Page 1


Fötlun þarf ekki að vera hindrun Ég er þroskahamlaður 19 ára strákur. Ég innritaðist í Borgarholtsskóla árið 2007 en útskrifast þaðan í vor. Borgarholtsskóli er frábær skóli og býður upp á fjölbreyttar námsleiðir og brautir. Brautin sem ég er á er kölluð sérnámsbraut í dag en var áður kölluð starfsbraut. Mér hefur liðið mjög vel þar. Kennararnir eru góðir og ég hef kynnst mörgum skemmtilegum krökkum. Í bekknum eru nokkrir bekkjarfélagar úr grunnskólanum mínum sem er mjög skemmtilegt því við erum góðir vinir. Ástæðan fyrir því að ég valdi Borgarholtsskóla er að þar er kennd leiklist sem ég hef mikinn áhuga á. Ég ætlaði alltaf að sækja um almennan leiklistaráfanga en valdi svo frekar að fara í íslensku á almennu brautinni. Það er mikil áskorun fyrir mig og ég reyni að standa mig. Ég er líka í tónlistarnámi í Tónstofu Valgerðar og hef verið þar síðan ég var lítill. Þar eru tónleikar tvisvar á ári, fyrir jólin og á vorin og þá komum við fram og syng jum eða spilum fyrir áhorfendur. Svo hef ég tvisvar sinnum verið kynnir við opnun á List án landmæra ásamt atvinnuleikkonum. Fyrir mér þýðir þátttaka í List án landamæra að fatlaðir fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Ég hef líka unnið með atvinnuleikurum í leikritinu Sarínó sirkusinn. Í Sarínó sirkusnum voru bæði fatlaðir og ófatlaðir að vinna saman sem var frábært. Það var stórkostleg upplifun að taka þátt í sýningunni og það mætti gera meira af þessu. Ég tók einnig þátt í uppfærslunni á Rómeó og Júlía með leikfélagi Borgarholtsskóla, þannig að ég hef svolitla reynslu af leiklist. Svo er ég líka að æfa boccia með ÍFR sem er gaman og ég hef keppt á Íslandsmótum í þeirri íþrótt. Allir geta náð árangri og ræktað listamanninn í sér, líka fatlaðir. Það er sjálfstraustið sem skiptir máli og við getum meira en margir halda. Við erum eins og við erum og það eru ekki allir eins.

Ólafur Snævar Aðalsteinsson


Guðrún Bergsdóttir er listamaður Listar án landamæra 2011. Verk hennar prýða allt kynningarefni hátíðarinnar Guðrún Bergsdóttir stundaði nám við Öskjuhlíðarskóla og hefur sótt fjölda námskeiða hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra, nú Fjölmennt, í textíl og saumum. Hún hefur haldið einka-sýningar á verkum sínum, m.a. í Gerðubergi og á Mokka, og tekið þátt í samsýningum. Um síðustu aldamót hóf Guðrún að skapa sjálf sínar eigin myndir í stað þess að fylgja mynstrum en áður hafði hún unnið slíkar myndir með túss.

Félög í stjórn hátíðarinnar: Landssamtökin Þroskahjálp, Hitt Húsið, Fjölmennt, Átak, félag fólks með þroskahömlun, Öryrkjabandalag Íslands, Bandalag íslenskra listamanna og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Guðrún skissar ekki heldur skapar myndverk sín jafnóðum á útsaumsfletinum, stærð strigans ákvarðar ytri mörk þeirra. Á myndfletinum eru það síðan þráður og nál sem feta sig áfram uns myndin er fullkomnuð. Óvenjulegt er að sjá útsaumsverk sem eru jafn lifandi og verk Guðrúnar.

Fulltrúar í stjórn hátíðarinnar eru: Aileen Svensdóttir, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Ásta Sóley Haraldsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Helga Gísladóttir og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. Margrét M. Norðdahl er framkvæmdastýra hátíðarinnar.

Myndir hennar einkennast af sterkri hrynjandi lita og forma, myndbygging er iðulega opin þannig að hver myndheimur virðist hluti af stærri heild. Útsaumur Guðrúnar tengist málverki sterkum böndum, svo lífræn eru formin, lifandi línan og litrófið blæbrigðaríkt.

Forsíðumynd: Guðrún Bergsdóttir Grafísk hönnun: Fanney Sizemore

listanlandamaera.blog.is

.................................4-10 ......................................................11-13 .......................................................14-15 ..........................16-17 ................................................................18-19


29. APRÍL, FÖSTU-DAGUR Opnunar-hátíð Listar án landa-mæra Tími: 17:00 (5) Ráðhús Reykja-víkur Kynnar eru: Gunnar Þorkell Þorgrímsson og Björn Thors

- Ævintýri- Skuggi. Stutt-myndin Ævintýri er eftir myndlistarmanninn Ólöfu Björku Bragadóttur og Dr. Sigurð Ingólfsson skáld. Myndin fjallar um þá möguleika sem allir hafa til þess að skapa sér hlutverk. Leikarar koma frá Stólpa (Iðja-hæfing) á Egilsstöðum og starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum.

- Kolbrún Halldórsdóttir formaður Bandalags íslenskra listamanna setur hátíðina - Erla Björk Sigmundsdóttir leikur frumsamið efni á bongótrommur. - Valur Geislaskáld les ljóð. - Aileen Svensdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) flytja klassíska perlu við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. - Guðrún S. Gísladóttir les upp úr bókinni ,,Undur og örlög”. Bókin er eftir Áslaugu Ýri Hjartardóttur. Áslaug er nemandi í 9. bekk í Hlíðaskóla. Hún er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (eða daufblind) auk þess að vera hreyfihömluð og bundin við hjólastól. Áslaug stefnir að því að verða frægur rithöfundur .

- Mikið fyrir bítið. Fjöllistafólkið Tara Þöll, Jakob Alexander, Kolbeinn Örn, Helgi M. og Ásta Hlöðvers láta gamminn geysa í rímnaflæði. Þeim innan handar verður Birkir Halldórsson meðlimur hljómsveitarinnar goðsagnakenndu Forgotten Lores. Um taktsmíði sér Guðni „Impulze“ Einarsson.

-Táknmálskórinn og Fjallabræður. Fjallabræður eru 50 manna óhefðbundinn karlakór og hljómsveit frá Vestfjörðum. Táknmálskórinn ,,syngur” á táknmáli undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Hér koma þessir einstöku kórar saman og flytja okkur nokkur lög.

-Meistararnir leiða okkur inn í Austursalinn og opna samsýninguna.


Sam-sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur Tími: 17:00 (5) Ráðhús Reykja-víkur Frábært listafólk, fjölbreytt og skemmtileg sýning. Sýnendur eru: Freddy/Friederike Hesselmann, Gígja Thoroddsen, Ásgeir Ísak Kristjánsson, Elín S. M. Ólafsdóttir, Ragnar L. Benediktsson, Hjálmar Magnússon, Óskar Albertsson, Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir, Sigrún Lóa Ármannsdóttir, Jón Hrafnkell Árnason, Ólafur Sveinberg Sigurðsson, Guðmundur Brynjólfsson, Hildur Davíðsdóttir, Edith Thorberg, Ingþór Hrafnkelsson, Edda Guðmundsdóttir, Jolanta Maria Lovisa Zawadzka, Eyþór Kristinn Jóhannson og Steinunn Jóhannsdóttir. Listamenn frá Lyngási, Lækjarási, Dalvegi og Skálatúni sýna samvinnuverk. Sýningin stendur til 3. maí og er opin á opnunartíma Ráðhússins.

30. APRÍL, LAUGAR-DAGUR Tilrauna-stofa í myndlist Tími: 14:00 (2) Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík www.thjodminjasafn.is, www.myndlistaskolinn.is Myndlistaskólinn í Reykjavík hóf haustið 2010 tilraunastofu í myndlist fyrir þá sem erfitt eiga með að nota hendurnar. Hvatamaður námskeiðsins var Edda Heiðrún Backman. Í Þjóðminjasafninu verða sýnd valin verk nemenda. Sýnendur eru Ólafía Mjöll Hönnudóttir, Edda Heiðrún Backman, Auður Þorkelsdóttir, Hjálmar Magnússon og Sonja Sigurðardóttir. Leiðbeinandi var Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins og stendur til 15. maí.

Sigrún Huld og Steinar Svan á Mokka. Tími: 15:00 (3) Mokka kaffíhús, Skólavörðustíg 3a, www.mokka.is Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Steinar Svan Birgisson sýna málverk á Mokka. Bæði hafa þau unnið lengi að list sinni og hafa mótað sér sérstakan stíl. Þau sýna hér fjölda frábærra verka. Sýningin er opin á opnunartíma Mokka og stendur til 19. maí.

Geðveikt kaffi-hús Hugarafls Tími: 13:00-17:00 (1-5) Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5 Lyfta er inn í húsið úr porti Hafnarstrætismegin, www.hugarafl.is Á Geðveiku kaffihúsi er kaffið klikkað og baksturinn brjálæðislega góður. Boðið er upp á jákvæðar geðgreiningar og skemmtiatriði.Unghugahreyfing Hugarafls deilir út ókeypis hrósi. Það er geggjað gaman að vera saman.

5


4. MAÍ, MIÐVIKU-DAGUR Kærleiks-kofi Tjarnar-leikhópsins og Blikandi Stjörnur í Iðnó Tími: 16:30 (hálf 5) Iðnó, við Reykjavíkur-tjörn Blikandi Stjörnur fagna 11 ára afmæli á þessu ári. Þau fagna með því að flytja þverskurð af þeim ótal lögum sem þau hafa flutt á ferli sínum; dægurlögum, söngleikjalögum, íslenskum og erlendum.

3. MAÍ, ÞRIÐJU-DAGUR Lækjar-litir í Café Aroma Tími: 14:00 (2) Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði, www.redcross.is/laekur Markmið Lækjar er að auka lífsgæði fólks sem átt hefur við sálræna eða geðræna erfiðleika að etja með því að draga úr félagslegri einangrun. Sýnendur hafa sótt námskeið í listsköpun hjá Læk í vetur. Sýnendur eru: Guðrún Guðlaugsdóttir, Kristinn Þór Elíasson, Jónína Guðmundsdóttir, Jónína Gyða Ólafsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, María Strange, Smári Eiríksson og Svava Halldórsdóttir. Leiðbeinandi var Kristinn Þór Elíasson myndlistarmaður. Sýningin stendur til 15. maí og er opin á opnunartíma kaffihússins.

6

Leikhús lista-manna Tími: 21:00 ( 9 ) Þjóð-leikhús-kjallarinn Hverfis-götu, 101 Reykja-vík Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason, Ragnar Kjartansson, Snorri Ásmundsson, Saga Sigurðardóttir, Margrét Bjarnadóttir og fleiri óvæntir gestir munu setja upp nýleg verk á sviði Þjóðleikhúskjallarans í kvöld. Þar á meðal eru atriði á vegum Listar án landamæra. Uppsetningin er nokkurs konar blanda af “Soirée” eins og það var kallað í París á sínum tíma, og ,,Leikhúsi Listamanna”. Aldrei er hægt að vita við hverju er að búast á kvöldum sem þessum.

Tjarnarleikhópurinn frumsýnir nýtt verk, Kærleikskofann, eftir hópinn. Leikarar sýningarinnar eru: Andri Freyr Hilmarsson, Auðun Gunnarsson, Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Ástrós Yngvadóttir, Bjarki Erlingsson, Edda Sighvatsdóttir, Elín S. M. Ólafsdóttir, Gísli Björnsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Halldór Steinn Halldórsson, Halldóra Jónsdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Íris Björk Sveinsdóttir, Rut Ottósdóttir og Sigurgeir Atli Sigmundsson. Leikstjórar eru: Guðný María Jónsdóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir.


Átaks- og Fjölmenntar-kvöld á Bakkusi Tími: 19:30 – 23:00 ( hálf 8 - 11) Bakkus, Tryggvagötu 22, 101 Rvk. www.lesa.is Átak er kröftugt félag fólks með þroskahömlun. Meðal gesta verður Magnús H. Sigurðsson tónlistarmaður. Á eftir Átaks hópnum stíga á stokk þrjár flottar hljómsveitir sem eru mörgum kunnugar. Hljómsveitirnar æfa hjá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð, og heita Hraðakstur bannaður, Plútó og The moonlight band. Kynnir kvöldsins er Skúli Steinar Pétursson.

5. MAÍ, FIMMTU-DAGUR

6. MAÍ, FÖSTU-DAGUR

Íslensk Grafík Tími: 18:00 (6) Tryggvagötu 17, hafnarmegin, 101 Rvk. www.islenskgrafik.is

Hádegis-málþing á vegum Þjóðminja-safnsins Tími: 12-13 (12-1) Þjóðminjasafnið Suðurgötu 41, 101 Reykjavík

Meðlimir í Íslenskri Grafík héldu ör-námskeið í grafík í apríl í samstarfi við List án landamæra. Á sýningunni eru verk unnin á námskeiðinu til sýnis. Sýnendur eru: Hanna Lilja Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Hugrún Dögg Þorfinnsdóttir, Ísak Óli Sævarsson, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Hildur Ýr Viðarsdóttir. Sýningin stendur til 8. maí og er opin frá 14 – 17.

Margrét Blöndal listamaður: Hömlun sem skapandi afl (erindi um sýningarverkefnið) Sigurjón Baldur Hafsteinsson lektor í safnafræði við HÍ: Fötlun, söfn og safnafræði Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræði við HÍ: Fötlun, list og fötlunarlist.

Abstrakt - Guðrún Bergsdóttir og Jón B.K. Ransu sýna í Hafnarborg Tími: 17:00 (5) Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði www.hafnarborg.is Þau Guðrún Bergsdóttir og Jón B.K. Ransu leiða saman hesta sína í listasafninu Hafnarborg í Hafnarfirði. Bæði eru þau að vinna abstrakt verk en þó með ólíkum hætti af ólíkri hugsun. Ransú vinnur verk sín með málningu á striga en Guðrún saumar út. Einstök sýning tveggja frábærra listamanna. Sýningin stendur til 19. júní.

Opið hús, sýningar og uppá-komur hjá Bjarkarási Tími: 14:00 –18:00 (2-6) Stjörnugróf 9. www.styrktarfelag.is Í Bjarkarási eru unnin alls kyns verkefni fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Þar er einnig gróðurhús þar sem ræktað er dýrindis grænmeti með lífrænum aðferðum. Ásamt þessu er þar listasmiðja sem framleiðir hina ýmsu listmuni og gjafavöru.

7


Vinnustofa 2010-11 í Hoffmanns-galleríi Tími: 17:00 (5) Hoffmannsgallerí er staðsett í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL hússins við Hringbraut 121. Á sýningunni eru verk unnin í Myndlistaskólanum í Reykjavík í vetur. Myndefni og vinnuaðferðir listamannanna eru mjög fjölbreyttar og spegla persónuleika og sýn listamannanna á lífið og umhverfi þeirra.Listamennirnir eru:
Ásgeir Ísak Kristjánsson, Elín S.M. Ólafsdóttir, Gréta Guðbjörg Zimsen, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Ingi Hrafn Stefánsson, Ísak Óli Sævarsson, Tanya Sjöfn Mangelsdorf. Leiðbeinandi er Kristinn G. Harðarson. Sýningin er opin alla virka daga frá 9:00 - 17:00 og stendur fram á haust.

7. MAÍ, LAUGAR-DAGUR List án landamæra og Vatnsmýrar-hátíð Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Norræna húsið www.nordice.is

8

List án landamæra sameinast Vatnsmýrarhátíð í Norræna húsinu í dag. Vatnsmýrarhátíðin er árlegur viðburður haldinn af Norræna húsinu. Hátíðin er helguð vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börnum landsins og barnamenningu. Meðal gesta verður sönghópurinn Blikandi stjörnur sem fagnar 11 ára afmæli á þessu ári og flutt verður hljóðverk eftir Áslaugu Gunnlaugsdóttur og Hallvarð Ásgeirsson Herzog.

Blóma-garður Ásgarðs Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Norræna húsið Ásgarðsmenn eru mikið fyrir að fara óhefðbundnar leiðir og í dag býður Ásgarður handverkstæði uppá sýninguna Blómagarðinn. Þar verður boðið uppá stór ævintýrablóm, vatnshreinsibúnað gerðan úr trjábolum og ýmsar furðuverur.

Handverks-markaður Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Norræna húsið Glæsilegt handverk og listmunir verða til sölu í Norræna húsinu í dag. Sólheimar, Bjarkarás, Lækjarás, Gylfaflöt, Iðjuberg og Ásgarður bjóða glæsilegar vörur sínar til sölu.

Það sem ég finn í því sem ég fann Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Barnadeild bókasafns Norræna hússins www.hjalli.is/laufasborg Á sýningunni má sjá verk eftir leikskólabörn á Laufásborg á aldrinum 3ja til 5 ára. Verkin eru unnin úr efniviði sem kom til þeirra úr öllum áttum, sumt sem börnin fundu sjálf og það sem leikskólanum hefur verið gefið. Greinar, afskurð og afgangsvið,


meðal annars frá Ásgarði, notuðu börnin í verk af miklum og einlægum áhuga og gerðu sín sköpunarverk. Börnin og kennarar fóru í gönguferðir á spennandi ,,götufjörur‘‘ borgarinnar eftir áramót og söfnuðu þar hlutum og brotum sem börnunum þóttu dýrmæt. Úr varð fallegt ruslasafn eftir að búið var að þvo, pússa og flokka. Það er svo gaman að finna hlutum nýjan tilgang og upplifa kannski tilfinningaleg verðmæti.

Íslensk eldfjöll með augum finnsks lista-fólks Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Anddyri Norræna hússins Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 birtist Finnum sem ekki aðeins hættulegt ástand heldur einnig sem ákaflega fallegt. Nemendur og leiðbeinendur í skólanum Kiipula í Turenki í Finnlandi söfnuðu myndum og fréttum af gosinu og unnu útfrá þeim röð málverka sem verða nú sýnd í Norræna húsinu. Tveir listamannanna hafa áður sýnt á List án landamæra, þær Katia Mammone og Elina Niemelä sem komu og sýndu hér árið 2008.

Aðrir sýnendur eru: Alina Sipari, Elina Niemelä, Katia Mammone, Ninni Etelämäki, Pinja Rahikainen, Petro Hell, Topias Terho, Oskari Rautio, Robert Leitonas , Vili Ohraaho og Sami Virtanen. Kennari við námskeiðið var Ahti Isomäki listmálari. Kiipula skólinn er miðstöð starfsmenntunar og þróunarmiðstöð fyrir sérkennslu.

9 6


11.MAÍ, MIÐVIKU-DAGUR

Raddir Tími: 11:00 – 16:00 (11-4) Norræna húsið www.solheimar.is Í verkinu Raddir fá raddir íbúa á Sólheimum í Grímsnesi að hljóma. Það er nauðsynlegt að allir taki þátt í umræðunni, taki þátt í því að móta samfélag okkar svo að það verði sem best, fjölbreyttast og áhugaverðast. Þetta er samstarfsverkefni Sylvíu Kristjánsdóttur og íbúa á Sólheimum, þeir eru: Ágúst Þór Weaber Guðnason, Edda Guðmundsdóttir, Einar Baldursson, Elisabet Yuka Takefusa, Eyþór Jóhannsson, Guðlaug E. Jónatansdóttir, Guðrún Lára Aradóttir, Hanny Maria Haraldsdóttir, Kamma Viðarsdóttir, Kristján Már Ólafsson, Lovísa María Erlendsdóttir, Reynir Pétur Steinunnarson, Sigurður Gíslason, Úlfhildur Stefánsdóttir og fleiri.

9. MAÍ, MÁNU-DAGUR Myndlista-sýning hjá Fjölmennt Tími: 9:00-18:00 ( 9-6) Fjölmennt, Vínlandsleið 14 www.fjolmennt.is

10

Fjölmennt er símenntunar-og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk. Þar er boðið uppá fjölbreytt handverksnámskeið. Á sýningunni verða til sýnis myndlistarverk eftir þátttakendur á myndlistarnámskeiðum á vorönn 2011. Sýningin er í húsnæði Fjölmenntar og er opin til 13. maí.

Full-gild þátttaka Fjöllista-hópsins Nánar auglýst síðar Ljósmyndagjörningurinn Fullgild þátttaka er unninn af Fjöl-listahóp sem samanstendur af 7 nemendum sem stunda starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands ásamt leiðbeinanda. Í ljósmyndagjörningnum brugðu meðlimir hópsins sér í hlutverk þekktra og þjóðkunnra einstaklinga í samfélaginu. Ljósmyndirnar tók Jónatan Grétarsson ljósmyndari sem nýlega gaf út bókina Andlit. Með gjörningnum er verið að spyrja spurninga og hreyfa við fólki. Verkið er unnið í anda fötlunarlistar og valdeflingar. Í Fjöllistahóp eru: Erla Kristín Pétursdóttir, Gauti Árnason, Gígja Garðarsdóttir, Hreinn Hafliðason, Jóhann V. Eyjólfsson, Barbara Rut Diego Jóhannsdóttir og Sigurgeir Atli Sigmundsson. Leiðbeinandi hópsins var Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, þroskaþjálfanemi og uppistandari.

Tónleikar í Salnum Tími: 18:00-20:00 (6-8) Salurinn í Kópavogi Vortónleikar Fjölmenntar í Salnum. Á tónleikunum koma fram nemendur sem stundað hafa tónlistarnám í Fjölmennt í vetur. Dagskráin er fjölbreytt og fram koma einsöngvarar, einleikarar, kórar og hljómsveitir.

Starfs-braut FG í Gallerý Tukt Tími: 16:30 – 18:00 (hálf 5 til 6) Gallerí Tukt, Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík www.hitthusid.is , www.fg.is/ Á sýningunni má finna furðudýr og kynjaverur úr textíl, tvívíð verk unnin með fjölbreyttum aðferðum, lagskiptar myndir unnar á persónulegan hátt í Photoshop. Hreyfimyndagerð með stop-motion tækninni og fleira. Sýnendur eru: Alexandra Eva Matthíasdóttir, Árni Kristinn Alfonsson, Egill Steinþórsson, Erik Númi Christansen, Jakob Alexander Aðils, Jóhann Theodór Þórðarson, Jónatan Nói Snorrason, Haraldur Jóhann Haraldsson, Hringur Úlfarsson, Tara Þöll Danielsen og Sylvía Daðadóttir. Kennarar eru: Ingibjörg Ólafsdóttir, Jóhanna M. Tryggvadóttir og Sari M. Cedergren. Sýningin stendur til 28. maí og er opin frá kl. 9 – 17 (9-5) alla virka daga og á þriðjudögum til kl. 22 (10).

Söng-keppni Tipp Topp Tími: Hús opnar kl.17:00 (5) Keppni hefst klukkan 19:00 (7) Kjallari Hins hússins, Pósthússtræti 3-5. Inngangur fyrir hjólastóla er Hafnarstætismegin. www.hitthusid.is Tipp Topp er opið félagsstarf fyrir fólk með fötlun á aldrinum 16 – 40 ára. Þau halda nú sína árlegu söngkeppni. Þar verða veitt verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin ásamt ýmsum skemmtilegum aukavinningum eins og fyrir sviðsframkomu og búning svo eitthvað sé nefnt. Síðasti dagur skráningar í keppnina er föstudagurinn 29. apríl.


5. MAÍ, FIMMTU-DAGUR

6. MAÍ, FÖSTU-DAGUR

Vor-markaður og opið hús í Skógar-lundi Tími: 9.30-11.30 og 13:00-15.30 (hálf 10 – hálf 12 og 1 – hálf 4) Skógarlundur, Birkilundur Hæfingarstöð www.skogarlundur.hlutverk.is, Skógar-lundur er á Facebook

Geðveggur Tími: 12:30 (hálf 1) Penninn-Eymundsson, göngugötunni Akureyri

Skógar-vörður Geðlistar Tími: 17:00 (5) Kjarnaskógur, 601 Akureyri Geðlist er á Facebook

Höfundur að Geðveggnum er Ragnheiður Arna Arnarsdóttir. Hún er meðal annarra hlutverka ljóðskáld, sálfræðinemi, meðlimur í Geðlist og notandi geðheilbrigðiskerfisins. Verkið er hugsað til þess að vekja umræðu um geðheilbrigðismál. Auka vitneskju um greiningar á geðsjúkdómum og á því að manneskja með geðsjúkdóm er ekki sjúkdómurinn. Tökum geðsjúkdóma upp úr skúffunum.

Afhjúpun, skírn og vígsla 5 metra Skógarvarðar í Kjarnaskógi. Á boðstólum verður ljóðalestur, tónlistaratriði og góður gestur fenginn til vígslu. í Geðlist eru Stefán Fjólan, Vilhjálmur Ingi Jóhannsson, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson og Ragnheiður Arna Arnarsdóttir.

Vor-markaður og opið hús verður 5. og 6. maí. Skógarlundur, Birkilundur hæfingarstöð er dagþjónusta fyrir fötluð ungmenni og fullorðið fatlað fólk. Unnið er að skapandi starfi á fjórum verkstæðum, pappír og kort, textíl, tré og leir og gler. Skemmtilegir og öðruvísi listmunir eru til sölu og opið verður inná deildir í húsinu þar sem gestir geta kynnt sér fjölbreytt starf . Við minnum á að alltaf er hægt að koma og versla, en við tökum ekki kort.


7. MAÍ, LAUGAR-DAGUR Opnunar-hátíð Listar án landamæra á Norður-landi Tími: 14:00 (2) Ketilhúsið, Listagilið Akureyri -Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri setur hátíðina.

-Leikhópur Fjölmenntar sýnir „Apóllóníu“ í leikgerð, eftir færeyskri sögu Edwards Fuglö. Íslensk þýðing eftir Úlf Hjörvar. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir leikkona. Leikendur eru: Anna Ragnarsdóttir, Elma Stefánsdóttir, Heiðar H. Bergsson, Kristín Björnsdóttir, Kristín Ólafsdóttir Smith, Matthías Ingimarsson, Nanna Kristín Antonsdóttir, Vignir Hauksson, Sölvi R. Víkingsson. -Geðlist flytur tónlistaratriði. - Tónlistaratriði undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskelssonar og Láru Sóleyjar Jóhannsdóttur þar sem spilað verður af fingrum fram og gestir dagskrárinnar leggja sitt af mörkum við að búa til skemmtilegan ,,gjörning”. -Þroskahjálp býður upp á kaffi og vöfflur í tilefni dagsins.

12

Geðlist og VMA sýna í Ketilhúsinu Tími: 14:00 (2) Ketilhúsið Listagilinu Akureyri Geðlist og starfsbraut VMA sýna saman í Ketilhúsinu. Meðlimir Geðlistar sýna fjölbreytt verk, meðal annars skúlptúra, ljóð og myndir. Nokkrir nemendur á starfsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri sýna hluta af þeim munum sem þeir hafa unnið í skólanum í vetur. Má þar nefna mósaíkverk, textílverk, prjón, hekl, myndvefnað, silkimálun og fleira. Sýningin stendur til 15. maí.


12. MAÍ, FIMMTU-DAGUR Fjölmennt og Skógarlundur í Hofi Tími: 14:00 (2) Menningarhúsið Hof Akureyri Fjölmennt og Skógarlundur opna sýningu á mynd- og listaverkum í Menningarhúsinu Hofi. Fjölmennt: Nemendur Fjölmenntar hafa unnið verkin á sýningunni á námskeiðum í mósaík, myndmennt, textílhönnun og keramikmálun. Sýnendur eru Aðalbjörg Baldursdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Arnfríður Stefánsdóttir, Elísabet Emma Hannesdóttir, Elma Stefánsdóttir, Erla Franklín, Guðrún Káradóttir, Heiðar H. Bergsson, Jón Kristinn Sigurbjörnsson, Kristín Björnsdóttir, Kristín Ólafsdóttir Smith, Kristjana Larssen, María Gísladóttir, Nanna Kristín Antonsdóttir, Pétur Ágúst Pétursson, Símon H. Reynisson, Sævar Örn Bergsson, Telma Axelsdóttir og Þorsteinn Stefánsson. Kennarar eru: Anna Guðný Sigurgeirsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Margrét Steingrímsdóttir, Svala Hrund Stefánsdóttir. Nemendur Fjölmenntar sem hafa tekið þátt í tónlistarnámskeiði í Tónlistarskóla Akureyrar spila tónverk. Þau eru: Birgitta Móna Daníelsdóttir, Birkir Valgeirsson, Davíð Brynjólfsson, Erla Franklín, Grétar Sigtryggsson, Helgi Jóhannsson, Ingimar Valdimarsson, Karel Heiðarsson, Kristjana Larssen, Magnús Jóhannsson, Pétur Sigurður Jóhannesson, Sveinn Bjarnason og Heiða Rósa Sigurðardóttir. Við opnunina ætlar leikhópurinn að sýna aftur „Apóllóníu“ (Sjá dagskrá Opnunarhátíðar 7. maí).

Skógarlundur: Þema hóps hæfingarstöðvarinnar er fuglar, vor og náttúra. Verkin koma úr ýmsum áttum, pappírsverk, leir, ull og tré. Einnig verða innsetningar unnar með blandaðri tækni. Sýnendur eru: Sævar Bergsson, Kristbjörg Jóhannesdóttir, Aðalbjörg Baldursdóttir, Davíð Brynjólfsson, Birkir Valgeirsson, Guðmundur Bjarnason, Esther Berg Grétarsdóttir, Edvin Steingrímsson, Karel Heiðarsson, Áslaug Ásgeirsdóttir, Dóra Magnúsdóttir, Christian Bjarki Rainer, Lára Magnúsdóttir, Pétur Jóhannesson, Guðmundur Þorvaldsson, Ingimar Valdemarsson, Jón Óskar Ísleifsson, Gunnhildur Aradóttir, Áslaug Eva Árnadóttir og Skarpéðinn Einarsson. Sýningin stendur til 19. maí og er opin á opnunartíma Hofs.

14. MAÍ, LAUGAR-DAGUR

Gjörningur á Norðurlandi

Á meðan sýningu stendur verður boðið upp á kaffiveitingar á vægu verði í Café Manía sem staðsett er í Setrinu.

„Gjörningurinn“ er sprottinn upp úr geðræktarverki Ragnheiðar Örnu. Hann mun eiga sér stað á Akureyri, Þórshöfn, Fjallabyggð og hugsanlega á fleiri stöðum. Markmið hans er að vekja umræðu um geðheilbrigðismál, auka vitneskju um greiningar á geðsjúkdómum: Hvað er geðklofi? Hvað eru geðhvörf ? Einnig að vekja athygli á því að manneskja með geðsjúkdóm er ekki sjúkdómurinn, sbr. að manneskja með krabbamein er ekki krabbamein. Gjörningurinn verður nánar auglýstur síðar.

LIST ÁN LANDAMÆRA Á HÚSAVÍK Tími: 14:00 – 17:00 (2-5) Setrið geðræktarmiðstöð, Árgötu 12, samkomuhúsið á Húsavík Dagskrá í Setrinu Spuni úr sauðkind og fleiri kynjaverum Sýning á verkum notenda Setursins þar sem þemað er íslenska kindin. Til sýnis og sölu verða munir úr ull, lopa og ýmsu fleiru.

Café Manía

Leiksýning Miðjunnar í Samkomuhúsinu á Húsavík Spé og spuni. Notendur og starfsfólk Miðjunnar sýna skemmtilegt leikverk í samstarfi við Leikfélag Húsavíkur.


Andlits-Myndir

7. MAÍ, LAUGAR-DAGUR

Myndlistarsýning starfsfólks í Stólpa og nemenda á Listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Sýningin er afrakstur myndlistarnámskeiðs sem haldið var í Stólpa og ME í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands og Listnámsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum.

List án landamæra á Austur-landi Tími: 14:00-17:00 (2-5) Slátur-húsið, menningar-hús á Egils-stöðum Töfrar Töfrar er mynd eftir Sigurð Ingólfsson og Ólöfu Björku Bragadóttur sem þau unnu með margvíslega yndislegu fólki í Stólpa á Egilsstöðum. Unnið var með Töfraflautuna eftir Mozart og staðinn þar sem töfrar verða til. Í Stólpa sem er hæfing/iðja eru prinsar og prinsessur, galdrafólk og alls konar manneskjur sem eru í leit að sjálfum sér. Töfraflautan fjallar um sömu leit. Myndin verður sýnd í frystiklefanum í Sláturhúsinu, menningarhúsi, ásamt hluta úr leikmyndinni.

Hannah

Valtýr Á Grænni Treyju Valtýr á græni treyju er stutt leikin mynd um örlög stórbóndans Valtýs á Eyjólfsstöðum leikin af nemendum starfsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum í umsjón Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Magnúsar H. Helgasonar, kennara á starfsbraut ME.

Kvikmyndin Hannah eftir Sérgio Cruz myndlistarmann frá Portúgal fjallar um galsafenginn metnað Hannah Dempsey, sem er ungur dansari og íþróttamaður með fötlun. Myndin er hluti af videólistahátíðinni 700.is Hreindýraland 2011 og hlaut Alternative routes verðlaun hátíðarinnar.

Geðveikt Kaffihús Geðveikt kaffihús að hætti kvenfélagsins Bláklukkna

Ljósmynda-Sýning Friðrik Kristjánsson sýnir ljósmyndir

14


Ríó tríó ábreiður Ýmsir List-Viðburðir Listsýningar frá leik- og grunnskólum Fljótsdalshéraðs Listsýning frá mann- og geðræktar-miðstöðinni Ásheimum Tónlistaratriði frá tónskóla Fljótsdalshéraðs og tónsmiðju Hafþórs Vals Guðjónssonar Sýning frá handavinnuhóp Hlymsdala

Kvöld-dagskrá Listar án landamæra í Slátur-húsinu Tími: 19:00-22:00 (7-10) Sláturhúsið, menningar-hús á Egilsstöðum Svangar skálar Einstakt súpukvöld, samvinnuverkefni Anne Kampp, leirlistakonu, Guðbjargar Þórisdóttur samstarfskonu hennar og kvenfélagsins Bláklukkna. Þú kaupir þér súpu og brauð og færð að eiga skálina.

Tónlistaratriði þar sem fram koma meðal annarra: Sædís Sif Harðardóttir, Hátt upp til fjalla – Ríó tríó ábreiðsluhljómsveit og nemendur tónskólans á Fljótsdalshéraði og Tónsmiðju Hafþórs Vals Guðjónssonar.

Töfrar, Valtýr á grænni treyju og Hannah Stuttmyndirnar Töfrar, Valtýr á grænni treyju og Hannah verða einnig sýndar um kvöldið Listsýningarnar verða opnar og stuttmyndirnar verða sýndar frá 7. – 20. maí frá kl. 14.00 – 18.00. Enginn aðgangseyrir er á sýningarnar og allir eru velkomnir.

15


SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI 1. MAÍ, SUNNU-DAGUR Verndarenglar www.solheimar.is Leikfélag Sólheima sýnir þessa dagana leikritið Verndarenglar. Skemmtilegt leikrit fyrir unga sem aldna um álfa, tröll, börn, engla og fleiri kynjaverur. Stór hópur íbúa og starfsmanna Sólheima tekur þátt í uppsetningunni. Leikstjóri og handritshöfundur er Þórný Björk Jakobsdóttir. Leiksýningar fara fram í íþróttaleikhúsinu að Sólheimum í Grímsnesi. Upplýsingar um sýningartíma og miðapantanir er hægt að nálgast á www.solheimar.is

16

AKRANES 14. MAÍ, LAUGAR-DAGUR Listasmiðjur Tími: 14:00 til 17.00 (2-5) Frístundamiðstöðin Þorpið, Þjóðbraut 13, 300 Akranes Listasmiðjan Gaman-saman Verkefnið „Gaman-saman“ hófst á Akranesi vorið 2009. Að verkefninu standa Frístundamiðstöðin Þorpið, Frístundaklúbburinn og Rauði kross Akraness. Kjarni verkefnisins er að leiða saman ólíka hópa barna, þ.e fötluð, ófötluð, af erlendum og innlendum uppruna með því að bjóða upp á skipulagt tómstundastarf og leyfa þeim að hafa „gaman-saman“ og skynja fjölbreytileika mannlífsins sem eðlilegan hlut. Sérstök áhersla er lögð á kosti fjölmenningar með því að leyfa börnunum að kynnast ólíkum menningarheimum í gegnum virka þátttöku ( dans, leiklist, matargerð, tónlist, handverk, íþróttir ). Í ramma Gaman-saman verkefnisins á vorönn 2011 fór fram listasmiðja í umsjón Ólafar S. Davíðsdóttur. Það voru 20 börn á aldrinum 10-14 ára sem tóku þátt í listasmiðjunni.

Listasmiðjur á Akranesi og Borgarnesi

Undanfarin 4-5 ár hefur verið starfrækt Listasmiðja fyrir fólk með fötlun, lengst í Borgarnesi en vorið 2009 bættist Akranes við og haustið 2010 bættust nemendur frá Hjúkrunarheimilinu Fellsenda við. Það er listakonan Ólöf S. Davíðsdóttir sem hefur haft umsjón með hópunum í margs konar listsköpun. Þar hafa nemendur unnið verk m.a. úr mósaík, gleri, akrýlmálun, leir, járni, tréperlum og fleiru. Listamenn frá Akranesi eru: Áslaug Þorsteinsdóttir, Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Heiðrún Hermannsdóttir, Kristmundur Valgarðsson og Sigurður Smári Kristinsson Listamenn frá Borgarnesi eru: Arnar Pálmi Pétursson, Árni Ásbjörn Jónsson, Ásmundur Þór Guðmundsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Guðmundur Stefán Guðmundsson, Helga Björg Hannesdóttir, Hildur Björnsdóttir og Ölver Þráinn Bjarnason.


FELLSENDI Í DÖLUM 21. MAÍ, LAUGAR-DAGUR List án landamæra á Fellsenda Tími: 13 – 19 (1-7) Hjúkrunarheimilið Fellsendi Dölum www.fellsendi.is Á Fellsenda er unnið eftir Eden hugmyndafræði. Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á að eyða einmanaleika, hjálparleysi og leiða sem eru oft fylgifiskar þess að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Til að auka fjölbreytni í daglegu lífi á Fellsenda eru þar 30 landnámshænur sem anna að mestu eggjanotkun heimilisins.

Tveir íbúar eiga sínar kisur og heimilishundur er á staðnum. Í dagstofum eru fiskabúr og garðrækt fer vaxandi. Auk þessa fara íbúar á tölvunámskeið og í listasmiðju í Borgarnes einu sinni í viku yfir vetrartímann. Verið er að koma á laggirnar listasmiðju á staðnum með glerbræðsluofni, saumavélum fyrir bútasaum, listmálun, útsaumi og trévinnu svo eitthvað sé nefnt. Á sýningunni verður fjölbreyttur afrakstur vetrarins sýndur því hér eru margir frábærir listamenn . Á boðstólum verða kaffi, kakó og vöfflur.

17


28. APRÍL, FIMMTU-DAGUR

29. APRÍL, FÖSTU-DAGUR

Opið hús í Hæfingarstöðinni Tími: 10:00- 15:00 (10-3) Hafnargata 90, Reykjanesbæ

Myndlistasýning í Krossmóa Tími: 17:00 (5) Krossmói (Nettó), Reykjanesbæ

Listsýning listamanna Hæfingarstöðvarinnar. Rut Ingólfsdóttir leirlistarkona var listafólkinu innan handar við listsköpunina.

Samsýning félaga úr Björginni geðræktarmiðstöð, listamanna Hæfingarstöðvarinnar, barna úr dagþjónustu Ragnarssels og nemenda úr grunnskólum Reykjanesbæjar.

Félagar í Björginni Geðræktar-miðstöð Suðurnesja hafa í samstarfi við Þorbjörgu Magneu Óskarsdóttur (Tobbu) unnið stórbrotinn skúlptúr þar sem gestum gefst kostur á að skoða upplýst bergið, smábátahöfnina, Duushúsin, skessuhellinn, hafið og stjörnuprýddan himininn allt um kring. Skúlptúrinn er yfirbyggður og skoðaður í gegnum gat á himni verksins. Falleg upplifun.

Börn í dag-þjónustu Ragnarssels

18

sýna verk unnin undir yfirskriftinni HIMININN og tengja sig þannig yfirskrift á sýningu leikskólanna og Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á Listahátíð barna sem stendur yfir frá 20. apríl – 8. maí. Leiðbeinandi barnanna er Rut Ingólfsdóttir leirlistarkona.

Listafólk Hæfingar-stöðvarinnar hefur skapað skúlptúra undir áhrifum frá ýmsum dægurlagaperlum með leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur leirlistarkonu.

Listaverk í leiðinni. Valin verk eftir grunnskólanemendur úr Reykjanesbæ sem komið hefur verið fyrir víðs vegar um bæinn m.a. í Krossmóa og eru hluti af Listahátíð barna í Reykjanesbæ.

Þjónustunotendur Hæfingar-stöðvarinnar hafa skapað skúlptúra undir áhrifum frá ýmsum dægurlagaperlum með leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur leirlistarkonu.

Samvinna í Krossmóa 4. Myndlistasýning þátttakenda í Samvinnu, starfsendurhæfingu á Suðurnesjum opnar í Krossmóa 4, á annarri hæð. Sýnd verða verk unnin á striga með akrýl og spaða undir leiðsögn Tobbu. Opnunartími verður 2. – 6. maí frá kl. 13 – 16 (1-4)


1. MAÍ, SUNNU-DAGUR Sönghópur á ferðinni Vikuna 1. – 7. maí verður sönghópur sem fram kemur á tónleikum 8. maí á ferð um bæinn og kemur fram á ýmsum stöðum m.a. vinnustöðum.

7. MAÍ, LAUGAR-DAGUR Tónleikar í Frum-leikhúsinu Tími: 15:00 (3) Frumleikhúsið, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ Lifandi og skemmtilegir tónleikar söngfólks sem kemur bæði úr röðum fatlaðra og ófatlaðra undir stjórn okkar frábæru tónlistarmanna Jóhanns Smára Sævarssonar óperusöngvara og Arnórs Vilbergssonar organista. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.


TAKK

Takk fyrir samvinnuna kรฆra listafรณlk, styrktaraรฐilar, vinir og velunnarar!

List án landamæra 2011  

Dagskrá hátíðarinnar 2011

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you