Hátíðarrit Orators 2017

Page 27

Elvar Austri Þorsteinsson

Almennan, kokteilar og sitthvað fleira „Lögfræði já, svo þú ætlar að vera atvinnulaus.“ Þetta heyrði ég, einu sinni eða tvisvar, þegar fólk spurði hvert lífið stefndi eftir menntó. Mjög uppörvandi svona. Hingað er ég nú þó kominn, eins og ég hef stefnt að í nokkurn tíma. Á háskólakynningunni spjallaði ég við skikkjuklæddan laganema sem sagði mér frá almennunni, lesstofunni og félagslífinu. Jú, það hlaut að vera nokkuð um félagslíf þar sem hann kvað lagadeildina vera með sinn eigin bar í kjallaranum. Eftir síðustu önn vil ég nú þó meina að Fredagsbarinn falli ekki undir almenna málvenju á hugtakinu „bar“, þó hann gæti mögulega fallið innan merkingarfræðilegs ramma þess. Við látum það bara liggja milli hluta. Jú, hinn „júridíski þankagangur“ virðist hafa sest ögn að í kollinum á fyrstu önninni hér, í blessaðri almennunni. „Mikill lestur og mjög þurrt námsefni“ var það sem eldri nemendur höfðu sagt um það yndislega fag og vikuleg áminning Hafsteins Dans um „hið sögulega 90% fall“ sparkaði ávallt létt í afturendann. En hér er maður nú, temmilega heill á líkama og sál eftir þessa fyrstu önn. Á fyrsta mentorfundinum var talað um þá ólýsanlegu tilfinningu þegar hvíta stikan á Uglunni, sem tileinkuð er almennunni, verður græn. Jú, ætli það sé ekki nokkuð til í því bara. Félagslífið lét svo ekki á sér standa og hófst með

25

hinni mjög svo (mis)eftirminnilegu Þingvallaferð þar sem við röltum um þann sögufræga stað, öll mjög prúð og stillt, og lærðum (mismikið) um staðinn og komandi félagslíf lagadeildarinnar. Kokteilarnir hafa svo staðið fyrir sínu en þar tóku vinahópar að myndast og lagði það grunninn að góðum námsfélögum, sem milli kokteilanna sitja á lesstofunni og innbyrða fróðleik í stórum stíl. Það var vel tekið á móti okkur nýnemunum og vorum við strax orðnir hluti af deildinni. Já, stjórnin á sko hrós skilið fyrir sín frábæru störf og allir þeir sem koma að því að halda félagslífi deildarinnar gangandi. Ég hef nú enn ekki lesið lagasafnið, eins og fólk gerir fastlega ráð fyrir að við stundum hér í deildinni, en blaðsíðurnar eru þó orðnar nokkrar og fer þeim fjölgandi. Það kom nokkuð fljótt í ljós að þessi mikli lestur sem allir töluðu um er engin þjóðsaga og hefur þá áðurnefnd lesstofa einmitt komið sér vel. Þar getum við setið saman og hughreyst hvert annað á erfiðum tímum. Í deildinni er margt fólk sem maður getur horft upp til, er maður fótar sig fyrst í faginu, og ekki er verra að fá að kynnast þessu fólki smátt og smátt. Ég vil meina að við laganemar séum alls ekki eins kaldir og leiðinlegir og margir halda, þó svo að ég sé mögulega ekki alveg hlutlaus þegar kemur að því að dæma um það. Eldri nemendur eru duglegir að miðla reynslu sinni, ráðleggja manni og fyrir kemur að þeir eigi


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.