Page 30

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra

Ástæðulaus aðkoma ríkisvaldsins Í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hengdi upp 95 greinar gegn aflátssölu rómverskkaþólsku kirkjunnar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg í Þýskalandi en atvikið markaði upphaf siðbótar kirkjunnar. Samtíða Marteini fóru einnig konur sem fetuðu ótroðnar slóðir og lögðu sitt af mörkum til siðbótarinnar. Það var því við hæfi að hefja siðbótarafmælið hér á landi í lok janúar með því að beina kastljósinu að þeirra þætti í sögunni. Ein kvennanna vildi til að mynda fá að predika í kirkju sinni en þurfti að sætta sig við að koma boðskap sínum á framfæri í sálmi sem hún orti rétt eftir árið 1520. Á Íslandi var kona ekki vígð til prests fyrr en árið 1974 sem er til marks um að góðir hlutir gerist oft hægt. Lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta voru sett árið 1911 en konum fjölgaði þó afar hægt í háskólanámi. Það var ekki fyrr en um hálfri öld síðar að konur hófu að setjast í lagadeild Háskóla Íslands í einhverjum mæli og ekki eru mörg ár síðan konur urðu um helmingur laganema. Það er lítill ágreiningur um að rekstur kvenna á heimilum og uppeldi barna eigi stóran þátt í því að þær komu hægar út á það sem kallað hefur verið vinnumarkaður. Já, hér er heimilishaldið nefnt rekstur því þótt heimili séu ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá eru þau merkustu félögin í hverju þjóðfélagi og rekstur þeirra skiptir verulegu máli. En um leið og rætt er um þessa

28

staðreynd sem dragbít fyrir konur og hlutskipti þeirra sem fórnarlömb eru menn þó sammála um að dýrmætustu stundirnar í lífi fólks séu almennt með börnum sínum. Þeir sem fylgst hafa með hjalandi hvítvoðungi verða að kátum krakka mótmæla því varla. Þó er í þessu samhengi sjaldnast minnst á fjarvistir feðra frá börnum sínum á meðan þeir sinna erfiðisvinnu í námum, smiðjum eða á hafi úti. Það er óhætt að fullyrða að hvergi halli lengur á konur í íslenskum lögum. Konur mæta hvergi formlegum hindrunum, þær geta bæði samið sálma og predikað yfir söfnuðum ásamt öllu hinu sem þeim kemur til hugar og hrinda í framkvæmd. Það kann að vera ofmælt en gæti ekki verið að aldrei áður í veraldarsögunni hafi verið uppi hópur með bjartari framtíð en ungar konur á Íslandi, nú í upphafi nýs árþúsunds? Þeim virðast allir vegir færir með sína góðu menntun, almenna heilsuhreysti og ágætu atvinnuhorfur í þjóðfélagi sem á flesta mælikvarða telst eitt af þeim bestu. Auðvitað vitum við ekki hvað verður úr þeim hagstæðu aðstæðum sem nú eru uppi en það er full ástæða til bjartsýni. Engu að síður mætti ætla af umræðunni að langt sé í land í „jafnréttismálum“. Hvernig stendur á því? Enginn vafi leikur á því að umræðan um hin alræmda launamun kynjanna á þar drýgstan þátt. Reglulega eru fluttar fréttir af því að með sömu hægu þróuninni muni laun karla og

Hátíðarrit Orators 2017  

Hátíðarrit Orators sem gefið er út í tilefni árshátíðar Orators 16. febrúar 2017.

Hátíðarrit Orators 2017  

Hátíðarrit Orators sem gefið er út í tilefni árshátíðar Orators 16. febrúar 2017.

Advertisement