Page 1


Hvað er málið með Twitter? Þótt við Íslendingar þykjumst oft vera á undan okkar samtíma, rosalega mikið tæknivædd og svakalega nýungagjörn þá erum við samt stundum svoldið mikið eftirá. Þótt ekki sé horft lengra aftur en með Facebook, þá man ég skýrt og greinilega þegar Facebook var orðin vinsælasta samfélagssíðan í Bandaríkjunum, Bretlandi og mun víðar, en við Íslendingar sögðum bara “Facebook? Það er glatað, ryðst inná einkalífið og það er enginn með þetta. Ég er með MySpace og það er bara geðveikt! ..getur sett tónlist og myndir og sona”. En viti menn, við tókum við okkur og það með stæl, hættum að nota MySpace og erum í dag sú þjóð í heiminum sem er með mestu notkunina á Facebook (m.v. hausatölu að sjálfsögðu). En Twitter? Fólk segir “Twitter? Hvað er það? Það notar það enginn og ég kann ekkert á þetta”. Nú langar mig að renna yfir örfáa kosti þess að nota Twitter, afhverju þetta er svona vinsælt og alla þá byltingu sem Twitter er að koma af stað. Það er mín von, að eftir lestur þessarar greinar munir þú opna Twitter reikning og stíga inní nútímann. Flestir eru sammála um það að helsti kostur Facebook er að það auðveldar þér að fylgjast með vinum og fjölskyldu og vita hvað er í gangi hjá þeim hverju sinni án þess að þurfa að vera í stanslausum beinum samskiptum. Þá er það yfirleitt staðan (“statusinn”) sem þú rekur augun í og veist á augabragði hvað er að frétta. Þú getur stillt Facebook þannig að þú getur séð frá hverjum þú sérð tíðindin og hverjum ekki. Twitter virkar í grunninn bara þannig að þú ert BARA með glugga þar sem þú getur bara skrifað 140 stafi (sama lengd og hámarks stærð á sms skeyti í flestum símum). Það sem kallast að “tweet-a” (verður sennilega þýtt “tísta” þegar Twitter verður móðins) er bara eins og senda eitt stutt frétta-sms til allra sem hafa áhuga á að vita hvað þú hefur til málanna að leggja, s.s. þeir sem elta þig (follow), hálfgert míkróblogg í rauninni. Sömuleiðis getur þú elt stöðu vina þinna sem eru á Twitter. Hljómar kannski ekkert brjálæðislega spennandi ennþá, en nú ætla ég að renna yfir kosti Twitter og afhverju þetta er klárlega málið.

Tekið af Twitter.com: “Twitter er rauntíma upplýsinga tengslanet keyrt af fólki um allan heim sem leyfir þér að deila og uppgvöta hvað er að gerast á líðandi stundu. Twitter spyr “hvað er að gerast” og fær svarið til að berast um allan hnöttinn til milljón manns, samstundis.” Möguleikar Twitter Notagildi Twitter fer mikið eftir því hvað þú ert að gera og hverju þú hefur áhuga á. Flestir sem nota Twitter eru þar til að fylgjast með fréttum, slúðri eða áhugaverðum hlutum. Þú gætir t.d. „elt tístin“ hjá uppáhalds hljómsveitinni þinni, einhverjum fréttamiðlum, bestu vinum þínum og uppáhalds rithöfundinum þínum. Þá fengirðu beint í æð nýjustu tíðindin frá viðkomandi og gætir þar að auki skrifað athugasemdir við tístin og miðlað því áfram á þinni Twitter síðu. Það er þessi persónulega tenging sem er svona heillandi við Twitter, líkt og þú værir að fá persónulegt sms með nýjustu fréttum frá t.d. Jay-Z, Deepak Chopra eða RÁS 3. Þetta nýta svo fréttamiðlar sér til hins ítrasta erlendis og vitna stöðugt meira í tístin frá stjörnum og stjórnmálamönnum. Margt annað er sniðugt við Twitter. Ef það eru t.d. kosningar í gangi og þú ætlar að tísta einhverri skoðun sem þú hefur á þeim, þá setur þú # merki fyrir framan viðfangsefnið, t.d. #kosningar2010, inní textann sem þú skrifar. Þegar þú svo leitar að leitarorðinu „kosningar2010“ þá birtist færslan þín og allra annarra sem hafa skrifað um sama viðfangsefni. Þetta er mikið notað af þeim sem eru að fylgjast með keppnum, hátíðum og öðrum fjölmennum viðburðum (og jafnvel í hamförum) til að fá nýjustu tíðindin eða slúðrið beint í æð. Þar sem hæglega má tísta með SMS skilaboðum úr síma geturðu fengið ótrúlegustu upplýsingar á sama tíma og hlutirnir gerast. Sem dæmi má nefna að nýtt met var sett í sumar þegar LA Lakers unnu NBA deildina, þá með 3.085 tíst á sekúndu (á 30 sek, alls 92.550 skilaboð) merkt leiknum!


Gríðarlegur vöxtur Vegna gríðarlega vinsælda og fjölda skilaboða sem fara um Twitter, hafa einnig myndast hópar (groups) um mismunandi málefni. Þú getur þá auðveldlega fundið allt nýjasta tístið úr öllum þínum áhugasviðum og því alltaf verið með fingurinn beint á púlsinum. Twitter byrjaði 2007 sem SMS-blogg innan veggja eins fyrirtækis en er nú með um 70 milljón skilaboð send daglega! Sem annað dæmi um vinsældir Twitter má nefna Lady Gaga, en hún er með 6.367.509 fylgjendur þegar þetta er skrifað ..það slagar í 0.1% jarðarbúa og nálgast íbúafjölda í Hong Kong!! Myndir og video á Twitter Þar sem flestir eru með myndavélasíma og margir hverjir geta tekið ágætis myndskeið á símana líka, koma oft upp aðstæður þar sem þú myndir vilja deila mynd af einhverju sem verður í vegi þínum eða kannski myndbroti af tónleikum eða mótmælendaræðu. Það eru því til margar góðar leiðir til að tengja það við Twitter og má þá helst nefna Twitvid og Twitpic. Það virkar eins og hefðbundið Twitter nema þú hleður myndinni eða myndskeiðinu beint inn á þau svæði og samstundis kemur hlekkur á myndina á Twitterið hjá þér ásamt þeirri athugasemd sem þú skrifar. Í stuttu máli Þar sem lén og hlekkir eru oft miklar orðasúpur og þú getur aðeins skrifað 140 stafi í Twitter skilaboð, eru til margar heimasíður sem bókstaflega stytta slóðirnar. Þar má nefna tinyurl.com, bit.ly og svo núna t.co, sem er eiginlega orðinn staðallinn sem Twitter breytir sjálfkrafa í. Dæmi ef við notum bit.ly, þá myndi hlekkurinn „http://www.youtube.com/watch?v=kn22vCnOglA“ breytast í „http://bit.ly/cYqpAw“ og skilja eftir því meira pláss fyrir skilaboðin.

Framtíðin á vöfrun Nú eru til yfir 250.000 forrit og viðbætur (applications) sem tengjast Twitter og því er ákveðin stöðlun að eiga sér stað. Nýjir vafrar, samfélagsvefir og forrit hafa nú stöðugt meiri stuðning við Twitter sem m.a. auðvelda þér að hafa yfirsýn um allt sem er að gerast í þínum áhugasviðum. Hvort sem þú notar Youtube, Facebook, Vimeo, Blogg, Dailymotion, Blip.fm, Play.fm eða nánast hvað sem er, þá geturðu nú tengt þinn reikning þar við Twitter-ið þitt. Twitter er líka mest spennandi markaðstól nútímans, samfélagstól komandi tíma og ný skilgreining fyrir tengslanet. Nú þú! Veist ekki hvað þú átt að segja? Gleymirðu alltaf að skrá þig inn og skrifa eitthvað? Margir tengja Twitter við Facebook og þá uppfærist Twitter um leið og þú uppfærir stöðuna á Facebook. Þetta er kjörin byrjun meðan þú finnur þá sem þú vilt elta og leyfir öðrum að finna þig. Það er líka nóg sem þú getur byrjað að skoða, enda um 65 milljón tíst á dag, eða 750 á sekúndu.


Síðan ég var bara lítil stelpa hef ég verið að gefa fimmu. Það er mér ljóslifandi minning þegar stóri bróðir minn kenndi mér að gefa fæv, uppá hæð, niðri aftur, enginn kraftur. Og það stoppaði ekki þar. Slow motion fæv, afturábak fæv, fótafæv, low fæv, blue tooth fæv, og þegar maður var virkilega ánægður, þá gaf maður tíu. Eftir að hafa gefið fleiri fæv um ævina en nokkurri manneskju er kleift að telja fór ég að gramsa í sögu þess. Saga fimmunnar er áhugaverðari og margslungnari en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Opinbera sagan er þannig að þetta hafi allt byrjað á milli tveggja kauða, Glen Burke og Dusty Baker, en eftir að annar þeirra skoraði ,,home run" í hafnaboltaleik áttu þeir að hafa mæst í high five, sem dregur nafn sitt af fimm fingrum hvorrar handar sem mætast hátt í loftinu. En fyrir aðeins nokkrum árum síðan kom fram maður að nafni Lamon Sleets Jr.. Sleets vill meina að samskiptin sem urðu á milli hafnaboltamannanna tveggja hafi í raun ekki verið fimma heldur aðeins handaband og að Sleets sjálfur væri í raun sannur uppfinningamaður fævsins einsog það er þekkt í dag. Þannig er mál með vexti að faðir Sleets var í fimmtu deild hersins og fékk oft til sín í heimsókn félaga úr hernum. Sleets sem var aðeins um þriggja ára gamall á þessum tíma mundi ekki nöfnin á öllum þessum vinum og ávarpaði þá alla sem Five og heilsaði þeim því ,,Hi Five" þegar þeir gengu í bæinn. Vinirnir áttu það til að beygja sig niður og rétta upp aðra höndina (einsog til að vinka) og lagði þá Sleets sína hönd upp að þeirra. Þegar Sleets óx uppúr grasi hætti hann að kalla vini föðurs síns

Five en sá siður hélt áfram að þegar þeir komu í heimsókn þá gekk hann til þeirra og sló létt með hendinni sinni í þeirra. Sleets hélt svo uppteknum hætti í körfuboltaliðinu sínuog brátt voru allir farnir að gefa ,,Hi Five".Síðan þá hefur fimman dreifst út um allan heim og þróast og breyst einsog gengur og gerist. Það hefur verið vísindalega sannað með röðum tilrauna hvernig fullkomin fimma er gefin. Hún fer þannig fram að þáttakenndur fimmurnar horfa báðir á olnboga hægri handar hins aðilans þegar fimman á sér stað. Fullkomin smellur heyrist og kitlið í hendinni nokkrum sekúndum eftir að fimman hefur verið framkvæmd er merki þess að fullkominni fimmu hafi verið að ljúka.Við berum öll hlýjar tilfinningar til fimmunnar. Því með einni fimmu getur maður tjáð svo margt, gleði með hamingjufimmu, vonbrigði með kaldhæðnisfimmmu, hroka með glottfimmu, vanvirðingu með platfimmu, og ef það er einhver sem mann líkar illa við getur maður bara gefið fimmu eins fast og maður getur og vonað að manneskjan meiði sig fyrir vikið.Ég persónulega ætla ekki að taka afstöðu í því hver sé hinn raunveruleg uppfinningamaður fimmunnar. Þetta er einn af þessum hlutum sem maður vill ekki vita, einsog hvernig fæðingar fara fram. Hver og einn verður bara að gera upp hug sinn um hvort það hafi verið hafnaboltamennirnir Burke og Baker, eða körfuboltamaðurinn og hermannssonurinn Sleets, því eitt er víst, við munum aldrei fyllilega komast að því hvort að fimma sé í raun ,,High Five" eða ,,Hi Five".


Vol

JÓI KJARTANS

Ljósmyndari & Grafískurhönnuður

Hvað varð til þess að þú fórst út í ljósmyndun? Ég byrjaði að taka myndir á skólaböllum strax í 10. bekk, eða árið 1998. Þegar ég byrjaði í Verzló hélt ég því áfram og fór að troða mér í ýmis skólablöð og þess háttar. Það varð til þess að ég fór að umgangast ljósmyndara í meiri mæli og þá fór áhuginn að lúmskt að kvikna. Ég var þó alltaf á bakvið tjöldin en ekki myndavélina sjálfa. Þegar ég var á öðru ári í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands þá fór ég með Sigga vini mínum á Portabello markaðinn í London. Þar keypti ég litla Mamya filmuvél á fimm pund og tók eina filmu samdægurs. Þegar ég fékk myndirnar úr framköllun varð ég himinlifandi, því myndirnar og litirnir komu æðislega út: ég hafði í raun aldrei séð neitt þessu líkt og ég sannfærðist um að ljósmyndun væri algjörlega fyrir mig. Þar má segja að ég hafi smitast alvarlega af ljósmyndabakteríunni og enn þann dag í dag er ég fársjúkur. Á hvernig myndavél tekur þú myndirnar þínar? Það skiptir í raun ekki máli, ég hef átt hátt í þrjátíu eða fjörutíu myndavélar í gegnum tíðina. Ég vel myndavélina fyrir tilefnið hverju sinni. Oftast nota ég þó snapshot filmumyndavélar sem eiga það sameiginlegt að vera ekki með aðdráttarlinsu og vera með auto-focus. Það gerir mig fátt brjálaðari en að þurfa að bíða eftir að myndavélin taki mynd, því þá gæti momentið verið horfið að eilífu.

Hver er þinn helsti innblástur?

Hvaðan kom nafnið Jói de Vivre?

Tískutímarit og ljósmyndabækur eiga það til að halda mér hugföngnum klukkutímum saman á kaffihúsum eða í bókabúðum. Þegar ég var í New York þar síðasta sumar sat ég einu sinni inni í bókabúð í átta klukkutíma, hvorki meira né minna. Fyrir mér hefur besti ljósmyndaskólinn verið sá að skoða aðra ljósmyndara og sjá hvernig þeir leysa vandamálin. Þó maður leysi vandamálin ekkert endilega á sama máta, þá gefur það mér alltaf óendanlegan innblástur. Það er því mikil synd hversu fáar búðir selja góðar ljósmyndabækur hérlendis. Mér finnst ekki gaman að skoða ljósmyndir á internetinu.

Joie de Vivre er franskt máltæki sem einnig er notað í ensku og merkir eiginlega lífsgleði eða gleði lífsins. Ég heiti Jóhannes en hef alltaf verið kallaður Jói og það er frekar óalgengt nafn, allaveganna úti í hinum stóra heimi. Það helsta sem ég hef fundið er gömul kvikmyndaleikona sem hét Joi Lansing, japanska popphljómsveitin Joi og svo þetta máltæki sem er ekki ósvipað. Útlendingum finnst nafnið mitt líkjast joy og þar sem myndirnar mínar eru í flestum tilfellum hressar eða í það minnsta byggðar á minni sérvitru og kómísku sýn á veröldina, þá fannst mér Jói de Vivre vera tilvalið nafn á þessa fimm ára yfirlitsbók.

Af hverju ákvaðstu að gefa út ljósmyndabók? Ég hef verið að taka ljósmyndir af alvöru frá árinu 2005 og á orðið gríðarlegt safn af ljósmyndum sem ansi fáir hafa séð. Mér fannst því orðið tímabært á fimm ára ljósmyndaraafmælinu mínu að gefa út bók með úrvali af þessum myndum. Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum síðan en vinnsla bókarinnar hófst fyrir tæpu ári síðan. Í bókinni eru í kringum 500 ljósmyndir frá þessu fimm ára tímabili, en ég valdi 8 myndir á mánuði síðan 2005. Mér fannst rétti tíminn til að afhjúpa þessar myndir í stað þess að láta þær safna ryki ofan í kassa. Mér finnst þær líka eiga erindi við samfélagið því þær spanna eiginlega ansi merkilegt tímabil í sögu landsins og borgarinnar, frá miðju góðæri til kreppu og svo eftirmála hennar. Samt vona ég nú að hún sé ágætlega skemmtileg.

Hvernig valdirðu myndirnar í bókina? Ég fór til Hríseyjar í algjöra einangrun og vann bókina þar. Mér finnst maður eiga í sífellt meiri vandræðum með að einbeita sér með öll þessi internet og facebook og síma og sjónvörp og læti öllsömul. Kannski er ég bara að verða gamall? En allaveganna, ég fór til Hríseyjar í nokkrar vikur, borðaði brauð með hnetusmjöri og sultu og valdi myndirnar saman á opnurnar eftir því hvernig mér fannst þær passa saman. Flestar tengjast myndirnar á opnunni eftir mjög óreglulegum en skemmtilegum leiðum sem kannski bara ég einn sé. En það gerir þetta bara þeim mun meira gaman.

Hvað framkallarðu margar filmur á mánuði? Það er misjafnt. Á sumrin og í kringum stóra atburði eins og Iceland Airwaves hef ég oft verið að taka í kringum 30-40 filmur á mánuði. Þetta gerir það að verkum að ég á aldrei neinn pening en samt held ég alltaf áfram. Það er samt ágætt á meðan ég er fíkill í filmuframköllun en ekki eitthvað meira mannskemmandi. Hvar má nálgast bókina þína? Hún er til sölu í ofurtískuvöruversluninni Kron Kron á Vitastíg og í ofurlistabókabúðinni Útúrdúr sem er staðsett inni í ofurplötubúðinni Havarí í Austurstræti. Það eru örfá eintök eftir svo hver fer að verða síðastur að næla sér í eintak… af þessu fyrsta upplagi í það minnsta. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég ætla að hætta að svara viðtölum og einbeita mér að því að vinna í vetur. Mig vantar meiri peninga til að borga niður skuldir og kaupa mér nýjar myndavélar. Svo kemur kemur kannski sumarið einhvern tíman aftur og ég get hætt að nota flass og farið að nota sólgleraugu aftur.


Vol Forsíðuviðtal

VALDIMAR

Meðlimir / hljóðfæri ? Valdimar Guðmundsson, söngur og básúna, Ásgeir Aðalsteinsson, gítar, Guðlaugur Már Guðmundsson, bassi, Þorvaldur Halldórsson, trommur og Kristinn Evertsson, Hljómborð.

Hvað varð til þess að hljómsveitin var stofnuð ? Ég, Ásgeir og Gulli höfðum verið að vinna saman, með mislöngum hléum, í einhvers konar tónlist síðan 2004. Það var síðan haustið 2008 sem við stofnuðum hljómsveitina Valdimar. Valdi trommari og Margeir Hafsteinsson, trompetog hljómborðsleikari, komu svo inn í bandið sumarið 2009 og þá fór þetta allt að rúlla. Það var síðan um haustið 2009 sem núverandi mynd hljómsveitarinnar varð til þegar Kristinn Evertsson kom inn í bandið í stað Margeirs á hljómborðið. Hver átti hugmyndina að nafninu Valdimar ? Við vorum búnir að vera að velta því fyrir okkur heillengi hvað bandið ætti að heita þegar Ásgeir kom loksins með frábæra tillögu: Valdimar. Ég tók auðvitað mjög vel í það enda stórkostlegt nafn. Hvað inniheldur platan mörg lög ? 12 Eftir hvaða ferli vinnið þið lögin ykkar ? Það er nú oftast þannig að ég eða Ásgeir komum með hljómagang og/eða laglínu og svo sest hljómsveitin niður og við útsetjum það saman og byggjum ofan á það.

Hver eru ykkar helstu goð í tónlist ? Þau eru nú ansi mörg en ef hver hljómsveitarmeðlimur fær að velja eina hljómsveit/artista þá lítur listinn einhvern veginn svona út : Radiohead, Bob Dylan, Pink Floyd, Boards of Canada og Bill Evans. Hvar tókuð þið upp plötuna og hver sá um upptöku og útfærslu ? Við tókum upp plötuna í upptökuveri Geimsteins og það var Björgvin Ívar Baldursson sem sá um upptökur. Við sáum svo bara sjálfir um útfærsluna. Hver sá um hönnun á plötuumslaginu ? Björgvin Guðnason. Fínn gaur. Við erum mikið fyrir það að vinna með mönnum sem heita Björgvin. Hvar verður hægt að nálgast plötuna ? Ég held að hún muni bara vera til í næstu plötuverslun nálægt þér. Allavega í annarri þeirra. Hvernig hefðuð þið hugsað ykkur að fylgja plötunni eftir? Við munum líklega bara spila á ýmsum tónleikum og reyna að koma þessari plötu okkar á framfæri fyrst. Svo er það bara næsta plata.


Vol Tónlist

SYNDEASIA

Hvænar byrjaðir þú að gera tónlist ? Ég byrjaði frekar seint, um 15 ára aldurinn varð ég mér úti um frekar dapran nælon strengja gítar og byrjaði á því að semja væmnar ballöður. Ári seinna keypti ég mér rafmagnsgítar. Spilaði svo í nokkrum indie hljómsveitum. En sökum þess að mér fannst hlutirnir ekki alltaf vera að ganga sem skyldi með þessum hljómsveitum, hóf ég mínar eigin upptökur í svefnherberginu mínu. Keypti mér tölvu, Daw hugbúnað og lærði að taka upp mína eigin tóna. Þannig festist ég í því að gera mína eigin tónlist. Afhverju dubstep ? Fyrstu kynni mín af rafrænni tónlist voru í stórum reif partýum í Belgíu, á stöðum eins og I Love Techno og Groovecity. Varð fljótlega ástfanginn af grúvinu og óbeisluðu orkunni sem að bjó í tónlistinni, það fannst mér einnig vera til staðar í rokk tónlistinni frá þessum tíma. Þegar að ég uppgötvaði svo Drum & Bass vissi ég að ég gæti sameinað þetta með rokkinu. Þá fór ég meira að hugsa um að gera tónlist fyrir klúbbana, frekar en rokk áhangendur. Samt sem áður, þá var þessi Drum & Bass tónlist sem að ég var að gera ekki nógu góð, of hröð og of mikið af skrýtnum hljóðum sem að ómuðu í henni. Það var ekki fyrr en í dubsteppinu sem að ég gat hægt á þessu öllu saman, en samt haldið í orkuna sem að fylgir þessari rafrænu tónlist. Það var ekki með ráðum gert hjá mér að vinna með dubstep í fullri vinnu. Eitt fyrsta dubstep lagið sem að ég gerði hét Bad Karma, það varð mjög vinsælt í útvarpinu, ég fékk plötusamning og frá því augnabliki hef ég vitað að þetta væri staðurinn fyrir mig í tónlist.

Varð fljótlega ástfanginn af grúvinu og óbeisluðu orkunni sem að bjó í tónlistinni

Hvað er að frétta af AKS ? Það er allt frábært bara, við erum „live“ hljómsveit alveg eins og The Prodigy og Pendulum. Spilum rafræna tónlist „live“ , en þó með öðrum hljóm en þær sem að ég nefndi fyrr, þetta er alveg okkar eigið. Við sjóðum dubstep saman við sál, reggí, funki og það er meira að segja smá rokk í þessu hjá okkur. Við spilum mikið og víða. Viðtökur við nýju fyrirkomulagi tónleikahalds okkar hafa verið framar vonum. Það sem mér þykir vænst um er að ekki einungis dubstep áhangendur virðast vera að meta þetta, þetta virðist höfða til mun breiðari hóps. Fyrir mig sem einstakling er þetta dásamlegt, ég spila á gítarinn með AKS á stórum tónleikum fyrr um kvöldið og fer síðan og þeyti skífum sem Syndaesia í einhverjum klúbb nokkrum tímum seinna. Nú hafið þið séð um endurhljóðblandanir fyrir listamenn eins og Wu Tang, Steed Lord, Limited Copy etc. Hvernig er að vinna tónlist þvert yfir landamærin?  Draumi líkast. Alveg síðan að ég sá um endurhljóðblöndun fyrir Wu Tang, hefur tilboðunum rignt inn, sem er gott. Endurhljóðblandanir eru góð leið fyrir upptökustjóra / tónlistarmann að setja sig alþjóðlega á kortið. Endurhljóðblöndunin sem að ég gerði fyrir Steed Lord af „Bed of needles“ er til dæmis spilað af ekki ómerkari manni en Laidback Luke, hann spilaði það t.a.m. fyrir þúsundir á EDC hátíðinni úti í Los Angeles síðasta sumar. Bestu endurhljóðblandanirnar eru þær sem að taka upphaflegu upptökuna í algjörlega nýja átt. Sem dæmi, þá var síðasta endurhljóðblöndunin sem að ég gerði fyrir Limited Copy, heitir „Gyals“ og er í dubstep átt. En ég ákvað að fara með það meira í átt að breakbeat og reggí skotnu umhverfi. Það nákvæmlega er það sem að er svo frábært við endurhljóðblandanir, möguleikarnir eru endalausir.


Bombay Bicycle Club er indie rokk band frá Crouch End í norður Bretlandi . Hljómsveitin er skipuð af fjórum meðlimum þeim Jack Steadman , Jamie MacColl , Suren De Saram , og Ed Nash. Þeirra nýjasta plata Flaws sem kom út í Júlí á þessu ári hefur fengið góðar viðtökur víða um heim. Steadman , MacCol og Saram byrjuðu að spila undir nafninu The Chanals en einn góðan veðurdag þegar þeir piltar voru að hjóla um húsasund í Bretlandi þegar þeir ákváðu að taka nafnið Bombay Bicycle Club , En nafnið er komið frá indverskri veitingarhúsa keðju í Bretlandi , En það var ekki fyrr en um 2006 sem Nash kom inn í sveitina. Þeir byrjuðu á spiluðu á litlum viðburðum og skólaböllum í Bretlandi eins og The Old Blue Last , Jacksons land og fleira. En það var ekki fyrr en í Maí 2007 sem vinsæla tónlistar blaðið NME New Misical Express eða NME eins og það er kallað , Birtu þá í blaðinu hjá sér sem "Heitasta sveitin frá norður Bretlandi sem hefur ekki sést í langan tíma" Febrúar 2007 höfðu þeir einmitt gefið út smáskífuna "The Boy I Used To Be" En það var ekki fyrr en í seint árið 2008 sem þeir skrifuðu undir plötusamning hjá Island Records og gáfu út lagið "Always Like This" í Apríl 2009 sem endaði í 97 sæti á breska smáskífulistanum. Hljómsveitinn ferðaðist um út Apríl 2009 til að fylgja laginu eftir. Bombay Bicycle Club unnu í februar 2010 NME verðlaunin sem bestu nýliðarnir en tilnefndir voru The XX , The Big Pink , La roux , The Olivers og Mumford & Sons. Lagið "Ivy & Gold" af þeirra nýjustu plötu "Flaws" hefur verið að gera mjög góða hluti og er búið að vera í spilun á BBC Radio 1 á A lista þeirra sem eru topp lög í mestu spilun þar. Lagið náði 56 sæti á UK smáskífulistanum og er þetta lag þeirra besta velgengni hingað til. Bombay Bicycle Club spila klukkan 22:40 laugardaginn 16. Október á listasafninu. Heimasíða: http://www.bombaybicycleclubmusic.com/.


Slagsmålsklubben var sett saman 2. Nóvember árið 2000 í Norkopping í Svíþjóð af Joakim „Beebop“ Nybom, Birni Nilsson og Joni Málkki. Áður höfðu þeir verið í pönk rokksveitinni The Solbrillers. Hugmynd þess að stofna slíkt hljóðgervlapoppband rann upp fyrir þeim er þeir voru á hljómsveitaræfingu með The Solbrillers. Söngvari þessarar sérstöku æfingu mætti ekki, svo að þeir ákváðu að tengja gamalt hljóðgervil Joni við gítarmagnara söngvarans fjarverandi. Þríeykið tók þá upp nokkur lög og úr varð SMK eða Slagsmålsklubben. Nafnið Slagsmålsklubben er nánast bein sænsk þýðing á kvikmyndatitlinum Fight Club. Þeir hafa gefið út þrjár breiðskífur í fullri lengd ásamt því að hafa unnið að verkefnum með 50 Hertz og Björk. Slagsmålsklubben spila klukkan 02:20 föstudaginn 15. Október á Nasa. Heimasíða: http://www.smk.just.nu/ Æla Æla er hljómsveit sem að leikur pönktónlist af bestu gerð. Hana skipa Halli Valli söngur/gítar, Ævar á gítar, Hafþór á trommur og Sveinn Helgi á bassa. Tónlist þeirra hefur verið líkt við The Rapture, Purk Pillnikk, Minute Men og Shellac. Árið 2006 gaf hljómsveitin út sína einu breiðskífu til þessa „Sýnið tillitsemi, ég er frávik“. Platan inniheldur 15 lög sem voru öll tekin upp og hljómblönduð af Inga Þór Ingibergssyni. Æla spilar klukkan 02:00 á Faktorý föstudaginn 15. Október. Heimasíða: http://www.myspace.com/aelaspace


Breski plötusnúðurinn Alex Metric kom fyrir sjón árið 2008 eftir að hafa verið kosinn bestir endurhljóðblandarinn "Best Remixer" af bresku útvarpstöðinni XFM. Árið 2009 hóf Alex Metric störf hjá BBC Radio 1 með útvarpsþáttinn sinn "In New Djs We Trust" eða á nýja plötusnúða við treystum , þátturinn hóf göngu sína 12. júní 2009. Snemma árið 2010 var Alex Metric valinn annar besti plötusnúður af blaðinu Clash Music Magazine. Alex er fastagestur á tónlistarhátíðum eins og Glastonbury, Exit og V Festival. Hann hefur nímixað lög fyrir Bloc Party, Phoenix, Alphabeat, Landyhawke, La Roux og fleiri stór nöfn . Hans stíll er að vera með góða blöndu af hljómgervla poppi frá áttunda áratugnum, diskó og big beat. Hann hefur gefið út um fjórar smáskífur síðastliðin 2 ár og hefur nýlega verið að leggja loka hendur á nýja breiðskífu , á nýjustu tónleikum hans er hann að koma fram sem söngvari, á hátíðinni verður söngkonan Charlie XCX með honum sem leynigestur. Alex spilar klukkan 01.10 föstudaginn 15. Október á Nasa. H

e i m a s í ð a : http://www.myspace.com/alexmetric


Æla er hljómsveit sem að leikur pönktónlist af bestu gerð. Hana skipa Halli Valli söngur/gítar, Ævar á gítar, Hafþór á trommur og Sveinn Helgi á bassa. Tónlist þeirra hefur verið líkt við The Rapture, Purk Pillnikk, Minute Men og Shellac. Árið 2006 gaf hljómsveitin út sína einu breiðskífu til þessa „Sýnið tillitsemi, ég er frávik“. Platan inniheldur 15 lög sem voru öll tekin upp og hljómblönduð af Inga Þór Ingibergssyni. Æla spilar klukkan 02:00 á Faktorý föstudaginn 15. Október. Heimasíða: http://www.myspace.com/aelaspace

Reykvíska hip hop sveitin Forgotten Lores sendi árið 2003 frá sér frumburð sinn, breiðskífuna "Týnda Hlekkinn", við góðar undirtektir gagnrýnenda og áheyrenda. Þremur árum seinna voru fimmmenningarnir mættir til leiks á ný, illa ferskir með nýja afurð á boðstólnum "Frá Heimsenda". Með annarri plötu sveitarinnar tóku þeir upp þráðinn þar sem frá var horfið á þeirri fyrstu. Síðan þá hafa þeir verið virkir saman og í sitthvora áttina. Gert mýmörg lög saman og með öðrum listamönnum. Fyrir löngu orðnir einhverskonar bakbein íslensku hip hop senunnar. Forgotten Lores spila klukkan 23:20 fimmtudaginn 14. Október á Venue. Heimasíða: http://www.myspace.com/forgottenlores


Vol Tónlist

KAWS

loksins fengið viðurkenningu frá stóra listaheiminum að hans listsköpun sé ekkert síðri en þeirra

KAWS ólst upp sem unglingur í Jersey borg seint á áttunda áratug til snemma níunda áratug. Þar sem hann eyddi tíma sínum á framhaldskólaárum í að mála á lestar, veggi og auglýsingarskilti í New York. Eftir að hafa eytt mörgum árum í að mála með spreybrúsum og hanga með hjólabrettafólki miðsvæðis í Manhattan fór hann að opna stór auglýsingarpláss í strætóskýlum og stela auglýsinga plakötum til að líma og mála sýna eigin grafík á þau of var erfitt að sjá að átt hafi verið við plakötin þegar hann hengdi þau upp aftur þar sem hann vandaði sig mikið við að mála auglýsingarnar.Eftir að hafa útskrifast frá New York School of Visual Arts 1996, ferðaðist KAWS til Japan þar sem hann sóttist í menningu götulistar í Japan. Árið 1999 gerði KAWS sitt fyrsta vinyl leikfang með Japanska fyrirtækinu "Bounty Hunter" þar sem hann hannaði leikfang af Mikka Mús með x merkt augu (eins og Mikki Mús hafi drukkið eitur).Nigo maðurinn á bakvið Bathing Ape fatalínunnar bað KAWS um að koma í samstarf með sér árið 2001, á sama tíma byrjaði Nigo að safna málverkum frá KAWS af teiknimyndapersónum eins og Simpsons, Strumpunum og Svampi Sveinssyni.

KAWS hefur hannað allt frá x merktum strigaskóm fyrir Nike yfir í plötuumslag fyrir plötuna 808´s and heartbreaks fyrir Kanye West (2008). Til að selja hönnun sína opnað KAWS hönnuðabúð í Tokyo árið 2006 undir nafninu Original Fake.Hann fann dreifingaraðilann Honor Fraser staðsettan í Los Angeles sem sér nú um dreifingu á hönnun hans víða.Með bókinni sem kom út frá Skira / Rizzoli í haust og sýningunni Aldrich í nágrenni hans, hefur KAWS loksins fengið viðurkenningu frá stóra listaheiminum að hans listsköpun sé ekkert síðri en þeirra og hann sé nú kominn á sama skala í geiranum og þeir stærstu í þessum myndlistar heimi. Hann keypti hús skammt frá vinnu aðstöðu sinni í Brooklyn þar sem hann hefur fengiðvin sinn og innanhúss arkitektinn Katayama til að gjörbreyta í massíft studio sem kemur til með að verða miðstöð KAWS heimsins , en hann stefnir á að gera það í framtíðinni.


Vol Kvikmyndir

Guillermo Del Toro

Beið í 7 ár með að gera Hellboy myndirnar, bara svo hann gæti leyft Ron Perlman að leika aðalhlutverkið en stúdíóið vildi einhvern frægari

Leikstjórinn Guillermo del Toro hefur á sínum ferli náð að verða eitt allra stærsta nafnið í mexíkóskri kvikmyndagerð. Þessi þúsundþjalasmiður fæddist 9. október 1964 í Guadalajara og ólst upp hjá strangtrúaðri ömmu sinni. Eftir að hafa snemma þróað með sér áhuga á kvikmyndum hóf hann feril sinn í læri hjá förðunar- og brellumeistaranum Dick Smith. Hann vann sem yfirmaður í förðunar- og brellubransanum í tæpan áratug og stofnaði m.a. sitt eigið fyrirtæki, Necropia. Það var síðan árið 1993 sem hann lagði allt undir til að búa til sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Sú mynd, Cronos, sem hann leikstýrði, framleiddi og skrifaði handritið að hlaut fjöldamörg verðlaun þ.á.m. 9 Ariel-verðlaun (mexíkósku Óskarsverðlaunin) og gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Cronos gefur ágætis hugmynd um heildarferil del Toro því í henni koma fyrir helstu, ef ekki öll hans þekktustu þemu. Sem dæmi má nefna kaþólska trú, skordýr, gangverk (e. clockwork) og hálfmannlegar ófreskjur sem ferðast milli mismunandi heima eða tímabila. Í henni má einnig sjá tvo af hans uppáhalds leikurum, þá Federico Luppi sem Jesus Gris og Ron Perlman sem ruddann Angel de la Guardia. Fjallar þessi sérstaka hryllingsmynd um forngripasala sem kemst yfir ævafornt tæki, sem lengt getur líf manna. Notkun þess hefur hins vegar í för með sér óhugnalegar afleiðingar. Eftir að Cronos hafði gert góða hluti á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn lá leið del Toro til Hollywood. Miramax-stúdíóið bauð honum að gera myndina Mimic (1997) undir merkjum Dimension Films og fékk hann til þess 30 milljón dollara fjármagn. En eins og margir kollegar sínir er del Toro ástríðufullur og ansi sérvitur maður sem vill að hlutirnir séu gerðir á ákveðinn

hátt og það var eitthvað sem stjórnendum Miramax líkaði ekki vel. Weinstein-bræðurnir, þeir Harvey og Bob eru þekktir fyrir sterkar skoðanir á tökustað og m.a. hefur Harvey verið kallaður Harvey Scissorhands (í. klippikrumla) vegna þess hve hann klippir og fiktar mikið í þeim myndum sem stúdíó þeirra framleiðir. Þannig á del Toro t.a.m. að hafa afneitað myndinni eftir ítrekuð rifrildi við Bob Weinstein, þar sem hann var ósáttur við lokaútgáfu hennar.Eftir þetta sneri del Toro aftur til Mexíkó og gerði myndina The Devil‘s Backbone (2001) en það er draugamynd sem gerist í Borgarastyrjöldinni á Spáni. Myndin átti góðu gengi að fagna svo leiðin lá aftur til Hollywood þar sem tóku við tvær Marvelmyndir, fyrst Blade II (2002) og svo Hellboy (2004), en sú hetja var túlkuð af vini hans Perlman. Myndin sem festi hann hins vegar í sessi sem alþjóðlega stjörnu var Pan‘s Labyrinth (2006) sem er í svipuðum dúr og The Devil‘s Backbone. Sögusviðið er aftur Spánn á tíma Franco en nú segir frá stelpunni Ofeliu, sem uppgötvar ævintýraveröld, sem hún notar til að flýja vandamálin í raunveruleikanum. Eina leikstjóraverkefnið sem hann hefur klárað síðan er Hellboy II: The Golden Army (2008) en í dag er hann aðallega í handritaskrifum og framleiðslu. Del Toro átti að leikstýra mynd í tveimur hlutum um Hobbita J.R.R. Tolkien en eftir langa töf á framleiðslunni sökum fjármálavandræða hjá MGM ákvað hann að stíga úr leikstjórastólnum. Hann mun þó áfram skrifa handritið ásamt Peter Jackson eins og upphaflega var áætlað. Eftir Hobbitann er talið að hann muni taka að sér fjögur verkefni fyrir Universal þ.á.m. nýjar útgáfur af sögunum um Frankenstein og Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Segir sagan að þessi mikli meistari sé uppbókaður alveg til 2017 og skal engan undra m.v. frammistöðu hans hingað til.


Segist hafa „mannfræðilegan“ áhuga á skrímslum Lærði allt um búninga og tæknibrellur hjá Dick Smith sem sá um þessa hluti í myndunum The Godfather I og II, The Exorcist, The Deer Hunter, Taxi Driver og Amadeus Er góður vinur mexíkósku leikstjóranna Alfonso Cuarón (Children of Men, 2006) og Alejandro González Iñárritu (Babel, 2006) Hann á sitt eigið framleiðslufyrirtæki - The Tequila Gang Tók þátt í að stofna alþjóðlega kvikmyndahátíð í heimabæ sínum, Guadalajara Árið 1997 var föður hans rænt og honum haldið í 72 daga áður en tvöfalt lausnargjald var borgað og honum sleppt Segir að amma hans, sem var strangtrúaður kaþólikki hafi tvisvar reynt að særa úr honum illa anda sem hún hélt að orsökuðu mikinn áhuga hans á skrímslum Á svo stórt safn af kvikmyndum og teiknimyndasögum að hann þurfti að kaupa annað hús undir það Segir að Blade Runner (1982) sé sín uppáhaldskvikmynd


Vol Pólitík

JÓN GNARR

Á óvenjulegum tímum getur allt gerst í stjórnmálum. Þegar Jón Gnarr stofnaði Besta flokkinn og lofaði fríum handklæðum fyrir alla sem mæta í sund trúði enginn að hann gæti orðið borgarstjóri. Þegar hann var í viðtali á stöð tvö og sagði að hann stefndi á borgarstjórastólinn þá flissaði fréttamaðurinn. Hann er líklega ekki flissandi lengur. Staðan einsog hún er í dag þá er Jón Gnarr okkar ástsæli grínisti borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn vann stórsigur í borginni á kostnað gömlu fjórflokkanna. VG náði einungis einum manni inn í borgarstjórn og Framsóknarflokkurinn þurrkaðist út í Reykjavík. Þó að Besti flokkurinn mældist mjög vel í skoðanakönnunum þá er óhætt að segja að úrslitin voru óvænt. Ljóst er að borgarbúar voru komnir upp í kok á stjórnmálamönnum. Jón Gnarr hefur komið með ferskan blæ inn í borgarpólitíkina. Hann talar mannamál sem allir skilja og er mjög hreinskilinn. Hann hefur sett metnaðarfull markmið um vistvæna borg og það er ekki stutt í grínið þegar hann tekur til máls. Jón Gnarr lokar sig ekki inná skrifstofu alla daga heldur reynir að vera sýnilegur. Á menningarnótt bauð hann fólki til þess að koma í Sundhöll Reykjavíkur og spjalla við borgarstjórann í heitapottinum. En því miður voru fáir sem gáfu sér tíma til þess en hugsunin var góð hjá Jóni. Jón Gnarr fór í dragbúning í Gleðigöngunni og setti þann dag formlega fram klæddur einsog kvenmaður. Hann er reyndar ekki eini borgarstjórinn sem hefur gert það. Rudy Giuliani fyrrverandi borgarstjóri New York átti það gjarnan til að dressa sig upp í kvenmannsföt opinberlega.

Jón Gnarr er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur náð kjöri út frá gríni. Það var danskur grínisti sem komst í borgarstjórn Kaupmannahafnar með sínum grínflokki alveg einsog Jón Gnarr. Hann lofaði m.a meðvindi þegar fólk hjólar um Kaupmannahöfn. En þegar hann var spurður að því af hverju hann gat ekki staðið við þetta loforð þá svaraði hann því að þegar fólk myndar stjórn þá þarf hver flokkur að gefa eftir sín stefnumál en hann náði því inn að hafa meðvind allavega alltaf aðra leiðina. Húmorinn er leið til þess að ná til fólks og Jón Gnarr er ekki

fyrsti borgarstjórinn sem hefur kosið þessa leið í stjórnmálum. Antanas Mockus var borgarstjóri Bogotá í Kolumbíu á árunum 2001-2003. Mockus var ekki hræddur við að blanda geði við almenning. Hann mætti á ýmsar listauppákomur og hans framkoma einkenndist að húmor og viðkunnugleika. Hann átti það einnig til að klæða sig í þröngan spandex búning og hlaupa um götur höfuðborgarinnar sem „ofurborgarinn“ Kannski eigum við eftir að sjá Jón Gnarr dressa sig upp í einhverskonar ofurbúning... hver veit. Þegar borgarbúar kusu Besta flokkinn þá voru flestir að gefa gömlu fjórflokkunum löngutöng en það er erfitt að færa rök fyrir því að Besti flokkurinn sé eitthvað verri stjórnmálaflokkur en hvað annað. Besti flokkurinn hefur gott fólk innanborðs og borgarbúar binda miklar vonir við það að Jón Gnarr og Besti flokkurinn vinnur vel fyrir borgarbúa og stuðla að breyttum vinnubrögðum.


Nafn : Arash Haddadi/DOJO CLTHNG Hvaðan ert þú: Ítalíu / Íran Aldur: 29 Áhugamál : Menning og listir Hvar og hvenær var DOJO stofnað? Dojo var stofnað fyrir rúmur þremur árum, við byrjuðum á að framleiða boli fyrir vini okkar í skúrnum. Svo kom að því að félagi okkar, sem að átti búð, bað okkur um að framleiða fyrir sig, það var um það leyti sem að okkur varð ljóst að þetta var mögulegt. Hvaðan kemur nafnið DOJO? Dojo er orð sem að er mikið notað í sambandi við japanskar bardagalistir og sem miklir aðdáendur Bruce Lee, fannst okkur það við hæfi. Hvaðan sækið þið innblástur ? Hönnuðir Dojo koma frá mörgum mismunandi stöðum og úr mismunandi aðstæðum. Heilt yfir held ég að þetta komi nú úr flestum áttum. Úr bíómyndum, af tónlist, landslagi, annarri hönnun og svo framvegis. Hverjir eru ykkar stærstu hönnuðir? Erfið spurning, ætli þeir séu ekki flestir okkar stærstu. Upp á síðkastið hafa það verið 123Klan, Sam Flores, Talksheet, Ljubo Whoo, A1one og fleiri. Af hverju hélduð þið unghönnuðakeppni og hvernig gekk hún? Við erum alltaf að reyna að hafa augun opin fyrir ferskum ungum hönnuðum. Annars gekk keppnin vel, þar komu fram margir mismunandi heitir straumar. Geta unghönnuðir búist við fleiri keppnum? Alveg örugglega, mæli með að þeir fylgist með okkur, þetta verður haldið aftur. Hvað er næst hjá Dojo ? Við erum að vinna að mörgum mismunandi verkefnum þessa stundina. Ný lína í skyrtum sem að við köllum Nineeighty8, annarri línu með Quantum collective frá Hollandi og fleira. Mæli með að fólk fylgist bara með okkur, það er alveg hellingur að gerast


Blackpool Hraðlestin ú þegar hausta tekur vilja margir landsmenn bölva veðurguðunum og óska eftir lengra sumri. Þó hefur einn hópur ærna ástæðu til að fagna myrkrinu og kuldanum. Fótboltavertíðin er hafin og knattspyrnuáhugamenn um víð og dreif koma sér fyrir í sófum eða krám landsins og hvetja sín lið til dáða líkt og þeir væru staddir á vellinum sjálfir. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei áður verið jafnsterk og gamla ,,fjórveldi“ þeirra liða sem sáu áður fyrr um að verma efstu fjögur sætin er liðin tíð. Lið eins og Tottenham, Manchester City, Aston Villa eða Everton sækja sífellt meira í sig veðrið og ógna gömlu burðarstólpum enska boltans, sem ætti að teljast eðlileg framþróun þar sem einungis fjögur lið hafa sigrað ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992. En þessi grein fjallar ekki eins og margar aðrar um þessi stóru lið heldur um öllu minna lið frá smábænum Blackpool á vesturströnd Englands. Saga Blackpool F.C. síðustu árin hefur verið eins og nútíma öskubuskusaga. Þetta litla félag sem fyrir aðeins tíu árum sat í sjöunda sæti fjórðu deildar og keppti við lið á borð við Kidderminster Harriers eða Halifax Town fær nú tækifæri til að etja kappi við eilítið stærri félög eins og Arsenal, Chelsea eða Manchester United, en félagið hefur ekki spilað í efstu deild síðan árið 1971. Síðasta áratuginn hefur félagið unnið sig leynt en ljóst upp í efstu deild og á síðasta tímabili skildi það ekki minni lið en Cardiff og Nottingham Forest eftir í umspilinu sem veitti aðgang að ensku úrvalsdeildinni ásamt þeirri 100 milljóna punda fjársjóðskistu sem henni fylgir. Blackpool hefur skiljanlega ekki haft úr gífurlegum fjármunum að moða síðasta áratuginn en hægt er að tengja velgengni liðsins við komu Lettans Valeri Belokon sem frá árinu 2006 hefur fjárfest vel í liðinu með tilheyrandi árangri og á nú um 25 % hlut í félaginu. Árið 2006 gaf Valeri fram fræga yfirlýsingu þar sem hann fullyrti að innan 5 ára myndi Blackpool verða í úrvalsdeildinni og hlaut mikið háð fyrir, en þá spilaði félagið í þriðju deild. Ljóst er að mikið var til í þessari áætlun Lettans en en ljóst upp í efstu deild og á síðasta tímabili skildi það ekki minni lið en Cardiff og Nottingham Forest eftir í umspilinu sem veitti aðgang að ensku úrvalsdeildinni ásamt þeirri 100 milljóna punda fjársjóðskistu sem henni fylgir. Blackpool hefur skiljanlega ekki haft úr gífurlegum fjármunum að moða síðasta

áratuginn en hægt er að tengja velgengni liðsins við komu Lettans Valeri Belokon sem frá árinu 2006 hefur fjárfest vel í liðinu með tilheyrandi árangri og á nú um 25 % hlut í félaginu. Árið 2006 gaf Valeri fram fræga yfirlýsingu þar sem hann fullyrti að innan 5 ára myndi Blackpool verða í úrvalsdeildinni og hlaut mikið háð fyrir, en þá spilaði félagið í þriðju deild. Ljóst er að mikið var til í þessari áætlun Lettans en ætlunarverkið tókst á einungis 4 árum. Knattspyrnustjórarnir Simon Grayson (2005-2008) og hinn sérvitri Ian Holloway (2009-) hafa séð um að stýra Blackpoolskútunni þessi fjögur ár. Mikið hefur verið rætt um að félagið hefði aldrei komist í deild þá bestu ef ekki væri fyrir Holloway og lykilleikmann liðsins, miðjumanninn Charlie Adam sem sá fyrrnefndi keypti fyrir 500.000 pund af skoska liðinu Rangers árið 2009. Charlie Adam hefur verið eins og kóngur á miðjunni og átt mikinn þátt í velgengni liðsins. Ýmsir sparkspekingar spá í spilin þessa dagana og velta fyrir sér hvort Blackpool hafi eitthvern raunhæfan möguleika á að lifa úrvalsdeildina af. Flestir spá liðinu neðsta sætinu og telja lífslíkur þess engar. Gaman er að benda á þá staðreynd að félagið greiðir öllum sínum leikmönnum um 200.000 pund á viku samanlagt, en þá upphæð fær nýr leikmaður Manchester City, Yaya Touré einsamall á viku. Byrjun leiktíðarinnar lofaði þó góðu. 4-0 útisigur gegn Wigan, 2-2 jafntefli gegn Fulham, 2-0 útisigur gegn Newcastle og jú ein rasskelling frá Arsenal þar á milli sýndi að þetta lið ætlar sér ekki að sitja aftur í og gleyma sér í neðsta sæti, en þegar þessi grein er skrifuð situr Blackpool í fjórða sæti eftir 4 leiki. Reyndir leikmenn eins og D.J. Campbell, Marlon Harewood, Richard Kingson, David Carney og margir fleiri hafa komið inn í liðið í sumar og styrkt það gífurlega. Fyrir eru sterkir menn á borð við fyrrnefndan Charlie Adam, Jason Euell, Brett Ormerod og Gray-Taylor Fletcher sem gera þetta lið til alls líklegt á þessu tímabili. Vissulega er margt sem vantar uppá til að festa Blackpool sess í úrvalsdeildinni á komandi árum en með tilkomu nýrra fjármuna, stærri leikvangs og með réttum vinnubrögðum er allt mögulegt og hver veit nema Blackpool verði komið í baráttu um Evrópusæti innan 10 ára líkt og hin nýja áætlun Lettans óstöðvandi gerir ráð fyrir, annað eins hefur nú gerst. Fyrir einungis 6 árum sáu leikmenn félagsins um að þrífa sína eigin búninga þannig að framtíðin virðist vera björt hjá Ian Holloway og hans mönnum. Ljóst er að hvernig sem fer er saga Blackpool FC öskubuskusaga sem ekki sér enn fyrir endann á.


Líklega áhugaverðasta og allra uppblásnasta (sem gerði áhugaverðasta sumar NBA frá upphafi að líklega óáhugaverðasta sumri frá upphafi því hver var ekki kominn með leið á Le-decision undanfarin 2 ár?) sumri NBA fer senn að ljúka og þar sem ekki lokar fyrir leikmannaskipti í NBA fyrr en í febrúar er ekki of snemmt að líta á hvernig liðin standa fyrir tímabilið. Ef þú ert að lesa þetta örstutta greinarkorn geri ég fastlega ráð fyrir því að þú sért heltekinn af NBA, eða að lágmarki fylgist nokkuð með því og sért vikulegur áskrifandi að skoða hin og þessi “power rankings” sem birtast á vefsíðum á borð við nba.com og espn.com og hef ég því ákveðið að gefa út minn eigin “styrkleikastuðul” fyrir tímabilið. Austrið og vestrið verða tekin fyrir í sitthvoru lagi þar sem styrkleiki andstæðinga þinna fer töluvert eftir því hvoru megin þú spilar þó austrið sé allt að koma til.


1. Los Angeles Lakers Meistararnir stefna í stóra dýfu í vetur eftir að hafa misst lykilleikmann í Jordan Farmar í sumar. Ef þú ert enn lesandi þá ertu vitlausari en ég hélt. En að öllu grínu slepptu hafa meistararnir ekki gert neitt nema styrkja stöðu sína á toppnum, þeir hafa haldið öllum lykilleikmönnum sínum, gert nauðsynlega styrkingu á bekknum og fjandinn hafi það, loksins mun Jordan Farmar ekki spila í fjólubláu næsta vetur. Líklega eini varamaðurinn í deildinni sem spilar enga almennilega rullu hjá liðinu sínu en tekst samt að vera svo lélegur að hann getur tapað leikjum fyrir þá upp á sitt einsdæmi. Kobe er árinu eldri og mun Phil Jackson eflaust reyna að takmarka mínútur hans sem mest hann getur í vetur Tim Duncan style nú þegar hann hefur loks sómasamlegan körfuboltamann til að bakka hann upp. Gasol var líklega best kraftframherji deildarinnar síðastliðið tímabil þökk sé hnignun áðurnefnds Tim Duncan. Bynum verður varla verri en hann var síðastliðið tímabil vegna meiðsla nema hann ætli að púlla Greg Oden á þetta en án hans er liðið líklega samt besta liðið í vestrinu þökk sé mönnum eins og Odom, Artest, Blake (líklega vanmetnasta signing þessa offseasons), Barnes og þessara gömlu sem kunna þetta alltaf Fisher og Ratliff.Mér þykir leiðinlegt að segja það en Lakers eru langlíklegasta liðið til að tróna á toppi vesturdeildarinnar í apríl. 2. Oklahoma City Thunder Þar sem ég er ekki alvöru blaðamaður og hef því ekkert credibility til að missa þegar kemur að greinarskrifum mínum ætla ég að setja Thunder í annað sætið. Ykkur finnst spádómurinn kannski ekki fáranlegur, fjárinn hafi það, meira að segja niðurstaða 93 “sérfræðinga” ESPN settu Thunder í annað sætið. Það að Thunder séu í öðru sæti fer samt gegn öllu sem ég trúi á körfuboltalega séð. Durant er frábær skorari og mun líklega leiða deildina í stigum og vinna jafnvel MVP í ár nú þegar Lebron og Wade deila sviðsljósinu og Kobe kominn á Tim Duncan stigið á ferlinum. En andskotinn hafi það, hvernig getur maður sett lið í annað sæti sem hefur engan low post skorara, lið sem að 57 kg maður að nafni Durant leiðir í fráköstum, lið sem að hefur engan almennilegan annan valmöguleika í sókninni sem skorar á sæmilega áhrifaríkan hátt, lið sem að er hryllilega lélegt fyrir utan þriggja stiga línuna og lið sem að tæknilega séð ætti enn að vera í skóla. Svona gerist þó þegar lið detta á draumatímabil og standa sig svo vonum framar í úrslitakeppninni gegn verjandi og verðandi meisturum. Sannleikurinn er þó sá að liðið er mun líklegra til að enda í 4-8 sæti en andskotinn hafi það þetta er mitt lið og ég hefði sett þá í fyrsta sæti ef eigandi blaðsins væri ekki die hard Lakers aðdáandi og hann lofaði mér hugsanlegum peningum fyrir næstu grein.

3. Portland Trail Blazers Ég hef nákvæmlega enga trú á að þessi spá mín rætist sökum meiðsla. Haldist þetta lið aftur á móti sæmilega heilt út tímabilið eru jafnvel Lakers í vandræðum. Þetta lið hefur það allt ef þeir haldast heilir. Camby, Oden og Aldridge er hrikalega sterk framlína ef hún helst heil, hún frákastar verulega vel, ver teiginn verulega vel og teygir á vörn andstæðinganna og allir eru þeir sómasamlegir og vel það í sókninni. Þeir hafa hrikalegan varnarmann í Batum sem getur tekið hvaða vængskorara í deildinni og stöðvað hann auk þess sem hann er góður skotmaður og hrikalega vel gerður af náttúrunnar hendi líkamlega til að spila körfubolta (mark my words, eftir 2-3 ár verður þessi maður stórt nafn í deildinni). Þeir hafa Andre Miller að stjórna leiknum sem hann gerir mjög vel án þess að þurfa að hafa boltann í höndunum sem er hrikalega sterk fyrir lið eins og Blazers því að í stöðu skotbakvarðar hafa þeir mann að nafni Brandon Roy, sem er svosum næg ástæða til að setja þetta lið í 3. sæti í vestrinu. 4. Houston Rockets Yao Ming er kominn aftur og betri en nokkru sinni fyrr. Eða svo þarf allavega að vera til að þessi spádómur rætist því án hans mun liðin í sætum 5-9 öll færast upp um eitt sæti. Liðið verður þó hrikalega skemmtilegt fyrir þá sem dá leikinn en ekki leikmennina. Aaron Brooks er ofmetinn leikstjórnandi en sem betur fer rúlla leikkerfi Adelman ekki jafnmikið í gegnum leikstjórnandann og flest önnur lið. Kevin Martin er Rip Hamilton 2.0 þegar kemur að því að hreyfa sig án bolta og mun hann blómstra í vetur þar sem athygli varnarinnar verður mestmegnis á Yao Ming, og ef einhver leikmaður deildarinnar kann að spila án boltans og setja upp fáranlega efficient tölfræði er það Kevin Martin. Liðið er hreint út sagt solid í gegn frá körfuboltalegu sjónarmiði og ættu þjálfarar landsins líklega að fylgjast vel með sóknarleik þessa liðs.


5. Dallas Mavericks Skemmtilegasti eigandi deildarinnar mun sjá til þess að þetta lið heldur líklegast áfram að vinna 50 leiki endalausa tímabilið í röð, en þeir eru bara ekki nægjanlega góðir til að gera nokkurn skapaðan usla í deildinni. Þeir eru gamlir og úr sér gengnir. Ef leikmenn liðsins væru allir á toppi ferilsins ætti ekkert lið séns í þá. Verst fyrir Mark Cuban að líklegra er að leikmenn liðsins verði afar næsta vor en meistarar. 6. San Antonio Spurs Spurs munu rúlla í gegnum tímabilið, komast í úrslitakeppnina og þá fyrst verða öðrum liðum til vandræða. Greg Popovich er besti þjálfari deildarinnar og honum gæti ekki . verið meira sama um deildarkeppnina. Duncan mun spila fáar mínútur, Ginobili og Parker verður líka haldið aftur og líklega eini maðurinn sem mun spila af fullri hörku þessa deildarkeppni verður Thiago Splitter til þess eins að sanna að hann eigi heima í NBA. Að venju verður ekkert að marka lokastöðu Spurs eftir deildarkeppnina þegar kemur að úrslitakeppninni, þetta er liðið sem enginn vill fá í fyrstu umferð 7. Utah Jazz Ég tek tilbaka það sem ég sagði um þjálfara landsins og sóknina hjá Houston. Þeir ættu að fylgjast með sóknarleik þeim sem Jerry Sloan hefur rúllað síðustu 18 ár og ávallt verið ein besta sókn deildarinnar. Utah urðu þó fyrir mikilli blóðtöku við að missa Boozer, Korver og Breewer til Bulls í sumar. Haywood, Bell og Jefferson hafa komið í þeirra stað og hreint ótrúlegt að liðið hafi komið svo vel undan sumri. Þeir misstu þó einnig Wesley Matthews til Portland og er það skarð fyrir skildi hjá þeim. Nýir leikmenn Utah munu vera lengi að koma sér inn í kerfi Jerry Sloan og mun Utah líklega byrja tímabilið illa en koma sterkt inn að lokum og tryggja sér að þurfa ekki að mæta Lakers strax.

8. New Orleans Hornets Chris Paul

9. Memphis Grizzlies Memphis eru fastir í miðjulandi. Of góðir til að fá almennilega nýliða, of lélegir til að komast í úrslitakeppnina, hvað þá að valda einhverjum usla þar. Zach Randolph er kominn í enn ein vandræðin við lögin, Rudy Gay er lélegasti leikmaður deildarinnar á max samningi. Tilraun O.J. Mayo til að sanna að hann gæti verið leikstjórnandi liðsins klúðraðist í sumar. Þeir hafa þó sanna perlu í Marc Gasol sem er ekkert svo mikið lélegri en bróðir sinn og það er hrós.

10. Phoenix Suns Besta pick’n’roll dúó í NBA heiminum síðan Stockton og Malone spiluðu var splittað upp í sumar. Suns ættu þó að hagnast verulega á því þar sem Stoudamire er einhver lélegasti varnarmaður sem um getur. Suns tókst þó á einhvern hátt að verða enn veikari varnarlega séð. 11. Los Angeles Clippers Þetta lið er fáranlega sterkt á pappírnum og loksins loksins mun Blake Griffin koma og bjarga aðdáendum félagsins sem hafa staðið með félaginu í gegnum súrt og.... Þetta er samt Clippers og þar af leiðandi munu þeir ekki geta neitt. 12. Denver Nuggets Ef einhverjir harðkjarna Denver aðdáendur eru að lesa og ekki búnir að brjóta tölvuna sína fyrir að vera ekki búnir að lesa nafn síns ástkæra liðs síns núna þá þykir mér leitt að tilkynna þeim að bálið mun brenna í Denver í ár, Carmelo verður horfinn fyrir jól, Billups verður tradeað til einhverra wannabee contendera rétt fyrir leikmannaskiptagluggann og að þið verðið líklegasta liðið til að eiga fyrsta valrétt í nýliðavalinu árið 2012. 13. Sacramento Kings Framtíðin er björt í Sacramento þó sólin skíni sjaldnar þar en hér á landi. Evans, Cousins, Casspi og fleiri eru góður kjarni til að byggja á til framtíðar. Framtíðin er þó ekki þetta tímabil.

14. Golden State Warriors Stephen Curry er framtíðarstjarna og Monte Ellis er ávallt skemmtilegur á að horfa en það mun taka liðið nokkur ár að grafa sig úr þeirri holu sem “sigursælasti” þjálfari deildarinnar frá upphafi hefur komið þeim í. 15. Minnesota Timberwolwes Ég get ekki sagt neitt um Úlfana því að hreint út sagt þá virðist enginn hafa nokkra glóru David Kahn er að hugsa þessa dagana.


1. Orlando Magic Þetta lið er ótrúlega gott þegar kemur að deildinni. Líklega sterkasta lið deildarinnar þegar kemur að deildarkeppninni í ár þar sem þeir spila allt tímabilið vörn allan leikinn, enda varla hægt annað en að leggja sig fram með Gundyinn á hliðarlínunni. Liðið spilar svokalla 1-4 sókn, henda boltanum inn á Howard, bíða eftir double teaminu, henda boltanum út og láta boltann svo ganga með vörnin rotatear á milli manna þar til þeir hafa opið þriggja stiga skot. Verst að þessi taktík virkar ekkert þegar í úrslitakeppnina er komið, liðin leggja sig meira fram í vörninni og eins sterkt og þetta lið er varnarlega og sóknarlega hafa þeir slíkar glufur í heildarplaninu að þeir munu ekki taka titilinn með þennan hóp. 2. Miami Heat Fáranlega sterkur leikmannahópur sem að eftir eilítið aðlögunartímabil mun krúsa í gegnum langflesta leiki, en ég reikna með að það taki þá félaga nokkurn tíma að setja egóin til hliðar og læra nýja rullu hjá nýju liði. Einnig er veruleg spurning um hvernig þeir ætla að ankera teiginn hjá sér sem að er einn allra mikilvægasti hluturinn í NBA þessa dagana eftir afnám hand check reglunnar. Liðið er samt of sterkt sóknarlega til að vera neðar en þetta og munu þeir veita Magic harða samkeppni um efsta sætið, ég held bara að fram að jólum muni þeir spá meira í að læra inn á hverja aðra fremur en að vinna leiki þar sem þeirra markmið er að verða meistarar, ekki að vinna deildarkeppnina. 3. Chicago Bulls Rose, Korver, Deng, Boozer og Noah er hrikalega sterkt lineup og liðið hefur fína breidd. Með manninn á bakvið vörn Boston Celtics við stjórnvölin má reikna með að þetta lið verði svaðalegt varnarlið þó enn sé óljóst hvaða sóknarhugmyndir Thiba hefur. Sóknarstíl Utah Jazz hefur þó verið fleygt fram sem hugmynd, þá sérstaklega þar sem nýir leikmenn liðsins hafa sýnt að þeir geta spilað kerfið og fittað vel inn. Takist Thiba að setja fram sæmileg sóknarkerfi í vetur mega önnur lið vara sig þegar kemur að úrslitakeppninni því þetta lið er líklegt til alls.

4. Atlanta Hawks Til hamingju Atlanta með að gefa Joe Johnson versta samning sumarsins. Til hamingju Atlanta með að vera enn einu sinni skrefinu frá því að litið sé á ykkur sem raunverulega ógn um titilinn. Til hamingju Atlanta með að þið munuð allavega ná heimavallaréttindum næsta vor og fara snauptir heim þar sem gömlu kallarnir í Boston moppa gólfið með ykkur. Mikið hrikalega er Josh Smith samt skemmtilegur leikmaður þegar hausinn er á réttum stað. 5. Boston Celtics Gömlu kallarnir í Boston kunna þetta. Í fyrra hlustuðu þeir á fólk tala um að þeir voru of gamlir til að komast í úrslitin, hvað þá geta eitthvað í úrslitunum til þess eins að komast í leik 7 gegn Lakers og tapa með naumindum eftir að byrjunarcenterinn þeirra og eini maðurinn í liðinu ásamt Rondo sem fer ekki á ellilífeyri eftir tímabilið datt í meiðsli. Lexían sem Boston lærði af þessu var sú að Perkins væri einfaldlega ekki nógu gamall svo þeir nældu sér í elsta leikmann NBA deildarinnar til að sjá um Lakers á næsta ári. 6. Milwaukee Bucks Ég held þetta sé uppáhaldslið mitt í austrinu. Jennings talaði skít fyrir tímabilið eftir að enginn hafði trú á að hann gæti staðið sig þetta árið og sannaði sig heldur betur til að byrja með. Svo fór fólk að hrósa honum og svo hann skeit upp á bak restina af tímabilinu. Nú hefur gagnrýnin beinst aftur að honum svo vænta má þess að hann standi sig....svona allavega til að byrja með þar til einhverjum dettur í hug að hrósa honum aftur. Þetta lið veltur þó allt á Andrew Bogut, ef hann getur haldið áfram að byggja á síðasta seasoni fyrir meiðslin er þetta lið til alls líklegt að valda fyrstu umferðar uppnámi í úrslitakeppninni, enda liðið með vörnina á hreinu og slík lið eru ávallt til alls líklega, sérstaklega þegar þau hafa síðan leikmenn sem geta skorað sem er eitthvað sem næsta lið hér á eftir hefur ekki.


10 New Jersey Nets Þetta er lið framtíðarinnar. Framtíðin er þó ekki núna. Mikið svaðalega hlakka ég samt til að fjá Favors hjá liðinu. Verða vonandi komnir til Brooklyn á næsta ári og þá ættu stórnöfnin að fara að vilja láta sjá sig.

7. Charlotte Bobcats Besta vörnin í NBA. Einungis einn leikmaður sem getur eitthvað. Larry Brown að þjálfa. Hringir þetta einhverjum bjöllum? Verst að Gerald Wallace er enginn Allen Iverson og deildin er mun sterkari en hún var á þeim tíma. Týpískt Larry Brown lið (fyrir utan að hann stakk ekki af frá þeim í sumar, líklega verið of hræddur við Jordan). Sterkir varnarlega, hryllilegir sóknarlega. Vorkenni þó liðinu sem þarf að mæta þeim í úrslitakeppninni, ekki því þeir eru líklegir til að valda uppnámi heldur því þeir verða líklega örþreyttir í næstu umferð eftir að hafa tekist á við Larry Brown vörn í heila seríu. 8. New York Knicks Þetta lið er svo lélegt varnarlega að það á líklega engan sinn líkan í deildinni, það er ef Don Nelson verður rekinn eins og allir reikna með. Amare Stoudamire er ekki betri en David Lee, hann er verri ef eitthvað er og ólíklegt að hann haldist heill þetta tímabil. Raymon Felton að stjórna D’Antoni sókn? Ég held ekki. Galliniari verður þó skemmtilegur að vanda og ætti að blómstra út í vetur nú þegar hann er loksins heill. 9. Indiana Pacers Indiana eru loksins komnir með leikstjórnanda framtíðarinnar eftir margar hrikalegar tilraunir Bird til að finna einn. Darren Collison á eftir að reynast Pacers drjúgur í vetur en ég er ansi hræddur um að Pacers munu gera lítið í vetur, enda yfirlýst markmið þeirra svosem að koma sterkir inn á næsta ári þegar allir þessu hryllilegu samningar sjást ekki lengur í bókhaldinu. Ef Bird tekur fram skóna aftur veit maður þó aldrei hvað gerist.

11. Detroit Pistons Mikið svaðalega er ég ánægður að vera ekki Detroit aðdáandi. Ég reyndi það í den, en sem betur fer í dag mistókst sú tilraun mín. Þeir verða fastir í no where land í þó nokkur ár eftir að Joe Dumars klúðraði málunum rækilega. 12. Philadelphia 76ers Sorry en þegar þú festir liðið þitt næstu árin með Elton Brand þá ertu bara ekki að fara neitt. Liðið er þó ungt og efnilegt þegar kemur að litlu mönnunum, Holiday, Turner og Iggy ættu að sjá fólki í Phllý fyrir nægri skemmtun þetta árið þó árangurinn muni láta á sér standa. 13. Washington Wisards Loksins loksins gáfust stjórnendur í Washington upp á Arenas, Butler og Jamison tilrauninni. Og það á góðum tíma því verðlaun þeirra voru John Wall þetta árið. Þetta lið mun þó ekki geta nokkurn skapaðan hlut í vetur enda endurhæfingin nýhafin. Helvítis galli samt að forsetinn skuli ekki einu sinni halda með þeim. 14. Cleveland Cavaliers Cleveland aðdáendur geta glatt sig við þá tilhugsun að Raptors eru lélegri en þeir. 15. Toronto Raptors Toronto aðdáendur geta glatt sig við þá tilhugsun að þeir búa í Kanada og öllum er skítsama um körfubolta í Kanada.


voool  

sport,music

voool  

sport,music