gerðist ’96 á Everest, þar dóu tólf manns. Ég ætla að reyna að taka hana hérna á Íslandi að stórum hluta, á Vatnajökli. Þriðja verkefnið skrifuðum við, Ólafur Egilsson og heitir Víkingur. Ég seldi Working Title það og á það að verða stórmynd líka, dreift af Universal. Ég fæ send handrit á hverjum degi frá Bandaríkjunum en ég þarf að ýta þeim frá því ég er kominn með svo mikið að gera. Ég þarf að komast í gegnum þetta. Ég er líka að klára Djúpið, um Guðlaug sem synti til Vestmannaeyja, ógeðslega skemmtilegt verkefni. Svo ætla ég að gera Grafarþögn. Þannig ég þarf að láta þetta allt ganga saman. Þetta er algjör steypa, það er svo mikið að gera. Færðu nægan frítíma til að vera með fjölskyldunni þegar þú ert að vinna svona rosalega mikið? Ég geri ekkert annað, ég vinn og svo er ég með fjölskyldunni. Það er reyndar búið að vera alltof mikið að gera upp á síðkastið þannig ég ætla að slaka aðeins á, minna mig á það af hverju ég er að vinna svona mikið. Strákarnir eru líka oft með mér í vinnunni. Sonur minn, Pálmi, var til dæmis með mér á „settinu“ allan tímann á meðan ég var að gera Inhale. Hann var að gera alla brjálaða. Þeir tveir yngstu fengu einmitt að leika strákana í Reykjavík Rotterdam, ég hef aðeins dekrað þá. En svo hefur Ingibjörg Sóllilja dóttir mín aðeins verið að leika og


Baltasar og Herranæturhópurinn 1986.

Baltasar Breki lék í Veðramótum. En þau gera þetta alveg sjálf, þau eru ekki að fá hlutverk í myndunum hjá mér, ekki nema það sé eitthvað pínu lítið. Ég á fimm börn, eða réttara sagt fjögur og svo Stellu stjúpdóttur mína en ég tel hana alltaf með. Finnst yngri börnunum þínum ekki gaman að fá að ferðast með þér? Jú, alveg ofboðslega. Þau eru búin að vera í skóla í Hollywood og New Orleans. Þeim finnst það alveg frábært. Mér finnst það rosalega mikilvægt að þau fái að vera með, að þetta sé ekki heimur sem þau eru ekki hluti af. Að þau lesi ekki bara um pabba í blöðunum og sjái hann aldrei. En þetta er bara vinna, þetta er ekki eins og fólk ímyndar sér. Ég vinn frá morgni til kvölds. Ég er ekki úti í sundlaug með tequila, tærnar upp í loftið og stelpur á bikini. Hefur þér einhvern tímann verið boðið eitthvað hrikalega lélegt verkefni? Já, mér var boðið að leikstýra mynd sem mér fannst hrikaleg sem átti að gera fyrir 50 milljónir dollara fyrir Fox studio. Ég fæ stundum handrit sem eru leiðinleg og nenni þá ekki að klára þau en þetta var svo hræðilegt að ég varð að klára. Það var mynd um lítinn feitann strák sem datt útbyrðis af skemmtiferðarskipi og var bjargað af hvölum. Síðan fór feiti, litli strákurinn að synda með hvölunum og var uppalinn af þeim. Svo er lítill strákur að leika sér á ströndinni í Los Angeles. Hann á fráskilinn pabba og þá kemur rosa feitur, allsber karlmaður upp úr sjónum. Þetta er þá hvalastrákurinn og hann kann bara að tala hvalamál. Strákurinn fer með manninn heim í sundlaugina

sína og þá syndir maðurinn rosalega hratt. Strákurinn felur manninn fyrir pabba sínum. Síðan finnur pabbi hans manninn og lætur hann keppa í ólympíuleikunum í sundi. Að lokum fer manninum að líða svo illa í sundlauginni að feðgarnir sleppa honum aftur í sjóinn. Þetta er svona Tarzan blandað saman við E.T. og útkoman er Free Willy. Ég man ég sagði við manninn: „Do you know that Icelandic people eat whales? I don’t think it is politically correct for you to offer me this film.“

Viðtalið tóku Anna Guðrún Guðmundsdóttir og Katrín Dögg Óðinsdóttir

101


Knútur íslenskukennari: „Þorgrímur, hvaða ár ertu fæddur?“ Þorgrímur Kári 5.A: „1993.“ Knútur íslenskukennari: „Já, þannig þegar mamma þín var að rembast með þig var hann Bragi að rembast við þetta (Ljóðamál).“ Kolbrún latínukennari: „Jón Stóri veit ekki við hvern hann er að eiga.“ Oddný 4.Y: „Veit Hannah Montana að hún er tvær persónur?“ Kolbrún latínukennari: „Ég er kannski ekki stór en ef ég væri vasi þá væri ég sko veglegur vasi.“ Halla 5.A: „Hilmar, hvað ertu að drekka?“ Hilmar enskukennari: „Landa.“

Unnar stærðfræðikennari: „Reglur eru reglur.“ Sandra 4.Y: „Reglur eru til að brjóta – eða sanna.“ Unnar stærðfræðikennari: „Ég er eins og svarthöfði! Ég er eins og pabbi ykkar.“

Katrín Dögg 5.A: „Hvað heita svona karlkyns queen?“ Hilmar enskukennari: „Ég var í 18 mánuði í leginu.“ Lóa 5.A: „Varstu ekki stórt barn?“ Hilmar enskukennari: „Nei, ég var frekar lítill.“ Arnbjörn íslenskukennari er að útskýra muninn á kringdum og ókringdum hljóðum í 4.Y: „Heyrið þið muninn krakkar? bú-bí-búbí.“ Arnar skellihlær og segir: „BÚ-BÍS.“ Grétar Guðmundur 4.Y: „En segir maður ekki me gustas tú?“ Iðunn spænskukennari: „Nei Grétar, það er miklu seinna í lífinu.“ Hulda 4.Y: „Má maður alveg taka bensín þó maður sé með hálfan tank?“

Hilmar enskukennari: „Heimanám er eins og matur í matarboði. Maður vill frekar hafa of mikið en of lítið.“ Hulda 4.Y: „Varð Reykjavík strax höfuðborgin við landnám?“ Helgi Ingólfs: „Þegar Ingólfur var einn á Íslandi var það langfjölmennasti staðurinn.“ Arnbirni íslenskukennara bregður þegar hann finnur ekki lokið á pennanum og segir svo: „HEY! Það vantar öryggið á oddinn.“ Birgir stærðfræðikennari: „Ef þið ætlið að búa ein á Norðurpólnum með kengúrum mun stærðfræði ekkert hjálpa ykkur.“ Vilhelmína líffræðikennari: „Finnið þið fyrir fötunum sem þið eruð í? Finnið þið til dæmis fyrir nærbuxunum sem þið eruð í?“ Flestir í bekknum: „Nei…“ Gunnlaugur 4.X: „Hvaða nærbuxum?“

Hulda 4.Y: „En konubeljur, hvað gerðu þær?“ Helgi sögukennari: „Verði ljós *kveikir ljósin* þetta getum við guð báðir!“ Hulda 4.Y: „Bíddu, hvað eru mannfórnir?“ Helgi Ingólfs, sögukennari: „Þegar menn eru teknir og drepnir til þess að fórna fyrir guðina.“ Hulda: „Já ókei, og voru menn bara alveg til í það?“

Anna Elísabet í 4.X heldur á hvítri ruslatunnu og flestir í bekknum kasta ruslinu sínu ofan í ruslið. Anna Elísabet: „Vá, mér líður eins og white trash.“ Skarphéðinn efnafræðikennari: „Erfitt er að kenna stelpum sem heita það sama og dætur manns. Þá á maður það til að kalla þær elskan.“ Hildur 5. R: „Ertu með áfengi í bollanum?“ Hilmar enskukennari: „Hvaða forvitni er þetta?! Nei, þetta er þvagprufa frá nemanda. Mig vantaði hreint þvag.“

Gullkorn


Ottó eðlisfræðikennari kemur með blöðrur í tíma til þess að útskýra stöðurafmagn. Ottó eðlisfræðikennari: „Krakkar! Hættið nú að blaðra.“ Auðun stærðfræðikennari: „Kristinn! Ekki káfa á henni!“ Kristinn 5.R: „En hún bað mig um það!“ Stefán Snær 5.R: „Efnafræðikeppni? Snýst þetta ekki bara um heppni? Ég meina, maður gæti alveg unnið ef maður gerði allt rétt.“

Daníel 4.M: „He had a dark side – a feminine side.“ Ólíver 4.M: „Ég gæti ekki verið forseti því ég er útlendingur en ég gæti verið forsetafrú.“

Stefán 5.R: „Ég er mjög lélegur með íslensk orð, eins og ég hélt geðveikt lengi að það væri handrúnkari en ekki handrukkari.“ Hjalti 5.R: „Jess, það kom nýr How I met your mother í dag.“ Kiddi: „Já þarna, Barney, wait for it, awesome.“

Árni Beinteinn 4.M: „Bíddu, síðan hvenær er Amsterdam ekki í Þýskalandi?“ Í íslenskutíma 3.E hjá Sigríði Jóhannsdóttur Lea: „Hvað þýðir BDSM?“

Skarphéðinn efnafræðikennari: „Að pissa í skóinn er skammgóður vermir.“

Lea 3.E: „Hvernig skrifar maður komma (,)?“

Skarphéðinn efnafræðikennari við Guðrúnu 3.F: „Lífið er vesen ef þú gerir það að veseni! Sumir velja að mæta á staðinn og moka með teskeið en aðrir mæta með skóflu.“

María Björk íslenskukennari: „Þetta er skrifað svo smátt að þetta er bara eins og fyrir dverga… (vandræðaleg þögn) ekki að dvergar lesi eitthvað smærra!“

Sigga Jó: „Það má enginn kalla mig Sigga.“

Hróbjartur sögukennari: „Flestir Íslendingar eru komnir af víkingum nema sumir blendingar frá írskum þrælum, t.d. rauðhærðir.“

Soffía 3.F: „Verður prófið bara svona orð?“ Sigríður enskukennari: „What does overwhelming mean?“ Valdís 3.F: „Yfirþyrmandi?“ Sigríður: „No, it’s the negative of it.“ Valdís: „Undirþyrmandi?“ Diljá 3.F: „Færðu mínus ef þú gerir vitlausan kross?“

Ragnhildur Arna 4.R: „Bíddu, er lútherstrú enn þá til?“ Hróbjartur sögukennari: „Já, það er trúin okkar Íslendinga.“ Ragnhildur: „Nei, við erum sko kristin.“ Ragnhildur Arna 4.R: „Bíddu, Egilssaga, er það ekki bókin sem Arnaldur Indriðason skrifaði?“

Eftir latínutíma hjá 4.A Tanja: „Krakkar, mér finnst að við ættum að fara í ferð til Latínu saman.“ Hulda 4.M: „Hver er Mr. T? Er það Mike Tyson?“

103


Hot Chip! Frábært! Erlend hljómsveit! Nú er spennan sko í hámarki. Við erum mætt í KR-gímaldið og þá er ekki eftir neinu að bíða! Fyrir utan þá sem bíða í röðinni fyrir utan, þeir bíða aðeins. En vá! Hann er kominn! Allur hljómsveitarmeðlimurinn er mættur! Og hann ætlar ekki einu sinni að spila sína eigin tónlist! Sem við borguðum fyrir, æj. Gímaldið er frekar tómlegt, æj. Over and over í gangi! En allir komnir út, æj. Æjæj. Birnir Jón Sigurðsson, 5. A

Jólaballið „Mér fannst Hot Chip engan veginn standa undir væntingum, en Stefán Páll og Jóhann Páll björguðu kvöldinu í mínum huga.“ Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, 4.A „Jólaballið var ágætis ball en sem ball þar sem jafnfræg hljómsveit og Hot Chip spilar var þetta bara alls ekki nógu gott. Hefði líka mátt gera betur í uppsetningu KR-heimilisins sem ballstaðar því ekki myndaðist sú stemning sem hefði getað myndast.“ Tryggvi Skarðhéðinsson, 4.S „Miklar væntingar voru fyrir Jólaballinu. Fólk mætti hvaðanæva að til að tryggja sér miða. Allt í allt var þetta mjög vel heppnað ball þar sem Not Chip komu, sáu og sigruðu.“ Kristín Guðmundsdóttir, 5.Z „Jólaballið var undarlegt. Hálffullur íþróttasalur af drukknum unglingum, sumir að velta sér yfir Hot Chip leysinu en aðrir að vefja tungu sinni utan um einhverja aðra tungu.“ Elías Bjartur Einarsson, 6.X „Jólaballið var bara mjög fínt þótt Hot Chip hafi verið frekar mikil vonbrigði og salurinn hefði mátt vera betri.“ Kristinn Logi Auðunsson, 3.A

„Jóhann Páll og Stefán voru frábærir og sköpuðu góða stemmingu, ég var reyndar smá vonsvikin með Hot Chip en yfir heildina var þetta bara skemmtilegt ball og ég dansaði mikið.“ Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir, 4.A „Mér fannst jólaballið frekar slappt. Var að búast við Hot Chip all the way og staðurinn var svolítið subbulegur,“ Unnur Bergman, 6.M „Rosalega umdeilt ball þar sem margir urðu fyrir miklum vonbrigðum. Persónulega skemmti ég mér mjög vel.“ Kolbrún Dóra Magnúsdóttir, 3.G


105


Lækjargata 8

s. 578 8555

Himnaríki í flatbökuformi 15% afsláttur af pizzum

Opnunartími: mán-fim 11-22, fös 11-06, lau 12-06 og sun 12-22

Við bjóðum snertingu í símanum Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. · Millifærslur · Ógreiddir reikningar · Yfirlit og staða kreditkorta · Myntbreyta og gengi gjaldmiðla · Samband við þjónustuver · Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn

Skannaðu kóðann til að sækja „appið” frítt í símann.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


Pereatið Síðari ár átjándu aldarinnar voru byltingakennd í meginhluta Norðurálfunnar. Kall á aukið frelsi gagntók hug og hjörtu þjóðanna, sérstaklega ungu kynslóðanna. Þessi þrá eftir frelsi hafði í för með sér blóðsúthellingar og mikið fár. Til allrar hamingju slapp íslenska þjóðin þó við slíka atburði en hérlendis var þó farið að gæta beinna afleiðinga þessarar frelsisbyltingar álfunnar. Í raun mætti segja að helstu afleiðingarnar hafi speglast í fjórum atburðum. Einn þessara atburða átti sér stað á meðal nemenda Latínuskólans árið 1859 og er nefnue Pereatið eftir hrópum nemenda í hinum svæsnustu götuóspektum sem nemendur Latínuskólans stóðu fyrir. Það mætti segja að haustið 1849 hafi skólaárið byrjað með talsverðri óánægju nemenda gagnvart rektors. Til að mynda höfðu nokkrir nemendur samið svo skelfilegt níð um kennara sinn að þeir þurftu að biðjast opinberlega afsökunar á hegðun sinni. Skólapiltar höfðu líka skilað inn styrk, sem þeir fengu árlega til að halda upp á afmæli konungs, með þótta og frekju. Í raun hófust óeirðirnar ekki fyrr en að svokallað bindindisfélag var leyst upp. Það var í takt við tíðarandann að ganga í bindindi á þessum árum og Íslendingar voru hvattir mjög af Dönum til þess að stofna bindindisfélög. Á þessum árum var Sveinbjörn Egilsson rektor í Latínuskólanum og kom hann á slíku félagi í skólanum og gengu fyrst um sinn allir nemendur skólans, að fjórum undanskildum, þegjandi og hljóðalaust í félagið. Kennarar skólans gengu líka í félagið á næstu árum. Það var ekki fyrr en þetta örlagaríka haust árið 1849 að óforskammaðir piltar Latínuskólans gengu úr félaginu, alls fimmtán talsins, eftir að hafa brotið lög félagsins með drykkju í jólagleðskap í desember. Margir hverjir gengu aftur í félagið eftir skammir rektors en eftir stóðu sjö villingar sem hreinlega neituðu að ganga aftur í þetta félag kúgunar og forræðishyggju. Og þá fyrst hófst ballið. Rektor var vitanlega ofboðið og í liði með honum var sjálfur biskupinn, Helgi Thordersen. Í von um að tala drengina til kallaði rektor sjömenningana á fund til sín þann 14. janúar, 1850. Piltarnir höfðu sjálfir ákveðið að funda sama kvöld í félaginu kl. 9 en rektor hafði boðað þá til sín kl. 8. Þegar drengirnir gerðu sér ljóst að þeir þyrftu að sæta skömmum og mögulegum kúgunum rektors um kvöldið gripu þeir til þess ráðs að funda heldur klukkan fimm til þess að undirbúa sig. Rektor þótti alls ekki viðeigandi að sjömenningarnir skyldu funda áður en hann talaði við þá einslega og mætti sjálfur á fund þeirra kl. 5. Þar tjáði hann drengjunum andstöðu sína við fundinn og fauk þá heldur í piltana. Til rektors gekk þá Arnljótur Ólafsson¹ og Stefán Thorstensen² og spurðu þeir rektor, heldur frekjulega, hvort þeir mættu ekki halda hér fund enda væri fundarfrelsi pólitísk réttindi en rektor neitaði að

leyfa þeim að funda án þess að hann fengi að vera viðstaddur sjálfur. Það varð því ekki úr þessum fund í húsakynnum skólans og héldu drengirnir fundinn upp við Skólavörðu. Klukkan átta um kvöldið gengu sjömenningarnir svo galvaskir á fund við rektor þar sem að þeir neituðu allir að ganga aftur í Bindindisfélagið fyrir utan einn, Jón Þorleifsson³. Það er því augljóst að rektor hafi orðið æfur og herti hann lög Bindindisfélagsins til muna og lagði af skólahald í nokkra daga frá og með 15. janúar. Enda þótti honum fáránlegt að reka skóla á meðan slíkur uppreisnarandi ríkti í skólanum og að piltarnir skyldu ekki hverjir hefðu rétt til að skipa fyrir og hverjir eigi að hlýða. Það var því ekki nema útlit fyrir að skólahald yrði lagt niður endanlega vegna óstjórnar. Það var ekki nema fyrir sakir Helga biskups sem færði rök fyrir tíðarandanum að rektor sá sér fært að halda kennslu áfram, svo lengi sem að sjömenningarnir sættu refsingu. Refsing piltanna hljóðaði ýmist upp á brottrekstur úr skólanum, styrkssviptingu, matarskerðingu á heimavist og fleira af þeim toga. Hins vegar var það stiftmaður sem kom drengjunum til bjargar á ögurstundu og gat ekki orðið við bón rektors um samþykki slíkra refsinga. Þegar skóli hófst aftur þrem dögum eftir uppreisnina var hljóðið í rektor langt frá því að vera gott og ávarpaði hann nemendur eftir morgunbænina með ásökunum um að vera þátttakendur þess að gera skólann að gróðrastíu ósóma og ódyggða. Glæpir drengjanna voru því hvorki gleymdir né grafnir og þótti rektor óhjákvæmilegt að svipta piltana, að nokkrum undanskildum, leyfi til allra samkoma sín á milli og bannaði þeim með öllu að sækja skólann fyrir utan settar kennslustundir. Eftir þetta ávarp rektors bað hann piltana að ganga með kennurum til kennslustundar. En það var þá sem að nokkuð undravert gerðist, Arnljótur Ólafsson neitaði þvermóðskulega að hlýða rektor, kennurum og rektor til mikillar undrunar tóku brátt allir nemendurnir undir. Uppreistaróp brutust út og heimtuðu drengirnir samkomu í salnum. Rektor var ekki lengi að vísa þeim út en þá gengu piltarnir út með hrópum og köllum, þeir gengu um allan Reykjavíkurbæ hrópandi: „pereat“ undir forrystu Arnljóts. Það er því ljóst að „pereatshugmyndin“ hafi orðið til samfara tíðaranda átjándu aldarinnar. En var þetta kannski einfaldlega bara lognið á undan storminum?

¹ Síðar prestur í Sauðanesi, d. 1904 ² Síðar cand.phil., drukknaði hér við land 1869 ³ Síðar prestur á Ólafsvöllum, d. 1860

107


Þorgrímur Kári Snævarr


Ólöf

Andri

Aldur: 42 ára Augnlitur: Grænn Stjörnumerki: Tvíburi Enski boltinn: Nei Gælunafn: Lava Hjúskaparstaða: Fröken Uppáhalds bekkur: 3.A, 3.B, 3.C, 3.D, 3.E og 3.F Áttu börn: Já, eina skvísu Uppáhalds matur: Lambakjöt og frappe metro me gala Afmælisdagur: 29. maí

Aldur: 31 árs Augnlitur: Grænn Stjörnumerki: Vog Enski boltinn: Fylgist ekki með enska boltanum Gælunafn: Er ekki kallaður neinu gælunafni Hjúskaparstaða: Í sambúð Uppáhaldsbekkur: Ég kenni bara uppáhaldsbekkjunum mínum Áttu börn: Já, ég á dóttur sem er eins árs Uppáhalds matur: Góð nautasteik og rauðvín Afmælisdagur: 4. október

Vinsælasti kennarinn


Hvenær líður ykkur best? Andri: Mér líður best þegar ég get slakað á að loknu góðu dagsverki. Ólöf: Heima í faðmi fjölskyldunnar (barnið og dýrin öll).

Í hvaða framhaldsskóla voru þið? Andri: MH Ólöf: MR Voru þið áberandi í félagslífinu? Andri: Svona frekar. Ég var í listafélagi MH og ritstjórn Fréttapésa sem er fréttabréf nemenda eða var það í það minnsta þegar ég var þar. Ólöf: Ekkert sérstaklega, ég tók þó þátt.

Trúir þú á guð? Andri: Nei, ég trúi ekki á neina yfirnáttúru. Ólöf: Ég trúi á eitthvað gott.

Hvað tók við eftir framhaldsskólann? Andri: Eftir framhaldsskóla fór ég í B.S. nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Ólöf: Ársfrí við leik og störf. Að því loknu HÍ. Eruð þið hlynnt bekkjakerfi? Andri: Sem nemandi í áfangakerfi í framhaldsskóla á sínum tíma, þá fannst mér það henta mér vel þótt ég hefði ekki þá beina reynslu af bekkjakerfi á framhaldsskólastigi. Sem kennari þá kann ég mjög vel við bekkjakerfið. Maður fær lengri tímabil með hverjum hóp í kennslu sem mér finnst vera kostur. Ólöf: Já Hvað finnst ykkur um styttingu framhaldsnáms? Andri: Mér finnst ágætt að fólk hafi þann kost að sækja nám í skólum þar sem boðið er upp á styttra nám en finnst ekki mikið unnið með því að stytta framhaldsskólanám almennt. Ef ég hugsa um undirbúning fyrir háskólanám þá finnst mér ekki mega stytta námið eða skera niður það sem er nú þegar kennt í framhaldsskólum. Ef það ætti að stytta nám í framhaldsskólum á landinu þá verður að mínu mati að bregðast líka við því á grunnskólastigi svo nemendur fái tilhlýðilegan undirbúning fyrir frekara nám. Ólöf: Skerðing á námi íslenskra ungmenna. Hvað finnst ykkur um sameiningu framhaldsskóla? Andri: Ég hef ekki mótað mér skoðun á því. Get séð fyrir mér að í sumum tilfellum rekstrar- og kostnaðarhagræðingu fólgna í slíku. Hef ekki kynnt mér þetta nægilega vel til að svara því almennilega. Ólöf: Afskaplega hæpið.

Hvað er það furðulegasta sem þið hafið lent í að hálfu nemanda? Andri: Hingað til hef ég nú ekki lent í neinu sem gæti talist mjög furðulegt að hálfu nemanda. Ólöf: Já, það var einn daginn í ræktinni eftir mikið púl að ég hitti nemanda (nefni engin nöfn) sem bað mig um að lána sér sveittu fötin mín því hún hafði gleymt sínum heima. Mér fannst þetta svo fyndið að ég gat ekki annað :) Ef þið mættuð velja einn kennara úr kennaraliði MR til þess að fara á stefnumót með, hver yrði fyrir valinu? Andri: Þar sem ég er nýr kennari þekki ég ekki einu sinni alla með nafni ennþá. En það er auðvitað fullt af áhugaverðum einstaklingum í starfsliði skólans sem væri vafalaust gaman að eyða kvöldstund með. Ólöf: Get ekki gert upp á milli þeirra.

Hver er skemmtilegasti kennarinn? Andri: Ég þekki ekki enn nóg til að velja einn, en að sjálfsögðu vinna eingöngu skemmtilegir kennarar í MR. Ólöf: Allir jafn skemmtilegir. Hver er kynþokkafyllsti einstaklingur sem þið vitið um fyrir utan maka? Andri: Esperanza Spalding. Ólöf: Anthony Andrews, 1982.

Finnst ykkur MR vera að missa sérstöðu sína? Andri: Mín tilfinning er ekki sú að skólinn sé að missa sérstöðu sína. Skólinn hefur það orðspor í samfélaginu að þar fari fram gott skólastarf og er almennt talinn með bestu framhaldsskólum á landinu. Ólöf: Nei. Hvernig er að kenna í MR? Andri: Mjög gaman. Hér er góður starfsandi og frábærir nemendur. Ólöf: Frábært. Langaði ykkur alltaf að verða kennarar? Andri: Nei, en ég heillaðist af starfinu eiginlega strax og ég byrjaði að kenna við Háskóla Íslands samhliða meistaranámi mínu. Ólöf: Nei aldeilis ekki. Hvernig er draumanemandinn? Andri: Draumanemandinn er áhugasamur og er virkur þátttakandi í náminu. Ólöf: Þið.

111


Enginn viðbættur hvítur sykur Minna en 1% fita Aðeins 62 hitaeiningar í 100 ml Sjálfsafgreiðsluísbúð

Kringlunni, Smáralind, Selfossi, Akureyri


Res novae „Dansaðu.“ Einar Jóhann Geirsson, Listin að lifa (bls. 1). Kæru krakkar. Ég er hrifinn af ykkur. Við erum ein fjölskylda. Mig langar til að setja ykkur öll á krakkamatseðilinn minn. Eða krakkmatseðilinn minn. Þið eruð eins og vímuefni. Maður þarf ekki nema að finna lyktina af einum emmerringi með trefil til að komast á bragðið. Þá langar mann til að innbyrða ykkur öll og leyfa ykkur að kútveltast í maganum og útvatnast, meltast og renna hægt upp risristilinn og svo þverristilinn og loks niður botnristilinn. Því næst kæmuð þið út í formi hægða og yrðuð sett, samkvæmt hátíðlegu ritúali, í krukku, mér til eilífrar minningar um þá ánægju sem þið hafið veitt mér. Ég er tilfinningaríkur maður. Þið örvið mig. Þið eruð uppspretta gleði og bjartsýni, bjartsýnisgleði. Þið gerið mig hamingjusaman. Töfrar ykkar eru slíkir að þeir færast í yfirnáttúrulegt veldi, hæfa í hjartastað bæði mann í froskslíki og frosk í mannslíki. Þið eruð seðjandi eins og tíu bílfarmar af hveitismjörshunangi og mjólk. En samt sem áður er ég alltaf hungraður. Um helgar verð ég sturlaður af þrá. Þá er hugmyndin um ykkur eins stórkostleg og hinn fyrsti lífsneisti, aðdráttarafl ykkar eins kröftugt og ferómón. Þá er sundruð sál mín eins og sægur af trylltum mölflugum í makaleit. Ég verð að sjá ykkur, heyra í ykkur, lykta af ykkur, skynja ykkur. Svo sannarlega er ég skuldbundinn ykkur. Þess vegna brá ég á það ráð um daginn að gerast leiðtogi ykkar. Í þakkarskyni. Því hver getur sameinað mennina annar en sá sem þekkir hvern og einn þeirra út og inn? Hver getur komið skipulagi á Róm annar en sá sem þekkir jafnt hina myrkustu kima holræsanna og hin stæðilegustu tré kirsuberjagarða hennar? Hver er betur til þess fallinn að hámarka hið stöðuga flæði góðra tilfinninga í litla lýðveldinu okkar en einmitt ég? Að láta hjörtu emmerringa slá sem eitt erkihjarta? Hver kann að dansa lífsins dans? Þú, hugsar þú. Já ég, hugsa ég. Hugsa ég.

kolagrilli sem lá í snjónum við hlið mér eins og ærslafullur hvolpur, tilbúinn að taka þátt í leiknum. Ég bauð ykkur, gyðjum og guðum, þokkafullum en morgundaufum, upp á silfurörn amerískrar menningar, a hamburger. Ég bauð líka góðan daginn, sagði: Gaman að sjá þig! Og Hafðu það gott! Mörgum fannst mikið til mín koma en aðrir flúðu undan herlegheitunum og litu ekki til baka fyrr en þeir voru óhultir fyrir þessum skrípaleik. En úti heyrðist kjams og kjass. Æðislegir borgarar, maður! Takktakktakktakktakk, sagði ég í gríð og erg, rígmontinn. Ég var í ham. Ég fylgdi ráðum skáldans mikla, Einars Jóhanns G.: „Ef þú lifir ekki á brúninni, þá tekurðu of mikið pláss.“ og „Hoppaðu.“ Ég hoppaði af gleði! Ég fylgdi fyrirmælum hans eins og sannur lærisveinn. Ég sá til þess að öllum liði vel, að allir fengju hughreystingu á leið í skólann. Nonni litli fékk meira að segja alveg sérstaka hvatningu frá mér. Ég sagði við hann: Þú munt standa þig best af öllum á þessu prófi! Þú munt fá hæstu einkunn og verða hreykinn af sjálfum þér! Það rættist. Og þennan morgun sá ég líka til þess að allir fengju nóg að borða, að enginn mætti svangur og ómögulegur í skólann. Ég var móðir alls sköpunarverksins. En því miður, þegar kosið var samdægurs í stöðu leiðtoga lýðveldisins, inspectors, varð ég ekki fyrir valinu. En kannski var það eindreginn vilji samnemenda minna að kjósa mig ekki. Að þessi ógleymanlega stund, þetta verk, listaverk, morgunpóesía, opinberun vilja míns og sálar, yrði ekki endurtekin, í því skyni að varðveita þá einstöku minningu sem hún geymir í hugum okkar allra. Þetta hefði aldrei getað orðið neitt betra en þessa yndisfögru morgunstund í janúar 2012.

Kristján Norland, 6.A

Hvar hefst þetta allt saman? Hvar er byrjunarreiturinn í þessu sameiningarspili? Þessari spurningu velti ég fyrir mér eins og brjóstsykri með súkkulaðifyllingu. Þegar tungan kom að súkkulaðinu lá svarið ljóst fyrir. Sniðugast fannst mér að mæta eldhress í skólann á mánudegi með kistu fulla af hamborgurum og launa ykkur lambið gráa. Mér fannst táknrænt að hefja nýja tíma, res novae, á blásvörtum mánudagsmorgni. Ég hugðist gefa ykkur glóðvolga hamborgara, beint af krúttlegu og heimilislegu 113


1. sæti

Ljósmyndasamkeppni Ljósmyndafélag Menntaskólans í Reykjavík hélt nú í lok febrúar og byrjun mars Ljósmyndasamkeppni Skólafélagsins. Eftir vel heppnaða keppni í fyrra ætluðum við að endurtaka leikinn og gera enn betur. Það tókst heldur betur því yfir 70 myndir voru sendar í keppnina, hver annarri glæsilegri. Við fengum enga aðra heldur en Sögu Sigurðardóttur, velþekktan tískuljósmyndara, til að dæma fyrir okkur myndirnar og velja þrjár bestu. Saga stundaði sjálf nám við Verslunarskólann á hennar menntaskólaárum og sat í ljósmyndanefnd nemendafélagsins þar. Hún fór síðan í framhaldsnám í tískuljósmyndun til London og hefur verið nóg að gera eftir nám. Saga hefur unnið verkefni fyrir fyrirtæki á borð við Topshop og Dolce and Gabbana. Þar að auki fyrir tímaritin Elle, Glamour og Dazed and Confused. Ljósmyndafélagið var því að vonum hæstánægt með að fá svo hæfileikaríkan ljósmyndara sem dómara. Hægt er að fræðast nánar um hana og skoða myndir á heimasíðu hennar, sagasig.com og bloggsíðu, saganendalausa.blogspot.com. Vinningarnir voru heldur ekki af verri endanum en þeir voru meðal annars myndavél frá Nýherja, þrífótur frá Myndavélar. is auk vinninga frá Samsung-setrinu ásamt öðru en verðlaun

voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin ásamt nýjum lið, vinsælustu myndinni sem var kosin á facebook síðu Ljósmyndafélagsins. Við viljum þakka fyrir frábæra þátttöku og allar glæsilegu myndirnar sem voru sendar til okkar. Við vonum að Ljósmyndafélag komandi ára muni halda þessari hefð og haldi áfram að vera jafn virkt og það er nú. En sigurvegarar Ljósmyndasamkeppni Skólafélagsins 2012 voru: 1. sæti : Hulda Vigdísardóttir, 5.B 2. sæti : Kristín Óskarsdóttir, 6.X 3. sæti : Anney Ýr Geirsdóttir, 5.R Og að lokum var vinsælasta myndin valin í facebook kosningu. En það var eftir að Skólablaðið fór í prentun svo að við hvetjum ykkur til að skoða albúmið okkar og velja ykkar uppáhalds mynd eða skoða hvaða mynd var sú vinsælasta.

Takk fyrir okkur! Ljósmyndafélagið


3. sæti

2. sæti

115


SkoðanaSkoðana-

Reykir Reykir þú? þú?

Já Já // // Nei Nei

2011 2011

93% 93%

2010 2010

70% 70%

2007 2007

96% 96%

2005 2005

83% 83%

2003 2003

90% 90%

Hefur Hefur þúþú sofið sofið hjá? hjá?

Já Já // // Nei Nei

2011 2011

55% 55%

2010 2010

50% 50%

2007 2007

65% 65%

2005 2005

53% 53%

2003 2003

55% 55%

Árið Árið 2005 2005

30% 30%

Hlutfall Hlutfall nemenda nemenda sem hafði sem hafði fallið á á fallið lokaprófi lokaprófi

Hlutfall Hlutfall nemenda nemenda sem var sem var í föstu í föstu sambandi sambandi


Drekkur þú? Drekkur þú?

Já Já // // Nei Nei 79% 79%

2010 2010

66% 66%

2007 2007

83% 83%

2005 2005

85% 85%

2003 2003

73% 73%

Hefur notað eiturlyf? Hefur þúþú notað eiturlyf?

Já Já // // Nei Nei

2011 2011

79% 79%

2010 2010

94% 94%

2007 2007

85% 85%

2005 2005

89% 89%

2003 2003

79% 79%

kannanir kannanir

2011 2011

Uppáhalds stelling árið 2001? Uppáhalds stelling árið 2001? 6%6%

33% 33%

38% 38% 23% 23%

117


PIPAR\TBWA • SÍA • 120122

spennandi nám og öflugt félagslíf

Ætlar þú

í háskóla í haust?

yfir 400 námsleiðir í boði í háskóla íslands Umsóknarfrestur um grunnnám á háskólaárinu 2012-2013 er til 5. júní 2012. Móttaka rafrænna umsókna hefst í mars 2012 á heimasíðu háskólans, hi.is.


Af hverju Internetið mun aldrei verða Nirvana Eftir að hafa eytt tveimur áratugum á Netinu er ég ráðalaus. Það er þó ekki eins og ég hafi ekki haft gaman af því. Ég hef kynnst æðislegu fólki og meira að segja komið upp um nokkra hakkara. En í dag veldur þetta „trendy“ samfélag mér óróleika. Framsýnir menn sjá framtíð sem inniheldur gagnvirk bókasöfn og margmiðlunarskólastofur. Talað er um rafræna bæjarfundi og sýndarveruleikasamfélög. Verslun og viðskipti munu færast frá verslunarmiðstövðum og skrifstofum yfir á net og módem. Og að frelsi stafræns nets muni færa ríkisvaldið nær fólkinu. Vitleysa. Skortir alla almenna skynsemi í þessa tölvusérfræðinga? Enginn gagnagrunnur mun koma í staðinn fyrir dagblaðið þitt, ekkert CDROM getur tekið við af hæfum kennara og ekkert tölvukerfi getur breytt því hvernig hið opinbera virkar. Taktu til dæmis Internetið. „Usenet“-ið, alheimstilkynningatafla, gerir hverjum sem er kleift að skrifa skilaboð hvaðan sem er á landinu. Skilaboðin þín sleppa auðveldlega framhjá ritstjórum og útgefendum. Hægt er að heyra hverja einustu rödd án kostnaðar og á rauntíma. Óhljóðin minna á spjallútvarp, með miklu áreiti og nafnlausum hótunum. Þegar margir kalla, hlusta fæstir. Hvað þá með rafræna útgáfustarfsemi? Reyndu að lesa bók af geisladisk. Í besta falli er það leiðindaverk, óþægilegur ljómi tölvuskjás kemur í stað vinalegra blaðsíðna góðrar bókar. Og varla fer maður að druslast með tölvu niður á strönd. Samt vill Nicholas Negroponte, yfirmaður MIT Media Lab, meina að brátt munum við kaupa bækur og fréttablöð beint af netinu. Já, einmitt... Það sem Internet-elskendurnir segja þér ekki er að Internetið er heilt haf af óritskoðuðum gögnum, án nokkurs heiðarleika. Vegna skorts á ritstjórn og gagnrýni hefur Internetið breyst í auðn af ósíuðu efni. Það er engin leið að vita hverju ætti að sleppa og hvað er lestursins virði. Dag einn var ég á Veraldarvefnum og leitaði að dagsetningu Trafalgarbardagans. Hundruðir skjala birtust og það tók mig 15 mínútur að fara í gegnum þau. Eitt skjalið var verkefni eftir 8. bekking, annað var tölvuleikur sem virkaði ekki og það þriðja var mynd af minnisvarða í Lundúnum. Ekkert svarar spurningunni minni og leit mín var trufluð reglulega vegna skilaboða eins og „Too many connectinos, try again later.“ Kemur Internetið ríkisstjórnum að gagni? Internetfíklar heimta skýrslur frá ríkinu. En þegar Andy Spano bauð sig fram í embætti sýslumanns Westchester County, N.Y., setti hann allar

fréttatilkynningar á tilkynningatöflu. Í þessari auðugu sýslu, fullri af tölvufyrirtækjum „logguðu“ sig inn einungis 30 kjósendur. Ekki er það góður fyrirboði. Benda og smella: Ekki má gleyma þeim sem heimta tölvur í skólana. Okkur er sagt að tölvur geri vinnuna í skólanum auðveldari og skemmtilegri, að nemendur vilji glaðir læra af tölvugerðum persónum í vel gerðum hugbúnaði. Hver þarf á kennurum að halda þegar hægt er að læra með hjálp tölvu? Bah... þessi dýru leikföng eru illnothæf í skólastofum og þurfa nemendur á mikilli hjálp kennara að halda til þess að nota þau vel. Krakkar elska jú tölvuleiki en hugsaðu um þína eigin reynslu: Manstu eftir einhverju góðu kennsluvídeói? En ég þori að veðja að þú manst vel eftir þeim kennurum sem höfðu virkileg áhrif á líf þitt. Svo eru það Internetviðskipti. Hægt er að panta flugmiða á netinu, bóka borð á veitingastað og margt fleira. Búðir verða úreltar. Hvers vegna fara þá meiri viðskipti fram í verslunarmiðistöðvum en á öllu Netinu á mánuði? Jafnvel ef til væri áreiðanleg leið til þess að millifæra peninga á netinu, sem er ekki, skortir netið samt aðalinnihaldsefni kapítalismans: Sölu- og afgreiðslufólk. Hvað vantar þá í þetta rafræna undraland? Mannleg samskipti. Leggðu til hliðar hið yfirþyrmandi blaður um rafræn samfélög. Tölvur einangra okkur hvert frá öðru. „Online chat“ er frekar leiðinglegt í samanburði við að hitta vini sína á kaffihúsi. Engin gagnvirk margmiðlun kemur nálægt stemningunni sem fyrirfinnst á tónleikum. Og hver myndi frekar velja „cybersex“ en alvöru? Þó Alnetið lofi góðu blekkir þessi „ekki staður“ okkur til þess að sóa þeim stutta tíma sem við höfum hér á jörðinni. Sýndarveruleikaheimur þar sem pirringur ræður ríkjum og þar sem, í nafni menntunar og framfara, mannleg samskipti eru sniðgengin miskunnarlaust er frekar lélegur staðgengill raunveruleikans.

Grein frá 1995 þýdd af Jóhannesi Tómassyni, 4.A

119


Pistill Zéra Sælir kæru samnemendur, þetta verður í seinasta skipti á menntaskólagöngu minni sem ég ávarpa ykkur á riti. Nú er árið uppurið og flestir að fara áhyggjulausir út í sumarfríið vitandi að þeir snúa aftur næsta haust. Snúa aftur á fleiri böll, útgáfur, tebó, árshátíðir, kóræfingar, stjórnarfundi, leiksýningar og meiri skemmtan. Það eru hinsvegar forréttindi og hlunnindi tæplega fjórðungs skólans að fá að kveðja þessi góðu ár fyrir fullt og allt nú í vor. Zkáldzkaparfélagið hefur í ár, er mér óhætt að segja, sýnt meiri lit heldur en kannski var búist af því. Helst má nefna sem afrakstur starfsins Gullkornahornið í Cösu, þ.e. krítartöfluna sem tvisvar í viku hefur skartað orðspjótum hvaðanæfa að úr tilverunni. Svo má nefna smásagnasamkeppnina sem haldin var í haust þar sem Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hreppti fyrsta sætið, Tómas Zóega annað og Heiðar Bergsson það þriðja. Þau voru öll leyst út með veglegum verðlaunum og við þökkum okkar velunnurum það. Þá má ekki gleyma að þakka dómara keppninnar, rithöfundinum unga Óttari Martin Norðfjörð. Einnig erum við afar stoltir af þeim sérmerktu bókamerkjum sem við létum prenta fyrir alla nemendur skólans en það verkefni varð okkur að kostnaðarlausu vegna góðra styrktaraðila. Þar á hönnuðurinn Guðjón Ingi Hauksson mikið hrós skilið fyrir sitt hlutverk. Eins mætti í þessari upptalningu nefna Yggdrazil, ársrit Zkáldzkaparfélagzinz sem birtist innan veggja Skólablaðsins Skinfaxa eins og seinustu ár. Við þökkum kærlega öllum þeim zkjala- og zkúffuzkáldum sem létu hugverk sín í té. Þá finn ég mig knúinn til að þakka núverandi stjórn fyrir vel unnin störf. Kondórar Zkáldzkaparfélagzinz, þeir Kjartan Almar Kárason og Steinn Elliði Pétursson hafa staðið sig með prýði sem og Zkáldibuz félagsins Birgir Hauksson. Þeir hafa allir sýnt af sér sóma í starfi og vonandi halda þeir áfram að auðga félagslíf Menntaskólans og um leið sitt eigið. Svo er það sem er erfiðara að henda reiður á. Þegar ég horfi til baka til seinustu fjögurra ára þá eru það ekki afrakstur félagsstarfsins sem er mér hvað minnisstæðastur heldur er það félagsstarfið sjálft! Og því vil ég ekki bara taka þetta ár fyrir heldur öll hin á undan, og þakka fyrir alla stjórnar-, ritstjórnar- og markaðsnefndarfundina, umræðurnar, skeytin, skriftirnar, myndatökurnar, símtölin, fésbókina, skipulagið og samskiptin við allt það góða fólk sem ég hef fengið að vinna með. Þó má ekki gleyma bóknáminu sjálfu en lengst af varð ég að fórna svefni á kostnað mannsæmandi einkunna og ríkulegs félagslífs. Það komu tímar þar sem klukkustundirnar í sólarhringnum nægðu hreinlega ekki til þess að klára líffræðiskýrsluna, læra stærfræðisannanirnar og reikna heima í efnafræði. En til þín sem þetta lest, þá er helst stolt mitt yfir þessum áfanga í hendur við þá vinnu sem ég vann af hendi.

Bekkurinn getur verið ansi margbrotið félagslegt kerfi. Undir lok grunnskóla var ég í áfangakerfi og mat kosti þess mikið umfram bekkjarkerfið. En eftir 3.C, 4.S(R), 5.U og 6.U þá hefur viðhorfið gagnvart bekknum batnað til muna. Í þriðja bekk var maður ótrúlega sáttur með allar nýjungarnar. Manni fannst MR vera það besta í heimi og á bak við hvert horn var nýr og ferskur viðburður með nýju og fersku fólki. Námið nokkuð þungt í vöfum. Í fjórða bekk vissi maður nokkuð hvernig landið lá en fullt af spennandi fólki og nýjum áskorunum og verkefnum. Námið orðið nokkuð þyngra. Í fimmta bekk fannst mér menntaskólaandinnn ná hámarki og maður var farinn að gera sér ágæta grein fyrir heildarmynd nemenda. Námið heldur laggott en stúdentsprófin í lok árs héldu manni við efnið. Í sjötta bekk finnur maður hvernig árgangurinn er orðinn mun samheldnari og fólk fer að verða meðvitaðra um hina stóru veröld utan MR. Námið nær hámarki með stúdentsprófunum. Þegar rútínan hefur heltekið hversdaginn og fólkið sem þú umgengst frá morgni til miðdegis fer að skapa sér sess innan þessa hversdags þá myndast oft djúp vináttutengsl. Maður sem þorir ekki að taka pláss í lífi annarra verður alltaf einn. Því er það mín ályktun að eins og öflugt félagsstarf getur verið gefandi þá eru það hinir traustu vinir sem reynast hvað best. Hið einstaka er oft að finna innan þess almenna og ósköp venjulegar hádegisnúðlur jafnast á við íburðamesta kvöldverð séu góðir vinir við hönd. Öðru hverju í lífinu stöndum við frammi fyrir valkostum sem munu koma til með að hafa áhrif á okkur alla tíð. Nú fara í hönd slík tímamót og tilfinning seinustu fjögurra ára er aðallega þakklæti. Þakklæti í garð Laufeyjar og Margrétar í Kakólandi fyrir allan góða matinn og huggulegheitin, Yngva rektors fyrir föðurlegu eftirlátssemina og Hannesar nafna míns portners fyrir alla vinnusemina og kumpánlega spjallið. Þakklæti í garð kennaranna minna sem gefa á hverjum degi svolítinn bút af sjálfum sér til þess að kenna okkur bæði á fræðin og lífið sjálft – sem er engu minna mikilvægt. Og að lokum, þakklæti til allra vina minna fyrir allan meðbyrinn og mótlætið, allar góðu kæru minningarnar með vonum um að þær séu aðeins upphafið.

Hannes Halldórsson Zéra Zkáldzkaparfélagzinz


Yggdrasill

121


Horfur Andartak

Ísalandi okkar á, spennandi allt sem gott er af og frá, rennandi allar bætur hrökkva hjá, vinnandi öll mín eign er stimpilstrá, gjammandi.

Gaddfreðin tjörnin er torfær og hál. Ég stíg fæti á ísinn óviss í bragði um hvort hann muni brotna. En ekkert gerist.

Fréttir okkar bölsýnt fum, gjallandi heimskur skríll sem elskar skrum, kallandi krauma kjör í kúgunum, svallandi staulast fólk á stúfunum, höktandi.

Ég tek annað skref og allt fer jafnvel. Áður en ég veit þá er er tjörnin mitt svið. Endurnar kvaka og horfa á mig.

Veitist þó með bros á vör, ljúgandi skip er ekki lagt úr vör, fljúgandi fastákvörðum okkar för, smjúgandi hjá okkur liggja okkar svör, Íslandi. Hannes Halldórsson

Þá mælti ein öndin: „Nú munt þú deyja“ Þá þiðnaði tjörnin og gleypti mig heilan. Svo frostnað’ún aftur og nú er ég dáinn. What the duck Kjartan Almar Kárason Hann Sterkur sleit hann reif upp samt gat hann opnað hurðina

hlekki hæðir og hóla, ekki á gamlaskóla.

Slingur gat sig reygt gat smogið milli tannhjóla, samt gat sig ey beygt undir holið í gamlaskóla. Fjörugur var hann til fóta hverja keppni vann, en náði ey út að þjóta þegar gamliskóli brann.

Internet Hér sit ég við tölvu mína Stundir þjóta hraðar ör Facebook, Myspace, hvílík pína Tíma‘ð sóa er lítið fjör Matthís Tryggvi Haraldsson

Birgir Hauksson

Djammið Það er margt sem djammið veit Kæri busalingur Fyrr en varir, ég streng þess heit Lífið með þér syngur Matthís Tryggvi Haraldsson


Úti og inni Afhverju öskra börnin úti Þar sem maðurinn sýður í katlinum dóm? Svarið kemur úr æsku þinni, því úti þú hættir að leika við blóm. Ég sá þig fara til barnanna úti Þú öskraðir hátt og lengi, þú öskraðir afhverju eruð þið úti? En úti þú sást hvorki stúlkur né drengi, því inni þar prestarnir léku á strengi. Þú flaugst upp til himins og lékst þér við fugla Þú öskraðir afhverju eruð þið úti? Fuglarnir sungu um sumarið hlýja, flugu svo hátt til skýjanna úti og földu sig fyrir mannana klóm. Þitt hjarta fór svo loks að sjóða hvert fór nú manngæskan góða? Þeir tala um vænan geðsjúkdóm, þú lerkaður trúir þeim helgidóm. Ég æli og hræki blóði, yfir mannanna djöfuldóm, þeir traðka á okkar sjóði, í sínum skítugum skóm. Nú öskrar þú ekki á þessari jörð og öskrar ekki af gleði. Nú flýgur þú ekki yfir þessari hjörð né hugar að þínu geði. Þú vaknar þó til lífsins brátt og elskar að leika úti við blóm.

Menntaskólinn Sótti um MR, kaus eigin leið, óspilltur, saklaus drengur. Varla hann vissi hvað hans beið, það vefst ekki fyrir honum lengur. Við fyrstu sýn var vistin góð en verkefnin tóku völdin. Bækur keypti, bókaflóð! byrjaði lærdómsöldin. Lærði, lærði, lærði og lærði, lærði út í eitt. Lærði, lærði, lærði og lærði lærði en skildi’ ei neitt! Brátt fór hann að átta sig á því sem þurfti að gera. Hann sá að þurfti hann bara að ná heilum fjórum, ekki meira. Þetta var sagan af sjálfum mér sem ég vildi þér færa, en eins og hver MR-ingur sér enginn þarf að læra! Guðjón Bergmann

Jóhann Björn Jóhannsson

Tilveran Ég hef aldrei elskað. Ég hef aldrei dáð, eða verið öðrum háð.

Tilveran Ég er umlukinn kliði tilverunnar, drukkna í hugsunum sem þjóta um heilann eins og róteindir í öreindahraðali, er fangi ímyndunaraflsins, tilveran er áþreifanleg eins og hvítur skýjabólstri á heiðskírum himni, en ég næ ekki til hennar, ég næ ekki til hennar, hún er í órafjarlægð, myrkrið skellur á.

Ég hef aldrei grátið. Ég hef aldrei sært eða tilfinningum hrært. Ég hef aldrei logið, hef aldrei svikið. Ég hef ekki gert mikið. Reiði þekki ég ekki. Gleði hef ég lítið kynnst en sorginni þó minnst.

O. M. Haraldsson

Hef ég þá einhvern tímann verið til? Jóhanna Margrét Sigurðardóttir

123


Einn dag Sit ég einn við sopan, sæll ég verð um stund. Er drekk ég hinsta dropan, drýpur á ný mín lund.

Mánudagsmorgunn – I. Þótt vekjaraklukkan væli og væli ligg ég á grúfu og gjói ekki augunum Hnipra mig saman, bý mér til bæli snooza og slaka á hálfsyfja taugunum. Ég er ekki lengur vanur að vakna hvað þá á niðdimmum mánudagsmorgni, helgarfjörsins og skemmtana sakna þótt ég muni ekki eftir stundarkorni. En ekki allt virtist vera með réttu klukkuna vantaði korter í tíu „Allamalla!, ég er illa settur, ég byrja í skólanum rétt fyrir níu!“

Vini á ég víst að finna varla gagnast þeir mér minna. En ekki er það yðra vinna aumum vælukjóa’ að sinna. Leiðist mér oft lífið allt, litlaust mjög og jökulkalt. Svíður hjartans sár gjörvallt. Sálarskip mitt siglir valt. Fjaðurlaus er fálkinn, flýgur ekki víða. Þolraun er mér þráin. Þvingaður skal bíða. Hug minn ber að heiman fjær. Heim og mig aðskilur sær. Rauna minna rífa klær röskt svo blikni sýnin skær.

Mánudagsmorgunn – II. Ef hann væri ofurhetja væri hann Robin Ef hann væri frá Íslandi væri hann í FMos Ef hann væri á djamminu væri hann laminn Ef hann væri persóna væri hann ljótur

Mánudagsmorgunn – III. Slepjumorgunn mánudags, mókið tekur völd. Hvers vegna kemur þú strax, svo fljótt eftir föstudagskvöld? Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson

Dreymir mig um fjarlæg fjöll, firnindi og marga höll. Framandi slóðir fjarri mjöll. Finna skal mig hamingjan öll. En læðingur mig lætur lúta önnum manna. Fastir eru fætur frelsið þeim hann bannar. Losast fjötrar smátt og smátt. Styrkist þor við hjartans slátt. Fyrr en varir, fer ég brátt. Er finna mun ég þennan mátt. Einn Einn Einn Einn

dag dag dag dag

skal verð verð skal

ég ég ég ég

ær til stáls. laus míns máls. eign míns sjálfs. fljúga frjáls!

En þar til þá... sit ég enn og hvergi hopa og hvimleiður fæ mér annan sopa. Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson


Jafnrétti kynjanna Strákur og stelpa haldast í hendur úti í garði þar leika þau sér, skemmta sér og hafa gaman. Þau segja, við erum jafn mikils virði þú og ég, við leikum okkur og við skemmtum okkur saman. Við erum bestu vinir. Við erum jöfn.

Reyndi að þýða þitt lattneska ljóð þar sem latína er fyrir mér afleit, fékk ekki þýtt eitt einasta hljóð og gef því skít í google translate.

Halldór Falur Halldórsson

Birgir Hauksson

Þetta er þráður fyrir þá sem þekkja til ýmsa fræða, sem MR-ingur aðeins má monta sig af og ræða. Guðjón Bergmann

Vitundarvakning

Því það er mitt eina fag að yrkja og semja og skrifa. Ég held að í dag með glæsibrag ég ætli að fara að lifa

Ég er strand á skeri hverfulleikans, í leikhúsi fáránleikans, en nú nálgast stund sannleikans, snúum aftur til raunveruleikans!

Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson Steinn Elliði Pétursson

125


Söngkeppni Skólafélagsins fór fram 3. febrúar í Austurbæ. Alls voru nítján atriði skráð til leiks og voru þau hvert öðru betra. Fyrsta lag kvöldsins var Vísur Vatnsenda-Rósu í flutningi Jóhönnu Elísu Skúladóttur. Henni til halds og traust voru bakraddirnar Kristín Gyða Guðmundsdóttir og Guðrún Brjánsdóttir. Jóhanna tók fallegt íslenskt lag og leysti verkefnið með prýði enda erfitt að vera fyrsta atriðið í þessari keppni. Stjörnuparið og reynsluboltar söngkeppninnar, Árni Beinteinn Árnason og Steinunn Steinþórsdóttir, stigu næst á svið og tóku ástarsmellinn Love the way you lie. Steinunn söng gallalaust eins og fyrri daginn en Árni stal senunni með rapp hluta sínum. Salurinn trylltist og ætlaði þakið að rifna af húsinu. Hver segir að hvítur maður geti ekki rappað? Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir tók lagið Feeling good með Muse. Katrín er enginn nýgræðingur þegar

kemur að því að keppa í söngkeppni Skólafélagsins. Hún með sína sterku rödd flutti lagið með prýði. Salurinn fann greinilega góðu tilfinninguna sem fylgdi laginu. Loks var komið að busastjörnu ársins honum Bjarka Lárussyni. Karólína Jóhannsdóttir var honum til halds og trausts sem bakrödd. Þau tóku smellinn We are young með Fun. Sætasti busi skólaársins náði að hrífa salinn með sér og stóð Bjarki undir væntingum sem busastjarna vetrarins. Næstar á svið voru þær Hulda Matthíasdóttir og Hulda Margrét Erlingsdóttir og tóku lagið Somebody that I used to know með Gotye og Kimbra. Þær nöfnur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og sungu lagið með mikilli prýði. Þá var komið að atriðinu sem allir biðu spenntir eftir. Jón Sigurður Gunnarsson að taka lagið Angels með Robbie Williams. Spurningunni yrði brátt svarað, kann Nonni að syngja? Lagið byrjaði en ekki rétt lag heldur youtube smellurinn Trololo og vakti hann mikla lukku enda var hann kosinn vinsælasta atriðið af viðstöddum.

Því næst kom Kristín Erla Lína Kristjánsdóttir og tók lagið Titanium með David Guetta. Útsetningin á laginu kom áhorfendum mikið á óvart því Kristín Erla minnkaði teknóið og þegar heillandi rödd hennar tók að hljóma um salinn fengu viðstaddir gæsahúð niður í tær. Katrín Arndísardóttir söng bakraddir og gaf hún laginu mikla fyllingu. Þessi frábæri flutningur skilaði Kristínu þriðja sætinu. Næst var komið að atriðinu sem að gefur keppninni fjölbreytileikann sem fellur nemendum svo vel í kram. Laumuþungarokkarnir í salnum, sem eru ófáir,

Söngkeppnin

Það er einu sinni á ári sem söngelskir og hæfileikaríkir nemendur Menntaskólans í Reykjavík fá tækifæri til þess að stíga á stokk og syngja sig inn í hjörtu samnemenda sinna. Skemmtinefnd Skólafélagsins vinnur baki brotnu að þessu hljómfagra kvöldi ár hvert og í ár var keppnin svo sannarlega góð. Keppendurnir voru einstaklega skemmtilegir og umfangið í kringum keppnina var mikil dýrð og vinningarnir fyrir þrjú efstu sætin voru ekkert slor. En það sem mestu máli skiptir er að hver einasti áhlýðandi fór heim með sól í sinni.


urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar þeir Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson, Jóhannes Hrjóbjartsson og Daníel Kristinn Hilmarsson tóku lagið Wither með Dream Theater. Sterkur söngur og frábær hljóðfæraleikur einkenndi atriðið og lét það hjartað slá örlítið hraðar. Loks var komið að súkkulaðistrák MR. Eftir að hafa tekið sér ársfrí til þess að heilla stelpur í Bandaríkjunum fengum við loks að heyra Eirík Ársælsson aftur syngja og tók hann lagið Slow Dancing in a Burning Room með John Mayer. Biðin var þess virði enda rödd hans himnesk og bræddi hjarta sérhverrar stelpu í salnum. Kann Gettu Betur stjarna að syngja? Því veltu áhorfendur fyrir sér þegar Jón Áskell Þorbjarnarson og Jóhannes Bjarki Urbanic stigu á svið. Strákarnir tóku flotta útgáfu af Travis lagi, Hit Me Baby One More Time og mega þeir vera virkilega stoltir af sínu atriði enda var það mun betra en margir þorðu að vona. Ingibjörg H. Steingrímsdóttir tók lagið Time after time með Cyndi Lauper. Hún átti salinn skuldlaust meðan hún söng enda flutningurinn með eindæmum góður. Hún söng af mikilli innlifun og röddin þroskuð. Því átti hún fyrsta sætið fyllilega skilið og mun hún því vera framlag MR-inga í Söngkeppni menntaskólanna.

Það var mikil eftirvænting í salnum þegar Hallgrímur Hrafn Einarsson var kynntur á svið með lagið Night Call með Kavinsky. Áheyrendur vissu ekki alveg við hverju þeir áttu að búast því lagið er heldur erfitt í flutningi. Hins vegar flutti hann lagið mjög vel og yfirsteig öll vandamál sem raftölvutónlistin hafði boðað og hreifst salurinn með. Aðalheiður Elín Lárusdóttir tók lagið Kveðja eftir Heimi Sindrason með texta eftir Tómas Guðmundsson. Aðalheiður söng þetta fallega íslenska lag mjög vel enda er hún einstaklega hljómfögur og einlæg. Atriðið hennar hafði gríðarlegan sjarma yfir sér enda Aðalheiður einstaklega hæfileikarík stúlka. Anna Lotta Michaelsdóttir, Guðný Árnadóttir, Harpa Ósk Björnsdóttir og Jara Hilmarsdóttir tóku lagið All That Jazz með John Kander ( Texti: Fred Ebb).. Þær komu sér klakklaust frá atriðinu enda eru þær allar reyndar söngkonur. Flutningur þeirra var flottur endir á annars frábæru kvöldi.

Eva Björk Davíðsdóttir steig næst á svið og tók Bob Dylan lagið Make You Feel My Love í búningi Adele. Skemmtilegur snúningur var á útfærslu lagsins því hún söng það með textanum Minning eftir Ingibjörgu Gunnarsdóttur rétt eins og Halldór Björgvinsson og Mugison gerðu. Útkoman var stórglæsileg hjá henni Evu og töfrar lágu í loftinu þegar hún söng og lék fallega píanótóna. Loks var Veiðifélagið komið aftur saman MR-stelpum til mikillar gleði en MR-strákum til mæðu enda líta fáir jafn vel út og Veiðifélagið. Þeir tóku Little Lion Man með Mumford and Sons og varð enginn fyrir vonbrigðum enda kunna strákarnir í Veiðifélaginu allir að syngja og spila á hljóðfæri og hvaða aðra hæfileika þarf strákur að búa yfir? Katrín Arndísardóttir tók hið ódauðlega lag Black Coffee með Ellu Fitzgerald. Katrín er reynslubolti þegar kemur að því að syngja fyrir framan fólk svo ekki kom á óvart hvað lagið var vel flutt. Katrín er með sanna djassrödd og réð því hæglega við þetta erfiða lag. Hún hefði hæglega getað unnið keppnina eins og fleiri lög en endaði í ár í 2 sæti, alls ekki slæmur árangur. Sandra Björk Benediktsdóttir tók klassíska íslenska lagið Braggablús með Mannakornum. Þetta var hresst og lifandi atriði með sterkum söngi og miklu fjöri. Það var gaman að heyra einn íslenskan smell í keppninni. Næst var komið að öðru Adele lagi kvöldsins en Elfa Erlendsdóttir tók lagið Rolling in the Deep. Elfa stóð sig með sóma og þótti áhlýðendum ljómandi að hlusta á þetta vinsæla lag í flutningi hennar. Elfa á framtíðina fyrir sér.

127


Nafn? Jón Gunnar Jónsson. Aldur? 23 ára. Á hvaða braut varstu í MR? Eðlisfræðibraut II. Hvaða ár útskrifaðistu úr MR? 2008. Hvernig reyndist undirbúningurinn í MR þér í HR? MR er án efa besti undirbúningur á Íslandi fyrir háskólanám. Hvað ert þú að læra í HR? Ég kláraði seinustu jól B.Sc. í fjármálaverkfræði. Af hverju valdirðu fjármálaverkfræði? Ég hef gaman af verkfræði, hagnýtingu, fjármálum, kerfisbestun og hagfræði. Mér er illa við lesna stærðfræði, myndlausar eðlisfræðibækur, tölulega greiningu og vinnu í höndunum. Ég veit ekki hvort það sjáist en fjármálaverkfræði liggur beinast við. Þó ég hafi vitað það frá upphafi 5. bekkjar þá varðveitti ég það leyndarmál eins og morð á manni því úr MR fer maður, jú, í HÍ. Hvernig líkar þér í HR? Nokkuð vel. Ef ég ætti að líkja HR við persónu þá væri hann klárlega Bósi Ljósár úr Toy Story. Heimsborgari sem kemur inn með látum, metnaðarfullur, nútímalegur, framandi,

athyglissjúkur og atorkusamur. Líkt og Bósi þá veit maður frá upphafi að HR þarf að aðlagast aðstæðum sínum og eftir því sem aldur færist yfir mun hann standa sig betur. Hvernig er félagslífið í HR? Félagslífið er gott og alveg laust við alla stúdentapólítík sem ég hef ekki gaman af. Hópar myndast snemma á fyrstu önnina þvert á allar deildir og eru almennt opnir og móttækilegir nýju fólki. Skipulagða félagslífið er afar virkt og ómögulegt að mæta á alla atburði yfir veturinn. Þó er það svo að félagslífið snýst meira um háa hæla og brúna kroppa en ræðukeppnir og skreytinganefndarferðir sem kannski er hluti af því að fullorðnast. Hvað er það helst að þínu mati sem HR hefur fram yfir aðra háskóla á Íslandi? Stundakennara sem vinnu samfara kennslu! Vinir mínir hafa gapað af undrun þegar ég segi þeim að í sumum tímum kemur fram efni sem hvergi annarsstaðar er hægt að nálgast. Þá eru reynsluboltar úr atvinnulífinu að aðlaga kennsluna að íslenskum aðstæðum og m.a. gera verkefni raunhæf. Til að skauta yfir aðra þætti þá má nefna: jólaupptökupróf í janúar, fjöldi valáfanga, aðstaða nemenda og sú staðreynd að HR er í sífelli þróun þar sem hann er einkaskóli.


ÖGRANDI VERKEFNI Í SKEMMTILEGU UMHVERFI

Mannvit er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem framtíð fyrirtækisins byggir á starfsfólki sem valið er vegna hæfni, metnaðar og persónueinkenna. Markmið Mannvits er velferð á grunni þekkingar og vísinda en viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði. WWW.MANNVIT.IS

gA í Skeifunni 11 Opið til 22 alla da


Íþróttavika

Heil og sæl! Við í íþróttaráði viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábært skólaár. Við erum allavega búin að skemmta okkur og reyna að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur líka. Þetta var alveg frekar steikt íþróttaráð en samt alveg gaman. Alex fattaði ekki fyrr en í sirka febrúar að hann væri „actually“ í íþróttaráði og mætti nánast ekki á neitt. Nonni var meira og minna bara með busunum að „leika“ og því var bara hálft íþróttaráð starfandi mest allt skólaárið. Vert er að taka fram að við ákváðum formann í byrjun árs þar sem ég var fyrstur til að dibsa. Dagur hinsvegar fór eitthvað að væla og þóttist svo vera formaður út árið. En hver að skrifa greinina Dagur? HVER ER AÐ SKRIFA GREININA?? Já, hélt það. Í September var svo fyrri íþróttavikan okkar haldin. Þar kepptu bekkirnir á milli sín í limbó, bandý, borðadansi, körfubolta, armbeygjukeppni, kappáti, (glataðri) skutlukeppni og svo endaði vikan á hinu árlega fótboltamóti MR. Stórskemmtileg íþróttavika þrátt fyrir að við urðum því miður að hætta við dvergakastið. Það var svo 5.Y sem stóð uppi sem sigurvegari íþróttavikunnar eftir harða samkeppni frá 5.R, 6.X og 6.Y. Næsta verkefni var að velja busa. Við fengum marga flotta umsækjendur og var það því erfitt val. Við tókum alla í mjög einlæg viðtöl, og sumir fengu meira að segja að koma tvisvar. Við vorum samt öll svona frekar sammála um hver yrði fyrir valinu,

nema Nonni reyndi að borga okkur 5000 kall til þess að kjósa Sonju svo þau gætu farið í sleik á fundum. En þrátt fyrir það varð Rannveig Dóra fyrir valinu. Þetta kom mörgum á óvart enda ekki oft sem að heit gella er valin inn í ráð þar sem að meirihlutinn er strákar. En okkar stærsta verkefni var án efa Poweradedeildin. Við byrjuðum strax um sumarið að búa til auglýsingu fyir deildina. Auglýsingin var með sama sniði og Landsbankadeildar-auglýsingin fyrir nokkrum árum og fengum við nokkrar fótbolta stjörnur á borð við Jordao Diogo, Björgólf Takefusa, Halldór Orra Björnsson, Harald Björnsson, Hjörvar Hafliða og Gumma Ben til að leika í henni. Myndbandið var svo frumsýnt í árshátíðarsjónvarpinu og kom það glæsilega út. Powerade-deildinni var svo breytt fyrir þetta ár. Venjulega hefur það verið bekkjarkeppni en við ákváðum að það yrði skemmtilegra að hafa þetta liðakeppni. Því mátti skrá 10 leikmenn í hvert lið til þess að eiga nóg af varamönnum. Staðsetning varð svo vandamál eftir að Egilshöllin bannaði okkur að keppa á gervigrasinu þeirra. Eins og


gervigrasið eyðileggist eitthvað ef við spilum of mikið á því... þetta er gervigras, GERVIgras, það eyðileggst ekkert við það að við spilum fótbolta á því! En þá færðum við okkur bara út á Seltjarnanesið og var það hinn fínasti staður. Það er komið að 8-liða úrslitum í deildinni á meðan ég er að skrifa þetta og er stefnt að því að klára deildina fyrir páskafrí. Önnur nýjung í ár er MR-bikarinn. Þar eru sömu lið skráð og þau sem skráðu sig í deildina. MS (Mjólkursamsalan) styrkti okkur með því að gefa okkur fullt af hleðslu. Þess vegna var upphaflega planið að kalla þetta MS-bikarinn. En það er víst eitthvað líkt einhverjum öðrum framhaldsskóla og gæti verið mistúlkað þannig að við slepptum því. Annars er þetta skólaár búið að heppnast ágætlega hjá okkur. Nokkur mishöpp hér og þar eins og þegar ég eyddi smá pening úr íþróttaráðssjóðinum niðrí bæ eitt föstudagskvöldið eða þegar Dagur var með allt niðrum sig í dómgæslunni í MR-deildinni og kostaði ónefnt lið nokkur dýrmæt stig. En annars var þetta mjög gaman og viljum við bara enn og aftur þakka kærlega fyrir okkur!

Tómas Ingi Shelton, 6.Y

131


135


137


139


fæst í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar - Kjörgari - Laugavegi 59 - s. 511 1817


Gettu Betur 2012

Það má með sanni segja að það sé aðeins ein spurningakeppni sem notið hefur jafn mikilla vinsælda og Gettu betur, sem ríkisútvarpið stendur fyrir. Keppnin var fyrst haldin 1986 og á hverju ári síðan hafa menntskælingar haldið niðrí sér andanum í hvert skipti sem bjallan hringir eftir að spurning hefur verið borin upp. Í gegnum sögu Gettu betur hefur Menntaskólinn í Reykjavík borið af. Við höfum sigrað keppnina sextán sinnum og þegar Hljóðneminn kemst heim í sautjánda sinn verður kátt á hjalla. Strákarnir okkar Ólafur Kjaran Árnason, Jón Áskell Þorbjarnarson, Stefán Kristinsson, Þorsteinn Gunnar Jónsson og Grétar Guðmundur Sæmundsson hafa sigrað tvær keppnir í útvarpinu og seinast sigruðu strákarnir FG í beinni útsendingu RÚV. Viskubrunnarnir, hetjurnar og límheilarnir eiga hrós skilið fyrir eljusemi og metnað. Það er enginn sannur MR-ingur sem elskar ekki Gettu Betur og því óskum við strákunum góðs gengis í komandi keppnum. Það eiga engir Hljóðnemann meira skilið en þeir.

143


Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík af fornmálabraut árið 2004. Eftir útskrift lagði Hallgerður stund á listnám af ýmsum toga bæði hér á landi og erlendis. Í framhaldinu hefur hún starfað meðal annars sem blaðamaður. Hún hefur ekki bara starfað í þágu fjölmiðla heldur hafa fjölmiðlarnir einnig notið þess að fjalla um Hallgerði í leik og starfi. Hún er þekktust fyrir bókina sína Please yoursELF: sex with the Icelandic invisibles, í henni er hægt að fræðast um allt sem fólk hefur nokkurn tímann velt fyrir sér um kynlíf með álfum í gegnum tíðina. Við settumst niður með Hallgerði fyrr í vetur og fengum að heyra um skólagöngu hennar í MR og hvernig það leiddi út í holdlegt samræði með álfum.


Gætirðu sagt okkur eitthvað frá álfum? Álfar eru náttúrulega mjög kynþokkafullir. Í raun og veru er það skemmtilegast að þeim finnist við svo skrítin. Þeir laðast að mannfólkinu af sömu ástæðum og við löðumst að þeim, fyrir þeim erum við jafn miklar hulduverur og þeir fyrir okkur. (Maður verður svolítið að passa sig að leyfa þeim að komast ekki í einhver í tæki eins og iphone-inn eða undir stýri á bílnum. Slíka hluti þekkja þeir ekki úr sínum heimi og með því erum við að stofna þeim, okkur sjálfum og umhverfinu í hættu.) Svo er það náttúrulega þannig að þeir vita nákvæmlega hvað maður vill í rúminu og það er kannski einn stærsti munurinn á kynlífi með álfum og mannfólkinu, sem á oft erfitt með að finna hvað hinn aðilinn vill og á jafnvel erfitt með að spurja út í langanir og þrár. Þannig að það er alveg ótrúlegt að hitta einhvern sem skynjar innstu langanir manns. Annar kostur við álfa og kynlíf með þeim er hversu liðugir þeir eru. Það býður upp á að hægt sé að nota ýmsar stellingar sem væri ekki hægt með mannfólki, allavega ekki ,,venjulegu” mannfólki. Þeir eru líka einhvern veginn léttari, þannig það er ekkert mál að halda á þeim. Maður sér það bara, þeir eru einhvern veginn léttari um sig en við, það er eins og þyngdaraflið hafi engin áhrif. Hvernig fór rannsóknarferlið fram? Ég las gamlar þjóðsögur og tók viðtöl við fólk um þeirra reynslu. Það var líka mikið af fólki sem hafði samband við mig eftir að bókin kom út það hefði verið svolítið gaman ef að það hefði getað gerst fyrr. Ég var líka með blogg í tengslum við þetta og það var mikið af fólki sem að sagði mér sínar sögur. Það eru margir sem hafa gert þetta en líka marga sem að langar til að prófa. Það er algengt að útlendingar séu að leita ráða varðandi svona hluti sem þeir telja að séu til í sínu heimalandi. Hérlendis eru meira að segja til álfakort af Hafnarfirði og þú getur bara keypt kort út í búð og fundið staðinn þar sem að álfar gætu leynst. Mér finnst sú aðferð bara ekki eins spennandi. Er fólk opið fyrir þessu? Já, langflestir taka vel í þetta en þó eru einhverjir sem ekki eru jafn opnir. Margir spáðu því að ég myndi fara til helvítis og fleira slíkt, en það voru kannski bara þeir sem hafa aldrei reynt þetta og finnst svolítið eins og þeir séu að missa af einhverju eða finnst þetta bara algjörlega fáranleg hugmynd. Hvernig líta íslensku álfar út? Það er svolítið misjafnt, hver og einn álfur er bara jafn einstakur og við mannfólkið. Það er aðallega það að húðin þeirra er hálfgegnsæ eða næstum þannig að þeir glóa innan frá. Það er svolítið erfitt að lýsa því en það fer ekkert á milli mála þegar þú sérð álf. Stundum þegar þeir vilja ekki láta sjá sig gera þeir sig ósýnilega fyrir öllum en sumt fólk á auðveldara með að sjá álfa en aðrir. Það gæti orskast af því að fólk er misjafnlega opið fyrir álfum, ef að þú útilokar tilvist álfa algjörlega þá eru þeir ekki að fara að sýna sig. Tíðkast það að sofa hjá álfum einhvers staðar annars staðar en á Íslandi? Ég efast ekki um það. Hvort að fólk segi frá því er annað mál. Ef ég verð fyrir því að fólk telur að mig brjálaða og ef það verður brjálað út í mig og telji þessa umfjöllun sem móðgun við álfakynið þá met ég það svo að það sé fólk út um allt sem hefur átt í svona samskiptum við álfa sem að kunni ekki við það að tjá sig opinberlega og haldi það bara fyrir sjálft sig. Eru álfar tæknivæddir? Nei, það væri bara martröð ef að þeir kæmust í einhverja græju. Þeir fríka algjörlega út ef það gerist, finnst það alveg

geðveikislega spennandi og vita ekkert hvað þeir eru að gera, það eru engar hömlur. Kannski líka það að áherslurnar í þeirra samfélagi eru allt aðrar en okkar, þar er enginn kapítalismi eða svoleiðis og þeir bara njóta lífsins. Það væri að mínu mati hættulegt fyrir álfana sjálfa, mennina og umhverfið ef að álfar kæmust í i-phone-inn eða undir stýri bíls. Oft er álfum lýst sem illkvittnum eða stríðnum, eru þeir þá stríðnir í rúminu líka? Þeir eru alls ekki illkvittnir, en þeir eru stríðnir. Er það ekki það sem er skemmtilegast? Þeir birtast upp úr þurru, þegar maður býst síst við þeim og fíflast bara og hafa gaman af þessu. Þeir taka þessu ekki svona alvarlega, miklu minna en við gerum. Hjá okkur er þetta miklu meira mál “þessi svaf hjá þessum” og svoleiðis en fyrir þeim er þetta bara skemmtun. Ég hugsa að það sé t.d. ekki til neitt sem heitir framhjáhald hjá þeim, fyrir þeim er þetta bara leikur. Þú hefur semsagt farið út í sveit, hitt álf og sofið hjá honum? Já, ég hef oft gert það. Ég held að það þýði ekki annað en að vera einsamall. Þeir eru þó alveg opnir fyrir ýmsu, samt er eitthvað ..element” sem maður tengir við stygg dýr. Það er eins og að þau séu varari um sig þegar fólk er í hópum. Svo verður maður líka að vera svolítið einbeittur sjálfur, maður verður að gefa sig á vald náttúrunnar og ég held að það sé best þegar maður er einn, helst úr augnsýn næstu bæja og vega, af því að þeir í sínu dagsdaglega lífi þá forðast þeir okkar helstu leiðir, sem er kannski ástæðan fyrir að þeir eru hérlendis því að það er náttúrulega þéttbýlla annars staðar í heiminum. Hvenær byrjaðiru að stunda kynlíf með álfum? Það gerðist skyndilega, það þarf ekki nema eina góða stund til þess að maður ánetjist þeim. Þetta hófst kannski eitthvað í kringum árið 2004. Ég hafði aldrei heyrt af þessu áður, en það ástæðan fyrir bókinni, að breiða út boðskapinn. Fólk sem hefur ekki upplifað þetta er að missa af miklu. Fólk er alltaf að leita til útlanda til þess að reyna eitthvað nýtt en við erum með þetta hérna í nágrenninu. Ég lá bara í mosa einhvers staðar úti í móa og allt í einu er þarna bara mættur íðilfagur drengur, það var þá sem hann fór minn álfameydómur. Auðvitað hefur þetta verið stundað síðan Ísland byggðist og mér finnst bara fáranlegt að halda þessu leyndu og það ættu fleiri að fá að njóta álfanna. Hvernig fer maður að því að lokka álf? Það er einmitt það sem er flóknast í þessu. Þeir koma bara, þeir gera ekki neitt sem þá langar ekki til að gera og þú tælir þá kannski ekki beint. það er miklu frekar það að þú gefur færi á þér. Það er kannski svolítið sterkt að segja að þeir lesi hugsanir en þeir finna mjög sterkt á sér hvernig manni líður. þeir koma ekki nema þeir viti að maður sé tilbúinn í það. Ef þú ferð einn úti í náttúrunni er enginn að fara að ráðast á þig nema þeir finni að þig langi til að stunda kynlíf, einmitt þá koma þeir til þín. Það er náttúrulega auðveldara á sumrin fyrir okkur en það skiptir ekki höfuðmáli. Það er kannski auðveldara að hitta á þau á veturna, það er mikið meira fólk á ferli á sumrin, þeim finnst þeim því örugglega minna ógnað á þeim árstíma. Er einhver sérstakur staður sem maður gæti leitað til ef manni langaði að finna sér álf á Íslandi? Já, en ég held samt að álfarnir takið svolítið keim af sínu umhverfi, kannski bara eins og við erum öðruvísi en Ekvadorbúar þá eru til álfar sem búa uppi á jökli og eru þá kannski aðeins kaldari en þeir sem myndu búa á hverasvæðum. Í rauninni hef ég ekki fundið neinn stað sem er verri en annar.

145


Ég hef aldrei hitt álf í Reykjavík, það er bara að vera svolítið út úr. Það er mikið talað um álfa í Hafnarfirði en þeir eru þá kannski svolítið rótgrónir þar að þeir fælast ekki frá. Mér finnst alltaf mjög skemmtilegt að sjá í fréttunum þegar það á t.d. að byggja vegi í kringum álfasteina og svoleiðis, eins og í Bolungarvík þegar átti að sprengja undir fjalli fyrir nokkrum mánuðum síðan og það fór bara allt úr skorðum og það rigndi grjóti yfir Bolungarvík, gluggar brotnuðu og svoleiðis. En ég held að það sé svolítið í okkur Íslendingum líka, við erum aldrei til í að útiloka neitt þar af leiðandi viljum við ekki styggja álfana. Hvert hefur þú farið til þess að hitta álfa? Það er t.d. mjög gaman að keyra til Krísuvíkur og í kringum Kleifarvatn, það er líka bara svo fallegt landslagið þar. Að fara uppí Reykárdal, það er innst í dalnum þar sem maður getur labbað, þar er rosa gaman að vera. Þetta snýst allt út á það að fara svolítið út fyrir göngustíginn, leggjast þar í mosann og ekki að vera að fara á einhvern ákveðinn stað. Við einblínum oft á það að geta mætt í vinnuna á mánudaginn og sagt ,,ég labbaði þessa gönguleið og gerði þetta”, í staðinn fyrir að labba bara í þessa átt vegna þess að manni langaði til þess. Hversu lengi er maður með álfi? Það fer kannski svolítið eftir úthaldi þínu. Fólk er kannski ekki í marga daga en svona mismarga klukkutíma myndi ég segja. Það er líka partur af því að maður á bara að vera eins lengi og manni sýnist. Er engin hætta á að fólk komi að þér á meðan þú ert með álfi? Jú, en þá er álfurinn yfirleitt horfinn á braut. Ég hef ekki lent í því sjálf en ég hef heyrt sögur af því. Hann lætur sig náttúrulega hverfa, þó að hann sé aðeins í meters fjarlægð þá sér aðilinn sem kemur hann ekki. Það er spurning um hvort þú sért talinn vera minna frík þarna nakinn í náttúrunni heldur en ef að einhver sæi hvað væri í gangi. En maður á það til að gleyma sér svolítið, maður hættir að fylgjast með umhverfinu. Eru til álfakynsjúkdómar? Nei, þeir eru nefnilega ekki til sem er partur af munaðinum. Maður verður heldur ekki óléttur nema að það sé ætlunin. Þetta er allt annar veruleiki en eigum að kynnast. Ég hef heyrt að það versta sem getur komið fyrir álf sé að vera nauðgað, það er alveg rosalega óalgengt þar sem að yfirleitt komast þeir í burtu, en þetta er í rauninni bara dauðadómur fyrir þá. Kannski eru einhverjir kynsjúkdómar innbyrðis hjá þeim, ég hef bara aldrei spáð í því áður. Eru til fólk sem eru hálfir álfar og hálfir menn? Já, ef þið bara prófið að horfa í kringum ykkur. Það er samt enginn sem að ég hef séð sem mér finnst vera “hálfur” en það er fólk sem mér finnst alveg greinilega vera afkomendur. Það er svona fólk sem hefur aðra áru og manni finnst hugsa aðeins öðruvísi en við hin.


Kjósa álfar fremur fámennt kynlífi? Já, ég hef allavega ekki orðið þess vör að þeir hafi komið margir. Þeir eru náttúrulega ekkert rosalega margir og ég held að við séum miklu fleiri. Þó að það sé sé til í sögum eins og svona álfaböll þar sem veigar drjúpa á hverju strái þá held ég að þeir séu mikið einir. Kannski eru þeir bara eins og við, þannig að kynlíf er yfirleitt stundað í pörum, þó að það sé ekkert algilt. Ég myndi samt ekki útiloka það að eiga ..threesome” með álfum eða ..foursome” eða hvað það væri. Ég hef reyndar heyrt sögur af því að það sé einhver sem fylgist með en tekur ekki beint þátt. Hefur þú farið á álfaball? Nei, það væri náttúrulega það væri draumurinn en svo veit maður ekki hvað gerist þegar maður fer inn í þeirra heim, kannski er fólk ekkert að snúa aftur vegna þess að þeim líður svo frábærlega að vera þar en ég er svolítið smeyk við það. Hvernig fannst þér í MR? Þetta voru rosa góð ár. Mér tókst að covera svona eiginlega tvo árganga því ég byrjaði í 83‘ árganginum og fór svo sem skiptinemi eftir 4. bekk til Ekvador, kom svo til baka og var þá með 84‘ árganginum sem er þá í rauninni minn árgangur, ég hafði alltaf verið einu ári á undan í skóla. Mér fannst skemmtilegra þegar maður var kominn á sína braut, búinn að velja sér aðeins hvað maður vildi gera, af því að þegar ég byrjaði þá var 3. bekkur bara almenn braut, þannig að við lærðum öll það sama og maður valdi ekki neitt fyrr en eftir 3. bekk. Fannst þér erfitt á fornmálabraut? Já og nei. Mér fannst það þá en kannski eftir að maður fór í háskóla horfir maður aðeins öðruvísi aftur til baka. Mér fannst sumt rosalega erfitt en svo er það þannig að maður lærir ýmislegt utanbókar, bæði sannanir í stærðfræði og sagnbeygingar. Svo er það ekki það sem situr mest í manni heldur meira að kunna að læra og almenn þekking frekar, bara að vera undir það búin að fara svo eitthvað lengra. En ég veit það ekki, forngrískunni náði ég nú eiginlega aldrei en það var kannski áhugaleysi. Það verður einhvern veginn vítahringur, ef maður stendur sig illa þá finnst manni ekki eins gaman og þá stendur maður sig ennþá verr og svo framvegis. Á einhverjum tímapunkti voru stúdentsprófin það mikilvægasta í lífinu, svo var það útskriftarverkefnið úr Listaháskólanum og svo útskriftarverkefnið úr næsta listaháskóla en svo nokkrum mánuðum síðar þá man maður jafnvel ekki hvað maður fékk í einkunn. þetta voru mjög skemmtilegir tímar, mér fannst það. Mér fannst 6. bekkur mjög skemmtilegur. Ég var semsagt líka með í Herranótt þá og steig nokkur skref uppi á sviði en komst eiginlega að því að það væri ekki fyrir mig, það var kannski frekar mín hlið að vera í búningadeildinni svo fer ég í fatahönnun um leið og ég útskrifast semsagt, árið eftir. Þannig það kannski byrjar pínulítið þarna.

147


Tókstu þátt í félagslífinu? Já, ég tók þátt í Herranótt, bæði í 5.- og 6. bekk. Í 5.bekk aðstoðaði ég við búningana og kynntist þar manninum mínum sem er kannski svolítið klassísk saga, þannig að það var mjög skemmtilegt og ég kynntist mjög mikið af skemmtilegu fólki sem maður sér ennþá á götunum í dag og maður sér ennþá að það eru sumir sem losnuðu aldrei við þessa bakteríu og eru ennþá að í leiklistinni. Hvað gerðiru eftir fatahönnunarnámið? Svo fór ég semsagt eftir fatahönnunarnámið til Glasgow. Þá reyndar tek ég ár þar sem ég var að vinna og fer til SuðurAmeríku að ferðast aðeins. En já, svo fer ég í „fine art photography“ eða svona listræna ljósmyndun í Glasgow school of art. Við bjuggum þar í alveg þrjú ár og vorum svo bara að koma aftur heim núna, þannig að þetta er fyrsti veturinn minn á Íslandi í smá tíma sem er svolítið skrítið. Að hverju ert þú að vinna í dag? Núna er ég semsagt að vinna fyrir Þjóðminjasafnið að taka viðtöl við kvenljósmyndara á Íslandi, en ég á raun og veru bara tvær vikur eftir í því starfi. Svo fer ég örugglega bara að vinna aftur fyrir Hús og híbýli, ég hef unnið áður fyrir blaðið. Ég var eiginlega alin upp sem blaðamaður hjá Nýju lífi, en ég fór svo að færa mig yfir á Hús og híbýli, þannig að ég verð þar örugglega á næstunni. En draumurinn er að vinna sem listamaður, það er bara að borga skuldirnar upp fyrst. Það er samt mjög skemmtilegt starf, blaðamannastarfið. Maður er alltaf settur í aðstæður að hitta ókunnugt fólk sem segir manni alls konar skemmtilegt og svo er það líka bara skemmtilegur vinnustaður.

Viðtalið tóku Georg Gylfason og Heba Lind Halldórsdóttir.


149


Árshátíðarvika Framtíðarinnar Það mátti sjá raðir af fólki svo langt sem augað eygði frá cösukjallaranum einn mánudagsmorgun í febrúar. Þetta var enginn venjulegur mánudagsmorgun heldur opnun árshátíðarviku Framtíðarinnar að ganga í garð. Það sem leyndist fyrir innan dyrnar var heill ævintýraheimur – ævintýraheimur Bítlanna. Cösukjallarinn hafði verið fluttur aftur í tímann til sjöunda áratugarins þar sem ímyndunaraflið tók á sig hinar skemmtilegustu og skrýtnustu myndir. Skreytingarnefndin á svo sannarlega hrós skilið fyrir þrotlausa vinnu sólahringum saman og útkoman var glæsileg. Ekki má gleyma árshátíðarnefndinni

sem að stútfyllti Cösu af alls kyns góðgæti. Vikan sjálf bauð svo upp á ýmsa skemmtun á borð við kósý kvöld þar sem myndin Across the Universe, sem er byggð á tónlist og umhverfi Bítlanna, var sýnd. Jafnframt var árshátíðarútvarpið alltaf jafn vinsælt og gaman að spreyta sig í útvarpi. Því má með sanni segja að árshátíðarvikan hafi tekist með prýði og allir sem komu að henni mega vera stoltir.


151


Árshátíð Framtíðarinnar „Spot kom skemmtilega á óvart og er í það minnsta mun skárri kostur en KR-heimilið. „Lineup“-ið var gott og tónlistarmennirnir héldu uppi góðri stemningu út ballið.“ Gunnar Birnir Ólafsson, 4.S „Okei, þetta ball var SNILLD.is, það verður bara að segjast. Þetta var samt eiginlega bara eins og tebó, tebó með ball-þema. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um að vera svo heppin að fá að baða mig í svitanum af Poetrix! Ándjoukz.“ Valgerður Anna Einarsdóttir, 6.B „Árshátíð Framtíðarinnar var virkilega góð. Skemmtileg tónlist, ágætur staður og mikið af fallegum prúðbúnum MR-ingum. Mjög vel heppnuð árshátíð.“ Rannveig Dóra Baldursdóttir, 3.E „Árshátíðin var bara mjög fín, flott þema og góð staðsetning. Tónlistin var líka góð.“ Guðmundur Kristinn Lee, 3.E „Árshátíð Framtíðarinnar í ár var eins og ferlaufungur sem hisprað er af galbröttum brúnhöfða við fyrstu leirstokknu stirklu vordægursins.“ Bragi Guðmundsson, 6.R

„Spot kom skemmtilega á óvart sem myndarlegur arftaki Broadway og gátu flestir dillað sér og farið í sleik við ljónharðar rímur MC Gauta og flauelsmjúka elektróník Bloodgroup (sem hefðu jafnvel mátt spila aðeins lengur). Flott ball!“ Árni Davíð Magnússon, 5.Y „Spot var ekki jafn flott og ég bjóst við og Bloodgroup byrjuðu alltof seint :’(. Hef alveg farið á skemmtilegri böll skommz. Hehe.“ Sunnefa Gunnarsdóttir, 5.R „Mér fannst árshátíð Framtíðarinnar draumi líkust, ég veit ekki hvort hefur ráðið því, annarlegt ástand mitt eða stanslaust stuðið sem réði ríkjum allt frá því ég kom til loka ballsins, en eitt er víst að mér fannst árshátíðin algjör snilld og ég hlakka mikið til næstu árshátíðar!“ Steinn Elliði Pétursson, 4.T


Á Árshátíð Framtíðarinnar var nýr ballstaður, Spot í Kópavogi, vígður. Þrátt fyrir efasemdir margra kom Spot skemmtilega á óvart og mun eflaust sóma sér vel sem arftaki Broadway. Bloodgroup héldu uppi villtri stemningu ásamt Emmsjé Gauta og Poetrix þar sem MR-ingar söfnuðust saman og dönsuðu trylltan dans á meðan áhyggjur liðinna vikna fuku út í veður og vind. Við getum þakkað Framtíðarstjórn og árshátíðarnefnd fyrir frábæra árshátíð og eftirminnilegt kvöld. Gunnar Arthúr Helgason, 4.Y

153


Sólbjartur

3.G vs. Einelti/Harpa Sigurvegari: Einelti/Harpa Stigamunur: 257 Ræðumaður skammdegisins: Gunnar Birnir Ólafsson, Einelti/Harpa

Kolbeinn vs. 3.BE Sigurvegari: Kolbeinn Stigamunur: 9 Ræðumaður skamdegisins:

3.G2 vs. BYR námsmenn. Sigurvegari: 3.G2 Stigamunur: 32 stiga munur Ræðumaður skamdegisins:Tómas Ingi Shelton, BYR námsmenn

Með hjartað í buxunum vs. Mr.Twister Sigurvegari: Með hjartað í buxunum, Stigamunur: 300 Ræðumaður: 70 refsistig svo Birnir

3.H vs. 3.G2 Sigurvegari: 3.G2 Stigamunur: 306 Ræðumaðurkvöldsins: Birkir Fannar Snævarsson, 3.G2

Umm bíddu aðeins vs. BYR Námsmenn Sigurvegari: BYR Námsmenn Stigamunur: 292 Ræðumaður skammdegisins: Tómas Ingi Shelton

3.I vs. Kristján Morðland Sigurvegari: Kristján Morðland Stigamunur: 278 Ræðumaður skamdegisins: Arnór Gunnar Gunnarsson, Kristján Morðland

5.Fall vs. Einelti/Harpa Sigurvegari: Einelti Harpa. Sigamunur: 43 Ræðumaður skammdegisins: Gunnar Birnir

5.Fall vs. 5.M Sigurvegari: 5.Fall Stigamunur: 246 stiga munur Ræðumaður kvöldsins: Eiríkur Ársælsson, 5.Fall

3.G2 vs. SUS-legend Sigurverar: SUS-legend Stigamunur: 29 Ræðumaður skammdegisins:

Systrafélagið vs. Kolbeinn Sigurvegari: Systrafélagið Stigamunur: 270 Ræðumaður skamdegisins: Eygló Hilmarsdóttir, Systrafélagið

Systrafélagið vs. Kristján Morðland Sigurverar: Systrafélagið Stigamunur: 99 Ræðumaður skammdegisins: Ólafur Kjaran Árnason

5.ZS vs. SUS-legendin Sigurvegari: SUS-legendin Stigamunur: 86 stiga munur Ræðumaðurkvöldsins: Ingvar, SUS-legendin

Sólbjarti 2012 er ólokið við skrif þessarar greinar og kemur í ljós hver kemst í úrslit. Við bíðum spennt.

Einn á báti vs. Teymi hest. Sigurvegari: Teymi hest Stigamunur: 835 Ræðumaður skamdegisins: Árni Beinteinn og Sólveig Ásta, Teymi hest. 155

Rakel Ýr Birgisdóttir, 3.BE


Góðgerðafélagið í ár skipuðu Ásdís Birna Gylfadóttir, Berglind Emilsdóttir, Lilja Dögg Helgadóttir, Sonja Björk Guðmundsdóttir og Þorgerður Edda Eiríksdóttir. Markmið okkar var að gera okkar besta til að safna eins miklum pening og hægt væri til góðra málefna en í ár varð ABC barnahjálp fyrir valinu. Góðgerðavikan stóð frá 23. til 27. janúar. Vikan hófst á kynningu frá ABC barnahjálp en það er auðvitað lykilatriði að nemendur skólans séu vel upplýstir um málefnið sem ákveðið var að styðja. Eftir skóla komu svo tvær hressar píur úr Rauða krossinum og héldu skyndihjálparnámskeið. Þrátt fyrir dræma mætingu var ótrúlega skemmtilegt að fá þær í heimsókn. Í hádeginu á þriðjudeginum komu tveir þjálfarar frá Boot Camp og skoruðu á 5 nemendur til að gera 500 froska samtals á 6 mínútum. Hetjurnar Erla Guðný Helgadóttir, Kristján Orri Víðisson, María Rún Gunnlaugsdóttir, Ólafur Örn Guðmundsson og Þórey Ásgeirsdóttir stóðust áskorunina og runnu 30.000 kr til ABC á 5:41 mínútu. Blóðbíllinn kíkti svo í heimsókn til okkar MR-inga í hádeginu á miðvikudeginum og alls voru 40 hugrekkir MRingar sem heimsóttu bílinn. Vodafone gaf 500 krónur fyrir hvern blóðgjafa. Á miðvikudagskvöldinu héldum við svo Bingó með fullt af glæsilegum vinningum. Þar datt Sigrún Grímsdóttir í lukkupottinn en hún vann miða á Iceland Airwaves, gjafabréf í Spúútnik og á Hamborgara-fabrikkuna en að sjálfsögðu var einnig fullt af öðrum vinningum.

Í hádeginu á fimmtudaginn mætti svo fyrrverandi Inspector vor, Einar Lövdahl ásamt fríðu föruneyti í Cösu og tóku þau lagið „Margt smátt gerir eitt stórt“ við góðar undirtektir. Loksins rann föstudagurinn upp. Dagurinn sem allir höfðu beðið eftir. Gleði til góðgerða. Casa iðaði af lífi og fjöri en nemendur og kennarar kepptust við það sem heitið hafði verið á þá að gera. Þar má helst nefna Kagóstragana með lukkuhjól, Kjartan fastur á hjóli, Arnór goth og Iðunn, Andri og Guðjón að afgreiða í Kakólandi. Arnar Sveinn, 4.Y safnaði hæstu upphæðinni en hann lét vaxa á sér leggina upp á sviði í Cösu við góðar viðtökur áhorfenda. Hann fékk miða á árshátíðina og fullt af nammi frá Kólus og Góu. 5. Y vann bekkjarkeppnina að þessu sinni og fengu þau nóg af Kólus nammi til að eiga út mánuðinn. Þrátt fyrir að nemendur skólans hafi eflaust haft lítið á milli

handanna í lok mánaðarins teljum við að vikan hafi heppnast mun betur en við þorðum að vona eins og sjá má á uppgjöri vikunar. Góðgerðafélagið þakkar nemendum skólans fyrir örlæti og þátttöku sína í vikunni. Vikan hefði ekki heppnast svona vel án ykkar allra.

Berglind Emilsdóttr 5.T og Lilja Dögg Helgadóttir 5.R


Góðgerðavikan Boot camp = 30 þús. Blóðbíllinn = (Vodafone) 20 þús. bekkur = 4.Z með 8563 kr. Happdrætti + Bingó = 22.739 kr. Arnar safnaði mestu = 35.673 kr. Arnór = 12.854 kr. Kjartan Orri = 6573 kr. Ólafur Örn = 17.521 kr. Kagóstrákar/Kakóland = 9620 kr. Kennarastofan = 118 kr. Annað = 28.761 kr.

157


Júlía Guðbjörnsdóttir Ef það er líf eftir MR þá stefni ég á að fara í lögfræði í ágúst og svo fer ég eflaust í lögregluskólann. Draumur minn hefur nefnilega alltaf verið sá að verða lögreglustjóri, helst í Svíþjóð. Ég ætla að verða vel menntuð og rík og keyra um á bleikri blæju bjöllu. Ég sé sjálfa mig sem ljóshærðu lögguna á mótorhjólinu sem handtekur vondu karlana (og konurnar).

Helga Hvanndal Björnsdóttir Eftir MR er ég að fara til Ítalíu að læra ítölsku og svo líklegast til Mexíkó að vinna á hóteli með vinkonu minni. Ef svo fer ekki, þá hef ég ekki hugmynd hvert leið mín liggur! Ferðalög eru allavega efst á lista og draumurinn er að flytja eitthvert út og sjá heiminn og lifa lífinu!

Álfrún Perla Björnsdóttir Plan A: Taka ársfrí. Tjilla í sumar (fara í brúðkaup, labba Fimmvörðuháls, fara í hestaferð með ömmu og skella mér til Grikklands og Ítalíu). Vinna svo eins og brjálæðingur um haustið og fara til Asíu eftir áramótin. Plan A2: Komast inn í læknisfræði og partýdjamma í háskólanum. Plan B: Fara í sálfræði í HÍ og sálgreina alla sem ég þekki. Plan C: Fara út í háskóla og tala english. Plan D: Falla óvart og fara memm í útskriftaferðina og verða aðalstjanran í Herranótt 2013!

Tómas Ingi Shelton Ég er nú ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að gera eftir MR, en er að pæla í sagnfræðinni í HÍ. Áhugavert nám og auk þess eru allir sögukennararnir í MR legend þannig það virðist ekki vera neitt slæmur kostur. Svo langar mann svona smá til Bandaríkjanna í eitthvert nám þar. Sjáum til hvað gerist.

Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir Ég ætla að flýja land um leið og ég er búin að safna smá penge. Förinni verður heitið til USA þar sem ég mun henda mér í heim götulistamanna og læra að graffa. Þegar ég er búin að vinna mér inn smá street cred ætla ég að finna ástina í lífi mínu, Banksy. Við munum mála allan heiminn.

Vigdís Vala Valgeirsdóttir Ég er ekki alveg klár á því hvað ég mun taka mér fyrir hendur í haust en í augnablikinu gæli ég við hugmyndina um að fara í hússtjórnarskólann og taka kannski einn eða tvo kúrsa í sálfræði samhliða því.

Nemenda


Árni Benedikt Árnason Ég ætla allaveganna að njóta þess að vera ekki í MR til að byrja með (hann er samt ekkert alslæmur). Mig langar að flýja land allaveganna innan árs. Svo ætla ég bara að spila handbolta og vinna þangað til ég nenni að fara að læra aftur.

Silja Guðbjörg Tryggvadóttir Ég stefni á lífeindafræði í Háskólanum eftir MR, fyrst ætla ég samt að taka mér ársfrí til að njóta lífsins, ferðast og sinna áhugamálum. Það hefur verið draumur síðan í grunnskóla að heimsækja Ástralíu eða búa þar tímabundið, mig langar líka í Asíureisu, roadtrip í Bandaríkjunum, klæðskeranámskeið í Milano, læra jógakennarann o.fl. Planið er samt að vinna hellings og safna fyrir háskólaárunum og ferðalögum.

Ágúst Ingi Guðnason Djöfull er sorglegt að vera skrifa grein um hvað maður gerir þegar MR er búinn. En það kemur víst alltaf að því, fyrir flesta allavega.... Ég ætla hins vegar að byrja þetta á well earned fríi í heilt ár. Planið er að vinna í ca. hálft ár og síðan í tekur við euro-trip með Gunna Claessen og Sverri E í nokkra mánuði. Eftir það liggur leiðin í eitthvað óákveðið nám í HÍ.

Kristján Norland Ég er mjög klár. Þess vegna ætla ég beint í háskóla eftir MR. Sennilega heimskspeki. Ég ætla að læra að vera heimskur, svona til tilbreytingar. NB! Það verður rosa erfitt því að ég er svo klár dúddi. Tekst samt sennilega ef ég lem höfðinu nógu oft í vegg áður en ég fer að sofa.

Ásgeir Hallgrímsson Ég stefni á árs frí frá skóla og gera eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Það er að ferðast um S-Ameríku, Ástralíu og Asíu. Kíkja á kjötkveðjuhátíðina í Rio, keyra frá Melbourne til Sydney með stuttum brimbrettarpásum og kíkja í Tikka Masala með innfæddum á Indlandi.

Þorgeir Helgason Vegir „drottins“ eru órannsakanlegir og „guð“ einn veit hvað ég mun taka mér fyrir hendur í framtíðnni. En nákvæmlega á þessari stundu er ég staddur í Danmörku á flugþjónanámskeiði. Þannig að í nánustu framtíð minni mun ég starfa sem flugþjónn hjá dönsku flugfélagi. Svo býst ég fastlega við því að hefja nám við lögfræði ellegar viðskiptafræði í haust í HÍ, ef ekki kemur til heimsreisuferðar.

Viðtöl

159


hversdagsleikinn


Gluggaplantan

eftir Tómas Zoëga

Mig langar mjög mikið að fá mér plöntu í gluggann minn. Ekki kaktus sem stingur eða blóm sem er fallegt í eina viku á ári. Eiginlega langar mig mest í lítið tré, helst litla eik. Hún myndi standa í miðri gluggakistunni í herberginu mínu í litlum blómapotti. Á sumrin væri hún græn en á haustin yrðu laufblöðin gul og rauð. Svo þegar laufin féllu af stæði hún tignarleg inni í hlýunni á meðan trén fyrir utan gluggann titruðu og skylfu í verstu vetrarveðrunum. Eik myndi sóma sér vel í glugganum mínum. --Ég er kominn með plöntu í gluggann. Það er að vísu ekki eik. Ég leitaði og leitaði að litlum eikartrjám eða akörnum en fann ekkert sem hentaði. Að lokum ákvað ég að ég yrði að sætta mig við eitthvað annað. Í staðin fyrir eik fékk ég mér lítinn þykkblöðung. Þetta er bara lítill græðlingur en mér er sagt að hann eigi eftir að vaxa og dafna. Ég vona það, hann er ósköp ræfilslegur núna; einn stöngull með sex blöðum. Ég setti hann í lítinn, brúnan blómapott með fullt af mold. Þetta er mjög fín mold. Ég vil aðeins það besta fyrir plöntuna mína svo hún verði einhvern tíman stór og falleg. Ég vona að hún dafni vel. --Ég hef svolitlar áhyggjur. Plantan mín hefur verið eitthvað veikluleg undanfarna daga. Í gær voru bara þrjú laufblöð eftir en í morgunn voru þau bara tvö. Ég er hræddur um að hún gæti farið að deyja. Ég verð að fara mjög varlega. Ef til vill hef ég vökvað hana of mikið. Ég hef heyrt að það sé alveg jafnslæmt fyrir plöntur og of mikill þurrkur. Vonandi spjarar hún sig. --Plantan er enn veikluleg. Hún er samt ekki veiklulegri en áður. Blöðin tvö sem eftir eru virðast ekki vera á förum en það bólar heldur ekkert á nýjum. Þó er eitt sem gefur mér von um að plantan fari að taka við sér. Fyrir nokkrum dögum tók ég eftir því að litlir, hvítir separ voru að birtast neðst á stönglinum. Þeir lengdust ótrúlega hratt og í dag er ómögulegt að losa stöngulinn úr moldinni án þess að rífa þá í sundur. Það er greinilegt að plantan er búin að festa rætur. Það þýðir að hún er ekki á förum í bráð. --Í dag er gleðidagur. Tvö ný laufblöð opnuðust. Þau eru lítil og glansandi, næstum eins og þau séu búin til úr plasti. Ég minnkaði vökvunina og plöntunni virðist líka það miklu betur. Stöngullinn er brúnn og sléttur og ræturnar eru orðnar svo sterkar að ef ég tek í stöngulinn og lyfti þá lyftist blómapotturinn með. Þetta virðist allt saman vera á réttri leið. Það var einn hlutur sem kom mér á óvart. Í moldinni er byrjaður að vaxa einhvers konar mosi. Hann er grænn og fallegur og lætur moldina líta út eins og skógarbotn. --Allt gengur vel. Stöngullinn er orðinn breiðari og búinn að greinast í tvennt. Laufblöðunum fjölgar líka ört. Það líður varla dagur á milli þess sem nýtt par opnast. Mosinn heldur áfram að vaxa og er búinn að þekja alla moldina. Ég held að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að plantan visni og deyi. --Plantan vex og dafnar sem aldrei fyrr. Laufblöðin eru orðin svo mörg að ég er hættur að hafa tölu á þeim. Í dag skipti ég um blómapott. Sá brúni var orðinn allt of lítill. Mér brá þegar ég tók plöntuna upp. Ræturnar voru búnar að breiða úr sér um allan pottinn. Ég skil ekki hvernig það var pláss fyrir moldina. Nýi

potturinn er hvítur og miklu stærri. Hann ætti að duga. Ég vona það allavega. Ef plantan verður mikið stærri verður hún ekki lítil gluggaplanta mikið lengur. --Plantan heldur áfram að vaxa. Mosinn er hægt og rólega að hverfa. Ég hef verið duglegur við að vökva upp á síðkastið og plantan hefur aldrei vaxið eins hratt. Hún tók kipp eftir að vorsólin fór að skína inn um gluggann. Ég reyni að snúa henni reglulega svo hún fái sól á allar hliðar en hún er orðin svo stór að ég held að sól á eina hlið dugi vel. Fyrir stuttu spratt nýr stöngull upp úr moldinni við hliðina á þeim stóra. Hann hefur fylgt fordæmi bróður síns og rýkur upp á miklum hraða. --Ég hef ekki vökvað plöntuna í viku en samt heldur hún áfram að vaxa. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Hún er að yfirtaka gluggakistuna. Ég er hættur að geta dregið fyrir því greinarnar rekast í gardínurnar. Þær breiða úr sér eins og vængir og virðast ætla að gleypa mig ef ég hætti mér of nálægt. Það er samt ekki það versta. Ég tók eftir því að litlir gaddar eru farnir að vaxa undir sumum blöðunum. Þeir eru beittir og svartir. Þetta gengur ekki lengur, ég verð að finna lausn á þessu. --Núna er plantan endanlega búin að taka völdin, ég hef enga stjórn á henni. Allt herbergið er undir áhrifum frá henni. Ég er alveg hættur að vökva hana en það hefur lítil áhrif. Það eina sem gerist er að eitt og eitt laufblað fellur í burtu en eftir eru þyrnar og gaddar. Mosinn er alveg horfinn. Plantan hefur sogað allt líf úr pottinum. Moldin er orðin eins og eyðimörk, sprungin og þurr. Ég vildi óska að ég gæti losað mig við plöntuna. En hvernig ætti ég svo sem að gera það? Ekki get ég gróðursett hana úti, hún myndi ekki þola veðrið. Það væri ómannúðlegt að skera hana niður í bita og henda í ruslið. Eina leiðin sem ég sé er að drepa hana en ég fæ mig ekki til þess, ekki eftir alla vinnuna sem ég er búinn að leggja í hana. Ég vona að einhver brjótist inn í nótt og steli henni. --Plantan er orðin ágengari en áður. Síðustu daga hefur hún verið að snúa greinunum í átt að rúminu mínu, mér stendur ekki á sama. Þegar ég vaknaði í morgunn hékk hún yfir höfðinu á mér. Ég veit ekki hvort ég þori að sofa í herberginu í nótt. Ræturnar eru líka farnar að teygja sig upp úr pottinum og þyrnarnir eru búnir að lengjast talsvert. Ég hata þessa plöntu. Ég vildi óska að hún hefði aldrei komið inn í húsið. Ef hún deyr ekki og visnar í nótt hef ég bara um eitt að velja. --Ég svaf í stofunni í nótt. Eins gott líka. Þegar ég kom inn í herbergið mitt í morgunn lá plantan á koddanum mínum og breiddi úr sér. Potturinn lá brotinn á gólfinu. Ég get ekki ímyndað mér hvað hefði gerst ef ég hefði legið þarna. Þetta var síðasta hálmstráið. Ég náði í pott og skóflu og mokaði plöntunni ofan í hann og batt lokið kyrfilega á. Potturinn er úti í garði. Ég er búinn að fylla hann af klökum. Þegar ég hef klárað að skrifa þetta fer ég beint með hann niður að höfn og fleygi honum í sjóinn. Mér þætti gaman að vita hvernig plantan hefur hugsað sér að sleppa úr þessu. En hún getur engu nema sjálfri sér um kennt. Það er annaðhvort ég eða hún. Ég vona að hún þurfi ekki að þjást lengi.

161


Konrad Adenauer sagði einu sinni: „Við lifum öll undir sama himni, en ekki hafa allir sama sjóndeildarhringinn.” Þessi litla setning lýsir vel hugarfarinu sem ég fór með til Argentínu í febrúar 2011. Markmið mitt var að víkka sjóndeildarhringinn og kynnast nýju fólki ásamt menningu þess. Að sjálfsögðu ætlaði ég að skemmta mér eins mikið og mögulegt var á meðan.

Álfur í Argentínu

Argentínubúar eru skrítin þjóð í skrítnu landi. Þeir búa á landflæmi sem er meira en fjórfalt stærra en Frakkland og nær frá heittempraða beltinu og suður til Antarktíku. Argentínubúar eru stoltir og ófeimnir við að segja þér að þeir framleiði besta kjötið, sætustu vínin og kröftugustu fótboltamennina en stuttu seinna munu þeir líka benda þér á hvað stjórnmálamenn þeirra eru spilltir og hversu fátækir margir íbúanna eru. Ég bjó með argentínskri fjölskyldu í bænum Reconquista í eitt ár og kynntist mikið af fólki, jafnt virðulegu og vitru sem og furðulegu. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá dvölinni og merkustu uppgötvunum mínum. Ég á mér aðra fjölskyldu AFS eru skiptinemasamtök sem senda og fá nemendur á aldrinum 15-18 ára inn á heimili fjölskyldna í öðrum löndum. Þannig lenti ég inni á heimili yndislegrar fjölskyldu í Reconquista með ættarnafnið Moschen. Pabbi minn, Hugo, átti stóran búgarð um 500 km norður af bænum okkar svo hann var lítið heima. Mamma, Rosana, var heimavinnandi bókhaldari fyrir búgarðinn og fyrirtækin tengd honum og systur mínar þrjár voru allar í námi. Sú yngsta, Laila 13 ára, var nýbyrjuð í framhaldsskóla, Luciana, 22 ára, var ný útskrifaður ensku-spænsku þýðandi og nýbyrjuð í lögfræðinámi og Betiana, 25 ára, var að klára lokaritgerð í alþjóða viðskiptum. Eldri systur mínar tvær bjuggu í Rosario sem er í suðaustur Santa Fe héraði. Hér á eftir þegar ég tala um fjölskyldu tala ég um þau.

¡Pelotudo! Eitt það fyrsta sem ég tók eftir við Argentínubúa er hvað þeir blóta mikið. Það þykir ekkert athyglisvert þótt einhver kalli þig helvítis hálfvita úti á götu eða þótt amma þín kalli á eftir þér „sjálfsfróari!” ef hún er í góðu skapi. Það er sérstaklega áhugavert hvernig þeir hugsa upp mörg af orðunum sínum. Þar má nefna titilorðið: pelotudo sem við myndum þýða beint í einhvern sem hefur sérstaklega stór eistu. Orðið er notað allt frá því að líkjast „gaur” eða „kallinn minn” í að vera með minnst viðeigandi orðum orðabókarinnar. Til að auðvelda mér lærdóminn gaf litla systir mín mér m.a. lista með helstu blóts- og dónaorðum snemma á dvölinni. Ég læt hann fylgja aftast. „Keyptu með mér kók” Argentína er sérstaklega fræg fyrir drykkinn mate. Mate er lítill bolli sem í er sett yerba, eins konar te lauf og járnrör. Síðan er heitu vatni hellt út á og drukkið saman. Þ.e.a.s. einn mate er látinn ganga hringinn. Ég þekki nokkra skiptinema sem fengu einkyrningasótt við þessa athöfn. Þessi hugmynd um að deila allskonar hlutum smitaði síðan út frá sér í það að deila kókflösku, mjólkurglasi, snakki eða fötum milli vinkvenna eða systra (svona eins stelpur gera líka á Íslandi). Allt var látið ganga hringinn.


„Skutlaðu mér...” Bærinn minn var heldur lítill (ca. 60.000 íbúar) og ekki með góðar almenningssamgöngur. Því var lítið annað að gera en taka hjólið og hjóla sem mest þar sem vegalengdir gátu samt sem áður verið nokkuð miklar. Það var þó þrautinni þyngri þegar veður var vont eða of gott. Það er nefnilega ekkert grín að ganga eða hjóla í 157 mm/klst. úrkomu eða 40° hita. Þá var komið að því að fá foreldrana til að skutla sér, sem þau gerðu oftast með glöðu geði. Nú verður ökumenning Argentínubúa útskýrð í grófum dráttum. Eins og áður sagði er Argentína stórt land og því vegalengdir miklar þegar þarf að komast milli staða. Sá hængur er þó á að lestakerfið er lítið notað og flugsamgöngur eru litlar sem engar svo þeir nota þjóðveginn. Hann er litlu breiðari en þjóðvegur Íslendinga en þó nokkuð meira notaður bæði af vörubílum og almenningi en flestir keyra á 140-160 km/ klst þar sem löng ferð er fyrir höndum og lífið er stutt. Líf þeirra sem keyra í Argentínu er reyndar að ég held þó nokkuð styttra en líf jafningja þeirra sem halda sig heima fyrir því bílbelti eru talin til trafala og hámarks farþegafjöldi er bara til viðmiðunar. Einnig er ölvun ökumanns álitin áskorun en ekki hindrun. Þannig sat ég allnokkrum sinnum í bíl með 6-7 félögum á leið heim af djamminu eftir gott kvöld. Þess vil ég þó geta að allt ofangreint venst furðuvel og eins og sjá má komst ég heim heill á húfi. Áhugamál unglinga Unglingar í Argentínu hafa tvö áhugamál: joda og novios (djamm og hitt kynið). Nú hef ég litla reynslu af íslensku djammi en ég ætla að reyna eftir bestu getu að greina frá því argentínska. Best er að hugsa sér skemmtistað svipaðan Broadway án teppa á gólfum og með sprungum í veggjum og lofti. Lágmarksaldur er 18 ár en það skiptir ekki máli því enginn kíkir á skilríki. Þegar inn er komið er blöstuð latnesk cumbia og reggaton ásamt örfáum átta mánaða gömlum popplögum svo sem Black Eyed Peas og Pitbull. Barinn er öllum opinn og öllu er deilt. Oftast fara einn eða tveir úr hópnum og kaupa mjólk í stóru plastglasi og koma með aftur fyrir hópinn. Þegar líður á kvölduð verða mjólkurferðir svo tíðari og æ fleiri hópsmeðlimir tínast einhvers staðar milli dansgólfs og bars. Þá að tímatöflu djammara:

Klukkan:

20:00 22:00 23:00 00:00 00:15 01:00 03:00 03:30 03:45 06:00 06:45 06:50 07:00-08:00 08:15 08:30-10:00 13:00 13:30 16:00-18:00

Ákveðið að gera eitthvað með vinum sínum Borðað, stundum með vinum, stundum með fjölskyldu Farið í sturtu og skórnir pússaðir Komið heim til vinar síns Byrjað að drekka Allir orðnir hressir, farið að spjalla um pólitík Lagt af stað á dansstað Komið á dansstað, sótt mjólk fyrir hópinn Dansað og dansað Dansstað opinberlega lokað Vörðunum tekst loksins að reka hópinn út Spjallað fyrir utan dansstað Ákveðið að fara á la plaza (torgið) Komið á la plaza, afgangs mjólk drukkin Farið heim til sín, eða vinkonu Vaknað og borðað Sofið á siestu Vaknað og endurtekið eins og helgin leyfir...

163


Allt tekur enda Hér með lýkur frásögninni af dvöl minni í Argentínu. Ég vona að þetta hafi reynst ykkur áhugaverð lesning. Lifið heil, pelotudos Álfur Birkir Bjarnason Orðalisti:

Daglegt líf Nú hef ég þulið upp það sem mér þótti sérstaklega sérstakt við sérkenni Argentínu og áttaði mig á því að ég hef lítið talað um daglegt líf unglings. Á hverjum morgni vaknaði ég klukkan korter í sjö, klæddi mig, borðaði og burstaði tennurnar. Mér og litlu systur var skutlað í skólann sem byrjaði hálf átta. Þegar komið var í skólann var öllum félögunum heilsað, strákum með handataki og stelpum með tveimur kossum á kinnina. Skólinn minn var þrísetinn, þ.e.a.s. hann var framhaldsskóli á morgnana, grunnskóli um eftirmiðdaginn og kennaraháskóli á kvöldin. Þetta þýðir að á hverjum morgni þurftum við að endurraða stofunni okkar. Við vorum í tveimur 40 mínútna tímum í senn og á milli voru 10 mínútna frímínútur. Það var ekkert stórmál að koma 5-10 mínútum of seint úr frímínútum vegna þess að oftast nær var kennarinn ekki enn kominn. Skólanum lauk svo klukkan 12:25 og ég gekk heim, annað hvort með vinum mínum eða systur. Þegar heim var komið var borðaður heitur hádegismatur a la mamma og um tvö leytið fengum við okkur siestu. Klukkan 4 var eðlilegt að vakna en ég átti sérstaklega erfitt með það og vaknaði oft ekki fyrr en um 6 og þurfti þá að rjúka út á sundæfingu eða skólaleikfimi. Milli klukkan 7 og 9 hafði ég svo tíma til að gera eitthvað með vinum mínum en klukkan 10 var borðaður kvöldmatur og um 11 leytið fórum við að sofa. Það sem ég átti erfiðast með var að vakna eftir siestu, sérstaklega þegar rigndi. Þetta varð svo mikið vandamál á tímapunkti að ég þurfti að taka mér siestubindindi til að geta gert eitthvað annað en að sofa á daginn. Ferðalög í fallegu landi Ég ferðaðist þó nokkuð um Argentínu á meðan á dvöl minni stóð. Ég ferðaðist jafnt með vinum mínum, fjölskyldu og AFS samtökunum. Ég hugsa að myndir lýsi því allra best og læt nokkrar fylgja en segi stuttlega frá hverju og einu. Fyrst fór ég með fjölskyldu minni til Buenos Aires og Mendoza. Buenos Aires er höfuðborg Argentínu og þar býr einn þriðji þjóðarinnar. Það er því ekki skrítið að þar ríki nokkur ringulreið og borgarbúar eru þekktir fyrir sérstaklega slæma ökuhætti. Mendoza er aftur á móti fjallahérað, nokkuð þéttbýlt í borginni en vel strjálbýlt úti í sveit. Þar er helsta vínframleiðsla Argentínu. Mitt næsta „trix“ var að fara með tveimur vinum mínum suður til Bariloche í nokkurs konar útskriftarskíðaferð. Bariloche er mesti djammbær Argentínu svo lítið var skíðað. Þá fór ég aftur til Buenos Aires með skólanum mínum og skoðaði mig meira um og því næst til Cataratas de Iguazú með AFS. Cataratas eru risastórir fossar á landamærum Argentínu og Brasilíu og eru mjög stórfenglegir. Að lokum fór ég til Tucumán og Salta rétt fyrir jól með fjölskyldunni minni. Tucumán er mjög grænt fjallahérað í norðvestri og Salta er eyðimerkurhérað þar fyrir norðan. Nú mæli ég með því að skoða myndirnar.

Bobo Boludo Pelotudo Pajero Hijo de Puta Pito Pene Picho Verga Concha

-

Hálfviti Hálviti / Gaur Hálviti / Gaur Hálfviti Hálfviti / Tíkarsonur Typpi Typpi Typpi Typpi Píka


BORGAÐU BENSÍNIÐ MEÐ APPINU

NÝTTU ÞÉR APPIÐ OG FÁÐU BENSÍN Á BETRA VERÐI Á N1 UM ALLT LAND

DEKK

LÍFIÐ

TILBOÐ

MITT N1

ELDSNEYTI

STAÐIR


sÍa • jl.is • Jónsson & Le’macks

Það munar miklu að vera í Námunni Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, 16 ára og eldri. Lögð er áhersla á þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins, betri kjör og fjölbreytt fríðindi. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.

Landsbankinn FRÉTTIR

VIÐSKIPTI

landsbankinn.is SPORT

UMRÆÐAN

410 4000 LÍFIÐ

SJÓNVARP

SKEMMTU ÞÉR VEL Á VÍSI Á Vísi finnur þú þúsundir skemmtilegra myndbanda af Stöð 2 auk dagskrárbrota af útvarpsstöðvunum. Góða skemmtun á Vísi!


Geðsjúkdómar eru jafn fjölbreytilegir og þeir eru margir. Suma þeirra þekkjum við vel, líkt og þunglyndi, en aðrir koma okkur spánskt fyrir sjónir. Í þessari grein tók ég saman nokkur heilkenni um geðsjúkdóma sem mér þóttu áhugaverðir en þó hægt sé að hlæja að sumum þeirra í laumi verða aðrir að teljast hreint út sagt óhugnalegir. Rannsóknir á þessum kvilla hafa þó sýnt að þau hafa rétt fyrir sér. Heilavirkni þessara einstaklinga sýnir að þegar þeir upplifa fyrrnefnda hluti er virkni mismunandi hluta heilans, sem vanalega vinna ekki saman, virkir á sama tíma og orsaka þ.a.l. það sem kallað er Synesthesia. Þó svo að til séu mörg mismunandi form á þessum kvilla er algengast að sjá ákveðinn lit þegar einstaklingur heyrir eða sér ákveðinn bókstaf. Sem dæmi gæti einstaklingur með Synesthesia séð bókstafinn R sem litinn gulan.

lfr Sjú æ k ði ir kv ill ar

Parísar heilkenni Þetta heilkenni er mjög einskorðað við París en það kemur einungis fram í japönskum ferðamönnum í París. Heilkennið lýsir sér þannig að ferðamennirnir fá rosalegt menningarsjokk en það á rætur sínar að rekja til vonbrigða við að sjá hina raunverulegu París en ekki þeirra eigin hugmyndir og væntingar. Vanhæfni þeirra til að greina á milli raunveruleikans og væntinga í garð þessarar tilteknu borgar orsaka gríðarlegt andlegt áfall en þetta kemur fyrir u.þ.b. 12 japanska ferðamenn í París á ári. Þessir ferðamenn þurfa þó ekki að örvænta mikið lengur því japanska sendiráðið hefur nú opnað símalínu sem er opin allan sólarhringinn. Þangað er hægt að hringja og fá neyðarhjálp auk meðfylgjandi spítalavistar þar sem meðferð við þessu heilkenni heldur áfram. Trichotillomania Fólk með þennan sjúkdóm er haldið áráttu sem felst í því að toga í hár sitt þar til þau losna frá líkamanum. Þetta á ekki bara við um hárin á höfðinu heldur öll líkamshár, þ.á m. skapahár. Þessi sjúkdómur er frekar algengur en um 4% jarðarbúa fá hann á einhverjum tíma á lífsleiðinni en konur eru þó fjórum sinnum líklegri til að þróa hann með sér. Þó svo sjúkdómurinn virðist frekar saklaus getur hann haft alvarlegar afleiðingar enda getur hártogið haft mjög slæm áhrif á húðina. Þessi sjúkdómur getur þó orðið öllu alvarlegri en til eru dæmi um sjúklinga sem heillast svo mikið af rót hársins að það reynir eftir bestu getu að toga hárið upp með henni. Eftir það virða þeir rótina gaumgæfilega fyrir sér, strjúka henni við húð sína og varir og enda oft á því að borða rótina og hárið með.

Cotard’s heilkenni Franskur taugasérfræðingur að nafni Jules Cotard setti fyrstur manna fram kenningar um þetta heilkenni árið 1880. Hann kallaði það ,,Le délire de négation” og lýsti hátterni sjúklings síns sem neitaði tilveru Guðs, satans, líkamshlutum sínum og þörf sinni til að borða. Skólabókardæmi um þetta heilkenni er þegar sjúklingur er haldin hugmyndafræðilegum ofskynjunum um að hann sé dáinn, sé ekki til, um eigin rotnun eða að hann vanti líffæri sín eða blóð. Heilkennið er því oft kallað „Walking Corpse Syndrome“ í daglegu tali og orsakast af sambandsleysi í heilanum milli svæðisins sem þekkir andlit og svæðisins sem kallar fram tilfinningar eftir því hvaða andlit um ræðir. Skortur á þessum tilfinningum getur valdið órökfræðilegri ályktun hjá sjúklingnum um að hann sé ekki til og þá þekkir hann ekki sjálfan sig í speglinum. Synesthesia Þessi kvilli lýsir sér þannig að einstaklingur upplifir eitthvað með einu skynfæri sem hefur í för með sér að annað skynfæri er örvað, bæði ósjálfrátt og ómeðvitað. Einstaklingar með Synesthesia halda að þeir geti bragðað á formum, séð tónlist, fundið lykt af orðum og svo mætti lengi telja.

Clinical Lycanthropy Þessi kvilli er mjög sjaldgæfur en hann felur í sér þá ímyndun að einstaklingur geti umbreytt sér í dýr eða hafi gert það nú þegar. Nafn kvillans á rætur sínar að rekja til goðafræði en þar er orðið „lycanthropy“ notað yfir fyrirbærið þegar mannfólk umbreytist í varúlfa. Sýktir einstaklingar standa í fastri trú um að þeir séu í miðju umbreytingarferli yfir í dýr eða að þau séu það nú þegar. Kvillinn hefur verið tengdur ofskynjunum en hann virðist einungis eiga sér stað í höfði og atferli sýkta einstaklingsins. Einstaklingum með þennan kvilla líður oft eins og þeir séu dýr þó svo þeir átti sig ekki á því sjálfir á því augnabliki sem það á sér stað. Háttferði þeirra er þó einkar dýrslegt en þeir eiga það til að gefa frá sér dýrahljóð, s.s. gelta eða góla, og hreyfa sig eins og dýr. Amputee heilkenni Af öllum þessum skrítnu heilkennum og sjúkdómum er Amputee heilkennið líklegast það óhugnanlegasta. Það felur í sér taugaog sálfræðikvilla sem gerir það að verkum að einstaklingi líður eins og hann verði ánægðari án útlims eða útlima. Þessi líðan kallar fram þrá til að höggva af sér heilbrigða útlimi og öðlast þ.a.l. hamingju, sem sumir gera á endanum. Þess má einnig geta að til eru einstaklingar sem þjást af því sem kallað er Apotemnophilia en þeir laðast kynferðislega að fólki sem vantar útlimi. Mannsheilinn er gríðarlega flókinn og því er jafnvel ekki skrítið að til séu svo margir og mismunandi sálfræðikvillar. Hver sem er getur orðið andlega veikur af að því er virðist af engri ástæðu en aðrir þróa sjúkdóminn með sér. Ég vona innilega að enginn af ykkur lesendum lendi í því að fá einhvern af ofangreindum sjúkdómum og bið ykkur að taka lífinu með léttri lund og ganga ekki að heilbrigði sem vísu.

Heiður Ævarsdóttir, 5.S

167


Orð mín eru ekki nógu stór til að lýsa þessu ferli, en ég reyni að tjá tilfinningar mínar í ljóði. Réttsýni - maður þarf að vera með rétt hugarfar í svona stóru verkefni Örlög - þegar allt fer á versta veg, þarf maður að bíða og vona að örlögin munu ráða Kærleikur - allir eru vinir í Herranótt Kraftur - við borðum alltaf banana fyrir sýningu Umfjöllun - við tölum ekki um annað en Herranótt Réttlæti - allir eru jafnir Regn - tilfinningaflæðið var líkt Monsún regninu Yfirþyrmandi - ég ætla ekki að ljúga að ykkur, þetta tók virkilega á Mamma - takk fyrir allt Undraland - á tímum leið mér eins og Lísu, fallin í undraland leiklistarinnar Ragnhildur - án mín væruð þið ekkert Ragnhildur Ásta Valsdóttir formaður Herranætur


Herran贸tt

169


„Leiksýning Herranætur í ár Rökkurrymur er án efa einn af hápunktum félagslífsins í vetur. Sýningin er rússíbanareið frá byrjun til enda þar sem að hver nemandinn á fætur öðrum fer á kostum.“ Ásgeir Hallgrímsson, 6.X „Herranætursýningin í ár er hreint út sagt meistaraverk. Krakkarnir leika allir ótrúlega vel og lifa sig vel inn í hlutverkin. Það sést vel hvað þau hafa öll lagt mikla vinnu í leikritið. Leikararnir og leikstjórinn vinna ekkert smá vel saman. Betra en í fyrra að mínu mati.“ Steinunn Ólafsdóttir, 4.B „Rökkurrymur var einstaklega skemmtileg og vel útfærð sýning. Verkið er í drungalegri kantinum og fékk hárin jafnvel til að rísa en þó var alltaf stutt í húmorinn. Sagan er skemmtileg og spennandi og atburðarásin hröð svo að aldrei kom dauður punktur. Að mínu mati stóð tónlistin þó upp úr en hún var bæði falleg og einkar vel samin.“ Hörn Heiðarsdóttir, 5.Z


„Ég er enginn leiklistar mógúll og ætla heldur ekki að þykjast vera það. Í þau fáu skipti sem ég fer á leiksýningar þá leitast ég eftir því að láta skemmta mér. Herranótt tókst það ágætlega, ég skellti nokkrum sinnum upp úr og skemmti mér almennt vel. Kossarnir tveir komu mér líka á óvart, þeir voru sko ekki feik og mér sýndist ekki vera langt í tunguna. Á heildina litið var þetta prýðis kvöldstund.“ Þorbjörn Þórarinsson Gitzler 4.S „Herranótt var ótrúleg í ár. Sýningin töfraði áhorfendur inn í heim ævintýris sem var magnþrungið. Það spilaði allt vel saman í sýningunni, búningarnir voru flottir, lýsingin var óaðfinnanleg og tónlistin stóð svo sannarlega upp úr. Það var erfitt að losna við hrollinn sem hið vonda í sýningunni skapaði en á sama tíma fóru áhorfendur út með hlýtt hjarta eftir sigur réttlætisins. Frábær sýning þar sem allir stóðu sig eins og hetjur.“ Ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa

171


Nana "Ást" Ég er örlát og sönn.

Ryoko “Glæsileg” Ég er kurteis og fáguð.

Kimmidoll á Íslandi

Fallegar gjafavörur í miklu úrvali

Ármúli 38 sími 588-5011


Morfís 2012 MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi var komið á laggirnar árið 1983 af frumkvæði málfundafélaga framhaldsskólanna. Keppnin átti í upphafi undir talsvert högg að sækja af hálfu fjölmiðla og þóttu þátttakendur oft grófir og siðlausir í málflutningi sínum. Keppnin hefur þó vaxið og dafnað í áranna rás og nú á 29. lífári MORFÍS er keppnin orðin fullmótuð. MR-ingar hafa tekið miklu ástfóstri við þessa keppni og það er hverjum nemenda ljóst að það er okkur kappsmál að sýna og sanna hæfni okkar á sviði mælskulistarinnar. Metnaður okkar hefur skilað sér og höfum við alltaf haft efnilegt lið og verið mjög sigurstrangleg. Í ár samanstendur lið okkar MR-inga af fjórum skörpum einstaklingum þeim Eygló Hilmarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannssyni, Ólafi Kjaran Árnasyni og Kára Þrastarsyni. Þetta fólk þekkja allir enda hafa þau öll komið upp í pontu og hrifið okkur MR-inga og dómarana. Hvert þeirra hefur með sínum persónutöfrum, rökfestu og mælsku fært okkur nær þeim hugmyndaheimi sem býr að baki umræðuefna keppnanna. Þegar hér er komið við sögu erum við stödd í undan úrslitum keppninnar ásamt MA, MH og MS eftir að hafa gjörsigrað Verslunarskóla Íslands í Bláa salnum í 8. liða úrslitum. Eins og öllum MR-ingum er kunnugt bárum við sigur úr bítum í seinustu MORFÍs keppni og að sjálfsögðu er stefnan í ár sett á að sigra annað árið í röð. Við óskum því stjörnunum í MORFÍs liðinu góðs gengis og hlökkum til þess að hvetja þau áfram í næstu keppni á móti Menntaskólanum við Sund.

173


Ritdeilur: Lögleiðing Kannabis Með #1

Gunnar Dofri Ólafsson skrifar:

Fíkniefni eru hættuleg, hvaða nafni sem þau kallast. Áfengi, tóbak, kannabis, MDMA, kókaín, heróín, amfetamín, krakk, morfín og svo framvegis og svo framvegis. Um þá staðreynd má svo sem alveg deila en niðurstaðan verður að öllum líkindum sú sama: Neysla efna sem breyta skynjun þinni og meðvitund getur haft slæmar og óafturkræfar afleiðingar. Með þessa vitneskju í farteskinu kann að virðast undarlegt að nokkur maður sjái ástæðu til að mæla fyrir því að neysla efna sem þessara ætti ekki að vera bönnuð. Rök fyrir því að fullorðnum, sjálfráða einstaklingum eigi að vera heimilt að neyta fíkniefna eru af ýmsum meiði. Ein eru þau að mannskepnan ráði sér sjálf og sé heimilt að gera hvað henni hentar við líf sitt og líkama, svo framarlega sem það valdi öðrum ekki skaða. Ég er raunar sjálfur á þeirri skoðun, en mótrök við þessari heimspekistefnu eru mörg og pragmatísk, eins og gjarnan á við um mótrök gegn heimspekiskoðunum sem hvað lengst ganga. Ein eru t.d. þau að í samfélagi sem okkar er heilbrigðisþjónusta greidd af hinu opinbera. Það þýðir að ef dópistinn Pétur skaðar sjálfan sig stórkostlega á sýrutrippi þá þarf bindindismaðurinn Páll að borga brúsann. Ég er raunar einnig mótfallinn slíku kerfi, en þeim hugleiðingum skal haldið utan við þessa umræðu. Önnur ástæða fyrir því að algjört-frelsi-rökin eru ekki sérstaklega sannfærandi er sú að til þess að fallast á þau þarftu að hafa velt viðfangsefninu fyrir þér vel og lengi og í raun ekki sannfærst af þeim rökum heldur sannfærst um þá skoðun að manninum sé frjálst að gera það sem hann vill, svo fremi sem hann skaði ekki aðra. Í þeim tilgangi að koma með innlegg í þessa umræðu sem líklegt er að fái fólk til að hugsa ætla ég að steypa mér í hyldjúpa laug nytjahyggjunnar. Nytjahyggja gengur í örstuttu máli út á að gera eigi hluti vegna þess að þeir séu af hinu góða. Eins göfugt og það kann að hljóma er erfitt að mæla verk eftir því hvort þau eru algóð, eða að minnsta kosti skárri en aðrir kostir. Þar sem þetta greinarkorn er ekki vörn hins algera frelsis heldur innlegg í þá þörfu umræðu um hvort aflétta eigi banni við vörslu og dreifingu fíkniefna þá verður sú leið farin að kanna hvort bannið við fíkniefnin hafi í heildina séð verri afleiðingar en að aflétta banninu og takast á við vandamálið með öðrum hætti en að refsa þeim sem lifa og hrærast í undirheimum. Bann eða ekki bann? Af stríðinu gegn fíkniefnum er það helst að frétta að fíkniefni eru enn að vinna. Þau hafa reyndar alltaf haft yfirhöndina því markmið stríðsins er að útrýma þeim. Öflugasta vopn fíkniefna er nefnilega lögmálið um framboð og eftirspurn. Ef eftirspurn er eftir bannaðri vöru, er hægt að verðleggja hana svívirðilega hátt, bæði til að mæta áhættu og til að hagnast stjarnfræðilega. Þannig hagnast sá sem flytur kíló af kókaíni yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna um 1.000% (eittþúsund prósent, núllin eru þrjú). Þá er búið að faktora inn alla þá sem nást á leiðinni. Þetta þýðir með öðrum orðum að fyrir 100$ virði af kókaíni í Mexíkó færðu 1.000$ í Bandaríkjunum. 1.000$ verða að 10.000$, og svo koll af kolli. Hér sannast hið fornkveðna að engin borg er óvinnandi ef gulli klyfjaður asni kemst inn um borgarhliðið. Þetta er því miður staðreynd. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eru fíkniefni ótrúlega gróðavænleg vara og verða

Á móti #1

Guðrún Sóley Gestsdóttir skrifar:

Ég sé reglulega mjög skemmtilegar og hressandi myndir af 20 ára gömlum Big Mac hamborgurum á netinu. Þeir eru svo til nákvæmlega eins daginn sem þeir eru framleiddir og svo 20 árum síðar. Það má hæglega líkja þessu fyrirbæri við umræðuna um lögleiðingu kannabisefna á Íslandi, því hún er akkúrat eins úrkynjuð, úr sér gengin en er haldið á floti með ónáttúrulegum og örvæntingarfullum aðferðum, rétt eins og hún sé gegnsýrð af rotvarnarefnum og neiti að hverfa. Færist hvorki aftur á bak né áfram. Ég hef háð óteljandi baráttur í nafni minnar skoðunar á þessu máli og er orðin svona temmilega þreytt á því. Ástæðan fyrir því er að eðli þessa máls er, eins og með svo mörg önnur klassísk þrætuepli, í grunninn tilfinnningaspursmál. Og það skilar nákvæmlega engu að skiptast á skoðunum um tilfinningamál. Vitur maður sagði einhvern tímann að skoðanir okkar væru í grunninn tilfinningar og ekkert annað. Það hefur síðan orðið félagslegt ettíkett að hengja utan á tilfinningarnar einhvers konar missannfærandi rök og annað málefnalega hljómandi skraut svo eitthvað mark sé tekið á okkur því tilfinningar eru jú auðvitað ómarktækar, síbreytilegar og vafasamt vopn í deilum. Hvað um það, mín skoðun á málinu er þess vegna eflaust í grunninn tilfinningaleg, og skoðun andstæðings míns í þessari tilbúnu ritdeilu sennilegast líka. Skili hún einhverri konkret niðurstöðu skal ég éta hattinn minn og jafnvel reykja eina jónu. Engu að síður er allt í besta lagi að koma skoðun sinni niður á blað, þótt ekki verði það til þess að snúa villuráfandi stórreykingamönnum á rétta braut né koma mínum ágæta forræðishyggjufælna stórvini Gunnari Dofra í skilning um villimannslegan og skammsýnan málstað sinn. Fyrir mér liggur kjarninn í meginatriðum í þessu: Maríjúana er deyfandi súbstans, rétt eins og áfengi, verkjalyf, eiturlyf eða hvaðsvosemmanni dettur í hug. Gott og vel. Efnið er aðeins enn ein tegundin af hækju sem við notum til að drösla okkur í gegnum lífið. Við þurfum öll smávegis upplyftingu við og við, þetta líf er helvítis basl og það þarf einhvers konar harðneskjulegan sósíópata til að plægja í gegnum 70-80 ár án þess að leyfa nokkurn tímann deyfandi lyfi að sameinast blóðinu, renna um æðarnar og gefa okkur andartakspásu frá lýjandi veruleikanum. Svo: Besta mál, fáum okkur rauðvínsglas með matnum, tökum treo í þynnkunni og reykjum þegar sá gállinn er á okkur. En lögleiðing þessa efnis skilar nákvæmlega engu nema hraðri þróun í ranga átt. Það að lögleiða eitthvað, hvort sem um er að ræða nýlenduvöru af einhverju tagi, áfengi eða ávanabindandi efni gerir í grunninn eitt: auðveldar aðgang að því. Nú fer hræsni-vörnin eflaust í gang hjá mörgum lesendum og það er vel skiljanlegt - hvernig er hægt að samþykkja notkun efnis en andmæla lögleiðingu þess? Það er sáraeinfalt - ég geri mér grein fyrir að það er ekki til sú refsilöggjöf sem gæti með öllu komið í veg fyrir ræktun eða neyslu á maríjúana. Sem er vel, því í mörgum löndum heims er efnið notað í læknisfræðilegum tilgangi til að lina kvalir sárþjáðra sjúklinga, rétt eins og morfín og fleiri efni. Mín afstaða gengur þess vegna ekki út á hvort afnema eigi ræktun plöntunnar með öllu, heldur hvernig sé hægt að takmarka aðgengi að ávanabindandi efni á borð við maríjúana.


áfram meðan a) einhver er tilbúinn að kaupa þau b) einhver er tilbúinn að selja þau og c) þau eru bönnuð. Hér er önnur staðreynd: Kostnaðurinn við að framleiða eitt kílógramm af kannabis er um það bil sá sami og kostnaðurinn við að framleiða eitt kílógramm af tei. Skv. mínum upplýsingum er götuverðmæti 1.000 gramma af kannabisefni á bilinu 3-4 milljónir. Ég verð að játa að ég er ekki alveg með götuvirði Pickwicks Forrest Fruit tesins á hreinu en miðað við grömmin 36 sem ég keypti á 400 krónur í Nóatúni nýverið þá ætti kílóverð í lausasölu að vera rétt rúmar 11.000 krónur. Það er sko 1/270 af kílóverði kannabisefna. Meira að segja máladeildarstúdent ætti að sjá að það er talsvert ódýrara. Af hverju? Framleiðslukostnaðurinn er sá sami og dreifikerfi teiðnaðarins er talsvert stabílli og stólar minna á gettó-svertingja í Baltimore, sem reglulega eru rændir af Omar Little. Þetta hljómar kannski eins og eitthvað grín, fordómar jafnvel, en þetta er það ekki. Þetta er önnur ísköld staðreynd. Dreifikerfið samanstendur einungis af glæpamönnum og engu öðru. Sá sem flytur og selur fíkniefni er, í skilningi laganna, glæpamaður. Og þá vil ég sömuleiðis varpa fram fullyrðingu, sem er vísindalega órökstudd en ég veit að allir eru sammála mér um; Þeir sem starfa við eitthvað ólöglegt eru líklegri til að beita ólöglegum aðgerðum til að framfylgja starfi sínu. Þ.e. að ljúga, beita ofbeldi, kúga og jafnvel drepa. Með því að banna fíkniefni, önnur en áfengi og tóbak, erum við sem samfélag beinlínis að skapa okkar eigin undirheima. Og ekki er þetta til að draga úr aðgengi. Með litlum flækjum gæti ég á aðfangadagskvöld hringt eitt símtal og útvegað mér fíkniefni áður en klukkustund væri liðin og telst ég seint til góðkunningja undirheima eða lögreglunnar. Ekki einu sinni Dominos býður upp á svona þjónustu. Fíkniefnaneysla er löstur en alls ekki glæpur. Öll erum við hins vegar breisk, hvert á okkar hátt. Eins og öðrum löstum, sem allir eru til marks um að við erum nú bara umfram allt mannleg, ættti að reyna að draga úr eða helst útrýma fíkniefnaneyslu. Eitt vil ég jafnframt leggja þunga áherslu á: Neyslan skemmir, og eyðir. Heltekur og drepur. En rétt eins og hungri verður ekki útrýmt með því að banna svengd eða fátækt útrýmt með því að gera hana refsiverða þá er í besta falli fáfræði sem knýr nokkurn mann til að vilja útrýma fíkniefnasjúklingum og fíkniefnum með því að banna fíkniefni. Með því hrekja fíkniefnasjúklingana út á jaðar samfélagsins, þar sem frumskógarlögmálin gilda og vondir menn eru í senn löggjafar- og dómsvald og handrukkarar og aðrir misyndismenn framkvæmdavaldið. Reynsla Portúgala af sínum breytingum á fíkniefnalöggjöf er eitthvað sem áhugamenn um betra samfélag ættu að kynna sér. Vilji menn í fullri alvöru finna leið til að draga úr þjáningum þeirra sem neyta fíkniefna, þeirra sem verða fyrir barðinu á fíklum sem fjármagna neyslu sína með innbrotum og ofbeldisglæpum og um leið losa heljartök þeirra sem stjórna undirheimum geta menn ekki litið framhjá þeim augljósa valkosti að binda enda á stríðið gegn fíkniefnum og fíkniefnaneytendum, hætta að líta á neyslu fíkniefna sem glæp og horfast í augu við það að fíkniefnavandinn er heilbrigðisvandamál, ekki glæpur.

>>

Því á meðan ég fordæmi ekki neyslu maríjúana, þá kýs ég að sleppa henni sjálf. Ég notast við aðrar hækjur, og ástæðan fyrir því er að ég hef séð afleiðingar ótæpilegrar neyslu hjá bæði ættingjum og vinum. Og það er hér sem viðkvæmasti bletturinn á umræðunni liggur. Því það bregst ekki að ef andstæðingar lögleiðingar heyra eitt einasta dæmi um hvaða afleiðingar kannabisneysla getur haft þá eru þeir roknir af stað með móðursýkisásakanir, samsæriskenningar og ásakanir um öfgar. En það er engu að síður sannleikanum samkvæmt að kannabisneysla getur haft í för með sér þunglyndi, kvíða, orkuleysi, minnisleysi, skerta einbeitingu og móðursýki. Og ég get ekki séð tilganginn með því að lögleiða efni sem getur haft þessi áhrif. Allra síst þegar við höfum hlaðborð af efnum sem nú þegar eru lögleg sem við getum notað til að tækla hverja þá drauga sem við höfum í eftirdragi. Lögleiðing = aukið aðgengi Aukið aðgengi = meiri neysla Það er þessi ófrávíkjanlega keðja sem ég get ekki skrifað undir. Meiri neysla stóreykur auðvitað hættuna á að fólk verði háð efni sem er í grunninn mjög ávanabindandi. Frekar en að lögleiða efnið finnst mér að viðleitni manna ætti frekast að beinast að rótum vandans - af hverju við erum svo vansæl og almennt helluð að við þurfum sífellt að finna okkur deyfingu? Hvað gerir það að verkum að raunveruleikinn er svo dapurlegur að við þurfum endalaust að leita nýrra leiða til að frá frí frá honum? Frekar en að lögleiða lausnina, ættum við að finna orsakir vandans. Eftir óteljandi samræður um þetta efni sýnist mér fylgjendur lögleiðingar aðallega styðja sig við tvennt; annars vegar forræðishyggjupunkt og hins vegar einhvers konar hagfræðihugleiðingar. Forræðishyggja er vissulega alveg ferlega leiðigjarnt fyrirbæri. Ég er fylgjandi lágmarksafskiptum stjórnvalda af þegnum sínum, en hins vegar fylgjandi því að búið sé til samfélag þar sem þegnarnir hafa takmörkuð tækifæri til að beinlínis skaða sjálfa sig. Ég sé ekki skelfilegu forræðishyggjuna sem á að felast í því að skaðleg efni séu bönnuð. Því að ég get ekki gefið neinn afslátt af því að neysla kannabis skaðar þann sem stundar. Og hún er ávanabindandi. Ég vil að stjórnvöld gefi mér frelsi til að stunda þá vinnu sem ég vil, gefi mér frelsið til að mennta mig, segja skoðanir mínar og hafa áhrif á stjórnun landsins, en mér er slétt sama þótt þeir takmarki frelsi mitt til að grilla í mér heilasellur. Og ef ég er svona áfjáð í kannabisgrillið, þá munar mig ekki um að sækja mér það lengra en í næsta apótek. Því ég sé ekki hverju við erum bætt þótt við getum tölt út í Lyfju og sótt okkur kannabis, sem er ekkert annað en skaðleg viðbót við það löglega deyfiefnahlaðborð sem við höfum aðgang að í dag. Hagfræðipælingunni væri eflaust gaman að svara ef mér væri ekki fullkomlega drull. Mér er nákvæmlega sama hvaða gróða er hægt að hafa upp úr sölu kannabisefna, hvaða jákvæðu áhrif á hagkerfið hún kynni að hafa og svo framvegis, því svo lengi sem varan sem um ræðir hefur skaðleg áhrif á geðheilsu og líf þess sem hana kaupir þá vegur það margfalt þyngra en gróðasjónarmið. Við erum nú þegar nógu dofin af innrætingu og áróðri alls í kringum okkur, að reyna að krafsa fram sjálfstæða hugsun þrátt fyrir að sífellt sé verið að rugla okkur í ríminu er tussuerfitt verkefni. Það að auka enn á doðann með því að reykja frá sér alla einbeitingu og frumkvæði er sóun á lífi og kröftum. Og að lögleiða þá sóun er svolítið eins og einhver tragískur brandari. Pínulítið fyndinn en maður meiðir sig smá í sálinni þegar maður hlær því maður veit betur.

175


Með #2 Mótrök

Á móti #2 Mótrök

Ég vil ekki hljóma eins og einhver sem hefur reykt frá sér allt vit og endurtekur sig í sífellu, en fíkniefni eru hættuleg. Um það er ekki deilt í þessari pseudo-ritdeilu okkar Guðrúnar Sóleyjar. Án þess að vilja vera umræðuefnisskilgreinandi Morfísræðumaðurinn þá er nauðsynlegt að halda sig við efnið. Um markmiðið erum við sammála. Af skrifum stórvinkonu minnar er ekki annað að sjá en að við viljum bæði að stefnan sé sett á mannvænna samfélag. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að sú leið sem valin er til að stemma stigu við því að fólk neyti fíkniefna sé komin í öngstræti. Ekkert bendir til þess að sífellt þyngri dómar í fíkniefnamálum dragi úr neyslu þeirra. Fangelsi landsins eru yfirfull af mönnum sem sitja inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Þrátt fyrir tregðu málsvara hins ríkjandi ástands til að bekenna peningaleg rök þá er staðreyndin sú að peningar vaxa ekki á trjánum, óklíkt ástinni. Hver króna sem sett er í að koma þeim sem stunda fíkniefnamisferli bak við lás og slá verður ekki nýtt í að efla baráttu gegn alvarlegri afbrotum, þar sem fórnarlambið er einhver annar en „glæpamaðurinn“ sjálfur. Án þess að vilja drepa lesendur mína úr leiðindum með tölum þá má nefna að hver fangi kostar ríkissjóð 400.000 krónur á mánuði og er þá ótalinn kostnaðurinn við að handsama menn, verka þá í dómskerfinu (lögfræðingar eru ekki ódýrir) og fleira. Þessa peninga er ekki hægt að nota til að fjölga lögreglumönnum á útihátíðum, stofna skóla fyrir börn sem eru ekkert sérstaklega góð í að lesa og vilja gera aðra hluti vel líka, athvarf fyrir sæta kettlinga og selkópa eða eitthvað enn þarfara. Að sama skapi mætti breyta „Fíknó“ í einhverskonar Special Victims Unit eða deild innan lögreglunnar til að sporna gegn nútíma þrælahaldi sem í daglegu tali er nefnt mansal. Ég veit að þetta er ekki spurning um að berjast annaðhvort gegn fíkniefnum eða gegn mansali. En meðan stórfé er varið í að berjast við fíkniefnavindmyllur verður það ekki nýtt í að bjarga konum úr kynlífsþrælkun. Jafnvel þó hægt væri að verja öllum heimsins auðlyndum í að sporna við ólöglegri verslun með fíkniefni, þá væri það fullkomið aukaatriði. Hið langdregna stríð gegn fíkniefnum gegnur illa og er að öllum líkindum óvinnandi, eins og önnur stríð gegn nafnorðum. Réttara væri að berjast við þann óumdeilda vanda sem neysla fíkniefna er með því að efla fræðslu, hafa eftirlit með því hverjir selja fíkniefni og tryggja að þau komist ekki í hendur barna. Ólíkt ÁTVR, þrátt fyrir alla þess galla og hatur þess á stórmeisturunum í Motörhead, þá gera þau sitt besta til að koma í veg fyrir að áfengi lendi í höndum barna. Ég skal éta hattinn minn og regnhlíf takist að grafa upp fíkniefnasala sem spyr um skilríki. Sé fullorðið, sjálfráða fólk ekki fært um að taka sjálft ákvörðun um hvort það skuli neyta efna sem það veit að stórskaðar það, þó svo að þau séu lögleg, þá er alvarlegur dómgreindarskortur og fáfræði mun meira vandamál en fíkniefnaneysla.

Þótt ég hefði orðið fyrir eldingu í svefni hefði það ekki komið mér meira á óvart en málflutningur Gunnars gerði. Hann ræddi af mikilli sannfæringu ,,portúgölsku leiðina”, lögmál framboðs og eftirspurnar og stríðið gegn fíkniefnum. En gefum þessu séns, því þótt málflutningur sé fyrirsjáanlegur þarf hann ekki að vera alslæmur. Og ekki má gleyma að hrósa því sem vel er gert: ég vil gjarnan hrósa Gunnari fyrir glæsilega Wire-vísun, þótt skynsemin þjaki hann kannski ekki þá dugar hún samt til að beina honum í réttan afþreyingarfarveg. Gunnar tók fram að ,,mannskepnan ræður sér sjálf og er heimilt að gera hvað henni hentar við líf sitt og líkama, svo framarlega sem það valdi öðrum ekki skaða. Þetta tek ég undir. En þessu hafna ég í samhengi við ofneyslu fíkniefna. Því það eru alltaf (og takið eftir miklum þyngslum í framburði á þessu alltaf) skaðleg fleirum en neytandanum. Því á bak við hverja manneskju eru aðrar manneskjur, hvort sem það eru foreldrar, börn eða vinir, og þetta fólk bíður óhjákvæmilega skaða þegar einhver þeim nákominn ánetjast fíkniefnum. Það sem gleymist, ekki bara í orðræðu Gunnars heldur í almennri umræðu um þetta efni, er að lögleiðing hefur stærri samfélagslegri merkingu en bara refsilöggjafar-lega. Því lög hvers ríkis eru óhjákvæmilega sá mælikvarði sem borgararnir miða gildismat sitt við. Hvað sé æskilegt og hvað eigi að forðast. Þegar eitthvað er fest í lög á sér stað ákveðið samþykki. Yfirlýsing þess að stjórnendum landsins þóknist viðkomandi hlutur. Og á meðan ég er sjúklega hrifinn af því að fólk taki sjálfstæðar ákvarðanir og myndir sér sínar eigin skoðanir, óháð skoðunum stjórnvalda - þá leyfir dómgreind mín mér ekki að virða að vettugi gildi þess bókstafs sem fest er í lög. Mér er bannað að keyra yfir á rauðu ljósi vegna þess að það er hættulegt. Eins er veikum tryggð aðhlynning, börnum tryggð menntun og mér tryggð námslán. Hvers vegna? Jú, þetta er fest í lög því að þetta eru gildi sem langflestir geta sameinast um að eru æskileg. Og góð. Svo lögin eru leiðbeinandi um hvað okkur finnst rétt og hvað rangt. Samþykkið sem myndi felast í lögleiðingu kannabisefna er stórhættulegt og óafturkræft. Um leið og stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir fyrirbæri eina og kannabisneyslu mun neysla (og þetta hef ég marítrekað út frá mismunandi sjónarhornum) aukast. Um leið og stjórnvöld samþykkja eitthvað sem ég hef hingað til ekki haft skoðun á hvort sé gott eða slæmt með því að leiða það í lög, þá bara hlýtur það að vera í lagi. Þess vegna er ég andvíg lögleiðingu kannabisefna. Gunnar Dofri ræddi ,,stríðið gegn fíkniefnum” og sagði að fíkniefnin séu að vinna. Þessi If you can’t beat them, join them - hugsunarháttur ber merki um hugleysi og uppgjöf. Að setja þetta upp sem einhvers konar spennandi baráttu fyrir stríðsperverta finnst mér lúalegt, og að tala um sigurvegara í þessu samhengi finnst mér enn amerískara og hallærislegra.Það er enginn sigurvergari í þessum aðstæðum, annað hvort sköpum við samfélag þar sem fólk er svo brotið og óhamingjusamt að það leitar í súbstans til að finna fyrir andartakslétti - eða við búum til samfélag þar sem súbstansinum er hafnað, hann er ekki samþykktur en áherslan frekar lögð á að leita uppi rót vandans svo að þörfin fyrir efnin hverfi. Eins og mér datt í hug laugaði Gunnar sig upp úr olíukenndum hagfræðihugleiðingum á borð við að öflugasta vopn fíkniefna væri lögmálið um framboð og eftirspurn. Að hægt sé að verðleggja eftrspurn eftir bannaðri vöru svívirðilega hátt. Aftur; það sem er ódýrt selst augljóslega í meira magni en það


útskriftargjöfin... EARS WiFi Rating Hönnun Tengimöguleikar Hljómgæði

10.0 10.0 10.0

GENEVA XS

Ferðatæki með hleðslurafhlöðu. Stereo Bluetooth móttakari, útvarp, klukka og vekjaraklukka. 3 litir.

Verð kr. 34.980.Stgr. kr. 31.800.-

GENEVA S

Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. 3 litir.

Verð kr. 68.800.Stgr. kr. 58.800.-

GENEVA M

Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. 4 litir.

Verð kr. 98.600.Stgr. kr. 86.800.-

genevalab.com

sem kostar meira fé. Og við Gunnar erum sammála um að það sé æskilegt að selja minna magn af kannabis. Þess vegna stingur í stúfa að hann vilji finna leiðir til að lækka verð þess. Gunnar Dofri kom með góða upptalningu sem hljóðaði svo: „Fíkniefni eru ótrúlega gróðavænleg vara og verða áfram meðan a) einhver er tilbúinn að kaupa þau b) einhver er tilbúinn að selja þau og c) þau eru bönnuð.“ Þessu er ég sammála. Við Gunnar veljum okkur hins vegar mismunandi þætti til að herja á. Á meðan hann vill ráðast að þriðja liðnum, vil ég miklu heldur ráðast að þeim fyrsta - það segir sér sjálft að ef enginn vill lengur kaupa fíkniefni - þá hætta þau að vera gróðavænleg eða eftirsóknarverð vara. Það er að segja - ég vil frekar útrýma eftirspurninni til að koma í veg fyrir framboð. Gunnar vill hins vegar fara þá undarlegu krókaleið að lögleiða vöruna til að mæta eftirspurn og lækka verðið, á meðan hann segir í sömu andrá að fíkniefnaneysla sé löstur og að “neyslan skemmi og eyði. Heltaki og drepi.“ Ég sé ekki hvers vegna lækkun kannabisverðs er eftirsóknarvert markmið - það sér það hvert mannsbarn (og hér gæti ég nýtt tækifærið til að koma með hrikalega fyndið grín um stærðfræðikunnáttu málabrautarfólks en Gunnar Dofri var því miður fyrri til. Bömmer) að lægra verð stuðlar að aukinni neyslu, og aukin neysla kannabis er ekki af hinu góða. Enn og aftur - ég skil ekki hvernig samfélagsmynd þar sem hægt er að kaupa kannabis á lágu verði í smásölu sé betri en samfélagsmynd þar sem þetta er ekki hluti af okkar raunveruleika. Og eins: hverju erum við bætt að búa í samfélagi sem leyfir vörslu og dreifingu fíkniefna? Að hvaða leyti bætir það samfélagið okkar að hækka sífellt þolmörkin gagnvart deyfandi og ávanabindandi lyfjum? Það er skemmtilegt funfact að framleiðsluverð kannabis sé það sama og verðið á jarðaberjatei, en það er fullkomið aukatriði í þessari umræðu. Það dregur ekki úr skaðsemi kannabis að hægt sé að finna sakleysislega vöru sem kostar það sama í framleiðslu. Umræðupunkturinn er sá hvort lögleiðing efnisins sé skynsamleg, afleiðinganna vegna. Ég verð af öllum mínum mætti að andmæla þeirri fullyrðingu Gunnars að með því að banna fíkniefni séum við að auðvelda aðgengi. Það eru svo augljósir útúrsnúningar að þeir eru næstum því ekki svaraverðir. Bara pínupons svaraverðir. Því Gunnar veit, og það veit faðir hans Ólafur og móðir hans Sigrún, að auðvitað tálmar bann aðgengi að hverju sem er. Og afnám banns auðveldar það. Þetta hafa verið ánægjuleg skoðanaskipti - vil þakka Gunnari fyrir málefna- og vasklega framgöngu. Þótt þessi skoðanaskipti dugi kannski ekki til að leiða einhvern saklausan útúrreyktan silung frá glapstigum fíkniefnaneyslu, þá hefur hún sennilega ekki heldur dugað til að sannfæra nokkurn skynsaman meinlætamann um að útvega sér góðan skammt af rjúkandi kannabis fyrir helgina.


Stærðfræði djamm í Amsterdam 16. júlí Ég stóð við útidyrnar á heimili mínu kl. 4:40 á laugardagsmorgni. Þó var ég ekki að koma heim af galeiðunni, eins og margir kannast eflaust við, heldur var ég á leiðinni út, á vit ævintýranna. Ég kvaddi foreldra mína og trillaði ferðatöskunni minni út að götunni. Þar beið mín leigubíll. Förinni var heitið til Amsterdam þar sem Ólympíuleikarnir í stærðfræði voru haldnir í sumar. Ólympíulið Íslands var skipað sex menntaskólanemum: Ásgeiri Valfells úr MH, Áslaugu Haraldsdóttur úr Verzlunarskólanum, Hauki Þorgeirssyni úr MH, Hólmfríði Hannesdóttur úr MR, Sigurði Kára Árnasyni úr MR og undirrituðum. Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að í liðinu voru þrír MR- ingar (því að 1+1+1=3). Á flugvellinum í Amsterdam tók ungur maður að nafni Henrik Van De Ven á móti okkur. Hann kynnti sig fyrir okkur á íslensku og kom því síðan frá sér á bjagaðri íslensku að hann yrði leiðsögumaðurinn okkar í ferðinni. Öllum í hópnum þótti þetta aðdáunarvert af manninum. Örfáum mínútum síðar sagði hann okkur þó að hann væri hálfíslenskur og kynni alveg íslensku. Hann fylgdi okkur á fjögurra stjörnu Novotel-hótelið í Amsterdam þar sem við komum okkur fyrir tvö og tvö saman í herbergi. 17. júlí Sunnudagurinn var rólegur. Við sváfum út og hlóðum batteríin eftir langt ferðalag. En meðal okkar, eins og flestra gesta

hótelsins, ríkti gríðarleg eftirvænting og spenna. Keppnin sjálf var nefnilega á mánudaginn og um 600 gestir á hótelinu voru keppendur. „I<3 MR“-bolurinn hans Sigga vakti lukku. Sigurður, sem stoltur MR-ingur, tók að sjálfsögðu með sér MR-bol í ferðina. Þegar hann fór út í honum hlógum við í liðinu mikið að honum og hann tók eftir því að þó nokkrir ungir menn renndu til hans löngunaraugum. „I love MR“ skilst frekar sem „I love Mister“ en „I love Menntaskólinn í Reykjavík“ í Hollandi. 18. júlí Við vöknuðum snemma á mánudeginum, um sjöleitið. Flestir voru þöglir við morgunverðarborðið en kl. hálf átta fórum við með rútu á keppnisstaðinn. Þar hófst keppnin stundvíslega kl. átta. Keppendunum 600 var dreift í þrjá íþróttasali og hvergi voru fleiri en tveir keppendur frá sama landi í sal. Auk þess sátu keppendur frá sama landi langt frá hvor öðrum, ef þeir voru í sama sal. Keppendur fá þrjú dæmi fyrri daginn og hafa ftóra og hálfan tíma til að skila lausnum. Seinni daginn fá þeir aftur þrjú dæmi og og jafnlangan tíma til að leysa þau. Í heild eru þetta því sex dæmi á níu tímum. Í eyrum MR-inga sem eru vanir 90 mínútna jólaprófum kann þetta að hljóma sem ansi langur tími til að leysa sex dæmi. En þetta eru engin hefðbundin dæmi. Hópnum gekk ágætlega og við hlökkuðum til að spreyta okkur aftur næsta dag.


19. júlí Dagurinn byrjaði líkt og mánudagurinn. Við vöknuðum snemma og fórum svo í íþróttahúsið til að takast á við seinni þrjú dæmin. Þessi dæmi fóru ekki alveg jafnvel í hópinn. Þrátt fyrir það voru allir ánægðir með að vera búnir í keppninni og eiga fjögurra daga frí í Hollandi framundan. Eftir að allir höfðu jafnað sig aðeins héldum við út í garð nálægt hótelinu og kepptum við nokkur lið í ýmsum furðulegum íþróttagreinum. Meðal þeirra má nefna kapphlaup á stultum, reiptog, að byggja risastóra spilaborg, og einhvers konar skopparablöðrukapphlaup. Við unnum að sjálfsögðu. Enda yfirburðaíþróttamenn í liðinu. 20. júlí Miðvikudagurinn reyndist vera einn skemmtilegasti dagurinn í ferðinni. Veðurguðirnir buðu upp á sannkallað sólarhlaðborð og við, sem höfðum einmitt ákveðið að fara í siglingu, hefðum ekki getað verið ánægðari. Með okkur í skútu voru lið frá nokkrum öðrum þjóðum. Við sigldum til hafnarbæjarins Volendam þar sem við skoðuðum okkur aðeins um og tókum síðan hópmynd í hollenskum þjóðbúningum. Sólin skein enn á leiðinni aftur til Amsterdam svo við fengum skipstjórann til að hægja aðeins á skipinu og leyfa okkur að stökkva út í. Miðaldra mæðrum keppendanna frá Suður-Kóreu leist reyndar ekkert á blikuna þegar við rifum okkur úr fötunum til að undirbúa stökkin. Hins vegar fannst nokkrum liðsmönnum Kosovo þetta vel til fundið. Þeir spurðu hvort vatnið væri kalt og við svöruðum með því að segja: „Cold?! NO, this is just like a swimming pool.“ Vatnið var reyndar svolítið kalt en okkur fannst ekki í boði að vera kalt – íslenska stálið sko. Krakkarnir frá Kosovo stukku út í og sáu líklegast eftir því um leið og þeir lentu í vatninu. Fyrir þeim var þetta ekki kalt. Þetta var eitthvað allt annað, eitthvað miklu meira. Við þurftum að hjálpa þeim upp úr vatninu og mörg þeirra voru nánast í losti eftir þetta.

Djammfélagar. Það var tekin stutt djammpása þegar komið var á flugvöllinn.

21. júlí Á fimmtudeginum var haldið til Haag þar sem við skoðuðum nokkur söfn og fórum síðan á ströndina. Veðrið var reyndar ekki alveg eins og maður vill hafa það þegar maður er á ströndinni. Við létum það hins vegar ekkert á okkur fá og skemmtum okkur hið besta við smíð á mögnuðum sandkastala. 22. júlí Á föstudeginum var fótboltamót fyrir utan Amsterdam Arena, æfingasvæði stórliðsins Ajax. Við vissum ekki af mótinu fyrr en seint á fimmtudaginn og vorum í vandræðum með að finna okkur liðsfélaga sem urðu að vera úr annarri heimsálfu. Haukur nýtti sér japönskukennsluna úr MH og fékk Japanina til að vera með okkur í liði. Við áttum að vera í rauðum búningum svo Blöndalinn mætti að sjálfsögðu í Valsbol. Fyrsti leikur okkar var gegn sameiginlegu liði Síle og Fílabeinsstrandarinnar. Þetta virtist vera sterkt fótboltalið. Af útliti Fílabeinsstrandarmanna hefði mátt ætla að liðið hefði verið sent til leiks til að gera góða hluti í fótboltanum en ekki stærðfræðinni. Æsispennandi leik lauk með 1-0 sigri Íslands. Eftir leikinn var ég ítrekað spurður hvort ég væri Kolbeinn Sigþórsson sem gekk einmitt til liðs við Ajax í sumar. Það var svo sem ekki furða að ég væri spurður; markið var stórglæsilegt. Sigurgangan hélt síðan áfram og við unnum næsta leik líka 1-0 og aftur var það kallinn sem skoraði. Okkur í íslenska liðinu tókst enn og aftur að sýna á þessu fótboltamóti að maður þarf ekkert endilega að vera bestur í stærðfræði til að vera bestur í íþróttum.

23. júlí Á laugardeginum lágu úrslit í keppninni fyrir. Árangur okkar var vonum framar og heildarstigaftöldi hópsins var sá þriðji hæsti sem Ísland hefur náð í keppninni. Þrjú okkar hlutu verðlaun fyrir að hafa tekist að leysa heilt dæmi villulaust sem er reyndar hægara sagt en gert. Um kvöldið var síðan haldið teiti. Þar fengum við að kynnast því hvernig stærðfræðingar hvaðanæva úr heiminum djamma. (Rúbikskubbar, talnaþrautir, spilagaldrar og er þá fátt eitt nefnt). Ég tók eftir því að skeggtíska ungra stærðfræðinga er mjög einhliða. Langalgengustu útgáfuna kýs ég að kalla „stærðfræðimottuna“. Henni má lýsa sem þeim skeggvexti sem 15 ára drengur sem aldrei hefur rakað sig hefur náð. 24. júlí Þótt lítið annað en heimferðin stæði til á sunnudeginum tókst okkur samt að skemmta okkur konunglega í síðustu máltíðinni á hótelinu. Í Hollandi er hefð fyrir því að strá eins slags súkkulaðispónum yfir brauð. Á hótelinu var hægt að fá slíka spæni í litlum pakkningum. Nokkur okkar ákváðu að taka nokkra pakka með í töskuna til að bjóða fjölskyldu og vinum upp á heima. Þrír okkar fóru hins vegar alveg fram úr sér og gerðu úr þessu einhverja fáránlega keppni um hver gæti tekið flesta pakka. Þegar upp var staðið fórum við af hótelinu með vel yfir 100 pakka af súkkulaðispónum.

Benedikt Blöndal, 5.X

179


arionbanki.is/namsmenn – 444 7000

Meira app, meiri námsmannaþjónusta Nýjasta uppfinning Arion banka er Hringtorg, spennandi viðburða- og fríðindakerfi sem þú getur fylgst með í símanum þínum. Hringtorg veitir þér upplýsingar um fjölda fríðinda, sérstök tilboð og forgang að ýmsum viðburðum sem samstarfsaðilar Hringtorgs bjóða upp á. Hringtorg nýtist öllum handhöfum Kortsins.

Náðu þér í Hringtorgs-appið á kortid.is


AKUREYR I

20

12

HÁSKÓL I

Á NN

198

7

Hvað ætlar þú að verða? Kynntu þér nám við HásKólann á aKureyri

Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Hjúkrunarfræði** Iðjuþjálfunarfræði* Kennarafræði* Líftækni*

Lögfræði Náttúru- og auðlindafræði* Nútímafræði* Sálfræði* Sjávarútvegsfræði* Viðskiptafræði*

* Einnig í boði í fjarnámi ** Í boði í fjarnámi í Reykjanesbæ og á Ísafirði 181

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.unak.is/namid


Annáll Það er með góðri samvisku hægt að segja að skólaárið sem nú er að líða hafi verið eftirminnilegt. Mikið fár hefur ríkt á ýmsum stöðum innan Menntaskólans. Brotist hefur verið inn í félagslíf nemenda og nemendur sjálfir brotið sér leið út (eða inn) með ýmsum hætti. Því er full ástæða til þess að gera hér upp árið og verður engu sleppt. Veturinn gekk í garð með rólegum septembermánuði en ekki leið á löngu þar til ró MR-inga var raskað með fyrsta Lokablaði ársins sem var vægast sagt frábrugðið öðrum saklausari ritum Framtíðarinnar. Það er skemmst frá því að segja, án þess að móðga neinn, að ritstjórn blaðsins var vikið frá störfum. Enda hafa seinni tölublöð Loka verið settlegri og ekki grætt neinn. En afleiðingar fyrsta tölublaðs Loka þetta árið voru ekki einungis beisk tár og örari hjartsláttur nemenda heldur hafði innihaldið slík áhrif á valdamenn skólans að mikilvægt þótti að hafa vit fyrir nemendum með þeim hætti að mörgum fannst mál- og skoðanafrelsi sitt skert. Það bætti ekki úr skák að fyrsta blað Menntaskólatíðinda sem kom út hvatti til ókristilegs lífernis. Yfirvöld skólans sáu strax að fjöldinn allur af nemendum myndi elta kanínuna ofan í holuna og því var þetta kornið sem fyllti mælinn. Hingað og ekki lengra sögðu hæstráðendur og nú loks fóru kennarar að lesa blöð sem komu út á vegum nemendafélaganna. Vinsældir blaðanna náðu þó hámarki á landsvísu þegar stór fjölmiðill landsins kom höndum sínum yfir MT og internetið logaði af skoðanaglöðum og umhyggjusömum samborgurum. Það má segja að það sé í senn fyndið og grátlegt að það hafi þurft slík áföll til þess að áhugi vaknaði á tímaritunum af hálfu kennara og stjórnenda. Í kjölfarið hófu nokkrir raddsterkir menn að athuga hvort ekki væri hægt að sporna við þessari þróun í átt að skerðingu mannréttinda nemenda. Það er þessum mönnum að þakka að þessi pistill er skrifaður. Fyrsta ball ársins vakti réttilega mikla athygli og umfjöllun. MR fékk undanþágu til þess að halda busaball á Broadway. Nemendur annarra mennta-og framhaldsskóla landsins urðu sárir og reiðir og komu af stað sögusögnum um að æðsti stjórnarmeðlimur Skólafélagsins hafi beitt ýmsum bellibrögðum til þess að fá vilja sínum framgengt. Hér verður ekki tekin nein afstaða til þess hvort og þá hvaða greiðar opnuðu dyrnar í þessu máli en eitt er víst að þetta ball var best sótta ball ársins og að margra mati það skemmtilegasta. Svo skemmtilegt að jafnvel útskrifaðir MR-ingar vildu ekki missa af fjörinu. Auglýsingin sem umræddur stjórnarmeðlimur Skólafélagsins fékk eftir ballið varð til þess að busastúlkur skólans voru í fyrsta sinn vissar um að þær væru á réttum stað. Þær vildu ekki missa af gossip girl atburðarrásinni og skráðu sig allar í vist á Amtmannsstíg.

Þegar haust varð að vetri lagðist spennuþrungin ró yfir félagslífið. Framhaldið var óljóst og eitthvað kraumaði undir yfirborðinu. Lognið á undan storminum ríkti þegar miðsala á umdeildasta ball ársins hófst, Jólaball Skólafélagsins. Allir hugsuðu það sama en enginn dirfðist að segja það upphátt: Þetta verður klúður. Fólk hefði betur látið í sér heyra áður en að öxin féll. Því maðurinn sem stóð undir henni féll svo sannarlega. Á einni nóttu tæmdist Amtmannsstígur af fögrum busasnótum, þögn sló á símalínur en loks varð þörf fyrir heimsíðu Skólafélagsins. Nýuppfærð og endurfædd heimsíða Skólafélagsins fékk loksins heimsóknir en skilaboðin sem gestir skildu eftir sig voru ekki fögur. Til allrar hamingju fyrir stjórn Skólafélagsins hófst jólafrí og sumir sneru ekki aftur. Þeir sem það þó gerðu komu tvíelfdir til leiks og einn þeirra tók það til bragðs að elda hamborgara ofan í nemendur enda full ástæða til því kosningar voru í nánd. Eins og svo margt annað í Lærða skóla voru niðurstöður þeirra fyrirfram ákveðnar. Margrómað ljúfmenni var kjörið höfuð nemendafélagsins. Eftir að hafa fengið prókúru frá dánarbúinu fordæmda fengu nemendur þó að sjá hina hlið ljúfmennisins. Það þurfti ekki aðeins að kjósa í eitt af höfuðembættum Skólafélagsins því það fór maður fyrir borð hjá Framtíðinni. Framtíðin hafði komist fremur hnökralaust frá skandölum ársins 2011. Það gæti hins vegar verið að Framtíðin hafi ekki tekið mikið eftir að það vantaði forseta Róðrafélagsins enda virtist stjórnin hafa mikilvægari hnöppum að hneppa. Sá maður sem eitt sinn áður hafði verið kosinn í embætti forseta Róðrafélagsins var endurkosinn. Á meðan nýr maður kom sér fyrir í embættisstól bættu aðrir við sig verkefnum. Herranótt fékk góðar viðtökur. Á meðan vöfruðu umkomulausar busastúlkur um Spot enda eftirtektarvert hversu fáir busar komu að sýningu Herranætur í ár. Það eina sem á eftir að nefna er útgáfa þessa blaðs. Þar hafa meðlimir ritstjórnar sýnt siðlausa notkun á málfrelsinu og persónuupplýsingum, viðvaningslega skipulagningu á auka Sveinbjargarmyndatökum, tregðu í fjármagnssöfnun og keðjureykingar og er nú í höndum nemenda að ræða og dæma það.

XOXO

183


Bekkjarmyndir


3.A

Adda Guðrún Gylfadóttir

Alexía Margrét Jakobsdóttir

Andrea Gestsdóttir

Axel Haukur Jóhannsson

Áslaug Ragna Stefánsdóttir

Bjarki Lárusson

Bjarni Halldór Janusson

Eyjólfur Björgvinsson

Fanney Rún Jónsdóttir

Freyr Þorvaldsson

Guðberg Sumarliðason

Hannes Arason

Heba Lind Halldórsdóttir

Ingibjörg H Steingrímsdóttir

Jóhanna Embla O. Þorsteinsdóttir

Karólína Jóhannsdóttir

Katrín Anna Herbertsdóttir

Kristinn Logi Auðunsson

Lísbet Sigurðardóttir

Oddur Snorrason

Sandra Smáradóttir

Shintaro Yamada

Sigrún Hannesdóttir

Snorri Ágústsson

Sonja Björk Guðmundsdóttir

Svanhildur Ólöf Sigurðardóttir

Þórarinn Árnason

Þórhallur Sigurjónsson

Ævar Daníel Guðrúnarson

Aðalbjörg Guðmundsdóttir

Agnar Davíð Halldórsson

Arnór Kristmundsson

Berglind Una Svavarsdóttir

Björgvin Brynjarsson

Karólína Rut Lárusdóttir

Oddný Huld Halldórsdóttir

3.B Brynjar Ísak Arnarsson

Egill Erlingsson

Elín Edda Þorsteinsdóttir

Garðar Andri Sigurðsson

Haraldur Björnsson

Jóhann Kári Ívarsson

Ómar Páll Axelsson

Páll Ágúst Þórarinsson

Stefán Gunnlaugur Jónsson

Tómas Þórir Tómasson

Þorsteinn Hjörleifsson

Þórey Ásgeirsdóttir


3.C

Andrea Sif Sigurðardóttir

Bjarki Viðar Kristjánsson

Björn Tómasson

Embla Jóhannesdóttir

Hermann Ólafsson

Krister Blær Jónsson

María Rún Þrándardóttir

Orri Matthías Haraldsson

Hugi Hólm Guðbjörnsson

Ívar Loftsson

Jóhann Ragnarsson

Jón Hlöðver Friðriksson

Kjartan Magnússon

Páll Ársæll Hafstað

Pétur Gunnarsson

Snædís Inga Rúnarsdóttir

Þórir Már Ingólfsson

Ægir Benediktsson

Aldís Lilja Örnólfsdóttir

Alexander Jóhannsson

Benedikt Baldur Tryggvason

Berglind Jónsdóttir

Bjarni Elí Jóhannsson

3.D Brynjar Már Björnsson

Daníel Snævarsson

Elísa Birta Ingólfsdóttir

Elva Kristín Valdimarsdóttir

Emil Sölvi Ágústsson

Eyvindur Árni Sigurðarson

Gissur Atli Sigurðarson

Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir

Guðrún Snorra Þórsdóttir

Helena Kristín Brynjólfsdóttir

Herdís Hergeirsdóttir

Jón Tómas Jónsson

Jónatan Sólon Magnússon

Katrín Líf Þórðardóttir

Logi Fannar Brjánsson

Margrét Björg Arnardóttir

Sindri Freyr Gunnarsson

Sindri Ingólfsson

Skúli Þorláksson

Stefán Páll Sturluson

Steinar Baldursson

Teitur Tómas Þorláksson

Unnur Helgadóttir


3.E

Anders Rafn Sigþórsson

Atli Freyr Þorvaldsson

Ágúst Páll Haraldsson

Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir

Elín Fríða Óttarsdóttir

Fannar Guðlaugsson

Guðmundur Kristinn Lee

Halldór Kári Sigurðarson

Hans Patrekur Hansson

Haraldur Jón Hannesson

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hulda Hrund Björnsdóttir

Ísak Arnarson

Jóhanna Elísa Skúladóttir

Katrín Dögg Axelsdóttir

Kristín Kara Ragnarsdóttir

Lea Plesec Jerman

Nína Rún Óladóttir

Ólöf Ása Guðjónsdóttir

Nína Rún Óladóttir

Ragnar Már Garðarsson

Rakel Björk Björnsdóttir

Rannveig Dóra Baldursdóttir

Sara Högnadóttir

Sindri Engilbertsson

Vífill Sverrisson

Þórdís Tryggvadóttir

Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir

Anna Lilja Ægisdóttir

Atli Pálsson

Bára Elísabet Dagsdóttir

Benedikt Traustason

3.F Bergdís Elsa Hjaltadóttir

Dagný Björk Jóhannesdóttir

Daníel Guðlaugsson

Davíð Hafsteinsson

Diljá Kristjánsdóttir

Erla Diljá Sæmundsdóttir

Erna María Jónsdóttir

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Guðjón Bergmann Ágústsson

Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir

Gunnar Birgir Stefánsson

Gunnlaugur Helgi Stefánsson

Ísabella Eiríksdóttir

Kolbeinn Logi Ægisson

Óskar Jónsson

Róbert Bernhard Gíslason

Sigrún E. Urbancic Tómasdóttir

Sigurður Jens Albertsson

Soffía Gunnarsdóttir

Valdís Ósk Magnúsdóttir

Þorbjörg Ólafsdóttir

Þórdís Halla Gunnarsdóttir

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir


3.G

Arnaldur Orri Gunnarsson

Aron Páll Karlsson

Baldvin Lárus Sigurbjartsson

Bergdís Arnardóttir

Birkir Fannar Snævarsson

Egill Þorri Arnarsson

Freyja Ingadóttir

Guðmundur Garðar Árnason

Guðrún Brjánsdóttir

Gunnhildur Gunnarsdóttir

Hildur Helga Jónsdóttir

Karl Ólafur Hallbjörnsson

Kjartan Elvar Baldvinsson

Kolbrún Dóra Magnúsdóttir

Kristófer Ásgeirsson

Margrét Halla Valdimarsdóttir

María Soffía Júlíusdóttir

Ólafur Kári Ragnarsson

Ólafur Örn Haraldsson

Rakel Hekla Sigurðardóttir

Sara Fönn Einarsdóttir

Signý Kristbjörnsdóttir

Sigríður Óladóttir

Sigurður Jónsson

Valgerður Helgadóttir

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir

Aníta Jóhannesardóttir

Auður Gunnarsdóttir

Berglind Rós Bergsdóttir

Birgir Hauksson

Bryndís María Ragnarsdóttir

3.H Brynjar Geir Sigurðsson

Elín Metta Jensen

Eyleifur Ingþór Bjarkason

Garðar Kristjánsson

Halldór Falur Halldórsson

Heiðar Bergsson

Hjálmar Arnar Hjálmarsson

Inga Arna Aradóttir

Ingunn Sara Ívarsdóttir

Ingvi Steinn Jónsson

Jara Kjartansdóttir

Jenna Björk Guðmundsdóttir

Katrín Ísbjörg Aradóttir

Lukasz Serwatko

Marín Kemp Stefánsdóttir

Rúnar Geir Guðjónsson

Sara Lind Ómarsdóttir

Sigrún Birna Arnardóttir

Sturla Einarsson


3.I

Anna Júlía Oddsdóttir

Anna Steinunn Ingólfsdóttir

Arngrímur Einarsson

Bríet Ósk Magnúsdóttir

Eyþór Gísli Óskarsson

Friðrik Árni Halldórsson

Guðmundur Orri Pálsson

Hafþór Hákonarson

Helgi Freyr Ásgeirsson

Hjalti Hilmarsson

Huginn Gunnarsson

Ingi Páll Óskarsson

Jón Halldór Sigurbjörnsson

Kolfinna Álfdís Traustadóttir

Kristín Káradóttir

Kristófer Kristinsson

Magnús Óli Guðmundsson

Pjetur Stefánsson

Sara Högnadóttir

Sigurður Þór Thorstensen

Unnar Þór Benediktsson

Þorgerður Brá Traustadóttir

Þórður Atlason

Alexander Ísak Sigurðsson

Arndís Embla Jónsdóttir

Birna Rós Gísladóttir

B jarki Freyr Sveinbjarnarson

Brynja Björk Guðmundsdóttir

3.J Elísa Björg Benediktsdóttir

Hanna María Geirdal

Ingvar Þór Björnsson

Ketill Antoníus Ágústsson

Kristín Björg Bergþórsdóttir

Kristrún Ósk Óskarsdóttir

Kristrún Ragnarsdóttir

Mikael Jóhann Karlsson

Ólafur Rafn Gíslason

Páll Freyr Pálsson

Rakel Ýr Birgisdóttir

Sigurþór Andri Sigurðsson

Snorri Steinn Stefánsson Thors

Sóley Benediktsdóttir

Styrkár Þóroddsson

Valdimar Þór Ragnarsson


4.A

Andrea Dögg Gylfadóttir

Ari Guðni Hauksson

Ásdís Birna Gylfadóttir

Birgitta Guðmundsdóttir

Björk Þórðardóttir

Eva Rós Guðmundsdóttir

Fríða Þorkelsdóttir

Georg Gylfason

Heiður Lára Bjarnadóttir

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg Kjartansdóttir

Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir

Ingólfur Eiríksson

Ingunn Elísabet Markúsdóttir

Jóhanna Preethi Gunnarsdóttir

Jóhannes Tómasson

Jónína Kristín Guðmundsdóttir

Júlíana Amalía E Sveinsdóttir

Katrín Laufey Ragnarsdóttir

Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir

Kjartan Almar Kárason

Kristín Steinunn Þórarinsdóttir

Ólöf Björk Ingólfsdóttir

Ragnar Auðun Árnason

Tanja Teresa Leifsdóttir

Þórunn Arnardóttir

Baldvin Orri Kristjánsson

Birna Ketilsdóttir

Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Bryndís Thelma Jónasdóttir

Daníel Birgir Björgvinsson

Jónas Björn Pálsson

Lilja Rós Guðjónsdóttir

Matthías Tryggvi Haraldsson

4.B Edda Lárusdóttir

Elín Rósa Guðlaugsdóttir

Elísa Schram

Fríða Halldórsdóttir

Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Sigrún Líf Erlingsdóttir

Sólrún Hedda Hermannsdóttir

Steinunn Ólafsdóttir

Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir

Viktoría Vasylyna Alfreðsdóttir


4.M

Alda Kristín Guðbjörnsdóttir

Alex Kári Ívarsson

Andrea Jóna Eggertsdóttir

Anna Margrét Ólafsd. Johnson

Anna Margrét Ólafsd. Johnson

Ásdís Kristjánsdóttir

Björgvin Andri Björgvinsson

Daníel Kristinn Hilmarsson

Edda Rún Gunnarsdóttir

Eiríkur Erlingsson

Emma Rún Antonsdóttir

Greipur Garðarsson

Guðjón Trausti Skúlason

Guðmundur Hermann Bjarnason

Gunnar Thor Örnólfsson

Hlynur Jökull Skúlason

Hulda Sigurðardóttir

Jóel Pétursson

Ólafur Orri Sturluson

Ómar Svan Ómarsson

Skúli Ingvarsson

Snorri Þór Sigurðsson

Stefán Orri Ragnarsson

Sunna Halldórsdóttir

Valgerður Sigtryggsdóttir

Agnes Björg Kristjánsdóttir

Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir

Árni Freyr Helgason

Birta Dögg Skaftadóttir

Bjarni Halldórsson

Jón Birgir Kristjánsson

Katinka Ýr Björnsdóttir

Nils Alexander Nowenstein Mathey

Ragnhildur Arna Kristinsdóttir

Ríkarður Einarsson

4.R Daði Laxdal Gautason

Eygerður Jónasardóttir

Snorri Hrafnkelsson

Völundur Hafstað

Hákon Ellertsson


4.S

Aldís Mjöll Geirsdóttir

Erla Ylfa Óskarsdóttir

Freydís Halla Einarsdóttir

Freyja Sigurgísladóttir

Gunnar Birnir Ólafsson

Hanna Björt Kristjánsdóttir

Jón Ingvar Þorgeirsson

Kolbeinn Stefánsson

Kristinn Ingi Guðmundsson

Kristján Andri Gunnarsson

Lilja María Einarsdóttir

Morgan Marie Þorkelsdóttir

Nanna Katrín Hannesdóttir

Ólafur Jóhann Briem

Rósa Bestouh

Sara Margrét Daðadóttir

Sigurbjörn Már Aðalsteinsson

Sólbjört Sigurðardóttir

Sólveig Ásta Einarsdóttir

Steinunn Traustadóttir

Tinna Hallgrímsdóttir

Tryggvi Kalman Jónsson

Tryggvi Skarphéðinsson

Þorbjörn Þórarinsson

Þórhildur Þorleiksdóttir

Anna María Baldursdóttir

Auður Sandra Árnadóttir

Birgir Örn Höskuldsson

Bjarni Þór Bryde

Drífa Sóley Heimisdóttir

4.T Erla Steina Sverrisdóttir

Eyjólfur Emil Jóhannsson

Gísli Ingólfsson

Gísli Tómas Guðjónsson

Guðný Hannesdóttir

Guðrún Özurardóttir

Gunnar Jökull Johns

Harpa Snorradóttir

Helena Rut Örvarsdóttir

Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir

Írunn Þorbjörg Aradóttir

Kristín Rut Stefánsdóttir

Pétur Björnsson

Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir

Salóme Rós Guðmundsdóttir

Sigurður Traustason

Snorri Sigurðsson

Steinn Elliði Pétursson

Valgeir Steinn Runólfsson


4.X

Agnes Engilráð Scheving

Agnes Jóhannesdóttir

Alexandra Ýr van Erven

Anna Elísabet Jóhannsdóttir

Anna Rósa Ásgeirsdóttir

Birna Brynjarsdóttir

Brynja Matthíasardóttir

Brynjólfur Sigurðsson

Elísa Guðrún Agnarsdóttir

Gabriel Sölvi Windels

Gunnlaugur Geirsson

Harpa Ósk Björnsdóttir

Hera Sólveig Ívarsdóttir

Hringur Ásgeir Sigurðarson

Ingibjörg Ásta Tómasdóttir

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir

Jóhannes Davíð Purkhús

Jóhannes Gauti Óttarsson

Kamilla Guðnadóttir

Lilja Dís Pálsdóttir

Lovísa Rós Jóhannsdóttir

María Viktoría Einarsdóttir

Sólveig Lára Gautadóttir

Vigdís Ólafsdóttir

Anna Margrét Benediktsdóttir

Arnar Sveinn Harðarson

Axel Örn Jansson

Árdís María Halldórsdóttir

Ásta María Ásgrímsdóttir

4.Y Daníel Eggertsson

Egill Ian Guðmundsson

Egill Sigurður Friðbjarnarson

Grétar Guðmundur Sæmundsson

Guðný Árnadóttir

Gunnar Arthúr Helgason

Halla Björk Ragnarsdóttir

Harpa Þrastardóttir

Hólmfríður Þórarinsdóttir

Hulda Margrét Erlingsdóttir

Hulda Matthíasdóttir

Lilja Dögg Gísladóttir

Nadia Margrét Jamchi

Oddný Rún Karlsdóttir

Ólafur Þórisson

Ólöf Embla Kristinsdóttir

Ragnheiður Benónísdóttir

Sandra Björk Benediktsdóttir

Sigurrós Halldórsdóttir

Stefanía Thorarensen

Þórhanna Inga Ómarsdóttir


4.Z

Auður Ásta Baldursdóttir

Álfur Birkir Bjarnason

Árný Jóhannesdóttir

Bessí Þóra Jónsdóttir

Birta Marsilía Össurardóttir

Bjartur Máni Sigurðarson

Bjarndís Sjöfn Blandon

Bryndís Björnsdóttir

Brynja Rut Blöndal

Eva Björk Davíðsdóttir

Eyþór Arnar Ingason

Fjóla Ósk Þórarinsdóttir

Gyða Katrín Guðnadóttir

Henrý Þór Jónsson

Katrín Júníana Lárusdóttir

Kristín Hálfdánardóttir

Margrét Jóhannsdóttir

Ólöf Hafþórsdóttir

Páll Sólmundur H. Eydal

Ragnar Örn Bragason

Rúna Halldórsdóttir

Saga Ýr Ívarsdóttir

Salbjörg Kristín Sverrisdóttir

Steindór Bragason

Surya Mjöll Agha Khan

Særós Stefánsdóttir


5.A

Alfreð Jóhann Eiríksson

Anna Guðrún Guðmundsdóttir

Anna Margrét Ólafsdóttir

Arna Katrín Kjartansdóttir

Arnór Gunnar Gunnarsson

Birnir Jón Sigurðsson

Emma Adolfsdóttir

Halla Káradóttir

Ingvar Smári Birgisson

Jón Reynir Reynisson

Katrín Dögg Óðinsdóttir

Kristín Halla Helgadóttir

Linda Andrea Mikaelsd. Persson

Lóa Björk Björnsdóttir

María Elísabet Bragadóttir

Nanna Kristjánsdóttir

Óttar Símonarson

Ragnhildur Ásta Valsdóttir

Sigrún Jonný Óskarsdóttir

Steinunn Hauksdóttir

Sveindís Lea Pétusdóttir

Unnur Bjarnadóttir

Þórður Ingi Jónsson

Þorgrímur Kári Snævarr

Adolf Smári Unnarsson

Anna Dís Arnarsdóttir

Ágústa Gunnarsdóttir

Ásdís Guttormsdóttir

Ásdís Nína Magnúsdóttir

5.B Brynjar Aron Jónsson

Edgar Davíð Cabrera

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Eygló Hilmarsdóttir

Eygló Kristinsdóttir

Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir

Guðmundur Jóhann Guðmundsson

Guðrún Sturludóttir

Helga Sóllilja Sturludóttir

Helgi Helgason

Hera Melgar Aðalheiðardóttir

Hulda Vigdísardóttir

Inga Brá Ólafsdóttir

Ingimar Tómas Ragnarsson

Jón Kjartan Jónasson

Karen Rós Sigurðardóttir

Kjartan Orri Þórsson

Linda María Traustadóttir


5.M

Andrea Njálsdóttir

Andreas Hilmir Halldórsson

Anna María Toma

Arnar Pálsson

Ágúst Pálsson

Birta Hildardóttir

Bjarki Páll Sigurðsson

Björk Guðmundsdóttir

Bryndís Þorsteinsdóttir

Grétar Guðmundsson

Haukur Óskarsson

Jóhanna Karen Birgisdóttir

Kristinn Páll Sigurbjörnsson

Margrét Arna Viktorsdóttir

María Helga Jónsdóttir

Máni Hafsteinsson

Mekkín Barkardóttir

Selma Margrét Reynisdóttir

Signý Rut Kristjánsdóttir

Unnur Guðnadóttir

Valdís Birta Arnarsdóttir

Þorbjörg Pétursdóttir

Þorvaldur Bollason

Anney Ýr Geirsdóttir

Ástbjörn Haraldsson

Birna Sigurðardóttir

Björgvin Ragnar Hjálmarsson

Björk Hrafnsdóttir

5.R Bryndís Bjarnadóttir

Eiríkur Örn Pétursson

Erla Guðný Helgadóttir

Franz Jónas Arnar Arnarson

Guðbjörg Erla Ársælsdóttir

Harpa Valdís Þorkelsdóttir

Hildur Holgersdóttir

Hjalti Sigurður Karlsson

Íris Hauksdóttir

Jón Sigurður Gunnarsson

Karen Lísa Hlynsdóttir Arndal

Konný Björg Jónasdóttir

Kristinn Kerr Wilson

Lilja Dögg Helgadóttir

Sif Arnardóttir

Sigríður Helgadóttir

Stefán Snær Ágústsson

Steinunn Steinþórsdóttir

Sunnefa Gunnarsdóttir

Vala María Víðisdóttir


5.S

Alexander Jakob Dubik

Benedikt Sigurðsson

Birgitta Ólafsdóttir

Birta Bæringsdóttir

Brynhildur Magnúsdóttir

Eggert Ólafur Árnason

Eydís Ósk Jónasdóttir

Eyrún Catherine Franzdóttir

Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir

Gunnar Aðalsteinn Gunnlaugsson

Gunnhildur H Grétarsdóttir

Heiður Ævarsdóttir

Hjördís Ýr Bogadóttir

Ingibjörg Tómasdóttir

Kristján Orri Víðisson

Magnús Sigurðarson

Oddný Ragnarsdóttir

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir

Sigríður Guðmunda Hannesdóttir

Salvör Rafnsdóttir

Thomas Samúel Pálsson

Tryggvi Þór Tryggvason

Viktoría Helga Johnsen

Ylfa Rún Sveinsdóttir

Þorsteinn Baldvin Jónsson

Þórdís Hildur Þórarinsdóttir

Þórunn Arna Ómarsdóttir

Aðalheiður K Jensdóttir

Andri Pétur Dalmar Dagnýjarson

Anna Jia

Árni Þór Lárusson

Ásgeir Sölvi Sölvason

5.T Berglind Emilsdóttir

Dagur Snær Steingrímsson

Dagur Viljar Haraldsson

Diljá Guðmundardóttir

Embla Sigurást Hallsdóttir

Fannar Örn Arnarsson

Fjóla Finnbogadóttir

Guðný Helga Lárusdóttir

Guðrún María Johnson

Helga Kristín Torfadóttir

Hlín Þórhallsdóttir

Hlynur Gíslason

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Jóhannes Hilmarsson

Linda Magnússon

Liv Elísabet Friðriksdóttir

Oktavía Jóhannsdóttir

Ólafur Hrafn Björnsson

Sara Hansen

Sigurlaug Kjærnested

Þorgerður Edda Eiríksdóttir

Þórunn Anna Orradóttir


5.U

Anton Geir Andersen

Ármann Jónsson

Birta Rún Sævarsdóttir

Dagný Björg Arnardóttir

Eiríkur Ársælsson

Hákon Juhlin Þorsteinsson

Hávar Helgi Helgadon

Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir

Elín Birta Baldvinsdóttir

Elínrós Þorkelsdóttir

Emil Hjaltason

Guðný Kristjana Magnúsdóttir

Guðríður Bjartey Ófeigsdóttir

Kristrún Helga Árnadóttir

Mikael Luis Gunnlaugsson

Ólöf Birna Sveinsdóttir

Tryggvi Helmutsson

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

5.USK 5.X

Gunnhildur Garðarsdóttir

María Rut Hinriksdóttir

Andri Bjarnason

Andri Orrason

Arna Rut Emilsdóttir

Arnór Valdimarsson

Benedikt Blöndal

Guðjón Ragnar Brynjarsson

Guolin Fang

Hafsteinn Ragnarsson

Helga Magnadóttir

Hildur Þóra Ólafsdóttir

Hjalti Ragnarsson

Hjörvar Logi Ingvarsson

Jakob Gunnarsson

Jóhanna Ásgeirsdóttir

Jón Ágúst Stefánsson

Jón Sölvi Snorrason

Kristín Ólafsdóttir

Kristinn Ingi Jónsson

Laufey Benediktsdóttir

Ragnar Leví Guðmundarson

Sigurður Kári Árnason

Snorri Tómasson

Tómas Zoéga

Þórunn Vala Jónasdóttir


5.Y

Arnþór Helgi Sverrisson

Árni Davíð Magnússon

Birkir Helgason

Davíð Þór Gunnarsson

Egill Sölvi Harðarson

Elva Björk Þórhallsdóttir

Erla Rut Rögnvaldsdóttir

Friðrik Guðmundsson

Grétar Þór Sigurðsson

Guðný Klara Bjarnadóttir

Hafsteinn Karlsson

Helgi Tómas Gíslason

Hildur Egilsdóttir

Hlynur Freyr Jónsson

Hrafnkell Hringur Helgason

Íris Teresa Emilsdóttir

Jón Sigurðsson

Jónas Ásgeir Ásgeirsson

Kristín Óskarsdóttir

Margrét Þórisdóttir

María Rún Gunnlaugsdóttir

Michael Pétur Máté

Ólafur Örn Guðmundsson

Styrmir Hjalti Haraldsson

Valgerður Tryggvadóttir

Viktor Pajdak

Þórhildur Jensdóttir

Anna Lotta Michaelsdóttir

Árni Guðbjörnsson

Bjarni Hannesson

Davíð Ólafsson

Finnur Marteinn Sigurðsson

5.Z Gestur Ingi Reynisson

Hallgrímur Hrafn Einarsson

Heiður Þórisdóttir

Hörn Heiðarsdóttir

Jón Áskell Þorbjarnarson

Jónas Atli Gunnarsson

Kristín Edda Frímannsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Magnús Orri Dagsson

Matthías Karl Karlsson

Nanna Hermannsdóttir

Óðinn Kári Rúnarsson

Ólafur Ásgeirsson

Ólafur Kjaran Árnason

Óttar Pétur Kristinsson

Pálmi Rúnarsson

Pétur Helgi Einarsson

Sigrún Grímsdóttir

Svava Hildur Bjarnadóttir

Tómas Þorbjarnarson

Þorsteinn Gunnar Jónsson


6.A

Aldís Gunnarsdóttir

Anna Sigurðardóttir

Áróra Ósk Halldórsdóttir

Cindy Rún Xiao Li

Elísabet Brynjarsdóttir

Hrafnhildur Agnarsdóttir

Ingibjörg Eyþórsdóttir

Jóhann Páll Jóhannsson

Júlía Björg Kristbjörnsdóttir

Aníta Björg Jónsdóttir

Elín Melgar Aðalheiðardóttir

Heiðrún Jónsdóttir

Hildur Hjartardóttir

Höskuldur Agnar Þorvarðarson

Nikólína Hildur Sveinsdóttir

Oddrún Assa Jóhannsdóttir

Ragnheiður F Guðmundsdóttir

Erla Sigríður Sævarsdóttir

Eydís Ylfa Erlendsdóttir

Hannes Björn Hafsteinsson

Helga Hvanndal Björnsdóttir

Kristján Norland

Stefán Kristinsson

Vigdís Vala Valgeirsdóttir

Þorgeir Helgason

6.B Júlía Guðbjörnsdóttir

Katrín Skúladóttir

Kristín Erla Kristjánsdóttir

Kristín Jezorski

Kristjana Zoéga

Sjöfn Hauksdóttir

Tómas Valur Þorleifsson

Urður Örlygsdóttir

Valgerður Anna Einarsdóttir

Þórey Þórsdóttir


6.M

Alma Guðný Árnadóttir

Alma Rut Óskarsdóttir

Arna Björt Bragadóttir

Arney Eva Gunnlaugsdóttir

Auður Guðjónsdóttir

Ásdís Alexandra Lee

Ásdís Olsen Pétursdóttir

Berglind Björk Skaftadóttir

Berta Guðrún Ólafsdóttir

Bjarki Sigurðsson

Erla Þórisdóttir

Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

Hanna Ragnarsdóttir

Íris Björk Gunnarsdóttir

Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir

Kristín Björg Sigurvinsdóttir

Margrét Lilja Ægisdóttir

Ragna Helgadóttir

Rán Ólafsdóttir

Ríkey Eiríksdóttir

Sigríður Rósa Örnólfsdóttir

Steinunn B Sveinbjörnsdóttir

Sædís Birta Barkardóttir

Tómas Magnason

Unnur Bergmann

Viktor Franksson

Ásdís Sveinsdóttir

Ásrún María Óttarsdóttir

Bragi Guðmundsson

Bríet Dögg Bjarkadóttir

Dagur Jóhannesson

6.R Elísa Rut Gunnlaugsdóttir

Elsa Margrét Hilmarsdóttir

Gunnar Bollason

Haraldur Sveinn Rafnar Karlsson

Helgi Mikael Jónasson

Inga María Árnadóttir

Jóhanna Jóhannsdóttir

Jóhannes Hróbjartsson

Jóhannes Páll Magnússon

Jón Björn Ólafsson

Katrín Ásbjörnsdóttir

Laufey Hjaltadóttir

Rebekka Sverrisdóttir

Saga Hlíf Birgisdóttir

Selja Ósk Snorradóttir

Sigríður María Lárusdóttir

Sigrún Elva Ólafsdóttir

Sigrún Jarlsdóttir

Snædís Gígja Snorradóttir

Una Áslaug Sverrisdóttir


6.S

Álfrún Perla Baldursdóttir

Árni Björn Höskuldsson

Emilía Sif Ásgrímsdóttir

Gunnar Þorlákur Þórsson

Haukur Einarsson

Helga Björk Brynjarsdóttir

Helga Hólm Guðbjörnsdóttir

Helgi Freyr Jónsson

Herdís Steinunn Finnsdóttir

Hildur Ýr Jónsdóttir

Hrafn Þórðarson

Kristján Torfi Örnólfsson

Margrét Helga Ívarsdóttir

Matthías Ásgeir Jónsson

Rebekka Jenný Reynisdóttir

Ríkarður Már Ellertsson

Sigríður Elfa Elídóttir

Sigríður Stefanía Hlynsdóttir

Sverrir Eðvald Jónsson

Vaka Jóhannesdóttir

Valgerður Bjarnadóttir

Alexander Einarsson

Ágúst Ingi Guðnason

Elfa Erlendsdóttir

Garðar Benedikt Sigurjónsson

Hannes Halldórsson

Sara Kristjánsdóttir

Silja Guðbjörg Tryggvadóttir

Silja Ægisdóttir

Lára Fjeldsted Ásgeirsdóttir

Sindri Hansen

6.U Ívar Elí Sveinsson

Margrét Guðmundsdóttir

Marta Ólafsdóttir

Nicolas Ragnar Muteau

Páll Kaarel Laas Sigurðsson

Sverrir Ásbjörnsson

Tinna María Ólafsdóttir

Tómas Njálsson

Una Sólveig Jóakimsdóttir

Þórður Hans Baldursson

6.USK

Áslaug Benediktsdóttir


6.X

Aðalheiður Elín Lárusdóttir

Agnes Þorkelsdóttir

Alexander Ingi Olsen

Andrea Björk Björnsdóttir

Arnbjörg Arnardóttir

Atli Þór Sigurgeirsson

Atli Þór Sveinbjarnarson

Árni Benedikt Árnason

Ásgeir Hallgrímsson

Baldur Yngvason

Björn Orri Sæmundsson

Brynja Viktorsdóttir

Elías Bjartur Einarsson

Freyr Sverrisson

Hallgerður H Þorsteinsdóttir

Helena Hanna Guðlaugsdóttir

Hólmfríður Hannesdóttir

Kári Þrastarson

Kristín Óskarsdóttir

Ragnar Pálsson

Rakel Dís Ingólfsdóttir

Skorri Júlíusson

Stefán Alexis Sigurðsson

Aðalheiður Guðjónsdóttir

Alexander Sævar Guðbjörnsson

Arnór Tumi Jóhannsson

Bjarki Már Benediktsson

Björn Bjarnsteinsson

6.Y Daði Freyr Helgason

Einar Jóhann Geirsson

Gauti Nils Bernhardsson

Gunnar Smári Eggertss. Claessen

Hallbera Guðmundsdóttir

Helen Ósk Haraldsdóttir

Helgi Davíðsson

Ingibjörg Ósk Jónsdóttir

Jóhann Björn Jóhannsson

Olga A. Sunneborn Gudnadottir

Sigurður Sturla Bjarnason

Sindri Þór Stefánsson

Sverrir Karl Björnsson

Tómas Ingi Shelton

Urður Jónsdóttir

Þór Stefánsson


Vinnsla blaรฐsins


Hver í ritnefnd ert þú?

Hvað væri theme-songið þitt? Hjarta: Thousand miles – Vanessa Carlton Tungl: Brown eyed girl – Van Morrison Rugby: We are the champions – Queen Demantur: Seinfeld theme song Hauskúpa: Breaking the law – Judas Priest Stjarna: All by myself – Céline Dion Loppa: What is love – Haddaway

1

Hvað er algjör deal-breaker fyrir þig? Rugby: Hann eða hún má ekki vera léleg/ur í fótbolta Hjarta: Kúk og piss húmor Loppa: Psychobitch Demantur: Þegar hann eða hún segir ég elska þig of fljótt Stjarna: Hólkabuxur Hauskúpa: Mömmustrákar eða daddy issues Ef þú ættir 1000.- hvað myndir þú gera við hann? Tungl: Þegar hann eða hún nær honum ekki upp Hjarta: Kaupa þér sígarettupakka eða bagg Loppa: Kaupa þér happaþrennur Stjarna: Kaupa þér cappuccino og fá þér beyglu með ólífurjómaosti á Kaffitár Ef þú værir drykkur, hvaða drykkur værir þú? Rugby: Þú myndir geyma hann en líklegast færi hann í mat Rugby: Gin og tonic Hauskúpa: Kaupa þér eitthvað algjörlega tilgangslaust Tungl: Bjór Tungl: Eyða honum í notalega stund á kaffihúsi Hauskúpa: Jack í kók Demantur: Þú myndir fá þér núðlur á Noodle Station Loppa: Mai Thai Demantur: Límonaði Hjarta: Rauðvín Stjarna: Mojito Þig dreymir stundum að þú: Stjarna: Eigir óendanlegan fjölda af fötum Demantur: Sért staddur eða stödd í herbergi með fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt Hver er þinn versti ótti? Hauskúpa: Sért í slagsmálum Tungl: Tær Hvaða teiknimyndapersóna værir þú? Hjarta: Sért fastur eða föst inn í herbergi sem er Hjarta: Gæsir Hauskúpa: Beavis að fyllast af drasli Stjarna: Að vera grafin/n lifandi Tungl: Jessica Rabbit og þú getur ekkert gert Loppa: Að vera rænt Hjarta: Tinkerbell Loppa: Sért að detta af hjóli Demantur: Hvalir Stjarna: Betty Boop Rugby: Missir nokkrar tennur Rugby: Að brenna lifandi Rugby: Daphne úr Scooby Doo Tungl: Sért að fljúga Hauskúpa: Carrot top Loppa: Guffi Demantur: Felix the cat

2

3

4

6

5

Ef þú mættir bjóða frægum í mat myndirðu bjóða? Tungl: Tom Waits Hauskúpa: Keith Richards Hjarta: Burk úr Two Guys and a Girl and a Pizza Place Demantur: Buffy the Vampire Slayer Loppa: Bill Murray Rugby: Phil Jones til að giftast honum Stjarna: Sonia Rykiel

10

7

9

Hvaða hlut myndir þú nota til að fremja morð? Tungl: Sýklahernaður Hauskúpa: Samurai sverð Hjarta: Sannfæringar mátt Stjarna: Byssa Rugby: Eitur Demantur: Kasta ristavél ofan í baðkar Loppa: Atgeir

12

8

Hvaða líkamsvessi ert þú? Hjarta: Slef Tungl: Blóð Hauskúpa: Sæði Loppa: Mænuvökvi Stjarna: Piss Rugby: Gubb Demantur: Hor

Hvaða karakter værir þú í hryllingsmynd? Hauskúpa: Svarti gaurinn sem deyr alltaf fyrst Loppa: Manneskjan sem er alltaf bólufreðinn Stjarna: Lausláta ljóskan Rugby: Íþróttastrákurinn sem heldur framhjá lauslátu ljóskunni Tungl: Dökkhærða stelpan sem lifir alltaf af Hjarta: Morðinginn Demantur: Tilgangslausa löggan Ef þú værir dýr værir þú? Demantur: Bleikur höfrungur Hjarta: Ugla Hvaða líkamspartur værir þú? Hauskúpa: Úlfur Demantur: Hár Loppa: Órangúti Hjarta: Brjóst Þegar þú mætir í partý þá: Rugby: Síberíu Tígrisdýr Loppa: Typpi Loppa: Slekkur þú á tónlistinni Tungl: Síamsköttur Rugby: Ökli Hjarta: Finnur þú eitthvern skemmtilegan til þess að tala við Stjarna: Hundur Stjarna: Mitti Stjarna: Leita að sætum strák eða stelpu Hauskúpa: Leggir Tungl: Flýtir þú þér að setja drykkina þína á einhvern kaldan stað Tungl: Varir Rugby: Leitar þú að manneskjunni sem er líklegastur eða líklegust til þess að eiga bagg eða sígarettur Demantur: Reynir þú að finna baðherbergið Hauskúpa: Ferð þú strax út að reykja Ef þú værir með ofurmátt þá væri það? Demantur: Að fljúga Hjarta: Að stjórna tilfinningum Loppa: Að stoppa tímann Tungl: Að vera hamskiptir Rugby: Að geta verið ósýnileg Stjarna: Að stjórna veðrinu Hauskúpa: Að geta valdið öðrum sársauka

11

15

14

205

13 >>


Ef flest táknin þín voru loppur, þá ert þú Georg. Þú blaðrar oft um hluti sem skipta litlu sem engu máli í þeim samræðum sem þú ert í. Reddit. com og funnyordie.com eru líklegast vinsælustu síðurnar hjá þér. Þú ert trúðurinn í hópnum og heyrast oft hlátrasköll í kringum þig. Að vera utan við sig er þér mjög eðlislegt og þarf oft að pikka í þig ef þú færð störu eða ferð að mumbla eitthvað. Enginn veit hvað er að frétta af þínum ástarmálum og leynir þú þeim vel. Þú gætir jafnvel verið Ozzy Osbourne scholae, því þú veist sjaldan hvað er að gerast í daglegum málum í kringum þig og misskilur margt.

Demanturinn er Heba Lind. Þú dýrkar Sylviu Plath og oldie unglingamyndir eins og Heathers. Fólk gæti labelað þig sem arty týpuna því oft ferð þú á móti því sem er mainstream samanber tónlistarsmekk og kvikmyndir. Kolaportið og Rokk og Rósir eða flest allir staðir sem eru með second hand fatnað, höfða mest til þín og einnig eitthvað nýtt og edgy. Þú hefur yndi af því að safna og eiga fallega hluti og pælir þú oft í því vel og vandlega hvort þú ættir að fjárfesta í einhverju áður en þú gerir það. Það er góður möguleiki á því að það leynist náttúrubarn í þér og Siglufjörður er þín Mekka.

Rugby boltinn er án efa Bryndís. Keppnisskap er þinn besti og versti kostur, aðallega besti. Það sem er kózí fyrir þér er að liggja í góðri stellingu með pizzu að horfa á enska boltann og helst með bjór. Þér líður bezt í þægilegum fatnaði og að hafa eitthvað hlýtt yfir þér eins og stóra úlpu. Þú myndir allan daginn frekar vilja glíma við stærðfræði sannanir heldur en latneskar beyginar og eru 99% líkur á því að þú sért á náttúrufræðibraut.

Ef flest táknin þín voru tungl, þá ert þú Anna Guðrún. Ekkert er of erfitt fyrir þig og ert þú snillngur í að einfalda flókna hluti. Þú kannt gott að meta og ert vandlát með það sem þú vilt. Þú ert samkvæm sjálfri þér og stendur þú því við það sem þú segir. Skólinn er ekki mikið mál fyrir þig og færð þú yfirleitt alltaf toppeinkunnir. Þér finnst ekki leiðinlegt að vera spontant og stíga nokkur spor við þekkt lög úr söngleikjum á miðju stofugólfinu.

Stjarnan er Arna Katrín. Ástin í lífi þínu er Perla hundurinn þinn og sorglegar ástarmyndir. Að labba upp og niður Laugaveginn er ekkert mál fyrir þig… en samt eins lengi og það verður kíkt í nokkrar búðir á leiðinni. Þú nýtur þín vel í góðra vinahópi að tala um allt milli himins og jarðar. Þér er annt um að öllum líði vel og þá bæði fólk og dýr. Ef það er eitthvað sem þú gætir eytt mörgum tímum í án þess að fá samviskubit yfir því að læra ekki þá er það að skoða föt á netinu. Fólk gæti talið þig feimna en þú ert hið fullkomna dæmi um það að dæma ekki bókina eftir kápunni.


Sigrún Jonný ritstýra er hjartað. Þú klárar það sem þú tekur þér fyrir hendur og vinnur það vel þrátt fyrir mikið stress sem gæti skapast í kringum þig. Þegar vinir eru í neyð leita þeir oftast til þín og ert þú traust og ráðsöm. Þú ert vel lesin um mál líðandi stundar og hefur þú dálæti af fagur bókmenntum. Notalegt kvöld með vinkonum þínum er efst á óskalista um hverja helgi og helst viltu knúsa rauðvínsflöskuna með þeim. Þegar þú ferð í hláturkast þá ferð þú alveg yfir um og erfitt er stundum að skilja stakt orð sem kemur úr þér. Það er mjög gott að vera í kringum þig og ert þú sú ljúfasta við þá sem eru sem ljúfastir við þig.

Ef hauskúpan var oftast fyrir valinu, þá ert þú Katrín Dögg. Katrín Dögg er fjörkálfur ef svo má komast að orði. Það er því alveg ljóst að ef þú ert með flestar hausskúpur í þínum niðurstöðum þá ertu mikill gleðigjafi í þínum vinahóp. Það er þér meðfætt að kæta og bæta lund fólks og því er augljóst að fólk hefur unun af návist þinni. Þú ert líka þeim kostum gædd að muna ótrúlegustu hluti utanbókar. Tónlist er sérfagið þitt og á því sviði ertu einstaklega vel að þér. Í þokkabót ertu virk/ur að láta þá sem þér þykir vænt um vita af því og þeir sem eru þess virði eru líka duglegir að endurgjalda falleg orð.

Við viljum hrósa Þórði Hans Baldurssyni, fyrir að sinna öllum Gísla Erni Guðbrandssyni, fyrir að nenna öllu Ritstjórn Menntaskólatíðinda á haustönn, fyrir vel unnin störf Kára Þrastarsyni, fyrir þrautseigju Herranótt, fyrir frumleika Skemmtinefnd, fyrir vel skipulagða viðburði Bingó, fyrir hágæða skemmtiþætti Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar á vorönn, fyrir vel unnin störf Skreytingarnefndunum, fyrir fórnfýsi Þorgrími Kára Snævarr, fyrir listræna hæfileika Skáldskaparfélaginu, fyrir að glæða undirfélagið lífi Söndru Smáradóttur, fyrir almenn markaðsstörf Gjörningafélaginu, fyrir að gera lífið aðeins skemmtilegra Erlu Guðnýju, fyrir góðan árangur í svigi á HM Yngva Péturssyni, fyrir skilning og þolinmæði Þorgeiri Helgasyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, fyrir að láta í sér heyra Guðjóni Ragnari Jónassyni, fyrir að hafa húmor fyrir nemendum sínum

207


Þakkir Adolf Smári Unnarsson Andrea Gestsdóttir Auður Þórarinsdóttir Arnór Gunnar Gunnarsson Árni Benedikt Árnason Árni Þór Lárusson Ásgeir Hallgrímsson Baltasar Kormákur Berglind Una Svavarsdóttir Bjarni Jóhannesson Daði Laxdal Gautason Einar Kárason Elín Metta Jensen Elísa Schram Elísabet Knútsdóttir Eydís Ylfa Erlendsdóttir Franz Jónas Arnar Arnarsson Gísli Örn Guðbrandsson Greinahöfundar Guðrún Sóley Gestsdóttir Guðmundur Ásmundsson Gunnar Dofri Ólafsson Hallgerður Hallgrímsdóttir Hannes Portner Hera Melgar Aðalheiðardóttir Hrafn Dungal Hörn Heiðarsdóttir Kári Þrastarson Kjartan Orri Þórsson Kristín Ólafsdóttir Kristrún Ragnarsdóttir Lilja Rós Guðjónsdóttir Karen Rós Sigurðardóttir Ljósmyndarar Lóa Björk Björnsdóttir Magnús Orri Dagsson Margrét Hvannberg María Björk Kristjánsdóttir Michael Pétur Máté Nicolas Ragnar Muteau Nils Alexander Nowenstein Mathey Ólafur Kári Ragnarsson Óskar Jónsson Prófarkalesarar Rósa Birgitta Ísfeld Sandra Smáradóttir Sara Anita Scime Sara Kristjánsdóttir Silja Guðbjörg Tryggvadóttir Snorri Sigurðsson Steinn Elliði Pétursson Tryggvi Skarphéðinsson Viktor Franksson Yngvi Pétursson Þengill Björnsson Þorbjörg Ólafsdóttir Þorgrímur Kári Snævarr Þórður Hans Baldursson


Styrktarlínur Holan ehf.

Tannlæknamiðstöð. Hávallagötu 15,101. Sími: 661 9324.

Stefán Hallur Jónsson, tannlæknir. Miðstræti 12 - 101 Rvk. Sími: 5114010 Anna Peta, heilsunuddari.

Sími: 5882103 eða 8470837. 4000 kr-, á tímann.

Magnús Björnsson tannlæknir, Ph.D. Stýrimannastíg 9 – 101 Reykjavík. Sími: 892-2466 Sindri Þór Kristjánsson, einkaþjálfari í Sporthúsinu. Sími: 770-4438. Netfang: sindri@sial.is, Nám: ÍAK einkaþjálfari og íþróttabraut FB. Theódór Friðjónsson, tannlæknir, Tannlæknastofa Theódórs, Vínlandsleið 16 – 113 Reykjavík. Sími: 553-1100 Ingólfur Eldjárn, tannlæknir. Tannholdslækingar. Vegmúla 2 -108 Reykjavík. Sími: 5527810. Netfang: eldjarn@centrum.is Geir Atli Zoëga tannlæknastofa. Háteigsvegi 1 – 105 Reykjavík. Símanúmer: 551-7022 Björn Þrastar Þórhallsson, tannlæknir. Ásthildur Björns, ÍAK einkaþjálfari og hjúkrunarfræðingur í World Class. Sími: 852-1974. Netfang: heilsuhjukkan@gmail.com Ástrós Rut Sigurðardóttir, einkaþjálfari, World class Laugum. Sími: 553-0000 Guðjón H. Guðjónsson, einkaþjálfari, Sporthúsinu. Sími: 861-9394 Hrefna Kap Gunnarsdóttir, ÍAK einkaþjálfaranemi.

Sími:

896 6769.

Netfang: hrefnakap@sporthusid.is.

Guðný Aradóttir, einkaþjálfari & stafgönguleiðbeinandi. Sími: 825-1365 Tek að mér einkaþjálfun/hópþjálfun í World Class Laugum, Seltjarnanesi, Kringlunni. Stafganga í Laugardal. Ari Þór Ársælsson, einkaþjálfari, World Class. S: 848-4737 Jóhanna Gunnarsdóttir, einkaþjálfari, Sporthúsið, s: 662-4848 Tannlæknastofa Ögmundar Mána Ögmundssonar. Þingholtsstræti 11 – 101 Reykjavík. Sími: 551-0699

209

www.stafganga.is


MMXXII

Skólablaðið Skinfaxi 2011-2012  
Skólablaðið Skinfaxi 2011-2012  

Menntaskólinn í Reykjavík

Advertisement