Page 1

Fjármál

og ávöxtun

ÁVÖXTUN

allra innlánsreikninga á Íslandi sem og sjóða verðbréfafyrirtækjanna

Kauphöllin Markaðsvirði fyrirtækja. Helstu lykilitölur. Stjórnarmenn. Hlutur lífeyrissjóða og erlendra fjárfesta í Kauphöllinni.

1. tbl. 2. árgangur 2019


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

LE I Ð A R I

Úttekt á ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu og helstu verðbréfasjóðanna:

Meirihluti reikninga með neikvæða raunávöxtun!

T

alsvert fleiri innlánsreikningar banka og sparisjóða voru með neikvæða raunávöxtun en jákvæða á síðasta ári. Svipuð niðurstaða var varðandi sjóði helstu verð­­­bréfafyrirtækjanna; munurinn þó ekki eins mikill. 3,2% verðbólga og 22% fjár­­­magnstekjuskattur höfðu verulega nei­­kvæð áhrif á ávöxtun innan fjár­­­mála­­­kerfi­­­sins. Hækkun neysluvöru­­verðs­vísitölu til verðtryggingar var notuð til að finna út verðbólguna. Þetta kemur fram í yfirliti sem ég hef tekið saman um ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi og sjóða helstu fjármálafyrirtækjanna. Alls 216 reikningar og sjóðir skoðaðir

Í þessari úttekt voru alls 216 innláns­­reikn­­­ingar og sjóðir skoðaðir í öllu fjármála­­­kerfinu og reyndust 97 þeirra með jákvæða raunávöxtun en 119 með neikvæða og fjölgaði þeim síðarnefndu upp í 155 eftir fjármagnstekjuskattinn.

„Skatturinn hirti með öðrum orðum þá litlu raun­­ávöxtun sem hafði orðið á reikningnum svo útkoman varð mínus.“

Skoðum fyrst bankana. Niðurstaðan var þessi: Af alls 120 innlánsreikningum voru 69 með nei­­ kvæða raunávöxtun – og urðu 91 eftir fjár­­­magns­­ tekjuskattinn. Þá eru það sjóðir helstu verðbréfafyrirtækja á Íslandi. Þar voru 96 sjóðir skoðaðir og reyndust 50 þeirra með neikvæða rauná­­vöxtun – og hrukku í 64 neikvæða eftir fjár­­­magnstekjuskattinn.

Tökum einfalt dæmi. Sparifjáreigandi fær þær upplýsingar að ávöxtun hans af inn­­­láns­­­reikningi hafi verið um 3,8%. Það er nafn­ávöxtun. Þegar tekið hefur verið tillit til 3,2% verðbólgu verður útkoman um 0,53% raunávöxtun. Enn harðnar á dalnum eftir fjármagnstekjuskattinn og verður útkoman þá -0,28% raunávöxtun. Skatturinn hirti með öðrum orðum þá litlu raunávöxtun sem hafði orðið á reikningnum svo útkoman varð mínus. Það var áberandi hvað erlendir hluta­­bréfa­­­sjóðir gáfu illa af sér á síðasta ári. Það kom til af því að hlutabréfavísitölur austan hafs og vestan lækkuðu um 10 til 15%. Úrvalsvísitalan hér heima lækkaði talsvert minna eða um 2% á síðasta ári en hefur hins vegar tekið vel við sér frá áramótum. Þegar horft er til fjárfestinga í fasteignum hér á landi þá hækkaði fasteignaverð á höfuðborg­­ar­­ svæðinu um 6,2% á síðasta ári og var það minnsta hækkun frá árinu 2011. Fróðlegt verður að sjá hvernig verðið á fasteignamarkaðnum þróast á þessu ári. Niðurstaða þessarar yfirgripsmiklu úttektar á ávöxt­­un innlánsreikninga og sjóða í fjár­­málakerfinu er hve mikilvægt er að verð­­bólgudraugurinn fari ekki á kreik. Flestir spá því að vextir muni lækka á kom­­andi mánuðum og þarf þá ekki að hafa mörg orð um raunávöxtunina ef verðbólgan lætur finna fyrir sér. Jón G. Hauksson

E F N I S YF I R L I T

Fjármál

og ávöxtun 1. tbl. 2. árgangur 2019

4. EINSTÖK ÚTTEKT: Ávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og verðbréfasjóða. 14.KAUPHÖLLIN: Rætt við Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóra Nasdaq Iceland. „Marel er gott dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér skráninguna í Kauphöllinni listavel til vaxtar.“ 16. KAUPHÖLLIN: Kvika banki af First North yfir á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 20. KAUPHÖLLIN: Markaðsvirði skráðra fyrirtækja, lykiltölur úr rekstri og stjórnarmenn. 30. NEW YORK: Til minningar um tvíburaturnana. Banda­­ríkjamönnum hefur tekist einkar vel til við að endurbyggja Ground Zero svæðið til minn­­­ingar um árásina á tvíburaturnana, þrjú þúsund fórnarlömb hennar og þá sem lifðu árásina af.

2 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

Útgefandi: Jón G. Hauksson – JGH-útgáfa Ritstjóri: Jón G. Hauksson Dreifing: Frídreifing og á vefnum sem veftímarit. S. 864-5564 Prentun: Oddi Umbrot: IB Ljósmyndir: Geir Ólafsson o.fl. Ábyrgðarmaður: Jón G. Hauksson


LANGTÍMASAMBAND Á LEIGUMARKAÐI Traustur leigumarkaður sem byggir á langtímasambandi er mikilvægur partur af heilbrigðum og stöðugum húsnæðismarkaði. Markmið okkar er að taka þátt í að byggja upp leigumarkað á Íslandi eins og þekkist á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Um tvö þúsund fjölskyldur búa nú þegar í öruggri langtímaleigu hjá okkur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

www.heimavellir.is


4 Fjรกrmรกl og รกvรถxtun 1. tbl. 2. รกrg. 2018


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi sem og ávöxtun stærstu verðbréfasjóðanna

Í töflunum hér til hliðar er gengið út frá þeirri forsendu að e ­ in­stakl­ingur eigi eina milljón króna inni á viðkomandi bankareikn­ingi og láti hana standa óhreyfða yfir árið. Hann fær svo yfirlit í byrjun ársins frá sínum banka yfir vaxtatekjurnar á árinu og hversu mikið hann greiddi í fjármagnstekjuskatt – en skatturinn var 22%. Við reiknum út ávöxtun þessarar einnar milljónar í prósentum og krónum og raunávöxtun fjárins hjá bankanum. Þá reiknum við út raunávöxtun eftir skatta. Þetta er mikil lesning og fróðleg. V ­ arðandi verðbréfasjóðina gerum við ráð fyrir því að viðkom­andi leysi út þessa milljón og þurfi í ljósi þess að greiða fjármagns­tekjuskatt af ávöxtun fjárins. UMSJÓN: JÓN G. HAUKSSON

Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 5


FJ Á R M Á L

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.

Arion banki 2018 Virkni reiknings

Veltureikningur

Óverðtryggður bundin reikningur

Skammtímabundnir reikningar

Fjárhæðaþrep

Tímaþrep

Fjárhæða og tímaþrep

Verðtryggðir reikningar

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Ávöxtun í %

Almennur reikningur

1.000.000

Gullreikningur

1.000.000

Platinumreikningur

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

0,06%

571

1.000.571

-3,09%

126

1.000.445

-3,11%

0,94%

9.354

1.009.354

-2,24%

2.058

1.007.296

-2,44%

1.000.000

1,29%

12.854

1.012.854

-1,90%

2.828

1.010.026

-2,18%

Unglingareikningur

1.000.000

0,14%

1.354

1.001.354

-3,02%

298

1.001.056

-3,05%

Námsmannareikningur

1.000.000

0,06%

571

1.000.571

-3,09%

126

1.000.445

-3,11%

Eignalífeyrisreikningur

1.000.000

2,99%

29.854

1.029.854

-0,26%

6.568

1.023.286

-0,89%

Sparisjóðsreikningur

1.000.000

0,09%

854

1.000.854

-3,07%

188

1.000.666

-3,08%

Óverðtryggður 12M

1.000.000

3,69%

36.854

1.036.854

0,42%

8.108

1.028.746

-0,36%

Óverðtryggður 18M

1.000.000

3,64%

36.354

1.036.354

0,37%

7.998

1.028.356

-0,40%

Óverðtryggður 24M

1.000.000

4,14%

41.354

1.041.354

0,86%

9.098

1.032.256

-0,02%

3 Mánaða

1.000.000

3,69%

36.854

1.036.854

0,42%

8.108

1.028.746

-0,36%

6 Mánaða

1.000.000

3,77%

37.713

1.037.713

0,50%

8.297

1.029.416

-0,30%

9 Mánaða

1.000.000

3,99%

39.854

1.039.854

0,71%

8.768

1.031.086

-0,14%

12 Mánaða

1.000.000

4,09%

40.854

1.040.854

0,81%

8.988

1.031.866

-0,06%

Fjárhæðaþrep 30

1.000.000

2,94%

29.354

1.029.354

-0,31%

6.458

1.022.896

-0,93%

Fjárhæðaþrep

1.000.000

1,64%

16.354

1.016.354

-1,56%

3.598

1.012.756

-1,91%

1 ár

1.000.000

0,39%

3.854

1.003.854

-2,78%

848

1.003.006

-2,86%

2 ár

1.000.000

0,49%

4.854

1.004.854

-2,68%

1.068

1.003.786

-2,78%

3 ár

1.000.000

1,54%

15.354

1.015.354

-1,66%

3.378

1.011.976

-1,99%

4 ár

1.000.000

2,39%

23.854

1.023.854

-0,84%

5.248

1.018.606

-1,35%

5 ár

1.000.000

2,89%

28.854

1.028.854

-0,35%

6.348

1.022.506

-0,97%

1 ár

1.000.000

2,49%

24.854

1.024.854

-0,74%

5.468

1.019.386

-1,27%

2 ár

1.000.000

2,68%

26.800

1.026.800

-0,55%

5.896

1.020.904

-1,12%

Verðtryggður 36

1.000.000

5,02%

50.153

1.050.153

1,71%

11.034

1.039.119

0,64%

Verðtryggður 48

1.000.000

5,14%

51.425

1.051.425

1,83%

11.314

1.040.112

0,74%

Verðtryggður 60

1.000.000

5,22%

52.153

1.052.153

1,90%

11.474

1.040.679

0,79%

Framtíðarreikningur

1.000.000

5,42%

54.153

1.054.153

2,10%

11.914

1.042.239

0,94%

Lífeyrissparnaður

1.000.000

5,20%

52.011

1.052.011

1,89%

11.442

1.040.569

0,78%

Fjárhæðaþrep verðtryggt

1.000.000

4,92%

49.153

1.049.153

1,61%

10.814

1.038.339

0,56%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

6 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Íslandsbanki 2018 Virkni reiknings

Veltureikingur

Óverðtryggður bundinn reikningur

Skammtímabundnir reikningar

Fjárhæðaþrep

Verðtryggt

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

1.000.000

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

1.000.000

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

Platínum

1.000.000

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

Platínum 1 þrep

1.000.000

0,98%

9.778

1.009.778

-2,20%

2.151

1.007.627

-2,41%

Platínum 2 þrep

1.000.000

1,48%

14.778

1.014.778

-1,72%

3.251

1.011.527

-2,03%

Námsvild

1.000.000

0,08%

778

1.000.778

-3,07%

171

1.000.607

-3,09%

Heiðurs merki

1.000.000

2,83%

28.278

1.028.278

-0,41%

6.221

1.022.057

-1,01%

Vaxta sproti

1.000.000

2,15%

21.542

1.021.542

-1,06%

4.739

1.016.803

-1,52%

Fastvaxta reikningur 1

1.000.000

2,83%

28.278

1.028.278

-0,41%

6.221

1.022.057

-1,01%

Fastvaxta reikningur 3

1.000.000

3,68%

36.778

1.036.778

0,41%

8.091

1.028.687

-0,37%

Fastvaxta reikningur 6

1.000.000

3,78%

37.778

1.037.778

0,51%

8.311

1.029.467

-0,29%

Fastvaxta reikningur 12

1.000.000

3,98%

39.778

1.039.778

0,70%

8.751

1.031.027

-0,14%

Vaxtaþrep 30 Grunnþrep

1.000.000

2,83%

28.278

1.028.278

-0,41%

6.221

1.022.057

-1,01%

Vaxtaþrep 30 1 þrep

1.000.000

3,13%

31.278

1.031.278

-0,12%

6.881

1.024.397

-0,79%

Vaxtaþrep 30 2 þrep

1.000.000

3,43%

34.278

1.034.278

0,17%

7.541

1.026.737

-0,56%

Vaxtaþrep 30 3 þrep

1.000.000

3,73%

37.278

1.037.278

0,46%

8.201

1.029.077

-0,33%

Vaxtaþrep 1 þrep

1.000.000

1,73%

17.278

1.017.278

-1,48%

3.801

1.013.477

-1,84%

Vaxtaþrep 2 þrep

1.000.000

2,23%

22.278

1.022.278

-0,99%

4.901

1.017.377

-1,47%

Vaxtaþrep 3 þrep

1.000.000

2,53%

25.278

1.025.278

-0,70%

5.561

1.019.717

-1,24%

Vaxtaþrep 4 þrep

1.000.000

3,03%

30.278

1.030.278

-0,22%

6.661

1.023.617

-0,86%

Vaxtaþrep 5 þrep

1.000.000

3,13%

31.278

1.031.278

-0,12%

6.881

1.024.397

-0,79%

Sparileið 36

1.000.000

4,80%

47.999

1.047.999

1,50%

10.560

1.037.439

0,48%

Sparileið 48

1.000.000

4,90%

49.031

1.049.031

1,60%

10.787

1.038.244

0,56%

Sparileið 60

1.000.000

5,01%

50.064

1.050.064

1,70%

11.014

1.039.050

0,63%

Framtíðarreikningur

1.000.000

5,21%

52.129

1.052.129

1,90%

11.468

1.040.661

0,79%

Húsnæðissparnaðarreikningur

1.000.000

3,53%

35.278

1.035.278

0,27%

7.761

1.027.517

-0,48%

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Ávöxtun í %

Einstaklingar

1.000.000

Fyrirtæki

1.000.000

Vild Gullvild

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 7


FJ Á R M Á L

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Landsbankinn 2018 Virkni reiknings

Veltureikningar

Óverðtryggðir reikningar

Verðtryggðir reikningar

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

0,14%

1.400

1.001.400

-3,01%

308

1.001.092

-3,04%

1.000.000

0,19%

1.860

1.001.860

-2,97%

409

1.001.451

-3,01%

Vörðu: Innst. Yfir 250.000

1.000.000

0,69%

6.900

1.006.900

-2,48%

1.518

1.005.382

-2,63%

Almenn sparisjóðsbók

1.000.000

0,24%

2.400

1.002.400

-2,92%

528

1.001.872

-2,97%

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Ávöxtun í %

Almennir tékkareikningar

1.000.000

Vörðu: Innst. 0-250.000

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Kjörbók

1.000.000

0,24%

2.400

1.002.400

-2,92%

528

1.001.872

-2,97%

Sparireikn. bundinn í 24 mán

1.000.000

3,41%

34.100

1.034.100

0,15%

7.502

1.026.598

-0,57%

Sparireikn. bundinn í 12 mán

1.000.000

2,61%

26.100

1.026.100

-0,62%

5.742

1.020.358

-1,18%

Sparireikn. bundinn í 3 mán

1.000.000

2,31%

23.100

1.023.100

-0,91%

5.082

1.018.018

-1,40%

Vaxtareikn. bundinn í 7 daga

1.000.000

2,31%

23.100

1.023.100

-0,91%

5.082

1.018.018

-1,40%

Vaxtareikn. Varðan 60

1.000.000

2,61%

26.100

1.026.100

-0,62%

5.742

1.020.358

-1,18%

Fasteignagr. Óverðtryggður

1.000.000

3,23%

32.300

1.032.300

-0,02%

7.106

1.025.194

-0,71%

Framtíðargr. Óverðtryggður

1.000.000

3,21%

32.100

1.032.100

-0,04%

7.062

1.025.038

-0,72%

Fastvaxtarreikn. til 3 mán.

1.000.000

3,54%

35.400

1.035.400

0,28%

7.788

1.027.612

-0,47%

Fastvaxtarreikn. til 6 mán.

1.000.000

3,64%

36.400

1.036.400

0,38%

8.008

1.028.392

-0,40%

Fastvaxtareikn. til 12 mán.

1.000.000

3,89%

38.900

1.038.900

0,62%

8.558

1.030.342

-0,21%

Fastvaxtareikn. til 24 mán

1.000.000

4,22%

42.200

1.042.200

0,94%

9.284

1.032.916

0,04%

Fastvaxtareikn. til 36 mán

1.000.000

4,84%

48.400

1.048.400

1,54%

10.648

1.037.752

0,51%

Fastvaxtareikn. til 60 mán.

1.000.000

4,89%

48.900

1.048.900

1,59%

10.758

1.038.142

0,55%

Fasteignagrunnur

1.000.000

5,41%

54.100

1.054.100

2,09%

11.902

1.042.198

0,94%

Framtíðargrunnur

1.000.000

5,41%

54.100

1.054.100

2,09%

11.902

1.042.198

0,94%

Landsbók bundin í 5 ár

1.000.000

5,20%

52.000

1.052.000

1,89%

11.440

1.040.560

0,78%

Landsbók bundin í 4 ár

1.000.000

5,10%

51.000

1.051.000

1,79%

11.220

1.039.780

0,70%

Landsbók bundin í 3 ár

1.000.000

5,00%

50.000

1.050.000

1,69%

11.000

1.039.000

0,63%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

8 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.

Kvika 2018 Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

2.000

1.002.000

-2,96%

440

1.001.560

-3,00%

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Virkni reiknings

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Veltureikningur

Debetreikningur

1.000.000

0,20%

Innstæða 0 - 2,9 m.kr

1.000.000

0,10%

1.000

1.001.000

-3,05%

220

1.000.780

-3,07%

Innstæða 3 - 9,9 m.kr

1.000.000

2,15%

21.500

1.021.500

-1,07%

4.730

1.016.770

-1,52%

Innstæða 10 - 24,9 m.kr

1.000.000

2,65%

26.500

1.026.500

-0,58%

5.830

1.020.670

-1,15%

Innstæða 25 - 49,9 m.kr

1.000.000

3,05%

30.500

1.030.500

-0,19%

6.710

1.023.790

-0,84%

Innstæða 50 m.kr og yfir

1.000.000

3,25%

32.500

1.032.500

0,00%

7.150

1.025.350

-0,69%

Óverðtryggðir og óbundnir

Óverðtryggðir og bundnir

Verðtryggðir reikningar

Ávöxtun í %

60+ (F.60 ára og eldri)

1.000.000

3,05%

30.500

1.030.500

-0,19%

6.710

1.023.790

-0,84%

Sparnaður 1 (Bundinn í 1 mán.)

1.000.000

2,50%

25.000

1.025.000

-0,73%

5.500

1.019.500

-1,26%

Sparnaður 3 (Bundinn í 3 mán.)

1.000.000

3,65%

36.500

1.036.500

0,39%

8.030

1.028.470

-0,39%

Sparnaður 6 (Bundinn í 6 mán)

1.000.000

3,75%

37.500

1.037.500

0,48%

8.250

1.029.250

-0,32%

Sparnaður 12 (Bundinn í 12 mán.)

1.000.000

3,80%

38.000

1.038.000

0,53%

8.360

1.029.640

-0,28%

31D (31 dags útttektarfyrirv.) lágm 10 mkr

1.000.000

4,15%

41.500

1.041.500

0,87%

9.130

1.032.370

-0,01%

31D (31 dags útttektarfyrirv.) lágm 50 mkr

1.000.000

4,60%

46.000

1.046.000

1,31%

10.120

1.035.880

0,33%

36 mán (Bundinn í 36 mán.)

1.000.000

4,95%

49.500

1.049.500

1,65%

10.890

1.038.610

0,59%

60 mán (Bundinn í 60 mán.)

1.000.000

5,01%

50.100

1.050.100

1,70%

11.022

1.039.078

0,64%

Framtíð - Bundinn til 18 ára aldurs

1.000.000

5,21%

52.100

1.052.100

1,90%

11.462

1.040.638

0,79%

60+ (Bundinn. í 36 mán./Fyrir 60 ára+)

1.000.000

4,95%

49.500

1.049.500

1,65%

10.890

1.038.610

0,59%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða. *Kvika kom nýlega með innlánsreikninginn Auður á markað og ber hann 4% nafnvexti. Vextir eru geiddir mánaðarlega. Þessi sparnaðarreikningur er óbundinn og alltaf laus til úttektar.

Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 9


FJ Á R M Á L

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.

Sjóðir Íslandssjóða - Íslandsbanki / VÍB 2018 Virkni reiknings

Skuldabréfasjóðir

Blandaðir sjóðir

Sjóðir Einka­ bankaþjónustu VÍB

Hlutabréfasjóðir

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

IS Lausafjársafn

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

4,00%

40.000

1.040.000

0,73%

8.800

1.031.200

-0,13%

IS Veltusafn

1.000.000

4,10%

41.000

1.041.000

0,82%

9.020

1.031.980

-0,05%

IS Ríkissafn

1.000.000

4,10%

41.000

1.041.000

0,82%

9.020

1.031.980

-0,05%

IS Ríkisskuldabréf meðallöng

1.000.000

4,90%

49.000

1.049.000

1,60%

10.780

1.038.220

0,55%

IS Ríkisskuldabréf löng

1.000.000

6,80%

68.000

1.068.000

3,44%

14.960

1.053.040

1,99%

IS Skuldabréfasafn

1.000.000

5,60%

56.000

1.056.000

2,27%

12.320

1.043.680

1,08%

IS Græn skuldabréf

1.000.000

3,70%

37.000

1.037.000

0,43%

8.140

1.028.860

-0,35%

IS Ríkisskuldabréf óverðtryggð

1.000.000

1,50%

15.000

1.015.000

-1,70%

3.300

1.011.700

-2,02%

IS Sértryggð skuldabréf

1.000.000

5,20%

52.000

1.052.000

1,89%

11.440

1.040.560

0,78%

IS Sértryggð skuldabréf VTR

1.000.000

7,30%

73.000

1.073.000

3,92%

16.060

1.056.940

2,37%

Eignasafn

1.000.000

1,60%

16.000

1.016.000

-1,60%

3.520

1.012.480

-1,94%

Eignasafn - Ríki og sjóðir

1.000.000

5,60%

56.000

1.056.000

2,27%

12.320

1.043.680

1,08%

IS Einkasafn A, flokkur A

1.000.000

5,60%

56.000

1.056.000

2,27%

12.320

1.043.680

1,08%

IS Einkasafn B, flokkur A

1.000.000

3,50%

35.000

1.035.000

0,24%

7.700

1.027.300

-0,50%

IS Einkasafn C, flokkur A

1.000.000

2,20%

22.000

1.022.000

-1,02%

4.840

1.017.160

-1,49%

IS Einkasafn D, flokkur A

1.000.000

1,60%

16.000

1.016.000

-1,60%

3.520

1.012.480

-1,94%

IS Einkasafn E, flokkur A

1.000.000

4,50%

45.000

1.045.000

1,21%

9.900

1.035.100

0,25%

IS Einkasafn Erlent (ISK flokkur A)

1.000.000

-0,80%

-8.000

992.000

-3,92%

0

992.000

-3,92%

IS Einkasafn Erlent (USD flokkur A)

1.000.000

-11,00%

-110.000

890.000

-13,80%

0

890.000

-13,80%

IS Einkasafn A, flokkur B

1.000.000

6,00%

60.000

1.060.000

2,66%

13.200

1.046.800

1,38%

IS Einkasafn B, flokkur B

1.000.000

4,20%

42.000

1.042.000

0,92%

9.240

1.032.760

0,02%

IS Einkasafn C, flokkur B

1.000.000

2,80%

28.000

1.028.000

-0,44%

6.160

1.021.840

-1,03%

IS Einkasafn D, flokkur B

1.000.000

2,30%

23.000

1.023.000

-0,92%

5.060

1.017.940

-1,41%

IS Einkasafn E, flokkur B

1.000.000

5,40%

54.000

1.054.000

2,08%

11.880

1.042.120

0,93%

IS Einkasafn Erlent (ISK flokkur B)

1.000.000

-0,10%

-1.000

999.000

-3,25%

0

999.000

-3,25%

IS Einkasafn Erlent (USD flokkur B)

1.000.000

-10,30%

-103.000

897.000

-13,12%

0

897.000

-13,12%

IS Úrvalsvísitölusjóðurinn

1.000.000

-3,70%

-37.000

963.000

-6,73%

0

963.000

-6,73%

IS Hlutabréfasjóðurinn

1.000.000

-9,90%

-99.000

901.000

-12,74%

0

901.000

-12,74%

IS EQUUS hlutabréf

1.000.000

-7,20%

-72.000

928.000

-10,12%

0

928.000

-10,12%

IS Heimssafn

1.000.000

-1,30%

-13.000

987.000

-4,41%

0

987.000

-4,41%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

10 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Sjóðir Landsbréfa - Landsbanki 2018 Virkni reiknings

Skuldabréfasjóðir

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Landsbréf - Sparibréf stutt

Helgi Þ. Arason, fram­kvæmda­stjóri Landsbréfa.

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

4,21%

42.100

1.042.100

0,93%

9.262

1.032.838

0,03%

Landsbréf - Sparibréf meðallöng

1.000.000

3,91%

39.100

1.039.100

0,64%

8.602

1.030.498

-0,19%

Landsbréf - Sparibréf plús

1.000.000

4,36%

43.600

1.043.600

1,07%

9.592

1.034.008

0,14%

Landsbréf - Sparibréf óverðtryggð

1.000.000

1,57%

15.700

1.015.700

-1,63%

3.454

1.012.246

-1,96%

Landsbréf - Sparibréf verðtryggð

1.000.000

6,61%

66.100

1.066.100

3,25%

14.542

1.051.558

1,84%

Landsbréf - Markaðsbréf

1.000.000

4,58%

45.800

1.045.800

1,29%

10.076

1.035.724

0,31%

Landsbréf - Markaðsbréf sértryggð

1.000.000

5,27%

52.700

1.052.700

1,96%

11.594

1.041.106

0,83%

Landsbréf - Veltubréf

1.000.000

4,01%

40.100

1.040.100

0,74%

8.822

1.031.278

-0,12%

Landsbréf - Eignadreifing langtíma

1.000.000

2,08%

20.800

1.020.800

-1,13%

4.576

1.016.224

-1,58%

Landsbréf - Eignadreifing vöxtur

1.000.000

2,30%

23.000

1.023.000

-0,92%

5.060

1.017.940

-1,41%

Landsbréf - Eignadreifing virði

1.000.000

2,77%

27.700

1.027.700

-0,47%

6.094

1.021.606

-1,06%

Landsbréf - Úrvalsbréf

1.000.000

-3,81%

-38.100

961.900

-6,84%

0

961.900

-6,84%

Landsbréf - Öndvegisbréf

1.000.000

-0,32%

-3.200

996.800

-3,46%

0

996.800

-3,46%

Kauphallarsjóðir

Landsbréf - LEQ UCITS ETF

1.000.000

-3,78%

-37.800

962.200

-6,81%

0

962.200

-6,81%

Alþjóðleg hlutabréf (grunnmynt sjóðs er EUR)

Landsbréf - Nordic 40

1.000.000

-10,00%

-100.000

900.000

-12,83%

0

900.000

-12,83%

Alþjóðleg hlutabréf

Landsbréf - Global Equity Fund

1.000.000

0,40%

4.000

1.004.000

-2,76%

880

1.003.120

-2,85%

Alþjóðleg hlutabréf

Landsbréf - Global Portfolio

1.000.000

-9,02%

-90.200

909.800

-11,88%

0

909.800

-11,88%

Blandaðir sjóðir

Hlutabréfasjóðir

(grunnmynt sjóðs er ISK) (grunnmynt sjóðs er USD) * Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

Jökull H. Úlfsson, framkvæmdastjóri Stefnis.

Sjóðir Stefnis - 2018 Virkni reiknings

Ríkisskuldabréfasjóðir

Innlend skuldab. og innlán Blandaðir sjóðir Sjóðir Einkabanka­ þjónustu Sjóðir Einkabankaþj. hlutabréf

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Stefnir - Ríkisbréfasjóður óverðtryggður

1.000.000

1,46%

14.600

1.014.600

-1,73%

3.212

1.011.388

-2,05%

Stefnir - Ríkisskuldabréf verðtryggð

1.000.000

7,18%

71.800

1.071.800

3,81%

15.796

1.056.004

2,28%

Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður millilangur

1.000.000

5,68%

56.800

1.056.800

2,35%

12.496

1.044.304

1,14%

Stefnir - Ríkisverðbréfasjóður langur

1.000.000

6,33%

63.300

1.063.300

2,98%

13.926

1.049.374

1,63%

Stefnir - Skuldabréfaval

1.000.000

6,27%

62.700

1.062.700

2,92%

13.794

1.048.906

1,59%

Stefnir - Lausafjársjóður

1.000.000

3,99%

39.900

1.039.900

0,72%

8.778

1.031.122

-0,13%

Stefnir - Sparifjársjóður

1.000.000

4,10%

41.000

1.041.000

0,82%

9.020

1.031.980

-0,05%

Stefnir - Samval

1.000.000

-1,56%

-15.600

984.400

-4,66%

0

984.400

-4,66%

Eignaval A

1.000.000

5,88%

58.800

1.058.800

2,55%

12.936

1.045.864

1,29%

Eignaval B

1.000.000

2,99%

29.900

1.029.900

-0,25%

6.578

1.023.322

-0,89%

Eignaval C

1.000.000

-0,28%

-2.800

997.200

-3,42%

0

997.200

-3,42%

Eignaval hlutabréf

1.000.000

-5,68%

-56.800

943.200

-8,65%

0

943.200

-8,65%

Eignaval erlent

1.000.000

0,73%

7.300

1.007.300

-2,44%

1.606

1.005.694

-2,60%

Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 11


FJ Á R M Á L

Sjóðir Stefnis frh. Hlutabréfasjóðir

Stefnir - ÍS 15

1.000.000

-2,68%

-26.800

973.200

-5,74%

0

973.200

-5,74%

Alþjóðleg hlutabréf (uppreiknað í ISK)

KF Global Value

1.000.000

-11,16%

-111.600

888.400

-13,96%

0

888.400

-13,96%

Stefnir - Scandinavian Fund

1.000.000

-9,19%

-91.900

908.100

-12,05%

0

908.100

-12,05%

Alþjóðleg hlutabréf (mv. grunnmynt sjóðs EUR)

KF Global Value

1.000.000

-4,97%

-49.700

950.300

-7,96%

0

950.300

-7,96%

Stefnir - Scandinavian Fund

1.000.000

-2,86%

-28.600

971.400

-5,92%

0

971.400

-5,92%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

Ragnar Dyer, framkvæmda­stjóri Júpíters.

Sjóðir Júpíters - Kvika 2018 Virkni reiknings

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Lausafjársjóður

Júpiter - Lausafjársjóður

Skuldabréfasjóðir

Hlutabréfasjóðir

Blandaðir sjóðir

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

4,17%

41.700

1.041.700

0,89%

9.174

1.032.526

0,00%

Ríkisskuldabréfasjóður

1.000.000

5,71%

57.100

1.057.100

2,38%

12.562

1.044.538

1,16%

Ríkisverðbréfasjóður - stuttur

1.000.000

4,57%

45.700

1.045.700

1,28%

10.054

1.035.646

0,30%

Júpíter - Innlend skuldabréf

1.000.000

6,64%

66.400

1.066.400

3,28%

14.608

1.051.792

1,87%

Eignaleið I - Skuldabréfasafn

1.000.000

5,57%

55.700

1.055.700

2,25%

12.254

1.043.446

1,06%

Júpíter - Hlutabréfavísitala

1.000.000

-7,66%

-76.600

923.400

-10,57%

0

923.400

-10,57%

Júpíter - Innlend hlutabréf

1.000.000

-4,39%

-43.900

956.100

-7,40%

0

956.100

-7,40%

Eignaleið II - Varfærið safn

1.000.000

3,42%

34.200

1.034.200

0,16%

7.524

1.026.676

-0,57%

Eignaleið III - Blandað safn

1.000.000

1,55%

15.500

1.015.500

-1,65%

3.410

1.012.090

-1,98%

Eignaleið IV - Vaxtarsafn

1.000.000

-0,28%

-2.800

997.200

-3,42%

0

997.200

-3,42%

Eignaleið V - Hlutabréfasafn

1.000.000

-7,35%

-73.500

926.500

-10,27%

0

926.500

-10,27%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða.

Sjóðir ÍV sjóða 2018 - Íslensk Verðbréf Virkni reiknings

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Ríkisskuldabréfasjóðir

ÍV Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa ÍV Ríkisskuldabréfasjóður

Innlend skuldab. og innlán

Eignastýringarsjóðir

Hlutabréfasjóðir Alþjóðlegir hlutabréfasjóðir

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

3,14%

31.400

1.031.400

-0,11%

6.908

1.024.492

-0,78%

1.000.000

4,31%

43.100

1.043.100

1,03%

9.482

1.033.618

0,11%

ÍV Skammtímasjóður

1.000.000

3,93%

39.300

1.039.300

0,66%

8.646

1.030.654

-0,18%

ÍV Skuldabréfasafn

1.000.000

4,32%

43.200

1.043.200

1,04%

9.504

1.033.696

0,11%

ÍV Sparisafn

1.000.000

3,81%

38.100

1.038.100

0,54%

8.382

1.029.718

-0,27%

ÍV Eignasafn I

1.000.000

3,87%

38.700

1.038.700

0,60%

8.514

1.030.186

-0,23%

ÍV Eignasafn II

1.000.000

-0,77%

-7.700

992.300

-3,89%

0

992.300

-3,89%

ÍV Eignasafn III

1.000.000

0,89%

8.900

1.008.900

-2,29%

1.958

1.006.942

-2,48%

ÍV Hlutabréfavísitölusjóður

1.000.000

-6,01%

-60.100

939.900

-8,97%

0

939.900

-8,97%

ÍV Stokkur

1.000.000

-3,14%

-31.400

968.600

-6,19%

0

968.600

-6,19%

ÍV Alþjóðlegur hlutabréfasjóður

1.000.000

-3,78%

-37.800

962.200

-6,81%

0

962.200

-6,81%

ÍV Erlent hlutabréfasafn

1.000.000

-5,13%

-51.300

948.700

-8,12%

0

948.700

-8,12%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.

12 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018


Ávöxtun allra innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.

GAMMA 2018 Virkni reiknings

Skuldabréfasjóðir

Hlutabréfasjóðir Blandaðir sjóðir Skammtíma sjóðir

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

GAMMA GOV GAMMA Index

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

5,13%

51.300

1.051.300

1,82%

11.286

1.040.014

0,73%

1.000.000

6,08%

60.800

1.060.800

2,74%

13.376

1.047.424

1,44%

GAMMA Credit (Fyrirtækjaskuldabréf)

1.000.000

5,42%

54.200

1.054.200

2,10%

11.924

1.042.276

0,95%

GAMMA Covered (Sértryggð skuldabréf)

1.000.000

5,84%

58.400

1.058.400

2,51%

12.848

1.045.552

1,26%

GAMMA Equity

1.000.000

-4,95%

-49.500

950.500

-7,94%

0

950.500

-7,94%

GAMMA TRF

1.000.000

0,08%

800

1.000.800

-3,07%

176

1.000.624

-3,09%

GAMMA Global (Erlendur sjóður í EUR)**

1.000.000

1,73%

17.300

1.017.300

-1,47%

3.806

1.013.494

-1,84%

GAMMA Liquid

1.000.000

3,99%

39.900

1.039.900

0,72%

8.778

1.031.122

-0,13%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða. * * Sjóður í evrum. Tekið hefur verið tillit til gengisbreytinga á krónunni.

Vilhjálmur G. Pálsson, formaður stjórnar SÍSP.

Sparisjóðirnir 2018 Virkni reiknings

Veltureikningar

Óverðtryggðir

Verðtryggðir

Heiti reiknings

Höfuðstóll í upphafi árs

Almennur reikningur Gullreikningur

Raunávöxtun í %

Fjármagnstekjuskattur 22%*

Höfuð­ stóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Raun­ávöxtun eftir skatta í %

Ávöxtun í %

Ávöxtun kr.

Höfuðstóll í árslok

1.000.000

0,07%

700

1.000.700

-3,08%

154

1.000.546

-3,10%

1.000.000

0,07%

700

1.000.700

-3,08%

154

1.000.546

-3,10%

Platinumreikningur

1.000.000

0,98%

9.800

1.009.800

-2,20%

2.156

1.007.644

-2,41%

Vaxtavelta

1.000.000

1,08%

10.800

1.010.800

-2,10%

2.376

1.008.424

-2,33%

PM-reikningur

1.000.000

1,43%

14.300

1.014.300

-1,76%

3.146

1.011.154

-2,07%

PM-reikningur (+ 20 mkr.)

1.000.000

2,63%

26.300

1.026.300

-0,60%

5.786

1.020.514

-1,16%

Gullárareikningur (+ 60 ára)

1.000.000

3,02%

30.200

1.030.200

-0,22%

6.644

1.023.556

-0,87%

Netreikningur (0,0 - 0,99 mkr.)

1.000.000

1,93%

19.300

1.019.300

-1,28%

4.246

1.015.054

-1,69%

Netreikningur (1,0 - 9,99 mkr.)

1.000.000

2,28%

22.800

1.022.800

-0,94%

5.016

1.017.784

-1,43%

Netreikningur (10,0 - 34,99 mkr.)

1.000.000

2,53%

25.300

1.025.300

-0,70%

5.566

1.019.734

-1,24%

Netreikningur (35 - 49,99 mkr.)

1.000.000

2,73%

27.300

1.027.300

-0,50%

6.006

1.021.294

-1,09%

Netreikningur (50 mkr.+)

1.000.000

3,08%

30.800

1.030.800

-0,17%

6.776

1.024.024

-0,82%

Tromp (12 mán. )

1.000.000

0,13%

1.300

1.001.300

-3,02%

286

1.001.014

-3,05%

Tromp (24 mán. )

1.000.000

0,83%

8.300

1.008.300

-2,34%

1.826

1.006.474

-2,52%

Tromp (36 mán.)

1.000.000

1,23%

12.300

1.012.300

-1,96%

2.706

1.009.594

-2,22%

Tromp (48 mán.)

1.000.000

1,33%

13.300

1.013.300

-1,86%

2.926

1.010.374

-2,14%

Tromp (60 mán.)

1.000.000

1,73%

17.300

1.017.300

-1,47%

3.806

1.013.494

-1,84%

Bakhjarl (36 mán.)

1.000.000

5,01%

50.100

1.050.100

1,70%

11.022

1.039.078

0,64%

Bakhjarl (48 mán.)

1.000.000

5,11%

51.100

1.051.100

1,80%

11.242

1.039.858

0,71%

Bakhjarl (60 mán.)

1.000.000

5,21%

52.100

1.052.100

1,90%

11.462

1.040.638

0,79%

Áskriftarreikningur

1.000.000

5,26%

52.600

1.052.600

1,95%

11.572

1.041.028

0,82%

Framtíðarsjóður

1.000.000

5,42%

54.200

1.054.200

2,10%

11.924

1.042.276

0,95%

Lífval1 (Lífeyrissparnaður)

1.000.000

5,42%

54.200

1.054.200

2,10%

11.924

1.042.276

0,95%

* Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 13


K AU P H Ö L L I N

1.850 2.1.2019 Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland.

Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland:

Saga Marel veitir sprotum innblástur Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland, segir að saga Marel ætti að veita sprotum og smærri fyrirtækjum innblástur enda sýni hún hverju sé hægt að áorka með elju og hugvitssemi – og með því að nýta hlutabréfamarkaðinn til að vaxa.

M

agnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Ice­ land, segir að árið hafi byrjað vel í Kauphöllinni og viðskipti með hlutabréf verið heldur líflegri en á sama tíma í fyrra.

hafa aukist um meira en 50% frá síðasta ári, þó að fleiri þættir hafi haft áhrif, t.d. kjarasamningar.“ – Saga Marel virðist gott dæmi um það hvernig fyrirtæki geta nýtt sér Kauphöllina til vaxtar?!

„Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 21% (til 8. apríl) frá ára­­­mót­­­ um að teknu tilliti til arðgreiðslna. Mörg hlutabréf hafa hækkað myndarlega í verði. Marel hefur leitt hækkunina, en gengi bréfa í félaginu hefur hækkað um 44% frá áramótum, og þá hafa öll trygg­­­inga­­­fé­­lögin einnig hækkað um meira en fjórðung og það sama má segja um Kviku banka,“ segir Magnús.

„Það er mat langflestra að Marel sé gott dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér skráninguna í Kauphöllinni listavel til vaxtar og hefur vöxturinn verið ævintýri líkastur. Félagið er nú yfir 350 milljarða króna virði og það langverðmætasta í Kauphöllinni. Erlendir fjárfestar hafa aukið hlut sinn í því að undanförnu.

Hann segir ennfremur að bestu tíðindi ársins á skulda­­­bréfa­­­mark­­ aði séu langþráð og löngu tímabært afnám innflæðishafta í byrjun mars síðastliðins. „Þessa sér stað í viðskiptum á markaði, sem

Saga Marel ætti að veita sprotum og smærri fyrirtækjum innblástur. Hún sýnir hverju hægt er að áorka með elju og hugvitssemi – og með því að nýta hlutabréfamarkaðinn til að stækka.“

14 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018


Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 21,7% frá áramótum

ÚRVALSVÍSITALAN Breyting frá áramótum

21,7%

2.248

8.4.2019

„Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 21% (til 8. apríl) frá ­­­­­­­ára­­­mót­­­um að teknu tilliti til arðgreiðslna. Mörg hlutabréf hafa hækkað mynd­­ar­­­ lega í verði.“

– Hvaða lærdóm má draga af færslu Kviku af First North yfir á aðalmarkaðinn? „Einna helst þann að það er gott fyrsta skref fyrir smærri fyrirtæki að byrja á First North. Síðan fylgdi Kvika í kjölfar fjölmargra félaga á First North annars staðar á Norðurlöndum og flutti sig á aðalmarkað. Félagið nýtti árið á First North vel til vaxtar og til að venjast verunni á markaði. Bankinn er nú yfir fjórðungi verðmætari en hann var við skráningu á First North fyrir réttu ári.“ – Aðeins um nýgerða kjarasamninga; hvaða áhrif sýnist þér þeir hafa almennt á efnahagslífið? „Ef aðrir samningar verða á sömu lund tel ég þessa lendingu að mörgu leyti góða. Jákvætt er t.d. að launahækkanir munu taka mið af stöðu efnahagslífsins og þar með þanþoli fyrirtækjanna. Samningarnir ættu einnig að samrýmast verðstöðugleika. Þá felst í því mikill styrkur að þeir séu til langs tíma og tryggi þannig frið á vinnumarkaði næstu árin.“ – Sjálfbær skuldabréf eru nýjung í Kauphöllinni. Hvernig hafa viðtökurnar við þeim verið? „Reykjavíkurborg reið á vaðið í desember og viðtökur fjárfesta voru góðar. OR fylgdi í kjölfarið og Félagsbústaðir hafa boðað

útgáfu samfélagsskuldabréfa. Samskipti okkar í Kauphöllinni við útgefendur og ráðgjafa fylla okkur bjartsýni og við væntum mikils af þessum markaði. Markaður fyrir sjálfbær skuldabréf hefur vaxið tífalt að markaðsvirði í kauphöllum Nasdaq Nordic á innan við fjórum árum og engin ástæða er til að ætla að við verðum eftirbátar kollega okkar annars staðar á Norðurlöndum.“ – Hver er hlutur erlendra fjárfesta í Kauphöllinni um þessar mundir? „Erlendir fjárfestar hafa aukið hlut sinn töluvert á árinu og hafa t.a.m. fjárfest myndarlega í Marel. Um áramót var hlutur erlendra fjárfesta í skráðum félögum ríflega 15% en var kominn í rúm 18% í lok mars.“ – Hversu mikill er hlutur lífeyrissjóðanna í skráðum félögum í Kauphöllinni? „Hlutdeild lífeyrissjóðanna í lok mars í skráðum félögum var um 36% og hefur ekki breyst mikið á allra síðustu misserum. Hlutfall þeirra er eflaust stærra en æskilegt er til langs tíma en með aukinni aðkomu erlendra fjárfesta og einstaklinga að markaðnum – og fjárfestingum lífeyrissjóða erlendis – mun hlutfallið væntanlega lækka í rólegheitum á næstu árum.“

Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 15


K AU P H Ö L L I N

ÚRVALSVÍSITALAN síðustu 12 mánuði

11,1%

2.024

2.248 8. 4 . 2 01 9

6 . 4 . 20 18

– Hversu mikilvægt er það fyrir Nasdaq Iceland að fara inn í FTSE-vísitölur síðar á þessu ári? „Ákvörðunin um að íslensk hlutabréf verði gjaldgeng í FTSEvísitölur er mikilvægur áfangi fyrir íslenska markaðinn enda mun hún draga fleiri erlenda fjárfesta hingað til lands. En þetta er líka mikill heiður og gæðaúttektin á markaðnum sem FTSE réðst í í tengslum við þessa ákvörðun er ekki síður mikilvæg. Hún staðfestir að markaðurinn er um margt góður en er jafnframt leiðarvísir fyrir okkur í Kauphöllinni, fjárfesta á markaðnum og stjórnvöld um hvað þurfi að gera til að koma hlutabréfamarkaðnum hér í efsta gæðaflokk. Slíkt hefði afar jákvæð áhrif fyrir fjármögnunarumhverfi íslenskra fyrirtækja.“ – Ákveðið hefur verið að fjölga félögum í Úrvalsvísitölunni, OMX Iceland, úr átta í tíu í sumar. Hvað vegur þyngst að baki þessari ákvörðun? „Þar vegur þyngst vöxtur markaðarins undanfarin ár og aukinn seljanleiki. Betri dreifing verður í sjóðum sem fylgja vísitölunni og það verður vonandi til þess að fjárfestum, sem taka þátt í markaðnum í gegnum slíka sjóði, fjölgar.“ – Hvernig meturðu vaxtabreytingar Seðlabankans næstu mánuði í ljósi nýrra kjarasamninga og spár greiningardeilda um fækkun ferðamanna til landsins í kjölfar gjaldþrots WOW?

Tilkynnt var á stóru ljósaskilti Nasdaq í New York að Kvika banki væri skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland og bankinn boðinn velkominn.

Kvika á aðalmarkað

Nasdaq Iceland Eftir lækkun um tíma eftir skráningu á síðasta ári tóku bréfin strikið upp á við í byrjun nóvember sl. og hafa hækkað skarpt. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON

K

vika banki er nú skráður á aðalmarkað Nasdaq Ice­­land. Bankinn var skráður fyrir um ári á First North Icelandmarkaðinn en stjórn bankans sótti síðar um færslu yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar. Fyrstu viðskipti með bréfin á þeim markaði áttu sér stað fimmtu­­­daginn 28. mars sl. Rekstur Kviku gekk vel á síðasta ári og hagnaðist félagið um 1,8 milljarða króna eftir skatta. Eigið fé nam um 13 mill­ jörð­um króna um síðustu áramót. Gengi bréfa félagsins í Kauphöllinni lækkaði að­­eins fyrstu mánuðina eftir skráningu

„Þessir þættir sem þú lýsir, kólnandi hagkerfi og hóflegir kjara­samningar, ættu að veita svigrúm til vaxtalækkana. Ég tel því að Seðlabankinn muni lækka vexti á næstunni en fara hægt í sakirnir til að byrja með.“

„Ákvörðunin um að íslensk hlutabréf verði gjaldgeng í FTSE-vísitölur er mikil­­ vægur áfangi fyrir íslenska markaðinn enda mun hún draga fleiri erlenda fjárfesta hingað til lands.“ 16 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku, eftir fyrstu viðskiptin með bréf Kviku á aðalmarkaði Nasdaq Iceland.


Kvika banki er nú skráður á aðalmarkað Nasdaq Ice­­land.

á síðasta ári en í nóvember sl. tóku þau að hækka nokkuð skarpt – og hafa hækkað frá því þá um hátt í 40%. Síðustu tólf mánuði nemur hækkun bréfanna hins vegar um 27%.

26,7%

Kvika banki hefur orðið til með sameiningu um tíu fjár­­mála­­ fyrirtækja á síðustu sex til sjö árum, þar af Straums og MP banka. Fjármálafyrirtækin Virðing og Alda voru sameinuð Kviku á síðasta ári. Í byrjun mars sl. var svo gengið frá kaupum Kviku á Gamma. Tekjur Kviku voru 5,7 milljarðar króna á síðasta ári. Þókn­­­ unartekjur af eignastýringu fjárfesta eru stærstur hluti teknanna, um og yfir 70 prósent. Um 700 einstaklingar eru hluthafar í Kviku.

KVIKA

10,27 8.4.2019

síðustu 12 mánuði

8,10 6 .4 .2 0 1 8

Gengi bréfa í Kviku lækkaði til að byrja með eftir skráningu í fyrra en tók strikið upp á við í byrjun nóvember síðastliðins.

Bein lína upp hjá Marel

522,0 8 . 4 . 2 019

Markaðsvirði Marel hefur aukist yfir 50 milljarða króna á aðeins tveimur mánuðum en hækkunin er álíka og nemur markaðsvirði fyrirtækja á borð við HB Granda og Haga.

40,9%

370,3 6 .4 .20 18

síðustu 12 mánuði

G

engi hlutabréfa í Marel hefur verið bein lína upp frá áramótum og jókst markaðsvirði fyrirtækisins yfir 50 milljarða króna á aðeins tveimur mánuðum, í febrúar og mars. Þetta er álíka hækkun og nemur mark­­­ aðs­­virði fyrirtækja á borð við HB Granda og Haga. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sýna línurit yfir gengi hlutabréfa líkt og hjá Marel. Marel er langverðmætasta fyrirtækið í kauphöllinni Nasdaq Iceland og nemur markaðsvirðið yfir 350 milljörðum króna. Það var þriðjudaginn 5. febrúar sl. sem ballið byrjaði. Gengi bréfanna rauf þá 400 stiga múrinn og markaðsvirðið fór yfir 300 milljarða króna. Afkoman á síðasta ári var mjög góð og vaxandi eftirspurn er eftir vörum fyrirtækisins. Eigendur Marel hafa ákveðið að tvískrá félagið og skrá það einnig á hlutabréfamarkaðnum í Amsterdam. Stóra málið er þó það

Hvaða lýsingarorð á eiginlega að nota yfir svona línurit? Eftir að gengi bréfa í Marel hafði lónað í kringum 370 til 390 í marga mánuði hófst ballið í byrjun febrúar.

að fjárfestar hafa mikla trú á fram­­tíðartekjum félagins og að það skili þeim góðum arði á komandi árum. Vörur Marel eru margvíslegar hátækni vöru- og framleiðslulínur fyrir matvælaframleiðendur um allan heim. Vörur sem bæta nýtingu og vöruval matvæla­­­framleiðenda. Í einni setningu: Fólki fjölgar hratt í heiminum og það þarf marga munna að metta.

„Það var þriðjudaginn 5. febrúar sl. sem ballið byrjaði. Gengi bréfanna rauf þá 400 stiga múrinn og markaðsvirðið fór yfir 300 milljarða króna.“ Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 17


K AU P H Ö L L I N

Nasdaq Iceland:

Sigyn hringdi bjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, var heið­­­ ursgestur og hringdi bjöll­­­unni að morgni 8. mars í Kaup­­­höll­­ inni að viðstöddum gestum á Alþjóðadegi kvenna. Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, hringdi bjöllunni í Kauphöllinni að morgni 8. mars, á Alþjóðadegi kvenna.

K

auphöllin, í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins, tók í þriðja sinn þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla um að hringja bjöllu fyrir jafnrétti kynjanna á þessum degi. Með bjölluhringingunni var vakin athygli á því að jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt til að drífa áfram alþjóðlegt efnahagslíf og að einkageirinn hefur mikilvægu hlutverki að

gegna í þeirri þróun. Metfjöldi kauphalla um allan heim tók þátt í viðburðinum, þeirra á meðal allar Nasdaq-kauphallirnar á Norðurlöndunum og í New York. Þess má geta að Nasdaq gaf út valfrjálsar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki um birtingu upplýsinga um samfélagsábyrgð (ESG) sem félög geta nýtt sér þegar birtar eru upplýsingar um sjálfbærni og jafnréttismál í rekstri, eins og jafnlaunavottun og kynja­­­hlutfall í stjórnunarteymum. Meiri­­

hluti skráðra íslenskra félaga hefur birt eða hyggst birta upplýsingar um samfélagsábyrgð.

Með bjölluhringingunni var vakin athygli á því að jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt til að drífa áfram alþjóðlegt efnahagslíf.

Flugið ríkjandi í viðskiptafréttum Flugið hefur verið ríkjandi í viðskiptafréttum á Íslandi síðustu mánuðina og nánast tekið yfir allar aðrar fréttir. WOW hafði það ekki af þegar örlagastundin rann upp og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur boðað mikið aðhald í rekstri til að komast aftur á beina braut hagnaðar. Tap félagsins á síðasta ári nam um 6,7 milljörðum króna en árið áður, 2017, var 4,5 milljarða króna hagnaður.

Hér má sjá þá Jón G. Hauksson og Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, ræða saman í þættinum Viðskipti með Jóni G. á Hringbraut.

L

ífsbarátta WOW var í beinni útsendingu og ekki fékk rekstur Icelandair minni athygli. Sennilega hafa fá línurit verið jafnoft skoðuð og þau sem hafa sýnt gengi bréfa í Icelandair Group.

18 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

Um helstu aðgerðir hefur Bogi nefnt að búið sé að laga ójafn­­ vægi í leiðakerfinu en of mikil áhersla var á framboð á ferð­­um til Bandaríkjanna miðað við eftirspurn og of lítil á Evrópuflugið. Þetta reyndist dýrkeypt og var sætanýtingin í Ameríkufluginu verulega undir væntingum. Bogi hefur jafn­­framt boðað meiri „aga á framboðinu“, sem tengist áður­­nefndu ójafnvægi í leiðakefinu. Samkeppnin í flugrekstri hefur verið afar hörð undanfarin ár og fjöldi flugfélaga lagt upp laupana. Olíuverð hefur leikið flugfélög grátt og samkeppnin pressað niður verð flugfargjalda og orsakað taprekstur margra.


Íslenskur iðnaður styrkir stoðir samfélagsins Verðmætasköpun sem byggir á öflugu, fjölbreyttu og samkeppnishæfu atvinnulífi er forsenda góðra lífskjara. Samtök iðnaðarins hafa verið hreyfiafl í íslensku samfélagi í 25 ár og unnið að umbótum til hagsbóta fyrir iðnaðinn, atvinnulífið og landsmenn alla. Innan samtakanna eru 1.400 fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og í ólíkum starfsgreinum. Saman styrkja þau stoðir samfélagsins. Samkeppnishæft og stöðugt starfsumhverfi, traustir innviðir, fjölbreytt menntun og verðmæt nýsköpun eru grunnur fyrir framþróun lífskjara hér á landi. Með árangri á þessum sviðum má áfram skapa Íslandi sæti í fremstu röð þeirra landa þar sem best er að búa.

www.si.is


522,0 8.4. 20 19

– 16,7 %

+ 40,9 %

K AU P H Ö L L I N

88,8 6. 4 . 20 18

74,0 8 . 4. 201 9

370,3 6 . 4. 2 0 18

MAREL

ARION BANKI

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

350

148

Tekjur: 152,5 milljarðar kr. Hagnaður: 15,6 milljarðar kr. Eigið fé: 74,7 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 36% Arður: 4,9 milljarðar kr.

Tekjur: 46,2 milljarðar kr. Hagnaður: 7,8 milljarðar kr. Eigið fé: 201 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 17% Arður: 10,0 milljarðar kr.

STJÓRN MAREL

STJÓRN ARION BANKA

Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjform. Arnar Þór Másson Ann Elizabeth Savage Margrét Jónsdóttir Ólafur S. Guðmundsson Ásvaldur Jóhannsson

Brynjólfur Bjarnason stjform. Herdís Dröfn Fjelsted Benedikt Gíslason Liv Fiksdahl Reiner Lemmens Steinunn Kristín Þórðardóttir

MILLJARÐAR KR.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri MAREL. 20 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

MILLJARÐAR KR.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.


+ 6,5%

+ 8,5 % 30,7

44,9

8. 4 . 20 19

28,2 6 . 4 .201 8

8 . 4. 201 9

42,1 6. 4. 20 18

HB GRANDI

HAGAR

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

56

MILLJARÐAR KR. Tekjur: 26,9 milljarðar kr. Hagnaður: 4,1 milljarðar kr. Eigið fé: 37,3 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 42% Arður: 1,8 milljarðar kr.

54

MILLJARÐAR KR. Félagið birtir uppgjör sitt um miðjan maí og því engar fjárhagsupplýsingar til að birta aðrar en um markaðsvirðið og tölur um gengi hlutabréfa í félaginu.

STJÓRN HB GRANDA

STJÓRN HAGA

Magnús M.S. Gústafsson stjform. Kristján Þ. Davíðsson Kristrún Heimisdóttir Anna G. Sverrisdóttir Eggert Benedikt Guðmundsson

Eiríkur S. Jóhannsson stjform. Erna Gísladóttir Davíð Harðarson Stefán Árni Auðólfsson Katrín Olga Jóhannesdóttir

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.

Finnur Árnason, forstjóri Haga. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 21


– 11,7 %

– 33,2 %

K AU P H Ö L L I N

14,6 6. 4 . 20 18

86,0 6 . 4. 2 0 18

9,8

76,0

8 . 4. 201 9

8.4. 20 19

REITIR

ICELANDAIR GROUP

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

54

MILLJARÐAR KR.

47

Tekjur: 11,4 milljarðar kr. Hagnaður: 110 millj. kr. Eigið fé: 46,9 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 33% Arður: 1,1 milljarðar kr.

Tekjur: 163,8 milljarðar kr. Tap: 6,7 milljarðar kr. Eigið fé: 54,7 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 32% Arður: 0 kr.

STJÓRN REITA

STJÓRN ICELANDAIR

Þórarinn V. Þórarinsson stjform. Sigríður Sigurðardóttir Kristinn Albertsson Martha Eiríksdóttir Thomas Möller

Guðmundur Hafsteinsson stjform. Heiðrún Jónsdóttir Ómar Benediktsson Svafa Grönfeldt Úlfar Steindórsson

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. 22 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

MILLJARÐAR KR.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.


119,0

– 5,5%

– 0,4 % 119,5 6 .4.201 8

4,34 6. 4. 20 18

4,10

8. 4. 20 19

8 . 4. 201 9

FESTI

SÍMINN

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

39

38

Tekjur: 58,9 milljarðar kr. Hagnaður: 2,1 milljarðar kr. Eigið fé: 25,9 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 33% Arður: 0 kr.

Tekjur: 28,5 milljarðar kr. Hagnaður: 282 milljónir kr. Eigið fé: 35,2 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 60% Arður: 330 milljónir kr.

STJÓRN FESTI

STJÓRN SÍMANS

Margrét Guðmundsdóttir stjform. Þórður Már Jóhannesson Guðjón Karl Reynisson Kristín Guðmundsdóttir Björgólfur Jóhannsson

Bertrand Kan stjform. Ksenia Nekrasove Sylvia Kristín Ólafsdóttir Bjarni Þorvarðarson Helga Valfells

MILLJARÐAR KR.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.

MILLJARÐAR KR.

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 23


– 21,4%

– 17,4 %

K AU P H Ö L L I N

221,9 6. 4. 20 18

24,4 6 . 4. 2 0 18

20,2

174,5

8.4. 20 19

8 . 4. 201 9

REGINN

EIMSKIP

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

37

33

Tekjur: 8,3 milljarðar kr. Hagnaður: 3,2 millj. kr. Eigið fé: 42,0 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 32% Arður: 0 kr.

Tekjur: 88,0 milljarðar kr. Hagnaður: 945 milljónir kr. Eigið fé: 31,8 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 48% Arður: 653 milljónir kr.

STJÓRN REGINS

STJÓRN EIMSKIPS

Tómas Kristjánsson stjform. Albert Þór Jónsson Bryndís Hrafnkelsdóttir Guðrún Tinna Ólafsdóttir Heiðrún Emilía Jónsdóttir

Baldvin Þorsteinsson stjform. Jóhanna á Bergi Guðrún Ó. Blöndal Hrund Rudolfsdóttir Lárus L. Blöndal

MILLJARÐAR KR.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. 24 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

MILLJARÐAR KR.

Vilhelm Már Þorsteinsson Þorsteinsson forstjóri Eimskips.


+ 7,0%

– 12,6 %

17,9 9,80 6 . 4 .201 8

8 . 4. 201 9

16,7

8,57

6. 4 . 20 18

8. 4 . 20 19

EIK

SJÓVÁ

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

30

26

Tekjur: 8,1 milljarðar kr. Hagnaður: 2,6 milljarðar kr. Eigið fé: 30,9 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 32% Arður: 1,0 milljarðar kr.

Tekjur: 18,1 milljarðar kr. Hagnaður: 652 milljónir kr. Eigið fé: 13,8 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 31% Arður: 650 milljónir kr.

STJÓRN EIKAR

STJÓRN SJÓVÁ

Eyjólfur Árni Rafnsson stjform. Frosti Bergsson Agla Elísabet Hendriksdóttir Arna Harðardóttir

Björgólfur Jóhannsson stjform. Hildur Árnadóttir Heimir V. Haraldsson, Hjördís E. Harðardóttir Ingi Jóhann Guðmundsson

MILLJARÐAR KR.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.

MILLJARÐAR KR.

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 25


12,5 6 . 4. 2 0 18

12,3

– 7,7%

– 2,2%

K AU P H Ö L L I N

34,3 6. 4. 20 18

8.4. 20 19

31,6 8 . 4. 201 9

VÍS

TM

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

24

21

Tekjur: 24,9 milljarðar kr. Hagnaður: 2,1 millj. kr. Eigið fé: 14,9 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 32% Arður: 2,0 milljarðar kr.

Tekjur: 17,5 milljarðar kr. Tap: 701 milljón kr Eigið fé: 13,3 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 38% Arður: 700 milljónir kr.

STJÓRN VÍS

STJÓRN TM

Valdimar Svavarsson stjform. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir Gestur Breiðfjörð Gestsson Marta Guðrún Blöndal Vilhjálmur Egilsson

Örvar . Kærnested stjform. Kristín Friðgeirsdóttir Andri Þór Guðmundsson Einar Örn Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsdótir

MILLJARÐAR KR.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. 26 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

MILLJARÐAR KR.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.


+ 17,9%

+ 26,7% 10,27

7,56

8. 4 . 20 19

8 . 4. 201 9

8,10 6 . 4.201 8

6,41 6. 4 . 20 18

KVIKA BANKI

SKELJUNGUR

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

19

16

Tekjur: 5,7 milljarðar kr. Hagnaður: 1,8 milljarðar kr. Eigið fé: 13,0 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 15% Arður: 443 milljónir kr.

Tekjur: 47,6 milljarðar kr. Hagnaður: 1,6 milljarðar kr. Eigið fé: 9,0 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 36% Arður: 0 kr.

STJÓRN KVIKA BANKA

STJÓRN SKELJUNGUR

Kristín Pétursdóttir stjform. Hrönn Sveinsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir Guðjón Reynisson Guðmundur Þórðarson

Jón Diðrik Jónsson stjform. Birna Ósk Einarsdóttir Jens Meinhard Rasmundsen Gunn Ellefsen Baldur Már Helgasonn

MILLJARÐAR KR.

Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku banka.

MILLJARÐAR KR.

Henrik Egholm, forstjóri Skeljungs. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 27


+ 0,6%

+ 0,8%

K AU P H Ö L L I N

21,3

1,25 1,24

6. 4. 20 18

8.4. 20 19

2 4. 5 . 2 0 18

HEIMAVELLIR

ORIGO

MARKAÐSVIRÐI

MARKAÐSVIRÐI

14

MILLJARÐAR KR.

10

Tekjur: 3,7 milljarðar kr. Hagnaður: 47,8 milljónir kr. Eigið fé: 18,8 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 33% Arður: 0 kr.

Tekjur: 15,7 milljarðar kr. Hagnaður: 5,4 milljarðar kr. Eigið fé: 8,1 milljarður kr. Eiginfjárhlutfall: 66% Arður: 1,0 milljarðar kr.

STJÓRN HEIMAVALLA

STJÓRN ORIGO

Erlendur Magnússon stjform. Halldór Kristjánsson Árni Jón Pálsson Hildur Árnadóttir Rannveig Eir Einarsdóttir

Ívar Kristjánsson stjform. Hildur Dungal Emilía Þórðardóttir Loftur Bjarni Gíslason Guðmundur Jóhann Jónsson

Arnar Gauti Reynisson,, framkvæmdastjóri Heimavalla. 28 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

MILLJARÐAR KR.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo..

21,5 8 . 4. 201 9


– 55,9% 70,5 6.4.201 8

Hlutabréf helsta uppspretta auðs: 31,1 8. 4. 20 19

SÝN MARKAÐSVIRÐI

9

MILLJARÐAR KR. Tekjur: 21,9 milljarðar kr. Hagnaður: 473 milljónir kr. Eigið fé: 10,7 milljarðar kr. Eiginfjárhlutfall: 40% Arður: 0 kr. STJÓRN SÝNAR Heiðar Már Guðjónsson stjform. Tanya Zharov Hjörleifur Pálsson Anna Guðný Arsdóttir

Wall Street gefur vel af sér Einn dollari settur í hlutabréf árið 1900 orðinn að 1.700 dollurum! TEXTI OG MYND: JÓN G. HAUKSSON

F

jármál og ávöxtun voru ný­­­lega á ferð í New York. Að sjálfsögðu var farið í fjár­­­ mála­­hverfið fræga og kauphöllin við Wall Street skoðuð. Wall Street hefur gefið vel af sér og gegnir mikil­­­vægu hlutverki þar sem hluta­­bréf eru helsta uppspretta auðs og eigna­­­­­­mynd­­unar. Þeim fylgir hins vegar áhætta og hafa margir farið flatt á hluta­­­­bréfa­­­­­kaup­­um þótt aðrir hafi auðgast verulega. Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur sýndi vel fram á þetta í þættinum Við­­­skipti með Jóni G. á Hringbraut sl. haust. Þar birti hann súlurit sem sýndi að einn dollari sem festur var í hlutabréfum árið 1900 væri orðinn að 1.700 dollurum árið 2017, samkvæmt hluta­­ bréfavísitölum. Árleg ávöxtun hlutabréfa á Wall Street á þessum 117 árum var 6,5% að jafnaði og það er enginn annar hlutabréfamarkaður sem toppar það. Bandaríski hluta­­bréfa­­markaðurinn er bæði ríkjandi og leiðandi í heiminum – og sá kröftug­­­asti. Hluta­­­­bréf utan Bandaríkjanna hækkuðu nokkru minna, eða um 4,5% að jafnaði á ári. Á annarri mynd frá Sigurði B. Stefánssyni má sjá að hlutabréf í Banda­­ríkjunum (S&P 500-vísitalan) hækkuðu um 145% (2,45-földun) á sjö ára tímabili á árunum 2011 til 2018 meðan hlutabréf utan Banda­­ ríkjanna hækkuðu mun minna, eða um 30%. Stutta svarið við hinni sívinsælu spurningu um það hvernig maður verði ríkur er því að fjárfesta í góðum fyrirtækjum og/eða hluta­­bréfa­­sjóðum – og byrja nógu snemma að leggja fyrir til hluta­­­bréfa­­­kaupa – nú eða koma fram með snjalla hugmynd sem slær í gegn og stofna fyrirtæki utan um hana.

Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Sýnar.

Sagt og staðið: Einn dollari sem var festur í hlutabréfum í Bandaríkjunum árið 1900 væri orðinn að 1.700 dollurum núna. (Graf: Sigurður B. Stefánsson.) Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 29


Hið áhrifaríka 9/11-minningarsafn er við grunna föllnu tvíburaturnanna, World Trade Center, í Minningargarðinum. Árásin hefur ætíð verið túlkuð sem táknræn árás á hið frjálsa kapítalíska vestræna kerfi.

New York er eftirlætisborg margra:

Til minningar um tvíburaturnana TEXTI OG MYNDIR: JÓN G. HAUKSSON

New York er eftirlætisborg margra. Þeir sem unna henni vilja helst heilsa upp á hana aftur og aftur. Hún býður upp á ný ævintýri í hvert sinn. Borgin er helsta fjármálaborg heims og Manhattan er eins konar musteri kapítalismans og heims­­­viðskipta. Frelsisstyttan er birt­­ ingar­­­mynd hins frjálsa heims sem varð óvænt ófrjáls­­ari eftir árásirnar á tvíburaturnana, World Trade Center, að morgni 11. september 2001. Svæðið þar sem turnarnir stóðu er nefnt Ground Zero.

Við enda Minningargarðsins er stór veggur þakinn koparlistaverki til minningar um fórnarlömb árásarinnar og þá sem lifðu hana af. Hér má sjá brot af verkinu.

Tekist hefur einkar vel til við að endur­­byggja það til minn­­ingar um árásina og þrjú þúsund fórnarlömb hennar. Minn­­­­ingargarðurinn veldur tilfinningaróti. Garðurinn er haganlega gerður og fellur vel að 9/11-minningarsafninu og One World Trade Center, hæstu byggingu Banda­ríkjanna. Í garðinum eru tveir ferningar, flísalagðir grunnar, en litlir fossar flæða niður í þá. Niðurinn rýfur þögnina; það leggja allir við hlustir og hugsa sitt. Nákvæmlega þarna stóðu turnarnir. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er Wall Street með sinni þekktu kauphöll. Hún slapp en skalf þennan afdrifaríka sept­­embermorgun. Árásin var árás á táknmynd hins frjálsa bandaríska fjármála­­kerfis og heims­­við­­kipta. Endurreisnin til minningar um turn­­­­­­­ana og fórnarlömb árásarinnar er Bandaríkjamönnum til mikils sóma – og er tákn um samheldni ekkert síður en við­­skipti. 30 Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018

Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er Wall Street með sinni þekktu kauphöll. Hún slapp en skalf þennan afdrifaríka septembermorgun. Hún er birtingarmynd bandarískra hlutabréfaviðskipta.


Í Minningargarðinum eru tveir ferningar, flísalagðir grunnar, en litlir fossar flæða niður í þá. Niðurinn af þeim rýfur þögnina; það leggja allir við hlustir og hugsa sitt. Nákvæmlega þarna stóðu turnarnir.

One World Trade Center-byggingin við Minningargarðinn í Ground Zero er hæsta bygging Bandaríkjanna og Vestur­­­ álfu. Þar uppi er eðlilega einstakt útsýni yfir borgina. Lyftuferðin upp er tæknilegt undur.

Minningargarðurinn á Ground Zero-svæðinu kemur á tilfinningaróti en vekur fyrst og fremst virðingu fyrir fórnarlömbum árásarinnar og þeim sem lifðu hana af. Garð­ urinn er haganlega gerður og fellur vel að 9/11-minningarsafninu og One World Trade Center, hæstu byggingu Bandaríkjanna. Fjármál og ávöxtun 1. tbl. 2. árg. 2018 31


Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.

Profile for Lena Heimisdottir

Fjármál og ávöxtun 2019  

Fjármál og ávöxtun 2019  

Profile for lena4121
Advertisement